LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 235/2020 : A ( Óðinn Elísson lögmaður , Guðmundur Sæmundsson lögmaður, 2. prófmál ) gegn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Vinnuslys. Líkamstjón. Skaðabótamál. Gjafsókn . Útdráttur A höfðaði mál á hendur SA hf. til greiðslu skaðabóta vegna líkamstjóns sem A varð fyrir í vinnuslysi á starfsstöð B ehf. sem tryggt var frjálsri ábyrgðartryggingu hjá SA hf. Ágreiningur var með aðilum um skaðabótaskyldu B ehf. vegna l íkamstjóns A annars vegar og hins vegar um árslaunaviðmið við ákvörðun bóta. Þegar slysið varð var A við störf sem afgreiðslumaður í timbursölu B ehf. Var það niðurstaða Landsréttar, einkum með vísan til forsendna héraðsdóms, að slysið yrði ekki rakið til atvika sem B ehf. bæri ábyrgð á heldur óhappatilviks. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu SA hf. af kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 15. apríl 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2020 í málinu nr. E - [...] /2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér aðallega 27.754.581 krónu, til vara 25.031.463 krónur, til þrautavara 23.688.787 krónur en að því frágengnu 13.406.212 krónur, í öllum tilvikum með 4,5% ársvöxtum af nánar tilteknum fjárhæðum frá 24. nóvember 2016 til 4. apríl 2017 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2 001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum 6. mars 2019 að fjárhæð 3.727.389 krónur og 6. maí sama ár að fjárhæð 2.371.055 krónur. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti án tillits t il gjafsóknar sem honum hefur verið veitt . 2 3 Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða honum málskostnað. Til vara er þess krafist að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar og að málskostnaður verði felldur niður. 4 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf skýrslu vitnið G , eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu. Málsatvik 5 Mál þetta lýtur annars vegar að ágreiningi um skaðabótaskyldu B ehf. vegna líkamstjóns sem áfrýjandi varð fyrir í vinnuslysi 24. nóvember 2016 á starfsstöð félagsins [...] . Þegar slysið varð var áfrýjandi, þá 22 ára, á þriðja starfsdegi sínum sem afgreiðslumaður í timbursölu. Var hann að saga timbur í hjólsög þegar vinstri hönd hans lenti í sagarblaðinu. Félagið var tryggt frjálsri ábyrgðartryggingu hjá stefnda og byggir áfrýjandi aðild stefnda að málinu á 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Hins vegar greinir aðila á um árslaunaviðmið við ákvörðun bóta. 6 Slysið var strax tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Í umsögn þess 19. janúar 2017, en hún var rituð af G sem kom á vettvang stuttu eftir slysið, er því lýst að áfrýjandi hafi ræst sögina með hægri hendi, dregið hana í átt að grindarefni sem hann ætlaði að saga og sagarblaðið þá farið í vinstri hönd hans. Samkvæmt frásögn st arfsmanns sem var við störf nokkra metra frá slysstaðnum hafi áfrýjandi sagt honum að timbrið sem hann hafði samband við A síðar þá mundi hann ekki hvað gerst hafði. Þe gar skoðaður er bakvið og í kringum sagarblaðið. Mögulega hafa tennur sagarblaðsins náð að festast í sagarbút/timburafskurði þegar A dró fram sögina. Hann hefur ef til vill hal dið um grindarefnið með vinstri hendi framan við sagarblaðið, ekki búinn að færa efnið til vinstri við sögina, sem er rétt staðsetning á efninu til að saga það í bútsöginni. Þegar A gangsetti bútsögina hefur hún hrokkið fram með þeim afleiðingum að sagarbl aðið fer í vinstri hendi A orsök slyssins til frágangs útsogsbúnaðar, það er að sag og timburafskurðir hafi ti áfrýjandi hafi haft takmarkaða reynslu í starfi þar sem slysið hafi orðið á þriðja starfsdegi hans. 7 Samkvæmt matsgerð var varanleg örorka áfrýjanda vegna afleiðinga slyssins metin 20% og varanlegur miski 20 stig. 8 Með tölvubréfi 24. júlí 2017 hafnaði áfrýjandi bótaskyldu og úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu 5. september 2017. 