LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 4. október 2019. Mál nr. 337/2019 : A ( Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður , Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður, 3. prófmál ) gegn barnaverndarnefnd Kópavogs ( Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður) Lykilorð Forsjársvipting. Barnavernd. Börn. Útdráttur Með héraðsdómi voru A og fyrrverandi sambýlismaður hennar svipt forsjá barna sinna fjögurra með vísan til a - , b - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Fyrir Landsrétti krafðist A sýknu af kröfu um forsjársviptingu þar sem BK he fði ekki gætt meðalhófs við meðferð málsins, rannsóknarreglu hefði ekki verið fullnægt og sú ráðstöfun að svipta hana forsjá barnanna hefði þannig verið ótímabær. Þá hefði hún sætt mismunun sem seinfær, erlend kona sem hafi takmörkuð tök á íslensku og ensk u enda hefði ekki verið tekið mið af því af hálfu BK við mat á stuðningsúrræðum. Landsréttur taldi að með mati á forsjárhæfni hefði verið staðfest að A hefði geðrænar og vitsmunalegar takmarkanir sem gerðu hana vanhæfa til að sinna börnunum og taka leiðbei ningum fagfólks, auk þess sem hún hefði tilhneigingu til ofbeldis og að ástandið á heimilinu hefði verið grafalvarlegt. Jafnframt væri ljóst að fjölskyldan hefði fengið óvenjumikinn stuðning og að sá stuðningur hefði með fullnægjandi hætti tekið mið af tak mörkunum A og þörfum barna hennar. Vangetu A til að nýta stuðningsúrræðin sem henni voru veitt hefði mátt rekja til skorts hennar á innsæi og öðrum persónulegum þáttum sem ólíklegt væri að hægt væri að breyta. Var niðurstaða héraðsdóms um að svipta A forsj á barna hennar því staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Sigurður Tómas Magnússon og Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir , sálfræðingur og sérfræðingur í fötlunarsálfræði, sem sérfróður meðdómsmaður. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 10. maí 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóm s Reykjaness 29. apríl 2019 í málinu nr. E - /2019 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að dómi héraðsdóms verði hrundið og breytt á þá leið að hún verði sýknuð af öllum kr öfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og niðurfellingar málskostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar kom fram beiðni um a ð upptökur af framburði aðila og vitna fyrir héraðsdómi yrðu spilaðar við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Í undirbúningsþinghaldi í Landsrétti var af hálfu áfrýjanda fallið frá þessari beiðni. Þ ar sem rétturinn taldi heldur ekki nauðsynlegt að spila upptökurnar er endurskoðun hins áfrýjaða dóms byggð á endurritum af framburði í héraði. Niðurstaða 5 Upphaflegar dómkröfur stefnda fyrir héraðsdómi í máli þessu lutu að því að áfrýjandi yrði svipt forsjá fjögurra barna sinna og jafnframt að fyrrverandi sambýlismaður áfrýjanda og yrði sviptur forsjá þeirra. Tvö af börnum þeirra eru með og þarfn ast mikillar umönnunar vegna fötlunar sinnar. Undir rekstri málsins í héraði samþykkti faðirinn kröfu stefnda um að hann yrði sviptur forsjá barnanna [...] og hefur hann ekki áfrýjað niðurstöðu dómsins. 6 Langvarandi afskiptum barnaverndaryfirvalda í af áfrýjanda og elsta barni og síðar barnaverndaryfirvalda stefnda af áfrýjanda, þáverandi sambýlismanni hennar og börnunum fjórum er ítarlega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Einnig er þar lýst tveimur niðurstöðum sálfræðilegra matsgerða á forsjárhæfni þeirr a, þeirri fyrri frá október og þeirri síðari frá nóvember . Þá er lýst þeim stuðningsúrræðum sem áfrýjandi hefur notið af hálfu stefnda. Einnig er þar gerð grein fyrir framburði aðila og vitna fyrir héraðsdómi, þar á meðal matsmanns og ýmissa þeirra sem veitt hafa áfrýjanda og fjölskyldu hennar stuðning. 7 Af hálfu áfrýjanda er því einkum haldið fram í málinu fyrir Landsrétti að áfrýjandi hafi sætt mismunun sem erlend kona sem hafi takmörkuð tök á íslensku og ensku, að úrræði stefnda til stuðnings áfrý janda og fjölskyldu hennar hafi ekki tekið mið af þeirri staðreynd að hún sé seinfær, að ekki hafi verið sýnt fram á að skilyrði séu til að svipta hana forsjá allra fjögurra barna sinna og loks að meðalhófs hafi ekki verið gætt með því að krefjast forsjárs viptingar í stað áframhaldandi vistunar barnanna utan heimilis. Af hálfu áfrýjanda er sérstaklega á það bent , til stuðnings því að úrræði stefnda hafi ekki tekið mið að því að hún væri seinfær, að sú greining hafi fyrst komið fram í mati sálfræðings 31. ok tóber en 2. nóvember sama ár hafi börnin verið vistuð utan heimilis með samþykki hennar. 8 Efnisleg skilyrði forsjársviptingar koma fram í 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en af hálfu stefnda hefur krafa um að áfrýjandi verði svipt forsjá barna sinna verið reist á a - , b - og d - lið 1. mgr. þeirrar greinar. Í a - lið segir að barnaverndarnefnd sé 3 heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar , annar þeirra eða báði r, skuli sviptir forsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hl iðsjón af aldri þess og þroska en samkvæmt b - lið er slík krafa heimil ef barni sem er sjúkt eða fatlað er ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla. Samkvæmt d - lið er einnig heimilt að krefjast forsjársviptingar ef barnaverndarnefnd telur fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Í 2. mgr. 29. gr. kemur fram sú meðalhófsregla að kröfu um sviptingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. 9 Forsjársvipting er í eðli sínu það lögmælta úrræði í barnaverndarstarfi sem gengur lengst við að skerða friðhelgi fjölskyldulífs, en sú f riðhelgi nýtur verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. R íkar ástæður, er taka mið af hagsmunum og þörfum barnsins, þurfa að réttlæta þá skerðingu. 10 Í 4. gr. barnarverndarlaga eru raktar meginreglur ba rnaverndarstarfs en í 1. tölulið ákvæðisins kemur fram sú meginregla að í barnaverndarstarfi skuli beita þeim ráðstöfunum sem ætla megi að barni séu fyrir b estu og að hagsmunir barna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda. Í 7. o g síðasta tölulið greinarinnar segir á hinn bóginn að barnaverndaryfirvöld skuli eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Þau skul i jafnframt ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstö funum til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Því aðeins sk uli gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru og vægara móti. 11 Þótt hagsmunir barna séu samkvæmt framansögðu leiðarljós í barnaverndarstarfi og það sjónarmið sem mestu máli skiptir við mat á því hvort forsjáraðili barns skuli sviptur forsjá þess er nauðsynlegt að taka jafnframt tillit til stjórnarskrárákvæða og annarra réttarreglna sem ætlað er að tryggja jafnræði og vernda réttindi forsjáraðila sem t ilheyra hópum sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Sérstaklega á þetta við um mat á því hvort við val á úrræðum og öðrum ráðstöfunum til stuðnings viðkomandi fjölskyldu hafi verið tekið nægilegt tillit til takmarkana forsjáraðila, svo sem vegna tung umálaörðugleika eða fötlunar. 