LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 14. október 2020. Mál nr. 578/2020 : Ákæruvaldið (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Helgi Þorsteinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. D - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - og d liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samdægurs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 2020 í málinu nr. R - [...] /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 9. nóvember 2020 klukkan 13. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kæ rumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Málskostnaður og kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 1. mgr. 234. gr. og 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 2020 Héraðssaksóknari hefur krafist þess að X verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans eru til meðferðar fyrir dómstólum þó eigi lengur en til mánudagsins 9. nóvember nk. kl. 13:00. 1. Í greinargerð sækjanda kemur fram að þann 20. júlí sl. hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir X, hér eftir ákærða, í garð tveggja lögmanna sem starfað höfðu í hans þágu. Í framhaldi hafi ákærði verið handteki nn og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hann hafi verið vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæ ta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. og d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferðar sakamála nr. Frá þeim tíma hafa mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustj órinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Héraðssaksóknari gaf þann 10. september sl. út ákæru vegna neðangreindra brota: M. 318 - 2019 - : Brot í nánu sambandi sem talin eru varða við 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940 með því að hafa símleiðis haft í hótunum við A, kennitala , barnsmóður sína og fyrrum sambýliskonu, eins og að neðan greinir: 2. 30. nóvember 2019: tussan þín, og 3. 3. desember 2019: B koma heim til þín og fokking nauðga þér í rassgat þarna fokking ógeðið þitt maður, fokking stúta þér, þarna fokking bíddu. Ég er ekki að fokking djóka í þér ég læt hann fokking nauðga þér druslan 4. 13. desember 2019: 5. 13. desember 2019: af mömmu þinni og ég sá hana í allt öðru ljósi og mig langaði að fara heim til hennar og mig langaði bara að taka hana og bara berja hana sko. Það er svoleiðis sko, bara taka mjöðmina úr 6. 14. desember 2019: þig, ég er 7. Já ég stúta börnunum þínum líka bara svo þú vitir það. Ég drep ykkur 8. 14. desember 2019: Þá drep ég, þá drep ég ykkur ég er ekki að grínast, ég fokking stúta 9. 14. desember 2019: 10. 14. desember 2019: g við það, að þú veist taka þig og 11. 14. desember 2019: 12. 14. desembe r 2019: 3 13. 14. desember 2019: að segja við þig ef að þú er eitthvað svo na eitthvað fokk skilur þú, ég er ekki að grínast. Ég drep þig. Ég er ekki að djóka í þér. Og ef að börnin þín verða þú veist fyrir mér þá bara verða þau fyrir skilur þú. Þú bara fokking deyrð skilur þú. Far þú bara að gera það sem ég segi þér að fokking g era skilur þú, annars fokking drep ég C og D 14. 15. desember 2019: fokking kjaftæði skilur þú 15. 15. desember 2019: et orðið skilur þú, veistu það þú ert fokking eignin mín skilur þú ég á þig. Ég á þig ef einhver fokking fokkar í mér skilur þú eins og þú ert að gera að þá bara tek ég þig og jarða þig ertu að 16. 15. desember 2019: þinn skilur þú einhvern tímann í framtíðinni þá 17. 15. desember 2019: 18. 15. desember 2019: D og kasta henni ofan í á eða? Svo þú fattir það að mér sé fokking alvara eða og ég er ekki bara að segja þetta skilur þú, þú veist ef ég bara þú ert að 19. 15. desember 2019: llt hafa þetta allt í góðu þú ræður þessu skilur þú þú veist ég ég get alveg farið í djeilið sko fyrir að taka þig og skúra með þér og kasta börnunum þínum ofan í Stelpunum þínum já, ég myndi alveg gera það bara til að ho rfa á þig gre, grenja yfir því sko, já ég myndi gera það. Ég hata þær það mikið sko. Mér finnst þú svo ógeðsleg sko, þannig að þú gerir það sem ég segi þér að gera og gerir það núna og þú byrjar á því að segja við E við ætlum að breyta fokking samningnum. 20. 15. desember 2019: 21. 15. desember 2019: berja mömmu þína þanga 22. 15. desember 2019: 23. 