LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 220/2019 : A ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður, 1. prófmál ) gegn íslenska ríkinu ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Handtaka. Bráðabirgðasvipting ökuréttar. Útdráttur A höfðaði mál gegn Í og krafðist skaðabóta í kjölfar aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Í kjölfar sviptingarinnar var A vikið tímabundið úr st arfi sínu sem ökumaður hópbifreiða á meðan málið væri til rannsóknar en málið var síðar fellt niður hjá lögreglu og bráðabirgðasviptingin felld úr gildi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að A hefði starfað við akstur fólksflutningabifreiða í umrætt si nn og fíkniefnapróf sem tekið hefði verið af honum á vettvangi hefði gefið jákvæða niðurstöðu. Því hefði lögreglustjóri haft réttmæta ástæðu til að ætla að skilyrði ökuréttarsviptingar væru fyrir hendi, sbr. 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá var ekki tal ið að aðgerðir lögreglu hefðu falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu A, sem virða bæri honum til miskabóta á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Var Í því sýknað af kröfu A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 22. mars 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 2019 í málinu nr. E - 2175/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 2.054.031 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. október 2017 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Niðurstaða 4 Samkvæmt 103. gr. umferðalaga nr. 50/1987 skal svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða svo fljótt sem unnt er ef lögreglustjóri telur skilyrði til sviptingar vera fyrir hendi . Ákærði starfaði við akstur fólksflutningabifreiða. Fíkniefnaprófið sem tekið var af áfrýjanda á vettvangi gaf jákvæða niðurstöðu og hafði lögreglustjóri því réttmæta ástæðu til að ætla að sk ilyrði ökuréttarsviptingar væru fyrir hendi. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 5 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 2019 Mál þetta, sem höfðað var 28. júní 2018, var dómtekið 29. janúar síðastliðinn. Stefnandi er A , , Hafnarfirði, en stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjav ík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða 2.054.031 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.054.031 kr. frá 26. október 2017 greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ste fnda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en honum var veitt gjafsókn 8. maí 2018. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara lækkunar. Þá er einnig krafist málskostnaðar en til vara að hann verði látinn niður falla I. Mál þetta hefur stefnandi höfðað vegna aðgerða lögreglunnar á Suðurlandi í máli nr. 318 - 2017 - , þ.e. handtöku og bráðabirgðasviptingu ökuréttinda. Atvik málsins eru nánar þau að lögreglu barst tilkynning 19. júlí 2017 um að rúta með 42 farþegum um borð hefði farið á hl iðina á Þingvallavegi, austan við Þjónustumiðstöð á Þingvöllum. Af hálfu stefnanda hefur þessu verið lýst svo að hann hafi í umrætt sinn verið við vinnu sína hjá ehf. ( ) sem ökumaður hópferðarbifreiðarinnar. Þegar rútunni var ekið í vesturátt í gegn um þjóðgarðinn á Þingvöllum í átt að þjónustumiðstöðinni um kl. 16:20 hafi hún mætt annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Stefnandi hafi hægt ferðina og ekið eins langt út á vegöxlina og hægt var til að geta mætt bifreiðinni, en við það hafi rútan olt ið út af veginum. Strax hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu. Í lögregluskýrslu kemur fram að stefnandi hafi greint frá því á vettvangi að hann hafi árið áður verið tekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana og fíkniefn a. Í skýrslunni kemur einnig fram, að hann hafi á vettvangi sagst hafa neytt kannabisefna síðast tveimur mánuðum áður. Þá kemur fram í lögregluskýrslunni