LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. febrúar 2021. Mál nr. 547/2020 : A ( Guðrún Björg Birgisdóttir lögmaður, Jónína Guðmundsdóttir lögmaður, 4. prófmál) gegn B ( Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður) Lykilorð Börn. Forsjá. Lögheimili. Umgengni. Meðlag. Gjafsókn. Útdráttur A og B deildu um forsjá barna sinna, umgengni og meðlag. Í dómi Landsréttar kom fram að gögn málsins og framburðir aðila fyrir dómi gæfu ótvírætt til kynna að samskiptavandi þeirra væri mikill og djúpstæður. Ekki væru því forsendur fyrir sameiginlegri fors já. Í málinu lá fyrir matsgerð þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að A hefði í gegnum tíðina borið mun meiri ábyrgð á uppeldi barnanna og væri þeim mjög náin. Þá létu bæði börnin eindregið í ljós vilja til að vera í umsjá A og eiga lögheimili hjá henn i. Enn fremur hefði annað barnið átt við mjög alvarleg áfallastreitueinkenni að stríða að undanförnu og tengdist það meðal annars ótta þess við að fara í umsjá föður síns. Með hliðsjón af framangreindu var A falin forsjá barna þeirra. Þá taldi Landsréttur að það þjónaði ekki hagsmunum barnanna að kveða á um umgengni þeirra við B. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um meðlag og lögheimili voru staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Helgi H. Viborg sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Landsréttar 31. júlí 2020. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu málsins 16. september 2020 og áfrýjaði hún málinu að nýju 22. sama mánaðar með heimild í 4. mgr. 153 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 6. júlí 2020 í málinu nr. E - [...] /2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að henni verði einni falin forsjá barnanna C og D til 18 ára aldurs þeirra og að lögheimili þeirra verði hjá henni. Þá krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms um að ekki verði kveðið á um umgengni C við stefnda. Enn fremur krefst hún 2 þess að inntak umgengnisréttar D við stefnda verði endurskoðað. Lok s krefst áfrýjandi málkostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar. 4 Við aðalmeðferð m álsins fyrir Landsrétti gaf skýrslu vitnið J sálfræðingur í því skyni að skýra frá viðtölum við D og meðferð hennar á [...] frá 28. ágúst 2020. Niðurstaða 5 Áfrýjandi höfðaði málið og krafðist þess aðallega að henni yrði einni falin forsjá tveggja barna hennar en til vara að forsjá yrði sameiginleg og að lögheimili þeirra yrði hjá áfrýjanda. Þá krafðist áfrýjandi þess að kveðið yrði á um umgengni þess foreldri s sem ekki fengi forsjá eða lögheimili barnanna. Einnig krafðist áfrýjandi meðlags til framfærslu barnanna til 18 ára aldurs þeirra og málskostnaðar. Stefndi krafðist þess fyrir héraðsdómi að honum yrði falin forsjá barnanna en til vara að forsjá yrði same iginleg. Þá krafðist stefndi greiðslu meðlags og að inntak umgengni yrði ákveðið. Loks krafðist stefndi greiðslu málskostnaðar. Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi en með honum var kveðið á um að forsjá barnanna skyldi vera sameiginleg en lögheimili þeirra hjá áfrýjanda. Þá var stefnda gert að greiða einfalt meðlag með börnunum og kveðið á um umgengni hans við yngra barnið en ekki það eldra. Loks var kveðið á um greiðslu málskostnaðar og gjafsóknarkostnað áfrýjanda. 6 Aðalkrafa stefnda um að málinu ver ði vísað frá Landsrétti er byggð á því að dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp 6. júlí 2020, hafi ekki verið áfrýjað til æðra dóms innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins eins og áskilið sé í 1. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991. Hinn 3. ágús t 2020 hafi verið liðnar fjórar vikur frá uppkvaðningu héraðsdóms. Degi síðar hafi rétturinn gefið út áfrýjunarstefnu í málinu eða eftir að áfrýjunarfrestur hafi verið liðinn og beri því að vísa málinu frá Landsrétti. Þá bendir stefndi á að málið hafi ekki verið þingfest 16. september 2020 og að á því hafi ekki verið gefnar skýringar. 7 Eins og fram er komið barst áfrýjunarstefna til Landsréttar 31. júlí 2020 þar sem áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. [...] /2019. Var áfrýjunarstefnan því afhent réttinum innan lögmælts áfrýjunarfrests, sbr. 1. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991. Fékk málið númerið [...] /2020 fyrir Landsrétti og var áfrýjunarstefnan birt fyrir stefnda 28. ágúst 2020. Ekki varð af þingfestingu málsins 16. september 2020, svo sem ákveðið hafði verið, og því var málið fellt niður með vísan til 1. mgr. 157. gr. laga nr. 91/1991 og stefnda tilkynnt um það með bréfi 17. september 2020. Fyrrnefndum dómi héraðsdóms var áfrýjað á nýjan leik með útgáfu áfrýjunarstefnu 22. september 2020 eða innan lögbundins frests frá fyrirhugaðri þingfestingu fyrra málsins, sbr. 4. mgr. 153. gr. laganna. Samkvæmt þessu var staðið að áfrýjun málsins í samræmi við heimildir laga nr. 91/1991 og því ber að hafna kröfu stefnda um að málinu verði vísað frá Landsrétti. 3 8 Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 skal dómari kveða á um hvernig forsjá barns eða lögheimili skuli háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Þá segir að við mat á því skuli meðal annars litið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, ten gsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barns til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Þá getur dómari samkvæmt 3 . mgr. 34. gr. laganna ákveðið að annað foreldri fái forsjá barns. Einnig getur dómari ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verði sameiginleg telji dómari þær aðstæður vera fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. Við mat á því hvort forsjá s kuli vera sameiginleg ber dómara, auk þeirra atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af aldri og þroska barns og því hvort forsjá hafi áður verið sameiginleg. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til a ð koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði, sbr. 4. mgr. 34. gr. barnalaga. 9 Með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum var lögfest heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Tillaga um same iginlega forsjá kom fram við meðferð Alþingis á fyrrnefndum breytingalögum. Í nefndaráliti segir að sameiginleg forsjá feli í sér að foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns beri að taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barnið. Einnig segir að lögð sé áhersla á að dómara beri aðeins að dæma sameiginlega forsjá ef fyrir liggur að um jafnhæfa forelda sé að ræða, ágreiningur þeirra á milli sé ekki svo djúpstæður að hann sé líklegur til að hafa áhrif á barnið og síðast en ekki síst a ð í hverju tilfelli fari fram mat á því hvort sameiginleg forsjá sé barni fyrir bestu. Sé ágreiningur foreldra þannig að ætla megi að hann stríði gegn hagsmunum barns ber ekki að dæma sameiginlega forsjá. Þá megi raunar einnig telja að forsenda þess að dóm ara sé fært að dæma sameiginlega forsjá sé að ágreiningur foreldra lúti að tiltölulega veigalitlum atriðum. 10 Við mat á því hvernig forsjá barna aðila skuli skipað verður ekki litið fram hjá því að gögn málsins og framburður aðila fyrir héraðsdómi gefa ótví rætt til kynna að samskiptavandi þeirra sé mikill og djúpstæður og liggur fyrir að þau hafa ekki rætt saman um málefni barnanna. Þá segir í hinum áfrýjaða dómi að miklu skipti að aðilar vinni að bættum samskiptum sín á milli og að þeir leiti sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að auka forsjárhæfni sína og hæfni til samskipta þeirra á milli varðandi málefni barna aðila. Einnig að stefndi leiti sér aðstoðar á sviði reiðistjórnunar og áfrýjandi við að byggja upp traust barnanna við stefnda með það að leiðar ljósi að hann verði þátttakandi í lífi þeirra. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var upplýst að engin breyting hefði orðið á samskiptum aðila. Stefndi hefði farið í nokkur viðtöl hjá sálfræðingi en sýndi ekki fram á að hann hefði unnið á árangursríkan h átt að reiðistjórnun eða bættri samskiptahæfni. Þá hefði áfrýjandi leitað til sálfræðings en án árangurs í breyttum samskiptum aðila. Þykir einsýnt að aðilar geti ekki bætt samskiptavanda sinn og sett þarfir barna sinnar ofar eigin þörfum. Er því ekki með nokkru móti unnt að fallast á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að aðilar skuli fara 4 saman með forsjá barnanna. Sjónarmið í þá veru að aðilar hafi hæfni til að vinna saman og hafa sameiginlega forsjá fá því ekki staðist, enda vart hægt að líta svo á að það samrýmist sjónarmiðum í lögskýringargögnum með fyrrnefndum lögum nr. 61/2012 og gerð er grein fyrir að framan, að skipa forsjá barnanna með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. 