LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. nóvember 2022. Mál nr. 17/2022 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn Ragnar i Gunnlaugs syni (Vilhjálmur H ans Vilhjálmsson lögmaður) (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Lykilorð Líkamsárás. Sönnun. Miskabætur. Útdráttur R var ákærður fyrir að hafa hrint A út úr íbúð sinni með þeim afleiðingum að A fell í jörðina og hlaut yfirborðsáverka á hægri hönd, hægri úlnlið og nefi. Viðurkenndi R að hafa ýtt við brotaþola greint sinn en kva ðst hafa beitt litlu afli, með annarri hönd og að fall A hafi mátt rekja til óhappatilviks. Í málinu lá fyrir upptaka af samtali R og A eftir atvikið sem R tók upp án þess að gera A viðvart um upptökuna. Þar hafi R svarað A þegar hún bar upp á R að hafa hr hefði hrint A út úr íbúð sinni í greint sinn. Þóttu gögn málsins bera með sér að R hafi hrint A með svo miklu afli að honum hafi ekki geta dulist að langlíklegast væri að A hlyti tjón af. Að því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur meðal annars um refsingu ákærða, skaðabætur til handa A og sakarkostnað. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 13. desember 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 24. maí 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2021 í málinu nr. S - 4676/2021 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og refsingu. 2 3 Ákærði krefst þess að aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að dæmdar bætur verði lækkaðar. 4 Brota þoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða sér 1.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. október 2019 til 5. nóvember 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þ eim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um dæmdar bætur og vexti. Niðurstaða 5 Svo sem í hinum áfrýjaða dómi greinir er ákærða gefið að sök að hafa hrint brotaþola út úr íbúð sinni sunnudaginn 6. október 2019 með þeim afleiðingum að brotaþoli féll í jörðina og hlaut yfirborðsáverka á hægri hönd, hægri úlnlið og nefi. Ákærði hefur viðurkennt að hafa ýtt við brotaþola greint sinn, en kveðst litlu afli hafa beitt og einungis notað aðra hönd við að ýta brotaþo la út. Fall brotaþola megi rekja til óhappatilviks. 6 Ákærði lagði fyrir héraðsdóm uppritun af samtali er ákærði og brotaþoli áttu 21. nóvember 2019, en ákærði hefur viðurkennt að hafa tekið samtal þeirra upp án þess að gera brotaþola viðvart um upptökuna. Samkvæmt textanum bar brotaþoli upp á ákærða að hafa hrint sér út um dyrnar. Ákærði svaraði brotaþola þannig: ,,Ja ég henti nótt kemur fram að brotaþoli hafi verið með sjáan lega áverka í andliti þar sem blætt hafi úr nefi hennar. Þá hafi brotaþoli verið með áverka á hægri hendi, en um hafi verið að ræða mar og bólgur. Framangreindum áverkum er síðan lýst í læknisvottorði sem er á meðal gagna málsins. 7 Með hliðsjón af framangr eindum áverkum brotaþola og eigin orðum ákærða er sannað að ákærði hafi hrint brotaþola út úr íbúð sinni í greint sinn. Þykja gögn þessi bera með sér að ákærði hafi hrint brotaþola með svo miklu afli að honum hafi ekki getað dulist að langlíklegast væri að brotaþoli hlyti tjón af. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur, þar á meðal um refsingu ákærða, skaðabætur og sakarkostnað. 