LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11 . júní 2019 . Mál nr. 414/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Úlfar Guðmundsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. B - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útlendingur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgv insson, Ingveldur Einarsdóttir og Od dný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. júní 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. júní 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 13. júní 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði hefur var naraðili, undir nafninu X , sótt um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt lögum nr. 80/2016 um útlendinga. Hann var skráður móttakandi fransks vegabréfs og kennivottorðs á nafni Y en lögregla telur bæði skjöl in hafa verið breytifölsuð. Við rannsókn á máli v arnaraðila kom jafnframt fram að hann hefur, undir síðarnefnda nafninu, hlotið alþjóðlega vernd á Ítalíu. Mun umsókn varnaraðila um alþjóðlega vernd á Íslandi nú vera til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála. 5 Samkvæmt gögnum málsins hefur varnaraðili ei nnig játað að hafa stundað atvinnu hér á landi í nafni Z og notað bankareikning sem skráður er á hans nafn og kennitölu hjá 2 Arion banka hf. Þá eru skilríki sem fundust við húsleit hjá varnaraðila til rannsóknar hjá skilríkjasérfræðingi auk þess sem beðið e r gagna frá Arion banka hf. 6 Samkvæmt framangreindu er varnaraðili undir rökstuddum grun um brot gegn 155. gr. og 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, h - lið 2. mgr. 116. gr. laga nr. 80/2016 og ákvæðum laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, sbr. 1. mgr. 27. gr. þeirra laga. Hann hefur dvalarleyfi til ársins 2022 á Ítalíu en hefur ekki önnur tengsl við Ísland en þau að hafa óskað alþjóðlegrar verndar hér á landi. Má því ætla að hann muni reyna að komast úr landi í því skyni að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsin gar. Er því fullnægt skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Þá verður í ljósi atvika málsins ekki talið að 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 standi því í vegi að hinn kærði úrskurður verði staðfestur . 7 Með vísan til framangreinds verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, fimmtudaginn 6. júní 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að útlendingi, sem kveðst heita X , kt. , ríkisborgara , verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 13. júní nk. kl. 16.00. Í greinargerð með kröfunni kemur f ram að þann 28. maí sl., hafi Tollgæsla flugstöðvardeild afhent lögreglu póstsendingu sem stíluð sé á X , til heimilis að , sem berst frá Grikklandi. Í póstsendingunni var franskt vegabréf, nr. , ánafnað Y , fæddur . Hafi kennivottorðið reynst vera breytifalsað. Þá hafi einnig verið í póstsendingunni franskt kennivottorð, nr. , ánafnað sama aðila og reyndist það einnig vera breytifalsað. Í framhaldi af því að póstsendingin var stöðvuð af tollvörðum var sendur tölvupóstur á tollgæsluna frá A , veiti ngamanni á veitingastaðnum , þar sem sagt sé frá því að starfsmaður hans, X , kt. , eigi von á sendingu hjá þeim, en hann taki fram að hann sé ekki viss um að það sé hans rétta nafn, og að kennitala hans sé skráð á aðila að nafni Z , en sú kennitala, á nöfnuð Z , sé skráð í Arion banka þann 14.3.2019. Engar ferðir séu sjáanlegar á Z í g - kerfi lögreglu. Þá hafi lögregla þær upplýsingar að kennitalan sé að þiggja laun hjá fyrirtækinu , eða veitingastaðnum . Hafi mynd af Z úr vegabréfi sem nota ð var til þess að fá kennitöluna hjá Arion banka þann 14.3.2019 verið send til A , fyrrverandi vinnuveitanda Z og staðfesti hann að ekki væri um sama aðila að ræða. Var honum þá send mynd af X og staðfesti A að sá aðili væri hann sem væri að vinna hjá h onum. Í kjölfarið var X handtekinn vegna gruns um skjalafals og ólögmæta dvöl í landinu og heimilaði hann húsleit. Við húsleit hjá X fundust ýmis skilríki og greiðslukort, m.a. ítalskt hælisleitandakort, ánafnað Y , fæddur , ríkisborgara , og tvenn ís lensk hælisleitandakort. Vinnur skilríkjasérfræðingur lögreglu nú að því að rannsaka lögmæti þeirra skilríkja sem hafi fundist við húsleitina. Þá bíði lögregla einnig eftir að fá afhend gögn frá Arion banka hf. sem notuð voru til að fá úthlutaða kennitölun a , en lögreglustjórinn á Suðurnesjum leggi jafnframt fram samhliða kröfu þessari kröfu um afnám bankaleyndar. 