LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 8. febrúar 2019. Mál nr. 91/2019: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun á meðan því stendur . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. febrúar 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. febrúar 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðahaldi allt til miðvikudagsins 13. febrúar 2019 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að h inn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt. Þá krefst hann þess að honum verði ekki gert að sæta einangrun. 3 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fullnægt skilyrðum a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Verður hinn kærði úrskurður þ ví staðfestur. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 6. febrúar 2019. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi all t til miðvikudagsins 13. febrúar 2019, kl. 16:00. Varnaraðili mótmælir kröfu lögreglustjóra og krefst þess aðallega að kröfunni verði hafnað, en til vara að veitt verði vægari útrræð eins og farbanni. Verði fallist á gæsluvarðhald er þess krafist að varna raðili sæti ekki einangrun. Í greinargerð lögreglustjóra segir að varnaraðili sé ríkisborgari og hafi dvalarleyfi í . Lögregla telji rökstuddan grun um að varnaraðili hafi, í að minnsta kosti í þremur aðskildum tilvikum, aðstoðað útlendinga við að koma ólöglega hingað til lands og annarra ríkja og um sé að ræða skipulagða starfsemi í þeim tilgangi, ætlað smygl á fólki. Mál 007 - 2018 - og 008 - 2018 - : Þann 27. febrúar 2018 hafi A, kt. , ríkisborgari , komið í móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd að Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði. Hafi hún komið þangað í fylgd þriggja karlmanna og óskað eftir alþjóðle gri vernd. Einn hinna þriggja karlmanna hafi verið varnaraðili og hafði hann orð fyrir henni en konan hafi ekki talað ensku. Við skoðun á málinu hafi komið í ljós að afskipti höfðu verið höfð af konunni við komuna til landsins 15. febrúar 2018. Við skoðun hafi komið í ljós að konan ferðaðist til landsins með varnaraðila ásamt öðrum karlmanni, B, fd. frá ríkisborgara sem jafnframt hafi verið með í för er hún sótti um alþjóðlega vernd þann 27. febrúar 2018. Þegar konunni hafi verið kynnt að lögregla h efði vitneskju um komu hennar til landsins og tengsl hennar við mennina tvo kvaðst hún vera kærasta varnaraðila. Mikið hafi borið í milli í framburði aðila við afskipti lögreglu. Mál 008 - 2019 - og : Þann 2. janúar 2019 hafi varnaraðili verið stöðvaðu r í tollsal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) við komuna til landsins ásamt C, fd. og D, fd. , sem bæði séu ríkisborgarar . Við fyrstu afskipti kvaðst varnaraðili vera að ferðast einn hingað til lands til að hitta eiginkonu sína. Þá sögðust C og D, sem virðast vera systkini, einnig vera að ferðast einsömul. Í framhaldi hafi þau sótt um alþjóðlega vernd. Hafi þau tjáð tollvörðum að þau hefðu rifið skilríki sín í fluginu hingað til lands. Þegar tollvörður hafi opnað tösku varnaraðila hafi hann viðu rkennt að hann væri að ferðast með C og D. Á sama andartaki hafi tollvörðurinn fundið tvö vegabréf í tösku kærða, vegabréf C og D. Mikið beri í milli í framburði aðila um tilkomu ferðar C og D hingað til lands, aðdraganda og því hvernig aðilar tengjast va rnaraðil. Athygli veki að bæði kærði og A, ætlaðri kærustu varnaraðila, beri saman um að ungmennin séu systrabörn hennar en ungmennin kannast ekkert við að vera tengd henni fjölskylduböndum. Þá veki athygli að varnaraðili kannast ekkert við að eiga ferðask rifstofu eins og ætlaða kærasta hans beri um. Varnaraðili hafi setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli málsins í nokkra daga og í framhaldi hafi hann verið úrskurðaður í farbann sem renni út kl. 16:00 í dag. 3 Mál 008 - 2019 - : Þann 2. febrúar 2019 hafi fimm manns komið í vegabréfaskoðun og framvísað vegabréfum frá . Sögðust þau ætla að dvelja á Íslandi til 7. febrúar og framvísuðu hótelbókun því til staðfestingar. Virtist vera um fjölskyldu eða tengda aðila að ræða. Við nánar i skoðun og frekari viðræður á varðstofu lögreglu hafi einn farþeganna, F, fd. , óskað eftir alþjóðlegri vernd fyrir sig og fjölskyldu sína. Kvaðst hún ásamt fjölskyldu sinni vera að flýja pólitískar ofsóknir í , heimalandi sínu. Kvaðst hún hafa ákve ðið að koma til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir að hún hefði aflað sér upplýsingar um að Ísland væri öruggt land og börn og konur væru örugg hér. Auk þess hefði hún valið Ísland því sendiráð væri ekki staðsett hér á landi. Aðspurð kvaðst hún hafa keypt farmiðana til Íslands á ferðaskrifstofu sem hún sagði heita í . Kvaðst hún hafa fundið ferðaskrifstofuna í gegnum internetið. Aðspurð kvaðst hún hafa farið sjálf og keypt miðana og greitt miðana með reiðufé. Kvaðst hún ekki hafa þekkt aðilann sem seldi henni farmiðann. Aðspurð kvaðst hún ekki þekkja varnaraðila og taldi að fjölskylda hennar þekkti heldur ekki neinn með því nafni. Í framhaldi hafi verið rætt við aðra farþega með aðstoð túlkaþjónustu. Hafi framburðir þeirra verið svipaðir og hjá F en þó ekki samhljóða að öllu leyti. Athygli hafi vakið að enginn þeirra kannaðist við varnaraðila. Við skoðun á flugmiðum aðilanna hafi komið í ljós að þeir hafi verið bókaðir með nafni varnaraðila og hafi flugmiðabókunin innihaldið netfang varnaraðila o g hafi farmiðarnir verið greiddir með reiðufé 13. janúar 2019. Varnaraðili hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins í gær, þann 5. febrúar 2019, er hann hafi komið til að tilkynna sig vegna farbanns á lögreglustöð. Hafi varnaraðili við skýrslutöku neitað allri aðild að komu fólksins til landsins. Þá hafi varnaraðili neitað því að eiga eða hafa tengsl við nokkra - 2019 - . Rannsókn mála þessara sé í fullum gangi og sé það mat lö greglustjóra að kærði sé undir sterkum rökstuddum grun um að standa skipulega að smygli fólks hingað til lands eins og að framan greini. Sérstaka athygli veki ferðaleið fólksins sem virðist í öllum tilvikum vera frá til Íslands. Þá veki athygli að í má li 008 - 2019 - hafi aðilar nefnt ferðaskrifstofu að nafni sem staðsett sé í en ætluð kærasta varnaraðila segi að hann eigi ferðaskrifstofu í . Þá veki athygli að eftirnafn F sé það sama og ungmennanna í máli 008 - 2019 - og . Mikið beri á mi lli í framburði aðila og telji lögregla nauðsynlegt að afla frekari gagna og fara yfir haldlögð símtæki og í framhaldi bera þau gögn undir aðila án þess að varnaraðili nái að hafa samband eða samskipti við aðra aðila í málinu og hafa áhrif á framburði þeir ra eða spilla með öðrum hætti rannsókn málsins. Telji lögregla, að öllu framangreindu virtu, að brýnir rannsóknarhagsmunir standi til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. febrúar nk. Vísast nánar til meðfylgjand i gagna málsins. Þess er krafist að varnaraðila verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldi samkvæmt b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til alls framangreinds, rannsóknarhagsmuna, aðallega a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála, en til vara b. og c. liði sama ákvæðis og til þrautavara sbr. 1., 2. og 3. mgr. 100. gr., en jafnframt til f. liðar 2. mgr. og 3. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, telji lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. febrúar 2019, kl. 16.00 og að varnaraðili sæti einangrun á þeim tíma. Samkvæmt framangreindu og gögnum málsins er fallist á það með lögreglustjóra að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Rannsókn á máli með lögreglunúmerinu 008 - 2019 - er á frumstigi og má ætla að varnaraðili muni torvelda rannsókn málsins með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða sams eka. Telst 4 skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála því fullnægt til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Samkvæmt sömu sjónarmiðum er enn fremur fallist á kröfu lögreglustjóra um að varnaraðili sæti einangrun á meðan á g æsluvarðhaldi stendur, sbr. b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt þessu er krafa lögreglustjóra tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurð þennan kveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ. Varnaraðili, X, fæddur , sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. febrúar nk. kl. 16:00. Varnaraðili sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur.