LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 13/2019 : A ( Kristín Ólafsdóttir lögmaður ) gegn Allianz Ísland hf. söluumboði og (Ástríður Gísladóttir lögmaður , Jóhann Karl Hermannsson lögmaður, 1. prófmál ) B ( Þorsteinn Einarsson lögmaður) Lykilorð Ómerkingarkröfu hafnað. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Málsgrundvöllur. Líftrygging. Gjafsókn. Útdráttur C var í óvígðri sambúð með B frá 2005 sem lauk í mars 2016. Saman áttu þau tvö börn en C átti einnig soninn A. Meðan á sambúðinni stóð key pti C svokallaða ,,Risiko í framhaldinu höfðaði A mál á hendur AÍ hf. og B og krafðist þess að fá greidda 1/3 af vátryggingarfjárhæðinni. Málatilbúnaður A á hendur AÍ hf. fyrir Landsrétti þótti svo breyttur frá því að grundvöllur málsins var lagður fyrir héraðsdómi að óhjákvæmilegt var að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi hvað hann varðaði. Ekki var fallist á með A að það væri bersýnilega ósanngjarnt gagnvart honum í skilning i 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga að vátryggingarfjárhæðin rynni til B sem tilnefnds rétthafa. Þá var talið að í ákvæði 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004 fælist sérregla og kæmi 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og óg ilda löggerninga þegar af þessari ástæðu ekki til álita við úrlausn málsins. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu B af kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Ingi Njálsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. janúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. desember 2018 í málinu nr. E - 115 0 /2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsálagningar á ný, til vara að stefndu 2 verði dæmdir óskipt til að greiða áfrýjanda 41.667 evrur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. m gr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. mars 2017 til greiðsludags en að því frágengnu að annar hvor stefndu verði dæmdur til að greiða áfrýjanda fyrrnefnda fjárhæð auk vaxta. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu á n tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. 3 Stefndi Allianz Ísland hf. söluumboð krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar. 4 Stefnda B krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Málsatvik 5 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi sótti C líftryggingu 20. nóvember 2013 hjá try ggingafélaginu Allianz. Umsóknin er rituð á staðlað umsóknareyðublað með merki Allianz og í vélrituðum texta eyðublaðsins er talað bæði um Allianz líftryggingar hf. og Allianz Lebensversicherungs - AG. Þá er tekið fram að lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gildi um samninginn, að samningsmálið sé þýska og bréfaskipti fari fram á því tungumáli. Líftryggingarfjárhæðin var 125.000 evrur og var stefnda B , þáverandi sambýliskona C , tilgreind sem rétthafi dánarbóta. Í umsóknareyðublaðinu er tekið fram í vélrituðum texta að tryggingarumsókn verði fullgerð af söluumboði Allianz á Íslandi í samræmi við upplýsingar tryggingartaka og send til Allianz í Þýskalandi sem gefi út tryggingarskírteini í samræmi við umsóknina. Umsóknin er undirrituð af C og D fyrir hönd Allianz . Þá undirritaði C jafnframt yfirlýsingu þar sem staðfest er að honum hafi verið veitt ráðgjöf um umrædda líftryggingu. Hinn 10. desember 2013 var gefið út vátryggingarskírteini nr. vegna tryggingarinnar. Vátryggingarskírteinið er á þýsku en í íslenskr i þýðingu löggilts skjalaþýðanda á skjalinu kemur meðal annars fram að tryggingafélag sé Allianz Lebensversicherungs - Aktiengesellschaft og að Allianz Ísland sé miðlari. 6 Hinn 3. september 2015 sótti stefnda B um líftryggingu hjá öðru tryggingafélagi. Líftr yggingarfjárhæðin var 15 milljónir króna og var C tilgreindur sem rétthafi tryggingarinnar. Sú tilnefning stóð til 12. júlí 2017 þegar nýir rétthafar voru tilnefndir. 7 Áfrýjandi, sem er fæddur , er sonur C og E . 8 Stefnda B og C voru í sambúð sem lauk í m ars 2016 en ágreiningur er um það milli aðila hvenær sambúðin hófst. Á sambúðartímanum eignuðust þau saman tvö börn, fædd og . 9 C lést desember 2016. Tilkynnti stefnda B stefnda Allianz Ísland hf. söluumboði um fráfall hans með tölvubréfi 5. ja núar 2017 og setti fram skriflega greiðslubeiðni 16. sama mánaðar. Lögmaður áfrýjanda óskaði eftir upplýsingum um viðskipti C heitins og frestun á uppgjöri vátrygginga með bréfi til stefnda Allianz Ísland hf. 3 söluumboðs 9. febrúar 2017. Nokkur samskipti át tu sér stað í kjölfarið milli lögmanns áfrýjanda og þessa stefnda og tilkynnti starfsmaður félagsins lögmanninum með tölvubréfi 16. febrúar 2017 að bætur yrðu greiddar til skráðs rétthafa, stefndu B . Sú greiðsla fór fram 24. febrúar 2017. Lögmaður áfrýjand a krafðist þess með bréfi til lögmanns stefndu B 7. apríl 2017 að hún greiddi áfrýjanda einn þriðja af hinni útgreiddu fjárhæð. Lögmaður stefndu hafnaði þeirri kröfu 27. sama mánaðar. Höfðaði áfrýjandi mál þetta í nóvember sama ár. Niðurstaða 10 Fyrir héraðs dómi gerði áfrýjandi þá kröfu að viðurkennt yrði með dómi að hann teldist rétthafi að 1/3 hluta líftryggingarfjárhæðar samkvæmt þeirri vátryggingu sem deila málsaðila varðar. Í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar var krafa hans um ómerkingu hins áfrýjaða dóms meðal annars reist á því að þar hafi ekkert verið fjallað um þessa kröfu. Frá viðurkenningarkröfunni var fallið við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti og getur því ekki komið til þess að héraðsdómur verði ómerktur af þessum sökum. Aðrar málsástæður áfrýjanda fyrir ómerkingarkröfu hans lúta annars vegar að því að í hinum áfrýjaða dómi sé ranglega farið með staðreyndir um málsatvik og dómskjöl séu þar rangtúlkuð. Hins vegar sé ekki leyst úr kröfum áfrýjanda með viðhlítandi hætti og þá einkum í ljósi m álatilbúnaðar hans að því er varðar stefnda Allianz Ísland hf. söluumboð. Ekki eru efni til að ómerkja héraðsdóm á þessum grunni. Samkvæmt þessu verður ómerkingarkröfu hafnað. 11 Í greinargerð sinni til Landsréttar byggir áfrýjandi á því að stefnda Allianz Ís land hf. söluumboði sé ekki stefnt sem vátryggjanda, það er sem beinum samningsaðila samkvæmt fyrirliggjandi vátryggingarskírteini, heldur á þeim grundvelli að þessi stefndi hafi selt C umrædda líftryggingu og hafi með ráðgjöf sinni brotið gegn skyldum sín um samkvæmt þágildandi 69. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og tilgreindum ákvæðum þágildandi laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Byggir áfrýjandi á því að þessi stefndi sé vátryggingarumboðsmaður í skilningi 39. gr. síðarnefndu laganna. Í héraðsdómsstefnu er ítrekað vísað til þessa stefnda ýmist sem tryggingafélags, hlutaðeigandi tryggingafélags eða vátryggingafélags. Kröfur gegn þessum stefnda eru í stefnu byggðar á því að hann hafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt þágildandi 69. gr. laga nr . 30/2004. Með því ákvæði voru tilteknar skyldur lagðar á herðar vátryggingafélags við sölu vátrygginga og við tjón en með vátryggingafélagi er átt við það félag sem með samningi skuldbindur sig til þess að veita vátryggingu , sbr. a - lið 62. gr. sömu laga. 12 Hvergi í stefnu er vísað til þess að stefndi Allianz Ísland hf. söluumboð sé vátryggingarumboðsmaður samkvæmt 39. gr. laga nr. 32/2005 eða byggt á því að þessi stefndi hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt þeim lögum. Verður ekki betur séð en að áfrýjan di hafi byggt á því við meðferð málsins í héraði að þessi stefndi 4 sé það vátryggingafélag sem hafi veitt umrædda líftryggingu og tekið ákvörðun um að líftryggingarfjárhæðin yrði greidd að fullu til rétthafa. 13 Samkvæmt því sem að framan greinir er málatilbú naður áfrýjanda fyrir Landsrétti svo breyttur frá því að grundvöllur málsins var lagður fyrir héraðsdómi að óhjákvæmilegt er að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi að því er stefnda Allianz Ísland hf. söluumboð varðar. 14 Áfrýjandi reisir kröfu sína á hendur stef ndu B á 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004. Samkvæmt því ákvæði getur sá er framfærslu naut eða átti að njóta af hálfu vátryggingartaka krafist þess að vátryggingarfjárhæðin verði greidd sér í heild eða að hluta , s é það bersýnilega ósanngjarnt gagnvart maka eða öðrum skylduerfingjum, sem voru á framfæri vátryggingartaka eða hann var skuldbundinn til að framfæra og hefðu ella átt kröfu til vátryggingarfjárhæðarinnar s amkvæmt 100. gr., að hún renni til rétthafa . Við úrlausn þessa skal einkum líta til ástæðna tilnefningarinnar, þarfa þess er framfærslu naut eða átti að njóta, þarfa rétthafans og hvort sá fyrrnefndi hafi fengið tilkynningu um tilnefninguna innan sanngjarns frests fyrir andlátið. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 3 0/2004 kemur meðal annars fram að ekki eigi að koma til þess að tilnefningu verði hnekkt nema í algerum undantekningartilvikum, svo þröngar séu heimildirnar til þess. 15 Fyrir liggur að áfrýjandi er einn af þremur skylduerfingjum C . Þar sem áfrýjandi er barn að aldri var C framfærsluskyldur gagnvart honum samkvæmt 1. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 61. gr. barnalaga nr. 76/2003. Samkvæmt 3. mgr. 100. gr. laga nr. 30/2004 hefði áfrýjandi fengið greiddan 1/3 hluta vátryggingarfjárhæðarinnar á móti hinum tveimur skyldue rfingjum C ef enginn rétthafi hefði verið tilnefndur. Er áfrýjandi því bær til að setja fram kröfu samkvæmt 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004. 16 Áfrýjandi byggir á því að vilji C hafi ávallt staðið til þess að taka umrædda líftryggingu fyrir börn sín og han n hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að tilnefna stefndu B sem rétthafa væri hann að útiloka áfrýjanda frá því að fá hluta af vátryggingarfjárhæðinni. Áfrýjandi hafi búið hjá móður sinni frá fæðingu en hún hafi verið einstæð fram til september 2 018. C hafi tekið virkan þátt í uppeldi áfrýjanda og stutt hann fjárhagslega. Þá hafi áfrýjandi og móðir hans ávallt staðið í þeirri trú að umrædd líftrygging rynni inn í dánarbú C . Áfrýjanda hafi verið ókunnugt um að C hafi tilnefnt stefndu B sem rétthafa fyrr en kom að uppgjöri dánarbúsins. 17 Í umsókn sinni um trygginguna tilnefndi C stefndu B sem rétthafa umræddrar líftryggingar. Vitnið D , sem seldi C líftrygginguna, lýsti því í skýrslu sinni fyrir Landsrétti að hún hefði farið yfir skilmála líftryggingar innar með honum og hann hefði viljað tilnefna stefndu sem rétthafa. Þá hefði hún afhent C skilmála líftryggingarinnar, upplýsingablað um trygginguna og íslenska þýðingu tryggingarskírteinis. Samkvæmt þessu telst sannað að þegar líftryggingin var tekin 5 hafi vilji C ótvírætt staðið til þess að vátryggingarfjárhæðin kæmi í hlut stefndu B við andlát hans. 18 C og stefnda B voru á þeim tíma er hann keypti líftrygginguna í sambúð og áttu saman eitt barn. Með framburði vitnanna F , föður C heitins, og G , föður stefnd u, fyrir Landsrétti er sannað að sambúðin hófst eigi síðar en á árinu 2005. Á árinu 2015 keypti stefnda einnig líftryggingu og var C þar tilnefndur sem rétthafi. Verður að ganga út frá því að C og stefnda B hafi keypt þessar líftryggingar til að tryggja fj árhag þess langlífara við fráfall þess skammlífara. Í marsmánuði 2016 lauk sambúð C og stefndu B . Stefnda byggir á því að þau hafi samið um að þau yrðu áfram rétthafar að líftryggingu hvort annars. Engin vitni hafa verið leidd að því samkomulagi en sú stað reynd að hvorki C né stefnda gerðu reka að því að tilnefna nýja rétthafa að líftryggingum sínum rennir stoðum undir að slíkt samkomulag hafi verið fyrir hendi. Engin gögn eða framburðir í málinu benda til þess að C hafi ætlað að breyta um rétthafa að líftr yggingunni. 19 Við mat á því hvort bersýnilega sé ósanngjarnt að vátryggingarfjárhæðin renni að öllu leyti til stefndu B verður að horfa til þess sem að ofan er rakið um vilja C . Þá er komið fram að á sambúðartímanum var stefnda B með lágar tekjur, lagði stund á háskólanám og tók til þess námslán, auk þess sem hún tók fæðingarorlof eftir fæðingu barna sinna og C . Fyrir Landsrétt hefur verið lögð greiðslustaðfesting stefnda Allianz Ísland hf. söluumboðs þar sem er staðfest að stefnd a greiddi iðgjöld líftryggingar C frá 1. febrúar 2014 til og með 1. apríl 2016. Þá verður að líta til þess að áfrýjandi hefur tekið arf eftir C . Loks eru ekki efni til að líta svo á að börnum C hafa verið mismunað með því að stefnda hafi ein fengið greidda vátryggingarfjárhæðina. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á með áfrýjanda að það sé bersýnilega ósanngjarnt gagnvart honum í skilningi 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004 að vátryggingarfjárhæðin renni til stefndu sem tilnefnds rétthafa. 20 Áfrýjandi hefur ei nnig vísað til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga til stuðnings kröfum sínum. Í ákvæði 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004 felst sérregla um heimild til að ráðstafa vátryggingarfjárhæð til annars en tilnefnds rétthafa í alge rum undantekningartilvikum. Kemur 36. gr. laga nr. 7/1936 þegar af þessari ástæðu ekki til álita við úrlausn málsins. 21 Með vísan til þess sem að framan er rakið verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu stefndu B af kröfum áfrýjanda. 22 Ákvæði héraðsdóm s um málskostnað og gjafsóknarkostnað í héraði verða staðfest. 23 Málskostnaður milli áfrýjanda og stefndu B fellur niður en um gjafsóknarkostnað þeirra fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. 24 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda Allianz Ísland hf. sölu umboði málskostnað fyrir Landsrétti svo sem í dómsorði greinir. 6 Dómsorð: Kröfum áfrýjanda, A , á hendur stefnda, Allianz Ísland hf. söluumboði, er vísað frá héraðsdómi. Stefnda, B , er sýkn af kröfum áfrýjanda. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Málskostnaður milli áfrýjanda og stefndu B fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Kristínar Ólafsdóttur, 800.000 krónur. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, B , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Þorsteins Einarssonar, 800.000 krónur. Áfrýjandi greiði stefnda Allianz Ísland hf. söluumboði 500.000 krónur í málskostnað fyrir La ndsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 12. desember 2018 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 14. nóvember 2017. efndu eru Allianz Ísland hf., kt. [...], Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði, til að fá tilnefningu rétthafa samkvæmt vátryggingu hnekkt og til greiðslu sem nemur þriðjungi af líftryggingarfjárhæð. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndu verði dæmdir in solidum, en til vara annar hvor hinna stefndu, til að greiða stefnanda, A, fjárhæðina 41.667 evrur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 9. mars 2017 til greiðsludags. Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði með dómi að stefnandi, A, teljist rétthafi að einum þriðja hluta líftryggingarfjárhæðar sem tilgreind er í vátryggingarskírteini nr. [...]. Í öllum tilvikum er þess krafist að stefndu verði dæmd, in solidum, til að greiða stefnanda málskostnað. Stefnda B k refst þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Stefndi Allianz Ísland hf. krefst þess að málinu verði vísað frá dómi en til vara sýknu. Fór málflutningur um frávísunarkröfuna fram 28. febrúar sl. Var kröfu stefnda um frávísun m álsins frá héraðsdómi tekin til greina. Með úrskurði Landsréttar í máli nr. 323/2018, uppkveðnum 24. apríl 2018, var úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og málinu vísað heim til efnismeðferðar. Fór aðalmeðferð fram þann 20. nóvember sl. og var málið dómt ekið að henni lokinni. Málsatvik. 20. nóvember 2013. Var rétthafi dánarbóta skráð B þáverandi sambýliskona C. Var líftryggingarfjárhæðin 125.000 evrur og slysatryggingarfjárhæðin 125.000 evrur. Undirritaði C umsóknina auk þess sem ráðgjafi undirritaði umsóknina. Þann 10. desember 2013 sendi Allianz Lebensversicherungs AG C bréf þar sem umsókn hans var staðfest. Kemur fram í bréfinu hver sé vátryggjandi o g hver sé umboðsaðili eða milliliður, sem er stefnda Allianz Ísland hf., söluumboð. Tryggingarskilmálar liggja fyrir í málinu og eru þeir á bréfsefni Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi. 7 Í gögnum málsins liggur fyrir beiðni stefndu B um líf - og sj úkdómatryggingu frá 10. september 2015 hjá tryggingafélaginu Verði, móttekin 10. september 2015. Var C tilgreindur sem rétthafi líftryggingarinnar. Þann 12. apríl 2017 sótti B um breytingu á tilnefningu rétthafa hjá Verði og tilgreindi börnin sín tvö sem r étthafa tryggingarfjárins. Stefnda B og C voru í sambúð í tólf ár en skráð í sambúð í þrjú ár. Eignuðust þau tvö börn, fædd ir sig þrjú börn, A og tvö önnur börn sem hann og stefnda B áttu saman. Þá liggur fyrir að stefnda B greiddi iðgjöld af báðum líftryggingum aðila. Af tölvupósti sem liggur fyrir í málinu má ráða að dánarbúinu hafi verið skipt einkaskiptum. Var þar strax ág reiningur um það hvort líftrygging C ætti að falla til dánarbúsins eða ekki. Samkvæmt gögnum málsins reyndi stefnandi að ná samkomulagi um skiptingu líftryggingarinnar en það gekk ekki eftir. Þann 9. febrúar 2017 sendi lögmaður stefnanda Allianz Ísland hf. bréf og óskaði eftir öllum gögnum varðandi líftryggingu C. Með tölvupósti þann 13. febrúar 2017 sendi starfsmaður Allianz Ísland hf. lögmanni stefnanda afrit af umsókn C þar sem stefnda B er tilgreind sem rétthafi dánarbóta. Þá segir að stefnda Allianz sé búið að biðja Allianz í Þýskalandi um að bíða með að greiða út bætur til B. Síðar þann sama dag svaraði starfsmaður Allianz Ísland hf. lögmanni stefnanda og kvað alla tryggingarfjárhæðina verða greidda út til rétthafa. Í tölvupósti sendum 16. febrúar 20 17 segir starfsmaður stefnda Allianz Ísland hf. söluumboðs að þau séu búin að heyra í lögmanni Allianz í Þýskalandi og hafi fengið þau svör að félaginu beri skylda til að greiða vátryggingarfjárhæð til þess rétthafa sem vátryggingartaki hafi tilnefnt og sk ráð hafi verið í líftryggingarskrá. Þá bendir starfsmaður stefnda Allianz Ísland hf. á að telji stefnandi að ákvæði 1. mgr. 105. gr. laga nr. 30/2004 eigi við verði að hafa slíka kröfu uppi með málshöfðun gegn rétthafanum skv. skýrum fyrirmælum í 3. mgr. 1 05. gr. laganna. Með tölvupósti frá starfsmanni stefnda Allianz Ísland hf. segir að Allianz ytra muni leggja upphæðina inn á reikning viðkomandi rétthafa. Með tölvupósti þann 27. apríl 2017 hafnaði lögmaður stefndu B kröfu stefnanda. Fyrir liggur að líftry ggingin var greidd stefndu þann 24. febrúar 2017, samtals 125.000 evrur. Í gögnum málsins liggur fyrir staðfesting frá Creditinfo þar sem kemur fram að Allianz Ísland hf. söluumboð sé með aðsetur að Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Kemur þar fram að eigendur Allianz Ísland hf. söluumboðs séu Hringur eignarhaldsfélag ehf. og OIF ehf. Bæði þessi félög eru í eigu Íslandsbanka. Málsástæður og lagarök stefnanda. Krafa stefnanda byggist á því að það sé bersýnilega ósanngjarnt að öll fjárhæð umþrættrar líftryggingar renni til tilgreinds rétthafa og fyrrverandi sambýliskonu hins látna, stefndu B í máli þessu. Sé málinu þannig beint gegn tilgreindum rétthafa, B, til samræmi s við skýrt orðalag 105. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/20014, ásamt stefnda Allianz Ísland hf., enda hafi vátryggingafélagið verið grandsamt um kröfu stefnanda áður en til útborgunar kom og hafi ekki gætt að hagsmunum stefnanda. Að mati stefnand a séu öll skilyrði til að fá tilnefningu hnekkt til staðar á grundvelli 105. gr. laga um vátryggingarsamninga. Í fyrsta lagi sé stefnandi einn af þremur skylduerfingjum hins látna og hafi hinn látni verið framfærsluskyldur gagnvart stefnanda sem hefði átt kröfu til vátryggingarfjárhæðarinnar ef tilnefningar rétthafa hefði ekki notið við. Í öðru lagi hafi aðstæður vátryggingartaka breyst verulega fyrir andlát en vátryggingartaki hafi slitið samvistir við tilnefndan rétthafa í byrjun árs 2016 og hafi við an dlát hvorki verið í hjúskap né skráðri sambúð. Í þriðja lagi sé það bersýnilega ósanngjarnt að öll vátryggingarfjárhæðin renni til barnsmóður tveggja af þremur barna hins látna og þar með sé tveimur skylduerfingjum hins látna hyglt á kostnað stefnanda. Vi lji hins látna hljóti, í ljósi atvika, að hafa staðið til þess að láta vátryggingarfjárhæðina renna til jafns til skylduerfingja sinna þriggja, enda framfærsluskyldur gagnvart þeim öllum. Þá mæli sanngirnisrök með því, sbr. m.a. 36. gr. laga um samningsger ð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936. 8 Stefnandi kveður kröfugerð sína, aðild og málatilbúnað taka mið af því að hann telji ljóst að báðum stefndu hafi verið kunnugt um kröfu hans og hagsmuni áður en til útborgunar tryggingarfjárins kom, samanber eink um bréf stefnanda til stefndu, dags. 9. febrúar 2017. Engu að síður hafi hið stefnda tryggingafélag tekið þá ákvörðun að hlutast til um að stefnda B fengi bætur greiddar án frekari skoðunar á hagsmunum stefnanda. Það hafi verið ákvörðun hins stefnda Allian z Ísland hf. að hafna beiðni stefnanda um að bíða með útgreiðslu bóta líkt og stefnandi hafi verið upplýstur um með tölvuskeyti hinn 17. febrúar 2017. Það hafi verið ákvörðun hins stefnda Allianz Ísland hf. að hlutast til um að greiða alla líftryggingarfjá rhæðina til stefndu B, án þess að upplýsa stefnanda um fjárhæð greiðslunnar og réttarstöðu hans að öðru leyti. Sé bent á í því sambandi að stefndi Allianz Ísland hf. hafi ekki upplýst fyrr en hinn 5. apríl 2017 hvenær greiðsla var innt af hendi. Stefnandi hafi móttekið fullnægjandi upplýsingar frá hinum stefndu í nóvember 2017 til samræmis við ítrekaða beiðni stefnanda. Stefnandi kveðst stefna B sem tilnefndum rétthafa samkvæmt þeim persónutryggingum sem C hafi tekið hjá tryggingafélaginu Allianz. Stefnda B hafi slitið samvistir við hinn látna töluvert áður en hann lést, en hún eigi með honum tvö börn. Stefnandi sé sonur hins látna. Ljóst sé að stefnda hafi þegar fengið líftryggingarfjárhæðina greidda að fullu til samræmis við tilgreiningu hins látna á rétth afa. Krefur stefnandi því rétthafa um greiðslu sem nemi þriðjungi af líftryggingarfjárhæðinni, eins og hún sé tilgreind í vátryggingarskírteini og samþykktri umsókn. Í framangreindu sambandi vísist í 3. mgr. 105. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/20 04, þar sem fram komi að kröfur samkvæmt 1. og 2. mgr. verði að hafa uppi með málshöfðun gegn rétthafanum eða makanum innan árs frá andlátinu. Ljóst sé að fyrrnefnt ákvæði 3. mgr. 105. gr. komi ekki í veg fyrir né útiloki að dómsmáli sé einnig beint að hlu taðeigandi tryggingafélagi, í þessu tilviki útibúi tryggingafélagsins Allianz hér á landi sem lúti ákvæðum íslenskra laga að öllu leyti í starfsemi sinni, þ.m.t. gagnvart stefnanda í máli þessu. Stefnandi stefnir tryggingafélaginu Allianz Ísland hf., enda ljóst að félagið hafi tekið þá ákvörðun að líftryggingarfjárhæðin yrði greidd að fullu til tilnefnds rétthafa vitandi um kröfu stefnanda um greiðslu á hluta vátryggingarfjárhæðarinnar og mögulegan betri rétt hans í þeim efnum. Hafi stefndi Allianz Ísland h f. einnig brotið gegn lögum um vátryggingarsamninga, sbr. m.a. 69. gr. laganna. Sé gerð krafa um greiðslu in solidum af hálfu stefndu til stefnanda, líkt og í dómkröfum greinir. Til vara gerir stefnandi kröfu á hendur öðrum hvorum stefnda, sbr. 2. mgr. 19 . gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Telur stefnandi það bæði vera rétt og nauðsynlegt að gera til vara kröfu á hendur öðrum hvorum stefnda, þannig að unnt verði að dæma um greiðsluskyldu annars hvors þeirra, verði ekki fallist á kröfu stefnanda u m greiðslu af hendi stefndu in solidum. Í því sambandi tekur stefnandi fram að verði stefnda B sýknuð af kröfum stefnanda, enda þótt greiðsluskylda skv. ákvæðum laga um vátryggingarsamninga kunni að vera fyrir hendi, telur stefnandi í öllu falli ljóst að s amningsaðili hins látna, Allianz Ísland hf., sé greiðsluskylt eitt og sér gagnvart stefnanda. Beri hið stefnda félag sjálfstæða skaðabótaábyrgð. Nánar tiltekið telur stefnandi að tryggingafélagið hafi bakað sér sjálfstæða skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda með því að greiða líftryggingarfjárhæðina að fullu til stefndu B, vitandi um mögulegan betri rétt stefnanda. Sú ákvörðun hins stefnda vátryggingafélags um að láta framkvæma greiðslu til stefndu B hafi haft í för með sér tjón fyrir stefnanda sem nemi allt að þriðjungi af tilgreindri líftryggingarfjárhæð skírteinis nr. [...]. Hafi stefnda Allianz Ísland hf. verið í lófa lagið að hlutast til um að halda eftir greiðslu að hluta uns ágreiningur hafi verið til lykta leiddur og eftir atvikum fyrir dómstólum. Hinu stefnda félagi hafi í öllu falli borið að gæta að 69. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, enda hafi stefnandi sérstakra hagsmuna að gæta. Þar sem það hafi ekki verið gert sé kröfum stefnanda beint til vara eingöngu að tryggingafélaginu, verði n iðurstaðan sú að stefnda B verði sýknuð af kröfu stefnanda um greiðslu. Telur stefnandi að stefndi hafi með háttsemi sinni sýnt af sér ásetning, í það minnsta stórfellt gáleysi, með því að greiða út fjárhæðina til stefndu B, vitandi um kröfu stefnanda um greiðslu bóta úr líftryggingunni og mögulegan betri rétt hans til greiðslu bóta úr umræddri tryggingu. Sé meðal annars stuðst við almennar reglur kröfu - og skaðabótaréttarins, bæði innan og utan samninga auk ákvæða laga nr. 30/2004. 9 Einnig sé kröfu til var a eingöngu beint að stefndu B ef niðurstaða dómstólsins sé að sýkna beri hið stefnda félag af kröfum stefnanda um greiðslu in solidum af hálfu stefndu. Hvað varði aðild Allianz Ísland hf. er sérstaklega tekið fram að samkvæmt vátryggingarskilmálum frá ári nu 2013, sem hafi verið í gildi á þeim tíma er umrædd vátrygging var tekin, megi höfða mál sem byggist á tryggingarsamningnum fyrir dómstól sem hafi lögsögu þar sem útibú tryggingafélagsins sem annast samninginn sé að finna, sbr. 5. gr. C - hluta skilmálanna . Er og vísað til ákvæða einkamálalaga, sbr. m.a. 33. gr. þeirra um varnarþing. Útibú tryggingafélagsins Allianz hér á landi sé Allianz Ísland hf., staðsett í Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði. Eigandi félagsins séu tvö einkahlutafélag sem bæði séu í 100% eigu Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum, m.a. af heimsíðu stefnda Allianz Ísland hf., starfi um 20 einstaklingar hjá félaginu, sem allir komi með einum eða öðrum hætti að ráðgjöf, undirritun og ákvarðanatöku vegna fyrirkomulags vátrygginga sem félagið bjóði að ilum hverju sinni. Stefnandi hafi samið við starfsmenn og fulltrúa Allianz Ísland hf. og hafi það félag annast um öll samskipti vegna samningsins ásamt undirritun skjala. Hafi hinum látna verið ítrekað sérstaklega bent á að setja sig í samband við stefnda Allianz Ísland hf. varðandi frekari upplýsingar eða spurningar, bæði fyrir og eftir að umsókn hans um líftryggingu var samþykkt. Þá hafnaði hið stefnda félag beiðni stefnanda um frestun á greiðslu ásamt því að neita að veita upplýsingar um líftrygginguna. Telur stefnandi að hið stefnda félag hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 30/2004, en félaginu beri að fara að lögum í starfsemi sinni. Sé málssókn því réttilega beint að hinu stefnda félagi. Sé dómkröfum stefnanda þannig aðallega beint gegn stefndu sameiginl ega (in solidum) hverjum með öðrum, en til vara á hendur hvorum þeirra um sig. Þá byggir stefnandi á því að málshöfðun þessi sé tilkomin vegna þess að stefnanda sé nauðsynlegt að höfða mál til að framfylgja kröfum sínum um greiðslu hluta þeirrar vátrygging arfjárhæðar sem greidd hafi verið út til tilnefnds rétthafa við andlát líftryggingartaka. Stefnandi hafi leitast við af fremsta megni að semja um úrlausn þessa máls en ekki mætt neinum vilja af hálfu stefndu, B. Þá hafi tryggingafélagið ekki orðið við kröf um stefnanda um að bíða með uppgjör tryggingar, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um mögulegan rétt stefnanda til greiðslu fjárhæðar og kröfu hans um greiðslu úr hluta líftryggingar. Stefnandi krefst þess að tilnefningu stefndu sem rétthafa verði hnekkt að hluta og krefst sér til handa greiðslu sem nemi þriðjungi af tilgreindri líftryggingarfjárhæð samkvæmt vátryggingarskírteini nr. [...]. Sé fjárhæð líftryggingar tilgreind í heild samtals 125.000 evrur. Sé krafa stefnanda um þriðjung af líftryggingarfjár hæð bæði réttmæt og sanngjörn. Krafa stefnanda byggist í fyrsta lagi á ákvæðum 105. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, en samkvæmt ákvæðinu sé mögulegt að hnekkja tilnefningu rétthafa í heild eða að hluta. Sé það bersýnilega ósanngjarnt gagnva rt maka eða öðrum skylduerfingjum, sem voru á framfæri vátryggingartaka eða hann var skuldbundinn til að framfæra og hefðu ella átt kröfu til vátryggingarfjárhæðarinnar skv. 100. gr., að vátryggingarfjárhæðin renni til rétthafa, getur sá er framfærslu naut eða átti að njóta krafist þess að vátryggingarfjárhæðin verði greidd sér í heild eða að hluta. Ljóst sé að hinn látni var framfærsluskyldur gagnvart öllum sínum börnum og hefði tilnefndur rétthafi ekki verið fyrrverandi sambýliskona hins látna, hefðu skyl duerfingjar hans átt jafna kröfu til vátryggingarfárhæðarinnar. Af þeim sökum hefðu öll börn hins látna átt kröfu til jafns, sbr. 3. mgr. 100. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, sbr. 1. mgr. 2. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en hinn látni hafi hvor ki verið skráður í hjúskap né sambúð við andlát. Stefnandi telur ljóst að ákvæði 105. gr. laganna eigi við í þessu tilviki enda hljóti það að vera vilji sérhvers foreldris að gera jafnt við öll börn sín eftir sinn dag, en ekki hygla einu á kostnað annars l íkt og uppi sé í máli þessu fari svo að fyrrverandi sambýliskona og móðir tveggja af þremur barna hins látna haldi eftir allri vátryggingarfjárhæðinni. Þá hafi aðstæður vátryggingartaka breyst verulega frá því að líftryggingin var tekin og hafi vilji hins látna ekki staðið til þess að halda fyrrverandi sambýliskonu sinni sem tilnefndum rétthafa, einkum í ljósi skilnaðar, og láta þar með alla fjárhæð tryggingarinnar renna til hennar fremur en að láta vátryggingarfjárhæðina renna til jafns til skylduerfingja sinna. Óumdeilt sé að vátryggingartaki hafi verið framfærsluskyldur til jafns gagnvart öllum sínum börnum og hafði slitið sambúð við rétthafa. Stefnandi telur að við úrlausn málsins beri sérstaklega að líta til breyttra aðstæðna hins látna frá því að hann tók l íftrygginguna. Fullvíst sé að vilji hins látna hafi staðið til þess að tryggja 10 hagsmuni allra sinna skylduerfingja til jafns, þ.e. allra barna sinna. Í samræmi við það sem sanngjarnt er og eðlilegt hafi vilji hans staðið til þess að vátryggingarfjárhæ ðin rynni jafnt til barna sinna þriggja. Þá beri einnig að líta til hagsmuna stefnanda sem skylduerfingja hins látna. Um afar mikilsverða hagsmuni sé að ræða fyrir stefnanda málsins, sem sé ungur að árum og hafi átt erfitt uppdráttar, sérstaklega í kjölfa styðja frekar að það varði verulega persónulega hagsmuni barnsins, sem nýlega hefur misst föður sinn, að fá úr því skorið hvort unnt sé að hnekkja tilnefningu rétthafans að hluta svo að vátryggingarfjárhæðin renni til jafns til allra skylduerfingja hins lá tna. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá stefnda Allianz Ísland hf. hafi félagið tilkynnt einhliða að það hygðist greiða bæturnar til tilgreinds rétthafa, eins og fram komi í tölvuskeyti þess hinn 13. febrúar 2017. Síðar, eða þann 5. apríl 2017, staðfe sti hið stefnda tryggingafélag að greiðsla hafi þegar verið innt af hendi þann 24. febrúar 2017, en ekki upplýst um fjárhæð í krónum talið. Félagið hafi ekki upplýst um fjárhæð greiðslunnar á fyrri stigum, þrátt fyrir beiðni stefnanda þar um, en slíkar upp lýsingar hafi verið afhentar lögmanni stefnanda hinn 13. nóvember 2017 þegar beiðni var áréttuð. Þrátt fyrir vitneskju um tilvist kröfu stefnanda og ágreinings um tilnefningu rétthafans hafi fjárhæðin verið innt af hendi til stefndu B. Hið stefnda félag h afi ekki gætt að skyldum sínum, m.a. samkvæmt 69. gr. laga nr. 30/2004. Sé kröfu stefnanda aðallega beint að stefndu báðum sameiginlega þar sem stefnandi telur stefndu bera óskipta og sameiginlega ábyrgð. Verði ekki fallist á greiðsluskyldu þeirra in solid um sé þess krafist til vara að annar hvor hinna stefndu verði dæmdur til greiðslu fjárhæðar til samræmis við dómkröfur, sbr. m.a. 2. mgr. 19. gr. eml. Krafa stefnanda grundvallast einnig á þeim meginsjónarmiðum er búa að baki 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, en varla þurfi að hafa um það mörg orð að það teljist verulega ósanngjarnt gagnvart stefnanda, sem jafnframt sé skylduerfingi hins látna, í ljósi aðstæðna í máli þessu, að öll fjárhæð umræddar líftryggingar renni ti l barnsmóður tveggja af þremur barna hins látna. Hvíla ákvæði laga um vátryggingarsamninga öðrum þræði á ákvæðum laga nr. 7/1936, ekki síst þeim sanngirnissjónarmiðum er sú löggjöf hvílir á. Ákvæði 36. gr. sml. heimili að efni samnings sé breytt í þá átt a ð samningurinn verði í heild sinni ekki ósanngjarn. Sé þess því krafist að tilnefningu rétthafa samkvæmt líftryggingu verði hnekkt á þann hátt að stefnandi sé réttmætur rétthafi að þriðjungi líftryggingarfjárhæðarinnar. Þannig fáist sem sanngjörnust niðurs taða í málið með því að stefnandi fái greitt sér til handa þriðjung útgreiddrar líftryggingarfjárhæðar, eða 41.667 evrur. Miði kröfugerð stefnanda þannig að því að tilnefningu rétthafans verði hnekkt að hluta þannig að viðurkennt verði að stefndu séu greið sluskyldir sem nemi þriðjungi af tilgreindri vátryggingarfjárhæð, sbr. m.a. 2. mgr. 25. gr. eml., annaðhvort þannig að þeir verði dæmdir sameiginlega til greiðslu fjárhæðar, eða til vara annar hvor þeirra, sbr. framangreind umfjöllun. Með því að krefjast þ ess að tilnefningu sé aðeins hnekkt að hluta sé tekið tillit til þarfa tilgreinds rétthafa, sem haldi þá eftir tveimur þriðju hluta fjárhæðarinnar sér og börnum sínum tveimur til ráðstöfunar. Taka dómkröfur stefnanda mið af því, sem eru sem fyrr segir sann gjarnar í ljósi atvika. Stefnandi krefst dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr., laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 9. mars 2017. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liði nn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Stefnandi styður kröfu sína um málskostnað við ákvæði 129. - 131. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá er þess óskað að tekið verði tillit til þess við málskostna ðarákvörðun að stefnanda beri að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns. Í málinu liggur fyrir gjafsókn til handa stefnanda. Stefnandi vísar til ákvæða laga nr. 30/2004, sbr. einkum 69. gr., 100. gr. og 105. gr. laganna. Þá er vísað til laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, einkum 36. gr. laganna. Þá vísar stefnandi einnig til erfðalaga, nr. 8/1962. Stef nandi vísar einnig til almennra bótareglna kröfu - og skaðabótaréttarins, einkum sakarreglunnar, meginreglunnar um fullar bætur fyrir fjártjón. 11 Dráttarvaxtakrafa byggist á ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Þá er enn fremur vísað til laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 32. gr., 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. einkamálalaga. Um aðild er m.a. vísað til 19. gr. eml. Um málskostnað er vísað til 129. gr., sbr. 130. gr., laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefndu B. Stefnda kveður stefnanda byggja kröfu sína á hendur stefndu á ákvæðum laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga (vsl.). Fram komi í stefnu að stefnandi telji öll skilyrði til staðar fyrir því að fá tilnefningu hnekkt á gru ndvelli 105. gr. vsl. Samkvæmt ákvæðinu sé mögulegt í undantekningartilvikum að hnekkja tilnefningu rétthafa í heild eða að hluta sé það bersýnilega ósanngjarnt gagnvart maka eða öðrum skylduerfingjum, sem hafi verið á framfæri vátryggingartaka eða hann va r skuldbundinn til að framfæra og hefðu ella átt kröfu til vátryggingarfjárhæðarinnar skv. 100. gr., að vátryggingarfjárhæðin renni til rétthafa. Geti því sá er framfærslu naut, eða átti að njóta, krafist þess að vátryggingarfjárhæðin verði greidd sér í he ild eða að hluta. Stefnandi byggi kröfu sína í fyrsta lagi á því að stefnandi sé einn af þremur skylduerfingjum hins látna og hinn látni framfærsluskyldur gagnvart honum. Í öðru lagi að aðstæður vátryggingartaka hafi breyst verulega fyrir andlát hans og hafi hann hvorki verið í hjúskap né skráðri sambúð þegar hann lést. Í þriðja lagi telji stefnandi það bersýnilega ósanngjarnt að öll fjárhæð líftryggingarinnar renni til barnsmóður tveggja af þremur barna hins látna. Þá haldi stefnandi því fram að vilji h ins látna til þess að láta vátryggingarfjárhæðina renna til jafns til skylduerfingja sinna þriggja, enda Enn fremur telji stefnandi að fráfall C hafi borið skyndilega að og honum því ekki gefist ráðrúm til að breyta tilnefndum rétthafa vátryggingarbótanna. Þá grundvallist krafa stefnanda einnig á þeim meginsjónarmiðum er búi að baki 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Að lokum sé því haldið fram í stefnu að stefndu hafi verið kunnugt um kröfu stefnanda og hagsmuni hans áður en til útborgunar kom. Mótmælir stefnda öllum kröfum, málsástæðum og lagarökum stefnanda og telur að stefnandi geti ekki byggt rétt á neinni þeirra gagnvart stefndu. Stefnda byggir kröfu sína fyrst og fremst á því að skilyrði 1. mgr. 105. gr. vsl. séu ekki fyrir hendi svo unnt sé að hnekkja tilnefningu hennar sem rétthafa að dánarbótum í kjölfar andláts C. Óumdeilt sé í máli þessu að stefnandi sé einn af þremur skylduerfingjum hins látna og að hinn látni hafi verið framfærsluskyldur gagnvart stefnanda. Þá sé einnig óumdeilt að aðstæður hjá hinum látna og stefndu hafi breyst tæpum 9 mánuðum fyrir andlát hans. Stefnda hafni því hins vegar alfarið, og telur það með öllu ósannað, að vilji hins látna hafi verið annar en að stefnda, B, fengi dánarbæturnar greiddar til sín við andlát hans. Stefnda byggir á því að vilji C hafi verið sá að hún fengi bætur úr líftryggingu hans og þá liggi fyrir að C hafi verið rétthafi bóta úr líftryggingu stefndu. Vilji þeirra beggja hafi verið skýr og þann vilja beri að virða. Þá sé því haldið fram í stefnu að stefnda hafi einungis verið skráður rétthafi að dánarbótunum þar sem andlátið hafi borið skyndilega að og hinum látna því ekki gefist ráðrúm til að breyta tilnefningunn i. Að mati stefndu stenst slíkur málatilbúnaður enga skoðun enda hafi hinn látni engan reka gert að því að afturkalla tilnefningu stefndu sem rétthafa á þeim tæpu 9 mánuðum sem liðu eftir að þau slitu samvistir og þar til hið skyndilega andlát hans bar að. Í málinu liggi ekki fyrir nokkur skjalleg gögn um vilja eða áform hins látna um að breyta skráningu á rétthafa bótanna. Af þeim sökum verði athafnaleysi hins látna á þessu tæplega 9 mánaða tímabili ekki túlkað með öðrum hætti en að vilji hans hafi staðið til þess að stefnda væri sannarlega rétthafi bótanna. Stefnda áréttar enn fremur að hinn látni hafi ekki tilnefnt neitt af börnum sínum sem rétthafa að líftryggingunni þegar hún var tekin. Af þeim sökum verði með engu móti séð að hinn látni hafi verið með einhverju móti að hygla tilteknum skylduerfingjum á kostnað annarra. Hafi vilji hins látna staðið til þess að hygla börnum hans og stefndu, á kostnað stefnanda, hefði hann vitaskuld tilnefnt börnin sem rétthafa 12 dánarbótanna. Það hafi hann hins vegar ekki gert. Stefnda hafi verið eini rétthafi tryggingarinnar og eigi hún því bersýnilega ein tilkall til bótanna en ekki niðjar hins látna. Enn fremur getur stefnda þess að við sambúðarslit stefndu og hins látna hafi verið farið yfir alla lausa enda og meðal ann ars skráningu stefndu sem rétthafa líftryggingarinnar og skráningu C sem rétthafa líftryggingar stefndu. Í samtali þeirra hafi skýrt komið fram sá vilji þeirra að breyta ekki rétthafa bóta skv. tryggingunum. Þá styðji sú staðreynd að ekki var breytt um rét thafa beggja líftrygginganna hver vilji stefndu og C var. Hafi það því verið hinsti vilji hins látna að stefnda B fengi dánarbæturnar greiddar til sín eftir hans dag. Í þessu samhengi beri að líta til þess að viljakenningin er meginreglan við túlkun arflei ðslusamninga. Með hliðsjón af öllu framangreindu telji stefnda einsýnt að skilyrði 1. mgr. 105. gr. vsl. sé ekki fyrir hendi enda sé umrætt ákvæði undantekning frá meginreglunni. Þá komi fram í sérstökum athugasemdum með téðri grein í frumvarpi því er va rð að lögum nr. 30/2007 að ekki komi til þess að Sé ákvæðið því eins konar öryggisventill sem ætlað sé að koma í veg fyrir ráðstafanir sem séu bersýnil ega ósanngjarnar miðað við aðstæður. Stefnda telji þær aðstæður augljóslega ekki vera fyrir hendi í þessu máli. Í því samhengi bendir stefnda á að samkvæmt ákvæðinu skuli við úrlausn á sanngirnismatinu meðal annars líta til ástæðna tilnefningarinnar og þar fa rétthafans. Ástæður tilnefningar stefndu sem rétthafa séu augljósar. Hinn látni og stefnda hafi verið í sambúð þegar tryggingin var tekin og áttu þau saman tvö börn. Þá beri að líta til þarfa stefndu sem rétthafa til dánarbótanna. Einsýnt þyki að það ha fi verið vilji hins látna að stefnda fengi greiddar dánarbæturnar. Þá sé margt sem mæli gegn því að telja tilnefninguna bersýnilega ósanngjarna. Sambúð vátryggingartaka og stefndu hafi varað í tólf ár sem hafi leitt til fjárhagslegrar samstöðu þeirra á mil li og var ætlun C að tryggja fjárhagslega stöðu stefndu eftir sinn dag. Í því sambandi beri að líta til þess að stefnda hefur ekki gert tilkall til hlutdeildar í eignum dánarbús C á grundvelli sambúðar þeirra og erfir því stefnandi 1/3 hluta eigna dánarbús ins. Stefnda áskilur sér þó allan rétt til að krefjast hlutdeildar í eignum dánarbúsins vegna hlutdeildar hennar í eignamyndun á sambúðartíma. Við sambandsslitin hafi það eina, sem stefnda tók úr sameiginlegu búi hennar og C, verið föt og eitthvað af leikf öngum barna þeirra. Stefnda hafi til að mynda engar persónulegar gjafir tekið með sér við sambúðarslitin, sem henni hafði hlotnast á sambúðartíma þeirra. Framfærsla stefnanda sé því tryggð með arfi hans úr dánarbúi C. Á sambúðartímanum hafi stefnda verið m eð lágar tekjur og stundaði hún nám við stefnda gengið með börnin þeirra tvö og tekið fæðingarorlof til þess að sinna ungum börnum þeirra. Enn fremur hafi ] lán sem hvíldu á eigninni og var það faðir stefndu sem greiddi 350.000 krónur inn á reikning fasteigna sölunnar við kaupin vegna kostnaðar sem af hlaust. Þar sem stefnda hafi ekki verið með tekjur á þeim tíma hafi C einn verið skráður eigandi fasteignarinnar en kaupverð eignarinnar var greitt að fullu með yfirtöku áhvílandi veðláns. Er C lést hafði fasteign in hækkað mikið í verði og renni sú verðmætaaukning óskipt til erfingja en ekki að hluta til stefndu. Sanngirnisrök