LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 25 . janúar 20 19 . Mál nr. 402/2018 : Tryggingamiðstöðin hf. ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður, Gunnar Egill Egilsson lögmaður, 4. prófmál ) gegn A ( Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður, Bergrún Elín Benediktsdóttir, 2. prófmál ) Lykilorð Skaðabótaábyrgð . Líkamstjón. Vinnuslys. Vinnuveitendaábyrgð. Tæki. Aðfinnslur. Útdráttur A krafði T hf. um bætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi . Tildrög slyssins voru þau að A var við störf á lyftara í frystigeymslu O hf. Haf i hann verið að sækja vörur í tiltekinn rafknúinn hillurekka sem hafi farið sjálfkrafa af stað og keyrst að honum með þeim afleiðingum að annar fótur hans hafi klemmst milli lyftarans og rekkans svo að tjón hlaust af. Í dómi Landsréttar kom fram að ráða mæ tti af gögnum málsins, framburði A og vitna að ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat vegna notkunar rekkakerfisins þótt hættueiginleikar þess hefðu verið viðurkenndir af hálfu rekstrarstjóra O hf. Þá hefði leiðbeiningum til starfsmanna O hf. um notkun r ekkakerfisins og öryggisráðstöfunum vegna þeirrar notkunar verið ábótavant. O hf. hefði því vanrækt þær skyldur sem lagðar væru á vinnuveitendur samkvæmt 2. mgr. 65. gr. a laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja. Þá yrði O hf. að bera hallann af því að ósannað væri að ekki hefði mátt koma í veg fyrir slysið með því að framfylgja fyrrgreindum vinnuverndarákvæðum. Voru skilyrði vinnuveitendaá byrgðar O hf. talin fyrir hendi og krafa A á hendur vátryggingafélaginu því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur að ila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. maí 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11 . apríl 201 8 í málinu nr. E - [...] /2017 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti . 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Jafnframt krefst hann málskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. 4 Dómarar Landsréttar gengu á vettvang í frystigeymslur að [...] í Reykjavík við upphaf aðalmeðferðar 15. janúar 2019. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Um aðdraganda þess að stefndi varð fyrir vinnuslysi því sem um er fjallað í máli þessu nýtur fyrst og fremst við frásagnar hans sjálfs og stuttrar upptöku úr eftirlitsmynda vél í frystigeymslu þeirri sem O hf. höfðu til afnota að [...] á slysdegi 14. maí 2012. Upptaka þessi var spiluð við aðalmeðferð málsins í Landsrétti en hún sýnir stefnda ýta á hnapp á stjórnborði hillurekkakerfis í frystigeymslunni sem færir hillurekkana í sundur með vélrænum hætti og opnar þannig leið að vörum í hillunum. Þá sést stefndi aka litlum lyftara inn á milli hillurekkanna og hverfa sjónum. Það síðasta sem sést á upptökunni er að skömmu síðar fer annar hillurekkinn af stað án þess að nokkur komi við stjórnborðið og byrjar að loka ganginum sem stefndi hafði opnað og farið inn á. Hillurekkinn stöðvast örskömmu síðar. 6 Samkvæmt lögregluskýrslu 15. maí 2012 lýsti stefndi tildrögum slyssins þannig hjá lögreglu að hann hefði verið að vinna á lager hjá O hf. deginum áður. Um klukkan 17 hafi hann verið að sækja vörur í tiltekinn rekka. Rekkanum sé rennt til með rafmagni og hafi hann opnað rekkann og farið inn með lítinn lyftara til að sækja vörurnar. Hann hafi farið af lyftaranum og verið að taka kassa úr rekkanum en allt í einu orðið var við að rekkinn hafi farið sjálfkrafa af stað og keyrst að honum. Hafi hægri fóturinn á honum klemmst milli lyftarans og rekkans. Hann hafi verið fastur þarna á milli en tekist að hringja eftir aðstoð. 7 Í aðilaskýrslu fyri r héraðsdómi lýsti stefndi aðdraganda slyssins með svipuðum hætti og hjá lögreglu. Hann kvaðst hafa lagt lyftaranum mjög nálægt hillurekkanum þar sem hann hafi verið að ná í þungan kassa með frosnum matvælum. Á milli lyftarans og hillurekkans hafi aðeins v erið pláss til að standa. Stefndi kvaðst hafa staðið með báða fætur samsíða hillurekkanum og verið byrjaður að ná í kassann þegar rekkinn fór af stað og annar fótur hans klemmst milli lyftarans og rekkans. 8 Í skýrslu Vinnueftirlitsins 21. m aí 2012 kemur fr am í lýsingu á aðstæðum á slysstað að í frysti geymslu O hf. sé færanlegt brettahillukerfi af gerðinni Movil gama. Tækið sé CE - merkt. Hillur ekkarnir keyri á b rautum sem steyptar séu ofan í g ólfið. Til að varna því að fólk og/eða tæki klemmist á milli rekkan n a þegar þeir færist saman sé sérstakur varnarbúnaður byggður á hvern rekka. Það sé geislavörn sem eigi að v ir ka þannig að ef geislinn er rofinn stöðvist allt kerfið. Í lýsingu á vinnubrögðum og starfsháttum segir að frysti geymslan sé útbúin með tölvustýrð um lagerhillum sem 3 hreyf i st fyrst þegar skipun h afi verið gefin um það á þar til gerðu stjórnborði sem staðsett sé framan við hillurekkana. Stjórnborðið sé útbúið þannig að kerfið eigi ekki að fara í gang nema með fyrirskipun á stjórnborði þar um, auk þess sem rekkinn eigi að stöðvast við fyrirstöðu. Kerfinu sé stjórnað með skynjurum sem staðsettir séu í um það bil 10 sm hæð yfir gólfi. Þá segir í umsögninni að á meðan stefndi hafi verið staddur í ganginum hafi rekkakerfið farið í gang og byrjað að lokast. Svo virðist sem neyðarbúnaður sá er koma eigi í veg fyrir að slíkt gerist hafi ekki virkað , með þeim afleiðingum að fótur stefnda hafi klemm st milli rekka og lyftara. Við athugun eftirlitsmanns hafi neyðarstöðvun og stjórnborð virkað eðlilega. Niðurstöður rannsóknar Vinnueftirlitsins voru þær að engar tæknilegar skýringar hafi fengist á því að rekkakerfið fór í gang meðan stefndi var staddur milli hillurekkanna. Málsástæður aðila 9 Af hálfu áfrýjanda er einkum byggt á því að bilun í tækjum hafi valdið slysin u en á þeirri bilun eigi O hf. enga sök enda hafi tækin reynst í lagi bæði fyrir og eftir slysið. Þá hafi O hf. fylgt öllum fyrirmælum og öryggiskröfum framleiðanda tækjanna. O hf. hafi mátt treysta því að öryggisbúnaður sem koma hafi átt í veg fyrir slys af þessu tagi virkaði. Slysið verði því ekki talist hafa orsakast af saknæmri háttsemi starfsmanna O hf. Skylda áfrýjanda til að greiða stefnda bætur verði þar af leiðandi ekki reist á sakarreglunni eða reglum um vinnuveitandaábyrgð. 10 Af hálfu stefnda er by ggt á því að O hf. beri skaðabótaábyrgð á slysi því sem hann varð fyrir þar sem það megi rekja til vanbúnaðar á vinnustað og þess að umrætt rekkakerfi í frystigeymslunni og neyðarbúnaður hafi bilað eða ekki virkað með þeim hætti sem búnaðurinn hafi átt að gera. Stefndi byggir á því að hann eigi því rétt til bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu O hf. hjá áfrýjanda á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993, meginreglna skaðabótaréttarins, sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Stefndi byggir nánar tiltekið á því að orsök slyssins megi rekja til þess að tölvustýrðu hillurnar hafi bilað og farið af stað auk þess sem öryggisbúnaðurinn hafi ekki virkað eins og hann hafi átt að gera. 11 Skilja verður málatilbúnað stefnda þannig að hann telji sök ótilgreindra starfsmanna O hf. liggja í því að ekkert áhættumat hafi farið fram vegna hillurekkanna þrátt fyrir að vitað væri að um afar hættulegan búnað væri að ræða auk þess sem stefnda hafi verið veittar ófullnægjandi leiðbeiningar um það hvernig standa skyldi að notkun hillurekk anna og um það hvernig öryggisbúnaðurinn virkaði. Stefndi telur umrædda vanrækslu fela í sér meðal annars brot gegn 13., 65. og 65. gr. a laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá vísar stefndi til reglugerðar nr. 367/2006 um n otkun tækja og telur að brotið hafi verið gegn 7. gr. hennar um upplýsingar til starfsmanna. Stefndi telur að orsakatengsl séu milli umræddrar vanrækslu og slyss þess sem hann hafi orðið fyrir. 4 Niðurstaða 12 Eins og fram kemur í 1. gr. laga nr. 46/1980 er með þeim lögum leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu og að tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis - og heilbrigðisv andamál í samræmi við lög og reglur, ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins. Umræddum lögum og reglugerðum, sem settar hafa verið með heimild í lögunum, er þannig ætlað að tryggja öryggi starfsmanna. Starfs menn eiga almennt að geta treyst því að ef ekki er af hálfu vinnuveitanda farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um stórfellt gáleysi þeirra sjálfra að ræða, svo sem ef þeir brjóti gegn fyrirmælum og leiðbe iningum sem þeir fá frá vinnuveitanda. Ráða má af dómaframkvæmd í málum vegna vinnuslysa að ríkar kröfur eru gerðar til vinnuveitanda um að hann fylgi lögum og reglum um vinnuvernd. 13 Í 13. gr. laga nr. 46/1980 segir að atvinnurekandi skuli tryggja að gætt s é fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað og er meðal annars í greininni vísað sérstaklega til VII. kafla laganna sem fjallar um vélar, tækjabúnað og fleira. Í 1. mgr. 65. gr. a laganna, sem er að finna í þeim kafla, er mælt fyrir u m að atvinnurekandi beri ábyrgð á því að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta sk uli áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Við gerð áhættumatsins sk u l i sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáa nlegt sé að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinn i þeim sé meiri hætta búin en öðrum starfsmönnum. Þá segir í 2. m gr. 65. gr. a að þegar áhættumat á vinnustað gefi til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna sé hætta búin skuli atvinnurekandi grípa ti l nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættuna eða, þar sem þess sé ekki kostur, draga úr henni eins og frekast sé unnt. 14 Í 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006, sem sett var með heimild í lögum nr. 46/1980, segir að atvinnurekandi skuli me ðal annars upplýsa starfsmenn sína um notkunarskilyrði tækja, óvenjulegar aðstæður sem séu fyrirsjáanlegar og þá reynslu sem fengist hefur við notkun hlutaðeigandi tækja. Enn fremur skuli atvinnurekandi sjá til þess að skriflegar leiðbeiningar, eftir því s em við á, liggi frammi á vinnustaðnum þar sem framangreindar upplýsingar skuli koma fram. 15 Af fyrrnefndri umsögn og niðurstöðum Vinnueftirlitsins verður ráðið að ekki hafi tekist að finna tæknilegar skýringar á því að rekkakerfið fór í gang umrætt sinn. Þar sem sú staðreynd liggur hins vegar fyrir að rekkakerfið fór í gang án þess að fyrirskipun hafi verið gefin til tækjabúnaðarins um það byggja báðir málsaðilar á því að bilun í tækjunum hafi orðið til þess að rekkakerfið fór af stað og byrjaði að loka gangi num þar sem stefndi var við vinnu. Verður því að byggja á því að um óútskýrða bilun í tæk j um hafi verið að ræða. Ekkert er fram komið í málinu um að vanrækslu O hf. verði um það kennt að rekkakerfið fór í gang. 5 16 Af hálfu stefnda er jafnframt byggt á því að öryggisbúnaður sem stöðva átti hillurekkana hafi ekki virkað umrætt sinn. Af hálfu áfrýjanda er hins vegar byggt á því að um óútskýrða bilun hafi verið að ræða í þessum öryggisbúnaði. 17 Upplýst er með ljósmyndum sem Vinnueftirlitið tók á vettvangi slyssins og skýringartexta með þeim að neðst og næst gangi á umræddum hillurekkum er stálbiti. Við báða enda hvers rekka, skammt neðan og utan við ytri brún umrædds stálbita er skynjari um 10 sm frá gólfi og er þessum skynjara ætlað að senda boð til stjórnkerfis r ekkakerfisins um að rjúfa straum fari eitthvað fyrir hann. 18 Í umsögn Vinnueftirlitsins um vinnuslysið kom meðal annars fram að áhættumat fyrir starfsemi O hf. væri til staðar en í því hafi ekki verið gert ráð fyrir slíkum atburði. 19 Í tölvupósti B , starfsma nns O hf., 11. apríl 2013 svarar hún spurningum lögfræðings hjá tjónaþjónustu áfrýjanda varðandi vinnuslys stefnda. B svaraði spurningu lögfræðingsins um hvað hefði valdið því að neyðarbúnaður á rekkakerfinu virkaði ekki á þann veg, að neyðarbúnaðurinn hef ði verið virkur en verið staðsettur neðar en stefndi hefði haldið að hann væri. Neyðargeislinn væri niður við gólf og ætti að nema fót ef hann kæmi í geislann. Stefndi hefði haldið að til að stoppa rekkann þyrfti að ýta við slá sem væri ofan við neyðarbúna ðinn. Þá varpaði lögfræðingurinn fram ki hafi verið til áhættumat fyr i r B svaraði að til væri áhættumat fyrir frystigeymsluna en starfsmenn O hf. hefðu aftur á móti ekki áttað sig á slysahættunni af rekkunum og því lægi ekki fyrir neitt áhættumat á þeim. Í tölvupósti sama lögfræðings áfrýjanda 15. apríl 2013 til B varpaði hann í fyrsta lagi fram þeirri spurningu hvort stefndi hefði fengið einhv erjar leiðbeiningar um hvernig neyðarbúnaðurinn virkaði og hvort hann hefði til dæmis fengið leiðbeiningar um hvar skynjarinn væri. Í öðru lagi hvort til væru leiðbeiningar fyrir starfsmenn um notkunarskilyrði hillurekkanna, óvenjulegar aðstæður sem væru f yrirsjáanlegar og þá reynslu sem fengist hefði við notkun hillurekkanna og vísaði í því sambandi til 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006. Í þriðja lagi hvort stefndi gæti hafa verið þannig staðsettur að geislinn hafi ekki náð til hans. B svaraði fyrirspurninni með tölvupósti 7. maí 2013. Hún kvað stefnda hafa fengið kennslu á neyðarbúnaðinn en verið sagt að skynjarinn væri á öðrum stað, það er í slánni en ekki undir henni, sem hefði verið samkvæmt þeim leiðbeiningum sem starfsmenn O hf. hefðu fengið frá leigusa la. Þá kvað hún skriflegar leiðbeiningar um notkunarskilyrði hillurekkanna ekki vera til. Loks svaraði hún því neitandi að stefndi hefði verið þannig staðsettur að geislinn hefði ekki náð til hans. 20 Fyrir liggur að stefndi hafði unnið hjá O hf. í umræddri frystigeymslu tæpa tvo mánuði þegar slysið varð en áður unnið við önnur störf hjá fyrirtækinu. Í skýrslu stefnda fyrir héraðsdómi kom fram að það eina sem honum hefði verið kennt um rekkakerfið hefði verið að setja það af stað og stöðva á stjórnborðinu. Ha nn kannaðist ekki við að honum hefði verið sagt að ýta á slá á rekka til að stöðva rekkakerfið. Þá kannaðist hann ekki 6 við að honum hefði verið sýndar skriflegar leiðbeiningar eða annað sambærilegt um notkun rekkakerfisins eða öryggisreglur. 21 C , fyrrverand i rekstrarstjóri O hf., bar fyrir héraðsdómi að hann héldi að hann hefði verið titlaður öryggisstjóri fyrirtækisins. Hann bar meðal annars að rekkakerfið væri stórhættulegt tæki ef það færi af stað. Aðspurður kvað hann vinnu við öryggishandbók hafa hafist vorið 2011 og einhverjar kynningar verið á henni og hún legið frammi. Hann kvaðst hins vegar ekki vita hvort stefndi hefði fengið slíka kynningu. 22 D , birgðastjóri O hf., bar fyrir héraðsdómi að hann hefði vitað af geisla sem þyrfti að rjúfa til að stöðva r ekkakerfið. Hann bar að starfsmenn hefðu oft sýnt glannaskap við notkun á rekkakerfinu og meðal annars stöðvað kerfið með því að setja fótinn fyrir 23 Með framburði vitnisins C þykir í ljós leitt að starfsmenn O hf. hafi gert sér grein fyrir því að rekkakerfið væri hættulegur búnaður. Þrátt fyrir þá vitneskju má ráða af fyrrnefndum tölvupóstsamskiptum lögfræðings áfrýjanda og starfsmanns O hf. að ekki hafi verið gert sérstakt áhættumat vegna notkunar rekkakerfisin s. Ætla má að áhættumat á rekkakerfinu hefði leitt hættueiginleika þess í ljós og gefið O hf. tilefni til þess að grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættuna eða draga úr henni eins og frekast væri unnt í samræmi við fyrirmæ li 2. mgr. 65. gr. a laga nr. 46/1980. 24 Þá má ráða af fyrrnefndum tölvupóstsamskiptum að skriflegar leiðbeiningar til starfsmanna um notkun rekkakerfisins og öryggisráðstafanir vegna þeirrar notkunar lágu ekki fyrir hjá O hf. og slíkar leiðbeiningar hafa e kki verið lagðar fram í málinu. Þá má ráða af fyrrnefndum tölvupóstsamskiptum, framburði vitnisins C og stefnda fyrir héraðsdómi að stefndi hafi fengið engar, rangar eða að minnsta kosti mjög takmarkaðar og misvísandi upplýsingar um hvernig öryggisbúnaður rekkakerfisins virkaði. 25 Samkvæmt framansögðu vanrækti O hf. þær skyldur sem lagðar eru á vinnuveitanda samkvæmt 65. gr. a laga nr. 46/1980 og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006 til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. 26 Leggja verður til grundvallar framburð vitnisins C fyrir héraðsdómi um að hann hafi tilkynnt vinnuslysið munnlega til Vinnueftirlitsins 14. maí 2012. Þessi framburður fær nokkra stoð í lögregluskýrslu sem rituð var vegna tilkynningar stefnda til lögreglu u m C deginum áður vegna slyssins en málið ekki talið þess eðlis að það yrði rannsakað fyrr en dag inn eftir. Fyrir liggur að Vinnueftirlitið skoðaði vettvang vinnuslyssins 21. maí 2012. Skrifleg tilkynning O hf. til Vinnueftirlitsins er dagsett 22. maí 2012. 7 27 Samkvæmt athugun eftirlitsmanns Vinnueftirlitsins virkaði neyðarstöðvun og stjórnborð rekkake rfisins eðlilega þegar skoðun fór fram viku eftir vinnuslysið. Engin tæknileg skýring fannst þannig á því að neyðarstöðvunin virkaði ekki þegar slysið varð. Ekki var gerður frekari reki að rannsókn á ástæðu þess að öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. Á því bar O hf. ábyrgð en um slíka ábyrgð vinnuveitanda má vísa til dóms Hæstaréttar frá 19. mars 2009 í máli nr. 363/2008. Samkvæmt því hefur ekki verið leitt í ljós hvort öryggisbúnaðurinn bilaði eða hvort aðrar ástæður lágu að baki þess að hann virkaði ekki eins og hann átti að gera við þær aðstæður sem vinnuslysið átti sér stað. 28 Með hliðsjón af lýsingu stefnda á því hvernig hann bar sig að við að ná í vörur í frystigeymsluna í umrætt sinn, þeim upplýsingum sem fyrir liggja um staðsetningu og virkni skynjara sem áttu að tryggja að hillurekkinn stöðvaðist áður en slys hlytist af hreyfingu hans svo og röngum eða ófullnægjandi upplýsingum O hf. til stefnda um virkni öryggisbúnaðarins verða O hf. að bera hallann af því, að ósannað er að ekki hefði mátt koma í veg fyr ir vinnuslys stefnda með því að framfylgja fyrrnefndum vinnuverndarákvæðum. Þar sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar O hf. eru fyrir hendi ber áfrýjandi bótaábyrgð á tjóni stefnda. 29 Ekki er tölulegur ágreiningur í málinu. Með vísan til alls framangreinds ver ður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. 30 Áfrýjanda verður gert að greiða málskostnað fyrir Landsrétti sem rennur í ríkissjóð. Um þann kostnað og gjafsóknarkostnað stefnda fer eftir því sem segir í dómsorði. 31 Það athugast að samkvæmt 1. mgr. 46. gr. lag a nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafa aðilar máls forræði á öflun sönnunargagna, þar á meðal um hvaða vitni eru leidd fyrir dóm og um hvað þau eru spurð. Það er þó hlutverk dómara, samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 56. gr. laganna, að krefja vitni frekari sk ýringa á svari þannig að efni þess komi skýrt fram svo og að leggja spurningar sjálfstætt fyrir vitni. Í spurningum sem dómarar í héraði beindu til vitna bar nokkuð á því að ekki væri fylgt nægilega fyrirmælum 2. mgr. 56. gr. Þannig lögðu dómarar fyrir vit ni spurningar sem voru óákveðnar, tvíræðar og jafnvel leiðandi og spurðu vitni ítarlega um atriði sem málsaðilar höfðu ekki byggt málatilbúnað sinn á. Þrátt fyrir þessa framgöngu dómara við skýrslutökur af vitnum, sem telja verður aðfinnsluverða, þykir ekk i hafa verið raskað svo því málsforræði og jafnræði málsaðila, sem lögum um meðferð einkamála er ætlað að tryggja, að nauðsynlegt sé að ómerkja málsmeðferðina og vísa málinu heim í hérað. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Tryggin gamiðstöðin hf., greiði 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. 8 Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, A , greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.000.000 króna. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 11. apríl 2018 Þetta mál, sem var tekið til dóms 14. febrúar 2018, er höfðað af A , kt. [...] , með stefnu birtri 28. júní 2017, á hendur Trygginga mið stöð inni hf., kt. 660269 - 2079, Síðumúla 24, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefn di verði dæmdur til að greiða honum 30.557.908 kr. með 4,5% vöxtum, samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 4.187.550 kr. frá 14. maí 2012 til 25. ágúst 2014 og af 30.557.908 kr. frá þeim degi til 3. júní 2017, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál auk álags er nemi virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda. Hann krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málsatvik Stefnandi lenti í alvarlegu slysi síðla dags 14. maí 2012 við vinnu sína hjá fyrir tækinu O í frysti - geymslu þess í [...] í Reykjavík. Málsaðilar deila um það hvort hann eigi, vegna tjóns sem hann hlaut þá, rétt til bóta úr ábyrgðar trygg ingu sem vinnu veitandi hans hafði keypt hjá stefnda. Stefnandi fluttist hingað til lands fyrir um 12 árum. Fljótlega fékk hann vinnu hjá O í hús næði fyrirtækisins í [...] . Hann vann þar í 4 5 ár, að því er hann minnir. Hann starfaði síðan um hálfsárs skeið, 2011 - 2012, sem gjald keri í banka en féll það ekki. Vorið 2012 sá hann að O aug lýstu eftir starfs manni, sótti um og fékk starfið. Þá átti hann ekki kost á vinnu í húsnæðinu í [...] heldur í frysti geymsl unni í [...] . Þar hóf hann störf 20. mars 2012. Hann hafði því starfað þar í réttar átta vikur þegar slysið varð. Í frystigeymslunni voru vörur geymdar í raf knúnu, tölvu stýrðu hillu rekka kerfi/ lagerhillum af gerð inni Móvil gama, sem hefur CE - merkingu. Rekkarnir, sem eru tveggja til þriggja mannhæða háir og um 35 36 metra breiðir, renna á brautum, sem eru steyptar niður í gólfið. Færslu þeirra fram og til baka eftir braut unum er st ýrt með því að gefa skipun á þar til gerðu stjórn borði á enda hvers rekka. Stjórnborðið er ein falt; takki sem stýrir færslu til hægri og annar sem stýrir færslu til vinstri og síðan er á því örygg is - hnappur. Sé ýtt á hann er rafstraumur til tækisins rof inn og færsla rekkans stöðv ast. Á hverjum rekka, þeirri hlið sem vörunni er raðað inn í, er auk þess neyð ar stöðvunar bún aður. Hann á að nema hreyfingu, en þó á mjög afmörkuðum stað, neðst á hillu rekkunum. Búnaðurinn er ljósnemavörn; ljósgeisli sem er sendur úr öðrum enda rekk ans í hinn enda hans. Geislinn liggur nokkrum cm fyrir ofan gólf flöt inn, rétt undir útstand andi stálramma/slá neðst á hillurekkanum niðri við gólf. Til þess að rekkinn stöðv ist, við það að geisl inn er rofinn þarf fótur man ns svo gott sem að snerta rekk ann. Þegar geislinn er rof inn rofnar aflrás til rekk ans og hann á að stöðv ast. Stefndi áréttar að tækið sé CE - merkt. Vöruskemmuna höfðu O haft á leigu frá árinu 2009 af fyrir tæk inu [...] . Samkvæmt upplýsingum frá O ken ndi verkefnastjóri leigusala starfs mönnum O á rekka kerfið. Í vöruskemmunni/frystigeymslunni var 20 30°C frost. Stefnandi var því vel klæddur og kvaðst hafa haft tvær húfur á höfði. Hann kvaðst því ekki hafa heyrt að rekk arnir bak við hann færðust til auk þess sem alltaf hafi verið visst hljóð, suð eða niður, í frysti geymslunni. Að sögn stefnanda fór vinnan þannig fram að hann hafði litla tölvu eða lítinn skjá festan á fram - hand legginn. Í tölvuna bárust pantanir frá versl unum um tilteknar vörur. Á skjánum sá hann einnig hvar 9 nákvæmlega í geymsl unni varan var geymd. Þegar atvikið varð hafði hann fengið pöntun á vörum sem voru á tveimur stöðum í frysti geymslunni; önnur á A - gangi og hin á B - gangi rekka kerf is ins. Inn í frysti - geymsl una ók hann li tlum lyftara, sem á er hvorki hús né hlíf. Hann notaði þó ekki lyfti bún að inn eða gafflana á lyftaranum til verksins heldur lagði hann vöruna á pall bak við sætið á lyftaranum. Fyrst náði hann í vöruna á A - gang inum. Hann opnaði því næst B - gang inn með þ ví að ýta á takka í stjórn borð inu á enda rekkans, settist á lyft ar ann og ók honum hálfa leið inn gang inn og fór af honum til að ná í kassa. Hann kvaðst hafa lagt lyftaranum nálægt rekkanum til þess að það reyndi sem minnst á bakið að færa kassann úr hillunni yfir á lyftarann. Að hans sögn gerðu allir starfs mennirnir þetta til þess að þurfa ekki að ganga með/bera kassana frá hillunni að lyft ar anum. Á meðan stefn andi stóð við lyft ar ann og var að leggja kass ann frá sér á pall hans fór rekkinn sky ndi lega af stað og færð ist að stefn anda, með þeim afleið ingum að hægri fótur hans klemmd ist milli lyft ar ans og rekk ans. Þetta tók örfáar sekúndur. Stefn andi reyndi að losa sig en gat það ekki og á meðan hélt rekk inn áfram að þrýstast að fæti hans . Stefn andi náði að hringja úr far síma sínum í annan starfs mann, D , sem kom eftir nokkrar mínútur og opn aði gang inn með því að ýta á takka á stjórn borðinu. Stefn anda var strax ekið á slysa deild Land spít al ans í Foss vogi. Þar var hann greindur me ð kramn ingar áverka á hægri fæti. Læknir setti hann í teygju sokk og ráðlagði honum að taka verkja - og bólgueyðandi lyf og hvíla sig næsta dag. Eftir það skyldi hann lifa lífi sínu eins og fyrir slysið. Hann skyldi þó koma í eftir lit ef verk ur inn ykist . Verk stjóra O var strax til kynnt um slysið. Morguninn eftir slysið, 15. maí 2012, afhenti stefnandi á vinnustað sínum vott orð þess efnis að hann væri óvinnufær þann dag. Sama morgun leitaði hann að eigin frum kvæði til lögreglunnar til þess að til ky nna slysið. Lögreglumaður sem tók af honum skýrslu segist í skýrslunni hafa hringt í rekstrarstjóra O , C . Sá hafi sagst hafa hringt í Vinnueftirlitið á slysdegi. Eftirlitið hefði ekki talið málið þess eðlis að það yrði rannsakað fyrr en daginn eftir, þ.e. 15. maí. C bar fyrir dómi að honum hafi fundist óeðlilegt að eftirlitið hefði ekki viljað koma samdægurs því það hefði það gert áður þegar hann hefði hringt þangað og til kynnt slys. Hann bar einnig að eftir nokkra daga hefði hann verið farið að lengja e ftir Vinnu eftirlitinu og taldi sig þá hafa hringt í það aftur. Skrifleg tilkynning til eftir lits ins var þó ekki fyllt út fyrr en 22. maí 2012, en hún barst Vinnu eftir lit inu fjórum vikum síðar, 19. júní. Í henni lýsti rekstar stjóri O atvikinu þannig: A fer á lyftara inn á B - gang að sækja kassa. Færanlegur rekki fer saman og A klemmist á milli rekkans og lyftara (fótur). Tvennt bilar, rekk inn á ekki að færast saman og rekkinn á að stöðvast við fyrirstöðu (t.d. spark). Skór með stáltá björguðu miklu. Vinnueftirlitið kom á staðinn 21. maí 2012, sjö dögum eftir atvikið, en áður en því barst skrifleg tilkynning O . Í umsögn þess um vinnu slys segir: Hinn 21.05.2012 var Vinnu eftirliti rík is ins tilkynnt um vinnuslys er varð í frysti geymslu O , [...] þa nn 14.05.2012. Skoðun á vettvangi slyss ins fór fram þá um morg un inn. Við rannsókn slyssins studdust eftirlitsmennirnir við frásögn rekstrarstjóra O , sem var viðstaddur skoðunina, og myndbandsupptöku af atvikinu. Um stjórn bún aðinn segja þeir: Stjórnbo rðið er sagt þannig útbúið að kerfið á ekki að fara í gang nema með fyrir skipun í stjórnborði þar um, auk þess sem rekkinn á að stöðvast við fyrir stöðu. Því er stjórnað með skynjurum sem staðsettir eru í ca 10cm hæð yfir gólfi. Við athugun eftirlitsmanns virkaði neyðarstöðvun og stjórnborð eðlilega. Um atvikið segja starfsmenn Vinnueftirlitsins: A hafði farið einn inn á B - gang rekkakerfisins á lyftara til að sækja kassa, hann hafði opnað ganginn við stjórnborðið og farið inn. Á meðan A var staddur í gan g inum fór rekkakerfið í gang og byrjaði að lokast. Svo virð ist sem neyð ar búnaður sá er koma á veg fyrir að slíkt eigi að geta gerst hafi ekki virkað með þeim afleið ingum að fótur A klemmdist á milli rekka og lyftara. 10 Eftirlitið gerði ekki athugasemd við aðstæður, eins og þær voru á slysstað viku eftir atvikið. Gólf voru hrein og lýsing góð. Tekið var fram að áhættumat fyrir starf semi fyrir tækis ins væri til en ekki hefði verið gert ráð fyrir atviki sem þessu. Það var niðurstaða rann sóknar Vinnu eftirlitsins að engin tæknileg skýring fynd ist á því að rekka - kerfið fór í gang á meðan stefnandi var staddur á gangi þess. Eftir litið gaf þau fyrir mæli um úrbætur að stjórn borð og örygg is nemar skyldu yfir farin reglu lega og samkvæmt fyrirmælum fram leið anda. Stefnanda skánaði ekki í fætinum og var enn kvalinn 18. maí. Hann fékk þá aftur vottorð um óvinnufærni og átti að koma í endurmat viku síðar hefði honum ekki skánað. Að ráði læknis reyndi stefn - andi að vinna í hálfu starfi frá miðjum júní 201 2 en með vottorði læknis í nóvem ber 2012 var hann talinn alveg óvinnufær og hefur ekki verið á vinnumarkaðnum frá þeim tíma. Hann hefur hins vegar geng ist undir margs konar læknis meðferðir sem hafa þó ekki borið mikinn árangur. Stefnandi taldi O bera skaða bótaábyrgð á slysi hans, þar eð það yrði rakið til vanbúnaðar á vinnustað og til þess að neyðarstöðvunarbúnaðurinn á rekka kerfi frysti geymsl unnar virkaði ekki. Hann óskaði því eftir afstöðu stefnda til bóta skyldu O vegna tjónsins með bréfi, dags. 18. janúar 2013. Um ábyrgð vinnu veit anda vís aði hann til laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu stöðum, og reglugerðar um notkun tækja nr. 367/2006. Vegna þessa erindis aflaði stefndi sér upplýsinga frá O . Í svörum fyrir tæk is ins kom fram að stefnandi hefði ekki fengið neinar skriflegar leiðbeiningar um notk un ar skil yrði hillurekkanna enda væru þær ekki til. Hann hefði hins vegar fengið þá munn legu leið bein ingu að öryggis bún að ur inn væri á öðrum stað en hann er, beiningum sem starfsmenn okkar fengu frá leigu mönnum O á búnaðinn í upphafi leigutímans 2009. Enn fremur kom fram í svörum O að í kjölfar slyssins hefði vinnu reglum verið breytt þannig að starfsmenn tækju strauminn alltaf af búnaðinum áður en þeir færu inn á gang ana. Með bréfi dags. 19. sept ember 2013 hafnaði stefndi bótaskyldu úr ábyrgð ar trygg ingu O þar eð han n taldi atvikið ekki verða rakið til sakar vátrygg ingar taka. Stefnandi gat ekki fallist á þessa afstöðu stefnda og skaut málinu til Úrskurðar nefndar í vátryggingamálum , 17. júlí 2014. Í úrskurði sínum 16. sept em ber 2014, í máli nr. 230/2014, komst nef ndin að þeirri niður stöðu að stefn andi ætti ekki rétt úr ábyrgð ar tryggingu O hjá félag inu. Þar eð stefnandi var tryggður slysa trygg ingu hjá stefnda, sem launþegi O , var E læknir fenginn til að leggja mat á afleið ingar slyss ins fyrir hann. Í matsgerð, dags. 15. september 2016, taldi læknirinn varanlega, lækn is fræði lega örorku stefnanda vegna kramn ingaráverkans (miska) nema 25 miska stigum. Stefnanda voru greiddar bætur úr slysatryggingu launþega hjá stefnda í sam ræmi við það mat. Stefna ndi telur slysið bótaskylt úr ábyrgðartryggingu O sem var í gildi á slys degi. Að beiðni stefnanda dómkvaddi Héraðsdómur Reykja víkur E lækni og F lögmann til þess að leggja mat á afleiðingar slyss ins fyrir stefnanda. Í matsgerð þeirra frá 12. apríl 2017, sem var unnin á grundvelli skaða bóta laga nr. 50/1993, var tjón stefnanda metið svo: Batahvörf / stöðugleikapunktur 25. ágúst 2014 Tímabil atvinnutjóns, sbr. 2. gr. skbl. 100%: 14. maí 10. júní 2012 50%: 11. júní 22. nóv. 2012 100%: 23. nóv. 2012 25. ágúst 2014 Tímabil þjáninga, sbr. 3. gr. skbl. 14. maí 2012 25. ágúst 2014 Varanlegur miski, sbr. 4. gr. skbl. 25 stig Varanleg örorka, sbr. 5. gr. skbl. 60% Stefnandi sendi stefnda kröfu 3. maí 2017, sem grundvallaðist á niðurstöðu mats gerðarinnar. Með tölvu pósti 22. maí 2017 ítrekaði stefndi óbreytta afstöðu sína til bóta skyldu úr ábyrgðartryggingu O . Stefnandi telur sér því nauðsynlegt að höfða þetta mál til heimtu fullra skaða bóta úr ábyrgð ar - tryggingu O , sem var í gildi hjá stefnda á slysd egi, vegna afleið inga vinnu slyss 14. maí 2012. 