LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 630/2019 : Johan Rönning ehf. ( Gestur Gunnarsson lögmaður ) gegn Pétri Hrafnssyni ( Ragnar Baldursson lögmaður) Lykilorð Vinnusamningur. Trúnaðarskylda. Skaðabótaskylda. Túlkun samnings. Útdráttur J ehf. höfðaði mál gegn P til viðurkenningar á skaðabótaskyldu hans vegna tjóns sem J ehf. taldi sig hafa orðið fyrir vegna brota P gegn ákvæðum ráðningarsamnings hans í kjölfar starfsloka P hjá félaginu. Í dómi Landsréttar kom fram að í ráðning arsamningi P hefði ekki verið kveðið á um bann við því að hann hæfi störf hjá samkeppnisaðila J ehf. heldur bæri honum að slíta öll persónuleg viðskiptatengsl við birgja J ehf. Auk þess væri P bundinn trúnaði um allt sem hann kynni að verða vís í starfi sí nu hjá J ehf. Að mati réttarins yrði orðalag ráðningarsamningsins ekki skýrt rýmra en leiddi af orðanna hljóðan og allur vafi um það skyldi skýrður P í hag. Væru þau samskipti P við birgja J ehf., að svo miklu leyti sem þau hefðu verið upplýst í málinu, ek ki talin þess eðlis að þau brytu gegn framangreindu ákvæði í ráðningarsamningnum. Þá lægi ekkert fyrir um að P hefði nýtt upplýsingar frá J ehf. þannig að það bryti gegn ákvæðinu. P væri að auki ekki eigandi nafngreinds samkeppnisaðila J ehf. og hefði því ekki fjárhagslega hagsmuni af viðskiptasamböndum eða afkomu þess félags. Var P því sýknaður af kröfum J ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Ása Ólafsdóttir prófessor. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 10. september 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2019 í málinu nr. E - 1758/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna tjóns sem hann hafi valdið áfrýjanda með brotum gegn ákvæðum ráðningarsamnings hans hjá áfrýjanda í kjölfar starfsloka hjá áfrýjand a. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 4 Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti var stefnandi í héraði, S. Guðjónsson ehf., sameinað undir nafni og kennitölu áfrýjanda. Málsatvik , málsástæður aðila og sönnunarfærsla 5 Mál satvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi en s tefndi gegndi starfi sölustjóra um tæplega 11 ára skeið hjá áfrýjanda, sem er innflutningsfyrirtæki með sérhæfðan lýsinga - , raf - og tölvulagnabúnað. Stefndi sagði upp starfi sínu í árslok 2016 og voru starfslok ha ns 31. mars 2017. Stefndi tilkynnti áfrýjanda 1. maí sama ár að hann væri búinn að ráða sig til starfa hjá Rafal ehf. og upplýsti jafnframt að félagið hefði ákveðið að aðskilja fjarskiptastarfsemi sína frá því og stofna nýtt félag, Lýsi ehf., um þann hluta þjónustu sem liggur ákaflega nærri áhugasviði mínu. Einnig að sjá um öll innkaup og 6 Í framhaldi af því að stefndi hóf störf hjá Lýsi ehf. tók e inn af helstu birgjum áfrýjanda, Corning Optical Communications GmbH , ákvörðun um að selja vörur einnig til hins nýja félag s , Lýsi s ehf. Hið sama gerði anna r birgi r áfrýjanda, sem aðilar nefna Hellerman. 7 Í ráðningarsamningi stefnda við áfrýjanda 21. mars 2006 er kveðið á um réttindi og skyldur stefnda. Þar segir í 3. gr.: Sölustjóri er bundinn þagnarskyldu varðandi allt sem hann verður vís um í starfi sínu. Þessi þagnarskylda gildir einnig eftir að sölustjóri hættir störfum hjá félaginu. Ö ll gögn í hvaða formi sem þau kunna að vera, s.s. bækur, skýrslur, spjaldskrár, vinnugögn, hugbúnaður, hönnunargögn o.fl., ennfremur allar upplýsingar, hugmyndir og viðskip tasambönd sem sölustjórinn aflar eða kemst yfir í starf i sínu hjá S. Guðjónssyni ehf. er eign félagsins og skulu skilin eftir, ef hann hættir störfum. Sölustjóri hefur kynnt sér [16. gr. c] laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gag nsæi markaðarins, sem fjallar um rekstrarleyndarmál fyrirtækja. Öll viðskiptasambönd við birgja S. Guðjónssonar ehf. skulu alfarið vera á milli fyrirtækisins og viðkomandi birgja. L áti sölustjóri af starfi skuldbind ur hann sig til þess að slíta öll persónu leg viðskiptatengsl hvort heldur er með beinum eða óbeinum hætti við birgja S. Guðjónssonar ehf. Brot á þessum atriðum gerir starfsmann skaðabótaskyldan um það fjárhagstjón sem S. Guðjónsson ehf. verður fyrir vegna þessa. Trúnaður þessi gildi áfram eftir s tarfslok. 