LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. mars 2021. Mál nr. 604/2019 : Ákæruvaldið (Björn Þorvaldsson saksóknari ) gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, (Hörður Felix Harðarson lögmaðu r) X og (Gestur Jónsson lögmaður ) Magnús i Guðmundss yni (Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Umboðssvik. Fjármálafyrirtæki. Ásetningur. Hlutdeild. Hegningarauki. Útdráttur HMS, þáverandi forstjóra viðskiptabankans K hf., og X, þáverandi stjórnarformanni bankans, var í fjórum ákæruliðum gefið að sök að hafa brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um umboðssvik með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá K hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga með því að veita nánar tilgreindum félögum peningamarkaðslán. MG, þáverandi forstjóri KL S.A., dótturfélags K hf., var ákærður fyrir hlutdeild í flestum þeirra brota. Lánveitingar samkvæmt fyrsta og þriðja lið ákæru voru til viðskipta með lánshæfistengd skuldabréf tengd skuldatryggingarálagi K hf. sem gefin voru út af DB . Lánveitingar samkvæmt öðrum og fjórða lið ákæru voru vegna viðbótarfjárframlaga til DB í tengslum við framangreind skuldabréf. Í dómi Landsréttar kom fram að þegar lán hefðu verið veitt samkvæmt fyrsta, öðrum og fjórða ákærulið hefðu ekki legið fyrir lán sbeiðnir, lánanefndir bankans hefðu ekki samþykkt lánveitingarnar, félögin sem fengu lánin hefðu ekki verið metin til lánshæfis og þau hefðu engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánanna. Lánveitingarnar hefðu því stangast á við reglur bankans og verið með öllu óheimilar. Þá kom fram að þegar lán hefði verið veitt samkvæmt þriðja lið ákæru hefði legið fyrir lánsbeiðni sem fjallað hefði verið um í lánanefnd samstæðu K hf. sem vísað hefði beiðninni til lánanefndar stjórnar án þess að samþykkja hana. Lánið hefði svo verið greitt út daginn eftir án þess að það hefði verið samþykkt af lánanefnd stjórnar eða settar hefðu verið fram tryggingar fyrir endurgreiðslu þess. Lánveitingin hefði þar af leiðandi verið óheimil samkvæmt regluhandbók K hf. Í dómi Landsrétt ar sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að X hefði átt þátt í lánveitingunum eða að honum hefði verið kunnugt um að umrædd lán hefðu verið veitt í andstöðu við reglur K hf. og var hann sýknaður af öllum ákæruliðum. Hvað 2 fyrsta og þriðja ákærulið varðaði þ ótti ljóst að HMS hefði gefið fyrirmæli um lánveitingarnar með mjög skömmum fyrirvara. Vegna setu sinnar í lánanefndum K hf. hefði hann vitað að lánveitingarnar hefðu ekki verið samþykktar þar og hefði, í ljósi þekkingar sinnar og starfsreynslu, hlotið að vera ljóst að borin von væri, við þær aðstæður sem uppi hefðu verið, að lánveitingarnar gætu farið fram í samræmi við reglur bankans. HMS hefði brostið heimild til að gefa upp á sitt eindæmi fyrirmæli um veitingu lánanna og hefði hann því misnotað stöðu sí na sem forstjóri K hf. þegar hann beitti undirmenn sína boðvaldi til að fá þeim fyrirmælum hrundið í framkvæmd og með því stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Var HMS því sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt þeim ákæruliðum. Með sams konar rökum var HMS sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt tilteknum liðum annars og fjórða ákæruliðs. Ekki þótti hins vegar ráðið að HMS hefði gefið starfsmönnum K hf. bein fyrirmæli um lánveitingar samkvæmt öðrum liðum annars og fjórða ákæruliðs en með vísan til fyrri rök semda og þess að HMS hefði ekki séð til þess að lánveitingarnar væru í samræmi við verklagsreglur bankans var hann sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt þeim liðum. Um hlutdeild MG í umboðssvikum HMS samkvæmt fyrsta og þriðja lið ákæru sagði a ð MG hefði sem forstjóri KL S.A. ekki verið í aðstöðu til að skuldbinda K hf. en hann hefði samkvæmt gögnum málsins átt verulegan þátt í því að koma á umræddum viðskiptum. Þá hefði MG ákveðið að KL S.A. veitti lán til að brúa fjármögnun lánshæfistengdra sk uldabréfa meðan ekki hefði verið gengið frá lánveitingum K hf. og hefði í framhaldinu rekið á eftir því að K hf. lánaði tilgreindum félögum til kaupanna. Í ljósi þekkingar MG og starfsreynslu hefði honum ekki getað dulist að HMS brysti heimild til að kveða á um lánveitingarnar án samþykkis lánanefndar stjórnar K hf. og að borin von væri að unnt yrði að veita lánin í samræmi við verklagsreglur bankans við þær aðstæður sem uppi hefðu verið. Með því að MG skeytti því í engu yrði að líta svo á að hann hefði haf t ásetning til að liðsinna HMS án tillits til þess hvort HMS færi út fyrir heimildir sínar með háttsemi sinni eða ekki. MG hefði einnig verið ljós fjártjónshættan sem af hlaust og var hann því sakfelldur fyrir hlutdeild í brotum HMS samkvæmt fyrsta og þrið ja lið ákæru. Einnig þótti ljóst að MG hefði átt þátt í að gefa starfsmönnum K hf. fyrirmæli um lánveitingar samkvæmt tilteknum liðum annars og fjórða ákæruliðs þrátt fyrir að hafa ekki boðvald yfir þeim. Hann hefði með atbeina sínum veitt liðsinni til bro tsins og var einnig sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt þeim ákæruliðum. Á hinn bóginn þótti ekki unnt að líta svo á að MG hefði með aðkomu sinni að lánveitingum samkvæmt öðrum liðum annars og fjórða ákæruliðs, sem hann var ákærður fyrir, la gt á ráðin um lánveitingarnar, hvatt til þeirra eða haft milligöngu um þær og var hann því sýknaður af þeim sakargiftum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot HMS og MG vörðuðu gífurlega háar fjárhæðir og fólu í sér trúnaðarbrot sem voru framin af ásetningi í auðgunarskyni og leiddu til stórfellds fjártjóns. Sakir hefðu því verið miklar samkvæmt 249. gr. 3 almennra hegningarlaga. Til refsimildunar bæri hins vegar að horfa til þess að verulegur hluti fjármagnsins sem stefnt hefði verið í hættu hefð i fengist endurgreiddur á grundvelli samkomulags K ehf. við DB árið 2016. HMS og MG var báðum dæmdur hegningarauki við eldri dóma. Að teknu tilliti til fyrirmæla um hámarksrefsingu samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga var ákærða HMS ekki gerð frekari r efsing. Með hliðsjón af þeim langa tíma sem liðinn var frá atvikum málsins og hversu langan tíma meðferð málsins hefði tekið fyrir dómstólum var MG ekki heldur gerð frekari refsing. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir og Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 31. júlí 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júlí 2019 í málinu nr. S - [...] /2014. 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og dæmdir til refsingar. 3 Ákærðu krefjast þess hver fyrir sitt leyti aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar í heild upptökur af skýrslum ákærðu, Hreiðars Más Sigurðssonar, X og Magnúsar Guðmundssonar, fyrir héraðsdómi. Þá voru spilaðar í heild upptökur af skýrslum vitnanna F , G , H , I , J , K , L , M og N fyrir héraðsdómi. Þess var ekki krafist af hálfu ákæruvalds að ákærðu gæfu viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti og sjálfir lýstu þeir því yfir við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að þeir óskuðu ekki eftir því að gefa frekari skýrslu en ákærðu Hreiðar Már og Magnús ávörpuðu dóm inn að afloknum málflutningi. I. 5 Fjármálaeftirlitið beindi með tveimur bréfum 15. júlí 2009 kæru til sérstaks saksóknara vegna lána sem Kaupþing banki hf. veitti nokkrum viðskiptamönnum álagi Kaupþings, á ensku credit linked notes eða (´CLN´).... vegna gruns um refsiverða varðaði lánveitingar sem tengdust DDD en hitt félaginu FFF . Í bréfunum var því lýst að lánin hefðu verið veitt á síðustu vikum áður en Fjármálaeftirlitið neytti 8. október 2008 heimildar, samkvæmt 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Kaupþingi banka hf., vík ja stjórn félagsins frá og setja yfir það skilanefnd. Annars vegar var um að ræða lán þess banka í formi peningamarkaðslána til þ r iggja eignarhaldsfélaga, en Fjármálaeftirlitið 4 gerði meðal annars athugasemdir við að þetta lánsform hefði verið notað. Lánin hafi verið veitt félögunum þremur sem hér segir, en félögin hafi öll verið í eigu stórra hluthafa í Kaupþingi banka hf. eða mikilvægra viðskiptamanna hans: CCC , sem hafi verið að jöfnu í eigu D og C , hafi verið veitt lán að fjárhæð 41.600.000 evrur, BBB , í eigu B , lán að fjárhæð 46.800.000 evrur og AAA , í eigu A , lán að fjárhæð 41.600.000 evrur. Lánin hafi verið greidd út 29. ágúst 2008 og svo framlengd í þrígang, síðast til 13. október sama ár. Hins vegar hafi verið um að ræða peningamarkaðslán að fjárhæð 130.000.000 evra til félagsins EEE , sem hafi að fullu ver ið í eigu E , en félög sem honum tengdust hafi bæði verið meðal stærstu hluthafa í Kaupþingi banka hf. og stærstu viðskiptamanna bankans. Þetta lán hafi verið veitt 11. september 2008 og framlengt tvívegis, síðast til 13. október sama ár. Í öllum tilvikum h afi lánin falið í sér það sem nefnt var í bréfunum heildarfjármögnun félaganna, en í því felist að eigendur þeirra hafi sjálfir ekki lagt fram eigið fé til þeirra. 6 Í bréfum Fjármálaeftirlitsins sagði að ekki væri unnt að finna þess stað að um bakábyrgðir h afi verið að ræða og hafi skuldsetning félaganna því verið 100%. Svonefnd tryggingarþekja hafi ekki verið í samræmi við lánareglur Kaupþings banka viðskiptamennirnir hafi í hvaða tilviki s em væri getað gengið skaðlausir frá viðskiptunum. Félögin þrjú sem fyrst voru greind hafi öll verið stofnuð í sérstökum tilgangi af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og öll haft heimilisfesti á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Félögin þrjú hafi samanlagt fengið að láni 130.000.000 evra og notað af þeim 125.000.000 evra sem eiginfjárframlag í félagið DDD Þá hafi EEE einnig fengið 130.000.000 evra og notað 125.000.000 evra af þeim sem eiginfjárframlag í félagið FF F . Lánsféð hafi að öðru leyti gengið sem þóknun til Deutsche Bank AG í London vegna viðskiptanna en sá banki hafi haft umsjón með þeim. Hann hafi einnig lánað DDD og FFF hvoru fyrir sig 125.000.000 evra á móti framlögunum sem komu frá Kaupþingi banka hf. og lýst hefur verið. 7 Á þessum tíma hafi skuldatryggi ngarálag á skuldbréfum útgefnum af Kaupþingi banka hf., og reyndar einnig öðrum íslenskum bönkum, verið mjög hátt. Í tengslum við það sagði eftirfarandi í bréfum Fjármálaeftirlitsins: ,,Spákaupmennskan í tengslum við fjárfestingu í CLN gekk í stuttu máli ú t á að mikil afföll voru á skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi með þessum strúktúr. Auk þess var um skuldsettan strúktúr að ræða sem jók vænta ávöxtun og þar með áhættuna. Ef Kaupþing hefði á endanum greitt skuldabréfin, sem skuldatryggingarnar voru tengdar , hefði ávöxtun af CLN verið mjög mikil. Það má því segja að áhættan og ávöxtunin af fjárfestingu í CLN sé sambærileg og ef viðskiptavinir bankans hefðu keypt skuldabréf útgefin af Kaupþingi sk uldatryggingarálagið hækkað, sem leitt hafi til þess að lánshæfistengdu skuldabréfin lækkuðu í verði. Deutsche Bank AG sem hafði, eins og áður greinir, einnig veitt DDD og FFF lán til kaupa á lánshæfistengdu skuldabréfunum, kallaði eftir auknum tryggingum frá þeim. Viðbrögð Kaupþings banka hf. við þ ví hafi verið að veita 5 félögunum hvoru fyrir sig þrisvar sinnum peningamarkaðslán til þess að þau gætu orðið við veðköllum Deutsche Bank AG. Lánin til hvors félags um sig hafi numið samtals 125.000.000 evr a eða s amanlagt 250.000.000 evr a . Félögin hafi orðið við veðköllum Deutsche Bank AG með því að greiða bankanum lánsféð. 8 Þá sagði í bréfum Fjármálaeftirlitsins að upphaflegar lánveitingar til eigenda DDD og FFF , sem h efðu numið samtals 260.000.000 evr a svo og þeim 250.000.000 evr a er veittar hafi verið félögunum sjálfum vegna veðkalla, væru ,,með öllu eða nánast öllu Kaupþings banka hf. á þessum viðskiptum h efði svarað rúmlega til þess 500.000.000 evra neyðarláns sem banki nn h efði fengið frá Seðlabanka Íslands í byrjun október 2008. Fjármálaeftirlitið tók fram í bréfunum að það teldi að framangreindar lánveitingar h efðu valdið bankanum gríðarlegu tjóni, þau h efðu ekki verið veitt í samræmi við útlánareglur bankans eða eðlil ega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laga nr. 161/2002. Væri um að ræða svo gróft brot á góðum viðskiptaháttum að hugsanlega h efðu stjórnendur bankans gerst sekir um refsiverða háttsemi. 9 Við upphaf rannsóknar málsins m un lögregla hafa talið rétt að rannsaka lánveitingarnar sem hugsanleg brot gegn ákvæðum XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna. Í skýrslu sérstaks saksóknara um málið, sem gerð var samkvæmt 56. gr. laga nr. 88/2008 um meðfe rð sakamála, kemur fram að rannsóknaraðgerðir vegna kæru Fjármálaeftirlitsins hafi byrjað þegar í maí 2009. Við rannsóknina hafi verið teknar skýrslur af alls 32 vitnum og tíu hafi gefið skýrslur sem sakborningar. Tveir sakborninga, sem síðar hafi verið ák ærðir í málinu, hafi sætt gæsluvarðhaldi í maí 2010. Gagnaöflun meðan á rannsókninni stóð hafi verið afar umfangsmikil og í rannsóknarskyni hafi bæði verið lagt hald á rafræn gögn og skjalleg. Gagnaöflun hafi óhjákvæmilega tengst rannsóknum annarra mála ve gna starfsemi Kaupþings banka hf. Aðeins þau gögn sem rannsakendur hafi talið hafa sönnunargildi í málinu hafi þó verið gerð að rannsóknargögnum málsins. Rannsókn mun hafa lokið síðla árs 2013 en ákæra var gefin út 22. apríl 2014. 10 Ákærunni í málinu, sem te kin er upp í heild í hinum áfrýjaða dómi, var skipt í fjóra meginkafla. Í þeim öllum eru ákærðu Hreiðar Már, þáverandi forstjóri Kaupþings banka hf., og X , þáverandi stjórnarformaður bankans, bornir sökum um umboðssvik með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga með þeim hætti sem lýst er nánar í hverjum ákærulið. Ákærði Magnús, þáverandi framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A., er sakaður um hlutdeild í flestum þeim brotum, sem lýst er í hverjum ákæruliðanna. 11 Í fyrsta kafla ákærunnar eru þeir Hreiðar Már og X ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa látið bankann veita þremur félögum með takmarkaðri ábyrgð, sem skráð voru á Bresku Jómfrúaeyjum, peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi þeirra væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. Um 6 var að ræða félögin AAA , sem hafi fengið að láni 41.600.000 evrur, BBB , sem hafi fengið að láni 46.80 0.000 evrur og CCC , sem hafi fengið að láni 41.600.000 evrur. Samtals hafi peningamarkaðslán þessi verið að fjárhæð 130.000.000 evra og hafi þau verið veitt til að félögin gætu gert upp lán sem þau hafi fengið 7. ágúst 2008 hjá Kaupthing Bank Luxembourg S. A. Þau hafi verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu DDD sem lagði fjármunina inn á reikning hjá Deutsche Bank AG í London. Hafi 125.000.000 evra af þeim fjármunum verið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN eða lánshæfistengt skuldabréf sem bundið hafi verið skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 5.000.000 evra hafi verið greiddar sem þóknun til Deutsche Bank AG. Lán Kaupþings banka hf. til félaganna þriggja 29. ágúst 2008 hafi verið framlengd tvisvar, fyrst 19. september til 30. sama m ánaðar og svo frá þeim degi til 13. október sama ár. Þá segir í ákæru um lánin að þau hafi ekki verið greidd til baka og verði lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. Ákærði Magnús er borinn sökum um hlutdeild í þessum umboðssvikum með því að hafa l agt á ráðin um umrædda lánveitingu, haft milligöngu um hana og hvatt til þess að lánið yrði veitt þótt honum hlyti að hafa verið ljóst að meðákærðu brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið væri veitt án trygginga svo að veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir bankann. 12 Í öðrum kafla ákærunnar eru ákærðu Hreiðari Má og X gefin að sök umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 með því að hafa látið bankann veita DDD , félagi með takmarkaða ábyrgð skráð u á Bresku Jómfrúaeyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Lánin hafi verið sem hér segir: Að fjárhæð 50.000.000 evra 22 september 2008, sem var á gja lddaga 30. september sama ár en var framlengt til 13. október sama ár. Að fjárhæð 50.000.000 evra 29. september 2008, sem var á gjalddaga 6. október sama ár. Að fjárhæð 25.000.000 evra 7. október 2008, sem var á gjalddaga 13. sama mánaðar. Samtals hafi þes si peningamarkaðslán verið að fjárhæð 125.000.000 evra og hafi þeim verið varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank AG hafi kallað eftir á grundvelli skilmála lánshæfistengds skuldabréfs sem félagið hafi keypt af bankanum, sbr. fyrsta kafla . Eina eign DDD hafi verið þetta lánshæfistengda skuldabréf. Jafnframt segir að lánin hafi ekki verið greidd til baka og verði lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. Ákærða Magnúsi er gefin að sök hlutdeild í framangreindum umboðssvikum að því er t ekur til tveggja fyrri lánanna, sem þessi ákærukafli tekur til. 13 Í þriðja kafla ákærunnar eru þeir Hreiðar Már og X ákærðir fyrir brot á sama hegningarlagaákvæði með því að hafa 12. september 2008 látið Kaupþing banka hf. veita EEE , félagi með takmarkaða áb yrgð og skráðu á Bresku Jómfrúaeyjum, peningamarkaðslán að fjárhæð 130.000.000 evra, án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar bankans. Megnið af lánsfjárhæðinni, 128.625.000 evrur, hafi sama dag verið fært sem 7 eiginfjárframlag félagsins inn í dótturfélag þess FFF sem samdægurs lagði þá fjárhæð inn á reikning hjá Deutsche Bank AG. Þar hafi 125.000.000 evra verið varið til að greiða fyrir lánshæfistengt skuldabréf sem tengt var skuldat ryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 3.625.000 evrum varið til greiðslu þóknunar til bankans. Lánið hafi verið á gjalddaga 26. september 2008, en framlengt þann dag til 13. október sama ár. Þá segir að lánið hafi ekki verið greitt og verði lánsféð að telj ast Kaupþingi banka hf. glatað. Ákærða Magnúsi er einnig gefin að sök hlutdeild í framangreindum umboðssvikum. 14 Í fjórða kafla ákærunnar eru Hreiðari Má og X gefin að sök umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir til lánveitinga í september og okt óber 2008 með því að láta bankann veita FFF , félagi með takmarkaða ábyrgð og skráðu á Bresku Jómfrúaeyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Hafi féla ginu verið veitt peningamarkaðslán fyrst 22. september 2008 að fjárhæð 50.000.000 evra með gjalddaga 30. september 2008, sem hafi verið framlengt þann dag til 13. október sama ár, þá 3. október 2008 að fjárhæð 50.000.000 evra með gjalddaga 13. sama mánaðar og loks 7. október 2008 að fjárhæð 25.000.0000 evra með gjalddaga 13. sama mánaðar. Samtals hafi þessi peningamarkaðslán verið að fjárhæð 125.000.000 evra. Þeim hafi verið varið til að fjármagna greiðslur til Deutsche Bank AG í London í tengslum við CLN v iðskiptin. Eina eign FFF frá 2. október 2008 hafi verið lánshæfistengt skuldabréf. Þá segir að lánin hafi ekki verið greidd til baka og að lánsféð verði að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. Ákærða Magnúsi er einnig gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum v egna tveggja fyrri lánanna, sem þessi ákærukafli tekur til. 15 Í ákæru er að finna rökstuðning sem málsóknin er reist á, sbr. d - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Þar eru meðal annars raktar röksemdir vegna hvers hinna fjögurra kafla ákærunnar þar sem sak argiftir eru meðal annars tilgreindar, svo og heimfærsla til refsiákvæða. 16 Þar segir að brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga þurfi samkvæmt orðalagi ákvæðisins og dómaframkvæmd að uppfylla þrjú hlutlæg skilyrði. Gerandinn þurfi að vera í aðstöðu til að skuldbinda annan aðila, hann þurfi að misnota aðstöðu sína og háttsemin þurfi að minnsta kosti að hafa í för með sér verulega fjártjónshættu. 17 Ó umdeilt sé að ákærðu Hreiðar Már og X hafi verið í raunverulegri aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing banka hf., s á fyrrnefndi sem forstjóri félagsins og sá síðarnefndi sem starfandi stjórnarformaður þess. Þá hafi ákærði Hreiðar Már setið bæði í lánanefnd stjórnar og lánanefnd samstæðu og X verið formaður lánanefndar stjórnar. Ákærðu Hreiðar Már og X hafi notfært sér þessa aðstöðu þegar þeir létu Kaupþing banka hf. veita umræddum félögum framangreind lán. 8 18 Ákærði Magnús hafi verið framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og því ekki verið í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing banka hf. Hann hafi engu að síður átt svo veigamikinn þátt í umboðssvikum ákærðu Hreiðars Más og X að líta beri á hann sem hlutdeildarmann enda geti menn verið hlutdeildarmenn í umboðssvikum annarra þótt þeir séu sjálfir ekki í aðstöðu til að skuldbinda tjónþola. 19 Þá sé skilyrði um misnotkun a ðstöðu uppfyllt. Þótt ákærðu Hreiðar Már og X hafi haft umboð út á við gagnvart þriðja manni til að skuldbinda bankann hafi þá skort heimild gagnvart Kaupþingi banka hf. til lánveitinganna. Í fyrsta lagi hafi þeim með hliðsjón af reglubók Kaupþings banka h f., sem samþykkt hafi verið af stjórn bankans 27. september 2007, skort heimild til að láta greiða út lán, eins og þau sem um er fjallað í ákæru, án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda. Í öðru lagi hafi reglubók bankans gert ráð fyrir að l ánshæfi lántakenda væri metið og að gerðar væru kröfur um lágmarks eigið fé hjá bankanum en þar hafi á hinn bóginn ekki verið kveðið á um að hægt væri að undanþiggja lántaka lánshæfismati. Í þriðja lagi hafi verið tiltekið í reglubókinni að taka bæri veð f yrir láni og í fjórða lagi að eingöngu væri heimilt að veita fjármálafyrirtækjum með traust lánshæfismat óveðtryggt peningamarkaðslán. Einnig hafi í reglubókinni verið fjallað um kröfur vegna slíkra lána, meðal annars um takmörk varðandi fjárhæð og lánshæf iseinkunn fjármálafyrirtækja. Telur ákæruvaldið augljóst að aflandsfélög, ýmist nær eignalaus eða með neikvætt eigið fé og takmarkaðri ábyrgð, á undanþágulista, þannig að lánshæfi þeirra hafi alls ekki verið metið, hafi verið langt frá því að fullnægja þei m skilyrðum. 20 Loks byggir ákæruvaldið á því að veruleg fjártjónshætta hafi falist í því að lána þremur, nær eignalausum aflandsfélögum með takmarkaðri ábyrgð, án þess að meta greiðsluhæfi þeirra og án þess að veð eða aðrar tryggingar væru settar fyrir endur greiðslu lánanna. Þá hafi lánin verið veitt í trássi við innri reglur Kaupþings banka hf. en þeim hafi verið ætlað að takmarka fjártjónshættu bankans vegna útlána. Á þeim tíma sem um ræðir hafi lausafjárvandi bankans farið vaxandi, einkum í erlendri mynt. Um gríðarlega háar fjárhæðir hafi verið að ræða og hætta á miklu fjártjóni hafi verið yfirvofandi. Ákærðu hafi hlotið að þekkja reglur bankans vegna starfa sinna. Þar sem þeim hafi jafnframt verið fullkunnugt um form lánveitingarinnar og skort á tryggingum hafi þeim hlotið að vera ljós sú verulega fjártjónshætta sem falist hafi í lánveitingunum. Hafi því verið um auðgunarásetning að ræða af þeirra hálfu. 21 Lánveitingarnar sex, sem ákært sé fyrir, hafi samtals numið 510 milljónum evra. Miðað vi ð miðgengi evru þegar síðustu lánin hafi verið veitt, 7. október 2008, hafi ákærðu þannig látið Kaupþing banka hf. lána um 69,5 milljarða króna en 67,3 milljarða sé miðað við miðgengi evru þegar hvert og eitt lánanna var veitt. Hafi heildarfjárhæð lánanna miðað við miðgen gi evru á útborgunardegi þeirra því numið samtals um 15,9% af eigin fé hluthafa Kaupþings banka hf. og tæplega tvöfalt hærri 9 fjárhæð en reiknaður hagnaður bankans á fyrri hluta ársins samkvæmt árshlutareikningi bankans í lok júní 2008 . Lánin hafi verið vei tt á afar viðsjárverðum tímum í starfsemi íslenskra banka og í miðri alþjóðlegri lausafjárkrísu. Þá hafi öll lánin verið veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn hafi fengið 500 milljóna evra ney ðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því hafi verið varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært sé fyrir. 22 Í lok rökstuðnings ákæruvalds í ákæru segir að lán Kaupþings banka hf. til félaganna sem um ræðir í málinu hafi ekki verið endurgrei dd og hafi bú þeirra verið tekin til gjaldþrotaskipta á Bresku Jómfrúaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjórum þeirra muni eignir búanna vera óverulegar og hverfandi í samanburði við skuldir. Það samrýmist vel þeirri staðreynd að félögin hafi verið næ r eignalaus þegar lánin voru veitt og þeim öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. gl atað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Umboðssvikabrot ákærðu eru því stórfelld, hvernig sem á er litið og sakir ákærðu 23 Ákærðu mótmæla því ekki að Kaupþing banki hf. hafi lánað þeim félögum sem í ákæru greinir þær fjárupphæðir sem þar eru tilgreindar og á þeim dögum sem þar greinir. Ákærðu Hreiðar Már og X neita því á hinn bóginn að hafa misnotað aðstöðu sína til að skuldbinda bankann eins og lýst er í ákæru. Þeir hafi ekki tekið ákvö rðun um að láta Kaupþing banka hf. veita þau lán er þar greinir, hvorki einir né í sameiningu. Eina aðkoma þeirra að lánveitingunum hafi verið í tengslum við setu þeirra í lánanefndum bankans sem samþykkt hafi þær á fundum sínum. Hafi þeir mátt treysta því að þeir starfsmenn sem haldið hafi utan um lánamál hjá bankanum fylgdu þeim verkferlum sem gilt hafi um útlán hjá bankanum. Ákærði Hreiðar Már kveðst í engu þeirra tilvika sem um ræðir í ákæru hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldi veitt án þess að ferlum yrði fylgt og samþykkis lánanefndar aflað. Þá kveðst ákærði X ekki hafa vitað af veðköllum Deutsche Bank AG og engan þátt átt í ákvörðun um að mæta þeim. Sú áhætta sem Kaupþing banki hf. hafi tekið með lánveitingunum hafi eingöngu verið bundin við áhættu a f gjaldþroti Deutsche Bank AG eða Kaupþings banka hf. Áhætta af gjaldþroti þýska bankans hafi engin verið og á þeim tíma sem lánin voru veitt hafi litlar líkur verið taldar á því að Kaupþing banki hf. yrði gjaldþrota enda hafi bankinn staðist álagspróf Fjá rmálaeftirlitsins miðað við stöðu bankans 30. júní 2008. Þá hafi öll lánsmatsfyrirtækin metið stöðu bankans sterka. Loks hafi Kaupthing Bank Luxembourg S.A. verið með hald í öllum eignum þeirra félaga sem greinir í ákæru til tryggingar skuldum þeirra á gru ndvelli skilmála sem félögin hafi þurft að undirgangast í Lúxemborg. Hafi því verið tryggt að fjármunir rynnu ekki út úr þessum félögum án uppgjörs við bankann. 10 24 Af hálfu ákærða Magnúsar er á því byggt að meðákærðu hafi ekki gerst sekir um umboðssvik samkvæ mt 249. gr. almennra hegningarlaga vegna þeirra lánveitinga sem lýst er í ákæru. Því beri að sýkna hann af hlutdeild í brotum þeirra. Verði ekki á það fallist þurfi að meta með sjálfstæðum hætti hvort skilyrði hlutdeildar samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga séu fyrir hendi hvað hann varðar. Ásetningur hlutdeildarmanns þurfi að ná til allra efnisþátta verknaðar eins og honum sé sé lýst í verknaðarlýsingu 249. gr., sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga. Ásetningur hans hafi ekki staðið til þess að f ramin yrðu umboðssvik. Í fyrsta lagi hafi hann ekki komið að ákvörðunartöku um þær lánveitingar sem ákæran lúti að enda ekki haft heimild til þess. Aðkoma hans hafi takmarkast við að bera viðskiptavinum Kaupthing Bank Luxembourg S.A. ákveðna viðskiptahugmy nd Kaupþings banka hf. og í kjölfar þess að koma fram fyrir hönd viðskiptavina bankans í Lúxemborg gagnvart Deutsche Bank þegar samið var um skilmála lánshæfistengdu skuldabréfanna, sem og að taka á móti tilkynningum um veðköll og senda þau áfram til starf smanna Kaupþings banka hf. Í öðru lagi hafi honum ekki getað verið kunnugt um hvernig staðið var að ákvörðunum um lánveitingar Kaupþings banka hf. og hafi hann staðið í þeirri trú að stjórnendur Kaupþings banka hf. hefðu gætt allra viðeigandi laga og innri reglna Kaupþings banka hf. þegar lánveitingarnar voru samþykktar og lánin greidd út. Í þriðja lagi hafi ákærði talið, með sömu rökum og ákærðu Hreiðar Már og X hafa teflt fram í málinu og áður hefur verið gerð grein fyrir, að lítil eða engin áhætta hafi v erið tengd lánveitingum Kaupþings banka hf. sem varið hafi verið til kaupa á lánshæfistengdum skuldbréfum Deutsche Bank. Í fjórða lagi hafi viðskiptin með skuldabréfin verið sett upp með þeim hætti að hagsmunir Kaupþings banka hf. hafi verið tryggðir. Hafi Kaupthing Bank Luxembourg S.A. átt veð í öllum eignum þeirra félaga sem greinir í ákæru og þá hafi starfsmenn bankans í Lúxemborg og samstarfsmaður bankans setið í stjórnum félaganna og eingöngu tekið við fyrirskipunum frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. í stjórnarstörfum sínum. 25 Ákærðu vekja loks athygli á samkomulagi Deutsche Bank og Kaupþings ehf. frá 12. desember 2016 þar sem þýski bankinn hafi fallist á að endurgreiða Kaupþingi ehf. og félögunum DDD og FFF 425.000.000 evra og benda á að sú fjárhæð virði st nánast að öllu leyti hafa gengið endanlega til Kaupþings ehf. Af samkomulaginu verði ráðið að þýski bankinn hafi af einhverjum ástæðum fallist á að bankinn bæri ábyrgð á viðskiptunum með lánshæfistengdu skuldabréfin og að aðkoma áðurgreindra félaga að þ eim hafi ekki breytt því að viðskiptin hafi í reynd verið á milli Kaupþings banka hf. og Deutsche Bank AG. Ekki hafi því verið um aukna áhættu að ræða þótt félögin hafi verið notuð sem milliliðir í viðskiptunum. Enn fremur sé ljóst að fullyrðingar í röksem dum með ákæru um að lánsféð sé Kaupþingi ehf. að fullu glatað séu rangar þar sem samkomulagið hafi tryggt Kaupþingi ehf. nánast fullar endurheimtur á lánsfénu. 26 Eins og áður greinir var ákæra í málinu gefin út 22. apríl 2014 og var málið þingfest í héraði 1 1. júní sama ár. Dómur héraðsdóms var kveðinn upp í málinu 26. janúar 2016 11 og voru ákærðu sýknaðir af kröfum ákæruvalds. Dóminum var áfrýjað og með dómi Hæstaréttar 19. október 2017 í máli nr. 156/2016 var dómur héraðsdóms ómerktur. 27 Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að eftir að héraðsdómur gekk 26. janúar 2016 hefðu komið fram upplýsingar um samkomulag Deutsche Bank AG við Kaupþing ehf. og annað við DDD og FFF um greiðslur þýska bankans á samtals 425.000.000 evra vegna viðskiptanna. Hvorki hafi legið fy rir af hvaða ástæðum bankinn féllst á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og félögin tvö reistu málsóknir sínar á hendur Deutsche Bank AG um greiðslu. Þá hafi heldur ekki legið fyrir hvers eðlis g reiðslurnar voru, hvort um hafi verið að ræða samningsbundnar greiðslur eða hvort þær hafi verið skaðabætur og ef svo var hvers eðlis þær skaðabætur hafi verið. Þá sagði að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvi ka samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga hafi verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt framansögðu væri óhjákvæmilegt þegar af framangreindum ástæðum að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð ina í héraði frá upphafi aðalmeðferðar og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar þar sem meðal annars gæfist kostur á að afla rannsóknar lögreglu á framangreindum atriðum og leggja á nýjan leik mat á sakargiftir á hendur ákærðu með tilliti til þe ss og annarra gagna málsins. 28 Í þágu þeirrar rannsóknar sem mælt var fyrir um í áðurgreindum dómi Hæstaréttar og með hliðsjón af 2. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008 óskaði embætti héraðssaksóknara 7. desember 2017 eftir upplýsingum frá Kaupþingi ehf. um fyrrg reint samkomulag við Deutsche Bank AG. Nánar tiltekið var farið fram á svör við því í fyrsta lagi hverjar væru ástæður þess að Deutsche Bank AG féllst á að greiða annars vegar Kaupþingi ehf. 212.500.000 evrur og hins vegar félögunum DDD og FFF sömu fjárhæð . Í öðru lagi með hvaða rökum og á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. annars vegar og félögin tvö og skiptastjórar þeirra hins vegar hefðu reist málsóknir sínar á hendur Deutsche Bank AG. Í þriðja lagi var óskað eftir upplýsingum um hvers eðlis greiðslur nar frá Deutsche Bank AG hefðu verið, það er að segja hvort um hefði verið að ræða samningsbundnar greiðslur eða skaðabætur og ef um skaðabætur var að ræða var óskað svara við því hvers eðlis þær skaðabætur hefðu verið. 29 Í svarbréfi Kaupþings ehf. 19. janú ar 2018 kemur fram að á árinu 2012 hafi Kaupþing ehf. höfðað þrjú dómsmál á hendur Deutsche Bank AG, eitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hér eftir kallað íslenska málið, og tvö fyrir dómstólum í Englandi, hér eftir kölluð ensku málin. Kröfur Kaupþings ehf. í íslenska málinu hafi lotið að riftun og greiðslu á 508.625.000 evrum á grundvelli reglna um skaðabætur eða endurheimtu auðgunar samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., auk vaxta og dráttarvaxta samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti o g verðtryggingu. Heildarfjárhæð krafna Kaupþings með vöxtum og dráttarvöxtum hafi numið meira en 850.000.000 evra þegar sættir hafi náðst. 12 30 Í bréfinu er bent á að Kaupþing ehf. telji að útgáfa hinna lánshæfistengdu skuldabréfa af hálfu Deutsche Bank AG og lánastöður Kaupþings banka hf. gagnvart félögunum sex, sem um ræðir í máli þessu, hafi í reynd verið ein samhangandi heildarráðstöfun. Tilgangur lánveitinga til félaganna hafi verið sá að kaupa og greiða fyrir lánshæfistengd skuldabréf, sem gefin hafi veri ð út af þýska bankanum til félaganna DDD annars vegar og FFF hins vegar. Engin lánshæfistengd skuldabréf hefðu verið gefin út ef ekki hefði verið fyrir fjármögnun frá Kaupþingi banka hf. og hafi félögin DDD og FFF og þau félög sem voru hluthafar í þeim ein göngu verið milliliðir í - átti við allar þær ráðstafanir sem leitt hafi til þess að 508.625.000 evrur runnu til Deutsche Bank frá Kaupþingi banka hf. í gegnum félögin DDD og FFF auk tengdra félaga. 31 Þá er rakið í bréfi Kaupþings ehf. að þegar skilanefnd hafi verið skipuð yfir Kaupþingi banka hf. 9. október 2008 hafi Deutsche Bank AG lýst því yfir að greiðslufall hefði orðið af hálfu Kaupþings banka hf. samkvæmt skilmálum l ánshæfistengdu skuldabréfanna og að endurgreiðsluskylda Deutsche Bank gagnvart félögunum DDD og FFF væri 0 evrur. Af þessu hafi leitt að lán Kaupþings banka hf. til DDD og FFF , sem og til þeirra fjögurra félaga sem voru hluthafar í þeim félögum, voru töpuð enda hafi félögin DDD og FFF engar aðrar eignir átt og engar eignir höfðu verið settar til tryggingar lánunum sem unnt hefði verið að leita fullnustu í. 32 Kaupþing ehf. hafi kr afist þess í íslenska málinu að greiðslum Kaupþings banka hf. til Deutsche Bank, sem leitt hafi af CLN - viðskiptunum, þar með talið lánveitingum Kaupþings til félaganna DDD og FFF og tengdra félaga, yrði rift. Kaupþing ehf. hafi byggt riftunarkröfu sína í f yrsta lagi á því að umræddar ráðstafanir hafi falið í sér tryggingu fyrir eldri skuldum og væru sem slíkar riftanlegar samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 21/1991. Í öðru lagi að greiðslurnar hafi falið í sér fyrirframgreiðslu á skuldum Kaupþings banka hf. við Deutsche Bank, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, í þriðja lagi að um gjafagerning í þágu Deutsche Bank hafi verið að ræða, sbr. 1. mgr. 131. gr. sömu laga, og í fjórða lagi að um ótilhlýðilega ráðstöfun í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991 væri að ræða. 33 Auk þess að krefjast riftunar umræddra ráðstafana hafi Kaupþing ehf. krafist greiðslu á 508.625.000 evrum úr hendi Deutsche Bank með vísan til 142. gr. laga nr. 21/1991. Fjárkrafan hafi aðallega verið sett fram sem krafa um skaðabætur á þeim grun dvelli að Deutsche Bank hefði vitað eða mátt vita að ráðstafanirnar væru riftanlegar, sbr. lokamálslið 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991, sem og á grundvelli 3. mgr. 142. gr. sömu laga ef fallist yrði á riftun á grundvelli 141. gr. laganna. Til vara hafi f járkrafan verið reist á því að Deutsche Bank bæri, hvað sem öðru liði, að endurgreiða Kaupþingi ehf. auðgun sem leitt hefði af hinum riftanlegu ráðstöfunum, sbr. 1. mgr. síðastnefnds lagaákvæðis. 13 34 Í öðru ensku málanna hafi einnig verið krafist riftunar á g reiðslum til Deutsche Bank á grundvelli XX. kafla laga nr. 21/1991. Haf i það verið gert vegna þeirrar óvissu sem uppi hafi verið um að íslenska málinu yrði vísað frá dómi á grundvelli varnarþingsreglna en sú óvissa hafi vaknað í kjölfar dóms Hæstaréttar í öðru óskyldu máli. Hafi orðið úr að enska málinu var frestað þar til leyst yrði úr íslenska málinu. Seinna dómsmálið sem Kaupþing ehf. höfðaði á hendur Deutsche Bank fyrir dómstólum í Englandi byggðist hins vegar á almennum reglum ensks skaðabótaréttar. Í stuttu máli hafi verið á því byggt að þær ráðstafanir sem fólust í CLN - viðskiptunum hafi falið í sér brot af hálfu Hreiðars Más Sigurðssonar og X á trúnaðar - og starfsskyldum þeirra sem æðstu stjórnenda Kaupþings, að Deutsche Bank hafi hvatt til eða aðstoð að þá í meintum brotum þeirra gegn Kaupþingi banka hf. og að Deutsche Bank bæri bótaábyrgð á þeirri háttsemi. Þessu dómsmáli hafi einnig verið frestað þar til leyst yrði úr íslenska málinu. 35 Í bréfi Kaupþings ehf. segir að málin þrjú hafi nær eingöngu veri ð rekin á grundvelli gagna Kaupþings banka hf., það er upplýsinga úr bókhaldi, lánakerfum og afritum af tölvuskeytum starfsmanna. Að einhverju marki hafi þó verið stuðst við opinberar heimildir. 36 Kaupþing ehf. hafi ekki verið aðili að dómsmáli sem þrotabú félaganna DDD og FFF hafi höfðað gegn Deutsche Bank í Englandi en félaginu væri aftur á móti í aðalatriðum kunnugt um á hvaða grundvelli málið hefði verið rekið. Í fyrsta lagi hafi verið um að ræða skaðabótakröfu á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, X , Deutsc he Bank AG og nafngreindu félagi, sem hafi gegnt hlutverki stjórnarmanns í félögunum DDD og FFF , fyrir saman tekin ráð um að skaða með ólögmætum hætti hagsmuni félaganna með því að fá þau til að gerast aðilar að umræddum viðskiptum með lánshæfistengd skuld abréf sem valdið hafi þeim tjóni. Í öðru lagi hafi verið um að ræða skaðabótakröfur þrotabúa DDD og FFF gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, X , O og Deutsche Bank AG sem hafi byggst á því að stofnað hafi verið til reksturs félaganna DDD og FFF í sviksamlegum tilg angi (e. fraudulent trading) en áðurgreindir aðilar hafi tekið þátt í eða verið hvatamenn að slíkum rekstri. Hafi verið krafist skaðabóta að álitum sem dygðu til að bæta félögunum það tjón sem þau hefðu orðið fyrir vegna CLN - viðskiptanna. 37 Í bréfi Kaupþings ehf. kemur fram að málarekstur Kaupþings ehf. annars vegar og þrotabúa DDD og FFF hins vegar hafi verið samtvinnaður á þann hátt að ef þrotabúin hefðu endurheimt tjónsbætur frá Deutsche Bank eða öðrum stefndu í fyrrgreindu máli hefðu þær verið nýttar til þess að greiða inn á lán þrotabúanna og tengdra félaga hjá Kaupþingi ehf. Með því hefðu fjárkröfur Kaupþings ehf. í íslenska og öðru enska málinu lækkað enda hefði tjón Kaupþings ehf. af CLN - viðskiptunum minnkað eftir því sem meira hefði greiðst inn á láni n til DDD , FFF og tengdra félaga. Á sama hátt hefði Kaupþing ehf. fært hugsanlegar bætur frá Deutsche bank til lækkunar á lánum 14 DDD , FFF og tengdra félaga og þar með hefði tjón félaganna af CLN - viðskiptunum minnkað sem lækkun skuldarinnar við Kaupþing ehf. næmi. 38 Skiptastjórar í þrotabúum félaganna DDD og FFF muni hafa byggt mál sitt gegn Deutsche Bank og fleirum að miklu leyti á gögnum sem Kaupþing ehf. hafi látið þeim í té, það er upplýsingum úr bókhaldi og lánakerfum Kaupþings banka hf. Kaupþing ehf. haf i þó ekki nákvæmar upplýsingar um þau gögn sem byggt hafi verið á í málinu enda hafi félagið ekki verið aðili að því. 39 Öllum framangreindum dómsmálum hafi lokið með samkomulagi um að Deutsche Bank greiddi annars vegar Kaupþingi ehf. 212.500.000 evrur og hin s vegar þrotabúum DDD og FFF sömu fjárhæð. Ekki sé vitað með vissu hvað legið hafi að baki þessari ákvörðun Deutsche Bank en þrátt fyrir samkomulagið hafi bankinn ekki viðurkennt kröfur, málsatvikalýsingu eða þær málsástæður sem byggt hafi verið á í málunu m. 40 Kaupþing ehf. líti á samkomulagsgreiðslu þýska bankans til Kaupþings ehf. annars vegar og til þrotabúa DDD og FFF hins vegar sem eitt og sama heildaruppgjörið á öllum þeim kröfum sem settar hafi verið fram í dómsmálum Kaupþings ehf. annars vegar og þro tabúa DDD og FFF hins vegar gegn Deutsche Bank vegna nefndra viðskipta. Kaupþing ehf. hafi leitt samningaviðræður við Deutsche Bank að því leyti sem sneri að þeirri heildarfjárhæð sem þyrfti til að sætta mætti dómsmál á milli aðila. Sátt á milli Kaupþings ehf. og Deutsche Bank hafi verið háð ýmsum fyrirvörum, svo sem að skiptastjórar í þrotabúum DDD og FFF myndu einnig ljá heildarsamkomulagi milli aðila atbeina sinn . Kaupþing ehf. gangi út frá því að Deutsche Bank hafi talið einhverja lögfræðilega áhættu hafa falist í umræddum dómsmálum og því ákveðið að ljúka þeim með sátt. 41 Sem svar við þeirri spurningu hvers eðlis greiðslurnar frá Deutsche Bank voru bendir Kaupþing ehf. á í bréfi sínu að samkomulagsgreiðsla þýska bankans til Kaupþings ehf. annars vegar o g DDD og FFF hins vegar, að heildarfjárhæð 425.000.000 evra, hafi verið innt af hendi til fulls og endanlegs uppgjörs vegna allra þeirra krafna sem gerðar voru á hendur Deutsche Bank í íslenska málinu, ensku málunum og máli þrotabúanna. Samkomulagsgreiðsla n hafi því verið innt af hendi til uppgjörs á öllum þeim riftunar - , auðgunar - og skaðabótakröfum sem gerðar hafi verið á hendur Deutsche Bank vegna þess tjóns sem Kaupþing ehf. og skiptastjórar þrotabúa félaganna töldu að hlotist hefði af CLN - viðskiptunum. Í lok bréfsins er tekið fram að ekkert beint samningssamband hafi verið á milli Kaupþings banka hf. og Deutsche Bank vegna CLN - viðskiptanna fyrr en samkomulag hafi verið gert við þýska bankann um sættir áðurgreindra dómsmála. Með sama hætti megi benda á a ð samningsskuldbindingar Deutsche Bank gagnvart DDD og FFF hafi liðið undir lok þegar hin lánshæfistengdu skuldabréf hafi verið gerð upp formlega í október 2008 með því að Deutsche Bank hafi leyst þau til sín án greiðslu til félaganna á þeirri forsendu að þau hefðu orðið verðlaus við greiðslufall Kaupþings banka hf. Af því leiði að heildaruppgjörið, sem fram hafi farið í byrjun árs 2017 á milli Deutsche Bank og 15 Kaupþings ehf. annars vegar og Deutsche Bank og þrotabúa DDD og FFF hins vegar hafi ekki verið up pgjör á eldri samningsskuldbindingum milli aðila, heldur á skaðabóta - og auðgunarkröfum með þeim hætti sem að framan hafi verið rakið. 42 Í þinghaldi í málinu í héraði 14. maí 2018 voru lögð fram í málinu gögn sem aflað var með áðurgreindri rannsókn. Auk fram angreindra bréfasamskipta embættis héraðssaksóknara og Kaupþings ehf. var lagt fram samkomulag milli Kaupþings ehf. og Deutsche Bank AG frá 12. desember 2016, samkomulag milli annars vegar DDD , FFF og fleiri og Deutsche Bank AG hins vegar, einnig frá 12. d esember 2016, og endurrit af skýrslum tveggja lögmanna Kaupþings ehf. hjá lögreglu 20. febrúar og 14. mars 2018, en þeir munu hafa komið að gerð áðurgreinds samkomulags. 43 Að kröfu ákærðu vísaði héraðsdómur málinu frá dómi með úrskurði 11. september 2018 á þ eim grundvelli að ákæruvaldið hefði ekki rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hefði talið rétt að rannsaka, sbr. áðurgreindan dóm í máli nr. 156/2016. Málið væri í sama búningi og eftir ómerkingardóm Hæstaréttar og væri því ekki tækt til efnisme ðferðar. Frávísunarúrskurði héraðsdóms var skotið til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar 1. nóvember 2018 í máli nr. 712/2018 var rakið að ákæruvaldið teldi að rannsóknin hefði leitt í ljós að áðurgreint samkomulag hefði ekki þýðingu fyrir grundvöll málsi ns og úrlausn þess og hefði að mati ákæruvaldsins ekki þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga væri fullnægt í málinu. Rannsóknin breytti því ekki þeim forsendum sem legið hefðu til grundvallar útgáfu ákær u og væri málið því tækt til efnismeðferðar. Vísaði Landsréttur til þess að framangreind ákvörðun ákæranda væri hluti af meðferð ákæruvalds sem honum væru fengnar að lögum, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008, og gætu eðli sínu samkvæmt ekki sætt endurskoðun dó mstóla við úrlausn þessa máls. Var frávísunarúrskurður héraðsdóms því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. 44 Með hinum áfrýjaða dómi, sem kveðinn var upp 4. júlí 2019, voru ákærðu sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins með þeim rökum að ósannað væri að ásetningur ákærðu Hreiðars Más og X hefði staðið til þess að misnota aðstöðu sína í auðgunarskyni með því að veita þau lán sem í ákæru greindi, hvort sem var til upphaflegra kaupa á skuldabréfum, eins og ákært væri fyrir í fyrsta og þriðja kafla ákæru , eða til að mæta veðköllum, eins og ákært væri fyrir í öðrum og fjórða kafla ákæru. Eins og ákæru væri háttað leiddi þessi niðurstaða til þess að þarflaust væri að taka afstöðu til þess hvort reglum bankans hefði verið fylgt í einu og öllu við lánveitingarnar. Þá var talið að af framangreindri niðurstöðu leiddi einnig að sýkna bæri ákærða Magnús af ákæru fyrir hlutdeild í umboðssvikum. II. 45 Aðalkrafa ákærðu um frávísun málsins frá dómi byggist í fyrsta lagi á því að þeir hafi ek ki fengið aðgang að öllum haldlögðum gögnum þegar málið var til rannsóknar hjá lögreglu og við meðferð þess hjá dómi. Þeir hafi þurft að sæta því að fá eingöngu 16 aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið hafi talið hafa sönnunargildi í málinu og ákveðið að væru hluti af þessu máli, auk tölvupósts þeirra sjálfra og símtala sem hafi verið hljóðrituð á grundvelli dómsúrskurða. Með því hafi verið brotið gegn réttindum ákærðu samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mann réttindasáttmála Evrópu. Sams konar röksemdir komu til álita í dómi Hæstaréttar 6. október 2016 í máli nr. 498/2015. Eins og þar er rakið munu þau gögn sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins vera umfangsmikil og meðal þeirra vera rafræn afrit af tölvuskeytum, sem fóru um tölvukerfi Kaupþings banka hf. á tilteknu tímabili. Slíkt heildarsafn gagna hefur óhjákvæmilega að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni viðskiptamanna bankans sem leynd verður að ríkja um og persónulegar upplýsingar um starfsmenn bankans. Líkt og rakið er í framangreindum dómi Hæstaréttar hefur ákærðu ekki verið neitað um aðgang að tilteknum gögnum heldur að þessum gögnum í heild , sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. mars 2015 í máli nr. 185/2015 . Samkvæmt því verða ekki talin efni til að vísa máli þessu frá dómi á grundvelli framangreindra röksemda ákærðu . 46 Í öðru lagi byggist krafa ákærðu um frávísun málsins á því að ákæruvaldið hafi ekki gætt að skyldunni til hlutlægni við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi. Vís a ákærðu meðal annars til þess að embætti sérstaks saksóknara hafi verið sett á fót til að sefa reiði, efla réttlætiskennd og auka trú borgaranna á réttarríkið og að óhjákvæmilega hafi skapast aukinn og óeðlilegur þrýstingur á stjórnendur og starfsmenn emb ættisins að skila árangri. Rannsóknaráætlun frá 2009 sem lúti að þriðja og fjórða kafla ákæru þessa máls, áætlun um ákærur sem embætti sérstaks saksóknara hafi gert árið 2010 og greinargerð rannsakenda, sem lögð hafi verið fram í málinu, bendi einnig til þ ess að hlutlægni hafi ekki verið gætt hjá embættinu við rannsókn þessa máls. Enn fremur vísa ákærðu til umfjöllunar fjölmiðla og ummæla sérstaks saksóknara og ráðgjafa hans, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og ráðamanna þjóðarinnar sem hafi ýmist gefið til k ynna eða fullyrt að refsiverð brot hafi verið framin í starfsemi fjármálafyrirtækja. Framangreint hafi leitt til þess að réttur ákærðu samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotinn. Hvað þessar röksemdir varðar er til þess að líta að hafi ákæruvaldið ekki gætt að skyldu til hlutlægni við meðferð máls ákærðu kemur slíkt til skoðunar varðandi efnishlið málsins . 47 Í þriðja lagi vísa ákærðu til þess að símtöl þeirra og verjenda þeirra hafi verið hleru ð og þeim ekki eytt. Með því hafi verið brotið gegn þagnarrétti sakbornings og rétti ákærðu til trúnaðar um samtöl þeirra við verjendur og þar með rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar, sbr. 1. mgr. 36. gr., 2. málslið 1. mgr. 68. gr., 85. gr., 2. mgr. 99. gr. og 4. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008, 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sams konar röksemdir komu einnig til álita í dómum Hæstaréttar í málum nr. 145/2014 og nr. 498/2015. Líkt og við meðferð þeirra mála li ggur í þessu máli ekkert fyrir um efni tilvitnaðra símtala í rannsóknargögnum eða málsgögnum fyrir dómi, hvorki í heild né að hluta. Hljóðupptökurnar eða gögn úr 17 þeim hafa því ekki verið nýtt til sönnunar fyrir dómi í þessu máli. Þá hafa engin haldbær rök verið færð fyrir því að hlustun á símtölum ákærðu við verjendur þeirra hafi í reynd haft áhrif á rannsókn málsins eða að raunhæf hætta geti hafa verið á því. Loks er að líta til þess að lögreglan hefur ekki heimild til að fela öðrum framkvæmd símahlustunar samkvæmt XI. kafla laga nr. 88/2008. Að þessu virtu og með hliðsjón af skýrri dómaframkvæmd verður ekki fallist á frávísun málsins af þessum sökum . 48 Í fjórða lagi byggist frávísunarkrafa ákærðu á því að samkvæmt 1. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2008 hefði átt að saksækja þá í einu lagi í öllum þeim sakamálum sem hafa verið eða eru til meðferðar á hendur þeim. Í þessu sambandi hafi einnig verið brotið gegn 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Framangreint ákvæði 1. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2008 mælir fyrir um að saksækja skuli mann fyrir fleiri en eitt brot í einu lagi eftir því sem við verður komið. Að því gættu að sú regla sem ákvæðið mælir fyrir um sætir takmörkunum, meðal annars með tilliti til hagsmuna sakbornings af því að málum gegn honum verði lokið innan hæfilegs tíma, getur hún ekki leitt til frávísunar máls á hendur ákærðu. Þá eru annmarkar á meðferð máls sem grundvallast á 1. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2008 ekki þess eðlis að þeir leiði til frávísunar máls frá dómi . 49 Ákærði Magnús byggir frávísunarkröfu sína enn fremur á því að ákæran á hendur honum sé vanreifuð svo að í bága fari við ákvæði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008, aðallega c - og d - liði, og leiði það til þess að honum sé ókleift að verja sig með fullnægjandi hætti. Í röksemdum ákæru sé ekki vikið að því hvernig ákærði Magnús eigi að hafa lagt á ráðin um umræddar lánveitingar eða hvatt til þeirra eða hvernig hann hefði mátt vita að lánin væru veitt án trygginga eða hvernig honum hafi átt að vera ljóst að meðák ærðu brysti heimild til lánveitinganna, í samræmi við verknaðarlýsingu ákærunnar. Enn fremur sé í ákærunni ekki vikið að því að ásetningur ákærða Magnúsar hafi staðið til þess að liðsinna við umboðssvik. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 ska l í ákæru meðal annars greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af og heimfærslu brots til laga. Verknaðarlýsing í ákæru á að vera gagnorð á sama hátt og þær röksemdir sem málsóknin byggist á, sbr. d - lið sömu málsgreinar. Þá segir í 1. mgr. 180. gr. sömu laga að ekki megi dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greini. Veltur það á atvikum máls og eðli brots hverju sinni hverjar kröfur verða gerðar til efnis ákæru samkvæmt 152. gr. laganna. Í greinargerð ákærða Magnúsar til Landsréttar, sem og við munnlegan flutning málsins fyrir réttinum , er fjallað um hvort háttsemi ákærða geti talist umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að mati Landsréttar verður því ekki séð að ákæra málsins hafi verið svo van reifuð að vörnum ákærða hafi verið áfátt af þeim sökum. Að því virtu verður ekki fallist á frávísun málsins á þeim grundvelli . 50 Loks byggir ákærði Magnús á því að slíkir vankantar hafi verið á birtingu áfrýjunarstefnu ákæruvalds að þ eir leiði til frávísunar málsins hvað hann varðar. Vísar 18 hann í því sambandi til bréfs hans til Landsréttar 23. september 2019 þar sem hann kveðst ekki hafa fengið áfrýjunarstefnu vegna málsins innan tilskilins tíma. Kveðið er á um það í 3. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 að hyggi st ríkissaksóknari áfrýja héraðsdómi skuli hann gefa út áfrýjunarstefnu innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Hafi ríkissaksóknari áfrýjað héraðsdómi skal hann svo fljótt sem verða má fá áfrýjunarstefnu birta fyrir ákærða, sbr. 3. mgr. 201. gr. sö mu laga. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 4. júlí 2019 og áfrýjunarstefna gefin út 31. sama mánaðar. Þá liggur fyrir að áfrýjunarstefnan var birt lögmanni ákærða Magnúsar 21. ágúst 2019 eða um þremur vikum eftir að hún var gefin út. Með bréfi Landsrétta r 28. sama mánaðar var viðkomandi lögmaður skipaður verjandi ákærða og honum tjáð að tilkynnt yrði síðar um frest til greinargerðar í málinu. Með tölvuskeyti Landsréttar 4. desember 2019 var verjendum ákærðu tilkynnt að greinargerð ákæruvaldsins hefði bori st og var ákærðu veittur frestur til að skila greinargerð og málsgögnum til réttarins til 15. janúar 2020. Verjandi ákærða Magnúsar skilaði greinargerð til Landsréttar fyrir hans hönd 15. janúar 2020. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á að bi rting áfrýjunarstefnu á hendur ákærða Magnúsi hafi verið með þeim hætti að valda eigi frávísun málsins frá Landsrétti . 51 Af hálfu ákærða Magnúsar er ennfremur á það bent að hann hafi verið sýknaður í héraði á þeim grundvelli að meðákærðu hefðu ekki gerst sek ir um aðalbrotin. Með vísan til þess, 196. gr. laga nr. 88/2008 og forsendna dóms Hæstaréttar 7. júní 2012 í máli nr. 442/2011 sé á því byggt að Landsréttur geti ekki sakfellt ákærða eins og ákæruvaldið krefjist heldur verði annað hvort að ómerkja hinn áfr ýjaða dóm eða staðfesta niðurstöðu hans um sýknu ákærða. Tilvitnaður dómur Hæstaréttar var kveðinn upp áður en lögum nr. 88/2008 var breytt með lögum nr. 46/2016 um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála en með þeim var stofnað til millidómstigs hér á landi. Er í núgildandi lögum um meðferð sakamála gert ráð fyrir að munnleg sönnunarfærsla geti farið fram að nýju á áfrýjunarstigi, ýmist með því að spila upptökur af skýrslum ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi í hljóði og mynd eða m eð viðbótarskýrslum þeirra fyrir Landsrétti. Í áðurgreindum dómi Hæstaréttar var ómerking héraðsdóms í því máli byggð á ákvæðum þágildandi 208. gr. laganna þar sem kveðið var á um að Hæstiréttur gæti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi m unnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hefði gefið skýrslu þar fyrir dómi. Í máli þessu hefur munnleg sönnunarfærsla farið fram með því að spilaðar voru upptökur af skýrslum ákærðu og helstu vitna fyrir héraðsdómi. Þá gafst ákærðu kostur á að gefa viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti sem þeir töldu ekki þörf á. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að framangreindur dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi í máli þessu. III. 1. 19 52 Búnaðarbanki Íslands var stofnaður með lögum nr. 115/1941 og var hann í eigu íslenska ríkisins. Með lögum nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands varð sú breyting að Búnaðarbanki Íslands hf. tók til starfa 1. janúar 1998, en hann var um sinn áfram í eigu ríkisins. Þeim lögum var svo breytt með 1. gr. laga nr. 70/2001 á þann hátt að ríkinu var heimilað að selja þann hlut, sem það þá átti enn í Búnaðarbanka Íslands hf., og var þeirrar heimildar endanlega neytt 16. janúar 2003. Síðar á því ári var félagið sameinað Kaupþingi hf. og fékk sameinaða félagið seinna heitið Kaupþing banki hf. Frá árinu 1998 mun Kaupþing hf. hafa átt dótturfélagið Kaupthing Bank Luxembourg S.A. sem hafði á hendi starfsemi í því landi og varð dótturfélag Kaupþings banka hf. eftir fyrirgreinda sameiningu. Á þessum árum jókst starfsemi Kaupþings banka hf. mjög hér á landi og erlendis og mun hafa verið svo komið á árinu 2008 að félagið átti ýmist dótturfélög eða rak útibú í 15 löndum. Á þeim tíma var ákærði Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka hf. og ákærði X formaður stjórnar félagsins. Fyrir liggur að ákærði X var í fullu starfi hjá félaginu sem formaður stjórnar þess. Þá mun ákærði Magnús Guðmundsson hafa stýrt dótturfélaginu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 53 Fjármálaeftirlitið neytti 9. október 20 08 heimildar samkvæmt 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Kaupþingi banka hf., víkja stjórn hans frá og setja yfir hann skilanefnd, en slit á félaginu, sem eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins bar heitið Kaupþing ehf., hófust 22. apríl 2009 og lauk nokkrum árum síðar með nauðasamningi. 54 Kaupþing banki hf. starfaði á grundvelli samþykkta sem Kaupþingi hf. voru upphaflega settar á stofnfundi félagsins 22. febrúar 1982, en á þe im voru gerðar ýmsar breytingar allt frá 1989 og síðast á aðalfundi félagsins 7. mars 2008. Í samræmi við ákvæði samþykkta Kaupþings banka hf. samþykkti stjórn félagsins regluhandbók sem á ensku nefndist Internal Control and Procedural Handbook. Hún gegndi því hlutverki endurspeglaði jafnan nýjustu reglur og verklagsreglur sem í gildi væru í bankanum. Regluhandbókin skyldi í september ár hvert lögð fyrir stjórn félagsins til samþykk tar og gefin árlega út í bókarformi í nóvember eða desember. Þá sagði að nýjasta útgáfa regluhandbókarinnar skyldi vera tiltæk á innra neti Kaupþings banka hf. á alþjóðavísu og þegar breytingar væru gerðar á reglum og verklagsreglum hans bæri að uppfæra re gluhandbókina tafarlaust og birta uppfærslurnar á innra netinu. Sú regluhandbók sem í gildi var á ákærutímabilinu var samþykkt í stjórn Kaupþings banka hf. 27. september 2007. 55 Í Kaupþingi banka hf. voru starfandi allmargar lánanefndir en um valdsvið þeirra voru ákvæði í regluhandbókinni. Þær tvær lánanefndir sem koma við sögu málsins voru lánanefnd stjórnar og lánanefnd samstæðu . 56 Lánanefnd stjórnar var skipuð fjórum mönnum, formanni stjórnar bankans, forstjóra samstæðunnar og tveimur fulltrúum kjörnum af st jórn bankans. Formaður stjórnar 20 bankans var jafnframt formaður nefndarinnar og forstjóri samstæðunnar varaformaður hennar. Um nefndina sagði í regluhandbókinni að hún hittist eftir þörfum en yfirleitt mánaðarlega og tæki ákvarðanir um lán sem væru hærri en 165.000.000 evr a . Á reglulegum fundum hennar skyldu vera á dagskrá fundargerð síðasta fundar, nýjar eða breyttar útlánaákvarðanir, kynning útlánatillagna og umsókna, yfirlit yfir vaxtaákvæði lána, stærstu útlánaáhættur, samþjöppun geira og stærstu vanskil alán. Ákvarðanir nefndarinnar væru endanlegar og almennt þyrfti gild útlánaákvörðun að vera undirrituð af formanni nefndarinnar og tveimur öðrum nefndarmönnum. Í fjarveru formanns mætti samþykkja lánaákvörðun með undirskrift þriggja nefndarmanna. Ef um brý na lánatillögu væri að ræða, sem ekki gæti beðið næsta reglulegs fundar, mætti taka gilda og framkvæmanlega lánaákvörðun svo fremi hún væri undirrituð af nefndarmönnum sem gætu fullgilt hana á reglulegum fundi. Slík ákvörðun skyldi kynnt, skoðuð og skráð í fundargerð næsta reglulegs fundar. Nefndinni var heimilt að fela einstökum starfsmanni ákvörðunarvald undir sérstökum kringumstæðum. Lánanefnd stjórnar mátti mynda ákvörðunarbæran meirihluta að því gefnu að allir nefndarmenn hefðu verið boðaðir á fund með minnst tveggja daga fyrirvara, minnst þrír þeirra væru til staðar og viðstaddir og þeir hefðu vald til að samþykkja lánaákvörðun. Þátttaka á fundum í gegnum síma og fjarfundarbúnað taldist viðvera. Tölusett fundargerð skyldi skráð á fundi lánanefndar stjó rnar og bæri að leggja hana fram og staðfesta á næsta fundi. 57 Lánanefnd samstæðu var skipuð þremur mönnum, forstjóra samstæðu Kaupþings banka hf., yfirmanni útlánasviðs og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Yfirmaður áhættustýringar sat einnig fundi nefndarinnar og hafði þar málfrelsi en tók ekki þátt í lánaákvörðunum. Forstjóri samstæðunnar var formaður nefndarinnar og yfirmaður lánasviðs varaformaður. Lánanefnd samstæðu skyldi samkvæmt regluhandbókinni hittast eftir þörfum, en yfirleitt tvisvar í vi ku, og var henni heimilt að samþykkja ný lán til aðila sem næmu alls 165.000.000 evr a , þar á meðal til tengdra aðila. Á reglulegum fundum nefndarinnar skyldi meðal annars vera á dagskrá fundargerð síðasta fundar, lánaákvarðanir og kynning á lánatillögum og umsóknum. Ákvörðun nefndarinnar var endanleg. Lánaákvörðun var gild þegar allir viðstaddir fulltrúar samþykktu hana einróma. Ef um brýna lánatillögu var að ræða, sem ekki gat beðið næsta reglulegs fundar lánanefndar, mátti taka gilda og framkvæmanlega lán aákvörðun svo fremi hún væri undirrituð af nefndarmönnum sem gætu fullgilt hana á reglulegum fundi. Slík ákvörðun skyldi kynnt, skoðuð og skráð í fundargerð næsta reglulegs fundar. Lánanefndinni var heimilt að fela einstökum starfsmanni ákvörðunarvald undi r sérstökum kringumstæðum. Þá var nefndinni heimilt að mynda ákvörðunarbæran meirihluta að því gefnu að allir nefndarmenn hefðu verið boðaðir á fundinn, minnst tveir þeirra væru viðstaddir og annar þeirra væri formaður eða varaformaður nefndarinnar. Þáttta ka á fundum í gegnum síma eða fjarfundarbúnað taldist viðvera. Um ritun fundargerða og samþykkt þeirra voru sambærileg ákvæði og um lánanefnd stjórnar. 21 58 Í regluhandbók Kaupþings banka hf. var að finna myndrænt yfirlit um ferli útlánaveitingar. Það skyldi he fjast með því að viðskiptamaður setti sig í samband við viðskiptastjóra sem útfyllti umsóknareyðublað og matsblað. Því næst skyldi svokallaður útlánagreinir fara yfir matið og samþykkja það. Að því búnu skyldi útlánastjóri leggja lánsumsókn fyrir útlánanef nd sem samþykkti eða hafnaði umsókn. Ef lánanefnd hafnaði lánsumsókn var um endanlega ákvörðun að ræða en samþykkti nefndin beiðnina var það hlutverk útlánastjóra að staðfesta að lánsákvörðun væri í samræmi við reglur bankans. Að því loknu skyldi lánið gre itt út. 2. 59 Samkvæmt gögnum málsins fór skuldatryggingarálag á Kaupþing banka hf. að hækka verulega síðla árs 2007 og náði fyrst hámarki um mánaðamót mars og apríl 2008 og síðan aftur í byrjun ágúst 2008. Þá hækkaði það skarpt eftir 15. september 2008. 60 Í gö gnum málsins kemur fram að skuldatryggingarálag á skuldabréf gefi vísbendingu um hversu miklar líkur markaðurinn telji vera á greiðsluþroti útgefanda viðkomandi skuldabréfa. Eftir því sem skuldatryggingarálagið er hærra því meiri líkur séu taldar á greiðsl uþroti. Skuldatryggingarálagið hafi síðan bein áhrif á afföll af skuldabréfum en afföllin séu því meiri sem skuldatryggingarálagið er hærra. Skuldatryggingarálag hafi einnig marktæk áhrif á fjármögnunarkosti útgefenda skuldabréfa, svo sem banka, því að sku ldabréfaútgáfa verði að jafnaði óhagkvæmari og lánshæfismat verra eftir því sem skuldatryggingarálagið sé hærra. Því verði fjármögnun útgefanda kostnaðarsamari eftir því sem skuldatryggingarálag hækki. 61 Í skýrslum ákærðu Hreiðars Más og X fyrir héraðsdómi k om fram að í byrjun árs 2008 hafi verið uppi orðrómur og grunsemdir hjá stjórnendum Kaupþings banka hf. um að aðrir bankar eða vogunarsjóðir væru að hafa áhrif á skuldatryggingarálag bankans með því að kaupa tryggingar á hann, jafnvel þótt viðkomandi ætti ekki skuldabréf á Kaupþing banka hf. Hafi bankinn fengið rannsóknar - og ráðgjafarfyrirtækið Kroll til að kanna hvort eitthvað væri hæft í þessum orðrómi en það hafi ekki fengist staðfest. Þá báru þeir um að bankinn hefði leitað sér ráðgjafar hjá erlendum b önkum, meðal annars Deutsche Bank, um hvernig best væri að haga sér á evrópska skuldabréfamarkaðnum með það að markmiði að tryggja góða fjármögnun bankans. Fær þetta stoð í minnisblaði sem ákærða X var sent 8. febrúar um fund hans með fulltrúum Deutsche Ba nk þar sem skuldatryggingarálag bankans hafði verið til umræðu og hvernig ná mætti því niður í eðlilegt ástand. 62 Á meðal gagna málsins er tölvuskeyti sem O , starfsmaður Deutsche Bank AG , sendi 18. júní 2008 meðal annars til P , ákærða X og L , framkvæmdastjór a fjárstýringar samstæðu Kaupþings banka hf., agði að með fylg d i skýringarmynd sem útskýr ð i hvernig hugsanleg fjárfesting í lánshæfistengdum skuldabréfum , tengdum skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf., myndi ganga fyrir sig. Þá s agði meðal annars að áhrif á markaðinn fyrir skuldatryggingar yrði bein, ólíkt því sem ger ð ist við endurkaup 22 skuldabréfa með lausafé. Einnig sagði að einu skilyrðin væru að mótaðilinn væri samþykktur sem viðskiptamaður Know Your Client P framsendi póstinn á L og sagði að hann og ákærði X hefðu átt fund með þeim í síðustu viku og ákærði X teldi sig þekkja hugsanlega fjárfesta eða stofnanir sem myndu hafa áhuga. Daginn eftir áframsendi ákærði X hugmynd O um viðskipti með lánshæfistengd skuldabréf eða simanum nuna - færslu er sýnt myndrænt ásamt leiðbeiningum um KYC (Know Your Client Guideline). Ákærði Hreiðar Már stað festi jafnframt við ákærða X að bankinn gæti ekki verið beinn þát t takandi í CLN - 63 Hinn 23. júní 2008 sendi L tölvuskeyti til O og sagði að þeir þyrftu að ræða aftur hugmyndina um CDS og hugsanlega hefðu þeir kaupendur. Daginn eftir sendi ákærði Hreiðar Már tölvuskeyti til L L að spyrjast fyrir um hvort Kaupþin g banki í Lúxemborg gæti fyrir hönd viðskiptavina verið mótaðili þeirra í CDS - viðskiptum. Sama dag svaraði L að þeir vildu frekar að aðilarnir sjálfir ættu viðskipti beint við þá. O sendi L tölvuskeyti 25. júní og tjáði honum að komið væri grænt ljós frá l ögfræðideildinni um að fara út í CLN - viðskiptin að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. L áframsendi tölvuskeytið frá O til ákærða Hreiðars Más, ákærða Magnúsar, Q og R sama dag og staðfesti við þá að hann myndi fylgja þessu máli eftir. Daginn eftir sendi O tölv uskeyti til L þar sem hann sagði að málið þyrfti að fara fyrir sérstaka nefnd hjá bankanum og við það yrði ferill málsins lengri og útkoman óviss. Jafnframt spurði O hvort það væri ulegu L áframsendi skeytið sama dag til ákærða Hreiðars Más, Q og ákærða Magnúsar og sagðist halda að niðurstaðan væri sú Deuts framhaldinu að halda fund um málið. 64 Hinn 10. júlí 2008 sendi G , framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupthing Bank Gua kæmi til greina. Til skoðunar kæmi venjulegt SA - félag í Lúxemborg eða Kýpur - félag. Hinn 22. júlí sendi ákærði Magnús tölvuskeyti til ákærða Hreiðars Más með yfirskriftinni varðaði greiðsluflæði, gjaldtöku og við hvaða skilyrði yrði hægt að kalla eftir auknum tryggingum. Skeytinu fylgdu einnig samskipti á milli starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og Deuts che Bank AG á tímabilinu 15. til 22. júlí þar sem farið var yfir hvernig viðskiptin yrðu útfærð. Sama dag áframsendi G tölvupóst með sömu 23 yfirskrift ásamt viðhengi og samskiptum til samstarfsmanna sinna S og T og bað þau um að útbúa glærukynningu þar sem s ýndur væri strúktúr með félagi með sérstakan tilgang (SPV eða Special Purpose Vehicle) og eignarhald efst. Þá upplýsti hann um að félagið DDD yrði notað og að fjárfestar yrðu B í gegnum BBB , A í gegnum AAA og C í gegnum félag sem bankinn yrði að útvega hon um. Sama dag sendi S honum umbeðna glærukynningu í viðhengi. 65 Daginn eftir, 23. júlí, sendi L tölvuskeyti til ákærðu Hreiðars Más og X með - og fleira - L því að hækkun á tryggingarálaginu væri farið að hafa áhrif á þá, mikill söluþrýstingur væri á skuldabréfum þeirra og fjárfestar væru orðnir órólegir. Öðrum af hinum bönkunum væri að blæða út. Ef þeir sýndu ekki frumkvæði yrðu þeir teknir með í fallinu. 66 Hinn 24. júlí sendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má tölvuskeyti með yfirskriftinni - strúktúrsins sem voru eins og fyrri glærur nema nú var tekið fram að DDD yrðu veittar 125.000.000 evra til viðskiptanna án þess að nefnt væri að það fjármagn kæmi f rá Kaupþingi banka hf. Þá var tekið fram að í hvert skipti sem koma myndi til veðkalls á hendur DDD myndi félagið gera ráðstafanir til að útvega frekari fjármögnun til að svara veðkallinu. Sama dag sendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má einnig tölvuskeyti þar sem fram komu helstu skilyrði Deutsche Bank í CLN - viðskiptunum. Daginn eftir eða 25. júlí sendi G tölvuskeyti til U , starfsmanns Deutsche Bank AG og [DDD] G upplýsti að fjárfestarnir og stjórnandi DDD væru vanir fjárfestingum og fjármálum. Fjárfestarnir hefðu allir verið viðskiptavinir Kaupþings banka hf. lengi og erfitt yrði að finna annan banka eða fjármálastofnun til að vera bakhjarl í þessum viðskiptum. Þetta gengi ekki lengra ef Deutsche Bank v iðurkenndi þá ekki og annarri fjármálastofnun yrði blandað í málið. Hinn 28. júlí framsendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má tölvupóstsamskipti milli starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og Deutsche [DDD] i þess jafnframt að ná fundi ákærða Hreiðars Más eftir hádegi þann dag. Í elsta póstinum kom fram að starfsmaður Deutsche Bank hefði farið yfir skjöl varðandi félagið DDD , eignarhaldsfélög þess, BBB , AAA og CCC og eigendur þeirra. Þá innti O ákærða Magnús eftir því hvort einhver viðbrögð væru við síðustu ítrekun frá þeim og hvort þeir væru tilbúnir að halda áfram. Ákærði Magnús svaraði O að kvöldi 28. júlí og sagði að þeir væru tilbúnir að halda áfram en gerði tillögu að skilmálabreytingu varðandi veðköll. Daginn eftir framsendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má áðurgreind tölvupóstsamskipti sín og O . Síðla kvölds 29. júlí framsendi ákærði Magnús tölvupóstsamskipti sín og O með [DDD] G þar sem O upplýsti að af viðskiptunum gæti or ðið í næstu viku. Ákærði Magnús spurði G Þeir mættu engan tíma missa. 24 67 Hinn 31. júlí framsendi ákærði Magnús tölvupóstsamskipti við starfsmenn Deutsche Hreiðars Más og voru í viðhengi drög að skilmálum CLN fyrir DDD Hinn 2. ágúst sendi G tölvuskeyti V og H , lögfræði ngum hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A., og þau gert nokkrar athugasemdir. Þremur dögum síðar eða 5. ágúst framsendi G til V og H tölvupóstsamskipti ákærða Magnúsar við O og fleiri starfsmenn Deutsche Bank á tímabilinu 31. júlí til 5. ágúst 2008 með yfirsk og fjölluðu um CLN - skilmálana. Samskiptunum lauk með því að ákærði Magnús skrifaði 68 Ákærði Hreiðar Már lýsti því í skýrslu sinni í héraðsdómi að ástæða þess að umrædd félög urðu fyrir valinu og hluthöfum þeirra boðið að taka þátt í CLN - viðskiptunum hefði verið sú að þessir aðilar hefðu skuldað Kaupþingi töluverða fjármuni og verið komnir í frekar þunga stöðu gagnvart bankanum. Ætlunin hefði verið að ef þessi v iðskipti gengju til enda, eins og talið hefði verið að þau myndu gera, myndi staða þessara aðila lagast og skuldir þeirra við Kaupþing minnka. Þá staðfestu ákærðu Hreiðar Már og X í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að umræddir viðskiptavinir hefðu ekkert eig ið fé lagt fram til viðskiptanna. Þeir hefðu því ekki tekið neina fjárhagslega áhættu með þeim. 69 Af gögnum málsins verður ráðið að ákærði Magnús hafi að fyrra bragði haft samband við hluthafa AAA , BBB og CCC og boðið þeim að taka þátt í áðurgreindum viðskip tum með lánshæfistengd skuldabréf í gegnum dótturfélagið DDD Á hinn bóginn verður ráðið að eigandi EEE , E , hafi sjálfur haft frumkvæði að viðskiptunum með lánshæfistengdu skuldabréfin í gegnum dótturfélagið FFF . 70 Af gögnum málsins má sjá að 20. og 27. ágúst 2008 framsendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má tölvupóstsamskipti við starfsmenn Deutsche Bank með yfirskriftinni lánshæfistengd s kuldabréf. Verður ráðið af gögnum að þar hafi verið um að ræða samningaviðræður við starfsmenn Deutsche Bank vegna væntanlegra viðskipta félagsins FFF með lánshæfistengd skuldabréf. 71 Hinn 28. ágúst sendi ákærði X ákærða Hreiðari Má tölvuskeyti með yfirskrif tinni viðhengi með tölvuskeytinu var upplýsingablað frá Samtökum fjármálafyrirtækja þar sem gat að líta línurit yfir skuldatryggingarálag á skuldabréfum íslensku bankanna t il fimm ára. 72 Í símtali sem G átti við V 29. ágúst spurði G hana hvort hún væri tilbúin í DDD II. Einnig að þetta yrði einfaldara í þetta skipti, einn aðili í stað þriggja áður. Fram kom að W ætlaði að útvega nýtt félag og T væri að undirbúa annað en eigandi þess yrði E . 25 Félögin tvö yrðu hluti af færslunni og að um viðskipti með skuldatryggingar væri að ræða. Einnig að þetta yrði líklega sett upp í næstu viku. 73 Í endurriti símtals á milli H og M , viðskiptastjóra Kaupþings bank a hf., 4. september bað H M um skilmála væntanlegs láns frá Kaupþingi banka hf. til EEE í eigu E . Þá sagði H að Magnús væri sjálfur að semja við Deutsche Bank og þetta ætti að vera í eins þröngum hóp og hægt væri. Þá lýstu þeir undrun sinn á því að öll áhæ ttan af viðskiptunum hvíldi á bankanum og ætlunin væri að greiða út hagnaðinn fyrir fram. Þá kom fram hjá H í símtali hans og Y 5. september að menn vildu ekkert auglýsa það - K aupþing banka sjálfan. Þá sagði H að þ þeir kölluðu það, það er að segja ekki væri önnur ábyrgð fyrir hendi en hagnaðurinn af samningnum sjálfum. Það væri verið að veðja á hann. Ef enginn hagnaður yrði af þessu vær i Kaupþing hvort sem er gjaldþrota. Ekki væri stærri hópur að vinna í þessu en [ ... ] , Hreiðar , Magnús og ég . 74 Í röksemdum með ákæru, sbr. d - lið 1. mgr. 152. gr. almennra hegningarlaga, er að finna útskýringar á tilgan gi og þýðingu lánshæfistengdra skuldabréfa. Þar segir að eigendur skuldabréfa geti tryggt sig gegn greiðslufalli útgefandans eða tilteknum öðrum vanskilatilvikum með því að kaupa skuldatryggingu (CDS) gegn því að greiða iðgjald fyrir hana reglulega yfir sa mningstímann. Fjárhæð iðgjaldsins ráðist af þeirri áhættu sem sé talin vera á vanskilatilvikum og endurspeglist í skuldatryggingar - álaginu. Þar með geti eigandi varpað áhættunni af skuldabréfinu yfir á seljanda skuldatryggingarinnar. Það séu hins vegar ekk i aðeins eigendur skuldabréfa sem geti keypt skuldatryggingu. Sá sem kaupi tryggingu án þess að eiga undirliggjandi skuldabréf stundi spákaupmennsku og sé í raun meðal annars að veðja á að viðkomandi útgefandi komist í greiðsluþrot eða að tiltekin annars k onar vanskilatilvik verði hjá útgefanda. Lánshæfistengd skuldabréf eða CLN séu nátengd skuldatryggingu eða CDS. Kaupandi CLN fjármagni í raun útgáfu skuldatryggingarinnar fyrir fram og sé þar með óbeint seljandi hennar. Kaupandi CLN veðji á að ekki verði v anskilatilvik hjá útgefanda undirliggjandi skuldabréfs þannig að ekki þurfi að greiða út skuldatrygginguna og taki jafnframt þá áhættu að tapa mögulega öllu ef vanskilatilvik verður og endurheimtur af undirliggjandi skuldabréfi verða engar . Á gjalddaga CLN , sem sé sá sami og gjalddagi undirliggjandi skuldabréfs og jafnframt lokadagur samnings um skuldatryggingu, fái kaupandi CLN fjárhæðina sem hann reiddi fram í upphafi endurgreidda hafi ekki orðið vanskilatilvik, svo sem greiðslufall hjá útgefanda undirliggjandi skuldabréfs. Aftur á móti eigi kaupandi CLN á hæt tu að fá ekkert endurgreitt af upphaflegu fjárhæðinni ef skuldatryggingin er greidd út vegna vanskilatilviks. Iðgjaldið sem kaupandi greiðir fyrir skuldatrygginguna renni til kaupanda CLN í formi vaxta. Vextirnir séu því hærri sem skuldatryggingarálagið er hærra. Hagnaðarvon og áhætta kaupanda CLN er þess vegna meiri eftir því sem skuldatryggingarálagið er hærra þegar skuldatryggingin er keypt. 26 75 Hin lánshæfistengdu skuldabréf félaganna DDD og FFF , CLN, voru í báðum tilvikum tvöfalt skuldsett eða tvöfalt vogu ð (e. two times leveraged) sem þýddi að Deutsche Bank tók í upphafi áhættu á móti félögunum eða í raun á móti Kaupþingi banka hf. Samkvæmt skilmálum lánshæfistengdu skuldabréfanna gat Deutsche Bank hins vegar kallað eftir viðbótarfjárframlögum frá félögunu m, eigendum lánshæfistengdu skuldabréfanna, allt að 125 milljónum evra í hvoru tilviki, ef skuldatryggingarálag Kaupþings banka hf. hækkaði upp fyrir tiltekin mörk. Þróun skuldatryggingarálagsins varð með þeim hætti eftir miðjan september 2008 að Deutsche Bank kallaði eftir viðbótarfjárframlögum frá báðum félögum og veitti Kaupþing banki hf. þeim lán til að mæta veðköllum þýska bankans. Þegar þarna var komið sögu hafði lausafjár - og gjaldeyrisstaða Kaupþings banka hf. versnað til muna. Síðustu veðköllunum v ar mætt 7. október 2008, daginn eftir að Seðlabanki Íslands veitti bankanum svonefnt neyðarlán að fjárhæð 500.000.000 evra. Þegar upp var staðið hafði Kaupþing banki hf. lánað félögunum DDD og FFF og eignarhaldsfélögum þeirra samanlagt 510.000.000 evra veg na CLN - viðskiptanna, það er tvisvar sinnum 130.000.000 evra vegna upphaflegra innborgana vegna lánshæfistengdu skuldabréfanna og tvisvar sinnum 125.000.000 evra vegna veðkalla frá Deutsche Bank. Í ákæru segir að þetta hafi jafngilt nærri 70 milljörðum krón a miðað við gengi evru 7. október 2008 . 3. 76 Félagið AAA var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum 17. mars 2004. Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. 8. ágúst 2008 fóru félögin GGG , HHH og JJJ með stjórn félagsins. Þeim félögum var samkvæm t vottorði sömu lögmannsstofu stjórnað af Z , Þ og Æ , sem munu hafa verið starfsmenn Kaupthing Bank Luxembourg S.A og höfðu þeir heimild til að rita firma félagsins. Félagið AAA var í eigu A , sem keypt hafði það af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með ódagset áðurgreind þrjú félög færu með stjórn þess. A gerði fyrir hönd AAA ódagsettan þjónustusamning við bankann og ritaði einnig undir ódagsetta yfirlýsingu um að hann væri raunverulegur eiga ndi félagsins (e. beneficial owner). 77 Félagið BBB var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum 18. júní 2007. Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. 8. ágúst 2008 fóru sömu þrjú félög og áður eru nefnd með stjórn félagsins og samkvæmt vottorði sömu lögmannsstofu var þeim stjórnað af áðurgreindum þremur starfsmönnum Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og höfðu þeir heimild til að rita firma félagsins. Félagið BBB var í eigu B sem keypt hafði það af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með kaupsamningi 13. á þrjú félög færu með stjórn þess. Sama dag gerði B þjónustusamning við bankann fyrir hönd BBB og ritaði einnig undir ódagsetta yfirlýsingu um að hann væri raunverulegur eigandi félag sins. 27 78 Félagið CCC var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum 2. júlí 2008 . Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. 8. ágúst 2008 fóru sömu þrjú félög og áður eru nefnd með stjórn félagsins og samkvæmt vottorði sömu lögmannsstofu var þeim stjórnað af áðurgreindum þremur starfsmönnum Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og höfðu þeir heimild til að rita firma félagsins. Félagið CCC var í e igu C og D að jöfnu, sem keypt höfðu það af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með áðurgreind þrjú félög færu með stjórn þess. Sama dag gerðu C og D þjónustusamning við bankann fy rir hönd CCC en nafnið Magnús Guðmundsson er ritað undir yfirlýsingu dagsetta sama dag um að C og D væru raunverulegir eigendur félagsins. Gögn málsins benda til þess að upphaflega hafi félagið átt að vera í eigu B . 79 Félagið DDD var stofnað á Bresku Jómfrúa eyjum 2. janúar 2008. Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. þann dag fór félagið LLL með stjórn félagsins, en stjórnarmaður þess var W . Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar hvíldu engar skuldbindingar á félaginu 22. september 2008. DDD var að jöfnu í eigu AAA , BBB og CCC . 80 Félagið EEE var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum 18. júlí 2008. Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. 5. september 2008 fóru félögin GGG , HHH og JJJ með stjórn félagsins. Þeim félögum var samkvæmt vottorði sömu lögmannsstofu stjórnað af áðurgreindum þremur starfsmönnum Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og höfðu þeir heimild til að rita firma félagsins. Félagið EEE var í eigu E , sem keypt hafði það af Kau pthing Bank Luxembourg S.A. með kaupsamningi þrjú félög færu með stjórn þess. Sama dag gerði E þjónustusamning við bankann fyrir hönd EEE og ritaði sama dag undir yfirlýsingu u m að hann væri raunverulegur eigandi félagsins. 81 Félagið FFF var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum 18. júlí 2008. Samkvæmt vottorði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co. Ltd. þann dag fór félagið LLL með stjórn félagsins en stjórnarmaður þess var W . Félagið F FF var í eigu félagsins EEE . IV. 82 Áður en tekin verður afstaða til sakargifta samkvæmt einstökum liðum ákærunnar verður fjallað um þær varnir ákærðu að stjórnir þeirra erlendu félaga sem við sögu koma í málinu hafi verið tengdar Kaupthing Bank Luxembourg S. A. og hagað stjórnarstörfum sínum í þágu bankans og því hafi ekki verið hætta á fjártjóni vegna lánveitinga til félaganna. Einnig að í skilmálum fyrir bankaviðskiptum við Kaupthing Bank Luxembourg S.A, sem þessi félög hafi gengist undir, hafi verið mælt fy rir um trygginga r réttindi í innstæðum og öðrum eignum þeirra fyrir kröfum bankans. Með þessum ráðstöfunum hafi verið tryggt að engir fjármunir gætu farið út úr þessum félögum án þess að skuldbindingar við bankann væru áður að fullu efndar. Bankinn hafi þan nig haft fulla stjórn á félögunum og hald í skuldabréfunum. 28 83 Áður hefur verið rakið að í stofngögnum og gögnum um eignarhald og stjórn þeirra erlendu félaga sem um ræðir kemur fram að stjórnir þeirra voru á einn eða annan hátt tengdar Kaupthing Bank Luxemb ourg S.A. Þannig var félagsstjórn í AAA , BBB , CCC og EEE í höndum GGG , JJJ og HHH , en fyrir þau félög komu fram þrír starfsmenn bankans í Lúxemborg. Þá var stjórn DDD og FFF í höndum LL L sem nafngreindur lögmaður í L úxemborg , W , kom fram fyrir, en í málinu liggur fyrir að hann sinnti þessu verki að ósk Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Ákærðu telja að til þessa þurfi að líta við mat á því hvort hætta hafi verið á fjártjóni vegna lánveitinga til AAA , BBB , CCC , EEE , DDD og FFF þar se m stjórnarmenn í þeim félögum hafi í reynd átt að gæta hagsmuna bankans og tryggja að ekki yrði farið með fé þeirra á nokkurn hátt, sem andstæður væri þeim hagsmunum. 84 Um þessa málsvörn ákærðu er til þess að líta að eftir almennum reglum félagaréttar ber st jórnarmanni í félagi að láta hag þess ráða för og gæta um leið hagsmuna hluthafa, en ekki að fara eftir fyrirmælum utanaðkomandi manna í verkum sínum. Þá verður og að hafa í huga að stjórnarmennirnir tengdust allir Kaupthing Bank Luxembourg S.A., en ekki K aupþingi banka hf. Í þessum efnum skiptir á hinn bóginn mestu að í framlögðum gögnum um AAA , BBB , CCC , EEE , DDD og FFF , þar á meðal stofnskrám félaganna, samþykktum þeirra og kaupsamningum um hluti í þeim, verður hvergi séð að nokkur takmörkun hafi verið g erð á því að hluthafar í félögunum hefðu hvenær sem þeim þóknaðist getað efnt til hluthafafundar og kosið nýja stjórn án þess að Kaupþing banki hf. eða Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hefði getað aftrað því. Þegar af þessum ástæðum hafði stjórnarseta þessar a manna ekkert gildi til tryggingar fyrir hagsmuni Kaupþings banka hf., sbr. dóm Hæstaréttar 12. febrúar 201 5 í máli nr. 145/201 4. 85 Þá halda ákærðu því fram að lánshæfistengdu skuldabréfin, CLN, hafi staðið til tryggingar skuldbindingum félaganna gagnvart K aupþingi banka hf. Hafi þau bréf verið áreiðanleg trygging enda útgefandi þeirra traust fjármálastofnun. Eina hættan af því að tap yrði af þeirri fjárfestingu hafi verið að annaðhvort Deutsche Bank AG eða Kaupþing banki hf. yrðu gjaldþrota. Engin hætta haf i verið talin á því að Deutsche Bank AG yrði gjaldþrota og á þeim tíma er stofnað hafi verið til viðskiptanna hafi ekki verið talin nein ástæða til að ætla að gjaldþrot Kaupþings banka hf. hafi verið yfirvofandi. Til stuðnings því sem ákærðu halda fram um tryggingarráðstöfun Kaupþings vísa þeir meðal annars til þess að samkvæmt viðskiptaskilmálum Kaupthing Bank Luxembourg S.A., sem félögin, sem um ræðir í málinu, hafi undirgengist við opnun reikninga þar, hafi bankinn átt handveð í öllum eignum þeirra, sem varðveittar hafi verið á reikningum þeirra í bankanum, þar á meðal í lánshæfistengdu skuldabréfunum, auk þess sem trygging hafi falist í því að allar ákvarðanir um ráðstöfun hagsmuna félaganna hafi verið í höndum starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Því hafi verið tryggt að fjármunir yrðu aldrei greiddir af reikningum félaganna nema að kröfur Kaupþings yrðu að fullu greiddar. Leggja ákærðu í þessu sambandi meðal annars áherslu á að gögn, sem ákærði Magnús 29 hafi fundið meðal gagna sem lagt var hald á vi ð rannsókn málsins, sýni að lánshæfistengda skuldabréfið sem DDD keypti hafi verið kyrfilega merkt sem veðsett eign í kerfum bankans. Sýknudómur héraðsdóms er reistur á þessari málsvörn. Þá benda ákærðu á að tryggt hafi verið að félögin sem um ræðir hafi e kki verið í skuld við nokkurn annan aðila en Kaupþing banka hf. eða Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 86 Í dómum Hæstaréttar og Landsréttar í sakamálum sem tengst hafa Kaupþingi banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hefur verið lögð áhersla á að rekstur ba nkanna hafi verið í aðskildum félögum þó að þeim hafi borið að gera upp á samstæðugrunni. Skilmálar fyrir reikningsviðskiptum þeirra félaga, sem voru lántakar samkvæmt ákæru, við Kaupthing Bank Luxembourg S.A., hafa ekki verið lagðir fram í málinu. Eins og málið liggur fyrir verður aftur á móti að ganga út frá því að þar hafi verið við það miðað að hvers konar fjármunir og eignir viðskiptavina á reikningum þeirra hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. væru veðsettar bankanum til tryggingar kröfum hans á hendur þeim, en um það má vísa til umfjöllunar um slíka skilmála í dómi Landsréttar frá 14. febrúar 2019 í máli nr. 90/2018. Samkvæmt yfirlitum sem liggja fyrir í málinu verður hvorki séð að DDD né FFF , sem hvort um sig var eigandi hinna lánshæfistengdu skuldabré fa, hafi hvorki fyrr né síðar skuldað Kaupthing Bank Luxembourg S.A. fjármuni. Ekki verður því séð hvernig viðskiptaskilmálar bankans, hafi getað veitt Kaupþingi banka hf. tryggingarréttindi í skuldabréfunum. Þá verður einnig að ganga út frá því að sams ko nar skilmálar félaganna AAA , BBB og CCC , sem voru hluthafar DDD , sem og félagsins EEE , sem var eini hluthafi FFF , geti ekki hafa veitt Kaupþingi banka hf. veðréttindi í hlutabréfum félaganna í DDD og FFF til tryggingar endurgreiðslu þeirra lána sem sá bank i hafði veitt hluthöfum þeirra. Því ber að hafna málsvörn ákærðu að þessu leyti, sbr. enn fremur umfjöllun í dómi Hæstaréttar Íslands 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014. 87 Í málinu liggur fyrir tölvuskeyti V , lögfræðings hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A., til Ö , sem jafnframt var starfsmaður bankans, 9. september 2008 þar sem óskað var eftir því að eign á reikningi DDD nr. 00.402269, sem ætla verður að vísi til lánshæfistengda skuldabréfsins sem fyrsti og an nar kafli ákæru fjalla um, yrði læst í tölvukerfi bankans. Fyrrgreindur Ö sendi V um hæl staðfestingu á því að það hefði hann gert með því að senda skjámynd úr umræddu tölvukerfi er sýndi að eignin hefði verið læst á reikningnum. V framsendi F , viðskiptast jóra hjá Kaupþingi banka hf., þá skjámynd 11. september 2008 þar sem hún spurði enn fremur hvort þessar upplýsingar væru fullnægjandi. F framsendi lögmönnum hjá lögmannsstofunni BBA Legal, sem unnu þá að gerð láns - og veðsamninga vegna lánveitinga Kaupþing s banka hf. til DDD Kemur fram í tölvuskeyti hans til lögmannanna að umrædd lánshæfistengd 30 88 Stofnun tryggi ngarréttinda kröfuhafa í eign, er miðar að því að skuldari efni samningsskyldu sína um greiðslu, kallar á að skuldari hafi ráðstöfunarrétt yfir eigninni og veiti samþykki sitt til þeirrar takmörkunar eignarréttinda sinna sem leiðir af tryggingarréttindum k röfuhafa, til að gildur samningur um þau geti talist hafa komist á. Ekkert liggur fyrir um að þeir starfsmenn Kaupthing Bank Luxembourg S.A. sem að framan greinir hafi haft heimild til að skuldbinda DDD . Þegar af þeirri ástæðu fær dómurinn ekki séð að sú r félagsins hafi í raun veitt Kaupþingi banka hf. einhver þau tryggingarréttindi yfir eigninni sem ákærðu byggja á að bankinn hafi átt til tryggingar á endurgreiðslu þeirra lána sem ákæran lýtur að . Ummæli F í tölvuskeyti sínu til lögmanna BBA Legal gefa heldur ekki til kynna að hann hafi litið svo á. Samkvæmt þessu verður málsvörn ákærðu að þessu leyti einnig hafnað. 89 Þá verður fjallað um þær varnir ákærðu að ekki hafi farið fram fullnægjandi rannsó kn á samkomulagi því sem Deutsche Bank AG gerði við Kaupþing ehf. annars vegar og þrotabú félaganna DDD og FFF hins vegar 12. desember 2016 þar sem þýski bankinn féllst á að inna af hendi samtals 425.000.000 evr a . Málið sé í sama búningi fyrir Landsrétti o g það hafi verið fyrir Hæstarétti á árinu 2017, sem ómerkt hafi fyrri dóm héraðsdóms vegna skorts á upplýsingum og gögnum um þetta samkomulag. Geti af þessum sökum ekki komið til sakfellingar í málinu. 90 Í málinu liggur fyrir að eftir að fyrri dómur héraðsdó ms gekk 26. janúar 2016 gerði Deutsche Bank AG samkomulag annars vegar við Kaupþing ehf. og hins vegar við þrotabú DD D og FFF um greiðslur þýska bankans á samtals 425.000.000 evr a . Um var að ræða samkomulag frá 12. desember 2016 vegna mála sem Kaupþing ehf . annars vegar og þrotabú félaganna tveggja hins vegar höfðuðu á hendur þýska bankanum í tengslum við viðskiptin. Með dómi Hæstaréttar 19. október 2017 í máli nr. 156/2016 var dómur héraðsdóms ómerktur þar sem ekki hefði legið fyrir af hvaða ástæðum Deutsc he Bank AG féllst á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og félögin tvö hefðu reist málsóknir sínar á hendur þýska bankanum. Þá hefði heldur ekki legið fyrir hvers eðlis greiðslurnar voru, hvort um hafi verið að ræða samningsbundnar greiðslur eða skaðabætur og þá hvers eðlis. Rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga hafi verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð e f skilyrði sakfellingar yrðu talin vera fyrir hendi. 91 Við rannsókn héraðssaksóknara í kjölfar dóms Hæstaréttar 19. október 2017 var aflað upplýsinga frá Kaupþingi ehf. um framangreind atriði. Efni svarbréfs Kaupþings ehf. til héraðssaksóknara 19. janúar 201 8 hefur þegar verið rakið með ítarlegum hætti. Þar kemur fram að Kaupþing ehf. hafi höfðað þrjú dómsmál á hendur Deutsche Bank AG., eitt hér á landi og tvö fyrir dómstólum í Englandi. Tvö málanna hafi byggst á riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 um g jaldþrotaskipti o.fl. og reglna þess kafla um skaðabætur eða endurheimt auðgunar, en í þriðja dómsmálinu hafi verið 31 byggt á almennum reglum ensks skaðabótaréttar. Þá hafi málarekstur þrotabúa DDD og FFF gegn Deutsche Bank AG fyrir dómstólum í Englandi veri ð samtvinnaður þeim málum sem Kaupþing ehf. höfðaði. Um hafi verið að ræða skaðabótamál á hendur Deutsche Bank AG, ákærða Hreiðari Má, ákærða X og fleirum. Í svarbréfi Kaupþings ehf. er sérstaklega tekið fram vegna spurningar um hvers eðlis greiðslurnar vo ru frá Deutsche Bank AG að ekki hafi verið um að ræða uppgjör á samningsskuldbindingum milli aðila heldur á skaðabóta - og auðgunarkröfum. Samkomulag um greiðslur Deutsche Bank AG til Kaupþings ehf. og til þrotabúa félaganna hafi verið eitt og sama heildaru ppgjörið. Þá var á það bent að ekkert beint samningssamband hefði verið á milli Kaupþings banka hf. og Deutsche Bank AG vegna CLN - viðskiptanna fyrr en samkomulag hefði verið gert við þýska bankann um sættir áðurgreindra dómsmála. Þá sagði í bréfinu að með sama hætti mætti benda á að samningsskuldbindingar Deutsche Bank gagnvart DDD og FFF hefðu liðið undir lok við formlegt uppgjör viðskipta með hin lánshæfistengdu skuldabréf í október 2008. Af því leiði að heildaruppgjörið, sem fram hafi farið í byrjun árs 2017 á milli þýska bankans og Kaupþings ehf. annars vegar og þýska bankans og þrotabúa áðurgreindra félaga hins vegar h afi ekki verið uppgjör á eldri samningsskuldbindingum milli aðila heldur á skaðabóta - og auðgunarkröfum Kaupþings ehf. og áðurgreindra þrotabúa. Einnig kom fram í svarbréfinu að öll málin hefðu verið byggð á gögnum Kaupþings ehf. og opinberum heimildum. 92 V ið frekari rannsókn málsins var jafnframt tekin skýrsla 20. febrúar 2018 af AA lögmanni, sem undirritaði framangreint svarbréf Kaupþings ehf. Einnig var tekin skýrsla 14. mars 2018 af BB , lögmanni hjá Logos í London, en hann kom fram fyrir hönd Deutsche Ba nk AG í samningaviðræðum við Kaupþing ehf. og skiptastjóra þrotabú a DDD og FFF . Í skýrslum þeirra beggja kom fram að með samkomulaginu hefði áðurgreindum málaferlum á hendur Deutsche Bank AG lokið en þýski bankinn hefði innt samkomulagsgreiðsluna af hendi án viðurkenningar á skaðabótaskyldu sinni. Í skýrslutöku af BB kom fram að hann hefði fengið heimild Deutsche Bank AG til að gefa vitnaskýrslu í málinu. Þá var samkomulagið frá 12. desember 2016 lagt fram í málinu. 93 Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að ákær uvaldið hefur rannsakað nægilega þau atriði , sem Hæstiréttur taldi nauðsynlegt að rannsaka í tengslum við samkomulag Kaupþings ehf. og þrotabúa félaganna tveggja við Deutsche Bank AG frá 12. desember 2016, um greiðslur í tengslum við áðurgreind málaferli. Með hliðsjón af því sem að framan hefur verið rakið breytir samkomulagið engu um ætlað refsinæmi háttsemi ákærðu en getur á hinn bóginn haft þýðingu við ákvörðun refsingar, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, komi til sakfellingar í mál inu. V. 1. 32 94 Í A - lið I. kafla ákæru eru ákærðu Hreiðari Má og X gefin að sök umboðssvik í þremur lánveitingum til félaganna AAA , BBB og CCC í tengslum við kaup dótturfélags þeirra DDD á lánshæfistengdum skuldabréfum, bundnum skuldatryggingarálagi Kaupþings b anka hf. Nánar segir um A - lið I. kafla ákæru að málið sé höfðað á hendur ákærðu Hreiðari Má og X fyrir umboðssvik með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf., Hreiðar Már sem forstjóri hans og X sem starfandi stjórnarformaður hans, og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og veittu áðurgreindum félögum með takmarkaðri ábyrgð skráðum á Bresku Jómfrúaeyjum lán til að fjármagna að fullu í gegnum dótturfélag sitt, DDD , kaup á lánshæf istengdum skuldabréfum bundnum skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf., án trygginga, án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. 95 Nánar tiltekið er ákærðu gefið að sök að hafa 29. ágúst 2008 í sameiningu veitt félaginu AAA peningamarkaðslán að fjárhæð 41.600.000 evrur, félaginu BBB að fjárhæð 46.800.000 evrur og félaginu CCC að fjárhæð 41.600.000 evrur en s amtals hafi þessi peningamarkaðslán verið að fjárhæð 130.000.000 evra . Hafi þeim verið varið til að gera upp lán sem félögin hafi fengið 7. ágúst 2008 hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Lánin hafi verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu DDD sem síðan hafi lag t fjármunina inn á reikning hjá Deutsche Bank AG í London. Hafi 125.000.000 evra af þeim fjármunum verið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN eða lánshæfistengt skuldabréf sem bundið hafi verið skuldatryggingarálagi Kaupþing s banka hf. og 5.000.000 evra h afi verið greiddar sem þóknun til Deutsche Bank AG. Lán Kaupþings banka hf. til félaganna þriggja voru greidd út 29. ágúst 2008 og framlengd tvisvar, 19. og 30. september 2008 . 96 Meðal gagna málsins eru tölvuskeyti og endurrit símtala milli stjórnenda og st arfsmanna Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. í byrjun ágúst 2008 sem varpa ljósi á atvik málsins. 97 Í símtali milli G og V , starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A., 5. ágúst 2008 sagði G að hann hefði talað við Magnús og að fyrirséð væ ri að viðskiptin myndu ganga í gegn í vikunni. G myndi upplýsa Hreiðar Má á næstu klukkutímum um að það yrði að taka út 125.000.000 evra, fjárfestarnir yrðu lántakendur og myndu leggja DDD til féð. 98 Að kvöldi sama dags sendi G tölvuskeyti til ákærðu Hreiðar s Más og Magnúsar og upplýsti að fjárfestarnir B , A , C og D hefðu náð samkomulagi um kaup á skuldabréfi þar sem undirliggjandi væri skuldatryggingarálag Kaupþings. Félagið DDD , sem væri í eigu framangreindra fjárfesta í gegnum persónuleg félög þeirra, mynd i kaupa skuldabréfið. Komið væri að fjármögnun verkefnisins. Persónuleg félög fjárfestanna þyrftu á fjármögnun að halda, sem þeir myndu setja sem eigið fé í DDD , sem svo myndi nýta það sem tryggingu gagnvart skuldabréfinu. Um væri að ræða 125 milljónir evr a, sem yrði nafnvirði skuldabréfsins, og fimm milljónir evra í þóknun til Deutsche 33 Bank. Sagðist G gera ráð fyrir að Kaupþing tæki umsýslugjald þessu til viðbótar. Þá DDD þarf a ð vera tilbúið að koma með viðbótar tryggingar þróist CDS spreadið í slíka átt, 99 U , starfsmaður Deutsche Bank, sendi tölvuskeyti 6. ágúst til ákærða Magnúsar og G og sagði meðal annars að fyrs t hann væri ekki með uppgjörsreikninga fyrir DDD yrði viðskiptunum að vera þannig háttað að DDD myndi senda féð til Deutsche Bank sem innlán. Við móttöku fjárins færi Deutsche Bank að áhættuverja samkvæmt pöntun. Í ljósi seljanleika undirliggjandi eigna yr ði bankinn að selja í skömmtum og ákveða peningamálin eftir hendinni. Féð yrði geymt á innlánsreikningi fram að uppgjörsdegi. Í kjölfarið framsendi ákærði Magnús tölvuskeytið til ákærða Hreiðars Más og spurði hvort hann væri tilbúinn með fjármagnið. Ákærði 100 Í símtali milli I , framkvæmdastjóra útlánasviðs Kaupþings banka hf., og H , lögfræðings hjá Kaupthing Bank Luxemb ourg S.A., sama dag, 6. ágúst, sagði H að þessu fólki einhvern greiða um að stórgræða eða ef þau stórgræða ekki þá er kannski rosalega hratt og við erum að reyna að vinna í því hérna að búa til einhverja Board Resolutions og hitt og þetta. En þessi þrjú félög þurfa fyrst að fá 125 milljónir að láni sem mér skilst að eigi að koma frá Kaupþ ingi heima . Og kannski er bara Hreiðar inni I þá hafa heyrt aðeins af þessu, [C] og [A] [B] H ekki vita hvernig hann ætti að lýsa umræddum lánum í samþykktum stjórnar. I sagði að hann hefði ekki verið búinn að fá neina meldingu fyrir lánanefndina enda kæmi það oft mjög seint. Því svaraði H [G] sagði hvernig á nú að útskýra þet . Sem I H sagðist velta því fyrir sér af hverju bankinn væri að fara í þetta þar sem hann væri báðum megin. Hann lánaði peninginn en svo væri verið að veðja með lánshæfistengd um skuldabréfum á skuldatryggingarálag bankans. I spurði þá: H Ég veit ekki hvað . Ég hef ekki hugmynd um það og það hefur aldrei verið rætt við við að hann vissi ekki af hverju bankinn væri skuldbundinn til að gera mönnum þennan greiða og að H sagði sig vanta [G] áðan að Maggi og Hreiðar hafi talað saman. En, en ég var að spá í hvort ég ætti að tala beint við Hreiðar eða þig og hann sagði nei, Hreiðar bara kemur til baka þegar hann er með 34 einhverjar upplýsingar um þetta. Síðar í samtalinu sagði H að það eina sem hann hefði væru munnlegar upplýsingar frá G sem kæmu frá Magga og að það mættu mjög fáir vita um þetta. Ef I gæti ekki veitt honum frekari upplýsingar biði hann bara eftir upplýsingum frá Hreiðari. Þá sagði I að þetta hljómaði eins og þetta væri Hreiðars 101 Í símtali H og M , viðskiptastjóra Ka upþings banka hf., síðar þennan sama dag sagði H M sæi um skjalagerðina í tengslum við lánveitingar vegna DDD . Sagðist M kannast eitthvað við M þó ekki skilja neitt í þessu. Sagði H að ekki margir vissu um viðskiptin og að hann héldi að þau þyldu ekki dagsljósið. Spurði hann hverjum Hreiðar væri að gera greiða og spurði M þá á móti hvort B ætti ekki BBB , A [félagið] AAA og C og D [félagið] CCC . M spurði hvort það þyrfti að lána þessum félögum og sagði H þá að Deutsche Bank hefði verið í samskiptum við Kaupþing í Lúxemborg og mætti ekki vita að fjármögnun kæmi frá Kaupþingi. M spurði hvort félögin mættu vera skuldsett og sagðist H skilja dæmið þannig. Stuttu síðar sagði H að útbúa þyrfti samþykkt stjórnar á að þeir samþykki því við erum náttúrulega með fólk hér sem er í stjórn þessara félaga og það fer ekkert að skuldbinda sig í einhverju m svona risk y deal nema það sé klárt að H kvað Magga ætla að vera í sambandi við þetta fólk. Sagði ha Hreiðars og Magnúsar sem ekki ætti að fara hátt og bætti við að það yrði að gera þessum mönnum einhvern greiða. Jafnframt spurði H um tryggingar og hvort lánið iðskiptin gengju ekki upp þá væri ekki endurgreiðsluskylda og hver ætti að taka áhættuna. M svaraði á þá leið að þá skuldir. H innti hann enn og aftur eftir frekari upp lýsingum til þess að hann gæti lýst láninu áður en það yrði gefið út. Kvaðst M þurfa að tala við Hreiðar og Magga. H kvað Magga hafa vísað á M og svaraði M H H óskaði eftir því að M sendi honum tölvuskeyti með upplýsingunum en M sagðist ekki vita hvort H að ef staðan súrnaði þyrfti að leggja fram eitthvað ef það kæmi veðkall þan nig að verið gæti að félögin þyrftu að eiga einhverja peninga til þess að bæta í. Þá ræddu þeir um hvenær þeir héldu að viðskiptin myndu ganga í gegn og sagði H að hann ímyndaði sér að menn vildu fara inn í viðskiptin þá þegar, meðan skuldatryggingarálagið á Kaupþing væri svona rosalega hátt. Þá græddu þeir meira eftir því sem skuldatryggingarálagið lækkaði. Undir lok símtalsins spurði H hvaða tryggingar Hreiðar hefði hugsað sér, hvort þær væru engar. Því svaraði M að hann vissi það ekki, hann þyrfti að ræð a við hann en gerði ráð fyrir að það væru engar tryggingar, bara í gegnum pappír, í hlutabréfum DDD . 35 102 Í símtali M , H og V 7. ágúst, klukkan 9.59 að íslenskum tíma, spurði H M hvort hann hefði náð í Hreiðar til að ræða skilmálana samkvæmt samtali þeirra degi áður. Kvaðst M ekki hafa náð í Hreiðar en að hann myndi fá þessar upplýsingar hjá honum. Undir lok símtalsins sagði M Pledge over the shares in [ DDD ] whi ch, will be post - closing matter 103 Í tölvuskeyti ákærða Magnúsar 7. ágúst 2008 til CC , starfsmanns Kaupthing Bank Luxembourg S.A., G , V og H sagði Magnús að hann ætti von á 130.000.000 evra fyrir reikning DDD . H svaraði á þá leið að hann teldi að millifæra þyrfti á félögin þrjú sem myndu millifæra á DDD sem myndi millifæra á reikning hjá Deutsche Bank og vakti athygli á því að ekki hefði enn verið opnaður reikningur fyrir CCC . Ákærði Magnús svaraði þá á þann veg að Kaupþing í Lúxemborg fengi 130.000.000 evra sem yrðu bókaðar sem peningamarkaðslán frá Kaupþingi á Íslandi. Kaupþing í Lúxemborg myndi lána félögunum þremur sömu fjárhæð og bankinn svo færa sömu fjárhæð til DDD og síðan til Deutsche Bank. Eftir viku fengju félögin þrjú svo lán til að endurgreiða lá n sín í Lúxemborg. 104 Í tölvuskeyti M til ákærða Magnúsar, H , CC , G og V , þennan sama dag , sagði hann að Kaupþing banki hf. myndi veita Kaup thing Bank L u xembo urg S.A. peningamarkaðslán í eina viku. Síðan yrði síðarnefndi bankinn að ganga frá lánum til BBB , AAA og CCC , hvers í sínu lagi, í viku. Vikan yrði svo notuð til að koma á lánssamningi milli Kaupþings banka hf. og hvers framangreinds félags. 105 Sama dag sendi ákærði Magnús tölvuskeyti til tveggja starfsmanna sinna í Kaupþingi banka í Lúxemborg og bað þá u m að samþykkja með hraði lán til einnar viku, samkvæmt meðfylgjandi tölvuskeyti, sem tilgreindi félögin þrjú, BBB , AAA og CCC , og fjárhæð í evrum við hvert þeirra. Sagði hann að lánin yrðu endurgreidd af móðurfélaginu. Tilgangurinn væri að kaupa skuldabréf tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings af Deutsche Bank og myndi hagnaðurinn af viðskiptunum hjálpa viðskiptavinunum að styrkja fjárhagsstöðu sína á reikningum þeirra í Lúxemborg. Ekki yrði séð að þeir gætu tapað á því að veðja á tilvist Kaupþings. 106 Um svi pað leyti sendi H tölvuskeyti til M , með afriti á ákærða Magnús, og sagði að svo virtist sem Magnús og Deutsche Bank gerðu ráð fyrir að lánin yrðu fjármögnuð þennan sama dag en að hann efaðist um að það væri hægt. Einnig sagði hann að veðin í hlutabréfum l ántakenda ættu að lúta lögum BVI [Bresku Jómfrúaeyja] og spurði hvort HF ætlaði að undirbúa það. Ákærði Magnús spurði þá hvort mögulegt væri að leggja fram fjármagnið áður en skjölin væru tilbúin. Tækifærið væri núna og Deutsche Bank biði aðeins eftir fjár magni til að hefjast handa. M framsendi samskiptin til DD , starfsmanns fjárstýringar Kaupþings banka hf., með afriti á ákærðu Magnús og Hreiðar Má, og bað hann að afgreiða 130.000.000 evra peningamarkaðslán í viku til Kaupthing Bank Luxembourg S.A. DD svar þann dag. Samkvæmt tölvupóstsamskiptum DD og M tæpri viku síðar eða 13. ágúst 2008 kom fram að framlengja ætti lánið um eina viku. 36 107 Sama dag sendi H tölvuskeyti til ákærða Magnúsar, með afriti á V , og be indi því t il ákærða Magnúsar að hann hefði undanfarið reynt að benda á að þau hefðu ekki getað gengið frá samþykktum sem raunverulegir eigendur þyrftu að undirrita þar sem þau hefðu ekki verið í beinum samskiptum við eigendurna . Þar sem millifæra ætti 130.000.000 ev ra þann sama dag, að beiðni Magnúsar, án undirritunar eða staðfestingar þeirra, hefðu þau áhyggjur og bæðu um samþykki áður en millifært yrði. 108 Í símtali H og G sama dag sagði H að ef hann væri með hár og skegg þá myndi hann skjöl væru tilbúin. Engin umsókn eða staðfesting lægi fyrir. Sagði hann að bóka þyrfti þessar 130 milljónir sem hefðu farið sem lán til þessara félaga en starfsmenn bankans hefðu e kki viljað gera það þar sem hann hefði ekki verið með fyrirmæli. 109 Í tölvupóstsamskiptum starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A og Deutsche verið millifært til Deutsche Bank AG. 110 Í símtali H og M sí ðdegis 7. ágúst spurði H hvernig gengi að tala við Hreiðar og hvort M væri með eitthvað um skilmála og skilyrði. Því neitaði M og sagðist ekki hafa rætt við hann . Sagði H í kjölfarið að þetta væru að hans mati einkaviðskipti eða einkavinavæðing og eitthvað sem myndi ekki þola skoðun hluthafafundar, að bankinn léti pening a - endurgreitt, ef ekki færi ban kinn á hausinn og tapaði líka þessum peningum í stærra gjaldþroti. Hausverkur H væri að 130 milljónir hefðu verið sendar til London en hefðum ekki stafkrók um að kúnnarnir hefðu skuldbundið sig til þess að gera þetta svona og væ ru sammála þessu og þess vegna væri hann að samþykktirnar . Þá kom fram hjá H að Maggi væri búinn að pirra marga í bankanum með því að heimta að þau bókuðu lán upp á 130 milljónir og að greiðsludeildin hefði spurt hvar samþykktin og bókunin væri. H H því við að þetta væru ekki alvöru bankaviðskipti að gera þetta svona og hann væri ekki sáttur. Menn hefðu átt að gefa sér tíma og ekki vissi hann af hverju það hefði legið svona rosa er það af því að spread - ið er M svaraði því til að Magnús hefði verið eitthvað stressaður yfir því að það færi að lækka, sem hann sæi nú ekki að myndi gerast miðað við stöðuna. Þá ræddu þeir um að skuldatryggingarálagið vær i núna upp á þúsund og miðað við það væru verulegar líkur á því að bankinn yrði gjaldþrota á 12 mánuðum. Kvaðst H efast um að það endurspeglaði raunverulega stöðu bankans þar sem afkomutölur hans og varnir væru góðar og eiginfjárhlutfallið í lagi. 111 Í tölvus keyti ákærða Hreiðars Más til tveggja starfsmanna samstæðu Kaupþings banka hf. að kvöldi 7. ágúst 2008 upplýsti hann að daginn eftir myndi Deutsche Bank byrja að skrifa CDS fyrir kúnna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og yrði spennandi að sjá hver þróunin yr ði á skuldatryggingarálaginu næstu daga. Bað hann þá 37 vinsamlegast að halda þessu fyrir sig, þau ætluðu að reyna að ná sem mestu á háum kjörum. 112 Í tölvuskeyti EE , starfsmanns Kaupthing Bank Luxembourg S.A., til M 8. ágúst sagði hann að 130 milljónir evra hef ðu verið greiddar viðskiptavinum þeirra, sem svo hefðu farið til Deutsche Bank. Kom fram hjá honum að Magnús hefði upplýst hann um að þriggja og spurði hvort M gæti staðfest það þar sem það yrði að fara með í miklum vandræðum vegna lagalegra takmarkana varðandi viðskiptavinina. Staðfesti M þá að Kaupþing banki hf. sæi um fjármögnun lánanna. 113 Í tölvu skeyti H til Y , starfsmanns Kaupþings banka hf., 11. ágúst, sagði hann að fjármunirnir sem aflandsfélögin þrjú ættu væru eingöngu lán sem Kaupþing banki hf. hefði veitt þeim. Ekki væru eiginlegir prókúruhafar og aðeins Þ , Æ og Z gætu skrifað undir fyrir hönd félaganna. Félögin þrjú ættu fjórða félagið saman og væri það einnig aflandsfélag. Það félag fengi eiginfjárframlag frá hluthöfum, Kaupþingslánin, og keypti fyrir það lánshæfistengt skuldabréf til fimm ára. Ef allt færi vel f engi það félag fullt af peningum eftir fimm ár og greiddi hluthöfum sem svo myndu endurgreiða Kaupþingi lán sín. 114 Hinn 12. ágúst sendi ákærði Magnús ákærða X mills af CDS á 750, þetta lækkar hratt þegar við sýnum áhuga . 115 Í símtali H og M 14. ágúst 2008 sagði H að gerður hefði verið lánssamning ur við þessi þrjú félög um að lána þeim í eina viku og skyldi lánið endurgreiðast þ ennan sama dag. M sagði að hann hefði sagt EE að framlengja lánið um viku. Því svaraði H að brúarl án þeirra til félaganna myndi þá framlengjast um viku. Velti hann því fyrir sér hvort menn ætluðu að hætta við viðskiptin þar sem þau hefðu ekki gengið eins og vonir hefðu staðið til, bæði fjárhæðir og álag vær i allt annað. M sagði að það yrði enginn hagna ður þar sem þessi viðskipti væru ekk i að gera sig og tók H undir það . M svaraði þá að r til á mánudag og hugsa upp nýtt fyrirkomulag. Þeir ræddu síðan um að viðskiptin hefðu verið Kaupþings en að það væru bara e inhver nöfn á þeim, nöfn þeirra sem hefðu átt að fá hagnað af þessu. H sagði að það væri í það minnsta búið að lána 130 milljónir sem bankinn yrði væntanlega að fá til baka. S íðan sagði H að Hreiðar M greip þá inn í og sagði að hann héldi að ekki yrði hætt við viðskiptin. H spurði þá hver væri á bak við DDD og svaraði M þarna. Já eða hver er á bak við fyrirtækin sko. Hann vill allavegana ekki taka þetta fyrir lánanefnd og H M tók undir og bætti H 38 116 Í símtali H og M 20. ágúst 2008 spurði H hvernig gengi með fjár mögnun á láninu til aflandsfélaganna þriggja og sagði M það vera í vinnslu. Lýsti H yfir áhyggjum og vildi vita hvenær peningarnir kæmu. M svaraði þá að þeir væru bara hjá Hreiðari. H spurði hvort eitthvað hefði komið upp á og sagði M þá að hann héldi að þ etta ætti eftir að fara fyrir lánanefnd stjórnar. H spurði þá hvort þetta væri bara Hreiðar eða hvort þetta væri einnig X sem hefði verið inni í þessum viðskiptum og hvort von væri á árekstrum með þetta í lánanefnd stjórnar. M það sé ekki M jafnframt að hann héldi að hann væri að velta fyrir sér einhverjum strúktúrbreytingum. H sagði þá að hann hefði spurt Magga hvað væri í gangi og hvort Hreiðar væri að skipta um sko ðun og þá hefði Magnús sagt að hann vissi alveg hvað væri í gangi þarna en ekki viljað segja neitt. M fyrir þann tíma þá væri það önnur vika en þá ætti þetta að vera komið. H sagði að ha nn myndi senda Magga tölvuskeyti og benda honum á að þeir gætu ekki borið ábyrgð á skjalagerðinni og réttast væri að þeir biðu bara. 117 Í símtali H og G 21. ágúst 2008 kom fram að ekki hefði verið gengið frá lánsskjölum vegna brúarlánsins milli Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og aflandsfélaganna sem hefði bara átt að vera til viku, meðan peningarnir væru að koma frá Íslandi. Svo væru liðnar tvær vikur og þetta yrði jafnvel lengra. Sagði H að M hefði ekki getað svarað því hvenær peningarnir kæmu. Taldi H að Hrei ðar hefði fengið bakþanka en eftir væri að ræða við lánanefnd stjórnar. Þegar hún hefði tekið ákvörðun væri hægt að tala við kredit heima um að senda peninga. Þá ætti eftir að útbúa lánsskjölin heima. Þetta tæki allt nokkrar vikur. Svaraði G að þetta gæti tekið einn og hálfan mánuð í viðbót. Sagði H þá að á meðan væri lánið að vísu fjármagnað frá Íslandi af því að þeir hefðu veitt H til samtals hans við ákærða Magnús þar sem hann hefði sa gst vita hvað Hreiðar væri að hugsa en ekki viljað upplýsa H meira um það. Ræddu þeir um að ganga þyrfti frá hluthafasamkomulagi í tengslum við þetta . H sagði að ef þessir þrír aðilar ættu lagalega þessi þrjú félög og svo yrði rosalegur hagnaður af viðskiptunum, sem gæti alveg gerst, þá dygði ekki að það hefðu bara verið einhverjar hugmyndir fyrir einu, tveimur, þremur árum, hvernig sem þetta yrði, um hve rnig ætti að skipta þessu. G sagðist einnig hafa nefnt það við Magnús að ef eitthvað kæmi upp á yrði að vera búið að setja eitthvað niður á blað til að tryggja alla hagsmuni. Sagði H að það yrði að vera einhver skuldbinding þannig að ef einhver tiltekin ve rkefni gengju vel þá gætu eigendur félaganna ekki valið að geyma peningana sína og greiða ekki skuldir sínar við Kaupþing til þess að fá hagnaðinn af viðskiptunum. Veltu þeir því fyrir sér hvort H að hann hefði rætt það við lánadeildina hjá honum að gerður yrði brúarsamningur til eins eða tveggja mánaða frekar en að vera alltaf að framlengja um viku og viku. 118 Í símtali ákærða Magnúsar og M 25. ágúst 2008 ræddu þeir skuldatryggingarálagið í tengslum við lánshæfistengd s kuldabréf að fjárhæð 125.000.000 evra. Reiknaðist 39 þeim til að hagnaðurinn yrði 11,8 milljónir á ári í fimm ár. Núvirði þess væri 49,2 eða 48,6 milljónir evra. Sagði M að það væri ágætt fyrir það að leggja ekki neitt út og svaraði ákærði Magnús því játandi. Í tölvuskeyti ákærða Magnúsar til M sama dag , með afriti á ákærða Hreiðar Má, sagði Magnús að klára þyrfti lánveitinguna til CCC , BBB og AAA í vikunni og greiða út fyrir vikulok. Samhliða því óskaði DDD eftir láni sem næmi núvirði af CLN - samningnum, 60 mi lljónum evra. Um skilmála lánveitingarinnar sagði meðal annars í skeyti Magnúsar að CLN - skuldabréf kæmi sem trygging. 119 Í tölvuskeyti FF , starfsmanns Kaupthing Bank Luxembourg S.A., til I og M , með afriti á ákærða Magnús og GG , 27. ágúst, með yfirskriftinni [ DDD ] að Kaupþing á Íslandi greiddi Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 130.000.000 evra vegna DDD - viðskiptanna eigi síðar en 29. ágúst 2008. Kaupthing Bank Luxembourg S.A. gæti einfaldlega ekki haft lánið í sínum bókum yfir mánaðamótin. F , viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings banka hf., sendi 29. ágúst tölvuskeyti til starfsmanna Kaupþings banka hf., HH , NN og I þar sem framangreind samskipti voru meðfylgjandi. Sagði hann að útistandandi 130 .000.000 evra á Lúx emborg yrðu ekki framlen gdar heldur endurgreiddar af bankanum. Sama fjár hæð yrði send á eignarhaldsfélög DDD . Þetta þyrfti að ganga í gegn þennan dag. Spurði hann hvort svo aftur til baka til að greiða skuld bankans í Lúxemborg við bankann á Íslandi eða 120 Í tölvuskeyti F til JJ , starfsmanns Kaupþings banka hf., 29. ágúst sagði hann að bankinn væri að fara að lána fjórum aflandsfélögum peninga og vísaði í viðhe ngi með skeytinu. Þetta væru DDD , AAA , BBB og CCC . Allt væru þetta nýstofnuð félög sem myndu ekki eiga neitt nema lánshæfistengt skuldabréf og skuldir. Þau þyrftu að fara á undanþágulista frá henni. Engir reikningar væru til eða neitt. 121 Í símtali NN , I og F 29. ágúst , klukkan 11 . 51 , sagði I meðal annars að þeir hjá K aupthing Bank Luxembourg S.A. væru orðnir stressaðir og vildu losna við 130 milljón a evra lánið en bankinn hér heima væri ekki búinn að ganga frá lánssamningum . Sagði F að það yrði í fyrsta lagi eftir tvær eða þrjár vikur. I sagði að þess vegna þyrfti að brúa þetta með peningamarkaðsláni og að allar góðar hugmyndir væru vel þegnar. Þetta væru fyrirtæki sem bankinn stýrði en bankinn í Lúxemborg vildi koma þessu úr sínum b ókum. Ræddu þeir hvernig standa skyldi að þessu og hvort leið væri einföldust til þess að þetta þurrkaðist út í bókum hjá Lúxemborg og færi í bækurnar hjá Kaupþingi banka hf. I stakk upp á því að það yrði gert með peningamarkaðsláni til DDD . NN svaraði því játandi en þá þyrfti að stofna aðila í kerfinu þeirra. Sagðist hann hafa haldið að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. ætti að greiða Kaupþingi banka hf. 130 milljónir og Kaupþing banki hf. myndi svo senda peningana til DDD . Því svaraði F 40 F sagði á [ DDD ] , helst I sagði þá að í raun væri hægt að segja að Kaupþing banki hf. væri að kaupa lánið af bankanum í Lúxemborg. Kaupþing banki hf. ætti að gera upp við bankann í Lúxemborg og fá á móti eignina, sem væri krafan á DDD F spurði í kjölfarið hvort engir eiginlegir peningar yrðu þá millifærðir og sögðust hvorki I né NN halda það. Fram kom að þeir myndu ekki klára lánssamninga strax, best væri að nett a þetta á milli Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og breyta um gagnaðila í kerfum bankans á Íslandi. 122 Einnig kom fram í símtali NN og DD 29. ágúst 2008, klukkan 12.36, og símtali NN og FF skömmu síðar að áætlað væri að jafna lánin út á m illi bankanna tveggja. NN staðfesti að Kaupþing á Íslandi myndi veita DDD lán. Virtust þeir ekki vissir um hvort DDD ætti að fá lánið eða eignarhaldsfélögin þrjú. Í símtali NN og HH stuttu seinna ræddu þeir um að útbúa þyrfti lán til eignarhaldsfélaganna þ riggja og kölluðu það 123 Í símtali NN og F síðar sama dag ræddu þeir um að það tæki tvær til þrjár vikur að gera lánssamninga undir enskum lögum og að gera þyrfti veðsamninga undir lögum Bresku Jómfrúaeyja. 124 FF sendi 29. ágúst tölvuskeyti til starfsmanna Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A., með afriti á ákærða Magnús, og tilkynnti að málin varðandi fjármögnun DDD væru leyst. Uppgjörið fæli í sér að Kaupþing á Íslandi veitti lán til eignarhaldsf élaganna þriggja, samtals 130.000.000 evra. Lánin sem Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hefði veitt félögunum þremur hefðu verið endurgreidd. Millibankalán frá Kaupþingi banka hf. til Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hefði einnig verið endurgreitt. Í stað þess að senda 130.000.000 evra fram og til baka hefðu framangreind lán verið látin jafna hvort annað út. 125 Á meðal gagna málsins eru óundirritaðir samningar 29. ágúst 2008 um peningamarkaðslán, í fyrsta lagi á milli Kaupþings banka hf. og AAA að fjárhæð 41.600.00 0 evrur, í öðru lagi á milli Kaupþings banka hf. og BBB að fjárhæð 46.800.000 evrur og í þriðja lagi á milli Kaupþings banka hf. og CCC að fjárhæð 41.600.000 evrur, allir með gjalddaga 19. september 2008. Þá eru samningar um framlengingu á þessum lánum, fyrst til 30. september 2008 og síðan til 13. október sama ár, einnig óundirritaðir. 126 KK , forstöðumaður lánastýringar hjá Kaupþingi banka hf., sendi F tölvuskeyti 9. september 2008 og sagði honum að ytri endurskoðendur bankans væru að biðja um lána - og tryggingayfirlit fyrir nokkra aðila og tiltók félagið BBB . Hún spurði hvort lánið væri í Lúxemborg og hvort tryggingarnar væru þá líka þar. Hún skildi þetta í öllu falli ekki alveg. F tjáði henni að áhættan hefði verið Lúxemborg en verið flutt til 41 Íslands í lok ágúst þegar gert hefði verið upp á milli bankanna tveggja. Ekki væri búið að ganga frá skjalagerð vegna þessa máls. Lánið hefði verið greitt út sem peningamarkaðslán og væri því ótryggt sem stæði . Hann vonaðist til að geta gengið frá lána - og tryggingarpappírum í lok næstu viku og tók fram að ekki væri gott að skýra þetta mál fyrir einum né neinum sem stæði. 127 Með tölvuskeyti 9. september 2008 sem V sendi til samstarfsmanns síns, Ö , með afriti á H og G , óskaði V eftir því að Ö læsti (e. block) DDD - reikningi DDD í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Sama dag sendi Ö til baka skjámynd með þeim orðum að þessu væri lokið. V framsendi þessi samskipti til F 11. september 2008 með afriti á H og spurði hvort þessar upplýsingar væru fullnægjandi. Sama dag framsendi F eru á vörslureikningi í KBLux þ.a. væntanlega myndum v ið veðsetja bæði 128 Í símtali milli NN og LL , starfsmanns Kaupþings banka hf., 19. september 2008 kom fram að lán eignarhaldsfélaganna þriggja væru á gjalddaga og að örugglega ætti að framlengja þetta allt. Í símtali NN og F stuttu síðar sagði sá síðarnefndi að það þyrfti að framlengja gjalddaga eignarhaldsfélaganna þriggja til mánaðamóta og að skjalagerð lyki ekki fyrr en seint í næstu viku. KK sendi F aftur tölvuskeyti 23. september 2008 og áréttaði að ytri endurskoð un vildi fá tryggingastöðu hjá BBB og spurði hvort hann gæti útvegað hana sem fyrst. F svaraði samdægurs og sagði að þetta lán væri ótryggt. Í öðru skeyti sem hann sendi henni á sama tíma svaraði hann að verið væri að vinna í endanlegum lánssamningum og tr yggingarskjölum. 129 Í símtali NN og LL 30. september sagði LL [...] og [CCC] og [ BBB ] NN sagði að hann væri örugglega að fara að framlengja þetta allt. Í símtali NN og F stuttu síðar sagði NN að honum sýndist að AAA , BBB og CCC væru á gjalddaga þennan sama dag, 30. september, og að þeir myndu framlengja lánin til 13. október sama ár. F sagði að vonandi tækist að ganga frá endanlegum lánssamningum í næstu viku. Síðar þennan dag sendi LL F tölvuskeyti með þremur kvi ttunum vegna framlengingar peningamarkaðslána til eignarhaldsfélaganna þriggja. 130 Á meðal gagna málsins er skjal sem virðist vera drög að sameiginlegri lánsumsókn AAA , BBB og CCC , dagsett 14. ágúst 2008, og ber hún með sér að M hafi annast gerð hennar. Í hen ni er lagt til að félögunum þremur verði veitt kúlulán (e. bullet loan) til fimm ára, samtals að fjárhæð 133.000.000 evra, sem lagt yrði inn í dótturfélag þeirra DDD , sem síðan myndi kaupa CLN, lánshæfistengt skuldabréf. Viðskipti með slík skuldabréf eru ú tskýrð í umsókninni. Raunverulegir eigendur eignarhaldsfélaganna eru tilgreindir þar og tiltekið að þeim hafi boðist að kaupa tvöfalt skuldsett CLN sem Deutsche Bank muni gefa út. Tilgreindur aðili (e. reference entity) sé Kaupþing banki hf. og þar með séu viðskiptavinirnir að veðja á að ekki verði greiðsluþrot hjá bankanum. Álag og fjárhæð ráðist af því hvaða skuldatryggingar 42 Deutsche Bank geti skrifað á Kaupþing banka hf. Tekið er fram að aðaláhættan af CLN - viðskiptunum sé sú að Kaupþing banki hf. geti ek ki staðið við skuldbindingar sínar. Í umsókninni kemur ekki fram fyrir hvaða lánanefnd bankans átti að leggja umsóknina. 131 Á meðal gagna málsins eru einnig þrjár lánsumsóknir, ein vegna AAA , önnur vegna BBB og sú þriðja vegna CCC , allar dagsettar 31. ágúst 2008 og samhljóða að öðru leyti en því að af hálfu AAA og CCC var óskað eftir kúluláni að fjárhæð 41.600.000 evrur, en af hálfu BBB kúluláni að fjárhæð 46.800.000 evrur. Í lánsumsóknunum, sem beint var að lánanefnd samstæðu, kom fram að eignarhaldsfélögin stæðu að DDD , félagi með sérstakan tilgang (SPV), sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu lánshæfistengdu skuldabréfi (CLN), útgefnu af Deutsche Bank en tengt Kaupþingi banka hf. Gjalddagi skuldabréfsins (CLN) væri 20. september 2013 , nafnvirði þess 125.000.000 evra og nafnvirði skuldatrygginganna (CDS) 250.000.000 evra. Vextir á skuldabréfinu væru þriggja mánaða EURIBOR - vextir, auk 1122,4 gp, og kostnaður 5.000.000 evra. Þá sagði að Deutsche Bank lánaði DDD 125.000.000 evra og 130.00 0.000 evra kæmu frá eignarhaldsfélögunum þremur og væru eiginfjárframlög þeirra í viðskiptunum. Eru raunverulegir eigendur þeirra tilgreindir í umsókninni. Í lok hennar var lagt til að bankinn byði eignarhaldsfélögunum þetta sem kúlulán með gjalddaga 20. s eptember 2013, með 1,5% vöxtum og ársfjórðungslegum vaxtagreiðslum. Eigið fé félaganna þriggja auk hlutabréfa sem þau ættu í DDD væru lögð fram sem trygging. Lánsbeiðnirnar bera með sér að F hafi annast gerð þeirra. 132 Samkvæmt gögnum málsins hefur F einnig a nnast gerð lánsbeiðni vegna DDD , sem dagsett var sama dag og hinar lánsbeiðnirnar þrjár og rökstudd á sama hátt. Í beiðninni óskaði félagið eftir láni allt að 60.000.000 evra með reglulegum afborgunum. Lánsfjárhæðin næmi hagnaði af CLN - viðskiptunum á fimm ára tímabili. Lagt var til að félaginu yrði boðið þetta lán með 1,5% vöxtum og ársfjórðungslegum afborgunum, í samræmi við vaxtagreiðslur af CLN og lokagjalddaga 20. september 2013. CLN væri lagt fram sem trygging. 133 Lánanefnd samstæðu Kaupþings banka hf. f jallaði um lánveitingar til AAA , BBB , CCC og DDD [F] lánsbeiðnir félaganna sem óskuðu eftir láni að þeirri fjárhæð og með þeim vöxtum og lánstíma sem fram kæmi í lánsbeiðnum þeirra og áður er rakið. Bókað var í fundargerð að félögin væru á undanþágulista hvað varðaði lánshæfismat. Eignarhaldsfé lögin AAA , BBB og CCC stæðu að DDD , sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu lánshæfistengdu skuldabréfi (CLN) sem Deutsche Bank gæfi út en væri tengt skuldabréfum Kaupþings banka. Til tryggingar láni til hvers eignarhaldsfélags um sig væru veð í hlutafé þeirra og í hlutum sem þau ættu hvert um sig í DDD . Til tryggingar láni til síðastnefnda félagsins væru lánshæfistengd skuldabréf (CLN). Lánanefnd samstæðu samþykkti lánsbeiðni AAA með fyrirvara um að lánanefnd 43 [ DDD ] - BBB , CCC og DDD var á hinn bóginn vísað til lánanefndar stjórnar. 134 Lánsbeiðnir BBB og CCC til lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf. voru dagsettar 21. september 2008 og gerðar í nafni raunverulegra eigenda þeirra, B vegna fyr ra félagsins og C vegna síðara félagsins. Í þeim gat að líta yfirlit yfir eigna - og skuldastöðu félaga tengdum C og B . Í beiðnunum voru viðskipti með CLN - skuldabréf útlistuð á sama hátt og í fyrri lánsbeiðnum og tilgreint að eignarhaldsfélögin þrjú, BBB , s em væri í eigu B , CCC , sem væri í jafnri eigu C og D og AAA , sem væri í eigu A , stæðu að baki DDD . Í þetta sinn var af hálfu BBB óskað eftir láni allt að 48.000.000 evra og af hálfu CCC allt að 42.500.000 evrum, sem væru eiginfjárframlög félaganna til CLN - viðskiptanna að meðtöldu umsýslugjaldi og viðskiptaþóknun. Í beiðnunum var lagt til að lánin yrðu veitt á sömu lánskjörum og með sömu tryggingum og í fyrri lánsbeiðnum en umsýslugjald var nú tilgreint 1,45%. Tekið var fram í báðum lánsbeiðnunum að félögin væru á undanþágulista varðandi mat á lánshæfi. 135 Af gögnum málsins verður ráðið að fallið hafi verið frá áðurgreindri lánsbeiðni DDD um lán út á væntanlegan hagnað af viðskiptunum, sem lánanefnd samstæðu vísaði á fundi sínum 11. september 2008 til lánanefnd ar stjórnar. 136 Lánanefnd stjórnar Kaupþings banka hf. fjallaði um lánveitingar til BBB og CCC á fundi 24. september 2008. Bókað var að fyrrnefnda félagið óskaði eftir láni að fjárhæð 46.800.000 evrur og CCC að fjárhæð 41.600.000 evrur, í báðum tilvikum með s ömu kjörum og áður hafa verið rakin en um var að ræða svonefnt kúlulán með einn gjalddaga í lok lánstímans. Bókað var í fundargerð að félögin væru á undanþágulista hvað varðaði lánshæfismat. Eignarhaldsfélögin AAA , BBB og CCC stæðu að DDD , sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu lánshæfistengdu skuldabréfi (CLN) sem Deutsche Bank gæfi út en væri tengt skuldabréfum Kaupþings banka hf. Til tryggingar láni til hvors eignarhaldsfélags væru veð í hlutafé þeirra og í hlutum sem þau ættu hvo rt um sig í DDD . Lánanefnd stjórnar samþykkti lánsbeiðnir BBB og CCC Í fundargerð lánanefndarinnar er þess ekki getið að í lok ágúst hafi bankinn veitt félögunum 130.000.000 evra peningamarkaðslán til viðskiptanna. 2. 137 Eins og áður greinir er í A - lið fyrst a kafla ákæru fjallað um þrjár lánveitingar Kaupþings banka hf. til félaganna AAA , BBB og CCC 29. ágúst 2008, samtals að fjárhæð 130.000.000 evra. Lúta ákæruatriðin í öllum tilvikum að því að lánin hafi nna væri metið og án þess að fyrir 138 Verður nú fjallað um lánveitingarnar þrjár til félaganna í einu lagi en lánin voru veitt sem peningamarkaðslán til að félögin gætu gert upp sams konar lán sem þau höfðu fen gið 7. ágúst 2008 frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Þau lán höfðu verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu DDD , sem aftur hafði lagt umrædda 44 fjármuni inn á reikning hjá Deutsche Bank. Fjármununum var síðan varið annars vegar til kaupa á CLN, lánshæfistengdu skuldabréfi, og hins vegar til greiðslu þóknunar til Deutsche Bank. Eins og áður hefur verið rakið voru lánin veitt 29. ágúst 2008 án þess að fyrir lægju lánsbeiðnir félaganna þriggja eða undirritaður samningur um peningamarkaðslán á milli þeirra og Kaupþings banka hf. 139 Áður hefur verið fjallað um regluhandbók Kaupþings banka hf. sem gegndi því endurspegla nýjustu reglur og verklagsreglur sem í gildi voru í b ankanum. Þá hefur lánanefnd a bankans verið getið en reglur um valdsvið þeirra komu fram í handbókinni. Þar var hins vegar ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu peningamarkaðslán þótt gert væri ráð fyrir tilvist þeirra. Af gögnum málsins má ráða að það lá nsform hafi verið notað af fjárstýringu Kaupþings banka hf. við lausafjárstýringu bankans en almennt tíðkuðust slík lán fyrst og fremst milli fjármálafyrirtækja og voru notuð við lausafjárstýringu þeirra og ætluð til skamms tíma. Það sem greindi þessi lán frá öðrum tegundum útlána var meðal annars að lítil skjalavinnsla var að baki þeim og voru þau almennt veitt án nokkurra trygginga. Ástæða þessa var ekki síst sú að þetta lánsform var ætlað fyrir trausta aðila á borð við fjármálafyrirtæki og eftir atvikum stærri rekstrarfélög með gott lánshæfismat og var lánveitingin reist á því að viðkomandi lántaki hefði fjárhagslegan styrk til að standa undir endurgreiðslu lánsins . 140 Um útlána - og mótaðilaáhættu almennt var fjallað í kafla 3.3 í regluhandbók Kaupþings bank a hf. Þar sagði í framlagðri þýðingu á grein 3.3.1 að útlánaáhætta væri samningi. Þessar reglur ættu að gilda um alla starfsemi sem skapar útlánaáhættu fyrir (mótaðilaáhætta) er einnig innbyggð í öðrum tegundum eigna, svo sem skuldabréfum, skammtímaskuldaverðbréfum, afleiðum og í skuldbindingum eins og ónýttum lánalínum eða mörkum og ábyrgðum. Uppgj örsáhætta telst einnig vera útlánaáhætta 141 Um innlána - og afleiðuáhættuskuldbindingar gagnvart fjármálastofnunum sagði í fjármálastofnunum þurfa samþykki til þess bærrar l ánanefndar sem notast við sama ramma og mörk fyrir lán til almennra viðskiptamanna. Innlán og áhættuskuldbindingar vegna peningamarkaðsgerninga fá sömu meðferð og venjuleg útlán en með tilvísunarmörkum á grundvelli mats á mótaðila sem byggt er á innra mats líkani fyrir fjármálastofnanir. Ef innra mat er ekki til staðar má nota mat frá Í framhaldinu voru sett viðmiðunarmörk fyrir óveðtryggð innlán og peningamarkaðsáhættuskuldbindingar. Þar kom fram að til þess að fjármá lastofnun gæti fengið peningamarkaðslán allt að 10.000.000.000 krón a - A - a skyldi innra lánshæfismat viðkomandi - 45 heimilar áður en gild útlánaákvörðun hefur verið tekin. Öll lánaskjöl sem þarf fyrir lánaákvörðunina verða að liggja fyr ir, réttilega undirrituð af lántaka, ábyrgðaraðilum og öðrum viðkomandi aðilum. Skuldarinn hefur lagt fram veðið sem þarf samkvæmt lánaákvörðuninni og útlánastýring ... hefur staðfest að gild lánaákvörðun hafi verið tekin. 142 Um kröfur til veðtrygginga voru ákvæði í grein 3.3.6 í regluhandbókinni. Þar sagði í framlagðri þýðingu á grein 3.3.6.1 að veð bæri að taka á grundvelli lánstíma og lánshæfiseinkunnar lántaka og að allar ákvarðanir um lán án veða skyldu teknar af viðeigandi lánanefnd. Þá sagði að allar u ndanþágur frá reglum greinarinnar skyldu háðar ákvörðun framkvæmdastjóra útlánasviðs eða útlánanefndar í samræmi við upphæð umsóknar. Í grein 3.3.6.2 voru ákvæði um svonefnt veðvirði og veðfrádrag og reglur um útreikning veðfrádrags fyrir helstu gerninga. Um veðfrádrag hlutabréfa sagði til dæmis þótt einnig væri kveðið á um undanþágur frá þeirri reglu. Þá sagði í greininni að þegar gerðir væru afleiðusamningar yrðu viðskiptamenn að leggja fram veð sín áður en nokkur viðskipti væru gerð. Viðskiptamenn með hátt lánshæfismat (e. creditworthiness) gætu þó gert afleiðusamninga án veðs eða með veði sem uppfyllti ekki almennar reglur að fullu. Slíka samninga væri einungis heimilt að gera ef skriflegt leyfi (lánalína) frá forstjóra sam stæðunnar, forstjóranum á staðnum eða viðeigandi lánanefndar hefði verið veitt. 143 Eins og áður getur lúta ákæruatriði vegna lánveitingar samkvæmt A - lið fyrsta kafla ákæru að því að peningamarkaðsláni n til AAA , BBB og CCC 29. ágúst 2008 , samtals að fjárhæð 1 30 .000.000 evra, hafi verið veitt án trygginga, án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. 144 Fyrir liggur að þegar peningamarkaðslánin voru veitt AAA , BBB og CCC 29. ágúst 2008 lágu samkvæmt gögnum málsins ekki fyrir lánsbeiðnir vegna félaganna þriggja, lánanefndir bankans höfðu ekki samþykkt lánveitingarnar, hvorki á fundum sínum né á milli funda , félögin höfðu ekki verið metin til lánshæfis og þau höfðu engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánanna. Veiting lánanna stangaðist samkvæmt framangreindu á við reglur bankans um lánveitingar og var því með öllu óheimil en með háttseminni var fjármun um bankans stefnt í verulega hættu . Sá verknaður fól samkvæmt framansögðu í sér brot samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til úrlausnar hverjum verði virt sú háttsemi til sakar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 145 Ákæ rði Hreiðar Már var formaður samstæðu Kaupþings banka hf. og formaður lánanefndar samstæðunnar og var sem slíkur í aðstöðu til að skuldbinda bankann. Framburður ákærða fyrir héraðsdómi er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Þar bar ákærði meðal annars um að Kaup þing banki hf. hefði fengið ráðgjöf frá Deutsche Bank og 46 fleiri fjármálafyrirtækjum um hvernig best væri fyrir bankann að haga sér á evrópska skuldabréfamarkaðnum með það að markmiði að tryggja góða fjármögnun bankans og lækka skuldatryggingarálag hans. Ás tæða þess að hluthöfum þeirra félaga, sem um ræðir í A - lið fyrsta kafla ákæru, var boðið að taka þátt í viðskiptunum með lánshæfistengdu skuldabréfin, hafi verið sú að þessir aðilar hefðu skuldað Kaupþingi töluverða fjármuni. Ætlunin hefði verið sú að ef v iðskiptin gengju til enda, eins og talið hefði verið að þau myndu gera, myndi staða þessara aðila batna og skuldir þeirra við Kaupþing minnka. Hann staðfesti að umræddir viðskiptavinir hefðu ekkert eigið fé lagt til viðskiptanna og því ekki tekið neina fjá rhagslega áhættu með þeim. Kvaðst ákærði hafa kynnt fyrirhuguð viðskipti með lánshæfistengdu skuldabréfin fyrir viðskiptastjóra bankans en hann hefði verið í hópi æðstu starfsmanna hans og borið ábyrgð á ferlum innan bankans. Viðskiptastjórinn hefði gefið fyrirmæli um útgreiðslu lánanna og honum borið að afla samþykkis lánanefndar og jafnframt sjá til þess að viðeigandi skjöl væru undirrituð áður en hvert lán um sig væri greitt út. H efði viðskiptastjóranum borið að fara eftir regluhandbók bankans og þeim fe rlum sem þar væru tilgreindir. Ætti þetta við um allar lánveitingarnar sem ákæran lyti að. Sjálfur kvaðst ákærði í öllum tilvikum hafa verið samþykkur þeim lánveitingum sem tilgreindar væru í ákæru. Hann hefði hins vegar ekki vitað að samþykkis annarra lán anefndarmanna hefði ekki verið aflað áður en lánin voru veitt . 146 Af tölvupóstsamskiptum G og ákærðu H r eiðars Más og Magnúsar 5. ágúst 2008 má sjá að ákærða Hreiðari Má var kunnugt um að náðst hefði samkomulag um kaup félaganna þriggja, AAA , BBB og CCC , á lá nshæfistengdu skuldabréfi og að komið væri að fjármögnun viðskiptanna. Innti ákærði Magnús hann eftir því daginn eftir ptum starfsmanna Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. er og ljóst að gert var ráð fyrir því að fjármagn til viðskiptanna kæmi frá bankanum á Íslandi. Af samskiptum þeirra 5. til 7. ágúst má og sjá að beðið var eftir frekari upplýsingum frá ákærða Hreiðari um skilmála lánanna, svo sem um lánstíma, vexti og tryggingar að baki þeim. Einnig kom Í símtali að morgni 7. ágúst spurði H M hvort hann hefði náð í Hreiðar til að ræða skilmálana. Kvaðst M ekki hafa náð í Hreiðar en hann myndi fá þessar upplýsingar hjá honum. Sama dag var ákveðið að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. brúaði lán til félaganna þriggja með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi banka hf. Sendi M tölvuskeyti 7. ágúst til DD , með afriti á ákærðu Hreiðar Má og Magnús, og bað hann að afgreiða 130.000.000 evra peningamarkaðslán í viku til Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Í kjölfarið gaf ákærð i Magnús starfsmönnum sínum fyrirmæli í tölvuskeyti um að ganga með hraði frá lánum til félaganna þriggja og tók fram að lánin yrðu endurgreidd af móðurfélaginu. Að kvöldi þessa sama dags sendi ákærði Hreiðar Már tölvuskeyti til tveggja nafngreindra manna og upplýsti þá um að daginn eftir myndi Deutsche 47 Bank byrja að skrifa CDS fyrir viðskiptivini Kaupþings banka í Lúxemborg. Bað hann þá að halda því fyrir sig. 147 Í símtali H og M 14. ágúst 2008 velti H því fyrir sér hvort hætt yrði við viðskiptin þar sem þau hefðu ekki gengið eins vel og vonir hefðu staðið til. M tók undir að þessi viðskipti væru ekki að gera sig og sagði að átt við ákærða Hreiðar, vildi sofa á þ essu öllu saman fram á mánudag og hugsa upp nýtt fyrirkomulag. Einnig að hann vildi alla vega ekki taka þetta fyrir lánanefnd og afgreiða þetta. H sagði þá að hann væri ekki alveg ánægður með Hreiðar núna. Í símtali þeirra sex dögum síðar eða 20. ágúst 2 008 spurði H M hvernig gengi með fjármögnun á láninu til aflandsfélaganna þriggja og sagði sá síðarnefndi að hún væri í vinnslu og peningarnir væru bara hjá Hreiðari. Aðspurður fyrir dómi kvaðst vitnið M telja að þar hefði hann átt við að ákvörðunin væri þ ar. Í símtalinu s agðist M halda að þetta ætti eftir að fara fyrir lánanefnd stjórnar. H spurði þá hvort X hefði einnig verið inni í þessu m viðskiptum eða hvort það væri bara Hreiðar og hvort von væri á árekstrum með þetta í lánanefnd stjórnar. Kvaðst M ekk i halda það heldur væri aðeins um formlegheit að ræða. Þá sagðist M halda að hann, sem verður að álykta að hafi verið Hreiðar, væri að velta fyrir sér einhverjum strúktúrbreytingum. H sagðist þá hafa spurt Magnús hvort Hreiðar væri að skipta um skoðun og h efði Magnús sagt að hann vissi alveg hvað væri í gangi en ekki viljað segja neitt. Daginn eftir eða 21. ágúst ræddust þeir við í síma H og G og kom fram hjá H að hann teldi að Hreiðar hefði fengið bakþanka en eftir væri að ræða við lánanefnd stjórnar. Þega r hún hefði tekið ákvörðun væri hægt að senda peninga frá bankanum heima. Þá ætti eftir að ganga frá lánsskjölum heima og það tæki allt nokkrar vikur. Sagði G þá að það gæti tekið einn og hálfan mánuð í viðbót. 148 Í tölvuskeyti ákærða Magnúsar 25. ágúst til M , með afriti til ákærða Hreiðar s Má s, sagði Magnús að klára þyrfti lánveitinguna til CCC , BBB og AAA í vikunni og greiða út fyrir vikulok en peningamarkaðslánið frá Kaupþingi banka hf. til Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hafði þá verið framlengt í tvígang um viku í senn, sem og brúarlán Kaupthing Bank Luxembourg S.A. til félaganna þriggja . FF áréttað i í tölvuskeyti til I og M tveimur dögum s íðar eða 27. ágúst að áríðandi væri að Kaupþing á Íslandi greiddi Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 130.000.000 evra vegna áðurgreindra viðskipta eigi síðar en 29. ágúst 2008 . Bankinn í Lúxemborg gæti einfaldlega ekki haft lánið í sínum bókum yfir mánaðamótin . F framsendi þessi skilaboð 29. ágúst 2008 til HH , NN og I með skilaboðum um að þetta þyrfti að ganga í gegn í dag . Í símtali NN , I og F síðar sama dag kom meðal annars fram hjá I að bankinn í Lúxemborg yrði að losna við lánið úr sínum bókum en bankinn á Íslandi væri ekki búinn að ganga frá lánssamningum og sagði F að það yrði í fyrsta lagi eftir tvær eða þrjár vikur. I sagði að því yrði að brúa þetta með peningamarkaðsláni sem síðar gekk eftir eins og áður hefur verið rakið. 48 149 Í símtali á milli I og M sem lögregla hljóðritaði að undangengnum úrskurði dómara 15. mars 2010 kom fram hjá I að ákærði Hreiðar Már hefði tekið ákvörðun um að greiða lánin út áður en þau voru tekin fyrir í lánanefnd. Sjálfur hefði hann ekki samþykkt það. Þá hefði ákærði Hreiðar Már k allað hann á fund og sýnt sér hvernig þetta ætti að vera og virðist I þar eiga við strúktúrinn á viðskiptunum og valið á þeim viðskiptavinum sem bauðst að taka þátt í þeim. Þá sagðist hann halda að greiðslufyrirmælin hefðu komið frá ákærða Hreiðari Má og a ð F hefði fengið staðfestingu frá ákærða Hreiðari Má um að greiða mætti þetta út. 150 I , sem var framkvæmdastjóri útlána Kaupþings banka hf. á þeim tíma sem um ræðir í málinu, kom fyrir héraðsdóm og gaf skýrslu sem vitni. Kvaðst hann þá ekki muna eftir því hvort greiðslufyrirmælin hefðu komið frá ákærða Hreiðari Má en taldi þó greinilegt að unnið hefði verið að málinu að hans undirlagi. Aðspurður af hverju lánin hefðu verið greidd út áður en þau voru borin undir lánanefnd kvaðst vitnið telja að ekki hefði unnist ráðrúm til að kalla saman lánanefnd stjórnar. Slíkt hefði aðeins gerst í undantek ningartilfellum og þá helst þegar svara þurfti veðkalli. 151 Vitnið F , sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings banka hf. á ákærutímanum , bar um það fyrir héraðsdómi að ákærði Hreiðar Már hefði kallað hann til sín og teiknað upp fyrir hann fyrirtækjastrúktúrinn, eins og hann orðaði það, og átti þá við félögin sem nefnd væru í liðum i, ii og iii í A - lið fyrsta kafla ákæru. Ákærði Hreiðar Má r hefði tjáð honum að lánin hefðu þegar verið greidd út af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. en sá banki gæti ekki verið með svo stórt lán á efnahagsreikningi sínum yfir mánaðamótin og því yrði Kaupþing á Íslandi að taka lánin yfir. Fyrirmælin um útgreiðslu l ánanna hefðu því komið frá ákærða Hreiðari Má sem og að nauðsynlegt væri að greiða þau út fyrir næstu mánaðamót. Þar sem aðeins hefðu verið einn eða tveir virkir dagar til mánaðamóta hefði hvorki unnist tími til að leita eftir samþykki lánanefndarmanna né að ganga frá láns - og veðskjölum. Hefði ákærða Hreiðari Má verið þetta ljóst en fyrirmæli hans hefðu engu að síður verið þau að greiða skyldi lánin út og ganga frá formsatriðum í september. Vitnið kvaðst ekki hafa verið í neinum samskiptum við ákærða X veg na þessara lána en hins vegar í miklum samskiptum við ákærða Magnús enda hefðu félögin verið sett upp í Lúxemborg. Hann sagði að sem starfsmaður á útlánasviði hefði hann verið milligöngumaður og gefið fjárstýringu fyrirmæli um útgreiðslu lána en aldrei án þess að hafa heimild til þess. Hann hefði ekki haft neina heimild til að skuldbinda bankann eða heimila útgreiðslu á slíkum fjárhæðum sem um ræddi í málinu. Venjulega hefðu lán ekki verið greidd út nema fyrir hefðu legið undirritaðir láns - og veðsamningar og samþykkt lánanefndar. 152 Með hliðsjón af framangreindu þykir í ljós leitt að ákærði Hreiðar Már gaf fyrirmæli um veitingu peningamarkaðslánanna til félaganna þriggja með mjög skömmum fyrirvara í síðustu viku ágústmánaðar 2008 í kjölfar tölvuskeyta ákærða Magnúsar og starfsmanns hans hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 25. og 27. ágúst þar sem þeir ráku á eftir útgreiðslu lánanna. Vegna setu sinnar í lánanefndum bankans vissi ákærði 49 Hreiðar Már gjörla að lánveitingar til AAA , BBB og CCC höfðu ekki verið samþ ykktar þar. Í ljósi þekkingar sinnar og starfsreynslu hlaut honum að vera ljóst að borin von væri , á þeim skamma tíma sem til stefnu var og við þær aðstæður sem uppi voru, að lánveitingarnar gætu farið fram í samræmi við reglur bankans. Brast ákærða Hreiða r Má heimild til að gefa upp á sitt eindæmi fyrirmæli um veitingu lánanna og misnotaði hann því stöðu sína sem forstjóri Kaupþings banka hf. þegar hann beitti undirmenn sína boðvaldi til að fá þeim fyrirmælum hrundið í framkvæmd og stefndi með því fjármunu m bankans í verulega hættu þar sem um var að ræða gífurlega háa lánveitingu til félag a sem v oru með takmarkaðri ábyrgð eig enda s inna , átt u engar eignir og h öfðu hvorki verið meti n til lánshæfis né hafði verið gengið eftir því að fél ögin sett u tryggingar fy rir endurgreiðslu lán anna í samræmi við reglur bankans. Á fundi sem lánanefnd stjórnar hélt 24. september 2008 voru sem áður segir samþykktar beiðnir um lán til AAA , BBB og CCC , samtals að fjárhæð 130.000.000 evra, en þau áttu þó að vera til fimm ára og ge gn veði í eigin fé eignarhaldsfélaganna og hlutum hvers um sig í DDD Af framangreindum ástæðum getur þetta samþykki lánanefndarinnar ekki talist hafa náð til peningamarkaðslánsins sem eignarhaldsfélögunum þremur var veitt án trygginga 29. ágúst sama ár og standa átti samkvæmt skilmálum þess til þriggja vikna. Þegar af þessari ástæðu getur samþykkt lánanefndarinnar engu breytt og verður því lagt til grundvallar að ákærði Hreiðar Már hafi farið út fyrir heimildir sínar eins og honum er gefið að sök í A - lið fy rsta kafla ákæru. Ber því að sakfella ákærða fyrir þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og er hún þar rétt færð til refsiákvæðis. 153 Ákærði X var formaður stjórnar Kaupþings banka hf. Þá var hann formaður lánanefndar stjórnar á ákærutímabilinu og sem slíkur í aðstöðu til að skuldbinda bankann. Framburður ákærða fyrir héraðsdómi er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Hann kvaðst ekki hafa komið að lánveitingum þeim sem um væri fjallað í ákæru og engar ákvarðanir tekið í þeim efnum, enda ekki haft heimi ld til þess. Erindi til lánanefnda hefðu komið frá viðskiptastjórum bankans en ekki lántakendum og hefðu viðskiptastjórarnir séð um skjalafrágang eftir að lán höfðu verið samþykkt. Viðskipti þau sem um væri fjallað í málinu hefðu átt sér langan aðdraganda og hefði verið ráðist í þau að ráðleggingum og frumkvæði Deutsche Bank. Kvaðst hann hafa verið fylgjandi þessum viðskiptum og samþykkur því að lána til þeirra. Eigendur félaganna hefðu ekki lagt fram eigið fé til viðskiptanna en reikningar þeirra hefðu ver ið í læstum kerfum í bankanum í Lúxemborg og þeir ekki haft aðgang að þeim. Þetta hefðu verið talin örugg viðskipti og að eina áhættan þeim samfara væri ef annar hvor bankanna, Deutsche Bank eða Kaupþing banki hf. yrði gjaldþrota. Kvaðst ákærði hafa fengið skeyti frá Deutsche Bank þar sem farið hefði verið yfir þessi mál og eins hefði hann fengið skeyti frá ákærða Magnúsi sem hefði upplýst hann um að keypt hefði verið tiltekið magn af þessum bréfum. Önnur afskipti af viðskiptunum hefði hann ekki haft. 154 Ákærð i X hafði ekki á hendi heimild til að taka ákvörðun um veitingu lána frá Kaupþingi banka hf. í skjóli stöðu sinnar sem formaður stjórnar félagsins, hvorki upp 50 á sitt eindæmi né í félagi með ákærða Hreiðari Má. Hafði hann eingöngu slíkt vald á hendi sem for maður lánanefndar stjórnar. Í málinu liggja hvorki fyrir skjalleg gögn né vætti vitna um að ákærði X hafi átt hlut að veitingu peningamarkaðslána til félaganna AAA , BBB og CCC 29. ágúst 2008 eða að honum hafi verið kunnugt um að hún hefði farið fram í ands töðu við reglur Kaupþings banka hf. Eins og að framan er rakið gat samþykkt lánanefndar stjórnar á fundi 24. september 2008 á láni til félaganna þriggja ekki talist hafa náð til peningamarkaðslánanna en auk þess var brot samkvæmt A - lið fyrsta kafla ákærunn ar þá þegar fullframið og fjártjónshættan orðin að veruleika. Gat s amþykkt lánanefndarinnar , sem ákærði X veitti formennsku, engu breytt þar um. Samkvæmt öllu framangreindu ber því að staðfest a niðurst öðu hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða af sakargiftum s amkvæmt A - lið fyrsta kafla ákærunnar. 155 Í B - lið fyrsta kafla ákæru er á kærð a M agnúsi gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar og hvatt til þess að lánin yrðu veit t til að greiða upp lán Kaupthing Bank Luxembourg S.A. til félaganna þótt honum hlyti að hafa verið ljóst að meðákærðu brast heimild til lánveitinganna og að lánin væru veitt án nokkurra trygginga svo að veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing bank a hf. Með þessu hafi tjónshættu bankans í Lúxemborg verið komið yfir á Kaupþing banka hf. Hafi ákærða ekki getað dulist, í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð væri greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. Eins og að f raman greinir hefur ákærði X verið sýknaður af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið og getur því eingöngu komið til skoðunar hvort ákærði Magnús hafi gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum ákærða Hreiðars Más. 156 Framburður ákærða Magnúsar fyrir héraðsdómi er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Þar kom meðal annars fram hjá honum að lögfræðideildin í Lúxemborg hefði sett upp hátt að félögin hefðu ekki getað tapað á þeim. Spurður um þær lánveitingar sem nefndar væru í A - lið fyrsta kafla ákæru sagði ákærði að Kaupþing banki hf. hefði ekki verið tilbúinn að lána fyrir viðskiptunum og því hefði orðið úr að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. lánaði það sem til þurfti. Kvaðst hann hafa liti ð svo á að Kaupþing banki hf. myndi síðar yfirtaka lánin og hefði það gengið eftir. Hann sagði að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hefði stofnað og rekið félögin sem nefnd væru í A - lið fyrsta kafla ákæru, auk þess að leggja til stjórnarmenn til þeirra af lög fræðisviði bankans. Einnig hefði bankinn opnað reikninga fyrir félögin og á þeim reikningum hefðu verið geymd verðbréf, skuldabréf, hlutabréf og aðrar eignir félaganna. Reikningarnir hefðu verið veðsettir bankanum og hefðu félögin ekki skuldað neinum nema Kaupþingi. 157 Ákærði Magnús var forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og sem slíkur ekki í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing banka hf. Samkvæmt gögnum málsins sem áður eru rakin átti hann verulegan þátt í því að koma á þeim viðskiptum sem 51 eignarhaldsfélö gin þrjú, AAA , BBB og CCC , áttu í gegnum félag sitt DDD , um kaup á lánshæfistengdu skuldabréfi, útgefnu af Deutsche Bank AG og tengdu skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf., og voru afskipti hans í reynd forsenda þess og þáttur í því að af viðskiptunum gæti orðið. Þá ákvað hann sem forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. að sá banki veitti eignarhaldsfélögunum þremur lán ti l að brúa fjármögnun lánshæfistengda skuldabréfsins meðan ekki hafði verið gengið frá lánveitingum til félaganna og stofnun reikninga þeirra hjá Kaupþingi banka hf. og rak í framhaldinu á eftir því að síðarnefndi bankinn lánaði félögunum til kaupanna. Þá v eitti hann í skjóli stöðu sinnar sem forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með ýmsum öðrum hætti, sem áður er gerð grein fyrir, atbeina til lántöku félaganna hjá Kaupþingi banka hf. samkvæmt A - lið fyrsta kafla ákærunnar. 158 Eins og að framan hefur verið ra kið tjáði M , viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings banka hf., H , starfsmanni Kaupthing Bank Luxembourg S.A. , í símtali 14. ágúst að hann héldi að ekki yrði hætt við viðskiptin með lánshæfistengdu skuldabréfin þótt þau hefðu ekki gengið eins og vonast hef ði verið til en Hreiðar vildi sofa á þessu áfram og hugsa upp nýtt fyrirkomulag. Einnig að Hreiðar vildi alla vega ekki fara með þetta fyrir lánanefnd og afgreiða þetta. Í símtali þeirra sex dögum síðar eða 20. ágúst kom fram að Hreiðar væri enn að velta f yrir sér strúktúrbreytingum og þetta ætti eftir að fara fyrir lánanefnd stjórnar. Þá kom fram hjá H að hann hefði spurt Magnús hvort Hreiðar hefði skipt um skoðun og þá hefði Magnús sagt að hann vissi alveg hvað væri í gangi en ekki viljað segja neitt. Söm u upplýsingar voru ræddar í símtali H og G daginn eftir en einnig kom fram að eftir væri að útbúa lánsskjölin heima og það tæki allt nokkrar vikur. Ljóst þykir af framangreindu að ákærða Magnúsi var kunnugt að umrædd viðskipti voru í endurskoðun hjá ákærða Hreiðari og frekari ákvarðanir um lánveitingar Kaupþings banka hf. til félaganna þriggja voru í biðstöðu. Áður hefur komið fram að ákærði Magnús rak á eftir því með tölvuskeyti 25. ágúst að gengið yrði frá lánveitingum Kaupþings banka hf. til eignarhaldsf élaganna þriggja og krafðist þess að lánin yrðu greidd út fyrir vikulok. Það erindi ítrekaði starfsmaður Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með tölvuskeyti 27. ágúst til I og M , með afriti á ákærða Magnús. Voru þá aðeins tveir virkir dagar til mánaðamóta. Í lj ósi þekkingar ákærða og starfsreynslu gat honum ekki dulist að ákærða Hreiðar Má brysti heimild til að kveða á um þessa lánveitingu án samþykkis lánanefndar stjórnar félagsins. Þótt ákærði Magnús hafi ekki verið í aðstöðu til að vita af eigin raun hvort sl íkt samþykki hefði verið veitt verður að líta til þess að honum gat ekki dulist að borin von væri að tekist gæti , við þær aðstæður sem uppi voru, að hrinda fyrirmælum um lánveitingu til AAA , BBB og CCC í framkvæmd á þann hátt, sem samrýmanlegur yrði verkla gsreglum bankans. Með því að ákærði Magnús skeytti því í engu verður að líta svo á að hann hafi haft ásetning til að liðsinna ákærða Hreiðari Má án tillits til þess hvort sá síðarnefndi færi út fyrir heimildir sínar með háttsemi sinni eða ekki. Að þessu vi rtu og með því að ákærða Magnúsi voru ekki síður en ákærða Hreiðari Má að fullu ljós öll áðurgreind atvik, sem ollu Kaupþingi banka hf. verulegri fjártjónshættu af 52 lánveitingunni 29. ágúst 2008 til AAA , BBB og CCC verður ákærði Magnús sakfelldur fyrir þá hlutdeild í framkvæmd brots ákærða Hreiðars Más , sem að framan greinir. Varðar háttsemi ákærða Magnúsar við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. VI. 1. 159 Í A - lið þriðja kafla ákæru eru ákærðu Hreiða ri Má og X gefin að sök umboðssvik í lánveitingu til félagsins EEE í tengslum við kaup dótturfélags þess, FFF , á lánshæfistengdu skuldabréfi, bundnu skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. Nánar segir um A - lið þriðja kafla ákæru að ákærðu hafi í sameinin gu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og veittu áðurgreindu félagi með takmarkaðri ábyrgð skráðu á Bresku Jómfrúaeyjum lán til að fjármagna að fullu í gegnu m áðurgreint dótturfélag sitt kaup á lánshæfistengdu skuldabréfi, bundnu skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf., án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. 160 Nánar tiltekið er ákærðu gefið að sök að hafa 12. september 2008 í sameiningu veitt félaginu EEE peningamarkaðslán að fjárhæð 130.000.000 evr a. Lánsfjárhæðin var lögð inn á reikning félagsins í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og var megnið af fjárhæðinni, 128.625.000 evrur, fært sem eiginfjárframl a g félag sins inn í dótturfélagið FFF , sem samdægurs lagði þá fjárhæð inn á reikning hjá Deutsche Bank AG í London . Þar af hafi 125.000.000 evra verið varið til kaupa á lánshæfisteng du skuldabréf i sem bundið hafi verið skuldatrygging arálagi Kaupþing s banka hf. og 3.625.000 evr um hafi verið varið til grei ðslu þóknunar til bankans. Lá n ið hafi verið greitt út 12. september 200 8 og framlengt einu sinni eða 26. sama mánaðar. 161 Lánsbeiðni EEE til lánanefndar samstæðu er dagsett 9. september 2008 og ber hún með sér að F hafi annast gerð hennar. Í beiðninni óskaði áðurgreint eignarhaldsfélag eftir kúluláni að fjárhæð 130.000.000 evra. Þá kom fram að eignarhaldsfélagið EEE stæði að DDD II [síðar FFF ], félags með sérstakan tilgang (SPV), sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu lánshæfistengdu skuldabréfi (CLN), útgefnu af Deutsche Bank en tengt Kaupþingi banka. Raunverulegur eigandi EEE væri E . Gjalddagi skuldabréfsins (CLN) v æri í september/október 2013, nafnvirði þess væri 125.000.000 evra og nafnvirði skuldatrygginganna (CDS) 250.000.000 evra. Vextir á skuldabréfinu væru þriggja mánaða EURIBOR - vextir, auk 1122,4 gp, og kostnaður 5.000.000 evra. Þá sagði að Deutsche Bank lána ði DDD II 125.000.000 evra og 130.000.000 evra kæmu frá EEE og væru eiginfjárframlag þess í viðskiptunum. Í lok september/október 2013, með 1,5% vöxtum. Hlutaféð í EEE og hlut abréfin sem EEE ætti í DDD II væru lögð fram sem trygging. 53 162 Samkvæmt gögnum málsins hefur F einnig annast gerð lánsbeiðni vegna DDD II, sem dagsett var sama dag og beiðni EEE eða 9. september 2008 og rökstudd á sama hátt. Í beiðninni óskaði félagið eftir lá ni allt að 60.000.000 evra með reglulegum afborgunum. Lánsfjárhæðin næmi hagnaði af CLN - viðskiptunum á fimm ára tímabili. Lagt var til að félaginu yrði boðið þetta lán með 1,5% vöxtum og ársfjórðungslegum afborgunum, í samræmi við vaxtagreiðslur af CLN og lokagjalddaga í september/október 2013. CLN væri lagt fram sem trygging. 163 Á meðal gagna málsins eru tölvupóstsamskipti starfsmanna lausafjárstýringar 10. þar sem rætt var um fjár flæði í bankanum. Þar kom fram í tölvuskeyti OO , starfsmanns Kaupþings banka hf., að næsta vika yrði mjög erfið og vísaði til þess að L hefði sent póst um að 130 milljónir evra væru að fara út á föstudaginn [12. september 2008] og þá yrði bankinn aftur kom inn í sömu stöðu og hann hefði verið í áður þegar lítið mátti út af bregða. PP , starfsmaður Kaupþings banka hf., svaraði með því að segja að þessar 164 Lánanefnd samstæðu Kaupþings banka hf. fjallaði um lánveitingar til EEE og DDD II/ FFF [F] lánsbeiðnir félaganna sem óskuðu eftir lánum að þeirri fjárhæð og með þeim vöxtum og lánstíma sem fram kæmu í lánsbeiðnum þeirra og áður er rakið. Bókað var í fun dargerð að félögin væru á undanþágulista hvað varðaði lánshæfismat. Eignarhaldsfélagið EEE stæði að DDD II/ FFF , sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu lánshæfistengdu skuldabréfi (CLN) sem Deutsche Bank gæfi út en væri tengt skuldabr éfum Kaupþings banka. Til tryggingar láni til eignarhaldsfélagsins EEE væri veð í hlutafé þess og í hlutabréfum félagsins í DDD II. Til tryggingar láni til DDD II/ FFF væri lánshæfistengt skuldabréf (CLN). Lánanefnd samstæðu vísaði lánsbeiðnum beggja félaga nna til lánanefndar stjórnar og lagði til að tekið yrði 1% umsýslugjald sem bæta mætti við lánsfjárhæðina. 165 Daginn áður eða miðvikudaginn 10. september framsendi Magnús Guðmundsson tölvuskeyti frá O , starfsmanni Deutsche Bank, frá deginum áður með yfirskriftinni Hreiðar s Más og M þar sem O sagðist næstum vera búinn með athugun á viðskiptamanni . Með áframsendingunni ritaði ákærði Magnús skilaboðin : th urfum að utbua credit linu fyrir oo Eur 130 m. Ef vi d getum greitt a fostudag tha mun deutsche byrja ad hedga a manudag . og heimilisfang félagsins EEE . M svaraði og bætti I MM lán á [ EEE ] frá næsta föstudegi fr am á föstudag í næstu viku en þá ætti ti G við sem [G] myndir tu gefa theim greidslufyrirmaeli . G svaraði og bætti F ara inn á reikning hjá okkur í Lúx, sem eiginfjárframlag [ EEE ] inn í félag er heitir [ FFF ] 54 166 Að áliðnum morgni 11. september sendi ákærði Hreiðar Már tölvuskeyti með DD , M , L , framkvæmdastjóra fjárstýringar samstæðu Kaupþings banka hf., ákærða Magnúsar og G millifæra u.þ.b. 130 milljónir evra á morgun til Deutsche Bank. Magnús mun gefa ykkur upp nákvæma tölu og upplýsingar um reikning etc. [M] við skulum útbúa money market lán vegna þessa, [ G ] veit hvaða félag mun vera mótaðili okkar. Yfir til M bætti F 167 Nokkru áður þennan sama morgun framsendi F tölvuskeyti frá G frá því d aginn áður NN og I reikning hjá KBLux vegna [ EEE ] samkv. meðfylgjandi greiðslufyrirmælum með value á morgun (MM). Höfum þetta á gjalddaga föstudaginn eftir tvær vikur. Margina 150 bps. Gæ tirðu staðfest [I] tölvuskeyti með sömu yfirskrift til NN og DD [ NN ] [DD] sama leyti framsend i F tölvuskeyti LL V , H og G og sagðist þurfa undirskrift einhvers sem gæti skuldbundið EEE og hvort hægt væri að gera það þennan dag. Í viðhengi var samningur um 130.000.000 evra peningamarkaðslán Kaupþings banka hf. til EEE bæði á íslensku og ensku. Sama dag svaraði V tölvuskeytinu og fylgdi áðurgreindur samningur, undirritaður, með í viðhengi . F framsendi það tölvuskeyti til LL , NN og DD og bað þá um að láta sig vita þegar þetta væri farið. LL svaraði F og sagði að greiðsluskeytið hefði verið sent. Greiðslan sjálf færi fram morguninn eftir um leið og bankar opnuðu í Evrópu. Í millitíðinni áttu sér stað tölvupóstsamskipti á milli F , V og G þar sem þau veltu vöngum yfir því hvort GGG , félag E , eða hann persónulega væri eigandi EEE . Fram kemur að V og G hafi gengið út frá því að E væri sjálfur eigandi félagsins. Ákærði Magnús skar loks úr um að sv o væri. Síðar í þessum samskiptum kemur fram að G hafi rætt við I og þeir hafi ákveðið að Kaupþing og E gerðu með sér samning um að allur afrakstur af EEE yrði notaður til að auka eigið fé í félagi E , GGG . 168 Seint að kvöldi þessa sama dags, 11. september, s varaði I tölvuskeytinu frá F frá því um morguninn þar sem hann bað I um að staðfesta að fyrirmæli um peningamarkaðslán til EEE I svaraði F og NN 169 Á meðal gagna málsins er ódagsett skjal um staðfestingu lánveitingar ritað á stöðluðu formi Kaupþings banka hf. Þar kemur fram heiti bankans og EEE , að dagsetning viðskipta sé11. september 2008, að upphafsdagur sé 12. september 2008, lánið sé að fjárhæð 13 september 2008 og að skuld á gjalddaga verði 130.299.491,11. Form skjalsins gerði ráð fyrir undirritun þess af hálfu bæði lánveitanda og lántaka en það var eingöngu undirritað af starfsmanni Kaupthing Bank Luxembourg S.A. fyrir hönd félagsins. 170 Daginn eftir eða 12. september 2008 sendi DD tölvuskeyti til HH um að þeir ættu að greiða 130.000.000 evra til Kaupthing Bank Luxembourg S.A. þennan sama dag og 55 bað hann HH um að senda sér swift - skeyti þ ví þau væru að bíða eftir greiðslunni. HH sendi swift - skeytið um hæl og framsendi DD það til H og tilkynnti honum jafnframt að þeir væru líka búnir að fá staðfestingu á því að peningarnir væru farnir út af reikningi þeirra hjá Deutsche Bank. 171 Hinn 17. septe mber 2008 sendi OO , starfsmaður lausafjárstýringar Kaupþings banka hf., tölvuskeyti til L OO að staðan sé akkúrat þannig að hægt sé að reka bankann frá degi til dags en ekki megi við neinum áföllum. 172 Hinn 1 9. september 2008 sendi F tölvuskeyti til V , H og starfsmanna BBA Legal sem [ FFF ] FFF CLN. V sendi drög að skilmálum CLN - samnings fyrir FFF og sagði að skilmálarnir væru enn í drögum þar sem CLN - sk uldabréfin hefðu ekki enn verið keypt. 173 Lánsbeiðni EEE og FFF til lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf. er dagsett 24. september 2008 og gerð í nafni GGG , félags E , sem eins og áður greinir var einnig raunverulegur eigandi fyrri félaganna tveggja. Í bei ðnunum voru viðskipti með CLN - skuldabréf útlistuð á sama hátt og í fyrri lánsbeiðnum. A f hálfu EEE var sem fyrr óskað eftir kúlu láni að fjárhæð 130. 000.000 evra , sem yrði eiginfjárframl a g félag sins til CLN - viðskiptanna en af hálfu FFF var að þessu sinni óskað eftir láni að fjárhæð 50.000.000 evra, sem næmi hagnaði af lánshæfistengda skuldabréfinu til fimm ára en sú fjárhæð yrði notuð sem nýtt eigið fé inn í félagið GGG sem aftur myndi nota féð til að endurfjármagna annað lán sem fjallað var um í sömu beiðni. Í beiðnunum var lagt til að lánin til EEE og FFF yrðu veitt á sömu lánskjörum og með sömu tryggingum og í fyrri lánsbeiðnum en umsýslugjald var nú tilgreint 1,45%. 174 Lánanefnd stjórnar Kaupþings banka hf. fjallaði um lánveitingar til EEE og FFF á fundi 24. september 2008. Bókað var að fyrrnefnda félagið óskaði eftir láni að fjárhæð 130.000.000 evra og hið síðarnefnda að fjárhæð 50.000.000 evra, í báðum tilvikum með sömu kjörum og áður hafa verið rakin en að nú óskaði FFF einnig eftir s vonefndu kúluláni, það er með einn gjalddaga í lok fimm ára lánstíma. Bókað var í fundargerð að félögin væru á undanþágulista hvað varðaði lánshæfismat. Eignarhaldsfélagið EEE stæði að FFF , sem hefði þann eina tilgang að fjárfesta í tvöfalt skuldsettu láns hæfistengdu skuldabréfi (CLN) sem Deutsche Bank gæfi út en væri tengt skuldabréfum Kaupþings banka. Til tryggingar láni til eignarhaldsfélagsins EEE væri veð í hlutafé þess og í hlutabréfum þess í FFF , en til tryggingar láni til síðarnefnda félagsins væri veð í lánshæfistengda skuldabréfinu. Lánanefnd stjórnar samþykkti lánsbeiðnir beggja félaganna. Í fundargerð lánanefndarinnar er þess ekki getið að 12 dögum áður hafi bankinn veitt félaginu EEE 130.000.000 evra peningamarkaðslán til viðskiptanna. 56 175 Hinn 1. október 2008 sendi LL tölvuskeyti til F [ EEE ] og fylgdi með skjal um framlengingu á peningamarkaðsláni til EEE að fjárhæð 130.299.491,11 evrur til 13. október sama ár. 2. 176 Eins og áður greinir er í A - lið þriðja kafl a ákæru fjallað um lánveitingu Kaupþings banka hf. til félagsins EEE 12. september 2008 að fjárhæð 130.000.000 evra. Lúta félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykk . Engar fjárhagslegar upplýsingar voru um lántakann í lánsbeiðni 9. september 2008 en þar var óskað eftir kúluláni að fjárhæð 130.000.000 evra til fimm ára. Lánsbeiðnin var tekin fyrir á fundi lánanefndar samstæðu 11. september 2 008 og var bókað í fundargerð að félagið væri á undanþágulista hvað varðaði lánshæfismat. Á fundinum vísaði lánanefndin lánsbeiðni félagsins til lánanefndar stjórnar og var lánsbeiðnin því ekki samþykkt á fundinum . 177 Sama dag gaf ákærði Hreiðar Már fyrirmæl i í tölvuskeyti til DD , M og L um að millifæra þyrfti 130.000.000 evra til Deutsche Bank daginn eftir og bað M um að Ákærði Magnús myndi gefa upp nákvæma tölu , upplýsingar um reikning og svo framvegis og einnig myndi G upplýsa um hvaða félag yrði mótaðili en þeir tveir voru einnig viðtakendur skeytisins. Lauk ákærði Daginn eftir var peningamarkaðslánið sem fjallað er um A - lið þriðja kafla ákæru gr eitt út . 178 Ekkert í gögnum málsins sýnir að gild samþykkt lánanefndar s tjórnar hafi átt sér stað milli funda samkvæmt ákvæðum greinar 3.3.3.1. 2 í regluhandbókinni en þar sagði um næsta reglulega fundar lánanefndar innar , má taka gilda og framkvæmanlega lánaákvörðun, svo fremi að hún sé undirrituð af aðilum sem myndu geta fullgilt hana á reglulegum fundi. Slík ákvörðun skal kynnt, skoðuð og skráð í fundargerð næsta reglulega fundar lánanefndar stjórnar ákvæðum greinar 3.3.3.8 í regluhandbókinni að greiða lánið út en þar kom fram að engar greiðslur mætti heimila, hvorki að hluta né að fullu, nema gild útlánaákvörðun hefði v erið tekin. 179 Ákvæði regluhandbókar Kaupþings banka hf. um peningamarkaðslán án veðtrygginga tóku fyrst og fremst mið af því að slík lán væru veitt fjármálafyrirtækjum. Til þess að svo mætti verða þurfti að meta lánshæfi væntanleg s lántaka og hann annaðhvort að hafa lánshæfiseinkunnina 14 til 17 samkvæmt lánshæfismati bankans sjálfs eða ytra lánshæfismatið AAA til AA ef lán var hærra en 10.000.000.000 krón a og efri mörk þess 25.000.000.000 krón a . Eins og greinir í dómi Hæstaréttar 6. október 2016 í máli nr. 4 98/2015 stóðu á kvæði regluhandbókarinnar því ekki í vegi að veita mætti öðrum aðilum eins og eignarhaldsfélögum slík lán. Þar segir einnig að í hlutarins eðli l iggi að við slíka lánveitingu hafi verið , með sama hætti 57 og þegar fjármálafyrirtæki áttu í hlut, óheimilt að veita lánið án þess að fram færi lánshæfismat á lántaka enda ekki heimilt að víkja frá fyrirmælum regluhandbókarinnar í þeim efnum. Fyrir liggur samkvæmt lánsbeiðn i sem gerð v ar í tilefni lánsumsókna r EEE til lánanefndar samstæðu um lán að fjá rhæð 130 .000.000 evra að engar fjárhagslegar upplýsingar voru fyrir hendi um lántakan n og fór því ekkert lánshæfismat fram á honum í samræmi við reglur bankans. Um hálfum mánuði síðar, þegar lánanefnd stjórnar Kaupþings banka hf. féllst á lánsbeiðni EEE á fundi sínum 24. september 2008, hafði slíkt lánshæfismat enn ekki farið fram. Verður yfirliti því um eigna - og skuldastöðu félaga tengdum E , sem fram kom í lánsbeið ni hans til lánanefndar stjórnar , með engu móti jafnað til lánshæfismats og heldur ekki þv í að félagið EEE hafði verið sett á svokallaðan undanþágulista áhættustýringar bankans, en útlánareglur hans höfðu ekki að geyma ákvæði um slíkan lista. Var ákvörðun um veitingu lánsins því einnig óheimil af þessari ástæðu. 180 Við fall Kaupþings banka hf. 9. október 2008 voru lánsskjöl vegna lánveiting arinnar ófrágengin og veðsamningar vegna hennar lá gu aðeins fyrir í drögum. Samkvæmt þeim hafði verið gert ráð fyrir að raunveruleg u r eig andi eignarhaldsfélag sins EEE veitt i veð í hlutafé félagsins og að eignarha ldsfél agið v eitti veð í hlutum sínum í FFF til tryggingar lán inu en það var í samræmi við samþykkt lánanefndar s tjórnar 24 . september 2008. Liggur því fyrir samkvæmt framangreindu að þegar láni ð v ar greitt út h afði EEE ekki sett fram framangreindar tryggin gar. Var útgreiðsla lánsins því óheimil samkvæmt grein 3.3.3.8 í regluhandbókinni, en þar kom fram eins og áður er rakið að engar greiðslur mætti inna af hendi fyrr en öll lánsskjöl hefðu verið réttilega undirrituð af lántaka, ábyrgðaraðilum og öðrum viðko mandi, skuldarinn hefði lagt fram veð samkvæmt lánaákvörðuninni og útlánastýring hefði staðfest að tekin hefði verið gild lánaákvörðun. 181 Að fenginni þeirri niðurstöðu að veiting lán s 12. september 2008 til félag sins EEE hafi verið brot á lánareglum Kaupþing s banka hf. kemur næst til úrlausnar hvort með lánveitingunni hafi verið framin umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga og ef svo er hverjum verði virt sú háttsemi til sakar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sö m u laga. 182 Áður er lýst stöðu ákærða Hreiðars Más hjá Kaupþingi banka hf. og samkvæmt því sem þar er rakið var hann í aðstöðu til að skuldbinda bankann. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst ákærði ekki hafa komið að lánveitingu samkvæmt A - lið þriðja kafla ákæru en sagðist hafa vitað af henni og verið henni samþykkur 10. september 2008. Þá hefðu viðskiptastjórar bankans haft sólarhring til að afla samþykkis þriggja annarra lánanefndarmanna og það hefði verið vel unnt. 183 Eins og áður greinir gaf ákærði Hreiðar Már fyrirmæli um millifærslu peningamarkaðslánsins til Deutsche Bank í tölvuskeyti til starfsmanna Kaupþings banka hf. klukkan 10.25 að morgni 11. september 2008. Sama dag klukkan 10.32 lét F þá NN og DD vita að komið væri samþykki frá ákærða Hreiðari Má um 58 peningamarkaðslánið til EEE sem greiða ætti út daginn eftir. Klukkan 13.45 sama dag svaraði LL tölvuskeyti frá F tjáði honum að greiðsluskeytið hefði verið sent og að greiðslan sjálf færi fram í fyrramálið um leið og bankar opnuðu í Evrópu. 184 Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að ákærði Hreiðar Már gaf fyrirmæli um útgreiðslu peningamarkaðslánsins til EEE með mjög skömmum fyrirvara 11. september 2008. Vegna setu sinnar í lánanefndum bankans var ákærða Hre iðari Má kunnugt að lánveitingar til félagsins höfðu ekki verið samþykktar þar. Í ljósi þekkingar sinnar og starfsreynslu hlaut honum að vera ljóst að borin von væri að lánveitingin gæti, við þær aðstæður sem uppi voru, farið fram í samræmi við reglur bank ans. Brast ákærða Hreiðar Má heimild til að gefa upp á sitt eindæmi fyrirmæli um veitingu lánsins og misnotaði hann því stöðu sína sem forstjóri Kaupþings banka hf. þegar hann beitti undirmenn sína boðvaldi til að fá þeim fyrirmælum hrundið í framkvæmd. Me ð þeirri misnotkun aðstöðu var fjármunum bankans stefnt í verulega hættu þar sem um var að ræða gífurlega háa lánveitingu til félags sem var með takmarkaðri ábyrgð eiganda síns, átti engar eignir og hafði hvorki verið metið til lánshæfis né hafði verið gen gið eftir því að félagið setti tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins í samræmi við reglur bankans . Samþykkt lánanefndar stjórnar 24. september 2008 á beiðni EEE um lán að sömu fjárhæð en til fimm ára og gegn veði í tilteknum hlutabréfum gat ekki talist ha fa náð til peningamarkaðslánsins sem félaginu var veitt án trygginga áðurgreindan dag og standa átti samkvæmt skilmálum þess til tveggja vikna. Þegar af þessari ástæðu getur samþykkt lánanefndarinnar engu breytt og verður því lagt til grundvallar að ákærði Hreiðar Már hafi farið út fyrir heimildir sínar eins og honum er gefið að sök í A - lið þriðja kafla ákæru. Með þeirri misnotkun aðstöðu var fjármunum bankans stefnt í verulega hættu þar sem um var að ræða gífurlega háa lánveitingu til félags sem var með ta kmarkaðri ábyrgð eiganda síns, átti engar eignir og hafði hvorki verið metið til lánshæfis né hafði verið gengið eftir því að félagið setti tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins í samræmi við reglur bankans. Ber því að sakfella ákærða Hreiðar Má fyrir þá háttsemi sem honum er gefin í A - lið þriðja kafla ákæru og er hún þar rétt færð til refsiákvæðis. 185 Ekkert liggur fyrir um það í málinu að ákærði X hafi átt hlut að máli er peningamarkaðslánið var greitt út til EEE 12. september 2008 eða að honum hafi verið k unnugt um að lánveitingin hefði farið fram í andstöðu við reglur Kaupþings banka hf. Eins og að framan er rakið gat samþykkt lánanefndar stjórnar á fundi 24. september 2008 á láni til EEE ekki talist hafa náð til peningamarkaðslánsins en auk þess var brot samkvæmt A - lið þriðja kafla ákærunnar þá þegar fullframið og fjártjónshættan orðin að veruleika . Gat samþykkt lánanefndarinnar, sem ákærði X veitti formennsku, engu breytt þar um. Samkvæmt öllu framangreindu ber því að staðfest a niðurst öðu hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið. 59 186 Í B - lið fyrsta kafla ákæru er á kærð a M agnúsi gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umrædda lánveitingu Kaupþings banka hf., haft milligöngu um hana og hvatt til þess að lánið yrði veitt af hálfu Kaupþings banka hf. þótt honum hlyti að hafa verið ljóst að meðákærðu brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið væri veitt án nokkurra trygginga svo veruleg f jártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Hafi ákærða ekki getað dulist, í ljósi aðdraganda lánveitingarinnar og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. Eins og að framan greinir hefur ákærði X verið sýkn aður af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið og getur því eingöngu komið til skoðunar hvort ákærði Magnús hafi gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum ákærða Hreiðars Más. 187 Eins og áður hefur verið rakið var ákærði Magnús ekki í aðstöðu til að skuldbinda Ka upþing banka hf. Samkvæmt gögnum málsins átti hann á hinn bóginn verulegan þátt í því að koma á þeim viðskiptum sem EEE átti í gegnum félag sitt FFF um kaup á lánshæfistengdu skuldabréfi, útgefnu af Deutsche Bank og tengdu skuldatryggingarálagi Kaupþings b anka hf., og voru afskipti hans í reynd forsenda þess og þáttur í því að af viðskiptunum gæti orðið. Þá veitti hann í skjóli stöðu sinnar sem forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með ýmsum öðrum hætti, sem áður er gerð grein fyrir, atbeina til lántöku félag sins hjá Kaupþingi banka hf. samkvæmt A - lið þriðja kafla ákærunnar. 188 Komið hefur fram að miðvikudaginn 10. september 2008 sendi ákærði Magnús ákærða Hreiðari Má og M tölvuskeyti með eftirfarandi skilaboðum: utbua credit linu fyrir oo Eu r 130 m. Ef við getum greitt a fostudag tha mun deutsche byrja ad hedga a manudag . félagsins EEE . M svaraði og bætti I við sem viðtakanda: [ EEE ] frá næsta föstudegi fram á föstudag í næstu viku en þá ætti lánssamningur að Magnús svaraði : G að gefa þeim greiðslufyrirmæli. Í kjölfarið sendi G F skilaboð um að greiðslan yrði að fara inn á reikning hjá þ eim í Lúxemborg sem eiginfjárframlag EEE inn í félag ið FFF . 189 Með vísan til framangreinds þykir sannað að ákærði Magnús hafi átt þátt í því með ákærða Hreiðari Má að gefa starfsmönnum Kaupþings banka hf. fyrirmæli um áðurgreinda lánveitingu til félagsins EEE , svo og að lánið skyldi greitt út tveimur dögum síðar. Yfir þessum starfsmönnum hafði ákærði Magnús ekki boðvald, en með atbeina sínum veitti hann ákærða Hreiðari Má liðsinni í skilningi 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga til þess brots gegn 249. gr. sömu laga, sem ákærði Hreiðar Már hefur verið sakfelldur fyrir hér að framan. Vegna þekkingar sinnar og starfsreynslu innan bankans gat ákærða Magnúsi ekki dulist að ákærða Hreiðar Má brysti heimild til að kveða á um þessa lánveitingu án samþykkis lánanefn dar stjórnar félagsins. Þótt ákærði Magnús hafi ekki verið í aðstöðu til að vita af eigin raun hvort slíkt samþykki h efði verið veitt og ósannað sé að honum hafi með öðrum hætti átt að 60 vera beinlínis kunnugt um það verður að líta til þess, sem áður greinir , að honum gat ekki dulist að borin von væri að tekist gæti , við þær aðstæður sem uppi voru, að hrinda fyrirmælum um lánveitinguna til EEE í framkvæmd á þann hátt sem samrýmanlegur yrði verklagsreglum bankans. Með því að ákærði Magnús skeytti því í engu ve rður að líta svo á að hann hafi haft ásetning til að liðsinna ákærða Hreiðari Má án tillits til þess hvort sá síðarnefndi færi út fyrir heimildir sínar með háttsemi sinni eða ekki. Að þessu virtu og með því að ákærða Magnúsi voru ekki síður en ákærða Hreið ari Má að fullu ljós öll áðurgreind atvik, sem ollu Kaupþingi banka hf. verulegri fjártjónshættu af lánveitingunni 12. september 2008 til EEE verður ákærði Magnús sakfelldur fyrir þá hlutdeild í framkvæmd brots ákærða Hreiðars, sem að framan greinir. Varða r háttsemi ákærða Magnúsar við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. VII. 190 Í A - lið annars kafla og A - lið fjórða kafla ákæru eru ákærðu Hreiðari Má og X gefin að sök umboðssvik í þremur lánveitingum til félagsins DDD og í þremur lánveitingum til félagsins FFF vegna viðbótarfjárframlaga til Deutsche Bank í tengslum við viðskipti með lánshæfistengd skuldabréf. Nánar kemur fram í A - lið annars kafla og A - lið fjórða kafla ákæru að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína hjá Kaup þingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og veittu áðurgreindum tveimur félögum með takmarkaðri ábyrgð skráðum á Bresku Jómfrúaeyjum hvoru um sig þrjú lán til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank kallaði eftir í tengslum við viðskipti með lánshæfistengd skuldabréf, án trygginga, án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. 191 Nánar tiltekið er ákærðu gefið að sök í A - lið a nnars kafla ákæru að hafa í sameiningu veitt félaginu DDD þrjú eftirfarandi peningamarkaðslán: i) 22. september 2008 að fjárhæð 50.000.000 evra með gjalddaga 30. sama mánaðar og var lánið framlengt einu sinni, ii) 29. september 2008 að fjárhæð 50.000.000 e vra, með gjalddaga 6. október 2008 og iii) 7. október að fjárhæð 25.000.000 evra með gjalddaga 13. október 2008. 192 Þá var ákærðu gefið að sök í A - lið fjórða kafla ákæru að hafa í sameiningu veitt félaginu FFF eftirfarandi þrjú peningamarkaðslán: i) 22. septe mber að fjárhæð 50.000.000 evra með gjalddaga 30. sama mánaðar og var lánið framlengt einu sinni, ii) 3. október 2008 að fjárhæð 50.000.000 evra með gjalddaga 13. sama mánaðar og iii) 7. október 2008 að fjá r hæð 25.000.000 evra með gjalddaga 13. sama mánaða r. Samtals hafi umrædd peningamarkaðslán verið að fjárhæð 125.000.000 evra til hvors félags um sig og hafi þeim verið varið til að mæta viðbótarfjárframlögum sem Deutsche Bank kallaði eftir eins og að framan greinir. Eina eign félaganna hafi verið lánshæfi stengda skuldabréfið. 1. 61 193 Varðandi lánveitingar þær sem áttu sér stað 22. september 2008 til DDD annars vegar, sbr. i - lið A - liðar annars kafla ákæru og til FFF hins vegar, sbr. i - lið A - liðar fjórða kafla ákæru sendi ákærði Magnús fyrst skilaboð í tölvupósti til ákærða Hreiðars Más föstudaginn 19. september 2008 rt ad markadurinn jafnar sig . 194 Daginn eftir eða laugardaginn 20. september 2008 klukkan 13.17 sendi U tölvuskeyti til ákærða Magnúsar og O posting on the [ FFF ] og s agði að eins og um h efði verið rætt væri lagt til að FFF fjárfesti í nýju CLN þannig að FFF leg ði inn hjá Deutsche Bank 50.000.000 evra með gildisdag á mánudag [22. september] sem síðan y rði breytt í nýtt CLN. Ákærði Magnús framsendi skeytið til L , ákærða Hreiðars Más og M ad greida a manaudag 2 sinnum 50 m , I raun aettum vid ad greida 2 sinnum 125 en their gefa okk ue sens I einhvern tima og sja hvort ad spreadid kemur aftur nidur Einnig tók ákærði Magnús fram að þeir hefðu ekkert val. L sp urði þá ákærða Magnús - væri hjá honum og svara ði hann fæ ri til hans, það ætt u að vera 20 á viku . L svara ði og s agði i d betri. [...] er lika i einhverri naud. Geturdu ekki selt [...] eitthvad og f Ákærði Magnús s agð uk (sny upp a [...] . Sama dag sendi L skilaboð til NN , DD og OO call á DB c ds samnings. Vid borgum thad til lux . 195 Sama dag og á sama tíma eða laugardaginn 20. september klukkan 13.17 sendi U annað tölvuskeyti til ákærða Magnúsar og O collateral from [ DDD ] skuldabréfinu þyrfti DDD að leggja fram 50.000.000 evra í reiðufé sem tryggingu til Deutsche Bank. Gildisdagurinn þyrfti að vera á mánudagsmorgun. Ákærði Magnús framsendi tölvuskeytið til F og M . F DB er að biðja um tryggingar vegna hækkunar á spreadinu. Við myndum væntanlega þurfa að ganga frá þessu sem lánum til DDD annars vegar og FFF hins vegar 50 m hvort. Ég fæ þá bætir hann við að þeir fái þetta 196 Síðdegis laugardaginn 20. september sendi F tölvuskeyti til NN , DD , L og I með [ DDD / F FF ] evra peningamarkaðslán til Lúxemborgar á mánudagsmorgun [22. september] í tengslum við DDD og FFF og jafnframt að hann myndi senda greiðslufyrirmæli á mánudagsmorgun. Daginn eftir svaraði NN og s agði að þeir þyrftu að fá þessa peninga aftur frá Lúxemborg á mánudag ef hægt væri. Nettun án peningahreyfinga myndi 62 henta best. Mánudaginn 22. september sendi ákærði Magnús tölvuskeyti til L og r [bankinn í Lúxemborg] ætli að endurgreiða þeim [Kaupþingi banka hf.] í dag 50.000.000 evra ætla að biðja sitt fólk að ræða við þá um flæðið því kannski væri best að þeir [K aupthing Bank Luxembourg S.A.] greiddu beint til Deutsche Bank. 197 Að morgni sunnudagsins 21. september 2008 sendi F tölvuskeyti til HH með [ DDD ] og [ FFF ] í fyrramálið. kvöldi sama dags sendi F [ DDD ] og [ FFF ] nokkurra starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og lét vita að gefa þyrfti út tvö 50.000.000 evra lán til DDD og FFF daginn eftir og bað um að honum yrðu send greiðslufyrirmæli. Daginn eftir sendi V svarskeyti til sömu aðila og ákærða Magnúsar og lét fylgja með hluthafaályktun, annars vegar vegna láns til DDD og hins vegar vegna láns til FFF . Skömmu síðar sendi V einnig umbeðin greiðslufyrirmæli félaganna tveggja, sem W hafði undirritað fyrir þeirra hönd að beiðni hennar að morgni þessa sama dags. Þá kemur fram í tölvupóstsamskiptunum að W undirritaði einnig skjöl varðandi millif ærslu frá félögunum til Deutsche Bank. 198 Í símtölum og tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 22. september kom fram að ákveðið var að færsla vegna lánveitinganna yrði gerð án beinnar peningafærslu á mil li bankanna. Kaupthing Bank Luxembourg S.A. myndi greiða 100.000.000 evra beint til Deutsche Bank og með því endurgreiða Kaupþingi banka hf. 50.000.000 evra skammtímalán sem var á gjalddaga og um leið veita bankanum á Íslandi nýtt 50.000.000 evra lán. Laus t eftir hádegi þennan sama dag sendi ákærði Magnús tölvuskeyti til F , NN og starfsmanna [ DDD / FFF ] Starfs maður Kaupthing Bank Luxembourg S.A svaraði um hæl og sagði að fyrirmæli varðandi greiðsluna hefðu verið gefin fyrr um daginn og hann léti þau vita um leið og staðfesting bærist um að peningar hefðu í raun farið af reikningi bankans. 199 Þennan sama dag sendi OO tölvuskeyti til L að sliga menn. 200 Daginn eftir eða 23. september áttu sér stað tölvupóstsamskipti á milli QQ , ákærða Hreiðars M ás og L L að lausafjárstaðan væri 275 dagar og myndi lækka á næstu dögum. Stuttu síðar eða lausafjárstaðan færi undir 100 milljarða og sagði að markmiðið ætti að vera 150 milljarðar. QQ svaraði klukkan 21.37 og sagði að bankinn hefði þennan dag verið í 63 201 Á meðal gagna málsins eru tveir samningar um peningamarkaðslán, ritaðir á stöðluðu formi Kaupþings banka h f. Þar kemur fram heiti bankans annars vegar og DDD og FFF hins vegar, að samningsdagur sé 22. september 2008, lánið sé að fjárhæð og að skuld á gjalddaga verði 50.068.333,33. Sömu samningar eru einnig á ensku og eru þeir undirritaðir af W fyrir hönd lántaka og G og H fyrir hönd Kaupþings banka hf. Þá er að finna í gögnum málsins færslustaðfestingar Kaupthing Bank Luxembourg S.A. sem sýna að tvö 50.000.000 evra lán voru greidd f rá Kaupþingi banka hf. og lögð inn á reikninga áðurgreindra félaga í bankanum í Lúxemborg og að fjárhæðin hafi síðan verið millifærð þaðan til Deutsche Bank. 202 Þá er að finna í gögnum málsins tvo samninga um framlengingu á áðurgreindum peningamarkaðslánum til DDD og FFF til 13. október 2008. 203 Í símtali á milli ákærða Magnúsar, H og V 23. september ákvað ákærði Magnús að samþykkja endurskoðaða tillögu Deutsche Bank um skuldatryggingarlán í stað lánshæfisteng ds skuldabréfs, en þar með virðist hafa verið horfið frá fyrri áformum um að viðbótarláni til FFF yrði varið til kaupa á nýju lánshæfistengdu skuldabréfi. 2. 204 Eins og áður greinir er í i - lið A - liðar annars kafla ákæru og i - lið A - liðar fjórða kafla ákæru fja llað um tvær lánveitingar Kaupþings banka hf. 22. september 2008 annars vegar til DDD og hins vegar til FFF en lán til hvors félags um sig var að fjárhæð 50.000.000 evra. Lúta ákæruatriðin í báðum tilvikum að því að lánin hafi verið veitt þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi 205 Verður nú fjallað um báðar lánveitingarnar í einu lagi en lánin voru veitt sem peningamarkaðslán og var þeim varið annars vegar til að greiða viðbótarfjá rframlag sem Deutsche Bank kallaði eftir á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengdra skuldabréfa sem DDD hafði keypt af bankanum, sbr. fyrsta kafla ákæru, og hins vegar til að fjármagna greiðslur FFF til Deutsche Bank í tengslum við CLN - viðskipti. 206 Fyrir li ggur að þegar peningamarkaðslánin voru greidd út til DDD og FFF 22. september 2008 lágu samkvæmt gögnum málsins ekki fyrir lánsbeiðnir vegna félaganna tveggja, lánanefndir bankans höfðu ekki samþykkt lánveitingarnar, hvorki á fundum sínum né hafði verið le itað eftir samþykki nefndarmanna fyrir lánveitingunum á milli funda, félögin höfðu ekki verið metin til lánshæfis og þau höfðu engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánanna. Útgreiðsla lánanna stangaðist samkvæmt framangreindu á við reglur bankans um l ánveitingar og var því með öllu óheimil en með háttseminni var fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Sá verknaður fól samkvæmt framangreindu í sér brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til úrlausnar hverjum verði virt sú háttsemi til sak ar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 64 207 Í skýrslutöku hjá lögreglu 6. maí 2010 var ákærði Hreiðar Már inntur eftir því hver hefði tekið ákvörðun um að veita lán til að mæta veðköllum Deutsche Bank á hendur félögunum DDD og FFF . Sva raði ákærði Hreiðar Már því til að það hefði örugglega verið hann sem tók ákvörðun og kannski ákærði X , en kvaðst þó ekki vita hvort hann hefði verið með í ráðum. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagði ákærði Hreiðar Már að Deutsche Bank hefði ávallt beint veðköllum vegna viðskiptanna til Kaupþings en ekki til félaganna DDD og FFF þar sem starfsmenn þýska bankans hefðu vitað að fjármagnið kæmi frá Kaupþingi banka hf. Hann sagði að stjórnendur Kaupþings banka hf. hefðu staðið frammi fyrir því að ef ekki yrði orðið við veðköllum Deutsche Bank myndi Kaupþing banki hf. verða fyrir gríðarlegu fjártjóni en einnig hefði orðspor bankans verið í hættu. Það að verða ekki við veðköllunum hefði jafngilt yfirlýsingu um að stjórnendur bankans tryðu ekki að Kaupþing banki hf. myndi lifa þetta af. Því hefði ekkert annað komið til greina en að bankinn veitti lán til að mæta veðköllum Deutsche Bank. Hann sagði að viðskiptastjórar Kaupþings banka hf. hefðu vitað að hann væri samþykkur því að bankinn veitti lán til að mæta veðkö llunum og þeir hefðu gefið fyrirmæli um útgreiðslu lánanna. Þeim hefði á hinn bóginn borið að leita eftir samþykki annarra lánanefndarmanna. Kvaðst ákærði hafa samþykkt lánveitingarnar fyrir sína hönd. 208 Fyrir héraðsdómi sagðist vitnið F , sem var viðskiptas tjóri á útlánasviði Kaupþings banka hf., ekki muna eftir hverju einasta veðkalli enda langt um liðið frá atvikum. Vitnið kvaðst þó muna skýrt eftir síðasta veðkallinu þar sem við því hefði verið orðið í vikunni sem Kaupþing banki hf. féll og eftir að neyða rlánið var veitt. Vitnið og I hefðu rætt við ákærða Hreiðar Má síðdegis á mánudegi og spurt hann hvort verða ætti við veðkallinu en ákærði Hreiðar Már hefði viljað sofa á því fram á þriðjudag. Ákærði Hreiðar Már hefði síðan haft samband við þá á þriðjudags morgni og heimilað útgreiðslu láns vegna síðasta veðkallsins. Undir vitnið var borinn framburður þess hjá lögreglu á árinu 2012 þar sem vitnið hefði borið um að það væri af og frá að ákærða Hreiðari Má hefði ekki verið haldið upplýstum um veðköllin. Vitnið hefði verið í sambandi við ákærða Hreiðar Má út af öllum veðköllunum og ekki hefðu farið peningar út úr húsi öðruvísi en að hann samþykkti það. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagðist vitnið reikna með að þetta hefði verið svona og benti á að mun skemmra hefði verið liðið frá atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu en nú, þegar málið væri til meðferðar fyrir dómi. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa brugðist við tilmælum frá ákærða Magnúsi án þess að leita fyrst heimildar hjá annaðhvort ákærða Hreiðari Má eða I . Ekkert hefði farið út úr húsi án þess að annar hvor þeirra hefði samþykkt það. Kvaðst vitnið sjálft ekkert hafa komið að ákvörðunum um hvort eða hvernig ætti að bregðast við veðköllunum. Vitnið hefði aðeins annast útgreiðslu fjárins. Síðar í skýrslu sinn i fyrir dómi kvaðst vitnið ekki geta staðfest svo löngu eftir að atvik áttu sér stað að það hefði verið í beinum samskiptum við ákærða Hreiðar Má út af hverju einasta veðkalli, en ítrekaði að vitnið myndi vel eftir síðasta veðkallinu. Vitnið sagði að næsti yfirmaður hans hefði verið I og kvaðst hann ekkert hafa greitt út úr bankanum 65 án þess að hann væri meðvitaður um það og samþykkur því. Í skýrslutöku hjá lögreglu á árinu 2010 gat vitnið ekki staðfest með skýrum hætti að hafa fengið fyrirmæli frá ákærða Hr eiðari Má um að mæta fyrstu tveimur veðköllunum, 22. og 29. september 2008, en staðfesti að hafa fengið slík fyrirmæli frá honum hvað varðaði síðustu tvö veðköllin, 3. og 7. október 2008. 209 Vitnið I staðfesti fyrir héraðsdómi að hafa haft samband við ákærða Hreiðar Má vegna síðasta veðkallsins sem mætt var með útgreiðslu láns 7. október 2008. Aðspurt hvort vitnið héldi að samskiptin hefðu verið með einhverjum öðrum hætti á milli þess og ákærða Hreiðars Más vegna fyrri veðkallanna svaraði vitnið því til að það héldi ekki. Þetta hefði bara alltaf verið sama vonda staðan sem uppi var. Veðköllunum hefði orðið að svara annars hefði allt tapast sem áður hafði verið fjárfest í. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst vitnið L ekki muna hver tók ákvörðun um að veita l án til að mæta veðköllum Deutsche Bank. 210 Áður hafa verið rakin tölvupóstsamskipti starfsmanna Kaupþings banka hf. og starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. vegna krafna Deutsche Bank um viðbótarfjárframlög sem mætt var með veitingu lána 22. september 2008. Af þeim má sjá að ákærði Magnús upplýsti ákærða Hreiðar Má um kröfur Deutsche Bank um viðbótarfjárframlög föstudaginn 19. september 2008 og að þeim yrði að mæta með veitingu lán a næsta mánudag. Hefur ákærði Hreiðar Már borið fyrir dómi að ekki hafi annað komið til greina en að bankinn veitti lán til að mæta kröfum Deutsche Bank og hafi viðskiptastjórar bankans vitað að hann væri því samþykkur og átt að sjá til þess að farið yrði að verkferlum innan bankans við lánveitinguna. Af töl vupóstsamskiptum starfsmanna Kaupþings banka hf., sem áður hafa verið rakin, og framburði vitna verður ekki með óyggjandi hætti ráðið að ákærði Hreiðar hafi gefið starfsmönnum Kaupþings banka hf. bein fyrirmæli um veitingu lánanna til DDD og FFF 22. septem ber 2008. Í samræmi við vinnulag og verkferla innan Kaupþings banka hf. í sambandi við útgreiðslu peningamarkaðslána verður að ganga út frá því að fjárstýring bankans hafi í umrætt skipti heimilað að færsla vegna lánveitinganna yrði gerð án beinnar peninga færslu á milli Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með því annars vegar að bankarnir jöfnuðu lán sín á milli og hins vegar með því að bankinn í Lúxemborg veitti Kaupþingi banka hf. lán til að mæta kröfum Deutsche Bank, allt í framhaldi af tölvupóstsamskiptum F , NN , DD , L , I , HH , ákærða Magnúsar og samstarfsmanna hans í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 211 Eins og áður greinir var ákærði Hreiðar Már einn af æðstu stjórnendum Kaupþings banka hf. og í aðstöðu til að skuldbinda hann . Af tölvupóstsam skiptum á milli ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar má sjá að ákærða Hreiðari Má var um það kunnugt laugardaginn 20. september 2008 að Deutsche Bank hefði kallað eftir viðbótarfjárframlögum vegna viðskipta DDD og FFF í tengslum við lánshæfistengd skuldabréf og að þess var krafist að þau yrðu innt af hendi tveimur dögum síðar. Þá hefur ákærði Hreiðar Már borið um hann hafi verið því samþykkur að veita félögunum 66 tveimur lán til að mæta kröfum Deutsche Bank en viðskiptastjórar bankans hafi átt að sjá til þess að f arið yrði að verkferlum innan bankans við lánveitingarnar . Vegna setu sinnar í lánanefndum bankans hlaut honum að vera kunnugt að þær höfðu á þessu tímamarki ekki samþykkt lánveitingarnar. Þá gat honum ekki með nokkru móti dulist að borin von væri , á þeim skamma tíma sem til stefnu var og við þær aðstæður sem uppi voru, að lánveitingarnar gætu farið fram í samræmi við verklagsreglur bankans. Með því að sjá ekki til þess að það væri gert veitti ákærði Hreiðar Már atbeina sinn til lánveitinganna og þar með fy rrgreinds brots. Verður hann því sakfelldur fyrir hlutdeild í því broti og varðar háttsemi hans við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 212 Ákærði X kvaðst í skýrslu sinni fyrir dómi ekki minnast þess að hafa verið um það kunnugt haustið 20 08 að Deutsche Bank hefði kallað eftir viðbótargreiðslum vegna umræddra viðskipta. Ekkert liggur fyrir um það í málinu að hann hafi átt hlut að máli er peningamarkaðslánin voru greidd út til DDD og FFF 22. september 2008 eða að honum hafi verið kunnugt um að lánveitingin hefði farið fram í andstöðu við reglur Kaupþings banka hf. Þá voru þessar lánveitingar ekki bornar upp fyrir lánanefnd stjórnar. Ber af þessum sökum að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða X af þessum ákærulið. 213 Í B - lið a nnars kafla ákæru og B - lið fjórða kafla ákæru er ákærða Magnúsi gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X sem lýst er í i - lið með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umrædda r lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til þess að láni n yrð u veitt af hál fu bankans til að DDD gæti greitt viðbótarfjárframlög sem Deutsche Bank kallaði eftir með veðköllum og til að FFF gæti fjármagnað greiðslur til sama banka í tengslum við CLN - viðskipti, og haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til Deutsche Bank þótt honum hlyti að hafa verið ljóst að meðákærðu brast heimild til lánveitinga nna og að láni n vær u veitt án nokkurra trygginga svo að veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Hafi ákærða ekki getað du list, í ljósi aðdraganda lánveiting anna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. Eins og að framan greinir hefur ákærði X verið sýknaður af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið og getur því eingöngu komið til skoðunar hvort ákærði Magnús hafi gerst sekur um hlutdeild í framangreindu broti. 214 Eins og rakið hefur verið framsendi ákærði Magnús tölvuskeyti frá starfsmönnum Deutsche Bank til L , ákærða Hreiðars Más og M 20. september 2008 með m ad greida a manaudag 2 sinnum 50 m , I raun aettum vid ad greida 2 sinnum 125 en their gefa okkur sens I einhvern tima og sja hvort ad spreadid kemur aftur nidur Þá sagði ákærði að allt nýtt lausafé færi til L og sagðist hann jafnframt ætla að útvega meira lausafé til að mæta þessu. 67 215 Með vísan til framangreinds þykir ljóst að ákærði Magnús átti þátt í því að gefa starfsmönnum Kaupþings banka hf. fyrirmæli um áðurgreinda lánveitingu til að mæta kröfum Deutsc he Bank, svo og að lánið skyldi greitt út tveimur dögum síðar. Ákærði Magnús hafði ekki boðvald yfir s tarfsmönnum Kaupþings banka , en með atbeina sínum veitti hann liðsinni í skilningi 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga til brots gegn 249. gr. sömu lag a ásamt á kærð a Hreiðar i Má. Vegna þekkingar sinnar og starfsreynslu innan bankans gat ákærða Magnúsi ekki dulist að óheimilt var án samþykkis lánanefndar stjórnar félagsins að veita lánið . Þótt ákærði Magnús hafi ekki verið í aðstöðu til að vita af eigin r aun hvort slíkt samþykki hafi verið veitt og ósannað sé að honum hafi með öðrum hætti átt að vera beinlínis kunnugt um það verður að líta til þess, sem áður greinir, að honum gat ekki dulist að borin von væri að tekist gæti , við þær aðstæður sem uppi voru, að hrinda fyrirmælum um lánveitinguna til DDD og FFF í framkvæmd á þann hátt sem samrýmanlegur yrði verklagsreglum bankans. Með því að ákærði Magnús skeytti því í engu verður að líta svo á að hann hafi haft ásetning til að veita liðsinni sitt til að af útgreiðslu lánsins gæti orðið án tillits til þess hvort með því væri farið út fyrir heimildir samkvæmt lánareglum bankans eða ekki. Þá veitti hann í skjóli stöðu sinnar sem forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. atbeina sinn til lántöku félaganna hjá Kaupþingi banka hf . með því að ákveða að bankinn í Lúxemborg greiddi 100.000.000 evra beint til Deutsche Bank og endurgreiddi með því Kaupþingi banka hf. 50.000.000 evra lán sem var á gjalddaga og veitti um leið bankanum á Ísland i nýtt 50.000.000 evra lán. Að þessu virtu og með því að ákærða Magnúsi vor u, ekki síður en ákærða Hreiðari Má, að fullu ljós öll áðurgreind atvik, sem ollu Kaupþingi banka hf. verulegri fjártjónshættu af lánveitingun um 22. september 2008 til DDD og FFF , v erður ákærði Magnús sakfelldur fyrir þá hlutdeild í framkvæmd brot sins sem að framan greinir. Varðar háttsemi ákærða Magnúsar við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga . VIII. 1. 216 Varðandi lánveitingu til DDD sem átti sér stað 29. september 2 008, sbr. ii - lið A - liðar annars kafla ákæru, sendi U tölvuskeyti til ákærða Magnúsar og O föstudaginn 26. september 2008 þar sem kallað var eftir 50.000.000 evra tryggingu til viðbótar frá DDD vegna þróunar skuldatryggingarálagsins. Greiðslan yrði að beras t á mánudag. Magnús framsendi tölvupóstinn til M , F og starfsmanna sinna í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. með skilaboðum um að það yrði að setja þetta í gang á mánudaginn og bað þau um að útbúa það sem þyrfti. F framsendi tölvupóstsamskiptin til I og spurð i hvort nokkuð væri annað að gera en að greiða þetta og hvort hann vildi að hann sendi lánsbeiðni í flýtiafgreiðslu á lánanefnd samstæðu. Nokkru síðar greindi hann I frá því í öðru tölvuskeyti að um væri að ræða annað veðkallið á DDD og þeir væru þá komnir með 100.000.000 evra í tryggingar. I svaraði tölvuskeytinu sunnudaginn 28. bokum a naesta GCC [lánanefnd 68 217 Áður en svar I barst eða föstudaginn 26. september sendi F tölvuskeyti með [ DDD ] NN , RR og DD með afriti til I 218 Í símtali F og NN mánudaginn 29. september upplýsti sá síðarnefndi að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. vildi að Kaupþing banki hf. lánaði beint til DDD í formi peningamarkaðsláns. Einnig var rætt um að framlengja þyrfti hitt lánið sem DDD hafði verið veitt 22. sama mánaðar. Sama dag hringdi H í U hjá Deutsche Bank og fékk uppgefið reikningsnúmer og swift - kóða til að millifæra greiðsluna frá DDD ti l Deutsche Bank. Skömmu síðar ræddi H við CC í síma þar sem fram kom að verið væri að senda 50.000.000 evra frá Íslandi vegna veðkalls á hendur DDD og sagðist H ætla að hringja í W og biðja hann um að undirrita greiðslufyrirmæli frá DDD til að millifæra 50 .000.000 evra til Deutsche Bank. Daginn eftir sendi F tölvuskeyti til V og H og bað þau meðal annars að senda sér greiðslufyrirmæli vegna 50.000.000 evra láns til DDD , svo að formreglum væri fylgt, þrátt fyrir að fjárhæðin hefði verið millifærð daginn áður og gengið hefði verið frá viðskiptunum. 219 Á meðal gagna málsins er óundirritaður samningur um peningamarkaðslán, ritaður á stöðluðu formi Kaupþings banka hf. Þar kemur fram heiti bankans og DDD , að samningsdagur sé 29. september 2008, lánið sé að fjárhæð 50.000.000 evra, vextir 50.054.638,89. Þá er þar að finna greiðslu - og uppgjörsfyrirmæli frá DDD , undirrituð af W , til Kaupþings banka hf. um að greiða lánsfjárhæðina inn á reikning félagsins í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og til síðarnefnda bankans um að greiða sömu fjárhæð til Deutsche Bank. 220 Á meðal gagna málsins eru tvær útgáfur af fundargerð lánanefndar samstæðu 2. október 2008. Sú fyrri fylgdi tölvuskeyti frá SS til ákærða Hreiðars Más, TT , I , Q og ákærða X 8. október 2008. Þar er bókað að nefndin hafi samþykkt á fundi sínum þann dag, klukk [ DDD ] . Lánanefndin samþykkti 125 milljóna evra hækkun lánsfjárhæðar sem var samþykkt á fundi lánanefndar stjórnar I til UU 14. desember [ DDD ] Lánanefndin samþykkti 125 milljóna evra hækkun á lánsupphæð sem þegar hafði verið samþykkt á fundi lánanefndar stjórnar (BCC) í síðustu viku sökum veðkalla frá 2. 221 Eins og áður gr einir er í ii - lið A - liðar annars kafla ákæru fjallað um lánveitingu Kaupþings banka hf. 2 9 . september 2008 til DDD að fjárhæð 50.000.000 evra. Lúta ákæruatriðin að því að láni ð félaganna væri metið og án . 69 222 Lánið var veitt sem peningamarkaðslán og var því varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank kallaði eftir með veðkalli á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengdra skuldabréfa sem DDD hafði keypt af bankanum, sbr. fyrsta kafla ákæru. 223 Fyrir liggur að þegar peningamarkaðslánið var greitt út til DDD 29. september 2008 lá samkvæmt gögnum málsins ekki fyrir lánsbeiðni vegna félagsins, lánanefndir bankans höfðu ekki samþykkt lánveitinguna, hv orki á fundum sínum né hafði verið leitað eftir samþykki nefndarmanna fyrir lánveitingunni á milli funda, félagið hafði ekki verið metið til lánshæfis og það hafði engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánsins. Útgreiðsla lánsins stangaðist samkvæmt fr amangreindu á við reglur bankans um lánveitingar og var því með öllu óheimil en með háttseminni var fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Sá verknaður var því brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til úrlausnar hverjum verði virt sú hátt semi til sakar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 224 Áður hefur verið rakinn framburður ákærða Hreiðars Más hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi að því er varðar lánveitingar Kaupþings banka hf. til að greiða viðbótarfjárframlög til Deu tsche Bank vegna viðskipta með lánshæfistengd skuldabréf. Þá hefur verið rakinn framburður vitnisins F hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi um áðurgreindar lánveitingar og vitnisins I fyrir héraðsdómi um sömu lánveitingar. Með vísan til þess sem þar greinir og tölvupóstsamskipta starfsmanna Kaupþings banka hf. í aðdraganda lánveitingarinnar verður ekki með óyggjandi hætti ráðið að ákærði Hreiðar Már hafi gefið starfsmönnum Kaupþings banka hf. bein fyrirmæli um veitingu lánsins til DDD 29. september 2008. Í samr æmi við vinnulag og verkferla innan Kaupþings banka hf., í sambandi við útgreiðslu peningamarkaðslána, verður að ganga út frá því að fjárstýring bankans hafi heimilað útgreiðslu lánsins sama dag í framhaldi af tölvupóstsamskiptum F við NN , RR , DD og I , svo og símtal i F og NN . 225 Eins og áður greinir var ákærði Hreiðar Már einn af æðstu stjórnendum Kaupþings banka hf. og í stöðu til að skuldbinda hann . Ákærði hefur borið um að hann hafi verið samþykkur því að veita DDD lán til að mæta kröfu Deutsche Bank en við skiptast j órar bankans hafi átt að sjá til þess að farið yrði að verkferlum innan bankans við lánveitinguna. Vegna setu sinnar í lánanefndum Kaupþings banka hf. hlaut ákærða að vera kunnugt að þær höfðu ekki á þessu tímamarki samþykkt lánveitinguna. Þá gat honum ekki með nokkru móti dulist að borin von væri, á þeim skamma tíma sem til stefnu var og við þær aðstæður sem uppi voru, að lánveitingin gæti farið fram í samræmi við verklagsreglur bankans. Með því að sjá ekki til þess að svo væri gert veitti ákærði Hreiðar Már atbeina sinn til lánveitingarinnar og þar með fyrrgreinds brots. Verður hann því sakfelldur fyrir hlutdeild í því broti og varðar háttsemi hans við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Getur engu breytt um refsinæmi verknaðar hans að lánanefnd samstæðu samþykkti þremur dögum síðar á 70 226 Þá verður ákærði X sýknaður af sakargiftum samkvæmt ii - lið A - liðar annars kafla ákæru með sömu rökum og áður hafa verið rakin að því er varðar i - lið A - liðar annars kafla og i - lið A - liðar fjórða kafla ákæru. 227 Í B - lið annars kafla ákæru er ákærða Magnúsi gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X sem lýst er í ii - lið með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til þess að lánið yrði veitt af hálfu bankans til að DDD gæti greitt viðbótarfjárframlög sem Deutsche Bank kallaði eftir og haft mi lligöngu um veitingu lánsins og ráðstöfun þess til Deutsche Bank, allt eins og nánar greinir í ákæru og áður hefur verið rakið. Vegna sýknu ákærða X af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið getur sem fyrr aðeins komið til skoðunar hvort ákærði Magnús hafi g erst sekur um hlutdeild í framangreindu broti ásamt ákærða Hreiðari Má gegn 249. gr. a lmennra hegningarlaga. 228 Eins og rakið hefur verið barst ákærða Magnúsi tölvuskeyti föstudaginn 26. september 2008 frá starfsmönnum Deutsche Bank þar sem óskað var eftir 5 0.000.000 evra viðbótar fjár framlagi frá DDD Framsendi ákærði Magnús tölvuskeytið sama dag til M , F og starfsmanna sinna í Kaup thing Bank Luxembourg S.A. með skilaboðum um að það yrði að setja þetta í gang á mánudaginn og bað þ á um að útbúa það sem þyrfti. Önnur afskipti virðist ákærði Magnús ekki hafa haft af umræddri lánveitingu. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst ákærði eingöngu hafa komið framangreindum upplýsingum á framfæri við starfsmenn Kaupþings banka hf. en ekki komið að málinu frekar. Gæta ve rður að því að ákærði Magnús var ekki í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing banka hf. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið verður ekki litið svo á að ákærði Magnús hafi með framangreindri aðkomu sinni lagt á ráðin um lánveitinguna, hvatt til þess að l ánið yrði veitt eða haft milligöngu um veitingu lánsins eins og honum er gefið að sök í ákæru. Ber því að sýkna ákærða Magnús af hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt ii - lið A - liðar annars kafla ákæru. IX. 1. 229 Þá kemur til umfjöllunar lánveiting til FFF sem átti sér stað 3. október 2008, sbr. ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru en 2. október 2008 barst ákærða Magnúsi tölvuskeyti frá VV [ FFF ] skeytinu sagði að eins og rætt hefði verið um vi ð O ættu þeir von á að fá 50.000.000 evra frá FFF og óskuðu eftir því að sömu reikningsupplýsingar yrðu notaðar og áður. Sama dag sendi WW hjá Deutsche Bank tölvuskeyti til ákærða Hre iðars Más með yfirskriftinni Bank. 71 230 Dagana 1. og 2. október áttu sér stað tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna PP , starfsmaður Kaupþings banka hf., skeyti til L og OO með yfirliti yfir lán sem til stæði að greiða út, þar á meðal lán til DDD og FFF . L framsendi póstinn til ákærða L s keytið til F og hafði eftir ákærða Hreiðari Má að allt útflæði vegna þessa hefði þegar átt sér stað og bað F um að staðfesta það. F sagðist hafa farið betur yfir þetta með Magnúsi í Lúxemborg og ekki ætti að reikna með að 180.000.000 evra [lán tengd [...] ] færu út fyrr en í fyrsta lagi í nóvember en 100.000.000 evra [lán til DDD og FFF ] færu út. L svaraði skeytinu reynir. Magnús, getur greidum ekkert ut til theirra nema med samthykki [L] væri nógu fast að orði kveðið. 231 Daginn eftir áframsendi F skeyti me ð sömu yfirskrift til ákærða Magnúsar og L og spurði ákærða Magnús hvort hann ætti von á því að Deutsche Bank krefðist frekari - - Magnús sagðist ekki vita það en þeir gætu átt von á hver ju sem væri. L svaraði ákærða dag áframsendi L XX 232 Áður var greint frá tölvuskeyti fr á VV hjá Deutsche Bank með yfirskriftinni [ FFF ] október. Ákærði Magnús áframsendi skeytið til F , M , ákærða Hreiðars Más, CC og L og tók fram að þetta væru ekki góðar fréttir. Þeir he fðu rétt á að kalla eftir 100 en hafi sæst á 50. Þeir ættu ekki annarra kosta völ en að greiða þetta því ella yrðu þeir að sæta því að kaupunum yrði rift miðað við stöðuna. L áframsendi póstinn til QQ og DD og spurði QQ hvort verið væri að biðja þá, Kaupþi ng banka hf., um þessar 50.000.000 evra eða hvort Kaupthing Bank Luxembourg S.A. myndi bjarga þessu. L svaraði því til að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. myndi bjarga þessu. Í símtali F og NN sama dag sagði sá fyrrnefndi að 50.000.000 evra yrðu að fara til Deutsche Bank þennan dag annars færi þýski bankinn að vinda ofan af strúktúrnum. NN sagði að það væri ekki gerlegt og varð niðurstaðan sú að ræða við CC hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og hvort hægt væri að netta færsluna við bankann þar. Í símtali sem NN átti við starfsmann Kaupthing Bank Luxembourg S.A. laust eftir hádegi 2. október kom fram að bankinn í Lúxemborg gæti ekki greitt 50.000.000 evra til Deutsche Bank. Skömmu síðar áframsendi F [ FFF ] meðal annars til L , ákærða Magnúsar og ákærða Hreiðars Más og lét vita að ekki væri 72 unnt að gera þetta með gildisdag í dag og spurði hvort ákærði Magnús gæti útskýrt fyrir Deutsche Bank að þetta yrði gert með gildisdag daginn eftir. Féð kæmi að öllum líki ndum frá Íslandi. 233 Í endurriti af símtali á milli VV og H eftir hádegi 2. október 2008 kom fram að H hefði áhyggjur af því að svara veðkallinu þar sem ekki hefði verið gengið frá lánshæfistengdum skuldabréfum FFF . Síðast hefði átt sér stað greiðsla sem hefði verið vegna afleiðutengds innláns því að endanlegir skilmálar hefðu ekki verið tilbúnir. VV sagði á hinn bóginn að um hefði verið að ræða beina peningafærslu samkvæmt skilmálum skuldabréfanna. Nú væri um að ræ ða 50 milljóna veðkall á grundvelli CLN FFF , sem gefið yrði út í dag, til viðbótar 50 milljóna greiðslunni í síðustu viku. 234 Eftir framangreint símtal hringdi F í H og lét hann vita af því að þeir, Kaupþing banki hf., ættu ekki 50 milljónir til að senda í da g og hvort ekki væri hægt að greiða þetta daginn eftir. Í beinu framhaldi hringdi H í VV og tjáði honum að fyrirvarinn hefði verið of skammur og að ekki yrði hægt að inna greiðsluna af hendi fyrr en daginn eftir og samþykkti VV það. Eftir þetta lét H F vit a af greiðslufrestinum. Þá hringdi hann einnig í CC og lét hann vita að greiðslan myndi fara daginn eftir af reikningi FFF á Íslandi beint til Deutsche Bank en ekki í gegnum Lúxemborg eins og áður. 235 Eins og áður greinir eru á meðal gagna málsins tvær útgáfu r af fundargerð lánanefndar samstæðu 2. október 2008. Í þeirri fyrri var bókað að nefndin hefði samþykkt á fundi [FFF] . Lánanefndin samþykkti 125 milljóna evra hækkun lánsfjárhæðar sem var samþykkt á fundi [ FFF ] . Lánanefndin samþykkti 125 milljóna evra hækkun á lánsupphæð sem þegar hafði verið samþykkt á fundi lánanefndar stjórnar (BCC) í síðustu viku sökum veðkalla f rá Deutsche Bank. 236 Síðdegis 2. október sendi U [ FFF ] milljóna inngreiðslu vegna CDS sem þau ætluðu að umbreyta í viðbótarv eð vegna viðskiptanna um tvöfalt skuldsetta skuldabréfið. Ákærði Magnús bað U að senda sér greiðslufyrirmæli, sem hann myndi framsenda til Íslands þar sem greiðslan myndi berast beint frá þeim í þetta sinn. 237 Síðdegis 2. október sendi YY , starfsmaður Kaupþi ngs banka hf., tölvuskeyti með NN og tilkynnti að allar færslur væru farnar í gegn. Um svipað leyti hringdi H í W og tjáði honum að FFF þyrfti að greiða 50.000.000 evra vegna veðkalls og ætlaði W að ganga frá því strax. Skömmu síðar sama dag sendi W undirrituð greiðslufyrirmæli til H instructions - H það strax til F og ákærða Magnúsar. F framsendi skeytið til NN , DD og L með skilaboð 73 þetta á morgun. Göngum frá þessu sem MM láni til sama tíma/sömu kjörum og núverandi lán til [ FFF ] 238 Á meðal gagna málsins er óundirritaður samningur um peningamarkaðslán, ritaður á stöðluðu formi Kaupþings banka hf. Þar k emur fram heiti bankans og FFF , að samningsdagur sé 2. október 2008, lánið sé að fjárhæð 50.000.000 evra, vextir 6,37%, 50.088.472,22. Þá er að finna í gögnum málsins uppgjörsfyri rmæli frá FFF , undirrituð af W , til Kaupþings banka hf. um að greiða lánsfjárhæðina inn á nánar tilgreindan reikning í Deutsche Bank. 239 Daginn eftir eða 3. október sendi DD [ FFF ] L , M og ákærða Magnúsar og sagði að þennan dag greiddu þeir, Kaupþing banki hf., 50 milljónir evra beint til Deutsche Bank. 2. 240 Eins og áður greinir er í ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru fjallað um lánveitingu Kaupþings banka hf. 3. október 2008 til FFF að fjárhæð 50.000.000 evra. Lúta ákæruatriði . Lánið var veitt sem peningamarkaðslán og var því varið til að fjármagna greiðslu til Deutsche Bank í t engslum við CLN - viðskipti. 241 Fyrir liggur að þegar peningamarkaðslánið var greitt út til FFF 3. október 2008 lá samkvæmt gögnum málsins ekki fyrir lánsbeiðni vegna félagsins, lánanefndir bankans höfðu ekki með skýrum hætti samþykkt veitingu peningamarkaðslán sins, félagið hafði ekki verið metið til lánshæfis og það hafði engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánsins. Útgreiðsla lánsins stangaðist samkvæmt framangreindu á við reglur bankans um lánveitingar og var því með öllu óheimil. Sá verknaður var brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til úrlausnar hverjum verði virt sú háttsemi til sakar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 242 Að framan voru rakin tölvupóstsamskipti ákærða Magnúsar og L dagana 1. og 2. október 2008 þar sem L bað ákærða Magnús um að kveða sterkar að orði varðandi til theirra nema med samthykki [L] 243 Áður hefur verið rakinn framburður ákærða Hreiðars Más hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi að því er varðar lánveitingar Kaupþings banka hf. til að greiða viðbótarfjárframlög til Deutsche Bank vegna viðskipta með lánshæfistengd skuldabréf. Þá hefur verið rakinn framburður vitnisins F hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi um áðurgreindar lánveitingar, vitnisins I fyrir héraðsdómi um sömu lánveitingar og vitnisins L hjá lögreglu sem lúta að því sama. Með vísan til þess sem þar greinir og áðurgreindra tölvupóstsamskipta ákærða Magnúsar og L d agana 1. og 2. október 2008, þykir sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði 74 Hreiðar Már hafi samþykkt og gefið fyrirmæli um útgreiðslu lánsins 3. október 2008 til félagsins FFF til að fjármagna viðbótargreiðslur til Deutsche Bank . Þá er ljós t að þessi fyrirmæli voru gefin með mjög skömmum fyrirvara. Með sömu rökum og áður hafa verið rakin að því er varðar sakargiftir samkvæmt öðrum og fjórða kafla ákæru verður lagt til grundvallar að ákærði Hreiðar Már hafi með háttsemi sinni farið út fyrir h eimildir sínar eins og honum er gefið að sök í ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru og með því gerst sekur um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga. Getur engu breytt um refsinæmi verknaðar hans að lánanefnd samstæðu samþykkti daginn áður á afar verður séð að þessi samþykkt hafi náð til peningamarkaðslánsins sem greitt var út daginn eftir. 244 Ákærði X verður s ýknaður af sakargiftum samkvæmt ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru með sömu rökum og áður hafa verið rakin að því er varðar sakargiftir samkvæmt öðrum og fjórða kafla ákæru. 245 Í B - lið fjórða kafla ákæru er ákærða Magnúsi gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X sem lýst er í i i - lið með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til þess að lánið yrði veitt af hálfu bankans til að FFF gæti fjármagnað greiðslur til Deutsche Bank í tengs lum við CLN - viðskipti og haft milligöngu um veitingu lán sins og ráðstöfun þe ss til Deutsche Bank , allt eins og nánar greinir í ákæru og áður hefur verið rakið. Vegna sýknu ákærða X af sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið getur sem fyrr aðeins komið til sko ðunar hvort ákærði Magnús hafi gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum ákærða Hreiðars Más . 246 Eins og rakið hefur verið barst ákærða Magnúsi tölvuskeyti fimmtudaginn 2. október 2008 frá starfsmönnum Deutsche Bank þar sem óskað var eftir 50.000.000 evra viðb ótarfjárframlagi frá FFF . Framsendi ákærði Magnús tölvuskeytið sama dag til F , M , ákærða Hreiðars Más, CC og L og tók fram að þetta væru ekki góðar fréttir. Þeir hefðu rétt á að kalla eftir 100 en hafi sæst á 50. Þeir ættu ekki annarra kosta völ en að greiða þetta því ella yrðu þeir að sæta því að kaupunum yrði rift miðað við stöðuna. Önnur aðkoma ákærða Magnúsar að málinu virðist hafa verið hverfandi. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvaðst ákærði Magnús eingöngu hafa komið framangreindum upplýsingum á framfæri við starfsmenn Kaupþings banka hf. en ekki komið að málinu frekar. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að ú tgreiðsla lánsins hafi farið beint til Deutsche Bank frá Kaupþingi banka hf. en ekki haft viðkomu í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. eins og áður. Gæta verður að því að ákærði Magnús var ekki í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing banka hf. Að öllu þessu virtu verður ekki litið svo á að ákærði Magnús hafi með framangreindri aðkomu sinni lagt á ráðin um lánveitinguna, hvatt til þess að lánið yrði veitt eða haft milligöngu um veitingu lánsins 75 eins og honum er gefið að sök í ákæru. Ber því að sýkna ákærða Magnús a f hlutdeild í umboðssvikum ákærða Hreiðars Más samkvæmt ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru. X. 1. 247 Varðandi lánveitingar þær sem áttu sér stað 7. október 2008 til DDD a nnars vegar, sbr. iii - lið A - liðar annars kafla ákæru , og til FFF hins vegar , sbr. iii - li ð A - liðar fjórða kafla ákæru liggur fyrir endurrit af símtali á milli U hjá Deutsche Bank og H hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. mánudaginn 6. október 2008 þar sem U bað H um swift - upplýsingar vegna greiðslu sem hefði átt að berast föstudaginn 3. október vegna lokaveðkalls á hendur DDD annars vegar og FFF hins vegar, að fjárhæð 25.000.000 evra á hendur hvoru félagi um sig. H kannaðist ekki við að hafa fengið þessi veðköll. U sagði að hún og O hefðu bæði rætt þetta við ákærða Magnús á föstudaginn og sent ho num tölvuskeyti sama efnis . 248 Skömmu síðar ræddi H í síma við F og sagði honum frá veðköllunum á DDD og FFF , tvisvar sinnum 25.000.000 evra, en F hafði ekki heldur heyrt af þeim. H tjáði honum að U hefði framsent sér skeyti sem hún hefði sent ákærða Magnúsi á föstudeginum en ákærði greinilega ekki brugðist við erindinu. Þá kom fram í símtalinu að ákærði Magnús hefði beðið H um að kaupa tíma hjá U . Ákærði Hreiðar Már þyrfti að ákveða hvort hann ætlað i að senda þessa peninga eða láta þetta gjaldfalla. Ákveðið var að H útbyggi greiðslufyrirmæli og léti W skrifa undir þau ef sú ákvörðun yrði tekin að svara veðkallinu. Einnig að F H svo vita þegar hann hefði haft uppi á honum. Loks myndi H tilkynna U að ekki næðist að afgreiða þetta fyrr en daginn eftir. 249 Stuttu síðar ræddi F í síma við NN og tilkynnti um enn eitt veðkallið á DDD og FFF , 25.000.000 evra á hvort um sig. Þá sagði hann að ákærði Magnús hefði beði ð hann um að heyra í ákærða Hreiðari Má og spyrja hvort verða ætti við veðkallinu, annars myndu samningarnir gjaldfalla. NN taldi að þeir gætu hugsanlega lifað það af að greiða þetta en betra væri að geyma greiðsluna fram á næsta dag. 250 Skömmu eftir hádegi þ ennan sama dag, 6. október, hringdi H í W og sagðist hafa verið að senda honum greiðslufyrirmæli vegna veðkalla á hendur DDD og FFF sem þyrfti að undirrita. Kvaðst W ætla að bregðast strax við erindinu. Nokkru síðar sendi H tölvuskeyti til F og V [ DDD / FFF ] framsendi undirrituð greiðslufyrirmæli vegna veðkalla á félögin. Þá tók hann fram að greiðslan ætti að fara beint frá Íslandi til Deutsche Bank ef ákveðið yrði að verða við veðkallinu. Hann myndi drag a í lengstu lög að hringja í U þar til hann vissi hvort og hvenær þetta yrði greitt. Skömmu síðar ræddust H og F við í síma og sagðist sá síðarnefndi ekki hafa náð í ákærða Hreiðar Má þrátt fyrir að hafa leitað allra leiða til þess en ákærði væri einhvers staðar á fundum að leysa efnahagsvandann. Sagðist hann halda að hægt yrði að fjármagna þetta daginn eftir. Vonandi yrði hægt að senda þeim, Deutsche 76 og hann næði í ákærða Hreiðar Má. Eftir þetta hringdi H í U og tilkynnti henni að 50.000.000 evra myndu berast Deutsche Bank á morgun og koma beint frá Íslandi. 251 Umræddan dag, klukkan 12.25, sendi F [ DDD / FFF ] til ákærða Hreiðars Más og afrit til ákærða Magnúsar um að enn eitt veðkallið hefði komið frá Deutsche Bank á hendur DDD og FFF , 25.000.000 evra á hvort um sig eða alls 50.000.000 evra. hvorn st rúktúr. Þetta er síðasti triggerinn í samningnum eftir þessa greiðslu er strúktúrinn orðinn unleveraged. Ég hefði viljað fá staðfestingu frá þér áður en við F framsendi skeytið til I klukkan 12.38 og bað hann að ræða þetta við annars fer I svaraði skeytinu klukkan 15.07 og sagðist hafa lukkan 15.12 ræddust F og NN við í síma og bað sá fyrrnefndi nafna sinn um að gera ráð fyrir greiðslunum vegna DDD og FFF Þá sagði F ákærði Hreiðar Már hefði sag t þeim að reikna með því að þetta færi út daginn eftir hann heyrði aftur í þeim morguninn eftir. 252 Í endurriti af símtali á milli F og NN klukkan 11.59 þriðjudaginn 7. október sagði F að þessi peningar til Deutsche Bank ættu að fara út núna. NN bað þá nafna sinn að gefa YY fyrirmæli um að greiða tvisvar sinnum 25.000.000 evra til Deutsche Bank og sagðist F ætla að gera það. NN spurði þá hvort búið væri samþykkja þetta. F NN að útbúa F undirrituðu greiðslufyrirmælin vegna veðkallanna á DDD og FFF , sem H hafði sent honum daginn áður, til YY . Nokkrum mínú tum síðar sendi YY tölvuskeyti til F með swift - staðfestingum um tvisvar sinnum 25.000.000 evra greiðslu til Deutsche Bank og framsendi F skeytið til H og V . Klukkan 12.51 sendi starfsmaður Deutsche Bank tölvuskeyti til YY og staðfesti að báðar greiðslurnar hefðu farið í gegn og fáeinum mínútum síðar framsendi YY skeytið til F . 253 Að kvöldi 7. október sendi L ákærða Magnúsar, CC , DD og QQ og virðist þá hafa staðið í þeirri trú að greiðslan frá Íslandi hefði á tt að fara í gegnum Lúxemborg og hefði ekki skilað sér. Benti hann þeim á að hringja þyrfti í þá sem ættu von á greiðslu svo að þeir héldu ekki að bankinn ættum ekki að greiða síðasta 50 í veðkall, það er ekki bankinn, þeir sitja bara uppi L [O] 77 254 Á meðal gagna málsins eru tveir óundirritaðir samningar um peningamarkaðslán, ritaðir á stöðluðu formi Kaupþings banka hf. Þar kemur fram heiti ba nkans annars vegar og DDD og FFF hins vegar, að samningsdagur sé 7. október 2008, lánið sé að 2008 og að skuld á gjalddaga verði 25.027.166,67. Þá er að finna í gögnum málsins uppgjörsfyrirmæli annars vegar frá DDD og hins vegar frá FFF , undirrituð af W , til Kaupþings banka hf. um að greiða lán félaganna inn á nánar tilgreindan reikning í Deutsche Bank. 255 Í símtali G og V 8. október 2008 kom fram að samþykkja þyrfti veðköll fyrir DDD og FFF sem þegar hefðu verið greidd deginum áður. V sagði að þetta skipti máli því að 250 milljónir hefðu verið lánaðar án nokkurrar samþykktar og án nokkurrar viðurkenningar frá raunverulegum eiganda (e. beneficial owner ) um að það væri í lagi. G spu rði þá hver áhættan væri, eigendurnir væru ekki í persónulegri ábyrgð. Síðar í símtalinu sagði V að þetta snerist um hvort bankinn væri tilbúinn að taka áhættuna af því að láta raunverulega eigendur ekki kvitta upp á það sem bankinn væri að gera. G sagði þ á að það væri það sem hefði staðið til allan tímann , að þeir myndu skrifa undir samþykktirnar bara til að staðfesta færsluna en án þess að ábyrgjast lánin því að bankinn gæti ekki krafist þess að eigandi í hlutafélagi ábyrgðist lán þegar engin trygging læg i fyrir. Hann hefði sagt ákærða Magnúsi þetta allan tímann og spurt hvernig hann ætlaði að koma þessu í gegnum lánanefndina því að hann væri bara að taka út pening a og kaupa áhættusamt skuldatryggingarálag án þess að hafa nokkurt veð. Ákærði Magnús hefði s varað því til að þetta væri eitthvað sem Hreiðar Már þyrfti að hugsa um. 256 Á meðal gagna málsins eru drög að samningum milli Kaupþings banka hf. annars vegar og hvers eignarhaldsfélags um sig hins vegar, það er AAA , BBB , CCC og EEE , um lán til fimm ára til að greiða áðurgreind peningamarkaðslán og kostnað sem af þeim hefði hlotist. Einnig er þar að finna drög að samningum bankans við félögin DDD og FFF um lán til endurgreiðslu á peningamarkaðslánum sem félögunum var veitt til að mæt a veðköllum frá Deutsche Bank. Loks eru þar að finna drög að veðsamningum milli annars vegar Kaupþings banka hf. og hins vegar áðurgreindra eignarhaldsfélaga og raunverulegra eigenda þeirra um veð í hlutabréfum eignarhaldsfélaganna og hlutabréfum DDD og FF F . 2. 257 Eins og áður greinir er í i ii - lið A - liðar annars kafla ákæru og i ii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru fjallað um tvær lánveitingar Kaupþings banka hf. 7. október 2008 annars vegar til DDD og hins vegar til FFF en lán til hvors félags um sig var að fjárh æð 25 .000.000 án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til . 78 258 Verður nú fjallað um báðar lánveitingarnar í ein u lagi en lánin voru veitt sem peningamarkaðslán og var þeim varið annars vegar til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank kallaði eftir með veðköllum á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengdra skuldabréfa sem DDD hafði keypt af bankanum, sbr. fy rsta kafla ákæru, og hins vegar til að fjármagna greiðslur FFF til Deutsche Bank í tengslum við CLN - viðskipti. 259 Fyrir liggur að þegar peningamarkaðslánin voru greidd út til DDD og FFF 7. október 2008 lágu samkvæmt gögnum málsins ekki fyrir lánsbeiðnir vegna félaganna tveggja, lánanefndir bankans höfðu ekki samþykkt veitingu lánanna með skýrum hætti, félögin höfðu ekki verið metin til lánshæfis og þau höfðu engar tryggingar sett fyrir endurgreiðslu lánanna. Útgreiðsla lánanna stangaðist samkvæmt framangreindu á við reglur bankans um lánveitingar og var því með öllu óheimil en með háttseminni var fjármunum bankans stefnt í verulega hættu. Í þeim verknaði fólst brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til úrlausnar hverjum verði virt sú háttsemi til s akar, eftir atvikum með hlutdeild, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. 260 Að framan voru rakin tölvupóstsamskipti starfsmanna Kaupþings banka hf. og starfsmanna Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 6. og 7. október vegna krafna Deutsche Bank og má af þeim glöggt ráða að ákærði Hreiðar Már gaf starfsmönnum Kaupþings banka hf. fyrirmæli um útgreiðslu beggja lánanna 7. október 2008. Fyrir dómi kannaðist ákærði Hreiðar Már við að útgreiðsla lánanna hefði verið borin undir hann í þetta skipti og hann verið lánveitingunum sa mþykkur en tók fram að viðskiptastjórar bankans hefðu átt að leita eftir samþykki annarra lánanefndarmanna. Með hliðsjón af framangreindu og framburði vitnanna F og I fyrir dómi, sem áður hafa verið raktir, þykir sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan va fa að ákærði Hreiðar Már hafi samþykkt og gefið fyrirmæli um útgreiðslu lán anna 7. október 2008 til félag anna DDD og FFF til að fjármagna viðbótargreiðslur til Deutsche Bank og er ljóst að þessi fyrirmæli voru gefin með mjög skömmum fyrirvara. Með sömu rök um og áður hafa verið rakin að því er varðar sakargiftir samkvæmt öðrum og fjórða kafla ákæru verður lagt til grundvallar að ákærði Hreiðar Már hafi með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar eins og honum er gefið að sök í ii i - lið A - liðar annars ka fla og iii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru og með því gerst sekur um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga. Getur engu breytt um refsinæmi verknaðar hans að lánanefnd samstæðu samþykkti fimm dögum fyrr á afar evra hæ kkun á lánsupphæð sem þegar hafði verið samþykkt á fundi lánanefndar en ekki verður séð að þessi samþykkt hafi náð til peningamarkaðslánsins sem greitt var út 7. október 2008. 261 Ákærði X verður sýknaður af sakargiftum samkvæmt iii - lið A - liðar annars kafla og iii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru með sömu rökum og áður hafa verið rakin að því er varðar sakargiftir samkvæmt öðrum og fjórða kafla ákæru. XI. 79 262 Samkvæmt því sem að framan greinir be r að staðfest niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða X af öllum kröfum ákæruvalds. 263 Ákærði Hreiðar Már verður sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt A - lið fyrsta kafla, iii - lið A - liðar annars kafla, A - lið þriðja kafla, og ii - og iii - lið A - liðar fjórða kafla ákæru, en fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt i - lið og ii - lið A - liðar annars kafla og i - lið A - liðar fjórða kafla ákæru. 264 Ákærði Magnús er sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt B - lið fyrsta kafla, B - lið annars kafla að því er varðar i - lið A - liðar sama kafla , B - lið þriðja kafla og B - lið fjórða kafla að því er varðar i - lið A - liðar sama kafla ákærunnar. Hann er á hinn bóginn sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum samkvæmt B - lið annars kafla að því er varðar ii - lið A - liðar sam a kafla og B - lið fjórða kafla að því er varðar ii - lið sama kafla ákærunnar. 265 Við ákvörðun refsingar er litið til þess að brot ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar snerust um gífurlega háar fjárhæðir en samtals námu lánin sem um ræddi í ákæru á áttunda tug milljarða króna. Fól háttsemi ákærðu í sér alvarleg trúnaðarbrot gagnvart stóru hl utafélagi, skráðu á markaði, sem framin voru af ásetningi og leiddu til stórfellds fjártjóns. Sakir voru því miklar í skilningi 249. gr. almennra hegningarlaga. Til refsimildunar ber hins vegar að horfa til þess að verulegur hluti þess fjármagns sem stefnt var í hættu með lánveitingunum hefur fengist endurgreiddur á grundvelli samkomulags sem Kaupþing ehf. gerði við Deutsche Bank AG 12. desember 2016. 266 Með dómi Hæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014 var ákærði Hreiðar Már dæmdur í fangelsi í fimm ár og sex mánuði og ákærði Magnús í fjögur ár og sex mánuði. Þá var ákærði Hreiðar Már dæmdur í sex mánaða fangelsi með dómi Hæstaréttar 6. október 2016 í máli nr. 498/2015 en ákærða Magnúsi var ekki gerð refsing. Þá var ákærðu Hreiðari Má og Magnúsi ekki gerð refsing með dómi Landsréttar 14. febrúar 2019 í máli nr. 90/2018. Refsing þeirra verður nú ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga eins og brotin hefðu verið dæmd í einu lagi, sbr. 77. gr. sömu laga. Að þessu gættu og að tekn u tilliti til fyrirmæla um hámarksrefsingu samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga verður ákærða Hreiðari Má ekki gerð frekari refsing. Þá ber að líta til þess að á þrettánda ár er liðið frá atvikum málsins og þess að meðferð málsins fyrir dómi hefur teki ð langan tíma vegna ómerkingar fyrri dóms héraðsdóms en ákæra í málinu var gefin út 22. apríl 2014 og málið þingfest í héraðsdómi 11. júní sama ár. Verður ákærðu ekki kennt um þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ákærða Magnúsi ekki heldur gerð frekari refsing. 267 Sakarkostnaður fyrir héraðsdómi fólst eingöngu í málsvarnarlaunum verjenda ákærðu. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjanda ákærða X og greiðslu þeirra úr ríkissjóði skulu vera óröskuð. Ákvæði héraðsdó ms um fjárhæð málsvarnarlauna verjenda ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar skulu vera óröskuð en 80 um greiðslu þeirra fer samkvæmt því sem segir í dómsorði. Um áfrýjunarkostnað fer jafnframt eftir því sem í dómsorði greinir en málsvarnarlaun verjenda eru ákveðin þar að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómsorð: Ákvæði h ins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða, X , af kröfum ákæruvalds skulu vera óröskuð. Ákærðu, Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, er ekki gerð refsing. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málsvarnarlaun verjanda ákærða X í héraði og greiðslu þeirra úr ríkissjóði skulu vera óröskuð. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um fjárhæð málsvarnarlauna verjenda ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar í héraði skulu vera óröskuð og skulu ákærðu hvor fyrir sig greiða þær fjárhæðir að fullu. Um sakarkostnað fyrir Lands rétti fer sem hér segir: Ákærði Hreiðar Már greiði 5.108.800 krónur sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Harðar Felix Harðarsonar lögmanns, ákærði Magnús greiði 4.488.490 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, K ristínar Edwald lögmanns, en úr ríkissjóði skal greiða málsvarnarlaun verjanda ákærða X , Gests Jónssonar lögmanns, 3.920.266 krónur. Annan áfrýjunarkostnað, 791.094 krónur, skulu ákærðu Hreiðar Már og Magnús greiða að þriðjungi hvor, en að öðru leyti skal hann greiðast úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júlí 2019 I Málið, sem tekið var til dóms 6. júní síðastliðinn, er höfðað með ákæru sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr. 135/2008, útgefinni 22. apríl 2014, á hendur ákærðu, Hreiðari Má Sigu rðssyni, kt. [...], [...], X hegningarlögum: I A Á hendur ákærðu Hreiðari Má, þáverandi forstjóra Kaupþings banka hf., kt. , og X , þáverandi starfandi stjórnarformanni bankans, fyrir umboðssvik, með því að hafa 29. ágúst 2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létu bankann veita þremur félö gum með takmarkaðri ábyrgð, sem skráð voru á Bresku Jómfrúreyjum, eftirfarandi peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið bankann veita AAA , félagi í eigu A, 41,6 milljóna evra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu. Fyrir að hafa látið bankann veita BBB , félagi í eigu B, 46,8 milljóna evra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu. 81 Fyrir að hafa látið bankann veita CCC , félagi í eigu C og D, 41,6 milljóna evra lán. Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 130 milljónir evra og voru þau veitt til að félögin gætu gert upp lán sem þau höfðu fengið 7. ágúst 2008 frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Þau lán höfðu verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu DDD , sem lagði umrædda fjármuni inn á reikning hjá Deutsche Bank, Lundúnum. Hafði 125 milljónum evra af þeim fjármunum verið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN (e. Cre dit Linked Notes), eða lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 5 milljónum evra verið varið í þóknun til Deutsche Bank. Lán Kaupþings banka hf. til AAA , BBB og CCC 29. ágúst 2008 voru framlengd tvisvar, fyrst 1 9. september til 30. september 2008 og síðan 30. september til 13. október 2008. Þau hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Magnúsi, þáverandi framkvæmdastjóra Kaupthing Bank Luxembourg S .A., fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X , með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu Kaupþings banka hf. til að greiða upp lán Kaupþing Bank Lux embourg S.A. til félaganna þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu Hreiðar Má og X brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Með þessu var tjónshættu Kaup thing Bank Luxembourg S.A. vegna lánanna komið yfir á Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. II A Á hendur ákærðu Hreiðari Má og X fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 og létu bankann veita DDD , félagi með takmark aðri ábyrgð, skráðu á Bresku Jómfrúreyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita DDD 50 millj óna evra peningamarkaðslán 22. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Lánið var á gjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita DDD 50 milljóna evra peningamarkaðslán 29. september 2008. Lánið var á gjalddaga 6. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita DDD 25 milljóna evra peningamarkaðslán 7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra og var þeim varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank, Lundúnum, kallaði eftir með veðköllum á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengds skuldabréfs sem félagið hafði keypt af bankanum, sbr. I. kafla. Eina eign DDD var lánshæfistengda skuldabréfið. Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Magnúsi, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X , sem lýst er í lið um i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankans til að DDD gæti greitt viðbótarfjárframlög sem Deutsche Bank, Lundúnum, kallaði eftir með veðköllum, o g hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til Deutsche Bank, Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu Hreiðar Má og X brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. III A 82 Á hendur ákærðu Hreiðari Má og X fyrir umboðssvik, með því að hafa 1 2. september 2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létu bankann veita EEE , eignalausu félagi með takmarkaðri ábyrgð í eigu E, sem skráð va r á Bresku Jómfrúreyjum, peningamarkaðslán að upphæð 130 milljónir evra, án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda. Lánsfjárhæðin var lögð inn á reikning félagsins hjá Kaupthing Bank L uxembourg S.A. og var megnið af fjárhæðinni, 128.625.000 evrur, fært sama dag sem eiginfjárframlag EEE inn í dótturfélagið FFF sem samdægurs lagði þá upphæð inn á reikning hjá Deutsche Bank, Lundúnum. Þar af var 125 milljónum evra varið til að greiða fyrir CLN, lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 3.625.000 evrum varið til greiðslu þóknunar til bankans. Lánið var á gjalddaga 26. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Það hefur ekki ver ið greitt og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Magnúsi, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X , með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umrædda lánveitingu Kaupþings banka hf., haft milligön gu um hana, og hvatt til að lánið yrðu veitt af hálfu Kaupþings banka hf., þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu Hreiðar Má og X brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið var veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyri r Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitingarinnar og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. IV A Á hendur ákærðu Hreiðari Má og X fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningu m isnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 og létu bankann veita FFF , félagi með takmarkaðri ábyrgð, skráðu á Bresku Jómfrúreyjum, þrjú p eningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita FFF 50 milljóna evra peningamarkaðslán 22. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Lánið var á gjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita FFF 50 milljóna evra peningamarkaðslán 3. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita FFF 25 milljóna evra peningamarkaðslán 7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Samtals voru umrædd p eningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra. Þeim var varið til að fjármagna greiðslur til Deutsche Bank, Lundúnum, í tengslum við CLN viðskipti. Eina eign FFF , frá 2. október 2008, var lánshæfistengt skuldabréf. Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Magnúsi, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu Hreiðars Más og X , sem lýst er í liðum i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings bank a hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankans til að FFF gæti fjármagnað greiðslur til Deutsche Bank, Lundúnum, í tengslum við CLN viðskipti, og hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til Deutsche Bank, Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu Hreiðar Má og X brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. V Brot ákærðu Hreiðars Más og X teljast varða við 249. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot ákærða Magnúsar teljast varða við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra he gningarlaga, nr. 19/1940. 83 VI Ákærðu neita sök. Þeir krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara krefjast þeir sýknu. Þeir krefjast þess að s akarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. II Upphaf málsins má rekja til tveggja kærubréfa Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara sem bæði eru dagsett 15. júlí 2009. Í upphafi fyrra bréfsins segir að rannsóknin hafi beinst að lánveitingum 2008 átti þáverandi forstjóri Kaupþings í viðræðum við Deutsche Bank um hvernig hægt væri að hagnast á sveiflum í skuldatryggingarálagi Kaupþings, sem á þeim tíma var mjög hátt. Deutsche Bank ákvað þá að bjóða Kaupþingi upp á CLN, en gerði það sem skilyrði að Kaupþing yrði ekki beinn mótaðili í s líkum er síðan gerð grein fyrir rannsókn eftirlitsins á lánveitingum Kaupþings banka hf. til þeirra aðila sem nefndir eru í I. og II. kafla ákæru og þ eigin útlánareglur bankans og ekki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á málaeftirlitið þessar þeirra aðila sem um getur í III. og IV. kafla ákæru. Lánin voru greidd út 29. ágúst 2008 til skuldara samkvæmt lánasamningum sem ekki voru undirritaðir. Lánin voru síðan framlengd í síðasta sinn 13. október 2008. Um þremur vikum eftir að lánin voru greidd út voru lánveitingarnar samþykktar. Í öllum tilvikum fólu lánin í sér heildarfjármögnun félaganna, þ.e. að eigendur þeirra lö gðu ekki til neitt eigið fé. Á þeim tíma sem um ræðir var ákærði Hreiðar Már forstjóri bankans og átti sæti í lánanefnd stjórnar (BCC) og lánanefnd samstæðu (GCC). Ákærði X var starfandi stjórnarformaður bankans og formaður lánanefndar stjórnar. Ákærði Mag nús var framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Ákæruvaldið heldur því fram að að baki lánveitingunum sem ákært er fyrir hafi legið viðskipti með svonefnd lánshæfistengd skuldabréf eða CLN (Credit Linked Notes) sem tengd hafi verið skuldatryggingar álagi (e. CDS (Credit Default Swap) Kaupþings hf. og Deutsche Bank gaf út. Annars vegar hafi verið viðskipti félagsins DDD og Deutsche Bank í Lundúnum, sbr. I. og II. kafla ákæru, og hins vegar viðskipti félagsins FFF og Deutsche Bank, sbr. III. og IV. kaf la ákæru. Félögin DDD og FFF hafi bæði verið skráð á Bresku Jómfrúaeyjum og sérstaklega sett á laggirnar til að eiga viðskipti með CLN (Credit Linked Notes), lánshæfistengd skuldabréf sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings hf. Viðskiptin hafi verið sambærileg að flestu leyti. Viðskipti DDD áttu sér stað í ágúst 2008 en viðskipti FFF í september sama ár. Eignarhaldsfélög DDD hafi verið þrjú, þ.e. AAA , BBB og CCC , og raunverulegir eigendur þeirra verið A, B, C og D. Eiginfjárframlag AAA samsvaraði 32% eignarhlut í DDD , hlutur BBB var 36% og hlutur CCC var 32%. Eignarhaldsfélag FFF var eitt, þ.e. EEE , og það var í eigu eins raunverulegs eiganda, E. Ákærði Magnús hefði að fyrra bragði haft samband við raunverulega og lagalega eigendur eignarhaldsfélaga DDD og boðið þeim að taka þátt í viðskiptunum. Raunverulegur eigandi eignarhaldsfélags FFF , hefði aftur á móti sjálfur átt frumkvæði að viðskiptunum eða fulltrúi hans. Ákærði Magnús hefði útvegað þau eignarhaldsfélög sem þurfti og dótturfélögin sem áttu í viðskiptunum við Deutsche Bank. Ákærðu Hreiðar Már og X hefðu látið Kaupþing hf. lána eignarhaldsfélögum DDD og eignarhaldsfélagi FFF samtals 260 milljónir evra. Eignarhaldsfélög DDD hefðu notað lánsféð, 130 milljónir evra, til að gera upp brúarlán, sömu f járhæðar, sem þau höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg og lagt inn í DDD og sem DDD hafði notað til CLN - viðskiptanna, þ.e. fjárfest í lánshæfistengdu skuldabréfi CLN hjá Deutsche Bank fyrir 125 milljónir evra og greitt 5 milljónir evra í þóknun til þýska b ankans, sbr. I. kafla. EEE , eignarhaldsfélag FFF , hefði lagt lánsféð, 130 milljónir evra, til FFF sem hefði 84 fjárfest í lánshæfistengdu skuldabréfi, CLN hjá Deutsche Bank fyrir 125 milljónir evra og greitt 3,625 milljónir evra í þóknun. Lánshæfistengdu skul dabréfin, CLN hefðu í báðum tilvikum verið tvöfalt skuldsett eða tvöfalt voguð (e. two times leveraged) sem þýddi að Deutsche Bank hefði í upphafi tekið áhættu á móti félögunum DDD og FFF , eða í raun Kaupþingi hf. Samkvæmt skilmálum lánshæfistengdu skuldab réfanna gat Deutsche Bank hins vegar kallað eftir viðbótarfjárframlögum frá félögunum DDD og FFF , sem áttu lánshæfistengdu skuldabréfin, allt að 125 milljónum evra í hvoru tilviki, ef skuldatryggingarálag Kaupþings hf. hefði hækkað upp fyrir tiltekin mörk. Þróun skuldatryggingarálagsins hefði orðið með þeim hætti eftir miðjan september 2008 að Deutsche Bank hefði kallað eftir viðbótarfjárframlögum frá báðum félögunum. Hvorki eignarhaldsfélög DDD og FFF né raunverulegir eigendur þeirra hefðu verið krafðir um fjárframlög vegna veðkallanna eða beðnir um að samþykkja lántöku vegna þeirra. Þess í stað hefðu ákærðu, Hreiðar Már og X , látið Kaupþing hf. lána DDD og FFF samtals 250 milljónir evra án nokkurra trygginga svo félögin gætu mætt þessum veðköllum frá Deuts che Bank. Þegar þarna var komið sögu hafði lausafjár - og gjaldeyrisstaða Kaupþings hf. versnað til muna. Síðustu veðköllunum var mætt 7. október 2008, daginn eftir að Seðlabanki Íslands veitti bankanum svokallað neyðarlán að fjárhæð 500 milljónir evra. Þegar upp hefði verið staðið hafði Kaupþing hf. lánað DDD og FFF og eignarhaldsfélögum þeirra samanlagt 510 milljónir evra vegna CLN - viðskiptanna, þ.e. tvisvar sinnum 130 milljónir evra vegna upphaflegra innborgana vegna lánshæfistengdu skuldabréfanna og t visvar sinnum 125 milljónir evra vegna veðkalla frá Deutsche Bank. Það hefði jafngilt nærri 70 milljörðum króna miðað við gengi evru 7. október 2008. Skuldatryggingarálag Kaupþings hf. hefði verið orðið svo hátt um miðjan september 2008 að Deutsche Bank g at kallað eftir viðbótarfjárframlagi með veðköllum samkvæmt skilmálum CLN skuldabréfanna. Þrisvar sinnum hefði DDD mætt veðköllum frá bankanum með lánsfé frá Kaupþingi hf. og áður en yfir lauk, 7. október 2008, hafði félagið greitt hámarks viðbótarfjárfram lag, 125 milljónir evra, til Deutsche Bank. Tveimur dögum síðar, 9. október 2008, varð vanskilatilvik þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók stjórn Kaupþings hf. Deutsche Bank hefði leitað eftir tilboðum samkvæmt ákvæðum skilmálanna en ekki fengið. Endurheimtur félaganna DDD og FFF hefðu því engar orðið. Á uppboði með skuldatryggingar, CDS, hefðu hins vegar fengist 6% endurheimtur af nafnverði skuldatrygginga á Kaupþing hf. Samanlagt hefði því Deutsche Bank fengið 30 milljónir evra í sinn hlut vegna skuldatryggin ga á Kaupþing hf. sem hefðu verið að nafnvirði 500 milljónir evra, þ.e. 250 milljónir vegna DDD og 250 milljónir vegna FFF . CLN - eigendurnir, DDD og FFF , hefðu hins vegar ekkert fengið. Af hálfu ákærða Hreiðars er málavöxtum lýst svo í greinargerð að aðkom a hans að lánveitingum bankans hafi takmarkast alfarið við setu hans í lánanefnd samstæðu og lánanefnd stjórnar. Hann hefði aldrei í starfi sínu hjá bankanum veitt lán nema á vettvangi lánanefnda. Varðandi sakarefni málsins lýsir ákærði því að innlán hefðu aukist hjá Kaupþingi á árinu 2008 en skuldatryggingarálagið á bankann hefði að sama skapi verið hátt. Stjórnendur bankans hefðu því leitað til Deutsche Bank eftir ráðgjöf um hvernig þessu aukna innlánsfé yrði best varið. Deutsche Bank ráðlagði Kaupþingi í fyrsta lagi að kaupa eigin skuldabréf á markaði með afföllum. Í öðru lagi laut ráðleggingin að því að kaupa skuldabréf sem gefin hefðu verið út af Deutsche Banka, en tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Ákærði tekur fram að svipaðar ráðleggingar hafi bo rist frá öðrum fjármálafyrirtækjum. Sumarið 2008 hefði þessu verkefni verið ýtt úr vör af hálfu framkvæmdastjóra hjá Deutsche Bank sem taldi ekki rétt að Kaupþing væri mótaðili í viðskiptunum, enda með þessu í reynd tekin staða á móti skuldatryggingum á bankann. Kaupþing hefði því leitað til alþjóðlegra fjárfesta sem líklegt var að Deutsche viðskiptunum myndi renna til greiðslu skuldbindinga fjárfestanna við Ka upþing eða skuldbindinga félaga sem þeim tengdust. Þannig yrði ávinningur Kaupþings af viðskiptunum ekki einungis vaxta - og þóknanatekjur, heldur einnig í formi greiðslna á skuldum umræddra aðila við Kaupþing. Hagnaðarvon af skuldabréfunum var umtalsverð þ ar sem skuldabréfin báru grunnvexti í evrum (EURIBOR) auk markaðskjara á skuldatryggingaálag Kaupþings á þeim tíma er skuldabréfin voru gefin út. Þessi ávöxtun var sú sama allan líftíma skuldabréfsins, þ.e. sveiflur á skuldatryggingaálagi Kaupþings höfðu e kki áhrif á 85 ávöxtunina. Loks stóðu væntingar ákærða til þess að skuldatryggingaálag Kaupþings myndi færast í lánveitingar sem eru ákæruefni I. og III. kafla ákæru fjallar ákærði um ákæruefni II. og IV. kafla. skuldatryggingaálag Kaupþings hækkaði upp fyrir tiltekin mörk. Þegar álagið tók að hækka, líkt o g hjá flestum fjármálafyrirtækjum heimsins, eftir fall fjárfestingabankans Lehman Brothers um miðjan september 2008, kallaði Deutsche Bank eftir frekari tryggingum. Með því að mæta veðköllunum var tryggt að fjárfestingin ónýttist ekki. Kaupþing lánaði kaup endum skuldabréfanna fyrir þeim veðköllum en áhættan breyttist ekki, þ.e. sem fyrr var áhættan fólgin í getu fjármálafyrirtækjanna tveggja til að standa í Ákærði kveðst ekki hafa misnotað aðst öðu sína hjá Kaupþingi. Hvorki honum né öðrum æðstu stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst að þessum viðskiptum fylgdi veruleg fjártjónshætta. Þegar til þeirra var stofnað hefði staða bankans verið sterk og þær sviptingar sem urðu á fjármálamörkuðum h austið 2008 ekki verið fyrirsjáanlegar. Ákærði X kveðst í greinargerð ekki hafa átt þátt í þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir eða ákvörðunum um að svara veðköllum. Einu tengsl hans við lánveitingarnar hefðu verið á vettvangi lánanefndar stjórnar þar sem hann var formaður. Varðandi einstaka ákæruliði kveðst ákærði enga ákvörðun hafa tekið um lánveitingar 29. ágúst 2008 sem ákært er fyrir í I. lið ákæru, hvorki einn né sameiginlega með meðákærða Hreiðari Má. Hann hafi hins vegar setið í lánanefnd s tjórnar 24. september 2008 þar sem lánveitingarnar voru samþykktar samhljóða af fullskipaðri lánanefnd. Varðandi lánveitingar, sem ákært er fyrir í II. lið ákæru, kveðst ákærði ekki hafa tekið ákvörðun um þær, hvorki einn né með meðákærða Hreiðari Má. Þá k veðst hann ekki hafa vitað af veðköllum Deutsche Bank og engan þátt átt í að mæta þeim. Varðandi lánveitingu sem ákært er fyrir í III. lið ákæru eigi hið sama við. Ákærði hafi enga ákvörðun tekið 12. september 2008, hvorki einn né með meðákærða, en setið l ánanefndarfund 24. september þar sem lánveitingin var samþykkt. Varðandi ákæruefni IV. liðar eigi hið sama við og að framan var rakið um II. lið ákærunnar. Ákærði Magnús lýsir upphafi og tilurð viðskiptanna, sem ákært er fyrir, á sama hátt og ákærði Hrei ðar Már og að framan var rakið. Meðákærði hefði tilgreint þá einstaklinga sem um getur í I. lið ákæru. Þeir hefðu verið viðskiptavinir Kaupthing Bank Luxembourg SA., sem ákærði veitti forstöðu, og hefði meðákærði beðið hann um að bera undir þá hvort þeir h efðu áhuga á þessum viðskiptum. Ákærði hefði þannig komið fram fyrir hönd bankans, sem hann veitti forstöðu, og viðskiptavina hans og gætt hagsmuna þeirra. Hann hefði ekki komið fram fyrir hönd Kaupþings gagnvart Deutsche Bank. Kaupþing hefði lánað fé til viðskiptanna og eins lánað til að mæta veðköllum. Hlutverk ákærða og banka hans hefði verið að hafa milligöngu milli viðskiptamanna hans og Kaupþings. Ákærði hefði engar heimildir haft til að skuldbinda Kaupþing og eins hefði hann ekkert ákvörðunarvald haf t innan Kaupþings. Þá hefði hann ekki setið í lánanefndum hjá Kaupþingi og nafn hans hefði ekki verið á lista yfir þá sem gátu skuldbundið Kaupþing. Eins og nánar verður gerð grein fyrir í lok dómsins var mál þetta upphaflega dæmt í héraði 26. janúar 2016 . Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti héraðsdóminn 19. október 2017. Í dómi Bank AG við Kaupþing ehf. og annað við DDD og FFF um greiðslur þýska bankans á samtals 425.000.000 evrum vegna viðskiptanna. Hvorki liggur fyrir af hvaða ástæðum bankinn féllst á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og félögin tvö reistu málsókni r sína á hendur Deutsche Bank AG um greiðslu. Þá liggur heldur ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar voru, hvort um hafi verið að ræða samningsbundnar greiðslur eða hvort þær voru skaðabætur og ef svo var hvers eðlis þær skaðabætur voru. Rannsókn á þessum at riðum getur haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum 249. gr. almennra hegningarlaga hafi verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar III 86 Við aðalmeðferð kvaðst ákærði Hreiðar Már hafa verið forstjóri K aupþings hf., eins og í ákæru greinir, og að hafa setið í lánanefndum eins og að framan var rakið. Hann gerði ekki athugasemdir við það sem í ákæru greinir um félögin, sem þar eru tilgreind, lán til þeirra og dagsetningar. Ákærði kvað Kaupþing hafa fengið ráðgjöf frá Deutsche Bank og fleiri fjármálafyrirtækjum um hvernig best væri fyrir bankann að haga sér á evrópska skuldabréfamarkaðnum með það að markmiði að tryggja góða fjármögnun bankans. Félögin, sem tóku þátt í viðskiptunum, hefðu öll átt það sameigin legt að hafa skuldað Kaupþingi töluverða fjármuni. Hugsunin hefði verið sú að ef viðskiptin myndu ganga eins og til var ætlast myndi staða félaganna lagast og skuldir þeirra við bankann lækka. Ákærði kvað einstaklingana, sem áttu félögin, enga áhættu hafa tekið, ekkert eigið fé hefði komið frá þeim eða félögunum. Hann kvað ekkert óeðlilegt eða ólöglegt að veita peningamarkaðslán. Það hefði verið mjög algengt í starfsemi Kaupþings að eignarhaldsfélög fengju peningamarkaðslán. Varðandi tryggingaþáttinn þá kva ð hann tryggingar ekki þurfa að vera í sama skjalinu og lánið, eins og hann orðaði það. Ákærði gerði engar athugasemdir við það sem í A - lið I. kafla ákæru segir um lánin sem þar eru tilgreind. Nánar útskýrði ákærði viðskiptin með því að segja að forsvars menn Kaupþings, þar á meðal hann, hefðu viljað ganga til þessara viðskipta að fenginni ráðgjöf frá Deutsche Bank. Hann kvaðst hafa kynnt þessi viðskipti fyrir viðskiptastjóra bankans, en hann sé í hópi æðstu starfsmanna hans og meðal þeirra hæstlaunuðu. Vi ðskiptastjórinn beri ábyrgð á ferlum innan bankans og hann hafi átt að sjá til þess að samþykki lánanefndar fengist og viðeigandi skjöl væru undirrituð áður en lánin væru greidd út. Honum hefði borið að fara eftir reglugerðahandbók bankans, fara eftir þeim ferlum sem þar eru tilgreindir. Þetta eigi við um öll lánin sem ákært er fyrir. Viðskiptastjórinn hafi gefið fyrirmæli um útgreiðslu þeirra og hann hefði átt að afla nauðsynlegs samþykkis áður en hvert lán var greitt út. Sjálfur kvaðst ákærði alltaf hafa verið samþykkur þessum lánveitingum öllum sem ákært er fyrir. Hann kvaðst hins vegar ekki geta hafa vitað að ekki var búið að afla samþykkis frá öðrum lánanefndarmönnum. Ákærði kvaðst hafa átt fund með viðskiptastjóranum og sagt honum hvað við erum að fara að gera og hvað við viljum gera, eins og hann orðaði það. Ákærði kvaðst ekki muna eftir samskiptum við meðákærða X á þessum tíma, en hann hefði verið í einhverjum samskiptum við meðákærða Magnús þótt hann myndi ekki eftir að greina nánar frá þeim. Hann k vað þó meðákærða Magnús engan þátt hafa átt í að lána til viðskiptanna og ekki hafa hvatt til lánveitinganna eða lagt á ráðin með þær. Kaupþing Luxemburg hefði verið í sambandi við Deutsche Bank vegna þess að bankinn hefði þjónustað félögin sem tóku lánin. Varðandi tryggingar fyrir láninu lýsti ákærði því að félögin hefðu, hvert um sig, bara átt eina eign, það er skuldabréf sem Deutsche bank gaf út, og félögin hefðu bara skuldað Kaupþingi. Þannig hefði bankinn tryggt sig með því að vera eini kröfuhafinn í félagið, enda hefðu allar eigur hvers félags verið til tryggingar skuld þess við bankann. Áhættan hefði nánast engin átt að vera og helst sú að Kaupþing eða Deutsche Bank yrðu gjaldþrota á næstu fimm árum. Á þessum tíma hefði Kaupþing staðið mjög vel og v erið búið að safna háum upphæðum í innlánum. Spurður um fjárhagslega stöðu eigendafélaga DDD kvað ákærði þau hafa verið skuldug við Kaupþing en líka með miklar fjárfestingar. Undir ákærða voru borin ákvæði í reglubók Kaupþings þar sem fjallað er um útlán og fleira þeim tengt. Ákærði kaus að svara ekki þeim spurningum. Honum var bent á að lánin hefðu verið greidd út án þess að skjölum hefði verið skilað, en það hefði verið skilyrði lánveitingar samkvæmt ákvæðum reglubókarinnar. Ákærði kvað að þar hefði ekk i verið farið eftir ákvæðum bókarinnar og á því bæru viðskiptastjórar ábyrgð. Varðandi lánveitingu í III. kafla ákæru kvaðst ákærði ekki hafa komið að þeirri lánveitingu en hann þekkti til hennar og hefði verið henni samþykkur. Viðskiptastjórarnir hefðu átt að sjá um frágang og þar með að reglum væri fylgt. Ákærði kvað það hafa legið fyrir 10. september að hann væri samþykkur þessari lánveitingu. Þá hefðu viðskiptastjórarnir haft sólarhring til að fá samþykki þriggja annarra lánanefndarmanna og það hefði vel verið hægt. Ákærði kvaðst ekki halda að lánshæfi félagsins EEE hefði verið metið fyrir lánveitinguna, en það hefði ekki verið eignalaust, eins og áður var rakið. Hann kvað eiganda félagsins hafa átt frumkvæðið að viðskiptunum. 87 Í framburði ákærða kom einnig fram að lausafjárstaða bankans á þessum tíma hefði verið mjög góð og háar fjárhæðir safnast í innlánum á nýjum mörkuðum í Evrópu. Ákærði var spurður um lán vegna svonefndra veðkalla sem ákært er fyrir í II. og IV. kafla. Hann kvað sama svar eiga v ið og um hin lánin. Það sé viðskiptastjóri sem sjái um að lánið sé afgreitt. Viðskiptastjórinn hafi vitað að ákærði væri samþykkur lánveitingunni en ákærði kvaðst halda að ekki hefði verið fengið samþykki annarra lánanefndarmanna. Þá tók hann fram að Deuts che Bank hefði alltaf beint veðköllunum til Kaupþings, enda vitað að þaðan kæmi fjármagnið. Hefði ekki verið brugðist við veðköllunum hefði Kaupþing tapað gríðarlega miklu fé auk þess sem það hefði verið yfirlýsing um að forsvarsmenn bankans hefðu ekki trú á að hann myndi lifa af fjármálakreppuna. Það hefði því ekki verið um annað að ræða en að bregðast við veðköllunum, eins og gert var. Skjöl varðandi lánveitingarnar voru borin undir ákærða en hann kannaðist ekki við að hafa séð þau áður. Varðandi þátt m eðákærða Magnúsar kvaðst ákærði ekki muna hvort meðákærði hefði verið búinn að ræða veðköllin við sig. Meðákærði hefði ekkert hlutverk haft á Íslandi en hann hefði hugsanlega verið í samskiptum við Deutsche Bank vegna félaganna. Meðákærði hefði hins vegar ekki setið fundi Kaupþings og Deutsche Bank. Þá kom fram að meðákærði hefði ekki haft aðgang að viðskiptakerfum Kaupþings. Félögin, sem stofnuð voru, hefðu verið undir stjórn Kaupþings í Lúxemborg sem tilnefndi stjórnarmenn. Eigendur þeirra gátu ekki gefið þeim fyrirmæli heldur gerði bankinn það. Þá hefðu skuldabréfin sem Deutsche Bank gaf út verið læst inni í rafrænum kerfum, sem hefði verið frekari trygging. Ákærði var spurður um framlengingar lána í I. og III. kafla. Hann kvað þessar framlengingar ekki hafa verið bornar undir sig. Ákærði X var stjórnarformaður bankans á ákærutímabilinu. Þá sat hann einnig í lánanefnd stjórnar. Hann kvaðst ekki hafa komið að lántökunum sem ákært er fyrir og engar ákvarðanir tekið í þeim efnum, enda hefði hann ekki haft h eimild til þess. Væntanlegir lántakendur hefðu ekki getað snúið sér til lánanefndarmanna heldur hefðu erindi til lánanefnda komið frá viðskiptastjórum bankans. Þeir hefðu svo séð um að ganga frá skjölum og öðru eftir að lán höfðu verið samþykkt. Viðskiptin , sem ákært er fyrir, kvað hann hafa átt sér langan aðdraganda og til þeirra hefði verið stofnað eftir að erlendir bankar höfðu ráðlagt þau. Þetta hafi verið örugg viðskipti sem aðeins hefðu getað valdið tjóni ef Kaupþing og/eða Deutsche Bank færu í þrot. Ekki hefði verið talin mikil hætta á því á þessum tíma. Ákærði kvaðst hafa verið fylgjandi þessum viðskiptum. Hann skýrði frá því að í febrúar 2008 hefðu fulltrúar Deutsche Bank komið til fundar við sig í Lundúnum. Erindið hefði verið að leggja til að bank inn leitaði nýrra hluthafa og einnig kom fram hjá þeim að þeir teldu að á svokölluðum CDS - markaði væri verið að stuðla að hærra álagi á skuldabréf Kaupþings en efni stóðu til. Þá kvaðst ákærði hafa fengið skeyti frá Deutsche Bank þar sem farið hefði verið yfir þessi mál og eins hefði hann fengið skeyti frá meðákærða Magnúsi sem hefði upplýst sig um að keypt hefði verið ákveðið magn af þessum skuldabréfum. Önnur afskipti af viðskiptunum sem ákært er fyrir kvaðst ákærði ekki hafa haft en tók fram að frumkvæði ð að þeim hefði Deutsche Bank átt. Ákærði kvað sér hafa fundist þetta góð viðskiptahugmynd og hann hefði verið samþykkur því að lána til viðskiptanna. Hann kvað eigendur félaganna ekki hafa lagt fram eigið fé, en reikningar þeirra hefðu verið í læstum kerf um í Lúxemborg sem eigendurnir hefðu ekki haft aðgang að. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað af veðköllum Deutsche Bank. Ákærði Magnús Guðmundsson bar að hafa fyrst heyrt af væntanlegum viðskiptum sumarið 2008 og þá frá meðákærða Hreiðari Má. Tilgangurinn hafi verið að kaupa skuldatryggingaálag á Kaupþing í þeim tilgangi að ávaxta fjármuni bankans. Hann kvaðst ekki vita hver hefði átt frumkvæðið að Hann kvað meðákærða Hreiðar Má hafa valið félögin en ákærði kvaðst hafa rætt við eigendur annarra félaga en FFF . Þessi félög hefðu verið fengin til viðskiptanna vegna þess að Kaupþing gat ekki átt viðskipti með eigið skuldatryggingaálag. Þá kvað hann þessi viðskipt i hafa verið þannig að félögin hefðu ekki getað líta út. Þegar kom að veðköllum kvaðst ákærði hafa verið í sambandi við Deutsche Bank og komið upplýsingum frá honum til viðskiptastjóra Kaupþings á Íslandi. Það hefði hins vegar verið fyrirliggjandi frá upphafi að lánveitingin frá Deutsche Bank gæti færst upp og niður, eins og ákærði orðaði það. Þegar 88 og hann sagði orðrétt. Síðar í yfirheyrslunni kom fram hjá ákærða að þá átti hann við það að rifta kaupunum. Ákærði var spurður nánar um lánveitingar til einstakra félaga sem nefnd eru í A - lið I. kafla ák æru. Hann kvaðst hafa verið í sambandi við Deutsche Bank sem hefði verið tilbúinn til að eiga viðskiptin og taldi gott tækifæri til þeirra á þessum tíma. Kaupþing á Íslandi hefði ekki verið tilbúið til að lána fyrir viðskiptunum og því hefði orðið úr að Ka upþing í Lúxemborg lánaði það sem til þurfti. Ákærði kvaðst hafa litið svo á að Kaupþing á Íslandi myndi yfirtaka lánin og hefði það gengið eftir. Hann tók fram að ekki væri rétt að lánin hefðu verið veitt án veðs þar eð þau hefðu haft veð í skuldabréfunum . Hins vegar væri það rétt að félögin hefðu ekki haft eigið fé þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Varðandi lánið til EEE kvaðst ákærði aldrei hafa rætt við eiganda þess. Kaupþing á Íslandi hefði lánað til þeirra viðskipta en að öðru leyti kvaðst hann ekk i hafa upplýsingar um það. Þá kvaðst hann hvorki hafa tekið þátt í viðræðum um upphaflegu lánin né um lánin til að svara veðköllunum og ekkert verið með í ráðum með þau. Í hvert skipti sem tilkynning um veðkall barst hefði hún verið áframsend til Kaupþings á Íslandi. Ákærði kvað Kaupþing í Lúxemborg hafa séð um að stofna og reka félögin sem um getur í A - lið I. kafla ákæru auk þess að leggja til stjórnarmenn þeirra af lögfræðisviði bankans. Einnig hefði bankinn opnað reikninga þeirra hjá sér. Þessir reikningar hefðu geymt verðbréf, skuldabréf og hlutabréf og raunar allar fjármálalegar eignir félaganna. Reikningarnir hefðu verið veðsettir bankanum, en félögin hefðu ekki skuldað neinum nema Kaupþingi. Veðköllin hefðu borist frá Deutsche Bank til Kaupþin gs í Lúxemborg vegna framangreindrar umsýslu bankans fyrir félögin. Þau hefðu verið áframsend til Kaupþings á Íslandi. Ákærði ítrekaði að hann hefði ekki komið nálægt lánveitingum Kaupþings á Íslandi, til þess hefði hann ekkert vald haft og ekki búið yfir upplýsingum til að geta komið að þeim málum. Stjórnarmaður í Kaupþingi í september 2008, sem jafnframt sat í lánanefnd stjórnar kom fyrir dóm. Hann kvaðst ekki muna núna eftir að greina frá einstökum atriðum í sambandi við lánveitingarnar en mundi eftir þ essum viðskiptum og að menn hefðu verið jákvæðir gagnvart þeim, eins og hann orðaði það. Það hefði verið talið að bankinn myndi hafa hag af þeim og engum datt í hug á þessum tíma að bankarnir myndu falla. Hann kannaðist við það fyrirkomulag að bankinn, og þar með Kaupþing í Lúxemborg, hefði menn á sínum snærum í stjórnum félaga er áttu í viðskiptum við bankann. Þetta þýddi að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, hvorki varðandi sölu eigna, lántökur eða veðsetningar, nema bankinn kæmi að því með beinum hætti . Annar stjórnarmaður sem einnig sat í lánanefnd stjórnar kvaðst hafa fengið kynningu á viðskiptum félaganna DDD og FFF með CLN. Samþykkt hefði verið að fara í þessi viðskipti. Hann mundi ekki hvort búið hefði verið að greiða út lánin áður en málið hefði farið fyrir lánanefnd. Varðandi lánveitingar til félaganna CCC og EEE kvað hann þær hafa verið kynntar sem nánast áhættulaus viðskipti í þeim tilgangi að lækka vaxtaálag á skuldum Kaupþings. Þetta hefði verið gert í samvinnu við Deutsche Bank. Yfirlögfræ ðingur Kaupþings á þessum tíma sem jafnframt var ritari stjórnar bar að ákvæði í reglubók bankans hefði leyft lánanefnd að lána án trygginga. Þá tók hann fram að langflest lán banka væru veitt án trygginga og nefndi dæmi því til stuðnings. Hann kvað Deutsc he Bank hafa komið fram með hugmyndir um hvernig bregðast ætti við hækkandi skuldatryggingarálagi Kaupþings. Hann kannaðist einnig við það fyrirkomulag að setja á stofn félög í þeim tilgangi að eiga í viðskiptum en þau félög væru að öllu leyti undir stjórn bankans en eigendur þeirra hefðu ekki áhrif á starfsemina. Varðandi þau viðskipti sérstaklega sem hér eru til umfjöllunar kvað hann Deutsche Bank hafa gefið út skuldabréfin og áhættan hefði verið að annaðhvort hann eða Kaupþing hefði orðið gjaldþrota. Á þ essum tíma hefði ekki verið mikil hætta á því. Framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings bar að sumarið 2008 hefði komið til tals, sérstaklega hjá ákærða X , að einhverjir væru með skortstöðu á skuldabréfaálag Kaupþings. Hugsanlega væri verið að tala niður gæði bankans og hefði því verið fengið ráðgjafarfyrirtæki til að kanna hvað hæft væri í þessu. Þetta var svo athugað af ráðgjafafyrirtæki og var niðurstaða þess að ekkert væri hægt að sanna um það að verið væri að tala upp skuldabréfaálag bankans. Varðandi viðskiptin með CLN - bréfin kvað hann ákærða 89 Hreiðar Má hafa beðið sig að kanna með þess konar viðskipti og hefði hann gert það. Uppsetningin og skjalagerðin hefði hins vegar verið í höndum Kaupþings í Lúxemborg. Það hefði verið krafa Deutsche Bank að gera þessi viðskipti í gegnum milliliði. Þá kvaðst hann hafa komið nálægt því að svara veðköllum en mundi ekki eftir að greina nánar frá þeim viðskiptum, nema hvað það hefði ekki verið gott til afspurnar ef veðköllum Deutsche Bank hefði ekki verið svarað. Fram kvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi heyrði undir ákærða Hreiðar Má. Hann kvaðst hafa haldið utan um lánveitingar, setið í lánanefndum, kynnt lánanefndum erindi og haft samskipti við viðskiptastjóra sem hefðu verið í samskiptum við viðskiptavini. Hann kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þeim málum sem ákært er fyrir. Hann kvað það þó hafa komið fyrir að ekki hefði verið ráðrúm til að kalla saman lánanefnd áður en lán voru greidd út, en það hafi þó heyrt til algerra undantekninga. Það hafi til dæmis gerst þegar svari þurfti veðkalli. Varðandi lánveitingarnar til eignarhaldsfélaga DDD kvað framkvæmdastjórinn ákærða Hreiðar Má væntanlega hafa sent sér fyrirmæli um að greiða út fyrir vikulok vegna stöðu hans sem framkvæmdastjóra útlána. Hann hafi svo átt að finna vi ðskiptastjóra. Þá kvaðst hann hafa gert ráð fyrir að búið hefði verið að hafa samband við meirihluta lánanefndar stjórnar. Spurður um tryggingar fyrir lánunum kvaðst hann hafa litið svo á að lánanefndin hefði haft heimild til að lána án trygginga. Þess í s tað hefði verið litið til heildarhagsmuna bankans, eins og gert hefði verið í þessu tilfelli. Meginreglan hefði þó verið að taka tryggingar fyrir lánum. Viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, sem heyrði undir framangreindan framkvæmdastjóra, bar að han n hefði verið kallaður til ákærða Hreiðars Más. Hann kvað ákærða hafa teiknað upp fyrir sig þennan fyrirtækjastrúktúr, eins og hann orðaði það, og átti á þá við félögin sem nefnd eru í liðum i, ii og iii í A - lið I. kafla ákæru. Ákærði hefði sagt að búið væ ri að greiða lánin út frá Kaupþingi í Lúxemborg en þetta væri of mikið fyrir þann banka til að vera með á efnahagsreikningi sínum yfir mánaðamótin og því yrði Kaupþing á Íslandi að taka lánin yfir. Fyrirmælin um að greiða út þessi lán hefðu því komið frá á kærða. Nauðsynlegt hefði verið að greiða þau fyrir mánaðamót og þar eð stutt var til þeirra hefði hvorki verið tími til að leita eftir samþykki lánanefndarmanna né ganga frá öllum lánsskjölum. Eftir mánaðamótin hefði svo átt að ganga frá formsatriðum. Viðs kiptastjórinn kvað það hafa verið sitt hlutverk að leita eftir samþykki lánanefndarmanna og ganga frá láns - og veðskjölum, en í þessu tilfelli hefði enginn tími verið til þess og það hefði ákærða verið ljóst. Fyrirmælin hefðu engu að síður verið að greiða út lánin og ganga frá formsatriðum í september. Hann kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við ákærða X vegna þessara lána, en hann hefði verið í miklum samskiptum við ákærða Magnús, enda hefðu þessi félög verið sett upp í Lúxemborg. Þá kvaðst hann hafa rætt þessi mál við framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi þar eð þessi afgreiðsla hefði ekki verið alveg eftir bókinni. Hann kvað hið sama og að framan var rakið eiga við um lán til félagsins sem nefnt er í III. kafla ákæru. Þá kom einnig fram hjá honum að alla r þessar lánveitingar hefðu ekki verið eftir reglum bankans þar eð hvorki hefðu verið tekin veð né útbúin lánsskjöl. Samþykkis lánanefndar hefði heldur ekki verið aflað. Hann mundi lítið eftir lánum til að mæta veðköllum, enda langt um liðið. Viðskiptast jóri á útlánasviði lýsti starfi sínu svo að það hefði verið að taka við lánabeiðnum, meta þær og, í einhverjum tilfellum, leggja þær fyrir lánanefnd. Eftir að þær höfðu verið samþykktar fylgdist hann með útgreiðslu lánsins og veðinu, það er hann fylgdist m eð láninu. Hann kannaðist við lánveitingar þær sem ákært er fyrir en mundi ekki eftir að greina frá þeim. Hann mundi þó að þessi viðskipti hefðu verið talin hagfelld fyrir bankann. Hann var spurður spurninga um starf hans og aðkomu að þessum málum og eins voru borin undir hann gögn. Svör viðskiptastjórans voru yfirleitt þau að hann myndi ekki eftir að greina frá því sem spurt var um. Yfirmaður áhættustýringar á samstæðugrundvelli hjá Kaupþingi árið 2008 bar að samkvæmt ákvæðum reglubókar bankans hefði lán anefnd haft ákvörðunarvald varðandi töku trygginga og hún hefði getað lánað án trygginga. Um það hefðu verið dæmi, svo sem peningamarkaðslán til fjármálafyrirtækja. ar fyrst og fremst áhættu á sjálfan sig og Deutsche Bank sem skrifaði, eða sem sagt gaf út bréfin og það var ekki nema annar hvor þessara aðila færi í greiðsluþrot sem að bankinn væri í tapsáhættu þannig að þetta er í rauninni ekki, þetta er í rauninni áhæ 90 og allar eigur þeirra hafi verið undir í viðskiptunum. Hann kvað lánanefndarmenn hafa verið samþykka þessum lánveitingum og talið þær af hinu góða. Þá kvað hann innlán hafa aukist hjá Kaupþingi allt fram undir lok september. Forstöðumaður yfir millibanka hjá fjárstýringu Kaupþings mundi lítið eftir málsatvikum. Undir verðum við með [ DDD ] Owners Loan en hann kvaðst ekki muna málsatvik umfram það sem í skeytinu segir. Hann kvað ákærða Magnús ekki hafa haft boðvald yfir sér og ekki getað gefið sér fyrirmæli í starfi. Framkvæmdastjóri lö gfræðisviðs Kaupþings Banka í Lúxemborg bar að væntanlega hefði hann fengið fyrirmæli um það á sínum tíma að setja upp félögin sem um getur í ákærunni. Fyrirmælin hefðu komið frá ákærða Magnúsi sem hefði verið yfirmaður hans, en önnur afskipti hefði ákærði ekki haft af þessu. Hann kvaðst ekki hafa átt í samskiptum við ákærða Hreiðar Má vegna þessara mála. Borin voru undir hann skjöl varðandi lántöku DDD og að félaginu yrði veitt fé fyrir áskrift að skuldabréfinu og einnig mundi félagið útvega fé í hvert ski pti sem kæmi til veðkalls. Upphaflega hafði verið getið um Kaupþing sem lánveitanda en hann kvað því hafa verið breytt að undirlagi Deutsche Bank sem ekki vildi að Kaupþing yrði nefnt. Það hefði hins vegar legið ljóst fyrir að Kaupþing myndi lána til viðsk iptanna. Kaupþing í Lúxemborg hefði ekkert haft með lánveitingar Kaupþings að gera. Undir hann var borið símtal hans og annars lögfræðings hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Í símtalinu kemur fram að hann hafi spurt ákærða Magnús hvernig hann ætli að koma því í gegnum lánanefnd að kaupa áhættusamt skuldatryggingarálag án þess að hafa veð. Hann kvað þetta hafa verið vangaveltur vegna þess að viðskiptin hefðu verið áhættusöm og í lánanefnd hefðu verið gerðar ákveðnar kröfur. Hins vegar hefði skuldabréfið, sem var ú tgefið af Deutsche Bank, sjálfkrafa verið veðsett Kaupþingi samkvæmt almennum skilmálum bankans. Eigendur þess hefðu ekki getað ráðstafað því nema með samþykki bankans. Lögfræðingur á lögfræðisviði Kaupþings Banka í Lúxemborg bar að hafa verið í stjórnum félaganna sem nefnd eru í liðum i, ii og iii í A - lið I. kafla ákæru. Hann hefði setið í stjórnunum á vegum bankans. Bankinn hefði haft umsjón með þessum félögum og starfsmenn hans hefðu jafnan verið í stjórnum þeirra. Hann gat ekkert upplýst um þá starfse mi félaganna sem ákæruefnin fjalla um. Hann hefði eingöngu tengst þeim vegna starfa sinna hjá bankanum og hann kvaðst ekki hafa vitneskju um viðskipti félaganna árið 2008. Lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg bar að tilgangurinn með stofnun framangrein dra hlutafélaga og viðskiptum þeirra hefði verið að verjast skuldatryggingaálagi á Kaupþing, eins og hann orðaði það. Þannig hafi það að minnsta kosti verið útskýrt fyrir sér. Símtal milli lögfræðingsins og framkvæmdastjóra útlána var spilað, en þar kom fr am að honum hefði fundist þetta snúinn díll, eins og það var orðað. Þá kom einnig fram að honum hefði fundist þetta vitlaust. Lögfræðingurinn svaraði því til að bankar mættu ekki að kaupa skuldatryggingarálög á sjálfa sig. Þá taldi hann að Deutsche Bank he fði ekki vitað að fjármögnunin hefði verið á vegum Kaupþings, eins og verið var að gera í gegnum framangreind félög. Hann tók þó fram að erfitt hefði verið að fá upplýsingar um hvað hann hefði raunverulega verið að vinna við. Hann kvað ákærða Magnús hafa r ætt við framkvæmdastjóra lögfræðisviðsins, en hann hefði gefið sér fyrirmæli um að útbúa stjórnarskjöl fyrir félög viðskiptavina bankans í Lúxemborg. Hann kvaðst hafa velt fyrir sér af hverju þessir viðskiptavinir hefðu verið valdir og fengið þau svör frá ákærða Magnúsi að þeir stæðu ekki vel gagnvart bankanum og ef þeir myndu hagnast á viðskiptunum gætu þeir greitt bankanum til baka. Kaupþing átti hins vegar að leggja til fjármunina, annað hefði aldrei staðið til. Lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg ba r að ákærði Magnús hefði verið helsti samskiptaaðili við viðskiptavini bankans í þeim viðskiptum sem eru ákæruefnin. Hún var spurð ýmissa spurninga um þessi viðskipti en kvaðst muna mest lítið eftir þeim. Fyrir dóminn kom maður, búsettur í Lúxemborg, sem kvaðst hafa útvegað Kaupþingi í Lúxemborg aflandsfélög. Stundum hefði hann setið í stjórn þessara félaga og stundum hefði hann útvegað fólk til að sitja í þeim. Hann kvað samning hafa verið gerðan milli fyrirtækis hans og Kaupþings í Lúxemborg um þessi stö rf og hann hefði farið eftir fyrirmælum bankans varðandi þau. Skyldur hans hafi eingöngu verið gagnvart bankanum. Hann hafi engar skyldur haft gagnvart eigendum félaganna og raunar 91 ekki þekkt þá. Hann kvaðst hafa verið í stjórn félagann DDD og FFF og varðandi lánveitingarnar kvað hann þessi viðskipti hafa verið milli Deutsche Bank, Kaupþings á Íslandi og Kaupþings í Lúxemborg. Eigandi AAA kvað ákærða Magnús hafa haft samband við sig og boðið sér að taka lán fyrir félagið og setja það inn í DDD . M eð því gæti hann hagnast verulega á skuldatryggingum. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa skilið þessi viðskipti en ákærði hefði sagt sér að með því að vera með í þessum viðskiptum gæti hann aflað mikils fjár á stuttum tíma. Hann kvaðst hafa treyst ákærða end a hefði hann haft góða reynslu af honum og auk þess hefðu þessi viðskipti verið áhættulaus fyrir hann. Eigandinn gat ekkert borið um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank og heldur ekkert um veðköllin. Eigandi annars félags kom fyrir dóm en mundi ekki að gr eina frá málsatvikum. Eigendur annarra félaga sinntu ekki boðun um að mæta fyrir dóminn. Lögmaður sem starfar hjá Kaupþingi ehf. og hefur meðal annars umsjón með innheimtu þess sem hann kallaði vandræðalán hjá bankanum bar um samningaviðræðu bankans og Deu tsche Bank. Hann kvað bankann hafa höfðað þrjú dómsmál á hendur Deutsche Bank og í framhaldinu hefðu farið af staða samningaviðræður milli bankanna. Auk þess hefðu skiptastjórar DDD og FFF höfðað mál gegn Deutsche Bank og fleirum. Þau málaferli hefði Kaupþ ing fjármagnað, enda myndi ávinningurinn af þeim renna til bankans. Á endanum hefði þýski bankinn greitt 425 milljónir evra til að ljúka dómsmálunum en án skaðabóta - og auðgunarkröfur. Lögmaður sem annaðist framangreindar samningaviðræður fyrir hönd Deutsche Bank bar að þær hefðu verið til þess að leysa framangreind dómsmál. Afstaða þýska bankans hefði verið sú að ná skyldi heildarsamkomulagi við Kaupþing ehf. og félögin tvö, enda hefðu kröfur þeirra verið af sömu rót runnar, það er vegna CLN - viðskiptanna. Í sáttinni hefði ekki falist viðurkenning á ólögmætri háttsemi og þar með ekki á bótaskyldu Deutsche Bank. Upphæðin sem þýski bankinn féllst á að greiða hefði verið niðurstaða langra samningaviðræðna og þar hefðu íslenskir dráttarvextir haft áhrif, en þeir séu hærri en í öðrum löndum. Fyrrum lögreglufulltrúi hjá héraðssaksóknara kom fyrir dóminn og svaraði spurningum um rannsókn málsins. Ekki er tilefni t il að rekja framburð hans. IV Ákærðu krefjast þess aðallega að ákærunni verði vísað frá dómi. Ástæður ákærðu fyrir frávísunarkröfunum eru efnislega þessar og er þá gerð grein fyrir þeim í einu lagi: 1. Með lögum um stofnun embættis sérstaks saksóknara hafi verið vikið frá almennri skipan mála við sakamálarannsókn með því að stofna sérstakt tímabundið saksóknaraembætti, þótt brýnt hafi verið við þær aðstæður sem voru að víkja ekki frá hinni almennu sk ipan. Hafi þetta verið gert m.a. til þess að sefa reiði almennings, eins og komi fram í greinargerð með lögunum. Þá hafi uppljóstrurum verið heitið refsileysi. Hafi þetta allt gert það að verkum að álag hafi skapast á saksóknaraembættið sem það hafi ekki r isið undir og ákærðu hafi mátt gjalda þess. 2. Afskipti ráðamanna af þessum sakamálum og umfjöllun þeirra og fjölmiðla um málefni Kaupþings og bankanna almennt eftir fjármálahrunið hafi verið svo óvægin og mikil að ákærðu hafi ekki fengið að njóta þess r éttar að vera taldir saklausir uns sekt væri á þá sönnuð, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hafi þetta haft veruleg áhrif á meðferð þessa máls, rétt eins og annarra mála sem ákæruvaldið hafi rekið gegn á kærðu. 3. Þá hafi ákæruvaldið ekki gætt hlutlægnisskyldu við rannsókn og meðferð málsins eins og skylt sé samkvæmt 2. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Sjái þess merki m.a. í ummælum saksóknara, efnistökum öllum í rannsókninni, leiðandi spurningum y firheyrenda, greinargerð rannsakenda og rannsóknaráætlun sem staðfesti það að afstaða ákæruvaldsins til málsins hafi þegar í upphafi verið fullmótuð. 4. Símtöl ákærðu og verjenda hafi verið hleruð og þeim ekki eytt. Hafi með því verið brotið gegn þagnar rétti sakbornings og trúnaðarsambandi hans og verjanda og þannig rétti þeirra til réttlátrar 92 málsmeðferðar, sbr. 1. mgr. 36. gr., 2. ml. 1. mgr. 68. gr., 85. gr., 2. mgr. 99. gr. og 4. mgr. 134. gr. sakamálalaganna, b - og c - liði 3. mgr. 6. gr. mannréttinda sáttmála Evrópu og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. 5. Brotið hafi verið gegn rétti ákærðu til að fá aðgang að gögnum málsins, sem þeir þó hafi rétt til samkvæmt 37. gr. sakamálalaga. Bæði hafi mjög dregist að veita aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldi ð hafi lagt til grundvallar málatilbúnaði sínum og eins hitt að aðgangur þeirra hafi að mestu verið bundinn við þau gögn. Þannig hafi þeir einungis fengið að skoða sín eigin tölvuskeyti í húsakynnum sérstaks saksóknara en ekki skeyti annarra. Yfirlit um ra nnsóknargögn sem fylgdu ákæru hafi ekki verið lagt fram, eins og kveðið sé á um í samkomulagi dómstólaráðs, saksóknara og lögmanna frá 2012. Með þessu hafi verið brotið gróflega gegn réttindum ákærðu. 6. Loks hafi ákærðu mátt sæta því að fleiri umfangsmik il sakamál hafi verið rekin samtímis á hendur þeim. Sé þetta andstætt 1. mgr. 143. gr. sakamálalaga og hafi valdið ákærðu erfiðleikum við að hafa yfirlit yfir málin á hendur þeim og halda uppi vörnum í þeim. Sé þessi málsmeðferð andstæð reglum um réttláta málsmeðferð í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar. 7. Loks byggir ákærði Magnús á því sérstaklega að ákæran á hendur honum sé vanreifuð svo að í bága fari við ákvæði 152. gr. sakamálalaga, aðallega stafliði c. og d. Þannig sé þar ekki greint hvernig ákærði Magnús eigi að hafa lagt á ráðin um lánveitingarnar eða hvatt til þeirra að öðru leyti. Þá sé þar ekki að finna nokkra röksemd þess efnis að hann hafi mátt vita að lánin væru veitt án trygginga eða að honum hafi verið ljóst a ð meðákærðu Hreiðar Má og X brysti heimild til lánveitinganna eða að ákærði hefðu haft ásetning um að liðsinna þeim við umboðssvik, heldur sé einungis nefnd til þjónusta Kaupþings Banka í Lúxemborg við viðskiptavini sína. Leiði þetta til þess að ákærða sé ókleift að verja sig með fullnægjandi hætti. Um lið 1 hér að framan er það að segja að lög um embætti sérstaks saksóknara eru sett með stjórnskipulegum hætti. Er það hlutverk dómstóla að tryggja að réttur sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dóm i sé virtur. Verður, með vísan til dómafordæma um þetta efni, ekki fallist á að tilurð laganna og annað tengt því sem ákærðu vísa til eigi að varða því að ákærunni í málinu beri að vísa frá dómi. Um liði 2 6 hér að ofan er það að segja að þeir ágallar á má lsmeðferð ákæruvaldsins sem þar eru tilteknir geta ekki varðað frávísun ákærunnar í málinu og eru um það mörg dómafordæmi. Um 7. liðinn er það að segja að ákæran hefði mátt vera gleggri um þátt ákærða Magnúsar, en þó verður ekki séð að vörnum þurfi að ver ða áfátt af þeim sökum. Ber af þessum ástæðum að synja kröfu ákærðu um að ákæru í málinu verði vísað frá dómi. Það er ágreiningslaust að Kaupþing banki lánaði þeim félögum sem í ákæru greinir þær fjárupphæðir sem þar eru tilgreindar og á þeim dögum sem þa r eru tilgreindir. Í ákærunni er rakinn ferill lánanna og telur ákæruvaldið að ákærðu Hreiðar Már og X hafi gerst sekir um umboðssvik og ákærði Magnús gerst sekur um hlutdeild í þeim. Ákærðu neita sök, eins og rakið hefur verið. Mál þetta rekur upphaf sit t til þess að árið 2008 var skuldatryggingaálag Kaupþings banka orðið mjög hátt að mati forsvarsmanna hans. Leitað var ráðgjafar hjá fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Deutsche Bank, um hvernig bregðast skyldi við. Í ákæru og II. kafla var rakið hvernig fari ð var að ráðleggingum Deutsche Bank um að bankinn gæfi út skuldabréf (CLN Credit Linked Notes) sem tengd væru skuldatryggingaálagi (CDS spread) Kaupþings banka, eins og ákært er fyrir í I. og III. kafla ákæru. Með þessu móti var vonast til þess að skuldatr yggingaálag Kaupþings myndi lækka. Deutsche Bank gaf í framhaldinu út tvö lánshæfistengd skuldabréf (CLN Credit Linked Notes) sem tengd voru skuldatryggingaálagi (CDS spread) Kaupþings banka. Annað bréfið keypti félagið DDD og hitt bréfið keypti félagið FF F . Eigendur DDD voru þrjú félög, sem í ákæru greinir, og lánaði Kaupþing banki þeim til kaupanna, eins og ákært er fyrir. FFF var í eigu EEE sem á sama hátt fékk lán til kaupanna. Í málinu er komið fram að félögin, sem áttu félögin sem keyptu skuldabréfin, hafi verið í umsjón og vörslum Kaupþings í Lúxemborg sem var dótturfélag Kaupþings banka á Íslandi. Eigendur þessara félaga réðu engu um rekstur þeirra og eignir félaganna, sem voru fjármunir á banka - og vörslureikningum, voru í vörslum bankans í Lúxembor g sem hafði veð í þeim samkvæmt viðskiptasamningi félaganna við Kaupþing í Lúxemborg. Skuldir félaganna voru á endanum við Kaupþing banka samkvæmt þeim lánum sem ákært er 93 fyrir. Það er vörn ákærðu að með þessu fyrirkomulagi hafi hagsmunir bankans að fullu verið tryggðir. Þessar tryggingar myndu ekki glatast, nema annar hvor bankanna, Kaupþing banki á Íslandi eða Deutsche Bank færu í þrot, og í ágúst 2008 hafi það verið talið nánast útilokað. Maður verður ekki sakfelldur fyrir umboðssvik nema hann hafi fra mið brotið af auðgunarásetningi, sbr. 20. gr. og 243. gr. almennra hegningarlaga. Eins og rakið hefur verið voru lánin, sem ákært er út af, veitt til að kaupa skuldabréf af Deutsche Bank, en alkunna er að hann er í hópi stærstu og traustustu fjármálafyrirt ækja heims. Skuldabréfin ásamt öðrum fjármálalegum eignum félaganna voru veðsett Kaupþingi í Lúxemborg sem auk þess réði þeim að fullu, eins og rakið hefur. Þessi bréf voru til tryggingar lánunum sem ákært er fyrir í málinu og félögin skulduðu Kaupþingi á Íslandi. Til að þessar tryggingar glötuðust hefði Deutsche Bank orðið að fara í þrot. Þá er einnig komið fram að kaupin á skuldabréfunum, að undirlagi Kaupþings á Íslandi og samkvæmt ráðleggingum Deutsche Bank, hafi verið til þess að reyna að lækka skuldat ryggingaálag Kaupþings. Með öðrum orðum stóð ásetningur ákærðu, Hreiðars Más og X , með þessum viðskiptum til þess að hafa áhrif á skuldatryggingaálag Kaupþings til lækkunar. Það er hins vegar ekki ákæruefni málsins. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að ósannað sé að ásetningur ákærðu, Hreiðars Más og X , hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína í auðgunarskyni með því að veita lán þau sem í ákæru greinir, hvort sem var til upphaflegra kaupa á skuldabréfum, eins og ákært er fyrir í I. og III . kafla ákæru eða til að mæta veðköllum, eins og ákært er fyrir í II. og IV. kafla ákæru. Eins og ákæru er háttað leiðir þessi niðurstaða til þess að þarflaust er að taka afstöðu til þess hvort reglum bankans hafi verið fylgt í einu og öllu við lánveitinga rnar. Af framangreindri niðurstöðu leiðir einnig að sýkna ber ákærða Magnús af ákæru fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Ákærðu verða því sýknaðir og sakarkostnaður, sem er málsvarnarlaun sem ákvörðuð eru með virðisaukaskatti í dómsorði, lagður á ríkissjóð. Á kæra í málinu var gefin út 22. apríl 2014 og var málið þingfest 11. júní sama ár. Dómur var kveðinn upp í héraði 26. janúar 2016. Hæstiréttur ómerkti dóminn 19. október 2017 og í lok II. kafla var tekinn upp rökstuðningurinn fyrir ómerkingunni. Af hálfu ák æruvaldsins var málið rannsakað og gögn um þá rannsókn lögð fram. Ákærðu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi og byggðu kröfuna á því að sú rannsókn sem Hæstiréttur hefði mælt fyrir um hefði ekki farið fram. Dómurinn féllst á þetta með þeim rökstuðn ingi að ákæruvaldið hefði ekki rannsakað þau atriði sem Hæstiréttur hefði kveðið á um að rannsaka skyldi. Málið væri því í sama búningi og áður og þar af leiðandi ekki tækt til efnismeðferðar. Ákæruvaldið kærði frávísunina til Landsréttar, sem felldi fráví sunina úr gildi 1. nóvember 2018 og lagði fyrir Héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Upphaflega var gert ráð fyrir að aðalmeðferð færi fram um miðjan febrúar á þessu ári en vegna óviðráðanlegra ástæðna varð að fresta henni fram í byrjun júní og var málið dómtekið að henni lokinni 6. júní síðastliðinn. Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Einarsson viðskiptafræðingur. D Ó M S O R Ð: Ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, X og Magnús Guðmu ndsson, eru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Málsvarnarlaun verjenda ákærðu skulu greidd úr ríkissjóði sem hér segir: Hörður Felix Harðarson lögmaður, 5.602.010 krónur, Gestur Jónsson lögmaður, 3.710.080 krónur, og Kristín Edwald lögmaður, 3.815.480 krónu r. 94