3 Þá segir í greinargerðinni að við yfirheyrslu hjá lögreglu hafi aðilinn játað að hafa unnið undir kennitölu Z , , og notað hans bankareikni ng hjá Arion banka hf. Kveðst aðilinn nú vera sá aðili sem hið ítalska hælisleitendakort sé ánafnað. Við uppflettingu í kerfum lögreglu komi bæði smellur hjá SIS og Interpool við skoðun á fingraförum aðilans, ánöfnuð X . Bíði lögregla nú eftir ljósmynd af a ðilanum frá Ítalíu til að bera saman hvort um sama aðila sé að ræða og sé hér fyrir dómi í dag vegna kröfu þessarar. Þá liggi fyrir að hinn handtekni aðili hafi komið hingað til lands í 2018 og framvísaði hinu áðurnefnda ítalska hælisleitendakorti og hafi í kjölfarið verið frávísað til Ítalíu. Þá kom aðilinn aftur hingað til landsins í 2018 og sótti um hæli. Verið sé að rannsaka hve lengi aðilinn hafi unnið hér á landi frá því að hann sótti um hæli undir öðru nafni og kennitölu. Hefur aðilinn kært neitun Útlendingastofnunar um hæli hér á landi til Kærunefndar útlendingamála og bíði niðurstöðu þaðan. Lögregla hafi ekki getað staðfest að hinn handtekni sé sá sem hann segist vera, X , fæddur , eða Y , fæddur , ríkisborgara , þar sem hann hafi ekki getað framvísað neinum lögmætum skilríkjum þess efnis eða getað sýnt fram á löglega dvöl í landinu. Verið sé að bíða eftir upplýsingu frá Ítalíu um hver staða hælisumsóknar hans sé þar í landi. Af framangreindu virtu og með hliðsj ón af gögnum málsins telji lögregla rökstuddan grun til að ætla að hinn handtekni hafi dvalið ólöglega hér á landi. Sé því rökstuddur grunur um að aðilinn hafi brotið gegn 1. mgr. 49. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 og h. lið 2. mgr. 116. gr. sömu laga auk ákvæða almennra hegningarlaga. Vísast nánar til meðfylgjandi gagna málsins. Til rannsóknar sé hjá lögreglu ætlað brot kærða gegn 155. og 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og brot á lögum um ú tlendinga nr. 80/2016, auk þess sem ekki hafi tekist að bera kennsl á aðilann enn sem komið er. Með vísan til framangreinds og með vísan til b. og c. liða 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, telji lögreglan að ætla megi að aðilinn muni r eyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Telur lögreglan því að ætla megi að aðilinn muni halda áfram brotum meðan máli hans sé ekki lokið. Vísa st jafnframt til 98. og a. liðar 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Að öllu ofangreindu virtu sé það mat lögreglu að skilyrði b. og c. liða 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og a. liðar 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga n r. 80/2016, séu uppfyllt og því sé nauðsynlegt að útlendingi sem kveðst heita X , kt. , ríkisborgara , verði með úrskurði dómsins gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. júní 2019, kl. 16:00. Kærði mótmælti kröfunni og kvað öll gögn um sig mega finna hjá Útlendingastofnun og því ekki skilyrði til að hann sæti gæsluvarðhaldi. Vægari úrræðum megi beita. Eins og rakið er í greinargerð lögreglu, kveðst kærði ýmist vera X , fæddur í , Y , fæddur og nú fyrir dóminum vera fæddur . Han n hafi fengið send frönsk fölsuð skilríki þar sem hann er sagður vera fæddur og þá hafi fundist ítalkst hælisleitendakort við húsleit heima hjá honum þar sem hann er sagður vera fæddur . Í ljósi þessa telur dómurinn 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga vera uppfyllt. Kærði hefur starfað á Íslandi undir fölsku nafni, Z og á rangri kennitölu. Þá er ekki vitað hvaða tengsl kærði hefur við landið en honum var frávísað frá Íslandi til Ítalíu á árinu 2018. Í ljósi þessa telur dómurinn að skilyrð i b - og c - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 uppfyllt. Með vísan til ferils kærða að undanförnu eins og því er lýst í greinargerð, telur dómurinn miklar líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Þá er einn ig talið að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn. Í ljósi þessa þykja skilyrði b - og c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 vera uppfyllt og er krafa lögreglustjóra því tekin til g reina eins og segir í úrskurðarorði. 4 Úrskurð þennan kveður upp Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari. Úrskurðarorð: Kærði, X , skal sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 13. júní nk. kl. 16.00.