8 Ákærði greiði brotaþola 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 9 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 3 Ákærði, Ragnar Gunnlaugsson, g reiði brotaþola, A , 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 976.500 krónur og 36.936 krónur í annan sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjaví kur 9. desember 2021 Mál þetta, sem dómtekið var 19. nóvember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2021, á hendur Ragnari Gunnlaugssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir líkamsárás með því að hafa, sun nudaginn 6. október 2019, á heimili sínu að [...] í Reykjavík, veist með ofbeldi að A , kt. [...] , sem var þar gestkomandi og hrint henni út úr íbúðinni, með þeim afleiðingum að A féll í jörðina og hlaut yfirborðsáverka á hægri hönd, hægri úlnlið og nefi. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Sveinn Guðmundsson lögmaður þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - , auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 6. október 2019 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar Við þingfestingu málsins 4. nóvember sl. gerði brotaþoli ei nnig kröfu um greiðslu útlagðs kostnaðar vegna sálfræðiþjónustu að fjárhæð 144.000 krónur. Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa, sem öll verði skilorðsbundin. Hann krefst þess einnig að bótakröfu verði vísað f rá dómi, en til vara að hún verði lækkuð verulega. Þá mótmælir hann kröfu brotaþola um greiðslu útlagðs kostnaðar. Að lokum krefst hann hæfilegrar þóknunar sér til handa. Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglu var upphaf málsins með þeim hætti að aðfaranótt 6. október 2019 hafi verið tilkynnt um heimilisofbeldi að [...] í Reykjavík. Í þann mund sem lögregla hafi komið á staðinn hafi borist önnur tilkynning um að brotaþoli hefði farið upp í bíl og ætlaði að hitta lögreglu við [...] . Þegar lögregla hafi mætt þa ngað hafi brotaþoli verið í miklu uppnámi og sjáanlega ölvuð. Brotaþoli hafi verið með áverka í andliti og á hægra handarbaki. Hún hafi lýst því að hafa rifist við ákærða og hann hefði hent henni harkalega út úr íbúð ákærða með þeim afleiðingum að hún hefð i fallið á andlitið. Brotaþoli hafi talið sig nefbrotna og virst bólgin um nefið auk þess sem hægra handarbak hennar hafi verið bólgið. Í framhaldinu hafi lögregla farið að íbúð ákærða. Ákærði hafi komið til dyra og verið sjáanlega ölvaður. Lögregla hafi t ilkynnt ákærða að hann væri handtekinn grunaður um líkamsárás og honum kynnt réttarstaða sakbornings. Ákærði hafi sagt frá því að hann hefði rifist við brotaþola og ýtt henni út, en hann hefði ekki ætlað að meiða hana. Í skýrslu lögreglu var vettvanginum l ýst þannig að fyrir framan útidyr hússins hefði verið blóðblettur á gangstétt og blóðkám á húsvegg. Þá hefði verið brotinn kertastjaki úr gleri inn í svefnherbergi ákærða. Morguninn 6. október 2019 var tekin skýrsla af brotaþola hjá lögreglu. Hún greindi frá því að hún og ákærði hefðu verið úti að skemmta sér fyrr um kvöldið og nóttina en samskipti þeirra hefðu verið erfið. Þau hefðu tekið leigubifreið heim til ákærða þar sem hann hefði farið inn. Skömmu síðar hefði hún farið inn á eftir honum og séð að á kærði væri kominn upp í rúm. Hún hefði viljað ræða við ákærða um hegðun hans um kvöldið. Þá hefði ákærði staðið upp og reynt að taka utan um hana, en hún hefði gengið frá honum 4 inn í anddyri íbúðarinnar. Hún hefði hringt í bróður sinn og beðið hann að sækj a sig. Þá hefði ákærði komið fram í forstofu, gargað á hana og það næsta sem hún vissi væri að hún hefði fengið þungt högg er hún lenti með andlitið í gangstéttinni. Stuttu síðar hefði bróðir hennar komið og hún sest inn í bifreiðina hans. Síðar sama dag var tekin skýrsla af ákærða hjá lögreglu. Ákærði greindi frá því að hann myndi eftir því að hafa verið að rífast við brotaþola um nóttina. Hann kvaðst ekki vera með á hreinu hvað hefði átt sér stað annað en að brotaþoli hefði verið á gangstéttinni fyrir f raman húsið hans og að hún hefði hringt í bróður sinn. Í málinu liggur fyrir vottorð B , sérfræðings á slysa - og bráðadeild Landspítala, frá 6. október 2019. Þar kemur fram að brotaþoli hafi verið ágætlega skýr og gefið skýra sögu. Við skoðun á andliti haf i verið svolítil bólga hægra megin á nefi. Það væri ekki að sjá blæðingu í miðnesi en hins vegar gæti bólgan sem slík dugað til þess að nefið liti skakkt út. Þá væru ekki eymsli við þreifingu um önnur andlitsbein né um höfuðkúpu, auk þess sem hreyfigeta um háls væri eðlileg. Við skoðun á hægri hendi væri bólga um hægra handarbak en góð hreyfigeta um úlnlið en það virtust vera svolítil eymsli um þriðja miðhandarbein hægri handar. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dóminum að umrædda nótt hefðu hann og brotaþoli verið saman úti að skemmta sér. Þau hefðu drukkið nokkrar vínflöskur fyrr um kvöldið og nokkra drykki eftir að þau komu niður í miðbæ og hefðu því bæði verið ölvuð. Eftir að hafa farið á tvo skemmtistaði hefði ákærði ák veðið að fara heim og sest upp í leigubifreið. Áður en hann hefði haldið heimleiðis hefði hann haft samband við brotaþola og boðið henni að hitta sig. Brotaþoli hefði í framhaldi af því komið upp í leigubifreiðina með ákærða og þau hefðu haldið heim til ha ns. Þegar þangað hefði verið komið hefði hann farið inn til sín og gert ráð fyrir því að brotaþoli myndi halda heim til sín. Brotaþoli hefði hins vegar farið inn til hans, en á þeim tíma hefði hann verið farinn að sofa. Þegar hún hefði verið komin inn í sv efnherbergi hans hefði hann viljað fá hana inn í rúm að kúra en hún hefði viljað ræða málin og skammast og þau hefðu farið að rífast. Hann hefði staðið upp úr rúminu og ætlað sér að faðma hana en þá hefði hún ýtt honum á rúmið þannig hann hefði dottið niðu r á gólf og rekið sig í kommóðu með þeim afleiðingum að glerkertastjaki hefði fallið í gólfið og brotnað. Þá hefði brotaþoli yfirgefið svefnherbergið og farið inn í forstofu og sest þar niður á gólfið. Hann hefði orðið reiður og hefði farið á eftir henni i nn í forstofu og ítrekað beðið hana að yfirgefa íbúðina. Þegar brotaþoli hefði ekki orðið við því hefði hann hent skóm hennar og töskunni út. Hann hefði síðan togað brotaþola á fætur, snúið henni þannig að hún sneri fram og ýtt henni með annarri hendi út ú r íbúðinni. Við það hefði brotaþoli misst jafnvægið og dottið í gangstéttina. Í framhaldi af því hefði brotaþoli hringt í lögregluna og bróðir hennar hefði mætt á staðinn. Það hefði ekki verið ætlun hans að meiða brotaþola heldur eingöngu að koma henni út úr íbúðinni. Hann væri miður sín og sæi eftir þessu. Þá lýsti ákærði samskiptum sínum og brotaþola bæði fyrir og eftir framangreint atvik. Brotaþoli kvað þau ákærða hafa borðað saman þetta kvöld og farið út að skemmta sér um nóttina. Á skemmtistað í miðbæ num hefði hún spjallað við gamlan skólafélaga sinn. Ákærða hefði mislíkað það og rokið út. Síðar hefði hann margítrekað hringt í hana og beðið hana að hitta sig í leigubifreið. Hún hefði farið í leigubifreiðina og þau síðan haldið heim til ákærða en á leið inni hefði ákærði verið með svívirðingar í hennar garð. Hún hefði farið inn á eftir ákærða og hefði viljað fá útskýringar á hegðun hans um kvöldið og nóttina. Ákærði hefði verið lagstur í rúmið en hann hefði staðið hratt upp og komið að henni. Henni hefði fundist hann ógnandi og ýtt honum frá sér þannig að hann hefði fallið á rúmið og niður á gólf. Hann hefði rekist í kommóðu með þeim afleiðingum að glerkertastjaki sem hefði verið ofan á henni hefði brotnað. Þá hefði hún farið fram í forstofu, sest á gólfið og beðið þess að bróðir hennar myndi sækja hana, en hún hefði hringt í hann stuttu áður. Ákærði hefði þá komið ógnandi og reiður að henni og sagt henni að fara út. Hann hefði því næst hent skóm hennar og töskunni út. Hún kvaðst ekki viss um hvort hún hefð i staðið sjálf upp eða hvort ákærði hefði togað hana á fætur. Hún hefði staðið á móti honum og hann hefði snúið henni og hrint henni af krafti út úr íbúðinni með báðum höndum. Við það hefði hún kastast nokkra metra, fallið niður um tvær tröppur og lent á ö ðru hnénu og með höfuðið á hægri hendinni. Hún hefði litið á ákærða og séð hann koma ógnandi að sér. Þá hefði hún skriðið að næstu íbúð og hringt í lögregluna. 5 Stuttu eftir það hefði bróðir hennar komið á staðinn og hún hefði farið til móts við lögregluna. Þá lýsti brotaþoli alvarlegum afleiðingum þessa atviks fyrir líðan hennar en hún kvað líkamlega áverka hafa jafnað sig fljótt. Vitnið C sálfræðingur staðfesti vottorð sitt í málinu og greindi frá þeim áhrifum sem atvikið hefði haft á brotaþola og meðferð hennar. Vitnið lýsti því að brotaþoli sýndi öll helstu einkenni áfallastreituröskunar, kvíða og þunglyndis. Þá taldi hún öll þau einkenni tengjast atvikinu. Vitnið D , bróðir brotaþola, skýrði frá því að brotaþoli hefði haft samband við hann um nóttina o g beðið hann að sækja sig til ákærða þar sem hún væri smeyk við hann. Hann hefði farið þangað og séð að brotaþoli hefði beðið eftir honum fyrir utan íbúð ákærða. Hann hefði séð að hún væri blóðug, með áverka á andliti og hendi. Þegar hann hefði gengið úr s kugga um að hún væri ekki alvarlega slösuð hefði hann gengið til ákærða og spurt hann hvað hefði gerst en ekki fengið svör við því heldur hefði ákærði sagt að hann mætti berja sig. Lögreglumaður nr. E kvaðst hafa sinnt útkalli um heimilisofbeldi sem hefði verið vegna atviksins. Hann hefði hitt brotaþola við verslun nálægt íbúð ákærða. Hún hefði verið ölvuð og með áverka í andliti og hann hefði flutt hana á lögreglustöðina til skýrslutöku. Ákærði hefði síðan verið handtekinn og færður í fangaklefa. Hann sta ðfesti að rétt væri haft eftir ákærða í skýrslu, en þar komi fram að ákærði hafi sagt að hann hafi ekki ætlað sér að meiða brotaþola. Þá lýsti hann því að það hefðu verið glerbrot og blóð á vettvangi. Lögreglumaður nr. F , sem tók símaskýrslu af brotaþola 15. október 2019, mætti fyrir dóm og staðfesti skýrsluna. Hún lýsti því að tilgangur skýrslutökunnar hefði verið að spyrja um áverka brotaþola. Við skýrslutökuna hefði brotaþoli einnig tekið fram að þau glerbrot sem hefðu fundist á vettvangi hefðu stafað a f því að ákærði hefði rekist í kommóðu með þeim afleiðingum að kertastjaki hefði fallið í gólfið og brotnað. Vitnið G , kærasta ákærða, skýrði frá samskiptum sínum við brotaþola um ákærða í gegnum forritið Messenger. Þá lýsti hún atvikinu eins og ákærði he fði lýst því fyrir henni. Vitnið B , sérfræðingur á slysa - og bráðadeild Landspítala, staðfesti vottorð sitt í málinu og greindi frá áverkum á brotaþola. Brotaþoli hefði komið morguninn eftir atvikið. Hún hefði verið með áverka á nefi og hægra handarbaki s em hefðu verið í samræmi við frásögn hennar um að hafa fallið niður tröppur. Vitnið H , tilnefndur verjandi ákærða á fyrri stigum málsins, lýsti því að hafa fengið símtal frá brotaþola morguninn sem atvikið átti sér stað þar sem brotaþoli hefði beðið hana að aðstoða ákærða sem hefði verið handtekinn vegna atviksins. Þá skýrði vitnið frá því að þegar ákærði hefði verið leystur úr haldi hefði hún ekið ákærða heim til brotaþola þar sem hún og ákærði hefðu fallist í faðma og farið inn til hennar. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök líkamsárás með því að hafa hrint brotaþola svo að hún féll í jörðina og hlaut af því nánar tilgreinda áverka. Ákærði neitar sök. Hann hefur viðurkennt að hafa ýtt við brotaþola, en telur það hafa verið laust og kveðst ekki hafa ætlað sér að meiða hana. Brotaþoli lýsti því að hún hefði setið í forstofu ákærða og beðið þess að vera sótt af bróður sínum. Ákærði hefði verið reiður og hent töskunni og skónum hennar út. Í framhaldi af því hefði hún annaðhvort staðið upp eða ákærði rifið ha na upp af forstofugólfinu og hann hefði ýtt henni af krafti með báðum höndum út úr íbúðinni. Engin önnur vitni voru að atvikinu, en samkvæmt framburði vitna sem komu á vettvang, læknisvottorði og vitnisburði læknis liggur fyrir að brotaþoli féll harkalega í stéttina og lenti á hægri hendi og andlitinu. Ákærði lýsti því að þegar hann hefði ýtt við brotaþola hefði hún snúið að tröppunum. Hann hefði ýtt henni með annarri hendi í þeim tilgangi að koma henni út úr íbúðinni sinni, en þau hefðu verið að rífast og hann hefði ítrekað verið búinn að biðja hana að yfirgefa íbúðina. Hann lýsti atvikinu með svipuðum hætti fyrir lögreglu þegar hann var handtekinn en þá kvað hann þau brotaþola hafa verið að rífast og að hann hefði ýtt henni út úr íbúðinni en að hann hefði ekki ætlað sér að meiða hana. Af framangreindu er sannað að ákærði ýtti af ásetningi við brotaþola í framhaldi af rifrildi þeirra. Hann greindi sjálfur frá því að hann hefði ætlað að ýta henni út úr íbúðinni sinni. Samkvæmt framburði 6 brotaþola fyrir dómi num var hún að bíða þess að verða sótt af bróður sínum og yfirgefa íbúðina. Ákærða gat ekki dulist að áverkar gætu hlotist af þeirri háttsemi hans að ýta brotaþola út enda voru þrep fyrir utan og gangstétt. Verður því ekki talið að um slys vegna gáleysis h afi verið að ræða og verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru. Ákærði er fæddur í september 1974. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 1. október 2021, hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Af hálfu A er krafist miskabóta að fjárhæð 1.000.000 króna. Brotaþoli á rétt á miskabótum með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 450.000 krónur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá á brotaþoli rétt til málskostnaðar sem ákveðinn verður 471.200 krónur. Í ljó si þess að krafa brotaþola um greiðslu útlagðs kostnaðar kom ekki fram fyrr en við þingfestingu málsins 4. nóvember sl. og ákærði mótmælir kröfunni kemst hún ekki að í málinu, sbr. 1. og 2. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði greið i málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 942.400 krónur, þóknun verjanda á rannsóknarstigi, H lögmanns, 235.600 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi, Sveins Guðmundssonar lögmanns, 130.200 krónu r, og 42.300 krónur í annan sakarkostnað. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ragnar Gunnlaugsson, sæti fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 450.000 krónur ásamt vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. október 2019 til 5. nóvember 2021 en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga til greiðsludags, auk 471.200 króna í málskostnað. Ákær ði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 942.400 krónur, þóknun verjanda á rannsóknarstigi, H lögmanns, 235.600 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi, Sveins Guðmundssonar lögmanns, 130.2 00 krónur, og 42.300 krónur í annan sakarkostnað.