12 Í forsjárhæfnimati sálfræðings sem lá fyrir í október kom fram að ástand á heimili áfrýjanda væri grafalvarlegt og að öll börnin væru vanrækt eða í hættu við óbreyttar aðstæður . Áfrýjandi og barnsfaðir hennar væru með geðr ænar og vitsmunalegar takmarkanir sem gerðu þau vanhæf til að sinna börnum sínum og taka leiðbeiningum fagfólks. Í forsjárhæfni mati annars sálfræðings sem lá fyrir í nóvember kom 4 meðal annars fram að áfrýjandi væri með [...] . Hún hefði litla innsýn í e igin getu, takmarkað úthald, sjálfstjórn og dómgreind svo og tilhneigingu til ofbeldis, sérstaklega undir álagi . Innsæi hennar til að mæta þörfum barnanna væri verulega skert og færni til að veita þeim þá athygli og örvun sem þeim væri nauðsynleg ekki til staðar. Hann staðfesti mat sitt fyrir héraðsdómi og er framburður hans rakinn í aðalatriðum í hinum áfrýjaða dómi. Ekkert er fram komið í málinu fyrir Landsrétti sem hnekkir því mati hins áfrýjaða dóms að forsjárhæfni áfrýjanda sé verulega skert og að hún sé ekki nægilega hæf til að sinna forsjárskyldum gagnvart börnum sínum. 13 Kemur þá til skoðunar hvort fyrrgreindu skilyrði um meðalhóf sé fullnægt og þá með sérstöku tilliti til þeirrar niðurstöðu matsmanna að áfrýjandi sé með væga þroskahömlun. Eins og fra m kemur í 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga verður í því sambandi að meta annars vegar hvort vægari inngrip í formi stuðnings hafi verið reynd og hver árangur þess hafi orðið og hins vegar hvort ætla megi að frekari stuðningsúrræði geti tryggt barni viðunan di aðstæður og þroskaskilyrði. Geta og vilji foreldra til þess að taka við stuðningi og innsæi þeirra í vandann skiptir máli við þetta mat. 14 Af gögnum málsins og framburði vitna fyrir héraðsdómi, sem ítarleg grein er gerð fyrir í hinum áfrýjaða dómi, verðu r ráðið að skert forsjárhæfni áfrýjanda felist í samanlögðum áhrifum , sem hafi áhrif á skap hennar og skapstillingu, og slakrar greindar en við það bætist skortur á innsæi hvað varðar hegðun og tilfinningalíf. 15 Enda þótt ekki sé að finna í gögnum málsins upplýsingar um að áfrýjandi væri með væga þroskahömlun fyrr en mjög skömmu áður en gripið var til þess úrræðis að vista börn hennar utan heimilis með samþykki hennar verður ráðið af gögnum málsins og framburði st arfsmanna stefnda og annarra sem veittu fjölskyldunni stuðning að þeir sem stuðninginn veittu hafi gert sér grein fyrir umræddum takmörkunum áfrýjanda og að stuðningsúrræðin hafi tekið nægilegt mið af þeim. Á þetta sérstaklega við um aðstoð sem áfrýjandi f ékk frá , þar sem beitt var aðferðafræði sem sérsniðin er að seinfærum foreldrum og heimilisaðstoð sem veitti á heimili áfrýjanda en hjá starfa þroskaþjálfar með reynslu af seinfærum foreldrum. 16 Við mat á því hvort stefndi hafi valið réttu úrræð in til stuðnings áfrýjanda og fjölskyldu hennar og hvort slík úrræði hafi verið fullreynd, sérstaklega með tilliti til þess að hún er erlend kona sem greind hefur verið með væga þroskahömlun, verður að líta til þess að þótt áfrýjandi sé af erlendu bergi br otin hefur hún búið hér á landi í um ár. Þá hefur hún starfað á almennum vinnumarkaði nær allan tímann sem hún hefur dvalið hér á landi en auk þess tekið að sér og . Hún hefur þannig að mörgu leyti sýnt dugnað og framtakssemi innan og utan heimi lis og hin væga þroskahömlun virðist ekki hafa hindrað fulla og að flestu leyti árangursríka samfélagsþátttöku áfrýjanda. 5 17 Af gögnum málsins og framburði þeirra sem veittu áfrýjanda og fjölskyldu hennar stuðning meðan börnin voru enn á heimili hennar verðu r ráðið að fjölskyldan hafi fengið óvenjulega mikinn stuðning og að sá stuðningur hafi með fullnægjandi hætti tekið mið af takmörkunum áfrýjanda og þörfum barna hennar. Áfrýjandi hafi hins vegar ekki nýtt nægilega þau stuðningsúrræði sem staðið hafi til bo ða og jafnvel unnið gegn sumum þeirra. Af gögnum málsins og framburði vitna má ráða að orsök þess hversu illa áfrýjanda gekk að nýta sér stuðningsúrræðin hafi verið skortur hennar á innsæi og aðrir persónulegir þættir sem ólíklegt sé að hægt verði að breyt a. Með hliðsjón af því og öðru því sem fram er komið í málinu verður að fallast á með stefnda að áframhaldandi tímabundin vistun barnanna utan heimilis sé ekki tækt úrræði með hliðsjón af velferð þeirra. 18 Samkvæmt framansögðu er ekkert fram komið í málinu f yrir Landsrétti sem hnekkir því mati tveggja sálfræðinga og hins áfrýjaða dóms að möguleg stuðningsúrræði við áfrýjanda, sem tryggt geti börnum hennar viðunandi aðstæður og þroskaskilyrði í forsjá hennar, og önnur vægari úrræði en svipting forsjár, hafi ve rið fullreynd. Á það jafnt við um öll fjögur börn áfrýjanda en í gögnum málsins og hinum áfrýjaða dómi er gerð fullnægjandi grein fyrir því hvernig forsjársviptingin horfir við hverju barnanna fyrir sig. 19 Með skírskotun til alls framangreinds og forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti verður hann staðfestur. 20 Máls kostnaður fyrir Landsrétti fellur ni ður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður f yrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda , A fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar , 1.200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 29. apríl 2019 Mál þetta var höfðað með stefnu útgefinni 8. janúar 2018 af Héraðsdómi Reykjaness, þingfest 11. janúar 2019 og dómtekið 1. apríl 2019. Stefnandi er barnaverndarnefnd Kópavogs, kt. , Fannborg 6, Kópavogi. Stefndu eru A , kt. , og B , kt. í Kópavogi. Í endanlegum dómkröfu m krefst stefnandi þess að stefndu verði svipt forsjá barnanna C , kt. , D , kt. , og E , kt. , og að stefnda, A , verði svipt forsjá F , kt. . 6 Stefnda, A , krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi, B , samþykkir kröfur stefnanda um forsjá barnanna C , D og E . Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. I Málavextir Stefndu hófu sambúð árið [...] . Stefnda átti fyrir barnið F sem hún fer ein með forsjá yfir. Stefndu eiga saman börnin C , D og E og fara sameiginlega með forsjá þeirra. Stefndu samþykktu vistun allra barnanna utan heimilis í 12 mánuði, frá 16. nóvember að telja, þar sem þau dvelja enn í dag. F hefur verið vistuð á heimili í , en þrjú börn stefndu hafa verið vistuð hjá . Systkinin C og E eru fötluð og með sem veldur því að þau þurfa mjög mikla umönnun. Skömmu eftir samþykki fósturvistunar slitu málsaðilar samvistum. Afski pti barnaverndarnefnda hófust á árinu [...] þegar F var fimm vikna gömul og fram komu áhyggjur varðandi umönnum stefndu A , með barninu, og að hún vildi ekki þiggja aðstoð. Þann 9. júní bárust barnaverndarnefnd Kópavogs tilkynningar frá vegna gruns um líkamlega og tilfinningalega vanrækslu stefndu á börnunum F og D . Samstarfsfundur barnaverndar með stefndu og starfsmönnum uppeldisráðgjafar fór fram þann 18. júní , og fór í kjölfar þess inn á heimili stefndu. Í könnunargerð barn averndarnefndar, dags. 28. ágúst , kemur fram að þörf sé á áætlun ásamt stuðningsúrræðum fyrir fjölskylduna. Að sögn gekk takmarkað að vinna með fjölskyldunni vegna sumarleyfis og móðir barnanna hafi haft efasemdir um þann stuðning sem boðið var upp á. Á meðferðarfundi þann 19. desember kom fram að unnið yrði áfram með meðferðaráætlanir, en gerð þeirra hafi tekið langan tíma þar sem foreldrar telji sig ekki þurfa stuðning. Í bókun meðferðarfundar þann 10. júlí kemur fram að málið sé