LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22 . júní 2018 . Mál nr. 95/2018 : Guðmundur Ásgeirsson ( Tómas Jónsson lögmaður, Þórður Heimir Sveinsson lögmaður 1. prófmál) gegn Landsbankanum hf. ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður ) Lykilorð Ógildingarmál. Skuldabréf. Útdráttur Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um ógildingu veðskuldabréfs samkvæmt 120. og 121. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem talið var nægilega sannað að L hf. teldi til réttar yfir bréfinu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 11. janúar 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2017 í málinu nr. E - /2017. 2 Áfrýjandi krefst þess að kröfum stefnda verði hafnað. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvikum er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Málsástæður aðila 5 Áfrýjandi byggir á sömu málsástæðum og í héraði. Fyrir Landsrétti styður hann þá málsástæðu að ósannað sé að stefndi sé réttur eigandi veðskuldabréfsins auk þess við þau rök að samkvæmt ákvörðun Fj ármálaeftirlitsins 19. október 2008 um aðra breytingu á ákvörðun þess 9. október 2008 hafi veðsett útlán og útlán sem hafi verið töluverðar líkur séu á því að veðskuldabréf ið hafi fallið þar undir. Þá hafi Landsbanki Íslands hf. framselt hluta lánasafns síns til Íbúðalánasjóðs. 6 Stefndi byggir á sömu málsástæðum og í héraði. 2 Niðurstaða 7 Fallist er á það með héraðsdómi að líta verði svo á að áfrýjandi , sem er annar tveggja sk uldara samkvæmt veðskuldabréfinu sem málið varðar , eigi aðild að því með kröfu sem byggir á því að stefndi sé ekki með réttu kröfuhafi þess. 8 S amkvæmt 1. mgr. 120. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála heimilar ógildingardómur dómhafa að ráðstafa því sem skuldabréf hljóð ar um eins og hann hefði það undir höndum. Að gengnum ógildingardómi geta aðrir en dómhafi því ekki innheimt skuld samkvæmt skuldabréfi eða leitað fullnustu af veðandlagi . 9 Veðs kuldabréf það sem stefndi krefst ógildingar á er nafnbréf gefið út til Landsbanka Íslands hf. Geta aðrir ekki krafist réttar samkvæmt bréfinu nema sýna fram á að hafa fengið þau réttindi fyrir framsal. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008 var öllum eignum Landsbanka Íslands hf., sem ekki voru sérstaklega undanþegnar, ráðstafað til stefnda. Telst sú ráðstöfun gilt framsal, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 15. maí 2014 í máli nr. 6 72/2013. Hefur stefndi alla tíð síðan komið fram sem kröfuhafi veð skuldabréfsins. Þá hefur engi nn gefið sig fram með veðskuldabréfið eða mótmælt ógildingu þess með dómi á þeim grundvelli að hann telji til réttar yfir því . 10 Með vísan til framangreinds verður stefndi talinn hafa nægilega sannað að hann telji til réttar yfir veðskuldabréfinu. Tilvísani r áfrýjanda til skýrslna ráðgjafarfyrirtækja um verðmat á eignasafni Landsbanka Íslands hf. og þess að einhver annar gæti mögulega talið til réttar yfir því fá ekki haggað því mati dómsins. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um ógildingu skuldabréfsins þ ví staðfest. 11 Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 201 7 Mál þetta höfðaði Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík, með stefnu birtri í Lögbirtingablaðinu 19. desember 2016 til ógildingar á veðskuldabréfi. Málið var þingfest og dómtekið 19. janúar sl., en enginn mætti til að andmæla kröfu um ógilding u. Var ógildingardómur kveðinn upp 10. febrúar sl. Þann 29. mars sl. kröfðust Guðmundur Ásgeirsson og Þórunn Benný Finnbogadóttir þess að málið yrði endurupptekið. Var endurupptaka heimiluð og skiluðu þau greinargerð af sinni hálfu 1. júní sl. Þórunn f éll síðar frá kröfum sínum og féll aðild hennar að málinu niður. Málið varðar veðskuldabréf útgefið af þeim Guðmundi og Þórunni til Landsbanka Íslands hf. þann 23. mars 2006, upphaflega að fjárhæð 16.000.000 króna, tryggt með veði í Hraunbæ 134, íbúð 04 - 0302, fastanúmer 204 - 5119. 3 Stefnandi krefst þess að veðskuldabré fið verði ógilt. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess að kröfu stefnanda verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar. Stefnandi kveðst vera eigandi veðskuldabréfs þess sem lýst var hér að framan. Segir hann að frumrit þ ess sé glatað. Því sé honum nauðsynlegt að fá það ógilt með dómi svo hann geti nýtt sér þau Stefnandi segir að bréfið hafi verið gefið út til st efnanda. Samt sem áður kveðst hann skýra aðild sína með því að Fjármálaeftirlitið hafi ráðstafað eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf. til stefnanda þann 9. október 2008. Kröfu sína um ógildingu bréfsins kveðst hann byggja á 120. og 121. gr. laga nr. 9 1/1991. Stefndi byggir á því að stefnandi eigi ekki og hafi aldrei eignast umrætt veðskuldabréf. Hann eigi því ekki aðild að málinu, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi byggir á því að það standist ekki reglur um framsal kröfu að stefnandi geti komist yfir kröfu með því að höfða mál til ógildingar skjalsins og innheimta síðan, án þess að hafa löglegt framsal kröfunnar frá réttum eiganda. Stefndi byggir á því að lánið hafi verið í verulegri tapsáhættu og því ekki verið framselt til stefnanda þa nn 9. október, sbr. 1. tl. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, sbr. lið II - e í viðauka. Stefndi byggir á því að það sanni ekki eignarhald stefnanda á bréfinu, þótt hann hafi upplýsingar um bréfið skráðar í tölukerfi sínu sem hann tók við frá Landsbanka Ísl ands hf. Stefndi byggir á því að ósannað sé að Landsbanki Íslands hf. hafi átt bréfið þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar bankans. Stefndi bendir á svarbréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 4. júlí 2014. Þar segi að í gögnum um lánasöfn þau sem fluttust yfir til stefnanda væri ekkert að finna sem tengdist nafni stefnda eða kennitölu. Niðurstaða Í stefnu er ranghermt að bréfið hafi verið gefið út til stefnanda, en það var gefið út til Landsbanka Íslands hf. Þessi villa kemur ekki í veg fyrir að málið verði dæmt. Stefndi mótmælir kröfu um ógildingu veðskuldabréfs sem hann gaf út sjálfur ásamt þáverandi eiginkonu sinni. Þótt hann haldi því ekki fram að hann eigi sjálfur tilkall til bréfsins verður að líta svo á að hann eigi aðild að málinu með kröfu, sem byggir á því að stefnandi sé ekki með réttu kröfuhafi bréfsins. Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 9. október 2008 voru skuldabréf í eigu Landsbanka Íslands hf. framseld stefnanda, sem þá hét Nýi Landsbankinn. Stefnda hef ur ekki tekist að sýna fram á að umrætt skuldabréf hafi verið undanskilið við þetta framsal. Þá hefur hann ekki sannað að bréfið hafi þá þegar eða síðar verið framselt Íbúðalánasjóði eða einhverjum öðrum aðila. Verður hér að leggja áherslu á að enginn gaf sig fram til þess að mótmæla kröfu stefnanda vegna þess að sá ætti bréfið. Þá hefur stefndi ekki haldið því fram að einhver annar aðili hafi krafið hann um greiðslu afborgana af skuldabréfinu. Skiptir engu í þessu sambandi þótt tveir eða þrír gjalddagar ha fi verið í vanskilum þegar bréfið var framselt. Málatilbúnaður stefnanda byggir á því að honum hafi verið framselt bréfið í samræmi við áðurnefnda ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Ekkert í lögum hindrar slíkt framsal. Síðasta málsástæða stefnda lýtur a ð því að af svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn hans, dags. 4. júlí 2014, megi draga þá ályktun að skuldabréfið hafi ekki verið í eigu Landsbanka Íslands (gamla bankans) í október 2008. Þetta er ekki rétt. Í svarinu kemur fram að nafn stefnda og kenn itala hafi ekki verið tiltekin sérstaklega í umfjöllun um lánasafn bankans. Með því er ekki sagt að nafn hans hafi ekki verið á skrá um útgefendur skuldaskjala og skuldara. Í síðari lið bréfs síns neitar eftirlitið að upplýsa hvort stefndi hafi verið á skr á um skuldara. Af bréfinu verður því ekki dregin sú ályktun að skuldabréfið hafi ekki verið í eigu bankans. 4 Öllum málsástæðum stefnda er hafnað. Honum hefur ekki tekist að hnekkja því að stefnandi sé réttmætur eigandi veðskuldabréfsins. Verður að ógilda bréfið eins og stefnandi krefst. Stefnda verður gert að greiða stefnanda 160.000 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð Veðskuldabréf nr. 0140 74 401699, útgefið til Landsbanka Íslands hf. 23. mars 2006, af Guðmundi Ágeirssyni og Þórunni Benný Finnbogadóttur, að fjárhæð 16.000.000 króna, upphaflega tryggt með sjötta veðrétti í fasteigninni nr. 134 við Hraunbæ í Reykjavík, í búð 04 - 0302, fastanúmer 204 - 5119, er ógilt. Stefndi, Guðmundur Ásgeirsson, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 160.000 krónur í málskostnað.