LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. október 2019. Mál nr. 781/2018 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn X (Benedikt Ólafsson lögmaður) (Þórhallur Haukur Þorvaldsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Misneyting. Miskabætur. Útdráttur Staðfestur var dómur héraðsdóms þar sem X var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A með því að hafa notfært sér andlega fötlun hennar og misnotað freklega þá aðstöðu sína að hún var honum háð til að hafa margsinnis við hana samræði. Var háttsemin talin varða við 2. mgr. 194 gr. og 198. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing X var ákveðin fangelsi í fjögur ár auk þess sem honum var gert að greiða A 2.000.000 króna í miskabætur. Dómur Lands réttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 26. september 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 31. ágúst 2018 í málinu nr. S - [ ... ] /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða en að brot hans verði heimfærð til refsiákvæða samkvæmt ákæru og refsing ákærða þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að refsing hans verði milduð og einkaréttarkrafa brotaþola lækkuð. 4 Brotaþoli krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur hvað varðar einkaréttarkröfu hennar. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var spiluð upptaka af hluta framburðar brotaþola fyrir héraðsdómi. 2 Niðurstaða 6 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður sakfelling á kærða fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. og 198. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 staðfest. Ekki er fal list á það með ákæruvaldinu að efni sé u til að heimfæra háttsemi ákærða einnig til 1. mgr. sömu greinar. 7 Sakarferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvör ðun refsingar. Þá verður ekki talið að slíkur dráttur hafi orðið á meðferð málsins að þýðingu hafi. Með hliðsjón af 1., 2., 6. og 7. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga, sem og þeim sjónarmiðum sem tilgreind eru í hinum áfrýjaða dómi, þykir refsing þar hæfilega ákveðin. Verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærða því staðfest. 8 Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur til handa brotaþola, sem byggjast á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, er staðfest með vísan til forsendna. 9 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verður staðfest. 10 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, X , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.506.551 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Benedikts Ólafssonar lögmanns, 1. 054 .0 00 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, 379.440 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 31. ágúst 2018 Mál þetta, sem var dómtekið 10. júlí sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 20. apr íl 2018, á hendur X , kt. [...], við hana samræði og önnur kynferðismök, svo sem nánar er lýst í töluliðum 1 - 11, en ákærði nýtti sér yfirburði sína og aðs töðumun gagnvart A sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins en ákærða var kunnugt um fötlun hennar vegna tengsla við hana sem þjálfari hennar hjá íþróttafélaginu [...], þá útvegaði ákærði henni húsnæði í janúar 2015 sem og bifreið og nýtti sér trúnað hennar til hans auk þess sem ákærði gerðist persónulegur talsmaður hennar þann 19. maí 2015. Brotin voru framin á [...], nema annað sé tekið fram: 1. Á ótilgreindum stað í [...] haft samræði við hana um leggöng. 2. Í bifreið nærri [...] haft samræði við hana um leggöng. 