11 Í niðurstöðu matsgerðar dómkvadds matsmanns kemur fram að forsjárhæfn i áfrýjanda sé meiri en stefnda. Um áfrýjanda segir meðal annars að persónuleikapróf sýni konu sem sé orkumikil, spennt og kát og vilji horfa á jákvæðar hliðar tilverunnar. Hún geti einnig sýnt hvatvísi, skort einbeitingu og farið úr einu í annað. Hún sé o ft kvíðin og áhyggjufull, jafnvel að óþörfu. Hún sé næm fyrir líðan annarra og ánægð með tengsl sín og hafi mikla þörf fyrir athygli, viðurkenningu og ástúð. Þá segir að áfrýjandi forðist að sýna ósætti sitt beint af ótta við neikvæð viðbrögð eða höfnun. U ndir álagi sé líklegra að hún finni frekar fyrir líkamlegum einkennum en að hún horfist í augu við vandamál af persónulegum toga. Fyrir héraðsdómi bar matsmaður að áfrýjandi ærandi mynd af líðan sinni og að samskipti hennar við fólk einkennist af þörf hennar fyrir viðurkenningu. Um stefnda segir meðal annars að hann eigi erfitt með að kynnast fólki og sé var um sig við fyrstu kynni. Þegar á líði slaki hann á og sé ræðinn og ei nlægur. Hann standi fast á sínum skoðunum, sé ósveigjanlegur og eigi erfitt með að samþykkja önnur sjónarmið. Mikil depurðareinkenni komi fram á sálfræðilegum prófum sem stefndi lýsi einnig í viðtölum. Hann gefi þó ekki sögu um klínískt þunglyndi. Stefndi sé afar tortrygginn. Hann upplifi að vera fórnarlamb samsæris, hann sé misskilinn og honum refsað að ósekju. Matsmaður telur ljóst að áfrýjandi hafi alla tíð annast börnin mun meira en stefndi og umgengist þau meira en hann. Báðir foreldrar hafi stuðlað að því að börnin hafi alist upp við stöðugar aðstæður. Ágreiningur og rifrildi fyrir framan börnin hafi þó gert þau óörugg og þó að bæði eigi sök þegar um ágreining þeirra sé að ræða sé ljóst að reiði og skammir stefnda í síma inni á heimilinu hafi einnig va ldið börnunum álagi og áhyggjum. 12 Matsmaður telur að áfrýjandi hafi borið mun meiri ábyrgð en stefndi á uppeldi barnanna og samskiptum svo sem við skóla og vegna tómstunda og heilsugæslu og tekið á þeim málum sem komið hafi upp vegna [...] . Þá hafi áfrýjan di fremur en stefndi stuðlað að vernd og öryggi barnanna. Áfrýjandi eigi mjög auðvelt með að lýsa börnunum, bæði persónuleika þeirra og þroska. Hún hafi mikinn metnað fyrir námi þeirra og haldi þeim að tómstundum. Stefndi þekki persónueinkenni og heilsufar ssögu barnanna ágætlega en hafi þó ekki fylgst með námi þeirra og tómstundum eins og áfrýjandi og hafi aldrei verið í samskiptum við skóla barnanna en hafi áhyggjur af framtíð þeirra og vilji vernda þau og styðja. Frá því í júlí 2018, þegar áfrýjandi fór m eð börnin af heimili fjölskyldunnar, hafi stefndi nær algerlega misst samband við yngra barnið og gengið erfiðlega að endurvekja samband sitt við eldra barnið. Hann virðist ráðalaus um það hvernig hann eigi að nálgast börnin. Þá segir að hann hafi árum sam an vakað fram á nætur og sofið fram eftir á daginn sem ætla megi að myndi 5 gera honum erfitt fyrir að hafa umsjá með börnunum. Hafi stefndi í gegnum tíðina eftirlátið áfrýjanda að sinna daglegri umönnun barnanna sem falli undir forsjá og því hafi ekki reynt á getu hans til að sinna þeim. 13 Um stöðu og líðan barnanna og sérþarfir segir matsmaður um eldra barnið, sem er [...] ára, að það sé nemandi í framhaldsskóla í [...] og hafi aðstöðu hjá [...] en eigi lögheimili hjá áfrýjanda og dvelji þar um helgar. Barni ð sé afburða námsmaður en eigi sögu um [...] . Félagsleg staða þess sé góð en það hafi orðið mikill þátttakandi í deilu foreldranna og vilji vernda móður sína. Deilur og erfiðleikar í samskiptum hvíli á barninu sem þó hafi ekki neinar sérþarfir. Um yngra ba rnið, sem er [...] ára, segir að það búi hjá áfrýjanda og sé í [...] . Það hafi nær engin samskipti haft við föðurfjölskyldu frá sumrinu 2018. Barnið hafi átt undir högg að sækja félagslega, hafi orðið fyrir einelti og hundsun og sé óöruggt í samskiptum. Þa ð sýni einnig mikinn almennan [...] og [...] gagnvart námi, svefni og fleiru. Sérþarfir þess snúi að [...] . Bæði börnin láti í ljós eindreginn vilja til að vera í umsjá áfrýjanda og eiga lögheimili hjá henni. Jafnframt að umgengni við stefnda verði engin e ða eingöngu á þeirra forsendum. 14 Samkvæmt bréfi J sálfræðings 9. janúar 2021 hefur yngra barnið verið til meðferðar á [...] frá því í október 2019. Leitaði áfrýjandi eftir meðferðinni fyrir barnið sem stendur enn yfir. Í bréfinu segir meðal annars að barnið nái greiningarviðmiðum fyrir [...] og [...] ásamt því að sýna alvarleg [...] , [...] og [...] . Frá því í ágúst 2020 hafi barnið sótt 22 viðtöl með það að markmiði að draga úr [...] og [...] og hjálpa barninu að upplifa sig öruggt þar sem það er hverju sinni, að það treysti sér til að fara út og hjálpa því að mæta í skólann. Segi barnið forsjárdeilu foreldra þess vera ástæðu þess að það vilji ekki [...] . Það hræðist að stefndi beiti móður og börnin andlegu og líkamlegu ofbeldi fari það aftur til stefnda og til að komast hjá því kveðst barnið tilbúið að [...] . Hann hafi þó aldrei beitt þau líkamlegu ofbeldi. Í viðtölum hafi barnið lýst mikilli hræðslu við reiði og skapofsa stefnda. Þá hafi barn ið ekki mætt í skóla af ótta við að stefndi sæki það þangað og það þori ekki að andmæla stefnda. Í byrjun árs hafi barnið lýst alvarlegum [...] og verið vísað á [...] þar sem það dvaldi frá 6. til 11. janúar 2021. Í læknisvottorði K sérfræðilæknis 9. janúa r 2021 segir að ástæður innlagnar barnsins á [...] [...] , vaxandi [...] , [...] og alvarleg [...] . Þá segir að það sé mat sálfræðings að barnið búi ekki við nægilega tryggar aðstæður til þess að áfallameðf erð geti hafist. Fyrst þurfi að tryggja öryggi barnsins í heimabyggð og meta þurfi hversu mikið ótryggar aðstæður þar ráði um einkenni barnsins. 15 Við ákvörðun réttarins um skipan forsjár barnanna verða hagsmunir þeirra látnir hafa forgang. Börnin eru [... ] og [...] ára. Verður það eldra 18 ára í [...] . Eins og fram er komið hafa börnin látið í ljós eindreginn vilja til að búa hjá áfrýjanda, vera í umsjá hennar og eiga lögheimili hjá henni. Eldra barnið óskar þess að áfrýjandi fari ein með forsjána og vill ekki að stefndi geti stjórnað áfrýjanda í gegnum sameiginlega forsjá. Þá vill barnið síðar meir eiga meiri samskipti við stefnda og geta hitt hann á eigin 6 forsendum. Yngra barninu líður vel hjá áfrýjanda og vill búa hjá henni. Það saknar stefnda og heimili s fjölskyldunnar en er á sama tíma hrætt við að hitta stefnda. Þegar litið er til þess sem að framan er rakið og niðurstöðu matsgerðar dómkvadds matsmanns um hæfi áfrýjanda til að fara með forsjá barna aðila, alvarlegra veikinda yngra barnsins og þess að b æði börnin eru tengdari áfrýjanda en stefnda, svo og til hins mikla samskiptavanda aðila og þess hversu lítið stefndi hefur komið að uppeldi barnanna þykir það þjóna hagsmunum þeirra best að breyta skipan forsjár þannig að áfrýjandi fari ein með forsjá þei rra. Samræmist það sjónarmiðum sem fram koma í 2. til 4. mgr. 34. gr. barnalaga og verður því fallist á kröfu áfrýjanda þar um. Þá verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að lögheimili barnanna verði hjá áfrýjanda. 16 Áfrýjandi krefst þess fyrir Lan lögmaður áfrýjanda kröfu hennar um að ákvæði í hinum áfrýjaða dómi yrði endurskoðað á þann veg að umgengni stefnda v ið yngra barnið yrði ekki ákveðin og þannig yrði undanþáguheimild barnalaga nýtt. 17 Réttur foreldra til umgengni við barn sitt er varinn af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis. Þrátt fyrir það leiðir af 3. mgr. 7 6. gr. stjórnarskrárinnar að sá réttur getur þurft að sæta takmörkunum ef hagsmunir barnsins krefjast þess, sbr. einnig 2. mgr. 1. gr. barnalaga og 1. tölulið 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989, sbr. lög nr. 19/20 13. Með vísan til þess sem að framan er rakið og til upplýsinga í málsgögnum um áhrif samvistarslita aðila á yngra barnið og þau rof sem orðið hafa á tengslum barnsins og stefnda frá því í júlí 2018 fæst ekki séð að það þjóni hagsmunum barnsins að rétturin n kveði á um umgengni barnsins við stefnda. Af málsgögnum verður ekki ráðið að vilji barnsins standi til þess að hitta stefnda eða eiga við hann nokkur samskipti, eins og atvikum er nú háttað, og fæst ekki annað séð en að samskiptavandi aðila málsins hafi haft djúpstæð áhrif á líðan barnsins sem ekki er séð fyrir endann á þrátt fyrir aðkomu sálfræðinga og lækna að velferð barnsins. Verður þetta einkum ráðið af skýrslum talsmanns barnsins um viðtöl við það 5. september 2018 og 2. ágúst 2020, sálfræðilegri ma tsgerð dómkvadds matsmanns 14. febrúar 2020, vottorði yfirlæknis á heilbrigðisstofnun Suðurlands 3. september 2020 og vottorðum tveggja sálfræðinga á [...] 14. maí 2020 og 9. janúar 2021. Rétturinn efast ekki um góðan vilja stefnda og hug til þess að eiga eðlileg samskipti við yngra barnið en farsælast er þó eins og atvikum er háttað að fara að skýrum og eindregnum vilja barnsins sem er nægilega þroskað til að láta vilja sinn í þessum efnum í ljós. Ákvörðun Landsréttar um umgengni barnsins við stefnda, sem fer gegn vilja þess, kann að vera skaðleg og viðhalda alvarlegum veikindum barnsins í stað þess að verða til góðs. Er það niðurstaða réttarins að það sé beinlínis andstætt hagsmunum barnsins að umgangast stefnda með reglubundnum hætti. Þá verður það niðurs taða réttarins að það þjóni ekki hagsmunum eldra barnsins að ákveða umgengni stefnda við barnið sem verður 18 ára 7 í [...] á þessu ári. Verður áfrýjandi því sýknuð af kröfu stefnda um umgengni við börnin. 