LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 14. október 2020. Mál nr. 570/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi ) gegn X ( Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Haldlagning. Leit. Lögjöfnun . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu L um rannsókn á efnisinnihaldi farsíma sem lagt var hald á hjá X. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. október 202 0 í málinu nr. R - /2020 þar sem sóknaraðila var heimiluð rannsókn á rafrænu efnisinnihaldi farsíma sem haldlag ður var við handtöku varnaraðila . Kæruheimild er í g - og i - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Að því er varðar kröfu sóknaraðila eru aðstæður sambærilegar þeim er ákvæði 1. mgr. 70. gr. laga nr. 88/2008 taka til og með lögjöfnun frá þeim verður krafa sóknaraðila um rannsókn á efnisinnihaldi farsíma varnaraðila tekin til greina, enda varðar hún brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. október 2020 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur v eiti lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu heimild til rannsóknar á rafrænu efnisinnihaldi iPhone síma sem krafist að heimildin nái til leitar, skoðunar og afritunar á þeim rafrænum gögnum sem hinn haldlagði munur kann að g eyma. Í greinargerð sækjanda kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar stórfellda líkamsárás gegn A, sbr. mál lögreglu nr. 007 - 2020 - fólks hafi ráðist að brotaþola og beitt hann ofbeldi með kúbeini og/eða öðrum verkfærum, m.a. með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á höfði og mar á brjóst - og mjóbaki. Meðal grunaðra í málinu sé kærða, m aðila sem einnig sé grunaður um aðild að málinu og hafi sá aðili greint lögreglu frá því að kærða hafi, ásamt öðrum, verið á brotavettvangi er atvik máls áttu sér stað og jafnframt að hún hafi kveðist hafa brotið rúðu í glugga á heimili brotaþola. Þá lig gi fyrir í gögnum málsins vitnisburður þess efnis að ungur kvenmaður hafi verið á brotavettvangi klædd dökkri hettupeysu með tóbaksklút eða grímu fyrir andlitinu. Þessi lýsing svari til klæðaburðar kærðu er hún hafi verið handtekin ásamt öðrum grunuðum flj ótlega í kjölfar árásarinnar og hafi þá jafnframt mátt greina blóð á hendi hennar. Í bifreið sem tengist málinu og talið er að árásaraðilar hafi notað fyrir og eftir árásina hafi fundist sími sem kærða hafi staðfest að sé sinn og hafi hann verið haldlagð ur í þágu rannsóknar málsins. Kærða hafi neitað að hafa verið á eða við brotavettvang umrætt sinn og hafi hafnað því að hafa haft nokkra aðkomu að málinu. Þá hafi kærða neitað að veita lögreglu aðgang að efnisinnihaldi hins haldlagða síma. Með vísan til þe ss sem hér er lýst og þess fram komi í rannsóknargögnum málsins sé kærða undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldri líkamsárás og ljóst að fleiri aðilar tengjast málinu. Í ljósi framangreinds sé talið nauðsynlegt að fallist verði á kröfu lögreglustjóra og veitt verði heimild til að rannsaka símagögn og innihald farsíma kærðu í því skyni að afla frekari upplýsinga og sönnunargagna um brotið, sem og að upplýsa um mögulega samverkamenn. Ríkir hagsmunir felist í því að afla frekari upplýsinga um staðsetning u og símanotkun kærðu og efnisinnihald símans sem kann að geyma gögn og upplýsingar um ferðir hennar og samskipti við grunaða samverkamenn á þeim tíma sem brotið var framið enda beri framburði hennar ekki saman við það sem fram sé komið í málinu. Telji lög regla því ástæðu að ætla að umbeðnar upplýsingar geti skipt miklu fyrir rannsókn málsins. Með vísan til alls framangreinds, framlagðra gagna 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og dóma Hæstaréttar nr. 291/2016, 297/2016, 348/2017 og 371/2017, sé þess krafist að fallist verði á hina umbeðnu kröfu. Niðurstaða: Eins og rakið er hér að framan þá beinist grunur lögreglu að því að kærða hafi átt aðild að stórfelldri líkamsárás á brotaþola þegar hópur fólks ruddist inn á heimili hans að kvöldi 9. september sl., en hún var handtekin ásamt með öðrum grunuðum um nóttina 10. september sl. Að mati dómsins þá er fallist á það, með hliðsjón af framansögðu, sem og fyrirliggjandi gögnum málsins, að rökstuddur grunur sé uppi um aðil d kærðu að umræddri líkamsárás, sem kann að varða við 2. mgr. 218. gr. alm. hgl., þar sem refsiramminn er fangelsi allt að 16 ár. Þá liggur nægilega ljóst fyrir að mati dómsins að þær upplýsingar sem lögregla hyggst reyna að afla með umræddri rannsóknarað gerð kunna að vera til þess fallnar að geta varpað ljósi málið, m.a. um möguleg samskipti kærðu við aðra grunaða í málinu á umræddum tíma. Svo sem rakið er að framansögðu þá hafa kröfur af þessu tagi fram til þessa verið studdar með lögjöfnun við ákvæði 1 . mgr. 70. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 84. gr. sömu laga. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 70. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, svo fallast beri hér á umrædda kröfu. 3 Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er veitt heimild til rannsóknar á rafrænu efnisinnihaldi iPhone síma sem var haldlagður hinn 10. september 2020 og er í eigu eða u mráðum X, kt. (munanúmer ). Heimildin nær til leitar, skoðunar og afritunar á þeim rafrænum gögnum sem hinn haldlagði munur kann að geyma.