LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 20. nóvember 2020. Mál nr. 825/2019 : A ( Agnar Þór Guðmundsson lögmaður , Haukur Freyr Axelsson lögmaður, 3. prófmál) gegn Verði tryggingum hf. ( Eva B. Helgadóttir lögmaður) Lykilorð Líkamstjón. Skaðabætur. Vátryggingarsamningur. Slysatrygging. Varanlegur miski. Matsgerð. Útdráttur A höfðaði mál gegn VT hf. til heimtu bóta úr slysatryggingu launþega vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir þegar hann féll af reiðhjóli á leið heim úr vinnu. Deildu aðilar málsins um hvort leggja bæri til grundvallar við uppgjör bóta til A úr slysatryggingu launþega að varanleg læknisfræðileg örorka hans væri 45% eða hvort lægra hlutfall gilti með beitingu svonefndrar hlutfallsreglu. Í dómi Landsréttar var vísað til skilmála slysatryggingar launþega sem giltu á tjónsdegi og að þar væri ekki að finna heimild til að skerða bætur fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu og slíka heimild væri heldur ekki að finna í miskatöflu örorkunefndar sem í gildi he fði verið á slysdegi. Þá hefðu lög nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga ekki að geyma heimild fyrir skerðingu bóta fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með hlutfallsreglu. Taldi rétturinn því að VT hf. skorti að lögum heimild til að skerða bætur til A með framangreindum hætti og voru kröfur A því teknar til greina . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Jón Höskuldsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 6. d esember 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2019 í málinu nr. E - 537/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 13.824.502 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og ver ðtryggingu frá 5. ágúst 2018 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda 2 að fjárhæð 10.837.347 krónur 10. september 2018. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti verði fallist á kröfur hans fyrir dómi, en ella að málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvik 4 Áfrýjandi varð fyrir slysi 4. júlí 2015 þegar hann féll af reiðhjóli á leið heim til sín úr vinnu fyrir . Áfrýjandi var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu launþega félagsins hjá stefnda. Aðdragandi slyssins og afleiðingar þess eru óumdeildar með aðilum málsins. Hinn 16. maí 2017 óskuðu aðilar sameiginlega eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræ ðilegri örorku áfrýjanda frá B lækni. Í matsgerð hans 26. júní 2018 segir að varanleg læknisfræðileg örorka (miski) áfrýjanda sé metin leiðréttri matsgerð 9. júlí 2018 en leiðréttingarnar lutu ekki að framangreindum atriðum. 5 Hinn 5. júlí 2018 krafði áfrýjandi stefnda um greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega vegna 45% varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli framangreindrar ma tsgerðar. Tók áfrýjandi sérstaklega fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi stefnda 17. júlí 2018 er því á hinn bóginn hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða sem beitt er við mat á varanlegri læknisfræðilegri örorku (eða miska) og bera 6 Stefndi lagði í fyrrnefndu bréfi 17. júlí 2018 fram tilboð um bætur til áfrýjanda sem miðuðu við að læk nisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu sem stefndi reiknaði 38% en ekki 37%. Sama dag greiddi stefndi áfrýjanda bætur fyrir 38% læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10.837.347 krónur. Samþykkti áfrýjandi uppgjörið með fyrirva ra um mat á læknisfræðilegri örorku og lækkun mats á varanlegri örorku með beitingu hlutfallsreglu. 