LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. desember 2019. Mál nr. 580 /2019 : Ákæruvaldið (Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ) gegn Vigfús i Ólafss yni (Óskar Sigurðsson lögmaður ) ( Sigmundur Hannesson , lögmaður einkaréttarkröfuhafa) ( Sigurður Sigurjónsson, lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Manndráp. Brenna. Skaðabætur. Ásetningur. Gjafsókn. Útdráttur V var ákærður fyrir brennu og manndráp samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 164. gr. og 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara brenn u og manndráp af gáleysi samkvæmt 215. gr. sömu laga. Tóku sakargiftir til þess að hann hefði valdið eldsvoða í íbúðarhúsnæði með nánar tilgreindum hætti með þeim afleiðingum að tvær manneskjur létust. Með dómi héraðsdóms var hann sakfelldur fyrir brennu o g manndráp af gáleysi. Í dómi Landsréttar kom fram að V hefði valdið eldsvoða sem hefði haft í för með sér almannahættu. Honum hefði ekki getað dulist að með því að kveikja eld við þessar aðstæður væri mönnum búinn bersýnilegur lífsháski auk þess sem auglj ós hætta hefði verið á yfirgripsmikilli eyðingu eigna annarra manna. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu fyrir brennu. Í dómi Landsréttar var jafnframt vísað til þess að V hefði kveikt eldinn vitandi að á efri hæð hússins væru þau tvö sem létust í eldsvoðanum. Þá hefði hann vitað að mikill eldsmatur væri í húsinu og ekki getað dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæmust ekki undan ef kviknaði í húsinu og líklegt væri að þau gætu beðið bana, eins og reyndin hefði orðið. Þrátt fyr ir þessa vitneskju hefði hann kveikt eld sem hefði leitt til þess að tvær manneskjur létust. Var V því einnig sakfelldur fyrir manndráp samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ásetningur hans hefði ekki verið mjög einbeittur. Hins vegar hefði hann enga tilraun gert til að vara við þau sem voru á efri hæð hússins og létust í eldsvoðanum eða koma þeim til bjargar. Var V gert að sæta fangelsi í 14 ár. Þá var honum gert að greiða börnum og foreldrum hinna látnu bæt ur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómar inn Jóhannes Sigurðsson og Arngrímur Ísberg og Eggert Óskarsson , settir landsréttardómarar. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. júlí 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 9. júlí 2019 í málinu nr. S - 31/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru samkvæmt aðalkrö fu ákæruvaldsins og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum sakargiftum en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa . Að því frágengnu krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann þess að bótakröfum verði vísað frá dómi, til vara sýknu af þeim en að því frágengnu að þær verði lækkaðar verulega. 4 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , C , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum . Þá er krafist málskostnað ar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 5 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , D , fyrir hönd ófjárráða sonar hans, E , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur og bætur fyrir missi framfæranda, sa mtals 7.064.155 krón ur með nánar tilgreindum vöxtum. Þá er krafist málskostnað ar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 6 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , F , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 4. 000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum. Þá er krafist málskostnað ar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 7 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , G , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni í miskabætur og útfararkostnað, samtals 4.364.650 krón ur með nánar tilgreindum vöxtum. Þá er krafist málskostnað ar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 8 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , H , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að gr eiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum. Þá er krafist málskostnað ar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 9 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , I , er þess krafist aðallega að ákærði verði dæmdur til að gr eiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna, en til vara staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um greiðslu miskabóta . Þá er krafist staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um greiðslu útfararkostnaðar að fjárhæð 1.808.773 krónur . Í öllum tilvikum er krafist nánar tilgreindra vaxta. Jafnframt er krafist staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um greiðslu þóknunar skipaðs réttargæslumanns en til vara er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi. Loks er krafist málskostnaðar fyrir Landsrétti. 3 10 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa ns , Í , er þess krafist aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna, en til vara staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um greiðslu miskabóta . Í báðum tilvikum er krafist nánar tilgreindra vaxta. Jafnframt er krafist staðfestingar ákvæðis héraðsdóms um greiðslu þóknunar skipaðs réttargæslumanns en til vara er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi. Loks er krafist málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 11 Húsið sem brann að Kirkjuvegi 18, Selfossi va r í eigu föður ákærða eins fram kemur í skýrslu lögreglu um samtal við föðurinn 6. nóvember 2018. 12 Í skýrslu tæknideildar lögreglu segir um húsið að Kirkjuvegi 18 að það sé tveggja hæða einbýlishús. Húsið sé timburhús með stálklæðningu, einangrað með reið ingi. Milligólf var einangrað með sagi. Einhverjir veggir voru með múrklæðningu á vírneti og talið var að asbest væri í klæðningum á útveggjum. Í skýrslunni segir að eldurinn skoðun eldferla í stofu mátti sjá að þriggja sæta svampsófi með tauáklæði og trégrind, sem staðsettur var við glugga á vesturvegg hafði brunnið mest og lengst. Annar samskonar sófi, tveggja sæta sem var staðsettur gegnt þeim þriggja sæta var minna brunninn . Timburklæðningar í lofti og á veggjum stofunnar voru alveg brunnar og loft og veggja að eldurinn hafi átt upptök sín í og við sófa á jarðhæð vestan megin í húsinu. Um hafi verið að ræða íkveikju af mannavöldum. Þá er bent á að á vettvangi hafi ekki fundist efni sem hefðu getað valdið sjálfsíkveikju og ekki hafi verið upplýst um notkun þeirra í húsinu. Rafmagnstæki og tenglar á vettvangi hafi borið merki um utanaðkomand i eld. 13 Fyrir héraðsdómi staðfesti rannsóknarlögreglumaður að upptök eldsins hefðu verið í framangreindum þriggja sæta sófa. Þá bar hann að eldurinn hefði ekki átt upptök á fleiri stöðum, mögulega á tveim stöðum í sófanum en ekki annars s taðar í stofunni e ða í húsinu. 14 Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 1. nóvember 2018 daginn eftir brunann og var honum skýrt frá því að hann væri grunaður um að vera valdur að brunanum og var a ja (óskýrt) stofan þú bara veist magnaðist eldurinn í stofunni og ég bara einhvern veginn mundi ekki eftir fólkinu sem var í húsinu með mér og ég einhvern veginn kom mér út og svo bara (óskýrt) ægilegur hiti í ganginum og svona og ég man ekki hvort að ég farið upp á efri hæð hússins rétt áður en eldurinn braust út, en hann kvaðst ekki vita hvar meðákærða í héraði hefði verið fyrr en hann hefði séð hana úti eftir að eldurinn h afði brotist út. Taldi hann sig hafa verið einan í stofunni þegar eldurinn braust út. hérna það var þarna við gluggann sko þú veist þarna þú veist hérna í hérna gardínunni 4 sk var eitthvað búinn að reyna að kveikja hérna á pappa á sjálfum mér af því ég er með brunasár hérna sko og hérna svo hérna og svo slökkti ég í því sko hérna og ég held ég hafi ba hérna en ég held ég hafi hérna bara hent þessu á gólfið sko ég held ég ég hérna ég vissi nú ekki a lveg hvort það var slökknað í því sko eða þú veist glóð eftir eða eitthvað ég man ekki alveg. Ég man ekki hvað þetta var bjórkassi eða eitthvað ég man ekki Hann kvaðst hafa kveikt í með kveikjara og segir þegar hann var spurður hvað hefði ge klár á því hvort ég hafi labbað fram ég þú veist man það ekki alveg hérna ég veit ekki svo og svo einhvern veginn bara magnast eldurinn upp sko og þú veist hérna og maður ræður ekki við neitt og ég einhvern veginn næ ekki neinni hugsun eða neitt sko ég hérna og ég bara er bara einhvern veginn stjarfur og ég er ekkert að hugsa þú veist gleymi því að aðrir eru í húsinu bæði DD og A og B ég bara gleymi því. Bara hefði ég vitað af því auðvitað hef ði ég bara farið upp og vakið þau á meðan ég hafði tíma eldurinn logar þarna o g alveg upp í loft og hann magnast svo hratt sko að hérna ég fer hann kvaðst ekki vita hvernig eldurinn hefði borist í þau. Hann benti á að það hefði verið teppi á gólfinu og þegar hann var spurður hvort eldur hefði verið í því svaraði komið strax eftir í loftinu sko það er timburloft sko svo bara þú veist bara strax pappanum en þú manst það er eldur í gardínunni gardínunum og þú talar um eld í 15 Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði búið í húsinu f rá 1968 eða 1969. Hann kvaðst hafa vitað að milliloftið hefði verið úr timbri og gamall dúkur á því, en ekki gat hann borið um einangrun hússins. 16 Ákærð i bar efnislega á sama hátt fyrir dómi við aðalmeðferð málsins í héraði. 17 Meðákærða í héraði var yfirheyr ð af lögreglu sama dag og ákærði. Hún kvaðst hafa verið í húsinu ásamt ákærða og þeim tveim sem létust í brunanum. Hún var beðin að skýra frá því sem gerðist og eftir að hafa sagt að hún hefði verið að drekka bjór með andi í öllu og gardínum og pappakössum og í að hanga þar og ég fer upp að tala við þau tala við þau þar, þá segir að A er bara farinn niður bara farinn niður að tékka á Fúsa h kom fram hjá henni að ákærði hefði kveikt í með kveikjara og hún hefði slökkt tvisvar í hjá honum. Þetta hefði verið í stofunni á fyrstu hæð. Fyrst hefði ákærði kveikt í 5 í fanginu og er að kveikja í og kveikti í buxunum og eitthvað og svo fór hann í gardínurnar og kveikti þar í svo fór hann B eitthvað af því hú n var eitthvað að segja honum að hætta þessu að þá réðst hann á B í sófanum og B var logandi logandi hrædd eins og ég skil urhús og þetta fer alveg eða þú veist ákærða hafa farið að kveikja í gluggatjöldunum fyrir stofuglugganum við hliðina á stóra sófanum, en hún kvaðst ekki vera alveg viss um hv ort kviknað hefði í þeim um leið eða ekki. Þá kom fram hjá henni að hún hefði eins og dottið úr sambandi og munað svo eftir sér í stofunni og hún hafi séð svartan reyk. Þegar þetta var hefði ákærði verið kominn út. 18 Meðákærða í héraði bar efnislega á sama hátt fyrir dómi við aðalmeðferð málsins í héraði. 19 Að öðru leyti vísast til hins áfrýjaða dóms um lýsingu málsatvika og rannsóknar á vettvangi brunans. Þar er einnig gerð grein fyrir niðurstöðum dómkvadds matsmanns sem lagði mat á hvort almannahætta hefði s tafað af brunanum og svaraði tilteknum spurningum í öðru mati, eins og rakið er í héraðsdómi. Þá eru í hinum áfrýjaða dómi rakin læknisvottorð og gerð grein fyrir dánarorsökum hinna látnu. Þar er einnig gerð grein fyrir niðurstöðum geðlækna og sálfræðinga sem rannsökuðu ákærða og komust að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að refsing gæti borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Loks eru í héraðsdómi raktar skýrslur ákærðu og vitna við aðalmeðfer ð málsins. 20 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var spiluð í heild sinni hljóð - og myndbandsupptaka af skýrslugjöf ákærða og meðákærðu í héraði. Ákærði var ekki viðstaddur meðfer ð málsins í Landsrétti. Verjanda hans kvað honum vera kunnugt um aðalmeðfe rðina en hann hefði kosið að koma ekki fyrir Landsrétt. Hann hyg ðist ekki tjá sig ekki frekar um málið heldur vísa til skýrslu sinnar fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 21 Hér að framan var gerð grein fyrir þeirri niðurstöðu lögreglu að eldsupptök hefðu verið í þr iggja sæta sófa sem stóð við vesturvegg í stofu hússins. Myndir af vettvangi sýna glögglega að þar hefur brunnið mikill eldur, bæði í sófanum og eins á veggnum. Meðal gagna málsins eru myndir sem teknar voru í stofunni í júlí 2017 og sýna þær gólfsíð glugg atjöld við hlið þriggja sæta sófans. Þær sýna einnig tveggja sæta sófa. Myndir af brunavettvangi sýna tveggja sæta sófann gegnt þriggja sæta sófanum og hefur verið borð á milli þeirra. Fyrir héraðsdómi kvað ákærði sig minna að hann hefði setið í minni sófa num þegar hann kveikti í pappaumbúðunum. 6 22 Ákærði hefur allt frá upphafi kannast við að hafa kveikt eld í pappaumbúðum í kjöltu sér og er sá framburður hans studdur framburði meðákærðu í héraði. Þá kom fram hjá ákærða í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að eld ur hefði borist í gluggatjöldin en ekki kvaðst hann vita hvernig. Þaðan hefði eldurinn borist upp í loft og magnast mikið. Fyrir héraðsdómi bar ákærði að hann hefði kveikt í pappaumbúðum sem hann hefði svo ýtt frá sér út á gólfið þegar komið var gat á buxu rnar hans og hann var farinn að brenna sig. Þá kvaðst hann ekki muna eftir að hafa reynt að slökkva eldinn en meðákærða í héraði bar fyrir héraðsdómi að hún hefði slökkt eldinn með því að hella yfir hann bjór. Hún bar einnig hjá lögreglu að hún hefði séð a ð ákærði ætlaði að kveikja í gluggatjöldunum þó tt hún m y ndi ekki hvort hann h efði kveikt í þeim. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa lagt eld að gluggatjöldunum en útilokaði það ekki. 23 Með játningu ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, sem fær stuðning í framburði meðákærðu, er sannað að hann kveikti eld í pappaumbúðum í kjöltu sér þar sem hann sat í tveggja sæta sófanum í stofu hússins að Kirkjuvegi 18. Samkvæmt framburði ákærða ýtti hann umbúðunum út á gólfið og hefur það þá verið í átt að þriggja sæta s ófanum þar sem eldsupptökin voru samkvæmt niðurstöðum tæknideildar lögreglu. Þá bar ákærði að gluggatjöldin hefðu logað og eftir það hefði eldurinn breiðst hratt út og ekki verið við neitt ráðið. Þótt ósannað sé að ákærði hafi beinlínis kveikt í gluggatjöl dunum, eins og hann er ákærður fyrir, liggur hins vegar fyrir að hann kveikti eld í stofunni og í kjölfarið kviknaði í húsinu sem mikill eldsvoði hlaust af og tvær manneskjur létust í brunanum. Engar vísbendingar eru um það í málinu að eldsupptökin sé að r ekja til athafna annarra en ákærða og því ekki óvarlegt að telja sannað , svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa , að eldurinn hafi kviknað af völdum hans. 24 Ákærði kvaðst hafa búið í húsinu frá þriggja eða fjögurra ára aldri og vitað úr hverju það var byggt. Sam kvæmt þessu er sannað að ákærði kveikti eld í húsi í eigu annars manns og hann vissi að í því var mikill eldsmatur, eins og rakið var. Þá hefur hann sjálfur borið að tvær manneskjur hafi verið á annarri hæð hússins, auk þess sem hann og meðákærða voru á ne ðri hæðinni. Með þessu var ákærði valdur að eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Þá gat ákærða ekki dulist að með því að kveikja eld við þessar aðstæður var mönnum búinn bersýnilegur lífsháski auk þess sem augljós hætta var á yfirgripsmikilli eyð ingu eigna annarra manna. Ákærði verður því sakfelldur fyrir brennu og varðar brot hans við 1., sbr. 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga, eins og hann er ákærður fyrir. 25 Þegar ákærði kveikti eldinn vissi hann að á efri hæðinni voru þau tvö sem létust í eldsvoðanum. Hann vissi líka að mikill eldsmatur var í húsinu og gat honum ekki dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæmust ekki undan ef kviknaði í húsinu og líklegt væri að þau gætu beðið bana, eins og reyndin varð. Þrátt fyrir þessa vitneskju um þessar aðstæður kveikti hann eld sem leiddi til þess að tvær manneskjur létust. Ákærði verður því einnig sakfelldur fyrir manndráp og varðar brot hans við 211. gr. almennra hegningarlaga eins og hann er ákærður fyrir. 7 26 Sakaferill ákærða hefur ekki þýðingu við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun hennar verður annars vegar litið til þess að ásetningur ákærða var ekki mjög einbeittur. Hins vegar er til þess að líta að hann gerði enga tilraun til að vara þau við, sem voru á efr i hæðinni og létust í eldsvoðanum, eða koma þeim til bjargar. Samkvæmt þessu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 14 ár en til frádráttar skal koma gæsluvarðhaldsvist hans eins og í dómsorði greinir. 27 Með vísun til þeirra lagaraka, sem tilgreind er u í héraðsdómi, verður ákærði dæmdur til að greiða foreldrum hinna látnu og sonum B miskabætur. Eru bætur til foreldranna hæfilega ákveðnar ein milljón króna til hvers þeirra en tvær milljónir króna til hvers sona hennar. Þá verða staðfest ákvæði héraðsdóm s um greiðslu bóta fyrir missi framfæranda og útfararkostnað. Bæturnar skulu bera vexti eins og í dómsorði greinir. Foreldrar B heitinnar og synir hennar hafa gjafsókn vegna bótakrafna þeirra. Gjafsóknarkostnaður þeirra skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Sigmundar Hannessonar lögmanns, sem ákveðin er í einu lagi án virðisaukaskatts í dómsorði. Verður ákærði dæmdur til að greiða gjafsóknarkostnað í ríkissjóð , að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og í dómsorði greinir . Loks verð ur ákærði dæmdur til að greiða foreldrum A málskostnað sem ákveðinn er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. 28 Við meðferð málsins í héraði voru lögmenn sona og foreldra B og foreldra A skipaðir réttargæslumenn þeirra án þess að lagaskily rði væru til þess samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 41. gr. sömu laga. Hvorki verjandi ákærða né sækjandinn gerðu þá athugasemdir við skipunina og þykja því ekki efni til að hrófla við henni. Með þessari athugasemd verða á kvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar staðfest. 29 Ákærði skal greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Óskars Sigurðssonar lögmanns, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti í dómsorði. Annan sakarkostnað fyrir Landsré tti skal hann einnig greiða, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Vigfús Ólafsson, sæti fangelsi í 14 ár en til frádráttar skal koma gæsluvarðhaldsvist hans frá 1. nóvember 2018. Ákærði greiði C 2.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. la ga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. október 2018 til 24. febrúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D , vegna ófjárráða sonar hans, E , 4.064.155 krónur, 2.064.155 krónur með 4,5% vöxtum frá 31. október 2018 til 24. febrúar 2019 og 2.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. október 2018 til 24. febrúar 8 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 4.064.155 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði H 2.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. október 2018 til 24. febrúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi ti l greiðsludags. Ákærði greiði F 1.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. október 2018 til 24. febrúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði G 2.364.650 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. október 2018 til 24. febrúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði I 2.808.773 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. október 2018 til 15. mars 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 248.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði Í 1.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2 001 frá 31. október 2018 til 15. mars 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 248.000 krónur í málskostnað. Gjafsóknarkostnaður C , D vegna E , H , F og G skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun l ögmanns þeirra, Sigmundar Hannessonar lögmanns, samtals 775.000 krónur án virðisaukaskatts. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði eru staðfest. Ákærði greiði 961.000 krónur í málskostnað sem renni í ríkissjóð. Ákærði greiði 137.004 krónur í sakarkostnað fyrir Landsrétti og málsvarnarlaun verjanda síns, Óskars Sigurðssonar lögmanns, 1.928.820 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands þriðjudaginn 9. júlí 2019 Mál þetta, sem dómtekið var þann 26. júní sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 23. janúar 2019, á hendur ákærðu, DD, kt. [...], til heimilis að [...], [...] og Vigfúsi Ólafssyni, kt. [...], til heimilis að [...], [...], ossi svo sem hér greinir: 1. Gegn ákærða Vigfúsi fyrir brennu og manndráp, en til vara brennu og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum í stofu á neðri hæð íbúðarhússins og valdið þannig eldsvoða sem hafði í för með sér almann ahættu, vitandi af A, kennitala [...] og B, kennitala [...] 9 sem voru gestkomandi í svefnherbergi á efri hæð hússins, en eldurinn magnaðist upp og hafði breiðst út um húsið þegar slökkvistarf hófst. Afleiðingar þessa voru þær að A og B létust af völdum kolm ónoxíðeitrunar vegna innöndunar á reyk og húsið gjöreyðilagðist, en ákærði gerði enga tilraun til að aðvara A og B um eldinn, eða koma þeim til bjargar, áður en hann yfirgaf húsið. Telst þetta verða við 1., sbr. 2. mgr. 164, gr. og 211. gr. en til vara vi ð 1., sbr. 2. mgr. 164. gr. og 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Gegn ákærðu DD fyrir almannahættubrot, með því að hafa látið hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til þess að vara við eldsvoða, eins og lýst er í ákærulið 1, en DD gerði enga tilraun til að aðvara A og B sem voru stödd í herbergi á efri hæð hússins um eldinn, eða koma þeim til bjargar, áður en hún yfirgaf húsið af völdum eldsins. Telst þetta varða við 169. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu C, kt. [...], er þess krafist að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða honum kr. 5.000.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar fyrir kærða til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til kemur, að viðbættum virðisaukaskatti. Af hálfu D, kennitala [...], fyrir hönd ófjárráða sonar hans, E, kennitala [...], er þess krafist á að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða ho num samtals 7.064.155 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 5.000.000 kr. frá 31. október 2018, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 1. mgr. 16.gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 2.064.155 kr. frá 31. október 2018, hv ort tveggja til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar fyrir kærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 7.064.155 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærð a verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til kemur, að viðbættum virðisaukaskatti. Af hálfu F, kennitala [...], er þess krafist að ákærða Vigfúsi ver ði gert að greiða honum 4.000.000 kr. auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar fyrir ákærða til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til kemur, að viðbættum virðisaukaskatti. Af hálfu G, kt . [...], er þess krafist að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða henni 4.364.650 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 4.000.000 kr. frá 31. október 2018, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabót alaga nr. 50/1993 af 364.650 kr. frá 13. nóvember 2018, hvort tveggja til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar fyrir kærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtrygginu (svo) nr. 38/2001 af 4.364.650 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til kemur, að viðbættum virðisaukaskatti. 10 Af h álfu H, kt.[...], er þess krafist að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða honum kr. 5.000.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar fyrir kærða til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til Með framhaldsákæru dagsettri þann 11. febrúar sl. var eftirfarandi viðbót gerð á ofangreindri ákæru: : Af hálfu I, kennitala [...], er þess krafist að ákærðu verið dæmd in solidum til að greiða he nni bætur að fjárhæð kr. 6.808.773, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar, og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludag s, samanber 6. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verið dæmd in solidum til að greiða lögmannskostnað tjónþola samkvæmt tímaskýrslu, auk virðisaukaskatts, sem lögð verður fram við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. Af hálfu Í, kennitala [...], er þess krafist að ákærðu verði dæmd in solidum til að greiða honum bætur fjárhæð kr. 5.000.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar, og dráttarvaxta sa mkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, samanber 6. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verið dæmd in solidum til að greiða lögmannskostnað tjónþola samkvæmt tímaskýrslu, auk virðisaukaskatts, sem lögð verður fram við aðalmeðferð málsi Ákærðu krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefjast ákærðu þess að bótakröfum verði vísað frá dómi, til vara að þau verði sýknuð af þeim og til þrautavara að þær verði læ kkaðar verulega. Málavextir. Miðvikudaginn 31. október kl. 15:53 barst lögreglu tilkynning um að eldur væri í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi og var talið að einn aðili væri innandyra. Í frumskýrslu J lögreglumanns segir að hann hafi ekið inn Kirkjuveg til suðurs frá Eyravegi og hafi mátt sjá mikinn eld og reyk frá Kirkjuvegi 18 og hafi mátt sjá eldtungur koma frá gluggum og hurð á neðri hæð. Hafi ákærðu staðið fyrir utan húsið og hafi sjúkraflutningamaður tjáð honum að hún hafi heyrt í manneskju öskra inni í húsinu á efri hæð . Lögreglan hafi ekki reynt björgunaraðgerðir þar sem mikill eldur hafi verið í húsinu. Við aðaldyr og í anddyri hafi mátt sjá mikinn eld og reyk stíga út, þá hafi mátt sjá að stigi upp á efri hæð hússins hafi verið orðinn alelda. Í frumskýrslu segir að ák ærðu hafi verið sjáanlega æst og óróleg. Hafi ákærða DD sagt að A og B væru inni á efri hæð hússins og vildi hún meina að ákærði Vigfús hefði kveikt í innandyra en hann hefði verið að leika sér með eld allan daginn og þá hafi hann montað sig af því að hafa kveikt í. Í skýrslu K lögreglumanns kemur fram að ákærða DD hafi hrækt og öskrað á ákærða Vigfús að hann væri ógeðslegur morðingi. Hafi hún ítrekað kallað á meðákærða og sagt að hann hefði gert þetta og hann væri morðingi. Í skýrslu L lögreglumanns kemur Fram kemur í skýrslu L að ákærði Vigfús hafi sagt að hann væri morðingi, hann vær i með mannslíf á samviskunni. Þá hafi hann spurt hvort hann væri morðingi og hvort þau væru lifandi. Fyrsta slökkviliðsbifreið mun hafa komið á vettvang kl. 16:00 og kemur fram í dagbók brunavarna Árnessýslu að það mikill eldur hafi verið í húsinu að ekki hafi verið hægt að senda reykkafara inn. Stigi hafi verið reistur við gafl hússins og rúða brotin en litur reyksins og kraftur hafi verið svo mikill að ekki hafi verið möguleiki á að fara inn. Hafi hiti innandyra mælst meira en 150°C með IR vél og ekki 11 ha fi verið hægt að sjá hvort fólk væri innandyra. Þegar ljóst hafi orðið að engum yrði bjargað hafi verið lögð áhersla á að kæla herbergið sem talið hafi verið að einstaklingarnir væru í. Að loknu slökkvistarfi fundust lík þeirra A og B í svefnherbergi á efr i hæð hússins og var niðurstaða bráðabirgðakrufningar sú að dánarorsök þeirra beggja væri innöndun kolmónoxíðs. Hafi verið sót í öndunarvegi og lungum þeirra beggja og engin ummerki um ofbeldi hafi verið að sjá á líkunum. Í krufningarskýrslu M réttarmeinaf ræðings frá 5. desember 2018 segir að á B hafi verið merki um áhrif vegna mikils hita og ásamt miklu magni af kolmónoxíði sem fundist hafi í blóði hennar gefi það til kynna að hin látna hafi orðið fyrir áhrifum af eldinum í nokkurn tíma meðan hún var enn á lífi (margar mínútur). Þá kemur fram að hún hafi neytt blöndu af gabapentín, kvetíapíni og etanóli rétt fyrir dauðann og megi telja að deyfandi áhrif þessara efna hafi átt þátt í dauða hennar. Í krufningarskýrslu sama réttarmeinafræðings frá 5. desember 2 018 vegna A segir að hann hafi látist vegna kolmónoxíðseitrunar af völdum innöndunar á reyk. Á honum hafi verið merki um áhrif vegna mikils hita sem sé dæmigert fyrir eldsvoða. Ásamt miklu magni af kolmónoxíði sem fundist hafi í blóði hans gefi það til ky nna að hinn látni hafi orðið fyrir áhrifum af eldinum í nokkurn tíma meðan hann var enn á lífi (margar mínútur). Þá kemur fram að hann hafi neytt blöndu af gabapentín, etanóli og kvetíapíni rétt fyrir dauðann og megi telja að deyfandi áhrif þessara efna ha fi átt þátt í dauða hans. N læknir skoðaði ákærðu fljótlega eftir handtöku þeirra. Samkvæmt vottorði hans var ákærði Vigfús með áverka á hnúum eftir að hafa kýlt í vegg. Þá hafi hann verið með brunasár á báðum lærum innanvert. Þá hafi engir áverkar verið á ákærðu DD. Þá skoðaði læknirinn einnig lík þeirra A og B og sá hann ekki önnur áverkamerki á þeim en vegna bruna. Samkvæmt skýrslu O lögreglufulltrúa um rannsókn á eldsupptökum voru upptök eldsins íkveikja í og við sófa í stofu á jarðhæð vestan megin í h úsinu. Þá hafi ekki legið fyrir upplýsingar um að á vettvangi hafi verið í notkun eða fundist efni sem hafi þá eiginleika að geta kveikt í sér sjálf. Þá hafi rafmagnstæki og tenglar við upptakastað borið merki utanaðkomandi elds. Ákærði var yfirheyrður hj á lögreglu þann 1. nóvember sl. og kvað hann A, B og meðákærðu DD hafa undanfarið dvalið á heimili hans. Hann kvaðst stundum hafa rifist við A en aðallega við meðákærðu og kvað hann sér ekki hafa liðið vel undanfarið og hafi meðákærða oft lamið hann. Hann kvaðst daginn áður hafa verið að drekka bjór með þeim þremur og hafi A og B farið upp að sofa. Hann kvaðst ekki hafa munað hvar meðákærða hafi verið fyrr en hann hafi séð hana úti eftir að eldurinn hafi verið kominn upp. Hann kvaðst muna eftir því að hafa hringt í Neyðarlínuna og síðan hafi verið þarna fullt af slökkviliðs - og lögreglubifreiðum. Þá hafi meðákærða verið að skammast í honum og kenna honum um eldinn. Ákærði taldi að kviknað hefði í gardínu inni í stofu en hann hafi verið búinn að reyna að kv eikja í pappa á sjálfum sér en slökkt í honum og hélt hann að hann hefði látið pappann á gólfið en mundi það ekki. Hann hélt að meðákærða hefði verið inni í stofu en mundi ekki hvort hún hefði beðið hann um að slökkva í kassanum. Hann kvað eldinn hafa magn ast og hann hafi ekki ráðið við neitt, orðið stjarfur og gleymt því að aðrir væru í húsinu. Hefði hann vitað af því hefði hann farið upp og vakið þau meðan hann hefði haft tíma til þess. Hann hafi forðað sér út úr hitanum, dottið úr sambandi og gleymt því að hann væri ekki einn. Ákærði kvaðst ekki vita hvernig eldurinn hefði komist í gardínurnar. Ákærði kvað sér ekki hafa liðið vel, hann hafi ekki vitað hvað hann væri að hugsa að refsa sjálfum sér eða eitthvað eins og hann komst að orði. Ákærða DD var yfir heyrð hjá lögreglu sama dag að og kvaðst hún undanfarið hafa dvalið á heimili meðákærða og þar hefðu einnig dvalið A og B. Hún kvaðst vera alkóhólisti og sprautufíkill. Hún kvað meðákærða hafa verið að ógna sér og A. Hún og meðákærði hafi verið að drekka b jór og hafi meðákærði verið að kveikja í öllu í stofunni, gardínum og pappakössum og fötunum sínum og kvaðst hún tvisvar hafa slökkt í með því að hella bjór yfir kassana. Hafi A og B verið uppi og hafi B verið búin að koma niður og sagt honum að hætta. Haf i ákærða farið í klósettið og ekki muna eftir neinu fyrr en hún hafi vaknað og hafi allt verið í reyk. Hún kvaðst þá hafa farið út og hafi meðákærði þá verið kominn út. Hún hélt að A og B hefðu verið uppi en allt hafi verið orðið logandi og því hafi hún ek ki getað tékkað á þeim. Hún kvaðst hafa heyrt brothljóð og hélt að þau hefðu farið út um gluggann. Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 8. nóvember sl. kvaðst ákærða ekkert hafa getað gert til að vara fólkið við eldinum eftir að hann hafði kviknað vegna þess að hún hafi dottið út sökum hræðslu. Hún hafi reynt að slökkva eldinn og síðan hafi 12 hugsunin verið að koma sér út. Hún kvaðst ekkert hafa getað gert til þess að bjarga fólkinu sem var inni í húsinu. Ákærða Vigfúsi var tekið blóð til rannsóknar á alkóhóli, ly fjum og ólöglegum ávana - og/eða fíkniefnum kl. 16:55 sama dag. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði reyndist tekið blóð til sams konar rannsóknar kl. 17:15 sama dag og samkvæmt niðurstöðu rannsóknarstofunnar Ó verkfræðingur var fenginn til þess að meta hvort almannahætta hefði skapast vegna íkvei kjunnar og í skýrslu hans dagsettri 27. desember 2018 segir að samkvæmt gögnum málsins virðist að einstaklingarnir á efri hæðinni hafi orðið varir við eldinn þegar fyrst hafi verið kveikt í pappakössum í stofunni því annar þeirra hefði komið niður og átt í orðaskiptum við húsráðanda en farið síðan aftur upp. Þegar þau hafi aftur orðið vör við reyk frá brunanum virðist sem stiginn niður af hæðinni hafi þá þegar verið orðinn ill - eða ófær vegna reyks og hita. Hafi herbergishurðin fram í stigann staðið opin á brunatímanum auk þess sem glugginn á suðurhliðinni hafi verið opinn sem hafi gert það að verkum að reykurinn hafi leitað upp í herbergið og fyllt það af reyk. Slíkur reykur og hiti skapi fljótt lífshættulegar aðstæður fyrir fólk og slævi alla rökhugsun. Ek ki hafi verið um aðra flóttaleið að ræða frá herberginu. Mögulega hefði verið hægt að vinna nokkurn tíma með því að loka herbergishurðinni og brjóta síðan gluggann á suðurhlið hússins og láta sig falla þá leiðina. Það sé þó ekki hættulaus leið því fallið s é líklega um 3,5 m og mikil hætta á alvarlegum skurðsárum vegna glersins í glugganum og á jörðinni fyrir neðan. Það var niðurstaða Ó að um eldsvoða í skilningi 164. gr. almennra hegningarlaga hafi verið að ræða og myndi eldur í sófanum ekki hjaðna niður, h eldur valda útbreiðslu elds um allt húsið. Þá hafi almannahætta verið fyrir hendi þar sem aðilum á efri hæð hússins hafi ekki verið gert viðvart um eldinn og þeim því bersýnilegur lífsháski búinn. Þá hafi verið hætta á yfirgripsmikilli eyðingu eigna í húsi nu, bæði fasteigninni sjálfri og öllu lausafé. Sami matsmaður var fenginn til þess að meta nánar tiltekin atriði varðandi brunann, í fyrsta lagi hversu fljótt frá íkveikju lífi og heilsu manna sem staddir hafi verið á neðri hæð hafi verið hætta búin af vö ldum reyks, í öðru lagi hversu fljótt lífi og heilsu fólks á neðri hæð hafi verið hætta búin sökum hitageislunar frá eldsvoðanum, í þriðja lagi hvort mögulegt væri að eldur hefði verið kveiktur með beinum hætti í sófanum jafnframt því að kviknað hafi í hon um vegna logandi gluggatjalda sem fallið hafi á sófann, í fjórða lagi hvort mögulegt væri að eldur hafi verið kveiktur á fleiri stöðum en í sófanum og í fimmta lagi, ef svarið við þriðju og fjórðu spurningu felur í sér möguleika á að eldur hafi verið kveik tur á fleiri en einum stað, sé óskað eftir mati á því hvaða áhrif það hafi haft á útbreiðslu reyks, hita og elds og þá hversu fljótt frá íkveikju lífi og heilsu manna sem staddir hafi verið á neðri hæð hússins hafi stafað hætta af eldsvoðanum. Svar matsman nsins dagsett 13. apríl sl. við fyrstu spurningu var að aðstæður í stofunni væru orðnar fólki hættulegar á 2 - 3 mínútum frá íkviknun auk þess sem hitageislun frá reyklaginu sé farið að valda hættu. Svar við annarri spurningu var að fólk í stofunni væri komi ð í hættu af beinni hitageislun frá eldinum í sófanum eftir um 2 mínútur, en þeir sem séu á ganginum, annars staðar en framan við hurðina, fái ekki á sig teljandi hitageislun nema frá heitu reyklaginu. Svar við þriðju spurningu var að ljóst væri að eldur í gluggatjöldunum sem falli á sófann geti kveikt í honum og mögulegt sé að kveikja í honum með litlum gasloga eins og á venjulegum gaskveikjara. Svar matsmanns við fjórðu spurningu var að hvorki væri hægt að fullyrða að eldur hefði verið kveiktur á fleiri e n einum stað né að svo hafi ekki verið gert. Matsmaður svaraði fimmtu spurningu á þann hátt að með því að eldur væri kveiktur í fleiri en einu húsgagni samtímis væri vaxtarhraði brunans heldur hraðari en við bruna eingöngu í þriggja sæta sófanum og möguleg a líka í gluggatjöldunum en afltoppur hans yrði ekki teljandi meiri fyrstu mínútur eldsins. Þá taldi matsmaður aðstæður fyrir fólk í stofunni á neðri hæð hússins vera orðnar hættulegar á nær sama tíma, þ.e. 2 - 3 mínútum frá íkviknun í húsgögnunum. P geðlækn ir var fenginn til þess að framkvæma geðrannsókn á ákærða Vigfúsi og er greinargerð hans dagsett 20. desember 2018. Í henni kemur fram að engar vísbendingar hafi komið fram hjá ákærða um einkenni geðrofs, ranghugmynda, rugls eða ofskynjana. Hann sé með lág a greind, tornæmur en sé líkast til betur gefinn en nýjasta greindarpróf sýni. Þá hafi lífsstíll síðustu ára tekið sinn toll. Hann hafi engin 13 merki um þunglyndissjúkdóm, kvíðaröskun, geðhvarfasjúkdóm eða eiginlegan geðklofasjúkdóm. Hann greinist með merki um persónuleikaveilu, andfélagslegan persónuleika, mest á fullorðinsárum í kjölfar mikillar áfengisneyslu. Hann sýni einnig snögg geðhrif, sé háður öðrum og sé kvíðinn, hann forðist hluti og geti orðið hvatvís. Meginvandi ákærða sé mikil áfengissýki sem ha nn hafi algjörlega misst stjórn á, hann sé háður öðrum og láti aðra stjórna sér. Hann sé mjög hræddur við að valda öðrum vandræðum. Hann vilji einn bera alla sök á brunanum og vilji ekki að meðákærða beri neinn skaða af málinu. Þetta sé vegna hins viðkvæma persónuleika hans og hræðslu við hefndaraðgerðir. Þá sé ákærði örugglega sakhæfur. P óskaði eftir mati R, sérfræðings í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, á þroska og persónuleika ákærða og í áliti hans dagsettu þann 13. desember 2018 kemur fram að ák ærði eigi langa sögu um áfengisvanda, endurtekið þunglyndi og félagskvíða. Saga sé um sjálfsvígshegðun, m.a. hafi hann kveikt í sjálfum sér og öðru til að deyja. Hann skori á tornæmisstigi á greindarprófi og á persónuleikaprófi komi fram vísbendingar um þu nglyndi, lágt sjálfsmat og kvíða í félagslegum samskiptum sem hafi valdið honum töluverðri hömlun í lífinu. Einnig komi fram óvenjulegt hegðunarmynstur sem skýrist mest af langvinnum áfengis - og fíkniefnasjúkdómi. Þá séu sterkar vísbendingar um langvinna h æðispersónuleikaröskun (dependent) en ákveðin einkenni jaðarpersónuleikaröskunar (borderline). Hann hafi alltaf verið félagskvíðinn og vegna þroskastöðu, kvíða og annarra þátta þróað með sér persónuleikaröskun sem lýsi sér í því að vera háður öðrum, ósjálf stæður og að leita eftir samþykki annarra. Þá hafi hann sýnt af sér óábyrga og andfélagslega hegðun m.a. með því að vinna ekki, ljúga, stela og neyta fíkniefna og sýnt sjálfskaðandi hegðun án þess að huga að öryggi annarra. Óskað var eftir yfirmati á fram angreindu mati og voru S sálfræðingur og T geðlæknir dómkvödd til starfans þann 15. febrúar sl. Yfirmatið er dagsett 4. mars sl. og þar kemur m.a. fram að ákærði hafi snemma trúað því að hann væri einskis virði og hafi hann þróað mörg óhjálpleg bjargráð ti l að fela þá vissu. Hann hafi snemma farið að ljúga og forðast erfiðar aðstæður. Hann hafi átt erfitt með að setja mörk og það hafi verið auðvelt að stjórna honum. Hann uppfylli einnig viðmið fyrir hæðispersónuleikaröskun og jaðarpersónuleikaröskun. Hann h afi ríka tilhneigingu til að láta aðra annast um sig sem leiði til þess að hann eigi það til að verða undirgefinn og hengja sig á aðra. Hann eigi sögu um að meiða sig, hóta að fyrirfara sér og sjálfsvígstilraunir. Hann hafi brennt sig og skorið viljandi. H ann eigi það til að missa stjórn á skapi sínu og geti orðið reiður út af smámunum. Þó að hann uppfylli ekki viðmið um andfélagslega persónuleikaröskun hafi hann sýnt af sér andfélagslega hegðun án þess að hugsa um öryggi annarra. Að mati yfirmatsmanna er á kærði ekki haldinn neinum þeim atriðum sem talin séu upp í 15. gr. almennra hegningarlaga sem hafi gert hann alls óhæfan að stjórna gerðum sín þann 31. október sl. Þá sé ekkert læknisfræðilegt sem komi í fyrir að refsing geti borið árangur, sbr. 16. gr. sö mu laga. Í þinghaldi þann 11. febrúar sl. var U, geð - og embættislæknir dómkvaddur að beiðni verjanda ákærðu DD til að meta að hvaða marki höfðu áhrif á hæfi hennar til þess að átta sig á og bregðast við hættu af eldsvoða að Kirkjuvegi 18, einnig að meta hugsanleg áhrif á minni hennar af atburðum. Þá var óskað eftir mati á sakhæfi, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga og jafnframt því hvo rt andleg heilsa hennar standi því í vegi að refsing beri árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Matið er dagsett 24. mars sl. og þar kemur fram að framangreindar lagagreinar eigi ekki við um ákærðu. Þá telur matsmaður að samverkun hafi gert viðbragðsflýti á kærðu það lítinn að þó hún í sjálfu sér viti og hafi vitað hvað ætti að gera hafi hún ekki gert það á verknaðarstundu. Skortur á hugarsnerpu í jafn afgerandi kringumstæðum og eldsvoða hafi án efa dregið úr getu hennar til að bregðast við með tímanlegum og réttum hætti. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi. Ákærði Vigfús skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi vaknað rétt fyrir kl. 8, tekið leigubíl í Krambúðina og fengið sér kók og sígarettur. Síðan hafi hann farið í bankann og í ríkið kl. 11. Hann kvaðs t hafa verið búinn að drekka mikið yfir daginn og var að fikta eitthvað með eld en hann kvaðst ekki alveg vita af hverju. Hann kvaðst hafa verið að kveikja í bjórkassa eða pizzukassa, haft þetta á fótunum á sér og síðan ýtt því frá sér út á gólf þegar komi ð hafi verið gat á buxurnar og hann hafi brennt sig. Hann kvað minni sitt gloppótt en hann taldi að ekki hefði verið búið að slökkva alveg í þessu, það hafi verið glóð og teppi á gólfinu. Þá hafi gardínurnar náð næstum niður á gólf en þær hafi verið mjög e ldfimar. Stofan hafi 14 logað og hafi hann ekki ráðið við neitt. Ákærði hélt að hann hefði setið í minni sófanum í stofunni upp við kommóðuna. Ákærði mundi ekki hvort hann hefði reynt að slökkva eldinn í kassanum. Hann kvaðst hafa dottið út en hann hafi verið búinn að drekka alla daga í eitt og hálft ár og hafi hann því verið illa farinn og haldinn minnisleysi. Ákærði kvaðst muna eftir því að allar gardínurnar hafi logað og hafi eldurinn skriðið strax eftir loftinu og hafi verið orðið mjög heitt. Ákærði kvaðst síðan hafa hringt í 112 þegar hann hafi áttað sig á því að hann myndi ekki ráða við neitt og þegar hann hafi komið út hafi hann áttað sig á því að þarna hefði orðið stórslys. Hann kvaðst hafa séð fljótlega eftir að hann hafi verið kominn út að eldurinn væ ri kominn fram á gang og eldurinn hafi fljótlega farið út um hurðina. Ákærði kvaðst ekki muna eftir meðákærðu þarna inni en hann kvaðst muna eftir henni þegar þau voru úti. Hann kvað A og B hafa verið uppi á lofti. Þau hefðu verið búin að vera þarna einhve rja daga og hafi þau oft lagt sig á daginn. Þau hafi oft farið upp, lagt sig í smástund og komið niður aftur. Ákærði mundi ekki eftir því að B hafi komið niður og skammað hann fyrir að vera að kveikja eld. Aðspurður hvort hann hefði aðvarað þau um eldinn kvaðst ákærði ekkert hafa munað eftir þeim þegar hann hafi verið þarna inni en strax þegar hann hafi komið út hafi hann munað eftir þeim og þá hafi hann farið í geðshræringu og óttast að þeim yrði ekki bjargað og húsið myndi algjörlega skemmast. Hann hafi því orðið mjög skelkaður. Ákærði mundi eftir að hafa hitt A og B fyrr um morguninn en þau hafi farið einn og einn dag til Reykjavíkur og gist þar. Ákærði taldi að hefði hann munað eftir þeim hefði hann getað farið upp áður en reykurinn hafi leitað upp, en hann taldi að eftir þrjár til fjórar mínútur hefði allt lokast. Hann kvaðst ekki hafa ætlað að skaða þau og hefði hann munað eftir þeim hefði hann látið þau vita. Hann kvaðst ekki hafa reynt að fara aftur inn í húsið því neðri hæðin hafi öll logað. Ákærði hélt að meðákærða hefði farið út á undan en hann gat ekki staðfest það. Ákærði mundi ekki eftir að hafa kveikt í öðru en kassanum og hann mundi ekki eftir að hafa kveikt í gardínunum en þar sem minni hans hafi ekki verið í lagi gat hann ekki útilokað það. Ákærði kvaðst drekka til þess að deyfa sig eða gleyma einhverju. Hann kvað A og B hafa verið drykkjufélaga, hann hafi kynnst B um sumarið en A hefði hann verið búinn að þekkja í 20 ár. Hann kvað samband hans við A ekki alltaf hafa verið gott, þeir hafi s tundum rifist, en þennan dag hafi þeir átt góð samskipti. A hafi verið frekur, hann hafi gengið um eins og hann ætti heima þarna, hann hefi gengið í matinn án þess að biðja um leyfi. Síðasta daginn hafi hann spurt hvort hann mætti fá bjór. Þá hafi þau stol ið frá honum um sumarið. Ákærði kvað meðákærðu einnig hafa verið drykkjufélaga og hafi hún verið búin að vera þarna í marga mánuði. Ákærða minnti að hún hefði þennan dag komið í kringum hádegið. Hún hafi oft skammast í honum og kennt honum um ýmislegt. Han n mundi ekki fyrir hvað hún hafi skammað hann þennan dag. Hann kvaðst yfirleitt hafa tekið þessu vel en undanfarið hafi hann verið farinn að svara henni meira. Aðspurður hvers vegna hann hafi verið að fikta með eld kvaðst ákærði ekki vita það. Hann vissi ekki hvort það væri vegna sjúkdóms en þekkt væri að brennuvargar geri þetta í neyslu. Hann kvaðst áður hafa gert þetta, kveikt í sinu fyrir 15 til 20 árum og í borði heim hjá sér á Kirkjuveginum fyrir rúmu ári, en slökkviliðið hefði slökkt þann eld. Ákærði kvað sér átt að hafa verið ljóst að kviknað gæti í húsinu þegar hann var að kveikja í kassanum. Ákærði kvaðst enga ástæðu hafa haft til að drepa A og B og hafi hann engan ásetning haft til þess, það hafi verið fíflaskapur og vitleysa að kveikja í kassanu m á lærunum. Ákærða DD skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi komið á Kirkjuveg rúmlega tvö umræddan dag, hún hafi sest inn og fengið sér tvo eða þrjá bjóra. Hafi þá eitthvert rifrildi byrjað milli hennar, meðákærða og B inni í stofu, en þetta væri mikið í móðu hjá henni. Hún mundi ekki hvort A hafi verið niðri en B hafi síðan farið upp. Meðákærði hafi byrjað að hóta að kveikja í og hafi hann kveikt í einhverjum pappakassa sem hann hafi verið með í kjöltunni þar sem hann sat á tveggja sæta sófa og hafi kvi knað aðeins í buxunum hans. Hann hafi hent kassanum á gólfið og hafi hún hafi slökkt í með því að hella bjór á hann. Hana minnti að hún hefði slökkt alveg í honum en útilokaði ekki að glóð hefði getað verið í honum. Hún kvað meðákærða hafa verið reiðan og hótað að henda henni út og leggja á hana hendur. Hún mundi að meðákærði hafi hótað að kveikja í gardínunni og hafi hann farið með kveikjara að henni og spurt hvort hann ætti að kveikja í en hún kvaðst ekki muna hvort hann hefði kveikt í henni en hún hafi f arið á klósettið og verið þar í einhvern tíma. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því þegar hún hafi farið inn á klósettið. Þegar hún hafi komið út aftur hafi henni fundist að allt væri fullt af reyk og hafi hún þá strax hlaupið út. Hafi 15 meðákærði verið fyrir utan að hringja í neyðarlínuna og skömmu eftir að hún hafi verið komin út hafi hurðarkarmurinn byrjað að loga nokkrum sekúndum síðar. Ákærða kvað B hafa vitað af því að meðákærði væri að kveikja í og hafi B öskrað upp á loft til A að meðákærði væri að kvei kja í. B hafi síðan farið upp á loft en síðan hafi húsið fuðrað upp. Hún kvaðst hafa beðið meðákærða að fara upp og bjarga A og B, hann hafi reynt það en komið fljótlega út aftur því hann hafi ekki þolað reykinn. Ákærðu fannst hún ekki hafa haft tíma til að aðvara þau, henni hafi fundist að ekki væri kominn nógu mikill reykur en það fyrsta sem hún hafi hugsað hafi verið að hlaupa út og svo hafi hún hugsað um þau. Hún kvað þau bæði hafa kallað þegar þau voru komin út, rúða hafi brotnað og kvaðst hún hafa ha ldið að þau hefðu brotið rúðuna og væru að koma sér út. Ákærða var ekki frá því að hún hefði náð að fara upp og láta þau vita ef hún hefði munað eftir þeim þegar hún hljóp út, en þetta væri allt í mikilli móðu hjá henni. Hún kvað þau meðákærða vera drykkju félaga og hefðu kynnst í gegnum A. Hún kvaðst hafa fengið að vera hjá meðákærða í nokkra mánuði, en hún kvaðst hafa flutt út þegar A og B fluttu inn fyrir um hálfum mánuði. Hafi ástæðan verið eilíf slagsmál og fyllerí milli þeirra allra. Hún kvað samskipti sín við A ekki hafa verið góð en samskiptin við B hafi verið ágæt og hafi henni alls ekki verið illa við hana. Hún taldi að meðákærði hefði vitað af fólkinu á efri hæðinni þegar hann var að kveikja í kassanum en útilokaði ekki að hann hefði haldið að þau væru farin út. Ákærða kvaðst umræddan dag aðeins hafa verið undir áhrifum áfengis, ekki lyfja. Hún kvaðst mánuðina áður hafa verið í mikilli neyslu og drykkju og hefði andlegt ástand hennar verið mjög slæmt, hún væri fljót að detta út og fara í black out . Ákærða kvaðst nokkrum mánuðum áður hafa kveikt í sófaborði í húsinu en meðákærði hafi farið með það út. Ú rannsóknarlögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi stýrt rannsókn málsins og verið með þeim fyrstu á vettvang. Hann kvað strax hafa verið vitað að einstaklingar væru innandyra sem hafi taldir vera látnir. Hafi farið af stað sögur um að hugsan lega hefði verið framið morð og íkveikjan hefði verið leið til þess að hylma yfir það. Hafi því verið reynt að vernda efri hæðina þar sem hin látnu voru talin vera í því skyni að vernda sönnunargögn. Tekið hafi langan tíma að ná tökum á eldinum, mikill hi ti hafi verið í húsinu og þá hafi menn verið hræddir við asbestmengun. Tæknideildin hafi síðan komið daginn eftir og skoðað vettvang, en áður hefði slökkvilið komist inn með hitamyndavél og þar hafi verið talið að hin látnu sæjust. Þegar lögreglumenn og sj úkraflutningamenn hefðu komið á vettvang hafi eldurinn verið kominn á það stig að þeir hefðu aldrei getað farið inn í húsið án þess að valda sjálfum sér tjóni. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við ákærðu, þau hafi verið komin inn í lögreglubifreiðar þegar han n hafi komið á vettvang. Vitnið J lögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að borist hafi tilkynning um eld í húsi að Kirkjuvegi og hugsanlega væri þar inni einn maður. Vitnið kvaðst hafa farið á vettvang og hafi verið mikill eldur á neðri hæð hússins. Þá hafi verið mikill reykur í öllu húsinu og hafi ákærðu staðið fyrir utan. Hafi ákærða DD talað um að ákærði Vigfús hefði kveikt í og hafi hann verið að monta sig af því við hana að hann hafi verið með eld innandyra. Vitnið kvaðst því hafa handtekið þau bæð i og sett þau í sitt hvora lögreglubifreiðina. Hann kvað þau hafa verið óróleg, þau hafi byrjað að rífast og hafi ákærða DD kennt honum um að hafa kveikt í og hafi hún verið reið við hann út af því. Hafi ákærði Vigfús ekki tekið því illa. Hann kvað ekki h afa verið hægt að fara inn í húsið á þessum tíma og bjarga einhverju fólki. Hann kvaðst ekkert hafa heyrt í fólkinu þegar hann kom á vettvang. Hann kvað ákærða Vigfús ekkert hafa tjáð sig um það sem gerst hefði, en hann hefði frétt frá öðrum lögreglumönnum að hann hefði talað um að hann væri morðingi. Vitnið K lögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi verið með þeim fyrstu á vettvang og hefði neðri hæðin verið alelda og þegar hún hafi stigið út úr bílnum hafi hún heyrt sprengingar og öskur innan úr húsinu, kvenmannsrödd að því er hún taldi. Hafi þá sjúkraflutningamaður sagt henni að tveir einstaklingar væru inni og hafi hún þá farið að framhlið hússins þar sem ákærðu hafi staðið fyrir utan. Hafi ákærða DD kallað á ákærða Vigfús og sagt að hann hef ði gert þetta. Hann hafi ekkert sagt en hún hafi sagt að hann væri ógeðslegur morðingi og hrækt á hann. Þau hafi síðan verið handtekin og sett í sitt hvora lögreglubifreiðina. Ákærði Vigfús hafi ítrekað sagt að hann væri morðingi en hann hafi verið í freka r annarlegu ástandi. Þá hafi þau bæði nafngreint þau sem verið hafi inni í húsinu. Hún kvað að eldur hefði verið það mikill að ekki hefði verið hægt að fara inn í húsið. 16 Vitnið V sjúkraflutningamaður skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi verið fyrst á v ettvang. Hafi húsið verið aldelda, ákærðu fyrir utan og einhver inni í húsinu að banka á gluggann öskrandi. Hún kvað ekki mögulegt að komast inn í húsið, það hafi verið alelda við innganginn í stiganum. Hún kvaðst hafa heyrt nokkur öskur, eitthvað hafi ver ið barið, en svo hafi það verið búið. Hún kvað ákærðu DD hafa verið mjög reiða við ákærða Vigfús, hún hafi öskrað á hann ýmsum ljótum orðum, hann hafi verið að reyna að hringja og ætlað inn í húsið. Ákærða DD hafi öskrað að ákærði Vigfús þyrfti að ná í A, hún hafi öskrað að hann væri að drepa þau. Vitnið L lögreglumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi verið með þeim fyrstu á vettvang og hafi hún séð mikinn eld í húsinu og mikinn dökkan reyk. Ákærðu hafi verið fyrir utan öskrandi, maðurinn hafi verið í rifnum buxum og haldið á bjórdós og hafi ráfað um eins og hann hafi ekki vitað hvað væri í gangi en konan hafi staðið og öskrað á hann að hann væri morðingi. Eftir að fleiri hafi komið á vettvang hafi maðurinn farið að spyrja hvað hann hefði gert, hvort hann væri morðingi og hafi hann talað eins og hann hafi vitað af því að fólk væri í húsinu. Vitnið Þ, varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi stýrt slökkvistarfi á vettvangi. Hafi verið mikill eldur á neðri hæð húss ins og út um glugga bakvið og hiti í húsinu. Hafi fengist upplýsingar um að fólk væri inni í húsinu en það hafi verið það mikill eldur á neðri hæðinni og hiti sem tekið hafi á móti þeim og mikill reykur að ekki hafi verið mögulegt að senda reykkafara inn. Vitnið O lögreglufulltrúi skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi séð um vettvangsrannsókn og væri niðurstaðan sú að eldsupptök hefðu verið inni í stofu þar sem verið hafi tveir sófar og hafi enginn vafi leikið á því að upptökin hefðu verið í þriggja sæta s vampsófa. Ekki hafi kviknað í út frá rafmagni og þá hafi engin eldfýrandi efni fundist á vettvangi. Vitnið Ó verkfræðingur staðfesti matsgerðir sínar fyrir dómi og skýrði svo að þegar bornar hafi verið saman myndir af húsinu eftir brunann við myndir sem hafi verið til af því fyrir brunann hafi verið auðvelt að átta sig á aðstæðum í húsinu. Hann kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að efast um þá niðurstöðu lögreglunnar að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða og hafi upptökin verið í stærri sófanum í s tofunni. Sést hafi af myndum að mikill eldur hafi verið þar lengi og hafi sófinn virst meira brunninn vinstra megin. Hann kvað engan vafa leika á því að almannahætta hafi stafað af brunanum og mikil hætta á stórfelldu tjóni varðandi líf og líkama og eignat jóni. Hann kvað það taka um eina og hálfa mínútu fyrir brunann að ná taki á sófanum en þegar eldurinn sé kominn í gegnum áklæðið og í svampinn fari þetta að gerast miklu hraðar. Hann taldi að ekki væri hægt að haldast við í stofunni lengur en í tvær til þr jár mínútur, en eftir aðstæðum gætu það verið ein og hálf til fjórar. Þegar eldur sé kominn í sófann sé hitageislunin orðin það mikil að óbærilegt sé að vera þar nema í nokkurra metra fjarlægð. Reykurinn liggi við loftið og sé hægt að komast undir hann í n okkrar mínútur með því að skríða. Hann kvað það gríðarlega einstaklingsbundið hvenær fólk upplifi hættuna af reyk og hafi prófanir sýnt að í um 10% tilvika fari fólk að snúa við. Reykurinn hafi farið léttustu leiðina, þ.e. upp stigann á móti þeim sem eru a ð fara niður og þá sé miklu meiri tilhneiging til þess að snúa við og sé tímarúmið tvær til þrjár mínútur. Hann gat ekki sagt til um það hvort útidyrahurðin hefði verið opin frá upphafi brunans eða að ákærðu hefðu skilið hana eftir opna. Hann kvaðst hafa g engið út frá því sem kæmi fram í gögnum málsins að kveikt hefði verið í pizzukössum og síðan í gardínum. Hann taldi að væri einhver búinn að loka að sér inni á baði tæki það smá stund fyrir viðkomandi að verða var við að eldur væri í stofunum en í svona li tlu húsi sæist þetta mjög fljótt. Hann kvað gardínur úr gerviefnum bráðna við hita og eiga mjög auðvelt með að kveikja í því sem sé undir. Hann taldi ekki mögulegt að verulegur eldur hefði verið kominn í sófann innan einnar mínútu. Vitnið M réttarmeinafræ ðingur gaf símaskýrslu fyrir dómi og staðfesti niðurstöður sínar varðandi dánarorsök þeirra A og B, þau hafi bæði látist af völdum kolmónoxíðs eitrunar sem var afleiðing þess að anda að sér reykgufum. Krufning hafi leitt í ljós að þau hafi bæði verið á líf i meðan eldurinn geisaði og hafi þau verið fær um að vera á ferli í húsinu. Þau hafi bæði neytt lyfja sem hafi slævandi og róandi áhrif og hefðu því getað dregið úr meðvitund þeirra og kynni það að hafa leitt til þess að þau hefðu síðar orðið eldsins vör e n sá sem ekki hefði neytt slíkra lyfja. Magnið hafi þó ekki verið það hátt að líta megi á 17 það sem eitrun. Vitnið taldi að B hefði látist 8 - 10 mínútum eftir að hún hafi byrjað að anda að sér kolmónoxíði en A hefði látist eftir 3 - 8 mínútur. Vitnið N læknir gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti læknisvottorð sín. Hann kvað ákærða Vigfús hafa verið með brunaáverka frekar innarlega á báðum lærum. Þá hafi hann verið með klór eða hrufl á bakinu og hrufl á hnúum, en hann hafi sagst hafa kýlt í vegg. Þá hafi ákærða DD verið með hrufl á framhandlegg. Þá kvaðst hann hafa skoðað lík þeirra A og B og hafi hann talið að þau hefðu látist af völdum eitraðra lofttegunda en engir áverkar hafi verið á þeim. Vitnið Æ skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi umræddan dag verið í símasamskiptum við A Hann hafi verið að sækjast eftir því að fá pillur frá einhverjum manni sem hann hafi ekki mátt tala við sjálfur. Hann kvaðst síðan hafa farið á hjóli til að hitta A, en húsið hafi verið í ljósum logum þegar hann hafi komið. Vitnið kvað greinilegt að ákærði Vigfús réði engu heima hjá sér, ákærða DD hefði verið að hóta honum með sonum sínum og fengið hann til að gera hitt og þetta. Hann vissi ekki hvernig samskipti ákærða Vigfúsar voru við A og B en hann taldi að ákærði hefði viljað hafa þau öðru vísi, hann hafi litlu um þau ráðið. Vitnið Ö skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi þekkt bæði ákærðu og hin látnu. Hann kvaðst hafa verið mikið á heimilinu en hann hafi eiginlega verið hættur að fara þangað, hann hafi verið að reyna að ná sér á s trik og koma sér út úr þessum geira. Hann kvað B og ákærðu DD umræddan dag hafa verið í samskiptum við hann í þeim tilgangi að útvega þeim dóp, en hann kvaðst hafa reynt að koma sér undan því. Hann kvaðst oft hafa orðið vitni að því að ákærða DD hafi fyrir nokkrum mánuðum talað um að kveikja í húsinu en það hafi verið meira í djóki en annað. Hann kvað ákærða Vigfús hafa verið eins og í gíslingu gagnvart ákærðu DD á heimili sínu. Ef hann gerði ekki það sem hún hafi beðið hann um hafi hún alltaf hótað synin um á hann. Vitnið AA skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði verið á leið framhjá húsinu að Kirkjuvegi þegar hann hafi séð að kviknað hafði í því. Hann kvaðst hafa séð konu fyrir utan og síðan hafi hann séð mann koma hlaupandi út úr húsinu. Hann kvaðst ha fa tekið mynd af húsinu og síðan gengið áfram. Vitnið P geðlæknir staðfesti matsgerð sína fyrir dómi og skýrði svo frá að ekkert hefði bent til ósakhæfis ákærða Vigfúsar. Það sem hafi stungið í stúf sé tveggja ára gríðarleg áfengisneysla, fram að því ha fi ákærði unnið mjög vel en missi þráðinn og verði mjög sveiflóttur á geði og líði illa í aðdraganda atburðarins. Hann hafi verið efins um alla atburðarásina en engin spurning um það að hann hafi kveikt í. Það sem einkenni ákærða sé að hann vilji engum ger a illt og taki hann á sig alla ábyrgð á þessu. Hann hafi lýst því mjög vel að hann hafi kveikt í pizzukössum en hann hafi einnig lýst því að hann hafi kveikt í gardínunum, en meiri efi hafi verið um það hjá honum. Hann gæti hafa verið í hálfgerðu óminnisá standi vegna áfengisáhrifa, hann hafi munað slitrur en ekki alla atburðarásina. Vitnið staðfesti að ákærði væri haldinn hæðispersónuleikaröskun sem lýsi sér í því að maður eigi erfitt með að standa gegn vilja og orðum, kannski áskorunum annarra. Þá hafi þe tta komið fram með því að hann hafi leyft fólki að vera heima hjá honum sem sé í vafasömum viðskiptum, en hann hafi átt erfitt með að segja nei við fólk. Hann láti margt yfir sig ganga og sé þetta eitthvað sem hann hefði átt að glíma við miklu fyrr. Vitnið kvaðst hafa farið að velta því fyrir sér hvort hann væri einn að taka á sig alla sök, en engin spurning sé að þarna hafi gerst atburður sem hann sé að einhverju leyti valdur að. Þá hafi skinið í gegn að hann hafi ekki viljað koma meðákærðu í klandur, hann hafi viljað taka alla sök á sig. Þá hafi hann verið hræddur við hefndaraðgerðir. Hann kvað ákærða vera með óstöðugleika í persónuleika sínum, svokallaða borderline þætti, en þegar slíku fólki líði illa vilji það skaða sig, í þessu tilviki brenna sig. Hann hafi líka skorið sig áður og hafi þetta verið einhvers konar aðferð sálarinnar til að fá útrás fyrir vonda líðan. Vitnið T geðlæknir kom fyrir dóm og staðfesti yfirmatsskýrslu vegna ákærða Vigfúsar. Hann kvað niðurstöðuna vera þá að ákærði Vigfús væri ek ki haldinn neinum þeim atriðum sem talin séu upp í 15. gr. almennra hegningarlaga og sé hann því sakhæfur. Þá bendi ekkert til þess að refsing komi ekki að notum. Ákærði hafi verið undir verulegum áfengisáhrifum og hafi hann átt við áralangt áfengisvandamá l að stríða. Þá komi önnur atriði inn, langvarandi vanmáttarkennd og þunglyndi, lág greind sem hafi háð honum allt sitt líf. Þá sé hann í alvarlegri geðlægð og haldinn áfallastreituröskun, hæðispersónuleikaröskun og jaðarpersónuleikaröskun. Þá sé hann með langvarandi vanmetakennd, þunglyndiseinkenni og 18 sjálfsvígshugmyndir. Ekkert hafi bent til þess að hann væri með geðrofseinkenni. Hann kvað ákærða hafa lagt á það áherslu að hann bæri einn ábyrgð á því sem hefði gerst. Vitnið S sálfræðingur kom fyrir dóm og staðfesti yfirmatsgerð. Það hafi verið niðurstaðan að ákærði Vigfús væri sakhæfur og að refsing gæti borið árangur. Þá hafi hann greinst með hæðispersónuleikaröskun. Vitnið R sálfræðingur staðfesti aðkomu sína að máli þessu og skýrði svo frá fyrir dómi að ákærði Vigfús hafi mælst á tornæmisstigi sem hafi haft áhrif á skilning hans og getu til að eiga samskipti við fólk. Þá sé hann haldinn hæðispersónuleikaröskun og eigi til sjálfskaðahegðun. Hann kvað ákærða hafa viljað ræða atvikið og hafi komið fram hjá honum að hann hafi verið með sjálfsvígshugsanir og hafi hann verið að kveikja í pizzukössum og sett þá á lærið á sér. Hann hafi síðan ekkert ráðið við eldinn. Vitnið U geðlæknir staðfesti matsgerð sína og skýrði svo frá í símaskýrslu fyrir dómi að ekk ert benti til þess að refsing gagnvart ákærðu DD myndi ekki bera árangur. Hún hefði góðan skilning á umræddum atburðum og nú sé heilsa hennar og þroski með þeim hætti að refsing myndi bera árangur. Hún hafi verið . Hann taldi því viðbragðsflýti og snerp u ákærðu til þess að bregðast af skynsemi við umræddum atburði skerta miðað við fólk í besta ástandi. Þá hafi áfengisáhrif hennar gert það að verkum til viðbótar við að snerpa hennar minnkar enn verulega. Honum fannst frásögn ákærðu vera trúverðug, hú n hafi ekkert verið að fegra sig og hafi hún sagt frá eins og þetta hafi blasað við henni. Vitnið BB skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi séð að kviknað hafi í á Kirkjuveginum og kvaðst hann hafa farið að vettvangi og rætt við ákærða Vigfús sem hafi ver ið kominn inn í lögreglubifreið. Hann kvað ákærða hafa tjáð sér að pizzukassi hefði dottið á gólfið og hefði verið eldur í honum. Hann kvað þá vera æskufélaga og þekkti hann því ansi vel. Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við ofbeldishneigð hjá ákærða en e ftir að farið hafi að síga á ógæfuhliðina hjá honum hafi hann orðið svolítið eftirgefanlegur við sig og aðra. Vitnið CC yfirlögregluþjónn skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi fengið símtal frá aðila sem ekki hafi viljað láta nafns síns getið og hafi ha nn sagt að hann hefði verið staddur í húsi í júní eða júlí þetta sama ár og þar hafi hann heyrt ákærðu DD hafa uppi mjög stór orð um hversu reið hún væri B fyrir að hafa tekið A af sér og hafi hún lýst því að hún vildi hana feiga. Hafi hún frekar sagt að h ún hafi viljað að hún dræpist en að hún ætlaði að drepa hana. Hafi þeim sem á hlýddu verið verulega brugðið. Hafi þessi aðili tjáð vitninu að honum væri veruleg hætta búin og eftir að hafa hugleitt það gat vitnið fallist á það og taldi rétt að upplýsa ekki um nafn vitnisins. Hafi aðilinn sagt að ef hann gæfi skýrslu undir nafni myndu aðilar tengdir ákærðu DD valda honum skaða. Niðurstaða. Í máli þessu er ákærða Vigfúsi gefin að sök brenna og manndráp en til vara brenna og manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi, vitandi af A og B á efri hæð hússins, en þau létust b æði af völdum kolmónoxíðeitrunar. Þá er honum gefið að sök að gera enga tilraun til að aðvara þau um eldinn eða koma þeim til bjargar, allt eins og nánar er rakið í ákæru. Ákærðu DD er gefið að sök almannahættubrot með því að hafa látið hjá líða að gera þa ð sem í hennar valdi stóð til að vara við eldsvoða, en hún hafi enga tilraun gert til að aðvara A og B áður en hún yfirgaf húsið af völdum eldsins. Ákærðu neita bæði sök. Samkvæmt gögnum málsins voru ákærðu bæði undir verulegum áfengisáhrifum við handtöku, en önnur efni mældust ekki í sýnum sem tekin voru af þeim. Fram kemur í lögregluskýrslu að ákærða DD hafi á vettvangi öskrað stanslaust á meðákærða: að hann væri morðingi, hann væri með mannslíf á samviskunni. Þá hafi hann spurt hvort hann væri morðingi og hvort þau væru lifandi. Ákærði skýrði svo frá hjá lögreglu að hann teldi að kviknað hefði í gardínu inni í stofu en hann hafi verið búinn að reyna að kveikja í pappa á sjálfum sér en slökkt í honum og hélt hann að hann hefði látið pappann á gólfið en mundi það ekki. Hann hélt að meðákærða hefði verið inni í stofu en mundi ekki hvort hún hefði beðið hann um að slökkva í kassanum. Hann kvað eldinn haf a magnast og hann hafi ekki ráðið við neitt, orðið stjarfur og gleymt því að aðrir væru í húsinu. Hann kvaðst 19 ekki hafa munað hvar meðákærða hafi verið fyrr en hann hafi séð hana úti eftir að eldurinn hafi verið kominn upp. Í skýrslu AA fyrir dómi kom fram að hann hafi séð konu fyrir utan húsið og síðan hafi hann séð mann koma hlaupandi út úr því. Ákærða DD skýrði svo frá hjá lögreglu að h ún og meðákærði hafi verið að drekka bjór og hafi meðákærði verið að kveikja í öllu í stofunni, gardínum og pappakössum og fötunum sínum og kvaðst hún tvisvar hafa slökkt í með því að hella bjór yfir kassana. Hafi A og B verið uppi og hafi B verið búin að koma niður og sagt honum að hætta. Hafi ákærða farið á klósettið og ekki muna eftir neinu fyrr en hún hafi vaknað og haf i allt verið í reyk. Ákærði Vigfús hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa verið að fikta eitthvað með eld en hann kvaðst ekki alveg vita af hverju. Hann kvaðst hafa verið að kveikja í bjórkassa eða pizzukassa, haft þetta á fótunum á sér og síðan ýtt því frá s ér út á gólf þegar komið hafi verið gat á buxurnar og hann hafi brennt sig. Hann taldi að ekki hefði verið búið að slökkva alveg í þessu, það hafi verið glóð og teppi á gólfinu. Hann mundi ekki eftir því að hafa kveikt í gardínunum en útilokaði það ekki. H ann kvaðst muna eftir því að allar gardínurnar hafi logað og hafi eldurinn skriðið strax eftir loftinu og hafi verið orðið mjög heitt. Hann kvaðst ekki hafa munað eftir þeim A og B fyrr en hann hafi verið kominn út úr húsinu. Hann taldi að hefði hann muna ð eftir þeim hefði hann getað farið upp áður en reykurinn hafi leitað upp. Hann hafi ekki reynt að fara aftur inn í húsið því neðri hæðin hafi öll logað. Ákærða DD hefur fyrir dómi skýrt svo frá að meðákærði hafi verið að hóta að kveikja í og hafi hann k veikt í pappakassa sem hann hafi verið með í kjöltunni. Hann hafi hent kassanum á gólfið og hafi hún hafi slökkt í með því að hella bjór á hann. Hún kvað meðákærða hafa hótað að kveikja í gardínunni og hafi hann farið með kveikjara að henni og spurt hvort hann ætti að kveikja í en hún kvaðst ekki muna hvort hann hefði kveikt í henni. Kvaðst ákærða muna að hafa verið inni á klósetti, en hún kvaðst þó ekki muna eftir því þegar hún fór þangað inn. Þegar hún hafi komið út aftur hafi henni fundist að allt væri fullt af reyk og hafi hún þá strax hlaupið út. Ákærða kvað B hafa vitað af því að meðákærði væri að kveikja í og hafi B öskrað upp á loft til A að meðákærði væri að kveikja í. B hafi síðan farið upp á loft en síðan hafi húsið fuðrað upp. Hún kvaðst hafa b eðið meðákærða að fara upp og bjarga A og B, hann hafi reynt það en komið fljótlega út aftur því hann hafi ekki þolað reykinn. Ákærða var ekki frá því að hún hefði náð að fara upp og láta þau vita ef hún hefði munað eftir þeim þegar hún hljóp út, en þetta væri allt í mikilli móðu hjá henni. Hún taldi að meðákærði hefði vitað af fólkinu á efri hæðinni þegar hann var að kveikja í kassanum en útilokaði ekki að hann hefði haldið að þau væru farin út. Ákærðu eru ein til frásagnar um það sem gerðist í aðdraga nda þess að eldur kviknaði í húsinu. Þeim ber saman um að ákærði hafi verið að fikta með eld með því að kveikja í pappakössum í kjöltu sinni. Ákærði Vigfús hefur kannast við að hafa hent logandi kassa á gólfið og þá hefur ákærða DD borið að meðákærði hafi verið að hóta að kveikja í gardínum og borið kveikjara að þeim, en ákærði Vigfús kveðst ekki muna eftir því. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að orsök brunans var íkveikja í stofunni þar sem ákærðu voru og hefur verið útilokað að kviknað hafi í af völdu m rafmagns eða eldhvetjandi efna. Að mati Ó verkfræðings leikur enginn vafi á því að almannahætta hafi stafað af brunanum og mikil hætta á stórfelldu tjóni varðandi líf og líkama og eignatjóni. Samkvæmt framansögðu er því sannað að ákærða Vigfúsi hafi mátt vera þetta ljóst og hefur hann því gerst sekur um brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til skoðunar hvort ákærði Vigfús hafi með þeirri háttsemi sinni, sem samkvæmt framansögðu er sönnuð, gerst sekur um manndráp eða manndr áp af gáleysi. Ekki er um það deilt í máli þessu að þau A og B létust af völdum eldsvoða sem ákærði ber ábyrgð á. Ekkert er fram komið í máli þessu sem bendir til þess að beinn ásetningur ákærða hafi staðið til að bana þeim en fyrir dómi skýrði ákærði svo frá að honum hefði átt að hafa verið ljóst að kviknað gæti í húsinu þegar hann var að kveikja í kassanum. Fram kemur í matsgerðum að ákærði hafi glímt við sjálfsvígshug s anir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Þá hafi hann áður brennt sig og skorið vilja ndi. Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru. Allt að einu bar ákærða að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað verður að tel ja að hann hafi hent frá sér á gólfið. Þar sem ákærði lét þetta undir höfuð leggjast leiddi þetta gáleysi ákærða til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann ber einn ábyrgð á. Þá verður að telja sannað að ákærði hafi enga 20 tilraun gert til þe ss að aðvara A og B um eldinn og er sú vörn hans að hann hafi gleymt að þau væru í húsinu haldlaus. Hefur ákærði því með þessari háttsemi sinni gerst sekur um brot gegn 215. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu DD er eins og að framan greinir gefið að sök að hafa brotið gegn 169. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt þeirri lagagrein skal sá maður sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, sem lætur hjá líða að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að vara við eða afstýra m.a eldsvoða eða þess hátta r óförum, sem mönnum eða miklum verðmætum er búinn háski af, enda hefði hann getað gert það án þess að stofna verulegum hagsmunum sínum eða annarra í hættu. Eins og að framan er rakið kvað ákærða B hafa vitað af því að meðákærði væri að kveikja í og kveður hún B hafa látið A vita af því. Hafi B síðan farið upp á loft en síðan hafi húsið fuðrað upp. Ákærða er ein til frásagnar um þetta en meðákærði kvaðst ekki muna eftir því að B hafi komið niður og skammað hann fyrir að vera að kveikja eld. Þá er ekki hægt að hafna þeim framburði ákærðu að hún hafi beðið meðákærða að fara upp og bjarga A og B. Með hliðsjón af skýrslu Ó er ljóst að eftir örfáar mínútur hafi eldur og reykur verið orðinn það mikill í húsinu að ekki reyndist unnt að fara upp á efri hæð þar sem þau A og B voru í þeim tilgangi að bjarga þeim. Þegar allt framanritað er virt verður að telja ósannað að ákærða DD hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og verður hún því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og bótakröfum á hendur henni vísað frá dómi. Samkvæmt sakavottorði ákærða Vigfúsar sættist hann á sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir ölvun við akstur árið 2009. Samkvæmt gögnum málsins leikur enginn vafi á sakhæfi ákærða Vigfúsar og hefur hann með framangreind ri háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 5 ár. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsivistinni með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 1. nóvember 2018. Synir B heitinnar, þeir C, E og H og foreldrar hennar, F og G krefjast hvert um sig miskabóta úr hendi ákærða Vigfúsar og nemur krafa hvers sonar um sig 5.000.000 króna auk vaxta og miskabótakrafa foreldra hennar hvors um sig nemur 4.000.000 króna auk vaxta. Þar a ð auki krefst E þess að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða honum 1.268.123 krónur auk vaxta vegna missis framfæranda, sbr. 12. gr., sbr. 14. gr. skaðabótalaga og 796.032 krónur auk vaxta í bætur vegna missis framfæranda skv. 12. gr. laganna frá 18 til 20 ára aldri vegna náms. Þá krefst G þess að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða henni 364.650 krónur auk vaxta í útfararkostnað skv. 12. gr. skaðabótalaga. Foreldrar A heitins, þau I og Í, krefjast miskabóta úr hendi ákærða Vigfúsar og nemur krafa hvors þei rra um sig 5.000.000 króna auk vaxta. Þá krefst I þess að ákærða Vigfúsi verði gert að greiða henni 1.808.779 krónur auk vaxta í útfararkostnað skv. 12. gr. skaðabótalaga. Allir framangreindir bótakrefjendur hafa notið aðstoðar skipaðra réttargæslumanna vi ð gerð bótakrafna og meðferð þeirra fyrir dómi og er krafist þóknunar þeim til handa í samræmi við tímaskýrslur þeirra. Brotaþolar byggja allir á því að ákærði Vigfús hafi valdið þeim skaðabótaskyldum miska sem honum beri að bæta þeim samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Ákærði Vigfús hefur í máli þessu verið fundinn sekur um að hafa valdið dauða þeirra B, móður C, E og H og dóttur F og G og A, sonar I og Í. Þessi háttsemi ákærða og afleiðingar hennar var til þess fallin að valda brotaþolum miska í skil ningi 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Verður að telja að miski brotaþola hafi verið mikill og þykja miskabætur til sona A og foreldra B hæfilega ákveðnar 3.000.000 króna til hvers um sig og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærða gert að greiða Sæbirni samtals 2.064.155 krónur vegna missis framfæranda ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Ákærða verður einnig gert að greiða G útfararkostnað eins og hún hefur krafist og með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Miskabætur til foreldra B þy kja hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna til hvors um sig og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærða gert að greiða I 1.808.779 krónur í útfararkostnað auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Samkvæmt gögnum málsins voru ákærða Vigfúsi kynnt ar kröfur annarra brotaþola en foreldra A við þingfestingu málsins þann 24. janúar sl., en kröfur þeirra voru birtar ákærða við þingfestingu framhaldsákæru þann 11. febrúar sl. 21 Þá ber með vísan til 1. mgr. 233. gr., sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að dæma ákærða Vigfús til greiðslu alls þess sakarkostnaðar sem hann varðar í máli þessu, þar með talinn útlagðan kostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, samtals 4.106.338 krónur og hefur þá verið dreginn frá sá kostnaður sem til féll vegn a ákærðu DD og greiðist hann úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 235. gr. sömu laga. Þá verður ákærða Vigfúsi gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Óskars Sigurðssonar lögmanns, sem með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og eðlis og umfangs málsins þykir hæfilega ákveðin 4.000.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 35.900 krónur. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að greiða sakarkostnað vegna ákærðu DD úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.200.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 103.024 krónur. Ákærða Vigfúsi verður einnig gert að greiða þóknun skipaðra réttargæslumanna allra brotaþola, þeirra Arnars Inga Ingvarssonar lögmanns, réttargæslumanns C, E og H, 1.900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 89.320 krónur , Ívars Þórs Jóhannssonar lögmanns, réttargæslumanns F og G, 1.400.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, réttargæslumanns I og Í, 1.070.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssa ksóknari flutti mál þetta af hálfu ákæruvaldsins. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Vigfús Ólafsson, sæti fangelsi í 5 ár. F rá refsivistinni skal draga með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 1. nóvember 2018. Ákærða, DD, skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og er bótakröfum á hendur henni vísað frá dómi. Ákærði Vigfús greiði eftirtöldu m bætur: C, kt. [...], 3.000.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð frá 24. febrúar 2019 til greiðsludags. D, kt . [...], fyrir hönd ófjárráða sonar hans, E, kt. [...], samtals 5.064.155 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 3.000.000 krónum frá 31. október 2018, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabót alaga nr. 50/1993 af 2.064.155 krónum frá 31. október 2018, hvort tveggja til 24. febrúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 5.064.155 krónum frá þeim degi til greiðsludags. F, kt. [...], 2.00 0.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð frá 24. febrúar 2019 til greiðsludags. G, kt. [...], 2.364.650 krónu r með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.000.000 krónum frá 31. október 2018, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 364.650 krónum frá 13. nóvember 2018, hvort tveggja til 24 . febrúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.364.650 krónum frá þeim degi til greiðsludags. H, kt. [...], 3.000.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr . 38/2001 frá 31. október 2018, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð frá 24. febrúar 2019 til greiðsludags. I, kt. [...], 4.808.773 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdeg i til 11. mars 2019 og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, samanber 6. gr. sömu laga. 22 Í, kt. [...], 3.000.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi til 11. mars 2019 og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, samanber 6. gr. sömu laga. Ákærði Vigfús greiði allan sakarkostnað sem hann varðar í máli þessu, þar með talinn útlagðan kostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, samtals 4.106.338 krónu r. Þá greiði ákærði Vigfús málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Óskars Sigurðssonar lögmanns, 4.000.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 35.900 krónur. Ákærði Vigfús greiði einnig þóknun skipaðra réttargæslumanna allra brotaþola, þeirra Arnars Inga Ingvarssonar lögmanns, réttargæslumanns C, E og H, 1.900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 89.320 krónur, Ívars Þórs Jóhannssonar lögmanns, réttargæslumanns F og G, 1.400.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, réttargæslumanns I og Í, 1.070.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Allur sakarkostnaður vegna ákærðu DD greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, 3.200.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 103.024 krónur.