alvarleg t og mikilvægt að stuðningur sé skipulagður. Þann 15. júlí lá fyrir áætlun um meðferð máls, skv. 23. gr. barnaverndarlaga. Í bókun meðferðarfundar þann 3. október kemur fram að foreldrar hafi hafnað stuðningi tilsjónar sem hafi verið ætlað að styrk ja föður. Stefnda gekk á þessum tíma með yngsta barnið, E . Samtals munu 29 tilkynningar hafa borist barnavernd Kópavogs vegna barnanna frá því að afskipti nefndarinnar hófust. Níu vegna F , sjö vegna C og D og sex vegna E . Tilkynningarnar snúa að tilfinnin galegu ofbeldi, líkamlegri vanrækslu, vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit og tilfinningalegri vanrækslu. Næstu misserin var staða fjölskyldunnar margoft rædd á meðferðarfundum barnaverndar. Í málinu liggur fyrir mikill fjöldi gagna um samskipti við fjöls kylduna, auk tilkynninga frá stuðnings - og tilsjónaraðilum, og skólum. Í janúar var komið á teymi í kringum fjölskylduna sem skipað var tveimur starfsmönnum barnaverndar, félagsráðgjafa og sálfræðingi, forstöðumanni og þroskaþjálfa í þjónustudeild fatlaðra. Fram kemur að í febrúar hafi staða fjölskyldunnar verið orðin mjög alvarleg að mati starfsmanna. Miklar áhyggjur hafi verið af móður barnanna og frásögn föður þeirra af ofbeldi á heimilinu. Meðferðaráætlanir hafi því verið endurnýjaðar og markmið þeirra að veita stefndu þjálfun og stuðning, og létta álagi af heimilinu, stöðva valdbeitingu móður og styrkja föður. Samið var við þjónustufyrirtækið um tilsjón og stuðning inn á heimilið. Í samantekt kemur fram að heimilið einkennist af skipulagsleysi, ósætti og ójafnvægi. Samvinnu foreldra væri ábótavant og reglur heimilisins á reiki. Stefndu virtust jafnframt ekki hafa getu til þess að halda utan um lyf, hjálpartæki eða læknisheimsóknir fyrir fötluðu börnin. 7 Í maí mun aftur hafa borið á því að móðir barnanna hafnaði samvinnu við stuðningsaðila og faðir þeirra hafi greint frá ítrekuðu ofbeldi. Í júní hafi verið fjallað aftur um mál fjölskyldunnar á meðferðarfundi og hafði þá gengið betur og ákveðinn árangur náðs t, en ákveðið að stefndu skyldu undirgangast forsjárhæfnismat. Niðurstaða forsjárhæfnismats, sem unnið var af G sálfræðingi, lá fyrir í lok október . Þar kemur fram að ástand heimilisins sé grafalvarlegt og öll börnin vanrækt eða í hættu í óbreyttu ásta ndi. Stefndu hafi hvorugt nægjanlega getu til að sinna forsjárskyldum sínum. Bæði væru með geðrænar og vitsmunalegar takmarkanir sem gerðu þau vanhæf til að sinna börnum sínum og að taka leiðbeiningum fagfólks. Sá víðtæki stuðningur sem fjölskyldan hefði f engið væri ekki nægjanlegur til að tryggja öryggi barnanna. Þann 2. nóvember voru foreldrar boðaðir á fund félagsráðgjafa og sálfræðings barnaverndar og skrifuðu undir samþykki fyrir vistun barna utan heimilis frá 2. til 16. nóvember . Í greinarge rð barnaverndarnefndar, sem lögð var fyrir fund nefndarinnar þann 16. nóvember , kemur fram að á því ári hafi sex tilkynningar borist nefndinni og alvarleiki þeirra hafi farið vaxandi. Þrátt fyrir mikinn stuðning hafi erfiðleikarnir aukist og aðstæður b arnanna versnað. Hafi allir þeir fagaðilar sem að málinu hafi komið lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu barnanna, og endurspeglist það í forsjárhæfnismati um að forsjárhæfni foreldra sé verulega skert. Var gerð sú tillaga fyrir nefndina að foreldrar yrðu sv iptir forsjá barnanna fjögurra. Með úrskurði barnaverndarnefndar, dags. 16. nóvember , var ákveðið að vista öll börnin utan heimilis í tvo mánuði. Með samþykki stefndu varð að samkomulagi að vistun þeirra stæði yfir í 12 mánuði, og stendur sú vistun enn yfir. Stefnandi óskaði eftir að stefndu undirgengjust annað forsjárhæfnismat þar sem að mati stefnanda þóttu annmarkar á fyrirliggjandi mati G sálfræðings, þar sem ekki hafði notið við aðstoðar túlks í viðtölum við móður. Samþykktu stefndu að undirgangas t annað mat sem unnið var af H sálfræðingi. Niðurstaða hans lá fyrir 2. nóvember og eru niðurstöður varðandi móður þær að hún sé með og . Hún hafi litla innsýn í eigin getu, takmarkað úthald, sjálfstjórn og dómgreind. Tengsl hennar við C séu ster kust af börnunum fjórum. Tengsl hennar við F séu metin afar neikvæð og hún talin hafa . Innsæi móður til að mæta þörfum barnanna sé verulega skert og færni til að veita þeim þá athygli og örvun sem er þeim nauðsynleg ekki til staðar. Viðhorf móður til s tuðnings og að taka leiðbeiningum sé neikvætt og hún hafi látið í ljós andúð sína á stuðningsaðilum sem komið hafa að málinu. Forsjárhæfni föður er einnig skert en afstaða hans til stuðnings sé jákvæðari og hann hefur einhverja færni til þess að veita bö rnunum athygli og örvun. Tengsl hans við börnin einkennast af væntumþykju en jafnframt sýnir hann og . Aðstaða föður til umgengni við börnin eftir að þau fóru í vistun er ólík aðstöðu móður, þar sem hann sé búsettur í . Móðir keypti hlut föður í sameiginlegri fasteign þar sem hún býr ein í dag. Hún heimsækir C og E reglulega þegar þau dvelja í og sinnir þá börnunum, og dvelur þá stundum lengur en ráð var fyrir gert. Öll hittast börnin einu sinni í mánuði hjá móður sinni undir eftirliti. Í mál inu liggja fyrir skýrslur talsmanna barnanna. Í þeim kemur fram að F og D vilja búa áfram hjá fósturforeldrum sínum. C og E geta hins vegar ekki tjáð sig með orðum en talsmaður merkir að þeim líði vel í umsjá fósturforeldra og að allur aðbúnaður þeirra sé góður. Dómarar málsins hittu þær F og D fyrir aðalmeðferð málsins. D tjáir sig lítið en staðfestir að hún vilji búa hjá . F segir sér líða vel hjá fósturforeldrum og vill búa áfram hjá þeim. Hún hittir systkini sín og föðurfólk. Hún vill ekki breyta að stæðum sínum á meðan móðir hennar er veik en kannski ef hún lagast, en langar að geta hitt móður sína meira. Vegna veikinda C og E , sem eru ekki talandi, þótti ekki þörf á því að dómarar hittu þau. 8 Í málinu liggur fyrir nokkur fjöldi gagna frá stefnanda, bréf og upplýsingaskýrslur frá skóla barnanna, meðferðaráætlanir og meðferðarfundir, þjónustuáætlanir vegna barnanna, tilkynningar, niðurstaða greiningarstöðva, samantektir frá og , dagnótur b arnaverndarnefndar, skýrslur talsmanna barnanna, sálfræðilegar matsgerðir um forsjárhæfni, úrskurðir barnaverndarnefndar, samþykki fyrir vistun barnanna og skýrslur eftirlitsaðila með umgengni. Stefnda A lagði fram staðfestingu frá vinnuveitanda og viðurke nningu frá um endurmenntun. Stefndu gáfu aðilaskýrslur fyrir dómi. Vitnaskýrslur gáfu H sálfræðingur, I , talsmaður barnanna, J frá þjónustudeild fatlaðra, K , starfsmaður barnaverndar Kópavogs, L frá , M starfsmaður , N , starfsmaður , O , B og fósturforeldri, P , B , Q og R , A , og S , A . II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur að forsjárhæfni stefndu sé verulega skert og að svipta verði þau forsjá barna sinna á grundvelli a - , b - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Stefnandi vísar til þess að daglegri umönnun, uppeldi og samskiptum foreldra og barna sé verulega ábótavant. Langvarandi áhyggjur hafi verið af stöðu fjölskyldunnar og getu stefndu til að sinna börnum sínum, og fjöldi tilkynninga borist vegna aðstæðna þeir ra og áhyggja af tilfinningalegu ofbeldi og vanrækslu. Hafi tilkynningar komið frá . Stefnandi bendir á að frá árinu hafi viðamikil og