LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. febrúar 20 19 . Mál nr. 547/2018: Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari) gegn Aðalsteini Árdal Björnssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Þjófnaður. Nytjastuldur. Hegningarauki. Útdráttur A var sakfelldur fyrir nytjastuld og sjö þjófnaðarbrot. A krafðist þess að refsing hans yrði milduð og honum yrði gert að sæta meðferð í stað fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 31. gr. almennra hegningarlaga væru heg ningar samkvæmt lögunum fangelsi og fésektir og aðeins væri hægt að bregðast við kröfu A með því að skilorðsbinda refsinguna með sérstöku skilorði samkvæmt 4. tölulið 2. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var honum gerður hegningar auki samkvæmt 78. og 77. gr. almennra hegningarlaga en vegna sakaferils hans var ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Var refsing A ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen, Sigurður Tó mas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 25. júní 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóm s Reykjavíkur 6. desember 2017 í málinu nr. S - 315/ 2 017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing ákærða verði þyngd. Þá krefst ákæruvaldið þess að ákærði greiði allan sakarkostnað á báðum dómstigum. 3 Ákærði krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði breytt þannig að refsing hans verði milduð og honum gert að sæta meðferð í stað fangelsisvistar. Þá krefst áfrýjandi þess að allur sakarkostnaður málsins verði felldur á ríkissjóð og málsvarnarlaun dæmd að mati réttarins. Niðurstaða 2 4 Ákærði er fæddur í maí 1978. Hann á að baki langan sakaferil frá árinu 1998. Hann hefur 21 sinni verið dæmdur fyrir brot á umferðarlögum nr. 50/1987 , lögum nr. 65/1976 um ávana - og fíkniefni og almennum hegningarlögum nr. 19/1940 , þar af 12 sinnum fyrir auðgunarbrot. Hefur ákærði verið dæmdur til langrar fangelsisrefsingar og jafnan þurft að afplána eftirstöðvar reynslulausnar vegna rofa. Ákærði var síðast dæmdur í þr iggja mánaða fangelsi með dómi H éraðsdóms Suðurlands 7. júní 2017 fyrir umferða r lagabrot og þar á undan í tíu mánaða fangelsi með dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2017 fyrir brot á umferða r lögum og almennum hegningarlögum. Með þ eim dómi Hæstaréttar var dómur H éraðsdóms Reykjavíkur frá 9. mars 2016 staðfestur með vísan til forsend n a um sakfellingu ákærða fyrir brot ge gn lögum um ávana - og fíkniefni og almennum hegningarlögum, þar af níu auðgunarbrot. Brot ákærða nú eru öll fram i n fyrir uppkvaðningu þessa ra tveggja dóma og ber því að dæma honum hegningarauka, sbr. 78. og 77. gr. a lmennra hegningarlaga, sem samsvarar þei rri þyngingu refsingar sem honum kynni að hafa verið ákvörðuð ef dæmt hefði verið um öll brotin í þessum þremur málum í einu máli. Verður dæmd refsing í þessu máli því hegningarauki við báða fyrri dómana. B rot ákærða samkvæmt ákæru eru ekki stórvægileg en þau eru mörg og sakaferill ákærða fjölskrúðugur. Með hliðsjón af framangreindu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. 5 Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. almennra hegningarlaga eru hegningar samkvæmt lögunum fangelsi og fésektir. Verður ekki brugð ist við kröfu ákærða um að hann sæti meðferð í stað fangelsisvistar með öðrum hætti en þeim að skilorðsbinda refsingu með sérstöku skilorði samkvæmt 4. tölulið 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Þótt fallast megi á að brýnt sé að ákærði komist sem all ra fyrst í nauðsynlega meðferð við sjúkdómum þeim sem hrjá hann , er vegna sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna. Innan réttarvörslukerfisins kunna þó að vera í boði úrræði sem nýst gætu ákærða og vísast um það til forsendna hins áfrýjaða dó ms. 6 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærða verður með vísan til 1. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gert að greiða helming áfrýjunarkostnaðar, þar með talinn helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Lands rétti sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Aðalsteinn Árdal Björnsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en að öðru leyti skal héraðsdómur vera óraskaður. Ákærði greiði helming áfrýjunarkostnaða r málsins, sem samtals nemur 277.131 krónu, þar sem með eru talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 248.000 krónur. Helmingur kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði. 3 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 6. desember 2017 Mál þetta, sem dómtekið var 17. nóvember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 16. maí 2017, á hendur Aðalsteini Árdal Björnssyni, kt. , I. 1. Með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 8. september 2016, í félagi við A, stolið svefnpoka og Trek reiðhjóli af einkalóð að í Hafnarfirði. 2. Með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 stolið jakka að söluverðmæti 19.790 kr. í verslun Superdry að L augavegi 58 í Reykjavík. 3. Með því að hafa miðvikudaginn 25. október 2016 stolið peysu að söluverðmæti 8.990 kr. í versluninni Next í Kringlunni í Reykjavík. 