LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 501/2019 : P1 ehf. ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) gegn T M hf. ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður) Lykilorð Vátryggingarsamningur. Vátrygging. Brunatrygging. Ásetningur. Útdráttur Í ársbyrjun 2016 kom upp eldur í hóteli í eigu P ehf. að Skriðulandi í Dalabyggð. P ehf. hafði gert samning við T hf. um viðbótarbrunatryggingu hótelsins og brunatryggingu lausafjár þar. Í maí 2017 krafði P ehf. T hf. um viðurkenningu á greiðsluskyldu vegn a brunans en í október sama ár hafnaði T hf. greiðsluskyldu. Afstaða T hf. byggðist á því að með hliðsjón af rannsóknargögnum væri hafið yfir allan vafa að fyrirsvarsmaður P ehf. hefði af ásetningi valdið því tjóni sem hlaust af brunanum og var í þeim efnu m vísað til skilmála trygginganna og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga. Í kjölfarið höfðaði P ehf. mál þetta á hendur T hf. til viðurkenningar á rétti sínum til bóta. Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 ber sá sem skuldbindur si g með samningi til að veita vátryggingu ekki ábyrgð ef vátryggður hefur valdið því af ásetningi að vátryggingaratburður verður. Sams konar ákvæði voru í vátryggingarsamningum aðila. Í dómi Landsréttar var meðal annars vísað til þess að með ásetningi í 1. m gr. 27. gr. laganna væri átt við þegar vátryggður viðhefði háttsemi sem hann vissi eða með vissu mátti vita að ylli vátryggingaratburði. Fyrir lægi að eldur hefði orðið laus í tveimur aðskildum byggingum á svæðinu og hefði ekkert komið fram í málinu sem hn ekkti þeirri niðurstöðu lögreglu að líklegast væri að eldur hefði verið borinn að þeim. Í þeim efnum væri talin ótrúverðug sú skýring fyrirsvarsmanns P ehf. að kviknað hefði í út frá eldi í arni. Þegar meðal annars væri litið til gagna málsins, ástands fyr irsvarsmanns P ehf. í umrætt sinn, framburðar vitna fyrir dómi og atburðarásar í heild væri ekki óvarlegt að telja sannað að fyrirsvarsmaður P ehf. hefði orðið valdur að eldsupptökum í umrætt sinn. Engin önnur líkleg eða skynsamleg skýring hefði komið fram um þau. Því var héraðsdómur staðfestur um sýknu T hf. af kröfum P ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Þorgeir Ingi Njálsson og Ása Ólafsdóttir prófessor. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut má linu til Landsréttar 2. júlí 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2019 í málinu nr. E - 3255/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að viðurkenndur verði réttur sinn til bóta úr hendi stefnda á grundvelli viðbótarbrunatryggingar húseigna og brunatryggingar lausafjár vegna brunatjóns á fasteign áfrýjanda að Skriðulandi í Dalabyggð og lausafjármunum þar 31. janúar 2 016. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti var nafni stefnda breytt í TM hf. Málsatvik, málsástæður og sönn unarfærsla 5 Áfrýjandi er eigandi hótels að Skriðulandi í Dalabyggð. Stefndi er tryggingafélag og hafði áfrýjandi gert samning við það um viðbótarbrunatryggingu hótelsins og brunatryggingu lausafjár þar . 6 Aðfaranótt 31. janúar 2016 kom upp eldur í hótelinu o g brann hluti þess til grunna . Í kjölfarið krafðist áfrýjandi viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda vegna brunans. Stefndi hafnaði greiðsluskyldu að öllu leyti þar sem fyrirsvarsmaður áfrýjanda hefði af ásetningi valdið því tjóni sem þarna varð með því a ð bera eld að vörugeymslu og hótelálmu. Vísaði stefndi til greinar 4.2 í skilmálum stefnda nr. 150 um brunatryggingu húseigna , greinar 11.1 í skilmálum nr. 100 um brunatryggin g u lausafjár, sem og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Va r afstaða stefnda meðal annars byggð á skýrslum lögreglu og rannsóknargögnum um brunann. 7 Áfrýjandi hefur mótmælt því að fyrirsvarsmaður félagsins hafi átt nokkurn þátt í brunanum. Engin gögn, hvorki rannsóknarniðurstöður lögreglu né matsgerð matsmanns um e ldsupptakarannsókn , sem aflað var við rannsókn málsins hjá lögreglu , styðji þá málsástæðu stefnda að fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi valdið brunanum með íkveikju. 