sérsniðin stuðningsúrræði verið reynd. hafi komið að málinu strax eftir fyrstu tilkynningu, því næst hafi tilsjónaraðili komið inn á heimilið. hafi farið aftur inn á heimilið og starfsmaður með þjálfun í aðferðarfræði, sem sé sérsniðin að seinfærum foreldrum, hafi veitt stefndu leiðsögn. Starfsmaður hafi farið yfir barnaverndarlög á einföldu máli o g útskýrt hvað mætti og hvað mætti ekki hér á landi og hvaða áhrif það hefði á börn væru þau beitt vanrækslu eða ofbeldi eða yrðu vitni að slíku. Þá hafi verið farið yfir ástæður afskipta barnaverndar með stefndu. Móðir barnanna hafi hins vegar ekki talið sig þurfa leiðbeiningar svo ekki hafi verið unnt að veita henni þjálfun. Þá hafi verið leitað til þjónustufyrirtækisins sem hafi á að skipa þroskaþjálfum með reynslu af því að vinna með seinfærum foreldrum og foreldrum fatlaðra barna. Starfsmenn ha fi séð ástæðu til þess að tilkynna aðstæður barnanna til barnaverndar. Stefnandi bendir á að í gögnum málsins komi fram að mikið ósætti sé á milli foreldra. Yngstu börnin hafi verið skilin eftir ein heima. Námi F sé ekki sinnt og hún látin bera of mikla áb yrgð á heimilinu. Áhyggjur séu af því að C sé ekki látin ganga með [...] og að lyfjagjöf sé ekki sinnt. Til viðbótar framangreindu hafi fjölskyldan verið studd fjárhagslega og með úrræðum sem hafi falið í sér að börnin hafi dvalist tímabundið og reglulega utan heimilis, s.s. hjá stuðningsfjölskyldum eða í . Þá hafi þjónustudeild fatlaðra veitt stefndu stuðning sem hafi m.a. falist í ráðgjöf og aðstoð við samskipti við Tryggingastofnun. Þroskaþjálfi hafi veitt stefndu umtalsverða ráðgjöf og stuðning með s ímtölum, viðtölum og fundum og talið sig hafa náð ágætu meðferðarsambandi við móður. Þrátt fyrir að traust hafi ríkt í samskiptum þeirra hafi þroskaþjálfa reynst erfitt að fá móður til samstarfs. Erfitt hafi verið að fá móður til að einbeita sér að því sem skipti máli varðandi börnin og hún hafi ítrekað hafnað túlkaþjónustu. Faðir hafi verið viljugri til samtarfs en haft litla getu til að fylgja hlutum eftir. Sálfræðingur barnaverndar hafi verið með móður barnanna í viðtalsmeðferð árið og reynt að ýta undir traust til fagaðila og að draga úr tortryggni hennar. Enn fremur hafi verið reynt að hvetja hana til að þiggja viðeigandi stuðning fyrir börnin til að tryggja stöðugleika í lífi þeirra og sem hvíld fyrir hana sjálfa. Móðir hafi átt í erfiðleikum með að tileinka sér þau ráð sem henni voru gefin. Starfsmaður stefnanda hafi átt sæti í þjónustuteymi ásamt starfsfólki leikskóla, greiningarstöðvar, þjónustudeild fatlaðra, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara o.fl. sem hafi fundað reglulega ásamt stefndu til að 9 sam ræma og skipuleggja þjónustu við fötluðu börnin og til að meta árangur. Móðir hafi verið hvött til þess að hafa túlk sér við hlið á teymisfundum og verið afhent fundarefni á fyrir hvern fund til að setja sig inn í efni þeirra. Móðir hafi ávallt hafnað aðstoð túlks. Stefnandi kveður að staða fjölskyldunnar hafi verið mjög alvarleg þegar stefndu féllust á að börnin yrðu vistuð utan heimilis í 12 mánuði þann . Á því ári sem liðið sé frá þeim tíma hafi foreldrar slitið samvistum, sótt sálfræðiviðtöl, und irgengist forsjárhæfnismat og verið í reglulegri umgengni við börnin. Skýrslur eftirlitsaðila með umgengni gefi til kynna að samskipti móður við börnin velti enn á því hvernig líðan hennar sé þann daginn. Samskipti hennar við börnin skorti einlægni og hún nái ekki að tileinka sér leiðbeiningar. Framkomu móður við elstu dóttur sína hafi verið verulega ábótavant og þurft að boða stefndu til fundar í febrúar til að fara yfir hegðun hennar gagnvart F í umgengni. Þá hafði hún hunsað F í umgengni, . Umgeng ni við F hafi því verið minnkuð niður í annan hvern mánuð í tvo tíma í senn. Stúlkan hafi sjálf lýst hvernig hún hafi . Hún hafi ekki . Skýrslur frá skóla bera með sér að . Að mati stefnanda er vanhæfni stefndu til að fara með forsjá barnanna slí k að börnunum er hætta búin í þeirra umsjá. Umönnun C og E geri auknar kröfur til umönnunaraðila. í . Nauðsynlegt sé að fylgjast með C öllum stundum og ef [...] sé langvinnt þurfi að flytja hana á sjúkrahús. Þroska hennar fari hægt fram og hún fari í sjúkra - og iðjuþjálfun í hverri viku. . Umönnun hennar sé því einstaklega þung og krefjist þess af umönnunaraðila að athygli sé á henni öllum stundum svo að hún f ari sér ekki að voða. Systkinin þurfi mikla örvun og að þeim sé haldið í samskiptum við annað fólk, því að þau skorti bæði frumkvæði að því að mynda félagsleg tengsl. Áhersla hafi verið lögð á að stefndu töluðu við börnin, fönguðu athygli þeirra og beindu að þeim sameiginlegri upplifun. Þessum atriðum hafi verið stórlega ábótavant meðan börnin voru í umsjá stefndu og börnunum ekki tryggð viðeigandi umönnun eða þjálfun. Börnin hafi borið þess merki að vera vanörvuð þegar þau fóru í fóstur. Starfsfólk leiksk óla E hafi upplifað afturför í færni hans eftir heimkomu hans frá seinni part sumars þar sem hann hafi dvalist með foreldrum sínum. Starfsfólk hafi tilkynnt til barnaverndar áhyggjur sínar af drengnum eftir heimkomu, . Stefndu hafi ekki virst átta sig á þessum breytingum og ekki sinnt honum, þótt hann sýndi merki um vanlíðan. [...] , sem C eigi að nota vegna hættu á meiðslum við föll, hafi ekki verið notaður heima. Stefndu hafi ekki haldið skrá utan um tíðni og lengd og haldið illa utan um lyfjagjöf. Í október hafi starfsfólk greint frá tveim atvikum þar sem E hafi verið hætt kominn vegna sinnuleysis stefndu. Leikskóli barnanna hafi gert athugasemd við að foreldrar virtu ekki vistunartíma og utanumhald um læknisþjónustu og að aðkomu sérfræðinga væri ábótavant. Stefnandi telur að stefndu hafi skort yfirsýn yfir aðkomu sérfræðinga að málefnum systkinanna og ekki miðlað nauðsynlegum upplýsingum til leikskólans, eins og t.d. um að börnin eigi að vera á sérfæði. Sú mikla umönnun sem C og E þarfnist bitni á D og F sem hafi verið vanræktar og látnar axla of mikla ábyrgð með tilliti til aldurs þeirra og þroska. Stefnandi bendir á að talsmaður barnanna og starfsfólk leikskóla sjái merkjanlegar framfarir hjá þeim öllum frá því að þau hafi veri ð vistuð utan heimilis. D hefur farið fram í félags - og málþroska og E sýni einnig framfarir í hreyfiþroska. Erfiðara sé að merkja framfarir hjá C vegna alvarleika fötlunar hennar. F fái jákvæða umsögn frá skóla og tjái sig greiðlega við talsmann sinn um a ð hún vilji búa áfram hjá fósturforeldrum sínum og hafi myndað sterk tengsl við þau. Stefnandi vísar til þess að tveir sálfræðingar hafi metið forsjárhæfni stefndu og sé niðurstaða þeirra beggja að hún sé mjög skert og að þau valdi ekki hlutverki sínu, jaf nvel með þeim mikla stuðningi sem þeim hafi verið veittur. Að mati stefnanda geti framlenging á tímabundinni vistun barnanna utan heimilis ekki samrýmst hagsmunum þeirra, sem sé að upplifa stöðugleika og njóta viðunandi uppeldisaðstæðna. Stefnandi telur st uðningsúrræði fullreynd og vísar til umfangsmikilla gagna sem 10 aflað hafi verið í málinu sem staðfesti það mat fagfólks, sem stefnandi muni leiða fyrir dóminn, að stefndu séu ófær um að tryggja börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður. Stefnandi telur með ví san til málavaxta og gagna málsins sýnt að