LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 21. maí 2021. Mál nr. 59/2020 : Ákæruvaldið (Einar Tryggvason saksóknari ) gegn Kristján i Einar i Sigurbjörnss y n i (Gísli Tryggvason lögmaður , Ómar R. Valdimarsson lögmaður, 4. prófmál ) ( Björgvin Þórðarson, lögmaður brotaþola) Lykilorð Líkamsárás. Ásetningur. Sýkna. Útdráttur K var sakfelldur í héraðsdómi fyrir líkamsárás, sbr. 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa ýtt við A þannig að hún féll í götuna með nánar tilgreindum afleiðingum, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa í tvígang haft í vörslum sínum samtals 0,29 g af kókaíni og fyrir vopnalagabrot, með því að hafa borið vasahníf á almannafæri. Fyrir héraðsdómi játaði K framangreind fíkniefna - og vopnalagabrot en áfrýjaði málinu t il Landsréttar til endurskoðunar á sakfellingu hans fyrir líkamsárás. Í dómi Landsréttar kom fram að ákæruvaldinu hefði ekki tekist, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að færa sönnur á að K hefði haft ásetning til líkamsárásar í samræmi við fyrrnefnt á kvæði og var hann því sýknaður af broti gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Í samræmi við 2. mgr. 76. gr. laga nr. 88/2008 var einkaréttarkröfu A vísað frá dómi. Þá var litið til þess að með dómi héraðsdóms í mars sl. var K gert að sæta fangelsi í sex mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í tveimur tilvikum. Með hliðsjón af 78., sbr. 77. gr., almennra hegningarlaga bæri því að dæma honum hegningarauka og var honum þannig ekki gerð frekari refsing fyri r framangreind fíkniefna - og vopnalagabrot. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. janúar 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2019 í málinu nr. S - [...] /2019 . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og um upptök u fíkniefna og vasahnífs og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af 1. lið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 28. maí 2019 en til vara að honum verði ekki gerð refsing í málinu. Að því frágengnu krefst ákærði þess að refsing hans verði milduð en að ákvörðun um skilorð verði látin standa óbrey tt. Þá krefst hann þess aðallega að skaðabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. 4 Brotaþoli, A, krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 749.638 krónur í skaða - og miskabætur með nánar tilgreindum vö xtum. Til vara krefst brotaþoli staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar úr hendi ákærða vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Fyrir héraðsdómi játaði ákærði fíkniefnalagabrot sem honum er gefið að sök í 2 . lið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni 28. maí 2019, og fíkniefna - og vopnalagabrot sem honum er gefið að sök í 3. lið sömu ákæru. Er sakfelling fyrir þessi brot hans ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. 6 Með hinum áfrýjaða dómi va r ákærði jafnframt sakfelldur samkvæmt 1. lið ákæru fyrir líkamsárás með því að hafa á tilgreindum degi utandyra við Hafnarstræti í Reykjavík ýtt brotaþola þannig að hún féll í götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á fjarenda vinstri sveifar og óti lfært þverbrot fremst á ölnarbeini vinstri handleggs. Ákærði var á hinn bóginn sýknaður af þeim hluta verknaðarlýsingar ákæru að hann hefði hlaupið á brotaþola. 7 Ákærði gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og neitaði sök. Hann greindi frá því að brotaþoli hefði gen gið í veg fyrir hann en neitaði því að hafa ýtt við brotaþola. Sagði ákærði að hann hefði verið að hlaupa á eftir þáverandi kærustu sinni eftir að hafa gert sér upp flogakast til að reyna að ná athygli hennar. Hann hefði verið ölvaður og ekki haft ásetning til að ráðast á brotaþola. Í skýrslu hjá lögreglu neitaði ákærði því að hafa ýtt a. eða ýtt við henni. 8 Brotaþoli lýsti því fyrir héraðsdómi að ákærði hefði legið á jörðinni og virst vera í D eins og hann ætlaði að ráðast á hana. Kvaðst brotaþoli hafa fengið flight viðbrögð og bara svona labba að honum og hann hleypur í gegnum mig og svona k í veg fyrir ákærða og gerði ráð fyrir að hann myndi hægja á sér eða stoppa. Sagði brotaþoli ði 3 brotaþoli að vinkona hennar hefði hlaupið fram hjá henni og ákærði á eftir henni. hald ið áfram á eftir vinkonu brotaþola. Hefði brotaþoli kastast aftur á bak við það að ákærði hljóp á hana og hafi hún fallið á gangstéttina og lent á rassinum en náð að bera hendurnar að einhverju leyti fyrir sig. 9 Í framburði vitnisins D fyrir héraðsdómi kom fram að ákærði hefði elt vitnið í umrætt sinn og hefði brotaþoli séð það. Hefði ákærði gripið um úlnlið brotaþola, án þess að vitnið myndi hvorum megin, og hrint henni frá sér. Allt hefði þetta gerst hratt og sagði vitnið ákærða hafa stefnt í áttina að sé r en brotaþoli hefði ætlað að koma á milli þeirra. Kvaðst vitnið hafa séð brotaþola hlaupa á milli þegar ákærði stefndi á vitnið. Sagði til mín. Það var ekki eins og ha C , vinkona brotaþola, bar um það fyrir héraðsdómi að ákærði hefði hrint brotaþola mjög harkalega aftur á bak. Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði ekki snert ákærða þegar hún gekk í veg fyrir hann til þess að stoppa hann á hlaupunum en hefði kallað til hans að hætta og stoppa. Aðspurð hvort ákærði hefði hlaupið á brotaþola svaraði vitnið að ákærði hefði verið á hlaupum og þetta hefði verið mikill kraftur. Hefði brotaþoli henst aftur fyrir sig. 10 Ætlað brot ákærða er talið v arða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það er skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt því ákvæði að sá, sem borinn er sökum, hafi haft ásetning til að ráðast á þann, sem talinn er hafa orðið fyrir árás, og valda honum líkamstjóni, sbr. 18. g r. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um atvik sem telja má sakborningi í óhag á ákæruvaldinu. Ger ð er sú krafa að komin sé fram í máli nægileg sönnun, sem ekki verði vefe ngd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt sakbornings. 11 Eins og fram er komið ber b rotaþola og framangreindum vitnum saman um að hún hafi stigið í veg fyrir ákærða þegar þeim virtist hann elt a vitnið D af vettvangi. Brotaþola og vitninu C ber jafnframt saman um að ákærði hafi þá verið á hlaupum og samræmist það einnig framburði ákærða. Verður það lagt til grundvallar, þrátt fyrir að framburður vitnisins D sé á annan veg um það atriði. Þá verður að líta til þess að br otaþoli ber auk þess um að ákærði hafi sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni. Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi tekist , svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að færa sönnur á að ákærði hafi haft ásetning til þeirrar líkamsárás ar gegn brotaþola sem ákært 4 er fyrir í 1. lið ákæru málsins. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins hvað þann lið varðar. 12 Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars 2021 í máli nr. S - 848/2021 var ákærða gert að sæta fangelsi í sex mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í tveimur tilvikum . Í 78. gr. almennra hegning arlaga segir að verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, uppvís að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skuli dæma honum hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði v erið um öll brotin í fyrra málinu. Ber því samkvæmt 78. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga að dæma honum hegningarauka. Að þessu virtu verður ákærða ekki gerð frekari refsing fyrir þá háttsemi sem um getur í 2. og 3. lið ákæru. 13 Samkvæmt 2. mgr. 176 . gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. 14 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi verður felldur á ríkissjóð. 15 Ákvæði héraðsdóms um upptöku fíkniefna og vasahnífs er ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti og stendur það óraskað. 16 Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærða, lögmannanna Stefáns Karls Kristjánssonar og Gísla Tryggvasonar, sem ákveðin verða að teknu tilliti til virðisaukaskatts eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærða, Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, er ekki gerð frekari refsing. Einkaréttarkröfu A er vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins greiði st úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 353.400 krónur og Gísla Tryggvasonar lögmanns, 188.480 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2019 I. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 26. nóvember 2019, var höfðað með ákæru lögreglu stjórans á höfuð - borgarsvæðinu, dags. 28. maí sama ár, á hendur Kristjáni Einari Sigur björns syni, kt. [...] , [...] , [...] hegningar - , fíkniefna - og vopna laga brot sem hér segir: 5 1. Líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 29. október 2016, utandyra við Hafnar stræti í Reykjavík, hlaupið á A, kt. [...] [,] og ýtt henni þannig að hún féll í götuna, með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á fjarenda vinstri sveifar og óti lfært þverbrot fremst á ölnarbeini vinstri handleggs. [Mál nr. 007 - 2016 - [...] ] Telst [þetta] varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 23. júní 2018, haft í vörslum [sín um] 0,26 g af kókaíni sem ákærði geymdi í buxnavasa og lögregla fann við leit í kjöl far afskipta á tjald stæði við Laugardal í Reykjavík. [Mál nr. 007 - 2018 - [...] ] Telst [þetta] varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lö g nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. 3. Fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 29. júlí 2018, haft í vörslum sínum [0,23] g af k ókaíni sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu á tjaldstæði vestan við Norðausturveg á Húsavík og í umrætt sinn borið vasahníf á almannafæri sem ákærði geymdi í úlpuvasa og lögregla fann við leit. [Mál nr. 316 - 2018 - [...] ] Telst [þetta] varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn aðar. Þá er krafist upptöku á framangreindum [0,49] g af kókaíni samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. m gr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og á vasahníf sam kvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Í þinghaldi 11. nóvember 2019 gerði ákæruvaldið leiðréttingu á mæligildi kókaíns í ákærulið nr. 3, auk leiðréttingar á mæligildi í upptökukröfu vegna sama efnis. Í þinghaldi 26. nóvember 2019 lagði lögmaður brotaþola fram leiðrétta og endanlega einka - björnsson, kt. [...] , verði dæmdur til að greiða A [749.638 krónur] í skaða - og miska bætur. Jafnframt er krafist 4,5% vaxta sam kvæmt 16. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993 af [70.300 krónum] frá 29. október 2016 og þar til einn mánuður er liðinn frá því bótakrafan var birt ákærða, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 [um vexti og verðtryggingu], af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðslu dags, allt í samræmi við 9. gr. sömu laga. Þá er krafist almennra skaða bóta vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 [...] af [650.000 krónum ] frá 29. októ ber 2016 til 13. nóvember 2016 en af [669.772 krónum] frá 13. nóvember 2016 til 28. nóvember 2016 og af [679.338 krónum] frá þeim degi til þess dags er mánuður er lið inn frá því bótakrafan var birt ákærða, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001, af allri fjár hæð inni frá þeim degi til greiðsludags, allt í samræmi við 9. gr. sömu laga. Auk þess er gerð krafa um að brota þoli fái greiddan kostnað vegna lögmanns aðstoðar að fjárhæð [399.500 krónur], auk virðis 6 S ækjandi gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru, að teknu tilliti til framan greindrar leiðréttingar á upptökukröfu. Ákærði neitar sök samkvæmt 1. ákærulið en játar sök sam kvæmt 2. og 3. ákærulið og samþykkir kröfu um upptöku á haldlögðum fíkni efnum og v asa hníf. Ákærði krefst sýknu af ákærulið nr. 1 en vægustu refsingar vegna ákæru liða nr. 2 og 3. Varðandi einka réttar kröfu þá krefst ákærði þess aðallega að henni verði vísað frá dómi en til vara að hún verði stórlega lækkuð. Þá krefst ákærði hæfilegr a málsvarnar launa skipaðs verjanda síns og að þau greiðist úr ríkis sjóði. Lögmaður bótakrefjanda gerir sömu dómkröfur og greinir í endanlegri einka réttar kröfu. II. Málsatvik: Samkvæmt frumskýrslu, dags. 29. október 2016, var óskað eftir aðstoð lög reglu í Hafnar stræti í Reykjavík kl. 02:04 aðfaranótt sama dags vegna manns með skerta með vitund. Sjúkra flutningamenn voru einnig sendir af stað með sjúkrabifreið og voru þeir komnir á staðinn á undan lögreglu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var þe im tjáð af sjúkra flutningamönnum að ákærði hefði verið að gera sér upp flogakast. Þá hefði ákærði hlaupið í burtu þegar honum var synjað um akstur með sjúkrabifreið í fylgd með kærustu. Við frekara eftirlit urðu lögreglumenn þess áskynja að ákærði var ítrekað að gera sér upp flogakast í nágrenni við Dómhúsið á Lækjartorgi. Þegar vegfarendur ætluðu að koma til aðstoðar virtist ákærði svara því með því að ýta og slá frá sér. Lögreglumenn misstu sjónar á ákærða en stuttu síðar var tilkynnt um hann í nágren n inu og að það blæddi úr hon um. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndist ákærði vera liggjandi á jörðinni að gera sér upp floga kast. Hann virtist koma strax til meðvit undar við afskipti lögreglu og sagði að allt væri í lagi. Lögreglumenn báðu ákærða um að láta af hegðun sinni og yfir gefa staðinn. Stuttu síðar þegar lögreglumenn hugðust fara af svæðinu kom vegfarandi til þeirra með upplýsingar um að ákærði væri að veitast að fólki í nágrenninu. Þegar lögreglu menn nálg uðust ákærða fyrir utan Dómhú sið reyndist hann vera að ýta við fólki. Ákærði var þá hand tekinn og færður á lögreglustöð. Hann var sjáanlega ölvaður, mjög ör í tali og hreyf ing um og sjáöldur hans voru útvíkkuð. Þá virtist hann eiga erfitt með að einbeita sér og gleyma jafnóðum því sem sagt var við hann. Ákærði var látinn laus sömu nótt kl. 03:03 eftir samtal við varðstjóra. Brotaþoli, A, mætti 2. nóv ember 2016 á lögreglustöðina við Hverfisgötu og lagði fram kæru vegna líkamsárásar aðfaranótt 29. október sama ár í Hafnarstræti í Reykjavík. Greindi hún frá atvikum umrædda nótt sem gátu pass að við framan greind atvik varðandi handtöku ákærða o.fl. Jafnframt lýsti hún því hvernig meint líkamsárás hefði átt sér stað, hver við brögð hennar hefðu verið og síðar hvernig meiðsli h ennar hefðu ágerst og hún leitað á slysa deild. Samkvæmt vottorði