8 Um málsatvik og málsástæður aðila er að öðru leyti vísað til hins áfrýjaða dóms. 9 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur í hljóði og mynd af framburði fyrirsvarsmanns áfrýjanda , Valgeirs Þórs Ólasonar , fyrir héraðsdómi og vitnanna Alexanders Marinusonar, Hilmars Jóns Kristinssonar og Snorra Victors Gylfasonar. Auk þ ess gaf vitnið Bjarki Reynisson skýrslu fyrir Landsrétti. Fyrir Landsrétti lagði áfrýjandi fram myndbandsbúta sem hann kveður sýna aðstæður þegar eldur logar í arni í veitingahúsi hótelsins. Niðurstaða 10 Í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 kemur fram að vátr yggingarfélag beri ekki ábyrgð ef vátryggður hefur valdið tjóni af ásetningi. Hið sama kemur fram í grein 4.2 í 3 skilmálum stefnda nr. 150 um bruna tryggingu húseigna og grein 11.1 í skilmálum nr. 100 um brunatryggin g u lausafjár. 11 Með ásetningi í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 er átt við þegar vátryggður viðhefur háttsemi sem hann veit eða með vissu mátti vita að veldur vátryggingaratburði. Er að öðru leyti stuðst við viðteknar skýringar á merkingu þess hugtaks . Óumdeilt virðist að skilyrðum ákvæðisins sé m ætt ef á annað borð telst sannað að fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi valdið brunanum með íkveikju. Sönnunarbyrði um það hvílir á stefnda. 12 Fyrir liggur að eldur varð laus í tveimur aðskildum byggingum á svæðinu og hefur ekkert komið fram í málinu sem hnekkir þeirri niðurstöðu lögreglu að líklegast sé að eldur hafi verið borinn að þeim . Í þeim efnum telur dómurinn ótrúverðuga skýringu fyrirsvarsmanns áfrýjanda að kviknað hafi í þeim út frá eldi í arni, en í skýrslugjöf fyrir héraðsdómi bar vitnið Bogi Sigvalda son lögreglufulltrúi, sem framkvæmdi eldsupptakarannsókn, meðal annars á þann veg að útilokað væri að eldsvoð ann mætti rekja til notkunar arinsins . 13 Í hinum áfrýjaða dómi var meðal annars byggt á því að fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi verið ofurölvi umrætt kvöld og borið fyrir sig minnisleysi um atburði næturinnar. Þá hafi í niðurstöðu sálfræðilegs mats í bréfi lögreglu 27. júlí 2018 komið fram að frásögn fyrirsvarsmannsins um að hann hafi verið í óminnisástand i væri trúleg. Er byggt á því í dómi héraðsdóms að hafið sé yfir allan vafa að hann hafi verið í annarlegu ástandi í umrætt skipti og framkoma hans og hegðun fjarri því sem einkenni hann dagsdaglega. Væri óhætt að fullyrða að dómgreind hans hafi verið verulega s kert og hann því líklegri en ella til að grípa til aðgerða sem hvorki væru skynsamlegar né rökréttar. 14 Í dómi héraðsdóms var jafnframt byggt á því að afar sterkar vísbendingar væru um að fyrirsvarsmaður áfrýjanda hefði áður, þegar ölvunarástand hans hafi ve rið líkt því sem var í umrætt skipti, gert tilraun til íkveikju. Var í dóminum vísað til atviks 25. október 2015 í Reykjavík og atburða r á þorrablóti að kvöldi 30. janúar 2016 . Bjarki Reynisson sem var dyravörður á þorrablótinu gaf sem fyrr segir skýrslu v ið aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti og bar að fyrirsvarsmaðurinn hefði farið inn á salerni og verið þar einn en vitnið staðið þar fyrir utan. Þegar hann hafi komið út af salerninu hafi vitnið orðið vart við mikla reykjar - og brunalykt og í kjölfarið sé ð að reynt hafði verið að kveikja í salernisrúllum. 15 Eins og hér háttar til verður ekki talið að þau tvö fyrri tilvik sem hér hafa verið rakin hafi þýðingu við mat á sönnun um það hvort fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi valdið brunanum með íkveikju umrætt sin n. Á hinn bóginn er það mat dómsins þegar litið er til gagna málsins, ástands fyrirsvarsmanns áfrýjanda í umrætt sinn, framburðar vitna fyrir dómi og atburðarásar í heild en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, að ekki sé óvarlegt að t elja sannað að fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi orðið valdur að eldsupptökum í umrætt sinn. Hefur engin önnur líkleg eða skynsamleg skýring komið fram um þau. 4 16 Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda af kröfu áfrý janda. 17 Rétt þykir að málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti falli niður . Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur mánudaginn 24. jú ní 2019 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 8. október 2018 og dómtekið 27. maí sl. Stefnandi er P1 ehf., Skriðulandi í Dalabyggð, og stefndi er Tryggingamiðstöðin, Síðumúla 24 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkenndur verði réttur sinn til bó ta úr hendi stefnda á grundvelli viðbótarbrunatryggingar húseigna og á grundvelli brunatryggingar lausafjár vegna brunatjóns á fasteign stefnanda að Skriðulandi í Dalabyggð og lausafjármunum þar þann 31. janúar 2016. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostna ðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk greiðslu málskostnaðar. I. Stefnandi er eigandi hótels Ljósalands sem er að Skriðulandi í Dalabyggð. Þar er m.a. veitingahús, með áföstu húsnæði sem er vörugeymsla, gistihús og íbúðarhús. Aðfaranótt 31. janúar 2016 kviknaði eldur í suðurhluta gistihússins og í vörugeymslunni. Gistihúsið var þá í byggingu en framkvæmdir á lokastigi. Í skýrslu tæknideildar lögreglu kemur fram að eldsupptök í gistihúsinu hafi verið opinn eldur innan við útidyr sunnanmegin í húsinu en í vörugeymslunni hafi eldurinn kviknað í hillu undir borði við millivegg í norðausturenda geymslunnar. Eldurinn í vörugeymslunni var lítill, þar brunnu borð og hillur auk þess sem eldurinn náði að læsa sig í timburvegg, en um helmingur gistiheimilisins brann hins vegar til kaldra kola. Niðurstaða rannsóknar lögreglu var sú að líklegast hefði verið um íkveikju að ræða. Fyrirsvarsmaður stefnanda, Valgeir Þór Ólason, var heima þegar eldsins varð vart. Þar var einnig eiginkon a hans og nokkrir gestkomandi aðilar, sem höfðu verið með þeim hjónum á þorrablóti fyrr um kvöldið, . Ölvun var nokkuð mikil og sýnir rannsókn á áfengismagni í blóði stefnanda að hann hafi verið mjög ölvaður um nóttina. Í fyrstu tilkynningu til lögregl u í Borgarnesi kl. 4:48 kom fram að alvarlegt ástand væri að skapast á Skriðulandi þar sem Valgeir hefði gengið berserksgang og haft í hótunum við fólk. Stuttu síðar barst tilkynning um að hann hefði lokað sig af inni í húsi ásamt og hann væri með hníf eða skæri á sér. Ríkislögreglustjóra. Skömmu síðar barst þriðja tilkynningin þar sem tilkynnt var um eld í gistihúsinu, að Valgeir væri horfinn og að hann væri hugsanlega inni í eldinum. Voru þá slökkvilið og sjúkrabifreið einnig kölluð út. Lögreglan kom fyrst útkallsaðila á vettvang. Var þá mikil ringulreið á staðnum og flestir eða allir fullorðnir þar ölvaðir, óttaslegnir og æstir. Mikill eldur var þá kom inn upp í gistihúsinu og mikill reykur var í vörugeymslunni. Valgeir var hvergi sjáanlegur. Hann fannst stuttu síðar uppi í rúmi í norðurenda gistihússins, klæddur í kuldagalla og gönguskó. Hann var handtekinn og honum tilkynnt að hann væri 5 grunaður um íkv eikju. Með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands kveðnum upp sama dag var Valgeiri gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun á grundvelli a - liðar 95. gr., sbr. b - lið 1. mgr. 99. gr., laga nr. 88/2008, til 4. febrúar. Lögreglustjórinn á Vesturlandi fór með rannsó kn málsins í samstarfi við Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla yfirheyrði vitni sem voru á vettvangi. Í skýrslum þeirra kemur fram að þau höfðu öll verið á þorrablóti fyrr um kvöldið og komið að Skriðulandi eftir að samkomunni lauk og verið sam an á veitingahúsinu. Ber þeim saman um að Valgeir hafi verið mjög ölvaður og orðið illvígur þegar annars hafi hann lent í átökum við svila sinn inni á veitingahúsinu en aðrir gestkomandi hafi stíað þeim í Í skýrslu eiginkonu Valgeirs hjá lögreglu kemur fram að hann hafi verið afar ólíkur sjálfum sér umrætt hafa komið á milli þeirra umrætt kvöld inni í íbúðarhúsi þeirra. Þá kveður hún Valgeir hafa sagst ætla að [...]