LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. mars 20 19 . Mál nr . 46/2018 : Ákæruvaldið (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari) gegn Mourad Chaabia (Páll Kristjánsson lögmaður) (Einar Gautur Steingrímsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Einkaréttarkrafa. Dráttur á máli. Útdráttur M var sakfelldur fyrir kynferðisbrot samkvæmt 1 . mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa beitt A ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök en samræði. Við ákvörðum refsingar var litið til þess að ákærði braut alvarlega gegn kynfrelsi A. Á hinn bóginn var horft til þess að dráttur hafði orðið á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. Var refsing M ákveðin fangelsi í 18 mánuði og honum gert að greiða A miskabætur að fjárhæð 1.200.000 krónur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björg vinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 10. nóvember 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málið barst Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017 , hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma . Áfrýjað er dómi Héraðsdóm s Reykjavíkur 17. október 2017 í málinu nr. S - 152/2017 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að refsing hans verði milduð og skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hún sæti lækkun. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.800.000 krónur í miskabætur með nánar tilgr eindum vöxtum og dráttarvöxtum. Þá er krafist þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í máli þessu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa á tilgreindum tíma á veitingastaðnum [...] , Reykjavík, beitt brotaþola ofbe ldi og ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök en samræði, er ákærði fékk hana með sér inn á salerni staðarins, lokaði og læsti hurðinni, togaði í hár hennar, ýtti henni niður á hnén og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök og stakk einni g fingri í leggöng hennar gegn hennar vilja. Er háttsemi þessi heimfærð til 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Ákærði var með hinum áfrýjaða dómi sakfelldur fyrir þá háttsemi sem greinir í ákæru að því frátöldu að ekki þótti sannað að ha nn hefði togað í hár brotaþola. Ákæruvaldið unir niðurstöðu héraðsdóms um sýknu af þeirri háttsemi. 7 Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var lögreglu tilkynnt um kynferðisbrot á [...] í Reykjavík aðfaranótt 12. apríl 2015. Þegar lögregl a kom á vettvang skömmu eftir tilkynninguna tók [...] staðarins á móti lögreglumönnum og upplýsti að starfsmaður á veitingastaðnum hefði komið brotaþola til aðstoðar. Í frum skýrslu sagði enn fremur að ákærði hefði verið handtekinn en hann hefð i enn verið á staðnum. 8 Lögregla ræddi við brotaþola á veitingastaðnum. Segir í frumskýrslu að hún hafi verið í miklu uppnámi og skolfið eins og hrísla. Hún hafi tjáð lögreglu að hún hafi hitt ákærða er hún var að dansa. Hafi hún haldið að hann hafi ætlað að bjóða sér u pp á drykk er hún hafi áttað sig á að hún var komin in n á salerni veitingastaðarins, þar sem hann hafi neytt hana til munnmaka við sig. Hafi hann sett lim sinn í munn hennar og því næst farið að káfa á henni innanklæða. Í skýrslunni er rakið að ekki hafi v erið tekin ítarleg skýrsla af brotaþola þar sem ekki hafi verið aðstaða til þess á veitingastaðnum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að á vettvangi hafi einn starfsmanna, B , gefið sig fram. Hún hafi verið við störf við [...] sem mun vera fyrir framan salernið . Hún kv aðst hafa séð er ákærði kallaði á brotaþola í ,, frekjutón og brotaþoli farið til hans. Þau hafi læst að sér. B tjáði lögreglu að þar hefðu þau verið í um 10 mínútur. Þegar brotaþoli hafi komið aftur fram hafi hún verið í miklu uppnámi. B h efði reynt að ræða við hana og fá hana til segja sér hvað hefði komið fyrir, en brotaþoli verið hikandi og ekkert viljað tala um það . Hefði brotaþoli að lokum tjáð B að sér hefði verið nauðgað. 