LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. febrúar 2021. Mál nr. 873/2019 : Guðrún Inga Bjarnadóttir ( Sveinn Jónatansson lögmaður ) gegn þrotabúi Tá ar ehf. ( Ólafur Hvanndal Ólafsson lögmaður) Lykilorð Gjaldþrotaskipti. Riftun. Lán. Greiðsla. Útdráttur Þrotabú T ehf. höfðaði mál gegn G og krafðist riftunar á greiðslu, að fjárhæð 4.217.281 króna, sem félagið hafði innt af hendi til hennar innan sex mánaða frá frestdegi. Byggði þrotabúið á því að greiðslan væri riftanleg á grundvelli 131., 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Í héraðsdómi var fallist á riftun á grundvelli þess að um gjafagerning hefði verið að ræða, sbr. 131. gr. fyrrnefndra laga. Í dómi Landsréttar var talið á grundvelli gagna sem lögð höfðu verið fyrir Landsrétt að ekker t lægi fyrir um að um gjöf hefði verið að ræða. Þrátt fyrir að greiðslan hefði verið til þess fallin að skerða greiðslugetu þrotabús T ehf. verulega voru fjármunirnir sem nýttir voru til greiðslunnar einungis félaginu tækir vegna skilyrtrar lánafyrirgreiðs lu frá félagi sem tengdist bæði fyrrum fyrirsvarsmanni þrotabúsins og G fjölskylduböndum og hefðu öðrum kosti aldrei staðið öðrum kröfuhöfum félagsins til reiðu. Greiðslan hefði því eftir atvikum verið venjuleg og ekki G til hagsbóta á kostnað annarra kröf uhafa. Þannig hefði ekki verið sýnt fram á að skilyrðum 134. gr. eða 141. gr. sömu laga til að rifta umræddri greiðslu hefði verið fullnægt. Með hliðsjón af framangreindu var G sýknuð af kröfum þrotabús T ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsrétta rdómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Kristbjörg Stephensen og Eggert Óskarsson, fyrrverandi héraðsdómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 23. desember 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 28. nóvember 2019 í málinu nr. E - 109/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnda. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik , málsástæð ur aðila og sönnunarfærsla 4 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar er rakið var bú stefnda tekið til gjaldþrotaskipta 16. maí 2018 að kröfu þrotabús Leiguvéla ehf. og var frestdagur 5. apríl sama ár. 5 Við könnun skiptastjóra á reikningum félagsins kom í ljós að 31. október 2017 hafði verið millifærð greiðsla að fjárhæð 4.217.281 króna af bankareikningi þess yfir á bankareikning áfrýjanda. Kveður áfrýjandi greiðsluna vera endurgreiðslu á láni sem hún hafi veitt Tá ehf. á árinu 2010. Einkahl utafélagið Hverá, en fyrirsvarsmaður þess félags sé bróðir hennar, hafi lánað Tá ehf. 4.400.000 krónur, gagngert til þess að Tá ehf. gæti endurgreitt henni eftirstöðvar lánsins ásamt vöxtum í framhaldi af því að hún krafði félagið um greiðslu þeirra. Það s é ástæða innborgunar Hverár ehf. inn á reikning Táar ehf. 31. október 2017, sama dag og Tá ehf. millifærði þá greiðslu sem deilt er um í málinu inn á bankareikning hennar. Í gögnum málsins liggur fyrir óundirritaður lánasamningur milli Táar ehf. og áfrýjan da, sem dagsettur er 8. júní 2010 þar sem að ræða í upphafi allt að 9,5 milljónum sem að lánaðar eru í dag fyrst 8.6.10.2010. Fyrirséð er að um frekari lánafyrirgreiðslu g þá greiða innan 4 virkra daga frá því að krafa um uppgreiðslu lánsins berst til frá 6 Stefndi byggir kröfu sína um ri ftun aðallega á því að fyrrgreind greiðsla sé riftanleg samkvæmt 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá reisir hann riftunarkröfu sína einnig á 134. og 141. gr. sömu laga svo sem rakið er í héraðsdómi. Með hinum áfrýjaða dómi var framangreindri greiðslu til áfrýjan da rift á grundvelli 131. gr. laganna og áfrýjanda gert að endurgreiða stefnda þá fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 142. gr. sömu laga. 7 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð ný gögn. Þar á meðal eru þeir hlutar skattframtala áfrýjanda vegna áranna 2010 til 2017 þar sem f ram eru taldar fjármagnstekjur áfrýjanda sömu ár ásamt skjölum er eiga að sýna útreikning vaxta og stöðu lánsins á viðeigandi ártali. Jafnframt eru meðal hinna nýju gagna reikn ingsyfirlit sem sýna millifærslur af bankareikningi félagsins yfir á reikning áfrýjanda, sem áfrýjandi kveður vera afborganir af láninu. Niðurstaða 8 Samkvæmt framangreindum gögnum taldi áfrýjandi fram fjármagnstekjur af láni til Táar ehf. og er uppgefin st aða láns og fjárhæð vaxta í samræmi við þá útreikninga sem einnig liggja fyrir í málinu. Útreikningsblað vegna ársins 2010 sýnir að höfuðstóll lánsins hækkar úr 9.500.000 krónum í 11.000.000 króna í ágúst það ár, sem áfrýjandi segir vera vegna viðbótarláns í samræmi við þau áform sem fram koma í lánasamningi og áður hafa verið rakin. Hefur því til staðfestingar verið bent á millifærslur á bankareikning félagsins, samtals að fjárhæð 1.500.000 krónur, frá áfrýjanda og 3 Stefaníu Hrönn, sem hún kveður dóttur sín a. Þá sýna útreikningsblöð þau sem lögð hafa verið fram að höfuðstóll lánsins lækkar hverju sinni um sömu fjárhæð og millifærð er af bankareikningi félagsins yfir á bankareikning áfrýjanda samkvæmt framlögðum reikningsyfirlitum. 9 Samkvæmt framangreindu ben da þau gögn sem nú liggja fyrir í málinu eindregið til þess að 8. júní 2010 hafi áfrýjandi lánað Tá ehf. 9.500.000 krónur og síðar eða 6. ágúst sama ár hafi lánið verið aukið í 11.000.000 króna. Vextir af láninu hafi um hver áramót 2010 til 2016 verið lagð ir við höfuðstólinn en vextir hafi numið samtals 4.773.039 krónum á því tímabili . Jafnframt hafi lánið verið greitt niður með óreglubundnum hætti með alls 23 afborgunum, sem samtals nema 11.880.000 krónum. Gögn málsins sýna jafnframt að í ársbyrjun 2017 ha fi höfuðstóll lánsins numið 3.893.039 krónum og jafnframt að áfallnir vextir 31. október 2017, er lánið var greitt upp samkvæmt áfrýjanda, námu 324.242 krónum. Nam höfuðstóll lánsins þannig með áföllnum vöxtum 31. október 2017 sömu fjárhæð og greiðsla sú s em krafist er riftunar á eða 4.217.281 krónu. Stefndi hefur ekki lagt fram gögn því til stuðnings að allt að einu hafi verið um gjöf að ræða í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991 en um þetta atriði ber stefndi sönnunarbyrðina samkvæmt almennum reglum. Verð ur riftunarkrafa stefnda því ekki reist á þeim grundvelli. 