LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 9. október 2019. í landsréttarmálinu nr. 622/2019 : A (Einar Þór Sverrisson lögmaður ) gegn þrotabúi A , (Jóhannes Ásgeirsson lögmaður ) B ehf. og C (Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Aðild. Frávísun frá héraðsdómi. Útdráttur A kærði úrskurð héraðsdóms þar sem máli A gegn þrotabúi A, B og C var vísað frá dómi. A krafðist þess að viðurkennt yrði að hún hefði sjálfstæða heimild til að andmæla afstöðu skiptastjó ra til lýstra krafna við skipti á þrotabúi A og að tímafrestir til þess væru ekki liðnir. Í hinum kærða úrskurði, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, kom meðal annars fram að einungis kröfuhafar ættu rétt til að sitja skiptafundi en skiptastjó ri gæti þó heimilað þrotamanni að sitja fundinn að vissum skilyrðum 125. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. uppfylltum. Ákvæðið gerði ekki ráð fyrir að þrotamaður hefði aðra aðkomu að skiptafundi og gæti því ekki gert ágreining um afstöðu skipt astjóra. Að auki væri frá því greint með tæmandi hætti í ákvæði 1. mgr. 120. gr. sömu laga hverjir gætu orðið aðilar að ágreiningi um viðurkenningu á lýstri kröfu við gjaldþrotaskipti og hefði þrotamaður búsins ekki þá heimild. Gæti A því hvorki gert athug asemdir við afstöðu skiptastjóra til einstakra krafna á skiptafundi né krafist þess að ágreiningi vegna þeirra verði vísað til héraðsdóms. Skiptastjóra hefði því borið að hafna slíkri kröfu og synja því að vísa málinu til héraðsdóms. Þess vegna hefði ekki verið hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi án kröfu. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Arngrímur Ísberg , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. september 2019 , sem barst réttinum 5. sama mánaðar . Greinargerðir varnaraðila bárust réttinum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. ágúst 2019 í málinu nr. 2 X - /2019, þar sem vísað var frá dómi kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilum vegna ágreinings sem risið hafði við gjaldþrotaskipti á búi sóknaraðila . Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá kref ja st varnaraðilar kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Um kærumálskostnað fer eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Kærumálskostnaður á milli sóknaraðila og varnaraðilans þrotabús A fellur niður. Sóknaraðili greiði varnaraðilunum B ehf. og C hvorum um sig 150.000 krónur í kæru málskostnað. Úrskurður Héraðsdómur Reykjavíkur þriðjudaginn 20. ágúst 2019 Mál þetta barst Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi dagsettu 28. febrúar 2019 sem var móttekið 6. mars 2019. Sóknaraðili er A, [...], Reykjavík. Varnaraðilar eru þb. A, C, [...], og B ehf ., [...], Reykjavík. Sóknaraðili gerir þær kröfur að viðurkennt verði að sóknaraðili hafi sjálfstæða heimild til að andmæla afstöðu skiptastjóra til lýstra krafna við skipti á þrotabúi sóknaraðila og að tímafrestir séu ekki liðnir. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað a uk málskostnaðar. Máli þessu var úthlutað til dómara þann 24. maí sl. og tekið til úrskurðar eftir munnlegan málflutning þann 15. júlí sl. Eftir að málið var tekið til úrskurðar taldi dómari rétt að gefa aðilum kost á að gera athugasemdir til viðbótar fyr ri málflutningi sínum, með vísan til 100. gr. og 104. gr. laga nr. 91/1991, þar sem málið gæti sætt frávísun án kröfu. Aðilar komu athugasemdum sínum á framfæri í þinghaldi 16. ágúst 2019 sem boðað var til þann 8 ágúst sl. eftir samráð við aðila. I Málavextir Aðila málsins greinir nokkuð á um málavexti. Sóknaraðili starfaði sem framkvæmdastjóri hjá varnaraðila B ehf . Hún var í sambúð með varnaraðila C, og eiga þau barn saman. C er jafnframt fyrirsvarsmaður varnaraðila B ehf . Sóknaraðili vísar til þe ss að samskipti þeirra hafi gengið erfiðlega eftir að þau slitu samvistum. Að kröfu varnaraðila, B ehf . , var bú sóknaraðila tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. nóvember 2014 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X - [...]/2014. Með úrskurðinum var h afnað þeim 3 mótmælum sóknaraðila að ekki væru skilyrði til að taka bú hennar til gjaldþrotaskipta, á þeim grundvelli að krafa varnaraðila, B ehf . , væri ódæmd og óljós. Samkvæmt frumvarpi til úthlutunar úr þrotabúi sóknaraðila, sem lagt var fram á skiptafundi 23. febrúar 2019, nam samþykktur höfuðstóll kröfu varnaraðila B ehf . , samtals 17.597.580 krónum, sem skiptist í peningagreiðslur að fjárhæð 14.425.000 krónur og útt ektir á kreditkortum samtals að fjárhæð 3.172.500 krónur. Samþykktur höfuðstóll kröfu varnaraðilans, C, samkvæmt frumvarpinu nemur 6.000.000 króna. Kröfur annarra kröfuhafa í þrotabúið hafa verið afturkallaðar. Eina eign þrotabúsins er fasteignin að [...] , Reykjavík, sem er þinglýst eign sóknaraðila. Eftir að aðrir kröfuhafar féllust á að aflétta veðskuldum sínum af fasteigninni eru einungis áhvílandi veðskuldir á eigninni við Íbúðalánasjóð. Sóknaraðili hefur búið í húsinu frá því að hún var úrskurðuð gjal dþrota og hafa einu leigugreiðslur verið afborganir af áhvílandi veðskuldum til Íbúðalánasjóðs auk fasteignagjalda, eða samtals um 850.000 krónur. Aðila greinir á um hvort staða eigna og skulda þrotabúsins sé jákvæð eða neikvæð, hvort og þá hvaða aðkomu s óknaraðili geti haft af gjaldþrotaskiptunum og hvort tímafrestir séu liðnir. II Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili byggir á því að með því að veðhafar féllust á að aflétta veðböndum af fasteigninni að [...] hafi staða þrotabúsins breyst úr því að vera neikvæð yfir í bú með jákvæða eignastöðu. Þetta hafi afgerandi áhrif á hagsmuni og aðkomu sóknaraðila að gjaldþrotaskiptunum, sem ekki var um að ræða á meðan þrotabúið var eignalaust. Við það að staða búsins varð jákvæð muni sóknaraðili fá til sín fjármuni sem séu umfram lýstar kröfur. Það skipti því sóknaraðila öllu máli að tekið sé tillit til sjónarmiða hennar í skiptaferlinu og rétt afstaða sé tekin til lýstra krafna. Hverja einustu krónu sem sé ranglega samþykkt til kröfuhafa greiði af sókn araðili að ósekju. Sóknaraðili vísar til almennra sjónarmiða um að þeir sem eigi hagsmuna að gæta við gjaldþrotaskipti geti tryggt þá hagsmuni við skiptin, eftir atvikum með því að bera ágreining um þau undir héraðsdóm. Sóknaraðili byggir á því að hún eigi beina og persónulega hagsmuni af því að geta komið sínum sjónarmiðum á framfæri við skiptaferlið og fengið úr þeim skorið með dómi, náist ekki sátt við skiptastjóra og aðra kröfuhafa. Það sé einungis þegar eignir hrökkva ekki fyrir skuldum sem þrotamaður hafi enga sjálfstæða heimild til að andmæla afstöðu skiptastjóra. Sóknaraðili vísar til 171. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 128. gr. laganna, þar sem kröfuhöfum er veittur réttur til að bera ágreining sinn undir héraðsdóm. Að mati sóknaraði la á hún sem eftirstæður kröfuhafi eða sá aðili sem á tilkall til þeirra eigna, sem ekki verður ráðstafað til kröfuhafa sams konar rétt. Ekki skipti máli hvort sá réttur sé leiddur beint af ákvæðinu eða með lögjöfnun. Þá vísar sóknaraðili til þess að hvork i ákvæði 171. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 né önnur ákvæði komi í veg fyrir að sóknaraðili sem þrotamaður sé útilokuð frá því að gera athugasemdir við afstöðu til lýstra krafna og bera slíkan ágreining undir dómstóla. Sóknaraðili vísar til þess að umræ ddar fjárhæðir hafi verið greiddar sóknaraðila sem laun vegna starfa hennar sem framkvæmdastjóri, án þess að gengið væri frá launatengdum gjöldum og staðgreiðslu. Þessar greiðslur varnaraðila B ehf. hafi verið inntar af hendi með vitund og vitneskju varnar aðila C. C, sem var stjórnarformaður varnaraðila B ehf. og barnsfaðir sóknaraðila, hafi áritað ársreikninga þess athugasemdalaust. Í þeim komi hvergi fram að félagið eigi kröfur í ætt við þær sem síðar var lýst fyrir bústjóra á árinu 2014. Þessir fjármuni r hafi m.a. farið til framfærslu varnaraðila C. Sóknaraðili vísar jafnframt til þess að umrædd endurgreiðslukrafa fyrnist á fjórum árum, en ekki tíu eins og skiptastjóri leggi til grundvallar. Í afstöðu skiptastjóra varðandi notkun á kreditkorti útgefnu í nafni varnaraðila, B ehf. felur í sér að sóknaraðili á persónulega að greiða fyrir rekstrarútgjöld sem stofnað var til í þágu félagsins. Þau minniháttar útgjöld sem varða sóknaraðila hefur skiptastjóra verið gerð grein fyrir. 4 Í afstöðu skiptastjóra til k röfu varnaraðila C, sé ekkert tillit tekið til greiðslna sóknaraðila til C, sem námu á sama tímabili 7.820.550 krónum, eins og skiptastjóra var bent á. Loks gerir sóknaraðili athugasemdir við fjárhæð dráttarvaxta í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi sem nemur rúmlega 20 milljónum króna. Ekkert hafi staðið því í vegi að ljúka skiptunum í kjölfar þess að tryggingarbréfunum var aflýst í janúar 2016. Sóknarað ili geti ekki borið ábyrgð á þeim drætti sem orðið hefur á því að ljúka skiptum. Sóknaraðili byggir á því að við mat á þessum kröfum verði að hafa í huga að hér var um að ræða einstaklinga, sem áttu barn saman og voru í samvistum, þrátt fyrir að hafa ekki verið skráðir í sambúð. Þau ráku saman fyrirtæki, þar sem sóknaraðili var eigandi 51% hlutafjár. Þegar gjaldþrotaskipta er krafist undir slíkum kringumstæðum og kröfur koma einungis fram frá barnsföður og fyrirtæki þar sem hann gegnir stjórnar - formennsku beri að sýna fyllstu varfærni við afstöðu til krafna. Það hafi skiptastjóri ekki gert. Sóknaraðili vísar til þess að hún hafi frá upphafi skipta gert alvarlegar athugasemdir við réttmæti krafna varnaraðila og tilkynnt það skiptastjóra með formlegum og óf ormlegum hætti, eins og fram komi í gögnum málsins. Tölvupóst frá 26. júlí 2016, ásamt excelskjölum, auk fyrri og seinni samskipta beri að skoða sem ígildi kröfulýsingar í búið á grundvelli 109. gr. gþl., óháð kröfulýsingarfresti, auk þess sem kröfulýsinga r séu ekki formbundnar. Sóknaraðili