. að Valgeir hafi komið í íbúðarhúsið og verið mjög æstur. Hann hafi öskrað á þær að koma sér út verið með skæri í höndum en ekki otað þeim að þeim. Við svo búið hafi þær báðar komið sér út úr Í skýrslu Bjarka Reynissonar, sem var dyravörður á þorrablótinu, kemur fram að hann hafi séð til Valgeirs fara inn á salerni í samkomuhúsinu. Þegar hann kom þaðan út hafi hann orðið var við mikla reykjar - og brunalykt og þegar hann gætti að því hverju það sætti hafi hann sé að borinn hafði verið eldur að klósettrúllum e n slokknað hafi verið í þeim. Þá kemur fram í gögnum málsins að Valgeir hafi kveikt upp í arni sem er í veitingahúsinu þegar þau komu af þorrablótinu. Auk þess bar Valgeir sjálfur að hann reykti og gengi því með eldfæri á sér. Í fyrstu yfirheyrslu hjá lög reglu, að kvöldi 31. janúar, kvaðst Valgeir hafa orðið mjög ölvaður og muna lítið atburði liðins kvölds og nætur. Hann muni ekki eftir að hafa reynt að kveikja í pappír inn á salerni á þorrablótinu, að hafa haft í hótunum við fólk eftir að heim var komið e ða að hafa átt upptök að átökum. Þó muni hann eftir að svili hans hafi tekið hann hálstaki og að hafa rifist við eiginkonu sína sem hafi slegið hann með einhverju áhaldi í höfuðið. Hann kvaðst muna eftir því að hafa klætt sig í kuldagallann og farið út í g istihúsið og lagst þar til svefns. Hann tók fram að hann hefði einnig verið í þeim fötum fyrr um kvöldið þegar hann hefði hreinsað arininn og kveikt upp í honum. Í sömu yfirheyrslu var Valgeir spurður út í atburði sem áttu sér stað 25. október 2015. Það k völd var hann handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa kveikt í pósti í anddyri fjölbýlishúss og unnið skemmdarverk á bifreiðum þar í grennd. Hann kvaðst hafa neytt áfengis umrætt kvöld og ekki muna eftir þessum atburðum fyrr en hann vaknaði í böndum í fangaklefa lögreglu. Valgeir var yfirheyrður á ný 4. febrúar en við þá yfirheyrslu mundi hann ekkert frekar um framangreinda atburði. Hann tjáði sig ekki um sakarefnið, þ.e. grun um íkveikju á hótelinu, í yfirheyrslum lögreglu og bar við minnisleysi. Rann sókn á fatnaði Valgeirs leiddi ekki í ljós nein ummerki um sót eða eldhvetjandi efni. Í niðurstöðu matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem fenginn var til að leggja mat á almannahættu vegna íkveikjunnar, kemur fram að nær öruggt megi telja að um eldsvoða í ski lningi 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hafi verið að ræða í báðum brunatilvikunum. Hins vegar hafi enginn verið í bersýnilegum lífsháska og engar eignir, aðrar en þær sem voru í eigu þess sem grunaður var um íkveikju, hafi verið í hættu. 6 Valgei r undirgekkst sálfræðimat í tengslum við sakamálsrannsókn vegna íkveikjunnar. Matsgerð sálfræðings er ekki meðal gagna málsins. Þann 27. júlí 2016 var Valgeiri tilkynnt að lögregla hefði hætt rannsókn málsins. Í bréfi Lögreglustjórans á Vesturlandi kemur f ram, hvað varðar eldsvoðann, að það sé mat lögreglu að líklegast sé um að ræða íkveikju af mannavöldum og að grunur hafi beinst að Valgeiri um að vera valdur að eldsvoðanum. Þá er rakið að í niðurstöðu matsgerðar sálfræðings hafi komið fram að Valgeir sé v ið eðlilega geðheilsu og ekki sé ólíklegt að hann hafi farið í óminnisástand vegna áfengisneyslu. Hegðun hans umrædda nótt sé að mati matsmanns ekki lýsandi fyrir daglega hegðun eða persónuleika Valgeirs. Þá er sagt frá því mati matsmanns að hann telji ekk i hættu á frekari brotum Valgeirs, svo framarlega sem hann haldi sig frá neyslu áfengis, og hann telji Valgeir ekki vera haldinn íkveikjuáráttu. Þá er einnig vísað til niðurstöðu matsgerðar um almannahættu af eldsvoðanum, en svo sem áður greinir var það ni ðurstaða matsmanns að slík hætta hefði ekki skapast. Stefndi var vátryggjandi eignanna sem brunnu. Tveir vátryggingarsamningar voru í gildi á tjónsdegi, um viðbótarbrunatryggingu húseigna og brunatryggingu lausafjár. Svo sem áður greinir var gistihúsið á byggingarstigi þegar það brann og lokaúttekt hafði ekki farið fram og ekkert brunabótamat lá fyrir. Þann 8. maí 2017 krafðist stefnandi viðurkenningar stefnda á greiðsluskyldu vegna brunans. Stefndi hafnaði öllum kröfum stefnanda með bréfi dagsettu 10. okt óber s.á. Reisti stefndi þá afstöðu sína á því að með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins væri hafið yfir allan vafa að fyrirsvarsmaður stefnanda hefði af ásetningi valdið því tjóni sem hlaust af brunanum þar sem hann hefði sjálfur borið eld að vörugeymsl u og gistihúsi. Vísaði stefndi í því efni til skilmála trygginganna þar sem fram kæmi að ylli vátryggjandi sjálfur tjóni væri það ekki bótaskylt úr hendi stefnda, sbr. einnig 1. mgr. 27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Þá er jafnframt vísað til þess í bréfi stefnda að ekki hafi verið í gildi lögbundin brunatrygging byggingarinnar heldur einvörðungu viðbótarbrunatrygging. Bætur úr þeirri