LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 12. janúar 2021. Mál nr. 8/2021 : Héraðssaksóknari (Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari ) gegn X (Björgvin Halldór Björnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vistun á stofnun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun, sbr. c - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem, settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. janúar 2021 , sem barst réttinum á samt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. janúar 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem varnaraðila var gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun á meðan mál hans eru til meðferðar hjá ákæruvaldinu og dómstólum og þar til endanlegur dómur fellur, þó eigi lengur en til mánudagsins 5 . febrúar 2021 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Sóknaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar . 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að vistun verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. janúar 2021 Sóknaraðili er Héraðssaksóknari. Varnaraðili er X, kt. [...], [...], Reykjanesbæ. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta áfram vistun á viðeigandi sto fnun á meðan mál hans eru til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum og þar til endanlegur dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 5. febrúar 2021 kl. 16:00. Varnaraðili mótmælir kröfunni og krefst þess að synjað verði um hana, en að þv í frágengnu verði vistun markaður skemmri tími en krafist er af hálfu sóknaraðila. I. Sóknaraðili og lögregla hafa nú til meðferðar 13 mál á hendur varnaraðila. Lúta sex þeirra að brotum gegn valdstjórninni (ofbeldi gegn opinberum starfsmanni) samkvæmt 10 6. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, framin á tímabilinu frá 13. júlí 2019 til 6. desember 2020. Önnur mál varða ýmist rán samkvæmt 252. gr. hegningarlaga, þjófnað samkvæmt 244. gr., hótanir, eignaspjöll, líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll, vopnalaga brot og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, framin á tímabilinu frá 25. ágúst 2020 til 17. desember 2020. Rannsókn valdstjórnarbrotanna er lokið og hyggst sóknaraðil i gefa út ákæru innan fárra daga. Rannsókn annarra mála er ýmist lokið hjá lögreglu eða vel á veg komin og hefur varnaraðili ýmist játað þá háttsemi sem hann er grunaður um eða borið við minnisleysi um sakarefni. tvívegis gengist undir lögreglustj órasáttir vegna umferðarlagabrota; fyrst 23. mars 2019 og síðan 13. ágúst 2020. Þá hafi hann 12. júní 2020 verið sakfelldur fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni, en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þrátt fyrir þann dóm hafi varnarað ili haldið áfram brotum og sé brotahrina óslitin frá ágúst 2020 og þar til varnaraðili var hnepptur í varðhald 21. desember sl. og vistaður á viðeigandi stofnun. Honum hafi verið að sæta geðrannsókn og mun dómkvaddur matsmaður skila matsgerð 15. febrúar nk . Með hliðsjón af framansögðu byggir sóknaraðili á því að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi framið allmörg brot sem fangelsisrefsing liggi við. Þá bendi gögn máls til þess að hann sé í neyslu, hafi einbeittan brotavilja og virðist ek kert lát vera á brotastarfsemi hans. Með vísan til framangreinds telur sóknaraðili yfirgnæfandi líkur á því að varnaraðili muni halda áfram brotum sé hann frjáls ferða sinna og því nauðsynlegt að stöðva frekari brotastarfsemi, ekki síst í ljósi þess að hún ógnar hagsmunum annarra. Að öllu þessu gættu er það mat sóknaraðila að nauðsyn beri til að vista varnaraðila áfram á viðeigandi stofnun á meðan lokið er rannsókn og dómsmeðferð í málum hans, enda fullnægt skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liða r 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í ljósi ungs aldurs varnaraðila sé þó rétt að hann verði áfram vistaður á viðeigandi stofnun, sbr. 1. mgr. 100. gr. laganna. II. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að hann sé barn í skilningi laga, hafi nú þegar verið í gæsluvarðhaldi á viðeigandi stofnun í þrjár vikur og sé ekki viðunandi að hann verði áfram vistaður gegn vilja sínum í fjórar vikur til viðbótar. Varnaraðili sé ákveðinn í því að hætta brotum og halda sér edrú og bendir á að uppgefinn fjöldi lögreglumála gefi skakka mynd af fjölda og alvarleika þeirra brota sem hann er grunaður um. Að öllu þessu gættu telur varnaraðili að ekki sé uppfyllt skilyrði c - liðar 1. mgr. 195. gr. laga nr. 88/2008 til að verða við kröfu sóknaraðila. III. Samkvæ mt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verða að vera fyrir hendi eitthvert þeirra skilyrða sem talin eru þar upp í fjórum stafliðum. Meðal þeirra skilyrða er að ætla megi að sakborningur muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa ver ið sett í skilorðsbundnum dómi, sbr. c - lið ákvæðisins. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa framið mörg hegningarlagabrot, þar af að minnsta kosti tíu á tímabilinu 25. ágúst til 17. desember 2020. Sum brotin eru alvarleg ofbeldisbrot og geta 3 va rðað margra ára fangelsi. Þess utan standa líkur til þess að varnaraðili hafi gerst sekur um skilorðsrof. Að þessu gættu er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti áfram hald i til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hans. Vegna ungs aldurs varnaraðila og með vísan til 1. mgr. 100. gr. laganna þykir rétt að varnaraðili verði áfram vistaður á viðeigandi stofnun. Rannsókn og ákærumeðferð virðist vera á lokastigi í fl estum eða öllum málanna og má vænta útgáfu ákæru innan skamms. Samkvæmt því þykja ekki efni til að marka vistun skemmri tíma en krafist er af hálfu sóknaraðila. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X, kt. [...], sæti vistun á viðeigandi stofnun á meðan mál hans eru til meðferðar hjá ákæruvaldinu og dómstólum og þar til endanlegur dómur fellur, þó eigi lengur en til föstudagsins 5. febrúar 2021 kl. 16:00.