B læknis, dags. 16. janúar 2017, leitaði brota þoli umrædda nótt kl. 04:28 á slysadeild Landspítalans, hún var slösuð, með hendi í fatla og af lagaðan vinstri úlnlið. Við röntgenmyndatöku hafi brot greinst í fyrr greind um úln liði og hún fengið gipsspelku. Brotaþoli hafi komið í tvígang í eftirlit á göngu deild, dag ana 7. og 28. nóv ember 2016. Í niðurstöðu vottorðs greinir að brota þoli hafi fengið brot á vinstri fjarenda á sveifarbeini . Brotið hafi verið rétt af og gipsað. Það hafi gróið eðlilega í góðum skorð um og hún verið með gips í fjórar vikur og talið að hún næði sér vel á næstu þremur til fjór um vikum eftir að gips væri tekið af. Þessu til viðbótar hafi brota þoli verið með ver ki í hálsi og hægri ökkla sem bentu til vægrar tognunar og ættu að hafa lagast á næstu þremur til fjórum vikum. Með bréfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. nóvember 2016, var brota þola gefinn kostur á því að leggja fram einkaréttarkr öfu, sbr. XXVI. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Einkaréttarkrafa, ásamt fylgiskjölum, dags. 22. maí 2017, barst til lög reglu stjór a 26. sama mánaðar. Við lögreglurannsókn gaf ákærði skýrslu með réttarstöðu sakbornings 8. júní 2017. Tekin var skýrsla 13. júní sama ár, sím leiðis, af vitninu C, vin konu brota þola. Þessu til við bótar var tekin skýrsla 20. sama mánaðar af vitninu D, vinkonu brota þola. Verkn aðarlýsing samkvæmt ákæruliðum nr. 2 og 3 er ágreiningslaus og ákærði játar sök veg na þeirra ákæruliða. Að því virtu er skírskotað til ákæru um lýsingu á þeim máls atvik um, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008. 7 III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði lýsti atvikum með þeim hætti að hann hefði verið að skemmta sér með þá verandi kærustu sinni umrædda nótt í miðborginni. Hann hefði verið að gera sér upp floga veikis köst o.fl. Til skýringar á þeirri háttsemi tók ákærði fram að hann hefði verið að reyna að ná athygli kær ustunnar. Hann hefði verið haldinn athyglis sýki. Þau hefðu verið á göngu en hún komin á undan honum. Lögregla hefði haft afskipti af honum um nóttina og hand tekið hann á Lækjar torgi þar sem hann var búinn að haga sér illa. Ákærði myndi ekki eftir því að neinn nema lögregla hefði rætt við hann um rædda nótt vegna hinn a uppgerðu veikinda o.fl. Ákærði hefði verið ölvaður og myndi ekki vel eftir atvikum varðandi brota þola. Á kærði myndi eftir því að hafa verið að hlaupa á eftir kærustunni sinni en hann hefði haft áhyggjur af henni. Ákærði myndi ekki eftir því að haf a hlaupið á brotaþola eða ýtt við henni. Hann myndi hins vegar eftir því að brotaþoli hefði gengið í veg fyrir hann. Nánar að spurður um það gaf ákærði þá lýsingu að hann hefði verið að hlaupa á eftir kær ustu sinni en síðan myndi hann ekkert eftir hvað gerðist eftir það. Honum hefði hins vegar verið sagt af lögreglu að hann hefði hlaupið á brotaþola eða hún gengið í veg fyrir hann. Hann sjálfur myndi hins vegar ekkert eftir því en að hann rámaði samt í það. Þá myndi ákærði ekki eftir því að hafa séð bro taþola detta á jörðina. Ákærði hefði ekki haft neinn ásetn ing um að ráðast á brotaþola eða vin konur hennar. Ákærði hefði fyrst fengið að vita um meinta líkamsárás um sjö mán uð um síðar þegar hann var boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Ákærði kanna ðist við fram burð sinn hjá lög reglu um að hann hefði ýtt fólki frá sér til að halda sínu persónu lega svæði. Ákærði tók hins vegar fram til skýringar að hann hefði verið að halda fólki frá sér en til gangur inn með því hefði ekki verið að valda neinum líkam legum áverk um. 2. Brotaþoli, A, lýsti atvikum með þeim hætti að hún ásamt fleirum hefði verið á gangi í miðborginni. Þau hefðu gengið fram á mann sem hefði legið á jörðinni í Hafnarstræti og virst vera í flogakasti. Þau hefðu hringt eftir neyðar aðstoð og beðið eftir að sjúkrabifreið kæmi á staðinn. Á meðan hefði maðurinn ýmist verið að standa upp eða hrökklast niður og þau hefðu haft áhyggjur af honum. Lögregla hefði komið á staðinn en þá hefði maðurinn skyndi lega risið á fætur og ekkert virst ama að honum. Brotaþoli hefði spurt lögreglu hvort ekki ekki væri rétt að fara með mann inn á sjúkrahús. Því hefði verið svarað á þá leið að ekki væri talin ástæða til þess þar sem lög regla vissi til þess að maður inn hefði fyrr um kvöldið verið að gera sér upp floga veikis köst. Þá hefði hún orðið þess áskynja að maðurinn hefði gengist við því. Þegar þetta lá fyrir hefði hún gengið aðeins í burtu en D, vinkona hennar, orðið eftir. Stuttu síðar hefði brotaþoli tekið eftir því að svo virtist sem maður inn hefði farið að elta D og hún rokið í burtu frá honum. Maðurinn hefði hlaupið á ógnar hraða á eftir D og hann virst ætla að ráðast á hana og verið ógnandi. Brota þoli hefði brugðist við með því að ganga í