LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 24. nóvember 2021. Mál nr. 698/2021 : A (Guðmundína Ragnarsdóttir lögmaður) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborgar (Theodór Kjartansson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A var framlengd. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. nóvember 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2021 í málinu nr. L - [...] /2021 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að framlengja nauðungarvistun sóknaraðila um tólf vikur. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum fyrir La ndsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Í málinu liggur fyrir læknisvottorð vegna beiðni um framlengingu á nauðungarvistun sóknaraðila sem krafa varnaraðila styðst við. Vottorðið er dagsett 1. nóvember 2021 og samið af B sérfræðingi móttökugeðdeildar Landspítala og C sérnámslækni á sömu deild. Þá liggur einnig fyrir yfirlýsing sömu lækna þar sem fram kemur að reynt hafi verið að ná samkomulagi við sóknaraðila um meðferð til að koma í veg fyrir frekari nauðungarvistun en það hafi ekki borið árangur. Framlenging nauðungarvistunar með rýmkun sé því óhjákvæmileg að þeirra mati. Er því fullnægt áskilnaði 2. mgr. 29. gr. a lögræðislaga þar sem tilgreint er hvaða gögn skuli fylgja kröfu um framlengingu nauðungarvistunar. 2 5 Samkvæm t 1. mgr. 29. gr. a lögræðislaga er heimilt með úrskurði dómara að framlengja nauðungarvistun manns í eitt skipti í allt að tólf vikur að liðnum 21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns samkvæmt 3. mgr. 19. gr. sömu laga. Eins og fram kemur í hi num kærða úrskurði samþykkti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 18. október 2021 nauðungarvistun sóknaraðila í 21 dag eða til 8. nóvember sama ár. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2021 var hafnað kröfu sóknaraðila um að ákvörðun sýslumanns y rði felld úr gildi. Sá úrskurður var staðfestur með úrskurði Landsréttar 3. næsta mánaðar. Sú tólf vikna framlenging á nauðungarvistun sóknaraðila sem fallist var á með hinum kærða úrskurði telst því frá 8. nóvember 2021 að telja. 6 Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur með þeim hætti sem í úrskurðarorði greinir. 7 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Nauðungarvistun sóknaraðila, A , á sjúkrahúsi er framlengd um tólf vikur, frá 8. nóvember 2021, með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Ákvæði hins kærða úrskurðar um greiðslu kostnaðar af málinu og þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila í héraði eru staðfest. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila fyrir Landsrétti, Guðmundínu Ragnarsdóttur lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2021 1. Með kröfu dagsettri 4. nóvember 2021 sem barst réttinum sama dag krefst sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þess að nauðungarvistun, A , kt. [...] , með ótilgreint heimilisfang í Reykjavík, í 21 sólarhring frá 18. október 2021 verði framlengd um 12 vikur með heimild til rýmkunar samkvæmt mati lækna, sbr. 29 . gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Krafa um framlengingu nauðungarvistunar kemur í framhaldi af nauðungarvistun til 21 dags sem samþykkt var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 18. október 2021 og rennur út í lok sunnudagsins 7. nóvember nk. Aðild s óknaraðila styðst við 20. gr. laga nr. 71/1997, með síðari breytingum. 2. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Jafnframt krefst hann þess að þóknun skipaðs talsmanns hans, Guðmundínu Ragnarsdóttur lögmanns, verði greidd úr ríkissjóði, s br. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. 3. Málið var þingfest 5. nóvember 2021 og tekið til úrskurðar sama dag að undangengnum viðtölum við varnaraðila á geðdeild og skýrslutöku símleiðis af vitnunum B sérfræðingi og C sérnámslækni í geðlækningum og munnlegum málflutningi talsmanna aðila. 4. Um helstu málsatvik, sem studd eru gögnum, segir í kröfu sóknaraðila til dómsins, að varnaraðili sé [...] 3 ára karlmaður, greindur með þunglyndi og geðrofseinkenni auk þess sem hann hafi glímt við áfengisvanda. Varnaraðili sé fráskilinn og eigi [...] dætur úr fyrra hjónabandi. Hann sé menntaður [...] en starfi nú við [...] . Varnaraðili búi í [...] . Varnaraðili hafi verið í meðferð hjá geðlækni vegna sjúkdóms síns. Hann eigi að baki eina innlögn á geðdeild árið 2018. Hann hafi frá þeim tíma verið í eftirfylgd hjá geðheilsuteymi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi átt við áfengisvanda að etja og einu s inni lagst inn á Vog, árið 2019. Varnaraðili sé innsæislaus í sjúkdóm sinn og telja læknar áframhaldandi innlögn hans nauðsynlega til að hann taki ekki ákvarðanir sem hann sjái eftir síðar. Í aðdraganda núverandi innlagnar hafi varnaraðili verið að þróa m eð sér geðrofeinkenni auk þess sem áfengisneysla hans hafi aukist. Hann hafi stórmennskulegar hugmyndir um kaup á [...] sem hann hyggist breyta í gistiheimili. Hann hafi einnig haft hug á að selja íbúð sína til að festa kaup á níu milljóna bifreið, en því hafi verið afstýrt af geðheilsuteymi. Í núverandi innlögn hafi varnaraðili verið með ranghugmyndir og sýnt einkenni örlyndis. Hann hafi lýst sjónofskynjunum og talið sig eiga í samskiptum við djöfulinn. Hann hafi verið ósáttur við heimsóknarreglur deildari nnar og hafi hug á að heimsækja dóttur sína sem er í [...] , auk þess sem hann þurfi að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að mati lækna sé hætta á að varnaraðili fari sér að voða og taki ákvarðanir sem hann muni síðar sjá eftir útskrifist hann of snemma. A ð mati læknis er því nauðsynlegt að framlengja nauðungarvistunina í allt að 12 vikur með rýmkun í samræmi við lögræðislög. 5. Núverandi innlögn varnaraðila á geðdeild hófst með því að varnaraðili lagðist sjálfviljugur inn á bráðamóttöku geðsviðs þann 11. októ ber 2021. Varnaraðili óskaði eftir útskrift þann 16. október 2021 en vegna veikinda hans var talið óhjákvæmilegt verða við þeirri beiðni. Varnaraðili var því lagður inn gegn eigin vilja og í framhaldi nauðungarvistaður í 72 klst. Þá stóð velferðarsvið Reyk javíkurborgar að nauðungarvistun í 21 dag, sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 20. og 21. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með beiðni, dags. 18. október 2021 til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem samþykkt var samdægurs. Varnaraðili kærði þá ákvörðun Sýslumanns t il Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllst á ákvörðun Sýslumanns með úrskurði, dags. 20. október 2021 (dskj. 6). Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar en Landsréttur staðfesti úrskurðinn, dags. 3. nóvember 2021. 6. B og C geðlæknar gáfu skýrslu í mál inu. Læknarnir staðfestu vottorð sem þeir gáfu út og sömuleiðis yfirlýsingu sem frá þeim stafar. Þau kváðu bæði það mat sitt að varnaraðili væri enn talsvert veikur og skorti enn verulega innsæi í veikindi sín. Hann sé haldinn þunglyndi og geðrofseinkennu m, sem hafi heldur farið versnandi í innlögninni . Þau kváðu varnaraðila vera samstarfsfúsan um lyfjatöku þó hann hefði ekki innsæi í veikindi sín.. Það er mat geðlæknanna beggja að varnaraðili muni ekki ráða við aðstæður sínar utan sjúkrahússins ef hann væ ri útskrifaður í dag og kynni að koma sér í vanda, vegna geðrofseinkenna sinna. Fram kom að varnaraðili er í fyrsta sinn í maníu um þessar mundir. Fram kom að nauðsynlegt væri að fylgjast með framvindu sjúkdóms varnaraðila daglega og jafnframt þyrfti að ve ita honum aðstoð með daglega umhirðu. Töldu báðir læknarnir að brýna nauðsyn bæri til að framlengja nauðungarvistun varnaraðila, sem væri enn mjög veikur og vægari úrræði væru ekki tæk. 7. Talsmaður varnaraðila mótmælir kröfu sóknaraðila um nauðungarvistun. T elur hann að ekki séu uppfyllt skilyrði 3. mgr. sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga til þess að verða við kröfunni . Varnaraðili telji að hann hafi þegar fengið næga meðferð og geti sjálfur annast um framhald lyfjatöku sem honum er ljóst að honum sé nauðsyn leg og leita sér aðstoðar utan geðdeildar. Að þessu virtu sé ekki sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til að vista varnaraðila eins lengi og krafa sóknaraðila gerir ráð fyrir. 8. Með vísan til gagna málsins og vættis geðlæknanna B og C, fyrir dómi þykir nægjan lega í ljós leitt að nauðsynlegt sé að varnaraðili verði áfram nauðungarvistaður á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar. Við lok núverandi nauðungarvistunar er geðrænt ástand va rnaraðila enn alvarlegt og innsæi hans enn verulega skert. Samkvæmt þessu er ljóst að enn þarf meiri tíma til að ná tökum á vanda varnaraðila. Verður því ekki talið að við þessar aðstæður dugi önnur eða vægari úrræði til að tryggja heilsu og batahorfur han s. Er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a í lögræðislögum nr. 71/1997, sbr. 17. gr. laga nr. 84/2015, til að verða við kröfu sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila í 12 vikur, en með heimild til rýmkunar samkvæmt ma ti yfirlæknis, í samræmi við kröfu sóknaraðila og með velferð varnaraðila í huga. 4 9. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Guðmundínu Jónsdóttur lögmanns, sem ákveðinn er 175.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu sóknaraðila flutti mál þetta Björn Atli Davíðsson lögmaður. Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 10. Úrskurðarorð Fallist er á kröfu sóknaraðila, Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, um að framlengja til tólf vikna, nauðungarvistun varnaraðila , A , kt. [...]. Allur k ostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Guðmundínu R agnarsdóttur lögmanns 175.000 krónur.