9 Lögreglumenn óku brotaþola á Neyðarmóttöku Landspítalans og li ggur fyrir í gögnum málsins skýrsla u m réttarlæknisfræðilega skoðun læknis og hjúkrunarfræðings . Í niðurstöðu læknisins segir meðal annars að hún hafi dvalið á neyðarmóttöku í tæpa tvo tíma áður en hann skoðaði hana. Hafi hún róas t í umönnun hjúkrunarfræði ngs, en þó setið í hnipri, skolfið og liðið illa. Hún hafi engu að síður skýrt greiðlega frá. 3 10 Ákærði var yfirheyrður á lögreglustöð að morgni 12. apríl 2015. Hann upplýsti lögreglu um að hann hefði dansað við brotaþola og þau hefðu kysst, en neitaði því a ð nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað á salerni veitingastaðarins. Ákærði óskaði eftir því að gefa nýja skýrslu fyrir lögreglu. Í skýrslu hans hjá lögreglu 17. apríl sama ár breytti ákærði fyrri framburði sínum og lýsti þá kynferðislegum athöfnum á sal erni veitingastaðarins sem hann kvað hafa verið með samþykki brotaþola. 11 Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og vitna við aðalmeðferð málsins í héraði. 12 Hljóðupptökur af framburði ákærða og brotaþola í héraði voru spilaðar í heild við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Þá gaf skýrslu fyrir Landsrétti vitnið C dyravörður á [...] . Í skýrslu hans kom fram að hann hefði verið að vinna á veitingastaðnum umrætt kvöld og hafi hann séð ákærða og brotaþola kyssast á dansgólfi staða rins. Hann hafi einnig séð er brotaþoli kom af salerninu. Hafi hún strax sest niður og beðið um að kallað yrði á lögregluna, en ekki viljað skýra sér frá því hvað gerst hefði. Hún hefði á hinn bóginn tjáð öðrum starfsmanni veitingastaðarins að ákærði hefði þvingað hana til munnmaka á salerninu og hefði sá starfsmaður sagt vitninu það. Vitnið kvaðst ekki hafa séð brotaþola gráta er hún kom af salerninu en hann hafi hins vegar séð hana grátandi rétt áður en lögregla kom á staðinn. Niðurstaða 13 Ákærði hefur neit að því að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og kveður þær kynferðislegu athafnir sem þar greinir hafa verið með samþykki brotaþola. Fallist er á með héraðsdómi að breyttur framburður ákærða frá því að hann gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu d ragi úr trúverðugleika framburðar hans, en hafi ekki úrslitaþýðingu við mat á því hvort leggja beri framburð hans eða brotaþola til grundvallar því sem hann er sakaður um og sakfelldur fyrir í héraðsdómi. 14 Ákærði og brotaþoli báru á sama veg fyrir héraðsdó mi að þau hefðu ekki þekkst en þau hefðu séð hvort annað á veitingastaðnum áður en þeir atburðir urðu sem ákært er fyrir. 15 Orð ákærða standa ein móti orðum brotaþola um það hvort þær kynferðislegu athafnir sem áttu sér stað á salerni veitingastaðarins hafi verið gegn vilja hennar, en framburðar vitna nýtur á hinn bóginn við um aðdraganda þess að ákærði og brotaþoli fóru á salernið og viðbrögð og hegðun brotaþola er hún kom þaðan út. 16 Brotaþoli lýsti atburðum fyrir héraðsdómi á þann veg að hún hefði reynt a ð ýta ákærða frá sér þegar hann hafi farið með fingur í leggöng hennar og þegar hann hafi ýtt henni niður. Hún kvaðst ekki hafa öskrað en gefið frá sér hljóð þegar hún hafi verið að reyna ýta honum frá. Spurð um það hvort hann hafi beitt hana harðræði eða ofbeldi á salerninu kvað hún ákærða hafa haldið s ér fastri. 4 17 Vitnið C [...] bar fyrir Landsrétti að hann hefði séð brotaþola og ákærða dansa saman og kyssast á dans gólfi veitingastaðarins og á sömu lund bar vitnið D fyrir héraðsdómi, en hann var einnig við störf á staðnum umrætt kvöld. Þá bar vinur brotaþola, E , fyrir 18 Enda þótt fyrir liggi að vitni hafi séð ákærða og brotaþola kyssast áður en atburðir þeir sem ákært er fyrir áttu sér stað, andstætt því sem brotaþoli hefur borið, verður ekki þar með fullyrt að meta beri framburð hennar ótrúverðugan í heild sinni. Vegur þar þyngst að framburður þ eirra sem sáu brotaþola og ræddu við hana strax í kjölfar þeirra atburða sem ákært er fyrir, rennir styrkum stoðum undir framburð hennar um