LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 20. maí 2022 . Mál nr. 380/2021 : Ákæruvaldið (Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn Aroni Karli Ásgeirssyni (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) (Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Líkamsárás. Hótun. Skilorð. Kröfugerð. Miskabætur Útdráttur AK var annars vegar ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að A, slegið hana í andlitið svo að hún féll í jörðina og skömmu síðar, eftir að hafa elt hana á hlaupum yfir nærliggjandi götu, gripið í yf irhöfn hennar og kýlt hana í andlitið þannig að hún féll aftur í jörðina og hlaut af áverka. Hins vegar var AK ákærður fyrir að hafa í kjölfar líkamsárásarinnar hótað A lífláti. Taldi Landsréttur sannað að AK hafi veist að A með þeim hætti sem lýst var í á kæru og var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu AK fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Taldi Landsréttur einnig sannað að AK hafi hótað A lífláti og var hann sakfelldur samkvæmt 233. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki var fallist á að sýnt hefði verið fram í málinu að A hefði átt upptök að því að AK veittist að henni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að AK var í málinu sakfelldur fyrir líkamsárás og hótun gagnvart A. Um var að ræða tilefnislausa atlögu og sýndi AK af sér einbeittan brotavilja. Sakaferill AK hafði ekki áhrif á refsiákvörðun. Var refsing AK ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár, og honum gert að greiða A 400. 000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 18. maí 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust Landsrétti 7. desember 2021. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 12. maí 2021 í málinu nr. /2020 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. 4 Brotaþoli A , krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaða - og miskabætur að fjárhæð 795.203 krónur auk tilgreindra vaxta . 5 Við upphaf aðalmeðferðar málsins lýsti verjandi því yfir að fallið væri frá kröfu um ómerkingu hins áfrýjaða dóms, sem höfð var uppi í yfirlýsingu um áfrýjun. Niðurstaða 6 Í máli þessu er ákærða gefin að sök líkamsárás og hótun gagnvart brotaþola að faranótt laugardagsins 7. desember 2019, utan við veitingastað í . Honum er annars vegar gefið að sök að hafa veist að brotaþola, slegið hana í andlit svo að hún féll í jörðina, og skömmu síðar, eftir að hafa elt hana á hlaupum yfir nærliggjandi götu, g ripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið þannig að hún féll aftur í jörðina, en af þessu hafi hún hlotið áverka svo sem nánar er rakið í ákæru. Er þetta talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar er ákærða gefið að sök að hafa í kjölfar líkamsárásarinnar hótað brotaþola lífláti, sem hafi verið til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Er sú háttsemi talin varða við 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök samkvæmt báðum liðum ákæru. 7 Við aðalmeðferð málsins í héraði lýsti brotaþoli orðaskiptum þeirra ákærða utan við veitingastaðinn í umrætt sinn en í kjölfar þeirra hefði ákærði slegið hana hægra megin í andlit, að því er hún taldi með krepptum hnefa, svo að hún féll í jörð ina. Hún hefði eftir þetta gengið í burtu, hringt í Neyðarlínuna og tekið mynd af ákærða með síma sínum. Ákærði hefði þá hlaupið á eftir henni, náð að fella hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hann hefði verið dreginn frá henni og hefði hún þá hlaup ið inn í bifreið , sem hefði borið þar að. Þar sem hún sat inni í bifreiðinni hefði ákærði hrópað að henni að ef hún kærði hann myndi hann koma heim til hennar og drepa hana. 8 Ákærði kannaðist við fyrir héraðsdómi að hafa slegið brotaþola utan undir með opnum lófa svo að hún féll í jörðina en það hefði hann gert eftir að hún hefði kýlt hann í magann. Þá kannaðist ákærði jafnframt við að hafa gripið í fatnað brotaþola og snúið hana niður en hún hefði áður slegið hann í hnakkann. 9 Í skýrslum sínum fyrir hér aðsdómi báru vitnin B , C og D , sem voru á vettvangi í umrætt sinn, um að hafa séð ákærða slá brotaþola en enginn þeirra kvaðst hafa séð hana veitast að ákærða með þeim hætti sem hann lýsti. B og C báru jafnframt að þeir hefðu séð áverka á andliti brotaþola eftir þetta. Er það einnig í samræmi við framburð lögreglumanna sem komu á vettvang og ljósmyndir sem lögregla tók af brotaþola á vettvangi. Þá liggur fyrir í málinu vottorð læknis á , sem brotaþoli leitaði til í kjölfar atviksins, þar sem fram kemur a ð hún hafi verið bólgin og rauð yfir báðum kinnbeinum. Í vætti læknisins fyrir héraðsdómi kom jafnframt fram að áverkar hennar hefðu samrýmst lýsingu hennar á atlögunni. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, er staðfest niður staða hans um sakfellingu ákærða 3 fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í fyrri lið ákæru og varðar brotið við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. 10 Vitnið E , starfsmaður , lýsti því fyrir héraðsdómi að ákærði hefði komið að bifreið hans eftir að brotaþoli settist þar inn og reynt að draga hana út. Ákærði hefði verið í brjálæðiskasti, lamið á rúður bifreiðarinnar og öskrað á brotaþola að hann ætlaði að drepa hana. Þetta hef ði átt sér stað á meðan vitnið hringdi í lögregluna. Meðal gagna málsins er upptaka Neyðarlínu af símtali vitnisins þar sem ferð málsins í héraði og kannaðist hann við að það væri hans rödd sem þar heyrðist, þótt hann teldi sig ekki hafa heyrt B fyrir héraðsdómi að hann hefði reynt að varna því að ákærði færi inn í bifreiðina þar sem brotaþoli var og hefði ákærði þá hótað að drepa hana ef hún myndi kæra eða segja frá atvikinu. Með vísan til alls framangreinds og framburðar brotaþola er sannað að ákærði hafi hótað henni lífláti, eins og honum er gefið að sök í síðari lið ákæru, svo að varði hann refsingu samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga. 11 Ákærði ber því við að brotaþoli hafi átt upptök að átökunum svo að heimilt sé að lækka refsingu eða láta hana falla niður, sbr. 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga. Framburður ákærða hv að þetta varðar hefur verið rakinn en að auki vísar hann til framburðar vitnanna F og G fyrir héraðsdómi þessu til stuðnings. Hvað varðar framburð vitnisins F er til þess að líta að hún bar fyrir sig minnisleysi um atvik í umrætt sinn. Þá kom fram hjá henn i að hún hefði ekki séð atvikið vel og kvaðst hún ekki muna hverjir lágu í jörðinni í átökum. Nánar spurð kvaðst hún minnast þess að hafa séð brotaþola koma aftan að ákærða og byrjað að rífa í hann en hún hafi ekki séð hana gera neitt annað. Þrátt fyrir þe tta svaraði hún því síðar játandi að hún hefði séð brotaþola slá ákærða. Vitnið G var ekki á vettvangi í umrætt sinn og getur því ekki borið um atvik af eigin raun en kvað brotaþola hafa sagt sér að hún hefði kýlt ákærða í magann. Frásögn ákærða og vitnann a tveggja samrýmist ekki lýsingum brotaþola og annarra vitna sem raktar hafa verið um atvik í umrætt sinn, auk þess sem framburður vitnisins F var óljós um margt. Verður því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að ekkert sé fram komið í málinu sem sýni svo tr úverðugt sé að brotaþoli hafi átt upptök að því að ákærði veittist að henni. 12 Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærði er í málinu sakfelldur fyrir líkamsárás og hótun gagnvart brotaþola. Um var að ræða tilefnislausa atlögu og sýndi ákærði af sé r einbeittan brotavilja en hann réðist í tvígang að brotaþola, elti hana uppi og hafði í hótunum við hana eftir að hún hafði náð að forða sér inn í bifreið. Eins og fram kemur í héraðsdómi hefur sakaferill ákærða ekki áhrif á refsiákvörðun. Samkvæmt framan greindu, og með vísan til 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, sem bundin verður skilorði eins og í dómsorði greinir. 4 13 Í málinu krefst brotaþoli skaða - og miskabó ta að fjárhæð 795.203 krónur auk vaxta. Í yfirlýsingu um áfrýjun krafðist ákærði lækkunar miskabóta en sú krafa var ekki höfð uppi í greinargerð til Landsréttar og kemur því ekki til álita. 14 Kröfu brotaþola um skaðabætur að fjárhæð 95.203 krónur vegna gl ataðs hálsmens var vísað frá héraðsdómi og kemur hún því ekki til skoðunar hér fyrir dómi. Ekki nýtur við sérfræðigagna til stuðnings miskabótakröfu brotaþola en telja verður að brot ákærða hafi verið til þess fallin að valda henni miska. Þykir hún því eig a rétt á miskabótum á grundvelli 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem í ljósi alvarleika háttsemi ákærða og sakarstigs þykja hæfilega ákveðnar 400.000 krónur, með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Ákærða verður einnig gert að greiða brotaþola má lskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 15 Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins í héraði og fyrir Landsrétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtö ldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Aron Karl Ásgeirsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almen nt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþola, A , 400.000 krónur í miskabætur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. desember 2019 til 13. febrúar 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 850.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins í héraði og fyrir Landsrétti, 1.623.848 krónur, þar með talin málsvarnarlaun s kipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 1.585.360 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 12. maí 2021 Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 14. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi dagsettri þann 14. desember 2020, á hendur Aroni Karli Ásgeirssyni, kt. , til heimilis að Reykjamörk 1, Hveragerðisbæ, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 7. desember 2019, á bifreiðastæði við veitingastaðinn , veist að A , kt. , og slegið hana í andlit þannig að hún féll í jörðina og örskömmu síðar elt hana á hlaupum yfir nærliggjandi umferðargötu, gripið þar í yfirhöfn 5 hennar og kýlt hana í andlit þannig að hún féll aftur í jörðina; allt framangreint með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgur, roða og eymsli yfir báðum kinnbeinum. Teljast brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. f yrir hótanir með því að hafa, í kjölfar þeirrar atburðarásar sem greinir í ákærulið I og á sömu stund og stað og þar greinir, í bræðiskasti hótað A , kt. , lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð . Tels t brot ákærða varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu er gerð krafa af hálfu A , kt. , um að ákærða verði gert að greiða henni skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.295.203 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. desember 2019 þar til 30 dagar eru liðnir frá birtingu bótakröfu en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. söm u laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa málskostnað að mati dómara eða Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður a f öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og verði hún skilorðsbundin. Þá krefst ákærði þess að skaðabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi, en til vara að hann verði sýknaður af henni. Til þrautav ara er þess krafist að bótakrafan verði lækkuð verulega. Þá krefst ákærði málsvarnarlauna til handa verjanda sínum sem verði greidd úr ríkissjóði. Málavextir Laugardaginn . 2019 kl. 02:29 barst lögreglu tilkynning um slagsmál fyrir utan og var tali ð að ákærði hefði ráðist á A , brotaþola í máli þessu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var ákærði kominn heim til sín, en lögreglumenn ræddu við brotaþola og nokkur önnur vitni á vettvangi. Haft var eftir brotaþola að hún hafi verið á og þegar loka h afi átt staðnum hafi hún farið út. Hafi hún séð æstan strák fyrir utan og spurt hann af hverju hann væri svona pirraður. Hafi hann þá sagt að hann væri ekkert pirraður út í hana en í kjölfarið hafi hann kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlitið með þ eim afleiðingum að hún hafi dottið. Hún hafi staðið upp og ákveðið að taka mynd af stráknum sem hún kvað heita Aron. Hafi hann þá veist að henni og kýlt hana ítrekað í andlitið. Hún hafi þá hlaupið inn í bifreið og beðið ökumanninn um að læsa bifreiðin ni. Þá hafi þessi Aron komið, opnað afturhurðina en ekki komist inn þar sem hann hafi verið dreginn í burtu. Hafi hann þá kallað til hennar að ef hún kærði hann kæmi hann heim til hennar og dræpi hana. Haft var eftir H , eiginkonu ákærða, að hún hafi ekki orðið vitni að atvikinu en þegar hún hafi náð að ræða við ákærða hafi hann sagt að konan sem hann hafi átt að hafa ráðist á hafi verið búin að vera með 6 stæla við hann allt kvöldið, hafi hún ögrað honum og ýtt í hann. H kvaðst hafa farið til ákærða og reynt að róa hann en þá hafi hann ýtt henni frá sér og hafi hún dottið við það. Hún kvað þetta vera ólíkt honum. Haft var eftir F að hún hafi séð ákærða og einhverja konu liggja í jörðinni og slást. Eftir þetta hafi ákærði h rint H harkalega í jörðina þegar hún hafi verið að reyna að ræða við hann. Í lögregluskýrslu segir að F hafi verið sjáanlega ölvuð. Haft var eftir E að hann hafi verið við eftirlit í þegar hann hafi verið beðinn um að hringja í Neyðarlínuna. Hafi þá k ona komið inn í bifreiðina og beðið hann um að læsa í flýti. Hafi þá komið strákur, barið bifreiðina að utan en hann hafi verið dreginn í burtu. Hann kvaðst hafa heyrt strákinn segjast ætla að drepa konuna. Haft var eftir C að ákærði hafi barið brotaþola í andlitið með hálflokuðum hnefa. Hann hafi síðan séð á eftir þeim og hafi ákærði barið brotaþola ítrekað. Hann hafi þá gefið bifreið merki um að stöðva og hafi hann beðið ökumanninn um að hringja í Neyðarlínuna. Hann kvaðst hafa ætlað að ræða við ákær ða en hann hafi þá barið hann í bakið og hafi C dottið í jörðina við höggið. Þegar hann hafi staðið upp hafi hann séð ákærða hlaupa á eftir brotaþola sem hafi verið að fara inn í bifreiðina. Hann hafi síðan séð ákærða lemja konuna sína og ganga síðan í burtu. Haft var eftir B að hann hafi ætlað að ræða við ákærða en hann hafi verið mjög æstur og ýtt við sér. Hann kvaðst hafa heyrt ákærða segja við brotaþola að ef hún kærði hann myndi hann drepa hana. Í máli þessu liggja fyrir upptökur af símtölum til Neyðarlínu. Þessum símtölum er lýst með þeim hætti í lögregluskýr s lu að kl. 02:29 hafi brotaþoli hringt í Neyðarlínu og sagt að maður hefði ráðist á hana é í uppnámi og grátandi. Kl. 02:30 hafi vitnið E hringt og sagt að slagsmál væru í gangi og væri óskað eftir Í lögregluskýrslu segir að brotaþoli hafi verið með sjáanlega áverka í andliti, bæði á hægra og vinstra kinnbeini. Þá l iggur fyrir læknisvottorð undirritað af I , yfirlækni bráðamóttöku , dagsett 29. desember 2019, en þar kemur fram að brotaþoli hafi verið róleg og mjög kurteis. Hún hafi verið bólgin og rauð yfir báðum kinnbeinum en mun bólgnari hægra megin. Talsverð eym sli þar yfir og meira hægra megin. Önnur áverkamerki hafi ekki verið til staðar. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi verið á umrætt kvöld og hafi brotaþoli verið að fara í glös hans og annarra á staðnum og verið með almenn leiðindi. Þarna inni hafi verið D , C og F . Þau hafi farið út að reykja þegar loka átti staðnum og brotaþoli hafi haldið áfram fúkyrðum gagnvart ákærða sem hafi m.a. snúið að nýlátinni ömmu ákærða. Hafi hann boðið C í eftirpartí og sagt að brotaþoli mætti ekki koma og sagt við hana að hann styddi ekki framhjáhald á sínu heimili, en hann kvaðst hafa staðið í þeirri trú að brotaþoli og C hafi ætlað að sofa saman, en þau hafi verið búin að spjalla saman inni á veitingastaðnum. Hafi hún brug ðist illa við því og kýlt ákærða í magann. Kvað ákærði ósjálfráð viðbrögð sín hafa verið að slá hana utan undir á vinstri kinn með opnum lófa hægri handar. Hún hafi fallið á jörðina, staðið upp og tekið mynd af honum. Hann hafi ekki verið sáttur við það og reynt að ná símanum af henni. Þau hafi hlaupið hring um planið, brotaþoli hafi hrasað í mölinni og hafi ákærði snúið við og séð að kona hans hafi verið lögð af stað áleiðis heim. Hann hafi gengið í átt til hennar en þá hafi brotaþoli komið hlaupandi á eft ir ákærða og slegið hann aftan í hnakkann. Hafi ákærði við það dottið fram fyrir sig, borið fyrir sig hendur og við það hafi hann farið úr hægri axlarlið. Hann hafi náð að koma hendinni í liðinn, rokið á fætur, snúið sér við, gripið í fatnað brotaþola og s núið hana niður. Við það hafi þau rúllað í stutta 7 stund á jörðinni en síðan hafi þau staðið upp, en engin högg hafi gengið milli þeirra þá. Brotaþoli hafi síðan hlaupið inn í bifreið með C og hafi ákærði farið á eftir, náð að opna hurðina, en verið dre ginn í burtu. Hann hafi síðan farið heim með konu sinni. Hann kannaðist ekki við að hafa átt orðaskipti við brotaþola við bifreiðina. Hún hafi verið mjög æst og í geðshræringu og þá hafi hún virst vera drukkin. Hann kvaðst ekki hafa átt upptökin að átökunu m. Hann kvaðst hafa verið rólegur fyrir utan en orðið æstur eftir átökin við brotaþola. Hann kvaðst hafa verið búinn að drekka 10 bjóra. Hann kannaðist við að hafa látið einhver orð falla í hita leiksins gagnvart C en taldi ekki að um hótanir gagnvart brotaþola hafi verið að ræða. Hann mundi þó ekki hvað hann sagði. Hann kannaðist ekki við að brotaþoli hefði verið með hálsmen. Hann rengdi ekki að það væri hann sem heyrðist á upptöku Neyðarlínunnar en kannaðist ekki v ið að hann hefði talað um að myrða einhvern. Brotaþoli skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi verið á og þegar staðnum hafi verið lokað hafi hún staðið fyrir utan og þá hafi C og ákærði haft tal af sér. Hafi ákærði verið frekar agressífur og æstur og h afi hún spurt hann hvort hún hafi gert honum eitthvað. Hafi hann sagt að hún hafi ekki gert honum neitt en í kjölfarið hafi hún fengið högg frá honum með þeim afleiðingum að hún hafi dottið. Hafi höggið lent í andlit hennar hægra megin. Hún taldi að hann h efði veitt höggið með krepptum hnefa. Hafi C orgað á hann að hann ætti ekki að berja konur. Hún kvaðst hafa gengið í burtu og hringt í 112 en skellt á og tekið þá ákvörðun að taka mynd af ákærða. Hann hafi þá hlaupið á eftir henni og náð að fella hana og l átið höggin dynja á höfði hennar. Við þetta hafi hálsmen hennar slitnað af henni. Hún kvaðst hafa legið á grúfu til þess að verja andlitið. Ákærði hafi verið dreginn í burtu af einhverjum stórum og miklum strák og C . Hún kvaðst hafa hlaupið inn í bifre ið þar sem hún hafi ekki vitað á hverju hún hafi átt von frá þessum manni vegna hótana frá honum. Hafi ákærði sagt að ef hún kærði myndi hann koma heim til hennar og drepa hana. Hún kvað C eftir þetta hafa sest inn í bifreiðina og setið við hlið hennar og þá hafi ákærði ítrekað morðhótun sína. Brotaþoli kvaðst þetta kvöld hafa drukkið einn bjór og einn kokkteil og ekki fundið til áfengisáhrifa. Hún kvaðst engin samskipti hafa átt við ákærða eða aðra sem tengdust honum inni á veitingastaðnum. Hún kvað þetta atvik hafa haft mikil áhrif á líf sitt, hún finni fyrir óöryggi og stressi og mikilli vanlíðan. Hún kannaðist ekki við að hafa drukkið úr glösum annarra inni á veitingastaðnum og þá kannaðist hún ekki við að hafa verið í nánum samskiptum við C þar. Þá kan naðist hún ekki við að hafa leitað eftir því að komast í samkvæmi hjá ákærða. Hún neitaði því að hafa slegið ákærða í magann eða hafa veist að honum með nokkrum hætti. Hún kvaðst hafa tekið hótanir ákærða alvarlega, enda hefði hann verið búinn að kýla hana að ástæðulausu. Vitnið E skýrði svo frá fyrir dómi að hann væri hjá og hefði verið beðinn um að hringja á lögreglu þar sem hann hefði verið staddur í bifreið fyrir framan . Hafi maður verið að ráðast á konu þar en tveir eða þrír menn hefðu reyn t að fara á milli. Hefði kona komið inn í bifreiðina farþegamegin og sagt að ráðist hefði verið á hana, en vitnið hafi þá verið í sambandi við Neyðarlínuna. Þá hefði sá sem ráðist hefði á konuna komið, lamið á rúðu bifreiðarinnar og reynt að draga konuna ú t. Konan hefði verið grátandi, hrædd og í miklu uppnámi. Maðurinn hefði kallað þvílíkum orðum á konuna og hefði vitnið því leyft konunni að vera inni í bifreiðinni þangað til lögreglan kom. Hann mundi að maðurinn hafi hótað að drepa konuna, en hún hafi þá verið inni í bifreiðinni. Hann kvaðst hafa gert ráð fyrir því að orðum mannsins væri beint að konunni, enda hafi bara hún og vitnið verið inni í bifreiðinni á þessum tímapunkti. Hann kvað manninn hafa verið reiðan og í brjálæðiskasti. Vitnið B skýrði svo f rá fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér á ásamt ákærða og fleirum og eftir lokun hafi þau farið út. Þá hafi fólk verið á leið í partí til ákærða. Hann kvaðst hafa séð ákærða krjúpa yfir brotaþola og lemja hana í andlitið með krepptum hnefanum. Eftir það hafi C komið og náð að yfirbuga ákærða. Vitnið kvaðst hafa athugað hvort brotaþoli væri í lagi og hafi hann reynt að róa hana. Hún hafi hringt í lögregluna og þá hafi hann séð bifreið koma að. Hafi brotaþoli komist í skjól inni í bifreiðinni og hafi ákærði eitthvað róast. Þá kvaðst vitnið hafa gert þau mistök að fara til ákærða sem hafi þá espast upp og aðspurður hvers vegna ákærði hefði verið að þessu hefði hann sagt að brotaþoli væri djöfulsins tík. Þá hafi ákærði rokið að bifreiðinni, rifið upp afturhurðina þar sem brotaþoli sat og kvaðst 8 vitnið hafa náð að loka hurðinni. Þá hafi ákærði hlaupið að hurðinni hinum megin og rifið hana upp. Vitnið kvaðst aftur hafa hlaupið fyrir ákærða sem þá hafi hótað brotaþola að hann myndi drepa hana ef hún kærði eða segði frá. Aðeins brotaþoli hafi verið inni í bifreiðinni ásamt E og hefði orðum ákærða verið beint að brotaþola. Ákærði hafi eftir þetta labbað heim á leið og hafi hann virst pirraður og verið að hrinda konunni sinni. Vitnið kvað hafa verið reyn t að róa brotaþola niður og hafi dóttir hennar komið á vettvang. Vitnið kvaðst vera kunningi ákærða, en hann kvaðst ekki þekkja brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við nein samskipti ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum og þá kvaðst hann ekk i hafa séð hana slá ákærða þar. Vitnið kvaðst hafa verið búinn að drekka 5 - 6 bjóra og hafi hann fundið til áfengisáhrifa. Ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis, en hann hélt að brotaþoli hefði ekki verið búin að drekka mikið. Vitnið F skýrði svo frá fyri r dómi að hún hafi verið vel undir áhrifum áfengis og hefði það áhrif á minni hennar. Hún hafi verið að ganga út úr ásamt ákærða og fleirum þegar talað hafi verið um að fara í partí heim til ákærða og konu hans. Þarna hafi verið kona sem hafi viljað ko ma í partíið en þau hafi ekki viljað það. Konan hafi ráðist aftan að ákærða og byrjað að rífa í hann og hafi ákærði síðan ýtt henni frá með hendinni. Síðan hafi einhverjir legið á jörðinni en hún mundi ekki hverjir það voru. Hún kvað konuna hafa verið kom na inn í bifreið og þá hafi einhverjir legið ofan á ákærða. Hún kvaðst hafa litið inn í bifreiðina og hafi brotaþoli verið grátandi þar. Hún kvaðst vera vinkona ákærða og konu hans en hún kvaðst ekkert þekkja brotaþola. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör v ið samskipti milli ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum og þá kannaðist hún ekki við að brotaþoli hefði verið að drekka drykki annarra inni á veitingastaðnum. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við að brotaþoli hefði gert sér dælt við C þar. Vitnið C sk ýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi verið staddur á ásamt ásamt ákærða og fleirum. Þar hafi hann hitt brotaþola og þegar staðnum hafi verið lokað hafi ákærði boðið í partí og hafi brotaþoli spurt hvers vegna ákærði væri svona æstur. Hafi ákærði þá sle gið hana með flötum lófa í andlitið að því er vitnið taldi og hafi hún lent í snjóskafli. Hafi brotaþola brugðið við þetta og hafi hún farið að gráta. Hann mundi ekki eftir að hafa séð áflog milli ákærða og brotaþola eftir þetta en hann og ákærði hafi hrin t hvorum öðrum. Hann kvaðst hafa róað ákærða en brotaþoli hafi staðið upp og hlaupið í áttina að . Hafi ákærði farið á eftir henni og hafi vitnið og fleiri stöðvað bifreið og hafi brotaþoli farið inn í hana. Hafi ákærði reynt að fara inn í bifreiðin a og hafi tekist að koma í veg fyrir það og hafi bílstjórinn læst hurðunum. Hann mundi ekki eftir orðaskiptum milli ákærða og brotaþola en þau hafi bæði öskrað og hafi brotaþoli verið mjög hrædd. Hann kvaðst hafa sest inn í bifreiðina við hlið brotaþola og hafi hann spurt hana hvort ekki væri allt í lagi. Hafi kona ákærða róað hann og hafi þau síðan farið heim. Vitnið kvaðst fyrr um kvöldið hafa talað við brotaþola, en hann hafi ekki talað við hana fyrir utan skemmtistaðinn. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa séð hana þá tala við ákærða eða eiginkonu hans. Vitnið kvað þá ákærða hafa þekkst í nokkur ár og hafi þeir á þessum tíma verið félagar, en nú væru engin samskipti milli þeirra. Vitnið kvaðst ekki þekkja brotaþola. Vitnið kvaðst hafa verið undir áhr ifum áfengis. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við átök milli ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum. Hann kannaðist ekki við að hafa verið stíga í vænginn við brotaþola. Hann kannaðist ekki við að ákærði hefði sagt við hann að hann liði ekkert framhjáh ald á heimili sínu. Hann mundi ekki eftir því að hafa orðið vitni að neinum hótunum. Vitnið H , eiginkona ákærða, skoraðist ekki undan vitnisburði og skýrði svo frá fyrir dómi að þau hafi öll verið ölvuð en eftir að þau fóru út af staðnum hafi hún aldrei séð neitt athugavert í gangi fyrr en hún hafi heyrt kallað að ákærði væri að lemja einhvern en hún hafi ekki séð það. Hafi ákærði legið í götunni og brotaþoli hlaupið í burtu. Hafi ákærði verið kominn úr axlarlið, en það hafi verið vegna gamalla meiðsla fr á 2016. Hún hafi rætt við hann og hafi hann sagt að hann hefði ekki lamið neinn. Hafi brotaþoli hringt á lögreglu og í því hafi bifreiðin komið og hafi brotaþoli hlaupið inn í hana. Hafi ákærði þá hlaupið á eftir bifreiðinni, tekið í hurðina og viljað tala við brotaþola, en hún hafi alls ekki viljað tala við hann. Ákærði hafi einnig reynt að tala við C , en hann hafi heldur ekki viljað tala við hann. Hún hafi dregið ákærða í burtu og hafi þau síðan farið heim. Hún kvað ákærða ekki hafa lamið sig, hann ha fi aðeins ýtt við henni og hafi hún ekkert meitt sig. Hún kvaðst ekki hafa orðið vitni að neinum átökum milli ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum. Hún kvaðst hafa séð að C og brotaþoli voru að draga sig saman inni á 9 veitingastaðnum. Hún kvaðst ekki hafa heyrt ákærða segja að hann myndi ekki líða neitt framhjáhald í sínum húsum. Hún kvað brotaþola hafa verið sjáanlega ölvaða en hún kvaðst ekki hafa haft samskipti við hana á veitingastaðnum. Hún kvað brotaþola hafa verið að taka drykki annarra og hafi ákærði gert athugasemd við það við hana. Hún kvað ákærða ekki vanan að leggja hendur á fólk. Hún kvaðst ekki hafa heyrt ákærða hóta brotaþola. Hún kvað sig og ákærða hafa verið ölvuð. Vitnið D skýrði svo frá fyrir dómi að eftir lokun á hafi hann verið að tala við B og hafi ákærði orðið reiður þegar brotaþoli hafi spurt hann af hverju hann væri svona æstur og hvort hann væri á einhverju. Hafi hópurinn færst yfir á og hafi hann séð ákærða slá til brotaþola. Hann kvaðst hafa þá reglu að horfa í hina áttina þegar eitthvert vesen byrjar og vilji hann þá helst koma sér í burtu. Hann kvaðst því ekki hafa séð slagsmálin milli ákærða og brotaþola nema að ákærði sló hendinni með opnum lófa í áttina að brotaþola. Hann kvaðst ekki hafa séð hvar h öndin lenti. Hann kvaðst ekki hafa séð önnur högg fara á milli. Einhverjar hrindingar hafi verið milli ákærða og C . Brotaþoli hafi farið inn í bifreið og hafi ákærði farið á eftir henni. Hann kvaðst ekki hafa skipt sér af þessu en hann hafi þó áður haf a reynt að róa ákærða niður með því að setjast ofan á hann. Hann kvaðst ekki hafa heyrt hvað ákærða og brotaþola fór á milli í bifreiðinni, en hann hafi staðið aðeins frá. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við einhver samskipti milli ákærða og brotaþola inn i á veitingastaðnum, ágreiningurinn hafi ekki byrjað fyrr en út var komið. Hann kvaðst hafa þekkt ákærða lengi, en þeir hafi lítið hist eftir þetta. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis, en ekki miklum. Hann gat ekki staðfest að brotaþoli hafi veri ð að drekka úr glösum annarra og þá kvað hann hana og C ekki hafa verið að draga sig saman. Vitnið G skýrði svo frá í símaskýrslu fyrir dómi að hún hafi verið í samskiptum við brotaþola að morgni eftir umrætt atvik. Hún hafi hringt í sig og spurt hana hver ákærði væri. Hún kvað brotaþola hafa sagt að hún hefði kýlt ákærða í magann fyrir utan veitingastaðinn og hann hefði hrint henni frá sér. Hún hafi einnig sagt að ákærði hefði lamið sig. Vitnið kvaðst ekki hafa verið á vettvangi. Lögreglumaður nr. skýr ði svo frá fyrir dómi að borist hafi tilkynning um slagsmál og hafi verið farið að heimili ákærða. Hann hafi rætt við eiginkonu ákærða og F vinkonu hennar. Hann kvaðst hafa rætt við brotaþola sem hafi verið í miklu uppnámi. Þá kannaðist hann við að hafa te kið myndir af áverkum brotaþola í lögreglubifreiðinni. Lögreglumaður nr. , áður skýrði svo frá fyrir dómi að hún hafi farið að heimili ákærða og rætt þar við F og eiginkonu ákærða. Eftir það hafi verið farið á vettvang og rætt við vitni og brotaþola . Hún hafi verið sjáanlega ölvuð en ekki ofurölvi. Þá hafi hún verið grátandi og með sjáanlega áverka á andliti. Lögreglumaður nr. skýrði svo frá fyrir dómi að borist hafi tilkynning um líkamsárás og hafi verið farið að heimili ákærða og rætt við hann inni í lögreglubifreiðinni. Hann hafi sjáanlega verið undir áhrifum og ýmist æstur eða rólegur. I læknir staðfesti vottorð sitt í símaskýrslu fyrir dómi. Hann kvað áverka brotaþola samsvara frásögn hennar af atvikum. Niðurstöður Ákærða er í máli þessu g efið að sök að hafa veist að brotaþola, slegið hana í andlit þannig að hún féll í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlit eins og nánar er rakið í ákæruskjali og með þeim afleiðingum er þar greinir. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í kjölfarið hótað brotaþola lífláti, sem hafi verið til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitar sök en kannast við að hafa slegið brotaþola utan undir með opnum lófa eftir hún hafi kýlt hann í magann. Að sögn ákærða hafi brotaþoli eftir það slegið hann í hnakkann og í kjölfarið hafi 10 hann gripið í fatnað hennar og snúið hana niður og hafi þau rúllað eftir jörðinni. Ákærði kvað að við það tækifæri hefðu engin högg gengið milli þeirra. Þá neitar ákærði þv í að hafa hótað brotaþola lífláti. Ákærði kvað brotaþola hafa átt upptökin, hún hafi verið að drekka úr glösum hans og annarra á veitingastaðnum og verið með almenn leiðindi. Hafi hann sagt að brotaþoli mætti ekki koma í samkvæmi á heimili hans og sagt við hana að hann styddi ekki framhjáhald á sínu heimili, en hann kvaðst hafa staðið í þeirri trú að brotaþoli og C hafi ætlað að sofa saman. Brotaþoli kvað ákærða hafa verið æstan og þegar hún hafi spurt hann um ástæðu þess hafi hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hafi þá gengið í burtu en ákærði hafi þá hlaupið á eftir henni, náð að fella hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Eftir þetta hafi brotaþoli hlaupið inn í bifreið þar sem hún hafi ekki vitað á hverju hún hafi átt von frá þes sum manni vegna hótana frá honum. Hafi ákærði sagt að ef hún kærði myndi hann koma heim til hennar og drepa hana. Brotaþoli kannaðist ekki við að hafa drukkið úr glösum annarra inni á veitingastaðnum og þá kannaðist hún ekki við að hafa verið í nánum samsk iptum við C þar. Hún kannaðist ekki við að hafa leitað eftir því að komast í samkvæmi hjá ákærða og þá neitaði hún því að hafa slegið ákærða í magann eða hafa veist að honum með nokkrum hætti. Vitnið E kvað ákærða hafa hótað að drepa brotaþola þegar hún va r komin inn í bifreiðina, en hún hafi verið grátandi, hrædd og í miklu uppnámi. Hann gerði ráð fyrir því að orðum ákærða væri beint að brotaþola, enda hafi bara hún og vitnið verið inni í bifreiðinni á þessum tímapunkti. Hann kvað ákærða hafa verið re iðan og í brjálæðiskasti. Vitnið B kvaðst hafa séð ákærða krjúpa yfir brotaþola og lemja hana í andlitið með krepptum hnefanum. Hafi ákærði reynt að komast að brotaþola þegar hún hafi verið komin inn í bifreiðina en vitnið hafi náð að koma í veg fyrir það. Ákærði hafi hótað að drepa brotaþola ef hún kærði eða segði frá. Hafi aðeins brotaþoli ásamt E verið inni í bifreiðinni og hefði orðum ákærða verið beint að brotaþola. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við nein samskipti ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum og þá kvaðst hann ekki hafa séð hana slá ákærða þar. Vitnið F kvað brotaþola hafa vilja ð koma í partíið en þau hafi ekki viljað það. Hafi brotaþoli ráðist aftan að ákærða og byrjað að rífa í hann og hafi ákærði síðan ýtt henni frá með hendinni. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við samskipti ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum og þá varð hún ekki vör við samskipti brotaþola og C . Vitnið kvaðst hafa verið vel undir áhrifum áfengis og í lögregluskýrslu er því lýst að hún hafi verið sjáanlega ölvuð. Verður að meta framburð vitnisins með hliðsjón af þessu ástandi þess. Vitnið C kvað ákærða h afa slegið brotaþola með flötum lófa í andlitið en hann mundi ekki eftir því að hafa séð áflog milli ákærða og brotaþola eftir þetta. Ákærði hafi reynt að fara inn í bifreiðina og hafi tekist að koma í veg fyrir það. Hann mundi ekki eftir orðaskiptum mill i ákærða og brotaþola en þau hafi bæði öskrað og hafi brotaþoli verið mjög hrædd. Hann kvaðst ekki hafa verið að stíga í vænginn við brotaþola. Vitnið D kvaðst hafa séð ákærða slá brotaþola en hann hafi ekki fylgst með atburðarásinni eftir það. Hann kvaðst ekki hafa heyrt hótanir ákærða í garð brotaþola og þá varð hann hvorki var við samskipti ákærða og brotaþola inni á veitingastaðnum né að brotaþoli og C væru að draga sig saman. Meðal gagna málsins er áverkavottorð brotaþola sem I læknir hefur staðfest f yrir dómi og kvað hann áverka brotaþola samsvara frásögn hennar af atvikum. Þá liggja fyrir myndir af andliti brotaþola sem lögreglan tók skömmu eftir atvik málsins. Með trúverðugum framburði vitna sem rakinn hefur verið hér að framan er nægilega sannað a ð ákærði hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákæru. Þá sýna myndir sem teknar voru af brotaþola glöggt hvernig brotaþoli var útleikin af hálfu ákærða. Ekkert er fram komið í máli þessu með trúverðugum 11 hætti sem sýnir fram á það að brotaþoli hafi átt upptökin að því að ákærði veittist að henni og verður ekki betur séð en að atlaga hans gagnvart henni hafi verið algjörlega tilefnislaus. Er þessi háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Í máli þessu liggur fyrir upptaka af símtali vitnisin s E við Neyðarlínu og hefur ákærði ekki rengt að það sé hann sem heyrist á upptökunni. Þegar hlustað er gaumgæfilega á upptökuna fer ekkert á milli mála að ákærði lætur þau orð falla sem rakin eru í ákæru og þá er nægilega sannað að þeim hafi verið beint a ð brotaþola. Þessi háttsemi ákærða er sömuleiðis rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Sakaferill ákærða skiptir ekki máli við ákvörðun refsingar hans. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar þykir mega fresta og sk al hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Bótakrafa brotaþola er sundurliðuð með þeim hætti að krafist er miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga að fjárhæð 700.000 kró nur. Þá er krafist bóta vegna hálsmens, 95.203 króna og 500.000 króna vegna málskostnaðar. Bótakrafan er þannig rökstudd að ákærði hafi af ásetningi gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði, persónu, líkama og heilsu brotaþola þegar hann hafi án nokkurs tilefnis ráðist á hana. Hafi ásetningur hans verið einbeittur, sérstaklega í ljósi þess að hann hafi ekki látið af háttsemi sinni eftir fyrstu atlögu að brotaþola og bæði elt hana og hótað lífi hennar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annarra til að róa han n og halda honum frá henni. Slík tilefnislaus árás sé til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður andlegu tjóni og geti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Með þeim brotum sem ákærði hefur verið fundinn sekur um hefur hann fellt á sig miskab ótaábyrgð samkvæmt a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 300.000 krónur og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. Ósannað er að ákærði beri ábyrgð á glötuðu hálsmeni brotaþola og verður þeim l ið kröfu hennar því vísað frá dómi. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 1.000.000 k róna að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 27.360 krónur. Þá verður ákærða gert að greiða þóknun lögmanna brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 353.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 12.540 krónur og Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 141.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Aron Karl Ásgeirsson, sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar skal frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði A 300.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. desem ber 2019 til 13. febrúar 2021, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Kröfu brotaþola vegna hálsmens er vísað frá dómi. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjand a síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 1.000.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 27.360 krónur. Þá greiði ákærði þóknun lögmanna brotaþola, þei r ra Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 353.400 krónur að meðtöldum vir ðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 12.540 krónur og Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 141.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.