LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 706/2019 : Borgun hf. ( Stefán A . Svensson lögmaður ) gegn Sigurði Guðmundssyni ( Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður) Lykilorð Laun. Samningur. Fjármálafyrirtæki. Útdráttur S var starfsmaður hjá B hf. og átti rétt á árangurstengdri þóknun fyrir árið 2014 samkvæmt samningi aðila um árangurstengingar sem tóku mið af kaupaukakerfi B hf. Í lok þess árs fékk S greidd 60% af umsömdum kaupauka en greiðslu 40% fjárhæðarinnar var frestað í þrjú ár. Sá hluti kaup aukans var hins vegar ekki inntur af hendi í árslok 2017 og höfðaði S mál á hendur B hf. til greiðslu hans. Deildu aðilar um það hvort B hf. hefði verið heimilt á grundvelli samnings aðila og reglna sinna um kaupaukakerfi að afturkalla þann hluta kaupauka S sem hafði verið frestað að greiða. Í dómi Landsréttar var lagt til grundvallar að með orðalagi endurkröfuákvæðis samnings aðila væri skírskotað til mælanlegra árangursviðmiða sem tiltekin væru í samningnum og hvíldi á B hf. að færa sönnur á að umsömdum á rangursviðmiðum hefði að betur athuguðu máli ekki verið náð. Taldi Landsréttur að B hf. hefði hvorki fært viðhlítandi rök fyrir því að tilskilinni frammistöðu S og þess sviðs sem hann veitti forstöðu hefði ekki verið náð né að B hf. hefði fært nægjanleg rö k fyrir því að staða hans hefði versnað verulega þótt hagnaður hans hefði dregist saman. Krafa S var því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ásmundur Helgason og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 24. október 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2019 í málinu nr. E - 4187/2018 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik og ágreiningur aðila 4 Áfrýjandi er fjármálafyrirtæki sem starfar á sviði greiðslumiðlunar. Fyrirtækið mun hafa sérhæft sig í færsluhirðingu fyrir seljen dur og þjónustu við útgefendur greiðslukorta. Stefndi var starfsmaður áfrýjanda uns hann lét af störfum 8. ágúst 2017. Síðast mun hann hafa gegnt starfi forstöðumanns alþjóðasviðs stefnda. 5 Stjórn áfrýjanda samþykkti 28. nóvember 2013 reglur um kaupaukakerfi. Þær tóku mið af þágildandi reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja nr. 700/2011. Samkvæmt grein 1.1 í reglum stjórnarinnar var heimilt að semja um kaupauka í ráðningarsamningi við starfsmenn. Skyldi kaupauki háður því að afkoma félagsins og þeirrar viðskiptaeiningar þar sem starfsmaður starfaði væri samkvæmt samþykktri áætlun stjórnar áfrýjanda og að starfsmaður hefði náð skilgreindum markmiðum sem sett hefðu verið fram skriflega og samþykkt af næsta yfirmanni. Þar var sérstaklega áskilið að markmiðin skyldu vera mælanleg. Í næstu greinum var nánar fjallað um kaupaukann. Þar sagði í grein 1.3 að þegar kaupauki næmi meira en 10% af árslaunum viðkomandi skyldi fresta greiðslu á 40% af heildarkaupauka í þrjú ár og um það v ísað til fyrrgreindra reglna nr. 700/2011. Í grein 1.5 var kveðið á um að í samningum um kaupauka skyldi tryggt að heimilt væri að endurkrefja starfsmann um útgreiddan kaupauka ef í ljós kæmi að árangur hans hefði að verulegu leyti vikið frá markmiðum sem sett hefðu verið. Einnig skyldi tryggður réttur áfrýjanda til að afturkalla þegar ákveðinn kaupauka, sem ekki hefði verið greiddur út, ef í ljós kæmi að staða fyrirtækisins hefði versnað verulega eða útlit væri fyrir að það myndi gerast. Samkvæmt grein 1.7 í framangreindum reglum var loks mælt fyrir um hvenær óheimilt væri að greiða út kaupauka. Átti það við þegar starfsmaður hefði í störfum sínum brotið gegn lögum eða reglum, sem um starfsemina giltu, eða gegn innri reglum eða ferlum félagsins. Þá sagði þa r að einnig væri heimilt að fella niður kaupaukagreiðslu ef sannað þætti að starfsmaður hefði vísvitandi byggt markmið sín á fölskum forsendum, farið leynt með áhættu í rekstri eða að forsendur samnings um kaupauka væru með einhverjum öðrum hætti brostnar. 