LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 2. desember 2019. Mál nr. 803/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Einangrun . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun meðan á því stendur . Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. nóvember 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samdægurs . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. nóvember 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. desember 2019 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur . Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þess að tilhögun gæsluvarðhaldsvistar samkvæmt hinum kærð a úrskurði verði breytt þannig að takmörkunum samkvæmt b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 verði aflétt. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. nóvember 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. desember 2019, kl. 16:00, og á þeim tíma verði kærða gert að sæta ein angrun. Kærði mótmælir ekki kröfunni um gæsluvarðhald en mótmælir kröfu um einangrun. Í greinargerð lögreglu segir að borist hafi tilkynning frá tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 21. nóvember 2019 [sic], um aðila sem hafi verið að koma frá , m hefði fíkniefni falin innvortis. Kærði hafi verið handtekinn af lögreglu. Kærði hafi skilað af sér 21 pakkningu af ætluðum fíkniefnum. Rannsókn þessa máls sé í fullum gangi. Rannsaka þurfi aðdraganda ferðar kærða hingað til lands. Þá þurfi ennfremur að rannsaka tengsl hans við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og/eða erlendis auk annarra atriða. Magn hinna meintu fíkniefna þyki eindregið benda til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á l andi og að háttsemi kærða kunni að varða við ákvæði 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk ákvæða laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Lögregla telur að ætla megi að kærði kunni að torvelda rannsókn málsins og hafa áhrif á samseka gangi hann laus. Þess er krafist að kærða verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldi skv. b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til alls framangreinds, rannsóknarhagsmuna, a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, og laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, telur lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. desember 2019, kl. 16.00 og að kærði sæti einangrun á þeim tí ma. Kærði kom til landsins 22. nóvember sl. og var handtekinn vegna gruns um að hafa fíkniefni innvortis. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjanes 23. nóvember sl. var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag, á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Kærði hefur skilað af sér 21 pakkningu af fíkniefnum. Rannsókn málsins er í fullum gangi og er m.a. verið að rannsaka nánar tengsl kærða og meðkærða. Haldi kærði óskertu frelsi sínu gæti hann tor veldað rannsókn málsins með því að koma sönnunargögnum undan eða hafa áhrif á samseka. Með vísan til a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, er því fallist á kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald. Einnig er fallist á að nauðsynleg sé að kærði sæti jafnframt einangrun, þannig að hann geti t.d. ekki sett sig í samband við meðkærða. Að þessu virtu og með vísan til b - liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 er fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti einangrun meðan á gæslu stendur. Úrskurð þennan kveður Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. desember 2019, kl. 16:00. Kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.