áttina að þeim. D hefði haldið áfram og farið fr am hjá inn sveigt aðeins frá brota þola þegar hann kom að henni en á sama tíma hefði hann ýtt við henni, eða hrint henni, með öðrum hand - leggnum svo að hún hentist aftur fyrir sig og lenti á vinstri hend inni og brotnaði á hendi. Um rædd atvik hefðu átt sér stað í húsasundi sem þá var á milli Hafnarstrætis 18 og 20 hjá hús næði spilasalar Háspennu við Lækjartorg. Nánar aðspurð um að maðurinn hefði sveigt aðeins frá henni taldi hún þ að geta skýrst af þeirri átt sem hann hljóp í í umrætt skipti. Hann hefði verið að fara fram hjá hús horninu við spilasalinn og stefnt inn á Lækjartorg. Maðurinn hefði haldið áfram fram hjá henni inn á Lækjartorg en lög regla komið stuttu síðar og fjarlæg t hann. Atvik hefðu gerst mjög hratt. Hún hefði gert ráð fyrir að maðurinn myndi hægja á sér en það hefði ekki gerst. Maðurinn hefði ekki virst vera að hugsa mikið um hverjar afleið ingarnar gætu orðið. Brotaþoli væri örvhent og hún hefði brotnað á þeirr verið handlama á því tímabili. Hún fyndi ennþá fyrir óþægindum í hend inni á álagstímum en hún vinni við [...] og stundi nám í [...] . Þá hefði atvikið komið illa við hana andlega. 8 3. Vitnið D lýsti atvikum með þeim hætti að hún hefði verið að koma af vínveitingastað með brotaþola. Þær hefðu gengið fram hjá manni sem var liggjandi á jörð inni og hann hefði virst vera í vanda og of ungur til að vera undir áhrif um áfengis eða vímu efna. Þær hefðu sto ppað til að athuga hvort maðurinn þyrfti á aðstoð að halda. Aðrir nærstaddir hefðu verið í svipuðu vímuástandi. D eða ein hver með henni hefði hringt á lögreglu. Lögregla hefði komið á staðinn og rætt tvisvar við manninn. Ekkert hefði virst ama að honum þe gar lög regla ræddi við hann. Þá hefði það komið henni á óvart hvernig ástand hans breyttist til betri vegar þegar hann talaði við lögreglu. D hefði reiðst mann inum og sagt við hann á ensku að hann hefði hrætt hana og að hann ætti að skamm ast sín. Það h efði verið út af því að vinur hennar hefði látist nokkrum dögum áður. Þetta hefði komið illa við hana og hún ætlað að hjálpa manninum þar sem hann lá á götunni. Maðurinn hefði örugglega heyrt í henni en af viðbrögðum hans hefði mátt ráða að hann reiddist h enni vegna ummælanna. Hún hefði síðan gengið hröð um skref um í burtu. Maðurinn hefði virst ætla að elta D, meiða hana eða valda henni tjóni. Brota þoli væri lítil í vexti og hún hefði gengið á milli en D snúið sér við á þeim tíma punkti og séð það geras t. D hefði horft á manninn þar sem hann greip í aðra hendi eða hand legg brotaþola og ýtti við henni eða hrinti henni, eins og hann vildi að hún færði sig, með þeim afleiðingum að hún lenti á jörðinni. Um hefði verið að ræða vilja verk, eina hreyf ingu þar sem maðurinn greip um úlnliðinn á brotaþola og þrýsti henni niður svo að hún féll á göt una og meiddist. D hefði viljað ganga úr skugga um að brota þoli væri ómeidd. Brota þoli hefði verið mjög reið og ekki gert sér grein fyrir alvar leika meiðslanna fy rr en síðar um nótt ina. D kvaðst ekki vita hvað varð um ákærða eftir þetta en hann hefði verið í fylgd með stúlku o.fl. D hefði hins vegar ekki tekið eftir því í hvaða átt stúlkan fór. Atvik hefðu gerst mjög hratt, það hefði verið myrkur og þau átt sér stað að nóttu til seint í október eða nóvember 2016. Atvik væru henni enn í fersku minni. D stað festi frjálsa lýsingu hennar á umræddum atvikum í skýrslu hennar hjá lögreglu, sem borin var undir hana, og tók fram að sú málsatvikalýsing væri nákvæmari þar sem hún hefði munað betur eftir atvikum á þeim tíma. 4. Vitnið C lýsti atvikum með þeim hætti að hún hefði verið í för með brotaþola og D umrædda nótt í miðborginni. Þær hefðu komið að ákærða liggjandi á jörðinni og þær haft áhyggjur af honum. Enginn h efði virst vera að skipta sér af honum en þær spurt nærstadda um ákærða. Ákærði hefði virst vera undir áhrif um vímu efna. Hann hefði síðan rankað við sér og þær reynt að ræða við hann en það hefði gengið brösug lega. C og brotaþoli hefðu verið nálægt h vor annarri og þær verið að tala saman. Ákærði og D hefðu á sama tíma staðið aðeins frá þeim og þau verið að tala saman. Fjarlægðin á milli hefði verið þannig að þær heyrðu ekki hvað hin um fór á milli. Ákærði hefði farið að æsa sig við D og þau virst ver a að rífast og hann gert sig líklegan til að ráðast á hana. D hefði orðið hrædd og hraðað sér burtu og ákærði farið á eftir henni. C og brotaþola hefði ekki litist á blikuna. Brotaþoli hefði brugðist við þessu og ætlað að stoppa ákærða. Ákærði hefði verið á hlaup um og hrint brotaþola harka lega með hönd unum á axlirnar svo að hún féll aftur fyrir sig og lenti með aðra hendina undir sér á jörðinni og meiddi sig. Þetta hefði verið gert af miklum krafti og brotaþoli henst aftur fyrir sig. C hefði séð þessi at vik mjög greini