9 Um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök þeirra vísast að öðru leyti til hins áfrýjaða dóms. 3 Niðurstaða 10 Með vitnisburði G fyrir Landsrétti liggur fyrir að ályktanir um mögulegar orsakir slyssins í framangreindri umsögn Vinnueftirlitsins styðjast ekki við prófanir á söginni og búnaði hennar. Með þessari athugasemd en að öðru le yti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms eru ekki efni til að líta svo á að slysið verði rakið til atvika sem B ehf. ber ábyrgð á heldur óhappatilviks. Verður héraðsdómur því staðfestur. 11 Rétt er að málskostnaður milli aðila fyrir Landsrétti falli nið ur en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin m álflutningsþóknun lögmanns hans, Óðins Elíssonar, 800.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2020 Mál þetta var höfðað 18. júní 2019 og dómtekið 25. febrúar sl. Stefnandi er A , [...] . Stefnt er Sjóvá Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 27.754.581 krónu með 4,5% ársvöxtum af 3.003.478 krónum frá 24. nóvember 2016 til 24. nóvember 2017, af 27.511.541 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, en með drát tarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 27.754.581 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun þann 6. mars 2019 að fjárhæð 3.727.389 krónur og 6. maí 2019 að fjárhæð 2.371.055 krónur. Til va ra er gerð sú krafa að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 25.031.463 krónur með 4,5% ársvöxtum af 3.003.478 krónum frá 24. nóvember 2016 til 24. nóvember 2017, af 24.788.423 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 25.031.463 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun þann 6. mars 2019 að fjárhæð 3.727.389 krónur og 6. maí 2019 að fjárhæð 2.371.055 krónur. Til þrautavara er þess kraf ist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 23.688.787 krónur með 4,5% ársvöxtum af 3.003.478 krónum frá 24. nóvember 2016 til 24. nóvember 2017, af 23.445.747 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 23.688.787 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun þann 6. mars 2019 að fjárhæð 3.727.389 krónur og 6. maí 2019 að fjárhæð 2.371.055 krónur. Að öllu þessu frágengnu krefst stefnandi þ ess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 13.406.212 krónur með 4,5% ársvöxtum af 3.003.478 krónum frá 24. nóvember 2016 til 24. nóvember 2017, af 13.163.172 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 13.406.212 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun þann 6. mars 2019 að fjárhæð 3.727.389 krónur og 6. maí 2019 að fjárhæð 2.371.055 krónur. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskost naðar úr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 4 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Samkvæmt gögnum málsins varð stefnandi fyrir líkamstjóni 24. nóvember 2016 í starfi sínu hjá vátryggingartaka, B hf. Þegar slysið va rð var stefnandi á þriðja starfsdegi sínum sem afgreiðslumaður í timburverslun vátryggingartaka. Hann var að saga timbur í hjólsög þegar vinstri hönd hans lenti í sagarblaðinu. Í slysinu hlaut stefnandi alvarlegan áverka á vinstri hendi þar sem sagarblaðið gekk inn í hönd hans ölnarlægt og tók í sundur miðhandarleggi III, IV og V. Stóran hluta af höfði V miðhandaleggs vantaði. Réttisinar til löngutangar, baugfingurs og litlafingu rs fóru í sundur og beygisinar til baugfingurs og litlafingurs. Báðir æða - og taugastrengir til litlafingurs fóru í sundur, sem og sá ölnarlægi til baugfingurs. Samkvæmt framlagðri matsgerð C læknis og D lögmanns býr stefnandi nú við skerta hreyfigetu í vi nstri baug - og litlafingri. Varanlegur miski stefnanda vegna slyssins var metinn 20 stig og varanleg örorka 20%. Við aðalmeðferð málsins kom stefnandi fyrir dóminn og gaf skýrslu. Við sama tækifæri gáfu skýrslur þeir E , fyrrum starfsmaður vátryggingartaka, og F , rekstrarstjóri vátryggingartaka. II. Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að vátryggingartaki beri skaðabótaábyrgð á vinnuslysi sem hann varð fyrir þann 24. nóvember 2016 enda megi rekja orsök slyssins til saknæmrar háttsemi starfsmanns vátryggingar taka og ófullnægjandi aðstæðna á vinnustað sem vátryggingartaki beri ábyrgð á. Ábyrgð vátryggingartaka sé byggð á sakarreglu íslensks skaðabótaréttar og reglunni um ábyrgð vinnuveitanda á saknæmri háttsemi starfsmanna sinna. Stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir tímabundnu og varanlegu líkamstjóni vegna slyssins sem vátryggingartaka beri að bæta að fullu skv. skaðabótalögum. Um líkamstjón stefnanda er vísað til framlagðrar matsgerðar. Stefnandi byggir á því að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ó fullnægjandi og það hafi leitt til þess að hann varð fyrir tjóni. Stefnandi byggir á því að vátryggingartaki hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og reglugerðum settum með stoð í lögunum. Í ákvæðu m laga nr. 46/1980 sé kveðið á um að vinnuveitandi eigi að ganga úr skugga um og tryggja að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta sé gætt á vinnustað, sbr. 13. og 42. gr. laganna. Atvinnurekandi beri ábyrgð á því að hægt sé að framkvæma vinnu þannig að ekki skapist hætta á slysum eða heilsutjóni. Á því er byggt að afsogsbúnaðurinn, sem var smíðaður utan um sögina sem stefnandi notaði, hafi verið vanbúinn og hættulegur vegna þess að þar safnist sag og timburafskurður aftan við og í kringum saga rblaðið. Þessi vanbúnaður hafi leiddi til þess að sögin hrökk til og kastast fram í hendi stefnanda. Máli sínu til frekari stuðnings vísar stefnandi til ákvæða reglugerðar um notkun tækja nr. 367/2006. Stefnandi vísar til framlagðrar umsagnar Vinnueftirli tsins þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins verði rakin til frágangs útsogsbúnaðar við sögina. Að mati Vinnueftirlitsins hafi sagarblaðið hrokkið til og kastast fram vegna timburafskurða og timburstubba sem höfðu safnast aftan vi ð sagarblaðið og í kringum það. Í stefnuskjali kemur fram að stefnandi muni ekki vel eftir tildrögum slyssins. Það sem haft sé eftir honum í lögregluskýrslu sé einungis getgátur hans um hvað líklega hafi gerst. Hann hafi enga reynslu né þekkingu haft á slí kum sögum til að geta metið orsakir slyssins eða hvað hafi farið úrskeiðis. Stefnandi hafi verið á þriðja starfsdegi þegar slysið varð og hafði notað umrædda sög einu sinni eða tvisvar áður og fengið takmarkaða þjálfun við notkun hennar. Niðurstaða Vinnuef tirlitsins sé skýr um orsakir slyssins og hafi m.a. verið gefin fyrirmæli um að fjarlægja afsogsbúnað og setja upp nýjan þannig að auðvelt væri að hreinsa burt timburafskurð og önnur óhreinindi frá sagarblaði. Í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins 10. dese mber 2016 hafi verið búið að fjarlægja bútsögina af vinnustaðnum. Vátryggingartaki hafi ákveðið að setja upp hættuminni sög eða jafnvel ekki hafa sög á staðnum. Stefnandi telur ljóst af öllu framangreindu að vinnustaðurinn hafi verið vanbúinn og hættuleg ur fyrir stefnanda og valdið líkamstjóni hans sem vátryggingartaka beri að bæta honum að fullu. 