LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 17. febrúar 2021. Mál nr. 18/2021 : B , C og D (Jón G. Briem lögmaður ) gegn A ( Einar Þór Sverrisson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Frestun máls. Málshraði. Sönnunarfærsla. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um frestun máls A gegn B, C og D til frekari gagnaöflunar af hálfu A. Í úrskurði Landsréttar kom fram að sönnunargagn það er gagnaöflun A laut að varðaði ekki málsástæður sem hún byggði á í málinu. Var því lagt til g rundvallar að tilgangslaust væri að afla þess, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar skutu málinu til Landsréttar með kæru 11. janúar 2021 sem barst réttinum degi síðar . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 19 . sama mánaðar . Kærður er úr skurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2021 í málinu nr. E - /2019 þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að máli hennar á hendur sóknaraðil um yrði frestað til 18 . febrúar 20 21. Kæruheimild er í h - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og synjað verði um frekari frest til gagnaöflunar . Þá krefjast þau kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærum álskostnaðar. Niðurstaða 4 Með hinum kærða úrskurði var fallist á kröfu varnaraðila um frestun málsins öðru sinni til frekari gagnaöflunar af hennar hálfu. Lýtur gagnaöflunin að beiðni 2 varnaraðila um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrá um heilsufar E heitin s, eiginmanns varnaraðila, á tilteknu tímabili. Beðið er úrskurðar Landlæknis um heimild til aðgangs að gögnunum. Kveður varnaraðili umrædd gögn hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins með því að varpa ljósi á heilsufar E fyrir andlát hans, þegar hann ráðstafað i tilgreindum málverkum til sóknaraðila í máli þessu. 5 Eins og meðal annars verður ráðið af 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 skulu aðilar einkamáls tefla fram kröfum og öðrum atriðum, sem varða málatilbúnað sinn , þar á meðal þeim sönnunargögnum sem þeir vilja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er. Jafnframt skulu málsástæður og mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til , sbr. 5. mgr. 101. gr. sömu laga . 6 Samkvæmt 2. mgr. 102. gr. laganna getur dómari orðið við ósk aðila um að fresta máli frekar en mælt er fyrir um í 1. mgr. sömu laga greinar, ef hann telur það vænlegt til að ná sáttum eða nauðsynlegt til að afla gagna sem nægilegur frestur hefur ekki áður verið til. Að öðrum kosti synj ar d ómari að jafnaði um frest þótt aðilar séu á einu máli um að æskja hans. Þ essi ákvæði laganna eru leidd af meginreglu einkamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og helgast einnig af fyrirmælum 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um að öllum beri ré ttur til að fá úrlausn fyrir dómi um réttindi sín og skyldur innan hæfilegs tíma. 7 Af stefnu málsins verður ekki séð að dómkröfur varnaraðila um að skjali frá 3. desember 2018, sem fól í sér ráðstöfun tiltekinna málverka til sóknaraðila, verði rift og viður kenningu á því að tilgreind málverk teljist hluti óskipts bús hennar og skammlífari maka, E , hafi byggst á þeirri málsástæðu að eiginmaðurinn hafi, af heilsufarsástæðum, verið ófær um að afsala málverku nu m til sóknaraðila . Þegar af þeim sökum verður að leg gja til grundvallar að tilgangslaust sé að afla umbeðins sönnunargagns , sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 8 Eru því ekki skilyrði til að fresta máli þessu frekar á grundvelli 2 . mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 og verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. 9 Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðili, A , greiði hverjum sóknaraðila, B , C og D , 75.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2021 Mál þetta, sem þingfest var 22. október 2019, var tekið til úrskurðar fyrr í dag, 6. janúar 2021, um beiðni stefnanda, A, um frestun málsins vegna gagnaöflunar þar sem enn væri beðið úrskurðar embættis 3 landl æknis vegna kæru hennar á synjun vörsluaðila sjúkraskrár um aðgang að upplýsingum. Í þinghaldinu var því mótmælt af hálfu stefndu, B , C og D , að stefnanda yrði veittur frekari frestur í þessum tilgangi. Að kröfu aðila tók dómurinn ágreining aðila til úrsku rðar eftir að þeim hafði verið gefinn kostur á að reifa munnlega sjónarmið sín þar að lútandi. Í málinu krefst stefnandi þess aðallega að tilteknu skjali frá 3. desember 2018, sem fól í sér ráðstöfun tiltekinna málverka til stefndu, verði rift og viðurken nt að málverkin teljist hluti óskipts bús stefnanda og maka hennar, E , sem lést 11. febrúar 2019. Verði ekki á framangreint fallist krefst stefnandi þess til vara að viðurkennt verði að málverkin teljist til fyrirframgreidds arfs stefndu við arfskipti efti r báða arfláta. Stefnda, B , var dóttir E af fyrra hjónabandi og stefndu, C og D , eru börn F , dóttur E af fyrra hjónabandi, en F lést 2018. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda. Í þinghaldi 7. desember sl. var ágreiningur um frestun málsins tekinn til úrskurðar og með úrskurði dómsins 9. sama mánaðar var fallist á kröfu stefnanda um frestun þess til frekari gagnaöflunar. Var málinu frestað til dagsins í dag. Fyrir þinghaldið upplýsti lögmaður stefnanda að samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu lægi niðurstaða í málinu enn ekki fyrir vegna anna hjá embættinu en að gert væri ráð fyrir að úrskurður yrði kveðinn upp innan sex vikna. Í þinghaldi fyrr í dag óskaði lögmaður stefnanda eftir að málinu yrði frestað í framangreindu ljósi. Frestun málsins var mótmælt af hálfu stefndu og krafist úrskurðar um fram komna beiðni stefnanda. Dómurinn kvað úrskurð sinn upp í þinghaldinu og rökstuddi niðurstöðu sína munnlega, samkvæmt 3. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Af hálfu stefndu var því lýst yfir að úrskurðu rinn yrði kærður og krafist skriflegs úrskurðar dómara. Af hálfu stefnanda er tekið fram að sömu sjónarmið eigi nú við og áður í fyrri ágreiningi um frestun málsins, sbr. úrskurð dómsins frá 9. desember sl. Áréttað sé að beðið sé úrskurðar vegna kæru á syn jun vörsluaðila um aðgang að gögnum. Gögnin séu mikilvæg og skipti máli fyrir úrlausn málsins. Ekki sé við stefnanda að sakast þótt stjórnvald geti ekki sinnt erindi hans vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu. Þá hafi stefnandi um leið og tilefni gaf st óskað eftir gögnum frá vörsluaðila og sú synjun sé nú til meðferðar hjá æðra stjórnvaldi. Af hálfu stefndu er tekið fram að málinu hafi nú þegar verið margsinnis frestað vegna þessarar gagnaöflunar stefnanda. Stefnandi hefði átt setja málið í þennan far veg miklu fyrr eða um leið og greinargerð stefndu var skilað. Það að málið hafi dregist hjá stjórnvaldinu verði að vera á áhættu stefnanda. Hafni stefndu því fresti til frekari gagnaöflunar. Niðurstaða . Í úrskurði dómsins frá 9. desember sl. er gerð grein fyrir rekstri málsins fyrir dóminum. Þá eru tíundaðar heimildir laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár sem beiðni stefnanda um aðgang að gögnum lýtur að og til meðferðar er hjá æðra stjórnvaldi í tilefni af synjun vörsluaðila um aðgang. Áréttað skal að þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu erindis stefnanda, fyrst hjá umsjónaraðila sjúkraskrár og svo hjá embætti landlæknis, eru bagalegar. Sem fyrr á það þó við að ekki verður betur séð en að af hálfu stefnanda hafi ítrekað verið gengið eftir því að erindum væri sv arað. Verður stefnanda ekki um það kennt þó stjórnvaldið hafi ekki lokið umfjöllun um erindi hans með úrskurði. Tekur dómurinn fram að stefnandi hafi við fyrstu fyrirtöku málsins hjá dómara lagt fram bréf sitt til vörsluaðila umræddra gagna. Dómurinn árétt ar þau sjónarmið sem fram kom í fyrri úrskurði af sama tilefni og tekur fram að sú leið sem stefnandi hefur farið við öflun umræddra gagna er í samræmi við þau lagaákvæði sem áður voru rakin. Verður að líta svo á að hún sé stefnanda heimil sem liður í sönn unarfærslu fyrir dóminum og með málsforræðisreglu einkamálaréttarfars í huga. Dómurinn hefur kveðið upp úr með að ekki sé unnt á þessu stigi málsins að líta svo á að öflun gagnanna teljist tilgangslaus sönnunarfærsla, í skilningi 3. mgr. 46. gr. laga nr. 9 1/1991, eða að frestun málsins beri að synja á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laganna. Eiga þau sjónarmið við enn sem fyrr. Verða tafir á afgreiðslu erindisins ekki taldar á valdi stefnanda eða ábyrgð. Með vísan til framangreinds þykir því ekki rétt að synja stefnanda um frestun málsins. Dómurinn tekur fram að eins og málið liggur nú fyrir getur málshraðaregla réttarfars ekki leitt til þess að synjað verði um frekari frest í málinu. Er með framangreindri niðurstöðu engin efnisleg afstaða tekin til málsástæðna aðila í málinu. 4 Samkvæmt framangreindu verður málinu frestað til frekari gagnaöflunar af hálfu stefnanda, gegn mótmælum stefndu, en þó eigi lengur en til 18. febrúar nk., eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Dómurinn tekur fram að verði dómari upplýstur um það fyrir 18. febrúar nk. að niðurstaða landlæknisembættisins liggi muni dómari strax boða til þinghalds í málinu. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við málinu 12. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Málinu er frestað að kröfu stefnanda, A, gegn mótmælum stefndu, B, C og D, til fimmtudagsins 18. febrúar nk., kl. 13:15 í dómsal 301.