LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 25. júní 2020. Mál nr. 335/2020 : A (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður ) gegn B Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanns. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 25. maí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. júní 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2020 í málinu nr. E - / 2018 þar sem beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns var hafnað. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og breytt á þann veg að krafa hans um dómkvaðni ngu matsmanns verði tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili hefur lagt fyrir Landsrétt greinargerð þar sem krafist er staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Er hagsmuna varnaraðila gætt af lögmanni, sem brestur heimild til að flytja mál annarra fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Er því ekki unnt að taka t illit til hennar við meðferð þessa kærumáls. Verður í ljósi þessa og með vísan til 3. mgr. 158. gr., sbr. 4. mgr. 150. gr. laga nr. 91/1991 litið svo á að varnaraðili krefjist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Í hinum kærða úrskurði segir ran glega að um málið fari samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002 en um er að ræða deilu um forsjá barns málsaðila. 2 5 Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. barnalaga nr. 76/2003 getur dómari hafnað kröfu um dómkvaðningu eða kröfu um yfirmat enda telji hann öflun sérfr æðilegrar álitsgerðar ganga gegn hagsmunum barns eða augljóslega óþarfa. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum kemur fram að rétt þyki að kveða sérstaklega á um framangreinda heimild dómara þar sem dómkvaðning matsmann s og framkvæmd yfirmats geti verið íþyngjandi fyrir barn, til dæmis með tilliti til þess tíma sem mál tekur. 6 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 7 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2020 Dómkröfur stefnanda eru þær að honum verði einum dæmd forsjá barns málsaðila, C, sem fædd Jafnframt er þess krafist að með dómi verði kveðið á um umgengni eins og nánar er lýst í stefnu. Þá er þess kr afist að stefndu verði gert að greiða einfalt meðlag með barninu eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni frá uppkvaðningu dóms til 18 ára aldurs barnsins. Stefnda krefst þess að dómkröfum stefnanda viðvíkjandi lögheimili, umgengni og meðlag verði ha fnað, en til vara er þess krafist að forsjárskipan verði úrskurðuð óbreytt þar til endanlegur dómur gengur í málinu. Í báðum tilvikum er þess krafist að dómari hafni því að ákvarða inntak umgengni þar til endanlegur dómur gengur í málinu. Til vara að umgen gni fari fram undir eftirliti sérfræðings þar til matsmaður hefur skilað niðurstöðu sinni. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda. Undirritaður dómari tók við málinu í mars 2019 í kjölfar endurúthlutunar og við fyrirtöku þess 8. apríl 20 19 var fært í þingbók að hann hefði ekki haft nein afskipti af málinu á fyrri stigum. Í því þinghaldi var málinu frestað að ósk lögmanna þar sem beðið var eftir matsgerð D sálfræðings. Matsgerð sálfræðingsins var svo lögð fram í þinghaldi 3. desember 2019 ásamt fjölda annarra skjala og málinu frestað til sáttafundar sem fram fór 17. desember 2019 að viðstöddum málsaðilum, barni þeirra, lögmönnum aðila og meðdómendum. Á fundinum voru dómendur upplýstir um að málefni C og beggja málsaðila hefðu komið til umfj öllunar á fundi Barnaverndar Reykjavíkur 12. desember 2019 og að á þeim fundi hefði verið ákveðið að hefja könnun máls, með viðtali við báða málsaðila og gagnaöflun. Með tölvupósti 18. desember 2019 fengu dómendur nánari upplýsingar um stöðu málsins hjá Ba rnavernd og fyrirhuguð næstu skref þar, sem lutu m.a. að viðtölum við stúlkuna sjálfa og úttekt á heimili móður með tilliti til þess hvort umhverfi stúlkunnar á heimili móður væri barninu skaðlegt. Með hliðsjón af þessum nýju upplýsingum og með vísan til þ ess sem aðilum hafði farið á milli á áðurnefndum sáttafundi 17. desember 2019 freistuðu lögmenn þess að koma á sátt milli aðila og var sá frestur veittur til 23. sama mánaðar. Með tölvuskeytum 22. desember 2019 staðfestu báðir lögmenn við dóminn að þær tel du sig þurfa Jafnframt boðuðu lögmenn að þær myndu hafa samband við dóminn eftir áramót og finna nýjan tíma ef 3 þeim yrði ágengt með sáttaviðræður. Boðað var til fyrirtöku málsins 9. janúar 2020 en henni svo frestað að beiðni lögmanns stefnanda til 15. sama mánaðar, en í þeim samskiptum kom fram að lögmenn væru enn að vinna að því að sætta málið. Að ósk lögmanns stefndu var þinghaldinu sem fyrirhugað var 15 . janúar 2020 frestað, en í sama tölvuskeyti velti lögmaður stefndu því upp hvort rétt væri að bíða með ákvörðun aðalmeðferðar þar til talsmaður hefði sent frá sér greinargerð fyrir hönd stúlkunnar eða niðurstaða væri komin hjá Barnavernd. Í svarskeyti dóm ara, sem sent var 14. janúar 2020 kom fram að dómurinn væri reiðubúinn til að finna málflutningstíma hvenær sem er, en í