3. Í sumarbústað við [...] strokið kynfæri hennar og sett fingur inn í leggöng og káfað á brjóstum hennar. 3 4. Á heimili ákærða að [...] kysst hana og látið hana fróa sér og á sama tíma káfað á brjóstum he nnar og kynfærum innan klæða og sett fingur inn í leggöng hennar. 5. Í bifreið á leið frá [...] að Hótel [...] káfað á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða og stungið fingri í leggöng hennar. 6. Ítrekað inni á hótelherbergi á Hótel [...] káfað á brjóstum og kynfærum hennar innan klæða og haft samræði við hana um leggöng. 7. Í hótelherbergi á [...] í Reykjavík haft samræði við hana um leggöng. 8. Á ótilgreindum stað í jeppabifreið látið hana fróa sér. 9. Í hótelherbergi á Hótel [...] við [...] í Reykjavík haft samr æði við hana um leggöng. 10. Ítrekað í íbúð í eigu ákærða að [...] haft samræði við hana um leggöng og að minnsta kosti í eitt skipti fengið sáðlát yfir andlit hennar, brjóst og kvið. 11. Ítrekað á dvalarstað A, í íbúð að [...], haft samræði við hana um leggöng o g að minnsta kosti í eitt skipti látið hana hafa við sig munnmök. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. og 198. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. og 7. gr. laga nr. 61/2007, 1. gr. laga nr. 40/2003 og 6. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A, kt. [...], er gerð krafa um að ákærði greiði henni miskabætur að fjár hæð kr. 2.000.000. Gerð er krafa um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. maí 2015 til greiðsludags af framangreindri fjárhæð. Ef greitt verði síðar en 9. janúar 2016 er gerð krafa um dráttarvexti, skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðslu dags. Þá er krafist þóknunar til ha nda réttargæslumanni vegna réttargæslu, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008. sbr. 216. gr. sömu laga, þ.m.t. vegna framsetningu bótakröfu. I Brotaþoli leitaði til lögreglu 30. júní 2015 og tilkynnti um að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða en kvaðst þurfa að íhuga hvort hún vildi gefa fulla skýrslu um málið. Ítarlegri skýrsla var tekin 2. nóvember 2015 og lýsti brotaþol i þá fjölmörgum kynferðislegum athöfnum sem hún hafi, gegn vilja sínum, tekið þátt í með ákærða. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 27. janúar 2016. Hann kannaðist strax við að hafa margsinnis haft samræði og önnur kynmök við brotaþola. Þau hafi stundað kynl íf sem hún hafi samþykkt og hann litið svo á að þau væru í ástarsambandi. II Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa kynnst brotaþola þegar hann fór að fylgja dóttur sinni á [ ... ] æfingar hjá íþróttafélaginu [...] árið 2012. Hann kvað þau fljótt hafa orðið vini, f yrst í facebook samskiptum og síðan farið að tala saman og orðið trúnaðarvinir. Upp úr því hafi þróast samband með kossum og slíku. Brotaþoli lýsti upphafi samskipta þeirra hins vegar svo að ákærði hafi beðið hana að hitta sig eftir æfingar því honum liði svo illa. Hún hafi orðið við því en hann þá látið hana gera ýmislegt gegn hennar vilja en hún ekki haft kjark til að neita. Ákærða og brotaþola ber saman um að þau hafi fyrst haft kynmök í maí eða júní 2014. Brotaþoli og önnur stúlka hafi heimsótt ákærða og fjölskyldu hans í bústað í [ ... ] . Þær hafi verið þar yfir daginn og meðal annars borðað með fjölskyldunni. Ákærði og brotaþoli hafi svo farið tvö saman í gönguferð og ákærði haft samræði við brotaþola í skóginum. Hann hafi ekki notað getnaðarvarnir, hv orki þá né síðar. Þeim ber einnig saman um að ákærði hafi síðan margsinnis haft kynmök við brotaþola þar til um miðjan júní 2015. Ákærði