tryggingu greiðist einvörðungu ef tjón fer fram úr brunabótamati, en ekkert slíkt mat hafi legið fyrir. Þa r eð stefnandi fellst ekki á framangreinda niðurstöðu stefnda er mál þetta höfðað. Við aðalmeðferð málsins gaf Valgeir Þór Ólason aðilaskýrslu og einnig vitnin Hilmar Jón Kristinsson, tengdafaðir hans, Alexander Mariusson, mágur hans, og Snorri Victor Gylf ason, svili hans. Þá gaf Guðmundur Gunnarsson matsmaður skýrslu fyrir dómi og einnig Bogi Sigvaldason, lögreglufulltrúi í tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Jón Arnar Sigurþórsson, lögreglumaður í Borgarnesi, og Sverrir Guðmundsson, lögreglumaðu r á Hólmavík. Framburður þessara aðila er rakinn í niðurstöðukafla dómsins að því leyti sem þörf er á. II. Stefnandi reisir kröfu sína á hendur stefnda á vátryggingarsamningum milli aðila sem hafi verið í gildi á tjónsdegi, annars vegar samningi um viðbótarbrunatryggingu fasteignar hans að Skriðulandi og hins vegar samningi um brunatryggingu lausafjár. Samkvæmt skilmálum trygginganna beri stefnda að bæta stefnanda það tjón sem hann hafi orðið fyrir þegar eldur kom upp í fasteign hans að Skriðulandi 3 1. janúar 2016. Vísar stefnandi til skilmála stefnda nr. 150, brunatrygging húseigna, einkum greinar 3.2, sbr. og grein 3.1 og 1.1, en einnig greina 5.1, 7.1 og 7.2 í skilmálunum, og skilmála stefnda nr. 100, brunatrygging lausafjár, einkum greinar 2.1, sb r. greinar 4 og 6. Með vísan til framangreindra vátryggingarsamninga og skilmála þeirra eigi stefnandi rétt til bóta úr framangreindum tryggingum vegna þess tjóns sem varð á fasteign hans og lausafjármunum sem skemmdust eða eyðilögðumst í eldsvoðanum. 7 Ste fnandi mótmælir því sem ósönnuðu að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi sjálfur lagt eld að fasteigninni. Engin gögn styðji þá staðhæfingu og hann hafi hvorki verið ákærður né dæmdur fyrir slíka háttsemi. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 30/2004 um vátr yggingarsamninga, skaðabótalaga nr. 50/1993, laga nr. 48/1994 um brunatryggingar og meginreglunnar um skuldbindingargildi samninga. Kröfu um greiðslu málskostnaðar reisir stefnandi á 130. gr. laga nr. 91/1991. III. Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda o g reisir sýknukröfu sína á því að hafið sé yfir allan vafa að forsvarsmaður stefnanda, eigandi þeirra eigna sem urðu fyrir tjóni, hafi kveikt í þessum byggingum af ásetningi. Af því leiði að engar tryggingar taki til þess tjóns sem varð í brunanum. Vísar stefndi í þessu efni til atvika máls og aðdraganda eins og þeim er lýst í lögregluskýrslum, rannsóknargögnum og skýrslu dómkvadds matsmanns. Í aðalskjalaskrá lögreglu sé sakarefnið skráð sem íkveikja. Í lögregluskýrslu komi fram að eldsupptök hafi ve rið á tveimur stöðum, annars vegar í hillu undir borði við timburmillivegg í norðausturenda vörugeymslunnar og hins vegar innan við aðrar útidyr að sunnan að forrými gistihússins. Engin efni hafi fundist sem hafi eiginleika sjálfsíkveikju, engin ummerki um logandi kerti eða annan opin eld og ekki sé grunur um íkveikju af völdum rafmagns. Niðurstaða rannsóknar lögreglu hafi verið sú að líklegt megi telja að eldur hafi verið borinn að eigninni af ásetningi. Þá hafi fyrirsvarsmaður stefnanda áður verið staðin n að íkveikjum, og þá einnig undir miklum áfengisáhrifum, en hann hafi verið handtekinn árið 2015 fyrir íkveikju í anddyri og í pósti húss í Reykjavík sem og eignaspjöll í næsta nágrenni. Þá hafi hann verið staðinn að íkveikju í Saurbæ kvöldið fyrir umdeil dan tjónsdags. Fram komi í lögregluskýrslum að fyrirsvarsmaðurinn hafi reykt og verið með eldfæri á sér. Gistihúsið hafi verið mannlaust og hann sá eini sem fór þangað. Í skýrslutökum hjá lögreglu hafi hann greint frá því að hafa farið frá íbúðarhúsinu á Skriðulandi upp á gistihúsið þar sem bruninn varð skömmu síðar. Þá hafi hann enn fremur fundist í rúmi í norðurenda hússins skömmu eftir að lögregla kom á vettvang. Allir á staðnum hafi getað gert grein fyrir ferðum sínum þessa nótt og enginn farið inn í g istihúsið eða vörugeymsluna nema fyrirsvarsmaður stefnanda. Hann hafi borið við minnisleysi sökum áfengisdrykkju hafi strax á vettvangi verið gerð grein fyrir grun um að hann hefði kveikt í byggingunum. Allar síðari