að þær kynferðislegu athafnir sem áttu sér stað á salerni veitingastaðarins hafi ekki verið með vi lja hennar. Í þess u samhengi breytir engu hvort ákærði hafi stun gið fingri sínum í leggöng brotaþola fyrir eða eftir mu nnmökin, en um það atriði hafa bæði hún og ákærði borið á mismunandi vegu. Samkvæmt framangreindu er fallist á með héraðsdómi að leggja beri til grundvalla r niðurstöðu málsins trúverðugan framburð brotaþola um að ákærði hafi með ofbeldi og ólögmætri nauðung gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir, að því frátöldu að ekki er sannað að hann hafi togað í hár hennar . Verður niðurstaða héraðsdóms um sakfel lingu ákærða því staðfest og er brot ákærða réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. 19 Með broti því sem hann hefur ve rið sakfelldur fyrir braut ákærði alvarlega gegn kynfrelsi brotaþola og ber við ákvörðun refsingar að líta til þess. Á hinn bóginn hafa o rðið tafir á meðferð málsins sem haft geta áhrif á refsiákvörðun. . Brotið var framið 12. apríl 2015 og 6. júlí sama ár voru rannsóknargögn lögreglu send Ríkissaksóknara. Ákæra var gefin út 27. febrúar 2017 eða um 22 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér s tað . Má lið var þingfest í H éraðsdómi Reykjavíkur 23. mars sama ár. Aðalmeðferð í málinu hófst 4. september 2017 og var fram haldið 4. október sama ár, til yfirheyrslu vitnis. Dómur héraðsdóms var kveðinn upp 17. október 2017. Áfrýjunaryfirlýsing var send r íkissaksóknara með bréfi 6. nóvember 2017. Hinn 16. mars 2018 bárust ríkissaksóknara dómsgerðir héraðsdóms. Ekki hafa komið fram skýringar á þeim töfum á málsmeðferð, sem raktar verða til ákæruvaldsins og er að engu leyti við ákærða að sakast í þeim efnum. 20 Í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er en sama skylda hvílir á þeim sem rannsaka sakamál, sbr. 2. mgr. 53. gr. sömu laga. Málsmeðferðin er í andstöðu við framangreind laga ákvæði o g 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmá la Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og verður við ákvörðun refsingar að líta til þess. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum, en hann er fæddur árið 1979 . Samkvæmt framangreindu verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 18 mánuði. 21 Í málinu hefur verið lagt fram mat F geðlæknis á afleiðingum brots ákærða á andlegt heilsufar brotaþola . S amkvæmt því , og með skírskotun til þess að brot það sem ákærði 5 hefur verið s akfelldur fyrir er almennt til þess fallið að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum , á hún rétt á skaðabótum vegna háttsemi hans á grundvelli b - liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að þessu virtu verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um ei nkaréttarkröfu brotaþola staðfest. 22 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. 23 Með vísan til 1. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði, en að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, M ourad Chaabia, sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um einkaréttakröfu og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði helming áfrýjunarkostnaðar málsins, sem alls er 1.260.003 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 880.000 krónur og þóknun ré ttargæslumanns brotaþola, Einar Gauts Steingrímssonar lögmanns, 186.000 krónur. Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 17. október 2017. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 27. febrúar 2017 á hendur: ,,Mourad Chaabia, í Reykjavík, beitt A ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök en samræði, er ákærði fékk A með sér inn á salerni staðarins, lokaði og læsti hurðinni, togaði í hárið á henni, ýtti niður á hnén og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök og stakk einnig fingri í leggöng A gegn hennar vilja inni á salerninu. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: kr. 1.8 00.