5 Stefnandi byggir á því að slysið verði einnig rakið til ófullnægjandi verkstjórnar, kennslu og þjálfunar af hálfu vátryggingartaka. Með því að veita stefnanda ekki viðeigandi ráðleggingar hafi vátryggingartaki og starfsmenn hans brotið gegn 13., 14., 21., 23. og 37. gr. laga nr. 46/1980. Einnig hafi verið brotið gegn 7. og 8. gr. reglugerðar um notkun tækja nr. 367/2006. Jafnframt er af hálfu stefnanda vísað til 25. gr. reglugerðar um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006 þar sem kveðið er á um að atvinnurekandi skuli tryggja að hver starfsmaður fái nægilega þjálfun varðandi aðbúnað, öryggi og hollustuhætti, m.a. með upplýsingum og t ilsögn sem sniðin sé að vinnuaðstæðum hans og starfi, um leið og hann er ráðinn til starfa. Stefnandi vísar til þess að hann hafi verið 22 ára, á þriðja starfsdegi hjá vátryggingartaka og enga fyrri reynslu haft af notkun bútsagar þegar slysið varð. Kennsl a og þjálfun af hálfu vátryggingartaka hafi falist í u.þ.b. klukkutíma þjálfun í vinnu með umrædda sög ásamt því sem stefnandi hafi þurft að læra á önnur tæki og verkferla á skömmum tíma. Eftir það hafi hann verið látinn nota sögina án frekara eftirlits ei ns og raunin var þegar slysið gerðist. Stefnandi telur að hann hafi ekki fengið viðeigandi leiðbeiningar og þjálfun í samræmi við ofangreindar reglur. Stefnandi byggir á því að meta verði vátryggingartaka og starfsmönnum hans það til gáleysis enda um mjög hættulegt tæki að ræða. Þá hafi Vinnueftirlitið talið skort á reynslu meðvirkandi þátt í orsökum slyssins. Hvað víðvíkur árslaunum til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku byggir stefnandi á því að aðstæður hafi verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993. Á árunum 2013 2015 hafi stefnandi nýtt vinnugetu sína að takmörkuðu leyti vegna náms og veikinda. Stefnandi hafi verið nýkominn á vinnumarkað árið 2015. Hann hafi lokið grunnskólaprófi frá [...] og síðan hafið nám í [...] haustið 2011 . Hann hafi hætt námi við skólann í byrjun árs 2013 vegna þunglyndis og erfiðleika í námi. Stefnandi hafi unnið hjá [...] um sumarið og síðan hafið fjarnám við [...] um haustið 2013. Á árinu 2014 hafi stefnandi aðstoðað ömmu sína við sveitastörf og starfað hjá [...] um sumarið. Um haustið hafi hann ferðast til [...] , en fyrsta eiginlega starf tjónþola hafi verið á veitingastaðnum [...] árið 2015, þar sem hann starfaði við flatbökugerð í þrjá mánuði. Næst hafi hann starfað á [...] sumarið 2016 og um haustið hjá [...] . Næsta starf stefnanda hafi verið í B , þar sem hann hafi slasast á þriðja starfsdegi svo sem fyrr greini, en starfað þar áfram þegar hann varð vinnufær. Í ljósi framangreinds sé ekki hægt að leggja til grundvallar bótauppgjöri meðaltekjur síðastl iðinna þriggja almanaksára fyrir slysið, samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skbl, vegna ungs aldurs og stuttrar atvinnusögu stefnanda. Því verði að meta tekjur hans sértaklega með vísan til 2. mgr. 7. gr. skbl. Í aðalkröfu byggir stefnandi á því að við ákvörðun bót a fyrir varanlega örorku beri að miða við meðaltekjur starfsmanna á almennum vinnumarkaði við þjónustu - , sölu - og afgreiðslustörf og verkamannavinnu á slysári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Stefnandi telur unnt að leggja þetta árslaunaviðmið t il grundvallar þar sem stefnandi hafði einkum starfað við þjónustu - og verkamannastörf fyrir slys. Þá séu árslaun samkvæmt þessu viðmiði áþekk launum stefnanda hjá vátryggingartaka á slysdegi, sbr. þrautavarakröfu stefnanda, og í ljósi ungs aldurs stefnand a á slysdegi séu líkur á að laun hans hefðu hækkað með hækkandi starfsaldri. Verði ekki fallist á framangreint viðmið í aðalkröfu stefnanda er í varakröfu byggt á því að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku beri að miða við meðaltekjur starfsfólks við sölu - og þjónustustörf á slysári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Vísað er til rökstuðnings í aðalkröfu stefnanda varakröfu hans til stuðnings. Í þrautavarakröfu byggir stefnandi á því að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku beri að miða við laun stefnanda hjá vátryggingartaka. Stefnandi hafi verið á þriðja starfsdegi þegar slysið varð og fengið greidd laun í þrjá mánuði frá vinnuveitanda og miðað sé við þá fjárhæð sem