tilkomnar skýringar séu ótrúverðugar og ölvun leysi hann ekki undan ábyrgð. Með hliðsjón af öllu framangreindu sé hafið yfir allan vafa að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi af ásetningu valdið umræddu tjóni. Stefndi vísar til skilmála trygginga sinna, en í grein 4.2 í skilmálum nr. 150 sé kveðið á um að valdi vátryggður tjóni af ásetningi beri félag ið enga ábyrgð á tjóninu. Samsvarandi ákvæði sé í grein 11 í skilmálum nr. 100 að því er lausaféð varðar. Þetta eigi við um fyrirsvarsmann stefnanda, sem sitji einn í aðalstjórn félagsins, og hafið sé yfir allan vafa að hann hafi valdið brunanum af ásetnin gi. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna dómkröfum stefnanda um greiðslu bóta úr viðbótarbrunatryggingu húseignarinnar og úr lausafjártryggingunni. Með vísan til þessa og áðurgreinds um íkveikju gistihússins og vörugeymslunnar sé tjón á lausafé í eigu stef nanda ekki bótaskylt. Að auki vísar stefndi til 27. gr. laga nr. 30/2004, en þar segir að vátryggingafélag beri ekki ábyrgð ef vátryggður hefur af ásetningi valdið því að vátryggingaratburður varð. Þetta lagaákvæði taki í tilviki stefnanda bæði til húseign a og lausafjár. Með vísan til alls framangreinds hafi stefndi þegar hafnað að öllu leyti greiðsluskyldu úr framangreindum tryggingum vegna brunans og krefjist sýknu af öllum kröfum stefnanda. 8 Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi rétt á gr eiðslu úr viðbótarbrunatryggingunni verði að hafa í huga að aðeins helmingur hótelsins brann. Sá hluti sem brann hafi enn verið í byggingu og því töluvert verðminni en sá hluti sem brann ekki. IV. Í máli þessu er deilt um rétt stefnanda til bóta úr vátrygg ingum stefnanda hjá stefnda vegna brunatjóns á fasteign og innbúi stefnanda á Skriðulandi í Dalabyggð þann 31. janúar 2016. Fyrir liggur að á tjónsdegi var stefnandi með gilda viðbótarbrunatryggingu vegna fasteignarinnar auk tryggingar á lausafé. Svo sem greint er frá í atvikalýsingu dómsins brann hluti hótelbyggingar í eigu stefnanda umrædda nótt. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu voru upptök eldsvoðans opinn eldur í tveimur byggingum, annars vegar í hillu á millivegg inni í vörugeymslu sem er áföst veitingahúsi og hins vegar innan við útidyr gistihússins, sem er önnur bygging sem stendur austan og norðan við veitingahúsið. Síðarnefnda byggingin var í smíðum þegar bruninn varð en byggingarframkvæmdir vel á ve g komnar. Í eldsvoðanum brann um helmingur þeirrar byggingar til kaldra kola en í vörugeymslunni brunnu borð og hillur auk þess sem eldurinn náði í timburvegg áður en tókst að slökkva hann. Niðurstaða rannsóknar lögreglu bendir eindregið til þess að kveikt hafi verið í byggingunum. Niðurstaða rannsóknar lögreglu var sú að um íkveikju hefði verið að ræða. Bogi Sigvaldason, lögreglufulltrúi hjá tækideild lögreglunnar, kom fyrir dóm og staðfesti skýrslu sína um eldsupptök. Hann greindi frá því að rannsóknin h efði verið gerð daginn eftir brunann og fyrir lægi að eldurinn hefði komið upp á tveimur stöðum, annars vegar í vörugeymslu og hins vegar í gistihúsi. Unnt væri að útiloka að eldsupptök væri að rekja til rafmagns og engar leifar af efnum sem geti kveikt í sér sjálf hafi fundist. Þá voru engar upplýsingar um að kerti eða annar opinn eldur hefði verið við eldsupptakastaði. Hann greindi frá því að niðurstaða rannsóknarinnar væri að opinn eldur á tveimur stöðum hefði orsakað brunann og langlíklegast væri að kvi knað hefði í húsunum af mannavöldum. Fram kom í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda að hann teldi ekki útilokað að eldurinn hefði borist frá arni sem var inni á veitingahúsinu þar sem frágangur hans hefði ekki verið í fullkomnu lagi. Þetta var borið und ir vitnið sem kvað það útilokað að orsök eldsvoðans væri að rekja til notkunar á arninum. Með hliðsjón af framangreindu og að öðru leyti með vísan til gagna málsins verður lagt til grundvallar niðurstöðu dómsins að um íkveikju hafi verið að ræða. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að það hafi verið forsvarsmaður stefnanda, Valgeir Þór Ólason, sem lagði eld að byggingunum og hann hafi þannig fyrirgert rétti sínum til bóta úr vátryggingum stefnda, en í skilmálum beggja trygginga er ákvæði þess efnis að ste fndi bæti ekki tjón sem valdið sé af ásetningi auk þess sem það sama kemur fram í 27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Stefnandi byggir á því að sú staðhæfing að hann hafi kveikt í byggingunum sé ósönnuð. Í málinu liggja fyrir rannsóknarskýrs lur lögreglu af atburðum á Skriðulandi aðfaranótt 31. janúar 2016 ásamt skýrslum um yfirheyrslur á forsvarsmanni stefnanda og vitnum sem fóru fram í kjölfar atburðanna. Helstu atriði úr skýrslum lögreglu eru rakin í atvikalýsingu dómsins. Fyrirsvarsmaður s tefnanda, sem fannst sofandi í norðurenda gistihússins þegar lögregla kom á vettvang, var handtekinn þá um nóttina og var frá upphafi rannsóknar grunaður um að vera valdur að brunanum. Hafði hann réttarstöðu grunaðs manns á meðan á rannsókn málsins stóð, e n 27. júlí 2016 var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Svo sem fram kemur í bréfi lögreglunnar var sú ákvörðun byggð á þeirri niðurstöðu matsmanns að bruninn hefði ekki valdið hættu á líkamstjóni eða eignatjóni annarra en þess sem grunaðu r var um verknaðinn. Forsvarsmaður stefnanda krafðist hvorki rökstuðnings fyrir þeirri ákvörðun né kærði hana til ríkissaksóknara, svo sem hann hafði heimild til. Við mat á því hvort sannað sé að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi verið verið valdur að tjónin u er fyrst til þess að líta að hann lá frá upphafi rannsóknar undir rökstuddum grun um það. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 9 31. janúar og 4. febrúar 2016 bar hann við minnisleysi um flest það sem fram fór aðfaranótt 31. janúar en tjáði sig ekki að öðru leyti um sakargiftir sem lutu að íkveikju. Í skýrslu fyrir dómi benti hann á að þótt hann myndi ekki eftir atburðum þá væri það fráleitt að hann sjálfur hefði kveikt í þar sem það hefði verið algerlega andstætt hagsmunum hans að eyðileggja byggingar sem hann sjá lfur hefði lagt hart að sér við að reisa og sá fram á að gætu skapað honum atvinnu og tekjur innan skamms tíma. Í því efni verður að gæta að því að fyrir liggur að fyrirsvarsmaður stefnanda var ofurölvi umrætt kvöld og nótt. Vitnum ber öllum saman um að h ann hafi verið hvatvís og reiður, lent í átökum við eiginkonu sína og svila og að framkoma hans almennt hafi verið ógnandi og ofbeldisfull á köflum jafnt í orði og verki og eglu að hann hefði verið reiður og æstur, verið með skæri í hendi og rekið þær út úr húsi með öskrum. Þá er í lögregluskýrslu haft eftir dyraverði á þorrablótinu sem hann sótti fyrr um kvöldið að hann hafi verið ölvaður og í ójafnvægi. Fyrirsvarsmaður ste fnanda ber við ölvun og minnisleysi um flesta þá atburði sem önnur vitni greindu frá í frekar um aðdraganda þeirra eða samskipti í tengslum við þau eða sa mskipti sín við aðra þetta kvöld. Hann man þó eftir því að hafa klætt sig í þau föt sem hann var í þegar hann var handtekinn og að hafa farið út í gistiheimilið og lagst þar til svefns. Í niðurstöðu sálfræðilegs mats, sem getið er í framangreindu bréfi lög reglu frá 27. júlí 2018, kemur fram að sú frásögn hans að hann hafi farið í óminnisástand sé trúleg. Með hliðsjón af framangreindu verður að telja hafið yfir allan vafa að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi verið í afar annarlegu ástandi aðfaranótt 31. janúar 2016 og framkoma hans öll og hegðun legið fjarri því sem einkennir hann dagsdaglega. Því er óhætt að fullyrða að dómgreind hans hafi verið verulega skert umrædda nótt og hann af þeim sökum verið líklegri en ella til að grípa til aðgerða sem hvorki voru sky nsamlegar né rökréttar. Þá liggja fyrir í málinu afar sterkar vísbendingar um að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi áður, þegar ölvunarástand hans var líkt því sem var umrædda nótt, gert tilraun til íkveikju. Annars vegar liggur fyrir að hann var handtekinn 2 5. október 2015, grunaður um tilraun til íkveikju í anddyri fjölbýlishúss í Reykjavík. Aðspurður í yfirheyrslu lögreglu um það atvik ber stefnandi við ölvun og minnisleysi um þá atburði sem leiddu til handtökunnar og kveðst fyrst muna eftir sér í böndum in ni í fangaklefa síðar um nóttina. Hins vegar liggur fyrir framburður Bjarka Reynissonar, dyravarðar á þorrablótinu sem stefnandi sótti sama kvöld og bruninn varð. Í