8 Áfrýjandi telur að stefndi hafi brotið gegn framangreindu ákvæði ráðningarsamningsins. Hann hafi haldið tengslum við viðskiptamenn og birgja stefnda eftir starfslok sín hjá áfrýjanda. Fyrir hans tilstuðlan hafi framangreindir birgjar áfrýjanda hafið viðskipti við Lýsi ehf. Þá hafi hagnýting stefnda á tengslum við 3 Corning Optical Communications GmbH og upplýsingum úr eldra starfi gert það að verkum að Lýsir ehf. gat boðið lægst í nánar tilgreindri verðkönnun árið 2018. 9 Stefndi hafnar því að hafa haft nokkurt frumkvæði að því að Corning Optical Communications GmbH og Hellerman hófu viðskipti við Lýsi ehf. eða að hafa hagnýtt sér upplýsingar frá áfrýjanda í því skyni að ná viðskiptum frá áfrýjanda. 10 Fyrir Landsrétt lagði áfrýjandi fram ársreikninga S . Guðjónssonar ehf. fyrir árin 2015 til 2018 ásamt bréfi endurskoðanda félagsins þar sem lýst er minnkaðri framlegð vegna sölu félagsins á vörum frá Corning Optical Communications GmbH og Hellerman á tímabilinu. Rekur áfrýjandi þessa minni framlegð til þes s að félögin séu nú einnig í viðskiptum við Lýsi ehf. Niðurstaða 11 Í málinu liggur lítið fyrir um samskipti stefnda við birgja áfrýjanda eftir að hann sagði starfi sínu hjá áfrýjanda lausu. Stefndi bar fyrir héraðsdómi að hafa hvorki sent birgjum áfrýjanda tölvupóst né hringt í þá í því skyni að tilkynna um starfslok sín. Það hafi verið í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag við áfrýjanda sem fram kom í minnisblaði sem stefndi og stjórnarformaður S. Guðjónssonar ehf. hafi undirritað 27. febrúar 2017 en þar sagði að báðir aðilar væru sammála um að viðskiptalegir hagsmunir S. Guðjónssonar ehf. skyldu ganga fyrir við þessi tímamót og muni breytingu gagnvart starfsfólki, birgjum, viðskiptav inum og öðrum hagsmunaaðilum 12 Stefndi hafnaði því jafnframt að hafa haft nokkurt frumkvæði að samskiptum við birgja áfrýjanda eftir að hann lauk störfum eða að því að færa Lýsi ehf. viðskiptasambönd eða tengingar við birgja. Lýsti han n samskiptum sínum við starfsmann Corning Optical Communications GmbH á þá leið að hann hefði fengið símtal frá vini sínum sem starfaði sem sölumaður hjá hinu erlenda fyrirtæki, sem hefði tekið eftir því að hann væri hættur störfum. Hefði stefndi sagt honu m að ráðningarsamningur hans við áfrýjanda væri þess eðlis að honum bæri að slíta viðskiptatengsl við birgja áfrýjanda. Ef starfsmaðurinn hefði áhuga á að kynna sér Lýsi ehf. yrði hann að hafa samband við stjórnendur félagsins. Starfsmaðurinn hefði í framh aldinu gert það og hefðu framkvæmdastjóri og eigendur félagsins tekið á móti honum og kynnt félagið og starfsemi þess. Hann hefði ekkert frumkvæði haft að þeim fundi. Samskiptin við Hellerman hefðu verið á sama veg. Þá hafnaði stefndi því að för hans á sýn ingu í Köln í júní 2017, þar sem hann hitti starfsmann Corning Optical Communications GmbH, tengdist því að hann hefði á þeim tíma verið að koma á viðskiptasambandi við hið erlenda félag. Um stóra sýningu sé að ræða, sem haldin sé árlega og hafi hann verið að kynna sér nýjungar, sem annað nafngreint erlent fyrirtæki hefði verið að frumsýna á sýningunni. 