6 Áfrýjandi gerði samning við stefnda 3. janúar 2014 sem ber yfirskriftina árangurstengda þóknun í samræmi við nánar tilgreind markmið sem þar eru sett fram í fimm töluliðum. Markmið samkvæmt fyrstu þremur töluliðunum lúta að tölulegum viðmiðunum í heildarveltu og - framlegð alþjóðasviðs á árinu 2014. Tryggðu þau stefnda árangurstengda þóknun, sem nam tilteknu hlutfalli af mánaðarlaunum, ef þeim væri náð. Í 4. tölulið var stefn da tryggð frekari þóknun tækist að ná því markmiði að áfrýjandi þurfi að taka á sig vegn a viðskipta alþjóðadeildar umfram 220.000 bandaríkjadollara. 3 7 Í framangreindum samningi 3. janúar 2014 kemur fram að við greiðslu árangurstengdrar þóknunar sé tekið mið af kaupaukakerfi áfrýjanda sem reist sé á fyrrgreindum reglum nr. 700/2011. Þar er því n æst að finna kafla sem ber heitið Þrátt fyrir ofangreint verða kaupaukar ekki veittir eða aðeins veittir að litlu leyti ef ein eða fleiri af eftirtöldum aðstæðum skapast: 1. Þegar tilskilin frammistaða viðkomand i starfsmanns næst ekki. 2. Þegar tilskilin frammistaða viðkomandi viðskiptaeiningar eða deildar innan fyrirtækisins næst ekki. 3. Þegar tilskilin frammistaða fyrirtækisins næst ekki, t.d. þegar fyrirtækið uppfyllir ekki kröfur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárg runn á grundvelli 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki. 4. Þegar starfsmaður fylgir ekki reglum eða innri ferlum fyrirtækisins eða virðir ekki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli í störfum sínum. Borgun er heimilt að afturkalla þegar ákveðinn kaupauka sem ekki hefur ve rið greiddur út þegar ein eða fleiri af aðstæðum 1. til 4. tl. 1. mgr. skapast. ... Kaupauki, sem hefur verið ákveðinn en ekki greiddur vegna frestunar, sbr. 6. gr., verður ekki greiddur þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi kemur ef staða Borgunar hefur vers nað verulega eða útlit er fyrir að staða Borgunar muni versna verulega. Gjalddagi árangurstengdrar þóknunar samkvæmt samningnum var 30. desember 2014. Samningurinn var undirritaður af stefnda og forstjóra áfrýjanda fyrir hönd félagsins. 8 Í málinu liggja fy rir hliðstæðir samningar sem gerðir voru við stefnda um árangurstengda þóknun vegna áranna 2015 og 2016. Þar eru sett markmið að einhverju leyti önnur en í samningnum frá 2014. Endurkröfuákvæði þeirra eru aftur á móti samhljóða þeim samningi. 9 Enginn ágrein ingur er um að hagnaðarmarkmiðum framangreinds samnings 3. janúar 2014 var náð á því ári. Í árslok mun stefndi því hafa fengið greidd 60% af umsömdum kaupauka en greiðslu 40% fjárhæðarinnar var frestað í þrjú ár í samræmi við framangreindar reglur stjórnar áfrýjanda um kaupaukakerfi. Sá hluti kaupaukans sem var frestað var hins vegar ekki inntur af hendi í árslok 2017 þegar tímabilinu lauk. 10 Í maí 2016 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá áfrýjanda, sbr. þágildandi lög nr. 64/2006 um það efni. Beindist athugunin að færsluhirðingu áfrýjanda erlendis en sú starfsemi fellur undir alþjóðasvið sem stefndi veitti forstöðu. Áfrýjanda bárust drög að skýrslu um niðurstöðu athugunarinnar 16. desember 2016. Þar voru ýmsar athugasemdir gerðar 4 við framkvæmd könnunar áfrýjanda á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína erlendis áður en samningssambandi við þá var komið á, sbr. 5. gr. laga nr. 64/2006. Áfrýjandi kom á framfæri skriflegum sjónarmiðum sínum í tilefni af athugasemdum Fjármálaeftirlitsins með bréfi 16. janúar 2017. Þar kom fram það álit áfrýjanda að starfsemi hans væri í öllum meginatriðum í samræmi við áskilnað laga nr. 64/2006 og var það rökstutt með ítarlegum hætti. Stefndi ritaði undir athugasemdirna r fyrir hönd áfrýjanda ásamt yfirlögfræðingi fyrirtækisins. 