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 12. apríl 2015 þar til mánuður er liðinn frá því birtingu bótakröfu en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun við réttargæslu að mati dómsins eða skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á þóknun réttargæslumanns. Gerð er krafa um að dráttarvextir leggist við höfuðstól miskabóta á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta allt í samræmi við 12. gr. Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara er krafist vægustu refsingar og að sýknað verð i af bótakröfu en til vara að hún sæti lækkun. Þess er krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun að mati dómsins. 6 Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar, dagsettri 12. apríl 2015, var lögreglan send á á þeim tíma sem í ákæru greinir vegna kynferðisbrots eins og segir í skýrslunni. Því er lýst í skýrslunni að rætt hafi verið stuttlega við A, sem hafi verið í miklu uppnámi og skolfið eins og hrísla. Sagðist hún hafa verið að dansa er hún hitti Mourad. Lýsti hún því er hún var kominn inn á snyrtingu staðarins ásamt Mourad þar sem hann neyddi hana til munnmaka auk þess að káfa á henni innan klæða. Lögreglan ók A á Neyðarmóttöku í kjölfarið. Ákærði var handtekinn auk þess sem rætt var í starfsmennina B og C. Er frá sögn þeirra rakin í skýrslunni. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglunni sama dag, 12. apríl 2015, þar sem hann neitaði nokkrum kynferðislegum samskiptum við A. Hann óskaði síðan eftir því að gefa nýja skýrslu. Sú skýrsla er frá 17. apríl 2015, þar sem hann viðurkenndi kynferðisleg samskipti við A á snyrtingu skemmtistaðarins greint sinn en að það hefði verið að vilja beggja. A gaf skýrslu hjá lögreglunni 22. apríl 2015. Lögregluskýrslurnar verða ekki raktar en vikið verður að þeim síðar eins og ástæð a þykir. Nú verður rakinn framburður ákærða og vitnisburður fyrir dómi Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið starfsmaður á á þessum tíma en verið í fríi þetta kvöld og byrjað að drekka áfengi um miðnæturleytið ásamt vini sínum. Klukkustund síðar sá hann A dansa ásamt pilti sem ákærða skildist að væri ekki kærasti hennar. Hann fór til hennar og byrjað að dansa. Stuttu síðar fó ru þau A út að reykja þar sem þau dvöldu í um hálfa klukkustund að hann taldi og töluðu saman. Þar hafi komið fram að A væri ára gömul, að hann minnti. Eftir þetta fóru þau aftur inn að dansa. Ákærði kvaðst ekki hafa snert A á dansgólfinu. Eftir stut ta stund sagði hún ákærða að pilturinn sem var með henni væri ekki kærasti hennar. Ákærði fór síðan á barinn, keypti drykki fyrir öll þrjú og dönsuðu þau síðan áfram. Þau A hafi byrjað að kyssast á dansgólfinu og hafi vinur A séð til þeirra kyssast. Þau h afi dansað áfram og ákærði farið nokkrum sinnum á barinn til að kaupa drykki handa þeim en í allt hafi þetta tekið um tvær og hálfa klukkustund að hans sögn. Hann kvað vini sína og öryggisverði á staðnum hafa orðið vitni að því er þau A kysstust á dansgólf inu. Er ákærði fór á barinn í fjórða sinn þetta kvöld sagðist A ætla með honum sem hún gerði. Ákærði kvaðst hafa verið með áfengisflösku á sér og ákveðið að fara á snyrtinguna til að drekka af flöskunni þar sem það var ekki leyfilegt inni á staðnum. Eft ir að ákærði ákvað að fara á snyrtinguna sagði A að hún skyldi fara með honum þangað sem hún gerði. Hann hefði ekki fengið hana til að fara með sér inn á snyrtinguna eins og lýst sé í ákærunni. Hann mundi ekki eftir því hver læsti snyrtingunni. Er þau komu að snyrtingunni hefði B, starfsmaður staðarins, verið þar og ákærði spurt hana hvort þau A mættu fara þar inn. B hafi leyft það, opnað hlið sem þarna var og hleypt þeim A inn. Inni á snyrtingunni spjölluðu þau A saman og reyktu, auk þess sem ákærði tók u pp áfengisflöskuna sem nefnd var og bauð A af henni en hún hefði ekki þegið. Ákærði kvaðst hafa drukkið á opnað buxnaklaufina á buxunum sínum og spurt A hvort hún Við síðari skýrslutöku hjá lögreglu, 17. apríl 2015, lýsti ákærði þessu þannig að hann hefði sjálfur leyst belti á bux um sínum en A hefði opnað buxnaklaufina á buxunum hans og dregið lítið eitt niður áður en munnmökin hófust. Spurður um þetta fyrir dóminum og hvort hann myndi hvort hann sjálfur opnaði buxnaklaufina kvaðst hann hafa verið í sjokki er hann gaf skýrslu hjá l ögreglunni. Hins vegar hefði A byrjað að veita honum munnmök um leið og hann opnaði buxnaklaufina og við það hefðu buxur hans sigið sjálfkrafa án þess að hvorugt þeirra gerði nokkuð. Er munnmökunum lauk stóð A á fætur og tóku þau að kyssast á ný. Þá hafi á leggöng A inni á snyrtingunni en það hefði verið eftir munnmökin og þau þá staðið hvort andspænis öðru og kysst og snert hvort annað. Öll atburðarásin inni á snyrtingunni h efði tekið um tíu mínútur. Eftir það fór A út og sagðist ætla að hitta vin sinn en ákærði sagst ætla að koma eftir smástund. 7 Er ákærði fór af snyrtingunni var B starfsmaður ekki á staðnum. Ákærði hafi farið á barinn og keypt þrjú glös, fyrir sjálfan sig, A og vin hennar og hóf að leita að þeim en fann þau ekki. Eftir það hóf ákærði að dansa á ný. Stuttu síðar kom komið að máli við hann og vildi ræða við hann. Um þetta leyti sá hann lögregluna koma. Hann kvaðst hafa hlegið og vitað að einhver mistök hefðu átt sér stað og lögreglan væri óþörf eftir því sem helst mátti ráða af framburði ákærða. Eftir að ákærði kom á lögreglustöðina kvaðst hann hafa gert sér grein fyrir því að A hefði lagt fram kæru á hendur honum og hann hefði fengið sjokk enda aldrei lent í neinu álíka, þau ár sem hann hafði unnið á . Ákærði kvað allt sem átti sér stað inni á snyrtingunni h afa verið með vilja beggja. Ekkert hafi komið fram hjá A um að hún hefði verið því mótfallin sem gerðist inni á snyrtingunni og hann hefði ekkert gert gegn vilja hennar. Lýsingin í ákærunni um að hann hefði togað í hárið á A, ýtt henni niður á hnén og þvin gað hana til að hafa við sig munnmök væri ekki rétt. Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa spurt starfsmann staðarins hvort A mætti nota snyrtinguna sem um ræðir. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa átt frumkvæði að því að fara á snyrtinguna. Spurður um þetta misræmi svaraði ákærði því ekki öðruvísi en svo að A hefði vitað að ákærði var að fara á snyrtinguna til að reykja og drekka. Við fyrri skýrslutöku ákærða hjá lögreglu, 12. apríl 2015, kvaðst hann ekki kannast við að neitt kynferðislegt hefði átt sér stað inni á snyrtingunni. Hann óskaði eftir að gefa viðbótarskýrslu sem tekin var 17. sama mánaðar og lýsti þá atburðum inni á snyrtingunni eins og hann gerði fyrir dómi. Spurður um ástæður þessa breytta framburðar kvað hann ástæðuna þá að við fyrri sk ýrslutökuna hafi hann verið í sjokki, sem skýri fyrri framburð hans. Eftir að hafa ráðfært sig við verjanda sinn ákvað hann að segja rétt frá atburðum sem hann kvaðst hafa gert fyrir dómi. Vitnið, A, kvaðst hafa farið með D, vini sínum, á þetta kvöld. Hún hefði séð ákærða þar en ekki þekkt hann þótt hún vissi að hann væri . Ákærði hefði komið til þeirra D og spurt hvort hann mætti dansa með þeim sem þau sögðu í lagi og dansaði ákærði þá við þau um stund. Hún kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hver su lengi þau dönsuðu en hún gæti giskað á eina klukkustund. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi milli þeirra ákærða og hún hefði ekki kysst hann á dansgólfinu. Ákærði fór tvisvar sinnum á barinn og keypt drykki handa þeim D. Hún lýsti því er ákærði ha llaði sér í áttina að D og sagði eitthvað við hann sem hún vissi ekki og taldi allt í lagi. Ákærði bað hana síðan um að koma með sér að barnum sem hún gerði. Hún lýsti aðstæðum þar en við enda barsins væri snyrting og borð þar fyrir framan þar sem B sta rfsmaður sat. Ákærði hefði beygt sig yfir borðið og talað við B sem opnaði þá aðganginn að snyrtingunni þangað sem þau ákærði fóru inn. Hún kvaðst ekki vita hvers vegna hún fór inn á snyrtinguna en hún kvað ákærða hafa sagt áður að þau væru að fara á ba rinn. Er þau komu þangað fór ákærði að snyrtingunni og hún gengið