LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 231/2019 : Þorkelsson ehf. ( Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður ) gegn Landsbank anum hf. ( Hannes J . Hafstein lögmaður) Lykilorð Málskostnaður. Niðurfelling máls. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Þ ehf. áfrýjaði héraðsdómi í máli sem L hf. höfðaði gegn Þ ehf. og R. Við upphaf aðalmeðferðar í héraði lýsti L hf. því yfir að málið væri fellt niður gagnvart Þ ehf. Gekk hinn áfrýjaði dómur um kröfu L hf. á hendur R. Þ ehf. áfrýjaði honum og g erði málið til löglegrar meðferðar að því er þá kröfu varðar. Í dómi Landsréttar kom fram að s amkvæmt c - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála yrði mál fellt niður ef stefnandi krefðist þess. Þá kæmi fram í 2. mgr. sömu greinar að yrði mál fellt niður að kröfu stefnanda og stefndi sækti þing og krefðist málskostnaðar úr hendi st efnanda skyldi dómari kveða upp úrskurð um kröfuna og niðurfellingu málsins. Að öðrum kosti yrði málið fellt niður með bókun í þingbók nema ágreiningur stæði um hvort það skyldi gert, sbr. 3. mgr. greinarinnar. Til samræmis við þetta og í kjölfar yfirlýsin gar L hf. um niðurfellingu málsins hefði borið að fylgja framangreindum lagafyrirmælum við meðferð málsins að því er Þ ehf. varðaði en það hefði ekki verið gert. Þá kæmi ekkert fram um það í dómi héraðsdóms að þar hefði verið til úrlausnar krafa Þ ehf. um málskostnað úr hendi L hf. Að þessu virtu og með vísan til 151. gr. sömu laga yrði ekki á það fallist með Þ ehf. að hann geti með áfrýjun leitað leiðréttingar á þeim annmarka sem hann teldi vera á héraðsdómi. Því var málinu vísað frá Landsrétti. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Arngrímur Ísberg , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 28. mars 2019 . Áfrý jað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. mars 201 9 í málinu nr. E - /2015 . 2 2 að taka málið til löglegrar meðferðar að því er þá kröfu varðar. Þá krefst hann mál skostnaðar fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að kröfum áfrýjanda verði hafnað og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og helstu málsástæður 4 Stefndi höfðaði mál á hendur áfrýjanda og Rögnvald i Þorkelssyni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2014. Í stefnu gerði hann kröfu á hendur Rögnvaldi um greiðslu skuldar samkvæmt lánssamningi en gagnvart áfrýjanda var þess krafist að honum yrði heimilað með dómi að gera fjárnám inn í veðrétt sinn í e ignarhlutum áfrýjanda í fasteigninni Borgartúni 29 í Reykjavík til tryggingar skuldum Rögnvalds. Áfrýjandi og Rögnvaldur skiluðu sameiginlegri greinargerð til héraðsdóms þar sem Rögnvaldur krafðist lækkunar á kröfum stefnda en áfrýjandi sýknu. Þá var krafi st málskostnaðar. 5 Aðalmeðferð í málinu fór fram 7. febrúar 2019. Í þingbók kemur fram að lögmaður stefnda hafi við upphaf aðalmeðferðarinnar lýst því yfir að málið væri fellt niður gagnvart áfrýjanda. Því næst var tekin skýrsla af einu vitni en að því lok nu fór fram munnlegur málflutningur. Um málflutninginn segir meðal annars í þingbók að lögmaður stefndu hafi tekið til máls og gert sömu kröfur og tilgreindar væru í greinargerð hans. Í þingbók við uppkvaðningu dóms í málinu 1. mars 2019 eru aðilar þess sa gðir vera Landsbankinn hf. og Rögnvaldur Þorkelsson. Í hinum áfrýjaða dómi er málsaðild lýst með sama hætti og lýsing á kröfugerð bundin við þá. Þá er þar tekið fram að málið hafi upphaflega verið höfðað á hendur Rögnvaldi og Þorkelssyni ehf. en fallið haf i verið frá kröfum á hendur félaginu í þinghaldi 7. febrúar 2019. Að öðru leyti er ekkert minnst á félagið í dóminum. Með honum var krafa bankans á hendur Rögnvaldi að fullu tekin til greina. Um málskostnað sagði svo í forsendum dómsins: dómsorði mælt fyrir um greiðsluskyldu Rögnvalds og að málskostnaður félli niður. 