11 Málsástæður og lagarök stefnanda Almennt um grundvöll bótaábyrgðar Stefnandi byggir á því að hann búi við alvarlegar, varanlegar afleiðingar vinnu slyssins 14. maí 2012. Þær hafi haft veruleg áhrif á líf hans og mögu leika til að afla sér tekna í framtíðinni, eins og matsgerð sýni. Hann byggir á því að O beri skaðabótaábyrgð á slysi hans, því það megi rekja til vanbúnaðar á vinnustað, svo og til þess að umrætt rekkakerfi í frysti geymsl unni og neyðarbú naður hafi bilað. Stefnandi byggir á því að hann eigi af þeim sökum rétt til bóta úr frjálsri ábyrgðartyggingu O hjá stefnda á grundvelli skaða bóta laga nr. 50/1993 og meginreglna skaðabótaréttarins, sakarreglunni og regl unni um vinnu veit - enda ábyrgð. M áli sínu til stuðnings bendir stefnandi á eftir far andi: Ófullnægjandi og/eða bilaður búnaður Stefnandi byggir á því að orsök slyssins hafa verið ófullnægjandi og/eða bil aður búnaður í rekka F - B, 1101, í frystigeymslu O . Eins og segi í umsögn Vinnu ef tirlitsins, dags. 21. maí 2012, sé slysstaðurinn frysti klefi sem er útbú inn með tölvu stýrðum lagerhillum er hreyfast fyrst er skipun hefur verið gefin um það á þar til gerðu stjórnborði sem staðsett er framan við hillurekkana. Stjórn borðið er sagt þann ig útbúið að kerfið á ekki að fara í gang nema með fyrir skipun í stjórn borði þar um, auk þess sem rekkinn á að stöðvast við fyrirstöðu. Því er stjórnað með skynj urum sem staðsettir eru í ca 10 cm hæð frá gólfi. Í umfjöllun Vinnu eftir lits ins um vinnu brögð og starfshætti segi einnig að A hafði farið einn inn á B - gang rekka kerfis ins á lyftara til að sækja kassa, hann hafði opnað gang inn við stjórn borðið og farið inn. Á meðan A var staddur í ganginum fór rekka kerfið í gang og byrj aði að lokast. Svo virðist sem neyðarbúnaður sá er koma á veg fyrir að slíkt eigi að geta gerst hafi ekki virkað með þeim afleiðingum að fótur A klemmdist á milli rekka og lyftara . Vinnueftirlitið hafi rannsakað orsök slyssins. Í umsögn þess segi meðal ann ars að niður st aða rannsóknarinnar sé að engin tæknileg skýring hafi fundist á því af hverju rekka kerfið fór í gang á meðan stefnandi var staddur á milli rekkanna. Þau fyrir mæli um úrbætur sem eftirlitið hafi gert vegna slyss ins hafi verið að stjórn borð og örygg is n emar skyldu yfirfarin reglulega og samkvæmt fyrir mælum fram leið - anda. Stefn andi bendir hins vegar á að rannsókn Vinnu eftir litsins hafi farið fram 21. maí 2012, en ekkert liggi fyrir um það hvað gerðist í millitíðinni, þ.e. frá því að slysið varð og þa r til rann sókn fór fram. Stefn - andi byggir á því að það eitt að Vinnu eftirlitið hafi ekki fundið neina tækni lega skýr ingu sjö dögum eftir slys stefn anda hafi ekkert sönn un ar gildi um það hvernig ástand rekka kerfisins hafi verið skömmu eftir slysið. Stefnandi hafnar alfarið þeirri niðurstöðu Úrskurðarnefndar í vátrygg inga málum að hann eigi ekki bótarétt úr ábyrgðar trygg ingunni hjá stefnda þótt fram komi í skýrslu Vinnueftirlitsins að engin tæknileg skýring sé á því af hverju hillu kerfið hafi e kki virkað eins og það átti að gera og því hafi ekki verið sýnt fram á van búnað í kerfinu eða ófullnægjandi aðstæður á vinnu stað. Stefnandi bendir á að fyrir liggi mynd - bands upptaka af slysinu þar sem greini lega sjáist að hillukerfið virkaði ekki á þan n hátt sem það átti að gera. Stefnandi byggir á því að tölvustýrðu hillurnar hafi bilað og farið af stað auk þess sem varnarbúnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi. Stefnandi vísar til upptöku úr eftir litsmyndavél O , þar sem sést þegar hann opnar gang inn á stjórn borð inu fyrir framan rekkann og fer inn ganginn á lyftaranum. Síðan sjáist að rekk inn fer skyndi lega, að því er virðist sjálfkrafa, af stað að stefnanda og hann klemm ist fastur. Stefnandi bendir á að í tilkynningu O til Vinnueftirlitsins , dags. 22. maí 2012, segi um tildrög slyssins: A fer á lyft ara inn á B - gang að sækja kassa. Fær an legur rekki fer saman og A . klemmist á milli rekka og lyft ara (fótur). Tvennt bilar, rekkinn á ekki að færast saman og rekk inn á að stöðv ast við fyrir - s töðu, (t.d. spark) Að mati stefn anda verður umrædd til kynn ing ekki skilin á annan hátt en þann að O viður kenni að rekkinn hafi bilað í umrætt sinn. 12 Ekkert áhættumat vegna hillurekkanna, ófullnægjandi leiðbeiningar og verklag Stefnandi byggir á því að í lögum nr. 46/1980 séu lagðar ríkar skyldur á herðar atvinnu rekendum að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað. Atvinnurekandi beri ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og að gert sé sér stakt áhættumat þar sem meta skuli áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfs manna og áhættuþátta í vinnuumhverfi, sbr. 65. gr. og 65. gr. a í lögum nr. 46/1980, sbr. jafnframt ákvæði VIII. kafla reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og f ram kvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Þá beri atvinnurekanda, skv. 13. gr. lag anna, að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnu stað. Í grein inni sé meðal annars sérstaklega vísað til kafla laganna um fram kvæmd vinnu, um vinnu staði og um vélar og tækjabúnað. Samkvæmt umsögn Vinnueftirlits ríkisins, dags. 21. maí 2012, hafi ekki verið gert ráð fyrir slíkum atburði í áhættumati O . Í svari O við spurn ingu stefnda um það hvers vegna ekki hafi verið til áhættumat fyrir umrætt tilvik, dags. 11. apríl 2013, segi: Það er til áhættumat fyrir frysti geymsl una aftur á móti áttuðum við okkur ekki á slysahættunni á rekkunum og því liggur ekki fyrir neitt áhættu mat á þeim. Þótt áhættumat hafi verið gert fyrir frysti ge ymsl una sé ljóst að áhættan sem tengd ist þessum verk - þætti, vinnan inni í sjálfum rekkunum, hafi ekki verið nægi lega met in og verkið því ekki skipulagt á þann hátt að öryggi starfs manna væri nægi lega tryggt. Stefnandi bendir á að O hafi verið eða haf i mátt vera ljós hættan af hillu rekk unum. Hver rekki sé stór, breiður og þungur og hreyf ist fram og til baka. Því sé ljóst að af þeim sé veru leg slysa hætta. Í bréfi stefnda, dags. 19. september 2013, þar sem hann hafni ábyrgð segi að atvik sem þetta hafi ekki gerst áður. O hafi því mátt treysta því að bún aður hillu kerfis ins virk aði. Í samskiptum stefnda og O 11. apríl 2013 svari O þeirri spurningu stefnda hvort sam bæri legt atvik hafi gerst áður og hvort upp lýs ingar séu til u m það þannig að ekkert sam bæri legt slys hafi átt sér stað. Stefn andi bendir á að í svari O komi ekki fram hvort hillurekkarnir hafi áður farið af stað heldur sé ein göngu tekið fram að sam bæri legt slys hafi aldrei orðið. Í svörum O til stefnda, 11. ap ríl 2013, segi að vinnu reglum við rekk ana hafi verið breytt í kjölfar slyss stefn anda og að nú slái starfsmenn alltaf strauminn af rekk anum áður en þeir fari inn á gang - inn. Eftir slysið hafi O því breytt vinnu reglum við hillu rekkana þar sem ekki sé treyst andi á að þeir fari ekki sjálf krafa af stað. Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 21. maí 2012, sé haft eftir rekstrar stjóra O að ekki sé ætlast til þess að starfs menn séu einir við vinnu í frysti geymslu eins og var í tilfelli stefnanda. Engin sk rif leg verk - lýsing sé þó til um það. Í svari O 11. apríl 2013 við þeirri spurn ingu stefnda hvort það væri almenn vinnu - regla að starfs menn ættu ekki að vera einir við vinnu í frysti geymslu, hvort starfs menn gætu stað fest það og hvort stefn andi hefði fengið slík til mæli sagði: Starfs menn eru ekki einir við vinnu sína í frysti hús inu. Aftur á móti er starfið þannig að um er að ræða til tekt á vörum í frysti þannig að það getur verið að þegar aðrir starfs menn eru búnir með að taka til pöntun þá keyr a þeir vör urnar fram til lestunnar og því getur myndast smá tími þar sem starfs maður er einn inni í fryst inum. Stefn andi hafnar því alfarið að honum hafi verið kynnt sú regla að starfsmenn ættu ekki að vera einir að vinna inni í frysti geymsl unni. Ste fn andi byggir á því að honum hafi aldrei verið kynntar sérstakar öryggis reglur varð andi frysti geymsl una. Í kjölfar slyss stefnanda hafi stefndi sent O eftirfarandi spurningu vegna málsins: Af hálfu A er á því byggt að neyðarbúnaður í rekkakerfi hafi ekki virkað. Er vitað hvað olli því? Þessu hafi O svarað þannig 11. apríl 2013: Neyðarbúnaður var virkur, hann er stað settur neðar en þar sem A hélt að hann væri. Neyðargeislinn er staðsettur niður við gólf og á að nema fót ef hann kemur í geislann, A hé lt að til að stoppa rekkann þyrfti að ýta við slá sem var fyrir ofan neyðarbúnaðinn. Búið er að taka út neyðar bún - að inn af vinnu eftir litinu og full trúa frá umboðsaðila og virkaði allt eðli lega. Stefndi hafi innt O eftir því skriflega, 15. apríl 201 3, hvort stefn andi hafi fengið einhverjar leiðbeiningar um það hvernig neyðarbúnaðurinn virkaði, þ.e. hvort hann hefði til dæmis fengið leiðbeiningar um hvar skynjarinn væri. Í svari O , 7. maí 2013, segi að stefnandi hafi fengið kennslu, en hafi verið sag t að skyn jar inn væri á öðrum stað, þ.e. í slánni en ekki undir sem er skv. þeim leið bein ingum sem starfs menn O hf. fengu frá leigu sala . Stefnandi bendir á að svör O séu mjög mis vís andi og verði ekki skilin á annan hátt en þann að O viður kenni að hafa veitt rangar leiðbeiningar um hvar neyðar búnaður inn væri stað settur . 