11 Fjármálaeftirlitið birti endanlega niðurstöðu framangreindrar athugunar 24. febrúar 2017. Þar kemur fram að í úrtaki, sem taldi 16 viðskiptamenn alþjóðasviðs, hafi könnun á áreiðanleika upplýsinga um þá ekki verið viðhlítandi í 13 tilvikum. Beindi Fjármálaeftirlitið þeim fyrirmælum til áfrýjanda að binda án tafar enda á viðskipti við þessa viðskiptamenn. Enn fremur voru gerðar athugasemdir við að í tilvikum fimm viðskiptamanna hefði áfrýjandi ekki greitt fyrstu greiðslu á grundvelli samninga um færsluhirðingu inn á reikning viðskiptamannsins í samræmi við 10. gr. laga nr. 64/2006. Gerðar voru ýmsar fleiri athugasemdir við það hvernig áfrýjandi stóð að því að fullnægja kröfum laganna. Auk framangrein drar kröfu um uppsögn samninga við þá viðskiptamenn sem féllu undir úrtakið var þess krafist að áfrýjandi færi yfir framkvæmd áreiðanleikakannana vegna annarra erlendra viðskiptamanna. Gæti áfrýjandi ekki fullnægt skilyrðum 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 64 /2006 vegna þeirra var lagt fyrir félagið að binda enda á viðskiptin án tafar. Fyrir Landsrétti hafa verið lögð fram gögn frá áfrýjanda sem gefa til kynna að samningum við rúmlega 140 viðskiptamenn alþjóðasviðs hafi verið sagt upp í tilefni af þessum athug asemdum. 12 Með bréfi áfrýjanda 9. mars 2018 var stefnda tilkynnt að stjórn áfrýjanda hefði ákveðið að afturkalla ógreiddan kaupauka vegna áranna 2014, 2015 og 2016 með gjalddaga 31. desember árin 2017, 2018 og 2019. Um rök fyrir þeirri ákvörðun var vísað til alþjóðasviðs. Lögmaður stefnda mótmælti afturkölluninni með bréfi 11. apríl 2018 og krafðist þess að kaupauki vegna ársins 2014, sem hafði verið á gjalddaga í árslok 2017, yrði greidd ur þegar í stað með dráttarvöxtum. Þeirri umleitan var hafnað með bréfi lögmanns áfrýjanda 11. maí 2018. Þar var vísað til framangreindrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 24. febrúar 2017 sem stefnda væri kunnugt um. Þá lægi fyrir að ákvörðunin og eftirkös t hennar hefðu haft neikvæð áhrif á stöðu áfrýjanda og væri það mat fyrirtækisins að hún hefði versnað verulega frá því sem áður var. Með vísan til þessara atriða hafi áfrýjandi talið sér heimilt og raunar skylt að afturkalla kaupaukann. Gæti engu breytt u m það þótt stefndi hefði unnið störf sín af eljusemi og í góðri trú. 13 Stefndi höfðaði 5. desember 2018 mál gegn áfrýjanda til greiðslu eftirstöðva kaupaukans frá 2014 að fjárhæð 1.599.994 krónur. Héraðsdómur féllst á greiðsluskyldu áfrýjanda. Í málinu leita r áfrýjandi endurskoðunar á þeirri niðurstöðu og krefst sýknu. Hann byggir kröfu sína á því að honum hafi verið heimilt á grundvelli framangreindra reglna og samkomulags um kaupauka við stefnda að afturkalla þann 5 hluta kaupauka stefnda fyrir árið 2014 sem frestað hafði verið að greiða. Um þá heimild vísar hann til þess að hvorki stefndi né það svið sem hann veitti forstöðu hafi náð tilskildum árangri, sbr. samkomulag aðila og viðeigandi ákvæði reglna Fjármálaeftirlitsins um kaupauka fjármálafyrirtækja nr. 7 00/2011 og nr. 388/2016. Mat á tilskildum árangri verði hvorki einskorðað við upphaflegt kaupaukaár né verði hann einungis mældur í fjárhæðum. Til stuðnings því að árangur stefnda og alþjóðasviðs hafi ekki verið tilskilinn skírskotar áfrýjandi til þess að við athugun Fjármálaeftirlitsins hafi komið í ljós umtalsverðar brotalamir á framkvæmd áreiðanleikakannana á erlendum netseljendum sem voru í viðskiptum við alþjóðasvið. Áfrýjandi telur enn fremur að honum hafi verið heimilt að afturkalla kaupaukann sökum þess að afkoma áfrýjanda hafi versnað verulega. Það megi ekki síst rekja til versnandi afkomu alþjóðasviðs sem áfrýjandi bar ábyrgð á. Um heimild sína til afturköllunar kaupaukans á þessum grunni vísar áfrýjandi til ákvæðis um þetta efni í samkomulagi hans við stefnda 3 . janúar 2014. 14 Krafa stefnda um staðfestingu héraðsdóms er á því reist að ekki liggi fyrir að fullnægt sé skilyrðum fyrir því að afturkalla kaupaukann. Telur hann að áfrýjandi eigi að bera hallann af því að ekki hafi verið færðar sönnur á það . Að mati stefnda hafi hann sýnt tilskilda frammistöðu í starfi, sbr. 1. tölulið samkomulags um árangurstengingu fyrir árið 2014. Sama eigi við um þá starfseiningu sem hann starfaði hjá, sbr. 2. tölulið samkomulagsins. Um það vísar hann til þess að þau mar kmið hafi náðst sem samkomulagið kvað á um. Þá eigi aðrir töluliðir samkomulagsins, sem heimili afturköllun kaupaukans, ekki við. Stefndi vísar enn fremur til þess að áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að afkoma hans hafi versnað verulega þannig að heimilt ha fi verið að afturkalla kaupaukann. Reglur Fjármálaeftirlitsins styðji ekki þá ályktun að komast megi hjá því að greiða starfsmönnum kaupauka ef tekjur eða hagnaður fjármálafyrirtækis dragist saman. Stefndi teflir einnig fram þeim rökum að áfrýjandi hafi ek ki gætt jafnræðis milli starfsmanna sinna um efndir kaupaukasamninga. Niðurstaða 15 Samkvæmt samningi aðila 3. janúar 2014 fólst hluti starfskjara stefnda á því ári í árangurstengdri þóknun eða kaupauka sem var á gjalddaga í lok ársins enda var tilgreindum, mælanlegum árangri náð. Þar sem kaupauki stefnda á árinu nam meira en 10% af árslaunum hans bar að fresta greiðslu 40% hans í þrjú ár í samræmi við reglur um kaupauka sem stjórn áfrýjanda hafði þá nýlega samþykkt. 16 Áskilnaður reglnanna um að fresta greiðsl u kaupauka helgast af kröfum sem komu fram í 6. gr. þágildandi reglna Fjármálaeftirlitsins nr. 700/2011 um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja sem settar höfðu verið með stoð í 57. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sömu kröfur til kaupaukakerfi s fjármálafyrirtækja koma nú fram í 7. gr. reglna nr. 388/2016 um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Með því að fresta greiðslu hluta kaupaukans gefst færi á því að endurmeta þann árangur sem var grundvöllur að ávinnslu kaupaukans þremur ár um 6 fyrr. Telji fjármálafyrirtæki við nánari athugun að tilskildum árangri hafi ekki verið náð er því rétt að hafna greiðslu eftirstöðvanna eins og áréttað er í fyrrgreindum samningi aðila 3. janúar 2014, sbr. einnig 2. mgr. 11. gr. reglna nr. 700/2011. Þá gefur þetta fyrirkomulag færi á því að bregðast við meðal annars ef fjárhagsleg staða fyrirtækisins hefur versnað verulega, eins og segir í framangreindum samningi aðila, sbr. einnig 4. mgr. 11. gr. reglna nr. 700/2011. 17 Í máli þessu greinir aðila á um hvort á það hafi skort að tilskilinni frammistöðu, eins og það er orðað í 1. og 2. tölulið 1. mgr. endurkröfuákvæðis samnings aðila 3. janúar 2014, hafi verið náð þannig að heimilt hafi verið að hafna greiðslu eftirstöðva ha ns þremur árum síðar. Leggja verður til grundvallar að með framangreindu orðalagi sé skírskotað til mælanlegra árangursviðmiða sem tiltekin eru í samningnum en ekki almennrar og óskilgreindrar frammistöðu stefnda og þeirrar viðskiptaeiningar sem hann veitt i forstöðu á meðan greiðslu kaupaukans var frestað. Hvílir á áfrýjanda að færa sönnur á að umsömdum árangursviðmiðunum hafi að betur athuguðu máli ekki verið náð. 18 Framangreind viðmið, sem tryggðu stefnda kaupauka samkvæmt samningi aðila, vísuðu í meginatr iðum til mælanlegs árangurs á árinu 2014 sem óumdeilt er að náðust á því ári. Áfrýjandi hefur ekki leitt í ljós að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 24. febrúar 2017, um brotalamir við könnun á áreiðanleika upplýsinga um erlenda viðskiptavini alþjóðasviðs, haf i breytt því. Þá hefur hann ekki leitast við að rökstyðja að sú aðstaða sé uppi að fjárhagslegt tap, sem áfrýjandi hefur þurft að taka á sig vegna viðskipta alþjóðasviðs, hafi á meðan greiðslunni var frestað orðið umfram tilskilin mörk í 5. tölulið skilgre indra markmiða samnings aðila 3. janúar 2014. Áfrýjandi hefur samkvæmt þessu ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að tilskilinni frammistöðu stefnda og alþjóðasviðs hafi ekki verið náð þannig að rétt hafi verið að hafna greiðslu eftirstöðva kaupaukans fyrir árið 2014. 