6 Ómerkingarkröfu sína byggir áfrýjandi á því að afgreiðsla héraðsdóms á kröfu hans um málskostnað hafi ekki verið í samræmi við lög. Í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé með skýrum hætti kveðið á um skyldu dómara til að dæma aðila málskostnað þar sem svo stendur á að stefnandi hefur fallið frá kröfum, sbr. 2. mgr. 105. gr. og 2. mgr. 130 gr. laganna. Ekki verði hjá því komist að álykta sem svo að héraðsdómari hafi gleymt að sinna kröfu áfrýjanda um málskostnað sér til handa. Dómsorð héraðsdóms verði á hinn bóginn ekki skilið á annan veg en þann að Landsbankinn hf. hafi verið sýknaður af kröfunni. Áfrýjandi geti í ljósi þessa með áfrýjun gert þá afmörkuðu kröfu sem hann hefur uppi fyrir Landsrétti en verði hún tekin til greina sé héraðsdómi skylt að ákveða málskostnað áfrýjanda í héraði svo sem 3 honum hafi borið að gera en gerði ekki. Að öðru leyti stæði héra ðsdómurinn óhaggaður. 7 Af hálfu stefnda er á því byggt að í hinum áfrýjaða dómi hafi verið tekin afstaða til kröfu áfrýjanda um málskostnað. Í forsendum dómsins felist þannig sú niðurstaða að málskostnaður milli aðila, það er stefnda annars vegar og áfrýjanda og Rögnvalds Þorkelssonar hins vegar, skuli falla niður. Niðurstaða 8 Samkvæmt c - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 verður mál fellt niður ef stefnandi krefst þess. Þá kemur fram í 2. mgr. sömu greinar að verði mál fellt niður að kröfu stefnand a og stefndi sækir þing og krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda skuli dómari kveða upp úrskurð um kröfuna og niðurfellingu málsins. Að öðrum kosti verður málið fellt niður með bókun í þingbók nema ágreiningur standi um hvort það skuli gert, sbr. 3. mgr. greinarinnar. 9 Til samræmis við þetta bar áfrýjanda þegar að fram kominni yfirlýsingu í þinghaldi 7. febrúar 2019, um að fallið væri frá kröfum á hendur honum, að krefjast málskostnaðar úr hendi stefnda, hafi hann á annað borð haft í hyggju að gera slíka kröfu, enda lá þá fyrir að málið gengi ekki til aðalmeðferðar að því er hann varðar. Samkvæmt þingbók héraðsdóms gerði hann það ekki. Þess er reyndar ekki heldur getið þar að dómari hafi fellt málið niður gagnvart áfrýjanda. Er í öllu falli ljóst að í kjö lfar yfirlýsingarinnar bar að fylgja framangreindum lagafyrirmælum við meðferð málsins að því er áfrýjanda varðar, það er annað hvort með bókun dómara um niðurfellingu máls eða með úrskurði hans um þau málalok og ákvörðun málskostnaðar, en slíkur úrskurður er kæranlegur til Landsréttar, sbr. g - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. 10 Í hinum áfrýjaða dómi kemur ekkert fram um að þar hafi verið til úrlausnar krafa áfrýjanda um málskostnað úr hendi stefnda enda gat áfrýjandi ekki talist vera aðili að málinu þegar hér var komið sögu. Var með dóminum þannig eingöngu leyst úr fjár kröfu stefnda á hendur Rögnvaldi Þorkelssyni og kröfum um málskostnað þeirra í milli . 