styðji því ekki kröfu stefnanda í málinu og var ætlun stefndu og C með tilnefningu rétthafa trygginga að tryggja hagsmuni hvors annars og ek ki síst í ljósi langrar sambúðar og fjárhagslegrar samstöðu á sambúðartíma. Þá hafi iðgjöld títtnefndrar tryggingar verið greidd af korti stefndu. Með hliðsjón af öllu framangreindu beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Þá hafnar stefnda og mót mælir því sem röngu að henni hafi verið kunnugt um kröfu stefnanda áður en til útborgunar kom. Bréf stefnanda til stefnda Allianz Ísland hf., dags. 9. febrúar 2017, þar sem stefnandi gerði tilkall til dánarbótanna, hafi einungis verið sent tryggingafélagin u en ekki stefndu, B. Stefnda hafi ekki fengið upplýsingar um kröfu stefnanda fyrr en með tölvuskeyti þann 9. mars 2017. Gögn málsins staðfesti að stefnda hafi verið grandlaus um kröfuna þegar félagið greiddi henni vátryggingarfjárhæðina. Stefnandi heldur því fram að Allianz beri sjálfstæða skaðabótaábyrgð með því að greiða stefndu fjárhæðina að fullu vitandi um mögulegan betri rétt stefnanda. Ljóst sé að stefnda geti aldrei borið ábyrgð 13 á háttsemi starfsmanna Allianz og getur hún þar af leiðandi aldrei bo rið bótaábyrgð vegna ætlaðrar saknæmrar háttsemi fyrirtækisins. Beri því að sýkna stefndu á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hvað sem öllu öðru líði þá hafi stefnda fengið dánarbæturnar greiddar áður e n henni bárust upplýsingar um kröfu stefnanda. Telja verði það í senn rangt og ósanngjarnt að henni verði gert að endurgreiða stefnanda hluta fjárhæðarinnar. Það sé því með engu móti hægt að fallast á það að stefnda geti verið skuldbundin til að endurgreið a stefnanda þriðjung fjárhæðarinnar. Um lagarök stefndu fyrir sýknukröfum sínum er vísað til ákvæða laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Þá vísar stefnda til reglna samninga - og kröfuréttar. Enn fremur er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamá la. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 90/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Allianz Ísland hf. umboð. Hið stefnda félag mótmælir öllum málsástæðum stefnanda og krefst sýknu auk málskostnaðar. Í greinargerð stefnda segir að mál þetta varði kröfu stefnanda, fyrir hönd ólögráða sonar hennar, um að tilnefning föður hans, C heitins, á rétthafa dánarbóta líftryggingar C hjá þýska líftryggingafélaginu Allianz Lebensversicherungs AG verði hnekkt og að honum verði greiddur þriðjungshlutur af líftryggingarbótum sem tryggingafélagið Allianz Lebensversicherung AG greiddi meðstefnda á grundvelli tryggingarsamningsins. Stefnandi beini málatilbúnaði sínum annars vegar að tilnefndum rétthafa dánarbóta líftryggi ngarinnar og hins vegar að stefnda, sem sé söluumboð líftryggingafélagsins Allianz Lebensversicherungs AG á Íslandi. Þannig beinir stefnandi málshöfðun sinni ekki að líftryggingafélaginu sem var samningsaðili hins látna tryggingartaka og sem greiddi dánarb ætur til tilnefnds rétthafa á grundvelli vátryggingarsamningsins. Málatilbúnaður stefnanda sé ekki bara í algeru ósamræmi við þau gögn sem hann leggi sjálfur fram, og byggi málsókn sína jafnframt á, heldur sé líka fullkomið innbyrðis ósamræmi að finna í st efnu þar sem stefndi sé ýmist sagður vera vátryggingafélag hins látna eða útibú þýska vátryggingafélagsins en samhliða sé vísað til framlagðra gagna stefnanda þar sem fram komi að hið stefnda félag sé ekki tryggingafélag heldur söluumboð fyrir Allianz tryg gingasamsteypuna og að félagið sé ekki í eigu þýsku tryggingasamsteypunnar heldur innlendra aðila. Hið stefnda félag kveðst vera hlutafélag að fullu og öllu í eigu íslenskra aðila og sé tilgangur félagsins að reka söluumboð fyrir þýsku tryggingasamsteypuna Allianz. Er stefndi skráður vátryggingaumboðsmaður hjá þýsku tryggingafélögunum, þar á meðal líftr yggingafélaginu Allianz Lebensversicherungs AG. Þýska líftryggingafélagið hafi heimild til að veita þjónustu hér á landi, sbr. afrit af lista Fjármálaeftirlitsins yfir erlend vátryggingafélög sem veiti þjónustu hér á landi. Þar komi fram að söluumboð vátry ggingafélagsins sé hið stefnda félag. Hinn látni vátryggingartaki hafi sótt um líftryggingu hjá Allianz Lebensversicherungs AG með milligöngu stefnda í nóvember 2013. Fullgerð umsókn hins látna um líftryggingu hafi verið send Allianz Lebensversicherungs A G þann 26. nóvember 2013. Það sama félag hafi gefið út líftryggingarskírteini til hins látna. Í janúar 2017 hafi meðstefnda snúið sér til stefnda í kjölfar andláts vátryggingartaka með beiðni um upplýsingar og leiðbeiningar um næstu skref. Hafi stefndi haf t milligöngu um að tilkynna andlátið til þýska tryggingafélagsins og afla nauðsynlegra upplýsinga og gagna frá meðstefndu. Greiðslubeiðni meðstefndu, dagsett 16. janúar 2017, hafi verið send tryggingafélaginu. Allianz Lebensversicherungs AG hafi greitt í k jölfar þess vátryggingarfjárhæðina til meðstefndu þann 24. febrúar 2017. Sýknukröfu sína byggir hið stefnda félag aðallega á aðildarskorti, skv. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Lýsing í stefnu hvað varði aðkomu stefnda að málinu, ti lvist og tilurð sé röng og í ósamræmi við þau gögn sem stefnandi leggi sjálfur fram og byggi á en ekkert samræmi sé á milli framlagðra gagna og þeirrar framsetningar sem sé boðið upp á í stefnu. Samkvæmt þeim vátryggingarsamningi sem stefnandi byggir mál þ etta og dómkröfur sínar á sé það tryggingafélagið Allianz Lebensversicherungs AG sem hafi skuldbundið sig til að veita vátryggingartaka líftryggingu, með þeim skilmálum sem þar greini. Stefndi hafi hvorki skuldbundið sig til að veita þeim vátryggingartaka tryggingu 14 né með öðrum hætti ábyrgst efndir vátryggingarsamningsins milli hins látna og tryggingafélagsins. Stefndi hafi ekki verið aðili að þeim vátryggingarsamningi sem mál þetta varði, stefndi hafi engar ákvarðanir tekið á grundvelli vátryggingarsamning sins né í tengslum við hann og hafi ekki greitt vátryggingarbætur á grundvelli líftryggingarinnar til meðstefndu. Enginn grundvöllur sé fyrir málatilbúnaði stefnanda á hendur stefnda. Í stefnu sé því ítrekað haldið fram að stefndi sé vátryggingafélag og h afi verið vátryggjandi hins látna vátryggingartaka. Þá sé því haldið fram að stefndi hafi tekið ákvörðun um og greitt bætur til meðstefndu á grundvelli vátryggingarinnar. Þetta sé alrangt og í engu samræmi við framlögð gögn þar sem skýrt komi fram að vátry ggjandi var þýska líftryggingafélagið Allianz Lebensversicherungs AG og að vátryggingarbætur á grundvelli vátryggingarsamningsins hafi verið greiddar af því sama tryggingafélagi til tilgreinds rétthafa. Þannig komi skýrlega fram á vátryggingarskírteini hin s látna og í bréfi sem fylgdi því frá tryggingafélaginu hver vátryggjandi sé og að stefndi sé umboðsmaður félagsins á Íslandi. Þá komi skýrlega fram á tryggingarumsókn vátryggingartaka og öðrum gögnum er tengist líftryggingunni hvaða aðili hafi veitt vátry gginguna og verið samningsaðili hins látna. Auk þess geti það varla dulist neinum hver staða stefnda og hlutverk sé þar sem í heiti hans komi fram að stefndi sé söluumboð en ekki tryggingafélag. Þá komi fram á framlögðum gögnum stefnanda um skráðan tilgang og eignarhald stefnda að félagið rekur söluumboð fyrir þýsku tryggingasamsteypuna Allianz og að félagið sé ekki útibú þýsku tryggingafélaganna. Þá sé í stefnu samhliða haldið fram að stefndi sé útibú þýska tryggingafélagsins. Sá málatilbúnaður stefnanda að stefndi sé á sama tíma þýska tryggingafélagið og útibú þess sé með öllu óútskýrður enda fráleitur og beri þegar af þeim sökum að sýkna stefnda. Stefndi sé hlutafélag að fullu og öllu í eigu innlendra aðila. Stefndi reki söluumboð fyrir Allianz Lebensver sicherungs AG og sé skráður umboðsmaður þýska vátryggingafélagsins. Samkvæmt skilgreiningu laga um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005, miðlar vátryggingaumboðsmaður vátryggingum á vegum eins eða fleiri vátryggingafélaga og á ábyrgð þeirra gegn endurgjaldi. St efndi verði hins vegar ekki aðili að þeim vátryggingarsamningum sem hann miðlar og taki ekki á sig skyldur gagnvart vátryggingartökum á grundvelli þeirra. Stefndi beri því engar skyldur gagnvart vátryggingartaka, skráðum rétthafa eða öðrum aðilum á grundve lli líftryggingarsamnings vátryggingartaka og Allianz Lebensversicherungs AG, né hefur hann tekið á sig aðrar skyldur gagnvart vátryggingartaka, rétthafa eða öðrum, eða ábyrgð á tjóni eða skaða sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir. Þá sé stefndi ekki b ær um að svara til um skyldu fyrir hönd þýska tryggingafélagsins. Stefndi segir stefnanda byggja á því að vátryggingafélagið eða stefndi (ekki er ljóst af stefnu hvort) bakað sér sjálfstæða skaðabótaábyrgð líftr yggingarfjárhæðina að fullu til tilnefnds rétthafa og að hafa ekki gætt að 69. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og/eða ekki gætt að öðrum ótilgreindum skyldum . Stefndi kveðst ekki hafa greitt bótafjárhæðina né komið að ákvarðanatöku varðandi þá greiðslu með neinum hætti. Því til viðbótar kveði tilvísað ákvæði á um að vátryggingafélag skuli sjá til þess að starfsemi umboðsmanna viðkomandi vátryggingafélags sé þannig háttað að við öflun vátrygginga sé gætt hags vátryggingartaka. Hvernig stefndi e igi að bera sjálfstæða bótaábyrgð á grundvelli þessarar skyldu vátryggingafélagsins sé hins vegar ekki skýrt í stefnunni. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. almennra bótareglna kröfu - og skaðabótaréttarins, einkum sakarre glunnar, meginreglunnar um fullar bætur fyrir fjártjón eigi að leiða til skaðabótaábyrgðar stefnda gagnvart stefnanda. Þá kveður stefndi stefnanda byggja um er búa að baki samningssambandi við hinn látna vátryggingartaka né stefnanda. Þá sé kröfugerð stefnanda ekki í samræmi við 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/ 1991, sem hann byggir varakröfu sína á. Aðallega sé kröfum beint að báðum stefndu in solidum en til vara að öðrum hvorum, en 15 ekki aðallega öðrum og hinum til vara eins og 2. mgr. 19. gr. heimilar ef skilyrðum samlagsaðildar er fullnægt, sem er ekki fyrir a ð fara hér. Með vísan til þeirra málsástæðna sem að framan greini beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Gerir stefndi kröfu um greiðslu málskostnaðar að skaðlausu og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnda til greiðs lu virðisaukaskatts. Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á 1. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála. Þá er byggt á ákvæðum laga nr. nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga og laga nr. 100/2016 um vátryggingarstarfsemi. Krafa um málskostnað er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um álag vegna virðisaukaskatts styðst við lög nr. 50/1988. Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar skýrslu. Þá gáfu skýrslu vitnin H, F, afi stefnanda, og I. Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því s em þurfa þykir. Forsendur og niðurstaða. Eins og fram kemur í málsatvikalýsingu og framburði aðila eignaðist C stefnanda A ásamt barnsmóður C í gegnum árin. Sonur þeirra, A, og C hafi þó alltaf átt í góðum samskiptum og samkvæmt framburði hans fyrir dómi og stefndu B hafi hann verið ætíð velkominn inn á heimili þeirra og C tekið þátt í uppeldi hans og framfærslu. C og stefnda B eignuðust saman tvö börn C í slysi í byrjun árs 2016 og í kjölfar þess hafi sambúð þeirra verið mjög erfið og hún hafi í lokin gengið út af heimilinu og slitið sambúð þeirra. Þau hafi þó verið í góðu sambandi eftir það. Þá kvað hún fyrir dóminum að hún og C hafi ákveðið, þrátt fyrir sambúðarslitin, að halda rétthöfum á líftryggingum þeirra óbreyttum, þ.e. að B yrði áfram rétthafi á líftryggingu C og C yrði áfram rétthafi á líftryggingu hennar sem hún hafði tekið hjá Verði tryggingaf élagi. Hafi ástæðan verið sú að ef eitthvað kæmi fyrir annað hvort þeirra þá myndi líftryggingin vera þeim fjárhagslegur bakhjarl. Eins og rakið er að framan og er óumdeilt greiddi þýska líftryggingafélagið Allianz Lebensversicherungs AG, stefndu B út l íftryggingu C þann 24. febrúar 2017 að upphæð 125.000 evrur. Í stefnu er B stefnt ásamt Allianz Ísland hf., kt. [...], Dalshrauni 3 í Hafnarfirði in solidum eða til vara öðru hvoru stefndu. Samkvæmt hlutafélagaskrá er félagið Allianz Ísland hf. söluumbo ð í eigu íslenskra aðila og tilgangur félagsins rekstur söluumboðs fyrir Allianz Lebensversicherungs AG, Þýskalandi, fjármálastarfsemi, kaup og sala fasteigna, fasteignarekstur og lánastarfsemi. Er félagið sjálfstæður lögaðili með varnarþing á Íslandi. Um félagið gilda lög nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Kemur fram í 1. mgr. 1. gr. laganna að lögin gildi um miðlun vátrygginga hér á landi. Með miðlun vátrygginga sé átt við starfsemi sem felist í að kynna, bjóða fram eða undirbúa með öðrum hætti samninga u m vátryggingu, að koma á slíkum samningum eða að aðstoða við framkvæmd slíkra samninga, einnig þegar krafa um vátryggingarbætur sé sett fram. Í 2. tl. 2. mgr. segir um vátryggingarumboðsmenn sem skráðir séu hjá vátryggingafélagi, sbr. 39. gr. laganna, að þ egar vátryggingafélag hefur gert samning við vátryggingarumboðsmann um miðlun vátrygginga félagsins skuli félagið skrá vátryggingarumboðsmann, sbr. 40. gr. laganna. Almenningi skuli heimill aðgangur að upplýsingum um skráða vátryggingarumboðsmenn hjá viðko mandi vátryggingafélagi. Þá getur Fjármálaeftirlitið sett nánari reglur um skráningu vátryggingarumboðsmanns. Í 3. tl . 3. gr. laganna segir að vátryggingarumboðsmaður sé einstaklingur eða lögaðili sem á grundvelli samnings miðli frum - og/eða endurtryggingu, sbr. 1. mgr. 1. gr., á vegum eins eða fleiri vátryggingafélaga og á ábyrgð þeirra gegn endurgjaldi. Í 4. tl. 2. mgr . 1. gr. segir að heimild til miðlunar vátrygginga hér á landi hafi vátryggingarmiðlarar og vátryggingarumboðsmenn með aðalstöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu utan Íslands sem fengið hafa starfsleyfi í heimaríki, sbr. 55. gr. Því er ekki haldið fram í máli þessu að Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi hafi ekki gilt starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá er ekki ágreiningur um það að hið stefnda félag hafi ekki starfsleyfi á Íslandi eða sé réttur umboðsmaður þýska félagsins. Stefnandi byggir hins vegar á því að réttarsamband 16 hans og hins stefnda félags sé þannig að félagið beri ábyrgð á framkvæmd útgreiðslu tryggingarfjárins og sé því bótaskylt. Fyrir dóminum liggur fyrir listi yfir erlend vátryggingafélög sem hafa verið tilkynnt og að þau muni vei ta þjónustu hér á landi án starfsstöðvar eða setja upp útibú. Eru þar tilgreind þýsku tryggingafélögin Allianz Lebensversicherungs AG og Allianz Versicherungs AG. Í gögnum málsins liggur fyrir að hinn látni sótti um líftryggingu hjá Allianz að fjárhæð 125 .000 evrur þann 20. nóvember 2013. Ritaði D undir umsóknina sem ráðgjafi, starfsmaður hins stefnda félags. Þá liggja fyrir ítarlegir tryggingarskilmálar á íslensku en á bréfsefni Allianz Lebensversicherungs AG. Með umsókn hins látna er undirritað viðbótars amkomulag þar sem meðal annars kemur fram að honum sé kunnugt um að lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gildi um samninginn og að dómkröfur gegn Allianz líftryggingum hf., sem byggist á tryggingarsamningnum, sé aðeins hægt að bera fram fyrir dómstóli þar s em aðalskrifstofa þess eða útibú eigi varnarþing. Þá kemur einnig fram að ef tryggingartaki hafi ástæðu til að kvarta yfir tryggingu er hann beðinn um að snúa sér til Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi. Undirritaði hinn látni persónuupplýsingar bæ ði á íslensku og þýsku við umsókn sína um líftryggingu. Þá liggur einnig fyrir í gögnum málsins yfirlit innheimtukrafna af bankareikningi stefndu B og er greiðsluviðtakandi Allianz Lebensversicherungs AG. Samkvæmt því yfirliti greiddi stefnda B iðgjald af líftryggingu hins látna til Allianz Lebensversicherungs AG frá 1. febrúar 2014 til og með 1. apríl 2016. Tryggingarféð var síðan greitt af reikningi Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi inn á bankareikning stefndu B sem rétthafa tryggingarfjárhæðari nnar. Eins og rakið hefur verið gerði hinn látni, C, samning við Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi um líftryggingu. Hið stefnda félag hafði þá einu aðkomu að samningi aðila að veita ráðgjöf og senda gögn og upplýsingar á milli aðila sem söluumbo ð. Þá fóru allar iðgjaldagreiðslur vegna tryggingarinnar til Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi og útgreiðsla tryggingarbótanna fór fram hjá Allianz Lebensversicherungs AG. Með því varð hið stefnda félag ekki skuldbundið tryggingartaka að neinu l eyti. Hið stefnda félag fór með söluumboð og undirbjó samninga á milli vátryggingartaka og tryggingafélagsins og var því ekki beinn aðili að samningi vátryggingartaka og tryggingafélagsins. Hefur hið stefnda félag sýnt fram á að það eigi ekki aðild að rétt arsambandi tryggingafélagsins og tryggingartaka. Þá er ósannað, eins og stefnandi heldur fram, að það hafi verið ákvörðun hins stefnda félags að hlutast til um að greiða alla líftryggingarfjárhæðina til stefndu B. Sýknukrafa stefnda Allianz