LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 10. maí 2022. Mál nr. 263/2022 : Ákæruvaldið (Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi ) gegn X (Marteinn Másson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Skattalög. Álag. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur X var ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til 2018, vegna tek juáranna 2014 til 2017, og með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur að fjárhæð 61.688.266 krónur frá tilgreindu einkahlutafélagi. Auk þess var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af f yrrgreindum skattalagabrotum í eigin þágu. Við meðferð málsins í héraði féll ákæruvaldið frá þeim ákærulið sem sneri að ætluðu peningaþvætti. Með hinum kærða úrskurði var því sem eftir stóð af ákæru vísað frá á þeim grunni að í málshöfðuninni hefði falist endurtekin málsmeðferð vegna sömu skattalagabrota og lauk á stjórnsýslustigi með úrskurði ríkisskattstjóra 10. nóvember 2020, sem færi gegn markmiði laga nr. 29/2021 um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota, um að fella niður tvöfa lda málsmeðferð og refsingu vegna sama skattalagabrots. Í úrskurði Landsréttar voru rakin þau viðmið um túlkun 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem beitt hefur verið í dómaframkvæmd. Í úrskurði Landsréttar var auk þess rakið að með úrskurði ríkisskattstjóra 10. nóvember 2020 um endurákvörðun skatta og opinberra gjalda X hefði álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt ekki verið beitt. Var það niðurstaða Landsréttar að úrskurður ríkisskattstjóra hafi ekki fal ið í sér endanlega úrlausn um sakfellingu eða sýknu X og síðari málsmeðferð á vegum héraðssaksóknara því ekki brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Hún færi hvorki gegn markmiðum laga nr. 29/2021 né væri um að ræða endurtekna málsmeðferð vegna sömu atvika og til úrlausnar voru af hálfu skattyfirvalda. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka mál X til efnislegrar meðferðar. 2 Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir K ristbjörg Stephensen og Jón Höskuldsson og Kristinn Halldórsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. apríl 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2022 í málinu nr. /2020 þar sem málinu var vísað frá dómi. Kæruheimild er í t - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sókna raðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka til efnismeðferðar sakargiftir samkvæmt ákæru á hendur ákærða , útgefinni 15. september 2020. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Málsatvik eru þau að skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf rannsókn á skattskilum varnaraðila 30. janúar 2019 vegna tekjuáranna 2014 til og með 2017. Varnaraðili gaf skýrs lu 13. febrúar og 13. júní 2019. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni með skýrslu 16. desember 2019. 5 Með bréfi 21. febrúar 2020 sendi skattrannsóknarstjóri framangreinda skýrslu sína til ríkisskattstjóra til endurákvörðunar á sköttum varnaraðila, sbr. 6. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Sama dag beindi skattrannsóknarstjóri máli varnaraðila til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Kom þar fram að málið væri sent á grundvelli fyrirliggjandi gagna um rannsókn á tekjum og skattskilum varn araðila. Rannsóknin hafi leitt í ljós að varnaraðili hefði staðið skil á efnislega röngum skattframtölum til skattyfirvalda vegna tekjuáranna 2014 til og með 2017. Bréfinu fylgdi fyrrgreind skýrsla skattrannsóknarstjóra ásamt fylgiskjölum. Varnaraðili gaf skýrslu hjá héraðssaksóknara 12. maí 2020. 6 Ríkisskattstjóri boðaði breytingar á opinberum gjöldum varnaraðila 10. júlí 2020. Hann hrinti þeim í framkvæmd með úrskurði 10. nóvember 2020, þar sem endurákvörðuð voru opinber gjöld varnaraðila vegna gjaldáranna 2015 til og með 2018. Með úrskurðinum hækkaði ríkisskattstjóri tekjuskatts - og útsvarsstofn varnaraðila um 25.550.529 krónur gjaldárið 2015, um 6.989.670 krónur gjaldárið 2016, um 5.428.139 krónur gjaldárið 2017 og um 23.719.928 krónur gjaldárið 2018. Var naraðila var ekki ákvarðað álag vegna framangreindra gjaldára samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. 7 Með bréfi 10. febrúar 2021 kærði varnaraðili framangreindan úrskurð ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar sem hafnaði kröfum varnaraðila með úrskurði 15. september sama ár. 3 8 Mál þetta var höfðað á hendur varnaraðila með ákæru héraðssaksóknara 15. september 2020 fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum er varði við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 . Í ákæru var varnaraðila gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram í skattframtölum sínum tekjur að fjárhæð 61.688.266 krónur frá einkahlutafélaginu A og komist þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 26.628.912 krónur. Þá var honum jafnframt gefið að sök peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af framangreindu broti í eigin þágu, sem varði við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. 9 Málið var þingfest á hendur varnaraðila 13. nóvember 2020. Aðalmeðfe rð í málinu fór fram 29. nóvember 2021 og tekið til dóms að því loknu. Málið var endurupptekið 24. mars 2022 í tilefni af dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Í því þinghaldi féll sóknaraðili frá síðari lið ákærunnar á hendur varnaraðila. Í kj ölfar munnlegs málflutnings var málið dómtekið á ný . Málið var endurupptekið að nýju 19. apríl sama ár 88/20 08. Með hinum kærða úrskurði var máli sóknaraðila á hendur varnaraðila vísað frá héraðsdómi á þeim grunni að í málshöfðuninni hefði falist endurtekin málsmeðferð vegna sömu skattalagabrota og lauk á stjórnsýslustigi með úrskurði ríkiskattstjóra 10. nóvembe r 2020, sem færi gegn því markmiði laga nr. 29/2021 um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota að fella niður tvöfalda málsmeðferð og tvöfalda refsingu. Tók héraðsdómur fram að engu breytti varðandi niðurstöðu málsins þótt ekki hefði verið beitt álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Niðurstaða 10 Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu skal, eins og segir í íslenskri þýðingu málsgreinarinnar, enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamál i innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis. Á grundvelli viðmiða sem Mannréttindadómstóll Evrópu setti í dómi 8. júní 1976 í máli Engel o .fl. gegn Hollandi hefur hann byggt á því að beiting álags af hálfu skattyfirvalda vegna brota á skattalögum sé sakamál í skilningi tilvitnaðs ákvæðis sáttmálans. Hafa úrlausnir dómstóla hér á landi tekið mið af þessu. 11 Svo sem fram er komið endurákvarðaði ríkisskattstjóri í úrskurði sínum 10. nóvember 2020 opinber gjöld varnaraðila vegna gjaldáranna 2015 til og með 2018 en ákvarðaði honum ekki álag samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. 12 Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Mihalache gegn Rúmeníu 8 . júlí 2019 kemur fram að til þess að einstaklingur geti notið verndar 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu nægi ekki að lokaniðurstaða liggi fyrir heldur verði hún að fela í sér sýknu eða sakfellingu í skilningi reglunnar. Við mat á því hvort tiltekin ákvörðun feli í sér sýknu eða sakfellingu verði að líta til 4 raunverulegs inntaks niðurstöðunnar sem um ræðir og meta áhrif hennar á aðstæður þess sem henni sætir. Í því felst að tekin hafi verið afstaða til refsiábyrgðar viðkomand i einstaklings að loknu mati á málsatvikum eða með öðrum orðum að niðurstaða hafi fengist um efnishlið máls. Skipti þar höfuðmáli að stjórnvald, sem að landsrétti hefur ákvörðunarvald sem gerir því kleift að taka til meðferðar efnishlið máls, hafi kynnt sé r eða metið fyrirliggjandi sönnunargögn og lagt mat á aðkomu viðkomandi að einhverjum eða öllum þeim atvikum sem tilefni gáfu til íhlutunar rannsóknaraðila í því skyni að ákvarða hvort til refsiábyrgðar hafi stofnast. 