LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 16. nóvember 2020. Mál nr. 645/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) gegn X (Úlfar Guðmundsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem v arnaraðila var gert að sæta farbanni til miðvikudagsins 18. nóvember 2020 kl. 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefs t þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Málskostnaður og kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 1. mgr. 234. gr. og 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2020 farbanni þar til dómur gengur í máli hans miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 16:00. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila mótmælt. Í greinargerð með kröfunni segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi til rannsóknar innflutning kærða á ætluðum ávana - og fíkniefnum og sterkum l yfseðilskyldum lyfjum. Laugardaginn 5. september sl., kl. 22:00, hafi kærði verið stöðvaður í grænu hliði í tollsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, við komu til landsins frá Wroclaw, Póllandi. Hafi vaknað grunur um stórfelldan innflutning á fíkniefnum og ly fjum og við skoðun á kærða hafi fundist poki með meintum fíkniefnum og áldós með miklu magni af töflum (lyfjum). Lögregla hafi handtekið kærða kl. 22:54. Meint fíkniefni og lyf voru haldlögð og merkt. Hafi þau nú verið send til nánari rannsóknar, mælinga o g greiningar. Við skýrslutöku hjá lögreglu þann 6. september 2020, kvaðst kærði telja að lyfin sem hann flutti til landsins væri Oxycontin, Ketamín og Xanax og að duftið sem hann flutti inn væri kókaín eða heróín. Kvaðst hann hafa flutt lyfin og fíkniefni n til landsins gegn loforði um greiðslu frá tilteknum aðila. Kvaðst hann telja að lyfin og fíkniefnin væru ætluð til sölu. Varnaraðila hafi með úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli R - verið gert að sæta gæsluvarðhaldi og ein angrun allt til mánudagsins 14. september 2020, kl. 16:00. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli R - áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 2. október 2020, kl. 16:00. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. október 2020, kl. 16:00. Loks hafi varnaraðila verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstuda gsins 13. nóvember 2020, kl. 16:00 með úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli R - Þann 29. september sl. hafi Rannsóknarstofa Háskóla Íslands greint lögreglu frá því að hluti þeirra efna sem varnaraðili hafi verið með í fórum sínu m hafi greinst sem heróín. Liggi nú fyrir að efnin sem varnaraðila og meðkærða sé gefið að sök að hafa í félagi staðið að innflutningi á og varnaraðili hafði í fórum sínum hafi verið 76,66 g af heróíni, auk 139,3 g af Ketador vet., 1.533 stk af Oxycontin t öflum, 40 stk af Contalgin Uno töflum, 20 stk af Fentanyl Actavis plástrum, 335,5 stk af Methylphenidate Sandoz töflum, 10 stk af Morfín töflum, 330 stk af Rivotril töflum og 168 stk af Stesolid töflum. Rannsókn málsins sé nú lokið og hafi verið gefin út á kæra gegn varnaraðila og meðkærða, dags. 2. nóvember 2020, og hún afhent héraðsdómi Reykjaness til meðferðar. Sé varnaraðila gefið að sök innflutningur á hættulegum ávana - og fíkniefnum, sem og ávana - og fíknilyfjum, hingað til lands og teljist meint hátts emi varða við ákvæði laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, auk lyfjalaga nr. 93/1994, lyfsölulaga nr. 30/1963 og tollalaga nr. 88/2005. Málið hafi verið dómtekið og megi vænta dóms miðvikudaginn 18. nóvember næstkomandi. Varnaraðili sé erlendur ríkisbo rgari sem virðist ekki hafa nein tengsl við land og þjóð, önnur en þau sem tengjast samverkamanni hans, þ.e. meðkærða. Af þessum sökum telji sóknaraðili hættu á að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan fulln ustu refsingar gangi hann laus meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. Af þessum sökum sé skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála fullnægt í málinu. Með hliðsjón af sjónarmiðum um meðalhóf telji sóknaraðili nægjanlegt að varnaraði li sæti nú farbanni, fremur en gæsluvarðhaldi. Með vísan til alls framangreinds, b - liðar 1. mgr. 95. gr. sbr. 1., 2., og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, lyfjalaga nr. 93/1994, lyfsölulaga n r. 30/1963 og tollalaga nr. 88/2005, telji sóknaraðili brýna hagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta farbanni þar til dómur gengur í máli hans. Af hálfu varnaraðila er byggt á því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu ekki uppfyllt. Hann hafi játað brot sín og óskað sjálfur eftir því að sæta gæsluvarðhaldi til þess að gæsluvarðhaldsvist hans dragist frá endanlegum dómi. Engin þörf sé á farbanni eins og sakir standi og þar 3 sem dómafordæmi bendi til þess að endanlegur dóm ur verði á bilinu 4 - 7 mánuðir liggi fyrir að hann hafi nú þegar sætt varðhaldi sem nemur þeim tíma sem hann muni samkvæmt dómi þurfa að sitja inni. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggur varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fan gelsisrefsing er lögð við. Hefur ákæra verið birt varnaraðila og mál hans verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem vænta má dóms miðvikudaginn 18. nóvember 2020, en varnaraðili mun hafa játað brot sín. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari og virðist engin tengsl hafa við Ísland. Er fallist á að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hans á meðan meðferð máls hans fyrir dómi er ekki lokið, en fyrir liggur að dómur verður kveðinn upp innan nokkurra daga. Samkvæmt framangreindu er fullnægt skilyrðum 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b - liðar 1. mgr. 95. gr. sömu laga, til þess að varnaraðila verði bönnuð för úr landinu. Verður því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðila, kl. 16:00.