LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 554/2019 : Ákæruvaldið (Guðrún Sveinsdóttir , settur saksóknari ) gegn X (Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður) Lykilorð Brot gegn blygðunarsemi. Ærumeiðingar. Hótanir. Ákæra. Heimfærsla. Dráttur á máli. Skilorð. Útdráttur X var sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn A, fyrrverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa birt færslu með kynferðislegum myndum af henni á tilgreindri Facebook - síðu ásamt persónulegum upplýsingum um hana og þannig sært blygðunarsemi hennar, móðgað hana og smánað. Þá var hann sakfelldur fyrir að senda henni sex símaskilaboð sem innihéldu blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot. Var X með háttsemi sinni talinn hafa brotið gegn 209., 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga n r. 19/1940. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um væri að ræða alvarleg brot X gegn A sem var honum nákomin. Með hliðsjón af 1., 6. og 7. tölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga var refsing hans ákveðin fangelsi í sex mánuði en fullnustu þriggja mánaða refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen , settur landsrét tardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 24. júní 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 27. maí 2019 í málinu nr. S - 2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum ákæruliðum en til vara vægustu viðurlaga er lög leyfa. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar mynd - og hljóðupptökur af framburðum ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi og teknar af þeim viðbótarskýrslur. 5 Svo sem nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi eru ákærða gefin að sök í fjórum ákæruliðum b rot í nánu sambandi, sem fólust í blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrotum, gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni á árunum 2014 og 2015. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sýknaður af öllum ákæruliðum á grundvelli þess að ákæruvaldinu hefði ekki tek ist að sanna að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært var fyrir. Var sú niðurstaða einkum byggð á því að skjáskot af skilaboðum, sem lögð voru fram í málinu til sönnunar um þá háttsemi sem ákært var fyrir, væru haldin veigamiklum efnisannmörkum þar sem myndirnar væru ógreinilegar, ekki væri að finna dagsetningar á þeim og að lögreglan hefði ekki aflað frumgagna sem lágu að baki skilaboðunum. 6 Atvik málsins eru þau að ákærði X og brotaþolinn A tóku upp samband á árinu . Var ákærði þá árs en brotaþoli ára. Bæði lýsa þau því að sambandið hafi verið stormasamt nánast frá upphafi og að samskipti milli þeirra hafi ekki verið góð. Þá bera þau um að allan tímann hafi verið slæmt samband á milli ákærða og foreldra brotaþola. Þau hafi á tímabilin u oft slitið sambandinu en ítrekað tekið það aftur upp. Þann 2013 eignuðust ákærði og brotaþoli stúlkubarn. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær sambandi þeirra lauk. Brotaþoli ber að það hafi verið fyrir sumarið 2014 en ákærði telur það hafa verið undi r lok þess árs. Í málinu liggur fyrir að ákærði leitaði til göngudeildar geðsviðs Landspítala . júní 2014 vegna vanlíðunar í kjölfar sambandsslita við barnsmóður sína. Gögn málsins bera með sér að ákærði hafi verið í meðferð á göngudeild vegna þessa fra m til . september 2018. Samkvæmt þessu hefur sambandi aðila lokið í byrjun sumars 2014. Brotaþoli lagði fram kæru á hendur ákærða hjá lögreglu 20. apríl 2015. Til stuðnings kærunni lagði hún fram 25 skjáskot af 24 símaskilaboðum, bæði SMS og á Messenger gegnum Facebook, og einni Facebook - færslu. 7 Ákæran í málinu, sem skiptist í fjóra liði, byggist á því að á árunum 2014 og 2015 hafi ákærði birt færslu á Facebook - brotaþola, móðgað hana og smánað og að auki sent henni 18 símaskilaboð sem innihéldu blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi bera skjáskot af skilaboðunum sem liggja frammi í málinu ekki með sér hvaða daga þau voru send eða hvenær Facebook - færslan var birt. Sam kvæmt framburði brotaþola fyrir héraðsdómi voru skilaboðin send og Facebook - færslan birt í tengslum við og í kjölfar sambandsslita þeirra á árunum 2014 og 2015. Ákærði hefur á hinn bóginn ekki getað varpað neinu ljósi á hvenær skilaboðin voru send. 8 Samkvæ mt upplýsingaskýrslu lögreglu 24. október 2016 kemur fram að reynt hafi verið að fá síma brotaþola til þess að unnt væri að afrita gögn sem tengdust 3 símaskilaboðunum. Brotaþoli hafi hins vegar upplýst að hún notaði ekki lengur símann sem skilaboðin voru se nd í. Í framburði brotaþola fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti kom fram að lögreglan hefði ekki óskað eftir því að fá skilaboðasamskipti úr símanum í heild eða fá aðgang að Facebook - síðu hennar. Þá bar lögreglumaður sem annaðist rannsókn málsins í skýrsl u fyrir héraðsdómi að reynt hefði verið að afla frumgagna hjá ákærða en það hefði ekki tekist. 9 Brotaþoli gaf skýrslu fyrir héraðsdómi þar sem hún staðfesti að ákærði hefði sent henni þau skilaboð sem ákært er fyrir og að hann hefði sett færsluna inn á Fac ebook Landsrétti staðfesti brotaþoli að flest skilaboðin hefðu komið fram eftir samba ndsslitin og á þeim tíma sem hún var að losna úr sambandinu. 10 Í kjölfar kæru brotaþola 20. apríl 2015 voru teknar tvær skýrslur af ákærða hjá lögreglu, 3. maí 2016 og 30. mars 2017. Af framburði ákærða hjá lögreglu verður ráðið að hann kannist við að hafa sett inn umrædda Facebook - færslu og að hann hafi sent brotaþola mörg þeirra símaskilaboða sem ákært er fyrir. Í skýrslu ákærða fyrir héraðsdómi kom á hinn bóginn fram hjá honum að hann myndi ekki eftir því að hafa sett færsluna inn eða sent símaskilaboðin sem ákært er fyrir. Hann muni lítið frá þessum tíma þar sem hann hafi verið niðurbrotinn í kjölfar sambandsslitanna og hafi þurft að fá meðferð vegna þess. Ákærði kvaðst í raun hvorki getað játað né neitað að hafa sent símaskilaboðin. Í framburði sínum fyr ir Landsrétti kvaðst hann ekki muna atvik betur en þegar hann var spurður fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 11 Svo sem áður er rakið eru ákærða gefin að sök blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og bar nsmóður á árunum 2014 og 2015. Ákæran er í fjórum liðum og eru öll brotin talin varða við 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk þess sem brot í fyrsta og öðrum ákærulið eru talin varða við 209. gr. sömu laga. 12 Ákærði byggir vörn s ína meðal annars á því að ósannað sé að hann hafi sent símaskilaboðin og sett inn Facebook - færsluna sem ákært er fyrir í málinu. Tekið er undir með héraðsdómi að framburður brotaþola, um að símaskilaboðin hafi komið frá ákærða og að hann hafi sett inn færs luna á Facebook, sé stöðugur og trúverðugur. Áður er rakið að í skýrslugjöf hjá lögreglu kannaðist ákærði við mörg símaskilaboðanna og að hafa sett inn Facebook - færsluna. Þótt ákærði hafi í framburði sínum fyrir héraðsdómi og Landsrétti ekki munað eftir þv í að hafa sent símaskilaboðin neitaði hann því ekki að þau stöfuðu frá honum. Auk þess kannaðist hann við að prófílmyndin sem fylgdi skilaboðunum á Messenger væri af honum. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður lagt til grundvallar að sannað sé að ákærði hafi sent þau skilaboð sem ákært er fyrir í málinu og hann kannaðist við í skýrslugjöf hjá 4 lögreglu og jafnframt að hann hafi sett inn þá Facebook - færslu sem getur um í fyrsta ákærulið. 13 Ákærði byggir vörn sína einnig á því að ekki sé ljóst af g ögnum málsins hvenær símaskilaboðin hafi verið send eða hvenær Facebook - færslan hafi verið birt og að sök hafi verið fyrnd þegar ákæra í málinu var gefin út 7. júní 2018. Ákæran byggist á því að skilaboðin hafi verið send á árunum 2014 og 2015 en ákærði he ldur því fram að þau gætu í raun hafa verið send fyrr eða á árinu . Fyrir liggur að samband aðila hafi verið stormasamt frá því að það hófst og hafi skilaboðin verið send það ár hafi fimm ára fyrningarfrestur verið liðinn er ákæra í málinu var gefin út 7. júní 2018, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 83. gr. almennra hegningarlaga. Ákæruvaldið eigi að bera hallann af því að upplýsingar um tímasetningu skilaboðanna liggi ekki fyrir þar sem lögregla hafi ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti og hafi vanrækt að afla upplýsinga um Facebook - færsluna og nánari samskipti aðila í tengslum við símaskilaboðin. 14 Af nokkrum símaskilaboðanna má ráða að þau voru send eftir fæðingu dóttur ákærða og brotaþola en eins o g áður er rakið fæddist hún 2013. Í skilaboðum kva rtar ákærði meðal annars yfir því að fá ekki að hitta dóttur sína. Þá bera fjölmörg skilaboðanna það með sér að þau hafi verið send eftir að ákærði taldi að brotaþoli hefði tekið upp samband við annan mann og styður efni margra þeirra að þau hafi verið sen d eftir að sambandinu var slitið. Þá er framburður brotaþola trúverðugur um að skilaboðin og Facebook - færslan hafi verið send í tengslum við og í kjölfar sambúðarslita þeirra snemma sumars 2014. Ákærði hefur ekki fært nein rök fyrir því að skilaboðin hafi verið send á árinu auk þess sem hann kvaðst ekki muna eftir því í skýrslugjöf fyrir dómi að hafa sent skilaboðin. Samkvæmt þessu verður talið sannað að skilaboðin og Facebook - færslan sem ákært er fyrir hafi verið send á árunum 2014 og 2015 eins og í ák æru greinir og eru brotin því ekki fyrnd. Þótt ekki sé unnt að fullyrða um nákvæma dagsetningu brota ákærða á þessu tímabili verður að telja það aukaatriði brotanna sem ekki hafi haft áhrif á möguleika hans til að halda uppi fullnægjandi vörnum í málinu, s br. 180. gr. laga nr. 88/2008. Verður ákæran því talin uppfylla skilyrði 153. gr. sömu laga. Ákæruliður 1 15 Í fyrsta lið ákærunnar eru ákærða gefin að sök blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður á árunum 2014 og 2015 með því að hafa birt mynd af henni þar sem andlitið sést og mynd af brjóstum hennar auk tveggja kynferðislegra mynda á Facebook - Snapchat auk þess að t aka fram að til væru myndbönd af henni ef fólk vildi, en með háttsemi sinni hafi ákærði sært blygðunarsemi hennar auk þess að móðga hana og smánað. 5 16 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 30. mars 2017 kemur fram að hann og félagi hans hafi stofnað aðgang að Facebook - B . Ástæðu færslunnar kvað ákærði hafa vera pirring og reiði út í brotaþola. Hann hefði tekið færsluna út eftir nokkrar mínútur. Samkvæmt þessu og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa se tt færsluna inn á Facebook - háttsemin sem ákært er fyrir í þessum ákærulið sönnuð. 17 Ekki leikur vafi á að með umræddri færslu á Facebook braut ákærði gegn blygðunarsemi brotaþola auk þess sem í henni felst smánun og móðgun með stórfelldum ærumeiðingum. Er því fallist á með ákæruvaldinu að með háttsemi sinni hafi ákærði brotið gegn 209. gr. og 233. gr. b almennra hegningarlaga. Þar sem háttsemi ákærða fólst í birtingu færslunnar á Facebook en ekki hótun verður brotið ekki heimfært undir ákv æði 218. gr. b almennra hegningarlaga, sbr. 233. gr. sömu laga. Ákæruliður 2 18 Í öðrum lið ákærunnar eru ákærða gefin að sök blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður á árunum 2014 og 20 15, með því að hafa sent henni skilaboð símleiðis sem innihéldu skjáskot af færslu á Facebook, sem ekki hefur verið birt, með mynd þar sem andlit hennar sést og mynd af brjóstum hennar auk tveggja kynferðislegra mynda [A] Er alltaf til í að Snapchat, símanúmer og að hún búi í 19 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 30. mars 2017 kannaðist hann við að hafa skrifað umrædda færslu en að hún hefði ekki verið birt inni á Facebook - síðunni. Samkvæmt þessu og því að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent þessi skilaboð telst sönnuð sú háttsemi ákærða sem honum er gefin að sök í öðrum ákærulið. 20 Ákærði byggir vörn sína í þessum ákærulið á því að í ákærunni sé ekki lýst á hvern hátt hann hafi móðgað eða smánað brotaþola og enn síður hvernig háttsemin hafi falið í sér stórfelldar ærumeiðingar. Að mati dómsins er skýrle ga lýst í þessum lið ákærunnar háttsemi ákærða sem var til þess fallin að móðga og smána brotaþola og særa blygðunarsemi hennar. Uppfyllir ákæran að þessu leyti því skilyrði um fullnægjandi lýsingu brots þannig að unnt sé að heimfæra það til refsiákvæða. M eð framangreindum ummælum braut ákærði gegn blygðunarsemi brotaþola auk þess sem í þeim fólst smánun og móðgun með stórfelldum ærumeiðingum. Með framangreindri háttsemi hefur ákærði brotið gegn 209. gr. og 233. gr. b almennra hegningarlaga. Ákæruliður 3 6 21 Í þriðja lið ákærunnar eru ákærða gefin að sök hótana - og ærumeiðingabrot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður á árunum 2014 og 2015 með því að hafa sent henni 15 hótanir með símaskilaboðum sem voru til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína eða annarra auk þess að móðga hana og smána. Eru brotin sem fyrr segir heimfærð til 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga. 22 Af hálfu ákærða er því haldið fram að þar sem núgildandi ákvæði 218 . gr. b almennra hegningarlaga sem fjallar um hótanir og ofbeldi í nánu sambandi hafi fyrst tekið gildi 30. mars 2016, sbr. lög nr. 23/2016, eftir að ætluð brot hans áttu sér stað 2014 og 2015 , verði honum ekki refsað eftir hinu nýja ákvæði. Myndi sakfelli ng hans á þeim grundvelli fara í bága við fyrirmæli 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samk væmt lögum á þeim tíma er hún átti sér stað eða fullkomlega má jafna til hennar. 23 Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dómur gengur, skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um r efsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei megi þó dæma refsingu, nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. 24 Í 218. gr. b sem tekin var upp í almenn hegningarlög með lögum nr. 23/201 6 var sett sérstakt ákvæði sem fjallar um ofbeldisbrot í nánum samböndum. Í 1. málslið 1. mgr. segir meðal annars að hver sem endurtekið eða á alvarlegan átt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila með hótunum skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í athugasemdum í greinargerð sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 23/2016 sagði um þetta ákvæði að þar væru sérstaklega taldar upp verknaðaraðferðir sem þá þegar gætu falið í sér sjálfstæða refsiverða háttsem i samkvæmt hegningarlögum og var þar meðal annars vísað sérstaklega til hótana samkvæmt 233. gr. laganna. Á þeim tíma sem ákærði sendi umrædd skilaboð var í gildi 1. mgr. 233. gr. sem leggur allt að tveggja ára fangelsi við því að hafa í ð fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja er tekið upp í þriðja lið ákærunnar. Af þessu er ljóst að sú háttsemi sem ákært er fyrir um hótanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu taldist refsiverð háttsemi þegar hún átti sér stað samkvæmt skýrum lagafyrirmælum þar um. Þótt brotið sé í ákæru heimfært til 218. gr. b almennra hegningarlaga eins og mælt er fyrir í 1. mgr. 2. gr. laganna án þess að vís að sé til 233. gr. sérstaklega um refsinæmi verknaðar þegar brotin áttu sér stað, verður ekki talið að það breyti möguleikum ákærða til að verjast þessu ákærulið, enda skýrlega tekið fram í greinargerð með frumvarpinu til laga um lögfestingu 218. gr. b. að háttsemin var refsiverð samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga. 7 25 Samkvæmt undirlið a) í þriðja lið ákærunnar fólust hótana - og ærumeiðingabrot nuna Hvort loggan kemur eða eg þarf að drepa broðir þinn Þu hefur nakvænlega 7 minotur Ef eg þarf að kveikja í fkn ibuðinni til að na þer ut þa fkn geri eg það 6 min 26 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 5. maí 2016 kom fram að hann myndi ekki hvaða skilaboð Samkvæmt þessu og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákæruli ð. 27 Í framangreindum skilaboðum fólst hótun um líflát og íkveikju svo og móðgun og smánun gagnvart brotaþola. Er því fallist á það með ákæruvaldinu að með háttsemi sinni hafi ákærði brotið gegn 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga. 28 Samkvæmt undir lið b) í þriðja lið ákærunnar fólust hótana - og ærumeiðingabrot ákærða í skilaboðum þar sem er að finna mynd af byssutösku sem lögð er upp við gráa rusta ?er í drasl í sta?i 29 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 5. maí 2016 kom fram að þetta væri byssutaska sem hann hefði fundið en ekkert hefði verið í henni. Jafnframt kannaðist hann við bifreiðina sem er á myndinni og að hafa verið reiður og sár vegna þess að sambýliskon er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. 30 Í framangreindum skilaboðum fólst h ótun sem var til þess fallin að vekja hjá brotaþola ótta um líf og heilbrigði. Er því fallist á það með ákæruvaldinu að með þessari háttsemi hafi ákærði ógnað á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð brotaþola svo og móðgað hana og smánað með stórfelldri ærumeiðingu og því brotið gegn 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga. 31 Samkvæmt undirlið c) í þriðja lið ákærunnar fólust hótana - og ærumeiðingabrot liggja í þin eigin bloði fooooking horu ógeð þetta er það sem þu valdir Njóttu fkn 32 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 5. maí 2016 kom fram að hann hefði sent þessi skilaboð í reiðika sti og vegna pirrings og að hann hefði margoft beðið afsökunar á þeim. Samkvæmt þessu og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. 8 33 Í framan greindum skilaboðum fólst hótun sem var til þess fallin að vekja hjá brotaþola ótta um líf og heilbrigði. Að auki verður að telja ummæli hans um að brotaþoli sé hóra móðgandi og smánandi fyrir hana. Er því fallist á það með ákæruvaldinu að með þessari hátt semi hafi ákærði ógnað á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð brotaþola svo og móðgað hana og smánað með stórfelldri ærumeiðingu og því brotið gegn 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga. 34 Samkvæmt undirlið e) í þriðja lið ákærunnar fólust hót ana - og ærumeiðingabrot [A] ;) ?u ert svoooooooo dau? og ?uveist ?a? vel Og ef ?u svarar ekki ?a Skal eg lofa ?er? ?vi a? i ?etta skifti? Mun eg ekki snua vi? !!!! Oki eg se ?ig k annski knusar stelpuna einu 35 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 5. maí 2016 kom fram að hann hefði sent þessi skilaboð þar sem brotaþoli hafi verið að hitta aðra stráka og að hún hefði sagt að C væri ekki dóttir hans. Samkvæmt þessu og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. 36 Í framangreindum sk ilaboðum fólst hótun sem var til þess fallin að vekja hjá brotaþola ótta um líf og heilbrigði svo og móðgun og smánun með stórfelldri ærumeiðingu og er því fallist á það með ákæruvaldinu að með háttsemi sinni hafi ákærði brotið gegn 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga. 37 Samkvæmt undirlið k) í þriðja lið ákærunnar fólust hótana - og ærumeiðingabrot ákærða í skilaboðum þar sem er að finna skjáskot af myndböndum ásamt textanum ara goð video 38 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá lögreglu 5. maí 2016 kannaðist hann við skilaboðin og að þetta hefði verið myndskeið sem hann átti sem hefði sýnt hann og brotaþola í og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. 39 Í framangreindum skilaboðum fólst móðgun og smánun gagnvart brotaþola með stórfelldri ærumeið ingu og er því fallist á það með ákæruvaldinu að með háttsemi sinni hafi ákærði brotið gegn 233. gr. b almennra hegningarlaga. 40 Samkvæmt undirlið m) í þriðja lið ákærunnar fólst hótana - og ærumeiðingabrot i dag litla horan ?in ?u hefur til 2 i dag a? leyfa mer a? hitta dottir mina annars fer margt a stad og hverfur margt og 9 41 Í skýrslu sem ákærði gaf hjá hjá lögreglu 5. maí 2016 kannaðist hann við skilaboðin og að á þessum t íma hefði hann ekki fengið að hitta dóttur sína. Þá kom fram hjá ákærða í skýrslugjöf 30. mars 2017 hjá lögreglu að brotaþoli hefði lokað á hann og ekki leyft honum að hitta dóttur sína. Á þessum tíma hefði hann einnig verið búinn að komast að því að hún h efði haldið fram hjá honum. Samkvæmt þessu og því sem áður er rakið um að ákærði hefur ekki neitað því fyrir dómi að hafa sent skilaboðin telst sönnuð sú háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. 42 Er fallist á það með ákæruvaldinu að með þessar i háttsemi hafi ákærði móðgað brotaþola og smánað með stórfelldri ærumeiðingu og því brotið gegn 233. gr. b almennra hegningarlaga. 43 Í undirliðum d, f, g, h, j, l, n og o í þriðja lið ákæru er að finna ýmiss konar skilaboð sem ákærði virðist hafa sent brota þola. Af texta skilaboðanna einum og sér er erfitt að ráða í hvaða samhengi þau voru sett fram auk þess sem efni sumra þeirra er óljóst. Skilaboðin sem ákært er fyrir samkvæmt undirlið g beinast ekki að brotaþola heldur manni sem ákærði taldi að brotaþoli hefði haldið við. Í sumum tilvikanna voru skilaboðin að auki ekki skýrlega borin undir ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu og þannig fengin fram afstaða hans til þeirra og í hvað skyni þau hefðu verið send. Þá liggur fyrir að samkvæmt framburði ákærða fyri r héraðsdómi mundi hann ekki hvort hann hefði sent símaskilaboðin. Samkvæmt því sem að framan er rakið hefur ákæruvaldinu ekki tekist að sanna að með þessum símaskilaboðum hafi ákærði framið hótana - og ærumeiðingabrot samkvæmt 218. gr. b og 233. gr. b alme nnra hegningarlaga og verður hann því sýknaður af þessum þáttum þriðja liðar ákærunnar. Ákæruliður 4 44 Í fjórða lið ákærunnar er ákærða gefið að sök ærumeiðingabrot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður á árunum 2014 og 2015 m eð því að hafa sent henni eftirfarandi skilaboð símleiðis og þannig móðgað hana og smánað: þa að [C] er dottir min ef þu hefur verið riðandi ollum. Þu ert ekki lengi að fara i saman og ja bara i dag. Eg gerði huge misstok af flytja til [D] eg veit það ve l. En þu verður að atta þig að þu ert greinilega buinn að vera riðandi ollum og sagt að þu sert byrjuð með oðrum. Hvern7g veistu þa að [C] er dottir min ef þu hefur verið riðandi ollum. Þu ert ekki lengi að fara i annað samband. Sem synir bara hverbig man neskja 45 Af skjáskotum sem liggja fyrir í málinu með framangreindum ummælum má ráða að skilaboðin í undirlið 1 séu í raun orðréttur seinni hluti skilaboða sem koma fram í undirlið 2. Verður ekki önnur ályktun dregin en að teknar hafi ve rið tvær myndir af 10 mismunandi hlutum sömu skilaboða þar sem þau hafi ekki komist fyrir á einu skjáskoti. 46 Skilaboð þessi voru ekki með skýrum hætti borin undir ákærða við skýrslutökur hjá lögreglu. Hefur hann því ekki kannast við að hafa sent skilaboðin, hv orki fyrir dómi né hjá lögreglu. Þá liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um af hvað tilefni þessi skilaboð voru send brotaþola. Þá liggur fyrir að ekki voru gerðar ráðstafanir til þess að afla nánari upplýsinga um samskipti á milli aðila sem varpað gætu lj ósi á við hvaða kringumstæður þessi orð voru látin falla. Samkvæmt þessu hefur ákæruvaldinu ekki tekist að sanna með fullnægjandi hætti að framangreind ummæli feli í sér hótun eða móðgun eða smánun með stórfelldri ærumeiðingu, sbr. 218. gr. b og 233. gr. b almennra hegningarlaga, og verður ákærði því sýknaður af þessum ákærulið. Ákvörðun refsingar 47 Svo sem að framan er rakið er ákærði sakfelldur fyrir alvarleg blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrot gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í te ngslum við og í kjölfar sambúðarslita þeirra. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Það eykur hins vegar á saknæmi brotanna að brotaþoli var honum nákominn. Samkvæmt framangreindu verður refsing hans ákveðin með vísan til 1., 6. og 7. tö luliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. sömu lagagreinar. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. 48 Rannsókn málsins hófst í kjölfar kæru brotaþola 20. apríl 2015 en fyrsta skýrsla var tekin af ákærða ríflega ári síðar 3. maí 2016. Af gögnum málsins virðist upphaflegri rannsókn þess hafa lokið 6. júní 2016 þegar gerð var upplýsingaskýrsla um samtal lögreglu við ákærða vegna aðgangs að símagögnum. Í framhaldi af beiðni aðstoðarsaksóknara 2. nóvember 2016 var tekin viðbót arskýrsla af ákærða 30. mars 2017 þar sem hann var spurður nánar út í tiltekin skilaboð sem hann var talinn hafa sent brotaþola. Ákæra í málinu var gefin út 7. júní 2018 meira en þremur árum eftir að kæra barst. Nokkur dráttur var því á rannsókn málsins og ákærumeðferð sem ákærða verður ekki kennt um. Með hliðsjón af þessu þykir rétt að skilorðsbinda þrjá mánuði af refsingu ákærða eins og nánar greinir í dómsorði. 49 Samkvæmt framangreindri niðurstöðu um sakfellingu ákærða af hluta sakargifta og með vísan til 1. mgr. 235. gr. og 1. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til að greiða 3/5 hluta sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, sem samtals nemur 2.414.825 krónum, þar með talið þóknanir lögmanna sem þar voru ákveðnar, og 3/5 hluta áfrýjunarkostnaðar, eins og nánar greinir í dómsorði. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda fyrir Landsrétti eru ákveðin 900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 11 Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex mánuði en fullnustu þ riggja mánaða af refsingunni skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 3/5 hluta sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, sem samtals nemur 2.414.825 krónum, þar með talið þóknanir lögmanna sem þar voru ákveðnar. Ákærði greiði 3/5 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem samtals nemur 943.721 krónu, en þar eru meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Landsrétti, Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns, 900.000 krónur. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra mánudaginn 27. maí Mál þetta var fyrst dómtekið föstudaginn 8. febrúar sl., en þar sem dómur var ekki lagður á það innan lögmælts frests var það endurflutt mánudaginn 29. apríl sl. og tekið til dóms á ný. Málið er höfðað fólust í blygðunarsemis - , hótana - og ærumeiðingabrotum, gagnvart f yrrverandi sambýliskonu sinni og - 2015, sem hér greinir: 1. með því að hafa birt mynd af A þar sem andlitið sést, mynd af brjóstum hennar auk tveggja kynferðislegra mynda á Facebook síðunni og skrifað nafn hennar, s ímanúmer og notandanafn á forritinu Snapchat auk þess að taka fram að til væru myndbönd af henni ef fólk vildi, en með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi hennar auk þess að móðga hana og smána. 2. með því að hafa sent henni skilaboð símleiðis sem in nihélt skjáskot af færslu á Facebook, sem ekki hefur verið innfærð, með mynd þar sem andlit A sést, mynd af brjóstum hennar auk tveggja [A] hún verið ól 3. með því að hafa sent henni eftirfarandi hótanir með skilaboðum símleiðis sem voru til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína eða annarra auk þess að móðga hana og smána: broðir þinn Þu hefur nakvænlega 7 minotur Ef eg þa rf að kveikja í fkn ibuðinni til að na þer ut þa fkn b) Mynd af byssutösku sem sett er upp við gráa bifreið ásamt textanum: j æjjj klukkan er orðin..hlakka til að sja þig liggja í þin eigin bloði fooooking horu ógeð þetta er það sem þu valdir Njóttu fkn sársaukan !! Þu heldur virkilega að eg se að djoka Sjaðu bara hvað :) þu forst bakvid mig og helst frammhja [A] ;) ?u ert svoooooooo dau? og ?uveist ?a? vel Og ef ?u svarar ekki ?a Skal eg lofa ?er? ?vi a? i ?etta skifti? Mun eg ekk i snua vi? !!!! Oki eg se ?ig kannski knusar stelpuna einu sinni vel veist ekkert hvort ?u fær? a? gera ?a? aftur;) En mer hlakkar til 12 a til þin Þitt er valið þu hittir mig Þu ferð bara illa ur þessu Þetta eru bara goð video Segja sumir Er á leiðinni með þetta og fer margt a stad og hverfur margt o til að sja þig. Veist hvað vel hvað skeður þa Djoffull hlakkar mer til að sja þig. Veist hvað vel hvað skeður þa Þu ger Haahahaha ekkert mal Sjaumst fljotlega Hugsa?u hvernig ?er lei? :) ?u munt aldrei enda e r sagt filar 4. Stórfelldar ærumeiðingar gegn A, með því að hafa, sent henni eftirfarandi skilaboð símleiðis og þannig móðgað hana og smánað: [C] er d ottir min ef þu hefur verið riðandi ollum. Þu ert ekki lengi að fara i annað samband. Sem synir bara i dag. Eg gerði huge misstok af flytja til [D] eg veit það vel. En þu verður að atta þig að þu ert greinilega buinn að vera riðandi ollum og sagt að þu sert byrjuð með oðrum. Hvern7g veistu þa að [C] er dottir min ef þu hefur verið riðandi ollum. Þu ert ekki lengi að fara i annað samband. Sem synir bara hverbig Í ákæru er ofangreind brot talin varða við 218. gr. b. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk þess sem brot í ákærulið 1. og 2. eru einnig talin varða við 20 9. gr. sömu laga og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. A krefst þess í málinu að ákærða verði gert að greiða henni skaðabætur að fjárhæð 3.000.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/200 1 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2014, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 3. júní 2016 til greiðsludags. Þá krefst hún þess að kostnaður vegna reksturs hennar á málinu fyrir dómi verði lagður á ákærða. Ákærði krefst aðallega sýknu af refsikröfu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Aðallega krefst hann frávísunar á bótkröfu en til vara sýknu en að því frágengnu að bótakrafan sæti lækkun. Þá krefst hann sýknu af vaxtakröfu en til vara mótmælir han n viðmiðunartímörkum vegna þeirrar kröfu. Loks krefst ákærði að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin hæfileg málsvarnarlaun til handa skipuðum verjanda. I Málavextir eru þeir að samband ákærða og brotaþola byrjaði á árinu og lauk árið 2 014. Þeim fæddist stúlka árið 2013. Bæði lýsa sambandinu sem slitróttu og stormasömu. Ákærði bar að hann og brotaþoli hafi rifist mikið og þung orð hafi oft verið látin falla á báða bóga. Hann kvaðst hins vegar aldrei hafa beitt brotaþola ofbeldi en hafi o ft þurft að verjast ofbeldi hennar, þar sem hún hafi einatt bitið hann og klórað og kastað í hann hlutum. Brotaþoli á hinn bóginn kveður ákærða sífellt hafa sýnt mikla stjórnsemi gagnvart henni og allan tímann sem þau hafi verið saman hafi hann gengið í sk rokk á henni auk þess að beita hana andlegu ofbeldi. 13 Brotaþoli lagði fram kæru gegn ákærða fyrir hótanir, þjófnað og hefndarklám 20. apríl 2015 og aðra kæru tveimur dögum síðar fyrir tvær nauðganir. Rannsókn vegna nauðgunarbrotanna var síðar felld niður se m og vegna þjófnaðarins. Eftir sitja þau ákæruefni sem hér eru til meðferðar. Með tölvupósti 20. apríl 2015 sendi brotaþoli skjáskot af þeim tölvusamskiptum sem ákæra málsins er reist á og nánar eru rakin á ákæruskjali sem að framan er rakið orðrétt. Brota þoli staðfesti fyrir dómi að hún hefði sent umræddan tölvupóst og að þau skjáskot sem þar koma fram sýndu skilaboð og myndbirtingar ákærða. Hún fór sérstaklega yfir hvað hver mynd sem fram kemur sýni og hvernig og hvar hún hafi birst. Í skýrslu ákærða fyri r dómi kvaðst hann ekki muna eftir að hafa sent þau skilaboð sem greinir í ákæru eða hafa viðhaft þær myndbirtingar sem þar er vísað til. Hann tók þó fram að hann myndi þetta einfaldlega ekki nú, svo löngu síðar, en væri ekki að neita því að þetta kynni að stafa frá honum. Í tvígang var tekin skýrsla af ákærða við rannsókn málsins, fyrst 3. maí 2016 og aftur 30. mars 2017. Í skýrslum þessum ber ákærði ekki brigður á það að þau skilaboð sem ákært er fyrir stafi frá honum en vísar einkum til þess að hann hafi verið reiður út í brotaþola vegna þess að hann hafi talið að hún hafi haldið framhjá honum og hafi hann vegna þessa verið í andlegu ójafnvægi. Á hinn bóginn er hann aldrei spurður beint um það hvort viðkomandi myndir og skilaboð, eins og þau birtast í við komandi skjali, stafi frá honum. Virðist vera gengið út frá því af hálfu rannsakara að svo sé. Ákærði segist þó kannast við mynd af sér sem oftlega kemur fram til hliðar við skilaboðin. II Í greinargerð ákærða kemur fram að hann játi að hann hafi birt þær færslur sem frá er greint í 1. og 2. tl. ákæru. Hann hafnar því að sú háttsemi verði réttilega heimfærð undir þau refsiákvæði sem í ákæru greini. Hann kveðst ekki muna eftir að hafa sent þau skilaboð sem getið er um í 3. og 4. tölulið ákæru og hafnar einn ig að sú háttsemi sem í þessum liðum ákæru er lýst verði réttilega heimfærð undir þau refsiákvæði sem þar er gert. III Af hálfu brotaþola er bótakrafa studd við 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er til þess vísað að háttsemi ákærða hafi verið til þess fal lin að valda brotaþola mikilli sálarangist og miska. Bætur fyrir miska skuli ákvarða eftir því sem sanngjarnt þyki en við það mat verði að líta til þess hve alvarlegt brotið sé og hver huglæg upplifun brotaþola hafi verið af brotinu. Við mat á miska verði einnig að líta til sambands ákærða og brotaþola en ákærði sé barnsfaðir brotaþola og sé því um að ræða mikinn trúnaðarbrest af hans hálfu í hennar garð. IV sem brot aþoli sendi lögreglu með tölvupósti. Myndir í skjalinu eru mjög litlar og oft erfitt að greina að birtist við hlið þeirra, er mjög lítil og ómögulegt er a ð sjá með fullri vissu hvort hún sýnir ákærða. Þá liggja ekki fyrir dagsetningar skilaboða en látið við það sitja að tilgreina í ákæru að brotin hafi átt sér stað á árunum 2014 og 2015. Af hálfu lögreglu hefur ekki að því er virðist verið gerð tilraun til að afla þeirra frumgagna sem að baki liggja og má ætla að liggi á tölvukerfum viðkomandi samfélagsmiðla. Brotaþoli bar í skýrslu sinni að hún hefði aldrei verið beðin um að leggja fram frekari gögn. Ítrekaðar áskoranir verjanda til ákæruvalds leiddu ekki t il frekari gagnaframlagningar af þess hálfu. Í ákæru er því lýst hvað ákæruvaldið telur að tilteknar myndir sýni en staðfesting á þeirri lýsingu verður að mati dómsins ekki ráðin af skoðun myndanna einna, sem stafar einkum af hve litlar og óskýrar þær eru. Þann texta sem tekin er upp Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst ákærði ekki muna eftir umræddum skilaboðum eða birtingu á samfélagsmiðlum. Skýrslur hans hjá lögreglu, sem eru meðal gagna málsins og dómari hefur hlustað á, fela ekki í sér að mati dómara trúverðuga játningu hans á því að hann hafi sent þau skilaboð og þær myndir 14 sem fram koma í umræddum tölvupósti, þó ljóst sé að hann gengst þar við því að hafa sent skilaboð sem kunni að hafa innihaldið ljót orð í garð brotaþola. Er því ekki tilefni til að meta það svo að framburður ákærð a hafi tekið breytingum, frá því hann gaf skýrslu fyrir lögreglu og þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi, sem réttlætt gæti að framburður hans fyrir dómi yrði talinn ótrúverðugur að þessu leyti. n er fjallað um og er framburður brotaþola þeim til stuðnings. Með hliðsjón af því sem hér fyrr er rakið er það mat dómsins að umrætt því byggð. Nægir trúver skýring hennar á þeim, ekki til að bæta úr þeim ágöllum sem dómurinn telur vera á umræddri sönnunarfærslu. Er það mat dómsins, þegar af þeim ástæðum sem hér fyrr eru raktar að ákæruva ldinu hafi ekki tekist í málinu að færa fram fullnægjandi sönnun fyrir því að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir, eins og henni er þar lýst. Verður ákærði því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins í máli þessu. Í ljósi þeirrar niðurstöðu verðu bótakröfu vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti 1.373.610 krónur og þóknun skipaðs rétta rgæslumanns brotaþola sem þykir hæfilega ákveðin ásamt virðisaukaskatti 1.015.560 krónur. Þá ber að greiða úr ríkissjóði ferðakostnað verjanda sem nemur 25.655 krónum. Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan kl. 13.00 mánudaginn 27. maí 2019 í dómsal A, Hafnarstræti 107, 4. hæð, Akureyri. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfu ákæruvaldsins í máli þessu. Bótakröfu A er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði og eru þar meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, J úlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, 1.373.610 krónur, að metöldum virðisaukaskatti og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 1.015.560, krónur að meðtöldum virðisaukaskatti ásamt ferðakostnaði réttargæslumannsins að fjárhæð 25.655 krónur.