lagaskilyrði a - b - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. séu uppfyllt og að svipta beri stefndu forsjá allra barnanna. Hinu opinbera sé skylt að veita börnum þá vernd sem mælt sé fyrir um í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár Ísl ands, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013. Stefnanda beri samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 að tryggja börnum stöðugleika og öryggi í uppeldi og ávallt að hafa hagsmuni barna í fyrirrúmi, sbr. 1. mgr. 4. gr. bar naverndarlaga. Réttur barna til þess að njóta viðunandi uppeldis og umönnunarskilyrða skuli vega þyngra en forsjárréttur foreldra. Þessi regla sé grundvallarregla í íslenskum barnarétti og endurspeglist í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland sé aðili að. Stefnandi vísar jafnframt til ákvæðis 46. gr. barnaverndarlaga og 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en af þessum ákvæðum leiði að börn eiga rétt á því að taka þátt í ákvörðunum sem varða þau sjálf óháð vilja eða afstöðu forsjáraðila. Um lagasto ð er vísað til a - , b - og d - liðar 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. III Málsástæður og lagarök stefndu, A Stefnda byggir sýknukröfu sína á því að málshöfðun stefnanda sé með öllu ótímabær, og að skilyrði 29. gr. barnaverndarlaga séu ekki fyrir hendi í málinu, hvorki hin sértæku skilyrði a - , b - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. og enn síður hið almenna grundvallarskil yrði 2. mgr. sömu greinar um meðalhóf. Því sé óhjákvæmilegt annað en að sýkna hana af kröfum stefnanda. Stefnda bendir á að tvær einhliða sérfræðiskýrslur liggi fyrir í málinu um mat á forsjárhæfni stefndu. Álitsgerð G sé afar illa unnin hvað stefndu varð ar. Nægi í því samhengi að vísa til þess að sálfræðingurinn hafi ekki séð ástæðu til að kalla til túlk. Þrátt fyrir að eiga erfitt með að skilja stefndu hafi hann lagt mat á forsjárhæfni hennar, en vegna tungumálaerfiðleika virðist sérfræðingurinn hafa lit ið svo á að lauslegt mat skyldi duga þegar kom að stefndu. Til viðbótar hafi sérfræðingurinn látið undir höfuð leggjast að kanna hvort viðeigandi próf hafi yfir höfuð verið marktæk á móðurmáli stefndu, en sálfræðileg próf sem stuðst sé við hér á landi gang i að öllu jöfnu illa í þýðingu yfir á . Niðurstöður álitsgerðar G séu á þá leið að stefnda sé að mörgu leyti viljug til að sinna börnunum en hafi að hans mati ekki nægjanlega getu til að sinna forsjárskyldum sínum. Í því ljósi hafi sérfræðingurinn talið að sá stuðningur sem fjölskyldan hafi fengið væri ekki nægjanlegur og talið nauðsynlegt að létta álagi af foreldrum, enda mikil togstreita til staðar á heimili þeirra og virtist honum móðir vera uppgefin. Stefnda telur að niðurstöður G verði ekki lagðar til grundvallar við mat á forsjárhæfni stefndu. Þær aðstæður sem voru á heimili stefndu séu ekki lengur til staðar, enda hafa stefndu slitið samvistum. Starfsmönnum stefnanda hafi verið ljóst að mat G yrði ekki lagt til grundvallar, hvorki við mat á stuðni ngsþörf né á forsjárhæfni stefndu og því hafi H í kjölfarið verið ráðinn til starfans fyrir tilstilli stefnanda. Við þá vinnu hafi stefndu ekki gefist tækifæri til að gæta réttar síns við gerð skýrslunnar en starfsmanni stefnanda hafi þó verið bent á að vi ð val á álitsgjafa þyrfti að taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem uppi væru í málinu og fá þyrfti sérfræðinga í fötlunarfræðum við hlið sálfræðings svo að unnt væri að meta stuðningsþörf stefndu og barna hennar með fullnægjandi hætti. Að mati stefndu sé í stefnu einblínt á neikvæða þætti úr álitsgerðum sálfræðinganna og jákvæðar athugasemdir í garð stefndu láti stefnandi sér beinlínis í léttu rúmi liggja. Allar fullyrðingar um afdráttarlausa niðurstöðu tveggja sérfræðinga eru að mati stefndu úr lausu loft i gripnar. Í samantekt í skýrslu H komi fram að stefnda teldi sig ekki hafa fengið nægan stuðning í uppeldishlutverkinu og vildi gjarnan þiggja meiri aðstoð. Þá njóti stefnda þess að vera foreldri og taldi H þann kvarða mælast hæst. 11 Þá nefni hann að stefnd a taki ríkan þátt í daglegu lífi barnanna eftir því sem núverandi aðstæður leyfi. Sterkasti kvarðinn hafi loks verið ánægja í foreldrahlutverkinu sem álitsgjafinn taldi endurspegla sterkar tilfinningar stefndu til barna sinna. Þessi atriði beri raunveruleg an vott um ást og umhyggju móður fyrir hag barna sinna. Annars séu niðurstöður H á þá leið að tengsl stefndu við börn sín séu missterk en samkvæmt niðurstöðum mælinga glími hún við væga þroskahömlun. Hún hafi þó sýnt að hún geti verið góð og blíð, sinnt ör vun á afmarkaðan hátt en átt erfitt með að skipta yfir í heildræna örvun. Þá hafi hún hæfileika til að sinna matarþörfum barnanna og hreinlæti vel en fatamálum kunni að vera ábótavant. Stefnda telur hin sértæku skilyrði 1. mgr. 29. gr. ekki fyrir hendi. Samkvæmt a - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga sé það skilyrði forsjársviptingar að daglegri umönnun eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Í stefnu sé dregin upp slæm mynd af samskiptum foreldra og ó reiðu á heimili stefndu. Þá er sérstaklega getið um atvik þegar stefndu rifust og og hvernig togstreita þeirra á milli hafi bitnað á börnum þeirra. Stefnda vísar til þess að þessar aðstæður séu ekki lengur til staðar. Stefnda búi ein í dag og ekkert í gögnum málsins færi sönnur á það að efnisleg skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt hvað stefndu varðar, enda hafi hún hvorki fengið stuðning né tækifæri til að sanna sig á eigin fótum. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga sé það skilyrði forsjársvip tingar að barni sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla. Því fari fjarri að stefnda standi því í vegi að fötluðum börnum hennar sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla. Þvert á móti sé það stefnandi sem hafi brugðist stefndu þegar komi að því að veita henni markvissa þjálfun, kennslu og stuðning sem einstæðri móður fatlaðra barna. Stefnda hafi fyrst og fremst sætt þungu eftirliti af hálfu stefnanda sem hefur einblínt á neikvæða þætti í fari hennar og skr ásett, á meðan allt það góða sem hún hafi fram að færa hafi stefnandi látið sér í léttu rúmi liggja. Í stefnu sé ekki útskýrt með hvaða hætti ákvæði b - liðar eigi við um stefndu. Ekkert í gögnum málsins gefur annað til kynna en að stefnda hafi bæði vilja og getu til að hjálpa börnum sínum til að leita allra meðferða eða hjálpar sem þau þurfa á að halda og standi til boða vegna fötlunar sinnar. Með faglegri aðstoð og réttri forgangsröðun sé stefnda fullfær um að veita börnum sínum stuðning. Stefnda geri sér f yllilega grein fyrir því að hún þurfi á stuðningi að halda og aðstoð við að vinna með persónulega eiginleika sína. Stefnandi hafi hins vegar engar sönnur fært á að líkamlegri eða andlegri heilsu barnanna sé hætta búin sökum þess að stefnda sé augljóslega v anhæf til að fara með forsjá vegna þeirra skerðinga sem tilgreindar eru í d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Stefnda bendir á að vegna mikillar fötlunar tveggja barna stefndu séu aðstæður með þeim hætti að ekkert foreldri gæti sinnt forsjárskyldum sí num gagnvart þeim án aðstoðar. Fósturmóðir þriggja barna hennar, , hafi