kvað kynmökin ávallt hafa verið með fullu samþykki brotaþola. Brota þoli bar á hinn bóginn að ákærði hafi látið hana g era þetta, hún hafi ekki haft kjark til að mótmæla honum og ekki heldur til að 4 segja konunni hans frá. Ákærði hafi leitað til hennar á þeim forsendum að honum liði svo illa og hann þyrfti að tala við hana. Þá hafi hann margoft sagt við hana að ef hún segði frá væri hún í vondum málum. III Ákærði hefur kannast við að hafa margoft haft kynmök við brotaþola en kveður lýsingu atvika í ákæru ekki rétta í öllum atriðum. Verður fyrst fjallað um hvort talið verður sannað að sú háttsemi ákærða sem lýst er í hverjum ákærulið hafi átt sér stað, án þess að afstaða verði tekin til þess hvort hún hafi verið refsiverð. Töluliðir 1 og 2 Fyrir dómi kvaðst ákærði kannast við að hafa átt við brotaþola þau kynferðislegu samskipti sem rakin eru í 1. og 2. tölulið, eins og þe im er þar lýst. Ákærða og brotaþola ber saman um það og telst því sannað að svo hafi verið. Töluliður 3 Ákærði neitar því að þau atvik sem lýst er í 3. tölulið hafi átt sér stað, þ.e. á [...] móti á [ ... ] . Ákærði bar að þetta hafi verið fyrsta mót brotaþo la og hún hafi sagst ekki mundu koma með nema fá að vera með honum í bíl og sofa við hlið hans. Ekkert kynferðislegt hafi þar átt sér stað, hann hafi í mesta lagi strokið handlegg hennar og þau haldist í hendur. Brotaþoli bar einnig að hún hafi sofið við hlið ákærða í umrætt sinn en kvað það hafa verið ákvörðun ákærða. Hún lýsti því að hún hafi vaknað upp við að hann væri með hendi sína á kynfærum hennar og að hann hafi einnig látið hana fróa honum. Vitnið B, móðir brotaþola, skýrði frá því að eftir mótið hafi fleiri en einn aðili haft samband við hana og tjáð henni að samskipti ákærða við brotaþola hefðu alls ekki verið við hæfi á þessu móti. Vitnin C, D, E og F voru á mótinu sem þjálfarar og/eða farastjórar annarra liða. Þær lýstu því allar að þeim hafi þótt samskipti ákærða við brotaþola mjög óviðeigandi. Ákærði hafi leitt brotaþola á mótinu og um kvöldið og faðmað hana og kysst. Vitnið F kvaðst hafa hringt í móður brotaþola 1 - 2 vikum síðar til að segja henni frá þessu, enda hafi þetta valdið viðstöddum áhyggjum. Vitnið C, sem er þroskaþjálfi að mennt og hefur þjálfað þroskaskerta í [...] síðan 2002, lýsti því að hún þurfi oft að gefa sínum iðkendum knús, en þessi faðmlög ákærða hafi verið langt umfram það sem telja mætti eðlilegt. Henni hafi þótt háttse mi hans þess eðlis að hún hafi séð ástæðu til að ræða hana sérstaklega við bæði réttindagæslumann fatlaðra og starfsmann búsetudeildar [ ... ] . Fyrir liggur samkvæmt framburði ákærða, brotaþola og vitna að ákærði og brotaþoli hafi sofið hlið við hlið, og v itnin C, D, F og E lýstu því allar að samskipti ákærða við brotaþola hafi að þeirra áliti verið mjög óeðlileg. Vitnið G kvaðst hafa sofið í sama rými og ákærði og brotaþoli, aðeins hafi verið einn maður á milli hans og ákærða. Hann hafi þó ekki orðið var v ið þau kynferðislegu atvik sem lýst er í þessum ákærulið. Vitnið E, sem einnig svaf á neðri hæð bústaðarins kvaðst heldur ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Gegn eindreginni neitun ákærða verður því að telja ósannað að ákærði hafi í umrætt sinn strokið k ynfæri brotaþola, sett fingur inn í leggöng hennar og káfað á brjóstum. Töluliður 4 Ákærði neitaði einnig að atvik sem lýst er í 4. ákærulið hafi orðið og bar að ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað á heimili hans. Aðspurður kvað hann þó mögulegt að þau hefðu einhvern tíman kysst þar. Ákærði og brotaþoli lýstu því bæði að brotaþoli haf i oft komið á heimili ákærða. Vitnin H og I, dóttir ákærða höfðu oft hitt hana þar en I vissi ekki til þess að þau hefðu verið þar bara tvö. Öll fjölskyldan hefði alltaf verið heima. Engin vitni eru að kynferðislegum samskiptum ákærða við brotaþola á heimi li hans. Þar sem ákærði neitar eindregið að þau atvik hafi gerst, sem lýst er í 4. ákærulið, verður að telja það ósannað. 