LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. nóvember 2018 Mál nr. 163 /20 18 : Ákæruvaldið ( Hrafnhildur Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X ( Auður Björg Jónsdóttir lögmaður) (Helgi Bragas on réttargæslumaður) Lykilorð Líkamsárás. Sönnunarmat. Skilorð. Útdráttur X voru gefnar að sök tvær líkamsárásir samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í fyrra tilvikinu gegn stjúpsyni sínum A, en sú háttsemi var einnig talin varða við 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en í síðara tilvikinu gegn eigin konu sinni B. Héraðsdómur sakfelldi X í báðum tilvikum og dæmdi hann til greiðslu miskabóta. X áfrýjaði málinu í kjölfarið til endurskoðunar á ætluðu broti hans gegn eiginkonu hans B. Landsréttur sýknaði X af þeim sakargiftum þar sem slíkur vafi þótti leik a á um að atvik hefðu verið með þeim hætti sem í ákæru greindi að ósannað væri, í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, að X hefði brotið gegn B. Jafnframt var miskabótakröfu B vísað frá dómi. Með hliðsjón af sakfellingu héraðsdó ms fyrir brot X gegn A og atvikum öllum var refsing hans ákveðin fangelsi í 30 daga og var sú refsing bundin skilorði til eins árs. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ragnheiður Bragadóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vil hjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 18. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 29. desember 2017 í málinu nr. S - /2017. 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst lækkuð. 4 Brotaþolarni r A og B krefjast þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða hvoru þeirra 500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði en til vara að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um einkaréttarkröfurnar og vexti af þeim. Málsatvik og s önnu narfærsla 5 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Þar er jafnframt gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og vitna við aðalmeðferð málsins í héraði. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti gáfu viðbótarskýrslur ákærði, brotaþoli og vitnið M lögreglum aður. 6 Í bréfi lögreglustjórans 19. júní 2018, sem lagt var fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti ásamt fylgigögnum, er staðfest að myndir af áverkum brotaþola hafi verið teknar klukkan 1.56 aðfaranótt föstudagsins 22. janúar 2016. Myndatakan hafi f arið fram eftir að brotaþoli greindi stuttlega frá atvikum á lögreglustöð en þangað hafi hún leitað strax í kjölfar árásarinnar. 7 Af hálfu ákæruvalds hefur verið lögð fram þýðing O , löggilts skjalaþýðanda og dómtúlks, á hluta af framburði brotaþola fyrir h éraðsdómi. Niðurstaða 8 Málinu var áfrýjað til endurskoðunar á niðurstöðu héraðsdóms að því er varðar II. lið ákæru. Samkvæmt þeim ákærulið er ákærða gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, á heimili þeirra aðfaranótt föstudagsins 22. janúar 2016, tekið fast um axlir hennar og haldið henni með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á axlir með sjáanlegu handafari. 9 Óumdeilt er að á þeim tíma er umrætt atvik á að hafa átt sér stað stóð skilnaður ákærða og brotaþola fyrir dyrum og deila var uppi um forsjá barns þeirra og eignaskipti. Þá er óumdeilt að ákærði og brotaþoli bjuggu enn saman en deildu þó ekki svefnherbergi. Einnig hefur komið fram að á heimilinu dvöldu einnig bróðir ákærða og eiginkona hans ásamt barni s ínu. 10 Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar greint frá atvikum á sama veg. Hann hafi í umrætt sinn verið genginn til náða og í fastasvefni þegar hann hafi vaknað við að eitthvað datt á gólfið. Brotaþoli hafi þá verið komin inn í herbergið og hafi hún staðið o g horft á hann. Hann hafi spurt hana hvað hún væri að gera en hún hafi ekki svarað honum heldur snúist á hæl og yfirgefið herbergið. Í þann mund hafi bróðir hans komið upp stigann og spurt hvað gengi á. Fyrir Landsrétti sagði ákærði að hann hefði fyrst rum skað við að eitthvað datt á gólfið en um hefði verið að ræða skrautmun vafinn úr vírum. Skömmu síðar hefði vasi úr gleri, sem staðið hefði á kommóðu í herberginu, dottið í gólfið og brotnað og við það hefði hann vaknað betur upp og opnað augun. Hann hefði þá séð brotaþola inni í herberginu og í fyrstu haldið að hún væri enn og aftur að halda fyrir sér vöku en það hefði hún gert undangengnar nætur. Kvaðst ákærði hafa legið í rúminu og ekki verið búinn að reisa sig upp þegar hann hefði spurt brotaþola hvað hú n væri að gera. Þegar bróðir hans hafi komið upp til hans hefði hann verið sestur upp í rúminu, enn hálfsofandi, og átt í vandræðum með að vakna vegna þess hversu vansvefta hann var. Hann hafi hringt í lögreglu að áeggjan bróður síns sem hafi haft af því á hyggjur að eitthvað amaði að brotaþola og hún kynni að fara sér að voða. 11 Vitnin, K og H , báru um það, bæði hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi, að brotaþoli hefði verið róleg þegar hún yfirgaf íbúðina og að þau hafi ekki getað merkt það á henni að hún hefði o rð ið fyrir áfalli. Þá hefur vitnið K borið um að þegar hann kom upp í svefnherbergið til ákærða hafi hann setið á rúminu eins og hann væri nývaknaður. Þegar hann hefði spurt ákærð a hvað hefði gerst hefði ákærði svarað því til að hann vissi það ekki því han n hefði verið sofandi. Við mat á framburði vitna þessara ber að líta til þess að þau eru nátengd ákærða. Á hinn bóginn liggur fyrir að þau gáfu bæði skýrslu hjá lögreglu áður en ákærða var sleppt úr haldi daginn eftir. Fær framburður ákærða stuðning í fram burði þeirra. 