hafi síðan fylgt þessu eftir með kröfulýsingu dagsettri 9. maí 2018. Í málinu liggi fyrir ótal formlegar og óformlegar athugasemdir, sem skiptastjóra hafi borið að leysa úr með formlega réttum hætti m.a. í samræmi við ák væði 120. gr. gþl. Sóknaraðili sé í þeirri stöðu að geta mótmælt afstöðu skiptastjóra til viðurkenningar kröfu sem annar kröfuhafi hafi gert, þar sem niðurstaða um hana hefur við skiptin áhrif á hagsmuni sóknaraðila, sbr. m.a. ákvæði 1. mgr. 120. gr. gþl. Miðað við gögn málsins bendi ekkert til þess að mótmæli sóknaraðila hafi verið lögð fram á skiptafundum, sbr. 2. mgr. 120. gr., eða upplýst um þau. Ágreiningnum hafi aldrei verið vísað til héraðsdóms í samræmi við 171. gr. gþl. Engir tímafrestir hafi því r unnið út. Sóknaraðili vísar til þess að hún var ekki boðuð á skiptafund sem haldinn var þann 23. febrúar 2018 til að taka afstöðu til krafna, á grundvelli auglýsingar í Lögbirtingarblaðinu. Miðað við stöðu búsins og fyrri samskipti hafi verið fullt tile fni til þess að boða sóknaraðila sérstaklega á alla skiptafundi, sbr. 2. mgr. 125. gr. gþl., en byggja ekki einungis á auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Fundurinn sem skiptastjóri vísar til og telur að hafi lokið málinu hafi því ekki verið boðaður með lögmæ tum hætti og því ekki verið bær til að taka neina afstöðu. Þá hafi ekki verið heimilt að gera frumvarp til úthlutunar úr búinu, þar sem eignum búsins hafi þá og hafi ekki enn verið komið í verð, sbr. 1. mgr. 158. gr. gþl. Afgreiðsla málsins hafi því verið einhvers konar markleysa sem beri að virða að vettugi. Sóknaraðili mótmælir því sérstaklega að ekki liggi fyrir hvort búið muni eiga fyrir skuldum, Fyrir liggi verðmat á fasteigninni frá 18. ágúst 2017, þar sem hún var metin á kr. 75.000.000 króna. Ekkert bendi til þess að verð hennar hafi lækkað síðan þá. Þe gar veðhafar samþykktu að aflétta tryggingarbréfum af fasteigninni, hafi legið fyrir að búið ætti fyrir lýstum kröfum, óháð því hver afstaða til þeirra væri, og raunar gott betur. Eina ágreiningsefnið varði réttmæti krafna varnaraðila, og úr því eigi sókna raðili rétt á að fá skorið. II Málsástæður og lagarök varnaraðila þb. A Varnaraðili vísar til þess að hagsmuna sóknaraðila hafi verið fyllilega gætt við skiptin. Hún hafi fengið að koma að athugasemdum og mótmælum, búið nánast leigulaust í fasteigninni a ð [...] í fimm ár, og fengið tækifæri til þess að leggja ágreining fyrir héraðsdóm, jafnvel þó að varnaraðili hafi talið sér óskylt að heimila það. Þessar athugasemdir hafi leitt til þess að krafa varnaraðila hafi verið lækkuð frá kröfulýsingu og sama eigi við um kröfu varnaraðila B ehf . Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili hafi sem starfandi framkvæmdastjóri varnaraðila B ehf. séð um öll fjármál félagsins. Þrátt fyrir að hafa tekið út fjármuni úr félaginu á árunum 2007, 2008 og 2009 hafi hún ekki til greint nein laun frá því á þessum tíma. Þessar úttektir hafi hvorki verið gefnar upp til skatts af henni né félaginu sem hún stjórnaði og virðist hafa farið fram með leynd og án vitneskju stjórnar 5 félagsins og endurskoðanda. Þá hafi úttektirnar, sem sóknar aðili viðurkennir að hafa greitt sér, ekki verið skuldfærðar í ársreikningi félagsins. Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili geti hvorki byggt kröfur á refsiverðri háttsemi né málamyndagerningi. Þá hafi úttektir sóknaraðila af kreditkorti félagsins ve rið mjög frjálslegar og flestar í þágu einkaneyslu hennar. Þær hafi hvorki verið gefnar upp til skatts né skuldfærðar hjá félaginu. Afstaða skiptastjóra til þessara úttekta liggi fyrir. Varnaraðili byggir á því að samkvæmt 1. mgr. 119. gr. laga nr. 21/19 92 um gjaldþrotaskipti o.fl. sé það á forræði skiptastjóra að taka afstöðu til lýstra krafna og eigi þrotamaður enga aðkomu að þeirri ákvörðun. Mótmæli gegn afstöðu skiptastjóra til viðurkenningar á lýstum kröfum geti kröfuhafar einir haft uppi samkvæmt 1. mgr. 120. gr. gjaldþrotalaga. Sóknaraðili geti ekki talist vera kröfuhafi í eigið þrotabú og sé hún því ekki bær til að hafa uppi andmæli við afstöðu skiptastjóra. Með afstöðu skiptastjóra til umræddra krafna varnaraðila B ehf. og C og þar sem þær sæti ek ki andmælum kröfuhafa, liggi fyrir endanlegt samþykki krafnanna við skiptin. Stöðu þrotamanns verði ekki jafnað við stöðu kröfuhafa samkvæmt lögum, hvort sem bú reynist eignalaust eða ekki. Þá byggir varnaraðili á því að ekkert liggi fyrir um það hvort bú ið muni eiga fyrir skuldum. Það komi ekki í ljós fyrr en við skiptalok. Samþykktar kröfur séu um 45.000.000 króna, áhvílandi veðskuldir séu um 14.500.000 krónur og þá sé eftir að bæta við áföllnum vöxtum í rúm tvö ár auk kostnaðar og því ljóst að skuldir s éu umfram eignir, en áætlað söluverð [...] sé á milli kr. 70 til 75 milljónir króna og sé þá eftir að draga frá ætlaðan sölukostnað upp á u.þ.b. 1.500.000 krónur. III Málsástæður og lagarök varnaraðila B ehf. og C Varnaraðili B ehf. vísar til þess að ek ki hafi verið um neinar óuppgerðar launagreiðslur að ræða. Sóknaraðili hafi ávallt greitt sér laun um hver mánðarmót samkvæmt útgefnum launaseðlum. Krafa varnaraðila B ehf. varðar umframgreiðslur til sóknaraðila sem hún hafi ákvarðað sér sjálf með beinum p eningagreiðslum og úttektum af kortum varnaraðila B ehf. sem hafi verið rekstri þess óviðkomandi og án vitundar annarra forsvarsmanna félagsins. Varnaraðilar byggja báðir á því að kröfur þeirra í búið hafi verið samþykktar að hluta og ekki hafi verið ge rður ágreiningur um endanlega afstöðu skiptastjóra. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að ljúka skiptum með úthlutun þar sem sóknaraðili hafi neitað að fara úr fasteigninni þrátt fyrir að útburðarmál hefði verið höfðað. Varnaraðilar vísa til þess að kröf ur þeirra séu skýrar og byggðar á gögnum sem skiptastjóri hafi tekið afstöðu til og samþykkt og verði ekki breytt. Gjaldþrotaskipti séu í eðli sínu eignakönnun og skipting eigna til kröfuhafa vegna ógjaldfærni þrotamanns. Við skiptin sé skiptastjóra falið að gæta hagsmuna þrotabúsins en aðrar ákvarðanir séu á forræði kröfuhafa. Hvergi í lögum sé gert ráð fyrir sjálfstæðri aðkomu þrotamanns við skiptin, hvorki beint eða óbeint. Varnaraðilar mótmæla kröfu sóknaraðila, um að þrotamaður geti haft sjálfstæða heimild til að sitja skiptafundi, mótmæla lýstum kröfum og gera um þær ágreining sem beri að vísa til héraðsdóms. Varnaraðilar benda á að sóknaraðili byggi þessa kröfu ekki á nei num lagaákvæðum heldur með vísan til Þá byggja varnaraðilar á því að krafa sóknaraðila standist ekki ákvæði 125. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991, sem kveði á um meðferð mála á skiptafundi. Þa r sé tekið fram hverjir geti setið skiptafundi. Þar sé þrotamaður ekki tilgreindur og því eigi hann ekki sjálfstæðan rétt til að sitja skiptafundi. Hins vegar sé hægt að gera undantekningu ef skiptastjóri metur það þannig, svo framarlega sem aðrir sem ,,ré ef þrotamaður situr skiptafund þá hefur hann hvorki málfrelsi né tillögurétt. Lögin geri því ekki ráð fyrir aðkomu þrotamanns á skiptafundi með neinum hætti, hvað þá möguleikum til að andmæla eða gera ágreining um afstöðu skiptastjóra. 6 Varnaraðilar vísa til þess að sóknaraðila eins og öðrum hafi verið kunnugt um skiptafund sem auglýstur var í Lögbirtingablaðinu. Sóknaraðili hafi hins vegar ekki mætt á þann fund og láti ð reyna á afstöðu skiptastjóra eða annarra fundarmanna til veru hennar á fundinum. Þrotamaður hafi því hvorki sjálfstæðan rétt né hafi skiptastjóra borið skylda til að boða þrotamann á skiptafundi. Varnaraðilar byggja á því að samkvæmt 120. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 sé kröfuhafi einn tilgreindur sem aðili sem geti gert athugasemdir við afstöðu skiptastjóra. Ákvæðið sé skýrt og réttarstaðan samkvæmt þessari grein eingöngu bundin við kröfuhafa. H afi það verið vilji löggjafans að einhverjir aðrir, t.d þrotamaður ættu þennan rétt hefði það komið fram í lagagreininni. Byggist það sjónarmið einnig á þeirri meginreglu í gjaldþrotalögum að það sé skiptastjóri sem komi fram f.h. þrotamanns og gæti hagsmu na bús hans hvort sem úr því koma einhverjar eignir eða ekki við skiptalok. Sóknaraðili hafi því hvorki haft rétt til að sitja skiptafundi né krefjast þess að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri á skiptafundi, hvað þá að gera ágreining um kröfur, og þ ví beri að hafna kröfum hennar. Varnaraðilar vísa jafnframt til þess að þrotamaður hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við skiptastjóra. Varnaraðilar byggja á því að það fái ekki staðist að lögin verði túlkuð með öðrum hætti en samkvæmt orðanna hljóð an, óháð því hvort búið kunni að eiga eftir eignir við skiptalok. Vissulega geti það komið fyrir að við sölu eigna sé hægt að greiða upp skuldir og búið verði jákvætt og fært aftur í hendur þrotamanns. Það breyti hins vegar ekki því að það er skiptastjóri sem kemur fram fyrir hönd búsins þar til skiptum er lokið og í lögum er hvorki að finna neina heimild né tiltekinn rétt þrotamanns í slíkum tilfellum. Lögin séu skýr um að það er skiptastjóri sem gætir hagsmuna búsins en ekki þrotamaður. Sóknaraðili geti þ ví ekki undir neinum kringumstæðum gert ágreining um skiptingu búsins, hvorki er varðar afstöðu skiptastjóra til krafna né til sölu eigna, þar sem þessir þættir séu á forræði skiptastjóra og kröfuhafa. Slík tilhögun gangi augljóslega ekki upp þar sem þrota maður hafi enga möguleika til þess að standa straum af kostnaði vegna ágreiningsmála sem hann krefðist að færu fyrir dóm. Varnaraðilar byggja á því að það séu engar eignir til í búinu. Samþykktar kröfur auk dráttarvaxta og skiptakostnaðar séu langt umfram áætlaðar eignir búsins. Skiptastjóri hafi af einhverjum ástæðum gefið sóknaraðila kost á að vera í fasteigninni að [...] frá upphafi skipta á árinu 2014, en það sé tvö til þrjúhundruð fermetra einbýlishús í miðbæ Reykjavíkur. Sóknaraðili