11 Að framangreindu virtu og með vísan til 151. gr. laga nr. 91/1991 verður ekki á það fallist með áf rýjanda að hann geti með áfrýjun leitað leiðréttingar á þeim annmarka sem hann telur vera á héraðsdómi og svo sem nánar greinir í kröfugerð hans. Verður málinu því vísað frá Landsrétti. 12 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. 4 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. mars 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 7. febrúar sl., var höfðað 22. nóvember 2014. Stefnandi er Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Rey kjavík. Stefnt er Rögnvaldi Þorkelssyni, Þverárseli 16, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 233.723.175 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 23. maí 2014 til greiðsludags, að frádreginni innborgun 14. ágúst 2015 að fjárhæð 26.454.073 kr. sem dregst frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst lækkunar á kröfum stefnan da. Stefndi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málið var upphaflega höfðað á hendur stefnda og Þorkelssyni ehf., en við aðalmeðferð 7. febrúar sl. féll stefnandi frá kröfum á hendur félaginu. I. Mál þetta á rót að rekja til kaupa stefnda á landspildunni Lundi í Mosfellsbæ árið 2006. Af hálfu stefnda hefur því verið lýst að hann hafi ætlað sér að skipta landinu upp í lóðir og selja til áhugasamra kaupenda. Til að fjármagna kaupin fékk stefndi yfird ráttarlán hjá stefnanda, fyrst 20.000.000 kr. í lok október 2006 og síðar 80.000.000 kr. eða samtals kr. 100.000.000. Yfirdráttur stefnda var svo enn hækkaður í lok apríl 2007 til að stefndi gæti greitt eftirstöðvar kaupverðsins, 49.200.100 kr. Meðal gagna málsins er tryggingarbréf að fjárhæð 70.000.000 kr. sem stefndi undirritaði 25. júní 2008 og mun hafa verið þinglýst á umrætt land. Stefndi fór þess á leit við Mosfellsbæ í nóvember 2006 að landinu yrði skipt upp í smærri einingar, en erindinu var hafnað í maímánuði 2007. Þetta varð til þess að áform stefnda steyttu á skeri. Í greinargerð stefnda kemur fram að allir þeir sem áður höfðu sýnt áhuga á að eignast lóðir sem skipt yrði úr landinu hafi hætt við. Í kjölfarið hafi orðið efnahagshrun með tilheyrandi lækkun á fasteignamarkaði. Þegar niðurstaða bæjarfélagsins lá fyrir krafðist stefnandi þess að stefndi greiddi upp yfirdráttarheimildina og gerður var lánssamningur nr. sem stefnandi reisir málshöfðun sína á. Nánar er þar um að ræða samning um fjölmyn talán, sem gerður var 10. maí 2007 milli Landsbanka Íslands hf, kt. og stefnda. Samningur þessi var til eins árs, upphaflega að jafnvirði 145.000.000 kr. í eftirtöldum myntum og hlutföllum: CHF 50% og JPY 50%. Lánið skyldi greiðast að fullu á næstu 12 mánuðum með einni afborgun í lok lánstímans þann 5. júní 2008, en vexti bar þó að greiða mánaðarlega. Fyrsti gjalddagi vaxta skyldi vera 5. júní.2007. Lántaki lofaði að greiða bankanum breytilega vexti sem skyldu vera jafnháir LIBOR vöxtum í samræmi við le ngd vaxtatímabils hverju sinni auk 2,30% vaxtaálags. Vextir skyldu reiknast frá útborgunardegi lánsins og greiðast eftir á, á gjalddögum. Vextir skyldu greiðast á eins mánaðar fresti út lánstímann, í fyrsta skipti 5. júní 2007. Við vaxtaútreikning skyldi t ekið mið af þeim vaxtareglum er varða dagafjölda sem í gildi eru á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum á hverjum tíma. Skyldi lántaki ekki standa skil á greiðslu vaxta eða afborgana á gjalddaga bar honum samkvæmt samningnum að greiða dráttarvexti af gjaldfallin ni fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludags. Um dráttarvexti skyldi fara samkvæmt ákvæðum vaxtalaga nr. 38/2001. Skyldi bankinn hafa um það val hvort krafist yrði dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt, eða af skuldinni breyttri í íslenskar krónur. Kæmi til vanefnda af hálfu lántaka á skyldum hans samkvæmt samningnum skuldbatt hann sig til að greiða bankanum auk vaxta og dráttarvaxta samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001, allan kostnað sem bankinn myndi leggja út í vegna vanefndanna, málsóknar eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknun eða öðru er bankanum bæri að greiða svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu alls lánsins. Lántaki skyldi greiða bankanum 0,50% lántökugjald af heildarlánsfjárhæðinni og skyldi lántökugjaldið dragast af við útborgun lánsins. Skilyrði fyrir útborgun lánsins var að stefnanda bærist beiðni um útborgun. Bankanum barst slík beiðni 10. maí 2007 þar sem óskað var eftir að lánið yrði greitt út 14. maí 2007. Í kjölfarið voru greiddar út 144.265.000 kr. en þá var búið að draga af lántökugjald og kostnað samkvæmt heimild í grein 5.1. samningsins. 5 Stefndi greiddi lánið ekki upp á gjalddaga og var því gerður viðauki við samninginn 27. júní 2008. Á sama tíma var útbúið tryggingarbréf að fjárhæð 70.000.000 kr. sem þinglýst var á lan dið. Með viðaukanum var ákveðið að eftirstöðvar lánsins skyldu vera miðaðar við gengi eftirtalinna mynta, á gengi þess dags sem undirritaður viðauki bærist bankanum: JPY 50% og CHF 50%. Lánstími samkvæmt gr. 2.1. skyldi breytast þannig að eftirstöðvar lán sins bar að greiða að fullu með einni greiðslu höfuðstóls í lok lánstímans 5. ágúst 2010. Vexti bar þó að greiða mánaðarlega út lánstímann í næsta sinn 5. ágúst 2008. Vextir samkvæmt gr. 3.1. skyldu breytast þannig að lántaki lofaði að greiða bankanum vext i sem skyldu vera breytilegir vextir jafnháir LIBOR vöxtum í samræmi við lengd vaxtatímabils hverju sinni, auk 3,30% vaxtaálags. Vextirnir skyldu reiknast frá 5. júní 2008. Þann 30. desember 2008 var gerður viðauki við lánssamninginn þar sem fram kom að ef tirstöðvar lánsins þann 5. desember 2008 væru: JPY 142.076.246,00, CHF 1.361.160,10, en að auki voru gjaldfallnar eftirstöðvar 5.048.856 kr. Landsbankinn og lántaki gerðust ásáttir um eftirfarandi breytingar á lánssamningnum: Vanskil að fjárhæð 5.048.856 k r. skyldu umreiknuð í eftirtaldar myntir, miðað við gengi þeirra þann dag sem undirritaður viðauki bærist Landsbankanum: CHF 50% og JPY 50%. Lánstími samkvæmt gr. 2.1. skyldi breytast þannig að eftirstöðvar lánsins bar að endurgreiða að fullu með 1 einni greiðslu afborgunar í lok lánstímans þann 5. ágúst 2010. Vexti bar að greiða á eins mánaðar fresti út lánstímann, næst þann 5. apríl 2009. Vextir skyldu reiknast frá 5. desember 2008. Að öðru leyti skyldi samningurinn haldast óbreyttur. Þann 12. septem ber 2011 var stefnda sent bréf þar sem fram kom að í desember árið 2010 hafi Alþingi samþykkt breytingar á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem kveða á um endurútreikning lána með ólögmætri gengistryggingu. Greint var frá því að það væri mat