10 Svo sem fram er komið greiddi Tá ehf. 23 afborganir inn á lánið á tímabilinu 2010 til 2016. Þannig voru þrjár afborganir greiddar á árinu 2010 sem samtals námu 1.250.000 krónum, á árinu 2012 voru þ rjár afborganir greiddar, samtals að fjárhæð 4.250.000 krónur, á árinu 2013 voru greiddar 3.500.000 krónur í fimm afborgunum, á árinu 2014 voru fjórar afborganir greiddar sem samtals námu 1.150.000 krónum, á árinu 2015 voru fimm afborganir greiddar sem sam tals námu 830.000 krónum og á árinu 2016 voru þrjár afborganir greiddar sem samtals námu 900.000 krónum. 11 Fyrir liggur að einkahlutafélagið Hverá lagði 4.400.000 krónur inn á bankareikning Táar ehf. 31. október 2017, sama dag og Tá ehf. greiddi áfrýjanda þá upphæð sem krafist er riftunar á. Upplýst er að Hverá ehf. er í eigu fjölskyldu áfrýjanda. Samkvæmt gögnum málsins á áfrýjandi 16,99% hlut í félaginu gegnum einkahlutafélag í hennar eigu, Útlaga ehf. 12 Áfrýjandi gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og bar að hún h efði verið sátt við að Tá ehf. en svo hafi komið að því að hún missti atvinnuna og þá hafi hún krafið félagið um eftirstöðvar kröfunnar. Samkvæmt fyrirliggjandi lánasamning i var gjalddagi kröfu 13 Fyrrum fyrirsvarsmaður Táar ehf., sem jafnframt er bróðir áfrýjanda, gaf skýrslu í héraði og bar að félagið hefði fengið lán hjá Hverá ehf. gagngert til að gera upp lánið við áfrýjanda. Enn fremur gaf fyrirsvarsmaður Hverár ehf., sem einnig er bróðir 4 áfrýjanda, skýrslu og staðfesti að lánið hefði verið veitt í þeim eina tilgangi að Tá ehf. greiddi skuld sína við áfrýjanda. 14 Ekkert er fram komið í málinu sem gefur tilefni til að draga í efa framangreindan framburð vitnanna um tilganginn að baki greiðslu Hverár ehf. á 4.400.000 krónum inn á bankareikning Táar ehf. en á reikningsyfirliti sem liggur fyrir í málinu sést að greiðsl an til áfrýjanda var innt af hendi samdægurs í beinu framhaldi af því að millifærslan barst frá Hverá ehf. Þá hefur stefndi ekki getað gefið neina skýringu á því í hvaða öðrum tilgangi fjármunir þessa fjölskyldufyrirtækis kynnu að hafa verið greiddir inn á bankareikning Táar ehf. en ekkert liggur fyrir í málinu um að fjármunir hafi almennt farið á milli félaganna. Þá er jafnframt ljóst af reikningsyfirlitinu að það var einungis vegna þessarar greiðslu Hverár ehf. að Tá ehf. gat greitt eftirstöðvar lánsins e n fyrir voru 5.147 krónur inni á bankareikningnum. Eftir að Tá ehf. hafði greitt áfrýjanda stóðu 187.866 krónur eftir inni á bankareikningnum. 15 Þótt fallast verði á að hlutlægt séð hafi greiðslan verið til þess fallin að skerða greiðslugetu Táar ehf. verule ga verður að taka tillit til þess að þeir fjármunir sem nýttir voru til greiðslunnar voru félaginu einungis tækir vegna framangreindrar skilyrtrar lánafyrirgreiðslu Hverár ehf. og hefðu að öðrum kosti aldrei staðið öðrum kröfuhöfum félagsins til reiðu. Jaf nræði kröfuhafa var því ekki raskað vegna ráðstöfunarinnar og var m eð vísan til framangreinds eftir atvikum venjuleg . Er því ekki tilefni til að fallast á riftun hennar með vísan til 134. gr. laga nr. 21/1991. 16 Þá verður hvorki talið með vísan til þess sem áður greinir, að greiðslan hafi á ótilhlýðilegan hátt verið áfrýjanda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa né að öðrum skilyrðum 141. gr. laga nr. 21/1991 sé fullnægt svo riftun verði viðurkennd. 17 Samkvæmt öllu framansögðu verður áfrýjandi því sýknuð a f kröfum stefnda. 18 Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað vegna reksturs málsins í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Guðrún Inga Bjarnadóttir, er sýkn af kröfum stefnda, þrotabús Táar eh f. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 28. nóvember 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 5. nóvember síðastliðinn, er höfðað 24. janúar 2019. Stefnandi er þrotabú Táar ehf., Ármúla 13, Reykjavík. Stefndi er Guðrún Inga Bjarnadóttir, [...] , [...] . Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi greiðslu Táar ehf. til stefndu að fjárhæð 4.217.281 króna sem fram fór 31. október 2017 og að stefnda verði dæmd til að greiða stefn anda 4.217.281 krónu 5 með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. október 2017 til málshöfðunardags, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, sbr. ákvæði III. kafla sömu laga, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefnda krefst sýknu og málskostnaðar. I Málsatvik Að kröfu þrotabús Leiguvéla ehf. 26. mars 2018 var bú Táar ehf., kennitala [...] , Skrúðási 11, Garðabæ, tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 16. maí 2018. Sama dag var Þorsteinn Einarsson lögmaður skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags, Gunnar Viðar Bjarnason, er bróðir stefndu. Innköllun birtist í fyrsta sinn í Lögbirtingablaðinu 29. m aí 2018 og rann kröfulýsingarfrestur út 29. nóvember 2018. Frestdagur við skiptin er 5. apríl 2018. Fyrsti skiptafundur í þrotabúinu var haldinn 13. ágúst 2018. Í fundargerð frá fundinum segir meðal annars að athugun skiptastjóra hafi leitt í ljós að skoða þurfi nánar einstakar millifærslur af reikningum hins gjaldþrota félags til stefndu og fleiri. Þá yrðu greiðslur til nákominna athugaðar nánar. Samkvæmt kröfuskrá nema lýstar kröfur í búið