vátryggingartaki greiddi honum að viðbættu orlofi og orlofs - og desemberup pbót. Eftir slysið hafi stefnandi starfað hjá vátryggingartaka til áramóta 2017/2018. Verði ekki á það fallist að óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi og að annar mælikvarði sé réttari en sá sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 7. gr. skbl. byggir stefnan di á því í þrautaþrautavarakröfu sinni að lágmarkslaun skaðabótalaga verði lögð til grundvallar útreikningi varanlegrar örorku í samræmi við 3. mgr. 7. gr. skbl. 6 Málsaðild til varnar er reist á tilvísun til heimildarákvæðis 1. mgr. 44. gr. laga um vátrygg ingarsamninga nr. 30/2004, en óumdeilt er að vátryggingartaki var með í gildi frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda á slysdegi. III. Stefndi hafnar því að vinnuslysið megi rekja til sakar vátryggingartaka eða starfsmanna hans, eða þess að aðstæður á vinn ustað vátryggingartaka hafi verið ófullnægjandi. Ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og reglum settum með stoð í þeim, hafi verið fullnægt, sögin uppfyllt allar öryggiskröfur og verkstjórn, leiðbeiningar og kennsla v erið fullnægjandi. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi sérstaklega til 13. og 42. gr. laganna. Fyrrnefnda ákvæðið er almenns eðlis, en þar segi einfaldlega að atvinnurekandi skuli tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Þá segi í síðarnefnda ákvæðinu að vinnustaður skuli þannig úr garði gerður að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að vátryggingartaki hafi brotið gegn framangreindum ákvæðum. Þvert á mó ti hafi vátryggingartaki fullnægt öllum skyldum sínum samkvæmt áðurnefndum lögum og reglum settum samkvæmt þeim. Því til stuðnings vísar stefndi til þess sem segir í umsögn Vinnueftirlitsins, þ.e. að aðstæður á vinnustað vátryggingartaka hafi verið góðar, gott pláss hafi verið til athafna og lýsing í lagi. Þá hafi stefnanda verið gert skylt að nota persónuhlífar. Nánar tiltekið hafi stefnandi verið í öryggisskóm, í sérstökum vinnufatnaði og með hlífðarhanska. Stefndi mótmælir því að vátryggingartaki hafi brotið gegn ákvæðum reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja og vísar þar einkum til 5. gr. reglugerðarinnar. Stefndi hafnar því einnig að sögin hafi ekki hæft verkinu sem stefnanda var ætlað að inna af hendi eða stefnt öryggi stefnanda í hættu. Umrætt sta rf sem stefnanda var falið að vinna hafi verið afar einfalt og ekki krafist mikilla leiðbeininga, en stefnandi hafi fengið alla þá leiðsögn og þjálfun sem þurfti til starfans. Þá kannist enginn starfsmaður vátryggingartaka við að sögin hagi sér með þeim hæ tti sem stefnandi heldur fram. Stefndi hafnar því að sögin, af gerðinni BIG/800, árgerð 2006, sé eða hafi verið vanbúin eða uppfylli ekki þær öryggiskröfur sem gerðar séu í settum lögum og reglum. Vélin sé og hafi verið í fullkomnu lagi, virki eins og hún eigi að gera og sé óbreytt frá framleiðanda. Hún sé búin þeim eiginleikum og gæðum sem skyldi, enda CE - merkt, en slíkt merki sé öllu öðru fremur öryggismerki og gefi til kynna að varan sé hönnuð og framleidd í samræmi við lög og reglugerðir Evrópusambandsi ns sem snerti heilsu, öryggi og umhverfi þeirra sem nota vöruna. Stefndi reisir varnir sínar jafnframt á því að slysið megi fyrst og fremst rekja til þess að spýtan sem stefnandi hélt í rann til með þeim afleiðingum að vinstri hönd hans lenti í sagarblaði nu. Stefndi mótmælir því að slysið megi rekja til ófullnægjandi verkstjórnar, kennslu og þjálfunar af hálfu vátryggingartaka. Stefnandi hafi fengið fullnægjandi kennslu, þjálfun og leiðbeiningar. Verkstjóri hans, E , hafi kennt honum það sem þurfti til star fans og leiðbeint honum. Stefnandi hafi einnig unnið sem aðstoðarmaður smiðs við viðhaldsvinnu og því verið kunnugur störfum sem þessum. Stefndi telur að fullyrðingar