LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 636/2019 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir , settur saksóknari ) gegn Mahdi Soussi (Guðmundur St. Ragnarsson, Þorgils Þorgilsson lögmaður, 2. prófmál) ( Valgerður Dís Valdimarsdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Miskabætur. Útdráttur M var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A inni á salernisbás skemmtistaða r án hennar samþykkis með nánar tilgreindum hætti og með háttseminni veitt henni tiltekinn áverka. Við ákvörðun refsingar M var litið til 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og var honum gert að greiða A 1.800.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 26. ágúst 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 2019 í málinu nr. S - [...] /2019 . 2 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, til vara að bætur verði lækkaðar. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 2.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði, en til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms hvað varðar einkaréttarkröfu hennar. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í ákæru er ákærði sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 16. desember 2018, á kvennasalerni [...] í Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola, án samþykkis hennar, en ákærði hafi komið á eftir henni inn á salernisbás, læst hurðinni og tekið um mitti hennar, snúið henni við, rifið niður um hana buxurnar og þvingað hana til samræðis og endaþarmsmaka, auk þess að notfæra sér að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Af þessu hafi brotaþoli hlotið sprungu við endaþarm og mar á hægri síðu. Eru brotin talin varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Í hinum áfrýjaða dómi er ákærði sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru. Hins vegar eru bæði brotin þar heimfærð til ákvæða 1. mgr. 194. gr. almennra he gningarlaga þar sem talið var ósannað að ölvunarástand brotaþola umrætt sinn hefði valdið því að hún hefði ekki verið fær um að sporna gegn verknaði ákærða. Var ákærði því sýknaður af sakargiftum samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, svo sem ho num var gefið að sök í ákæru. Ákæruvaldið unir héraðsdómi að þessu leyti og kemur þessi þáttur í úrlausn hans því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. 7 Atvikum málsins er nægilega lýst í héraðsdómi og þar er réttilega rakinn framburður brotaþola og ann arra vitna. Svo sem getið er í hinum áfrýjaða dómi kaus ákærði að gefa ekki skýrslu í héraði. Þá gaf hann ekki skýrslu fyrir Landsrétti en fyrir réttinum liggur ódagsett en vottuð og undirrituð yfirlýsing ákærða þess efnis að hann staðfesti að hann muni ek ki mæta í aðalmeðferð í áfrýjunarmálinu fyrir Landsrétti nr. 636/2019 og jafnframt að hann geri ekki athugasemd við að málinu verði fram haldið þar án viðveru hans. 8 Svo sem rakið er í endurriti úr þingbók héraðsdóms sótti ákærði þing við þingfestingu málsi ns í héraði. Er þar bókað eftir honum að hann neiti sök og krefjist þess að bótakröfu verði vísað frá dómi. Þá er haft eftir ákærða að hann kannist við að hafa hitt brotaþola en að atvik hafi verið með öðrum hætti en lýst sé í ákæru. Loks er bókað að ákærð i telji skilyrði saknæmis ekki uppfyllt. 9 Samkvæmt skýrslu sem tekin var af ákærða hjá lögreglu 16. desember 2018 var hann að vinna á [...] við að taka til og þrífa rétt fyrir lokun um klukkan hálffjögur aðfaranótt þess dags. Ákærði lýsti því að þau brotaþ oli hefðu hist og rætt saman fyrr um kvöldið þetta kvöld. Augljóst hafi verið að brotaþoli hefði áhuga á ákærða. Þegar hann hefði verið á leið inn á salerni að þrífa rétt fy rir lokun hefði hann séð mann halda í höndina á brotaþola og reyna að opna geymsludyr við hliðina á karlasalerninu í þeim tilgangi að fara með hana þangað inn. Brotaþoli hefði augljóslega verið drukkin og taldi ákærði ljóst að hún vildi ekki vera þarna. 10 Á kærði lýsti því að hann hefði skorist í leikinn og fylgt brotaþola inn á kvennasalernið en síðan farið fram til að kíkja eftir manninum sem hafði verið með henni. Sá hefði 3 staðið fyrir utan salernið og greinilega verið að bíða þess að ákærði hefði sig á br ott svo að hann kæmist þangað inn til brotaþola. Eftir að hafa farið inn á karlasalernið kvaðst ákærði hafa farið aftur inn á kvennasalernið að ná í glös en þá hefðu tvær konur verið á leiðinni þaðan út. Brotaþoli hefði þakkað ákærða fyrir að hafa losað ha na við manninn og byrjað að kyssa hann. Hana hafi vantað salernispappír til að þurrka sér og því hafi ákærði náð í pappír en þar sem hann hefði verið að reyna að setja pappírinn í pappírsvélina inni í salernisbásnum hafi brotaþoli togað niður buxur hans. Á kærði kvað brotaþola hafa veitt sér munnmök í stutta stund en síðan hefði hún staðið upp af klósettinu. Þá hefði maðurinn, sem hefði beðið fyrir utan, bankað á dyrnar en brotaþoli þrýst ákærða upp að hurðinni, snúið sér og því snúið baki í ákærða, gyrt