gaf jákvæða svö run fyrir THC sem vísar til tetrahýdrókannabínólsýru og telst til þeirra ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði í skilningi 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Stefnandi var í kjölfarið handtekinn á vettvangi kl. 17:43 grunaður um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var hann í fra mhaldinu fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem 3 tekin voru úr honum blóðsýni kl. 18:37. Í skýrslu lögreglu segir að stefnandi hafi mætt til skýrslutöku kl. 19:00 sem hafi lokið stuttu síðar, en fyrir liggur að stefnandi var sviptur ökur éttindum til bráðabirgða kl. 19:20 og honum gert að afhenda ökuskírteini sitt með vísan til 4. mgr. 53. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í síðastnefndri ákvörðun var sérstaklega tilgreint að stefnandi gæti krafist úrskurðar dómara, með vísan til 2. málsl. 1. mgr. 103. gr. laga nr. 50/1987. Stefnanda var svo sleppt að skýrslutöku lokinni eða kl. 19:25. Lögreglan óskaði í framhaldinu eftir nákvæmri lyfjarannsókn á þeim þvag - og blóðsýnum sem tekin höfðu verið úr stefnanda. Nánar tiltekið fór lögreglan fram á að Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði (RHÍ) kannaði hvort ólögleg ávana - og fíkniefni væri að finna í sýnunum og að styrkleiki þeirra yrði mældur. Í kjölfar sviptingarinnar var stefnanda vikið tímabundið úr starfi sínu hjá ehf., þar til málið skýrðist og niðurstaða fengist. Af þessum sökum og vegna þess að hann gat ekki starfað við akstur rútubifreiða kveðst stefnandi hafa orðið fyrir tekjutapi. Með málshöfðun sinni krefur hann stefnda um bætur með vísan til þe ss að tjón hans megi rekja til aðgerða lögreglu í umrætt sinn. Lögreglan á Suðurlandi hafði samband við stefnanda 11. ágúst 2017, kl. 15:32 og tjáði honum að bráðbirgðasviptingin hefði verið felld úr gildi. Óumdeilt er að þetta var gert þar sem niðurstöðu r RHÍ leiddu ekki í ljós mælanlegt magn ólöglegra ávana - og fíkniefna. Fyrir liggur að stefnandi sótti ökuskírteini sitt síðar þennan sama dag. Mál þetta hefur stefnandi höfðað að undangengnum bréfaskiptum við embætti ríkislögmanns, þar sem bótakröfum ste fnanda var hafnað. II. Stefnandi telur að íslenska ríkið beri hlutlæga skaðabótaábyrgð og sakarábyrgð á miska - og fjártjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna háttsemi Lögreglustjórans á Suðurlandi við rannsókn og meðferð umrædds máls. Stefnandi bend ir á að mál hans hafi verið fellt niður hjá lögreglunni og ekki sé unnt að líta svo á að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem lögreglan réðist í gegn honum eins og ríkislögmaður heldur fram. Lögregla hafi farið offari gegn stefnanda, en a uðveldlega hefði mátt bíða með sviptingu ökuréttinda þar til endanlegar niðurstöður rannsóknarstofu lágu fyrir. Niðurstöður hinnar stefnanda við handtöku hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til að ætla að hann væri undir áhrifum ólögmætra ávana - og fíkniefna. Af hálfu stefnanda er skírskotað til meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 og meðalhóf sreglu 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Stefnandi telur að lögregla hafi ekki gert nægar kröfur til sönnunar í málinu. Það bráðabirgðapróf sem lá til grundvallar sviptingunni hafi augljóslega ekki verið nægilega traustur grundvöllur fyri r aðgerðum lögreglunnar. Vel hefði verið hægt að taka skýrslu af stefnanda á vettvangi í stað þess að handtaka hann og færa á lögreglustöð. Stefnandi telur að aðgerðir lögreglunnar hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart frelsi, friði og æru, sbr. b - li ð 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Aðgerðir lögreglu hafi meðal annars haft þær afleiðingar að stefnandi missti vinnu sína fyrst um sinn. Þá hafi hann jafnframt orðið fyrir ærumissi. Gerð er krafa um greiðslu ófjárhagslegs tjóns, þ.e. miskabóta að fjárhæð kr. 1.500.000. Telur stefnandi þá kröfu hófstillta