13 Í ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu nóvember 2019 er sérstaklega vísað til þess að vernd 4. gr. 7. samningsviðauka verði því aðeins virk að fyrri málsmeðferðinni hafi lokið með endanlegri úrlausn um sakfellingu eða sýknu þar sem leyst hafi verið úr efnishlið máls, það er að niðurstaða hafi fengist að loknu mati á sönnunargögnum um aðkomu viðkomandi einstaklings að atvikum sem varða refsiábyrgð. 14 Með lögum nr. 29/2021 sem tóku gildi 29. apríl 2021 var gerð breyting á málsmeðferð mála vegna skattalagabrota. Í al mennum athugasemdum með frumvarpi að lögunum kemur meðal annars fram að ástæða þess að stjórnvöld skipuðu nefnd og síðar vinnuhóp, sem leggja skyldi til breytingar á lögum með það fyrir augum að tvöföldum refsingum yrði ekki beitt við rannsókn og saksókn s kattalagabrota, séu dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þeirra tilvika þegar skattalagabrot hér á landi hefðu bæði leitt til saksóknar og álags á vangoldna skatta. Málin varði öll 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu og sé frumvarpinu ætlað að koma til móts við niðurstöður dóma Mannréttindadómstólsins. Þá kemur meðal annars fram í athugasemdunum að með því að marka málum vegna slíkra brota ákveðinn farveg innan annars vegar skattkerfisins og hins vegar réttarvörslukerfisins sé afnumin s ú regla að unnt sé að velja í hvaða farveg skattrannsókn fari, það er hvort mál verði rannsakað af lögreglu. Þess í stað verði það ríkisskattstjóri sem gefi fyrirmæli á grundvelli laga nr. 88/2008 um hvaða málum skuli vísað til lögreglu. Í þeim fyrirmælum felist mat á því hvaða brot teljist meiri háttar brot í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga þannig að þeim verði vísað strax til rannsóknar og ákærumeðferðar. Ef máli er vísað í rannsókn hjá héraðssaksóknara, sem hefur í för með sér útgáfu ákæru, lei ði það til endurákvörðunar skatta án álagsbeitingar innan skattkerfisins, óháð því hverjar lyktir málsins verða hjá dómstólum, áfellisdómur eða sýkna. 15 Í samræmi við framangreint er nú kveðið á um það í 1. mgr. 108. gr. a laga nr. 90/2003 að ef máli sé vís að til lögreglu verði ekki lagt á álag samkvæmt 108. gr. laganna meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal héraðssaksóknari ef hann telur ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða fellir það niður að hluta eða öllu ley ti endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri 5 þá lagt á álag samkvæmt 108. gr. sömu laga óháð því hvort endurákvörðun samkvæmt 96. gr., sbr. 97. gr. laganna, hafi þegar farið fram. 16 Svo sem fram er komið endurákvarðaði ríkisskattstjóri í úrskurði sínum 10. nóvember 2020 opinber gjöld varnaraðila vegna gjaldáranna 2015 til og með 2018 en ákvarðaði honum ekki álag samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Lög nr. 29/2021 höfðu þá ekki tekið gildi en ákvörðun ríkisskattstjóra samræmdist br áðabirgðaákvæði, sem bætt var við lög nr. 90/2003 með lögum nr. 33/2020 er tóku gildi 13. maí 2020, þar sem kveðið var á um að álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laganna skyldi ekki beitt á árinu 2020 ef máli skattaðila vegna þeirra atvika, sem væru tilefni e ndurákvörðunar samkvæmt 96. gr. laganna, hefði verið vísað til refsimeðferðar samkvæmt 110. gr. sömu laga. Samkvæmt framangreindu fól ákvörðun ríkisskattstjóra því ekki í sér endanlega úrlausn um sakfellingu eða sýknu þar sem leyst hafi verið úr efnishlið máls, það er að niðurstaða hafi fengist að loknu mati á sönnunargögnum um aðkomu viðkomandi einstaklings að atvikum sem varða refsiábyrgð. 17 Í ljósi alls framangreint er með höfðun máls þessa á hendur varnaraðila ekki brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 4. gr. 7. sa mningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og fer hún því hvorki gegn markmiðum laga nr. 29/2021 né er um að ræða endurtekna málsmeðferð vegna sömu atvika og lauk endanlega á stjórnsýslustigi með úrskurði yfirskattanefndar 8. október 2021 . Verður hinn k ærði úrskurður því felldur úr gild i og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 18 Kærumálskostnaður úrskurðast ekki, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008 . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2022 Árið 2022, þriðjudaginn 19. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður í málinu nr. S - 5897/2020: Ákæruvaldið gegn X, en málið var tekið til úrskurðar samdægurs. Málið er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, dagsettri 15. september 2020, á hendur: fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþv ætti: 1. Með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til og með 2018, vegna tekjuáranna 2014 til og með 2017, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum, tekjur að fjárhæð kr. 61.688.266 frá einkahlutafélaginu A, sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tl. og 4. tl. A - liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 6 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en með framangreindu komst ákærði undan greiðslu tekjuskatts og út svars að fjárhæð kr. 26.628.912 sem sundurliðast sem hér greinir: Tekjuárið 2014 Tekjuskattur og útsvar Framtaldar tekjur 4.608.000 kr. Vanframtaldar tekjur 25.550.529 kr. Tekjuskattur, 2. þrep 1.216.279 kr. Tekjuskattur, 3. þrep 6.596.306 kr. Útsvar 3.500.422 kr. Ónýttur persónuafsláttur 4.032.421 kr. Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 11.313.008 kr. Tekjuárið 2015 Tekjuskattur og útsvar Framtaldar tekjur 4.032.000 kr. Vanframtaldar tekjur: 6.989.670 kr. Tekjuskattur, 2. þrep 1.519.226 kr. Tekjuskattur, 3. þrep 313.174 kr. Útsvar 957.585 kr. Ónýttur persónuafsláttur 0 kr. Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 2.789.985 kr. Tekjuárið 2016 Tekjuskattur og útsvar Framtaldar tekjur 5.130.720 kr. Vanframtaldar tekjur: 5.428.139 kr. Tekjuskattur, 2. þrep 1.174.245 kr. Tekjuskattur, 3. þrep 163.764 kr. 7 Útsvar 743.655 kr. Ónýttur persónuafsláttur 0 kr. Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 2.081.664 kr. Tekjuárið 2017 Tekjuskattur og útsvar Framtaldar tekjur 6.271.200 kr. Vanframtaldar tekjur: 23.719.928 kr. Tekjuskattur, 1. þrep 842.690 kr. Tekjuskattur, 2. þrep 6.351.936 kr. Útsvar 3.249.630 kr. Ónýttur persónuafsláttur 0 kr. Vangreiddur tekjuskattur og útsvar 10.444.255 kr. Vanframtaldar tekjur alls 61.688.266 kr. Vangreiddur tekjuskattur og útsvar alls 26.628.912 kr. 2. Með því að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð kr. 26.628.912 í eigin þágu. Framangreint brot ákærða skv. 1. tölulið ákæru telst varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Framangreint brot ákærða skv. 2. tölulið ákæru telst varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Undir dómsmeðferð málsins var fallið frá 2. lið ákæru. Málið var tekið upp eftir dómtöku í því skyni að gefa ákæranda kost á að tjá sig um hugsanlega frávísun málsins, sbr. 1. mgr. 159. gr. laga nr. 88/2008. Ákærandinn andmælti frávísun og færði fram rök ákæruvaldsins um efnisdóm í málinu. Verjandinn lýsti óvissu á þessu réttarsviði sem bæri að túlka ákærða í hag. Hann krefst málsvarnarlauna samkvæmt tímaskýrslu. 8 Ákæra máls þessa var gefin út 15. september 2020 og því fyrir gildistöku laga nr. 29/2021 um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð). Með þeirri lagasetningu varð breyting á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota og afnumin tvöföld málsmeðferð og refsing vegna sama skattalagabrots. Við útgáfu ákæru málsins he fur verið tekið mið af þágildandi framkvæmd og þágildandi lögum og dómaframkvæmd varðandi það hvort málsmeðferðin sem fylgdi í kjölfar útgáfu ákærunnar og eftir atvikum sakfelling á grundvelli hennar færi gegn 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Við útgáfu ákærunnar var ekki talið að neinir annmarkar væru á málshöfðuninni að þessu leyti. Lög nr. 29/2021 um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota afnámu tvöfalda málsmeðferð og refsingu vegna sam a skattalagabrots. Með því var ætlun löggjafans að tryggja ríkara samræmi íslenskra laga og þeirra krafna sem leiða af aðild Íslands að mannréttindasáttmála Evrópu. Í úrskurði Landsréttar í málinu nr. 710/2021 var fjallað um frávísun sakamáls en í úrskurði num er m.a. svofelldur kafli: 29/2021 um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota sem afnámu tvöfalda málsmeðferð og refsingu vegna sama skattalagabrots . Með því var ætlun löggjafans að tryggja ríkara samræmi íslenskra laga og þeirra krafna sem leiða af aðild Íslands að mannréttindasáttmála Evrópu. Þannig er í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögunum meðal annars dregin sú ályktun a f þeirri málsmeðferð sem leiddi af þágildandi skattalögum og beitt var í máli varnaraðila annars vegar og málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl., Bjarna Ármannssonar, Ragnars Þórissonar og Matthildar í mörgum tilvikum muni málsmeðferð hér á landi vegna refsiverðra brota gegn skattalögum vera í andstöðu við ákvæði 4. gr. 7. samningsviðauka 29/2021 að þ eim hafi verið ætlað að hafa áhrif á rekstur sakamála fyrir dómi, þar sem sannanlega reynir á umræddan samningsviðauka mannréttindasáttmálans, orkar nokkuð tvímælis í ljósi markmiða laganna og framangreindra ummæla að halda rekstri þeirra áfram, sbr. 3. mg r. 18. gr. laga nr. 88/2008, 2. málsliðar Með úrskurði ríkisskattstjóra 10. nóvember 2020 voru endurákvörðuð opinber gjöld á ákærða eins og lýst er í úrskurðinum og er þar fjallað um sama sakarefni og samkvæmt ákæ ru máls þessa að frátöldum 2. lið ákæru sem fallið hefur verið frá. Að mati dómsins breytir engu varðandi niðurstöðu málsins nú þótt ekki hafi verið beitt álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. tekjuskattslaga í úrskurði ríkiskattstjóra sem var kveðinn upp fyrir gildistöku laga. nr. 29/2021 en mál þetta er jafnframt höfðað fyrir gildistöku laganna eins og rakið var. Markmið laga nr. 29/2021 var m.a. að fella niður tvöfalda málsmeðferð og tvöfalda refsingu. Með lögunum hefur löggjafarviljinn breyst frá því sem var er úrskurður ríkisskattstjóra var kveðinn upp og frá því að málið var sent til lögreglurannsóknar og frá því að málshöfðun þessi var ákveðin, en með málshöfðun þessari er um að ræða endurtekna málsmeðferð vegna sömu skattalagabrota og lauk á stjórnsýslusti gi með úrskurði ríkisskattstjóra hinn 10. nóvember 2020 og ákærði hefur gert upp skattskuld sína. Þótt ekki verði með vissu ráðið af lögum nr. 29/2021 hvernig fara skuli með mál þetta og enn ríki nokkur réttaróvissa á þessu sviði eins og gert hefur um hríð þykir, með vísan til framangreinds úrskurðar Landsréttar, jafnræðissjónarmiða o.fl. sjónarmiða sem þar eru rakin og til meginreglunnar í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga, rétt að ákærði fái að njóta vafans. Með vísan til alls þessa ber að vísa máli þ essu frá dómi og dæma ríkissjóð til greiðslu 1.395.000 króna málsvarnarlauna Marteins Mássonar lögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti. Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð inn. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þ.m.t. 1.395.000 króna málsvarnarlaun Marteins Mássonar lögmanns.