nið ur um sig og ýtt með höndunum í vegginn á móti. Þegar maðurinn hefði reynt að opna dyrnar að salernisbásnum hafi brotaþoli ýtt á móti og lokað þeim aftur. Ákærði kvað hurðina að salernisbásnum hafa verið ólæsta meðan á þessu stóð. 11 Ákærði kannaðist við að hafa reynt að hafa samfarir við brotaþola en tók svo til orða að það hefði bæði tekist og ekki tekist. Spurður um skýringu á því orðalagi svaraði ekki lengra og ég dró mig ú t og við vorum bæði að hysja upp um okkur þegar samskipti þeirra brotaþola ekki hafa staðið yfir lengur en í eina til þrjár mínútur en kvað augljóst að brotaþoli vildi stunda ky nmök með honum. Spurður um ölvunarástand brotaþola, taldi ákærði hana hafa verið drukkna en að hún hefði þó ekki 12 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti voru spilaðar í heild upptökur í hljóði og mynd af framburði brotaþola og vitnanna E , F , G og C fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 13 Í samræmi við það sem að framan er rakið, tekur saksókn á hendur ákærða í málinu nú til þess að hann hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án samþykkis hennar með þeim hætti og þeim afleiðingum, se m lýst er í ákæru. 14 Í verknaðarlýsingu ákæru er því lýst að brotaþoli hafi meðal annars hlotið mar á hægri mi ákærða sem í ákæru greinir og í því sambandi vísað til lýsingar brotaþola í framburði hennar fyrir dómi um að ákærði hefði gripið harkalega um hana umrætt sinn til að snúa henni við. 15 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæru valdinu sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Við sakarmat þarf jafnframt að gæta þeirrar meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 109. gr. sömu laga en samkvæmt henni metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vef engd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur 4 ákærða hafi, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Þá er í 2. mgr. sömu lagagre inar mælt fyrir um að dómari meti hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af. 16 Eins og rakið er í niðurstöðukafla héraðsdóms kemur fram í gögnum frá neyðarmóttöku og skýrslu læknis f yrir héraðsdómi að maráverkinn var ekki skoðaður sérstaklega við komu brotaþola þangað þar sem brotaþoli vakti ekki athygli á honum. Liggur fyrir í málinu að hún sagði fyrst frá marinu við skýrslutöku hjá lögreglu nokkru síðar en það var þó ekki myndað við það tækifæri. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst brotaþoli fyrst hafa tekið eftir marinu á síðunni daginn eftir ætlað brot og tekið þær myndir af því sem eru meðal rannsóknargagna málsins. Að þessu gættu og með hliðsjón af neitun ákærða á öllum sakar giftum í ákæru verður ekki talið nægilega sannað að mar á hægri síðu brotaþola verði rakið til háttsemi ákærða umrætt sinn. Þegar litið er til framburðar vitnanna og dyravarða [...] F og C fyrir héraðsdómi og lýsingar ákærða í lögregluskýrslu verður jafnfr amt að telja ósannaða þá verknaðarlýsingu í ákæru að ákærði hafi læst hurðinni að salernisbásnum þegar hann fór þangað inn til brotaþola umrætt sinn. 17 Svo sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi gætir nokkurs ósamræmis milli þeirra skýringa sem ákærði gaf á veru sinni inni á salernisbásnum, annars vegar við skýrslutöku hjá lögreglu og hins vegar í samtölum við samstarfsmenn eftir að atvikin urðu sem þeir lýstu í vitnaskýrslum sínum við aðalmeðferð í héraði. Lýsingar ákærða að þessu leyti skipta máli við úrlausn má ls þessa. Eins og áður greinir kaus ákærði að gefa ekki skýrslu fyrir dómi, hvorki í héraði né fyrir Landsrétti. Er það mat Landsréttar að framangreint misræmi í frásögn ákærða af atburðum rýri óhjákvæmilega trúverðugleika framburðar hans hjá lögreglu. Er fallist á það með héraðsdómi að skýringar ákærða séu ótrúverðugar og fái hvorki stoð í gögnum málsins, ummerkjum á vettvangi né framburðum vitna og verður framburðurinn því ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins. 18 Framburður brotaþola hefur í öllum meginatriðum verið stöðugur allt frá upphafi og fær jafnframt stoð í rannsóknargögnum og vætti vitna. Í skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun og móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings er haft eftir brotaþola að ákærði hafi umrætt sinn látið eins og hann væri að hjálp a henni að æla. Í fyrrnefndri skýrslu var hakað í reit um að hún hafi kastað upp en í þeirri síðari er hakað við nei þar sem spurt er um ógleði/uppköst. Verður ekki talið að það rýri svo trúverðugleika frásagnar brotaþola, sem hefur verið á sama ve g í öllum aðalatriðum, allt frá því hún tjáði sig á vettvangi, þótt í skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi verið hakað við með þeim hætti sem hér er lýst. 19 Að þessu virtu er fallist á það með héraðsdómi að sannað sé að ákærði hafi haft samræði við brotaþola umrætt sinn án samþykkis hennar með þeim hætti sem þar er lýst að því frátöldu að ósannað er að ákærði hafi læst hurð að salernisbásnum og veitt 5 brotaþola maráverka á hægri síðu með verknaði sínum. Með vísan til forsendna héraðsdóms er jafnframt staðfest sú niðurstaða að sannað sé að ákærði hafi reynt að þröngva getnaðarlim sínum í endaþarm brotaþola, sem olli því að hún hlaut sprungu við endaþarmsop, og að með þessari háttsemi hafi ákærði gerst sekur um önnur kynferðismök. 