LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 12. október 2020. Mál nr. 573/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) gegn X (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kærufrestur. Frávísun frá Landsrétti . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni. Málinu var vísað frá Landsrétti þar sem kæran hafði borist héraðsdómi að liðnum kærufresti samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Úrskurður Landsrétt ar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. október 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til mánudagins 2. nóvember 2020 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Hi nn kærði úrskurður var kveðinn upp í þinghaldi 5. október 2020, sem lauk klukkan 10:36, að viðstöddum varnaraðila og verjanda hennar. Lýsti varnaraðili því yfir að hún tæki sér lögbundinn frest til kæru til Landsréttar. Kæra barst H éraðsdómi Reykja ness 9. október 2020 klukkan 10:07, en þá var liðinn kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Verður málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. október 2020 Lögreglustjórinn kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað, en til vara að farbanninu ve rði markaður skemmri tími. Í greinargerð með kröfunni kemur fram að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi til rannsóknar innflutning varnaraðila á ætluðum ávana - og fíkniefnum. Þann 2. ágúst 2020 hafi tilkynning borist til lögreglu frá tollgæslunni í Flugstö ð Leifs Eiríkssonar um að verið stöðvaðar við grænt tollhlið er þær voru að koma úr flugi FI - af höndum og fatnaði gaf jákvæða svörun á amfetamín. Hafi í kjölfarið verið handteknar vegna gruns um innflutning á fíkniefnum. Y og varnaraðili gengust undir læknisrannsókn sem staðfesti að þær væru báðar með aðskotahluti innvortis. Y og varnaraðili hafi skilað af sér þeim ætluðu fíkniefnum sem þær höfðu innvortis og hafa efnin verið send til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða þeirrar mælingar og greiningar er að Y hafi verið með 104,10 grömm af kókaíni innvortis og varnaraðili 303,85 grömm af kókaíni innvortis. Samtals er því um að ræða innf lutning á samtals 407,95 grömm af kókaíni. Efnin voru send til rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði og er niðurstaða þeirrar rannsóknar að um sé að ræða kókaín af styrkleika 51 - 56%, sem svarar til 57 - 63% kókaínklóríðs. Y og varnaraðil i hafi báðar við yfirheyrslur hjá lögreglu játað innflutning á fíkniefnum. Hafa þær upplýst að þær hafi hjálpast að við innflutninginn en einungis átt að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu og átt að afhenda efnin ótilgreindum aðila við komuna til lands ins. Báðar hafa þær jafnframt heimilað lögreglu rannsókn á símtækjum sínum. fi hann sent mynd af áttu pantaða gistingu. Hvorki Y né varnaraðili virðast tengjast Íslandi með neinum öðrum hætti en að hafa verið í samskiptum vi ð íslensk símanúmer. Telur lögreglan því rökstuddan grun til að ætla að framangreind íslensk símanúmer tengist innflutningi varnaraðila á fíkniefnum hingað til lands í umrætt sinn. Einnig telur l ögreglan rökstuddan grun til að ætla að varnaraðili muni rey na að komast úr landi eða leynast, ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, sbr. b. - lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, verði henni ekki gert að sæta farbanni meðan málið er til rannsóknar og meðferðar hjá ákæruvaldi og e.a. dómstólum. Vísast nánar til fyrirliggjandi rannsóknargagna. Í greinargerð lögreglustjóra er einnig tekið fram að varnaraðili hafi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli R - d og einangrun allt til 10. ágúst sl. Með úrskurði sama dómstóls í máli nr.R - að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til 17. ágúst kl. 16:00 og með úrskurði dómsins í máli nr.R - ágúst sl., hafi varnaraðila verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til [14. september] 2020 kl. 13:00. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - síðan verið gert að sæta farbanni allt til mánudagsins 5. október 2020 kl. 16:00. Fram kemur og að rannsókn málsins sé á algjöru lokastigi. Það sé mat lögreglustjóra að rannsóknarhagsmunir krefjist þess ekki að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, en hins vegar sé nauðsynlegt, sbr. ofangreint, að tryggja nærve ru hennar hér á landi á meðan rannsókn málsins sé ekki endanlega lokið og ákæra gefin út í málinu og því vísað til dómsmeðferðar. Því sé nauðsynlegt að varnaraðila verði gert að sæta áframhaldandi farbanni, sbr. 1., 2. og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til alls framangreinds, a - og b - liða 1. mgr. 95. gr. sbr. 1., 2. og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og laga nr. 65/1974 um ávana og fíkniefni, telur lög reglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta farbanni allt til mánudagsins 2. nóvember 2020, kl. 16.00. -------------------------- 3 Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur allt að 12 ára f angelsisrefsingu samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lögum nr. 65/1974 um ávana og fíkniefni. Rannsókn málsins er á lokastigi og er ekkert fram komið sem bendir til annars en að gefa megi út ákæru innan skamms tíma, en varnaraðili hef ur gengist greiðlega við þeirri háttsemi sem hún er grunuð um í málinu. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari og hefur engin tengsl við Ísland. Er því fallist á það með lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru varnaraðila meðan rannsókn máls henn ar er ekki lokið og ákæra ekki gefin út. Samkvæmt því er fullnægt skilyrðum 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, til þess að verða við kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Ingi mundur Einarsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X, skal sæta farbanni allt til mánudagsins 2. nóvember 2020, kl. 16:00.