5 Töluliður 5 Ákærði kvað ekki rétt að hann hafi haft í frammi þá háttsemi sem er lýst í 5. ákærulið. Brotaþoli bar fyrir dómi að ek kert hafi átt sér stað í bifreið á leið að [...] . Ákærði hefði þó einu sinni sett fingur sinn í leggöng hennar í bifreiðinni kyrrstæðri fyrir utan en í ákæru er því ekki lýst. Samkvæmt framangreindu telst ósannað að þau atvik sem lýst er í 5. ákærulið hafi átt sér stað. Töluliðir 6 og 7 Fyrir dómi kvaðst ákærði kannast við að hafa átt við brotaþola þau kynferðislegu samskipti sem rakin eru í 6. og 7. tölulið, eins og þeim er þar lýst. Ákærða og brotaþola ber saman um það og telst því sannað að svo hafi ve rið. Töluliður 8 Ákærði neitaði að hafa látið brotaþola fróa sér í jeppabifreið, svo sem lýst er í 8. ákærulið. Brotaþoli nefndi þá háttsemi hjá lögreglu en ekki var farið ítarlega út í þau atvik. Fyrir dómi var brotaþoli ekki spurð sérstaklega út í þennan lið ákæru. Verðu r því að telja ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi gert þetta. Töluliður 9 Fyrir dómi kvaðst ákærði kannast við að hafa átt við brotaþola þau kynferðislegu samskipti sem rakin eru í 9. tölulið, eins og þeim er þar lýst. Ákærða og brotaþola ber sama n um það og telst því sannað að svo hafi verið. Töluliðir 10 og 11 Varðandi 10. ákærulið kvað ákærði atvikum þar rétt lýst, að undanskildu því að hann hafi haft sáðlát yfir andlit brotaþola, brjóst og kvið. Hann kvað atvikum einnig rétt lýst í 11. ákæruli ð að öðru leyti en því að hann hafi látið brotaþola hafa við sig munnmök. Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að það hafi verið mjög slæmt fyrir hana að leigja hjá ákærða. Hann hafi komið þangað mjög oft og haft við hana samfarir, m.a. hafi hann oft komið full ur til hennar eftir [ ... ] fundi og látið hana hafa við sig kynmök. Í skýrslu brotaþola fyrir dómi nefndi hún samræði og munnmök en var ekki spurð hvort ákærði hefði í eitthvert sinn haft sálát yfir andlit hennar, bringu og kvið. Þar sem aðeins standa orð b rotaþola gegn orðum ákærða, um að ákærði hafi látið brotaþola hafa við sig munnmök, verður að telja það ósannað. Einnig verður talið ósannað að ákærði hafi haft sáðlát yfir brotaþola eins og lýst er í ákærulið 11. Verður í þeim ákæruliðum miðað við játning u ákærða og þannig talið sannað að ákærði hafi ítrekað haft samræði um leggöng við brotaþola, á dvalar stað brotaþola að [...] og í íbúð í hans eigu í sama húsi. IV. Samkvæmt framangreindu er sannað að ákærði hafi margítrekað haft samræði um leggöng við brotaþola frá því í júní 2014 og fyrri hluta ársins 2015. Fram kom hjá ákærða að hann hafi langa reynslu af að vinna á sambýli fyrir þroskaskerta einstaklinga. Það hafi hann gert í mörg ár. Hann lýsti því áliti sínu að brotaþoli væri lítið þroskaskert en svaraði því þó aðspurður að hana skorti orðaforða og skilning. Hann hafi því oft spurt hana í þeirra samskiptum hvort hún skildi það sem hann segði. Einnig lýsti hann þv í að hann hefði veitt henni margvíslega aðstoð og barist fyrir því að hún fengi aðstoð. Hann hafi farið með henni til að fá aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra. Ákærði kvaðst hafa farið með henni á fundi hjá réttindagæslumanni og fjölskyldusviði [ ... ] og í læknisheimsóknir, til að geta útskýrt fyrir henni ef hún skyldi ekki eitthvað. Þá hafi hann kennt henni að vaska upp og þrífa og einnig að elda, svo sem að sjóða kartöflur og steikja kjöt. Hann kvaðst hafa útvegað henni íbúð til leigu í janúar 2015. Hún ha fi fengið aðstoð inn á heimilið og kvað hann það hafa verið sitt álit að hún hefði þurft þá aðstoð meira en einu sinni í viku, t.d. við innkaup og eldamennsku. Þá kvað ákærði brotaþola hafa fengið bíl í hans eigu til afnota. 