13 Stefn andi hafnar því alfarið að hafa fengið leið bein ingar um hvernig neyð ar bún aður hillu rekk anna virkaði, svo sem fram kemur í svari O . Hann kveðst aldrei hafa fengið ke nnslu um að skynj ari væri í slá fyrir ofan neyðar bún að inn sem hann þyrfti að ýta við til þess að stoppa rekkann. Stefn andi kveðst ekki hafa fengið neina kennslu um neyð ar búnað hillu rekkanna frá því að hann hóf störf og þar til slysið varð. Stefna ndi vísar til þess að í 7. gr. reglugerðar um notkun tækja nr. 367/2006 sé fjallað um upplýsingar til starfs manna. Í greininni segi að atvinnurekandi skuli meðal ann ars upp lýsa starfsmenn sína um notkunarskilyrði tækja, um óvenjulegar aðstæður sem séu f yrir sjáanlegar og þá reynslu sem hafi fengist við notkun hlut að eig andi tækja. Þá segi í 7. grein inni að enn fremur skuli atvinnu rekandi sjá til þess að skrif legar leið bein ingar, eftir því sem við á, liggi frammi á vinnu staðnum þar sem fram an gre indar upp lýs - ingar skuli koma fram. Samkvæmt svari O 7. maí 2013 við fyrirspurn stefnda voru ekki til skrif legar leið - bein ingar fyrir starfsmenn um notk unar skilyrði hillu rekk anna, sbr. 7. gr. reglu gerðar nr. 367/2006. Í 6. gr. reglugerðar um notk un tækja nr. 367/2006 sé einnig fjallað um tæki sem sérstök áhætta fylgir. Í ákvæðinu segi að þegar líkur séu á að notkun tækis hafi í för með sér sérstaka hættu fyrir öryggi og heilsu starfsmanna, skuli atvinnu rek andi gera nauðsynlegar ráðstafanir sem t ryggi annars vegar að notkun tækis sé ein ungis á hendi þeirra starfsmanna sem hafi verið falin notkun þess og hins vegar að við gerðir, breyt ingar, viðhald og umhirða tækis sé á hendi þeirra starfsmanna sem séu sér stak lega þjálfaðir til þeirra starfa. Stefnandi byggir á því að þeir starfsmenn sem önn uð ust við gerðir, breytingar, viðhald og umhirðu hafi ekki verið sérstaklega þjálf aðir til þeirra starfa. Samkvæmt svari O við spurningu stefnda um það hvort þeir starfs menn sem færu yfir hillurekkakerfi ð mánaðarlega hefðu fengið einhverja þjálfun til þeirra starfa, dags. 7. maí 2013, segir: Ö verkefnastjóri [...] , (leigusali okkar) sem sá um að setja upp kerfið kenndi starfsmönnum á kerfið við upphaf leigu tím ans 2009. Stefn andi telur af framangreindu svari O með öllu óljóst hvort starfs menn hafi hlotið full nægj andi þjálfun frá fagaðila. Stefnandi byggir því á að starfs - mennirnir hafi ekki fengið viðhlítandi þjálfun til þeirra starfa. Stefnandi bendir á að ljóst sé að hillurekkinn hafi ekki virkað sem skyldi, eins og mynd skeiðið sýni. Hann ítrekar að honum hafi hvorki verið kynntar sér stakar örygg is reglur vegna vinnu við hillurekkana í frystigeymslunni né hvernig varn ar bún aður hillu rekk anna virkaði. Verði fallist á að O hafi kynnt stefn - and a örygg is reglur og hvernig varnarbúnaðurinn virkaði verði að líta til þess að ekki hafi verið til neinar skrif legar leið beiningar og O viðurkenni beinlínis að hafa gefið rangar leið bein ingar um virkni öryggisbúnaðarins . Stefn andi ítrekar að lokum að það sé alger lega ósannað að þeir starfsmenn O sem sinntu við gerðum, breyt ingum, við haldi og umhirðu hafi verið sérstaklega þjálf aðir til þeirra starfa. Með vísan til alls framangreinds telur stefnandi sig hafa sýnt fram á sök O eða starfsfólks fyri rtækisins hvað varðar þau atvik sem leiddu til þess að hann lenti í slysi. Stefnandi hafnar því alfarið þeirri niðurstöðu Úrskurðarnefndar í vátrygg inga málum að ekki hafi verið sýnt fram á sök O eða starfs fólks þess. Tilkynningarskylda vanrækt Stefnandi byggir á því að samkvæmt 79. 81. gr. laga nr. 46/1980 hvíli sú for taks lausa skylda á vinnuveitanda að tilkynna slys til Vinnueftirlits ríkisins. Jafn framt segi í leið beiningum um vinnuvernd nr. 3/1992, sem bera yfirskriftina Skyldur og ábyrgð sam kvæmt lögum og reglum um vinnuvernd, útgefnum af Vinnueftirliti ríkis ins, að komi slys fyrir á vinnustað skuli atvinnurekandi eða fulltrúi hans tilkynna það lög reglu og Vinnueftirliti ríkisins símleiðis, svo fljótt sem verða megi. Alvarleg slys skul i til kynna strax. Þá skuli slys tilkynnt Vinnueftirlitinu ef þau valda fjarvist a.m.k. einn dag, auk slysdagsins. Í leiðbeiningunum sé einnig tekið fram að til kynn ing ar skylda atvinnu rekanda þjóni fyrirbyggjandi tilgangi. Sé hún vanrækt geti það bitna ð á atvinnu rekanda fyrir dómi. Stefnandi byggir á því að O hafi ekki tilkynnt slys hans strax, eins og fyrirtækinu bar og af þeim sökum hafi slysið ekki verið rannsakað á full nægj andi hátt. Stefnandi hafi leitað á slysadeild strax í kjölfar slyssins o g hætt vinnu sam dæg urs og verið óvinnufær í kjölfar þess. O hafi strax fengið upp lýs ingar um slysið, svo og að stefnandi væri á leið á slysadeild. Í fyrir liggj andi lög reglu skýrslu, dags. 15. maí 2012, segi: Hringt var í C , rekstr ar stjóra. Hann sa gði að það hafði verið haft samband við Vinnueftirlitið í gær en málið ekki talið þess eðlis að væri 14 rannsakað fyrr en í dag. Stefn andi byggir á því að O hafi, í það minnsta þegar lögreglan hafði samband, mátt vera ljóst hversu alvar legt málið væri en al lt að einu hafi O ekki tilkynnt Vinnu eftir lit inu form lega um slysið fyrr en 22. maí 2012 og starfsmenn þess komið þá þegar á staðinn, sbr. fyrir liggj andi umsögn Vinnu eftir lits ins, dags. 21. maí 2012. Stefnandi byggir á því að O hafi borið að til kynna Vinnueftirlitinu og lög reglu slysið strax, á full nægjandi hátt, til þess að hægt væri að rannsaka slys stað og leiða í ljós orsök slyssins og hvernig aðbúnaður hefði verið á vinnustaðnum. Sam kvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi slys stefnanda fyrst ve rið tilkynnt Vinnu eftir lit inu sjö dögum eftir að slysið varð. Stefnandi byggir á því að vegna vanrækslu O hafi Vinnu eftirlitið ekki getað sinnt skyldu sinni skv. 81. gr. laga nr. 46/1980 og hafið vett vangs könnun án ástæðulausrar tafar eftir að til ky nn ing barst stofn un inni og rannsakað orsakir slyssins á fullnægjandi hátt. Stefnandi byggir á því að vanræki vinnuveitandi að hlutast til um rannsókn á vinnu slysi leiði það til þess að hann sé látinn bera hallann af því ef upplýsingar skortir, sem æt la megi að unnt hefði verið að afla hefði lögmælt rannsókn farið fram. Þar af leið andi sé oft slakað á þeim kröfum sem séu gerðar til tjónþola um að sanna að tjóni hans sé valdið með saknæmri háttsemi. Dómaframkvæmd sýni að það hvíli strangar skyldur á vi nnu veit endum að sjá til þess að slys séu rannsökuð á viðunandi hátt. Þegar vinnu veit - andi hafi van rækt tilkynningarskyldu sína, og lögboðin rann sókn á til drögum slyss fari ekki fram, sé frásögn tjónþola um atvik vinnuslyss lögð til grund vallar. Stef n andi lítur svo á að þar eð slys hans hafi ekki verið tilkynnt Vinnu eftirlitinu strax, og af þeim sökum ekki verið rannsakað á fullnægjandi hátt, sé auð sýnt að vinnu veit andi hans, O , verði að bera hallann af skorti á upplýsingum um það hvernig aðstæðu r voru á vett vangi strax í kjölfar slyssins. Stefnandi byggir á því að unnt hefði verið að afla þeirra hefði lög mælt rannsókn farið fram þarna strax. Stefnandi bendir á að þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn 21. maí 2012 hafi sjö dagar verið liðnir frá því að slysið varð og því hafi sú rannsókn sem þá fór fram, eðli máls samkvæmt, lítið sönnunargildi. Starfsemin hafi ekki verið stöðvuð í kjölfar slyss ins og því megi telja nokkuð ljóst að búið hafi verið að hreyfa rekka F - B, 1101, þegar rann sóknin fór fram. Ekkert liggi fyrir um það hvort hillurekkarnir hafi verið lag aðir í milli tíð inni. Stefnandi byggir á því að þar eð ekki fór fram lögmælt rannsókn á tildrögum slyss ins strax, samdægurs eða í síðasta lagi 15. maí 2012, þegar lögreglan hafði sam b and við rekstrarstjóra O , verði að leggja frásögn stefnanda til grund vallar í mál inu, enda ekkert sem hafi gefið tilefni til þess að draga sann - leiksgildi hennar í efa. Þá liggi fyrir myndskeið af því hvernig slysið varð og það stað festi frá sögn stefn - anda. Þeir áverkar sem hann hlaut hafi verið staðfestir sam dæg urs þegar hann leitaði á slysa deild en hann hafi verið nær óvinnufær frá því að slysið varð. Stefnandi ítrekar að með lögum nr. 46/1980, og reglugerðum settum á grund velli þeirra, séu lagð ar ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda að tryggja öryggi starfs manna á vinnustað. Einnig sé kveðið á um þá fortakslausu skyldu vinnu veit anda að til kynna slys til Vinnueftirlits ríkisins. O hafi vanrækt að til kynna Vinnu eftir lit inu og lögreglu sly sið strax, þótt alvara málsins hafi verið eða mátt vera fyrirtækinu ljós, en stefnandi hætti strax vinnu og var óvinnufær. O hafi strax fengið vitneskju um slysið og jafnframt hafi lög reglan haft sam band dag inn eftir í kjöl far þess að stefn andi leitað i til hennar að eigin frum kvæði. Að öllu framangreindu virtu telur stefnandi auðsýnt að O verði að bera hall ann af því að ekki hafi verið leitt í ljós hvers vegna hillurekkinn virkaði ekki sem skyldi, þar eð fyrirtækið hafi brugðist þeirri lagalegu sky ldu sinni að tilkynna slysið á for svar an legan hátt og láta fara fram lögmælta rannsókn á tildrögum þess. Nánar um kröfu stefnanda Krafa stefnanda byggist á því að stefnda beri að greiða stefnanda fullar skaða bætur vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysinu. Orsök slyssins sé ófull nægj andi og/eða bilaður búnaður í rekka F - B, 1101, í frystigeymslu O . O hafi haft umræddan hillurekka til umráða og því beri stefndi skaðabótaábyrgð á tjóni því sem stefnandi hlaut í slys inu á grundvelli sak ar reglu nnar og reglunnar um vinnu veit anda ábyrgð. Stefnandi krefst fullra og óskertra bóta úr ábyrgðartryggingu O sem var í gildi hjá stefnda á slys degi. 15 Stefnandi byggir dómkröfu sína á matsgerð dómkvaddra matsmanna, dags. 14. apríl 2017. Dómkrafan sam ræmist kröfu sem var send stefnda 3. maí 2017 og sundur lið ist svo: Þjáningabætur skv. 3 gr. skbl. 14. maí 2012 til 25. ágúst 2014 1.541.050 kr. Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. 10.586.000 x 25% 2.646.500 kr. Varanleg örorka skv. 5. 8. gr. skbl. 6.190.576 x 12,15400 x 60% 45.144.156 kr. Greiðslur úr slysatryggingu SÍ og launþegatryggingu - 6.782.251 kr. Eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris (40%) - 11.991.547 kr. Samtals 30.557.908 kr. Bætur fyrir varanlega örorku séu reiknaðar á grundvelli tekna stefnanda á árunum 2009 (4.910.949 kr.), 2010 (4.524.634 kr.) og 2011 (3.458.871 kr.) í sam ræmi við 5. 7. gr. skaðabótalaga, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf var an legrar örorku miðast við, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna, eða 2 5. ágúst 2014. Útreikn ingur kröfu vegna varanlegrar örorku taki mið af margföldunarstuðli 6. gr. laganna. Til frádráttar, í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laganna, komi bóta greiðslur, ann ars vegar úr slysa tryggingu Sjúkra trygg inga Íslands, 7. febrúar 201 7, að fjárhæð 2.596.316 kr., og hins vegar úr slysa - trygg ingu laun þega O hjá stefnda, 28. septem ber 2016, að fjár hæð 4.185.935 kr., samtals 6.782.251 kr. Í samræmi við 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga komi til frádráttar 40% af ein greiðslu verðmæti bóta greiðslna frá lífeyrissjóði, 11.991.547 kr. Krafist sé 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skbl. af 4.187.550 kr. (þjáninga - og miska bótum) frá 14. maí 2012 til 25. ágúst 2014 og af 42.549.455 kr. frá þeim degi til 3. júní 2017, þ.e. þegar mánuður var liðinn fr á því að krafa stefnanda var send stefnda 3. maí 2017, en með dráttar vöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verð trygg ingu, frá þeim degi til greiðslu dags. Krafa um málskostnað Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjaf sókn ar mál, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefnandi sé ekki virðis auka skatts skyldur aðili. Þar sem lög mönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni sé stefn anda nauð synlegt að fá dó m fyrir þessum skatti úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi bendir á að stefnandi byggi kröfur sínar um skaðabætur á almennu skaða bótareglunni, sakarreglunni og reglunni um vinnuveitendaábyrgð. Það sé grund vall ar regla í íslenskum skaðabótarétti að sá sem hljóti tjón verði að sýna fram á að það verði rakið til saknæmrar og ólögmætrar hegðunar tjón valds eða athafna leysis hans. Þá beri vinnuveitandi ábyrgð á saknæmum og ólög mætum athöfnum starfsmanna sinna, sem valdi tjóni. Stefn di byggir kröfu sína um sýknu á því að stefnandi hafi ekki sannað að vinnu slysið sem stefnandi lenti í 14. maí 2012 verði rakið til saknæmrar og ólög mætrar hegðunar vinnuveitanda stefnanda, vátryggingartakans O , eða starfs manna sem fyrirtækið beri ábyrg ð á. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að tjón hans verði rakið til vanbúnaðar vinnu svæð is ins, mistaka starfsmanna vátryggingartaka, aðgæslu leysis þeirra eða annarra atriða sem vátryggingartaki kunni að bera skaðabótaábyrgð á. Samkvæmt tilkynningu O ti l Vinnueftirlitsins hafði stefnandi starfað hjá fyrir tækinu í nokkur ár fyrir slysið. Hann hafi því verið vanur starfsmaður sem þekkti vel til allra aðstæðna á vinnustaðnum. Orsök slyssins óútskýrð Stefndi áréttar að slysið verði rakið til þess að þega r stefnandi var við hlið lyft ara inni á gangi milli tveggja hillurekka hafi rekkakerfið farið af stað og fótur stefn anda hafi af þeim sökum orðið á milli 16 lyft ar ans og rekkans. Ástæða þess að rekka kerfið fór af stað án þess að skipun hafi verið gefin í stjórnborði sé óútskýrð. Slíkt hafi aldrei gerst áður og hafi aldrei gerst aftur. Stjórnborð og öryggisbúnaður, geislakerfið, hafi virkað full kom lega við skoðun Vinnu eftir litsins. Stefnandi haldi því fram að nauðsynlegt sé að hafa varnarbúnað eða ne yðar hnapp á kerfinu. Samkvæmt svörum vátryggingartaka við fyrirspurnum stefnda fylgi slíkur búnaður ekki frá söluaðila og sé ekki fáanlegur. Þessi bún aður hafi svo kall aða CE - merkingu. Hún gefi til kynna að fram leið andi eða dreif ing ar aðili merkts t ækis ábyrg ist að það uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heil brigði sem til skip anir ESB kveða á um. Saknæm van ræksla verði því ekki reist á því að kerfið hafi verið vanbúið að því leyti að það hafi ekki verið í sam ræmi við settar laga reglu r. Vátrygg ing ar taki hafi því, út frá því sjónar - miði, ekki haft til efni til þess að koma fyrir við bótarbúnaði við allt kerfið, eins og stefnandi haldi fram. Þvert á móti hafi hillu kerfið verið búið tilheyrandi neyðarbúnaði. Það sé niður staða ranns óknar Vinnueftirlitsins að engin tæknileg skýring hafi feng ist á því að rekkakerfið fór í gang á meðan stefnandi var staddur í gangi þess. Í svörum vátryggingartaka segi að starfsmenn hans yfirfari kerfið mán að ar lega. Í umsögn Vinnueftirlitsins undir f yrir sögn inni Fyrirmæli um úrbætur segi að stjórn borð og öryggisnemar skuli yfirfarin reglu lega, samkvæmt fyrir mælum fram leið - anda. Vinnu eftirlitið hafi ekki gefið nein fyrirmæli um upp setn ingu frekari örygg is bún aðar. Tilkynningarskyldu til Vin nueftirlitsins fullnægt Í lögregluskýrslu gerðri daginn eftir slysið segi að haft hafi verið sam band við Vinnu eftirlitið á slysdegi en það ekki séð ástæðu til að koma þann dag heldur ráðgert að rannsaka búnað og aðstæður daginn eftir slysið. Tilkynning ar skyldu til Vinnu eftir lits ins, samkvæmt 79. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustu hætti og öryggi á vinnu stöðum, hafi þar með verið fullnægt. Vinnueftirlitið hafi hins vegar ekki komið á vett vang fyrr en 21. maí. Stefndi bendir á að dag setn in gar í umsögn Vinnu eftir lits ins séu rangar. Þar segi að dagsetning til kynn ingar sé 21. maí en skrifleg tilkynning til Vinnu eftir litsins sé dags. 22. maí. Rann sókn eftir lits ins hafi því farið fram áður en skrif leg til kynn ing barst því, þ.e. á gr und velli sím tals frá vátryggingartaka daginn sem slysið varð. Hvorki vátrygg ing ar taki né stefndi geti borið ábyrgð á því að Vinnu eftir litið ákveði að sinna útkalli nokkru eftir tjóns atvik. Marg endurteknar fullyrðingar stefn anda um að stefndi hafi ekki hlut ast til um rann sókn Vinnueftirlitsins fyrr en sjö dögum eftir slysið og að meta eigi þá van rækslu til sakar séu beinlínis rangar og hald lausar. Stefndi vísar á bug þeim til hæfu lausu aðdrátt unum stefnanda að starfsmenn vátryggingartaka ku nni að hafa lagfært hillu rekkana áður en rannsókn Vinnu eftir lits ins fór fram. Það sé fjarstæða að ætla að sam starfs menn stefnanda hafi vilj andi reynt að stuðla að því að slys hans fengi ekki þá rann sókn sem lög kveði á um. Vátryggingartaki vann áh ættumat og ákvæðum laga nr. 46/1980 var fylgt í hvívetna Samkvæmt 65. gr. laga nr. 46/1980 beri atvinnurekandi ábyrgð á að gert sé sér stakt áhættumat þar sem metin sé áhætta í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfs manna og áhættuþátta í vinnu umhverfi. Með gerð áhættumats sé farið yfir allar þekktar áhættur og þær skilgreindar og hvernig skuli brugðist við þeim. Í umsögn Vinnu eftir litsins komi fram að áhættu mat sé til staðar fyrir starfsemi fyrirtækisins en ekki hafi verið gert ráð fyrir atb urði sem þessum. Hið sama komi fram í svörum vátrygg ing ar taka. Þar segi að enginn hafi áttað sig á slysahættunni af rekka kerf inu og því liggi ekki fyrir neitt áhættumat á því. Þess verði ekki krafist að metin sé áhætta á atvikum sem engum detti í hug að geti gerst. Vinnueftirlitið hafi ekki gert neinar athugasemdir við fyrirkomulag á vinnu stað num og starfsemi vátryggingartaka hafi verið í samræmi við reglur laga nr. 46/1980. Samkvæmt 13. gr. þeirra laga skuli atvinnurekandi tryggja að gætt sé fylls ta öryggis á vinnustað. Í 14. gr. laganna sé fjallað um upplýsingaskyldu atvinnurekanda gagn vart starfsmönnum. Fjallað sé um vinnustaði í IV. kafla laganna. Í 42. gr. komi fram sú megin regla að vinnu staður skuli þannig úr garði gerður að þar sé fyllsta öryggis gætt og góðs aðbún aðar og hollustuhátta. Stefndi haldi því fram að vátrygg ing ar takinn, O , hafi í hví vetna fylgt lögum og reglum og tryggt öryggi á vinnu staðnum eftir því sem hægt var og aðstæður leyfðu. Þar hafi engu verið áfátt. 17 Stefnandi vísi sérstaklega til 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006, um notkun tækja. Í 6. gr. hennar sé fjallað um tæki sem sérstök áhætta fylgir en þar segi að þegar líkur séu á að notkun tækis hafi í för með sér sér staka áhættu fyrir öryggi og heilsu starfs man na skuli atvinnurekandi gera nauð syn legar ráðstafanir sem tryggi annars vegar að notkun tækis sé einungis á hendi þeirra starfs manna sem hafi verið falin notkun þess og hins vegar að viðgerðir, breytingar, við hald og umhirða tækis sé á hendi þeirra sta rfsmanna sem séu sérstaklega þjálfaðir til þeirra starfa. Stefndi bendir á að stefnandi hafi starfað hjá vátryggingartaka um ára bil, hann hafi verið vanur starfs maður og þekkt mjög vel til allra aðstæðna. Hann hafi verið vanur að fara í frysti geymsl una og kunnað að meðhöndla þann stjórnbúnað sem til heyrði hillu rekk unum. Í 7. gr. reglugerðarinnar sé kveðið á um að atvinnurekandi skuli meðal annars upp lýsa starfsmenn sína um notkunarskilyrði tækja, óvenjulegar aðstæður sem séu fyr ir sjáanlegar og þ á reynslu sem hafi fengist af notkun hlutaðeigandi tækja. Enn fremur skuli atvinnurekandi sjá til þess að skriflegar leiðbeiningar, eftir því sem við á, liggi frammi á vinnustaðnum þar sem framangreindar upplýsingar skuli koma fram. Í því til viki sem sé h ér til úrlausnar hafi komið upp aðstæður sem hafi ekki verið fyrirsjáanlegar. Reynslan af notkun rekkakerfisins hafi verið góð og áfallalaus. Stefnandi haldi því hvorki fram að hann hafi ekki kunnað á stjórnborðið né að hann hafi ekki fengið við hlítandi þjálfun og kennslu í notkun þess. Stefndi hafni því alfarið að O hafi veitt stefn anda rangar leiðbeiningar um það hvar neyðarbúnaðurinn væri stað settur. Hvort stefn anda hafi verið sagt að skynjarinn væri í slánni en ekki undir skipti ekki máli í þessu til viki. Bæði stefnandi og lyftarinn hafi verið fyrir skynjaranum þegar slysið varð. Stefn andi geti ekki frekar en aðrir gert grein fyrir því hvað olli slysinu og hvers vegna örygg is búnaðurinn virkaði ekki. Álit úrskurðarnefndar í vátryggingamálum E ins og komið sé fram hafi stefndi hafnað bótaskyldu og hafi lög maður stefn anda borið synjunina undir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Það hafi verið niður staða nefnd ar innar að stefnandi ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu O hjá stefnda. Nefn din hafi talið að stefnandi hafi hvorki sýnt fram á vanbúnað í kerfinu eða ófullnægjandi aðstæður á vinnustað, né sýnt fram á, eða gert sennilegt, að þau tæki sem um ræðir hafi ekki uppfyllt allar öryggiskröfur. Þá hafi hann ekki sýnt fram á sök O eða star fsfólks fyrirtækisins hvað varðar þau atvik sem leiddu til þess að stefn andi varð fyrir því slysi sem hér ræðir um. Álit úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sé í samræmi við þær málsástæður sem stefndi byggi á. Með vísan til alls framangreinds beri að s ýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í þessu máli. Niðurstaða I Stefnandi hlaut varanlegt líkamstjón af því að fótur hans klemmdist þegar hann var við störf sín í frystigeymslu O vorið 2012. Hann telur sig eiga rétt til bóta úr ábyrgð ar tryggingu vinnuveitanda síns hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni. Eins og áður greinir kom Vinnueftirlitið á vettvang slyssins, 21. maí 2012, sjö dögum eftir það, og kvaðst ekki finna tæknilega skýringu á því af hverju slysið varð. Skrif leg tilkynning O til eftirl itsins er inn á ekki að færast saman og rekkinn á að stöðvast við Þótt Vinnueftirlitið hafi komist að þeirri fljótfærnislegu og ófull nægj andi niður stöðu að engin tækni leg skýri ng fyndist á því að rekka kerfið hefði farið af stað ganga báðir aðilar, stefn andi og stefndi, út frá því að tvennt hafi bilað, stjórn borðið og örygg is bún að urinn. Hvorugur gengur þó eftir því að komist sé að raun um hver sé ástæða bilan anna. Að ma ti dómsins hefur hins vegar hvorki verið sýnt fram á að það fyrra né það síð ara hafi bilað. Í textanum sem hér fer á eftir verður fyrst fjallað um það hvers vegna dóm ur inn telur geisla vörnina ekki hafa bilað heldur hafi hún verið ófullnægjandi öryggi s bún aður miðað við það hvernig rekkarnir voru notaðir, því næst af hverju ekki hefur verið sannað að stjórn bún að ur inn hafi bilað, síðan um forsendur áreiðanleika CE - merk ingar og að lokum um athafna leysi O . 18 II Framlagt myndskeið sýnir innsta hlut a frystigeymslunnar. Á því sést stefnandi ýta á takka stjórnborðsins á enda rekkans og rekkastæðuna færast til hægri þannig að gang ur inn sem hann þurfti að komast inn í opnaðist. Hann sest upp á lyftarann og ekur inn ganginn. Á 20. sekúndu myndskeiðsins fer rekkastæðan að færast til vinstri og fjórum sekúndum síðar stöðv ast hún. Stefnandi hafði því nánast ekkert ráðrúm til að bregð ast við eða forða sér. Samkvæmt framburði stefnanda fyrir dómi lagði hann lyftaranum samsíða hillu rekkanum. Fóturinn sem klemmdist var því samsíða bæði lyftar anum og hillu rekk anum. Ristin vísaði því ekki inn undir neðstu hillu rekkans, eins og hún hefði þurft að gera hefði hún átt að rjúfa geislann. Dómurinn telur því að rekkinn hafi stöðv ast við það að annað hvort hafi þungi rekkans ekki getað kramið fótinn frekar, sem er þó ólík legt, eða að þegar hillan hafði lagst nógu þétt upp að fæti stefnanda hafi skórinn á fæt inum, fyrir neðan hillubrún, náð að rjúfa geislann og færslan hafi stöðvast af þeim sökum, sem dóm ur inn telur líklegra. Eftir að stefnandi krafði stefnda um afstöðu hans til bótaskyldu í janúar 2013 leitaði stefndi eftir upplýsingum frá O . Samkvæmt upplýsingum frá fyrir tæk inu 7. maí 2013 reiddu starfsmenn fyrir tæk is ins sig alfarið á þær upplýsingar sem full trúi leigusala veitti þeim um búnaðinn. Þeir öfluðu sér hvorki upplýsinga hjá inn flytj anda rekkans né spænska fram leið and anum. D , birgðastjóri O , bar fyrir dómi að þetta rekkakerfi hentaði best til að vinna í því á lyftara, þar væru vörur geymdar á brettum þannig að heilum vöru brettum væri stungið inn í rekkana og þau tekin heil út aftur. Við vinnu sína hafi starfs menn O hins vegar tekið staka kassa, einn í einu eða eftir þörfum, af vöru brett unum sem voru í hillurekkunum. Til þess að koma vörunum sem hraðast út til verslana hafi þeir oft þurft að vinna á tveimur göngum í frystigeymslunni samtímis. Þá hafi verið vaninn að stöðva færslu bretta stæðunnar með því að ýta á öryggishnappinn og mynda þannig hálfa venju lega opnun á tveimur stö ðum í stæðunni. Þá hafi lyftarinn ekki komist inn á gang ana. D mundi ekki eftir því að sérstaklega hefði verið farið eftir leið bein ingum fram leið anda. Stjórnborðið hafi verið einfalt og það hafi bara átt að ýta á takka og þá hafi öll stæðan átt að f ærast út í enda. Þeir hafi hins vegar verið með plast sem þeir flettu utan af vöru brett unum og alls konar rusl og því hafi rekkarnir hugsanlega ekki virkað eins og þeir hefðu gert ef ekki hefði verið annar umgangur en með lyft ar anum. Löggjöf um vélb únað og notkun hans er tvískipt, þ.e. annars vegar reglugerð nr. 1005/2009, um vélar og tæknilegan búnað, og hins vegar reglugerð nr. 367/2006, um notkun tækja. Samkvæmt reglugerð nr. 1005/2009 og samkvæmt lögum nr. 46/1980, einkum 29., 31. og 37 gr., hefð i leigusalinn átt að láta taka vél bún aðinn og notkun hans út sér stak lega áður en leigu mál O hófst. Samkvæmt 10 gr. reglu gerðar nr. 367/2006 hefðu O , sem leigutaki, átt að láta taka öryggi búnaðarins út sér stak lega áður en leigu málið hófst. Enn fre mur bar O , sem atvinnurekanda, að vinna áhættu mat fyrir vinn una í frystirýminu skv. reglugerð nr. 920/2006, um skipu lag og framkvæmd vinnu vernd ar starfs á vinnustöðum. Stefndi hefur ekki lagt fram nein gögn um að þessar úttektir og áhættumat hafi fari ð fram. Í reglugerð nr. 1005/2009, um vélar og tæknilegan búnað, er fjallað allítar lega um grunnkröfur sem framleiðendum véla er skylt að uppfylla. Í 18. gr. segir að með reglu gerðinni sé leidd í íslensk lög evrópsk til skipun nr. 2006/42/EB, um vélar búnað. Fyrir mælin í reglugerðinni endur spegla því þær kröfur sem eru gerðar til framleiðenda véla á öllu Evrópska efna hags svæð inu, þar með talið Spáni, þar sem þessi vél er fram leidd. Samkvæmt grein 1.7.4 í I. viðauka með reglugerðinni skulu öllum vélum, þegar þær eru settar á markað og/eða teknar í notkun hér á landi, fylgja leiðbeiningar á íslensku. Í grein 1.7.4 og undir greinum er ítarlega fjallað um leiðbeiningar sem fylgja skulu vélum. Í leið bein ing unum á meðal annars að upplýsa 19 um hættur s em ekki tókst að eyða við hönnun og smíði búnaðar svo og hvernig skuli staðið að verki til þess að vinnan geti orðið sem örugg ust. Í grein 1.7.4.2 í I. viðauka er í 22 stafliðum tilgreint hvaða upplýsingar skuli að lág marki vera í öllum leiðbeiningahan dbókum. Meðal annars á samkvæmt g - lið að vera lýsing á fyrir hugaðri notkun vélarinnar og h - lið viðvaranir sem byggja á fenginni reynslu um það hvernig ekki skuli nota vélina. Vélbúnaðurinn sem er hér til umfjöllunar er stór og flókinn. Rík skylda hvílir á þeim sem setur búnaðinn upp og þeim sem notar hann að fylgja nákvæmlega forskrift fram leið anda um uppsetningu bún - aðarins. Gildi CE - merk ing ar innar er háð því að þetta sé gert. Miðað við þær lagaskyldur sem hvíla á fram - leiðendum véla hlýtur, í fyrir mælum framleiðandans, að hafa verið forskrifuð vönduð úttekt áður en nýr not andi tæki búnaðinn í notkun. Stefndi hefur ekki lagt neitt fram sem sýnir að slík úttekt hafi farið fram áður en O tóku búnaðinn í notkun. Meðal gagna málsins eru ekki neinar u pplýsingar frá framleiðanda rekka kerf is ins. Ekkert liggur fyrir um það hvernig hann lýsti notkun þess í þeim bækl ingum sem honum var skylt að láta fylgja búnaðinum né heldur hvort hann var aði þar við til tek inni notkun þess. Því er ekki vitað hvort f ramleiðandinn hugsaði stöðv un ar bún aðinn út frá því að ein ungis lyftarar væru not aðir til þess að ferja vörur inn og út úr bretta hill unum, hvort gert væri ráð fyrir að starfs menn stæðu á göngunum milli þeirra og tíndu kassa af vöru brettunum eins o g starfs menn O gerðu eða jafn vel hvort ætlast væri til að frek ari ljósnemavarnir yrðu settar upp eða aðrar örygg is ráð stafanir yrðu gerðar á upp setn ingar stað. Ljóst er að ljósnemavörnin á rekkunum, mjór ljósgeisli, skynjar ein ungis hreyf ingu á mjög afmörk uðu svæði sem er neðan við neðstu hillu rekkans. Geislinn nemur ekkert sem er á gang inum milli rekkanna, hvorki hreyf ing ar lausan hlut eins og lyft ara né hreyf ingu. Það sem hann skynjar þarf að vera alveg uppi við hilluna. Það er óumdeilt að fyrir frystiklefann var ekki til áhættumat starfa. Það átti þó að hafa verið unnið, sbr. XI. kafla laga nr. 46/1980, reglugerð nr. 920/2006, um skipu lag og fram kvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, og staðla, svo sem ÍST EN 15635:2008 Steel static storage systems. Í 9. kafla staðalsins er mælt fyrir um skyldur not við þau vinna. Meðal annars á eigandi vöruhúss að tilnefna ábyrgðarmann sem ber ábyrgð á því að lager - hillu kerfi og vinna á lagerum sé örugg. Við aðalmeðferð kom fram að eftir þennan atburð breyttu starfsmennirnir fram kvæmd inni þannig að þeir slógu rafmagnið af áður en þeir fóru inn á gangana. Hefði áhættumat fyrir rekkakerfið verið unnið hefð i verið leitt í ljós hvort starfs mennirnir þekktu stöðvunarbúnaðinn. Samkvæmt framlögðum gögnum töldu sumir að sparka ætti í hillurekkann til að stöðva hann en öðrum var sagt að skynjarinn væri á öðrum stað en þar sem hann er. Stefnandi bar að honum hefði einvörðungu verið bent á að stöðva mætti rekk ana með því að ýta á öryggishnappinn sem var í stjórn borði á enda hvers rekka. Önnur örygg is atriði hafi honum ekki verið kennd. Með áhættumati á rekkakerfinu hefði einnig verið leitt í ljós að vörnin í ör ygg is geisl anum er alls ófull nægjandi þegar unnið er í rekkunum á þann hátt sem ætlast var til að starfs menn O ynnu. Á meðan eingöngu eru fluttar heilar stæður á vörubrettum (pallettum) í og úr hillum rekkanna þarf starfs maðurinn aldrei að stíga af lyftaranum og er því ætíð var inn af honum, enn frekar ef það er hús á lyftaranum. Þegar er unnið eins og þarna var gert, plastinu er flett af stæðunum og einn og einn kassi er tekinn úr þeim til þess að afhenda í verslanir, þurfa starfsmennirnir að stíga af lyftaranum og standa þá óvarðir á milli nokkurra mannhæðahárra rekka, sem eru allt að 36 metrar á breidd á þessum upp setn ing ar - stað. Þegar starfs maður inn til dæmis snýr baki í stæðuna sem fer af stað er ekk ert sem gefur honum hætt una til kynna, h vorki hljóð merki né blikk andi ljós. Dómurinn telur því að O hafi ekki uppfyllt skyldu sína samkvæmt 14. gr. laga nr. 46/1980 þar sem segir að atvinnurekandi skuli gera starfsmönnum sínum ljósa slysa - og sjúkdómshættu, sem kunni að vera bundin við starf þeirra. Samkvæmt ákvæð inu skal hann enn fremur sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að fram kvæma störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. 20 Dómurinn telur jafnframt að hefði fyrirtækið uppfyllt skyldu sína samkvæmt þessu ákvæði hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið með fyrirbyggjandi verk lags reglum, t.d. svipuðum þeim sem teknar voru upp í kjölfar slyssins. Stefndi vísar til þess að starfsmenn O hafi ekki séð fyrir að hætta gæti stafað af rekkakerfinu. Dómurinn telur þau rök einkum sýna að fyrirtækið hafi ekki rækt hlutverk sitt samkvæmt lögum nr. 46/2008 af þeirri árvekni sem lögin gera ráð fyrir, sbr. 65. gr., 65. gr. a, 66. gr. og 66. gr. a í lögunum. Að mati dómsins er augljós hætta af svo stórum og þungum búnað i. Auk þess á með áhættumatinu að greina þá áhættu sem getur verið til staðar í fyrirtæki, sbr. 2. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 920/2006. Dómurinn telur að áhættu mat hefði einmitt sýnt hversu hættu legur þessi hreyfanlegi búnaður er í reynd. Fyrirtækinu, notanda búnaðarins, nægir ekki vísa til þess að frekari öryggis bún aður hafi ekki fylgt eða að það viti ekki betur en að hann fáist ekki. Slysið sýnir að varn irnar voru ónógar. Þannig á vinnustaður ekki að vera úr garði gerður, sbr. 42. gr. laga nr. 46/ 2008. III Vitnið D bar að fjarstýring til þess að senda rekkastæðunum skipun hefði verið til en starfsmenn hefðu ekki notað hana. Hann taldi að hún hefði verið geymd í lyft ar anum. Ekkert liggur fyrir um það hvar fjarstýringin var þennan dag. Hug bún aðurinn sem stýrir færslum rekkanna fram og til baka ætti að skrá öll boð sem stýribúnaðinum eru send. Tæknifólk O hefði átt að afrita slíka ferilskrá (skip ana skrá/log - skrá) til þess að komast mætti að því hvort stýribúnaðurinn hefði til dæmis fengið boð úr fjar stýr ing unni og farið af þeim sökum af stað. Það var ekki gert. Burt séð frá þessari skrá yfir þær skipanir sem stýri bún að inum hafa verið gefnar verður ekki útilokað að rekkinn hafi farið af stað vegna þess að stýribúnaðurinn hafi fengið boð f rá fjarstýringunni eða hugsanlega frá annarri fjar stýr ingu eða búnaði í hús inu á sama tíðnisviði. Dómurinn telur því ekki unnt að fullyrða að stjórnbúnaðurinn hafi verið bilaður. IV Stefndi vísar til þess að tækið hafi verið CE - merkt. Slík merking ge fi til kynna að fram leið andi eða dreif ing ar aðili merkts tækis ábyrgist að það uppfylli þær grunn kröfur um öryggi og almennt heil brigði sem til skipanir ESB kveða á um. Þótt merk ingin sé góð vís bend ing um það að búnaður uppfylli skilyrði leysir hún notandann ekki undan því að tryggja að CE - merking búnaðarins haldi gildi sínu þrátt fyrir stöð uga notkun. Eins og fram er komið þarf búnaðurinn í fyrsta lagi að vera settur upp í sam ræmi við for skrift fram leið and ans. Jafn framt hefði að réttu lag i átt að fara fram sérstök úttekt á búnaðinum þegar O tóku hann í notkun, sbr. 29. gr. laga nr. 46/1980. Fram leið and inn þekkir ekki notkunarskilyrði á notkunarstað. Þar geta því verið ein hverjir þættir sem valda því að ekki má reiða sig alfarið á gildi CE - merk ing ar innar. Í öðru lagi þurfa slík tæki, eins og önnur, rétt við hald. Reglur um CE - merk ingar eru jafnframt þannig að noti menn vélarnar ekki eins og fram leið and inn ætlast til geta menn síður reitt sig á gildi merkingarinnar. Vitnið D bar að til þess að flýta fyrir sér hafi starfsmennirnir ýtt á neyðar hnapp inn þegar rekka kerfið var í miðri færslu. Þá hafi tveir gangar verið opnir til hálfs sam tímis og hægt að tína vörur úr hillum beggja. Þessi vinnubrögð eru óheimil, sbr. grein 4.1.1.2 í staðli IST EN 13850:2008, (Öryggi véla Neyðarstöðvunarbúnaður Meginreglur um hönnun) og grein 3.40 í staðli IST EN 12100:2010, (Öryggi véla - Almennar grunnreglur um hönnun, áhættumat og áhættu minnkun). Neyð ar stöðv un ar búnaði er ein - göngu ætlað að hindra eða draga úr hættu á slysi eða tjóni, og hefur það væntan lega komið fram í gögnum frá fram leið and anum. Það eitt að búnaður sé CE - merktur getur ekki leyst notanda búnaðar undan ábyrgð á tjóni sem hlýst af búnaðinum. V 21 Eins og komið er fr am er eiginleg orsök slyssins, hvað olli því að rekkastæðan rann af stað, óútskýrð. Þótt enginn hafi gert ráð fyrir slíkum atburði þýðir það ekki að menn geti varpað af sér ábyrgð þegar hann gerist. Á honum verður að leita skýringa því með öðru móti verður ekki komið í veg fyrir að hann gerist aftur af sömu orsökum. Við aðalmeðferð kom fram að starfsmennirnir hafi lagt mikla áherslu á að koma vörunum sem hraðast í verslanirnar. Það var því afar óæskilegt fyrir þá þjónustu sem O veita að geta ekki sótt vöru r í frysti geymsluna á meðan Vinnueftirlitið dró að koma á staðinn. Að mati dómsins er það hins vegar grafalvarlegt atvik þegar þungt tæki sem þetta, sem á ekki að hreyfast nema gefin sé skipun um það, fer af stað án nokk urrar skýr ingar. Þar með er staðreynt að búnaðurinn sem átti, að því er menn töldu, ekki að hreyf ast nema einhver ýtti á takka, er stórhættulegur slysavaldur. Hann er það jafnvel þótt menn hafi í fyrstu talið að tjón stefnanda yrði ekki varanlegt. Fyrir - svars menn O , sem bera ábyrgð á því að starfmönnum þeirra stafi ekki hætta af þeim bún aði sem þeir vinna við, hlutu að leita skýringa á þessu hjá inn flytj anda tækjanna og ef með þurfti bar honum að leita skýringa hjá framleiðandanum. Þegar Vinnueftirlitið krefst þess, eða þegar aðstæður gefa tilefni til , skal inn flytj andi eða framleiðandi láta gera rannsóknir, athug anir, mælingar, þrýstiraunir og aðrar þær kannanir sem nauðsynlegar eru til þess að ganga úr skugga um að við kom andi búnaður standist þær kröfur, sem gerðar eru v arð andi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi, sbr. 4. mgr. 29. gr. laga nr. 46/1980. Þetta atvik veitti stjórnendum O fyllilega nægilegt tilefni til að láta inn flytj andann taka út stjórnbúnað rekkakerfisins til þess að komast að því hvað hefði farið þar ú rskeiðis. O gátu ekki heldur látið sér það í léttu rúmi liggja að Vinnu eftirlitið kom ekki dag inn eftir slys dag og ekki heldur næsta dag. Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. máttu O ekki hrófla við aðstæðum á slysstað fyrr en starfs maður Vinnu eftir lits ins kæ mi á vett vang og bar fyrirtækinu að leggja allt kapp á að fá hann til að rann saka hillu rekkana, stjórn búnað þeirra og vett vanginn sem allra fyrst. Að mati dómsins er það jafnframt fljótfærnisleg niður staða hjá Vinnu eftir lit inu að ljúka rannsókn sinni með því að segja að ekki finn ist neinar tæknilegar skýr ingar á því að rekkarnir fóru af stað, enda er það hlut verk eftir lits ins að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig, sbr. 1. mgr. 81. gr. laga nr. 46/1980. Eftirlitið sætti sig reyndar við að afla upplýsinga um búnaðinn frá starfsmanni O og byggja á lýsingum hans en krafðist þess ekki að fá þær upplýsingar frá fram leiðanda sem eiga að fylgja búnaðinum. Þá hefði komið í ljós að einnig mátti gefa stýri búnaðinum skipun með fjarstýringu. Það kynni að hafa haft áhrif á niðurstöðu Vinnu eftir litsins hefði það krafist þess af O að fá að sjá þau gögn sem fram leið and inn lét fylgja rekkakerfinu. Dómurinn telur að ábyrgðin á því að ekki liggur fyrir af hverju rekka stæðan fór af stað, þegar hú n átti að vera kyrrstæð, hvíli á O . Það verður því metið O til sakar að hafa ekki gert gangskör að því að leiða það í ljós, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. 151/2017. Komið er fram að áhættumat hafði ekki verið unnið fyrir rekkastæðuna eins og þó b ar að gera. Dóm ur inn telur að hefði slíkt mat verið unnið hefði komið í ljós að geisla vörnin var alls ófullnægjandi sem varúðar ráð stöfun miðað við það hvernig O notuðu rekka kerfið. Þar eð áhættumatið vantaði var vinnu - umhverfi starfs mann anna ekki ö ruggt . Það er því niðurstaðan að ábyrgðin á tjóni stefnanda hvíli á O . Af þeim sökum ber stefnda að greiða stefnanda bætur úr ábyrgðartryggingu sem O keyptu hjá stefnda. Málsaðila greinir ekki á um fjárhæð bótakröfunnar. Þar eð dómurinn hefur fallist á kröfur stefnanda verður, með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að dæma stefnda til þess að greiða honum máls kostnað. Þegar litið er til umfangs málsins þykir mál flutn ings þóknun, að teknu til liti til virðis auka skatts, hæfilega ákveðin 2.0 00. 000 króna. Stefnanda var, með bréfi innanríkisráðuneytisins 18. október 2016, veitt gjaf sókn til þess að reka þetta mál fyrir héraðsdómi. Af þeim sökum verður stefndi dæmdur til þess að greiða ofangreinda fjárhæð 22 í ríkissjóð. Gjaf sóknarkostnaður ste fn anda, þar með talin málflutnings þóknun lögmanns hans, greið ist úr ríkissjóði. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari og meðdómsmennirnir Árni Jósteinsson vinnu - verndarsérfræðingur og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveða upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Stefndi, Trygginga mið stöðin hf., greiði stefnanda, A , 30.557.908 kr. með 4,5% vöxtum, samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 4.187.550 kr. frá 14. maí 2012 til 25. ágúst 2014 og af 30.557.908 kr. frá þeim degi til 3. júní 2017, en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 2.000.000 króna í málskostnað, sem renni í ríkissjóð. Málskostnaður stefnanda, 2.000.000 króna, se m er mál flutn ings þóknun lög manns hans, Ásmundar Jónssonar lögmanns, greið ist úr ríkissjóði.