LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 8 . febrúar 2019. Mál nr. 69/2019 : Akurholt ehf. og Geiteyri ehf . (Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður) gegn Matvælastofnun , (Óskar Sigurðsson lögmaður) Umhverfisstofnun og (María Thejll lögmaður) Arnarlax i ehf. (Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Kærumál. Frávísun frá héraðsdómi staðfest. Lögvarðir hagsmunir. Útdráttur A ehf. og G ehf. kröfðust þess að ógilt yrðu með dómi rekstrarleyfi sem M og U höfðu veitt A til reksturs stöðva til sjókvíaeldis . Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu frá dómi þar sem A ehf. og G ehf. hefðu ekki sýnt fram á að þeir hefðu lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr dómkröfum sínum. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 21 . janúar 2019 , en kærumálsgögn bárust réttinum 28 . sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2019 í málinu nr. E - 1670/2018 þar sem málinu var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt verði fyrir h éraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. 2 Niðurstaða 4 Með vísan til þess sem rakið er í hinum kærða úrsk urði er staðfest sú niðurstaða hans að sóknaraðilar hafi ekki sýnt fram á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr dómkröfum sínum. Þegar af þeirri ástæðu er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu frá dómi. 5 Eftir þessum úrslitum verðu r sóknaraðilum gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Sóknaraðilar, Akurholt ehf. og Geiteyri ehf., greiði óskipt hverjum varnaraðila, Matvælastofnun, Umhverfisst ofnun og Arnarlaxi ehf., 200.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2019 1. Mál þetta var höfðað 15. maí 2018 og tekið til úrskurðar um frávísunarkröfur stefndu 8. janúar 2019. Stefnendur eru Akurholt ehf., Aratúni 9 í Garðabæ og Geiteyri ehf., Síðumúla 34 í Reykjavík. Stefndu eru Matvælastofnun, Austurvegi 64 á Selfossi, Umhverfi sstofnun, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík og Arnarlax ehf., Strandgötu 1 á Bíldudal. 2. Dómkröfur stefnenda eru að ógilt verði með dómi rekstrarleyfi nr. FE - 1105 sem stefndi Matvælastofnun veitti stefnda Arnarlaxi til reksturs stöðva til sjókvíaeldis á 10.000 tonnum af laxi í Arnarfirði þann 6. maí 2016. Að ógilt verði með dómi starfsleyfi sem stefndi Umhverfisstofnun veitti stefnda Arnarlaxi til reksturs stöðvar til sjókvíaeldis á 10.000 tonnum af laxi í Arnarfirði þann 15. febrúar 2016. Stefnendur krefjast þ ess að frávísunarkröfum stefnda verði hafnað. Þá er krafist málskostnaðar in solidum að skaðlausu úr hendi stefndu. Stefndu krefjast aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara sýknu af kröfum stefnenda. Stefndu krefjast þess að stefnendum verði ge rt að greiða þeim málskostnað. 3. Málið varðar deilur aðila um lögmæti rekstrarleyfis og starfsleyfis stefnda, Arnarlax, vegna starfrækslu fiskeldis í sjókvíum í Arnarfirði. Stefnendur, sem eru eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, telja að fella beri úr gil di leyfi fyrir starfseminni vegna 3 þeirrar hættu sem hún skapar fyrir náttúrulega villta laxastofna í landinu. Þessa hættu telja þeir bæði stafa af yfirvofandi erfðamengun sem muni leiða af slysasleppingum laxfisks frá eldinu og sjúkdómahættu og mengun sem af starfseminni leiði. Þessi ógnun, sem þeir telja yfirvofandi, muni í framtíðinni raska verðmætum hagsmunum þeirra af nýtingu veiðiréttar í Haffjarðará. 