20 Með þessum athugasemd um en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða. 21 Við ákvörðun refsingar ákærða verður að líta til ákvæða 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir ref sing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Í þeirri háttsemi sem ákærði er sakfelldur fyrir fólst ólögmæt meingerð gegn brotaþola í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í málinu liggur frammi vottorð sálfræðings um áhrif framangreindra atburða . Að því virtu sem og öllu framangreindu verða staðfest ákvæði héraðsdóms um skyldu ákærða til greiðslu miskabóta sem teljast hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur. Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um vexti af dæmdum miskabótum. 22 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verða staðfest. 23 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs talsmanns brotaþola, sem eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Mahdi Soussi, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði brotaþola, A , 1.800.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2018 til 15. maí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað eru staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.5 86.717 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögman ns, 1.055.240 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Dísar Valdimarsdóttur lögmanns, 458.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 12. júní 2019, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, d ags. 14. mars 2019, á hendur: 6 [...], óstaðsettum í hús, Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við A, kennitala [...], án hennar samþykkis en ákærði kom á eftir A inn á salernisbás, læsti hurðinni og tók um mitti hennar, sneri henni við, reif niður um hana buxurnar og þvingaði hana til samræðis og endaþarmsmaka auk þess að notafæra sér að A gat ekki spornað við verknaðinum sö kum áhrifa áfengis. Af þessu hlaut A sprungu við endaþarmsop og mar á hægri síðu. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A, kennitala [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 16. desember 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa var kynnt ákærða en með dráttavöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags auk greiðslu þóknunar við réttargæslu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreik ningi auk Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hann þess að málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. I. Aðfaranótt sunnudagsins 16. desember, kl. 4:29, barst lögreglu tilkynning frá fjarskiptamiðstöð fyrir vinkona brotaþola o g hafi brotaþoli legið í fangi hennar. Kvaðst vinkonan hafa heyrt að brotaþola hefði verið nauðgað af starfsmanni á salerni staðarins. Í skýrslunni kemur fram að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi, grátið og verið máttlaus. Lögreglumaður sem ritaði frums kýrslu hafði kveikt á búkmyndavél á meðan á aðgerðum á vettvangi stóð. Sést þar m.a. stutt samtal hans við brotaþola áður en hún var flutt á slysadeild. Kvaðst hún hafi verið inni á salerni þegar starfsmaður hefði læst sig inni á salernisbásnum með henni. Á vettvangi var einnig rætt við vitni sem hafði kallað eftir aðstoð dyravarða. Þá var rætt við dyraverðina. Vísaði annar þeirra á ákærða sem var i nnandyra og var hann handtekinn. Kveikt var á myndupptöku í lögreglubifreið og þar sést er ákærði segir að hann hafi aðeins verið að hjálpa brotaþola sem hafi verið að kasta upp. Í skýrslu rannsóknarlögreglumanns er gerð grein fyrir frekari rannsóknara ðgerðum. Segir þar að brotaþoli hafi verið nokkur ölvuð og í miklu uppnámi og hafi því ekki verið unnt að taka af henni vera starfsmann staðarins, komið in n á eftir henni. Hafi hún ekki vitað fyrr en hann hafi verið búinn að að fá sáðlát. Formleg skýrsla var tekin af ákærða í kjölfar handtöku og farið fr am á farbann yfir honum. Krafa um farbann var samþykkt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2018 og sætir ákærði enn farbanni. Meðal gagna málsins er móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings frá 16. desember 2018. Segir í skýrslunni að brotaþoli hafi komið í fylgd vinkonu kl. 4:10. Hafi hún verið mjög ölvuð og hvílst til kl. 8:30 7 hætti á salernisbás. Í skýrslunni segir í samantekt að brotaþoli hafi verið dofin og spennst öll upp við skoðun. Hún hafi lýst óraunveruleikakennd og verið í hálfgerðu losti. Í skýrslunni er nánari grein gerð fyrir andlegum einkennum brotaþola á þessari stundu. Þá liggur fyrir skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun sem fra mkvæmd var af B lækni. Þar er að finna frásögn