12 N okkurt ósamræmi er í framburði brotaþola hjá lögreglu, fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti , auk þess sem frásögn hennar er bæði óskýr og ónákvæm . Brotaþoli hefur borið um að hafa farið til vinafólks síns um kvöldið og skilið símann sinn eft ir á upptöku á meðan . Þegar hún hafi komið til baka hafi hún hlustað á upptökuna og heyrt samtal ákærða, bróður hans og mágkonu á meðan hún var í burtu. Þar hafi komið fram frásögn af áformum ákærða varðandi skilnaðinn og af samskiptum hans við son hennar. 13 Í skýrslu sinni hjá lögreglu 27. janúar 2016 sagðist brotaþoli hafa farið inn í svefnherbergi ákærða til að ná í hleðslutæki fyrir símann sinn. Hún hafi kveikt ljós í herberginu og þegar hún hafi verið að leita að hleðslutækinu hafi hún ekki getað stillt sig um að segja ákærða að hún vissi allt. Fyrir héraðsdómi og Landsrétti minntist brotaþoli ekki á að hún hefði farið inn í herbergið til að ná í hleðslutækið en sagðist hafa farið þar inn til að segja ákærða að hún vissi allt eftir að hafa hlustað á upptö kuna. Fyrir Landsrétti sagðist brotaþoli hafa verið í slíku uppnámi að hún hefði fyrst orðið að fara inn á baðherbergið til að skvetta framan í sig köldu vatni áður en hún fór inn til ákærða. Lýsing brotaþola á því sem fram hafi komið í áðurgreindri upptök u hefur stigmagnast við meðferð málsins en fyrir Landsrétti greindi hún meðal annars frá því að þar hefði komið fram að ákærði hataði ungan son hennar og hygðist beita hann mjög alvarlegum líkamsmeiðingum. Brotaþoli kvaðst hafa látið lögreglu í té umrædda upptöku en upptakan eða þýðing á því sem þar á að hafa komið fram hefur ekki verið lögð fram í málinu. 14 Lýsing brotaþola á árás ákærða er bæði óskýr og ónákvæm. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði brotaþoli að ákærði hefði orðið mjög reiður þegar hún hefði t jáð honum að hún vissi allt. Verður ekki annað ráðið af framburði hennar þar en að ákærði hafi staðið upp úr rúminu. Hafi ákærði tekið um axlir hennar og kallað hana skrímsli. Brotaþoli sagði að ákærði hefði tekið svo fast á henni að hún hefði haldið að ha nn myndi brjóta hana. Í sama mund hefði hún slæmt hendinni í vasann sem dottið hefði á gólfið og brotnað. Fyrir héraðsdómi sagði brotaþoli í fyrstu að ákærði hefði stokkið upp úr rúminu og ráðist á sig, en leiðrétti það síðar ekki skýrt fram hvar ákærði tók á henni en af lýsingu brotaþola má þó ráða að ákærði hafi tekið svo fast á henni að hún hafi ekki getað staðið almennilega í fæturna. Þá hafi ákærði hrist hana. Ákæ rði hafi sleppt takinu þegar þau heyrðu bróður ákærða koma upp stigann eftir að vasinn datt á gólfið og brotnaði. Fyrst sagði brotaþoli að ákærði hefði haldið henni Þegar brotaþoli gaf skýrslu fyrir Landsrétti var lögð fyrir hana ljósmynd af vettvangi sem fylgdi frumskýrslu lögreglu. S agði brotaþoli að ákærði hefði legið í hjónarúminu, nær glugganum og fjær sér, og verið að skoða eitthvað í spjaldtölvunni sinni þegar hún kom inn í svefnherbergið. Á ljósmyndinni má sjá að við fótagafl hjónarúmsins stóð kommóða og kvaðst brotaþoli hafa staðið við annað horn hennar , fjær glugganum. Bilið á milli kommóðunnar og rú msins hafi verið það þröngt að þar hefðu ekki getað staðið tvær manneskjur. Brotaþoli sagði að ákærði hefði ekki farið fram úr rúminu heldur reist sig upp í því og gripið svo fast í hana að hún hefði haldið að hann myndi brjóta eitthvað í henni. Nánar aðspurð sagði brotaþoli að ákærði hefði líkl ega farið upp á hnén í rúminu. Síðar greindi brotaþoli frá því að ákærði hefði reist sig upp í rúminu og verið í einhvers konar sitjandi stöðu þegar hann greip í hana. Sjálf hefði hún verið í losti og ekki getað hreyft sig og því ekki hörfað undan árás ákæ rða. Ákærði hefði verið mjög reiður og þetta hefði gerst mjög hratt. Tók brotaþoli fram að hún myndi ekki í smáatriðum hvernig þetta gerðist. Aðspurð sýndi brotaþoli með látbragði hvernig ákærði greip í hana og var það um axlir hennar ofanverðar og yfir vi ðbeinin. 15 Samkvæmt áverkavottorði sáust við skoðun á brotaþola umrædda nótt handa för með hennar. Eins og greinir í héraðsdómi var að kröfu ákærða kvaddur til matsmaður í málinu til að leggja mat á áverka brotaþola samkvæmt ljósmyndum sem lögregla tók af brotaþola skömmu eftir komu á lögreglustöð. Í mats gerð hins dómkvadda matsmanns, F réttarmeinafræðings, kemur fram að fast handtak eða grip geti skilið eftir sig klasa af h ringlaga marblettum, mögulega með fari eftir þumalfingur á gagnstæðri hlið og séu slíkir ningu og mynstur á áverkum brotaþola geti þeir hafa orsakast af föstu taki á báðum upphandleggjum/ öxlum. Þar sem myndirnar sýni ekki framhlið brotaþola sé ekki hægt að greina mögulega gripáverka framan á henni. Þá séu áverkarnir varla sýnilegir á myndunum. Af þessum sökum sé læknisfræðilega ekki unnt að skilgreina áverkana með áreiðanlegum hætti sem dæ migerða upp að einhverju hörðu með óreglulegu mynstri, til dæmis af afli niður í gólf í láréttri stöðu. Tvær samhliða rákir eða línulega marblettir aftan á vinstri öxl væru eftir snertingu við hart eða teygjanlegt, mjótt og langt yfirborð og væru dæmigerðir áverkar eftir högg með priki eða ef slegið hefur verið með opnum lófa. Af litnum á áverkunum að dæma, en í þeim hafi verið farinn að koma fram blámi, taldi matsmaður inn að marblettirnir gætu hafa myndast á bilinu frá því innan við klukkustund og allt að 18 til 24 klukkustundum áður en ljósmyndirnar voru teknar. Marblettirnir gætu ekki hafa myndast á fimm til tíu mínútum, það væri of skammur tími. Ekki færi að örla á b láma í marblettum fyrr en eftir 20 til 30 mínútur. Í niðurstöðu matsgerðarinnar tekur matsmaðurinn fram að vegna þess hversu óskýrar ljósmyndirnar séu og með hliðsjón af því að ekki sjáist framan á brotaþola á myndunum sé ekki hægt að greina á milli þess h vort áverkarnir væru eftir fast handtak eða eftir snertingu við hart yfirborð. Þá er tekið fram í niðurstöðu matsgerðarinnar að af staðsetningu, formgerð og mynstri áverkanna að dæma sé ekki um dæmigerða sjálfsáverka að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sag ði matsmaðurinn að til þess að hægt væri að kveða upp úr um það með vissu hvort um sjálfsáverka væri að ræða eða ekki yrði að ganga úr skugga um hvort brotaþoli næði til þessara staða en það færi eftir því hversu liðug hún væri. 16 Fyrir liggur að brotaþoli fór rakleiðis á lögreglustöð eftir að hún fór af heimilinu og var komin þangað um fimm mínútum síðar. Samkvæmt framburði L lögreglumanns fyrir héraðsdómi var brotaþoli með marbletti aftan á öxlum strax við komu á lögreglustöð og kvaðst hann ekki muna eftir að marblettirnir hefðu breyst sjáanlega á þeim tíma sem brotaþoli var þar. Hann sagði að myndirnar hefðu verið teknar eftir skýrslutöku af brotaþola. Með hliðsjón af framburði lögreglumannsins og niðurstöðu matsgerðarinnar leikur verulegur vafi á því hven ær umræddir áverkar mynduðust og með hvaða hætti. 17 Á meðal gagna málsins eru hljóðupptökur sem ákærði lét lögreglu í té við rannsókn málsins. Hefur brotaþoli staðfest að á upptökunum heyrist hún ræða við foreldra sína á netinu 18. og 19. janúar 2016. Liggu r fyrir þýðing löggilts skjalaþýðanda á því sem þar kemur fram. Hinn 18. janúar 2016 ræddi brotaþoli við foreldra sína meðal annars um yfirvofandi skilnað sinn við ákærða og um ágreining þeirra vegna eignaskipta. Hefur brotaþoli eftir P , vinkonu sinni, að ákærði ætti eftir að koma sér í klandur. Ekki væri hægt að senda hann úr landi þar sem hann væri með vegabréf en hann yrði rekinn úr íbúðinni enda ætti hann það skilið. Síðan glunnar. Og foreldrum sínum frá því að hún væri með frábæran lögmann og að ætlunin væri að taka húsið upp í miskabætur. Þá sagði hún að þetta hefði verið erfitt í byrju n þar sem hún hefði ekki þekkt kerfið og ekki kunnað tungumálið. Nú væri hún ekki hrædd við neitt. Hún kynni að tala, ætti marga vini, kynni á kerfið, hvert ætti að sækja og hvað skyldi gera. 18 Brotaþoli hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á framangreind um orðaskiptum sínum við foreldra sína. Verður ekki annað ráðið af upptökunum en að brotaþoli hafi lagt á ráðin um að kæra ákærða fyrir líkamsárás og fella á hann sök . Með hliðsjón af því, óstöðugum framburði hennar og óljósum lýsingum hennar á árásinni þy kir framburður hennar ótrúverðugur. Er þá einnig litið til þess að hvorki er hægt að slá því föstu að áverkar brotaþola séu eftir fast handtak um axlir hennar né að þeir hafi myndast skömmu áðu r en brotaþoli leitaði til lögreglu og ljósmyndir af áverkunum voru teknar. Framburður ákærða þykir á hinn bóginn trúverðugur. Eins og greinir í 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Eins og atvikum er háttað leikur slíkur vafi á um að atvik hafi verið með þeim hætti sem í ákærulið II greinir að ósannað er í skilningi 1. mgr. 109. gr. sömu laga að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæruliðnum greinir. Ber því að sýkna ákærða af því broti sem honum er þar gefið að sök. 19 Ákærði var í héraðsdómi sakfelldur fyrir brot það sem greinir í ákærulið I og sætir sú niðurstaða ekki endurskoðun Landsréttar. Með hliðsjón af því og atvikum öllum er refsing ákærða hæfi lega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 20 Með hliðsjón af niðurstöðu málsins að því er varðar ákærulið II og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður bótakröfu brotaþola, B , vísað frá dómi. 21 Eins og áður greinir var dómi héraðsdóms áfrýjað eingöngu til endurskoðunar á niðurstöðu hans að því er varðar sekt ákærða og bót akröfu samkvæmt ákærulið II. Kemur einkaréttarkrafa samkvæmt ákærulið I því ekki til skoðunar í málinu. Engu að síður var Helgi Bragason lögmaður skipaður réttargæslumaður beggja brotaþola við meðferð málsins fyrir Landsrétti og lagði hann fram greinargerð af hálfu þeirra beggja. Ber að taka tillit til þess við ákvörðun þóknunar hans. 22 Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað skipaðra verjenda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola við meðferð málsins fyrir héraði verða staðfest. Ákærði greiði 1/3 hluta alls sakarkostnaðar eins og hann var ákveðinn í héraði eða 973.376 krónur. Annar sakakostnaður í héraði og allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og réttargæslumanns br otaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingar er frestað og skal hún falla niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Bótakröfu brotaþola, B , er vísað frá dómi. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað skipaðra verjenda og þóknun skipaðs réttargæslumanns vegna meðferðar málsins fyrir h éraðsdómi eru staðfest. Ákærði greiði 1/3 hluta alls sakarkostnaðar eins og hann var ákveðinn í héraði eða 973.376 krónur . Annar sakarkostnaður í héraði og allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verja nda ákærða, Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, 868.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Helga Bragasonar lögmanns, 295.120 krónur, ásamt ferðakostnaði hans, 67.700 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S - /2016. Mál þetta er höfðað með ákæru útgefinni af Lögreglustjóranum í þann 7. dese mber 2016, á hendur X, kt. fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot psonar síns, vinstra kinnbein og roða á rasskinnar - 2015 - II. fyrir líkamsárás tekið fast um axlir hennar og haldið henni með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á axlir með sjáanlegu handafari. - 2016 - Br ot ákærða samkvæmt I. lið ákæru telst varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Brot ákærða samkvæmt II. lið ákæru telst varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þe ss er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: bætur samtals að fjárhæð kr. 500.000 á samt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi sem var 07.12.2015 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá hefur He greiða brotaþola bætur samtals að fjárhæð kr. 500.000 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi sem var 22.01.2016 en s íðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga um Málið var þingfest 8. desember 2016. Ákærða neitar sök í báðum liðum ákæru og hafnar báðum bótakröfum bótakröfu. Aðal meðferð málsins fór fram 8. nóvember 2017. Af hálfu ákæruvalds eru þær kröfur gerðar sem að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu dómkröfur og í ákæru greinir, en fram hefur verið lögð í málinu bókun um að einkaréttarkrafa A sé gerð fyrir hö nd móður hans, brotaþolans B, vegna ólögráða sonar hennar A. Þá er krafist þóknunar fyrir skipaðan réttargæslumann. Ákærði krefst þess aðallega að vegna fyrri liðar ákæru verði honum dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, en að hann verði sýknaður af hinum sí ðari. Eiginlegar dómkröfur ákærða vegna einkaréttarkrafnanna eru óljósar, en fram hefur komið að hann hafnar þeim báðum og kom fram við munnlegan málflutning að hann telur þær allt of háar. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2 008. Málavextir Ákæruliður I. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu hófst mál þetta með því að mánudagskvöldið 7. desember 2015 brotaþola, B, á lögregl úr vinnu að kvöldi 7. desember hafi hún séð áverka í andliti brotaþola sem ákærði hafi sagt að hafi komið við að hann hafi dottið. Hafi hins vegar brotaþoli sagt að ákær ði hafi slegið hann í andlitið og rassinn. Er haft eftir B í skýrslunni að ákærði hafi viðurkennt fyrir sér að hafa slegið brotaþola í rassinn og hnakkann, en ekki að hafa slegið hann í andlitið. Þá er haft eftir ákærða í frumskýrslu að hann hafi kannast v ið að hafa lagt hendur á brotaþola. Brotaþoli hafi verið að atast í yngri bróður sínum og hafi ákærði ítrekað beðið hann að hætta því, en það endað með því að hann hafi rassskellt brotaþola og tekið um andlit hans með hendinni og einnig slegið hann í hnakk ann. Samskonar framburð gaf ákærði í lögregluskýrslu. Í kjölfar þessa var ákærða brottvísað af heimilinu og honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola í 4 vikur frá og með 10. desember 2015. Tekin var skýrsla í Barnahúsi af brotaþola þann 16. dese mber 2015. Þar lýsti hann því að ákærði skammaði hann og aðspurður hvort ákærði hafi einhvern tíma meitt hann kvað brotaþoli já við því og lýsti því að ákærði setti hendurnar á höfuðið á honum og í andlitið á honum. Hann hefði líka rassskellt hann og hann hafi meitt sig í rassinum. Hann hafi líka meitt sig þegar ákærði hafi gert svona við andlitið á honum. hann hafi haft rauða rák á vinstra kinnbeini um 7 - 8 sm. langa og jafnframt hafi verið 3 fingurstórir blettir á vinstra herðablaði. Fram hafa verið lagðar ljósmyndir af brotaþola þar sem greina má rauða rák vinstra megin í andliti og jafnframt má greina roða á rassi hans. Ákæruliður II. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hófst mál þetta með því að aðfaranótt föstudagsins 22. janúar 2016 kl. 01.22 hringdi ákærði í 112 og kvaðst hræddur um brotaþola sem hafi rokið út af heimili þeirra og farið á bifreið þeirra. Brotaþoli kom á lögreglustöðina sömu nótt kl. 01.25 gr átandi og klædd í náttslopp og úlpu. Er haft eftir henni að ákærði hafi lagt á hana hendur í svefnherbergi þeirra. Hann hafi verið ofan á henni í rúminu og ýtt henni á bakið í rúminu. Hún hafi sagst vera aum í öxlunum og sýnt lögreglu á sér axlirnar og haf i verið roði á þeim og marblettir að koma út að aftan. Í lögregluskýrslu lýsti brotaþoli því jafnframt að ákærði hefði tekið fast um báðar axlir hennar. Í frumskýrslunni eru ljósmyndir af brotaþola sem sýna roða á báðum öxlum hennar. Fór lögregla á heimili brotaþola og ákærða og tók ákærði á móti þeim og kvaðst hann ekki hafa lagt hendur á konu sína. Hann hafi sofið í herberginu þegar hún hafi komið þar inn og brotið kertastjaka sem þar hafi verið á hillu. Hafi hann vaknað við þetta og spurt hvað hún væri a ð gera og hafi hún svo farið út klædd í náttslopp og úlpu, en hann hafi eftir það hringt í 112 þar sem hann hafi haft af henni áhyggjur. Gaf hann áþekkan framburð við skýrslugjöf sína hjá lögreglu. Vegna málsins var ákærða gert að sæta brottvísun af heimil i og nálgunarbanni gagnvart brotaþola í 4 vikur frá og með 30. janúar 2016. Við rannsókn málsins afhenti ákærði lögreglu upptökur af samskiptum brotaþola og foreldra hennar ásamt endurriti á og íslensku. Af þeim virðist mega ráða að brotaþoli hafi lagt á ráðin um að spila tónlist snemma morguns til að trufla svefn ákærða. Jafnframt að brotaþola veitist auðvelt að fá sett nálgunarbann og brottvísun af heimili á ákærða, sem og fleira um þeirra samskipti, en ákærði og brotaþoli hafa staðið í skilnaði og fo rsjárdeilu. Eins og að framan greinir var tekin skýrsla af A í Barnahúsi þann 16. desember 2015. Aftur var tekin af honum skýrsla í Barnahúsi þann 26. febrúar 2016 vegna rannsóknar á þeim sakargiftum sem greinir í II. kafla ákæru. Kom fram að móðir hans og ákærði hafi alltaf verið að rífast um jólin, en ekki kom a.ö.l. neitt fram sem varðaði rannsóknina. Í málinu liggur fyrir áverkavottorð D læknis, dags. 27. mars 2016, þar sem greinir að skv. því sem E afleysingalæknir hafi ritað eftir heimsókn brotaþola á heilsugæslu þann 22. janúar 2016, hafi brotaþoli leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Við skoðun sjáist handarför á öxlum sem samrýmist því að henni hafi verið haldið mjög fast. Aðrir áverkar sjáist ekki. Jafnframt liggur fyrir samskiptaseðill af heilsug æslunni, ritaður af téðum E lækni, þar sem samskonar kemur fram og í vottorðinu. meðferðar vegna barnaverndarþáttar. Við meðferð málsins var, að kröfu ákærða, dó mkvaddur matsmaður F réttarmeinafræðingur til að meta hvort það geti staðist að fjólublátt mar, líkt og sjáist á brotaþola, geti myndast á mjög stuttum tíma og svo hvort áverkar á brotaþola geti samrýmst því að ákærði hafi tekið mjög fast um axlir hennar o g haldið henni. Matsgerð á ensku hefur verið lögð fram en henni fylgir ekki íslensk þýðing. Í niðurstöðukafla matsgerðarinnar segir að eftir ljósmyndum af áverkum brotaþola að dæma, hafi hún fengið áverka eftir eitthvað sljótt eða oddlaust (blunt trauma) á aftanverða upphandleggi eða axlasvæði báðu megin, sem og á efri hluta vinstra herðablaðs. Þá segir að vegna lélegra gæða ljósmyndanna, sem og þess að ekki sjáist á myndunum gagnstæðir hlutar beggja axla og upphandleggja, þá sé ekki unnt að segja til um hv ort áverkar hafi komið við að brotaþola hafi verið haldið fast eða hvort hún hafi fengið þá af snertingu við fast yfirborð. Þá segir að staðsetning áverka, formfræðilegar útlínur þeirra sem og mynstur, séu ekki dæmigerð fyrir áverka sem maður hafi valdið s ér sjálfur. Brotaþoli hafi hlotið alla áverkana stuttu áður en myndirnar hafi verið teknar og geti vel hafa komið þann sama dag og myndirnar hafi verið teknar. Þá hefur verið lögð fram yfirmatsgerð tveggja sálfræðinga vegna forsjárdeilu ákærða og brotaþola , en ekki eru efni til að gera sérstaka grein fyrir efni hennar. Ástæðulaust er að rekja frekar rannsókn málsins. Forsendur og niðurstaða Við aðalmeðferð skýrði ákærði frá því að það kvöld, sem greinir í ákærulið I, hafi hann verið með brotaþola. Veður hafi verið mjög vont og B hafi ekki komist heim úr vinnu vegna þess. Ákærði hafi verið að leika við brotaþola sem hafi líka verið að leika sér í playstation tölvu. Svo seinna hafi verið læti og brotaþoli hafi verið að leika við G yngri bróður sinn. Brotaþ oli hafi venjulega hlustað á sig og tekið mark á honum, en þetta kvöld hafi brotaþoli ekki gert það heldur verið að hræða yngri bróður sinn. Hafi ákærði marg oft sagt brotaþola að hætta þessu. Hafi svo yngri bróðirinn dottið og farið að gráta og hafi þá ha honum að hlusta á sig og gera ekki meira svona við yngri bróður sinn. Hafi brotaþoli þá orðið ró legur en svo hafi hann aftur farið að leika við yngri bróðurinn og þá orðið læti og brotaþoli hafi dottið á bakið. Telji ákærði að þá hafi brotaþoli fengið áverka á baki eða rassi og mögulega líka í andliti. Ákærði hafi líka slegið brotaþola á rassinn með flötum lófa. Þetta hafi ekki verið fast. Ákærði kvaðst líka hafa tekið um andlit brotaþola og það hafi heldur ekki verið svo fast. Ákærði kvað sér líða illa yfir þessu og ekki hafi verið rétt af sér að gera þetta. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa séð áver ka á brotaþola eftir þetta, hvorki andliti né rassi. Ákærði lýsti því að hann teldi að B, móðir brotaþola, hafi lagt honum orð í munn í Barnahúsi. Sérstaklega aðspurður kannaðist ákærði við að hafa tekið um andlit brotaþola og slegið hann í rassinn. Hann h afi ekki slegið í hnakkann á honum heldur frekar svona ýtt. Um framburð sinn hjá lögreglu kvað ákærði það misskilning að hann hafi slegið brotaþola í hnakkann. Vegna ákæruliðar II lýsti ákærði því að þetta kvöld hafi þau verið að leika við barnið. Brot aþol i hafi farið til P vinkonu sinnar, sambýliskonu I lögreglumanns. Hún hafi komið til baka um það bil milli kl. 21 og 22. Þá hafi ákærði verið búinn að koma barninu í háttinn og það verið sofnað. Svo hafi þau horft á bíómynd. Hafi brotaþoli legið í tungusófa og verið í símanum, en ekki að tala samt. Svo hafi myndin klárast og hann farið að sofa, en hún hafi áfram verið í sófanum. Svo hafi hann vaknað og þurft á klósett um kl. 00:30 og farið fram. Þá hafi brotaþoli enn verið í sófanum í símanum. Hann hafi aftu r farið í svefnherbergið og sofnað, en síðustu 3 nætur fyrir þetta hafi brotaþoli verið að trufla svefn hans. Hann hafi svo vaknað upp um kl. 01:00 við að eitthvað hafi dottið í gólfið. Brotaþoli hafi staðið og horft á hann og hann hafi spurt hvað ertu að gera? Hún hafi svo snúist við og farið. Þá hafi hann heyrt bróður sinn koma, en hann hafi gist hjá þeim ásamt konu sinni. Bróðirinn hafi spurt hvað væri í gangi. Hann hafi staðið á fætur og bróðir hans hafi kveikt ljósið og sagt að brotaþoli væri að setja bílinn í gang og hann hafi sjálfur séð það út um gluggann. Brotaþoli hafi ekið burt. Bróðir hans hafi haft af þessu áhyggjur og hvatt hann til að hringja á lögregluna og hann hafi gert það. Ákærði lýsti því að hann hafi ekki valdið áverkum á brotaþola. Tal di ákærði brotaþola hafa sjálf valdið sér þessum áverkum eða fengið vinkonu sína til þess, í þeim tilgangi að fá bætur og leggja líf hans í rúst, m.a. að taka af honum barn þeirra. Kvaðst ákærði hafa strax óskað eftir því við lögreglu að gerð yrði á því ra nnsókn hvort unnt væri að greina hvort hann hefði snert brotaþola umrætt sinn, en því hafi ekki verið sinnt. Það sé enn fremur rangt að brotaþoli hafi verið að sækja hleðslutæki fyrir farsíma í svefnherbergið umrætt sinn. Brotaþoli hafi kært sig fyrir að v era handrukkari eftir þetta, en það hafi verið fellt niður þar sem hann hafi getað sýnt fram á það væri rangt. Vitnið B, móðir brotaþola í ákærulið I og brotaþoli í ákærulið II, fyrrverandi eiginkona ákærða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því vegna ákæruliðar I að 7. desember 2015 hafi hún verið í vinnu og ekki komið heim fyrr en um kl. 21.00 um kvöldið. Þegar hún hafi verið að koma heim þá hafi brotaþoli verið með áverka í andliti. Hún hafi spurt hvað hafi gerst. Hafi brotaþoli sagt að han n hafi dottið. Svo hafi brotaþoli hvíslað að henni að hann hafi ekki dottið heldur hafi ákærði lamið sig. Hún hafi spurt ákærða að þessu og hann hafi svarað að brotaþoli hafi dottið. Hún hafi þá sagt honum hvað brotaþoli hafi sagt sér og hafi þá ákærði sta ðið upp og byrjað að öskra á vitnið og segja brotaþola ljúga þessu. Hún hafi spurt brotaþola hvort ákærði hafi lamið hann meira og hafi þá brotaþoli sýnt henni bak og rass. Hún hafi hringt í P vinkonu sína til að spyrja ráða og hafi hún sagt henni að hafa samband við lögreglu. Vitnið kvaðst hafa séð áverka á andliti brotaþola og á baki hans, eins og eftir fingur. Vitnið staðfesti að hafa tekið myndir af áverkum brotaþola sem liggja fyrir í gögnum málsins. Vitnið kvað ákærða hafa áður beitt brotaþola ofbeldi . Hvað varðar það sem greinir í ákærulið II, þar sem vitnið er brotaþoli, kvað brotaþoli að erfitt ástand hafi verið á heimilinu og ákærði hafi verið að tala um að þau myndu skilja. Hún hafi komið heim á að giska milli kl. 20.30 og 21.00 frá vinkonu sinni. Hún hafi komið barninu í háttinn og sest í sófann í stofunni. Hún hafi verið að hlusta á upptöku í símanum. Hún hafi heyrt að ákærði hafi verið að ljúga einhverju og samtal hans við bróður sinn um brotaþola. Svo hafi ákærði legið í rúmi með ipadinn og hún hafi komið til hans og sagt að núna vissi hún allt. Hafi þá ákærði staðið á fætur og tekið í hana og haldið henni og þá hafi vasi dottið í gólfið og brotnað. Hafi þá bróðir ákærða komið upp og spurt hvað væri í gangi. Hún hafi svo klætt sig í úlpu og stíg vél og hlaupið út. Hún hafi farið inn í herbergið til ákærða til að segja honum að hún vissi hvað væri að gerast af því hún hafi verið búin að heyra áætlanir hans. Ákærði hafi verið vakandi þegar hún hafi komið inn í herbergið. Ákærði hafi staðið á fætur o g tekið um axlir hennar og haldið henni fast. Á meðan hafi hún sjálf staðið. Ákærði hafi hrist hana til. Ákærði hafi haldið henni kannski eina mínútu. Hún hafi ekki sagt neitt á meðan. Hún hafi svo farið niður og þá hafi bróðir ákærða verið í stiganum. Þau hafi ekki átt orðaskipti þá. Hún hafi svo farið út í bíl og til lögreglunnar. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa verið kannski klukkutíma hjá vinkonu sinni fyrr um kvöldið. Aðspurð um upptökuna í símanum sínum, sem hún hafi hlustað á, kvað brotaþoli að hún hey rðist illa og þyrfti að hlusta á hana nokkrum sinnum til að átta sig á henni. Brotaþoli staðfesti rödd sína á hljóðupptökum í málinu. Brotaþoli neitaði að hafa sjálf valdið sér þeim áverkum sem lýst er í ákærunni. dóminn við aðalmeðferð. Vegna ákæruliðar I kom fram hjá henni að barnavernd hafi borist tilkynning 8. desember 2015 um ofbeldi gegn brotaþolanum A. Lýsti hún því m.a. að eftir að nálgunarbann hafi verið fellt úr gildi í desember 2015 hafi verið gerð meðfer ðaráætlun sem hafi m.a. falið í sér að ákærði myndi ekki beita ofbeldi. Ákærði hafi lítt farið eftir þeim þætti meðferðaráætlunarinnar að sækja sálfræðitíma. Fulltrúar barnaverndar hafi rætt við brotaþola eftir að hann hafi farið í Barnahús og hann hafi þá greint frá því að sér hafi ekki þótt gott að fá ákærða aftur inn á heimilið. Hafi hann ekki greint frá neinu ofbeldi, en miklu rifrildi og hávaða og hafi jafnframt komið fram hjá honum að hann væri ánægður með að móðir hans væri nú ein með hann og yngri b róður hans. Vegna ákæruliðar II kvað vitnið að brotaþoli hafi haft samband daginn eftir þá atburði sem greinir í þessum ákærulið. Brotaþola hafi liðið illa og verið hrædd. Vitnið K bróðir ákærða kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að kvöldið sem lýst er í ákærulið II hafi hann verið í stofunni að horfa á sjónvarpið ásamt konu sinni, ákærða og brotaþola en hún hafi verið með heyrnartæki að hlusta á eitthvað í símanum. Kringum miðnætti hafi allir farið að hátta. Hafi vitnið verið á neðri hæðinn i. Svo hafi vitnið heyrt læti uppi og eitthvað hafi dottið á gólfið. Hann hafi heyrt þetta ásamt konu sinni en þau hafi ekki verið sofnuð. Svo hafi vitnið farið upp og séð að dyr að svefnherbergi ákærða hafi staðið opnar og séð að brotaþoli hafi verið að f ara út úr svefnherberginu. Hafi vitnið spurt brotaþola hvað væri að gerast. Hún hafi gengið fram og niður og ekki svarað nema hugsanlega sagt eitthvað sem hann hafi ekki heyrt. Vitnið hafi séð eitthvað brotið á svefnherbergisgólfinu og hafi ákærði setið á rúminu eins og hann væri nývaknaður. Þegar vitnið hafi kveikt ljósið í herbergi ákærða hafi ákærði sest upp. Hafi ákærði sagt að hann vissi ekki hvað væri að gerast. Hafi komið fram hjá ákærða að brotaþoli hafi komið inn og brotið vasa. Svo hafi vitnið sag t ákærða að hringja á lögregluna þar sem andlit brotaþola hafi verið líkt og steinrunnið. Vitnið hafi séð brotaþola klæða sig í slopp og úlpu og fara út. Hafi vitninu fundist eins og ekki væri allt í lagi með brotaþola, en honum hafi fundist þetta vegna þe ss að hún hafi ekki svarað honum. Hafi svo ákærði hringt í lögreglu sem hafi komið eftir smá stund. Hafi svo ákærði farið með lögreglunni. Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða taka um axlir brotaþola. Ekki hafi hann heldur heyrt öskur eða neinn kve inka sér. Vitnið F réttarmeinafræðingur gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa fengið myndir af brotaþola þar sem hafi sést marblettir á vinstri upphandlegg, vinstra axlarsvæði og aftan til á hægri upphandlegg, en að auki hafi ve rið tvöfaldir línulaga marblettir, þ.e. tvær samhliða línur aftan til vinstra megin ofarlega á axlarsvæði. Þessi marblettir hafi allir verið komnir til af flatarmálsmikilli ákomu, þ.e. óskarpri ákomu. Vandinn við að túlka þetta hafi verið vegna þess að myn dirnar hafi verið frekar lélegar og ekki verið á þeim neinn skali eða mælikvarði. Hafi því verið takmarkaður möguleiki á að gera ákveðið mat á myndunum. Þessi merki gætu hafa komið til af hörðu handargripi um axlarsvæðin. Tvöföldu línulaga marblettirnir á vinstra axlarsvæðinu séu dæmigerðir fyrir annað hvort slátt með flötum lófa eða mjóum hlut, eða snertingu við slíkan hlut s.s. við að falla á eða vera ýtt á slíkan hlut. Allir áverkarnir hafi orðið mjög nálægt þeim tíma sem myndirnar hafi verið teknar og h efðu getað orðið á sama degi. Að virtri lögun marblettanna þá sé þetta ekki dæmigert fyrir meiðsl sem viðkomandi valdi sjálfur. Tímaramminn sé þannig að mögulegt sé að áverkarnir hafi komið til innan klukkustundar áður en myndirnar hafi verið teknar, en hi nn endi tímarammans sé þannig að mögulegt sé að áverkarnir hafi orðið 18 24 klukkustundum áður en myndirnar hafi verið teknar, en ekki hafi sést grænn eða gulur litur á marblettunum. Ekki sé hægt að þrengja þetta frekar. Hið fyrsta sé lágmarkstími og hið síðara sé hámark. Ekki sé mögulegt að marblettirnir hafi orðið á 5 - 10 mínútum fyrir myndatökuna en það taki nokkra stund fyrir þá að myndast og það örli á bláum lit á marblettunum og hann komi ekki fram fyrr en eftir 20 30 mínútur. Myndirnar séu hins ve gar ekki sérlega skýrar. Fimm mínútur séu of lítið en til að segja frekar þá þyrfti skýrari myndir. Ekkert á myndunum bendi til þess að viðkomandi hafi valdið þessum áverkum sjálf. Áverkarnir séu óreglulegir að lögun og mismunandi ákveðnir, t.d. séu þeir m eira áberandi á hægri öxl en á þeirri vinstri sem mæli gegn því að hún hafi sjálf valdið þessu, en til að fullyrða um þetta þyrfti að kanna hvort viðkomandi gæti sjálf náð til þessara staða á líkamanum, þ.e. hversu liðug hún sé. Vitnið L lögreglumaður gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð vegna ákæruliðar II og lýsti því að þegar brotaþoli hafi komið á lögreglustöð hafi hún verið í náttslopp og úlpu og sagst hafa orðið fyrir líkamsárás. Hún hafi verið grátandi og með áverka sem gæti hafa verið eftir fingu r. Áverkarnir hafi verið aftan á öxlum. Hún hafi verið með marbletti strax þegar hún hafi komið. Vitnið hafi tekið myndir af áverkum og það hafi verið gert fljótlega eftir komu hennar á lögreglustöð í lok skýrslutökunnar. Ekki gat vitnið fullyrt hve langur tími hafi liðið frá komu hennar á lögreglustöð þangað til myndirnar hafi verið teknar. Skýrsla hafi verið tekin strax eftir komu hennar á lögreglustöð. Ekki mundi vitnið eftir að marblettirnir hafi breyst sjáanlega á þeim tíma sem brotaþoli hafi verið á l ögreglustöð. Vitnið H, mágkona ákærða, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð vegna ákæruliðar II og bar að á kvöldmatartíma hafi brotaþoli ekki borðað og ekki heldur viljað taka þátt í einhverju spili eða leik með öðrum. Brotaþoli hafi virst vera stress uð. Brotaþoli hafi farið með barnið í svefnherbergi. Svo hafi brotaþoli farið eitthvað. Svo hafi þau verið að tala saman og horfa á sjónvarp. Hún hafi heyrt eitthvað detta í gólfið. Svo hafi brotaþoli hlaupið niður og bróðir ákærða farið upp stigann og han n spurt brotaþola hvað hafi gerst og hún engu svarað. Hafi brotaþoli klætt sig og farið út. Vitnið hafi klætt sig og farið upp og þá hafi bróðir ákærða kveikt ljós í herbergi ákærða. Hún hafi spurt ákærða hvað hafi gerst en hann ekki vitað það þar sem hann hafi verið sofandi. Bróðir ákærða hafi talað um að hringja í lögregluna. Svo hafi lögreglan komið og ákærði þurft að fara með þeim vegna ásakana frá brotaþola. Vitnið hafi verið gestkomandi hjá ákærða ásamt manni sínum. Brotaþoli hafi ekki verið heima all t kvöldið heldur farið eitthvað út og komið aftur. Vitnið kvað sér hafa virst brotaþoli vera róleg um kvöldið. Vitnið kvaðst ekki hafa getað séð það á andliti brotaþola að hún hafi orðið fyrir árás eða áfalli. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða taka um axl ir brotaþola umrætt sinn. Hún hafi verið í herbergi sínu. Vitnið M lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna beggja ákæruliða og staðfesti að hafa tekið skýrslur í málunum og aflað gagna. Skýrslur af ákærða hafi farið fram á íslensku og einhverj u leyti á ensku, en hann tali ágæta íslensku og skilji hana. Vegna ákæruliðar I kvað vitnið að sig minnti að ákærði hafi sagst hafa slegið brotaþola í rassinn, hnakkann og tekið um andlitið á honum með annarri hendinni. Mar hafi komið eftir þetta og að ákæ rða hafi þótt þetta leitt. Vegna ákæruliðar II kannaðist vitnið við að brotaþoli hafi leitað til lögreglu vegna framkomu ákærða dagana fyrir atburðinn. Hún hafi óttast að ákærði hygðist skilja við hana og þá fengi hún ekki íslenskt ríkisfang og hann myndi sölsa undir sig allar sameiginlegar eignir þeirra. Vitnið N kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar II og bar um að hafa farið með lögreglumanninum Q heim til ákærða umrætt kvöld. Það hafi verið sjálfsagt af hálfu ákærða að koma með þeim á lögreglustöð. Vitnið hafi ekki séð brotaþola umrætt sinn. Ekki mundi vitnið hvort glerbrot eða annað hafi verið á gólfi heima hjá ákærða. Vitnið E læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð vegna ákæruliðar II og kannaðist við að ritað vottorð um það. Brotaþoli hafi haft yfirborðsáverka og mar, sérstakleg a á öxl hafi verið marblettir sem samræmdust því að tekið hafi verið og haldið harkalega. Marblettirnir og dreifing þeirra hafi passað við að hendi hefði verið haldið að húðinni. Það hafi verið far eftir fingurna yfir axlirnar. Ekki mundi vitnið sérstakleg a eftir að áverkar hafi verið framan á öxlum. Þetta hafi verið að degi til, daginn eftir atburðinn. Eitthvað annað hafi getað orsakað marblettina, en þeir samræmist þó ágætlega því að fast hafi verið gripið og haldið í hana. Til að mynda hefðu svona marble ttir ekki komið við að detta á öxlina. Vitnið C læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð vegna ákæruliðar I og kvaðst muna vel að bl etti á herðablaði. Brotaþoli hafi verið í nærbuxum og allur líkaminn skoðaður, en ekki mundi vitnið hvort rassinn hafi verið skoðaður, en þar hafi þó ekki verið neinir stórir áverkar. Hvað varðar ákærulið I þá liggja fyrir myndir af brotaþola sem sý na þá áverka sem lýst er í ákærunni. Brotaþoli hefur lýst því í Barnahúsi að ákærði hafi rassskellt hann og tekið fast um andlit hans, sem og sett hendur á höfuð hans. Að verulegu leyti fær þetta stoð í framburði ákærða hjá lögreglu. Þá liggur fyrir læknis vottorð og framburður C læknis um áverka, þó hann hafi reyndar ekki lýst áverkum á rassi, en þeir sjást á ljósmynd. Ákærði hefur sjálfur borið um það fyrir dómi að hafa slegið brotaþola á rassinn og tekið um andlit hans, sem og að hafa Þá hefur vitnið B, móðir brotaþola, lýst því fyrir dóminum að brotaþoli hafi þetta kvöld sagt sér að ákærði hafi lamið sig. Er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákærulið I sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hvað varðar ákærulið II þá liggja fyrir ljósmyndir sem sýna þá áverka á brotaþola sem lýst er í ákæru. Hefur verið lagt fram vottorð læknis um áverkana og hefur vitnið E lýst þeim fyrir dóminum eins og áður greinir, en hann kveður þá samrýmast því að fast hafi verið gripið og haldið um axlir brotaþola, líkt og hún hefur sjálf borið um. Brotaþoli hefur lýst því fyrir dóminum hvernig ákærði hafi greint sinn gripið um axlir hennar og haldið fast. Þá hefur það komið fram að brotaþoli hafi í kjölfarið farið burt af heimilinu, íklædd náttslopp og úlpu, og í framhaldinu komið grátandi á lögreglustöð, en fyrir liggur að þá bar hún áverkana og liggur ekki annað fyrir en að hún hafi farið beina leið frá heimilinu og á lögreglustöði na. Ekki kemur að mati dómsins til álita að aðrir á heimilinu en ákærði hafi valdið þeim áverkum sem upplýst er að brotaþoli var með við komu á lögreglustöð. Upplýst er að ákærði og brotaþoli voru ein í svefnherberginu um stund, áður en bróðir ákærða kom þ angað. Eru ekki aðrir til frásagnar um hvað gerðist þar inni, nema þau sjálf. Ákærði hefur lýst því að hann telji að brotaþoli hafi sjálf valdið sér þessum áverkum, eða þá að hún hafi fengið vinkonu sína til þess. Ákærði freistaði þess að renna stoðum undi r þessa málsvörn sína með því að fá dómkvaddan matsmann, en það gekk ekki eftir og bar matsmaðurinn F að áverkarnir séu einmitt ekki dæmigerðir sjálfsáverkar. Þá þykir tímaramminn í málinu geta staðist að virtum framburði matsmannsins. Ekki hefur neitt ann að komið fram um að brotaþoli hafi sjálf valdið þessum áverkum, en sérstaklega ber að nefna í því samhengi að í upprituðum samtölum sem liggja fyrir í málinu kemur ekkert slíkt fram þó vissulega komi fram að ástandið á milli ákærða og brotaþola hafi verið slæmt. Þá kemur að nokkru leyti fram í framburði vitnanna K og H að ástand brotaþola, þegar hún fór af heimilinu umrætt sinn, hafi ekki verið með öllu eðlilegt, enda liggur fyrir að ákærði hringdi á 112 vegna þess, að ráði bróður síns. Að virtu öllu framan sögðu þykir vera hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefu r ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að líta til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en jafnframt verður litið til 3. mgr. 70. gr. laganna. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga, e n fresta ber fullnustu hennar og skal refsingin falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með brotum sínum hefur ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart báðum brotaþolum, en ótvírætt verður að telja að í háttsemi hans gagnvart þeim hvorum um sig felist ólögmæt meingerð í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði hvorum brotaþola fyrir sig kr. 150.000 í miskabætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, en útlagður sakarkostnaður skv. sakarkostnaðaryfirlitum er kr. 977.948, en þar frá ber að draga kostnað vegna þýðingar kr. 62.144 og kr. 34.264, og verður þannig útlagður kostnaður kr. 881.540. Þá ber ákærða að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Auðar Bjargar Jónsdóttur hrl., sem alls eru ákveðin kr. 1.106.700 að virðisaukaskatti meðtöldum. Þá ber ákærða að greiða útlagðan kostnað og ferðakostnað verjandans, að frátöldu pó stburðargjaldi sem telst vera almennur kostnaður við rekstur lögmannsstofu, alls kr. 56.448 og hefur þá póstburðargjaldið verið frá dregið. Þá ber ákærða að greiða þóknun fyrri skipaðs verjanda síns, Anítu Óðinsdóttur hdl., alls kr. 295.740 að meðtöldum vi rðisaukaskatti. Jafnframt ber ákærða að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns beggja brotaþola, alls kr. 579.700 að virðisaukaskatti meðtöldum, en þar af eru kr. 263.500 vegna brotaþolans A og kr. 316.200 vegna brotaþolans B. Sigurður G. Gíslason héraðsd ómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, X, sæti fangelsi í 60 daga. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði B, vegna ó lögráða sonar hennar, A, miskabætur kr. 150.000 með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. desember 2015 til 2. júní 2016, en með dráttarvöxtum skv. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B miskabætur kr. 150.000 m eð vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. janúar 2016 til 2. júní 2016, en með dráttarvöxtum skv. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, alls kr. 2.920.128, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Auðar Bjargar Jónsdóttur hrl., kr. 1.106.700, auk útlagðs kostnaðar og ferðakostnaðar verjandans, kr. 56.448, ásamt þóknun fyrri skipaðs verjanda síns Anítu Óðinsdóttur hdl., kr. 295.740, ásamt þóknun skipaðs réttargæslumanns beggja brotaþo la, Helga Bragasonar hrl., kr. 579.700.