alls 653.126.351 krónu. Við yfirferð á bankareikningi hins gjaldþ rota félags hjá Íslandsbanka hf. nr. [...] kom í ljós greiðsla til stefndu 31. október 2017, að fjárhæð 4.217.281 króna, sem greidd var innan sex mánaða fyrir frestdag. Í bréfi skiptastjóra til stefndu 17. ágúst 2018 var spurst fyrir um framangreinda greið slu. Bróðir stefndu, Gunnar Viðar Bjarnason, sem var eins og áður segir fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags, svaraði bréfi skiptastjóra með tölvupósti 28. ágúst 2018. Þar kom fram að um væri að ræða greiðslu á skuld frá árinu 2010 samkvæmt lánasamningi sem fylgdi tölupóstinum ásamt útreikningi á vöxtum af láninu fyrir árin 2010 og 2011. Á skiptafundi í þrotabúinu 2. janúar 2019 greindi skiptastjóri frá því að endurgreiðsla Táar ehf. á láni til stefndu að fjárhæð 4.217.281 króna kynni að vera riftanleg. Af þessari ástæðu hafi þrotabú Táar ehf. höfðað mál þetta. Í greinargerð stefndu og í framburði hennar fyrir dómi við aðalmeðferð málsins kemur fram að stefnda hefði verið launamaður og tengdist ekki á neinn hátt rekstri fyrrnefndra félaga. Hún hafi starf að í áratugi hjá Íslensku umboðssölunni ehf., félagi í eigu Gunnars Viðars, þar til það varð gjaldþrota árið 2017. Þá kvaðst stefnda hafa verið grunlaus um að Tá ehf. ætti í einhverjum erfiðleikum þegar hún hafi lánaði félaginu fé, enda hafi það fyrst og f remst verið eignarhaldsfélag sem hafi haldið utan um eignir og félög Gunnars Viðars og annarra hluthafa. Þá segi að framlagður lánasamningur hafi aldrei verið undirritaður, enda um að ræða lán á milli systkina þar sem fullt traust hafi ríkt og sé því freka r minnisblað um skuldina. Þeir fjármunir sem stefnda hafi lánað Tá ehf. hafi verið tryggingarbætur sem hún hafi fengið greiddar þegar hún hafi greinst með brjóstakrabbamein. Taldi stefnda peningana örugga sem lán til félagsins, enda hafi hún treyst bróður sínum mjög vel og geri enn. Lánið hafi verið greitt í peningum til félagsins, sbr. greiðslu frá stefndu til félagsins sama dag og lánasamningurinn hafi verið gerður eða 8. júní 2010. Þá segir að gjalddagi lánsins hafi verið skilgreindur þannig í lánasamni ngnum að lánið skyldi endurgreiða innan fjögurra daga frá því að krafa um greiðslu kæmi frá Tá ehf. Hafi lánið upphaflega verið veitt sem skammtímalán eins og fram komi í samningnum en dregist hafi að endurgreiða lánið, enda hafi stefnda ekki þurft á penin gunum að halda á þeim tíma. Greitt hafi verið inn á lánið nokkrum sinnum auk þess sem stefnda hafi fengið vexti sem hafi verið hærri en boðist hafi annars staðar. Ástæða greiðslunnar 31. október 2017, sem rifta eigi, hafi verið sú að stefnda hafi þurft á p eningunum að halda í kjölfar þess að hún hafi misst vinnuna eftir áratuga störf hjá sama vinnuveitanda. Loks segi í greinargerð stefndu að Gunnar Viðar hafi ákveðið að óska eftir láni frá félaginu Hverá ehf. sem rekið sé af Stefáni Braga Bjarnasyni, bróðu r Gunnars Viðars og stefndu, til að endurgreiða stefndu lánið, enda hafi ekki verið til peningar hjá Tá ehf. Hafi Stefán Bragi fallist á að veita lán í þessum tilgangi og hafi Hverá ehf. þannig lánað Tá ehf. gagngert til þess að Tá ehf. gæti endurgreitt st efndu lánið að fullu. Hafi lánið frá Hverá ehf., að fjárhæð 4.400.000 krónur, verið greitt inn á reikning 6 Táar ehf. 31. október 2017, til þess að greiða upp eftirstöðvar láns stefndu. Stefnda hafi fengið greitt sama dag eftir að lánið frá henni hafði verið reiknað upp nákvæmlega og hafi sú greiðsla verið að fjárhæð 4.217.281 króna. Komi þetta fram á bankayfirliti Táar ehf. Spá ehf. hafi síðar greitt upp lánin til Hverár ehf. og lýst kröfu í bú stefnanda. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja riftunarkröfu sína á því að sú greiðsla sem um sé að ræða sé riftanleg með vísan til 131. gr., 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá kveðst stefnandi byggja endurgreiðslukröfu sína á 142. gr. laganna. Þrotabú Leiguvéla ehf. hafi höfðað mál gegn Tá ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 13. september 2016, mál númer E - 2998/2016. Málið hafi verið dómtekið 19. september 2017. Þann 31. október sama ár og áður en dómur hafi fallið í málinu hafi Tá ehf. greitt inn á reikning stefn du 4.217.281 krónu. Dómur í fyrrgreindu máli hafi fallið 14. nóvember 2017 og hafi verið fallist á kröfur þrotabús Leiguvéla ehf. að öllu leyti. Aðfararbeiðni á grundvelli dómsins hafi verið send út 8. desember 2017 af þrotabúi Leiguvéla ehf. en krafan haf i numið 148.400.189 krónum. Gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá Tá ehf. 16. janúar 2018. Þá hafi krafa um gjaldþrotaskipti á grundvelli árangurslausa fjárnámsins verið send út 26. mars 2018 og hafi hún verið móttekin hjá Héraðsdómi Reykjavíkur 5. apr íl 2018. Stefnandi kveðst byggja á því að greiðslan til stefndu á þeim tíma sem þrotabú Leiguvéla ehf. hafi verið að ganga að félaginu hafi verið í hæsta máta óeðlileg og til þess gerð að raska jafnræði kröfuhafa og hygla stefndu sem sé nákomin Gunnari V iðari Bjarnasyni og Tá ehf. Þá kveðst stefnandi byggja á því að Tá ehf. hafi verið ógjaldfært félag þegar það hafi greitt stefndu þá peningagreiðslu sem um ræði. Stefnandi telji að gögn málsins sýni með óyggjandi hætti að Tá ehf. hafi verið ógjaldfært þeg ar hin umdeilda ráðstöfun hafi farið fram. Samkvæmt upplýsingum stefnanda hafi hið gjaldþrota félag síðast skilað ársreikningi vegna ársins 2016. Það rekstrarár hafi tap félagsins numið 29.645.835 krónum. Samkvæmt ársreikningnum hafi eigið fé í lok ársins 2016 numið 29.204.219 krónum. Inn í þá tölu eigi eftir að draga frá varúðarfærslu vegna dómsmálsins E - 2998/2016 sem hafi verið höfðað 13. september 2016. Eins og áður segi hafi málinu lokið með dómi í nóvember 2017 og sá