Ísland hf. sölu umboðs er fyrst og fremst byggð á aðildarskorti. Við skoðun á framlögðum gögnum og því sem rakið er að framan kemur fram hver sé vátryggingartaki, hvert hið vátryggða er og vátryggjandi. Hefur hið stefnda félag frá upphafi neitað því að vera aðili máls þes sa og bent stefnanda á að hann eigi að beina kröfum sínum að tryggingafélaginu en ekki söluumboðinu. Að öllu þessu virtu þykir ekki leika vafi á því að Allianz Ísland hf. söluumboði sé ranglega stefnt sem vátryggjanda í máli þessu en hið stefnda félag tók engar ákvarðanir varðandi sölu líftryggingarinnar né útgreiðslu tryggingarfjárins eins og haldið er fram af stefnanda. Með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber því að sýkna stefnda Allianz Ísland hf. söluumboð af öllum kröf um stefnanda. Að þessari niðurstöðu fenginni þykja ekki efni til að taka málsástæður stefnanda sem beint er að hinu stefnda félagi frekar til úrlausnar. Varakrafa stefnanda er að stefndu B verði gert að greiða stefnanda einn þriðja hluta líftryggingarfjár hæðarinnar sem henni var greidd þann 24. febrúar 2017. Krefst stefnandi þess að tilnefningu stefndu sem rétthafa verði hnekkt að hluta. Byggir stefnandi í fyrsta lagi á ákvæðum 105 gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, en samkvæmt ákvæðinu sé mögul egt að hnekkja tilnefningu rétthafa í heild eða að hluta. Sé það bersýnilega ósanngjarnt gagnvart maka eða öðrum skylduerfingjum, sem voru á framfæri vátryggingartaka eða hann var skuldbundinn til að framfæra og hefði ella átt kröfu til vátryggingarfjárhæð arinnar skv. 100. gr. að vátryggingarfjárhæðin renni til rétthafa, getur sá er framfærslu naut eða átti að njóta krafist þess að vátryggingarfjárhæðin verði greidd sér í heild eða að hluta. Byggir stefnandi á því að hinn látni hafi verið framfærsluskyldur gagnvart öllum sínum börnum og hefði tilnefndur rétthafi ekki verið fyrrverandi sambýliskona hins látna hefðu skylduerfingjar hans átt jafna kröfu til 17 fjárhæðarinnar. Af þeim sökum hefðu öll börn hins látna átt kröfu til jafns, sbr. 3. mgr. 100. gr. lagann a, sbr. 1. mgr. 2. gr. erfðalaga nr. 8/1962, en hinn látni hafi hvorki verið skráður í hjúskap né sambúð við andlátið. Þessu hafnar stefnda og krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Óumdeilt er í máli þessu að hinn látni, faðir stefnanda, skráði stefndu B, þáverandi barnsmóður sína og samúðarkonu til margra ára, sem rétthafa líftryggingar er hann tók hjá tryggingafélaginu Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi fyrir milligöngu stefnda Allianz Ísland hf. söluumboðs þann 20. nóvember 2013 að fjárhæð 12 5.000 evrur. Þann 3. september 2015 sótti stefnda um líf - og sjúkdómatryggingu hjá tryggingafélaginu Verði að fjárhæð 15.000.000 króna og tilnefndi stefnda C, þáverandi sambýlismann sinn, sem rétthafa tryggingarfjárins. Samkvæmt stefndu sleit hún sambúð að ila í ársbyrjun 2016 en þá áttu þau saman tvö börn. Samkvæmt stefndu ræddu þau sérstaklega um það að halda rétthafa beggja líftrygginganna óbreyttum og hélt stefnda áfram að greiða iðgjald af tryggingu D eða til 1. maí 2016. Vitnið I hafa vitað til þess að C hafi gengið frá öllum lausum endum sem tengdust fjármálum stefndu B og C, s.s. með því að loka sameiginlegum bankareikningum o.fl. Þá hafi hann vitað að C hafi tekið líftryggingu til að tryggja stefndu B og börn hennar. C lést í desember 2016. Í ljósi þess að hinn látni hafði um níu mánuði frá því að sambúð aðila lauk til að gera breytingu á rétthafa líftryggingarinnar og þess að hann hafði að öðru leyti gengið frá sameiginlegum fjármálum eftir sambúðina, telur dómurinn ósannað að það hafi verið vilji h ins látna að líftryggingin færi til allra barna hans. Til þess verður að líta að hinn látni lét börnin sín ekki standa sem rétthafa tryggingarinnar, hvorki stefnanda né önnur börn hans. Telur dómurinn því að vilji hins látna hafi staðið til þess að stefnda B fengi umþrætta líftryggingu kæmi til útgreiðslu hennar. Stefnandi byggir dómkröfu sína á 105. gr. laga nr. 30/1924 um vátryggingarsamninga. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laganna getur vátryggingartaki tilnefnt einn eða fleiri rétthafa að vátryggingarfjárhæð . Sætir slík tilnefning ekki reglum erfðaréttar og fellur slík trygging ekki til erfingja nema að uppfylltum öðrum skilyrðum. Í 1. mgr. 105. gr. laganna segir að sé það bersýnilega ósanngjarnt gagnvart maka eða öðrum skylduerfingjum, sem voru á framfæri vá tryggingartaka eða hann var skuldbundinn til að framfæra og hefðu ella átt kröfu til vátryggingarfjárhæðarinnar skv. 100. gr., að vátryggingarfjárhæðin renni til rétthafa getur sá er framfærslu naut eða átti að njóta krafist þess að vátryggingarfjárhæðin v erði greidd sér í heild eða að hluta. Við úrlausn þessa máls skal einkum líta til ástæðna tilnefningarinnar, þarfa þess er framfærslu naut eða átti að njóta, þarfa rétthafans og hvort sá fyrrnefndi hafi fengið tilkynningu um tilnefninguna innan sanngjarns frests fyrir andlátið. Þá byggir stefnandi einnig á 36. gr. laga nr. 7/1936. Óumdeilt er að stefnandi var einn af þremur erfingjum eftir andlát föður þeirra og erfði hann 1/3 eigna hins látna á móti systkinum sínum, um fjórar milljónir. Stefnandi býr hjá móður sinni og hefur gert frá fæðingu en umgengist föður sinn og systkin samkvæmt samkomulagi aðila þar um. Fyrir dómi og í kröfugerð stefnanda er á því byggt að ósanngjarnt sé að börnum hins látna sé mismunað þannig að líftrygging falli til systkina stefn anda en hann fái ekkert af líftryggingunni. Ekkert hefur komið fram í málinu um að systkini stefnanda fái líftrygginguna eða að móðir stefnanda sé einstæð eða nokkuð annað um framfærslugetu hennar eða framfærsluskyldu annarra gagnvart stefnanda. Þá telur d ómurinn að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að skilyrði 105. gr. laga nr. 30/2004 eða 36. gr. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt við mat á því hvort það sé bersýnilega ósanngjarnt gagnvart stefnanda að vátryggingarfjárhæðin renni til stefndu B. Við kaup á líftryg gingu hins látna var hann búinn að vera í sambúð með stefndu B í a.m.k. 11 ár. Þau höfðu keypt sér íbúð saman og hafði faðir stefndu greitt út útborgunarfjárhæðina í íbúðinni. Við sambúðarslit aðila áttu þau tvö ung börn auk þess sem stefnda B var í námi. Hafði stefnandi á þeim tíma verið í umgengni við föður sinn en ekki búið hjá honum. Við mat á því hvort það sé bersýnilega ósanngjarnt að líftryggingin falli öll til stefndu B verður að horfa til þess sem að ofan segir og vilja hins látna. Var hinn látni f ramfærsluskyldur á þeim tíma sem hann tók líftrygginguna með tvö ung börn sem bjuggu hjá honum og voru á hans framfærslu en stefnandi þá búandi hjá móður sinni og á framfærslu hennar. Þá verður að líta til þess við úrlausn málsins að stefnandi hefur byggt á því að þeim systkinum sé mismunað með því að öll líftryggingarfjárhæðin fari til rétthafa en rétt er að geta þess að ekkert barna hins látna var tilgreint sem 18 rétthafi. Því hefði hinn látni getað breytt eftir sambúðarslit hans og stefndu en gerði ekki. Þ ar sem stefnandi hefur ekki sýnt fram á að það sé bersýnilega ósanngjarnt gagnvart honum að stefnda sé rétthafi líftryggingarinnar og gegn mótmælum stefndu, verður að hafna þeirri málsástæðu stefnanda. Að þessum niðurstöðum fengnum verður stefnda B sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður falli niður milli stefnanda og stefndu B. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda Allianz Ísland hf. söluumboð málskostnað sem þykir hæfilegur 80 0.000 krónur. Rétt þykir að málskostnaður milli stefnanda og stefndu B falli niður. Stefnandi og stefnda B hafa fengið gjafsókn í máli þessu. Skal allur málskostnaður stefnanda, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hans, Kristínar Ólafsdóttur samtals 1.60 0.000 greiðast úr ríkissjóði. Málskostnaður stefndu B, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.600.000, skal greiddur úr ríkissjóði. Ástríður Grímsdóttir kveður upp dóm þennan. Dómsorð. Stefnda B er sýkn í máli þessu. Stefni Allianz Ísland hf. söluumboð er sýkn í máli þessu. Málskostnaður milli stefnanda og stefndu B fellur niður. Kostnaður stefnanda, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hans, Kristínar Ólafsdóttur, 1.600.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Allur kostnaður stefndu B , þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hennar, Viktoríu Hilmarsdóttur, 1.600.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Stefnandi greiði stefnda Allianz Ísland hf. söluumboði 800.000 krónur í málskostnað.