brotaþola af meintu broti sem átti sér stað þegar hún fór á salernisbás á kvennasalerninu. Hafi hún hallað hurðinni aftur og þegar hún hafi verið staðin á fætur og hafði lokið við að girða upp um sig hafi star fsmaður staðarins, sem sé af erlendu bergi brotinn, komið inn, lokað, læst og tekið niður um hana buxurnar. Hafi hún verið einhvern veginn yfir salerninu og fundið þegar hann fór inn í leggöng hennar en vissi ekki alveg með endaþarm þó hún teldi það líka g eta verið. Hann hafi ekki náð að ljúka sér af og orðið að hætta þegar hann var truflaður. Hafi hann þá opnað og látið sem hann væri að hjálpa henni að kasta upp. Kvaðst brotaþoli hafa frosið algjörlega. Hún kvaðst ekki hafa verið í sínu besta ástandi og al ls ekki í ástandi til þess að sofa hjá neinum. Í skýrslunni er gerð grein fyrir ástandi brotaþola við skoðun. Segir að hún hafi svarað öllu skilmerkilega og verið sjálfri sér samkvæm. Hún hafi tárast nokkrum sinnum og þurft endurtekið að þurrka tárin. Kv aðst hún hafa frosið í aðstæðunum og ekkert getað gert á meðan hún fann að brotið var á sér. Þá kemur fram að brotaþoli hafi ekki fundið fyrir neinu nýju varðandi líkama sinn sem gæti gefið til kynna að um áverka væri að ræða. Engin saga væri um óþægindi , sviða, kláða eða annað frá kynfærum eða endaþarmi. Við kvenskoðun hafi komið í ljós nýleg slímhúðarrifa við endaþarmsop, sprunga um það í niðurstöðu læknisins að hún gæti hafa komið til við meint brot. Ekkert sé að sjá á ytri eða innri kynfærum en það útiloki ekki kynmök. Skýrslur tæknideildar lögreglunnar eru meðal gagna málsins. Í vettvangsskýrslu er að finna ljósmyndir af kvennasale rni og af salernisbásnum þar sem meint brot átti sér stað. Þar má sjá að hilla er ofan við salerni en þar var pappírsrúlla og á veggnum pappírsrúllukassi sem aflæst er með lykli. Einnig má sjá að læsing á hurðarhlera salernisbáss var bogin, en um er að ræð a sveif sem fer inn í fals. Segir í skýrslunni að læsingin hafi verið það mikið glennt út að hún hafi ekki haldið hurðarhleranum. Engin sýni fundust á vettvangi. Þá voru þar engin sýnileg merki um átök. Rannsókn á gögnum sem varðveitt voru á neyðarmóttöku leiddi í ljós að sáðfrumur voru sjáanlegar á smásjárglerjum sem útbúin voru á neyðarmóttöku og mátti því ætla að þar væru lífssýni sem nothæf væru til DNA - kennslagreiningar. Voru sýnin send Nationelt Forensiskt Centrum (NFC) ásamt samanburðarsýnum frá bro taþola og ákærða. Í greinargerð tæknideildar vegna rannsóknarinnar kemur fram að í svari NFC hafi verið staðfest að sáðfrumur hefði verið að finna í tveimur sýnum teknum í kringum endaþarm brotaþola og á leggangavegg. Greining á sýnunum hefði leitt í ljós að bæði höfðu sama DNA - snið, sem reyndist vera DNA - snið ákærða. Önnur sýni voru ekki rannsökuð. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði mældist II. Verðu r nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Brotaþoli salernið og fa rið þangað ein. Hafi maður komið sem vildi leiða hana inn á salerni karla. Hafi ákærði, sem var starfsmaður, komið og gripið inn í og beint henni inn á salerni kvenna. Hafi hún farið inn á salernisbásinn og hafi hurðin verið opin á meðan en hún hafi verið ein þar inni. Þegar hún hafi verið búin hafi ákærði komið og án þess að segja nokkuð ýtt henni inn á básinn og læst. Hann hafi tekið í hana og snúið henni harkalega við með því að grípa um hana miðja, nánar tiltekið undir brjóstin. Hún hafi spurt hvað hann væri að gera en hann hafi rifið niður um hana og þröngvað sér inn í hana. Hafi hún fundið að hann fór inn í leggöng hennar en kvaðst aðspurð ekki muna hvort hann hefði farið inn í endaþarm hennar. 8 Kvaðst brotaþoli hafa reynt að ýta aftur fyrir sig en hann hafi tekið hönd hennar hörkulega frá. Hafi hún brotaþoli ákærða ekki hafa fengið sáðlát. Hún hafi svo heyrt þegar bankað var á hurðina og einhver spur t hvað væri að gerast. Ákærði hafi þá rifið upp um hana buxurnar og látið sem hún hefði þurft að æla. Kvaðst brotaþoli muna eftir því að C, dyravörður sem hún kannaðist við, hefði spurt hana hvort það væri rétt og hún hefði sagt nei og orðið alveg máttlaus . Hafi dyravörðurinn aðstoðað hana í kjölfarið og vinkona hennar hafi einnig komið inn á salernið. Þau hafi síðan farið út og lögreglan komið á vettvang. Þaðan hafi hún farið á neyðarmóttökuna og hitt lækni eftir að hún hefði sofið um stund. Brotaþoli kvað st hafa tekið eftir mari á mjöðm eða við rifbein daginn eftir. Það hafi verið á svæði þar sem hún hafði verið aum eftir atvikið. Hefði hún tekið mynd af áverkunum. Einnig hafi hún verið marin á fleiri stöðum en kvaðst ekki átta sig á því hvernig þeir áverk ar voru tilkomnir. Hún kvaðst aðspurð hafa verið aum við endaþarm. Hún kvaðst ekkert hafa talað við hann og kvað það rangt sem hann héldi fram, að hún hefði sýnt honum áhuga eða átt frumkvæði að kynferðislegum samskiptum við hann á salerninu. Þá kvaðst hún ekki hafa kastað upp á salerninu. Aðspurð kvaðst hún ekki muna eftir því að ákærði hefði sótt salernispappír og komið með. Brotaþoli kvaðst hafa drukkið áf engi á skemmtistaðnum. Hún hefði þó alls ekki verið ofurölvi og myndi atvik vel. Hafi hún verið meðvituð um umhverfi sitt á meðan ákærði braut gegn henni. Spurð um kvaðst brotaþoli þekkja sín mörk í þessum efnum en hún hefði ekki verið nálægt því að vera áfengisdauð þetta kvöld. Aðspurð sagði hún áfallið hafa haft þau andlegu og líkamlegu áhrif á hana sem raun bæri vitni. Brotaþoli lýsti andlegri líðan sinni í kjölfar atviksins og þeim áhrifum sem það hefði haft á breytingum til batnaðar og hefði meðferð hjá sálfræðingi haft þar mikið að segja. D kvað tíma hafi vitnið farið að lengja eftir henni og farið inn á salerni. Þá hafi hún séð brotaþola í fangi dyravarðar og strax séð að eitthvað hefði komið fyrir. Hafi bro taþoli verið í eins konar losti og ekkert sagt fyrr en þær voru komnar út. Þá hafi hún brotnað niður og grátið og sagt vitninu frá því að barþjónn hefði elt hana inn á klósett og nauðgað henni. Síðar hafi brotaþoli sagt henni að gerandinn hefði verið barþj ónninn sem afgreiddi þær á barnum fyrr um kvöldið. Aðspurð kvað vitnið brotaþola ekki hafa sýnt honum nokkurn áhuga. Vitnið kvað brotaþola hafa verið drukkna umrætt sinn en ekki ofurölvi. Vitnið kvaðst hafa drukkið meira en brotaþoli en kvaðst þó hafa veri ð vel meðvituð um umhverfi sitt. Brotaþoli hefði ekki kastað upp um kvöldið svo hún vissi. Aðspurð kvað vitnið brotaþola hafa sýnt sér áverka á síðunni. Vitnið kvaðst hafa farið með brotaþola á neyðarmóttökuna. Atvikið hefði tekið mikið á brotaþola og hún hefði orðið vör um sig gagnvart karlmönnum sem minntu hana á gerandann. Kvaðst vitnið vera besta vinkona brotaþola en þær hefðu kynnst á barnsaldri. E brotaþ ola athygli og minnti að hann hefði rætt eitthvað við hana og hugsanlega ætlað með henni á karlasalernið. Aðspurður taldi hann rétt vera að starfsmaður sem þarna var hefði skipt sér af því. Minnti hann að brotaþoli hefði verið mjög ölvuð. Hafi vitnið ætlað að bíða eftir að brotaþoli væri búin á kvennasalerninu. Hafi hann séð að fyrrnefndur starfsmaður hefði farið inn og út af salernunum. Hafi hann verið að safna saman glösum og hafi hann fylgst með honum. Starfsmaðurinn hafi síðan ekki komið út af salerninu þar sem brotaþoli var fyrir. Minnti hann að hann hefði ýtt á hurðina en henni hefði verið sparkað eða ýtt á móti. Hann hafi ekki heyrt nein hljóð. Kvaðst vitnið hafa farið fram og kallað á dyraverði, en sér hefði þótt þetta grunsamlegt. Hafi hann séð brot aþola og starfsmanninn koma út af salernisbásnum. Hann hafi rætt við lögreglumenn á vettvangi en mundi ekki hvað hann hefði sagt við þá. Þá kvaðst hann hafa séð brotaþola hágrátandi liggjandi í götunni. F ir. Lýsti hann því er maður hefði komið til hans og beðið hann að koma með sér. Hafi vitnið strax skynjað að eitthvað væri að og beðið samstarfsmenn sína, C og G, að koma með sér. Maðurinn hafi farið á undan og inn á salerni og bent á einn 9 básinn. Hafi mað urinn reynt að ýta á hurðina og tekist að opna hana í annarri tilraun. Nánar spurður kvað hann sér hafa fundist sem hurðin hefði verið ólæst. Aðspurður kvaðst vitnið ekki vita hvort læsingin á salernishurðinni hefði verið bogin fyrir atvikið. Þegar hurðin var opnuð kvaðst vitnið hafa séð ákærða og brotaþola standa bogna yfir salerninu og snúa baki í hurðina. Ákærði hafi staðið fyrir aftan hana og verið að hysja upp um sig buxurnar. Hafi hann orðið vandræðalegur og farið að eiga við pappírsrúllu sem var á hi llu ofan við salernið og látið sem hann væri að setja hana í pappírsrúllukassann. Hafi honum ekki fundist það trúverðugt, auk þess sem það hafi þurft að opna kassann með lykli. Kvaðst vitnið muna eftir því að ákærði hefði beðið G um lykil að kassanum á með an hann var enn inni á básnum. Hafi vitninu strax fundist aðstaðan tortryggileg og óeðlileg. Vitnið kvað brotaþola hafa verið stjarfa, hún hafi ekki grátið og ekkert sagt. Hafi hún litið út fyrir að vera mjög drukkin. Hún hafi verið í leggings - buxum sem ha fi pokað í klofinu, líkt og þær væru ekki alveg uppdregnar. Maðurinn sem hefði kallað á vitnið til aðstoðar hefði verið mjög æstur og umhugað um verið að bíða eftir brotaþola og hann hefði, eftir að hann varð þessa áskynja, reynt að ýta upp hurðinni. Hafi vitnið þurft að róa manninn en samstarfsmaður hans, C, hefði hugað að brotaþola sem ekki hefði farið út af básnum fyrr en hann talaði til hennar. Hefði h ann farið með hana út. Kvaðst vitnið virkilega hafa áttað sig á alvarleika málsins þegar hann hefði meðtekið allar upplýsingar og þá orðið mjög reiður. Lögreglan hafi síðan komið og hafi hann þá vísað henni á ákærða. G Hafi viðskiptavinur komið til hennar og F og sagt að verið væri að nauðga stúlku á salerninu. Hafi hún elt þá inn á salernið. Hafi brotaþoli og ákærði komið þaðan út. Hafi ákærði verið með hanska á höndunum og haldið á pappírsrúllu. Vitnið kvaðst hafa lent í orðaskaki við viðskiptavininn sem hefði verið mjög æstur og afskiptasamur. Hún hafi síðan rætt við ákærða sem hafi en hann hafi skilið að hann þy rfti að bíða eftir lögreglunni. Um ástand brotaþola kvað vitnið sér hafa fundist gera gæfist ekki alltaf tími til þess að skipta um pappírsrúllur. Stundum væri pappírsrúllukassanum aflæst eða að settar væru salernisrúllur á hillu inni á salernisbásnum. Vitnið kvaðst hafa munað atvik betur er hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Aðspurð taldi hún því rétt það sem eftir henni væri haft, m.a. um að viðskiptavinur hefði ekki gefið upp ástæðu fyrir því að hann kallaði eftir aðstoð F og að hún hefði séð brotaþola beygja sig í átt að salerninu þegar hún leit i nn á salernisbásinn. C og sótt hann og F. Hann hafi ekki sagt þeim hvað hefði gerst en gengið rösklega af stað. Hafi þeir farið beint inn á kvennasalernið og maðurinn sagt að karlmaður væri inni á einum salernisbásnum með stelpu. Hafi hann gefið í skyn að það væri eitthvað sem hún ekki vildi. Hafi maðurinn ýtt á hurðina en einhver hefði ýtt á móti. Hafi hurðin ekki verið læst. Þá hafi þeir F ýtt aftur á hurðina og hún opnast. Hafi hann séð brotaþola yfir salerninu með bakið í karlmann sem hafi staðið fyrir aftan hana. Hafi það verið ákærði, starfsmaður staðarins. Hafi hann strax farið að afsaka sig og talað um pappírsrúllu og ælu. Aðspurður kvað vitnið pappírsrúllu hafa verið á salerninu. Mundi hann ekki hvort ákærði hélt á rúllunni eða hvort hann hefði teygt sig eftir henni á hillunni. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir að buxur brotaþola hefðu ekki verið dregnar alveg upp í klofið. Brotaþoli hafi síðan snúið sér við og fal lið í fang hans. Hafi hún ekkert notað fæturna og virst ekki vera í góðu ástandi. Vinkona hennar hafi síðan komið á salernið og einnig verið í miklu uppnámi. Hafi hann tekið brotaþola í fangið, farið með hana út og reynt að róa hana. Kvaðst vitnið hafa kan nast við brotaþola, en hún hefði verið með honum í grunnskóla. Hafi tekið tíma að ná athygli H lögreglumaður kvaðst hafa farið á vettvang ef fljótt á vettvang en þar hafi brotaþoli verið utandyra og legið í fangi vinkonu sinnar. Margir hafi verið á vettvangi og átt að fara að loka staðnum. Hafi vinkonan verið æst og sagst hafa heyrt að brotaþola he fði 10 verið nauðgað. Brotaþoli hafi grátið mjög mikið, hún verið máttlaus og varla getað haldið sér uppi. Hún hafi í fyrstu ekki talað neitt en vitnið kvaðst hafa farið með hana í lögreglubifreiðina þar sem hún hefði tjáð sig lítillega. Hafi hún virst vera d rukkin en vitninu hafi fundist greinilegt að eitthvað mikið hefði gerst og fas hennar bent til þess að hún væri í áfalli. Hafi hún lagst á hliðina í bifreiðinni og hágrátið. Vitnið kvað lögregluna hafa farið inn á staðinn og hefði dyravörður borið kennsl á ákærða. Vitnið kvaðst hafa verið með kveikt á búkmyndavél á meðan á þessu stóð og hann hefði átt stutt samtal við brotaþola, eins og nánar er gerð grein fyrir í frumskýrslu. I lögreglumaður lýsti vettvangsrannsókn sinni og annarri aðkomu að málinu. Aðspur ður kvaðst hann hafa myndað umræddan salernisbás. Læsing á hurðarhleranum hefði verið spennt út og því ekki haldið honum, líkt og honum hefði verið ýtt inn og læsingin gefið eftir. Vitnið kvaðst hafa útbúið sérstaka skýrslu vegna pappírsrúllukassa á básnum . Hafi hann verið læstur þegar vitnið kom á vettvang en láðst hefði að geta þess í upphaflegri skýrslu. J, sérfræðingur í tæknideild, gerði grein fyrir aðkomu sinni í tengslum við rannsókn á sýnum úr ákærða og brotaþola til DNA - rannsóknar. Sáðfrumur hafi f undist í sýnum nema því sem tekið var innan úr endaþarmi, það sýni hafi þó sýnt jákvæða svörun við sæðisprófun eins og öll hin sýnin. Einnig hafi sýni úr klofbót nærbuxna brotaþola gefið svörun við sæðisprófun. Kvaðst vitnið hafa fundið sáðfrumur í sýni se m hann hefði útbúið og tekið hafði verið úr leghálsi brotaþola á neyðarmóttöku. Hafi þau sýni sem innihéldu sáðfrumur verið send til frekari rannsóknar. Hafi rannsóknarstofan ytra rannsakað tvö sýnanna sérstaklega, í kringum endaþarm og leggangavegg. Niður staða rannsókna hafi verið sú að sýnin innihéldu DNA - snið ákærða og hafi í framhaldinu verið ákveðið, í samráði við ákæruvaldið, að ekki væri þörf á frekari rannsóknum. Aðspurður kvað vitnið ekki unnt að segja til um magn sæðis út frá jákvæðri svörun sýnan na. Taldi hann þá staðreynd að jákvæð svörun hefði fengist í mörgum sýnum teknum af mismunandi svæðum fremur benda til þess að um sæðisvökva hefði verið að ræða en ekki svokallaðan forvökva. Spurður um sæðisbletti sem fundust á ákærða kvað vitnið ekki unnt að staðfesta hversu gamlir þeir blettir væru. Hins vegar hafi niðurstöður rannsókna sýnt að sæðið hefði verið úr honum. K hjúkrunarfræðingur lýsti ástandi brotaþola við komu á neyðarmóttöku, frásögn hennar af atvikum og aðkomu sinni að öðru leyti. Aðspur ð kvaðst hún hafa merkt við að brotaþoli hefði kastað upp og minnti hana að hún hefði gert það áður en hún kom á neyðarmóttökuna. B læknir fór yfir helstu atriði skýrslu sinnar