t.d. þurft að hætta allri vinnu eftir að börnin voru vistuð á heimili hennar þrátt fyrir þá aðstoð sem þau hjón fái við umönnun þeirra. Á fjölmargar rangfærslur megi benda í for sjárhæfnismati H , en ef niðurstöður sálfræðingsins séu lagðar til grundvallar falli stefnda í flokk seinfærra foreldra. H sálfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu án þess að taka mið af þeirri staðreynd við úrvinnslu matsins, mögulegri stuðningsþörf og hugs anlegum aðgerðum. Stefnda hafi á fundi barnaverndar þann 14. nóvember lagt fram þá tillögu að börnin yrðu áfram í tímabundinni vistun utan heimilis, og að endurmetin yrði þörf fyrir stuðningsúrræði fyrir móður samhliða vistunaráætlun skv. 33. gr. barna verndarlaga. Með tillögu stefndu hafi stefnanda gefist tækifæri á að kortleggja stuðningsþörf stefndu með hliðsjón af upplýsingum úr álitsgerð H og að aðlaga úrræði að þörfum hennar. Öflun álitsgerðarinnar hafi verið liður í málsmeðferð en ekki gagnaöflun í viðleitni þeirra til að staðfesta grunsemdir starfsmanna um vanhæfi stefndu til að fara með forsjá barna sinna. Í málinu sé engum gögnum til að dreifa sem sýna fram á að stefnda sé ófær um að fara með forsjá barna sinna með þeim nauðsynlega stuðningi sem hún og börnin eigi rétt á samkvæmt lögum. Aðstæður hennar hafi breyst að því leyti að hún sé laus úr viðjum hinnar stormasömu sambúðar og hafi lagt mikið kapp á að byggja sig upp, sótt íslensku námskeið, fest kaup á fasteign, mætt í sálfræðiviðtöl o.s. fr v. 12 Stefnda telur að stuðningur stefnanda hafi verið afar takmarkaður á meðan vistun barna hennar utan heimilis stóð yfir. Stefnanda hafi borið að gefa stefndu tækifæri og stuðning eftir að hafa aflað álits. Í stað þess að móta áætlun í samræmi við álitið og gefa stefndu tækifæri og stuðning, leggja síðan mat á þann árangur, hafi barnaverndarnefnd með úrskurði samþykkt að krafa yrði gerð fyrir héraðsdómi um forsjársviptingu, þvert gegn 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Krafa barnaverndar byggist á álitsgerð um og tímabili sem stefnda hafi verið óhamingjusöm í vægast sagt stormasamri sambúð með barnsföður sínum og hins vegar að væg þroskahömlun sé með einhverjum hætti forspá um að hún sé óhæf til að fara með forsjá barna sinna. Að mati stefndu sé grundvöllur m álshöfðunar ekki í samræmi við málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga né verklagsreglur stefnanda. Stefnda bendir á að eftir að hún hafi samþykkt 12 mánaða vistun barnanna utan heimilis hafi hún lagt allt kapp á að byggja sig upp eftir erfitt tímabil í lífi sínu og breyta aðstæðum sínum til batnaðar. Stefnda hafi farið til þar sem hún hafi komist í samband við einstakling sem hugðist koma til landsins sem . Þá hafi hún upplýst vinnuveitanda sinn um að hún tæki sér árs frí frá störfum til að sinna forel drahlutverkinu að fósturvistun lokinni. Stefnda hafi verið í góðri trú um að áætlun barnaverndar væri í samræmi við stuðningsþarfir hennar, og markmiðið væri að hún og börnin yrðu sameinuð á ný. Vísað er til meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1 993, og til 5. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga sem kveði á um að barnaverndaryfirvöld skuli gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu fullreynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Þá skuli ávallt beita vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmi ðum sem að sé stefnt. Fyrirmæli 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga kveði á um að kröfu um sviptingu forsjár skuli aðeins gera þegar ekki sé unnt að beita öðru vægara úrræði til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Slíkt vægara úrræði til úrbóta megi meðal annars finna í 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga þar sem segi að heimilt sé að úrskurða um vistun barns utan heimilis í allt að 12 mánuði í senn. Í 2. mgr. sömu greinar sé svo kveðið á um heimildir til að framlengja slíka vistu n. Með fyrrnefndri tillögu stefndu frá 14. nóvember hafi stefnanda beinlínis verið í lófa lagið að fylgja meðalhófsreglunni með áframhaldandi vistun og endurmati á stuðningsþörfum. Foreldrar barna gegni lykilhlutverki í uppeldi þeirra og miða beri all t barnaverndarstarf að því að styrkja það hlutverk, sbr. 1. mgr. 2. gr. barnaverndarlaga. Með ónýtri álitsgerð G hafi starfsmönnum stefnanda verið ógjörningur að kortleggja stuðningsúrræði stefndu. Stefnda hafi engu að síður verið reiðubúin að una þeim töf um með áframhaldandi vistun barna sinna utan heimilis gegn því skilyrði að henni yrði veittur stuðningur og tækifæri til að sanna sig í breyttum aðstæðum. Stefnda telur að ætli stefnandi að byggja á álitsgerð H sé ljóst að stefnda falli í flokk seinfærra foreldra. Mannréttindadómstóllinn hafi í því samhengi lagt aukna áherslu á stuðning fyrir foreldra í sambærilegum aðstæðum og stefnda. Þau sjónarmið sem dómstóllinn hafi lagt til grundvallar séu möguleikar aðila til að sinna foreldrahlutverki með stuðningi. Um þetta snúist málið að mati stefndu, enda eigi þessi sjónarmið einkum við þegar um fötluð börn sé að ræða og enn fremur þegar um seinfært foreldri sé að ræða. Stefnandi bendir á að með ákvæðum 24. - 28. gr. ba rnaverndarlaga um vistun barna utan heimils sé foreldrum í raun gefið tækifæri til að ná tökum á erfiðum og breyttum aðstæðum áður en til varanlegrar forsjársviptingar komi. Löggjafinn hafi veitt stefnanda úrræði til að bregðast við þeim aðstæðum sem hafi verið uppi í málinu án þess að sundra tengslum stefndu við börn sín með ótímabærri forsjársviptingu fyrir dómi. Í samræmi við 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga hafi stefnanda borið að gefa stefndu tíma til viðbótar í þessum erfiðu aðstæðum, stilla upp skilv irkri áætlun samhliða áframhaldandi fósturvistun og leggja svo mat á það hvort viðunandi árangur hafi náðst. Forsjársvipting í kjölfar vistunar án markmiða og áætlana sem taki mið af högum stefndu sé óforsvaranleg. Stuðningsþörf stefndu hafi enn verið á hu ldu þegar ráðist hafi verið í málshöfðun þessa og því 13 barnaverndarlaga. Með vísan til framangreinds er því hafnað að fyrir hendi séu skilyrði til að fallast á forsjársviptingu í málinu. Stefnda leggur áherslu á það að sönnunarbyrðin í málinu hvílir á stefnda. Sönnunarbyrðin sé ekki takmörkuð við hin sértæku skilyrði a - , b - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga, heldur verði stefnandi jafnframt að sýna fra m á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til forsjársviptingar þar sem vægari úrræði hafi verið fullreynd án árangurs. Sú sönnun hefur ekki tekist. Um lagarök er vísað til barnaverndarlaga nr. 80/2002, einkum 24. - 29. gr., til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólk, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og 71. gr. stjórnarskrárinnar. Málskostnaðarkrafan styðst við 60. gr. barnaverndarlaga, ásamt XX. og XXI. kafla laga nr . 