4. Með því að hafa mánudaginn 12. desember 2016 stolið vesti að söluverðmæti 4.390 kr. í verslun Hagkaups í Litlatúni í Garðabæ. 5. Með því að hafa miðvikudaginn 11. janúar 2017 stolið harðfiski að óþekktu söluverðmæti í versluninni Kvosin í Aðalstræti í mi ðbæ Reykjavíkur. 6. Með því að hafa föstudaginn 13. janúar 2017 stolið tveimur kaffikönnum á veitingastað Te og Kaffi í Hamraborg í Kópavogi. 7. Með því að hafa þriðjudaginn 17. janúar 2017 stolið kjúklingabringum að söluverðmæti 5.994 í verslun Samkau ps í Stigahlíð í Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. hjá Bílamarkaðnum að Smiðjuvegi í Kópavogi, með því að gefa upp nafn B, og þannig ekið henni af vettvangi án heimildar eiganda og án þess að skila bifreiðinni aftur til bílasölunnar, en lögregla fann bifreiðina daginn eftir. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er málið einnig höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. október 2017, á hendur ákærða fyrir þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 23. nóv ember 2016 stolið vörum samtals að söluverðmæti 13.760 kr. í verslun Olís við Álfheima í Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við fyrirtöku málsins 17. nóvember sl. lýsti sækjandi því yfir að fallið væri frá ákærulið I.1 í ákæru frá 16. maí 2017. 4 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin og bundin sérstöku skilyrði um að ákærði skuli leita sér meðferðar. Þá krefst hann hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefin n kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Í málinu liggur fyrir ítarleg skýrsla C sálfræðings frá 3. nóvember sl. um mat á því hvort vímuefnameðferð sé vænlegri til árangurs en hefðbundin fangelsisvist með það fyrir augum að draga úr líkum á því að ákærði gerist aftur brotlegur við lög. Í niðurstöðum hennar kemur fram að ákærði hafi glímt við fíkniefnavanda frá unglingsárum. Hann hafi farið í margar meðferðir en aðeins náð að vera edrú í um hálft ár í senn. Hann þjáist af sem eigi þátt í fíknivandanum með þeim hætti að þegar hann haf i áhyggjur eða verði hafi hann notað vímuefni til að komast undan þeirri líðan. Um vítahring og neyslu sé að ræða. Mikilvægt sé að vinna með hvort tveggja samhliða eigi árangur að nást. Ákærða langi einlæglega til að segja skilið við neyslu og afbr ot. Hann virðist hafa raunsæjar hugmyndir um möguleika sína og vera jákvæður fyrir hverjum þeim meðferðarúrræðum sem séu talin vænleg til árangurs. Sálfræðingurinn telur að ákærði þurfi meiri stuðning og meðferð en hann hafi fengið hingað til. Hann geti ný tt sér meðferðarúrræði SÁÁ en það sé ekki nægileg meðferð við vanda hans. Hann þurfi einnig á gagnreyndri meðferð við að halda. Sú meðferð sem myndi nýtast honum best væri hugræn atferlismeðferð á Teigi sem sé á göngudeild geðsviðs LSH. Sú meðferð sé s érstaklega ætluð fólki með tvígreiningar og í samræmi við klínískar leiðbeiningar um bestu meðferð. Þá væri best að hann væri í styðjandi búsetu á áfangaheimili á meðan á meðferðinni stendur og í a.m.k. eitt ár að lokinni meðferð. Á þeim tíma þyrfti hann a ð taka virkan þátt í skipulögðu endurhæfingarúrræði sem myndi meðal annars fela í sér áframhaldandi sálfræðimeðferð við kvíða. Slík meðferðaráætlun væri mun vænlegri til árangurs en fangelsisvist. Sálfræðingurinn gerði nánari grein fyrir skýrslu sinni fyr ir dóminum og mögulegum meðferðarleiðum fyrir ákærða. Hún greindi frá því að ákærði væri mjög jákvæður fyrir því að fara í meðferð og það væri einlæg ósk hans. Ákærði væri nú í afplánun en mikilvægt væri að hann hæfi meðferð þegar hann losnaði, en vímuefna meðferð með áherslu á kvíða væri ekki í boði í fangelsinu. Hins vegar skiptu einhverjir mánuðir í fangelsi til eða frá ekki öllu máli. Staðan yrði eins þegar hann kæmi út. Ljóst væri að fangelsismeðferð styrkti hann ekki enda væri búið að fullreyna það. Á kærði er fæddur í maí 1978. Hann á að baki langan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1998. Nú síðast var hann dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands 7. júní sl. í þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Brot ákærða nú eru öll framin fyrir uppkvaðningu þess dóms. Verður ákærða dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Ljóst er að ákærði er í mikilli meðferðarþörf og þarf á fre kari úrræðum að halda en honum stendur til boða í fangelsi. Vegna sakarferils ákærða þykir þó ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Hins vegar eru í boði ákveðin úrræði innan refsivörslukerfisins sem geta nýst ákærða og getur Fangelsismálastofnun tekið mi ð af framangreindri skýrslu við meðferð mála ákærða og leitast við að styðja hann á þá braut sem sálfræðingurinn mælir með. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar hrl., 551.800 krónur, að meðtöldum virðisaukaska tti, og útlagðan kostnað, 176.080 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kjartan Ólafsson aðstoðarsaksóknari . Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Aðalsteinn Árdal Björnsson, sæti fangelsi í 5 mánuði . 5 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar hrl., 551.800 krónur, og 176.080 krónur í útlagðan kostnað.