dómur orðið grundvöllur að aðfararb eiðni í desember 2017 þar sem fjárkrafan hafi verið 148.400.189 krónur. Hefði verið tekin eðlileg varúðarfærsla vegna þess máls í ársreikning vegna rekstrarársins 2016 sé ljóst að eigið fé Táar ehf. hefði þá verið verulega neikvætt. Dómur í málinu hafi gen gið skömmu eftir að greiðslan, sem krafist sé riftunar á, hafi verið innt af hendi og þá hafi enn skýrar legið fyrir að eigið fé Táar ehf. hafi verið verulega neikvætt. Að síðustu telji stefnandi rétt að nefna að lýstar kröfur í þrotabú Táar ehf. hafi veri ð 653.148.306 krónur og nær engar eignir séu upp í þær kröfur. Það staðfesti enn frekar að Tá ehf. hafi verið ógjaldfært í lok október 2017 þegar hin umþrætta greiðsla til stefndu hafi átt sér stað. Með vísan til framangreinds byggi stefnandi á því að það sé engum vafa undirorpið að Tá ehf. hafi verið ógjaldfært félag þegar greiðslan hafi verið innt af hendi. Hafi hinu gjaldþrota félagi og stefndu verið fullljóst að yfirgnæfandi líkur væru á því að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar innan tíð ar og væri þar af leiðandi ógjaldfært. Ógjaldfærni félagsins hafi verið óslitin allt til frestdags eins og lýstar kröfur í þrotabúið beri með sér. Þá segi að stefnda sé nákomin hinu gjaldþrota félagi, sbr. 4. og 6. töluliði 3. gr. laga nr. 21/1991 um gja ldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt upplýsingum með ársreikningi Táar ehf. hafi eftirtaldir verið eigendur félagsins: Borgarbros ehf. með 66,67% hlut eða 1.000.000 króna hlutafé; María Elíasdóttir með 16,67% hlut eða 250.000 krónur og Gunnar Viðar Bjarnason með 1 6,67% hlut eða 250.000 krónur. Gunnar Viðar sé bróðir stefndu og María sé mágkona stefndu. Borgarbros ehf. sé félag í eigu Maríu, mágkonu stefndu. Í stjórn Táar ehf. hafi verið tveir stjórnarmenn, það er María og Gunnar Viðar. Engum vafa sé því undirorpið að stefnda sé nákomin hinu gjaldþrota félagi. Stefnandi kveðst byggja á því að það hafi verulega þýðingu við mat á þeirri riftanlegu greiðslu sem hér sé til skoðunar að um nákominn aðila hafi verið að ræða, meðal annars við mat á því hvort um sé að ræða gj afagerning, grandsemi riftunarþola um ógjaldfærni og ótilhlýðileika ráðstöfunar á þann hátt að lögbundin skilyrði riftunar undir gjaldþrotaskiptum séu rýmri en gagnvart öðrum. Í þessu sambandi megi nefna að almennt 7 sé talið að þegar um viðskipti milli náko minna sé að ræða, í aðdraganda gjaldþrots, séu löglíkur fyrir því að ráðstöfunin verði talin gjöf frekar en ráðstöfun viðskiptalegs eðlis. Verði því að skoða hina riftanlegu ráðstöfun í því ljósi. Stefnandi byggi aðallega á því að fyrrnefnd greiðsla til stefndu að fjárhæð 4.217.281 króna sé riftanleg, annars vegar á grundvelli 131. gr. laga nr. 21/1991 og hins vegar á grundvelli 134. gr. laganna. Hvor greinin eigi við fari eftir því hvort talið sé a ð um gjöf eða greiðslu á skuld hafi verið að ræða. Stefnandi greinir frá því að þessari greiðslu þrotamanns sé rift með stefnu í málinu. Samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 megi krefjast riftunar á gjafagerningi hafi gjöfin verið afhent á síðustu se x mánuðum fyrir frestdag. Samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laganna megi krefjast riftunar á gjafagerningi sé gjöfin afhent til nákominna 6 - 24 mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaður hafi verið gjaldfær þrátt fyrir afhendinguna. Eins og áður se gi hafi frestdagur við gjaldþrotaskipti Táar ehf. verið 5. apríl 2018 og fyrir þann dag hafi hið gjaldþrota félag innt af hendi hina umþrættu greiðslu, það er 31. október 2017. Því hafi greiðslan verið innt af hendi innan við sex mánuðum fyrir frestdag og því riftanleg samkvæmt 131. gr. laganna. Stefnandi telji að framangreind greiðsla að fjárhæð 4.217.281 króna hafi verið gjöf til stefndu. Gjafahugtak 131. gr. laga nr. 21/1991 hafi þrjú megineinkenni sem öll séu uppfyllt í málinu að mati stefnanda: Í fy rsta lagi að gjöfin rýri eignir skuldara. Telja verði augljóst að bein peningagreiðsla af bankareikningi hins gjaldþrota félags til nákomins aðila, eins og stefndu, hafi rýrt eignir félagsins. Við þetta bætist að hið gjaldþrota félag hafi verið ógjaldfært þegar greiðslan hafi verið innt af hendi. Í öðru lagi að gjöfin leiði til auðgunar móttakanda. Þetta skilyrði sé uppfyllt því greiðslan hafi leitt til eignaaukningar stefndu. Í þriðja lagi að gjafatilgangur sé til staðar. Telja verði að um ótvíræðan gjafat ilgang hafi verið að ræða en með gerningnum hafi stefndu verið ívilnað og eignir hins gjaldþrota félags verið minnkaðar sem því nam henni til hagsbóta. Þá verði að telja að sú staðreynd að stefnda sé nákomin hinu gjaldþrota félagi feli í sér löglíkur fyrir gjafatilgangi. Verði ekki fallist á að riftun sé heimil samkvæmt 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., þar sem ekki hafi verið um gjöf að ræða, heldur greiðslu á skuld, kveðist stefnandi byggja riftunarkröfuna á 134. gr. sömu laga. Um hafi verið að ræða greiðslu skuldar við stefndu sem sé nákominn aðili í skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991. Greiðslan hafi verið innt af hendi innan við sex mánuðum fyrir frestdag og því sé tímaskilyrði 2. mgr. 134. gr. laganna uppfyllt í málinu. Í tölvupósti s em bróðir stefndu hafi sent skiptastjóra þrotabús Táar ehf. 28. ágúst 2018 sé því haldið fram að um hafi verið að ræða skuld samkvæmt lánssamningi að fjárhæð 9.500.000 krónur frá 8. júní 2012 sem hafi átt að greiða þegar lánveitandi hafi þurft á fjármunum að halda. Í fyrrnefndum tölvupósti segi að stefnda hafi misst vinnuna árið 2017 og þess vegna hafi 4.217.281 króna verið greidd inn á lánið 31. október 2017. Stefnandi kveður tölvupóstinn ótrúverðugan hvað varði tilvist skuldarinnar og bendi