LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 16. maí 2022. Mál nr. 303/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Kristinn Halldórsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. maí 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. maí 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. maí 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tím i. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. maí 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 12. maí 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Varnaraðili er X , fd. [...] . Dómkröfur Þess er krafist að X sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, til fimmtudagsins 19. maí 2022, kl. 16:00. Varnaraðili mótmælir kröfunni og krefst þess aðallega að kröfu lögreglustjóra verði hafnað, en til vara að vægara úrræði eins og farbanni verði beitt. Málsatvik Þann 28. apríl 2022 hafði lögregla afskipti af útlendingi sem kvaðst heita X , kt. [...] , varnaraðili, en með honum var ungur drengur sem hann kvað heita A , kt. [...] . Þeir komu saman með flugi [...] frá Kaupmannahöfn, voru án ferðaskilríkja, en varnaraðili framvísaði afritum af ætluðum vegabréfum. Í viðræðum við lögreglu óskaði varnaraði li eftir alþjóðlegri vernd fyrir hönd hans og drengsins. Kvaðst varnaraðili hafa verið á flakki um Evrópu í þrjú ár ásamt barninu og skilið það eftir í hjá skyldmennum um tíma. Varnaraðili framvísaði pappír sem hann sagði heimila honum að ferðast með barnið. Skjalið er að forminu til ótraust og geta sérfræðingar ekkert fullyrt um gildi innihaldsins. Verið er að vinna úr þeim upplýsingum sem haldlögð símtæki varnaraðila inniheldur. Þá er unnið að því að bera kennsl á aðila og barnið og rekja ferðir þeir ra og forráðamenn barnsins. Framburður varnaraðila er afar ótrúverðugur og reikull bæði varðandi fyrri dvöl í Evrópu, ferðaleið og um barnið. Grunur leikur á að brotið hafi verið á barninu kynferðislega og það beitt vanvirðandi háttsemi. Varnaraðili var yfirheyrður þann 9. maí sl. og gaf þar aðrar skýringar á ferðum sínum og barnsins en hann hafði áður gefið. Vinnur lögregla nú að því að rekja ferðir þeirra út frá þeim framburði. Þá framvísaði hann vegabréfum ánöfnuðum þeim. Vísast nánar til meðfylgjandi gagna málsins. Lagarök Sóknaraðili byggir á því að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Hún sé umfangsmikil og unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Verið sé að rannsaka aðdraganda ferðar varnaraðila hingað til lands og dvöl innan Evrópu, upprun a hans og barnsins og tengsl þeirra og tengsl varnaraðila við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og/eða erlendis, auk annarra atriða. Unnið sé að því að staðfesta kennsl og tengsl varnaraðila við barnið. Uppruni barnsins sé óljós og sé nú leitað allra leiða til að staðfesta kennsl þess og dvöl þess innan Schengensvæðisins ásamt veru barnsins þar án foreldra. Sóknaraðili byggir á því að rökstuddur grunur sé fyrir að varnaraðili standi ekki einn að flutningi barnsins milli landa og hingað til lands. Ekki liggi heldur fyrir í hvaða tilgangi það hafi verið gert og hver hafi átt að taka á móti því hér á landi. Telji sóknaraðili að ætluð háttsemi varnaraðila kunni að 3 varða við ákvæði 19., 49. gr., f. lið 2. mgr. 116. gr. og 3. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 8 0/2016, XXII. kafla og 227. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og barnaverndarlögum nr. 80/2002. Ætla megi að varnaraðili kunni að torvelda rannsókn málsins og hafa áhrif á barnið og eða samseka gangi hann laus. Þá sé hætta á að varnaraðili kunni að verða beittur þrýstingi af hugsanlegum samverkamönnum og að reynt verði að hafa áhrif á hann gangi hann laus. Með vísan til alls framangreinds, a - liðar 1. mgr. 95. gr., 119., 49. gr., f. lið 2. mgr. 116. gr. og 3. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80 /2016, XXII. kafla og 227. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og barnaverndarlaga nr. 80/2002 telji sóknaraðili brýna rannsóknarhagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 19. maí 2022, kl. 16:00. Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er það skilyrði þess að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Þá þarf minnst eitt þeirra skilyrða sem tilgreind eru í stafliðum málsgreinarinnar að vera uppfyllt. Krafa sóknaraðila er reist á a - lið 1. mgr. 95. gr., en samkvæmt umræddum lið er heimilt að gera sakborningi að sæta gæsluvarðhaldi ef ætla má að hann muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Samkvæmt framansögðu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum málsins er að mati dómsins ljóst að varnaraðili er undir rökstuddum gru n um að hafa gerst sekur um háttsemi sem þung fangelsisrefsing er lögð við, en grunur sóknaraðila beinist auk annars að mansali. Varnaraðili viðurkenndi fyrir dómi að hafa upphaflega ekki gefið réttar skýringar á veru sinni með fyrrgreint barn hér á landi, en í skýrslutöku hjá sóknaraðila síðastliðinn mánudag breytti varnaraðili framburði sínum og gaf m.a. upp nöfn á einstaklingum sem tengjast komu barnsins hingað til lands. Rannsókn málsins er ekki lokið og verður að ætla lögreglu ráðrúm til þess að ljúka henni, m.a. með því að sannreyna breyttan framburð varnaraðila. Í ljósi þessa og gagna málsins að öðru leyti er á það fallist með sóknaraðila að gangi varnaraðili laus megi ætla að hann muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki um brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Samkvæmt því þykja uppfyllt skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að taka kröfu lögreglustjóra til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðaro rði. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. maí 2022, kl. 16:00.