LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 12. janúar 2022 . Mál nr. 22/2022 : Ákæruvaldið ( Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Lilja Margrét Olsen lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnhe iður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. janúar 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4 . febrúar 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hi ns kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi , til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími en að því frágengnu að honum verði gert að sæta vægari úrræðum. Niðurstaða 4 Með vísan til úrskurðar Landsrétta r 17. desember 2021 í máli nr. 770/2021 og forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. janúar 2022 Dómkröfur Þess er krafist að X, kt. [...], sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til föstudagsins 4. febrúar 2022, kl. 16:00. Málsatvik Ákærði var með ákæru útgefinni 14. desember 2021, ákærður í átta ákæruliðum fyrir ýmis brot þar á meðal valdstjórnarbrot, líkamsárás ir þ. á m. sérstaklega hættulegar, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Málið verður þingfest kl. 13:00 mánudaginn 10. janúar. Kærði var handtekinn 2. október sl. vegna gruns um rán og fíkniefnabrot og hefur setið í gæsluvar ðhaldi frá 3. október á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - 4958/2021, nr. R - 4671/2021, nr. R - 5516/2021 og nr. R - 5845/2021 á þeim tíma hefur lögregla unnið að ra nnsókn og saksókn mála hans. Ákæra hefur verið gefið út í eftirfarandi málum: Mál nr. 007 - 2021 - - 2. október Þjófnaður og fíkniefnalagabrot. Fyrir þjófnað og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa laugardaginn 2. október 2021 í ver slun Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins í Skeifunni 5, stolið vínflösku, að verðmæti fjárhæð kr. 2.999, - og haft í vörslum sínum 19 stykki af Xanax töflum (Alprazolam Krka) og 1,27 gr. af sama efni sem ákærði missti á leið sinni út úr versluninni. Telst þ etta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga og 3. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. gr. sbr., 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Mál nr. 007 - 2021 - - 2. október 2021 Fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 2. október 2021, á skemmtistaðnum sprungu á vör. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Mál 007 - 2021 - [...] - 25. september 2021 fíkniefnalagabrot. Fyrir brot gegn ávana og fíkniefnalögum, með því að hafa, eftir að lögreglan hafði handtekið ákærða aðfaranótt laugardagsins 25. september 2021, haft í vörslum sínum 19 stykki og 1,52 gr. af Alprazolam Mylan sem lögreglan fann innanklæða á ákærða. Telst þetta varða við 3. gr. sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. gr. sbr., 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Mál 007 - 2021 - [...] - 7. ágúst 2021 Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðf aranótt laugardagsins 7. ágúst 2021, í félagi með öðrum óþekktum mönnum, fyrir framan [...] í Kópavogi, veist að B, kennitala [...], en ákærði sló B nokkrum sinnum í höfuð, tók hann hálstaki og hélt honum meðan aðrir slógu hann í andlitið, felldi hann í jörðina og sló og sparkaði nokkrum sinnum í höfuð B og búk. Af þessu hlaut B innkýlt brot í nefbeinum, opið sár á vör og munnholi, sár og mar á eyra og mar í kringum auga. 3 Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Mál 007 - 2021 - [.. .] - 17. júlí 2021 Líkamsárás Ingólfstorg. Á hendur ákærðu X og Y fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 17. júlí 2021, á Ingólfstorgi í Reykjavík, í félagi, veist að C, kennitala [...], ákærði X með því að hafa slegið C í andlitið með kylfu og ákærði Y að hafa í kjölfarið sparkað í tvígang í líkama C þannig að í síðara skiptið féll hann í jörðina og af þessu hlaut C áverka í andliti. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 217. gr. að því er ákærða Y varðar. Á hendur ákærða X fyrir líkamsárás, með því að hafa í kjölfarið slegið D, kennitala [...], með kylfu í vinstra lærið með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í læri og 15 sm langt mar. Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegn ingarlaga. Mál 007 - 2018 - [...] - 3. nóvember 2018 Líkamsárás Hagkaup. Á hendur ákærðu X, Z og Þ, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember 2018 fyrir utan Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík, í félagi, veist að E, kennitala [...] og F, kennitala [...], margsinnis slegið í höfuð og búk þeirra og sparkað í búk þeirra og einnig eftir að þeir féllu í jörðina margsinnis sparkað í höfuð þeirra og búk, allt með þeim af leiðingum að F hlaut tilfært brot á vinstri úlnlið og hlaut skrapáverka vinstra megin á enni og höfði og E hlaut áverka í andliti. Telst háttsemi ákærðu varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Málnr. 007 - 2019 - [...] 7. september 2019 Valdstj órnarbrot. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að morgni laugardagsins 7. september 2019 á eftirtöldum stöðum í Reykjavík, ítrekað hótað lögreglumönnum er voru við skyldustörf, líkamsmeiðingum og líf láti, í anddyri og fyrir utan Hótel Apótek í Austurstræti 16, í lögreglubifreið á leið á lögreglustöð og á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 - 115. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Héraðsaksóknara hafa borist nokkur mál til viðbótar þeim málum sem ákæra hefur verið gefin út. Tvö þeirra hafa verið send aftur í rannsókn. Mál nr. 007 - 2021 - [...] Rán 18. júlí 2021. Héraðssaksóknari hefur óskað eftir því í þessu máli að tekin verði skýrsla af brotaþola til þess einkum að varpa betur ljósi á aðild annarra í málinu og óska eftir frekari gögnum. Í þessu máli engu að síður er þáttur kærða X sterkur og verður gefin út ákær a um leið og málið kemur aftur til okkar. Í þessu máli er kærði undir rökstuddum grun um rán með því að hafa, sunnudaginn 18. júlí 2021, í félagi með öðrum aðilum veist með hótunum um ofbeldi að G við Kjarvalsstaði við Flókagötu í Reykjavík og n eytt af honum fjármuni og fengið hann til þess að millifæra 892.000 kr. inn á bankareikning kærða í gegnum snjallsíma. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var lögregla kölluð til að Kjarvalsstöðum við Flókagötu í Reykjavík. Hitti lögregla þar fyrir brotaþola. Kv aðst hann hafa verið á gangi þegar 5 aðilar sem stóðu við bifreiðina [...] Aðilinn hafi sagt það mál aðeins hafa verið lítilræði miðað við hvað h ann gæti gert við brotaþola. Aðilarnir hafi síðan hótað að ná í klippur og klippa fingurna af brotaþola. Þá hafi þeir ítrekað hótað 5 ásamt kærða og fleiri mönnum m eð ofbeldi að fólki í samkvæminu. Samkvæmt framburði eins árásarþola hafi kærði lamið hann ítrekað með hamri í fótinn og kvaðst árásarþoli hafa séð kærða hafa ráðist á tvo aðra árásarþola ásamt öðrum aðila. Lögregla hafði afskipti af k ærða skömmu síðar þar sem hann var með opið sár á hægri hnúa og nýlegt blóð. Kærði hljóp á brott frá lögreglu og komst undan. Vitni staðfesta veru kærða á vettvangi. Háttsemin kann að vera heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940. Líkt og að framan er rakið hefur X verið ákærður í mörgum málum þar sem meðal annars eru um að ræða alvarleg ofbeldisbrot. Þá liggur einnig fyrir að X verður ákærður í máli er varðar rán á Kjarvalsstöðum þegar það kemur aftur til okka r úr frekari rannsókn. Þá mun einnig fljótlega berast til Héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét vinna áhættumat vegna ofbeldisheg ðunar ákærða 7. október sl. Niðurstöður matsins benda til þess að mikil til mjög mikil áhætta sé á almennri ofbeldishegðun af hendi X. Talið er líklegt að hann muni sína af sér samskonar ofbeldishegðun og hann hefur gert, með töluverðum líkum á lífshættulegu ofbeldi. Erfitt er að meta hverjir gætu orðið líklegir brotaþolar þar sem þeir hafa verið nokkuð handahófskenndir sé litið til fyrri atvika. Jafnaldrar X eru metnir líklegastir og þeir sem hann eða félagar hans telja hafa br otið gegn sér. Ráðandi áhættuþættir í áframhaldandi ofbeldishegðun X er andfélagsleg hegðun hans sem lýsir sér einna helst í ofbeldisfullu viðhorfi. Einnig er metið að aukin vímuefnaneysla muni hafa mjög neikvæð áhrif á hegðun hans. Þá úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur, með úrskurði nr. R - sakhæfi kærða með tilliti til 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga. Niðu rstöður þeirra er að vænta fljótlega. Ákæruvaldið telur með hliðsjón af ofangreindu að ákærði sé undir sterkum grun að hafa framið fjölmörg brot á síðustu mánuðum þar á meðal sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Þykir að mati ákæ ruvaldsins nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum og eftir atvikum þar til afplánun hefst. Lagarök Sakarefni málanna eru talin varða við 106. gr., 194. gr. , 1. mgr. 217. gr., 1. mgr. og 2. m gr. 218. gr., 233. gr., 244. gr. og 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, 3. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 19. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, en brot gegn ákvæðunum geta varðað fangelsi allt að 16 árum ef sök sannast. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Það er mat Héraðssaksóknara að ákærði sé undir rökstuddum g run um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við og miðað við brotaferil kærða á undanförnum vikum og mánuðum er það mat héraðssaksóknara að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna og er nauðsynlegt að ljúka þeim málum sem eru til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Þá er það mat héraðssaksóknara að kærði muni hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu fái hann dóm fyrir þa u mál sem nú eru til meðferðar, þrátt fyrir ungan aldur. Þykir að mati ákæruvaldsins nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum og eftir atvikum þar til afplánun hefst. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga. 6 Niðurstaða Samkvæmt því sem fram kemur í kröfu Héraðssaksóknara og rakið er hér að framan og að virtum þeim rannsóknargögnum sem lögð hafa ve rið fyrir dóminn um framangreint sakarefni, er fyrir hendi rökstuddur grunur um að ákærði hafi gerst sekur alvarlega háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt ákæru sem útgefin var hinn 14. desem ber sl., og sem þingfest var í dag 10. janúar 2022, er um að ræða brot gegn valdstjórninni, fimm líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar, þjófnað og brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Einnig eru sex ætluð brot á tímabilinu 13. janúar til 25. september 2021 til rannsóknar hjá lögreglu eða í ákærumeðferð. Eru þau m.a. talin varða við 1. mgr. 194. gr., 1. mgr. 199. gr. a., 1. mgr. 217., gr., 2. mgr. 218. gr. 233. gr. og 252. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðunum geta varðað fangelsi allt að 16 árum ef sök sannast. Þegar litið er til ferils ákærða og framangreindra upplýsinga um fjölda brota hans er fallist á ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið refsiverð brot sem varðað geta f angelsisrefsingu, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt c. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, segir m.a. að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðahald ef ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ólokið. Að v irtu framangreindu og einnig með hliðsjón af úrskurði Landsréttar 17. desember sl., nr. 589/2021, í máli ákærða er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að ákærða verði gert að sæta áfram gæsluvarðhal di. Þá verður með vísan til þess er fyrr segir ekki talið að ákvæði 3. eða 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 standi í vegi fyrir því að ákærði verði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Verður krafan tekin til greina eins og í úrsku rðarorði greinir. Ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldi skemmri tíma en krafist er. Úrskurðarorð Ákærði, X, kt. [...], skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 4. febrúar 2022, kl. 16:00.