hafi einungis gre itt fyrir það 850.000 krónur á ári eða um 70.000 krónur á mánuði á meðan áætlað leiguverð sé 400 - 500.000 krónur á mánuði. Sóknaraðili hafi síðan leigt húsið í gegnum Airbnb. Ljóst sé að ef einhverjar eignir voru í búinu þá séu þær ekki til staðar lengur þar sem ekki hefur verið unnt að koma húsinu í verð og ljúka skiptum vegna afstöðu sóknaraðila. Þau rök að sóknaraðili geti byggt kröfu sína á að hún eigi þar hagsmuni eigi ekki við rök að styðjast. Varnaraðilar hafna því alfarið að samskipti sóknaraðila við skiptastjóra geti talist kröfulýsing samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga. Engum kröfum hafi verið lýst í búið, hvorki fyrir né eftir að kröfulýsingarfresti lauk. Sóknaraðili geti því ekki haldið því fram að hún sé kröfuhafi í búið og geti notið rétta r sem slíkur. Þetta mál hafi verið sent til héraðsdóms vegna hótana sóknaraðila um málsókn og stórra orða um skaðbótakröfur á hendur skiptastjóra, en málsástæður sóknaraðila byggist ekki á neinum lagarökum. IV Niðurstaða Með gjaldþrotaskiptum er skuldar i með dómsúrskurði sviptur umráðum og ráðstöfunarrétti yfir eignum sínum og öðrum fjárhagslegum réttindum og þau falin þrotabúi hans sem lýtur forsjá skiptastjóra sem dómari skipar sbr. 75. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíku r í máli nr. X - [...]/2014, var bú sóknaraðila tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. nóvember 2014 að beiðni varnaraðila, B ehf. . Þar var hafnað þeim mótmælum sóknaraðila að ekki væru skilyrði til að taka bú hennar til gjaldþrotaskipta, á þeim grundvelli að kr afa varnaraðila, B ehf. væri ódæmd og óljós. Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 fer skiptastjóri með forræði búsins og er einn bær til þess að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess og fer almennt með ákvörðunarvald 7 um alla hagsm uni búsins sbr. 1. mgr. 124. gr. gjaldþrotalaganna. Skiptastjóri var skipaður í þrotabúi sóknaraðila þann 4. nóvember 2014. Eftir það hafði sóknaraðili ekki heimild til þess að hafa afskipti af fjárhagslegum réttindum og skyldum sem hvíla á þrotabúinu, end a voru ekki fyrir hendi þau atvik sem vísað er til í 2. mgr. 130. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Valdi skiptastjóra eru þó þau takmörk sett að honum er skylt að boða til skiptafundar og fylgja þeirri meginreglu að fara eftir ákvörðunum ályktunarbærs skip tafundar. Ef skiptastjóri fer ekki með hagsmuni þrotabúsins eins og kröfuhafar telja rétt geta þeir borið ákvörðun hans undir héraðsdómara í sérstöku dómsmáli, sbr. 3. mgr. 128. gr. gjaldþrotalaga, eða beint aðfinnslum um störf hans til héraðsdómara og eft ir atvikum gert kröfu um að honum verið vikið úr starfi, sbr. 76. gr. gjaldþrotalaga. Með vísan til orðalags þessara ákvæða og Hrd. 271/2016 verður að líta svo á að þrotamaður geti ekki sett fram slíka kröfu. Sóknaraðili hefur því ekki þessar heimildir tel ji hún að skiptastjóri hafi valdið henni tjóni með afstöðu sinni til krafna varnaraðila. Hún getur hins vegar höfðað mál á hendur skiptastjóra og krafist bóta fyrir tjón sem hún telur að skiptastjóri hafi valdið henni í störfum sínum eftir almennum skaðab ótareglum, sbr. 4. mgr. 77. gr. gjaldþrotalaga. Samkvæmt 125. gr. gjaldþrotlaga eru það einungis kröfuhafar sem eiga rétt á að sitja skiptafundi, en skiptastjóri getur þó heimilað þrotamanni að sitja fundinn ef aðrir sem rétt eiga til fundarsóknar gera ek ki athugasemdir. Fallast verður á það með varnaraðilum að ákvæðið geri ekki ráð fyrir því að þrotamaður hafi aðra aðkomu að skiptafundi. Sóknaraðili getur því ekki gert ágreining um afstöðu skiptastjóra á skiptafundum. Samkvæmt 1. mgr. 120. gr. laga nr. 21 /1991 getur kröfuhafi borið fram mótmæli gegn afstöðu, sem skiptastjóri lætur í ljós í kröfuskrá, til viðurkenningar á lýstri kröfu hans sjálfs. Hann getur einnig mótmælt afstöðu skiptastjóra til viðurkenningar á kröfu annars kröfuhafa. Með þessu er greint á tæmandi hátt hverjir geti orðið aðilar að ágreiningi um viðurkenningu á lýstri kröfu við gjaldþrotaskipti. Sóknaraðili hefur ekki þessar heimildir, sbr. Hrd. 486/2002. Breytir engu í þessu sambandi þó í ljós komi eftir uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar a ð kröfur verði afturkallaðar og þrotabúið eigi eignir umfram það sem þarf til að efna kröfur. Gjaldþrotaskipti eru fullnustuaðgerð sem lýtur ákveðnu lögbundnu ferli samkvæmt lögum nr. 21/1991 þar sem kveðið er á um réttindi þrotamanns og skyldur á meðan á skiptum stendur. Eru engin efni til þess að ákveða þau réttindi með öðrum hætti en leiðir af orðalagi þeirra lagaákvæða. Með vísan til þess sem að framan er rakið getur sóknaraðili hvorki gert athugasemdir við afstöðu skiptastjóra til einstakra krafna á s kiptafundi né krafist þess að ágreiningi vegna þeirra verði vísað til héraðsdóms. Skiptastjóra bar að hafna slíkri kröfu og synja um að vísa málinu til héraðsdóms. Með vísan til þessa verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi án kröfu, samkvæm t 100. gr. laga nr. 91/1991 sbr. 2. mgr. 178. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Við munnlegan málflutning vöktu varnaraðilar athygli á því sjónarmiði að málinu yrði vísað frá dómi án kröfu. Með því taldi dómari að málflutningi hefði verið nægjanlega beint a ð því atriði þannig að fullnægt væri ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um að gefa aðilum kost á að tjá sig, áður en úrskurður yrði kveðinn upp. Eftir að málið var tekið til úrskurðar taldi dómari allt að einu rétt að gefa aðilum kost á að gera athugasemdir til viðbótar fyrri málflutningi sínum, með vísan til 104. gr. laga nr. 91/1991, og komu aðilar athugasemdum sínum á framfæri í þinghaldi 16. ágúst 2019 sem boðað var til þann 8. ágúst sl. eftir samráð við aðila. Málskostnaður á milli sóknaraðila og varnaraðila, þb. A fellur niður. Sóknaraðili greiði varnaraðilunum B ehf . og C, hvorum um sig 200.000 krónur í málskostnað. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Einar Sverrisson, lögmaður. Af hálfu varnaraðila þb. A flutti málið Jóhannes Ásge irsson lögmaður. Af hálfu varnaraðila B ehf. og C flutti málið Guðmundur B. Ólafsson lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, A, að viðurkennt verði að sóknaraðili hafi sjálfstæða heimild til að andmæla afstöðu skiptastjóra til lýstra krafna við skipti á þrotabúi sóknaraðila og að tímafrestir séu ekki liðnir er vísað frá dómi án kröfu. 8 Málskostnaður á milli só knaraðila og varnaraðila, þb. A fellur niður. Sóknaraðili greiði varnaraðilunum, B ehf. og C hvorum um sig 200.000 krónur í málskostnað.