í því sambandi meðal annars á að lánssamningurinn sé ekki undirritaður og ekki verið sýnt fram á útgreiðslu lánsfjárhæðar. Hvað sem öðru líði og hvort sem um raunverulega skuld hafi verið að ræða eða ekki skipti það ekki máli því greiðslan hafi verið innt af hendi innan sex mánaða tímabilsins og hafi verið til þess fallin að raska jafnræði kröfuhafa. Stefnandi byggi einnig á því að greitt hafi verið fyrr en eðlilegt hafi verið. Sé miðað við að um hafi verið að ræða skuld frá 2012 hafi engin ástæða verið til að greiða þá skuld frekar en aðrar skuldir félagsins sem hafi verið ógreiddar en með þessu hafi verið brotið gegn jafnræði kröfuhafa. Stefnandi byggi á því að greiðslan til stefndu hafi skert fjárhag hins gjaldþrota félags verulega. Í því sambandi megi vísa til reikni ngsyfirlits frá Íslandsbanka hf. en þar komi fram að eftir að hin umþrætta greiðsla hafi verið innt afhendi hafi aðeins verið 187.866 krónur eftir inni á reikningi Táar ehf. Því hafi nær öllu handbæru fé félagsins verið ráðstafað til stefndu og þar með haf i fjárhagur félagsins verið skertur verulega. Til enn frekari sönnunar á því að greiðslan til stefndu hafi skert greiðslugetu Táar ehf. verulega kveðist stefnandi einnig byggja á því að við mat á þessu atriði verði að líta til fjárhagsstöðu Táar ehf. á þe ssu tímabili í víðu samhengi, meðal annars hvaða eignir hafi verið til ráðstöfunar, skuldastöðu 8 félagsins, tekna og umfangs rekstrarins. Stefnandi vísi til fyrri umfjöllunar um ógjaldfærni Táar ehf. um fjárhagslega stöðu félagsins á þessu tímabili. Stefnan di telji ljóst að Tá ehf. hafi verið ógreiðslufært félag og búið við talsverðan eignahalla á árinu 2017. Hafi sú staða aldrei vænkast, heldur þvert á móti, þar sem gjaldfallnar skuldir, sem ekki hafði verið greitt af um árabil, hafi safnað dráttarvöxtum og kostnaði. Byggi stefnandi á því að sú greiðsla sem um ræði hafi ekki getað talist venjuleg eftir atvikum í skilningi 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sönnunarbyrðin um þetta hvíli á stefndu. Þá hvíli sönnunarbyrði um gjaldfærni Táar ehf. á þei m tíma sem um ræði einnig á stefndu. Verði ekki fallist á að rifta megi hinni umþrættu greiðslu á grundvelli 131. eða 134. gr. laga nr. 21/1991 byggi stefnandi á því að greiðslan sé riftanleg á grundvelli 141. gr. laganna. Samkvæmt 141. gr. sé heimilt, án sérstakra tímamarka, að krefjast riftunar á ráðstöfunum þrotamanns sem séu ótilhlýðilegar og leiði til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum. Skilyrði sé samkvæmt ákvæðinu að þrotamaður hafi verið ógjaldfær eða orðið þ að vegna ráðstöfunar og að sá sem hag hafi haft af henni hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leitt hafi til þess að ráðstöfun sé ótilhlýðileg. Byggi stefnandi á því að öll skilyrði 141. gr. séu uppfyllt. Markmiðið hjá þro tamanni með greiðslunni hafi verið að færa fjármuni til stefndu í stað þess að greiða af öðrum skuldum sínum. Umþrætt ráðstöfun þrotamanns hafi verið til hagsbóta fyrir stefndu en á kostnað kröfuhafa þrotamanns og leitt til þess að fjármunir í eigu þrotama nns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum. Greiðslan til stefndu hafi verið gjafagerningur og ótilhlýðileg ráðstöfun sem falli tvímælalaust undir ákvæði 141. gr. laga nr. 21/1991. Við mat á ótilhlýðileika verði meðal annars að líta til þess a ð þrotamaður og stefnda séu nákomin. Þá telji s tefnandi að þegar stefnda hafi fengið þá greiðslu sem um ræði frá hinu gjaldþrota félagi, hafi félagið verið ógjaldfært og fyrirsvarsmenn félagsins, sem séu bróðir og mágkona stefndu, séð fram á gjaldþrot féla gsins. Sökum þess hafi þau komið fjármunum til stefndu umfram aðra kröfuhafa félagsins. Sú ráðstöfun sem um ræði í máli þessu, sem hafi falist í greiðslu til stefndu að fjárhæð 4.217.281 króna 31. október 2017, hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefndu til hagsbóta á kostnað kröfuhafa þrotamanns og leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum búsins þegar úrskurður um gjaldþrot hafi verið kveðinn upp. Stefnandi telji einsýnt að þessi ráðstöfun hafi orðið kröfuhöfum t il tjóns og einnig að stefnda hafi verið grandsöm um riftanleika þessarar ráðstöfunar, enda systir fyrirsvarsmanns hins gjaldþrota félags og því nákomin félaginu. Enginn vafi sé á að stefnda hafi verið grandsöm og hafi vitað um ógjaldfærni hins gjaldþrota félags, þegar hún hafi tekið við greiðslunni. Stefnda hafi þannig mátt vita um þær aðstæður sem leitt hafi til þess að ráðstöfunin var ótilhlýðileg og séu því öll hin huglægu skilyrði greinarinnar uppfyllt. Fjárkrafa stefnanda vegna þeirrar ráðstöfunar se m lýst hafi verið að framan og krafist sé riftunar á samkvæmt 131. gr. og 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. byggist á 1. mgr. 142. gr. laganna. Verði talið að ráðstöfunin sé ekki riftanleg á grundvelli 131. gr. laganna eða 134 gr. heldur þess í stað riftanleg á grundvelli 141. gr. laganna þá sé endurgreiðslukrafan grundvölluð á 3. mgr. 142. gr. laganna og almennum bótareglum. Stefnandi telji ljóst að stefnda hafi haft fjárhagslegan hag af greiðslunni sem nemi fjárhæð hennar, það er 4.217.2 81 krónu. Sú fjárhæð svari einnig til þess tjóns sem þrotabúið hafi orðið fyrir vegna þessarar peningagreiðslu, þar sem samsvarandi fjármunir séu ekki til reiðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum. Stefnandi kveðist einnig byggja á því að stefnda hafi auðgas t sem nemi tjóni þrotabúsins og kröfuhafa þrotamanns vegna greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag að fjárhæð 4.217.281 króna og því beri henni að endurgreiða stefnanda þá auðgun sína. Þá byggi stefnandi á því að verði riftun á ráðstöfun þrotamanns í máli þessu byggð á 141. gr. laga nr. 21/1991 þá liggi fyrir að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þeirrar ráðstöfunar hins gjaldþrota félags að greiða stefndu fyrrnefnda fjárhæð 31. október 2017. Greiðslan hafi verið andstæð 141. gr. laganna og lagaskyldu m hins gjaldþrota félags varðandi jafnræði kröfuhafa og bann við aðgerðum sem rýri möguleika kröfuhafa á efndum skuldbindinga. Stefnandi telji að stefndu hafi mátt vera ljóst að hið gjaldþrota félag væri ógjaldfært og greiðslan ótilhlýðileg. Ólögmæt greiðs la hins gjaldþrota félags hafi 9 valdið því tjóni sem þrotabúið hafi orðið fyrir vegna þeirrar ráðstöfunar sem hér um ræði og það hafi mátt vera stefndu fyrirsjáanlegt. Af framangreindum ástæðum beri að dæma stefndu til greiðslu skaðabóta. Hvað lagarök varð ar vísar stefnandi til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., 131., 134., 141. og 142. gr. Krafa um skaðabótavexti er studd við ákvæði III. og IV. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 8. gr. Krafa um dráttarvexti er studd við 1. mg r. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um upphafsdag dráttarvaxta er vísað til 4. mgr. 5. gr. laganna. Krafa um málskostnað styðst við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um málshöfðunarfrest er vísað til 148. gr. laga nr. 21/1 991. Um varnarþing er vísað til 1. mgr. 32. gr. laga nr. 91/1991. III Málsástæður og lagarök stefndu Stefnda kveðist byggja á því að um hafi verið að ræða endurgreiðslu á láni sem hún hafi raunverulega veitt Tá ehf. Byggt sé á því að lánið hafi verið gr eitt eftir gjalddaga og með peningum eins og upphaflega hafi verið samið um. Þá sé byggt á því að þar sem annar nátengdur aðili hafi veitt lán sérstaklega til að greiða upp lán stefndu hafi greiðslan til hennar ekki skert fjárhagstöðu Táar ehf. né mismunað kröfuhöfum á neinn hátt enda ljóst að ef ekki hefði staðið til að greiða upp lán stefndu hefði nýtt lán aldrei verið veitt. Stefnda byggi á því að staðið hafi verið að uppgreiðslu láns hennar með þessum hætti þar sem það hafi hvorki hvarflað að henni né Gunnari Viðari að um væri að ræða greiðslu sem gæti verið riftanleg. Hafi það í fyrsta lagi verið vegna þess að stefnda hafi enga vitneskju haft um það að Tá ehf. kynni að vera ógjaldfært félag eða væri á leið í gjaldþrot. Hvað Gunnar Viðar snerti hafi han n trúað því að félagið yrði ekki úrskurðað gjaldþrota þar sem ekki yrði fallist á þá kröfu sem á endanum hafi sett félagið í þrot. Því til viðbótar hafi hann talið umþrætta greiðslu lögmæta þar sem að hún hafi ekki mismunað kröfuhöfum. Tilviljun hafi ráðið því að þessi uppgjörsaðferð hafi verið notuð og hafi þar meðal annars ráðið góð trú aðila. Við uppgjörið hefði verið hægt að fara þá leið að framselja einfaldlega kröfu stefndu til Hverár ehf. sem hefði leitt til nákvæmlega sömu niðurstöðu og ekkert verið ólögmætt við það. Yrði fallist á kröfu stefnanda væri verið að refsa stefndu fyrir það hvernig uppgjörinu hafi verið háttað. Sé það í andstöðu við þær meginreglur laga að við beitingu íþyngjandi lagareglna, eins og þeirra sem stefnandi byggi á, skuli beit t þrengjandi lögskýringu. Með sama hætti væri stefnandi að auðgast með óréttmætum hætti á kostnað stefndu ef fallist yrði á riftunar - og endurgreiðslukröfur þar sem stefnandi héldi bæði því láni sem veitt hafi verið gagngert til að greiða stefndu og fengi jafnframt endurgreiðslu frá stefndu. Jafnframt samræmdist það ekki meginmarkmiði tilvitnaðra lagaákvæða að tryggja jafnræði kröfuhafa þar sem umræddar ráðstafanir breyti engu um stöðu annarra kröfuhafa. Eina breytingin sé sú að einn kröfuhafi hafi komið í stað annars. Stefnandi byggi kröfu sína um riftun á 131., 134. og 141 gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hvað varði 131. gr. laganna sé það riftunarákvæði sem heimili riftun á gjafagerningum. Af því sem að framan sé rakið og af gögnum sem lögð hafi verið fram af hálfu stefndu megi vera ljóst að um hafi verið að ræða raunverulegt lán sem stefnda hafi veitt Tá ehf. og að greiðsla sú sem krafist sé riftunar á hafi verið endurgreiðsla á láninu. Því sé ljóst að ekki sé um gjafagerning að ræða og eigi 131. gr. því ekki við. Verði riftun umþrættrar greiðslu því ekki byggð á því ákvæði. Hvað varði 134. gr. laganna eigi sú riftunarheimild ekki við í þessu tilviki þar sem skilyrðum greinarinnar sé ekki fullnægt. Ekki hafi verið um óvenjulegan greiðslueyri að ræða enda lánið veitt í peningum og það hafi borið að greiða í peningum eins og gert hafi verið. Lánið hafi ekki verið greitt fyrr en eðlilegt hafi verið. Gjalddagi lánsins samkvæmt lánssamningi hafi verið kominn þar sem krafa hafi komið fram um greiðsl u lánsins alllöngu áður en það hafi verið greitt. Þar að auki hafi lánið upphaflega verið veitt sem skammtímalán og því hafi átt að vera búið að greiða það upp löngu áður en það hafi verið gert í október 2017, það er rúmum sjö árum eftir að það hafi verið veitt. Almenn skilgreining á skammtímalánum sé lán sem eigi að greiða innan árs. Lánið hafi því ekki verið greitt fyrr en eðlilegt hafi verið og sé það skilyrði ákvæðisins því ekki uppfyllt. 10 Lánið hafi heldur ekki skert greiðslugetu Táar ehf. þar sem þa ð hafi verið endurfjármagnað með láni frá félagi sem stjórnað hafi verið af bróður stefndu en það lán hafi verið veitt gagngert til að unnt væri að greiða upp lán stefndu. Hefði síðastnefnda lánið aldrei verið veitt í öðrum tilgangi. Það sé því ljóst af gö gnum málsins að greiðslan til stefndu hafi á engan hátt skert greiðslugetu þrotamanns, hvorki verulega né óverulega. Þvert á móti hafi þessi ráðstöfun bætt greiðslugetu stefnanda þar sem lán það sem Hverá ehf. hafi veitt hafi verið ívið hærra en greiðslan til stefndu, eða 4.400.000 krónur, sem hafi verið 182.719 krónum hærri en sú greiðsla sem greidd hafi verið til stefndu og hafi greiðslugeta Táar ehf. batnað sem því hafi numið. Við þetta bætist að greiðslan til stefndu hafi á allan hátt verið venjuleg og í samræmi við samninga og greiðsluskyldu Táar ehf. og ekkert óvenjulegt við hana. Sé greiðslan því eftir atvikum venjuleg. Megi því ljóst vera að 134. gr. laga nr. 21/1991 eigi ekki við og verði riftun greiðslunnar því ekki byggð á því ákvæði. Breyti þar engu þótt lánssamningur hafi ekki verið undirritaður. Þá mótmæli stefnda því að 141. gr. laga nr. 21/1991 eigi við. Ekki sé um að ræða greiðslu sem sé á ótilhlýðilegan hátt stefndu til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa þar sem staða annarra kröfuhafa s é sú sama fyrir og eftir greiðsluna. Fyrir liggi að lán hafi komið á móti greiðslu til stefndu en það lán hafi gagngert verið veitt til að greiða upp lán stefndu. Skilyrðinu um að greiðsla leiði til þess að eignir þrotamanns verði ekki til reiðu til fullnu stu kröfuhöfum sé því ekki fullnægt. Þá sé heldur ekki, af sömu ástæðu, fullnægt skilyrðinu um að greiðsla leiði til skuldaaukningar þar sem skuldastaða Táar ehf. hafi verið sú sama fyrir og eftir greiðslu. Að endingu taki stefnda fram að hún hafi enga hug mynd haft um gjaldfærni Táar ehf. og enn síður að greiðslan hafi stuðlað að ógjaldfærni félagsins. Þvert á móti hafi stefnda verið í góðri trú um gjaldfærni félagsins enda um eignarhaldsfélag að ræða sem ekki hafi verið í áhætturekstri. Auk þess sé ljóst a ð greiðslan hafi engin áhrif haft á gjaldfærni félagsins þar sem sérstakt lán hafi verið tekið til að greiða stefndu. Hvað varði sönnunarmat um þetta atriði málsins þá sé það stefnandi sem hafi sönnunarbyrðina um framangreinda ógjaldfærni og grandsemi ste fndu um hana. Ekkert liggi fyrir í málinu sem styðji fullyrðingar stefnanda um ógjaldfærni og grandsemi stefndu um hana og sé allri sönnunarfærslu sem vísað sé til í stefnu hvað þau atriði varði mótmælt sem rangri, ósannaðri og ófullnægjandi. Með vísan til þessa sé öllum fullyrðingum stefnanda um ógjaldfærni Táar ehf. og vitneskju stefndu um það mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá sé því mótmælt að snúa eigi sönnunarbyrði við enda sé það almenn regla að sá sem vilji byggja á staðhæfingu hafi sönnunarbyrði u m hana. Öllum röksemdum sem stefnandi setji fram um annað sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þar sem ekkert af þeim riftunarákvæðum sem byggt sé á af hálfu stefnanda eigi við, beri að hafna kröfu um riftun á greiðslu 4.217.281 krónu til stefndu 31. októb er 2017 og jafnframt beri að hafna endurgreiðslukröfu stefnanda á grundvelli 142. gr. laga nr. 21/1991 þar sem skilyrði ákvæðisins um fyrirliggjandi riftun á grundvelli 131. - 138. gr. liggi ekki fyrir. Beri með vísan til framangreindra röksemda að fallast á kröfu stefndu um sýknu. Stefnda vísar til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og annarra lagareglna sem getið sé um í greinargerð hennar. Vegna kröfu um málskostnað er vísað til 129. og 130. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Niðurstaða Stefnda gaf aðilaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Þá gáfu skýrslu vitnin Gunnar Viðar Bjarnason og Stefán Bragi Bjarnason, bræður stefndu. Í málinu er deilt um það hvort heimilt sé að rifta greiðslu Táar ehf., sem nú er gjaldþrota, að fjárhæð 4.217.281 króna til stefndu. Greiðslan fór fram 31. október 2017 eða rúmum fimm mánuðum fyrir frestdag við gjaldþrotaskiptin, sem var 5. apríl 2018. Stefnda er systir Gunnars Viðars Bjarnasonar sem var einn eige nda og stjórnarformaður Táar ehf. og mágkona Maríu Elíasdóttur sem var einn eigenda og meðstjórnandi í stjórn Táar ehf. Þriðji eigandi Táar ehf. var Borgarbros ehf. sem er félag í eigu fyrrnefndrar Maríu, mágkonu stefndu. 11 Markmið riftunarreglna laga nr. 2 1/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er að veita kröfuhöfum þrotabúsins jafnan rétt til greiðslna við úthlutum af eignum búsins. Því er það grundvallarregla við gjaldþrotaskipti að kröfuhafar búsins njóti jafnræðis við úthlutun að teknu tilliti til innbyrðis r étthæðar krafna á hendur þrotabúi. Hlutverk riftunarreglna laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er að tryggja að markmið laganna um jafnræði kröfuhafa við úthlutun á eignum bús verði náð en einnig að draga fleiri eignir undir skiptin. Í því skyni er heimilt að r ifta ráðstöfunum þrotamanns sem hafa farið fram á tilteknu tímabili fyrir frestdag. Reglur þar að lútandi eru í XX. kafla laganna. Til þess að skilyrði riftunar verði talin vera fyrir hendi verður riftun að leiða til þess að möguleikar kröfuhafa til fulln ustu á kröfum sínum af eignum bús aukist við endurgreiðslu vegna riftunar, það er hin riftanlega ráðstöfun þarf að hafa orðið búinu til tjóns. Þetta getur orðið með þeim hætti að verðmæti renni til búsins sem ekki voru þar við upphaf skipta. Stefnandi sty ður kröfur sínar við 131. gr. laga nr. 21/1991 sem varðar riftun gjafagerninga eða 134. gr., sem fjallar um greiðslu skuldar með óvenjulegum greiðslueyri eða 141. gr. laganna sem nefnd hefur verið almenna riftunarreglan. Í málinu liggur fyrir að 8. júní 2 010 lagði stefnda 9.500.000 krónur inn á bankareikning Táar ehf. Í upphafi hafi verið um að ræða allt að 9.500.000 krónur sem lánaðar hafi verið 8. júní 2010. Þá segir að fyrirséð sé að um frekari lánafyrirgreiðslu gæti orðið að ræða vegna fjármögnunar á fasteign lántaka á Reyðarfirði. Varðandi skilyrði fyrir láninu se hvenær sem er farið fram á endurgreiðslu lánsins og skal lántaki þá greiða innan 4 virkra daga frá því að Leysa ber fyrst úr þ ví álitaefni hvort talið verður að greiðslan til stefndu sé raunveruleg endurgreiðsla á skuld frá árinu 2010. Eins og fram kemur í málatilbúnaði stefndu kveðst hún hafa lánað Tá ehf. 9.500.000 krónur til skamms tíma í júní 2010. Stefnda heldur því einnig f ram að skuldin hafi ekki verið gerð upp fyrr en með hinni umþrættu greiðslu í lok október 2017. Með skammtímaláni verður að miða við að endurgreiða eigi lán innan eins árs, eða í þessu tilviki ekki seinna en í júní 2011. Stefnda hefur hvorki lagt fram gö gn né gert það sennilegt að uppgreiðsla lánsins hafi dregist um allt að sex ár. Þannig liggur ekki fyrir skilmálabreyting á lánasamningi um breytingu á endurgreiðsluskilmálum lánsins í þá veru. Í málinu hefur verið lagður fram tölvupóstur frá bróður stefn du, Gunnari Viðari Bjarnasyni, til Samkvæmt þessum útreikningum lækkaði skuld félagsins við stefndu úr 9.500.000 krónum í 1.500.000 krónur 6. ágúst 2010. Skuldin er svo sögð hafa hækkað á ný í 11.000.000 króna í september 2010. Ekkert hefur komið fram í málinu sem skýrt getur þetta, hvorki samningur um nýtt lán í september 2010 né skilmálabreyting á upphaflegu láni. Þá hefur stefnda ekki lagt fram útreikni nga er sýna hvernig fjárhæð hinnar umþrættu greiðslu er fengin. Í fyrrnefndum tölvupósti Gunnars Viðars frá 28. ágúst 2018 segir að lánið frá stefndu hafi alltaf verið skráð í ársreikning Táar ehf. sem skuld við stefndu. Í málinu liggur fyrir ársreikningu r félagsins vegna reikningsársins 2016, en ársreikninginn, sem er óendurskoðaður, var gerður af Gunnari Viðar sjálfum. Þar er skuld við stefndu ekki sérstaklega tiltekin. Þegar framangreind atriði eru virt í heild sinni er ekki unnt að líta svo að stefnda hafi fært fyrir því haldbær rök að greiðslan til hennar 31. október 2017 að fjárhæð 4.217.281 króna hafi verið endurgreiðsla á láni sem hún kveðst hafa veitt Tá ehf. í júní 2010. Kemur þá til skoðunar hvort greiðsla Táar ehf. til stefndu er riftanleg á g rundvelli riftunarreglna laga nr. 21/1991. Um riftun á gjafagerningum er fjallað í 131. gr. laganna. Mat á því hvort gjöf hefur falið í sér skerðingu á eignum skuldara er hlutlægt. Þannig verður ráðstöfun að hafa leitt til rýrnunar á þeim eignum sem annar s hefðu komið til skipta á milli kröfuhafa við gjaldþrotið. Í máli þessu verður að telja að þeir 12 fjármunir sem greiddir voru til stefndu hafi rýrt eignir Táar ehf. Breytir þá engu hvort félagið fékk nýtt lán til að endurfjármagna greiðsluna til stefndu, en ekki verður litið á lán sem eign búsins. Til þess að um gjafagerning sé að ræða verður ráðstöfun að hafa auðgað móttakanda, en það er háð hlutlægu mati. Af fyrirliggjandi gögnum má sjá að Tá ehf. var birt stefna 13. september 2016 í máli er varðaði riftu n á ýmsum ráðstöfunum frá árunum 2012 til 2015 og greiðslu á 86.827.445 krónum. Dómur gekk í málinu 14. nóvember 2017 og var Tá ehf. dæmt til að greiða umkrafða fjárhæð. Þar sem krafan var ekki greidd var óskað aðfarar 8. desember 2017 og árangurslaust fjá rnám gert hjá félaginu 16. janúar 2018. Gjaldþrotaskipta var svo krafist 26. mars 2018. Af þessu má sjá að á þeim tíma er stefnda tók á móti greiðslu frá Tá ehf. 31. október 2017 var félagið ógjaldfært enda gat það hvorki staðið í skilum með skuldir sínar né átti það eignir fyrir skuldunum. Í því ljósi verður að telja að greiðslan hafi auðgað stefndu á kostnað kröfuhafa félagsins. Til þess að ráðstöfun sé riftanleg á grundvelli 131. gr. laga nr. 21/1991 verður skuldari að hafa viðhaft ráðstöfun í þeim tilg angi að gefa. Er það háð huglægu mati sem tengist mati á því hvort fyrrnefnd hlutlæg skilyrði séu uppfyllt. Að mati dómsins verður að telja að greiðslan til stefndu hafi verið innt af hendi í gjafatilgangi en ekki í viðskiptalegum tilgangi, samanber þá nið urstöðu sem komist var að hér að framan að stefnda hefði ekki sýnt fram á að greiðslan til hennar 31. október 2017 hafi verið endurgreiðsla á láni. Á hinn bóginn telst nægilega í ljós leitt að umdeild ráðstöfun rýrði eignir þrotamanns og leiddi til eignaau kningar hjá stefndu sem naut góðs af ráðstöfuninni en að baki henni bjó gjafatilgangur eins og atvikum málsins er háttað. Regla 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. gengur út frá því að krefjast megi riftunar á gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Ekki er gerð krafa um að móttakandi gjafar sé nákominn ef gjöf er afhent innan þessara tímamarka. Greiðslan til stefndu fór fram rúmum fimm mánuðum fyrir frestdag og eru þ ví skilyrði 1. mgr. 131. gr. uppfyllt að því er varðar tímamark. Með vísan til þess sem að framan greinir er það álit dómsins að greiðsla til stefndu að fjárhæð 4.217.281 króna sem fór fram 31. október 2017 sé riftanleg á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Þegar af þeirri ástæðu er ekki þörf á að fjalla um aðrar málsástæður aðila um riftun greiðslunnar. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður einnig fallist á það með stefnanda að stefndu beri að greiða stefnanda bætur samk væmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Er nægilega í ljós leitt eins og fram er komið að stefnda hafði hag af riftanlegri ráðstöfun sem nemur 4.217.281 krónu sem svarar til tjóns stefnanda vegna greiðslunnar, enda eru þessir fjármunir ekki til reiðu í búi nu til fullnustu kröfuhöfum. Í samræmi við niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefndu að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur. Jón Höskuldsson héraðsdómari kve ður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Rift er greiðslu Táar ehf. til stefndu, Guðrúnar Ingu Bjarnadóttur, að fjárhæð 4.217.281 króna sem fram fór 31. október 2017. Stefnda greiði þrotabúi Táar ehf. 4.217.281 krónu með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/200 1 um vexti og verðtryggingu frá 31. október 2017 til 6. febrúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað.