LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 19. febrúar 2021. Mál nr. 95/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir og S kúli Magnússon , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. febrúar 2021 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2021 í málinu nr. R - [...] /2021 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 4. febrúar 2021 um að varnaraðili skyldi sæta nánar tilteknu nálgunarbanni. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun a f heimili. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og felld verði úr gildi ákvörðun sóknaraðila 4. febrúar 2021. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda s ínum. Niðurstaða 4 Með ákvörðun sóknaraðila 4. febrúar 2021 var varnaraðila gert að sæta nánar héraðsdóms var þess krafist að staðfest yrði framangreind ákvörðun þess efnis að varnaraðila verði gert að sæta . Með hinum kærða úrskurði var staðfest ákvörðun sóknaraðila þess efnis að varnaraðila væri gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni til 2 Það athugast að f ramangreindan mánaðardag ber upp á föstudag líkt og kom réttilega fram í þeirri ákvörðun sóknaraðila 4. febrúar 2021 sem krafist er staðfestingar á . 5 Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður ákvörðun sóknaraðila 4. febrúar 2021 staðfest með þeim hætti sem í úrskurðarorði greinir. 6 Ákvæði hins kærða úrskurðar um þóknun verjanda varnaraðila og réttargæslumanns brotaþola verður staðfest. 7 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögr eglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 4. febrúar 2021 þess efnis að X , kt. [...] , sæti nálgunarbanni til föstudagsins 6 . ágúst 2021 kl ukkan 16, þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A , kt. [...] , að [...] í Reykjavík, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis [...] , Reykjavík, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á ann an hátt í beint samband við hana. Ákvæði hins kærða úrskurðar um þóknun verjanda varnaraðila og réttargæslumanns brotaþola skal vera óraskað. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 117.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2021 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 4. febrúar sl., sem birt var varnaraðila þann 5. febrúar sl., þess efnis að X , kt. [...] , sæti nálgunarbanni ti l fimmtudagsins 6. ágúst 2021 kl. 16:00, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A , kt. [...] , að [...] , Reykjavík, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis [...] , Reykjavík, mælt frá miðju hússins. Jafnframt v erði lagt bann við því að hann veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Í greinargerð aðstoðarsaksóknara er krafa lögreglustjóra rök studd þannig: A , kt. [...] , um framlengingu á nálgunarbanni gegn X . Lögreglustjórinn á [...] er með mál til meðferðar þar sem X hefur ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni, og á meðan þurfti, brottvísun af heimili. Með hliðsjón af alvarleika og stöðu málsins, sem og vegna ótta A við X , var það mat lögreglustjórans 3 á höfuðborgarsvæðinu að nauðsynlegt var að framlengja nálgunarbannið og að lagaskilyrði séu uppfyllt. Í ljósi þess a ð A hafði nýverið flutt lögheimili sitt frá [...] til Reykjavíkur og í samræmi við 1. mgr. 7. gr. laga nr. 85/2011 tók lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvörðun um áframhaldandi nálgunarbann. Forsaga málsins er eins og fram kemur í meðfylgjandi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi: Lögreglumál 008 - 2020 - [...] Aðfararnótt 8. mars 2020 barst lögreglu símtal úr símanúmerinu [...] en það númer er skráð á brotaþola. Enginn var í símanum en heyra mátti konu gráta og samtal konu og manns. Taldi starfsmaður lögreglu sem móttók símtalið að um mögulegt heimilisofbeldi væri að ræða og sendi lögreglubifreið á vettvang. Fengu lögreglumenn á leið á vettvang upplýsingar að félagsþjónusta [...] væri með mál brotaþola og kærða til sérstakrar skoðunar vegna ítrekaðs ofbeldis í garð brotaþola af hendi kærða. Þegar lögregla kom á vettvang, að [...] , [...] , kom brotaþoli hlaupandi um leið og opnaði dyrnar. Fljótlega kom kærði á eftir brotaþola. Var brotaþoli grátandi og skelfingu lostinn. Bar brot aþoli að kærði hefði ráðist á sig. Var kærði handtekinn en hann var undir áhrifum áfengis við afskipti lögreglu. Á vettvangi bar brotaþoli um að hún og kærði hefðu verið saman á árshátíð og verið á leið heim er kærði hefði byrjað að tala um [...] og hótað því að drepa hann og alla fjölskyldu hennar. Hefði hann í kjölfarið kýlt í baðkarið. Hefði hún farið fram í eldhús en kærði hefði elt hana og tekið hana hálstaki og þrengt að. Hann hefði síðan sleppt takinu en tekið upp hníf. Hún kvaðst þá sjálf hafa tekið upp hníf og sagt honum að hætta. Hann hefði lagt hnífinn frá sér og beðið hana afsökunar og hún hafi gert það sama og gengið frá honum. Hefði hann þá opnað skúffu og tekið upp svört skæri og gengið á eftir henni um húsnæðið með þau. Hefði hún náð að hring ja í neyðarlínu en aldrei talað í símann. Hefði kærði síðan lagt frá sér skærin. Kvaðst brotaþoli vera búin að slíta sambandi við kærða en hann hreinlega leyfi henni ekki að slíta því. Kvaðst hún vera mjög meðvirk og leyfa honum að stjórna sér í einu og öl lu en þau væru búin að vera saman í [...] ár. Sagði hún börn þeirra hafa orðið vitni af ofbeldi kærða í hennar garð a.m.k. einu sinni, þann 20. febrúar sl. er kærði hefði orðið gríðarlega afbrýðisamur og byrjað að yfirheyra hana, tekið hana hálstaki og þre ngt með belti um háls hennar. Þá hefði hann hrint henni í gólfið. Hún kvaðst ekki hafa tilkynnt það mál til lögreglu. Á heimili brotaþola og kærða var haldlagt nokkuð magn af ætluðum sterum sem brotaþoli kvað kærða eiga. Kærði og brotaþoli eiga saman [...] . Í lögreglukerfinu eru skráð afskipti af kærða og brotaþola allt frá árinu 2015 (008 - 2015 - [...] ) er brotaþoli kom á lögreglustöð og sagði kærða hafa gengið berserksgang um þáverandi heimili þeirra og lagt íbúðina í rúst og skemmt nokkra hluti er hún kvaðs t vilja slíta sambandi þeirra. Lögreglumál 008 - 2019 - [...] Þann 17. júlí 2019 barst tilkynning frá barnavernd [...] vegna samskipta við kærða en kærði og og brotaþoli höfðu verið boðuð í viðtal hjá nefndinni vegna tilkynningar um að brotaþoli sætti heimilisofbeldi af hálfu kærða á heimili þeirra. Mætti brotaþoli ein í viðtal við nefndina og sagði kærða vera úti á landi . Eftir viðtal barnaverndarstarfsmanns við brotaþola hringdi kærði ítrekað í starfsmanninn með hótanir um að hann ætlaði að drepa starfsmanninn léti hún ekki af afskiptum af honum og fjölskyldu hans. Kvaðst barnaverndarstarfsmaðurinn óttast um brotaþola þe gar kærði kæmi heim aftur. Lögreglumál 008 - 2019 - [...] Þann 8. ágúst 2019 lagði brotaþoli fram kæru á hendur kærða en brotaþola dvaldi þá í [...] . Kvað hún heimilisástand hafa verið mjög erfitt, sérstaklega síðustu 5 ár og andlegt ofbeldi mikið og einnig lí kamlegt ofbeldi og fjárhagslegt. Hefði brotaþoli í kjölfar samskipta við barnaverndarnefnd sbr. mál 008 - 2019 - [...] ákveðið að fara af heimili þeirra og farið til frænku 4 sinnar. Hann hefði þá um nóttina mætt og heimtað að hún kæmi heim með börn þeirra sem hún hefði ekki viljað. Hefði hún í framhaldi farið á fund hjá barnaverndarnefnd og kærði þá setið fyrir utan húsnæðið í um þrjár klukkustundir. Hún hafi í framhaldi farið á annan stað og svo í [...] þar sem hún hefði dvalið frá 19. júlí 2020. Kvað hún líka mlegt ofbeldi af hálfu kærða hafa verið mikið frá 2008 til ca. 2011 en þá hafi það snarhætt í ákveðin tíma. Hann hefði á þeim tíma m.a. tekið skæri og haldið við háls hennar og hótað henni lífláti og þrengt oft af hálsi hennar þannig að hún hefði liðið úta f. Hann hefði oft hótað henni lífláti og beitt hana ítrekuðu líkamlegu ofbeldi. Þá hefði hann brotið og bramlað eigur þeirra. Kvað hún kærða vera gríðarlega afprýðisaman og ítrekað haft áhrif á samskipti hennar við annað fólk og athafnir hennar. Kvaðst bro taþoli ítrekað hafa slitið sambandi sínu við kærða frá því að þau byrjuðu saman árið 2008. Brotaþoli fékk neyðarhnapp úthlutaðan frá lögreglu vegna þessa máls. Þann 2. september 2019 barst lögreglu tilkynning um að kærði neitaði að yfirgefa heimilið að [. ..] , , þrátt fyrir ítrekaða beiðni brotaþola en kærði hafði þá verið fluttur út úr húsnæðinu að undangengnu samkomulagi við barnavernd [...] . Hefði hann að lokum yfirgefið heimilið eftir að [...] kom á vettvang. Lögreglumál nr. 008 - 2019 - [...] Brotaþoli hringir þann 6. september 2019 til lögreglu í miklu uppnámi þar sem kærði hefði tekið börn þeirra af [...] í óleyfi. Lögreglumál nr. 008 - 2020 - [...] Þann 2. mars sl. barst lögreglu beiðni um aðstoð frá brotaþola vegna slagsmála innandyra í [...]. Kvaðst brotaþoli hafa verið með kærða að versla í [...] er hann hefði skyndilega horfið og hún næst séð hann í slagsmálum við [...] . Hún sagði þau kærða vera að ganga í gegnum skilnað og að umræddur [...] hefði verið að hjálpa henni og að kærði væri ósátt ur við það. Sagði [...] að kærði hefði beðið eftir sér fyrir utan [...] og er hann fór út úr búðinni hefði kærði kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Lögreglumál nr. 008 - 2020 - [...] Þann 13. mars 2020 kærði brotaþoli kærða fyrir að hnýsast inná samfél agsmiðla hennar í óleyfi og taka skjáskot af samskiptum hennar við annað fólk. Afhenti brotaþoli lögreglu til haldlagningar tvö símtæki sem hún kvað vera í eigu varnaraðila og innihalda skjáskot af samtölum hennar á samfélagsmiðlum sem varnaraðili hafi ekk i átt að hafa aðgang að. Fyrir liggur að lögreglustjórinn á [...] tók ákvörðun um að kærði skyldi sæta nálgunarbanni og brottvísun af heimili þann 8. mars 2020 gagnvart brotaþola. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti þá ákvörðun með úrskurði dómsins nr. R - [...] /2020 þann 13. mars 2020. Vísað er til þess úrskurðar. Þá vísast til úrskurðar héraðsdóm Reykjaness nr. R - [...] /2020 og úrskurðar Landsréttar nr. [...] /2020, þar sem staðfest var ákvörðun lögreglustjóra frá 3. apríl 2020 um áframhaldandi nálgunarbann - og brottvísun af heimili. Lögreglustjóri tók í annað sinn ákvörðun um áframhaldandi nálgunarbann - og brottvísun af heimili þann 30. apríl 2020 til 28. maí 2020. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun lögreglustjóra þann 7. maí 2020 en stytti tíma bannsins til 18. maí 2020, sbr. S - [...] /2020 sem Landsréttur staðfesti með úrskurði réttarins nr. [...] /2020. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum framlengdi á ný nálgunarbann og brottvísun kærða af heimili með ákvörðun þann 18. maí 2020. Staðfesti héraðsdómur ákvörðun lögreglustjóra þann 3. júní 2020 sbr. mál dómsins nr. R - [...] /2020 sem kærður var til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með úrskurði réttarins nr. [...] /2020. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum framlengdi enn á ný nálgunarbann og brottvísun kærða af heimili með ákvörðun þann 15. júní 2020. Staðfesti héraðsdómur ákvörðun lögreglustjóra þann 24. júní 2020 sbr. mál dómsins nr. R - [...] /2020 sem kærður var til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með úrskurði réttarins nr. [...] /2020. Þá fra mlengdi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum nálgunarbann og 5 brottvísun kærða af heimili með ákvörðun þann 10. júlí 2020. Staðfesti héraðsdómur ákvörðun lögreglustjóra þann 16. júlí 2020 sbr. mál dómsins nr. R - [...] /2020 sem kærður var til Landsréttar sem staðfe sti niðurstöðu héraðsdóms með úrskurði réttarins nr. [...] /2020. Loks framlengdi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum nálgunarbann kærða allt til 6. febrúar 2021 með ákvörðun þann 6. ágúst 2020. Staðfesti héraðsdómur ákvörðun lögreglustjóra þann 14. ágúst 2020 s br. mál dómsins nr. R - [...] /2020 sem kærður var til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með úrskurði réttarins nr. [...] /2020. Rannsókn mála þeirra sem getið er um hér að framan er lokið og hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum gefið út ákæru á hendur kærða, þann 28.12.2020, sem nú bíður þingfestingar fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að mati lögreglustjóra hefur sá mikli fjöldi framburðarskýrslna sem teknar hafa verið í málinu svo og önnur gögn málsins styrkt rökstuddan grun verulega og er í samræmi við framburð brotaþola. Málið er afar umfangsmikið og rökstuddur grunur að um sé að ræða endurtekna og alvarlega ógn við líf, heilsu og velferð brotaþola og að kærði hafi beitt brotaþola ítrekuðu ofbeldi, andlegu, líkamlegu, fjárhagslegu og félagslegu, hót unum og nauðung og brotið gegn henni á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, það hafi staðið yfir í langan tíma og kærði hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola. Lögreglustjóri telur enn fremur hættu á að kærði muni brjóta frek ar á brotaþola og/eða raska friði hennar, verði ekki um áframhaldandi nálgunarbann að ræða. Þá hafa lögreglu borist upplýsingar um að samskipti kærða við aðila nákomna brotaþola, s.s. réttargæslumann hennar, hafi verið óeðlileg af hálfu kærða. Í ljósi alls ofangreinds telur lögreglustjóri að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili séu uppfyllt að því leyti að rökstuddur grunur sé um að X , kt. [...] , hafi framið brot gegn A , kt. [...] , er varði við ákvæði XXII. og XXIV. kafl a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, n.t.t. 218. gr. b. og 233. gr. og fleiri lagaákvæði og að hætta sé á að hann muni áfram brjóta gegn brotaþola og friðhelgi hennar. Að mati lögreglustjóra er sýnt að friðhelgi hennar verði ekki verndað með öðrum og væga ri hætti eins og sakir standa. Telur lögreglustjóri að nauðsynlegt sé að framlengja ákvörðun um nálgunarbann sem tekin var þann 8. mars 2020, 3. apríl 2020, 30. apríl 2020, 18. maí 2020, 15. júní 2020, 10. júlí 2020, 6. ágúst 2020 og nú síðast 4. febrúar 2 021 með vísan til alls framangreinds. Með vísan til framangreinds og framlagðra gagna teljast skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um Ákvæði 4. gr. laga nr. 85/2011 heimilar beitingu nálgunarbann s ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða ef hætta er talin á slíku broti. Nálgunarbanni verður því aðeins beitt að ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti, sbr. 6. gr. laganna, og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Af gögnum máls þessa verður ráðið að varnaraðili er grunaður um að hafa ítrekað beitt fyrrum eiginkonu sína og börn ofbeldi. Rökstuddur gru nur er þannig um að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi gagnvart þeim. Um þetta vitna fjölmörg tilvik sem greint er frá í kröfuskjali lögreglu. Með vísan til þessa og fjölmargra fyrri úrskurða dómstóla, nú síðast niðurstöðu Landsréttar í máli nr. [...] /2020 verður fallist á það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi raskað friði brotaþola en nú er fram komin ákæra frá 28. desember 2020 þar sem honum er gefið að sök meðal annars að hafa gerst sekur u m stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart brotaþola. Af gögnum málsins verður ráðið að ekki sé sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Þá er ekki óvarlegt að ætla að varnaraðili muni halda háttsemi sin ni áfram verði ekki brugðist við. Þá þykir ekki ástæða til að marka nálgunarbanni skemmri tíma en krafist er. Verður því fallist á kröfu lögreglustjóra. Þóknun 6 skipaðs verjanda varnaraðila, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns 100.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði sem og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 100.000 krónur. Þóknanir eru ákvarðaðar að meðtöldum virðisaukaskatti. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 4. febrúar 2021, sem birt var varnaraðila þann 5. febrúar, þess efnis að X , kt. [...] , sæti nálgunarbanni til fimmtudagsins 6. ágúst 2021 kl. 16:00, þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A , kt. [...] , að [...] í Reykjavík, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis [...] , Reykjavík, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í hei ma - , vinnu - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Þóknun verjanda varnaraðila, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns og réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns 100.000 krónur til hvors um sig skal greidd úr ríkissjóði.