ljósi aðkomu barnaverndaryfirvalda væri þó talið rétt að bíða átekta og sá hvaða stefnu málið tæki þar á næstunni. Lögmaður stefndu lýs ti því yfir í svari sama dag að hún væri sammála því að rétt væri að leyfa Barnavernd að fara betur yfir málið. Lögmaður stefnanda svaraði einnig sama dag og taldi að ekki yrði hjá því komist að kanna aðstæður hjá stefndu og boðaði framlagningu matsbeiðni um mögulega foreldraútilokun. Í byrjun febrúarmánaðar, nánar tiltekið 5. febrúar 2020, upplýstu lögmenn dóminn um að Barnavernd væri enn að vinna í málinu og að dómurinn yrði upplýstur þegar frekari fréttir bærust af þróun málsins þar. Fyrirtöku sem fyrirh uguð var nokkru síðar í febrúarmánuði var frestað meðan beðið var eftir skýrslu Barnaverndar um málið. Lögmaður stefnanda upplýsti 25. febrúar 2020 að gögn sem beðið var eftir frá Barnavernd hefðu enn ekki borist og fyrirhugaðri fyrirtöku frestað að hennar ósk. Sami lögmaður upplýsti svo dóminn 19. f rá Barnavernd Reykjavíkur, auk beiðni stefnanda um dómkvaðningu matsmanns. Að fram komnum mótmælum lögmanns stefndu við matsbeiðni var málinu frestað til 6. apríl 2020 til munnlegs málflutnings um ágreining um þetta atriði. Að ósk lögmanns stefnanda var, m eð vísan til Covid - 19 veirunnar, óskað eftir því að málfutningnum yrði frestað, og nokkru síðar var málflutningnum aftur frestað vegna veikinda lögmanns stefndu, en svo sem fyrr segir var málið flutt af hálfu aðila í þinghaldi 30. apríl sl. um ágreining um dómkvaðningu matsmanns og var það ágreiningsefni tekið til úrskurðar að munnlegum málflutningi loknum. I. Beiðni stefnanda frá 23. mars sl. um dómkvaðningu matsmanns lýtur nánar að eftirfarandi þáttum: 1. Ber barnið þess merki að hafa orðið fyrir foreldraúti lokun - / firringu (e. parental alienation)? 2. Ef svar við spurningu 1 er já, hverjar séu orsakir hennar. 3. Stafar sú andúð sem barnið sýnir föður af neikvæðu viðhorfi, neikvæðu umtali og neikvæðum gjörðum móður í garð föður? Ef ekki, hverjar eru orsakir þeirra r andúðar? 4. Eru merki um að móðir hafi innrætt barninu andúð í garð föður? 5. Ef svarið við spurningu 4 er nei, af hvaða ástæðum virðist andúð barnsins í garð föður stafa? 6. Ef svarið við spurningu 4 er já, hvaða áhrif hafa framangreindir þættir á forsjárhæfni hennar sé skert? [svo] 7. Er móðir líkleg til þess að virða umgengnisrétt stúlkunnar við föður, verði lögheimili barnsins hjá henni? Er faðir líklegur til þess aðvirða umgengnisrétt stúlkunnar við móður, verði lögheimili barnsins hjá honum? II. Beiðni sína um dómkvaðningu styður stefnandi þeim rökum að síðastgreint sálfræðimat hafi verið hefðbundið mat á forsjárhæfni og þar hefði ekki verið farið sérstaklega út í þau atriði sem tilgreind eru í nýrri matsbeiðni stefnanda. Jafnframt var af hálfu stefnanda m.a. v ísað til þess að málsaðilar eigi samkvæmt meginreglu einkamálaréttarfars forræði á sakarefni, öflun sönnunargagna og sönnunarfærslu. III. Stefnda mótmælir því að fallist verði á beiðni stefnanda um dómkvaðningu matsmanns, þar sem atriði þau sem þar eru t ilgreind séu tilgangslaus til sönnunar í málinu. Foreldraútilokun sé ekki geðlæknisfræðilegt hugtak, enda sé það hvorki að finna í svonefndum DCM5 staðli, né ICD 11. Fram sé komin ný áætlun Barnaverndar Reykjavíkurborgar sem sýni mildari afstöðu gagnvart s tefndu, en búið sé að slá út af borðinu 4 hugmyndir um vistun stúlkunnar utan heimilis stefndu. Auk þess liggi fyrir matsgerð sálfræðings frá 14. nóvember 2019. IV. Meðal framlagðra dómskjala er nýleg og mjög ítarleg sálfræðileg matsgerð D 14. nóvember 2019 . Matsgerðin er byggð á mörgum viðtölum við barn málsaðila, C, auk viðtala við námsráðgjafa og kennara, en jafnframt kemur fram að matsmaður hafi fylgst með samskiptum málsaðila, hvors um sig, við stúlkuna. Þá kemur einnig fram í matsgerðinni að niðurstöðu r hennar byggi á fjölþættum sálfræðilegum prófum sem lögð hafi verið fyrir stúlkuna og foreldra hennar. Við úrlausn á þeim ágreiningi sem til úrlausnar er í þessum þætti málsins verður heldur ekki fram hjá því horft að matsgerð D inniheldur sérstakan lið þ ar sem dregist nokkuð af öllum þeim ástæðum sem fyrr voru raktar sætir það engu að síður flýtimeðferð samkvæmt 53. gr. b. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og með vísan til þeirra tafa sem þegar hafa orðið á málinu telur dómurinn brýnt að unnt verði að boða til aðalmeðferðar sem fyrst þar sem sérfróður meðdómandi mun á grundvelli 1. mgr. 54. gr. sömu laga koma að málinu, taka þátt í því sem þá fer fram og le ggja sitt af mörkum við mat á þeim sjónarmiðum sem málsaðilar tefla fram með tilliti til hagsmuna barnsins. Að öllu þessu virtu og með vísan til 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 verður hafnað kröfu stefnanda um dómkvaðningu matsmanns til að meta þau atriði sem fyrr greinir og sett voru fram í matsbeiðni 23. mars sl. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefndanda um dómkvaðningu matsmanns til að svara þeim spurningum sem greinir í matsbeiðni stefnanda 23. mars 2020. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.