ban kans að lán nr. kvæði á um slíka gengistryggingu. Í samræmi við ákvæði laganna voru eftirstöðvar lánsins endurútreiknaðar miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands. Eftirstöðvar lánsins fyrir endurútreikning voru 446.805.375 kr. og eftir e ndurútreikning 227.764.374 kr. Endurútreikningur lánsins miðaðist við 9. september 2011. Þann 23. apríl 2014 var stefnda sent annað bréf þar sem kom fram að með dómum í málum nr. 600/2011 og nr. 464/2012 hafi Hæstiréttur komist m.a. að þeirri niðurstöðu að greiðslukvittanir hefðu jafngilt fullnaðarkvittunum og að endurútreikningur lána hefði átt að taka mið af því. Þá kom fram að bankinn hefði með hliðsjón af þessum dómum leiðrétt endurútreikning láns nr. . Leiðréttingin fól í sér að fram til 5. ágúst 20 08 var nýr höfuðstóll reiknaður miðað við efni fullnaðarkvittana. Einnig voru eftirstöðvar lánsins leiðréttar vegna greiðslna frá endurútreikningsdegi þar sem það átti við. Staða lánsins fyrir leiðréttingu voru 311.380.972 kr. en eftir leiðréttingu 233.723 .175 kr. en staða lánsins fyrir og eftir leiðréttingu var miðuð við 23. apríl 2014. Í bréfinu kom fram að þrátt fyrir að lánstíminn væri liðinn sýndi leiðréttur endurútreikningur að lánið væri ekki að fullu greitt. Var stefnda í bréfinu veittur skammur fre stur til að semja um lúkningu skuldarinnar, en að þeim tíma liðnum skyldu reiknast dráttarvextir á höfuðstól lánsins, nánar tiltekið frá 23. maí 2014, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Gögn málsins bera með sér að innheimtutil raunir reyndust árangurslausar og var mál þetta höfðað af þeim sökum. II. Stefnandi vísar til þess að samningurinn sem mál þetta snýst um lúti íslenskum lögum og sé tryggður með tryggingarbréfi nr. sem m.a. er tryggt með veði í Borgartúni 29, fnr. , Reykjavík. Tryggingabréfið var útgefið þann 25. júní 2008, af stefnda til tryggingar öllum skuldum og fjárskuldbindingum stefnda, upphaflega að fjárhæð 70.000.000 kr. verðtryggt samkvæmt vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitöluna 300,3 við undirritun . Tryggingarbréfið var móttekið til þinglýsingar 26. júní 2008 hjá sýslumanninum í Reykjavík. Uppreiknuð staða tryggingarbréfsins 5. nóvember 2014 var 98.508.159 kr. og krafist er dráttarvaxta eitt ár aftur í tímann frá nauðungarsölubeiðni sbr. b. lið 1. m gr. 5. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Um aðild Landsbankans hf. vísar stefnandi til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi, með heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr rí kissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., tekið þá ákvörðun að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. Ákvörðun FME um ráðstöfun eigna og 6 skulda Landsbanka Íslands hf., kt. , til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. , nú Landsbankinn hf., kt. , var tekin 9. október 2008. Af hálfu stefnanda er byggt á meginreglu kröfu - og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga og fullnustu á veðrétti kröfueiganda. Vísað er til samningsveðlaga nr. 75/ 1997, einkum 3. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 9. gr. og 15. til 20. gr. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 einkum 1. mgr. 6 gr., 5. gr. og 12. gr. sömu laga. III. Krafa stefnda um lækkun kröfu og upphafstíma dráttarvaxta er á því byggð að stefnukrafan miðist við að lánið, sem í upphafi var 145.000.000 kr., hafi numið 233.723.175 kr. 23. apríl 2014, en stefnandi krefjist dráttarvaxta að liðnum mánuði frá þeirri dagsetningu þ.e. frá 23. maí 2014. Stefndi mótmælir fjárhæð kröfunnar og telur að krafan sé mun lægri. Dómkrafa stefnanda, að fjárhæð 233.723.175 kr. miðist við upphaflegan höfuðstól ásamt áföllnum vöxtum frá 5. ágúst 2008. Samkvæmt tilkynningu um endurútreikning lánsins frá stefn anda, dags. 23. apríl 2014, sé endurútreiknuð fjárhæð lánsins fengin með því að nýr höfuðstóll er reiknaður fram til 5. ágúst 2008 miðað við efni fullnaðarkvittana og lánið svo endurútreiknað frá þeim tíma miðað við vexti SÍ, skv. 10. gr. sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001. Vextir hafi því verið lagðir við upphaflegan höfuðstól frá 5. ágúst 2008. Stefndi vísar til þess að hvort heldur sem miðað sé við eldri fyrningarlög, nr. 14/1905, eða ný lög um fyrningu, nr. 150/2007, leiði fyrningarlögin til þess að hluti va xta af láninu sé fyrndur þar sem vextir fyrnast á fjórum árum, sbr. 3. laga nr. 14/1905 og laga nr. 150/2007. Fyrningu vaxta af láninu hafi í fyrsta lagi verið slitið með birtingu stefnu í málinu 22. nóvember 2014. Allir vextir sem fallið hafi á lánið fyri r 22. nóvember 2010 séu því fyrndir. Krafa stefnanda sé því til muna lægri og beri að lækka hana til samræmis við fyrningu vaxta. Stefndi skorar á stefnanda að leggja fram réttan útreikning á kröfunni miðað við framangreint. Leggi stefnandi ekki fram slík an útreikning verði að líta svo á að málið sé vanreifað eða miða beri við upphaflega höfuðstól lánsins þ.e. 145.000.000 kr. Verði ekki fallist á að allir vextir eldri en fjögurra ára séu fyrndir er þess krafist að krafan verði lækkuð verulega. Stefndi Rög nvaldur kveðst frá því að Mosfellsbær setti honum stólinn fyrir dyrnar með skiptingu landsins sem lánið var tekið vegna, vorið 2008, hafa leitað eftir samningum við stefnanda um uppgjör lánsins á réttum forsendum. Stefnandi hafi hafnað að lánið verði gert upp á lögmætum forsendum. Í fyrsta lagi hafi stefnandi lengst af haldið því fram að verðtryggingar - og vaxtaákvæði lánsins í erlendri mynt væru lögmæt. Hafi stefnandi m.a. haldið því fram að skuld stefnda væri um það bil 450.000.000 kr. Uppgjör lánsins á þ eim forsendum hafi ekki verið mögulegt og vonlaust að ná samkomulagi við stefnanda. Stefnandi hafi ávallt byggt allar kröfur um uppgjör lánsins á ólögmætum og röngum forsendum. Stefnandi verði sjálfur að bera ábyrgð og áhættu af því. Ekki sé sanngjarnt að láta stefnanda bera slíkt tjón og greiða stefnanda vexti þegar þannig háttar enda ljóst að hann hafi ekki hagnast á þeim drætti sem orðið hefur á uppgjöri lánsins. Hafi þessi dráttur skapað honum verulegt tjón og komið í veg fyrir að hann geti haldið áfra m með líf sitt og viðskipti. Stefndi telur að líta beri til sömu sjónarmiða og raka og búa að baki 7. gr. vaxtalaga nr. 38 frá 2001. Í greininni sé gert ráð fyrir því að ef atvik, sem varða kröfuhafa og skuldara verði ekki um kennt, valda því að greiðsla f er ekki fram skuli ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður. Stefndi telur að sömu sjónarmið eigi við um kröfu stefnanda. Eðlilegt og sanngjarnt hljóti a.m.k. að vera að deila áhættunni af þessu milli aðila enda er sök stefnanda augljó s. Ljóst sé að stefndi hafi ekki að hagnast á kostnað stefnanda enda allt lánsféð bundið í landi sem sé verðminna en lánið en allt lánsféð var lagt til kaupa á umræddu landi. Auk framangreinds vísar stefndi til sjónarmiða um sanngirni og réttlæti og 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7. frá 1936, og þeirra sjónarmiða og grunnhugsunar sem fram komi í þeim lagagreinum. Löggjafinn geri ráð fyrir að dómstólar hafi rétt til að endurmeta samningsbundin ákvæði séu þau ósanngjörn. Stefndi Rögnvaldur telur að dómstólar hafi á sama hátt og á sömu forsendum rétt til að meta kröfur aðila með hliðsjón af sömu sjónarmiðum í slíku tilviki sem hér um ræðir. 7 Stefndi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta með vísan til sömu raka og fjárhæð aðalkröfu er mótmælt. Stefnandi hafi aldrei sett fram rétta kröfu á hendur stefnda. Ósanngjarnt sé því að miða upphaf dráttarvaxta við annað tímamark en stuttu eftir uppkvaðningu dóms. Sanngjarnt sé að miða við að dráttarvextir falli ekki fyrr á dæmdar kröfur í málinu fyrr en að liðnum 15 dögum frá dómsuppsögu þegar stefnda hefur gefist sanngjarnt svigrúm til að gera upp kröfuna. Fyrsta mögulega tímamark hljóti a.m.k. að vera dómsuppsaga ef fallist er á kröfu stefnda um lækkun dómkrafna. Stefndi vísar að öðru leyti til meginreglna einkamálaréttarfar s sbr. einkum laga nr. 91 frá 1991, samninga - og kröfuréttar, laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001, samningalaga nr. 7 frá 1936. Málskostnaðarkrafa stefndu á sér stoð í 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Svo sem rakið hefur verið hér að framan tókst stefndi á herðar fjárskuldbindingar gagnvart stefnanda á árinu 2006 í þeim tilgangi að inna af hendi kaupsamningsgreiðslu vegna kaupa á landspildu í Mosfellsbæ. Fram hefur komið að áætlanir stefnda um nýtingu l andsins gengu ekki eftir og af þeim sökum gengu áætlanir hans um skiptingu landsins og endursölu í smærri einingum ekki eftir. Stefndi hefur ekki bent á lagarök eða málsástæður sem leitt geti til þess að beita beri ógildingarreglum samningaréttar um skuldb indingar stefnda gagnvart stefnanda í tengslum við skuldbreytingu og veðtryggingu upphaflegs yfirdráttarláns. Fyrir liggur að stefnandi endurútreiknaði eftirstöðvar lánsins sem hér um ræðir með hliðsjón af dómum Hæstaréttar í málum nr. 600/2011 og nr. 464 /2012. Í samræmi við það voru eftirstöðvar lánsins lækkaðar niður í 233.723.175 kr. og stefnanda tilkynnt um þetta með bréfi 23. apríl 2014 þar sem stefnda var veittur þriggja vikna frestur frá dagsetningu bréfsins til að semja um lúkningu skuldarinnar, e n jafnframt tekið fram dráttarvextir yrðu lagðir við höfuðstól lánsins að þeim tíma liðnum. Eftirstöðvar lánsins 23. maí 2014, þegar einn mánuður var liðinn frá dagsetningu bréfsins, voru 233.723.175 kr. sem er stefnufjárhæðin, en við endanlega kröfugerð h efur stefnandi þó tekið tillit til innborgunar að fjárhæð 26.454.073 kr. Gögn málsins bera með sér að innheimtutilraunir stefnanda hafi reynst árangurslausar og ekki verður séð að stefndi hafi gert athugasemdir við endurútreiknaða kröfu stefnanda fyrr en m eð framlagningu greinargerðar sinnar til héraðsdóms í greinargerð sinni til héraðsdóms 31. ágúst 2015, þar sem látið var við það sitja að mótmæla upphafstíma vaxta og dráttarvaxta með röksemdum sem áður hafa verið reifaðar. Landið sem um ræðir var selt na uðungarsölu 14. ágúst 2015 og leysti stefnandi þar landið til sín fyrir samtals 33.000.000 kr. að meðtöldum kostnaði, sbr. framlagt uppgjörsskjal. Með kaupsamningi 28. apríl 2017 seldi stefnandi landið til þriðja aðila fyrir 41.000.000 kr. Af hálfu stefnda hefur ekki verið sýnt fram á að óeðlilega hafi verið staðið að sölu eignarinnar, né heldur að hann hafi verið beittur þrýstingi til að undirrita skjöl þau sem málshöfðun stefnanda byggist á. Í samræmi við framanritað verður sýknukröfu stefnda hafnað. Lán ssamningur nr. milli stefnanda og stefnda, sem liggur að baki ágreiningi málsaðila, var undirritaður 10. maí 2007. Þar segir í gr. 2.5. að ef til vanefnda komi af hálfu lántaka skuldbindi hann sig til að greiða bankanum, auk vaxta og dráttarvaxta samkv æmt III. kafla laga nr. 38/2001 allan kostnað sem bankinn legði út vegna vanefndanna, málsóknar eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknun eða öðru sem bankanum ber að greiða, svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu lánsins. Stefndi hefur um vexti skírskotað til sjónarmiða um fyrningu, svo sem áður greinir. Samkvæmt núgildandi lögum um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007, sem gengu í gildi 1. janúar 2008 er fyrningarfrestur vaxta fjögur ár. Hið sama gilti í tíð eldri fyrningarlaga nr. 14/1905, sem giltu þegar lánssamningur málsaðila var gerður. Með lögum nr. 151/2010, sem gengu í gildi 18. desember 2010, var bætt við ákvæðum til bráðabirgða við lög nr. 38/2001 og þá m.a. kveðið á um það í lið XIV. að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánssamninga í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010. Þá var með lögum nr. 38/2014 bætt við ákvæði til bráðabirgða við þennan sama lið, þess efnis að fyrningarfresturinn skuli vera átta ár frá því tímamarki. Af athugasemdum sem f ylgdu tveimur síðastgreindum breytingum til bráðabirgða má sjá að breytingarnar miðuðu að því að draga úr óvissu, ekki aðeins með hagsmuni skuldara 8 fyrir sjónum heldur einnig til hagsbóta fyrir kröfuhafa. Viðurkennt er í íslenskum rétti að löggjafanum geti verið heimilt að setja ný lög sem gildi um lögskipti sem áður hefur verið stofnað til. Í dómaframkvæmd hefur Hæstiréttur Íslands látið óátalið að fyrningarfrestur sé lengdur með lögum og hefur í því samhengi m.a. verið vísað til dóms réttarins 21. október 2008 í máli nr. 560/2008. Í máli því sem hér er til úrlausnar liggur fyrir að fyrning var hafin þegar lög nr. 151/2010 tóku gildi og að henni var þá jafnframt ekki lokið. Þá hefur í réttarframkvæmd ítrekað verið hafnað því sjónarmiði að lenging fyrningarf rests í tilvikum sem því sem hér um ræðir fari í bága við stjórnarskrárvarin réttindi skuldara. Mál þetta höfðaði stefnandi sem fyrr segir 22. nóvember 2014 og þar með innan þess fyrningarfrests sem mælt var fyrir um samkvæmt lögum nr. 38/2014 um breytingu á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Að þessu virtu verður hafnað varakröfu stefnda um lækkun dómkrafna stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Rögnvaldur Þorkelsson, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 233.723.175 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 23. maí 2014 til greiðsludags, að frádreginni innborgun 14. ágúst 2015 að fjárhæð 26.454.073 kr. sem dregst fr á skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Málskostnaður fellur niður.