6 J sálfræðingur var dómkvad dur til að gera mat á þroska og heilbrigði brotaþola. Niðurstaða hans var sú að brotaþoli væri með væga þroska hömlun. J lýsti því fyrir dómi að þó þetta teljist væg þroskahömlun sé ekki um vægt ástand að ræða. Þroskahömlun sé fötlun sem valdi margvíslegum erfiðleikum. Brotaþoli hafi frá því í leikskóla verið í þjónustukerfi fatlaðra og meðal annars notið mikils stuðnings í grunnskóla, bæði vegna alvarlegra náms - og félagslegra erfiðleika. Hún hafi síðan stundað nám [ ...] fyrir fólk með fatlanir og alvarleg a námserfiðleika. Hún njóti enn stuðnings sem sé sérstaklega ætlaður fötluðum; meðal annars atvinnu með stuðningi. Aðspurður bar matsmaður að þeir sem hitti brotaþola, sjái ekki endilega strax að hún glími við fötlun. Hins vegar geti þeim sem kynnist henni ekki dulist fötlunin. Erfiðleikar hennar felist einkum í veikum málskilningi, rökhugsun og félagslegri aðlögun. Matsmaður kvað marga sem glíma við væga þroskahömlun finna mjög fyrir erfiðleikum sínum. Sjálfsmat þeirra sé því gjarnan lágt og þau eigi þes s vegna erfiðara að standa með sjálfum sér. Sérstaklega geti þeim reynst erfitt að standa á sínu gagnvart sterkari aðilum. Matsmaður lýsti því áliti sínu aðspurður, að brotaþoli hefði ekki verið fær um að sporna við þrýstingi af hálfu ákærða,. Þar hafi ver ið of mikill munur á stöðu. Ákærði hafi tekið sér hlutverk í lífi brotaþola og hún verið honum háð, meðal annars búið í húsnæði á hans vegum. Vitnið K þroskaþjálfi og ráðgjafi á fjölskyldusviði [ ... ] kvaðst hafa þekkt brotaþola lengi, hún hafi kennt henn i í byrjun grunnskólagöngu hennar. Hún hafi í gegnum tíðina lítillega komið að málum brotaþola, m.a. til að ræða við hana um samskipti við hitt kynið og getnaðarvarnir. Brotaþoli hafi í skólagöngu notið margvíslegs stuðnings vegna fötlunar sinnar. Hún hafi einnig haft mjög góðan stuðning frá móður á meðan hún bjó hjá henni. Þegar hún hafi flutt út frá móður sinni jólin 2014 hafi ákærði haft samband við vitnið til að þrýsta á að brotaþoli fengi húsnæði hjá bænum. Ekkert hafi verið laust en vitnið hafi reynt að finna húsnæði á almennum markaði og m.a. fundið einn stað sem gæti hentað. Hún hafi komið því um kring að brotaþoli gæti skoðað híbýlin, en hún ekki sinnt því. Ákærði og brotaþoli hafi einnig leitað til hennar til að vinna í því að brotaþoli fengi örork umat. Vitnið kvaðst í starfi sínu reyna að leggja sig fram um að valdefla skjól stæðinga sína, styðja þá og veita leiðbeiningar en hvetja þá til að taka ákvarðanir sjálfa og leysa sín vandamál sem mest sjálfir. Ákærði hafi hins vegar komið með brotaþola á fundi hjá vitninu og tekið frumkvæðið óþarflega mikið. Hann hafi talað fyrir brotaþola og þegar vitnið hafi reynt að fá fram afstöðu brotaþola hafi hún gjarnan horft til ákærða eftir samþykki. Vitninu hafi fundist ákærði hafa tök á brotaþola, og staða bro taþola hafi verið þannig að sjálfsagt hafi verið auðvelt fyrir hann að ná þeim tökum. Vitnið bar að brotaþoli hafi fengið aðstoð inn á heimilið þegar hún leigði hjá ákærða, starfsmenn fjölskyldudeildar hafi verið hræddir um hana þar. Þau