4 13 Valdimar Kristjónsson, stjórnarmaður Lýsis ehf. og fyrirsvarsmaður Rafal ehf., móðurfélags Lýsis ehf., bar fyrir héraðsdómi að passað hefði verið sérstakleg a upp á að stefndi hefði ekki aðkomu að því að Corning Optical Communications GmbH hóf viðskipti við Lýsi ehf. Þá hefði stefndi ekki verið ráðinn til Lýsis ehf. í því skyni að ná inn birgjum heldur hefði ástæðan verið þekking stefnda á efni og búnaði og sö luhæfileikar hans. Beiðni frá hinu erlenda félagi um hvort fulltrúar þess mættu félagsins og hafi þeir orðið við þeirri beiðni. 14 Í ráðningarsamningi stefnda er ekki kveðið á um ba nn við því að stefndi hefji störf hjá samkeppnisaðila áfrýjanda heldur bar honum að slíta öll persónuleg viðskiptatengsl við birgja áfrýjanda. Auk þess var stefndi bundinn trúnaði um allt sem hann kynni að verða vís um í starfi sínu hjá félaginu. Verður or ðalag ráðningarsamningsins ekki skýrt rýmra en leiðir af orðanna hljóðan og allur vafi um það skýrður stefnda í hag. Verða þau samskipti stefnda við birgja áfrýjanda, að svo miklu leyti sem þau hafa verið upplýst í málinu, ekki talin þess eðlis að þau brj óti gegn framangreindu ákvæði í ráðningarsamningnum. Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi nýtt upplýsingar frá áfrýjanda þannig að brjóti gegn ákvæðinu. Stefndi er að auki ekki eigandi Lýsis ehf. og hefur því ekki fjárhagslega hagsmuni af viðskiptasam böndum eða afkomu þess félags. 15 Samkvæmt framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. 16 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Johan Rönning ehf., greiði stefnda, Pétri Hrafnssyni, 1.240.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2019 Mál þetta var höfðað 24. maí 2018 og dómtekið 10. apríl 2019. Stefnandi er S. Guðjónsson ehf., Smiðjuvegi 3, Kópavo gi, en stefndi er Pétur Hrafnsson, , Reykjavík. Stefnandi krefst viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda vegna þess tjóns sem hann olli stefnanda með brotum sínum gegn ákvæðum ráðningarsamnings hans hjá stefnanda í kjölfar starfsloka hjá stefnanda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýk nu af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar. 5 I. i) Stefnandi er innflutningsfyrirtæki með sérhæfðan lýsinga - , raf - og tölvulagnabúnað. Starfar fyrirtækið annars vegar með framleiðendum og birgjum og hins vegar kaupendum, svo sem rafverktökum, rafhönnuðum og arkitektum. Stefndi hóf störf hjá stefnanda þann 11. október 2002 og tók við starfi sölustjóra félagsins 1. mars 2006. Í framhaldinu var gerður ráðningarsamningur á milli málsaðila, dags. 21. mars 2006. Í 3. gr. samningsins var mælt fyrir um þagnarskyldu trúnað og vistarbönd. Þar segir að stefndi sé bun dinn þagnarskyldu og að hún gildi einnig þó hann láti af störfum hjá félaginu. Tekið var fram að öll gögn væru eign félagsins og skyldu skilin eftir þegar starfsmaður léti af störfum. Sama var sagt gilda um öll viðskiptasambönd sem stefndi aflaði eða kæmis t yfir í starfi sínu. Í 2. mgr. 3. gr. var sérstaklega áréttað að öll viðskiptasambönd stefnanda við birgja félagsins skyldu alfarið vera á milli fyrirtækisins og viðkomandi birgja og að hann hefði kynnt sér 13. gr. laga nr. 57/2005, (nú 16. gr. c í lögum nr. 50/2008) um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Síðan segir svo: Láti sölustjóri af starfi skuldbindur hann sig til þess að slíta öll persónuleg viðskiptatengsl hvort heldur er með beinum eða óbeinum hætti við birgja S. Gu ðjónssonar ehf. Brot á þessum atriðum gerir starfsmann skaðabótaskyldan um það fjárhagstjón sem S. Guðjónsson ehf. verður fyrir vegna þessa. Trúnaður þessi gildi áfram eftir starfslok. Stefndi sagði upp starfi sínu í árslok 2016. Í tölvuskeyti sínu til s tefnanda 21. janúar 2017 gerir stefndi grein fyrir