miðað við atvik máls. Stefnandi krefst einnig bóta vegna missis launa, þ.e. vegna tímabundins atvinnutjóns. Nemur sú krafa 342.456 kr. Einnig er gerð krafa um bætur vegna útlagðs málskostnaðar samtals að fjárhæð 211.575 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. III. Stefndi byggir á því að það hafi verið mat lögreglu að stefnandi væri undir rökstuddum grun um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna svo varðað gæti við 45. gr. a. umferðarlaga. Lögreg lu hafi því borið að handtaka stefnanda með vísan til 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til þess að koma í 4 veg fyrir að sönnunargögnum yrði spillt og til þess að tryggja návist hans svo unnt væri að taka úr honum blóðsýni í þágu rannsókn ar málsins. Stefndi leggur áherslu á að þau vinnubrögð sem viðhöfð voru af lögreglumönnum á vettvangi og á lögreglustöð hafi ekki verið með þeim hætti að brotið geti í bága við meðalhófsskyldu sem kveðið er á um í 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Stefndi bendir á að samkvæmt 2. mgr. 45. gr. a. umferðarlaga telst ökumaður vera undir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega ef slík efni mælast í þvagi. Alkunna sé að tetrahýdrókannabínólsýra (THC) geti mælst í þvagi manna í langa n tíma eftir neyslu þeirra, jafnvel svo mánuðum skipti. Í tilviki stefnanda hefði staðfesting rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Íslands á því að umrædd efni hefðu fundist í nægjanlegu magni í þvagi stefnanda haft þá þýðingu að borið he fði að svipta hann ökuréttindum í minnst tvö ár, sbr. 6. mgr. 102. gr. umferðarlaga með vísan til þess að um annað brot væri að ræða í skilningi ákvæðisins. Væri slík svipting óháð því hvort umrædd efni hefðu mælst í blóði hans. Með vísan til framangreinds byggir stefndi á því að lögreglu hafi verið rétt, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma um stefnanda sem starfaði sem atvinnubílstjóri í fólksflutningum og hafði einungis haft ökuréttindi í rúmlega fimm mánuði frá fyrri sviptingu, að svipta stefnanda ökuréttindum með vísan til 1. mgr. 103. gr. umferðarlaga. Að mati stefnda getur það ekki talist forsvaranlegt að atvinnubílstóri, sem starfar við farþegaflutninga og hefur viðurkennt neyslu efna sem jafnframt mælast í þvagprufu og þannig stuðlað að því sjálfur að afskipti lögreglu verði með fyrrgreindum hætti, geti haldið slíkum farþegaflutningum áfram á meðan rannsókn máls er ólokið. Í kjölfar handtöku stefnanda hafi blóðsýni verið send á rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Ís lands. Lögreglan hafi verið í símasamskiptum við lyfjafræðinga sem þar starfa við rannsóknir á sýnum og var beðið um að haft yrði samband svo fljótt sem unnt væri þegar fyrir lægi niðurstaða á sýnum en slíkt tekur jafnan fáeinar vikur. Stefndi vísar til þe ss að lögreglu hafi borist tölvupóstur frá B , sviðstjóra og dósent við rannsóknardeildina, 11. ágúst 2017 klukkan 14:50. Þar hafi komið fram að niðurstaða - Lögregla hafi án tafar haft samband við stefnanda símleiðis og tjáð honum að bráðabirgðasvipting ökuréttinda hans væri felld úr gildi. Gæti hann nálgast ökuskírteinið sitt á lögreglustöðinni á Selfossi en einnig væri hægt að senda ökuskírteinið samdægurs á lögreglustöð í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu þann lögreglustöð sama dag klukkan 22:31 og sótt ökuskírteini sitt. Að mati stefnda fólu þessi vinnubrögð í sér ítrasta meðalhóf þar sem ekki var beðið eftir því að frumrit matsgerðar bærist lögreglu í pósti heldur hafi lögregla leitað sérstaklega eftir því að upplýsingar í máli stefnanda myndu berast svo fljótt sem unnt væri. Stefndi mótmælir því að skilyrði skaðabótaskyldu samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Stefnandi hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á með því að neyta fíkniefna áður en hann ók ökutæki í farþegaflutningum umrætt sinn og mátti vita að þau efni kynnu