15. desember 2019: barninu þínu og nauðgað þér í En framangreind ummæli voru til þess fallin að valda A ótta um líf, heilbrigði og velferð sína, barna sinna og móður sinnar. M. 318 - 2020 - : Sérstaklega hættulega líkamsárás sem talin er varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 11. maí 2020, að á , slegið þáverandi unnustu sína, F , kennitala , í andlitið með Sony soundbar hát alara, með þeim afleiðingum að F hlaut skurð, bólgu og mar á vinstra augnloki, mar á vinstra gagnauga, sár á efri vör, tognun í herðum og hálsi, eymsli yfir kinnbeinum og framtönnum í efri góm og los kom á frammtennurnar. M. 318 - 2020 - Brot gegn valdst jórninni sem talið er varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa þriðjudaginn 9. júní 2020, innandyra á lögmannsstofunni að á , í samskiptum við G , kennitala , vegna starfa G fyrir haft í hótunum um að drepa G og samstarfsfólk hans á lögmannsstofunni og í framhaldi veist að G með því að taka um háls hans, slá hann hnefahöggi í hnakkann og ýta honum á glerhurð, með þeim afleiðingum að G hlaut eymsl á höfði og eymsl og tognun á hálsi. 4 Hótanir ákærða voru t il þess fallnar að vekja hjá G ótta um líf, heilbrigði og velferð hans og samstarfsfólks hans. M. 007 - 2020 - Brot gegn valdstjórninni sem talið er varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa mánudagskvöldið 20. júlí 20 20, sent H , lögmanni, skilaboð úr símanúmerinu í farsíma H með eftirfarandi hótunum sem voru til þess fallnar að vekja hjá H ótta um líf, heilbrigði og velferð sína og fjölskyldu sinnar: Klukkan 19:06: Klukkan 19:04: Klukkan 19:03: Klukkan 19:03: en hótanirnar má rekja til starfa H sem verjanda ákærða og sem lögmanns ákærða í málefnum M. 007 - 2020 - Brot gegn valdstjórninni sem talið er varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa mánudagskvöldið 20. júlí 2020 sent I , lögmanni, skilaboð úr símanúmerinu í farsíma I með eftirfarandi hótunum sem voru til þess fallnar að vekja hjá I ótta um líf, heilbrigði og velferð sína og fjölskyldu sinnar: Klukkan 18:56: Klukkan 18:57: Hótanirnar má rekja til starfa I sem verjanda ákærða og sem lögmanns ákærða í málefnum . Þá gaf lögreglustjórinn á Suðurlandi út ákæru 16. september sl. þar sem ákærða er gefið að sök eftirfarandi brot: M. 007 - 2019 - Eignaspjöll sem talin eru varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa, skömmu eftir hádegi föstudaginn 25. október 2019, í , í Hafnarfirði, rutt vörum að söluandvirði kr. 40.111 fram af útstillingarborði í versluninni með þeim afleiðingum að umbúðir opnuðust og innihald varð ónýtanlegt. M. 318 - 2019 - E ignaspjöll sem talin eru varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, að morgni mánudagsins 11. nóvember 2019, í eldhúsi á þáverandi heimili hans og fyrrverandi sambýliskonu, A, kt. , að í , rutt bollum af bekk o g kastað vasa í gólf; allt með þeim afleiðingum að framangreindir munir í eigu framangreindrar A brotnuðu og skemmdust. M. 318 - 2019 - Eignaspjöll sem talin eru varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, að morgni miðv ikudagsins 27. nóvember 2019, á bifreiðastæði framan við skyndibitastaðinn [...] að [...] á , sparkað í farþegahurð bifreiðarinnar sem þar stóð og er í eigu J , kt. , með þeim afleiðingum að beygla hlaust af. M. 318 - 2019 - 5 Eignaspjöll sem talin eru varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, einhvern tíman á tímabilinu 1. september 2018 til 1. desember 2019, í íbúðarhúsnæði að í , eyðilagt eldhúsinnréttingu til þess að koma fyrir tvö földum ísskáp, með því að fjarlægja og færa hluta hennar. Ákærði var búsettur í fasteigninni á framangreindu tímabili ásamt þáverandi sambýliskonu sinni; A, kt. , á grundvelli húsaleigusamnings en fasteignin er í eigu félagsins; K ehf., kt. og varð fyrirsvarsmanni félagsins fyrst kunnugt um framangreindar skemmdir er hann tók við fasteigninni aftur að leigutíma loknum þann 1. desember 2019. M. 318 - 2020 - Barnaverndarlagabrot sem talið er varða við 98. gr. og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með því að hafa, þriðjudaginn 24. desember 2019 eða skömmu áður fram til þess dags, innandyra á óþekktum stað, misboðið þá þriggja ára gömlum syni sínum; L , kt. , með því að halda uppi myndbandsupptökutæki framan við andlit barnsins og hvort tveggja í senn viðhafa og fyrirskipa barninu að endurtaka niðrandi ummæli um ömmu þess í móðurætt: J , kt. , með því að segja: þessari ógeðslegu ömmu J og fyrirskipa barninu að segja: J , sem barnið brást við með því að segja: , sem ákærði síðan fylgdi eftir því eftir með því að segja: . Með framangreindri háttsemi sýndi ákærði af sér vanvirðandi, særandi og móðgandi háttsemi, yfirgang, ruddaskap og ósiðlegt athæfi gagnvart barninu. Framangreint atvik tók ákærði upp á myndskeið og sendi í einkaskilaboðum á samskiptamiðlinum Facebook þann 24. desember 2019 til framangreindrar J . M. 318 - 2020 - Brot gegn nálgunarbanni sem talið er varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, á tímabilinu frá kvöldi fimmtudagsins 2. janúar 2020 og fram yfir miðnætti þann dag, í gegnum einkaskilaboð á samskiptamiðlinum u og barnsmóður sinni: A, kt. að baki auglýsingunni, en ákærði sendi einkaski laboðin vísvitandi til A þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnvart henni og var það óheimilt samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. desember 2019 sem birt var fyrir ákærða þann sama dag, en skilaboðin voru svohljóðandi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. fór og mér mykir þetta svo leiðinlegt hvernig ég hagaði mer. Elska ykkur svo mikið og reð ekkert við tilfinningarnar minar.. mer líður mjög illa A mín ég vona að þú trúir mer og ég vil ykkur allt það besta þinn X Gangi þer vel Þú hefur og mundalltaf eiga hlut af mer Ég er að læra lítil skref í einu Er að fá fullt af hjálp. Fyrirgefðu að ég sendi mer þetta Enn mig hefur lengi langað að biðja þig afsökunar og vil bara að við gætum haft vara lágmarks virðungi Ég vill M. 318 - 2020 - 6 Húsbrot, þjófnað, stórfelld eignarspjöll og brot gegn nálgunarbanni sem talin eru varða við 231. gr., 232. gr., 244. gr. og 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 3. janúar 2020, brotist inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar: A, kt. , í íbúð á [... ] hæð að á , með því að reisa og fara upp stiga á austurhlið hússins, brjóta stormjárn á opnanlegu fagi og komast þannig þar inn um glugga og þaðan inn í íbúðina, þar sem ákærði rispaði hvítan skenk og tvo sjónvarpsskjái, annars vegar í stofu og hin s vegar í svefnherbergi, rótaði til innanstokksmunum og fatnaði úr hirslum og dreifði víða um íbúðina, hellti klór úr brúsum yfir fatnaðinn og skrúfaði frá heitu vatni úr tveimur krönum, annars vegar í baðkari og hins vegar í eldhúsvaski, þar sem ákærði ha fði mótað fyrirstöðu með fatnaði og öðrum húsmunum, þannig að vatn komst ekki um niðurföll baðkars og vasks og tók að flæða útbyrðis og niður á gólf og dreifðist þannig um alla íbúðina uns reykskynjari fór í gang og vakti íbúa nærliggjandi íbúða, sem gerðu lögreglu viðvart. Er lögregla kom á vettvang var íbúðin mannlaus, heitt vatn streymdi úr framangreindum tveimur krönum, vatn lá yfir gólfefnum og mikill raki og gufa var þar innandyra í íbúðinni allri. Allt framangreint með þeim afleiðingum að tveir sjónv arpsskjáir, fartölva, kaffivél, leikjatölva og djúpsteikingarpottur skemmdust, fatnaður upplitaðist af klór og eyðilagðist, auk þess sem eignatjón varð sökum gufu og vatns á gólfefnum, innréttingum, veggjum og öðrum húsbúnaði íbúðarinnar sjálfrar; allt fra mangreint að áætluðu verðmæti samtals kr. 5.768.474. Allt framangreint ennfremur þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnvart A og var bannað að koma að eða vera við á samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. desember 2019 sem birt var fyrir ákærða þann sama dag. Auk þess einnig með því að hafa stolið munum úr íbúðinni umrætt sinn; glærri skál af gerðinni littala og 35 cm í ummál og sextán litríkum bollum með myndum af múmínálfum, en framangreindir munir fundust við leit á heimi li ákærða að á þann 9. janúar 2020. M. 318 - 2020 - Brot gegn nálgunarbanni sem talið er varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, miðvikudaginn 8. janúar 2020, komið að dvalarstað fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóðu r sinnar: A, kt. , að í og verið staddur á gangstétt framan við útidyr íbúðarhúsnæðisins er A kom akandi og lagði bifreið sinni í stæði við íbúðarhúsnæðið og steig út úr bifreiðinni, en ákærði hafi þá gengið á brott skamman spöl en síðan snúið v ið og hlaupið í átt að henni, átti við hana orðaskipti og hrifsaði af henni símtæki sem hún var að tala í við lögreglu, áður en ákærði kastaði símtækinu frá sér og gekk á brott af vettvangi; allt framangreint þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnv art A og var bannað að veita eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus hverju sinni eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við A samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. desember 2019 sem birt var fyrir ákæ rða þann sama dag. M. 318 - 2020 - Húsbrot og brot gegn nálgunarbanni sem talið er varða við 231. gr. og 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, síðdegis mánudaginn 17. febrúar 2020, ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhúsnæðið að í , sem ákærða var kunnugt um að væri dvalarstaður fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður hans: A, kt. , farið þar inn um ólæstar útidyr og þaðan inn í forstofu húsnæðisins, þar sem framangreind A var þá komin en hörfaði frá af ótta við ákærða, sem átt i við hana orðaskipti og tók son þeirra: L , kt. , í fangið og hafði hann á brott með sér úr íbúðarhúsnæðinu; allt framangreint þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnvart A og var bannað að veita eftirför, heimsækja, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus hverju sinni eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við A samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. desember 2019 sem birt var fyrir ákærða þann sama dag. M. 318 - 2020 - Hótanir sem taldar eru varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, síðdegis miðvikudaginn 19. febrúar 2020, sent J , kt. , sms - smáskilaboð úr farsímanúmerinu: , í 7 farsímanúmer hennar: g kalla þessar [...] og [...] J : A, kt. , og vinkonu A: M , kt. , en framangreind ummæli og háttsemi ákærða var til þess fallin að vekja hjá J ótta um líf, heilbrigði og velferð dóttur sinnar og vinkonu h ennar. M. 318 - 2020 - Hótanir sem taldar eru varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, síðdegis miðvikudaginn 19. febrúar 2020, sent M , kt. , eftirfarandi sms - smáskilaboð úr farsímanúmerinu: , í farsímanúmer hennar: : M þú áttar þig kannski á þessu seinna enn það er stutt í að þú verður heimsótt. Ég er ekki að fara gefa þer brake fyrir að . M ég ætla að gefa þér smá gjöf sem þú munt horfa á daglega það sem eftir er þegar þú lítur í spegil. Ef þú heldur að ég muni bakka mun ég aldrei bakka. Ógeðið þitt fokkings viðbjóður. Djöfull ertu fokkings ógeð, minnsta mál að mæta þér. Og L kemur ekki meir auk ljósmyndar sem sýndi tvær byssukúlur, en framangreind ummæli og háttsemi ákærða var til þess fallin að vekja hjá M ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. M. 318 - 2020 - Hótanir sem tald ar eru varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, fimmtudaginn 26. mars 2020, sent N , kt. , eftirfarandi sms - smáskilaboð úr farsímanúmerinu: , í farsímanúmer hennar: : 1. J skuldar!! Og skuldin færist á næsta eftirlifand i ættingja! Það rænir mig engin eða reynir að senda hótanir í gegnum annað fólk á mig. J skuldar mér 5 milljónir Bæði fyrir þjófnað og 2. N !! EF fótboltagallinn verðu r ekki komin í mínar hendur mjög svo fljótt núna eða strax !! 3. en framangreind ummæli og háttsemi ákærða var til þess fallin að vekja hjá N ótta um líf, heilbrigði og vel ferð sína og fjölskyldu sinnar, þ.á.m. systur sinnar; J , kt. . M. 318 - 2020 - Brot gegn nálgunarbanni sem talið er varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, á tímabilinu 4. - 5. júní 2020, sent A, kt. , samtals fjögur sms - smáskilaboð úr farsímanúmeri sínu í farsímanúmer A , þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnvart henni samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. apríl 2020 sem birt var fyrir ákærða þann sama dag, en skilabo ðin voru svohljóðandi: 1. 2. 3. 4. ir það láttu O Mál á hendur ákærða hafi verið þingfest fyrir héraðsdómi Suðurlands 24. september sl. þar sem ákærði hafi neitað sök skv. öllum liðum beggja ákæra. Málinu hafi verið frestað til framlagningar greinagerðar verjanda ákærða sem ákveðið hafi verið að fari fram 22. október nk. Ljóst er af framangreindu að ákærði s+e undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við en ákærða er gefið að sök alvarlegar hótanir og að hafa sýnt af sér ofbeldi í garð ýmissa aðila vikurnar áður en honum hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi þann 21. júlí sl. Þá hlaut ákærði, þann 24. september 2015, dóm fyrir samskonar háttsemi og honum er nú gefið að sök í máli gegn 1. mgr. 106. gr. og 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi alls þessa telur 8 héraðssaksóknari miklar líkur á því að ákærði ráðist á sa mborgara sína gangi hann laus og nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans og að honum verði því gert að sæta gæsluvarðhaldi, með vísan til til d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, á meðan mál hans eru til meðferðar fyrir dóm stólum. Þá eigi ákærði þónokkurn sakarferil að baki skv. fyrirliggjandi sakavottorði. Með vísan til þess og brotaferils ákærða á undanförnum vikum og mánuðum er það mat héraðssaksóknara að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði muni halda brotastarfseminn i áfram fari hann frjáls ferða sinna og þykir nauðsynlegt að ljúka þeim málum sem ákært hefur verið fyrir án þess að ákærði gangi laus. Vísast þar um til c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála. Ákærði hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 21. júlí sl. á grundvelli c. og d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nú síðast með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - breytir fyrra mati dómstóla um skilyrði gæsluvarðhalds. Með vísan til framangreinds og framlagðra gagna telur héraðssaksóknari að skilyrði c. og d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé fullnægt og að fallast eigi á framlagða kröfu. Niðurs taða: Krafa sóknaraðila um að ákærði sæti gæsluvarðhaldi er byggð á c - og d - liðum 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn r ökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verða að vera fyrir hendi eitthvert þeirra skilyrða sem þar eru talin upp í fjórum stafliðum. Meðal þeirra er í c - lið, að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið og í d - lið, að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra. Samkvæmt greinargerð sóknaraðila eru nú til rannsóknar meint brot ák ærða gegn 106. gr., 199. gr., 217. gr., 1. mgr. 218. gr. b., 2. mgr. 218. gr. og 233. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til framlagðra rannsóknargagna fellst dómurinn á að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um brot gegn þeim lagaákvæðum. San nist brot gegn ákvæðunum getur það varðað fangelsisrefsingu. Vegna eðlis og fjölda brotanna er ólíklegt að sú refsing sem ákærða kann að verða dæmd verði skilorðsbundin. Því eru uppyllt skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi. Ákærði hefur þegar verið ákærður fyrir umrædd brot, nú síðast með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi 16. september 2020. Ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 21. júlí sl. á grundvelli framangreindra c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. Rannsóknargögn sýna að lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna ofbeldis og hótana ákærða í garð einstaklinga, sem hann hefur mismikil tengsl við, á síðustu átta mánuðum áður en ákærði var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrjú þessara tilvika voru í maí, júní og júlí sl. Í tveimur tilvi kum er hann grunaður um líkamsárásir, þar af er önnur talin varða við 2. mgr. 218. gr. og í þremur tilvikum er hann grunaður um alvarlegar hótanir. Þá er hann undir rökstuddum grun um nokkur alvarleg brot framin á skömmum tíma í vor og sumar. Telur dómurin n því að ætla megi að ákærði muni halda áfram brotum á meðan máli hans er ekki lokið svo og að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til þess að verja aðra fyrir árásum hans. Að mati dómsins eru því uppfyllt skilyrði bæði c - og d - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2 008 fyrir því að ákærði sæti áfram gæsluvarðhaldi og ekkert nýtt komið fram nú sem breytir fyrra mati dómstóla hvað þetta varðar. Er því fallist á kröfu um að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 9. nóvember nk., en að mati dómsins eru ekki efni til þess að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma. Með hliðsjón af alvarleika þeirra brota sem ákærði er sakaður um telur dómurinn að vægari úrræði svo sem farbann, notkun staðsetningarbúnaðar eða úrræði barnaverndalaga komi ekki til greina eins og þetta mál er vaxið. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Ú R S K U R Ð A R O R Ð 9 skal sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans eru til meðferðar fyrir dómstólum þó eigi lengur en til mánudagsins 9. nóvember nk. kl. 13:00.