um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola. Hafi brotaþoli lýst atvikum og te kið fram að gerandinn hefði sett getnaðarlim í leggöng hennar en sagst ekki vita hvort hann hefði haft við hana endaþarmsmök. Nýleg sprunga hafi verið á slímhúð fyrir utan endaþarm sem hafi stafað af þrýstingi á utanvert svæðið. Brotaþoli hafi ekki nefnt a nnað sem hefði gefið til kynna aðra áverka á líkama hennar og því hafi hún ekki verið skoðuð með tilliti til þess. L sálfræðingur kvaðst hafa hitt brotaþola samtals þrettán sinnum, þar af hefði hún farið í níu meðferðarviðtöl. Hún hefði greint frá einkenn um er tengdust umræddu atviki og hefði hún enn haft þau níu vikum eftir atburðinn. Hafi þá verið gert nýtt próf og hafi niðurstaða leitt í ljós skýr einkenni áfallastreituröskunar. Í fyrstu hafi brotaþoli haldið aftur af sér og virst vera dofin og flöt en þegar hún hafi farið að horfast í augu við atburðinn hafi líðan hennar farið versnandi. Hún hafi því þegar hún ræddi atburðinn. Það væri fyrst núna sem batinn væri að hefjast. III. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök nauðgun með því að hafa haft sam ræði og önnur kynferðismök við brotaþola, án hennar samþykkis, á salerni skemmtistaðar þar sem hún var gestkomandi en hann starfsmaður. Samkvæmt verknaðarlýsingu ákæru kom hann fram vilja sínum með því að þvinga brotaþola til samræðis og annarra kynferðism aka með nánar tilgreindum hætti. Þá hafi hann notfært sér ölvunarástand brotaþola sem gerði henni ókleift að sporna við verknaðinum. Ákærði neitar sök. Kannaðist hann við að hafa haft samræði við brotaþola umrætt sinn en kvað það hafa verið með samþykki brotaþola sem jafnframt hefði átt frumkvæðið að kynmökunum. 11 Ákærði kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hann tjáði sig hins vegar á vettvangi, auk þess sem tekin var af honum ítarleg skýrsla hjá lögreglu. Við sönnunarmat verður litið til þessara gagna, sbr. 2. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Til þess er að líta að framburður ákærða á rannsóknarstigi var ekki stöðugur. Þannig voru skýringar hans á veru hans á salerninu með brotaþola ekki á einn veg. Annars vegar greindi hann frá því á vettvangi og í samtali við vitnið G að hann hefð i aðeins verið að aðstoða brotaþola því hún hefði verið að kasta upp. Hins vegar tiltók hann í formlegri skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði verið staddur á salerninu þegar brotaþoli hefði komið út af salernisbásnum og beðið hann um pappír til að þurrka sér og farið að kyssa hann. Hann hafi sótt pappír og ætlað að setja pappírinn í pappírsrúllukassann en þá hafi brotaþoli verið komin inn á salernisbásinn og haft frumkvæði að kynmökum við hann. Hafi hún verið kúndum síðar hafi dyraverðir komið. Að mati dómsins eru framangreindar skýringar ákærða ótrúverðugar. Þá fá þær ekki stoð í gögnum málsins, ummerkjum á vettvangi eða framburðum vitna. Að mati dómsins er það til merkis um huglæga afstöðu ákærða að hann vei tti brotaþola sérstaka athygli um kvöldið og gaf sér að hún hefði sérstakan áhuga á honum. Þá kvaðst hann hafa tekið eftir því að brotaþoli hefði verið ölvuð. Hafi það verið ástæða afskipta hans af vitninu E. Kemur allt framangreint fram í skýrslu hans hjá lögreglu. Brotaþoli gaf skýrslu fyrir dóminum. Lýsti hún skilmerkilega aðdraganda, aðstæðum og því hvernig ákærði hefði haft samræði við hana gegn vilja hennar. Framburður brotaþola var staðfastur, einkar trúverðugur og hefur í öllum meginatriðum verið stöðugur allt frá því að hún tjáði sig á vettvangi. Kom þá strax skýrt fram hjá henni að ákærði hefði brotið kynferðislega gegn henni, eins og vitni bera um. Þá gaf hún nákvæma lýsingu á atvikum á neyðarmóttöku og í skýrslutöku hjá lögreglu. Samkvæmt verk naðarlýsingu ákæru er ákærða gefið að sök að hafa umrætt sinn haft samræði og endaþarmsmök við brotaþola, en við það hafi hún hlotið nánar tilgreinda áverka. Sannað er með framburði brotaþola, framburði ákærða og rannsóknargögnum tæknideildar að ákærði haf ði samræði við brotþola. Þá telur dómurinn sannað að hann hafi jafnframt haft við hana endaþarmsmök. Til þess er að líta að brotaþoli kvaðst brotaþoli e kki vera viss um endaþarmsmökin en taldi það geta verið. Hér fyrir dómi bar hún á sama veg en kvaðst hafa verið aum við endaþarm. Við skoðun sáust nýlegir áverkar við endaþarm og kom fram hjá vitninu B lækni að þeir væru tilkomnir vegna utanaðkomandi þrýst ings á svæðið. Liggur fyrir niðurstaða DNA - rannsóknar sem sýnir að DNA - snið ákærða fannst í sýni sem tekið var við endaþarm brotaþola. Telur dómurinn framangreint styðja það að ákærði hafi reynt að þrengja getnaðarlim sínum í endaþarm hennar, en með því að getnaðarlimur hans snerti svæðið þar í kring hefur hann gerst sekur um önnur kynferðismök en samræði. Vísast í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar í máli nr. 192/2016 og athugasemda með greinargerð með frumvarpi til laga nr. 40/1992 um breyting á almennum hegningarlögum, þar sem önnur kynferðismök eru