91/1991, og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Málsástæður og lagarök stefnda, B Stefndi fellst á kröfur stefnanda um sviptingu forsjár barnanna C , D og E . Börnin séu nú í fóstri hjá , O og T , þar sem megi sjá áberandi framfarir hjá þeim. D hafi sjálf sagt að hún vilji búa hjá fósturforeldrum sínum áfram. Þá merki talsmaður þeirra C og E , sem ekki geti tjáð sig með orðum, að þeim líði vel, og að aðbúnaður þeirra sé góður hjá fósturforeldrum þeirra. Stefndi vísar til þess að það sé mat barnaverndar nefndar að slíkar framfarir hafi ekki verið á hæfni foreldra barnanna á því 12 mánaða vistunartímabili sem liðið sé, að ástæða sé til að auka umgengni barnanna við móður eða að hefja aðlögun þeirra aftur á heimili hennar. Það samrýmist ekki hagsmunum barna nna að framlengja tímabundna vistun þeirra, enda séu stefndu ófær um að tryggja börnunum viðunandi uppeldisaðstæður. Stefndi fellst því á það með stefnanda að forsjárhæfni beggja foreldra sé verulega skert, og að það samrýmist hagsmunum barnanna að þau ve rði svipt forsjá barna sinna á grundvelli a - , b - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sé litið til framfara barnanna, aðstæðna fósturforeldra auk afstöðu barnanna sjálfra, verði að telja það samrýmast hagsmunum þeirra best, líkt og fram komi í 2. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 og 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að fallast á gerðar kröfur. Hagsmunum barnanna um að hljóta viðunandi uppeldis - og umönnunarskilyrði skuli því vega þyngra en forsjárréttur stefndu við börn sín. Vegna kröfu um málskostnað vísar stefndi til 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Sé gerð krafa eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en skv. 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sé um lögbundna gjafsókn að ræða. IV Forsendur og niðurstaða Í dó mkröfum málsins kemur fram að stefndi, B , samþykkti kröfur stefnanda um að hann yrði sviptur forsjá barnanna C , D og E . Varða forsendur málsins því einkum það hvort uppfyllt séu lagaskilyrði þess að stefnda, A , verði svipt forsjá þeirra og barnsins F . Stef nandi byggir á því að uppfyllt séu skilyrði forsjársviptingar samkvæmt a - , b - og d - liðum 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 Samkvæmt nefndum ákvæðum laga nr. 80/1992 er barnaverndarnefnd heimilt að krefjast þess að foreldrar, annar þeirra eða bá ðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri barns og þroska, að barni 14 sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla, og a ð fullvíst sé að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs, sbr. 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002. Svo sem r akið er í málavöxtum kom málefni stefndu, A , til kasta barnaverndar þegar F var aðeins fimm vikna gömul. Voru áhyggjur frá um að móðir hefði ekki mikinn áhuga á barninu, og færi illa eftir fyrirmælum. Málefni stefndu voru á borði barnaverndar n æstu árin án þess að nefndin hafi talið ástæðu til sérstakra aðgerða. Þegar D fæddist í höfðu stefndu hafið sambúð í Kópavogi. Um mánuði síðar barst tilkynning frá heilsugæslu um meinta líkamlega og tilfinningalega vanrækslu foreldra á F , C og D . Í kjölfar þess hófust afskipti barnaverndarnefndar Kópavogs af fjölskyldunni. Var fengin til þess að fara inn á heimilið og veita aðstoð, en það gekk erfiðlega þar sem móðir barnanna hafði efasemdir um þann stuðning sem boðið var upp á. Gangur mál s fjölskyldunnar hjá barnaverndaryfirvöldum í Kópavogi eftir þetta er rakinn í stórum dráttum í málavaxtakafla. Fyrir liggur að auk aðstoðar frá sérsniðinni að seinfærum foreldrum, fékk fjölskyldan heimilisaðstoð frá þar sem starfa þroskaþjálfar með reynslu af seinfærum foreldrum. Fjölskyldan fékk aðstoð frá þjónustudeild fatlaðra, aðstoð þroskaþjálfa og sálfræðiviðtöl. Sett var á fót sérstakt þjónustuteymi um fjölskylduna þar sem naut aðstoðar starfsmanna skó la, þjónustudeildar fatlaðra, sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa o.fl. Einnig naut fjölskyldan aðstoðar stuðningsfjölskyldu, aðstoðar frá , og mikla aðstoð frá . Þá fékk fjölskyldan ýmsa fjárstyrki og börnunum var skipaður talsmaður. Fyrir dóminn komu nokkrir af þeim aðilum sem komið hafa að málefnum fjölskyldunnar samkvæmt framangreindu og gáfu skýrslur. Í skýrslu starfsmanns barnaverndar Kópavogs kom fram að stefnda hafi ekki verið til góðrar samvinnu og hefði slakt innsæi í þarfir barnanna. Greining á þrosk avanda hennar hafi verið staðfestur að hluta í greiningu G sálfræðings árið og svo frekar í mati H sálfræðings frá árinu , og hafi það staðfest upplifun starfsfólks Kópavogsbæjar. Hafi stefnda fengið þjónustu eins og hún væri með skerðingu áður en s einfærni hennar hafi verið staðfest. Stefnda hefði hins vegar hafnað fjölmörgum úrræðum, bæði sem henni hefðu verið boðin og úrræðum sem hún hefði sjálf óskað eftir. Aðspurt taldi vitnið að svo að mögulegt væri að stefnda gæti annast börn sín þyrfti hún st öðugan stuðning fagfólks allan sólarhringinn, en slíkt úrræði væri ekki til. Í skýrslu starfsmanns þjónustudeildar fatlaðra kom fram að þroskaþjálfi hefði alltaf nálgast stefndu á hennar forsendum. Stefndu hefði margoft verið boðin túlkun en hún ávallt ha fnað því. Miklum tíma hefði verið varið í að reyna að auka innsæi stefndu í fötlun, þroska og þarfir barnanna. Stefnda hafi hins vegar ekki skilið mikilvægi leiðbeininga, stundum virtist eitthvað hafi setið eftir en í önnur skipti ekki. Rétt umönnun fötluð u barnanna væri mjög mikilvæg, gæta þyrfti að öryggi þeirra, örvun og líkamlegum þörfum, þörfum sem ekki hafi verið gætt að í umsjá foreldra þeirra. Taldi vitnið að svo að koma mætti til móts við kröfur stefndu um að hafa börnin heima þyrfti að búa til ein hvers konar stofnun eða þjónustukjarna þar sem stefnda byggi ásamt börnunum og fagfólk gengi vaktir allan sólarhringinn. Sú aðstaða væri ekki til, og væri mjög óeðlilegt umhverfi fyrir heilbrigðu börnin hennar. Í skýrslu starfsmanns kom fram að ha fi verið með þjónustu þroskaþjálfa, tveggja í senn inni á heimilinu seinni part dags í fjórar klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar. Miklir samstarfsörðugleikar hafi átt sér stað við stefndu og stefnda hafi ekki verið móttækileg fyrir þjálfun og leiðbein ingum og virst líta á starfsfólkið sem barnapössun fyrir sig. Stefnda hafi ekki forsendur fyrir tilfinningalegri né andlegri örvun barnanna eða leik við þau. 15 Í skýrslu starfsmanns kom fram að vel hafi gengið að vinna með B í foreldraþjálfun fy rir seinfæra foreldra, en stefnda hafi neitað þjónustu í tvígang. Í skýrslu starfsmanns kom fram að stefnda sinnti börnunum vel um afmörkuð verkefni, og ætti gæðastundir með börnunum. Hins vegar væri mikið álag á starfsfólk þegar hún væri þar, enda þyrfti stefnda mikla aðstoð. Í málinu liggja fyrir tvær sálfræðilegar matsgerðir. Annars vegar matsgerð G sálfræðings og hins vegar matsgerð H sálfræðings, og eru niðurstöður þeirra að meginstefnu til sambærilegar. H kom fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína. Í skýrslu hans fyrir dómi kom fram að áhrif hjá stefndu hefðu mikil áhrif á skap hennar og skapstillingu. Með vaxandi álagi á fjölskylduna síðustu ár hefði valdið meiri einkennum og hættu á ofbeldishnei gð. Áhrif þessa á uppeldi barnanna séu þau að börnin hafi aldrei vitað á hverju þau áttu von frá stefndu, og hafi það farið eftir dagsformi hennar hverju sinni. Greind stefndu mælist slök. Verkleg greind sé metin með tveimur prófum, WASI og Raven, og sé sa mræmi þar á milli; að verkleg greind sé skv. WASI 61 en skv. Raven í lægstu 5%. Munnleg