4. Stefndu telja stefnendur ekki hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins og því beri að vísa málinu fr á dómi. Þannig sé málsókn stefnenda á því reist að af hinni umþrættu starfsemi stefnda Arnarlax leiði að hætta skapist á því að hinn villti laxastofn Haffjarðarár verði fyrir erfðamengun sem leiði til skaða á stofninum og orðspori árinnar. Þetta telja stef ndu ekki geta leitt til þess að stefnendur geti haft lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkrafna sinna. Komi þar bæði til að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að þeir hafi enn orðið fyrir nokkru tjóni og svo hitt að Haffjarðará renni til sjávar á sunnanverðu Snæ fellsnesi í svo mikilli fjarlægð frá starfsemi stefnda, Arnarlax, í Arnarfirði að fjarlægt sé að starfsemin geti haft áhrif á laxastofn árinnar. Þá séu röksemdir stefnenda um lögvarða hagsmuni þeirra af úrlausn málsins reistar á því að starfsemi stefnda, A rnarlax, muni hugsanlega valda þeim tjóni í framtíðinni en aðild að dómsmálum verði ekki reist á svo óljósum og óáþreifanlegum tilgátum. Að auki séu röksemdir stefnenda um þá hættu sem þeir telja yfirvofandi byggðar á erlendum rannsóknum sem ekki taki mið af aðstæðum í hafinu umhverfis Ísland. Þá telja stefndu að skilyrði aðila - og kröfusamlags samkvæmt 19. og 27. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 séu ekki uppfyllt. 5. Stefndu vísa til þess að ákvörðun um að leyfa fiskeldi hérlendis sé í eðli sínu pólitísk. Fiske ldi hafi verið leyft hér um áratuga skeið þrátt fyrir að stjórnvöldum og löggjafanum hafi frá öndverðu verið kunnugt um að slíkt kynni að hafa í för með sér hættu á erfðamengun villtra innlendra laxastofna. Stefnendur hafi ekki hagsmuni af úrlausn krafna s inna þar sem að jafnvel þó þær næðu fram að ganga myndi það ekki hafa nein áhrif á þá hættu sem laxastofni Haffjarðarár kann að stafa af fiskeldi sem stundað sé í ríkum mæli bæði fyrir vestan land og austan. Kröfugerð stefnenda sé þannig háttað að í raun v irðist tilgangur þeirra vera sá að stöðva alla uppbyggingu fiskeldis í sjókvíum við Ísland. Að slíkum tilgangi verði ekki að lögum unnið með einkaréttarlegum málsóknum heldur sé það hlutverk löggjafans og stjórnvalda að gæta slíkra almennra hagsmuna. Þá ví sa stefndu til þess að einstakar málsástæður 4 stefnenda séu verulega vanreifaðar í andstöðu við e - lið 1. mgr. 80. gr. einkamálalaga nr. 91/1991. Einnig þetta eigi að leiða til frávísunar. 6. Stefnendur vísa til þess að af þeirra hálfu sé gerð sérstök grein fy rir lögvörðum hagsmunum þeirra í stefnu. Þar kemur fram að stefnendur séu hvor um sig 50% veiðiréttarhafi í Haffjarðará á Snæfellsnesi. Þeir hafi einkaréttarlega hagsmuni af því að fá starfs - og rekstarleyfi stefnda, Arnarlax, felld úr gildi þar sem áframh ald starfseminnar leiði til þess að hætta sé á að hinn villti laxastofn árinnar verði fyrir erfðamengun frá erlendum og framandi stofni sem stefndi, Arnarlax, notar með þeim afleiðingum að hinn náttúrulegi stofn skaðist og orðspor árinnar bíði hnekki. Af s líku myndi leiða fjárhagslegt tjón fyrir stefnendur. Þá vísa stefnendur til varúðarreglu 9. gr. laganna um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem fram kemur að þegar tekin er ákvörðun á grundvelli laganna, án þess að fyrir liggi með nægilegri vissu hvaða áhrif h ún hefur á náttúruna, skuli leitast við að koma í veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á náttúruverðmætum. Og sé hætta á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum skuli skorti á vísindalegri þekkingu ekki beitt sem rökum til að fresta eða láta hjá líða að grípa til skilvirkra aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim. Varðandi sönnun um tjón sem leiði beinlínis af starfsemi stefnda, Arnarlax, sé ekki á mörgu að byggja enda starfsemin nýhafin. Þó séu farnar að berast fréttir af tjóni bæ ði í Breiðafirði og á Húnaflóa. Slíkum tjónstilvikum eigi aðeins eftir að fjölga. Stefnendur vísa til þess að þeir hafi lagt fram ítarleg gögn um vísindalega umfjöllun sem sýni þetta. Þeir byggja á því að einkaréttarlega hagsmuni þeirra megi ekki skerða me ð pólitískri stefnumótun eða aðgerðum eða leyfisveitingum stjórnvalda. 7. Með kröfugerð sinni í máli þessu, einsog hún er sett fram og rökstudd, verður ekki annað séð en að stefnendur miði að því að fá dóm sem leggi bann við að laxeldi í opnum sjókvíum sé st undað á Íslandi. Rökstuðningur stefnenda um að slíkt fiskeldi sé líklegt til að hafa veruleg neikvæð áhrif á náttúrlega laxastofna í veiðiám á Íslandi styðst við margvísleg mikilvæg rök og virðist geta samræmst þeirri reynslu sem ýmsar nágrannaþjóðir hafa af sambærilegri starfsemi sem stunduð hefur verið um áratugaskeið. Þetta er enda óumdeilt með aðilum málsins og víða vitnað til þeirrar áhættu sem af hinni umdeildu atvinnustarfsemi leiðir í matsgerðum þeim sem unnar voru til undirbúnings hinni umdeildu le yfisveitingu. Í 1. gr. laga nr. 71/2008 um 5 fiskeldi er til þess vísað að markmið laganna sé meðal annars að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. Í 18. gr. laganna er kv eðið á um að ef sannast að missir eldisfisks úr fiskeldisstöð veldur tjóni á hagsmunum veiðiréttarhafa sé viðkomandi rekstrarleyfishafi fébótaskyldur. 8. Vitund um neikvæð áhrif fiskeldis á náttúrlega laxastofna í veiðiám á Íslandi hefur um áratuga skeið ver ið meðal þeirra þátta sem löggjafinn og stjórnvöld hafa tekið með í reikninginn við ákvarðanatöku um hvort, á hvern hátt og í hversu miklu mæli, fiskeldi skuli heimilað. Þá er til þess að líta að orðsporsáhætta neikvæðra áhrifa fiskeldis er almennur áhættu þáttur sem varðar fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem starfa á ólíkum sviðum. Þannig gætu neikvæð umhverfisáhrif fiskeldis í opnum sjókvíum orðið til þess að koma óorði á einstaka landshluta eða landið allt með tilheyrandi tjóni til dæmis fyrir ferðaþj ónustuaðila. Veiðiá stefnenda, Haffjarðará, rennur til sjávar í talsverðri fjarlægð frá Arnarfirði. Ekki er umdeilt að staðbundin umhverfisáhrif hinnar umdeildu starfsemi stefnda, Arnarlax, ná ekki til þess hafsvæðis þar sem Haffjarðará kemur til sjávar. R öksemdir stefnenda sem styðjast við erlendar rannsóknir lúta enda að því að neikvæð áhrif slysasleppinga frá starfsemi stefnda geti náð til mun stærra svæðis en hin staðbundnu umhverfisáhrif, jafnvel til landsins alls. Í þessu ljósi verður að skoða röksemd ir stefnenda þannig að þeir haldi á hagsmunum sem allir veiðiréttarhafar á Íslandi eigi sameiginlega. 9. Stefnendur hafa ekki orðið fyrir tjóni af starfsemi stefnda, Arnarlax, hvað sem síðar kann að gerast. Þá hafa þeir ekki sýnt framá að starfsemin skapi ha gsmunum þeirra sérstaklega afmarkaða eða sérgreinda áhættu. Hagsmunir þeir sem stefnendur leitast við að verja með lögsókn sinni eru í eðli sínu almannahagsmunir. Það eru hagsmunir sem allir þeir sem atvinnu hafa af nýtingu náttúru landsins, bæði beint og óbeint hafa einnig. Hagsmunir þeirra sem unna náttúru landsins og vilja tryggja vernd hennar. Slíkum hagsmunum hafa landsmenn rétt til að stuðla að og verja með þátttöku í almannasamtökum, með því að láta til sín taka á opinberum vettvangi eða með því að b jóða sig fram til Alþingis eða sveitarstjórna. Með lögum er náttúruverndarsamtökum á grundvelli svonefnds Árósasamnings fenginn skilyrtur réttur til aðildar á stjórnsýslustigi að afmörkuðum stjórnsýsluatriðum án þess að sýna fram á lögvarða hagsmuni enda s amrýmist það tilgangi samtakanna að gæta þeirra 6 hagsmuna sem kæran lýtur að. Enga sambærilega heimild er að finna sem varðar aðild að dómsmálum, hvorki gagnvart náttúruverndarsamtökum né almennum einkaréttarlegum aðilum. Eins og háttar til í þessu máli ver ður ekki fallist á að stefnendur hafi sýnt framá að þeir hafi þess konar einstaklega og sérgreinda hagsmuni af úrlausn málsins að þeir hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkrafna sinna. Uppfyllir stefna í málinu því ekki kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. Þar sem ekki verður séð að úr þessari vanreifun verði bætt undir rekstri málsins eru svo verulegir annmarkar á málatilbúnaði stefnenda að óhjákvæmilegt er að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum skulu stef nendur greiða stefndu málskostnað eins og greinir í dómsorði. Af hálfu stefndu fluttu málið lögmennirnir Óskar Sigurðsson, María Thejll og Kristín Edwald en Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður flutti málið fyrir stefnendur. Ástráður Haraldsson héraðsdómari k vað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð; Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur greiði óskipt hverjum stefndu eina milljón króna í málskostnað.