sjálfviljug á eftir honum. Hann hafi læst snyrtingunni er inn var komið. Ekki hafi verið rætt fyrirfram hvert erindið á snyrtinguna var. Inni á snyrtingunni tók ákærði upp áfengisflösku og b auð henni að drekka sem hún þáði ekki en ákærði hefði drukkið úr flöskunni sem hann lagði síðan frá sér. Hún kvað ekki hafa verið reykt inni á snyrtingunni enda væri það bannað. Ákærði spurði hana þar inni hvort hún vildi veita honum munnmök sem hún neitað i. Ákærði hefði þá reynt að kyssa hana en hún snúið sér undan. Eftir það tók ákærði í hnakka hennar, ýtti henni niður á hnén, hneppti frá buxnaklaufinni, tók út á sér liminn og þvingaði hana til munnmaka. Í þessari atburðarás og áður en ákærði þvingaði han a til munnmaka setti hann fingur í leggöng hennar en það átti sér stað fljótlega eftir komu inn á snyrtinguna. Ákærði hélt þá utan um hana og sett fingur í leggöng hennar. Hún reyndi að færa höndina frá og hafi ákærði þá tekið í hnakka hennar og ýtt henni niður eins og rakið var. Hún viti ekki hversu lengi þetta stóð yfir. Hún hafi reynt mótspyrnu þegar hann hélt henni niðri og þá reynt að standa upp og ýta sér frá ákærða með því að ýta á fætur hans. Hún hafi ekki kallað á hjálp en gefið frá sér einhver hlj óð er hún veitti mótspyrnuna. Hún hafi síðan náð að standa á fætur og koma sér út. Ákærði lokaði og læsti að sér inni á snyrtingunni eftir að hún fór. Er hún kom af snyrtingunni spurði B hana hvort ekki væri allt í lagi og hún sagt svo vera og tekið að l eita að D, vini sínum. B hafi komið á eftir henni en hún hafi séð að eitthvað var ekki í lagi. B bauð henni að setjast bak við barinn þaðan sem hún hringdi í D sem var með síma A. D svaraði og kom auk 8 starfsmanna og hringt var í lögregluna. A kvaðst hafa g reint B frá því sem gerðist inni á snyrtingunni. Hún kvaðst um kvöldið hafa drukkið bjórana sem ákærði gaf. Hún fór á neyðarmóttöku í beinu framhaldi af þessu. A lýsti líðan sinni meðan á þessu stóð og síðan og því sem hún hefur gert til að ná bata eftir á fallið sem hún varð fyrir. Vitnið, D, var í för með A á þetta kvöld. Hann kvað þau A hafa verið að dansa er ákærði kom og dansaði með þeim. Engin kynferðisleg samskipti urðu á milli ákærða og A á dansgólfinu en hugsanlega hefði átt sér stað einn koss. Ákærði keypti nokkra drykki handa þeim A. Eftir að hafa dansað í um hálfa klukkustund, að hann taldi, fóru ákærði og A en ákærði sagði D að bíða, honum skildist að þau ætluðu á barinn en hann vissi ekki fyrr en eftir á að þau hefðu farið á snyrtinguna. Ha nn kvaðst hafa beðið á dansgólfinu á meðan þau voru í burtu, sem kunni að hafa verið í 15 - 30 mínútur en það væri óljóst í huga hans. Hann hefði síðan farið að leita að A og verið fyrir utan staðinn er starfsstúlka bað hann um að koma inn sem hann gerði. Þa r hitti hann A grátandi baka til og starfsstúlku að tala við hana. D kvað þau þrjú hafa farið út að reykja einu sinni á þessum tíma. Eftir komu lögreglu á staðinn heyrði hann A greina frá því sem gerðist en það var að ákærði hefði þrýst höfði hennar niður og neytt hana til munnmaka inni á snyrtingunni auk þess sem hann hefði káfað á henni og sett fingur inn í leggöng hennar. Lögreglan ók þeim A á neyðarmóttöku. Hann kvað atburð þennan hafa reynt tilfinningalega á A. Vitnið B var við störf í á þeim tíma sem í ákæru greinir. Ákærði kom þar að og bað um að fá að fara á snyrtinguna. Hún neitað honum þar sem hann væri ekki við störf þetta kvöld. Ákærði hefði sagt að það væri í lagi að hleypa honum þangað þar sem hann ynni á staðnum. B kvaðst hafa veri ð [...] ára gömul er þetta var og ekki þorað annað en að hleypa ákærða á snyrtinguna sem hún gerði. A, sem B taldi kærustu ákærða, fór með honum á snyrtinguna en ákærði hefði kallað á A að koma með sér og fóru þau eftir það inn á snyrtinguna. Hún kvaðst ek ki hafa séð ákærða og A fyrr þetta kvöld. Er þau höfðu verið inni á snyrtingunni lengi, að henni fannst, hefði hún lagt við hlustir en ekki heyrt mikið. Síðan kom A fram öll titrandi. Hún spurði A hvað væri