ennþá að greinast í líkama hans. Um það atriði er af hálfu stefnda vísað sérstaklega til tölvupósts B , sviðstjóra hjá rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði, þess efnis að vottur af THC - sýru hafi vissulega fundist í þvagi stefnanda þrátt fyrir að magnið hafi verið undir magngreiningarmörkum. Bráðabirgðapróf á vettvangi hafi gefið jákvæða svörun og því hafi lögregla þurft að handtaka stefnanda til þess að taka mætti sýni og af honum skýrslu. Stefndi byggir á því að handtaka stefnanda hafi verið lögreglu heimil samkvæmt 90. gr. laga nr. 88/2008 og að ekki hafi verið gengið of langt við aðgerðina. Fyllsta meðalhófs hafi verið gætt við handtöku, hún staðið mjög stutt yfir og stefnanda verið sleppt um leið og mögulegt var. Stefndi telur að stefnandi geti ekki bygg t bótarétt á ákvæði 4. mgr. 245. gr. laga nr. 88/2008, sbr. núverandi 4. mgr. 246. gr. laganna, enda hafi hin refsikenndu viðurlög ekki verið ákveðin af dómara. Af þeim sökum er því mótmælt að stefndi beri hlutlæga ábyrgð á meintu tjóni stefnanda vegna ran nsóknaraðgerða lögreglu. Komist dómari að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi bótarétt á grundvelli 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 vegna bráðabirgðasviptingar ökuréttar byggir stefndi á því að fella eigi slíkar bætur niður vegna eigin sakar stefnanda og vísast til sömu atriða og hér að framan greinir um að fella eigi niður bætur vegna handtöku stefnanda. Fyllsta meðalhófs hafi verið gætt. 5 Kröfum stefnanda á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er einnig mótmælt. Stefnandi hafi ekki sýnt fram eða stutt það gögnum að aðgerðir lögreglu hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi stefnanda, friði, æru eða persónu. Aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og réttmætar og fullt tilefni verið til þeirra. Engin bótaskylda sé því fyrir h endi. Verði komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi rétt á miska - og/eða skaðabótum er krafist verulegrar lækkunar dómkrafna. Krafa um lækkun er byggð á framangreindum málsástæðum og sjónarmiðum vegna sýknukröfu. Þá bendir stefndi á að kröfur stefnanda séu ekki í samræmi við dómaframkvæmd þar sem fallist hefur verið á bótaskyldu. Stefndi mótmælir s érstaklega að bæta beri stefnanda tekjutap vegna ákvörðunar um bráðabirgðasviptingu eða kostnað við að bera ákvörðun undir dómara. Til þess beri einnig að líta að stefnandi kaus að halda kröfu sinni til streitu enda þótt bráðabirgðasviptingin hafi verið fe lld úr gildi. IV. Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi fyrir dóm og gaf aðilaskýrslu, þar sem hann greindi meðal annars frá aðdraganda óhappsins sem varð á Þingvallavegi 19. júlí 2017 þegar rúta undir hans stjórn valt með alls 44 menn innanborðs. Fyrir l iggur að umferð um veginn var lokað um tíma af þessum sökum og lögregla kölluð á vettvang. Í framlagðri lögregluskýrslu um atvikið kemur fram að stefnandi hafi sagt frá því á vettvangi að hann hafi ári áður verið tekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana - o g fíkniefna. Á vettvangi slyssins greindi hann jafnframt frá því að hafa neytt kannabisefna um tveimur mánuðum fyrr. Um framangreind atriði er enginn ágreiningur í málinu. Svo sem áður er fram komið gaf stefnandi þvagsýni á vettvangi. Var það prófað með sv stefnandi að honum hefði þá þegar verið tilkynnt að hann væri handtekinn. Fyrir liggur að í beinu framhaldi af handtökunni var ekið með stefnanda á Heilbri gðisstofnun Suðurlands þar sem tekið var úr honum blóðsýni kl. 18.37. Að því búnu var farið með stefnanda á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla áður en honum var sleppt. Við munnlegan málflutning gerðu málflytjendur ekki ágreining um að handtakan hafi v arað frá 17.43 til kl. 19.20 eða í samtals eina klukkustund og 37 mínútur. Eins og ráða má af staðreyndum um nefnt umferðaróhapp var um allalvarlegt atvik að ræða. Á vettvangi komu fram upplýsingar um fyrri ökuleyfissviptingu stefnanda og um fyrri neyslu hans á ávana - og fíkniefnum sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði, sbr. 45. gr. a laga nr. 50/1987. Þá liggur fyrir að þvagpróf sem stefnandi gekkst undir á slysavettvangi gaf jákvæða svörun fyrir tetrahýdrókannabínólsýru. Að staðreyndum þessum virtum ve rður á það fallist með stefnda að stefnandi teljist hafa stuðlað að handtöku sinni. Af hálfu dómsins verða því ekki gerðar athugasemdir við það að lögregla hafi handtekið stefnanda og fært hann til frekari rannsóknar, sbr. ákvæði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 8 8/2008, sbr. og 2. mgr. 47. gr. laga nr. 50/1987. Hefur dómurinn í því samhengi ekki horft fram hjá því að lögregla hefur það hlutverk samkvæmt a. lið 2. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu. Með sömu rökum verð ur hafnað kröfum stefnanda sem grundvallaðar eru á ætluðu tjóni og miska vegna ökuleyfissviptingar til bráðabirgða. Stefnandi hafði á slysdegi nýlega fengið ökuréttindi sín aftur eftir ökuleyfissviptingu vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafði einnig á vettvangi greint frá síðari neyslu og þvagpróf veitt jákvæða svörun. Í þessu ljósi hefði verið ábyrgðarhluti af lögreglu að heimila honum að halda farþegaflutningum áfram meðan rannsókn málsins var ólokið. Að þessu virtu þykja fyrirliggjandi gögn ekki benda til að staðið hafi verið að aðgerðum gagnvart stefnanda með óþarflega íþyngjandi hætti. Af hálfu stefnanda hafa ekki verið færð viðhlítandi rök fyrir því að rannsókn hafi tekið óhæfilegan tíma. Þvert á móti bera framlögð skjöl með sér að ökuleyfissviptingunni haf i verið snarlega aflétt eftir að niðurstöður Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði lágu fyrir. Niðurstöðurnar voru sendar lögreglunni á Suðurlandi með tölvupósti 11. ágúst 2017, kl. 14.50 og ökuleyfissviptingin var felld úr gildi kl. 1 5.32 sama dag. Ágreiningslaust er að stefnandi kom á lögreglustöðina síðar þennan sama dag og fékk ökuskírteini sitt afhent. 6 Að virtum þeim upplýsingum sem fram komu á slysavettvangi og með hliðsjón af ákvæðum 45. gr. a laga nr. 50/1987 verða ekki gerðar athugasemdir við að lögregla hafi aflað sýna sem gefið gætu vísbendingu um það hvort stefnandi væri undir áhrifum ávana - eða fíkniefna. Með því að niðurstaða áðurnefnds þvagprófs reyndist reyndist jákvæð, svo sem sem fyrr segir, og að teknu tilliti til þes s að stefnandi hafði á þessum tíma sjálfur greint lögreglu frá fyrri ökuleyfissviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna telst lögreglu samkvæmt 2. mgr. 47. gr. laga nr. 50/1987 hafa verið heimilt að færa stefnanda til blóðrannsóknar á heilb rigðisstofnun Suðurlands. Af áðurnefndum staðreyndum um þann tíma sem leið frá handtöku þar til stefnanda var sleppt eftir skýrslutöku á lögreglustöð verður ekki annað séð en að þessi þáttur hafi gengið vel og greiðlega fyrir sig. Telst stefnandi samkvæmt framanskráðu ekki hafa fært fram haldbær rök fyrir því að nefndar aðgerðir lögreglu hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi stefnanda, friði, æru eða persónu hans, sem virða beri honum til miskabóta á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Samkvæmt öl lu framanrituðu og með því að dómurinn telur að stefnandi hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útgefnu 8. maí 2018, og eru því ekki efni til að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar. Verður hann því felldur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans. Fyrir liggur málskostnaðarreikningur lögmannsins ásamt tímaskýrslu hans og upplýsingum um útlagðan kostnað. Að virtu umfangi og efni málsins er þóknun lögmannsins ákveðin 900.000 krónur án virðisaukaskatts. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröf um stefnanda, A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðmundar Njáls Guðmundssonar, 900.000 krónur.