hafi þá verið búin að heyra af áhyggjum annarra af hegðun ákærða á mótinu á [ ... ] . Vitnið hafi verið búið að ræða það mál við brotaþola sem hafi þá ekki viljað kannast við neitt óeðlilegt. Vitnið L, réttindagæslumaður fatlaðra, lýsti því að hún hafi fengið tilkynningar fr á þremur íþróttafélögum um óeðlilega hegðun ákærða á umræddu móti á [ ... ] . Þær hafi verið þess efnis að hann hafi leitt brotaþola og faðmað hana óeðlilega mikið. Þó að brotaþoli hafi ekki viljað gera neitt mál úr því hafi vitnið rætt málið við rannsóknarlö greglumann. Í kjölfar þess hafi hún rætt við ákærða um eðlileg mörk í samskiptum við iðkendur. Vitnið kvað ákærða hafa átt frumkvæði að því að brotaþoli kæmi til hennar og hafa verið með henni í för. Vitnið kvað ákærða alltaf hafa komið með brotaþola til hennar, utan einu sinni. Brotaþoli hafi sagst vilja hafa ákærða með en eftir að mál þetta kom upp hafi brotaþoli skýrt henni frá því að ákærði hafi þrýst mjög á um að hann yrði viðstaddur. Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög sýnilegan og sterkan á fundum þe irra. Hann hafi leiðbeint brotaþola og haft orðið. Vitnið kvaðst hafa skynjað að brotaþoli væri ekki alfarið sátt við að flytja í íbúð á vegum ákærða. Hún hafi hins vegar verið í mjög veikri stöðu, meðal annars vegna þess að hún vildi ekki vera í samskiptu m við móður sína sem hafði ávallt verið hennar helsti bakhjarl. Vitnið kvaðst einnig hafa haft á tilfinningunni að dregið hefði úr ánægju brotaþola eftir að hún flutti þar inn. Brotaþoli hafi talað um að þetta væri ekki alls kostar gott eða þægilegt fyrirk omulag en ekki viljað skýra nánar hvað var að. Vitnið kvað ákærða hafa verið viðstaddan þegar brotaþola var kynnt hugmynd 7 um persónulegan talsmann. Vitnið hafi haft nokkrar efasemdir um þá ráðstöfun að skipa ákærða persónulegan talsmann brotaþola og hringt sérstaklega í brotaþola til að vita hvort það væri örugglega hennar vilji. Brotaþoli hafi sagt að svo væri en skýrt frá því síðar að ákærði hafi verið við hlið hennar þá. Vitnið lýsti því að nokkru áður en brotaþoli skýrði frá þeim atvikum sem mál þetta l ýtur að, hafi hún haft samband við vitnið og sagt að hún væri ekki viss um að ákærði væri góður talsmaður. Það hafi verið innan við tveimur vikum fyrr. Vitnið M, þroskaþjálfi og forstöðumaður í heimaþjónustu fjölskyldudeildar [ ... ] , kvað brotaþola vera s kjólstæðing sinn þar og hafa verið það þegar hún bjó að [...]. Hún kvað starfsmenn hafa haft áhyggjur af sambandi ákærða og brotaþola. Þeim hefði þótt mjög sérstakt að ófatlaður maður væri svona mikið inni í lífi fatlaðrar konu. Brotaþoli hafi verið búin a ð slíta öllu sambandi við móður sína, ákærði hafi verið þjálfari hennar og hún búið í íbúð hans og haft bifreið frá honum til umráða. Brotaþoli hafi lent dálítið utan síns jafningja - og vinahóps vegna þessa. Um miðjan júní 2015 hafi starfsmaður heimaþjónus tunnar haft samband við vitnið og tjáð henni að brotaþoli hefði haft samband, kvartað yfir áreitni ákærða og sýnt honum skilaboð sem höfðu gengið þeirra á milli. Hún hafi rætt við brotaþola og svo farið með henni að ræða við lögreglu. Vitnið kvað brotaþola hafa mjög veika sjálfsmynd, eins og algengt sé hjá þroskaskertum konum. Því geti verið auðvelt að véla sig inn á þær. Vitnið kvað samfélag fólks með væga þroskaskerðingu á [ ... ] lítið. Þegar brotaþoli hafi skýrt frá brotum ákærða hafi hún lent út í horn í því samfélagi og hrökklast úr bænum. Vitnið N sálfræðingur gerði mat á hugrænum þroska brotaþola í maí 2011. Niðurstaða þess var að brotaþoli væri á neðstu mörkum meðal greindar, en mælingar á málstarfi hafi vakið sérstaka athygli og gefið til kynna að henni væri hætt við að meta illa félagslegar aðstæður. Aðspurt um getu brotaþola til að skilja þýðingu kynlífs og kynmaka kvað vitnið fólk með slíka fötlun vissulega verða kynþroska og hafa kynferðislegar kenndir eins og aðrir á sama aldri. Gögn gefi hins vegar til kynna að brotaþoli sé ekki líkleg til að sækja á heldur fremur láta undan. Hún væri í áhættu fyrir misnotkun, sérstaklega gagnvart þeim sem væru á einhvern hátt í sterkari stöðu, t.d. eldri eða rökfastari. Samkvæmt framangreindu er það samdóma álit J matsmanns, vitnisins N sálfræðings og þroskaþjálfanna K og M að brotaþoli hafi verið í sérstakri áhættu fyrir misnotkun af hálfu sterkari aðila. Hún glímir við fötlun sem veldur henni ýmsum erfiðleikum í daglegu lífi og á erfitt með að taka sjálfst æðar ákvarðanir, auk þess sem skilningur hennar á máli og félagslegum aðstæðum er verulega skertur. Brotaþoli kom fyrir dóminn og er það álit dómara að við skýrslugjöf hennar hafi mátt greina ýmis merki fötlunar hennar. Ákærði hafði unnið á heimili fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu um árabil. Hann fylgdi fatlaðri dóttur sinni á æfingar fyrir fólk með fötlun, aðstoðaði þar við ýmislegt svo sem fararstjórn, og tók síðar við stjórnaformennsku og loks þjálfun. Vitnið L kvaðst hafa farið sérstaklega yfir m örk í samskiptum þjálfara og iðkenda með ákærða, í kjölfar þess að hún fékk tilkynningar um óeðlilega hegðun hans á mótinu á [ ... ] . Þó að ákærði hafi borið fyrir dómi að hann teldi brotaþola lítið fatlaða lýsti hann einnig ýmsum annmörkum hennar, m.a. að h ann hafi oft þurft að spyrja sérstaklega hvort hún skildi það sem hann segði við hana. Þá hefði hann farið með brotaþola á fundi og til læknis til að hún tryggja að hún skildi það sem þar væri sagt. Í ljósi framangreinds verður að telja útilokað að ákærða hafi getað dulist að brotaþoli væri ófær um að veita gilt samþykki fyrir því að eiga kynmök við ákærða sem var í yfirburðastöðu gagnvart henni. Verður talið sannað að ákærði hafi notfært sér andlega fötlun brotaþola til þess að hafa margsinnis við hana sam ræði. Hefur hann með þeirri háttsemi gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki verður séð að brotið verði einnig fellt undir 1. mgr. 194. gr. laganna, eins og ákvæðið var á verknaðar stundu. 8 Í ákæru eru brot ákærð a einnig heimfærð til 198. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði kynntist brotaþola þegar hún byrjaði að æfa [...] í íþróttafélagi fyrir fólk með fötlun, þar sem hann fylgdist með og aðstoðaði. Hann kom sér fyrst inn undir hjá brotaþola með því að biðja hana að hitta sig því honum liði svo illa. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu bar hann sig aumlega við hana vegna hjónabandserfiðleika, þ.á m. að þau hjónin stunduðu ekkert kynlíf. Hann styrkti svo stöðu sína gagnvart brotaþola stöðugt: Varð stjór narformaður í íþróttafélagi þar sem hún var iðkandi [...] og skipulagði sem slíkur ferðalög og fleira. Síðar varð hann einnig þjálfari að eigin ákvörðun. Ákærði fór á fundi með brotaþola þegar hún var í veikri stöðu og glímdi við erfið viðfangsefni, og tók þar af henni orðið. Hann fylgdi henni einnig í læknisheimsóknir. Telja verður ótrúverðugt að ákærði hafi fylgt henni í því skyni að hjálpa henni við að skilja réttindagæslumann fatlaðra, þroska þjálfa á búsetudeild og lækna, sem má einmitt gera ráð fyrir að hafi kunnáttu og þjálfun í því að ræða við fólk með þroskahömlun. Þessi framhleypni ákærða og stjórnsemi hafa hins vegar vafalítið verið til þess fallin