skilgreind sem háttsemi af kynferðislegum toga sem er til þess fallin að veita geranda kynferðislega fullnægju sem leggja megi að jöfnu við samræði og felur í sér kynferðislega misnotkun á líkama annarrar man neskju. Sannað er með framburði brotaþola að ákærði beitti aflsmunum er hann þvingaði hana til samræðis og annarra kynferðismaka. Eins og rakið hefur verið eru áverkar á endaþarmi raktir til þess. Þá telur dómurinn ekki óvarlegt að telja sannað að mar á h ægri síðu brotaþola verði jafnframt rakið til háttseminnar. Lýsti brotaþoli því hversu harkalega ákærði hefði gripið um hana til að snúa henni við. Kvaðst hún hafa tekið eftir mari næsta dag og myndað það. Samkvæmt því sem fram kemur í gögnum frá neyðarmót töku og skýrslu læknis var það ekki sérstaklega skoðað þar sem brotaþoli vakti ekki athygli á því. Á hinn bóginn vakti brotaþoli athygli á áverkunum og staðsetningu þeirra í skýrslutöku hjá lögreglu fjórum dögum síðar, eins og fram kemur í upptöku af skýrs lutökunni, en áverkarnir voru ekki myndaðir við það tækifæri. Í málinu er ekkert fram komið sem styður framburð ákærða hjá lögreglu um að brotaþoli hafi verið samþykk kynmökum við hann. Á hinn bóginn fær framburður brotaþola um hið gagnstæða styrka stoð af gögnum málsins. Þá lýstu vitnin F og C á greinargóðan hátt upplifun sinni af atvikum og því sem 12 fyrir augu bar er salernisbásinn var opnaður. Eins og sést af upptöku úr búkmyndavél og lýst var í framburði vitna, sér í lagi C og lögreglumannsins H, var ást and brotaþola slíkt strax í kjölfar meints brots að ljóst var að hún hafði orðið fyrir verulegu áfalli. Kemur það heim og saman við greinargóða lýsingu brotaþola á einkennum áfallsins á meðan ákærði braut gegn henni. Fær það stoð af gögnum neyðarmóttöku þa r sem andlegri líðan brotaþola er lýst og sálfræðivottorði í málinu. Samkvæmt framansögðu telur dómurinn að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um nauðgun með þeim afleiðingum sem þar greinir og er háttsemin rétt heimfærð undir 1 . mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa notfært sér að brotaþoli gat ekki spornað gegn áfengismagnið eitt og sé r ekki sönnun þess að ástand brotaþola hafi verið eins og áskilið er í 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Fallast má á það með ákæruvaldinu að almennt hefur ölvunarástand brotaþola þau áhrif að þeir eru síður í stakk búnir til að veita viðnám og auðv eldar það þannig gerendum að brjóta gegn þeim. Þannig er líklegt að ástand brotaþola hafi sumpart haft áhrif á mótstöðuafl hennar. Hins vegar má ljóst vera af skilmerkilegum framburði brotaþola að það var ekki ölvunarástand hennar heldur áfallið sem hafði þau líkamlegu og andlegu áhrif á hana að hún var ekki fær um að sporna gegn verknaðinum, auk þess sem aðstæður voru sérlega ógnvekjandi og óvæntar. Fær þetta stoð í vitnisburði D og H lögreglumanns og öðrum gögnum málsins. Verður háttsemi ákærða því ekki, auk 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, heimfærð undir 2. mgr. ákvæðisins og er ákærði því sýknaður af þeim hluta ákæru. Refsiákvörðun og einkaréttarkrafa Ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað svo vitað sé. Hann hefur nú verið fundinn sekur um gróft kynferðisbrot. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að ákærði var starfsmaður á skemmtistað þar sem brotaþoli taldi sig vera óhulta. Nýtti hann aðstöðu sína til illverka og var ásetningur hans einbeittur. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að háttsemin hefur valdið brotaþola mikilli vanlíðan sem hún glímir enn við. Samkvæmt framansögðu og með vísan til 1., 2., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Brotaþo li á rétt á miskabótum vegna háttsemi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Háttsemi ákærða er almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Fyrir liggur sálfræðivottorð og vitnisburður sálfræðings um áhrif o g alvarlegar afleiðingar brots ákærða fyrir brotaþola. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin 2.000.000 króna en fjárhæðin ber vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærða var birt einkaréttarkrafan við þingfestingu málsins og er upphafsdagur dráttarva xta mánuði síðar. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1.686.400 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns, 774.690 krónur, og 409.148 krónur í annan sakarkostnað. Litið er til umfangs málsins við ákvörðun þóknunar lögmanna. Þá er tekið tillit til vinnu þeirra á rannsóknarstigi og er þóknunin ákvörðuð með virðisaukaskatti. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Mahdi Soussi, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærði greiði A 2.000.000 króna, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 16. desember 2018 til 15. maí 2019, en með dráttavöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1.686.400 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur lögmanns, 774.690 krónur, og 409.148 krónur í annan sakarkostnað .