skýrslu hans hjá lögreglu greindi hann frá afskiptum sínum af fyrirsvarsmanni stefnanda á þ orrablótinu og sagði svo frá að hann hefði farið einn inn á eitt salerna staðarins. Þegar hann kom þaðan út hafi Bjarki orðið var við mikla reykjar - og brunalykt og séð að reynt hafði verið að kveikja í klósettrúllum sem þar voru. Svo sem að framan er rak ið kveðst stefnandi ekki muna mikið frá þeim tíma þegar kveikt var í byggingunum. Þó ber hann í skýrslu hjá lögreglu, sem tekinn var eftir að hann var handtekinn, að hann muni eftir því að hafa farið af heimili sínu yfir á hótelið skömmu áður en eldsins va rð vart og lagst þar til svefns. Á sama veg bera öll vitni sem voru á staðnum í skýrslutöku hjá lögreglu, þ.e. þau segjast öll hafa haldið að stefnandi væri inni á hótelinu. Sama kom fram fyrir dómi hjá þeim vitnum sem voru á staðnum umrætt kvöld. Eitt vit ni kveðst hafa séð að eldur logaði í sófa sem var í millirými milli herbergja og stefnandi staðfesti að þar hefði verið sófi og fleiri munir sem eldsmatur var í. Stefnandi sjálfur kannast við að þessir munir hafi verið á umræddum stað. Þá liggur fyrir að k veikt var í gistihúsinu með því að leggja eld að einhverju innandyra og eini maðurinn sem vitað er til að hafi farið inn í húsið var fyrirsvarsmaður stefnanda. Í yfirheyrslu hjá lögreglu neitar stefnandi ekki skýrlega að hafa verið að verki en ber við minn isleysi. Lögregla hætti rannsókn málsins þar sem eldsvoðinn var ekki talinn hafa haft í för með sér almannahættu og eignaspjöllin sem urðu af völdum eldsins voru nær einvörðungu á eigum þess sem lá undir grun um íkveikju. Ekki er hald í þeirri málsástæðu 10 s tefnanda að sú ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn málsins hafi þýðingu við mat á því hvort hann hafi fyrirgert bótarétti sínum þegar af þeirri ástæðu að rannsókn málsins var hætt þar sem almannahætta hafði ekki skapast af eldsvoðanum og því ekki um að ræð a refsiverðan verknað samkvæmt 164. gr. almennra hegningarlaga. Loks verður ekki fram hjá því litið að fyrirsvarsmaður stefnanda, sem sjálfur varð fyrir verulegu eignatjóni í brunanum, hefur ekki lagt fram kæru hjá lögreglu vegna íkveikjunnar og gerði hvo rki athugasemdir við að rannsókn lögreglu yrði hætt né óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun. Þá hefur hann heldur ekki, þrátt fyrir áskorun stefnda, lagt fram matsgerð sálfræðings, sem unnin var í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. Af því sem rakið er úr niðurstöðu matsgerðar sálfræðingsins í bréfi lögreglustjórans, þar sem tilkynnt er um að rannsókn málsins hafi verið hætt, er ekki hægt að útiloka að þar sé að finna frekari upplýsingar sem varpað geta ljósi á ástand og athafnir fyri rsvarsmanns stefnanda nóttina sem bruninn varð. Af öllu því sem að framan er rakið er að mati dómsins ekki óvarlegt að álykta að eldsupptök sé að rekja til háttsemi fyrirsvarsmanns stefnanda. Ölvunarástand hans umrætt kvöld og framkoma hans að öðru leyti g efur sterklega til kynna að dómgreind hans hafi verið verulega skert og hann hafi verið hvatvís og reiður. Þá hefur stefnandi áður borið við minnisleysi vegna ölvunar þegar hann hefur verið handtekinn og legið undir grun um íkveikju og skemmdarverk. Þá lig gur fyrir framburður dyravarðar um að forsvarsmaður stefnanda hafi reynt að kveikja eld inni á salerni samkomuhúss fyrr um kvöldið. Loks er ekkert fram komið í rannsókn lögreglu sem vekur grun um að einhver annar aðili sem var á vettvangi umrædda nótt kunn i að hafa lagt eld að húsnæðinu og stefnandi er sá eini sem vitni bera um að hafi verið inni í gistihúsinu sem brann. Með vísan til alls framangreinds verður stefndi sýknaður af kröfu stefnanda um vátryggingarbætur vegna brunans á Skriðulandi 31. janúar 2 016 með vísan til 1. mgr. 27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og samhljóða ákvæða í tryggingarskilmálum stefnda. Jafnframt verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn 870.000 krónur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður flutti málið fyrir stefnanda og Hjörleifur B. Kvaran lögmaður fyrir stefnda. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., er sýkn af kröfu stefnanda. Stefnandi, P1 ehf., greiði stefnda 870.000 krónur í málskostnað.