18 Með vísan til 6. mgr. 57. gr. barnalaga er staðfes t niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skyldu stefnda til að greiða einfalt meðlag eins og það ákvarðast hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins með báðum börnunum frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra. 19 Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gja fsóknarkostnað áfrýjanda er staðfest en rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Frávísunarkröfu stefnda, B , er hafnað. Áfrýjandi, A , skal fara ein með forsjá C og D til 18 ára aldurs þeirra. Staðfest er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um lögheimili barnanna og um greiðslu meðlags með þeim. Áfrýjandi skal vera sýkn af kröfu stefnda um umgengni barnanna við hann. Hinn áfr ýjaði dómur skal vera óraskaður um málskostnað og gjafsóknarkostnað. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Guðrúnar Bjar gar Birgisdóttur, 800.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 6. júlí 2020 Mál þetta, sem höfðað var 11. mars 2019, var dómtekið að lokinni framhalds aðalmeðferð þann 26. júní sl. Sóknaraðili er A, kennitala [...], til heimilis að [...], [...]. Stefndi er B, kennitala [...], til heimilis að [...], [...]. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1) Aðallega að stefnanda verði með dómi falin einni forsjá barna sinna, C, kennitala [...]og D, kennitala [...], til 18 ára aldurs þeirra. 2) Til vara að stefnan da verði dæmd sameiginleg forsjá áðurgreindra barna sinna til 18 ára aldurs þeirra og að lögheimili þeirra verði hjá stefnanda. 3) Að með dómi verði kveðið á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá eða lögheimili barnanna. 4) Vegna aðal - og varakröfu er gerð krafa um meðlag til framfærslu barnanna eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni frá 13. júlí 2018 til 18 ára aldurs þeirra. 8 5) Verði fallist á aðal - og varakröfur er þess að auki krafist að í dómsorði verði mælt fyrir um að áfrýjun fresti ekki réttaráhrifum dómsins. 6) Að auki er þess krafist að í öllum tilfellum verði stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu, samkvæmt tímaskýrslu sem lögð verði fram á síðari stigum málsins eða samkvæmt ákvörðun dómsins, eins og mál þe tta væri ekki gjafsóknarmál, og við þá ákvörðun verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. 7) Að lokum krefst stefnandi þess að henni verði með úrskurði falin forsjá C, kennitala [...] og D, kennitala [...], til bráðabirgða á meðan mál þetta er rekið fyrir dómstólum og að stefnda verði gert að greiða með þeim meðlag frá 13. júlí 2018. Stefndi krefst þess aðallega að kröfu stefnanda um forsjá barnanna C og D verði hafnað og að stefnda verði dæmd full forsjá þe irra. Einnig krefst stefndi þess að inntak umgengni barnanna við það foreldri sem ekki verður falin forsjá verði ákvörðuð með dómi. Þá krefst stefndi þess að kröfum stefnanda um meðlagsgreiðslur verði hafnað, en stefndi krefst meðlags úr hendi stefnanda me ð báðum stúlkunum eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni frá dómsuppsögu til fulls 18 ára aldurs barnanna. Til vara krefst stefndi þess að ákveðin verði með dómi sameiginleg forsjá og að umgengni barnanna við báða foreldra verði ákvörðuð með dómi. Til vara er þess krafist að meðlagsgreiðslur falli niður. Í báðum tilvikum, aðal - og varakröfu, gerir stefndi kröfu um málskostnað sér að skaðlausu úr hendi stefnanda að teknu tilliti til virðisaukaskatts, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Meðfer ð málsins fyrir dómi Í þinghaldi 19. júní 2019 var E sálfræðingur dómkvödd sem matsmaður í máli þessu. Matsgerð hins dómkvadda matsmanns, dags. 14. febrúar 2020, var lögð fram í þinghaldi 13. mars sama ár. Með úrskurði dómsins, uppkveðnum 4. júlí 2019, va r fjallað um kröfu stefnanda samkvæmt sjöunda lið kröfugerðar, þ.e. að stefnanda verði með úrskurði falin forsjá C og D til bráðabirgða á meðan mál þetta væri rekið fyrir dómstólum og að stefnda verði gert að greiða meðlag með stúlkunum frá 13. júlí 2018. Dómurinn hafnaði kröfu stefnanda um að fella niður sameiginlega forsjá málsaðila meðan forsjármál þetta væri til meðferðar fyrir dómstólnum. Kveðið var á um að lögheimili stúlknanna yrði hjá stefnanda og stefnda gert að greiða meðlag með þeim frá 24. júlí 2018 þar til endanlegur dómur gengi í máli þessu. Meðferð máls þessa dróst vegna röskunar sem varð á starfsemi dómstóla í kjölfar fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda vegna covid - faraldursins. Þá varð að fresta aðalmeðferð þann 19. maí sl., þar sem nýr lögmaðu r tók við málinu að ósk stefnda skömmu fyrir áðurnefndan dag. Helstu málavextir Samkvæmt gögnum málsins voru aðilar máls þessa í sambúð í um [...] ára skeið, þ.e. frá árinu [...] þar til stefnandi flutti ásamt dætrunum af sameiginlegu heimili þeirra í júlí 2018 . Aðilar eiga saman dæturnar C, sem fædd er [...], og D, sem fædd er [...], og bjó fjölskyldan síðast saman að [...] [...]. Stefnandi leitaði til sýslumannsins á Suðurlandi vegna sambúðarslita 24. júlí 2018 og gerði kröfu um forsjá beggja stúlknan na, að lögheimili þeirra yrði hjá stefnanda og að stefnda væri gert að greiða meðlag með þeim. Stefndi mætti hjá sýslumanni 3. september sama ár og hafnaði kröfum stefnanda og krafðist sameiginlegrar forsjár, að stúlkurnar ættu lögheimili hjá honum og stef nandi greiddi með þeim meðlag. Vottorð um sáttameðferð er dags. 8. febrúar 2019. Þar kemur m.a. fram að stúlkurnar vilji búa hjá stefnanda. Samkvæmt vottorði sýslumanns tókust sættir ekki með aðilum og var sambúðarslitamáli aðila vísað frá sýslumanni með b réfi dagsettu 14. febrúar 2019. Aðila greinir á um málsatvik að öðru leyti. Í stefnu segir að stefnandi og báðar stúlkurnar hafi um langt árabil verið beittar miklu andlegu ofbeldi af hálfu stefnda. Hafi stúlkurnar margoft orðið vitni af mikilli reiði ste fnda í garð stefnanda og hafi reiði stefnda í auknu mæli beinst að eldri stúlkunni. Ástandið á heimilinu hafi verið orðið mjög slæmt og dæturnar upplifað [...] og stöðugan ótta vegna skapofsakasta stefnda. Hafi stefnandi leitað til [...] í nokkur skipti og þá hafi barnavernd komið að málum í kjölfar tilkynningar sem borist hafi um ofbeldi á heimilinu fyrir um fimm árum. Vegna atviks á heimilinu þann 21. desember 2017 hafi stefnandi ákveðið að slíta sambúðinni. Það hafi reynst erfitt og tíma tekið fyrir 9 stef nanda að undirbúa sambúðarslitin án vitundar stefnda. Það hafi síðan verið þann 13. júlí 2018 sem stefnandi hafi, ásamt dætrunum, flutt af heimilinu. Síðan þá hafi dæturnar búið hjá stefnanda, öryggis og velferðar þeirra vegna, eins og segir í stefnu. Kemu r fram í stefnu að stúlkunum hafi verið skipaður talsmaður þann 5. september 2018. Hafi hann rætt við báðar stúlkurnar og þær lýst yfir þeim vilja sínum að búa hjá stefnanda og samskipti við stefnda yrðu alfarið á þeirra forsendum. Stefndi hafnar öllum ásökunum stefnanda um ofbeldishegðun í greinargerð sinni. Segir þar að stefndi telji að samband aðila hafi í fyrstu verið með ágætum í dágóðan tíma en síðan hafi farið að bera á þurrð og fjarlægð í samskiptum aðila. Hafi þau leitað aðs toðar ráðgjafa og stefndi talið að sú meðferð hafi gengið með ágætum og aðilar væru að vinna í sínum málum. Upp úr ráðgjöfinni hafi hins vegar slitnað þegar stefnandi hafi farið af landi brott og aðilar ekki tekið upp þráðinn aftur. Stefndi kveðst ekki kannast við lýsingar í stefnu um að reiði hans hafi aukist í garð eldra barnsins. Þau hafi [...] og telur stefndi að ekkert neikvætt hafi átt sér stað í samskiptum þeirra í milli sem falli utan eðlilegs uppeldis. Þá vísar stefndi til þes s að þar sem stefnandi hafi tálmað umgengni hans við börnin hafi hún haft nægt svigrúm til að undirbúa framburð þeirra. Þá hafi stefndi ekki hitt talsmann barnanna sem telja verið vítavert þar sem hann sé forsjárforeldi, rétt eins og stefnandi. Telur stefn di fullvíst að stefnandi búi til sögur um samskipti hans og stefnanda og segi dætrunum í þeim tilgangi að fegra sig en koma óorði á stefnda. Stefndi vísar til þess að vegna fjarveru stefnanda af heimilinu, bæði vegna ferðalaga og veikinda, hafi stúlkurna r verið í hans umsjón og hafi hvorki stefnandi né stúlkurnar sett fram aðfinnslur við stefnda að þessu leyti, nema síður væri. Ekkert kalli á breytingu á forsjá annað en að stefnandi vilji ekki sýna stefnda samstarfsvilja varðandi umönnun, uppeldi og forsj á barnanna. Þá hafi háttsemi stefnanda leitt til tengslarofa milli hans og barnanna. Kveðst stefndi þess fullviss að stefnandi vilji fá forsjá barnanna í þeim tilgangi að geta ákveðið að flytja til heimalands síns. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefn andi byggir kröfu sína um fulla forsjá barnanna á því að hagsmunum þeirra sé best borgið hjá stefnanda. Slíkt fyrirkomulag myndi tryggja stöðugleika í lífi barnanna og að stefnandi gæti tekið nauðsynlegar ákvarðandi varðandi hagsmuni þeirra. Stefnandi vísa r til þess að allar aðstæður hennar séu góðar. Hún búi í leiguhúsnæði, sé reglusöm, í góðu jafnvægi og geti veitt börnum mikinn tíma og athygli. Þá sé hún hæfari til að fara með forsjá en stefndi, hún hafi betri innsýn í þarfir barnanna og sé betur í stakk búin til að mæta þörfum þeirra. Þá vísar stefnandi til þess að í skýrslu trúnaðarmanns á vegum barnaverndar hafi komið skýrt fram að stúlkurnar vilji búa hjá stefnanda og líði illa og finni til óöryggis hjá stefnda. Þá hafi hegðun stefnda, sem hafi m.a. lýst sér í reiði og skapgerðarbrestum, haft mikil áhrif á sálarlíf og andlega heilsu barnanna. Vísar stefnandi í því sambandi til þess að stefndi hafi beitt stefnanda miklu andlegu ofbeldi, sem einnig hafi í auknum mæli beinst gegn eldri stúlkunni. Yngri stúlkan hafi orðið vitni að framangreindu og upplifað óöryggi á heimilinu og hafi það sett mark sitt á andlega heilsu hennar og hafi hún í kjölfarið þurft á aðstoð sálfræðings að halda. Stefnandi telur að forsendur sameiginlegrar forsjár séu ekki til st aðar. Stefndi hafi ekki hagsmuni barnanna að leiðarljósi heldur eigin hagsmuni og vísar stefnandi í því sambandi til þess að börnin hafi ekki fengið eignir sínar, s.s. sængur og fatnað, frá stefnda. Stefnandi hafnar þvingaðri umgengni barnanna við stefnda en kveðst ávallt hafa lagt áherslu á umgengni barnanna við báða foreldra. Um lagarök vísar stefnandi til V. kafla barnalaga nr. 76/2003, einkum 34. gr. laganna og meginreglna barnaréttar. Varðandi kröfu um meðlag vísar stefnandi til 4. mgr. 34. gr., sbr. 57. gr. barnalaga og um að kostnaður vegna matsmanns greiðist úr ríkissjóði, sbr. 4. mgr. 42. gr. sömu laga. Um málskostnað vísar stefnandi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988 og þess að stef nandi hafi sótt um gjafsókn. 10 Málsástæður og lagarök stefnda Varðandi aðalkröfu sína, þ.e. að kröfum stefnanda verði hafnað en stefnda falin full forsjá barnanna, byggir stefndi á því að ósannað sé að stefnandi sé hæfara foreldri en stefndi. Jafnframt sé ósannað að stefnandi geti búið stúlkunum öruggt umhverfi eða haft hag þeirra að leiðarljósi. Vísar stefndi til þess að það sé stúlkunum fyrir bestu og þörfum þeirra best borgið, bæði varðandi andlegan og líkamlegan þroska, að honum verði falin forsjá þe irra. Þá vísar stefndi til þess að einsýnt sé að ef stefnanda verði falin full forsjá barnanna muni hún flytja til heimalands síns í [...], en hún hafi margoft lýst yfir áhuga sínum og vilja til þess, og vísar stefndi að þessu leyti til tiltekins dómskj als. Telur stefndi að slíkt væri gegn vilja barnanna og gengi þvert gegn hagsmunum þeirra að öllu leyti enda þekki þau hvorki ættingja sína né vini eða vandamenn stefnanda þar í landi. Það myndi leiða til þess að stúlkurnar hefðu ekkert tengslanet né félag slegt bakland, enda búi vinir þeirra og fjölskylda stefnda hér á landi. Varðandi varakröfu um sameiginlega forsjá byggir stefndi á sömu sjónarmiðum og að ofan greinir enda telji stefndi það vera einhliða ákvörðun stefnanda að ekki náist sættir í máli þes su. Vísar stefndi til V. kafla barnalaga nr. 76/2003 varðandi aðal - og varakröfu sína, s.s. 28. og 34. gr. laganna. Um málskostnað vísar stefndi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988. Mats gerð dómkvadds matsmanns. Eins og áður greinir var E, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, dómkvödd sem matsmaður í máli þessu í þinghaldi 19. júní 2019. Matsgerð E er dagsett 14. febrúar 2020. Í upphafi matsgerðar, sem hinn dómkvaddi matsmaður staðfesti fyrir dómi, er gerð grein fyrir tilhögun matsgerðar og vinnslu málsins. Þar kemur m.a. fram að matsfundur hafi verið haldinn 8. ágúst 2019. Þar hafi komið fram að engin umgengni væri við stefnda og ólíklegt væri að matsmanni gæfist kos tur á að sjá samskipti hans og barnanna. Ákveðið hafi verið að matsmaður ræddi við aðila og legði fyrir þá sálfræðileg próf, færi í heimsóknir á heimili þeirra til að sjá aðstæður, ætti viðtöl við börnin og aflaði upplýsinga frá skóla og sálfræðingum. Fram kemur að samstarf við móður hafi gengið vel fyrir sig en treglega við föður. Hann hafi illa sinnt að svara tölvupóstum og skilaboðum matsmanns og fengið með aðstoð lögmanns síns frest á að hefja matsvinnu. Þá hafi hann afboðað fundi með matsmanni ítrekað með skömmum fyrirvara. Einnig hafi hann oft verið óstundvís en verið viðræðugóður og ræðinn þegar hann mætti. Matsgerð hefst á ítarlegri greinargerð um stefnanda og stefnda í máli þessu. Fram kemur að matsmaður hafi á tímabilinu 9. september 2019 til 5. febrúar 2020 sjö sinnum hitt stefnanda og átta sinnum stefnda, bæði á skrifstofu matsmanns og heimili þeirra. Skiptist umfjöllun matsmanns um aðila máls í eftirfarandi undirkafla: Aðstæður, sjálfslýsing, óskir og áhyggjur varðandi lögheimili og umgengni, b akgrunnur, skólaganga og atvinnusaga, heilsufar, vímugjafar og áföll, málaferli, lögbrot og afskipti barnaverndar, sambúðarsaga, samskipti eftir sambúðarslit, lýsing á börnunum, uppeldisstíll og tengsl. Þá er gerð grein fyrir niðurstöðum sálfræðilegra próf a og loks er gerð grein fyrir heimsókn matsmanns til aðila máls. Í fyrri hluta matsgerðar kemur fram að matsmaður hafi lagt eftirfarandi próf og matslista fyrir aðila máls: DASS - þunglyndis, kvíða og streitukvarða, MMPI - 2 persónuleikapróf, MINI PLUS - geðgr einingarviðtal, SCID - II - spurningalista og greiningarviðtal um persónuleika og PCRI - mat foreldris á tengslum við barn. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns er einnig fjallað um heimsókn matsmanns á heimili aðila málsins. Þá er ítarlega gerð grein fyrir við tali matsmanns við báðar stúlkurnar, þar sem þær hafi m.a greint frá heimilislífinu, lýst foreldrum sínum, líðan sinni, skólagöngu, félagslegum samskiptum og því 11 hvernig þau vilja hafa skipan forsjár og umgengni. Þá ræddi matsmaður við sálfræðing sem stefn andi hefur verið hjá um þriggja ára skeið og sálfræðing sem yngri stúlkan hefur verið hjá frá október 2019. Í matsbeiðni var þess óskað að matsmaður legði mat á fjögur atriði og gæfi dómnum skriflega rökstudda álitsgerð þar um. Þá var þess óskað að matsm aður tiltaki í matsgerð annað það sem máli kunni að skipta vegna forsjár barnanna, sérstaklega með vísan til þeirra atriða sem tilgreind séu í greinargerð með frumvarpi til 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Í fyrsta lagi Hæfi hvors um sig til þess að fara með forsjá og/eða lögheimili barnanna, þ.á m. helstu persónuleikaeinkenni og tengslahæfi Í svari við fyrstu matsspurningu er fjallað um persónuleikaeinkenni og tengslahæfi aðila málsins. Um stefnanda segir að hún myndi auðveldlega samband við viðmælanda, tali mikið, sé mjög tilfinningarík og sýni alla upplifun sína mjög opinskátt. Hún leggi mikið upp úr því að vera glöð og njóta lífsins og sé í mun að vera hjálpsöm og góð við aðra. Á sálfræðilegum prófum hafi ekki komið fram neinn geðrænn vandi né saga um slíkt. Prófmynd á persónuleikaprófi hafi sýnt konu sem sé orkumikil, spennt og kát og vilji horfa á jákvæðar hliðar tilverunnar. Hún geti einnig sýnt hvatvísi, ófókuseruð jafnvel að óþörfu. Hún sé næm fyrir líðan annarra og ánægð með tengsl sín, hafi mikla þörf fyrir athygli, viðurkenningu og ástúð. Hún forðist að sýna ósætti beint af ótta við neikvæð viðbrögð eða höfnun. Undir álagi sé líklegra að hún finni frekar fyrir l íkamlegum einkennum en að hún horfist í augu við vandamál af persónulegum toga. Tengslasaga stefnanda sé nokkuð óvenjuleg. Hún hafi tengst föður sínum náið í æsku en hann hafi látist árið [...]. Hins vegar hafi tengsl hennar við móður aldrei verið sterk. Í dag lýsi hún góðum tengslum við systkini sín og fjölskyldur þeirra [...]. [...] ára hafi hún farið í heimavistaskóla og eftir það aldrei dvalið til langframa á heimili sínu. Fram að [...] hafi verið rótleysi á stefnanda sem hafi unnið og ferðast um alla n heim þar til hún og stefndi hafi tekið saman. Stefnandi hafi eignast góða vini hér á landi. Hún meti tengsl sín við börnin mjög náin og leggi hún mikið upp úr því að eiga trúnaðarsamband við þau. Þá viðurkenni hún að hafa talað of mikið við börnin og að þau hafi tekið vanlíðan hennar inn á sig. Um stefnda segir að hann eigi erfitt með að kynnast fólki og sé var um sig við fyrstu kynni en slaki á þegar á líður og hafi verið ræðinn og einlægur. Stefndi standi fast á skoðunum sínum, sé ósveigjanlegur og eigi erfitt með að samþykkja önnur sjónarmið. Á sálfræðilegum prófum komi fram mikil depurðareinkenni sem stefndi hafi einnig lýst í viðtölum, en hann eigi þó ekki sögu um klínískt þunglyndi. Á unglingsaldri hafi hann [...], glímt við [...] og [...] vegna eineltis, en á fullorðinsárum hafi hann ekki u ppfyllt framangreindar greiningar. Stefndi taki hluti nærri sér, sé svartsýnn og dragi sig í hlé. Prófmynd sýni mann sem sé dapur, finnist hann vera fastur í aðstæðum vegna ósanngjarnrar framkomu annarra. Hann verði bitur og pirraður sem brjótist út sem mi kill sárindi sem leiði til ósættis og ágreinings. Stefndi sé afar tortrygginn, upplifi sig sem fórnarlamb samsæris, að hann sé misskilinn og honum refsað að ósekju. Stefndi eigi erfitt með að sjá sinn eigin þátt í vandamálum og þyki smámunasamur og fýlugja rn. Stefndi eigi sögu um að hafa átt mjög sterk tengsl frá æsku, sérstaklega við móður, [...], kennslukonu og sambýliskonur, en þó fyrst og fremst við börn sín. Þó hafi ósveigjanleiki og þrætugirni skaðað tengsl hans. Þá hafi hann greint frá því að stefn andi hafi hrundið frá honum vinum auk þess sem hann hafi misst tengsl við gamla félaga [...] með búsetu sinni [...]og taumlausum áhuga á [...]