forsendum uppsagnarinnar, m.a. því að hann hafi tekið þátt í miklu uppbyggingarstarfi sem hafi skilað stefnanda mikilli framlegð án þess að hann nyti þar góðs af, auk þess sem sjónarmið stefnda og stefnand a um endurskipulagningu sölumála hafi ekki farið saman. Eftir uppsögn stefnda bauð stefnandi stefnda samning við móðurfélag stefnanda AKSO ehf. og í Verktakas Í verktakasamningnum var m.a. tekið fram að verktakagreiðslur yrðu greiddar stefnda mánaðarlega 1. maí, 1. júní og 1. júlí 2017 og að við starfslok stefnda tæki stefnandi við öllum viðskiptasamböndum og verkefnum sem áður voru á höndum stefnda. Þá segir svo: Báðir aðilar eru sammála um að birgjasambönd S. Guðjónssonar eru ein mikilvægasta eign félagsins og að við tímamótin sé rétt að PH sé ekki í sambandi við fulltrúa birgja félagsins nema að höfðu samráði við félagið og með leyfi þess. ii) Stefndi tilkynnti stefnanda með tölvuskeyti 1. maí 2017 að hann væri búinn að ráða sig til starfa hjá Rafali ehf. Tekur stefndi fram í skeytinu að í tengslum við ráðningu hans hjá R afali ehf. hafi verið ákveðið að aðskilja fjarskiptastarfsemi sem verið hafði í því félagi og stofna nýtt félag, Lýsir ehf., og að stefndi yrði starfsmaður þess nýja félags. Hlutverk hans þar væri að koma að uppbyggingu þjónustu sem lægi nálægt áhugasviði hans. Einnig skyldi hann sjá um öll innkaup og sölu á efni, hvort sem væri frá innlendum birgjum eða beint frá framleiðendum. iii) Einn af helstu birgjum stefnanda er Corning Optical Communications GmbH. (Corning), sem er dótturfélag Corning Inc., sem er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í New York. Segir í stefnu að fyrirtækið sé þekkt á heimsvísu fyrir framleiðslu á sérhæfðum glerlausnum og fjarskiptabúnaði. Fyrir liggur að á meðan stefndi starfaði hjá stefnanda var hann í samskiptum við fulltrúa Co rning. Í stefnu er því m.a. lýst að framkvæmdastjóri stefnanda hafi tekið á móti sölustjóra Corning í júlí 2017 og að framkvæmdastjórinn hafi lýst fyrir sölustjóranum áhyggjum sínum vegna viðskipta Corning við hið nýstofnaða félag Lýsi ehf. 6 Með tölvusk eyti sölustjóra Corning til framkvæmdastjóra stefnanda þann 31. júlí 2017 staðfesti sölustjórinn að félagið seldi einnig vörur til Lýsis ehf. Kom fram í bréfinu að við val Corning á dreifingaraðilum væri eingöngu byggt á hlutlægum viðskiptalegum forsendum en ekki á persónulegum vinatengslum einstakra starfsmanna við fulltrúa viðskiptavina. Einnig sagði í bréfinu að samningar Corning væru ekki byggðir á einkarétti til sölu. iv) Með bréfi stefnanda, dags. 6. desember 2017 til stefnda, var stefndi upplýstur um þá afstöðu stefnanda að stefndi hefði brotið gegn starfsskyldum sínum með því að vera í sambandi við stærstu birgja stefnanda. Með bréfum, dags. 15. og 17. desember 2017, var nýjum vinnuveitanda stefnda og Corning einnig gerð grein fyrir þessari skoðun stefnanda og jafnframt skorað á félögin að taka tillit til þeirra athugasemda sem stefnandi hefði fært fram í því sambandi. II. 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn lögum, ráðnin garsamningi sínum hjá stefnanda og samkomulagi frá 27. febrúar 2017. Með brotum sínum hafi stefndi valdið stefnanda tjóni sem honum beri að bæta stefnanda. Stefnandi byggir á því að stefndi sé bæði skaðabótaskyldur innan og utan samninga. Hann hafi bakað s ér skaðabótaskyldu innan samninga með því að hafa haldið tengslum við viðskiptamenn og birgja stefnanda eftir starfslok sín hjá stefnanda þrátt fyrir skýr ákvæði ráðningarsamnings og staðfestingu stefnda þann 27. febrúar 2017 um að hann myndi láta öll viðs kiptasambönd og verkefni af hendi til stefnanda við starfslok. Þá beri stefndi skaðabótaábyrgð utan samninga vegna brota sinna gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 og á grundvelli almennra skaðabótareglna. Stefnandi t elur tjón sitt verulegt, þó að hann hafi ekki endanlegar upplýsingar um umfang brota stefnda gegn viðskiptamannaákvæði ráðningarsamningsins. Stjórn stefnanda hafi þurft að verja miklum tíma í málið, mikill kostnaður hafi farið í ráðgjafarvinnu, ráða hafi þ urft nýtt starfsfólk og fara í mikla stefnumótunarvinnu. Stefnandi telur að stefndi hafi brotið gegn 16. gr. c í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005. Stefndi hafi haft upplýsingar um viðskiptavini og birgja stefnanda, upp lýsingar um verð sem stefnandi gat boðið í útboðum og upplýsingar um innkaupsverð á þeim vörum sem stefnandi hafði umboð fyrir hér á landi. Stefnandi telur að tekið hafi verið fullt tillit til 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda lögg erninga þegar ráðningarsamningurinn var gerður við stefnda. Stefnandi hafi verið að tryggja réttmæta samkeppnishagsmuni sína, sem felist m.a. í viðskiptasamböndum og þeirri viðskiptavild sem þeim fylgi. Stefnandi telur skilyrði skaðabótaskyldu uppfyllt. Háttsemi stefnda hafi bæði verið saknæm og ólögmæt og hún hafi valdið stefnanda tjóni er sé sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. Orsakatengsl á milli tjóns stefnanda og háttsemi stefnda séu skýr. Stefnandi telur að hagnaður Lýsis ehf. sé beint tjón ha ns. Auk þess hafi hann orðið fyrir fjártjóni við það að þurfa að keppast við að halda birgjum og viðskiptavinum. Skýrasta tjón stefnanda sem stefndi hafi valdið með háttsemi sinni sé tengt verðkönnun Mílu ehf. á árinu 2017. Stefnandi hafi átt lægsta tilboðið í verð fyrir strengi sem nota átti vegna ársins 2017, en á því ári hafi tilboðið verið miðað við að framlegð s tefnanda væri 20%. Stefnandi hafi miðað við 15,54% framlegð í fyrrgreindri verðkönnun Mílu ehf. vegna ársins 2018. Þetta lægra framlegðarviðmið hafi verið sett fram bæði vegna þess að magn efnis sem Míla ehf. hugðist kaupa hafði aukist frá árinu 2017 og ek ki síður vegna þess að fyrirsvarsmenn stefnanda óttuðust að Lýsir ehf. myndi gera lágt tilboð. Sá ótti hafi verið á rökum reistur því að Lýsir ehf. hafi átt lægsta tilboð, tilboð sem byggðist á því að félagið útvegaði ljósleiðarabúnað frá Corning. Viðskipt asamband Lýsis ehf. og Corning sé til komið vegna þeirra tengsla sem stefndi hafi myndað við starfmenn Corning í starfi sínu hjá stefnanda. Hagnýting stefnda á tengslunum 7 og upplýsingum úr eldra starfi hafi leitt til þess að Lýsir ehf. gat boðið lægst í ve rðkönnun Mílu ehf., á kostnað stefnanda. Samkvæmt áætlun og tilboðsforsendum stefnanda sé töpuð framlegð vegna þessa eina tilviks 14.495.420 krónur. Þessu til viðbótar hafi stefnandi orðið fyrir beinu og óbeinu tjóni af háttsemi stefnda sem felist í skað a á viðskiptavild og ímynd félagsins, auknum útgjöldum til kaupa á sérfræðiþjónustu, svo sem lögmannsþjónustu og ráðgjafarþjónustu vegna breytinga á rekstri félagsins, sem og ýmsu tjóni sem ekki sé að fullu komið fram en verði skýrara með tímanum. Stefnand i telji ljóst að tjónið hlaupi nú þegar á tugum milljóna króna og að þegar fram líði stundir, ef ekki verður hægt að grípa inn í, muni það nema hundruðum milljóna króna. Stefnandi tekur fram að hér að framan hafi aðeins verið rakinn hluti þess tjóns sem s tefnandi byggi á að hann hafi orðið fyrir vegna ólögmætrar háttsemi stefnda. Dómkrafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu með dómi byggist á því að ekki sé víst að allt tjónið sé þegar komið fram og heildarumfang þess sé því ekki enn þekkt. Háttsemi st efnda hafi verið gegn betri vitund og hann haldið henni áfram þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir stefnanda. Stefnandi byggir á því að hann hafi ótvíræða lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um tilvist og efni bótaskyldunnar með viðurkenningardómi, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir dómkröfur sínar á því að hann hafi ekki brotið gegn ráðningarsamningi sínum við stefnanda eins og haldið sé fram í stefnu og því beri að sýkna hann af kröfum stefnanda. Ekkert liggi fyrir í málinu er sýni fram á að málatilbúnaður stefnanda eigi við rök að styðjast og beri hann sönnunarbyrðina fyrir fullyrðingum sínum. Þvert á móti liggi fyrir staðfesting birgisins sem málið virðist snúast um (Cor ning Optical Communications GmbH) á því að málatilbúnaðurinn sé á sandi reistur. Stefndi hafi slitið öllum viðskiptalegum tengslum við birgja sem voru í viðskiptum við stefnanda eftir að hann hætti störfum. Þá tekur hann fram að hann hafi ekki átt frumkvæ ði að því að Corning Optical eða Communications GmbH óskaði eftir því að heimsækja nýjan vinnuveitanda sinn eða hefja viðskiptasamband við hann. Þá liggi engar vísbendingar fyrir í málinu um að stefndi hafi brotið gegn 3. gr. ráðningarsamningsins, þagnarsk yldu eða öðrum skyldum skv. 1. og 2. mgr. samningsins, eða ákvæði 16. gr. c í lögum nr. 57/2005. Fullyrðingar í stefnu séu óljósar og engar sannanir lagðar fram um meint samskipti stefnda við viðskiptavini og birgja stefnanda. Virðist þar vera byggt á órök studdum grun. Í ráðningarsamningi sé ekkert ákvæði sem banni stefnda að ráða sig til samkeppnisaðila stefnanda, eins og tíðkist þegar um starfsmenn í fyrirtækjum er að ræða er búa yfir mikilvægum viðskiptaleyndarmálum. Það sé eðlilegt, þar sem stefndi búi ekki yfir neinum slíkum leyndarmálum. Viðskiptin sem hann vann við hjá stefnanda vörðuðu kaup og endursölu á vörum sem framleiddar eru erlendis. Þessar upplýsingar geti ekki talist vera atvinnuleyndarmál í lagalegum skilningi eða geta leitt til þess að al mennu starfsfólki sé gert ómögulegt að færa sig á milli heildsölufyrirtækja sem starfa á sama markaði. Jafnvel þó samið hefði verið um bann á ráðningu stefnda til samkeppnisaðila þá væru þær hömlur andstæðar 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð o g ógilda löggerninga og þar með ógildar. Atvinnufrelsi sé stjórnarskrárvarin mannréttindi samkvæmt 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Ekki fái staðist að ákvæði laga nr. 57/2005 verði látin leiða til þess að almennar upplýsingar um gö mul innkaupsverð og mismikla álagningu á vörum fyrri vinnuveitanda á heildsölumarkaði geti leitt til skerðingar á atvinnufrelsi manna. Með því yrðu störf hundruða eða þúsunda Íslendinga sett í hættu þar sem um er að ræða upplýsingar sem fjöldi starfsmanna í öllum heildsölufyrirtækjum hefur aðgang að. Rétt sé að geta þess að þessar upplýsingar eru ekki meðhöndlaðar sem atvinnuleyndarmál hjá stefnanda. Allir starfsmenn stefnanda hafi óhindraðan aðgang að þessum upplýsingum þar sem allir samningar, sértækir ve rðlistar frá birgjum og tilboð til viðskiptavina séu vistaðir á sameiginlegum gagnagrunni fyrirtækisins. Stefnandi túlki ákvæði 16. gr. c í lögum nr. 50/2005 rúmri lögskýringu og telji hugtakið atvinnuleyndarmál ná yfir tilvik sem ekki sé unnt að skoða s em slík. Þar sem um takmarkanir á 8 atvinnufrelsi sé að ræða beri þvert á móti að túlka ákvæðið þröngt. Ekki hafi verið sýnt fram á eða gert líklegt að stefndi hafi miðlað eða tekið með sér trúnaðarupplýsingar eða hafi búið yfir vitneskju sem geti talist atv innuleyndarmál. Stefndi telur fráleitt að vitneskja um innkaupsverð og álagningu teljist atvinnuleyndarmál, enda samningar við birgja og viðskiptavini háðir mörgum breytum. Þetta birtist m.a. í stefnunni