19 Aðila greinir einnig á um hvort efni hafi verið til þess að afturkalla kaupaukann í ljósi þess að staða áfrýjanda hafði versnað verulega, sbr. fyrirvara þar að lútandi í 4. mgr. endurkröfuákvæðis samnings aðila 3. janúar 2014. Af framlögðum árs reikningum verður ráðið að dregið hafi úr hagnaði af rekstri áfrýjanda á árinu 2017 samanborið við fyrri ár. Hann varð um 1.316 milljónir króna árið 2014, 1.546 milljónir króna árið 2015, 7.847 milljónir króna árið 2016 en 350 milljónir króna árið 2017. Ha gnaður ársins 2016 kom að verulegu leyti til af sölu áfrýjanda á tilgreindum eignum í eigu félagsins. Í ljósi afkomu áfrýjanda á árunum 2015 og 2016 ákvað stjórn áfrýjanda að greiða annars vegar 2.187 milljónir króna og hins vegar 4.700 milljónir króna í a rð til hluthafa. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017 var eiginfjárhlutfall áfrýjanda ekki ýkja fjarri því sem var árin 2014 og 2015, eða 23,7% samanborið við 28,8% árið 2014 og 29,5% árið 2015. Eiginfjárhlutfallið 2017 var vel yfir lögbundnu lágmarki fjá rmálafyrirtækja. 7 20 Þegar litið er til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki talið að áfrýjandi hafi fært nægjanleg rök fyrir því að staða hans hafi versnað verulega þótt hagnaður hans hafi dregist saman. Er þá jafnframt til þess að líta að fyrirvari í samningi aðila 3. janúar 2014 um verulega verri fjárhagsstöðu áfrýjanda byggist á almennri kaupaukastefnu stjórnar áfrýjanda, sbr. enn fremur þágildandi 4. mgr. 11. gr. reglna nr. 700/2011. Þar er við það miðað að ekki skuli greiða kaupauka þegar staða fjá rmálafyrirtækis hefur versnað verulega þegar kemur að greiðsludegi hans eða útlit er fyrir að svo muni verða. Úrlausn um það hvort framangreindur fyrirvari, sem er af almennum toga, eigi við kallar ekki á mat á frammistöðu og ábyrgð tiltekinna starfsmanna. Áfrýjandi hefur ekki haldið því fram að slíkan fyrirvara hafi skort í samningum við aðra starfsmenn áfrýjanda. Ágreiningslaust er að samdráttur í hagnaði áfrýjanda árið 2017 var ekki talinn réttlæta afturköllun á eftirstöðvum kaupauka annarra starfsmanna alþjóðasviðs sem voru á gjalddaga í lok þess árs. Ekki er unnt að draga aðra ályktun af því en að í þeim tilvikum hafi stjórn áfrýjanda metið það svo að staða fyrirtækisins hafi ekki versnað verulega. Ekki standa rök til þess að annað geti átt við í tilvik i stefnda og ber því að hafna málsástæðum áfrýjanda sem hníga í þá átt. 21 Í málatilbúnaði áfrýjanda hefur því ekki verið haldið fram að aðrir fyrirvarar við greiðsluskyldu áfrýjanda, sem koma fram í samningi aðila 3. janúar 2014, eigi við. Áfrýjandi ber því hvorki fyrir sig að tilskilin frammistaða fyrirtækisins í skilningi 3. töluliðar endurkröfuákvæðis framangreinds samnings aðila hafi ekki náðst né að stefndi hafi látið hjá líða að fylgja reglum eða innri ferlum fyrirtækisins eða ekki virt lög eða stjórnva ldsfyrirmæli í störfum sínum, sbr. 4. tölulið endurkröfuákvæðisins. 22 Að teknu tilliti til alls þess sem hér hefur verið rakið ber að fallast á skyldu áfrýjanda til þess að greiða stefnda eftirstöðvar kaupaukans fyrir árið 2014. Hvorki er ágreiningur um fjá rhæð kröfunnar né kröfu stefnda um vexti. Því ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. 23 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Borgun hf., greiði stefnda, Sigurði Guðmundssyni, 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2019 1. Mál þetta var höfðað 5. desember 2018 og dómtekið 24. september 2019. Stefnandi er Sigurður Guðmundsson, Brekkubyggð 4 í Ga rðabæ, og stefndi er Borgun hf., Ármúla 30 í Reykjavík. 8 2. Dómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.599.994 krónur með 4,5% vöxtum frá 1. janúar 2015 til 10. júní 2015 en með 5% vöxtum frá þeim degi til 19. ágúst 2015, með 5, 5% vöxtum frá þeim degi til 4. nóvember 2015, með 5,75% vöxtum frá þeim degi til 24. ágúst 2016, með 5,25% vöxtum frá þeim degi til 14. desember 2016, með 5% vöxtum frá þeim degi til 17. maí 2017, með 4,75% vöxtum frá þeim degi til 14. júní 2017, með 4,5% vöxtum frá þeim degi til 4. október 2017, með 4,25% vöxtum frá þeim degi til 1. desember 2017 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum málsk ostnað að skaðlausu að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. 