í skýrslu Vinnueftirlitsins séu eingöngu getgátur starfsmanns þar og ekki studdar neinum rökum eða hlutlægum prófunum. Í skýrslunni segi að stefnandi hafi haldið um grindarefnið með vinstri hendi og sagarblaðið náð að festast í sagarbút og skotist fram í vinstri hönd kæranda, þegar hann gangsetti sögina. Þá segi í niðurstöðu skýrslunnar að hafi sagarblaðið hrokkið til og kastast fram vegna timbur afskurða og timburstubba sem höfðu safnast í kringum það. Hafnar stefndi því að skýrslan sanni sök vátryggingartaka eða starfsmanna hans. Stefndi byggir á því að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Slysið megi rekja til þess að stefnandi hafi rekið fingur í sagarblaðið með áðurnefndum afleiðingum. Slysið verði hvorki rakið til sakar vátryggingartaka eða starfsmanna hans né þess að aðbúnaði, vinnuaðstöðu, áðurnefndri sög, verkstjórn eða leiðbeiningum hafi verið áfátt. Verði ekki á aðalkröfu stefnda fallist er gerð varakrafa um verulega lækkun dómkrafna stefnanda og mótmælir stefndi því að uppfyllt séu skilyrði til að beita 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og ákveða árslaun sérstaklega. Stefnandi beri sjálfur sönnunarbyrðina fyrir því að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og að ætla megi að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. 7 Stefnandi hafi hvorki sýnt fram á að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi né að árslaun ákveðin á grunni 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sbr. 3. mgr. 7. gr., ge fi ranga eða ósanngjarna mynd af framtíðartekjum hans og annar mælikvarði sé réttari. Jafnvel þótt talið yrði að aðstæður á viðmiðunartímabilinu hafi verið óvenjulegar, sem stefndi telur ekki vera að teknu tilliti til allra aðstæðna, þá sé ljóst að stefnan di hafi ekki sannað að annar mælikvarði en 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga kveður á um sé réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans. Enn síður hafi stefnandi fært sönnur á að þær tekjur sem hann miði við í aðalkröfu, varakröfu eða þrautavarakröfu ge fi réttari mynd af framtíðartekjum hans, þ.e. meðaltekjur starfsmanna á almennum vinnumarkaði við þjónustu - , sölu og afgreiðslustörf og verkfólks á slysári; meðaltekjur verkfólks við sölu - og þjónustustörf á slysári eða tekjur hans sjálfs hjá vátryggingart aka. Þá er þess krafist að frá skaðabótum skuli draga allar greiðslur sem stefnandi hefur fengið eða kann að hafa fengið eða eiga rétt á að fá frá þriðja aðila vegna slyssins, sbr. 2. mgr. 2. gr., 2. mgr. 3. gr., 4. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Skorað er á stefnanda að upplýsa um þessar greiðslur og fjárhæðir þeirra, sem og aðrar greiðslur sem hann kann að hafa fengið, að því marki sem ekki hefur þegar verið gert af hans hálfu. Dráttarvaxtakröfu er enn fremur mótmælt frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi. IV. Í aðilaskýrslu stefnanda við aðalmeðferð málsins staðfesti hann að hafa verið á þriðja starfsdegi sínum hjá vátryggingartaka þegar hann varð fyrir því óhappi sem um ræðir í máli þessu. Stefnandi staðfesti jafnframt að hafa fengið l eiðsögn um vinnustaðinn, kennslu á lyftara og á hjólsögina sem hann var að vinna við í umrætt sinn. Stefnandi staðfesti að honum hefði verið kennt að kveikja og slökkva á söginni og sýnt hvernig hún færðist fram og aftur. Stefnandi kvaðst ekki hafa fengið neinar leiðbeiningar afhentar um sögina, en verið áminntur um að fara varlega. Fyrir liggur að Vinnueftirliti ríkisins var tilkynnt samdægurs um slysið, br. ákvæði 79. gr. laga nr. 46/1980. Vinnueftirlitið skilaði umsögn um tilvikið sem dagsett er 19. ja núar 2017. Í skýrslu þessarar kemur fram að það sé mat Vinnufetirslitsins að rekja megi orsök slyssins til frágangs og timburstubba sem höfðu safnast aftan Í vitnisburði E , fyrrverandi verkstjóra á [...] vátryggingartaka, kom fram að sögin sem stefnandi sla mælistiku á áður en kveikt er á söginni og hún dregin fram. E lýsti virkni sagarinnar þannig að aðeins hefði verið hægt að hreyfa hana fram og aftur. Í samræm i við framlagðar ljósmyndir af vettvangi staðfesti E að færa mætti sögina alllangt fram í falsi sem lægi beint framan við hana í vinnuborðinu. Vélin hafi verið gangsett með því að þrýsta þumli á hnapp á handfangi hennar en um leið og þeim hnappi sé sleppt slokkni á vélinni. Að sögn E hafði sög þessi verið á vinnustaðnum a.m.k. frá árinu 2007 og engin slys áður orðið af hennar völdum. E kvaðst hafa unnið við sögina frá 2007 en aldrei vitað til þess að hún ætti það til að skjótast eða hrökkva fram. Að sögn E hafði stefnandi fengið E E kvaðst ekki hafa litið á frásogsbúnað sagarinnar sem vanda mál. Meðal gagna málsins eru skýrar ljósmyndir af söginni sem stefnandi var að vinna við þegar óhappið varð. Þær sýna að sögin er einföld í notkun og ekki hættuleg ef rétt er að verki staðið. Um leið getur þó engum manni dulist að vélin er hættuleg þeim sem stendur óvarlega að verki við hana. Undir rekstri málsins hefur komið fram og stefnandi raunar sjálfur staðfest að honum hafi verið leiðbeint um notkun sagarinnar áður en hann tók til við að nota hana. Framlagðar ljósmyndir og skýrslur sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins staðfesta að mati dómsins að vinna við sögina var ekki svo flókin að standa hefði þurft lengur yfir stefnanda en gögn málsins og áðurnefndar skýrslur benda til að verkstjóri hafi gert þegar hann leiðbeindi stefnanda um notkun sagari nnar. Í þessu samhengi hefur dómurinn ekki horft fram hjá því að stefnandi var kominn vel á þrítugsaldur þegar slysið varð og hafði sjálfur í 8 framlagðri starfsumsókn sinni til vátryggingartaka lýst fyrri reynslu af smíðum og aðstoð við iðnaðarmenn. Skrifle gar leiðbeiningar hefðu engu breytt eins og hér háttaði til, enda augljóst að höndin sem ekki var á handfangi vélarinnar átti ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera framan við sagarblaðið. Með vísan til vitnisburðar E , sem unnið hafði við vélina árum sam an þegar slysið varð, hefur ekkert komið fram sem rennir stoðum undir ályktanir Vinnueftirlitsins í þá veru að rekja mætti orsök slyssins til frágangs útsogsbúnaðar eða þess að sagarblaðið hafi mögulega hrokkið til og kastast fram vegna timburafskurða. Óum deilt er að sögin var CE - merkt og uppfyllti því lágmarkskröfur um slík verkfæri. Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að nokkuð hafi verið athugavert við sagarblaðið, vélina eða frásogsbúnað sem gæti hafa valdið áverkum stefnanda þannig að ábyrgð á atbu rðinum verði færð af herðum stefnanda sjálfs. Áðurnefnd skýrsla Vinnueftirlitsins ber ekki með sér að þær ályktanir sem þar eru dregnar um mögulegar orsakir slyssins hafi verið studdar sjálfstæðum prófunum á söginni og búnaði hennar. Með því að dómurinn he fur samkvæmt framanskráðu komist að þeirri niðurstöðu að líkamstjón stefnanda verði hvorki rakið til sakar vátryggingartaka, starfsmanna félagsins né heldur til þess að aðbúnaði, verkstjórn eða leiðbeiningum hafi verið áfátt verður stefndi sýknaður af öllu m kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir að hvor málsaðila beri sinn kostnað af rekstri málsins. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útgefnu 2. febrúar 2018. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með tali n málflutningsþóknun lögmanns hans, sem þykir hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Í samræmi við dómvenju er þóknunin ákveðin án virðisaukaskatts. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar try ggingar hf., er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður milli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðmundar Sæmundssonar, 800.000 krónur.