að draga enn úr sjálfstrausti brotaþola og ýta undir að hún upplifði sig hjálparvana og honum háða. Þá útvegaði ákærði brotaþola húsnæði í janúar 2015, á tíma þegar hún var í sérstaklega viðkvæmri stöðu, og lánaði henni bifreið sem hann átti. Samkvæmt framangreindu og áður röktum framburði vitnanna J, N, K og M þykir ljóst að brotaþoli var verulega háð ákærða. Ekki liggur fyrir að ákærði hafi haft kynmök við brotaþola eftir að hann var gerður að persónulegum talsmanni hennar 19. maí 2015 og verður ekki talið sannað að hann hafi nýtt sér þá aðstöðu til að ná fram kynmökum. Hins vegar telur dómurinn sannað að ákærði hafi misnotað freklega þá aðstöðu að brotaþoli var honum háð, til að hafa margítrekað við hana samræði. Brot ákærða verða því einnig heimfærð til 198. gr. almennra hegningarlaga. V. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Ákærði kom sér fyrst í mjúkinn hjá brotaþola með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni. Þó ákærða hafi ekki getað dulist fötlun brotaþola og erfið aðstaða hennar hefur hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við ákæ rða um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Ákærði hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við bro ta þola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um 2.000.000 króna í miskabætur. Ákærði ber bótaábyrgð samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Vitnið J bar að brot ákærða hefðu ha ft mjög alvarleg áhrif á andlega heilsu brotaþola. Hún hafi glímt við [ ... ] . Brotaþoli bar að hún hafi flutt frá [ ... ] til að losna frá ákærða. Þá bar vitnið M að brotaþoli hafi í kjölfar þess að hún sagði frá brotum ákærða verið útskúfað af jafningjum og það hafi verið liður í því að hún hafi hrökklast úr bænum. Vitnið B, móðir brotaþola, bar einnig að hún hafi átt mjög erfitt vegna brotanna, og eigi enn erfitt. Hún sé mjög einangruð og hafi misst samband við vini sína. Með vísan til þessa þykir bótakrafan ekki úr hófi og verður tekin til greina að fullu. Gerð er krafa um að bætur beri vexti samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 26. maí 2015. Miðað við framangreinda niðurstöðu höfðu brot ákærða gegn brotaþola þá staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Verður krafan því tekin til greina. Ákærða var kynnt bótakrafa brotaþola við skýrslutöku lögreglu 27. janúar 2016 og bera dæmdar bætur því dráttarvexti frá 27. febrúar 2016, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt úrslitum málsins og 1. mgr. 235 . gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er ákærða gert að greiða sakarkostnað sem alls nemur 3.382.062 krónum. Þar eru meðtaldar 1.138.320 krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Arnars Sigfússonar lögmanns, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþ ola, Auðuns Helga sonar lögmanns sem þykir hæfilega ákveðin 1.264.800 krónur, og ferða kostnaður hans 231.217 krónur. Málsvarnarlaun og þóknun eru tilgreind að virðisaukaskatti með töldum. Útlagður sakarkostnaður lögreglu nemur 765.725 krónum. 9 Gætt var ákv æðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð Ákærði, X sæti fangelsi í fjögur ár. Ákærði greiði brotaþola, A, 2.000.000 króna, með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/20 01 frá 26. maí 2015 til 27. febrúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 3.382.062 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Sigfússonar lögmanns, 1.138 .320 krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Auðuns Helgasonar lögmanns, 1.264.800 krónur og ferðakostnað hans, 231.217 krónur.