LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 21 . júní 20 19 . Mál nr. 54/2019 : Ákæruvaldið ( Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn Hemn Rasul Hamd (Katrín Theodórsdóttir lögmaður) (Jón Bjarni Kristjánsson réttargæslumaður ) Lykilorð Kynferðisbrot . Miskabætur . Nauðgun. Útdráttur H var sakfelldur fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að A gat ekki sökum máttleysis og slævðrar meðvitundar spornað við verknaði ha ns. Var refsing H ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði auk þess sem honum var gert að greiða A 1.800.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Harðardótt ir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. janúar 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. desember 2018 í málinu nr. S - 99/2018. 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða og að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að refsing hans verði milduð og einkaréttarkrafa brotaþola læk kuð. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 2.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. febrúar 2016 til 4. nóvember 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst brotaþoli staðfestingar ákvæða hins áfrýjaða dóms um einkaréttarkröfu hennar. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi sem og framburður þeirra vitna sem gáfu skýrslu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Líkt og þar greinir staðfesti deildarstjóri Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði gögn um niðurstöðu greiningar á blóð - og þ vagsýnum úr ákærða og brotaþola. Kvað hún lyfið Gabapentín sem fannst í þvagi brotaþola vera slævandi lyf sem notað væri við flogaveiki og/eða taugaverkjum. Umbrotsefni benzódíazepínsambanda sem einnig fundust í þvagi brotaþola hafi verið af gerðinni flúní trazepam sem sé virka efnið í svefnlyfinu Rohypnol. Bæði framangreind lyf séu samverkandi með alkóhóli þannig að hvert auki áhrif hins. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur af skýrslum sem ákærði og brotaþoli gáfu við meðferð má lsins fyrir héraðsdómi. Einnig var tekin viðbótarskýrsla af vitni nu B . 7 Vitnið B staðfesti framburð sinn fyrir héraðsdómi. Nánar spurð um það sem eftir henni var haft í lögregluskýrslu um að þegar hún hefði komið inn á salernið til ákærða og brotaþola hefði hún ekki áttað sig á því hvort brotaþoli væri samþykk því sem þar fór fram, en að hún hefði talið þau bæði samþykk, kvaðst vitnið ekki hafa upplifað ofbeldi í fyrstu en skömmu síðar hafa orðið þess áskynja að ákærði héldi brotaþola. Hún hefði því ekki upp lifað aðstæður á salerninu með þeim hætti að það sem þar fór fram hefði gerst með samþykki brotaþola. Spurð um hvernig ákærði hefði haldið brotaþola kvaðst vitnið ekki muna það. Kvað hún brotaþola hafa legið hreyfingarlausa á gólfinu og ekki hafa virst vit a hvar hún væri. Hefði hún þurft að draga hana upp af gólfinu. Niðurstaða 8 Ákærði hefur játað að hafa aðfaranótt laugardagsins 14. febrúar 2016 haft samræði við brotaþola á salerni veitingastaðarins í Reykjavík en ber fyrir sig að hún hafi verið því sam þykk. 9 Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að framburður brotaþola um atvik málsins sé trúverðugur og að framburður ákærða um að hún hafi verið samþykk samförum við hann sé að sama skapi ótrúverðugur. 10 Líkt og að framan greinir fundust merki um sl ævandi lyf, sem verkað geta saman með alkóhóli, í þvagsýni sem tekið var frá brotaþola á Neyðarmóttöku 14. febrúar 2016. Þá báru þrjár vinkonur hennar um ástand hennar umrætt kvöld á þann hátt sem nánar greinir í héraðsdómi og staðfesti vitnið B framburð s inn fyrir Landsrétti. Með því að ákærði notfærði sér þannig að brotaþoli, sökum máttleysis og slævðrar meðvitundar, gat ekki spornað við verknaði hans telst háttsemi hans varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vitnið B , sem kom að á kærða að hafa samfarir við brotaþola, bar auk þess bæði í héraðsdómi og fyrir Landsrétti að ákærði hefði haldið brotaþola niðri. Kemur það heim og saman við áverka brotaþola en samkvæmt læknisvottorði um skoðun á Neyðarmóttöku 14. febrúar 2016 var hún með marbletti 3 báðum megin á hálsi sem gætu samræmst hálstaki, roða og eymsli aftan á upphandleggjum, þreifieymsli um báða úlnliði og á lífbeini auk fleiri áverka sem læknirinn taldi geta verið nýlega. Verður því talið sannað að ákærði hafi einnig beitt brotaþo la ofbeldi. Hefur hann því jafnframt gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 11 Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsi ákvæða. 12 Ákærði er fæddur árið 1985 og hefur ekki áður unnið til refsingar svo vitað sé. Hann braut gegn mikilvægum hagsmunum brotaþola og verður ekki fallist á það með honum að óhóflegar tafir, aðrar en þær sem hann var sjálfur valdur að með því að fara a f landi brott, hafi orðið á rannsókn málsins. Að þessu virtu verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærða staðfest. 13 Í málinu h afa verið lögð fram vottorð tveggja sálfræðinga um áhrif framangreindra atburða á brotaþola en brot það sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir er almennt til þess fallið að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum . Á brotaþoli því rétt á miska bótum vegna háttsemi hans á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur og skulu þær bera vexti eins og í dómsorði greinir. 14 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði verður staðfest. 15 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þó knun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð : Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en miskabætur. Ákærði, Hemn Rasul Hamd, greiði brotaþola, A , 1.800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. febrúar 2016 til 4. nóvember 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan áfrýjunar kostnað málsins, 1.184.567 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Katrínar Theodórsdóttur lögmanns, 800.000 krónur, og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 100.000 krónur, og Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 200.000 krónur. 4 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. desember 2018 I Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember síðastliðinn, var höfðað með ákæru, útgefinni af H emn Rasul Hamd, kt. 140285 - 1615, írökskum ríkisborgara með óþekktan dvalarstað, fyrir nauðgun, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 14. febrúar að beita hana ofbeldi og notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ástands hennar sökum áhrifa áfengis, fíkniefna og lyfja, með þeim afleiðingum að A hlaut marbletti hægra og vinstra megin á hálsi, roðabletti ofarlega á baki, aftan á upphandle ggjum og framan á hægra læri, sár aftan á hægri upphandlegg og hægri olnboga og klórfar á hægri framhandlegg, þreifieymsli á gagnaugum, aftan á upphandleggjum, úlnliðum, aftan á baki neðst, í hægri síðu og yfir lífbeini. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A, kennitala [...], er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. febrúar 2016 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa var kynnt fyrir ákærða en með d ráttarvöxtum eftir þann dag samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða A skaðabætur á grundvelli I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna þess tjón sem hún varð fyrir í árás inni, en til vara er þess krafist að dómari dæmi sérstaklega um bótaskyldu og víki kröfunni um bótafjárhæð til meðferðar í sérstöku einkamáli. Í öllum tilvikum er gerð krafa um þóknun við réttargæslu úr hendi ákærða samkvæmt mati réttarins eða síðar framlö Við aðalmeðferð féll brotaþoli frá öðrum kröfum en miskabótakröfunni. Þá var krafist þóknunar til handa réttargæslumönnum brotaþola. Ákærði neitar sök og krefst sýknu en t il vara vægustu refsingar. Hann krefst þess aðallega að bótakröfunni verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. Þá er þess krafist að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. II Málavextir eru þeir að síðdegi s sunnudaginn 14. febrúar 2016 var lögreglan kvödd á Neyðarmóttökuna. Þangað hafði brotaþoli leitað og skýrði hún frá því að nóttina áður hefði hún verið á nefndum skemmtistað ásamt þrem vinkonum sínum. Þær hefðu hitt þar þrjá eða fjóra útlenda menn og hef ði ákærði verið einn þeirra. Brotaþoli kvaðst hafa orðið sljó og máttvana án þess að hafa drukkið mikið áfengi. Hún kvaðst hafa farið á salernið og hefði ákærði komið þangað inn. Það næsta sem hún mundi var að vinkonur hennar voru að draga ákærða ofan af h enni en hann hefði verið að hafa samfarir við hana. Hún kvaðst hafa verið með buxurnar á hælunum. Daginn eftir var tekin skýrsla af brotaþola þar sem hún lýsti nánar ferðum sínum, áfengisdrykkju og samskiptunum við ákærða og félaga hans. Læknir skoðaði b rotaþola á Neyðarmóttökunni og í vottorði hennar er haft eftir brotaþola að hún hafi eftir seinni bjórinn og segist muna gloppótt eftir það. Maður var þarna og gaf sig á tal við þær. Fór á salernið og maðurinn kom líka. Man næst þar sem vinkonur hennar eru að rífa manninn af henni. Hún lá þá á klósettgólfinu með nærbuxur á hælunum. Hún stóð upp og fór út og vinkonur komu með henni. Vinur vinkonu keyrði hana heim. Hún sofnaði þegar heim kom. Þegar hún vaknaði í morgun var hún aum neðst í baki og í klofi. Talaði þá við vinkonur sínar sem sögðu henni hvað gerst hafði. Segir móður og föður frá kki munað nákvæmlega hvað gerðist, 5 en frásögnin sé skýr af því sem hún muni og jafnframt trúverðug. Læknirinn lýsir brotaþola svo að hún sé roðablett ofar lega á baki og aftan á upphandleggjum og framan á hægra læri. Sár aftan á hægri upphandlegg og hægri olnboga og klór á hægri framhandlegg. Þreifieymsli á gagnaugum, aftan á upphandleggjum, að áverkarnir séu nýlegir og geti komið heim og saman við atburði næturinnar. Tekin voru blóð - og þvagsýni frá brotaþola til alkóhól - og eiturefnarannsókna. Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings er haft eftir brotaþola að hún hefði farið niður í bæ með vin konum sínum. Á nefndum skemmtistað hefðu þær hitt ákærða og félaga hans. Brotaþoli kvaðst lítið hafa drukkið, einn bjór áður en hún fór í bæinn og tvo bjóra á skemmtistaðnum, en hún kvaðst hafa fundið inn á klósett og sér hann tilsýndar að vera að fara á eftir henni á klósettið. Svo man hún ekki meira fyrr en vinkonur hennar eru að rífa meintan geranda ofan af henni. Tekur þá eftir því að hún er ekki í buxunum og með nærbuxurnar á hælunum. Girðir uppum sig og fer í buxurnar. Fer út af veitingastaðnum og vinkonur hennar fóru með henni. Man óljóst eftir því að þær töluðu við meintan geranda. Fékk far með vini vinkonu hennar og keyrði hann þær heim. Fór upp í sófa og sofnaði. Vaknaði í morgun kl. 08 og fór að skoða símann sinn. Fann fyrir verkjum í öllum líkamanum, illt í klofinu og haltraði. Hringdi í vinkonur sínar sem sögðu henni hvað hafði gerst. Þá ákvað Í sýnishornum, sem tekin voru frá brotaþola, fundust sæðissýni. Te kin voru lífsýni frá ákærða og þau rannsökuð og borin saman við sýnin frá brotaþola. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að sæðissýnin stöfuðu frá ákærða. Ákærða var tekið blóðsýni til rannsóknar. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að ekki var alkóhól í sýnin u og heldur ekki lyf eða ávana - og fíkniefni. Rannsókn á þvagsýni frá brotaþola sýndi að í því var Tetrahýdrókannabínólsýra, Gabapentín og umbrotsefni Benzódíazpínsambanda. Í blóðsýni frá henni mældist 0,8 ng/ml Tetrahýdrókannabínól. Alkóhól var ekki í mæ lanlegu magni og heldur ekki Gabapentín. Hið sama á við um Benzódíazpínsambönd. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 15. febrúar 2016 og kvaðst ekki muna eftir að hafa haft samfarir við brotaþola og heldur ekki að hafa farið með henni inn á klósett. Meðal gagna málsins eru vottorð tveggja sálfræðinga. Niðurstöður þeirra eru samhljóða um að brotaþoli hafi þjáðst af áfallastreituröskun í kjölfar meintrar nauðgunar. Einnig hafi hún átt við kvíða og þunglyndi að stríða. Þá er lýst því hvernig hún forðist ákveð na staði og hafi leitað meir en áður í vímugjafa. Björtu hliðarnar séu hins vegar þær að brotaþoli hafi sóst eftir sálfræðimeðferð. Hún hafi tileinkað sér áfallamiðaðar aðferðir til að vinna úr áfallinu. Ekki sé hægt að segja fyrir um batahorfur en ljóst s é að atburðurinn hefur haft alvarleg áhrif á líf brotaþola. III Ákærði kvaðst hafa farið á skemmtistað ásamt þremur félögum sínum í tilefni af afmæli sínu. Á borði fyrir aftan þá hefðu setið þrjár stúlkur. Brotaþoli hefði komið til þeirra félaga. Ákærð i kvað sig og brotaþola hafa setið saman og þau hefðu strax farið að kyssast. Af og til hefðu þau staðið upp og farið að dansa. Hin öll hefðu verið að spjalla saman. Um klukkan eitt eða hálftvö hefði brotaþoli beðið sig að koma og hefðu þau farið í áttina að klósettunum. Þar hefði verið röð og meðan þau biðu hefðu þau verið að kyssast. Svo hefði losnað eitt klósett og hefðu þau farið saman inn og hefði það verið vilji beggja. Þegar þau voru þar inni hefði einhver komið inn og þá hefðu þau farið út. Þá hefði brotaþoli og hinar stúlkurnar viljað fara og hefðu þær farið. Ákærði kvað sig og félaga sína hafa verið á staðnum þar til honum var lokað. Ákærði kvaðst hafa farið heim en skömmu síðar hefði lögreglan komið, handtekið hann og flutt á lögreglustöð til yfir heyrslu. 6 Ákærði kvaðst hafa haft samfarir við brotaþola á klósettinu og hefði brotaþoli verið samþykk því. Ákærði lýsti því nánar að þau hefðu verið að kyssast þegar inn á klósettið var komið og það hefði svo endað með kynlífi. Þau hefðu byrjað á því að s nerta hvort annað, farið úr fötum að neðan og hefði hann haft samfarir við brotaþola um leggöng. Brotaþoli hefði tekið þátt í kynlífinu og ekki beðið hann um að hætta. Ákærða kvað sér hafa orðið sáðfall en svo hefði einhver komið inn á klósettið og þá hefð u þau staðið upp, klætt sig og farið. Ákærði kvaðst hafa farið til félaga sinna og hefðu þeir verið áfram á staðnum. Stúlkurnar hefðu farið af staðnum. Ákærði kvað brotaþola hafa verið ánægða. Hún hefði ekki verið mjög drukkin. Ákærði kvaðst ekki vita hvo rt það hafi verið karl eða kona sem kom inn á klósettið en þau hefðu þá verið að ljúka samförunum. Hann kvað viðkomandi ekkert hafa sagt. Ákærði ítrekaði að engu ofbeldi hefði verið beitt og engin vandræði, eins og hann orðaði það. Þá kvað hann ekkert óeðl ilegt hafa verið við brotaþola eða hegðun hennar. Hún hefði verið alveg eðlileg þegar hún kvaddi hann. Hann kvað hana hafa neytt áfengis en ekki gat hann upplýst hversu mikið hún drakk. Þá kvaðst hann ekki hafa séð hana neyta lyfja. Ákærði kvaðst hafa druk kið áfengi en hvorki neytt lyfja né fíkniefna. Þá kvaðst hann hafa sagt einum félaga sinna að hann hefði haft samfarir við brotaþola. Ákærða var bent á að brotaþoli hefði borið áverka er hún hefði komið á Neyðarmóttökuna. Hann kvað gólfið á klósettinu ha fa verið steingólf en hann hefði ekki meitt brotaþola. Ákærði kvaðst hafa farið úr landi í júlí 2016 vegna þess að hann væri saklaus og eins hefði komið til misskilningur þegar túlkað var fyrir hann úr og á sænsku. Hann hefði talið að hann væri frjáls að því að fara enda hefði enginn haft samband við sig. Lögreglan hefði getað sent honum tölvupóst. Ákærða var bent á að hjá lögreglu hefði hann borið við minnisleysi og ekki kannast við að hafa haft samfarir við brotaþola. Hann var spurður af hverju hann bær i nú á annan veg. Hann kvaðst ekki hafa neitað að hafa haft samfarir við brotaþola en verjandinn hefði sagt sér að játa ekki ef hann myndi ekki eftir því. Þá benti hann á að túlkurinn hefði túlkað þetta svona. Sjálfur hefði hann verið í vafa um hvað hann h efði gert. Brotaþoli kvaðst hafa farið út að skemmta sér með vinkonum sínum. Hún kvaðst hafa drukkið þrjá bjóra þetta kvöld. Kvöldið áður hefði hún reykt gras en annarra efna eða lyfja hefði hún ekki neytt. Þær hefðu farið á skemmtistaðinn, sem í ákæru g etur. Þar hefðu verið þrír menn en hún kvaðst ekki mikið hafa rætt við þá en þeir hefðu þó spurt hana að nafni. Í framhaldinu hefðu þau rætt eitthvað lítillega saman. Hún kvaðst svo hafa farið á klósettið og hitt þar aðra vinstúlku. Þegar hún kom til baka kvaðst hún hafa drukkið það sem hún hefði átt eftir af bjór. Eftir þetta kvaðst hún eins og hafa farið að detta út, eins og hún orðaði það. Til nánari skýringar kvaðst hún hafa dottið á borðið og átt erfitt með gang. Nú hafi liðið um 20 - 30 mínútur og hefði hún þá farið aftur á klósettið og hefði ákærði elt sig. Hún kvaðst fyrst ekki hafa tekið eftir þessu en hann hefði allt í einu verið kominn. Hún kvað hann hafa reynt að kyssa sig en hún hefði ýtt honum frá, enda engan áhuga haft á að vera með honum. Brota þoli kvaðst hafa pissað og það næsta sem hún viti er að hún hafi ekki verið í buxum og legið á gólfinu með nærbuxurnar á hælunum. Þá hafi hún heyrt vinstúlkur sínar kalla eitthvað. Þær hefðu svo ýtt við henni og tekið ákærða af henni. Hún kvaðst hafa sagt þeim að hún vildi bara fara heim og það hefði hún gert og farið að sofa. Þær hefðu hjálpað henni í buxurnar. vitað hvað hafði gerst hefði hún farið á Neyðarmóttökuna og síðan gefið skýrslu. Brotaþoli kvaðst lítið muna eftir þessu kvöldi og kannaðist ekki við að hafa verið að kyssa ákærða áður en hún fór á klósettið. Hún kvaðst muna eftir að ákærði hefði verið a ð kyssa hana á klósettinu og eins eftir að hafa legið á gólfinu. Þá gat hún lýst því hvernig hún hefði legið og hvar vaskur og salernisskál eru. Brotaþoli kvaðst muna eftir að ákærði hafði samfarir við hana um leggöng en hún kvaðst ekki muna eftir hvernig hún fór úr buxunum. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærða hefði orðið sáðlát. Hún kvað vinstúlkur sínar hafa spurt sig hvað hefði gerst en hún hefði ekki getað svarað því. Þá kvaðst hún hafa átt erfitt með gang enda aum í klofinu. Brotaþola voru sýndar myndir sem teknar voru á skemmtistaðnum umrætt kvöld og sýna ákærða og félaga hans. Hún þekkti ákærða á myndunum. Á einni mynd sést kona með höfuð við höfuð ákærða eins og þau séu að kyssast. Hún kvaðst ekki þekkja sig sem konuna. 7 Vinkona brotaþola kvaðst hafa h itt hana á skemmtistaðnum. Brotaþoli hefði setið við borð með útlendum mönnum. Vinkonan kvaðst hafa reynt að nálgast brotaþola en mennirnir hefðu viljað koma henni í burtu. Næst kvaðst hún muna eftir að hafa gengið inn á klósett og hefði þá brotaþoli legið á gólfinu í engu að neðan og einhver maður hefði verið að hafa samfarir við hana. Hann hefði verið á hnjánum ofan á brotaþola og verið ber að neðan. Brotaþoli hefði legið á gólfinu og verið eins og hún væri meðvitundarlaus. Brotaþoli hefði verið með lokuð augu. Vinkonan kvað brotaþola hafa verið eins og mjög drukkna eða lyfjaða. Hún kvaðst ekki áður hafa séð hana í svona ástandi. Önnur vinkona hefði öskrað en sjálf kvaðst fa séð ákærða og brotaþola kyssast á skemmtistaðnum. Önnur vinkona brotaþola bar að hafa verið á skemmtistaðnum með brotaþola og annarri vinkonu þeirra. Þær hefðu hitt þrjá menn og spjallað við þá en ekki hefði brotaþoli verið í sérstökum samskiptum við einn þeirra frekar en annan. Brotaþoli hefði farið ein á klósettið. Skömmu síðar hefði ákærði staðið upp og farið. Henni hefði fundist líða langur tími og farið að athuga málið. Þá hefði einhver sagt að ákærði og brotaþoli hefðu farið saman inn á klósettið . Vinkonan kvaðst hafa farið og bankað en ekki fengið svar. Hún hefði brotist inn á klósettið og þá séð ákærða ofan á brotaþola. Vinkonan kvað ákærða hafa verið beran að neðan en ekki mundi hún hvernig brotaþoli var klædd. Brotaþoli hefði legið á gólfinu o g ákærði ofan á henni og verið að hafa við hana samfarir. Ákærði hefði haldið brotaþola með höndunum en ekki gat hún lýst því nánar. Hún kvaðst hafa slitið þau í sundur, eins og hún orðaði það. Hún kvaðst svo hafa sagt brotaþola að koma og farið með hana þ egar hún var búin að girða sig. Ákærði hefði ekkert sagt en girt sig og farið. Hún kvað þær ekki hafa rætt hvað hefði gerst fyrr en daginn eftir, en þá hefði brotaþoli sagt að sér hefði verið nauðgað og að hún væri með áverka. Það hefði komið skýrt fram hj á brotaþola að þetta hefði verið eitthvað sem hún hefði ekki viljað. Hún kvað brotaþola hafa litið út fyrir að vera mikið ölvuð en vinkonan kvaðst vita að hún hefði ekki drukkið mikið. Ástand brotaþola hefði því ekki verið í samræmi við drykkju hennar. Vinkonan var spurð hvort ákærði og brotaþoli hefðu verið að kyssast og kvaðst hún ekki muna það. Henni var bent á framburð hennar hjá lögreglu um að þau hefðu verið að kyssast og kvað hún það þá geta verið. Þriðja vinkonan kvaðst hafa verið með brotaþola og annarri vinkonu á skemmtistaðnum. Hún kvað útlenda menn hafa komið og viljað spjalla við þær en þær hefðu ekki viljað það. Vinkonan kvaðst hafa ætlað að fara heim og hefði brotaþoli, þegar hér var komið sögu, verið mjög drukkin. Vinkonan kvaðst hafa sp urt brotaþola hvað væri í gangi en hún ekki sagst vita það, enda bara búin að drekka tvo bjóra. Vinkonan kvaðst skömmu síðar hafa farið heim og ekki farið inn á klósettið. Það sem hún vissi um málið hefði henni verið sagt síðar. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við að eitthvað hefði verið sett í glas brotaþola. Hún þekkti brotaþola vera kyssa mann á mynd sem tekin var á skemmtistaðnum. Einn af félögum ákærða sem var með honum á skemmtistaðnum bar að þeir hefðu hitt nokkrar konur þar. Þeir hefðu setið í reyk ingasvæðinu og hefðu konurnar komið þangað. Þau hefðu verið að spjalla, reykja og drekka bjór. Hann kvað ekkert markvert hafa gerst. Félaginn kannaðist við að ákærði kynni að hafa vikið sér frá í stutta stund. Þá kvað hann konurnar hafa verið að koma og fa ra. Hann var spurður hvort hann hefði tekið eftir því hvort einhver konan hefði verið áberandi ölvuð og hann svaraði og allir hefðu verið að drekka of mikið. Hann kvað ákærða ekki hafa sagt sér að hann hefði stundað kynlíf með einni af konunum. Þá hefði ha nn ekki séð efni sett í glas einhvers. Hann kvað eina konuna hafa kysst ákærða og kvað hann þetta hafa litið út eins og þau hefðu þekkst lengi. Þessi tvö hefðu farið frá borðinu til að dansa og kaupa sér drykki. Annar félagi ákærða, sem var með honum á s kemmtistaðnum, bar að þar hefði hann tekið myndir af þeim félögum, en ekki myndir af stúlkunum. Hann kvað ákærða hafa sagt sér síðar að eitthvað kynferðislegt hefði gerst milli sín og stúlku, það er að þau höfðu haft samfarir á klósettinu. Þarna á skemmtis taðnum voru stúlkur og var ákærði að kyssa eina þeirra. Hún var ánægð með það. Þau höfðu setið saman en hann kvaðst ekki muna til þess að þau hefðu farið saman í burtu. Þá kvað hann stúlkuna hafa verið eðlilega, það er ekki mjög ölvaða. Læknir, sem skoða ði brotaþola á Neyðarmóttökunni, staðfesti framangreint vottorð sitt. Hún kvaðst ekki sérstaklega muna eftir brotaþola. Hún kvað áverka brotaþola geta samrýmst frásögn hennar. 8 Hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku kvað brotaþola hafa verið trúverðuga og ge tað gefið góða frásögn. Þá hefði brotaþoli sagst hafa drukkið lítið. Hún hefði getað borið um að ákærði hefði elt hana inn á klósett en ekki hafa munað eftir meiru. Næst hefði hún munað eftir að vinkona hennar hefði verið að draga ákærða ofan af henni. Bro taþoli hefði óskað eftir að atvikið yrði tilkynnt til lögreglu. Hjúkrunarfræðingurinn staðfesti að hafa tekið myndir af brotaþola á Neyðarmóttökunni og eins að hafa ritað móttökuskýrslu. Sálfræðingur, sem ritar framangreint vottorð, staðfesti það. Hún kva ðst hafa greint brotaþola með áfallastreituröskun. Sálfræðingurinn kvað brotaþola hafa sýnt ýmis einkenni forðunar eins og að auka neyslu vímuefna. Þá kvað hún brotaþola munu þurfa að lifa með þessari reynslu það sem eftir er. Annar sálfræðingur, sem einnig hefur haft brotaþola til meðferðar, staðfesti vottorð sitt sem að framan var rakið. Hann kvað brotaþola hafa óskað eftir sálfræðiviðtali og eitt af því fyrsta sem hún nefndi var atburður sá sem hér er fjallað um. Þá kvað hann hana hafa uppfyllt skilyrði fyrir áfallastreituröskun og hefði hún fengið meðferð í samræmi við það. Hún hefði síðan farið í meðferð hjá fyrrnefndum sálfræðingi. Sálfræðingurinn kvað brotaþola hafa lýst því sem gerðist þetta kvöld þannig að hún hefði veri ð á reykingasvæði skemmtistaðarins. Þar hefði hún séð mann sem henni hefði fundist grunsamlegur. Næsta sem hún sagðist muna var að hún hefði legið á bakinu á gólfi baðherbergis og maðurinn hefði verið að nauðga henni. Vinkonur hennar hefðu verið að rífa ha nn af henni. Sálfræðingurinn kvað þetta sitja fast í brotaþola og valda henni vanlíðan. Deildarstjóri rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði staðfesti gögn frá stofunni sem að framan var gerð grein fyrir. Hún kvað lyfið Gabapentín, sem fannst í þvagsý ni frá brotaþola, vera notað við flogaveiki og taugaverkjum. Benzódíazpín er róandi lyf. Þá kvað hún Tetrahýdrókannbínól hafi verið í mjög litlu magni í blóðsýni úr brotaþola en það geti tekið margar klukkustundir að hverfa úr blóði. Hvorki sé hægt að reik na til baka neyslu lyfja og fíkniefna á sama hátt og hægt er með áfengi. Sérfræðingur lögreglunnar staðfesti gögn er hann vann og að framan var gerð grein fyrir. Hann staðfesti að sæðisfrumur hefðu verið í sýnum sem tekin voru úr brotaþola á Neyðarmóttök unni. Eins hefðu verið sæðisfrumur verið í nærbuxum brotaþola. Þessi gögn hefðu verið send til Svíþjóðar til DNA rannsóknar. Niðurstöðurnar hefðu verið að sæði í gögnunum hefði verið frá ákærða. IV Ákærði játaði við aðalmeðferð að hafa haft samfarir vi ð brotaþola á salerni veitingastaðar þess sem í ákæru greinir og á þeim tíma sem þar greinir. Hjá lögreglu hafði ákærði sagt að hann myndi ekki eftir samförum við brotaþola, eins og rakið var. Þá var og gerð grein fyrir skýringum hans á því af hverju hann hafði borið á þennan hátt hjá lögreglu. Játning ákærða á samförum við brotaþola styðst við önnur gögn málsins, það er framburð vitna og niðurstöður DNA rannsóknar, sem rakin hafa verið. Ákærði hefur haldið því fram að samfarirnar hafi verið með samþykki br otaþola en hún ber á annan veg, eins og rakið var. Ákærða er gefið að sök að hafa haft samræði við brotaþola gegn vilja hennar með því að beita hana ofbeldi og notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ástands hennar, eins og nánar er lýst og rakið var. Hér að framan var rakinn framburður brotaþola um neyslu hennar á áfengi og grasi kvöldið áður og um nóttina. Þá var einnig gerð grein fy rir framburði vinkvenna brotaþola en þær báru allar um að ástand hennar hefði ekki verið í samræmi við áfengisneyslu hennar þetta kvöld. Ein vinkvennanna lýsir því að brotaþoli hafi verið eins og meðvitundarlaus á salernisgólfinu þegar hún kom að og önnur lýsti því hvernig ákærði hefði haldið brotaþola. Brotaþoli sagði henni frá því daginn eftir að þetta hefði verið eitthvað sem hún hefði ekki viljað og að henni hefði verið nauðgað. Þá lýsti brotaþoli atvikum á sama hátt á Neyðarmóttökunni, eins og rakið va r hér að framan. Það er mat dómsins að brotaþoli hafi gefið trúverðuga skýrslu fyrir dómi. Skýrsla hennar var í meginatriðum í samræmi við það er hún hafði áður borið hjá lögreglu. Á sama hátt skýrði hún öðrum frá atvikum málsins, bæði vinkonum sínum og e ins á Neyðarmóttökunni. Framburður ákærða er á hinn bóginn ekki trúverðugur. Hann bar í upphafi hjá lögreglu að hann myndi ekki hvort hann hefði haft samræði við brotaþola eða ekki. Fyrir dómi kannaðist hann hins vegar við samfarirnar og kvað þær hafa veri ð með 9 samþykki brotaþola, eins og rakið var. Þá er til þess að líta að ákærði hefur samfarir við brotaþola þar sem hún liggur á steingólfi á salerni veitingastaðarins. Þetta gerist skömmu eftir að þau höfðu sést í fyrsta skipti og bar brotaþoli áverka efti r samfarirnar eins og rakið var. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, er það niðurstaða dómsins að leggja til grundvallar staðfastan framburð brotaþola sem studdur er öðrum sönnunargögnum sem grein hefur verið gerð fyrir. Ákærði verður því sakfelldur fyrir nauðgun, eins og hann er ákærður fyrir og er brot hans rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur honum ekki áður verið refsað. Refsing hans er hæfilega ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár. Til frádráttar skal koma gæ sluvarðhaldsvist hans eins og í dómsorði greinir. Miskabætur til brotaþola eru hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Krafan skal bera vexti eins og í dómsorði greinir. Það athugast að ákærða var birt bótakrafan við þingfestingu 4. október síðastliðinn og sk al krafan bera dráttarvexti frá þeim degi er liðnir eru 30 dagar frá þingfestingu. Loks verður ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað eins og í dómsorði greinir. Einnig skal hann greiða málsvarnarlaun verjanda síns, þóknun verjanda síns á rannsóknarsti gi, þóknun réttargæslumanns brotaþola og fyrri réttargæslumanns hennar. Laun og þóknanir eru ákveðin með virðisaukaskatti í dómsorði. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Hemn Rasul Hamd , sæti fangelsi í tvö og hálft ár en til frádráttar skal koma gæsluvarðhaldsvist hans frá 18. september 2018. Ákærði greiði A 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. febrúar 2016 til 4. nóvember 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. söm u laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 942.632 krónur í sakarkostnað, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Katrínar Theodórsdóttur lögmanns, 948.600 krónur, þóknun fyrri verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 421.600 krónur, þóknun rétt argæslumanns brotaþola, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 252.960 krónur og þóknun fyrri réttargæslumanns brotaþola, Sigrúnar Jóhannsdóttur lögmanns, 274.040 krónur.