lega en þau hefðu gerst mjög hratt. Atvik þessi hefðu átt sér stað nálægt Háspennu og Dómhúsinu við Lækjar torg. C hefði farið að huga að brotaþola þegar hún lenti á jörðinni og athygli hennar þá beinst að henni. Hún hefði því ekki verið sérstaklega að fylgjast með því hvað varð um ákærða eftir það. Hún hefði séð þegar lögregla handtók ákærða stuttu síðar og ákærði hefði ekki náð að ráðast á D. Brota þoli hefði síðar um nóttina leitað á bráða móttöku og hún reynst vera með bein brot. Að spurð kvaðst C telja að ákærði hefði vitað af brotaþola þegar hann ýtti henni. Þá kannaðist hún aðspurð ekki við það að ákærði hefði tekið sveig frá brotaþola þegar hann ýtti henni eða að brotaþoli hefði stigið í veg fyrir hann. Um það hvort ákærði hefði v erið í fylgd með vinkonu kvaðst C ekki vita hvort svo væri en tók hins vegar fram að einhver stelpa hefði verið á staðnum og hún gæti hafa verið með honum. 9 5. Lögreglumaður E kvaðst hafa verið á vakt í miðborginni umrædda nótt ásamt tveimur öðrum lög reglumönnum. Lögregla hefði verið búin að hafa afskipti af ákærða nokkrum sinnum um nóttina út af ölvun o.fl. og hann verið búinn að vera að gera sér upp veikindi. Lögreglumenn hefðu verið nýbúnir að ræða við ákærða út af þessu þegar skelfdur vegfarandi ko m til þeirra og tjáði þeim að ákærði væri að ráðast á fólk og hann væri að elta einhvern. Lögreglumenn hefðu hraðað sér í áttina að ákærða og handtekið hann á Lækjartorgi nálægt Dómhúsinu. Læti hefðu verið í kringum hann en á þeim tíma þegar lögregla handt ók ákærða hefði hann ekki verið á hlaupum á eftir stúlku. Einn lög reglumannanna hefði einnig rætt við brota - þola. Umrædd atvik hefðu átt sér stað við bak inngang á skemmtistað í húsi sem nú væri búið að rífa en hefði staðið við gönguleið hjá Há spennu við Lækjar torg. Ákærði hefði verið fluttur á lög reglustöð en látinn laus síðar um nóttina. Ákærði hefði greinilega verið ölvaður við hand töku en unnt hefði verið að ræða við hann og hann virst vera skýr og meðtaka það sem sagt var við hann. Hið sama hefði verið um ástand hans fyrr um nóttina þegar lög reglumenn ræddu við hann út af hinum uppgerðu veikindum o.fl. 6. Vitnið B læknir gaf skýrslu símleiðis og gerði grein fyrir fyrr greindu vottorði sem hann gaf út og niður stöðu þess. Þá kom fram í skýrs lu B að hann teldi að áverkar brotaþola gætu samrýmst falli eftir að henni hefði verið hrint. IV. Niðurstöður: Ákæruliður nr. 1: Ákærði neitar sök. Ákærði byggir á því að hann hafi ekki haft ásetning til líkams árásar gagnvart brotaþola. Ákærði virðist muna illa eftir atvikum en af framburði hans fyrir dómi verður ráðið að það sé vegna ölvunar um rædda nótt. Hið sama virðist að nokkru hafa verið uppi við skýrslugjöf ákærða hjá lögreglu 31. maí 2017. Framburður ákærða um að hann hafi verið ölvaður getur s amrýmst framburði brotaþola og vitnanna C og D, auk framburðar lögreglumanns E. Þá samrýmist það einnig lýs ingu í frum - skýrslu lögreglu á ástandi ákærða þegar hann var handtekinn um rædda nótt. Að þessu virtu verður lagt til grund vallar að ákærði hafi ve rið talsvert ölvaður þegar atvik áttu sér stað. Ákærði hefur borið um það fyrir dómi að hann muni ekki eftir því að hafa hlaupið á brota þola eða ýtt við henni. Þá verður ráðið af fram burði hans fyrir dómi að hann muni í raun ekki eftir því hvort brotaþol i hafi gengið í veg fyrir hann, eða að sú minning sé mjög óljós og hún kunni að hafa mótast hjá honum eftir á. Að framangreindu virtu og vegna fyrrgreinds ölvunarástands ákærða er það mat dóms ins að óvarlegt sé að byggja sérstaklega á fram burði ákærða við úrlausn málsins, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008. Við meðferð málsins fyrir dómi hafa brotaþoli og vitnin D og C borið um að atvik hafi átt sér stað í húsa sundi, sem þá var á milli Hafnarstrætis 18 og 20, við hús næði Háspennu, í gönguleið að Lækjart orgi. Samrýmist það einnig framburði lög reglu manns E fyrir dómi. Þá hefur dómurinn farið á vettvang og kynnt sér að stæður en fyrir liggur að búið er að fjarlægja húsið við Hafnarstræti 18, auk bakhúss, eftir að atvik áttu sér stað. Að þessu virtu er ve rknaðarlýsing í ákæru um staðsetningu ekki alveg nægjan lega nákvæm en það girðir hins vegar ekki fyrir að lagður verði dómur á málið, enda hefur vörn ákærða ekki verið áfátt út af þessu atriði, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Brotaþoli hefur fyr hafi hlaupið að henni og lítillega sveigt frá henni og það gæti skýrst vegna þeirrar stefnu sem hann tók þegar hann nálgaðist horn hússins að Hafnar stræti 20 við Lækjartorg þar sem spilasalur Háspennu er til húsa. Á sama tíma hafi hann ýtt henni svo að hún féll á götuna og slasaðist. Fram burður brota þola er skýr og greinar góður og sam rýmist greinargóðum framburði vitnisins D fyrir dómi, sem hefur borið um að hafa 10 séð ák ærða ýta eða hrinda brotaþola viljandi þegar hann nálgaðist hana svo að hún lenti á götunni og slas aðist. Þá sam rýmist þetta einnig skýr um og greinargóðum fram burði vitnis ins C fyrir dómi, sem hefur borið um það sama, nánar tiltekið að hún hafi séð ák ærða hrinda brota þola harkalega með hönd unum svo að hún féll aftur fyrir sig og slas aðist. Að þessu virtu telst nægjanlega sannað að ákærði ýtti brotaþola af ásetningi svo að hún féll á götuna eins og greinir í verknaðarlýsingu ákæru. Hvorki brotaþoli n é fyrrgreind tvö vitni hafa hins vegar borið um að ákærði hafi hlaupið á brotaþola og verður ákærði sýknaður af þeim hluta verknaðar lýs ingar ákæru. Brotaþoli leitaði á bráðamóttöku Landspítalans sömu nótt í beinu framhaldi af atvik um. Hún reyndist þá vera með beinbrot sem nánar greinir í áverkavottorði. B læknir staðfesti vottorðið og bar um að beinbrot brotaþola samrýmdist því að brota þoli hefði fallið á jörðina eftir að hafa verið hrint. Þá hefur brotaþoli borið um að hafa kennt sér meins á hendi ef tir fallið og samrýmist það framburðum vitnanna D og C. Að þessu virtu er það mat dómsins að líkam legar afleiðingar hjá brota þola, eins og þeim er lýst í verkn aðar - lýs ingu ákæru, séu sannaðar. Að mati dóms ins verða þær af leið ingar að minnsta kosti taldar ákærða til sakar vegna stórfellds gáleysis, eins og atvik um er háttað. Samkvæmt öllu framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir að hafa umrædda nótt í fyrrgreindu húsasundi við Lækjartorg ýtt brotaþola þannig að hún féll á götuna með þeim líka mlegu afleiðingum sem greinir í verknaðar lýs ingu ákæru. Þá er hátt semi ákærða rétt færð til refsiákvæðis. Ákæruliðir nr. 2 og 3 : Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt framangreindum ákæruliðum og er játningin studd sakargögnum. Sam kvæmt því verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru fyrir þau brot og eru þau rétt færð til refsi ákvæða, sbr. og auglýsingu nr. 232/2001 um bann við vörslu og meðferð ávana - og fíkniefnis. Refsiákvörðun, einkaréttarkra fa o.fl. Samkvæmt sakavottorði, dags. 22. maí 2019, hefur ákærði áður gerst brotlegur við refsilög. Með lögreglustjórasátt 8. maí 2017 gekkst ákærði undir að greiða sekt og sæta öku réttar sviptingu í tvö ár vegna brots gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a í umferðar lögum. Með lög reglu stjórasátt 9. mars 2017 gekkst ákærði undir að greiða sekt vegna brots gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkni efni. Með lög reglu stjórasátt 22. ágúst 2016 gekkst ákærði undir að greiða sekt og sæta ökur éttar sviptingu í fjóra mánuði vegna brots gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a í um ferðar lögum. Þá gekkst ákærði undir lög - reglustjórasátt 13. nóv ember 2015 með greiðslu sektar vegna brots gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a í um ferðarlögum. Þes su til við bótar liggur fyrir ákvörðun héraðs saksóknara frá 8. des ember 2017, birt 21. sama mán aðar, um frestun á útgáfu ákæru skil orðsbundið í tvö ár vegna meints brots gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða samkvæmt ák ærulið nr. 1 var framið fyrir fyrrgreinda sátt 9. mars 2017. Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum nr. 2 og 3 voru framin eftir fyrrgreinda sátt 8. maí 2017. Refsing ákærða verður ákveðin samkvæmt 77. og 78. gr. almennra hegn ingar laga. Brot ákærða samkvæmt ákæ rulið nr. 1 beindist að mikilvægum verndar hagsmunum og með tjóni fyrir brota þola. Horfir það til refsiþyngingar samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá horfir sakaferill ákærða til refsi þyngingar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70 . gr. sömu laga. Til málsbóta horfir að ákærði hefur skýlaust játað sök fyrir dómi vegna brota samkvæmt ákæruliðum nr. 2 og 3, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Tafir hafa orðið á meðferð mála ákærða hjá lögreglu og ákæru valdi af ás tæðum sem eru honum óviðkom andi og ganga gegn málshraðareglu 2. málsl. 3. mgr. 18. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verður litið til þess við ákvörðun refs ingar. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá upp kvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gerð eru upptæk 0,49 g af kókaíni samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er gerður upptækur vasahnífur samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 16/1998. 11 Brotaþoli krefst skaða - og miskabóta að fjárhæð 749.638 krónur, auk vaxta og dr áttar vaxta, en höfuðstól þeirrar bótakröf u sundurliðar brotaþoli nánar í þrjá kröfu liði: 1. Miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 650.000 krónur. 2. Útlagður kostnaður samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1993 29.338 krónur. 3. Þjáningarbætur sa mkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1993 70.300 krónur. Þessu til viðbótar krefst brotaþoli málskostnaðar, 495.380 krónur, samkvæmt sundur liðaðri tímaskýrslu vegna vinnu lögmanns að meðtöldum virðis aukaskatti. Við úrlausn á kröfulið nr. 1 liggur fyrir að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með því hefur ákærði verið fund inn sekur um að hafa valdið brotaþola líkamstjóni með saknæmri og ólögmætri hátt semi eins og áður greinir. Er því upp f yllt skil yrði a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 36/1999. Ákærði byggir á því að þessi kröfu liður sé tölu lega of hár. Almennt má gera ráð fyrir miska vegna líkamstjóns af þeim toga sem hér um ræðir. Fyrir liggur að brotaþoli brotnaði á vinnuhendi en hún hefur unnið við [...] og stund að nám í [...]. Var því um að ræða talsverða röskun á högum hennar þegar hún slasaðist með fyrrgreindum hætti. Að þessu virtu og með vísan til framan greindra sjónar miða sem hafa ve rið rakin um ákvörðun refs ingar, auk almennrar dóma framkvæmdar í málum af þessum toga, verða miska bætur til hennar ákveðnar að álitum og þykja þær hæfilegar 400.000 krónur. Kröfuliður nr. 2 um tjón samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1993 vegna útlagðs kos tn aðar á Landspítalanum er studdur gögn um og sætir tölulega ekki and mælum af hálfu ákærða. Verður þessi kröfuliður tekinn að fullu til greina. Kröfuliður nr. 3 um þjáningabætur samkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1993 er miðaður við að brotaþoli var frá vinnu í 38 daga á tímabilinu frá 29. október 2016 til 5. des ember sama ár. Dagafjöldinn er studdur vottorði B læknis og kröfu liðurinn sætir ekki tölulega and mælum af hálfu ákærða. Verður þessi kröfu liður tekinn að fullu til greina. Að öllu framangreindu vi rtu verður ákærða gert að greiða brotaþola skaða - og miska bætur, samtals að fjárhæð 499.638 krónur. Fyrir liggur að einkaréttarkrafa barst frá lögmanni brotaþola til embættis lög reglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu 26. maí 2017. Krafan virðist hins vegar hvorki hafa verið kynnt fyrir ákærða við skýrslutöku sem fram fór af honum 8. júní sama ár né heldur síðar fram að málshöfðun, sbr. 4. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu virtu og með vísan til 2. málsl. 9. gr. laga nr. 50/1993 verður ákærða ger t að greiða brota þola vexti og dráttar vexti af höfuðstól framangreindra skaða - og miskabóta eins og nánar greinir í dómsorði. Upp hafsdagur dráttarvaxta miðast við 24. júní 2019 sem var þing fest ingar dagur málsins. Brotaþoli á tilkall til máls kostn aðar úr hendi ákærða vegna bóta kröf unnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þá ber að taka tillit til þess að brotaþoli er ekki virðis auka skattskyldur aðili í skilningi 3. gr., sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988 um virðis aukaskatt, sbr. síðari bre yt ingar. Brotaþoli hefur lagt fram sundurliðaða tíma skýrslu lög manns hennar til stuðnings kröfunni og er skýrslan í meginatriðum trúverðug, auk þess sem tíma gjaldi er stillt í hóf. Að þessu virtu verður máls kostn aður brotaþola lát inn ráðast af t íma - skýrslunni, samtals 495.380 krónur að með töld um virðis aukaskatti, og verður ákærða gert að greiða brota - þola þann kostnað. Ákærða verður gert að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar laun skipaðs verjanda s íns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem verða látin ráðast af tímaskýrslu, 398.970 krónur að með töld um virðis aukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Af hálfu ákærða flutti málið skipaður verjand i hans, Stefán Karl Kristjánsson lögmaður. Af hálfu bótakrefjanda flutti málið Björgvin Þórðarson lögmaður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð málsins 23. ágúst 2019 en hafði fram til þess engin afskipti haft a f meðferð þess. 12 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kristján Einar Sigurbjörnsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal full nustu refs - ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gerð eru upptæk 0,49 g af kókaíni og vasahnífur. Ákærði greiði A, kt. [...], 499.638 krónur í skaða - og miskabætur, ásamt 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 af 70.300 krón um frá 29. októ ber 2016 til 24. júní 2019, og með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 400.000 krónum frá 29. október 2016 til 13. nóvember 2016, af 419.772 krónum frá 13. nóvember 2016 til 28. nóvember 2016 og af 429.338 krónum frá 28. nóvember 2016 til 24 . júní 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 af allri fjárhæðinni frá 24. júní 2019 til greiðsludags, auk 495.380 króna í máls kostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin máls varnar laun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 398.970 krónur.