3. Stefndi er fjármálafyrirtæki sem starfar á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar. Stefn andi var forstöðumaður alþjóðasviðs stefnda en lét af störfum í ágúst 2017. Hluti umsaminna launakjara stefnanda var svokallaður kaupauki eða árangurs tengd þóknun. Samkvæmt sérstökum samningi sem gerður var árlega milli aðila skyldi stefnandi, að því tilskyldu að tiltekin markmið næðust í s tarfsemi deildar þeirrar sem stefnandi veitti forstöðu og/eða almennt í starfsemi stefnda, fá greidda þókn un sem skyldi nema tilgreindu hlutfalli mánaðarlauna hans. Að hámarki sem næmi tvennum mánaðarlaunum árlega. Auk þessa skyldi stefnandi eiga rétt á e inum mánaðarlaunum til viðbótar ef áætlaður hagnaður samkvæmt rekstrar áætl un næðist. Krafa stefnanda í þessu máli varðar uppgjör kaupauka sem hann telur sig eiga rétt á vegna ársins 2014. Stefndi greiddi stefnanda 60% kaup auka ársins 2014 í desember það ár. Samkvæmt þágildandi reglum Fjár mála eftir litsins nr. 700/2011 um kaupaaukakerfi fjármálafyrirtækja skyldi 40% greiðslu frestað í þrjú ár, fram til desembermánaðar 2017. Með bréfi stefnda 9. mars 2018 var stefn anda tilkynnt að stjórn stefnda hefði ákveðið að afturkalla, fella niður, ógreidda, frestaða kaupauka hans vegna áranna 2014, 2015 og 2016 sem áttu að að vera til greiðslu í desember 2017, desember 2018 og desember 2019. Stefndi byggði ákvörð un sína á því að niðurstaða athugunar Fjármálaeftir lits á eftirliti með pen inga þvætti og fjármögnun hryðju verka 24. febrúar 2017 hefði leitt í ljós brotalamir í innri starfsemi deildarinnar sem stefnandi veitti forstöðu svo að ekki væru leng ur skilyrði til að greiða áður frestaða kaupauka. Þá var tekið fram að þrátt fyrir þetta hyggðist stefndi ekki endurkrefja stefnanda um þegar uppgerða hluta kaup auka vegna sömu ára. Þetta var sagt ákveðið með tilliti til meðalhófs. 4. Stefnandi byggir á því að skilyrði til afturköllunar eða niðurfellingar kaupauka sam kvæmt ákvæðum kaupaukasamnings aðila hafi ekki verið fullnægt. Þá vísar hann til þess í ljósi stöðu aðila og eðlis samningssambandsins og þess að ákvæði kaupaukasamningsins hafi verið einhliða samin af stefnda verði að meta allan óskýrleika eða vafa um túl kun þeirra stefnanda í hag. Um hafi verið að ræða hluta af starfs kjörum stefnanda, endurgjald fyrir vinnu sem þegar hafði verið innt af hendi. Því verði að gera strangar kröfur til þess að stefndi sýni fram á með óyggjandi hætti að skilyrði til afturköllu nar séu fyrir hendi. Þá byggir stefnandi á því að fjarlægt sé að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins í niðurstöðu athugunar á eftir liti með peningaþvætti og fjármögnun hryðju verka 24. febrúar 2017 hafi haft eða að útlit sé fyrir að hún muni hafa þau áhrif í sk ilningi samnings aðila að staða stefnda muni versna svo verulega að réttlætanlegt hafi verið að afturkalla kaup auka hans. Vísar stefnandi í þessu sambandi til þess að það hafi í öllu verulegu verið á valdi stefnda að ákveða hvernig hann brygðist við nefnd um athuga semd um Fjár mála eftir lits ins. Niðurstaða ársreikninga stefnda eftir þetta sýni að ekki hafi komið til þeirra neikvæðu áhrifa sem stefndi hafi byggt á og að stefn andi hafi, hvað sem líði athugasemdum Fjármálaeftirlitsins, í einu og öllu hagað störf um sínum af fyllstu trúmennsku og í samræmi við verklagsreglur stefnda. Þá vís ar stefnandi til þess að er athugasemdir Fjármálaeftirlitsins komu fram hafi stefn di lýst sig ósammála þeim og hreyft andmælum. Þetta hafi einkum lotið að því að stefndi hafi verið ósammála þeirri túlkun Fjármálaeftirlitsins að af hálfu stefnda hafi verið staðið með ófullnægjandi hætti að útvistun áreið - an leika kannana á við skipta mönnum. Um þessa afstöðu hafi stefnandi og stefndi verið sam mála. Þegar athugasemdir stef nda hafi ekki leitt til breytingar á afstöðu Fjár mála eftirlitsins hafi stefndi 9 hins vegar kosið að una niðurstöðunni og láta ekki á hana reyna fyrir dóm stól um. Þetta hafi verið val stefnda en ekki á ábyrgð stefn anda og geti ekki heldur leitt til þess að stefnandi verði beittur viðurlögum þrátt fyrir að hafa unnið eftir markaðri stefnu stefnda. Stefnandi byggir auk þess á því að skoða verði málatilbúnað stefnda í ljósi þess að hann sé hinn eini úr hópi starfsmanna stefnda sem rétt áttu til kaupaukagreið slna sem hafi verið gert að sæta skerðingu þeirra með þeim hætti sem um er deilt í þessu máli. 5. Stefndi byggir málsvörn sína á tvenns konar málsástæðum. Annars vegar byggir hann á því að stefndi telji, að gættum upplýsingum sem fram hafa komið um verklag o g starf semi þeirrar deildar stefnda sem stefnandi veitti forstöðu, alþjóða sviðsins, að ekki hafi verið skilyrði til þess að greiða stefnanda áður frestaða kaupauka vegna ár anna 2014 til 2016. Stefndi vísar til þess að í niðurstöðu athugunar Fjár mála ef tir litsins á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðju verka 24. febrúar 2017 hafi komið fram alvarlegar athugasemdir vegna verklags deildar stefnanda og að samkvæmt þeim reglum sem giltu um kaup auka kerfi, hvort sem er eldri reglum Fjármálaeftirl its nr. 700/2011 eða nýrri reglum nr. 388/2016 eða ákvæðum kaup auka samnings aðila hafi stefnda verið heimilt og raunar skylt að afturkalla hinar frestuðu kaupaukagreiðslur. Hins vegar byggir stefndi á því að samkvæmt sömu reglum skyldi kaupauki ekki grei ddur ef staða stefnda hefði versn að veru lega eða útlit væri fyrir að hún myndi versna verulega þegar að fyrirhuguðum greið slu degi kæmi. Þessi skilyrði telur stefndi að hafi ótvírætt verið fyrir hendi í því til viki sem deilt er um í þessu máli. Þá vísa r stefndi til þess að stjórnvaldsákvörðun Fjár mála eftir lits ins sem birt var með niðurstöðu stofn - un ar inn ar af athugun á eftir liti með peningaþvætti og fjármögnun hryðju verka 24. febrúar 2017 standi óhögguð þó að stefndi hafi í öndverðu verið henni ósammála. Telur stefndi, í ljósi framangreinds og þeirrar augljósu og óumdeildu staðreyndar að starfsemi alþjóðasviðs stefnda hafi verið á ábyrgð stefnanda, að stefnda hafi á hlut ræn um forsendum verið nauðugur sá kostur að afturkalla eða fella niður hin a um þrættu frestuðu kaupauka. Þá vísar stefndi til þess að Fjár mála - eftirlitið hafi látið í ljós þá afstöðu í bréfi til stefnda 14. desember 2017 að lagaskilyrði kynni að hafa skort til útgreiðslu kaupauka til tiltekinna einstaklinga, þar á meðal stefnan da vegna rekstrarársins 2016. Niðurstaða 6. Sakarefni máls þessa er skýrlega afmarkað. Deilt er um hvort stefnda var heimilt eða skylt að afturkalla eða fella niður frestaðan hluta kaupauka stefnanda vegna starfs ársins 2014. Ekki er ágreiningur með aðilum u m fjárhæð kröfu stefn anda eða vaxtakröfu. Svo virðist sem það hafi verið hluti af launakjarastefnu stefnda að hafa kaupaaukakerfi í gildi gagnvart að minnsta kosti sumum starfsmanna sinna og gera slíkt kerfi að grundvelli fyrir verulegum hluta starfskjara þeirra. Ljóst er að stefnda bar ekki að lögum skylda til að gera kaupaukasamninga og eins er ljóst að frumkvæði að gerð slíkra samninga, að minnsta kosti gagnvart stefnanda, kom frá stefnda. Fyrir liggur að mark mið eða viðmið kaupaukasamnings aðila fyrir árið 2014 náðust að mati aðila. Voru enda 60% umsaminna greiðslna til stefnanda vegna þessa greidd hon um í desember 2014. Uppgjöri eftirstöðvanna var sam kvæmt þágildandi regl um Fjármálaeftirlitsins og innri reglum stefnda frestað í þrjú ár. Stefnanda v ar svo tilkynnt um það með bréfi stefnda 9. mars 2018 að stefndi hefði afráðið að fella niður hinn frestaða hluta kaupaukans með þeim af leið ingum að stefnandi skyldi ekki framar eiga rétt til þeirrar greiðslu. Þessi til kynning var send stefn anda rúmum tveimur mánuðum eftir að greiðslan varð gjald kræf og meira en hálfu ári eftir að stefnandi hafði látið af störfum eftir 17 ára starf hjá stefnda. 7. Stefndi byggði ákvörðun sína um afturköllun eða niðurfellingu hins umþrætta kaup auka á tvenns konar grundve lli: Að gallar á starf semi þeirrar deildar stefnda sem stefnandi veitti forstöðu hefðu orðið til þess ekki hefðu verið skilyrði til að greiða stefnanda áður frestaða kaupauka og að staða stefnda hefði versn að svo veru lega að ekki væri skylt eða heimilt að greiða hinn frestaða kaupauka. 10 Dóm ur inn lítur svo á að stefndi geti ekki byggt á því að honum hafi verið heimilt eða skylt að aftur kalla hinn umþrætta kaupaukahluta gagnvart stefnanda á þeim grund velli að fjár hags staða stefnda hefði versnað. Aftur köllun eða niðurfelling á þeim grund velli hlyti að eiga jafnt við um alla þá starfsmenn stefnda sem kaup réttar nutu eða að lágmarki alla þá sem svo var ástatt um og störfuðu í sömu deild og stefnandi. Fyrir liggur að þetta hefur stefndi ekki gert og aðri r starfs menn stefnda hafa þvert á móti fengið uppgerða að fullu kaupauka sína fyrir árið 2014. 8. Kemur þá til skoðunar hvort stefnda hafi verið heimilt eða skylt að afturkalla hinn umþrætta kaup - auka hluta gagnvart stefnanda á þeim grundvelli að árangur ha ns hafi að verulegu leyti reynst víkja frá því sem gert hafi verið ráð fyrir við ákvörð un um kaup auka. Stefndi telur þetta eiga við, með vísan til þess að stefn andi bar einn sem forstöðumaður ábyrgð á starfsemi alþjóðasviðs stefnda og að óhögg uð standi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 24. febrúar 2017 sem hafi byggst á alvar legum athugasemdum vegna verklags alþjóðasviðs stefnda. Með þessu hafi fram komið að skilyrði kaupaukasamnings aðila um tilskylda frammi stöðu stefnanda hefðu ekki náðst og því bær i að fella niður eða afturkalla hinn frestaða kaupauka. Af hálfu dómsins er litið svo á að fram komið og sýnist raunar óum deilt að þær starfsaðferðir eða verk lag sem stefnandi fór eftir í störfum sínum fyrir stefnda hafi verið í samræmi við þá stefnu og verklagsreglur sem stefndi hafði sett. Þetta á eins við um þær starfs aðferðir sem Fjár mála eftir litið taldi ófull nægjandi í niðurstöðu athugunar á eftir liti með peningaþvætti og fjármögnun hryðju verka 24. febrúar 2017 og vörð uðu útvistun áreiðan lei ka - kann ana einstakra við skipta manna til erlendra greið slu þjón ustu aðila. Þá er skýrlega fram komið og óumdeilt að stefndi taldi sjálfur að nefndar athugasemdir Fjár mála eftirlitsins stæðust ekki og mótmælti þeim bréflega. Stefndi hefur ekki lagt fra m þær bréfa skriftir en af hans hálfu hefur nefnd afstaða hans sem þar kom fram verið staðfest fyrir dómi. Í ljósi þessa og þar sem sýnt þykir að stefnandi hafi við rækslu starfa sinna í þágu stefnda unnið í samræmi við þá stefnu sem stefndi hafði sett að því er varðar þau atriði sem Fjármálaeftirlitið síðar fann að verður ekki talið að stefn da hafi verið stætt á að afturkalla eða fella niður hinn frestaða hluta kaupauka stefnanda fyrir árið 2014 sem um er deilt í máli þessu. Verður því fallist á kröfur st efnanda eins og greinir í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti mál ið Lúðvík Örn Stein ars son lögmaður en af hálfu stefnda flutti málið Stefán Andrew Svensson lögmaður. Málið dæmdi Ástráður Haraldsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Borgun hf., greiði stefnanda, Sigurði Guðmundssyni, 1.599.994 krónur með 4,5% vöxtum frá 1. janúar 2015 til 10. júní 2015 en með 5% vöxtum frá þeim degi til 19. ágúst 2015, með 5,5% vöxtum frá þeim degi til 4. nóvember 2015, með 5,75% vöxtum frá þeim degi til 24. ágúst 2016, með 5,25% vöxtum frá þeim degi til 14. desember 2016, með 5% vöxtum frá þeim degi til 17. maí 2017, með 4,75% vöxtum frá þeim degi til 14. júní 2017, með 4,5% vöxtum frá þeim degi til 4. október 2017, með 4,25% vöxtum frá þeim degi til 1. desember 2017 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað.