LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 9. ágúst 2019. Mál nr. 583/2019: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Þor geir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. ágúst 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8 . sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóm s Reykjaness 6. ágúst 2 019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 20. ágúst 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að varnaraðili verði vistaður á viðeigandi stofnun með vísan til 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða 4 Fallist er á það með héraðsdómi að uppfyl lt séu skilyrði c - liðar 1. mgr. 95 gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafist er. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurð u r staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Héraðsdóms Reykjaness, þriðjudaginn 6. ágúst 2019, í máli nr. R - 1013/2019: Reykjaness gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 20. ágúst 2019, kl. 16:00 . Af hálf u kærða er þess krafist að kröfunni verði hafnað en til vara að kærði verði vistaður á viðeigandi stofnun með vísan til 100. gr. laga nr. 88/2008. Í greinargerð með kröfu lögreglustjóra kemur fram að kærði hafi verið handtekinn aðfaranótt 23. júlí 2019, vi ð , grunaður um nytjastuld bifreiðar af gerðinni Nissan X - Trail og misnotkun skráningarmerkja þeirrar bifreiðar. Auk þess hafi kærði verið til rannsóknar í alls sex málum á tímabilinu 1.7. 23.7.2019, þ.e. mál nr. 008 - 2019 - , 008 - 2019 - , 007 - 2019 - , 007 - 2019 - , 007 - 2019 - , 007 - 2019 - og 008 - 2019 - . Í þeim málum sé kærði undir sterkum grun um nytjastuld vélknúinna ökutækja, húsbrot, eignaspjöll, hótanir, óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni, hylmingu, fíkni efnaakstur, vörslu fíkniefna, þjófnað og misnotkun skráningarmerkja vélknúins ökutækis, svo fátt eitt sé nefnt. Á grundvelli greinargerðar lögreglustjórans á Suðurnesjum 23. júlí sl., og rannsóknargagna lögreglu vegna framangreindra mála, hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til og með dagsins í dag, sbr. úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. júlí sl., í máli nr. R - /2019. Þann 26. júlí sl. hafi kærði skotið úrskurðinum til Landsréttar en Landsréttur hafi staðfest hinn kærða úrskurð 29. júlí sl., sb r. úrskurður í máli nr. 568/2019. Fallist hafi verið á að rannsóknargögn málsins sýni að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, sbr. c. lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Um frekari málsatvik sé ví sað til rannsóknargagna lögreglu sem fylgdu kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum 23. júlí sl. Lögregla telji rökstuddan grun vera fyrir því að kærði hafi gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, einkum 106. gr., 231. gr., 233. gr., 24 4. gr., 257. gr. og 259. gr. laganna, lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlögum nr. 50/1987. Refsing við brotum gagnvart 233. og 244. gr. almennra hegningarlaga sé allt að sex ára fangelsi ef sök sannast. Rannsókn mála þessara sé í fullum gangi og lan gt á veg komin, bæði hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sé allt kapp lagt á að ljúka rannsókn og afgreiðslu þessara mála meðan á gæsluvarðhaldi standi og sé fyrirhugað að gefa út ákæru á hendur kærða vegna þessara mála . Kærði hafi frá árinu 2012 hlotið 11 fangelsisdóma, aðallega fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot, nytjastuld, þjófnað og fjársvik. Síðasti refsidómur kærða sé frá 2018, en þar hafi hann hlotið 16 mánaða fangelsisdóm og ævilanga sviptingu ökuréttind a skv. dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - /2017, og þá vegna ítrekaðra þjófnaða, fjársvika, nytjastulda, umferða - , vopna - , og fíkniefnalagabrota árið 2017. Þá hafi kærði játað í skýrslutöku hjá lögreglu að vera haldinn og að henni fylgi afbrot, sbr. lögreglumál nr. 007 - 2019 - . Reynsla lögreglu sýni að veruleg hætta sé á að fólk í þeirri stöðu haldi áfram brotum á meðan málum sem þessum sé ekki lokið í refsivörslukerfinu. Þykir að mati lögreglu ljóst vera að kærði hafi einbeittan brotavilja og að ekkert lát virðist vera á brotastarfsemi hans. Þau brot sem kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið séu þess eðlis að telja verði nauðsynlegt að stöðva brotastarfsemi hans, og þá sérstaklega þar sem brotahrina hans ógni hagsmunum annarra. Með vís an til framangreinds og sakaferils kærða telji lögregla yfirgnæfandi líkur á því að hann muni halda brotastarfsemi sinni áfram fari hann frjáls ferða sinna og því nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan rannsókn mála hans stendur yfir og þar til gefi n er út ákæra í þeim. Með vísan til alls framangreinds, aðallega c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, 106., 231., 233., 244., 257. og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, telji lö greglustjórinn á Suðurnesjum brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 20. ágúst nk., kl. 16:00. Eins og rakið hefur verið var kærða með úrskurði héraðsdóms gert að sæta gæsluvarðhaldi frá 23. júlí s l., á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Landsréttur staðfesti úrskurður héraðsdóm 29. 3 júlí sl. með úrskurði í máli nr. 568/2019. Rannsókn málsins er í fullum gangi og langt á veg komin. Kærði mótmælir áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grund velli þess að hann hafi, samkvæmt læknisvottorði Einnig hefur kærði lagt fram vottorð, dags. í dag, um að hann hafi fengið meðan hann hefur ver ið í verði hann frjáls ferða sinna. Er krafa lögreglustjóra því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurð þennan kveður upp Sand ra Baldvinsdóttir héraðsdómari. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 20. ágúst 2019, kl. 16:00.