að en A hefði ekkert sagt og viljað fara heim. B kvaðst þá hafa gengið ræða það. B kveðst hins vegar hafa gengið á A til að fá hana til að segja sér frá því sem gerðist inni á snyrtingunni og h afi A sagt að ákærði hefði sett eitthvað út í drykkinn hennar og hún orðið máttlaus inni á snyrtingunni og að ákærði hefði misnotað hana. Nánar spurð um hvað A sagði kvaðst B ekki muna það nú, svo langur tími væri liðinn frá þessum atburði. A hafði síðan s agst vilja komast heim. B hafi þá hleypt henni burt en hlaupið sjálf fram og sótt starfsmann og greint honum frá því sem gerðist. Sá starfmaður hefði farið til A sem sat grátandi í hnipri í einu horni dansgólfsins. Hún lýsti því hvernig starfsmaðurinn hlúð i að A eftir þetta. Meðal gagna málsins er skýrsla sem lögreglan ritaði eftir símtal við vitnið, B, en ekki var tekin af henni formleg lögregluskýrsla undir rannsókn málsins. Í skýrslunni segir meðal annars að A hafi haldið höndum fyrir munn sér er hún ko m út af snyrtingunni, titrað og skolfið. B staðfesti þessa frásögn fyrir dómi. Einnig kemur fram í skýrslunni að B hafi gengið á A til að fá hana til að greina sér frá því sem gerðist og þá hafi A sagt að ákærði hefði káfað á henni og neytt hana til munnma ka. B staðfesti þetta fyrir dóminum. Vitnið C var við störf á þetta kvöld. Hann kvað B hafa óskað eftir því að hringt yrði á lögreglu sem hann gerði, vegna atburðarins sem um ræðir í ákæru. Eftir komu lögreglu heyrði hann hvað átt hafði sér stað. Ákær ði hefði sagt sér fyrr þetta kvöld að hann væri að fara að hitta stelpu og þau væru að fara að fyrr um kvöldið. Hann kvað A hafa verið í sjokki og grátand i. Vitnið E lögreglumaður ritaði frumskýrslu sem vísað var til að framan. Hann skýrði skýrsluna og staðfesti fyrir dóminum. Við komu lögreglu á staðinn kom í ljós að gerandi og brotaþoli voru á staðnum og var ákærði handtekinn. Hann lýsti vinnu lögreglu á staðnum. B starfsmaður staðarins, hefði greint svo frá að ákærði hefði ruðst fram hjá hurð fyrir framan snyrtinguna. Ákærði hefði farið inn á snyrtinguna og om fram í mjög miklu uppnámi og hafi B lýst því að erfiðlega hefði gengið að fá frásögn af því sem gerðist. 9 Vitnið F lögreglumaður lýsti vinnu sinni við rannsókn málsins. Hann hitti A á Neyðarmóttökunni þetta kvöld. Hann kvað hana hafa verið í uppnámi er hann ræddi við hana og hún hafi greinilega átt við töluverða vanlíðan að stríða. Hann kvaðst hafa tekið tvær skýrslur af ákærða og eina af A. Síðari lögregluskýrslan af ákærða var tekin að beiðni hans. Meðal gagna málsins er skýrsla Neyðarmóttöku þar sem G sérfræðilæknir ritaði eftir réttarlæknisfræðilega skoðun á A, hinn 12. apríl 2015. Skýrslan er dagsett sama dag. G sérfræðilæknir staðfesti og skýrði skýrsluna fyrir dómi. Hann kvað A hafa verið í sjokki, hún hafi skolfið og titrað í fyrstu en róast við komu á Neyðarmóttökuna, um tveimur klukkustundum eftir atburðinn. Hún hafi verið í uppnámi en samvinnuþýð og gefið góða sögu. Í skýrslunni segir um tilfinningalegt ástand A að hún hafi verið þannig að hún hafi verið í losti, með óraunveruleikakennd, verið skýr í frásögn og í hnipri. G kvað A hafa verið í miklu uppnámi við komu á Neyðarmóttökuna. Hann hefði skoðað hana um einni og hálfri klukkustund eftir atburðinn og hún þá verið í hnipri, skolfið, liðið illa og verið í losti. Vitnið H, hjúkrunarfræðingu r á Neyðarmóttöku, kvaðst hafa tekið á móti A við komu hennar þangað, 12. apríl 2015. A hafi verið yfirveguð en henni hafi verið brugðið hún hafi skolfið, hniprað sig saman, verið eirðarlaus og liðið illa við komuna. A greindi vitninu svo frá að hún hefði verið á skemmtistaðnum , ásamt D vini sínum. Þar hitti hún mann sem hún taldi dyravörð á frívakt. Þau D hefðu drukkið eitthvað á staðnum í boði þessa manns sem síðar bað A um að koma með sér að barnum þar sem hann talaði við starfsmann til að fara baka til. A taldi að maðurinn ætlaði að bjóða henni aftur í glas en þá hafi hann brotið á henni inni á snyrtingunni, þvingað hana til að drekka sterkt áfengi úr flösku þar inni og síðan þvingað hana til munnmaka. Þá hafi hann káfað á henni áfram að aftanverðu o g sett fingur í leggöng hennar. Hún hafi barist á móti en þá hafi opnast fram og fleiri séð hvað átti sér stað og einhver komið henni til aðstoðar. Niðurstaða Ákærði neitar sök. Eins og rakið var dönsuðu ákærði og A og að því er virðist D, kunningi hennar , dágóða stund áður en ákærði og A fóru saman inn á snyrtinguna. A bar að ekkert kynferðislegt hefði verið á milli þeirra ákærða þennan tíma en þau þekktust ekkert fyrir. Dansinn, kossinn en hugsanlega hefði átt sér stað einn koss á dansgólfinu, er hvorugt til þess fallið að dregin verði af þeim ályktun um það hvers ákærði mátti vænta í framhaldinu í samskiptunum við A. Að mati dómsins er þannig ekkert fram komið í málinu sem rennt getur stoðum undir eða stutt framburð ákærða um að það sem gerðist inni á sn yrtingunni hafi verið að vilja A. Breyttur framburður ákærða dregur úr túrverðugleika framburðar hans en ræður ekki úrslitum um það að framburður hans verður ekki lagður til grundvallar niðurstöðunni. Hér varðar mestu að framburður hans fær ekki þá stoð se m þarf um það sem mestu varðar. Frumskýrsla lögreglu, vitnisburður lögreglumannanna E, sem ritaði í frumskýrsluna að A hefði verið í uppnámi og skolfið eins og hrísla, og F sem kvað A hafa verið í uppnámi og átt við töluverða vanlíðan að stríða, bendir st erklega til þess að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir. Þá er vísað til vitnisburðar B, sem staðfesti fyrir dóminum að hafa séð A koma út af snyrtingunni titrandi og skjálfandi auk þess að hafa haldið fyrir munn sér auk þess sem A greindi henni frá því se m gerðist inni á snyrtingunni eins og rakið var. Réttalæknisfræðileg skoðum sem rakin var og G og H styðja niðurstöðuna um að ákærði hafi brotið gegn henni eins og ákært er fyrir. Þessi gögn, ásamt vitnisburði þessara vitna sem A greindi frá atburðum þegar eftir atburðinn sem í ákæru greinir, styðja trúverðugan vitnisburð A þannig að hann verður lagður til grundvallar niðurstöðunni. Er samkvæmt þessu sannað með trúverðugum vitnisburði A með stoð af vitnisburði og gögnum sem rakin voru, en gegn neitun ákærð a, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í ákæru greinir þó þannig að ósannað er að ákærði hafi togað í hárið á henni. Er ákærði sýknaður af þeim hluta ákærunnar en sakfelldur að öðru leyti. Brot ákærða er rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við almenn hegningarlög. Brot hans er alvarlegt en málið hefur dregist mjög af ástæðum sem ákærða verður ekki sakaður um. Refsing hans þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár. 10 A á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabæturnar hæfilega ákvarðar 1.200.000. króna auk vaxta svo sem í dómsorði greinir en dráttarvextir reiknast frá 23. apríl 2017 er mánuður var liðinn frá birtingu kröfunnar fyrir ákærða. Auk þessa gre iði ákærði 506.355 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargælumanns A. Ákærði greiði 167.949 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði greiði 1.433.440 króna málsvarnarlaun Páls Kristjánssonar héra ðsdómslögmanns. Þóknun verjandans er fyrir vinnu hans undir rannsókn malsins og dómsmeðferð. Þóknun lögmanna er ákvörðuð með virðisaukaskatti. Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, sem dómsformaður, Jón Finnbjörnsson og Sigríður Hjaltested. Dómsorð: Ákærði, Mourad Chaabia, sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði greiði og verðtryggingu nr. 38/2001 fr á 12. apríl 2015 til 23. apríl 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól miskabóta á 12 mánaða fresta í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta. Ákærði greiði 506.355 króna réttargæsluþóknun Gunnhildar Pétursdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns A. Ákærði greiði 167.949 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði greiði 1.433.440 króna málsvarnarlaun Páls Kristjánssonar héraðsdómslögm anns.