þar sem í kafla 3.10.1 komi fram að stefnandi hafi breytt framlegðarviðmiðum sínum, m.a. vegna þess magns sem óskað var eftir og ótta við aukna samkeppni. Hugsanleg vitneskja stefnda um gömul innkaupsverð og breytileg viðmið um framlegð sé því ekki atvinnu - eða viðskiptaleyndarmál í skilningi laganna. Með hugtökunum sé átt við upplýsingar um innra skipulag, sérstaka þekkingu á viðskiptavinum, markaðsrannsóknir, rekstrarniðurstöður og tölfræðilegar upplýsingar. Ekkert liggi fyrir um að stefndi hafi vitað um innkaupsverð stefnanda á vörum sem boðnar voru í út boðinu hjá Mílu eða að hann hafi nokkuð vitað um hugsanlega álagningu stefnanda í útboðinu, enda hafi útboðið farið fram hálfu ári eftir að stefndi hætti störfum hjá stefnanda. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að stefndi hafi veitt þriðja aðila upplýsing ar eða hagnýtt upplýsingar sjálfur eða notað með ólögmætum eða óeðlilegum hætti. Það eina sem stefndi hafi tekið með sér úr starfi sínu hjá stefnanda hafi verið þekking og reynsla sem hann hafði að mestu yfir að ráða áður en hann réð sig til starfa hjá ste fnanda. Þekkingin sé að mestu tæknilegs eðlis og ekki bundin við rekstur stefnanda og skipti ekki máli fyrir starfsemi hans. Stefndi hafi engar tilraunir gert til að afla viðskiptatengsla við birgja stefnanda eða reyna að komast yfir viðskiptatengsl við vi ðskiptavini hans. Tæknileg þekking stefnda sé mikil og hugsanlega sé hann meðal þeirra einstaklinga hér á landi sem búi yfir einna mestri þekkingu á sínu fagsviði. Þá þekkingu og reynslu megi hann nota án afskipta hjá nýjum vinnuveitanda. Ef erlendir birgj ar eða aðilar á viðkomandi markaði telja hag sínum best borgið með að leita til nýs vinnuveitanda hans vegna þessarar þekkingar þá sé ekkert athugvert við það en frumkvæði að því hafi stefndi ekki átt. Stefndi telur að skilyrði skaðabótaábyrgðar séu ekki f yrir hendi í þessu máli. Stefndi hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi, ekki hafi verið sýnt fram á orsakatengsl milli meintrar háttsemi og meints tjóns og ekki verði séð að meint tjón geti verið sennileg afleiðing hinnar meintu háttsemi. Stefndi bendir á að stefnandi krefjist viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem fullyrt er að stefndi hafi valdið án þess að nokkur tilraun sé gerð í stefnu til að sýna fram á tjón. Krafan sé því ekki dómtæk eins og hún sé sett fram og beri því að vísa málinu fr á dómi af sjálfsdáðum. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur fyrir dóminum Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður stefnanda, stefndi, Pétur Hrafnsson, og Valdimar Kristjónsson, stjórnarmaður Lýsis ehf. og fyrirsvarsmaður Rafals ehf. III. Í máli þessu k refst stefnandi þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir vegna brota stefnda gegn ákvæðum ráðningarsamnings í kjölfar starfsloka hans á árinu 2017. Stefnandi telur að stefndi hafi valdið sér tjóni og beri skaðabótaábyrgð innan samninga með því að hafa haldið tengslum við birgja stefnanda eftir starfslok hans hjá stefnanda. Þá beri hann skaðabótaábyrgð utan samninga vegna brota sinna á 16. gr. c í lögum nr. 57/2005. Stefnandi tekur fram að hann telji tjón sitt verulegt. Hagnaður Lýsis ehf. sé beint tjón hans, auk þess sem hann hafi orðið fyrir fjártjóni við það að þurfa að halda birgjum og viðskiptavinum. Skýrasta tjón hans sé töpuð framlegð sem tengist verðkönnun Mílu ehf. Þá tekur stefnandi fram að hann telji að tjón hans hlaupi nú þegar á tugum milljóna króna og að þegar fram líði stundir, ef ekki verður gripið í taumana, muni það nema hundruðum milljónum króna. Þá tekur hann fram að hann geri kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu, sbr. 2. mgr. 25. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem ekki sé víst að allt tjónið sé þegar komið fram og heildarumfang þess því enn ekki þekkt. Stefndi hafnar því að hafa brotið gegn ráðningarsamningi sínum eða ákvæði 16. gr. c í lögum nr. 57/2005. Þá hafi hon um ekki verið bannað að ráða sig til starfa hjá samkeppnisaðila stefnda, auk þess sem hann hafi ekki búið yfir neinum viðskiptaleyndarmálum. Eftir að hann hafi látið af störfum hjá stefnanda 9 hafi hann slitið öll viðskiptaleg tengsl við birgja sem voru í vi ðskipum við stefnanda. Þá hafi hann ekki átt frumkvæði að heimsókn Corning til hins nýja vinnuveitanda stefnda, eða þeirri ósk Corning að hefja viðskipti við hann. Þá bendir stefndi á að krafa stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé ekki dómtæk ein s og hún sé sett fram, þar sem í stefnu sé engin tilraun gerð til að sýna fram á tjón. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu, enda hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í dómum Hæstaréttar verið skýrður á þann hátt að sá sem höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyri r tjóni, gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við ætlað skaðaverk. Í 1. mgr. 80. gr. sömu laga er boðið að krafa verði að koma skýrt fram í stefnu auk þess sem lýsing málsatvika verði að vera svo glögg að ekki fari milli m ála hvert sakarefnið er. Í stefnu gerir stefnandi grein fyrir því með hvaða hætti stefndi hafi brotið gegn ráðningarsamningi aðila. Stefndi hafi haft upplýsingar um viðskiptavini og birgja stefnanda, upplýsingar um verð sem stefnandi gat boðið í útboðum o g upplýsingar um innkaupsverð á þeim vörum sem stefnandi hafði umboð fyrir hér á landi. Notkun þessara upplýsingar hafi falið í sér brot á ráðningarsamningi aðila. Eins og áður er rakið má ráða af málatilbúnaði stefnanda að hann telji að hagnaður samkeppn isaðila, Lýsis ehf., sé beint fjárhagslegt tjón hans, auk þess sem hann hafi orðið fyrir fjártjóni við það að þurfa að keppast við að halda birgjum og viðskiptavinum. Bendir stefnandi á það í dæmaskyni að þar sem stefnandi hafi þurft að lækka framlegð sína úr 20% í 15,54%. Hér ber þess að gæta að hugsanlegur hagnaður fyrirtækja á að jafnaði rót að rekja til margvíslegra atriða sem bæði varða tekju - og útgjaldaliði viðkomandi fyrirtækis. Með svipuðum hætti e r minnkandi framlegð fyrirtækis á tilteknu tímabili háð margvíslegum atriðum sem varða tekju - og útgjaldaliði þess. Þessi atvik geta því ekki, án nánari skýringa og gagna, verið sönnun þess að meint brot á ráðningarsamningi aðila hafi valdið stefnanda umræ ddu tjóni. Því til viðbótar er því lýst að tjónið kunni að hlaupa á tugum milljóna króna og er engin skýring gefin á því í hverju það tjón kunni að vera fólgið. Loks er því lýst að stefnandi hafi orðið fyrir beinu og óbeinu tjóni af háttsemi stefnda sem fe list í því að hafa skaðað viðskiptavild og ímynd félagsins og valdið auknum útgjöldum til kaupa á sérfræðiþjónustu. Engin nánari skýring er þó gefin á þessu tjóni. Að mati dómsins þykir stefnandi ekki hafa gert skýra grein fyrir því í hverju tjón hans hafi verið fólgið, hver séu tengsl þess við málsatvik og þá alveg sérstaklega hvernig það megi rekja til meints brots stefnda á ráðningarsamningi. Nægir ekki almenn lýsing á mögulegu tjóni í þessu sambandi. Með vísan til þessa er stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti málið Gestur Gunnarsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Ragnar Baldursson lögmaður. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Pétur Hrafnsson, er sýknaður af kröfu stefnanda, S. Guðjónssonar ehf. Stefnanda ber að greiða stefnda 800.000 krónur í málskostnað.