7 Ágreiningur aðila er um hvort áfrýjandi eigi rétt á bótum vegna 45% varanlegrar læknisfræðilegrar örorku úr slysatryggingu launþega eða hvort stefnda sé hei milt að skerða þær með því að beita hlutfallsreglu og miða uppgjör bóta við 38% örorku. Málsástæður aðila Helstu málsástæður áfrýjanda 8 Áfrýjandi byggir á því að hann eigi rétt á bótum vegna 45% varanlegrar læknisfræðilegrar örorku sem metin hafi verið. St uðst hafi verið við þágildandi miskatöflu örorkunefndar eins og áskilið sé í skilmálum tryggingarinnar. Hvorki sé 3 minnst á hlutfallsreglu í skilmálum tryggingarinnar né í miskatöflu örorkunefndar sem hafi verið í gildi þegar matið fór fram. Því sé stefnda óheimilt að greiða áfrýjanda aðeins hluta af metinni læknisfræðilegri örorku með vísan til reglunnar. Beri við uppgjör bóta að leggja til grundvallar mat B læknis á læknisfræðilegri örorku áfrýjanda samkvæmt þágildandi miskatöflu örorkunefndar. Helstu máls ástæður stefnda 9 Stefndi vísar til þess að engu óbættu tjóni sé til að dreifa og eigi áfrýjandi ekki frekari rétt til greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega. Þá bendir stefndi á að miskatöflur örorkunefndar tilgreini miskastig hvers áverka fyrir sig sem s jálfstæðan miska hjá heilum og ósködduðum einstaklingi og því geti samlagning á margs konar miska, þegar um fjöláverka sé að ræða, ekki talist samræmast viðurkenndum matsfræðum sem felist í skilmálum vátryggingar. Þá staðfesti töflur örorkunefndar frá júní 2019 tilvist hlutfallsreglu í miskatöflum og hafi það ekki verið breyting eða nýmæli heldur staðfesting á tilvist reglunnar við mat á miska. Niðurstaða 10 Samkvæmt framagreindu er deilt um hvort leggja beri til grundvallar við uppgjör bóta til áfrýjanda úr slysatryggingu launþega að varanleg læknisfræðileg örorka hans sé 45% eða hvort lægra hlutfall gildi með beitingu svonefndrar hlutfallsreglu. 11 Samkvæmt grein 10.2 í skilmálum slysatryggingar launþega sem giltu á slysdegi skal meta örorku í hundraðshlutum s amkvæmt töflum örorkunefndar um miskastig sem í gildi eru þegar matið fer fram. Meta ber skerðingu á líkamlegri færni hins slasaða, það er læknisfræðilega örorku, án tillits til starfs, sérstakra hæfileika eða þjóðfélagsstöðu. Getur örorka aldrei talist me iri en sem nemur 100%. Þá kemur fram í grein 10.3 í sömu skilmálum að örorkubætur greiðist í hlutfalli við vátryggingarfjárhæð samkvæmt fyrirmælum í kjarasamningi og við útreikning örorkubóta skuli taka tillit til örorku sem var til staðar fyrir slysið. Fr ekari ákvæði eru í sömu grein skilmálanna um ákvörðun örorkubóta og framkvæmd örorkumats, en þar er ekki að finna heimild til að skerða bætur fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Slíka heimild er heldur ekki að finna í miskat öflu örorkunefndar sem í gildi var á slysdegi og samin var af nefndinni samkvæmt fyrirmælum í 3. mgr. 10. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og samþykkt 21. febrúar 2006. Eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar 14. mars 2013 í máli nr. 608/2012 hefur miskatafla ö rorkunefndar í stórum dráttum svarað til danskrar töflu um mat á varanlegum miska, sem hefur þó í ýmsum efnum verið ítarlegri. Þá segir einnig í sama dómi að í framkvæmd hafi verið litið til mats á varanlegum miska samkvæmt danskri miskatöflu þegar þeirri íslensku sleppir og eigi sú framkvæmd stoð í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að skaðabótalögum nr. 50/1993. Í dóminum var því á hinn bóginn hafnað að styðjast við bandaríska töflu sem matsmenn höfðu vísað til. Af dönsku miskatöflunni verður e kki ráðið að heimilt sé að beita þeirri hlutfallsreglu sem stefndi byggir á við mat á varanlegum miska. Slíkur miski er enda ekki hlutfallslegur og gerir danska taflan ráð 4 fyrir því að hann geti farið allt upp í 120 stig. Þá byggja fyrrnefndir skilmálar sl ysatryggingar launþega á lögum nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og er tekið fram í skilmálum tryggingarinnar að lögin gildi að öðru leyti en kveðið sé á um í skilmálunum. Hafa lögin ekki að geyma heimild fyrir skerðingu bóta fyrir varanlega læknisfræðil ega örorku með hlutfallsreglu. 12 Stefndi hefur til stuðnings kröfum sínum í málinu bent á að einföld samlagning á fjöláverka sé að ræða og þá staðfesti miskatöflur örorkunefndar frá 5. júní 2019 tilvist hlutfallsreglu í miskatöflum og hafi ekki verið um að ræða nýmæli eða breytingu frá því sem áður gilti. Á þetta er ekki fallist með stefnda og lítur rétturinn svo á að í fyrirmælum VIII. kafla um hlutfallsreglu í fyrrnefndri miskatöflu 5. jún í 2019 felist nýmæli sem hvorki sækir nauðsynlega stoð í skaðabótalög nr. 50/1993 né hafði tekið gildi er matið var framkvæmt sumarið 2018 og verður ekki beitt í máli því sem hér er til úrlausnar. 13 Að því virtu sem rakið er að framan verður niðurstaðan s ú að stefnda skorti að lögum heimild til að skerða bætur til áfrýjanda fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu þeirrar hlutfallsreglu sem hann heldur fram í málinu. Töluleg fjárhæð kröfu áfrýjanda er óumdeild. Samkvæmt því verður stefnda gert a ð greiða áfrýjanda umkrafða fjárhæð auk vaxta en að teknu tilliti til innborgunar stefnda inn á kröfuna eins og nánar er rakið í dómsorði. 14 Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði. Dóms orð: Stefndi, Vörður tryggingar hf., greiði áfrýjanda, A , 13.824.502 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. ágúst 2018 til greiðsludags að frádreginni innborgun að fjárhæð 10.837.347 krónur 10. se ptember 2018. Stefndi greiði áfrýjanda 2.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12 nóvember 2019 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 7. febrúar 2019. Stefnandi er A, [...], Reykjanesbæ, en stefndi er Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 13.824.502 krónur með d ráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 5. ágúst 2018 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda að fjárhæð 10.837.347 krónur þann 10. september 2018. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar. 5 I. Mál þetta lýtur að fjárkröfu stefnanda úr slysatryggingu launþega vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir hinn 4. júlí 2015, þegar hann féll af reiðhjóli á leið heim úr vinnu. Með bréfi, dags. 31. mars 2017, leituðu málsaðilar sameiginlega eftir mati hjá B bæklunarskurðlækni á tímabundnu atvinnutjóni og varanlegum miska stefnanda vegna slyssins. Í niðurstöðum matsins, dags. 26. júní 2018, með síðari leiðréttingum, dags. 9. júlí 2018 , segir svo: Vegna heilaáverka 20% Til viðmiðunar eru miskatöflur Örorkunefndar kafli I, E. - Hefur áhrif á daglega færni allt að 25%. Hér metið 20%. Breyting á bragð - og lyktarskyni metin 5% en ekki eru um að ræða algjört bragðskynstap eða lyktarskyntap. til viðmiðunar er kafli I, E - Missir á lyktarskyni allt að 5%, missir á bragðsskyni allt að 5% missir á bragðsskyni allt að 5%, hér samtals metið 5%. Raddbeiting og lömun metin 5%. Til viðmiðunar er kafli I, E. Lömun á öðru raddbandi með verulegum tale rfiðleikum allt að 10% Hálseinkenni með taugarótareinkennum á 7. hálstaugarótar vinstra megin eru hér metin 15% sambærilegt við VI. kafla, A., a. Hálstognun, mikil eymsli, hreyfiskerðing, staðfest brjósklos með taugarótarverk og verulegum brottfallseink ennum 15 - 20%. Samtals varanleg læknisfræðileg örorka metin 45%. Sé tekið tillit til hlutfallsreglu er heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37%. Hinn 5. júlí 2018 krafðist stefnandi greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega. Var farið fram á greið matsgerðar. Var tekið fram í bréfinu að ekki væru forsendur til að taka tillit til svonefndrar sem ekki væri mælt fyrir um beitingu hlutfallsreglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svari stefnda, 17. júlí 2018, var kröfu stefnanda hafnað og lagt fram bótatilboð sem miðaði við þess útreiknings væri 38% en ekki 37% eins og gert hefði verið ráð fyrir í örorkumatinu. Þann 5. september 2018 tók stefnandi á móti bótum vegna 38% varanlegs miska sem samþykkt var með fyrirvara um beitingu umræddrar hluta fallsreglu. II. 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að stefnda sé óheimilt að beita hlutfallsreglu við útreikning á bótum vegna læknisfræðilegrar örorku hans. Telur stefnandi að skilmálar slysatryggingar launþega sem í gildi voru á slysdegi heimili ekki beitingu reglunnar til lækkunar á varanlegri læknisfræðilegri örorku sem metin hafi verið samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Samkvæmt skilmálum slysatryggingarinnar skuli meta læknisfræðilega örorku samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Það útiloki að öðrum sjónarmiðum sé beitt við mat á varanlegri læknisfræðilegri örorku úr tryggingunni en fram komi í miskatöflu örorkunefndar. Sam kvæmt matsgerð B bæklunarskurðlæknis sé læknisfræðileg örorka stefnanda metin 45%, er sé samtala mats á hverjum og einum líkamshluta sem metinn hafi verið til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku hjá stefnanda. Telur stefnandi að stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að rétt sé að beita hlutafallsreglu til lækkunar á varanlegri læknisfræðilegri örorku í tilfelli stefnanda. Er því jafnframt hafnað að hlutfallsreglan teljist til meginreglna í matsfræðum þar sem hvorki sé á hana minnst í þágildandi miskatöflu ö rorkunefndar frá 21. febrúar 2006, né í skilmálum slysatryggingar launþega hjá stefnda. Að auki byggir stefnandi á því að stefndi geti ekki borið fyrir sig hlutfallsreglu þar sem enga heimild 6 fyrir því sé að finna í kjarasamningi sem í gildi var á slys degi. Þá sé engin heimild fyrir beitingu hlutfallsreglu í lögum nr. 30/2004 um vátryggingasamninga. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar kröfu stefnanda um frekari bætur úr slysatryggingu launþega. Ekki sé deilt um grundvöll ábyrgðar, er sé slysatrygging launþega hjá samkvæmt kjarasamningi. Tekur stefndi fram að í miski, sbr. 4. gr. skaðabótalaga. Í lagagreininni sé fjallað um miskatöflur o g í þeim sé lagt til grundvallar að tiltekinn varanlegur miski leiði að jafnaði til sama miskastigs hjá hverjum þeim sem fyrir honum verður. Af þessu hafi verið dregin sú ályktun að varanlegur miski sé í raun og veru sambærilegur læknisfræðilegri örorku og beitt þannig þrátt fyrir að hugtakið sem slíkt komi hvergi fram í skaðabótalögum. Stefndi vísar til þess að mat á varanlegum miska sé læknisfræðilegt mat og útgangspunktur sé að varanlegur miski fari aldrei yfir 100 stig eða 100 prósent eins og skýrt sé kveðið á um í skilmálum tryggingarinnar, sbr. grein 102. Í miskatöflum sé fjallað um hvern einstakan áverka sem sjálfstæðan miska af heilum og ósködduðum einstaklingi. Því geti einföld samlagning á margs konar miska, þegar um fjöláverka er að ræða, ekki ta list samræmast viðurkenndum matsfræðum og meginreglum skaðabótaréttar. Það leiði beinlínis af eðli máls. Vísar stefndi til meginreglu skaðabótaréttar um að tjónþoli eigi ekki að vera betur settur en hann var fyrir tjónsatvik og að miski geti aldrei farið y fir 100. Er því mótmælt að þegar um ótengda líkamshluta sé að ræða séu ekki forsendur til þess að beita hlutfallsreglu. Stefndi mótmælir því að hugtakið hlutfallsregla þurfi að koma fram í skilmálum tryggingarinnar, eða að skilmálar girði fyrir beitingu h lutfallsreglunnar, enda sé um að ræða meginreglu í matsfræðum. Sömu sjónarmið gildi um kjarasamning stefnda og lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Stefndi tekur fram að uppgjör úr slysatryggingu fari ekki eftir ákvæðum skaðabótalaga, heldur sé metin læknisfræðileg örorka. Um það mat séu engar reglur í skaðabótalögum og hafi í framkvæmd einkum verið stuðst við venjur og fordæmi, miskatöflur og framkvæmd innanlands sem utan. Í skilmálum sé vísað til miskataflna örorkunefndar. Miskatöflurnar séu notaðar sem talnaviðmiðun. Ummerki reglunnar sjáist samt sem áður í töflunum, sbr. lið VII. A.d.1 um missi hvers fingurs og síðan lið VII. A.d.2 ef allir fingur tapast. Ef áverkar á hvern fingur yrðu lagðir beint saman samkvæmt töflunni myndi það leiða til 57% var anlegrar læknisfræðilegrar örorku, er sé hærra en sama tafla mæli fyrir um ef um missi allra fingra er að ræða. Þá hafi beiting hlutfallsreglu fengið náð fyrir augum úrskurðarnefndar velferðarmála í fjölda mála, sbr. t.d. mál nr. 347/2016 og 222/2017, en þ ar sé að finna ítarlega umfjöllun um rétta beitingu reglunnar. Þá hafi Hæstiréttur viðurkennt beitingu reglunnar í dómi 488/2017. III. Ágreiningur málsaðila lítur að því með hvaða hætti beri að ákvarða varanlegan miska stefnanda samkvæmt miskatöflu örork unefndar. Um ákvörðun miskastiga er mælt fyrir um í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar segir að líta skuli til þess hvers eðlis og hversu miklar afleiðingar tjóns eru frá læknisfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það vald i í lífi tjónþola. Samkvæmt lagagreininni skal miski metinn til stiga og getur hann hæst orðið 100 stig. Hefur örorkunefnd það lögbundna hlutverk að semja töflur um miskastig, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 50/1993. Þegar stefnandi varð fyrir tjóni var í gi ldi tafla um miskastig sem gefin var út á árinu 2006. Umrædd miskatafla er ekki tæmandi og er enn fremur fyrst og fremst leiðbeinandi um mat á miskastigi vegna tiltekinnar tegundar líkamstjóns eins og fram kemur í inngangsorðum hennar. Stefnandi telur að við mat á varanlegum miska hans beri að leggja saman miskastig á hverjum og einum líkamshluta sem metinn hafi verið til tjóns samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Er á því 7 byggt að engin heimild sé til lækkunar við útreikning á bótum hans, hvorki samkvæmt sk ilmálum slysatryggingar launþega, kjarasamningi né lögum nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Kjarni máls þessa er að þegar fjárhæð bóta fyrir varanlegan miska er ákveðin skal litið til þess hvers eðlis og hversu miklar afleiðingar tjóns eru frá lækni sfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það veldur í lífi tjónþola. Varanlegur miski skal metinn til stiga og skal miða við heilsufar tjónþola eins og það er þegar það er orðið stöðugt, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 50/1993. Skal í því sambandi sty ðjast við miskatöflu örorkunefndar sem er hér til leiðbeiningar. Síðan er fjárhæð bóta ákveðin með tilteknum hætti samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 50/1993. Af þessum lagaákvæðum leiðir að varanlegur miski er ákveðinn heildstætt fyrir hvern einstakling og það heildartjón sem hann telst hafa orðið fyrir vegna tiltekins vátryggingaratburðar. Við það mat koma miskatöflur örorkunefndar til skoðunar og eru til hliðsjónar eins og fyrr segir. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu að þegar tjón varðar fleiri líkamshluta en einn verður ekki um að ræða samlagningu á því tjóni sem hver einstakur líkamshluti telst hafa orðið fyrir samkvæmt miskatöflu, heldur er tjónið metið heildstætt með hliðsjón af öllum áverkum. Með sama hætti getur eldra líkamstjón haft áhrif á matið, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 17. maí 2018 í máli nr. 488/2017. Með vísan til þess er að framan greinir verður ekki fallist á það með stefnanda að við mat á varanlegum miska sé óheimilt að meta miskann heildstætt. Á málatilbúnaður stefnanda sé r hvorki stoð í dómaframkvæmd, í fræðum bótaréttar, né í lögum nr. 50/1993. Þá hafa skilmálar slysatryggingar launþega, kjarasamningur eða lög nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga ekki sérstaka þýðingu fyrir úrlausn málsins að þessu leyti. Með vísan ti l framangreinds er stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem þykir með hliðsjón af umfangi málsins hæfi lega ákveðinn 600.000 krónur. Haukur Freyr Axelsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda. Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður flutti málið af hálfu stefnda. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vörður tryggingar hf., er sýknaður af kröfum stefnanda, A. Stefnanda ber að greiða stefnda 600.000 krónur í málskostnað.