. Í matsgerð segir að við mat á forsjárhæfi aðila máls hafi helst verið litið til eftirfarandi þátta: a. Ást: 12 Matsmaður vísar til þess að foreldri þurfi að tengjast barni sínu á náinn og ástríkan hátt. Ást foreldris til barnsins þurfi að vera sýnileg og einlæg og einnig tjáð í orðum. Það er niðurstaða matsmanns að ekki verði dregið í efa að báðir aðilar elski börn in. Bæði greini frá því að hafa tjáð börnunum ást sína bæði með orðum og faðmlögum. Ljóst sé hins vegar að stefnandi hafi alla tíð annast börnin mun meira en stefndi og umgengist þau í meira mæli. Einnig hafi stefnandi mjög mikla tilfinningalega tjáningu á meðan stefndi haldi sig meira til hlés. Stefndi sakni barnanna gríðarlega mikið en hafi ekki fundið leið til að nálgast þau frá samvistarslitum. b. Vernd og öryggi: Matsmaður vísar til þess að foreldri þurfi að sýna staðfestu og stöðugleika, taka ábyrg ð á barninu og verja það fyrir hættum og óþægindum. Það þurfi einnig að kenna því hvaða afleiðingar hegðun þess hefur og leiðbeina því til að bregðast sjálft við hættum. Það er niðurstaða matsmanns að báðir aðilar hafi stuðlað að því að börnin hafi alist u pp við stöðugar aðstæður. Þó hafi ágreiningur og rifrildi aðila fyrir framan börnin gert þau óörugg og þó að bæði eigi sök að þessu leyti sé ljóst að reiði og skammir stefnda í síma inni á heimilinu hafi einnig valdið börnunum álagi og óþægindum. Stefnandi hafi alla tíð borið mun meiri ábyrgð en stefndi á uppeldi barnanna og samskiptum, s.s. við skóla, vegna tómstunda og heilsugæslu og tekið á þeim málum sem komið hafi upp, t.d. [...] . Þannig hafi stefnandi fremur en stefndi stuðlað að vernd og öryggi barnanna. Stefnandi hafi hins vegar beitt [...] í uppeldinu þegar börnin voru yngri sem megi með vissu segja að hafi valdið börnunum óþægindum og álagi. c. Líkamleg umönnun og atlæti: M atsmaður vísar til þess að húsnæði, mataræði og þrifnaður sé viðunandi. Sama gildi um fatnað, heilsuvernd og efnahag. Það er niðurstaða matsmanns að báðir aðilar séu í viðunandi húsnæði. Heimili stefnanda sé mjög hlýlegt og snyrtilegt en þar séu aðeins tvö svefnherbergi en útbúin hafi verið aðstaða fyrir eldra barnið í holi. Á heimili stefnda sé meira rými en þar hafi verið nokkur óreiða, en þó ágætlega hreint, en ekki eins vistlegt og hjá stefnanda. Stefnandi hafi alla tíð haft veg og vanda af heilsuvernd og fatamálum barnanna og farist það vel úr hendi. Stefnandi, sem sé eignalaus, nái endum saman með örorkubótum og tilfallandi vinnu við [...]. Stefndi hafi misst vinnuna í vetur og sé tekjustaða hans því óljós en hann eigi húsið [...], íbúð [...] og hlutde ild í jörðum. d. Örvun og hvatning: Matsmaður vísar til mikilvægi þess að viðurkenna og þekkja til barnsins eins og það er á ólíkum þroskaskeiðum og hvetja það áfram til að reyna sig. Stefnandi eigi mjög auðvelt með að lýsa börnunum, bæði persónuleika þe irra og þroska. Hún hafi mikinn metnað fyrir námi barnanna og hafi haldið að þeim tómstundum, m.a. með því að kaupa píanó fyrir yngra barnið. Hún vilji að börnin öðlist sjálfstæði og fari sjálf út í heim á eigin forsendum. Stefndi þekki persónueinkenni b arnanna og heilsufarssögu ágætlega. Hann hafi þó ekki fylgst eins náið með námi þeirra og tómstundum og stefnandi og hann hafi aldrei verið í samskiptum við skóla barnanna. Stefndi hafi áhyggjur af framtíð barnanna og vilji vernda þau og styðja. e. Stuðn ingur: Matsmaður vísar til þess að foreldri þurfi að styðja barnið við að prófa sig áfram og verða sjálfstætt en einnig að veita því hjálp þegar það ræður ekki við verkefni eða samskipti. Til að þetta sé gerlegt þurfi að setja sig í spor barnsins og skilj a að það hugsar öðruvísi en foreldrið. Matsmaður segir stefnanda hafa farist vel úr hendi að styðja og styrkja börnin hvort sem er í tómstundum, félagslega, tilfinningalega eða í námi. Hún vilji að börnin verði sjálfstæð en leiti til hennar. Þannig sé það með eldra barnið sem sé í námi [...] en í miklum daglegum samskiptum við stefnanda. Að mati hins dómkvadda matsmanns hefur stefnandi gengið of langt í því að setja börnin inn í mál foreldranna. Þannig hafi eldra barnið frá unglingsaldri verið óhóflega miki ll þátttakandi í ósætti foreldra sinna og 13 fundist það þurfa að verja stefnanda. Stefnandi hafi greint börnunum frá yfirvofandi skilnaði þegar eldra barnið var [...] ára en yngra barnið aðeins [...] ára, þ.e. mörgum mánuðum áður en til sambúðarslita kom. Me ð þessu hafi myndast gjá á milli barnanna og stefnda. Um hafi verið að ræða dómgreindarbrest hjá stefnanda og hafi hún ekki náð að greina á milli eigin þarfa og þroska barna sinna. Stefndi hafi í mun minna mæli en stefnandi stutt við börnin í gegnum tíðin a hvort heldur við tómstundir, nám eða tilfinningalega. Hann leggi hins vegar áherslu á að þær eigi stuðning hans og föðurfjölskyldu vísan. Þá hafi börnin alla tíð leitað meira til stefnanda en stefnda. Frá sambúðarslitum hafi stefndi nær engin samskipti h aft við yngra barnið og mjög lítil við það eldra. Samskipti við það síðarnefnda hafi einnig á tímum verið óviðeigandi m.t.t. aldurs þar sem stefndi hafi sent barninu skilaboð, m.a. um eigin vanlíðan og erfiðleika og einnig ásakað barnið um að eyðileggja fj ölskylduna. f. Fyrirmynd: Matsmaður vísar til þess að foreldri þurfi að kenna barni hegðun, mannasiði og samskipti, bæði með leiðbeiningum og því að hegða sér á þann hátt að það sé góð og uppbyggileg fyrirmynd. Það er niðurstaða matsmanns að báðir foreld rar hafi marga góða mannkosti sem geri þá að góðum fyrirmyndum. Þá segir að ósætti og ágreiningur þeirra fyrir framan börnin skrifist á þau bæði. Stefnandi hafi beitt börnin líkamlegum refsingum sem ekki sé til fyrirmyndar. Stefnandi haldi vel utan um börn in og eigi við þau sterkt og innilegt samband. Stefndi sé ósveigjanlegur og hafi hann staðið í miklum ágreiningi og deilum fyrir framan börnin sem dragi úr gildi hans sem fyrirmynd. Einnig hafi hann átt erfitt með að halda daglega rútínu og fylgja málum ef tir. Í hnotskurn sést að forsjárhæfni A [stefnanda, innskot dómara] er meira en B [stefnda, innskot dómara] . Þá segir í matsgerð að í öðru lagi hafi í matsbeiðninni verið óskað eftir að matsm aður legði mat á Aðstæður hvors aðila um sig til að fara með forsjá og/eða lögheimili barnanna. Í svari hins dómkvadda matsmanns kemur m.a. fram að stefnandi búi í þriggja herbergja leiguíbúð [...]og eigi kærasta sem búi í [...]. Hún hafi verið metin 70% öryrki og sé með um 280.000 krónur í fastar tekjur en vinni auk þess í lausamennsku á [...]. Stefnandi glími við [...] og taki lyf vegna [...]og þá sé hreyfigeta hennar skert að einhverju marki. Hún eigi áfallasögu úr æsku og hafi töluverð áfallaeinkenni en enga sögu um geðraskanir og virðist við þokkalega líðan í dag. Helsti stuðningur stefnanda sé kærasti hennar og vinir. Vikið er að atriðum sem fjallað hefur verið um hér að framan um umsjón hennar með börnunum og tengsl hennar við börnin . Þá segir að helsti vandi stefnanda varðandi forsjá sé að hún hafi ekki verið virk í að styðja börnin í að rækta tengsl og samband við stefnda og hans fólk. Hún hafi ekki bannað þeim að umgangast stefnda en ljóst sé að hún hafi sjálf gefið í skyn mikla hr æðslu við stefnda, m.a. með því að undirbúa flótta af heimili fjölskyldunnar með aðkomu lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar. Bæði börnin lýsi yfir löngun til að eiga samband við stefnda en tali um að fyrst þurfi hann að biðjast afsökunar og breyta hát tum sínum. Stefnandi hafi þegar sýnt að hún sé vel fær um að fara með forsjá og lögheimili barnanna. Í svari hins dómkvadda matsmanns kemur m.a. fram að stefndi, sem sé einhleypur, búi í einbýlishúsi fyrrum heimili fjölskyldunnar [...]. Hann hafi misst v innu sína til [...] ára og séu framtíðaráform hans og tekjur óljósar en hann eigi einhverjar eignir. Stefndi hafi glímt við heilsubrest, m.a. [...]og [...], [...], [...] og [...]. Vikið er að atriðum sem fjallað hefur verið um hér að framan um geðsögu stef nda, þátttöku hans í umönnun barnanna og um samband hans við börnin. Þá segir að stefndi hafi árum saman vakað fram á nætur og sofið frameftir á daginn sem ætla megi að myndi gera honum erfitt fyrir að hafa umsjón með börnum. Hann hafi í gegnum tíðina efti rlátið stefnanda að sinna daglegri umönnun barnanna sem falli undir forsjá og því hafi ekki reynt á getu hans til að halda utan um börnin. 14 Í þriðja lagi Tengsl barnanna við aðila, eftir því se m kostur er og afstöðu þeirra til málsins. Í upphafi matsgerðar kemur fram að matsmaður hafi hitt eldra barnið tvisvar, 1. október 2019 og 6. febrúar sl. Yngra barnið hafi matsmaður hitt 11. október 2019 og 13. desember sama ár. Matsmaður telur óhætt að álykta að umönnunartengsl hafi myndast fremur við stefnanda en stefnda en fram kemur að bæði börnin eigi þó góðar minningar um stundir með stefnda. Báðar stúlkurnar hafi lýst því að finna fyrir mjög sterkri ást og áhuga stefnanda á þeim. Einnig lýstu þæ r báðar að þær treysti stefnanda fyrir öllum sínum málum og að þær leiti hiklaust til hennar með hvað sem er. Einnig njóti þær samvista við stefnanda og sæki til hennar hlýju og nánd. Eldri stúlkan lýsir blendnum kenndum í garð stefnda. Hafi hún reynt að b yggja upp tengsl við hann á ný meðan á vinnslu matsins hafi staðið. Í síðasta viðtali við eldri stúlkuna hafi komið fram að hún vilji ekki hafa frekari samskipti við stefnda að svo búnu en óski þess að hann biðjist afsökunar og breyti hegðun sinni. Yngri s túlkan forðist að hitta og hugsa um stefnda. Hún óttist reiði hans en sakni hans engu að síður og langi til að vera í sambandi við hann en vilji það samt ekki. Fram hafi komið að stúlkan sakni þess tíma þegar fjölskyldan var sameinuð og óski þess að allir verði vinir á ný. Í fjórða lagi Stöðu og líðan barnanna og sérþarfir, ef við á, og getu foreldra til að sinna þeim. Í svari matsmanns kemur fram að eldri stúlkan virðist ekki hafa neinar sér þarfir og sé afburða námsmaður en eigi sögu um [...]. Þá sé félagsleg staða hennar góð. Hún stundi nám við [...]en dvelji á heimili stefnanda um helgar. Yngri stúlkan er nemandi í [...] og býr hjá stefnanda. Hún hafi átt undir högg að sækja félagslega, o rðið fyrir einelti og sé óörugg í samskiptum. Stúlkan sýni einnig [...]og [...] . Þá eigi hún erfitt með breytingar og óski þess að fjölskyldan sameinist á ný. Að mati hins dómkvadda matsmanns snúi sérþarfir yngri stúlkunnar að [...]. Stefnandi hafi reynt a ð hlúa að henni og verið í góðu samstarfi við skóla og komið stúlkunni til sálfræðings. Hins vegar hafi þeim hluta vanlíðunar barnsins er snúi að breytingum í lífi þess og aðskilnaði við stefnda ekki verið sinnt og þá hefði stefnandi getað stutt betur við tengsl og samskipti stúlkunnar og stefnda. Fram kemur að stefndi hafi áhyggjur af líðan yngri stúlkunnar en hafi ekki reynt að öðlast upplýsingar um stöðu hennar eins og hann eigi rétt á, t.d. með samskiptum við skóla. Þá hafi hann fljótt lagt árar í bát þegar hafi komið að því að setja sig í samband við barnið, sem upplifi að stefndi hafi yfirgefið sig. Óljóst sé þó hvaða leiðir stefndi hefði getað farið til að halda tengslum við börn sín en hann kveðst hafa fengið þær ráðleggingar að halda sig fjarri bö rnunum til að fá ekki á sig nálgunarbann. Ljóst sé að yngri stúlkan þurfi frekari stuðning vegna líðan sinnar og einnig til að byggja aftur upp einhver tengsl og samskipti við stefnda. Í fimmta lagi hafi í matsbeiðni verið óskað eftir að matsmaður fjallaði um annað það sem máli kunni að skipta vegna forsjár barnanna, lögheimilis og umgengni, sérstaklega með vísan til þeirra atriða sem tilgreind eru í greinargerð með frumvarpi til 2. mgr. 34. gr. barn alaga, eftir því sem við eigi, þ.e. óskir barns, systkinahópur, liðsinni vandamanna, breyting á umhverfi og umgengni barns og forsjárlauss foreldris. Óskir barns. Í matsgerð segir að ljóst sé að báðar stúlkurnar hafi látið í ljósi eindreginn vilja til að vera í umsjá stefnanda og hafa þar lögheimili. Eldri stúlkan sé ákveðin í afstöðu sinni, hún vilji að stefnandi fari ein með forsjá og vísi til þess að hún vilji ekki að stefndi geti stjórnað stefnanda í gegnum sameiginlega forsjá. Þá óttist hún að ste fndi muni stöðva utanlandsferðir þeirra sökum ótta hans um að stefnandi flytji með þær systur úr landi. Þá óski eldri stúlkan þess að eiga seinna meir samband við stefnda og að geta hitt hann á sínum eigin forsendum. 15 Yngri stúlkunni finnist gott að vera hjá stefnanda og vilji búa hjá henni. Hún sakni stefnda, heimilis fjölskyldunnar og fjölskyldulífsins fyrir skilnað en sé á sama tíma hrædd við að hitta stefnda. Óskir hennar séu að geta hitt stefnda eftir skóla og um helgar. Þá vonist stúlkan til að hann átti sig á hegðun sinni svo að hún geti aftur treyst honum og sambandið komist í samt lag. Systkinahópur stefnanda. Segir að matsmaður sjái ekki grundvöll fyrir að skipta löghe imilum þeirra upp. Liðsinni vandamana við stefnanda og börnin í daglegu lífi. Stefnandi eigi kærasta sem hún segir tengjast börnunum vel en samkvæmt sálfræðingi yngra barnsins er hún á varðbergi gagnvart kærastanum. Stefndi eigi sterkt bakland í [...] og [...] sem styðji vel við hann og hafi mikinn hug á að viðhalda tengslum við börn hans. Breyting á umhverfi in úr landi, jafnvel til [...]. Það segist stefnandi alls ekki munu gera þar sem börnin séu íslensk og líði vel á [...] þar sem þær hafi alltaf búið. Hún hafi engin réttindi í [...] og myndi ekki vilja ala börn upp í því óöryggi sem þar sé. Umgengni bar ns og forsjárlauss foreldris að stefndi hafi enga skipulagða umgengni haft við börnin frá skyndilegum sambúðarslitum í júlí 2018. Að mati hins dómkvadda matsmanns sé mikilvægt að fundin verði lausn á því og komið aftur á samskiptum á milli stefnda og barnanna. Rof hafi því orðið á tengslum, sérstaklega milli hans og yngra barnsins. Í framhaldinu væri gott að eitthvert form yrði á umgengni yngri stúlkuna við föður, t.d. eftir skóla þegar hentar og um helgar, eins og hún hafi sjálf óskað eftir. Eldri stúlkan, sem sé að verða [...] ára, dvelji hins vegar að mestu [...] , og því varla hægt að ákvarða fasta umgengni hennar við stefnda. Hins vegar þurfi að byggja upp samskipti þeirra og tengsl með öðrum hætt i. Forsendur og niðurstaða Aðalmeðferð máls þessa hófst mánudaginn 22. júní sl. Áður en aðalmeðferð hófst ræddu dómsformaður og hinn sérfróði meðdómsmaður við báðar stúlkurnar í því skyni að gefa þeim kost á að tjá sig um málið, sbr. 1. mgr. 43. gr. barnalaga nr. 76/2003. Að loknum skýrslutökum leitaði dómurinn sátta með aðilum. Var í framhaldinu ákveðið að fresta aðalmeðferð til föstudagsins 26. júní sl., í því skyni að kanna til þrautar sáttagrundvöll í máli þessu. Sættir náðust ekki og var aðalmeðferð framhaldið áðurnefndan dag. Eldra barnið, C, er á [...]aldursári, fædd í [...]. Afstaða hennar í viðtali við dómendur var skýr, hún vildi að stefnandi fengi ein forsjá og engin umgengni yrði ákvörðuð við stefnda. Stúlkan lýsti stormasömum samskiptum við stefnda frá unglingsaldri, m. a. í tengslum við ágreining milli foreldra. Lýsti stúlkan stefnda sem ofbeldismanni sem hafi beitt stefnanda andlegu ofbeldi meðan á sambúð þeirra hafi staðið. En einnig ræddi stúlkan, eins og við hinn dómkvadda matsmann, um tvær hliðar á persónuleika stef nda og vísaði til þess að stefndi þyrfti að koma betur fram við aðra. Lýsti stúlkan slæmum samskiptum við stefnda eftir sambúðarslitin og tók fram að hún hafi ekki átt frumkvæði að samskiptum við stefnda síðan í byrjun árs 2020 eftir móttöku smáskilaboða f rá honum, skilaboða sem stúlkan kvaðst hafa kært til lögreglu. Yngra barnið, D er á [...]aldursári, fædd í [...]. Í viðræðum við dómendur kvað stúlkan samskipti sín við stefnanda vera góð og hjá henni vilji hún búa. Stefndi hafi hins vegar ekki tekið þát t í uppeldi hennar, hann verði fljótt pirraður og reiður og kvaðst stúlkan vera hrædd við stefnda. Þau hafi einu sinni hist eftir sambúðarslitin og einu sinni hafi hann stoppað bílinn og rætt við sig úti á götu heima á [...]. Kom skýrt fram hjá stúlkunni a ð hún vildi að svo stöddu ekki hitta stefnda. Kvað stúlkan stefnda hafi tekið reiði sína út á stefnanda og eldri systur sinni og hafi hann komið illa fram við fjölskylduna. 16 Kom fram hjá stúlkunni að ef stefndi myndi biðjast afsökunar væri hún tilbúin til a ð ræða við stefnda, en þó ekki strax. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar málsins skýrslur. Teknar voru vitnaskýrslur af E, sálfræðingi og dómkvöddum matsmanni, F sálfræðingi, G, vinkonu stefnanda, og [...] H og I. Ágreiningur aðila um forsjá, lögheimil i og meðlagsgreiðslur Í máli þessu krefjast báðir aðilar að þeim verði einum falin forsjá barnanna tveggja. Til vara krefjast aðilar að dæmd verði sameiginleg forsjá og í því tilviki krefst stefnandi þess að lögheimili barnanna verði hjá henni. Með vísan til 1. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 er það dómsins að skera úr um hvernig skipan forsjár skuli háttað. Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 skal það gert eftir því sem barni er fyrir bestu og ber dómnum að líta til allra þátta sem varða ha gsmuni barnsins og hvernig þeim verður best borgið. Í því sambandi skal litið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu foreldra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Auk þessa er fjallað um atriði sem á reynir og koma til skoðunar við ákvörðun um forsjá barns í athugasemdum við 2. mgr. 34. gr. barnalaga í frumvarpi því sem varð að barnalögum nr. 76/2003. Meðal annars atriði er varða daglega umsjá og umönnun barns, persónulegra eiginleika foreldra, s.s. geðræna heilsu foreldra og heilsufar almennt, reglusemi, skilning foreldris á þörfum barns, atvinnuhagi og heimilis aðstæður foreldra, húsnæðismál og annað sem tengist skólagöngu barns og umhverfi og liðsinnis vandamanna. Eru framangreindir þættir taldir líklegir til að skapa barni þroskavænleg uppeldisskilyrði, auk þess skiptir stöðugleiki og fyrirsjáanleg framtíð í öl lum uppeldisaðstæðum barnsins miklu við matið. Eins og rakið hefur verið í kafla um matsgerð hins dómkvadda matsmanns er það niðurstaða matsmanns að forsjárhæfni stefnanda sé meiri en stefnda. Kemst matsmaður að framangreindri niðurstöðu eftir að hafa r akið helstu persónuleikaeinkenni aðila og tengslahæfni auk þess að líta til eftirtalinna sex þátta, þ.e. tengsla aðila við stúlkurnar, hæfni þeirra til að vernda þær og veita þeim öryggi, sinna líkamlegri umönnun, örvun, hvatningu, stuðning og gott atlæti barna og loks umfjöllun um aðila sem fyrirmyndir dætra sinna. Dómurinn telur nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um eftirfarandi tvö atriði sem koma fram í matsgerð hins dómkvadda matsmanns og snerta forsjárhæfni stefnanda: Í fyrsta lagi að í 2.mgr. 34. g r. barnalaga er kveðið á um skyldu foreldra til að tryggja rétt barnsins til umgengni. Í því sambandi er fyrst og fremst litið til aðstæðna yngri stúlkunnar sem nú er á [...]. aldursári. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. barnalaga á barn rétt á að umgangast, þ.e. e iga samveru og önnur samskipti, með reglubundnum hætti við það foreldri sem það býr ekki hjá enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Segir í 3. málslið greinarinnar að þegar foreldrar búa ekki saman hvíli sú skylda á þeim báðum að grípa til þeirra ráðsta fana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur. Í barnarétti hefur vaxandi áhersla verið lögð á rétt og þörf barns til að viðhalda tengslum við það foreldri sitt sem það býr ekki hjá. Hafa þessi sjónarmið haft vægi við úrlausn deilna um forsjá og lögheimili, þ.e. hvort foreldra er líklegra til að viðhalda eðlilegri umgengni barns við hitt foreldri til frambúðar. Fyrir liggur í máli þessu að stefndi hefur ekki sjálfur knúið á um umgengni við yngri stúlkuna. Kemur fram í gögnum má lsins og í skýrslu stefnda fyrir dómi að stefnda hafi verið ráðlagt að nálgast virðist ráðalaus um hvernig hann megi nálgast stúlkurnar ega fram í skýrslutöku af stefnda fyrir dómi en fyrir liggur að hann hefur nær engin samskipti haft við yngri dóttur sína þau tvö ár sem liðin eru frá sambúðarslitum þó svo þau búi mjög nálægt hvort öðru [...]. Stefnandi kvaðst í skýrslu sinni fyrir dómi e kki hafa staðið í vegi fyrir umgengni stefnda við stúlkurnar en vísaði til þess að hún myndi aldrei þvinga þær til umgengni við stefnda. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns er 17 Helsti vandi A [stefnanda, innskot dómara] varðandi forsjá er að hún hefur ekki verið virk í að styðja stúlkurnar í að eiga tengsl og samband við föður og föðurfólk. A hefur ekki bannað stúlkunum að umgangast föður en ljóst er að hún hefur sjálf gefið í skyn mikla hræðslu við B [st efnda, innskot dómara] meðal annars með því að undirbúa flótta af heimili fjölskyldunnar og með aðkomu lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar við flutning þaðan. Í öðru lagi kemur fram í matsgerð hins dómkvadda matsmanns að stefnandi, sem leggi mikið upp úr því að eiga trúnaðarsamband við dætur sínar, hafi viðurkennt að hafa talað of mikið við dæturnar og A [stefnandi, innskot dómara] hefur gengið of langt við að setja stúlkurnar inn í má l þeirra B [stefnda, innskot dómara]. C hefur frá táningsaldri verið óhóflega mikill þátttakandi í ósætti foreldra sinna og fundist hún þurfa að verja móður sína. A sagði stúlkunum frá yfirvofandi skilnaði þegar C var [...] ára og D aðeins [...] ára mörgum mánuðum áður en til hans kom en þannig hefur myndast gjá á milli stúlknanna og föður þeirra. Segja má að um ákveðinn dómgreindarbrest hafi verið að ræða hjá A með þessu og að hún hafi ekki náð að greina á milli sinna eigin þarfa og þroska barna sinna Þ á er í þriðja lagi til þess að líta sem fram kom við aðalmeðferð málsins um sálfræðimeðferð yngri stúlkunnar og rakið verður nánar hér á eftir. Stefnandi og stefndi hafa farið sameiginlega með forsjá barnanna frá sambúðarslitum, sbr. úrskurð dómsins frá 4. júlí 2019, þar sem hafnað var kröfu stefnanda um að fella niður sameiginlega forsjá málsaðila. Í aðalmeðferð málsins kom fram að að stefnandi hafði ekki samráð við stefnda þegar hún leitaði sálfræðiaðstoðar fyrir yngri stúlkuna vegna andlegrar vanlíðunar hennar bæði í skóla og heima fyrir eins og segir í vottorði vitnisins F sálfræðings en hjá vitninu var yngri stúlkan í viðtölum. Í skýrslutöku af vitninu F fyrir dómi kom fram að stúlkan hafi komið í 17 viðtöl hjá vitninu frá 28. október 2019. Í vottorði v itnisins segir að vitnið hafi ekki forsendur til að meta hver sé nákvæm orsök vandans önnur en sú sem stúlkan greini frá en hún nái greiningarviðmiðum fyrir [...] . Staðfesti vitnið F framangreint fyrir dómi. Þá kom fram í skýrslu vitnisins fyrir dómi að hv orki hafi verið haft samband við stefnda áður né á meðan á viðtölum hafi staðið. Hinn dómkvaddi matsmaður, vitnið E sálfræðingur, staðfesti fyrir dómi þá niðurstöðu sína að forsjárhæfni stefnanda væri meira en stefnda. Vísaði vitnið í þessu sambandi til þ ess í skýrslu sinni fyrir dómi og tók fram að tengsl stefnanda við börnin væru mjög góð og þá hafi stefnandi alltaf sinnt börnunum og séð um þau. Einnig staðfesti vitnið að tvö fyrsttöldu atriðin hér að ofan drægju úr forsjárhæfni stefnanda. Kom fram hjá v itninu að ljóst væri að stefnandi hefði meira tilfinningasamband prímusmótor staðar grunntengsl milli stefnda og stúlknanna enda hafi hann verið hluti af lífi þei rra frá fæðingu þar til við sambúðarslitin í júlí 2018. Þá hafi báðar stúlkurnar lýst jákvæðum minningum um samveru með stefnda og í matsgerð kemur fram að stúlkurnar hafi dvalið hjá stefnda er stefnandi hafi verið fjarverandi í utanlandsferðum og á sjúkra húsi. Þó liggi fyrir að samband og samskipti stefnda hafi verið meira við eldri stúlkuna í gegnum árin. Að öllu framangreindu virtu, matsgerð hins dómkvadda matsmanns og skýrslu hans fyrir dómi, er það mat dómsins að það þjóni best hagsmunum barnanna að ekki verði gerð breyting á skipan forsjár stúlknanna C og D. Ræður þar mestu að stúlkurnar, sem nú eru á [...] . og [...] . aldursári, hafa frá fæðingu búið hjá og notið forsjár beggja aðila máls. Að mati dómsins er hætta á að enn frekara rof verði á tengslu m stefnda og stúlknanna verði fallist á aðalkröfu stefnanda. Einnig skiptir miklu að mati dómsins að aðilar vinni báðir að bættum samskiptum sín á milli með velferð og hagsmuni dætra sinna að leiðarljósi. Er það mat dómsins að aðilar geri sér báðir fyllile ga grein fyrir mikilvægi þess fyrir velferð stúlknanna. Að mati dómsins er því mikilvægt að aðilar leiti sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að auka forsjárhæfni sína og hæfni til samskipta þeirra í milli varðandi málefni dætra þeirra, sérstaklega yngri stúlkunnar. Þannig leiti stefndi sér aðstoðar á sviði reiðistjórnunar og stefnandi við að byggja upp traust dætra sinna til stefnda með það að leiðarljósi að hann verði þátttakandi í lífi 18 stúlknanna. Mikilvægt er fyrir líðan og velferð stúlknanna að aftur komist á stöðug tengsl milli stúlknanna og stefnda. Ákveðið rof hefur einnig orðið milli stúlknanna og föðurfjölskyldu þeirra. Góð tengsl við föðurfjölskyldu eru stúlkunum mikilvæg, sérlega í ljósi þess að móðurfjölskylda þeirra býr öll erlendis. Er það m at dómsins að framangreindu verði frekar náð ef forsjá verður áfram sameiginleg. Með því móti verði tryggð þátttaka beggja aðila að öllum meiri háttar ákvörðunum er varða stúlkurnar. Þá liggur fyrir að framundan er vinna við að aðstoða yngri stúlkuna að ná tökum á [...] og vanlíðan og er að mati dómsins nauðsynlegt að stefndi komi að þeirri vinnu einnig. Samkvæmt 3. mgr. 34. gr. barnalaga ber dómara að kveða á um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili. Fallist er á varakröfu stefnanda þess efnis að lögheimili baranna verði hjá stefnanda enda er það mat dómsins að það þjóni best hagsmunum stúlknanna að lögheimili þeirra verði áfram hjá stefnanda. Þá gerir stefndi ekki kröfur að þessu leyti. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. barnalaga nr. 76/2003 er foreldrum skylt, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Með úrskurði dómsins 4. júlí 2019 var s tefnda gert að greiða einfalt meðlag með báðum börnunum frá 24. júlí 2018 að telja þar til endanlegur dómur gengi í máli þessu. Með vísan til þess sem að framan er rakið, sbr. 6. mgr. sömu lagagreinar, er stefnda gert að greiða einfalt meðlag með dætrunum, C og D, eins og það ákvarðast af Tryggingarstofnun ríkisins hverju sinni, frá dómsuppsögu til fullnaðs átján ára aldurs barnanna. Ágreiningur aðila um umgengni Aðilar máls gera báðir kröfu um að dómurinn kveði á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá barnanna. Stefnandi vísaði í málflutningi til skýrrar afstöðu stúlknanna til umgengni við stefnda. Þær vilji ekki umgangast stefnda og með vísan til aldurs þeirra og þroska væru engar forsendur til að dæma umgengni. Vísaði lögmaðurinn til þess að það væri andstætt hagsmunum og velferð yngri stúlkunnar ef umgengni hennar við stefnda yrði ákvörðuð, með því yrði velferð hennar stofnað í hættu. Komist dómurinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að dæma skuli umgengni þá verði hún alltaf undir eftirliti sérfræðings. Lögma ður stefnda vísaði í málflutningi til þess að stefndi hefði upphaflega óskað eftir að umgengni yrði jöfn milli aðila, þ.e. vika og vika hjá hvoru foreldri. Tillaga hans nú sé hins vegar að umgengni við yngri dótturina, D, verði aðra hvora helgi og þá viku sem ekki væri umgengni kæmi D til hans eftir skóla. Um jól verði umgengni jóladag eða annan í jólum og um páska laugardag eða sunnudag, þ.e. páskadag. Þá komi aðilar sér saman um að leita eftir aðstoð sérfræðings við að koma umgengni af stað. Í matsger ð hins dómkvadda matsmanns segir um eldri stúlkuna, C, í kafla sem ber heitið umgengni Aðstæður C sem dvelur að mestum hluta í [...] og er að verða [...] ára eru með þeim hætti að varla er hægt að ákvarða fasta umgengni vi ð föður heldur þarf að byggja upp samskipti þeirra og tengsl með öðrum hætti framhaldsnám og býr í [...] yfir vetrartímann og þess að hún verður [...] ára þann [...]nk., eða eftir tæpa [...] mánuði, er það mat dómsins að það þjóni ekki hagsmunum C að dómurinn ákvarði inntak umgengni hennar við stefnda. Hins vegar tekur dómurinn undir það með hinum dómkvadda matsmanni að unnið verði markvisst að því að byggja upp samskipti og tengsl þeirra feðgina með öðrum hætti. Sér dómurinn fyrir sér að slíkt megi gera í samvinnu við föðurfjölskyldu stefnda en fram kom í málinu að stúlkan hefur nokkuð sterk tengsl við [...] . D segir ekki auðvelt að kynnast föður sínum [stefnda, innskot dómara] og þau hafi ekki verið mikið saman. Hann hafi þó sýnt henni umhyggju og D minnist þess að þegar móðir hennar hafi ekki verið heima hafi faðir til dæmis sagt henni að passa sig þegar hún hafi verið með skæri. Hún segir fö ður sinn hafa reiðst þegar einhver hafi gert eitthvað 19 rangt, hann hafi átt erfiðan dag, þegar misskilningur hafi orðið eða eitthvað ekki verið eins og hann óskaði. Þegar faðir hennar hafi reiðst segir D hann hafa öskrað, þó ekki á hana heldur á móður henna r vegna hennar D segir það besta við að vera með föður hafa verið þegar þau hafi verið að og að . D segist eiginlega aldrei hafa reiðst föður sínum, en hún hafi verið hrædd við að hann Um skilnað aðila er haft eftir D: ama tíma sagði hún skilnaðinn vera það versta sem hefði komið fyrir í lífi hennar, en það væri erfitt að fjölskyldan væri ekki saman og að ágreiningur væri á milli móður hennar og föðurfjölskyldu. Ef engin vandamál væru á milli foreldra myndi hún vilja geta stundum farið og hitt föður sinn eftir skóla og um helgar. Hana langi heim til föður til að skoða en segist vera hrædd við að hann fari að öskra, verði pirraður eða tali illa um móður hennar og D Af framb urði vitnisins og hins dómkvadda matsmanns fyrir dómi varð ekki annað ráðið en að mikilvægt væri fyrir yngri stúlkuna, sem sé búin að missa tengsl við stefnda, að fá skýr skilaboð um að það sé öruggt að umgangast stefnda. Liggur í hlutarins eðli að slík sk ilaboð þurfa að koma frá stefnanda. Í viðtölum vitnisins við stúlkuna hafi komið fram að hún sakni fjölskyldulífsins. Hún hafi hins vegar verið tvístígandi um það hvort hún vilji hitta stefnda þegar vitnið hafi rætt við hana meðan á vinnu við matsgerð stóð . Kvað vitnið stúlkuna vera búna að mynda sér einhverjar skoðanir út frá því sem hún heyri, með þeim afleiðingum að hún upplifi að það sé ekki öruggt að vera með stefnda. Þá hafi stúlkan greint frá því í viðtölum við vitnið að stefndi hefði aldrei verið re iður við hana. Í viðtali dómsformanns og hins sérfróða matsmanns við yngri stúlkuna kvaðst hún vera hrædd við stefnda. Greindi hún frá því að hegðun stefnanda hafi haft sterk áhrif á sig, kallað fram hjá henni [...] og aðra vanlíðan, m.a. hugmyndir um að [...] . Hins vegar kom fram að myndi stefndi biðjast afsökunar á framferði sínu myndi hún vilja tala við hann. Þá væri hún tilbúin síðar að hitta stefnda með eldri systur sinni, ekki núna. Í áðurnefndu viðtali við stúlkuna, rúmu hálfu ári eftir síðara viðta l matsmanns við hana, kom fram mun meira afgerandi neikvæð afstaða hennar til umgengni við stefnda. Fyrir liggur að yngri stúlkan hefur verið í viðtölum hjá vitninu F sálfræðingi frá 28. október 2019. Hafði hún þegar aðalmeðferð hófst sótt 17 viðtöl. Í v ottorði vitnisins F kemur fram að stúlkan hafi náð viðmiðum fyrir [...] og [...] og unnið hafi verið með [...] með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig kom fram hjá vitninu að ekki hafi verið unnið sérstaklega með [...] stúlkunnar tengdum skilnaðar málinu eða samskiptum við stefnda. Í lok matsgerðar hins dómkvadda matsmanns segir um yngri stúlkuna, D, í kafla sem ber heitið máli þessu hafa atburðir æxlast svo að faðir hefur enga skipulagða umgengni haft við dæturnar frá skyndilegum sambúðarslitum í júlí 2018. Er orðið mikið rof á tengslum sérstaklega milli hans og D . Að mati undirritaðrar er mikilvægt að fundin sé lausn á því að koma aftur á samskiptum á milli föður og dætra. Í framhaldinu væri gott að ei tthvert form yrði á umgengni D við föður til að mynda eftir skóla þegar hentar og um helgar, eins og hún sjálf óskar eftir. Að öllu framansögðu virtu fellst dómurinn ekki á það með stefnanda að ekki séu forsendur til að ákvarða umgengni yngri stúlkunna r við föður og að með því væri velferð hennar stefnt í voða. Slík ákvörðun væri frávik frá grundvallarreglunni um rétt barns og foreldris til umgengni og vísast í því sambandi til þess að sterk rök þurfa að liggja til grundvallar slíkri niðurstöðu. Að mati dómsins er ekki fyrir hendi í máli þessu hætta á að stúlkan verði fyrir ofbeldi af hálfu stefnda. Þá eru í máli þessu ekki til staðar vankantar á hæfi og persónulegri stöðu stefnda, svo sem geðsjúkdómar, persónuleikatruflanir eða vímuefnaneysla. Í máli þe ssu er til þess að líta að stúlkan bjó á sameiginlegu heimili fjölskyldunnar fyrstu tæpu [...] ár ævi sinnar og þess að fram kom í skýrslu vitnisins E um að grunntengsl séu til staðar milli stúlkunnar og stefnda þó svo tengsl hafi verið meiri við stefnanda . Eins og rakið hefur verið hér að framan reyndist skilnaður aðila stúlkunni erfiður og ekki verður horft fram hjá því að hún hefur enga hvatningu eða aðstoð fengið við að halda sambandi og tengslum við stefnda. Í ljósi framangreindrar 20 niðurstöðu dómsins v erður hér á eftir kveðið á um inntak umgengnisréttar stefnda við yngri stúlkuna D. Dómurinn telur mikilvægt að aðilar vinni saman að því að koma á umgengni yngri stúlkunnar við stefnda og til þess verði tíminn fram til 2. september nk., þegar umgengni he fjist, notaður. Leggur dómurinn til að aðilar leiti sameiginlega aðstoðar sálfræðings með reynslu af forsjár - og umgengnisdeilum með það að markmiði að stúlkan yfirvinni [...] sem tengist umgengni við stefnda og gæti að einhverju leyti hafa mótast af viðho rfi stefnanda til umgengni. Þá telur dómurinn einnig mikilvægt að aðilar leiti sameiginlega aðstoðar sérfræðings með reynslu af forsjár - og umgengnisdeilum með það að markmiði að jafna ágreining sín á milli. Að mati dómsins skiptir miklu fyrir velferð stúl kunnar og framtíðartengsl hennar við stefnda og föðurfjölskyldu sína að aðilar leggi ágreining og deilur að baki og vinni sameiginlega að því að koma á tengslum og samskiptum stúlkunnar og stefnda. Með þeim fyrirvara að með hækkandi aldri stúlkunnar og/eða þegar komið hefur verið á umgengni og tengslum milli stúlkunnar og stefnda, liggur í hlutarins eðli að stúlkan verði með í ráðum um hvenær og hve lengi umgengni verði. Verður fyrirkomulag umgengni D við stefnda samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Að vi rtri niðurstöðu málsins þykir rétt að hvor málsaðili beri sinn kostnað af rekstri málsins, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Með bréfi dómsmálaráðneytisins, dags. 9. apríl 2019, var stefnanda veitt gjafsókn í málinu. Var gjafs óknin takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi, sbr. þó 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. greiðsla vegna vottorðs sálfræðings, að fjárhæð 52.500 krónur, greiðsla vegna túlkaþjónustu, að fjárhæð 59.520 krón ur og þóknun lögmanns hennar Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, sem telst hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins 1.996.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og ferðakostnaður lögmanns að fjárhæð 26.070 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun gjafsóknarkostnaðar er litið til umfangs málsins, meðal annars vegna flutnings um kröfu stefnanda um bráðabirgðaforsjá. Með vísan til 1. málsliðar 1. mgr. 44. gr. barnalaga nr. 76/2003 er ákveðið að áfrýjun fresti ekki réttaráhrifum dómsins. Dóm þennan kveða upp Ragnheiður Thorlacius, héraðsdómari og dómsformaður, Sigurður G. Gíslason héraðsdómari og sérfróði meðdómsmaðurinn Þorgeir Magnússon sálfræðingur. D Ó M S O R Ð: Stefnandi, A, og stefndi, B, skulu fara sameiginlega með forsjá barn a sinna, C og D, til fullnaðs 18 ára aldurs þeirra. Lögheimili barnanna skal vera hjá stefnanda. Stefndi skal greiða einfalt meðlag með báðum börnunum eins og það ákvarðast hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára al durs þeirra. Umgengni D við stefnda skal hefjast miðvikudaginn 2. september 2020 og fara fram í húsnæði félagsþjónustu [...]undir eftirliti sérfræðings í málefnum barna, eða í öðru húsnæði sem félagsþjónusta ákveður. Næstu tvo miðvikudaga fari umgengni fr am með sama hætti. Regluleg umgengni D við stefnda skal hefjast föstudaginn 25. september 2020, og vera aðra hvora helgi frá skólalokum á föstudegi til síðdegis á sunnudegi. Umgengni um jól verði með þeim hætti að D dvelji hjá stefnda jóladag eða annan í jólum. Umgengni um páska verði með þeim hætti að D dvelji hjá stefnda á páskadag eða annan í páskum. 21 Ákvörðun um umgengni tekur gildi frá og með dómsuppsögu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, 1.996.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjun frestar ekki réttaráhrifum dómsins.