greind hafi verið metin með WASI á þann hátt að túlkur hafi lesið spurningar á ensku og íslensku og túlkað yfir á . Hafi munnleg greind hennar þannig mælst 57. Bar m atsmaður að það samræmdist gögnum málsins, klínísku mati og upplifun af stefndu, að munnleg greind stefndu væri á því bili. Miklir veikleikar séu í vitsmunaþroska stefndu sem mælist með væga þroskahömlun. Sé stefnda ekki meðvituð um veikleika sína. Samanlö gð áhrif og slakrar greindar valdi því að skerðing stefndu sé meiri en ella. Við bætist svo skortur á innsæi, bæði hvað varðar hegðun og tilfinningalíf. Þetta séu þættir sem erfitt og ólíklegt sé að hægt sé að breyta. Þá kom fram hjá matsmanni að hvoru gt foreldra væri hæft þrátt fyrir stuðning. Aðspurður hvort eitthvað væri óreynt í stuðningi eða hvort eitthvert úrræði væri til sem gæti komið til móts við skerðingu stefndu þannig að hún gæti farið með forsjá og annast börnin, svaraði matsmaður því að sv o væri ekki. Á meðan á sambúð aðila hefði staðið hafi fjölskylda B bætt miklu við það sem kerfið gat lagt til en þó ekki þannig að það hafi dugað til. Stefnda nyti ekki þeirrar aðstoðar nú. Að mati dómsins eru niðurstöður matsmannsins H í góðu samræmi við annað það sem fram er komið í málinu, og hefur stefnda í engu hnekkt niðurstöðum hins sérfróða aðila. Samkvæmt því verður skýrsla matsmannsins lögð til grundvallar við úrslausn málsins. Þrátt fyrir að stefnda virðist ýmsum kostum gædd, er það álit dómsins að forsjárhæfni hennar sé verulega skert. Verður þannig ekki séð að hún geti sinnt þörfum barna sinna með ásættanlegum hætti eða tryggt öryggi þeirra. Kemur þar bæði til innsæisleysi stefndu og takmarkaður vilji til samstarfs til fjölda ára, og er ekki að sjá að nein breyting hafi orðið þar á, eða vilji af hálfu stefndu. Að mati dómsins er samstarfsvilji og samstarfshæfni einn af grunnþáttum í mati á forsjárhæfni. Börn stefndu hafa verið í vistun frá því í nóvember . Í skýrslu talsmanns barnanna fyrir d ómi kom fram að mikil breyting sé hjá F , hún sé glöð í fóstrinu, og líði sýnilega miklu betur. D líði betur og hafi sýnt framfarir í málþroska. Bæði F og D hafi sagt að þær vilji alltaf búa þar sem þær eru núna. Þær væru óákveðnar hvað varðar umgengni en t ilbúnar að hitta móður sína meira. Miklar framfarir væru sýnilegar hjá fötluðu börnunum, og góð tengsl við . Í skýrslum annarra fagaðila fyrir dómi sem hafa umgengist börnin eftir að vistun þeirra hófst komu fram sömu upplýsingar um D , en greina mætti k víða hjá F tengdan umgengni við stefndu. Miklar framfarir væru í hreyfifærni E , helst mátti greina að C hefði ekki farið mikið fram vegna veikinda hennar, en mun betur væri nú fylgst með veikindum hennar og lyfjagjöf. Fyrir aðalmeðferð málsins hittu dómar ar málsins þær F og D . D tjáir sig ekki mikið en staðfestir að hún vilji búa hjá . F segir sér líða vel hjá fósturforeldrum og vill búa áfram hjá þeim. 16 Dómurinn er sammála því áliti matsmanns að vegna og slakrar greindar sé skerðing á forsjárhæfni stefndu mikil. Við bætist svo skortur á innsæi sem lýsir sér í því að hún hafi oft hafnað aðstoð og virðist ekki átta sig á nauðsyn þess að þiggja aðstoð, og hver tilgangur þeirrar aðstoðar sé. Þá hafi hún ekki vilja eða getu til að meðtaka leiðbeiningar um ummönnun barnanna. Málefni stefndu og fjölskyldu hennar hafa verið til meðferðar í nokkur ár án þess að séð verði að nokkrar breytingar hafi orðið til hins betra hjá stefndu, og á sama tíma hafa áhyggjur af velferð barnanna aukist ár frá ári, ekki síst fötluðu barnanna sem beinlínis gætu verið í hættu færi stefnda áfram með forsjá þeirra. Við allt þetta bætist síðan að stefnda á lítið bakland hér á landi, og upplýst er í málinu að B höfðu á þeim tíma sem sambúð stefndu stóð haft mikla aðkomu að uppel di barnanna, aðkomu sem nýtur ekki lengur við fyrir stefndu. Hugmyndir stefndu sjálfrar um frá heimalandi sínu voru í engu rökstuddar. Dómurinn telur upplýst að börn stefndu séu vel aðlöguð í núverandi fóstri. Skýr vilji þeirra F og D hefur ítrekað k omið fram í gögnum málsins um að þær vilji búa áfram þar sem þær eru nú. Eðli málsins samkvæmt liggur ekki fyrir vilji fötluðu barnanna, en ekki er annað fram komið í málinu en að mjög vel sé búið að þeim í dag þar sem þau njóti alls þess stuðnings sem þau þurfa, og að vel sé gætt að öryggi þeirra. Samkvæmt 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga skal því aðeins gera kröfu um sviptingu forsjár að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Samkvæmt öllu framansögðu hafa vægari úrræði samkvæmt 23. - 26. gr. barnaverndarlaga verið fullreynd í tilviki stefndu. Verður því ekki fallist á það með stefndu að meðferð málsins hjá stefnanda sé haldin annmörkum og að málið hafi ekki verið nægilega upplý st áður en ákvörðun var tekin þannig að farið hafi verið á svig við meðalhófsreglu eða gengið gegn meginreglum barnaverndarstarfs samkvæmt 4. gr. barnaverndarlaga. Þá verður heldur ekki annað séð en að andmælaréttar stefndu hafi verið gætt við meðferð máls ins fyrir nefndinni. Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að stefnda sé ekki nægjanlega hæf til þess að fara með forsjá barna sinna og að sinna forsjárskyldum sínum gagnvart þeim. Brýna nauðsyn ber til þess að skapa börnunum til frambúðar það öryggi og þá umönnun sem þau þurfa á að halda og þau eiga rétt á lögum samkvæmt, sbr. 1. og 2. gr. barnaverndar laga nr. 80/2002. M eð hagsmuni barnanna að leiðarljósi verður því að fallast á það með stefnanda að uppfyllt séu skilyrði a - , b - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga til að svipta stefndu forsjá allra barna hennar. Í ljósi úrslita málsins og þess að stefnandi hefur ekki uppi kröfu um málskostnað þykir rétt að málskostnaður falli niður. Með bréfi innanríkisráðuneytisins 22. febrúar 2016 var stefndu, A , veitt gjafsókn til þess að taka til varna í málinu, skv. 1. mgr. 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 3. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Allur gjafsóknar kostnaður stefndu greiðist því úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, Páls Bergþórssonar lögmanns, sem hæfilega þykir ákveðin svo sem í dómsorði greinir að meðtöldum virðisaukaskatti. Með vísan til 1. mgr. 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 3. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð e inkamála, nýtur stefndi, B , gjafsóknar fyrir héraðsdómi sem foreldri. Gjafsóknar - kostnaður stefnda um rekstur málsins fyrir héraði, sem er þóknun lögmanns hans, Huldu Rúriksdóttur lögmanns, greiðist úr ríkissjóði, en þóknunin þykir að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir að virðisaukaskatti meðtöldum. Dóm þennan kveða upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari og meðdómsmennirnir Gunnar Aðalsteinsson dómstjóri og Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur. 17 D ó m s o r ð: Stefndu, A og B , eru svipt forsjá barnanna C , D og E . Stefnda, A , er svipt forsjá barnsins F . Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Páls Bergþórssonar lögmanns, 1.600.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Gjafsóknarkostnaður stefnda, sem er þóknun lögmanns hans, Huldu Rúriksdóttur, 800.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.