LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 12. janúar 2022. Mál nr. 23/2022 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á grundvelli a - og c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Á meðan málið var til meðferð hjá Landsrétti var einangrun X aflétt af beiðni L. Var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 staðfestur . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasso n , Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. janúar 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 9. janúar 2022 í málinu nr. R - [...] /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. febrúar 2022 klukkan 16 og einangrun til 12. janúar sama ár klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðahald i allt til föstudagsins 4. febrúar 2022 klukkan 16. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og einangrun verði felld úr gildi en að því frágengnu að einangrun verði felld úr gildi. Niðurstaða 4 Fyrir liggur að einangrun sem fallist var á í hinum kærða úrskurði hefur verið aflétt og sætir varnaraðili því nú gæsluvarðhaldi án einangrunar. 2 5 Varnaraðili liggur undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Með hliðsjón af gögnum málsins er fallist á það með sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið hjá lögreglu og ákæruvaldi, sbr. c - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur um gæsluvarðahald varnaraðila eins og í úrskurðarorði gr einir. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. febrúar 2022 klukkan 16 . Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra laugardaginn 8. janúar 2022 Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur krafist þess að Héraðsdómur Norður lands eystra úrskurði að kærði, X, sæti gæsluvarðahaldi vegna rannsóknar hagsmuna og síafbrota í fjórar vikur til föstudagsins 4. febrúar nk. kl. 16:00. Þá er þess krafist að hann sæti einangrun á gæsluvarðhaldstímanum til föstudagsins 14. janúar nk. meðan verið er að ná utan um rannsókn á nýjustu kærunum. Í greinargerð aðstoðarsaksóknara kemur fram að 7. janúar hafi lögregla stöðvað kærða á bíl sem líklega sé stolinn. Kærði hafi keyrt niður lögreglumann þegar reynt var að stöðva för hans. Lögreglan á Nor ðurlandi eystra og ákæruvaldið meti það þannig að kærði sé í síafbrotum. Síðan hann losnaði úr afplánun mars 2021 hafi komið upp fjölmörg mál þar sem hann sé sakaður um ýmiskonar brot. Vegna brotastarfsemi sinnar hafi hann verið úrskurðaður í gæsluvar ðhald 9. júlí sl., sem samkvæmt gögnum málsins átti að standa til 27. ágúst sl. Málin sem séu til rannsóknar og meðferðar hjá ákæruvaldi séu eftirfarandi: Mál nr. 007 - 2021 - Mál nr. 00 7 - 2021 - á haglabyssu. Mál nr. 007 - 2021 - sparkað í höfuð hennar. Mál nr. 007 - 2021 - 021, kærði er sakaður um mjög alvarleg umferðarlagabrot og 168. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. (eftirför lögregu). Mál nr. 007 - 2021 - Mál nr. 313 - 2021 - ots 11. október 2021, fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti. Mál nr. 316 - 2021 - Mál nr. 316 - 2021 - Mál nr. 31 6 - 2021 - nr. 316 - 2021 - Mál nr. 316 - 2021 - d esember 2021. Til rannsóknar sé árás kærða á fyrrverandi unnustu sína A. Kærði hafi beitt hana miklu ofbeldi, meðal annars tekið hann með höndunum um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Nágranni brotaþola hafi heyrt lætin og brotist inn í íbúð hennar og bjargaði henni frá kærða. Mat lögreglu sé að með þessu atferli hafi kærði gerst sekur um tilraun til ma nndráps, eða a.m.k. brot gegn 2. mgr. 218. gr. eða 2. mgr. 218. gr. b., almennra hegningarlaga. Rannsóknin sé langt komin en m.a. sé beðið niðurstöðu meinafræðings sem meti áverkana. Vegna þessa máls hafi sakborningur verið settur í nálgunarbann gegn bro taþola. Mál nr. 316 - 2021 - Mál nr. 316 - 2021 - 3 Mál nr. 316 - 2022 - trekuð brot á nálgunarbanni. Mál nr. 315 - 2022 - starfsmann (keyrði á lögreglumann sem var að reyna að stöðva akstur hans). Brot á 168. gr. og/eða 4. mgr. 220. gr. almennra hegningar laga og húsbrot, þjófnaður og nytjastuldur og umferðarlagabrot. Lögregla kveður öll þessi mál vera í rannsókn og rannsókn vera á mismunandi stigi. Rannsókn á málinu sem gerðist 7. janúar sl. sé á algjöru frumstigi. Þar hafi annar maður verið með kærða, s em verið sé að yfirheyra. Telja verði að kærði muni reyna að spilla sakargögnum ef hann gangi laus meðan á frumrannsókn þessa máls stendur yfir. Að mati ákæruvalds og lögreglu sé veruleg hætta á að kærði muni halda áfram brotum og því sé nauðsynlegt að h ann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna síafbrota meðan rannsókn á þessum brotum verður haldið áfram. Eins og sjáist á framangreindri upptalningu sé ljóst að kærði hafi hafið brotastarfsemi sína nánast um leið og hann hafi verið laus úr gæsluvarðhaldi í ágúst sl. og núna meti sækjandi það svo að kærði sé stjórnlaus og brotaþola A stafi veruleg hætta af honum. Byggt er á að brot kærða varði við 211. gr., sbr. 20. gr., 2. mgr. 218. gr., 1. og/eða 2. mgr. 218. gr. b., 1. mgr. 259. gr. og 106. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940 og umferðarlög. Til stuðnings kröfu um gæsluvarðhald er vísað til a - , c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Niðurstaða: Til rannsóknar eru nokkur fjöldi brota sem kærða eru gefin að sök og geta var ðað fangelsisrefsingu, þar á meðal árás á unnustu sem er talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr. eða 2. mgr. 218. gr . eða 2. mgr. 218. gr. b., ítrekuð brot á nálgunarbanni við hana og árás á lögreglumann. Með vísan til greinargerðar lögreglu og rannsóknarga gna verður fallist á að fram sé kominn rökstuddur grunur um brot sem fangelsisrefsing er lögð við, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þegar litið er til málavaxta telur dómurinn uppfyllt það skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. að ætla megi að kærði muni h alda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið. Þá verður einnig fallist á að uppfyllt séu skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli a - liðar sömu greinar, þannig að kærði sæti fyrstu dagana einangrun vegna rannsóknar máls frá 7. janúar sl. Krafa sóknaraði la um gæsluvarðahald er því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Ú R S K U R Ð A R O R Ð 16:00. Kærði sæti einangrun á gæsluvarðhaldstímanum, þó eigi lengur en til 12. janúar nk. kl. 16:00.