LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 82/2021 : A ( Gísli Tryggvason lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Kópavogs ( Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður) Lykilorð Barnavernd. Börn. Forsjársvipting. Gjafsókn. Útdráttur BK krafðist þess að A yrði svipt forsjá þriggja barna sinna á grundvelli a - , c - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í dómi Landsréttar var litið til tveggja matsskýrslna sem báru báðar um skerta forsjárhæfni A. Í síðara matinu kom fram að þrátt fyrir beitin gu ýmissa stuðningsúrræða síðustu ár hefðu ekki orðið merkjanlegar breytingar til batnaðar að því er varðaði heimilislíf, öryggi og vernd barnanna og að aðstæður þær, sem börnin hefðu búið við á heimili A, hefðu verið bæði ófullnægjandi og skaðlegar. Lands réttur taldi að staða og hagir A væru í öllum aðalatriðum óbreytt frá því dómur féll í héraði og börnin hefðu þrifist vel eftir að þau voru vistuð utan heimilis og hefðu tekið framförum. Með vísan til tveggja matsskýrslna um forsjárhæfni A, vitnisburða og gagna málsins þótti ljóst að skilyrði fyrir forsjársviptingu væri fullnægt og að önnur og vægari úrræði væru fullreynd. Var niðurstaða héraðsdóms um að A skyldi svipt forsjá barna sinna því staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Magnússon sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 11. febrúar 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2021 í málinu nr. E - /2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að hún verði sýknuð af kröfum stefnda en til vara að hún verði ekki svipt forsjá allra barna sinna. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og mál ið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að málskostnaður verði felldur niður. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Þá er efni framlagðra gagna gerð ítarleg skil meðal anna rs tveggja forsjárhæfnismatsgerða sem eru annars vegar frá því í desember 2016 og hins vegar júní 2020. Loks er í héraðsdómi gerð grein fyrir skýrslum áfrýjanda og vitna í héraði. Fyrir liggur að börnin eru nú vistuð tímabundið utan heimilis og eru bræðurn ir vistaðir á sama heimili en systir þeirra dvelst í öðru sveitarfélagi. 5 Áfrýjandi gaf viðbótarskýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Lýsti hún því að hún hefði ekki varið nægilegum tíma með dóttur sinni enda hefði stúlkan sem þá var ungabarn o rðið eftir í þegar áfrýjandi fluttist til Íslands. Þá lýsti hún því að sér þætti vænt um börnin sín og ætti gott samband við þau. Þau nytu þess að vera saman þegar þau hittust og lýsti áfrýjandi því að sér og tveimur eldri börnunum þætti gaman að elda saman og dansa og þá hefðu þær mæðgur ánægju af því að fara saman í búðir. Um samband sitt og yngri sonarins sagði áfrýjandi að þeir bræður fylgdu henni um allt þegar þau væru saman. Þá kvað áfrýjandi börn sín alltaf spyrja hana að því þegar þau hittust hv enær þau kæmust aftur heim til hennar. Kvaðst hún síðast hafa hitt börnin í mars á þessu ári. 6 Áfrýjandi neitaði því að hún beitti börn sín ofbeldi og kvaðst hvorki hafa slegist við þau né aðra. Þá sagðist hún vera tilbúin til að fylgja leiðbeiningum barnaverndar og þiggja þá aðstoð sem henni byðist en hún hefði hingað til í raun brugðist við öllum athugasemdum og leiðbeiningum sem henni hefðu verið veittar. Spurð að því hverjir væru helstu veikleikar hennar í foreldrahlutverkinu kvaðst hún hafa áhyggjur af því að hún gæti ekki veitt börnum sínum allt hið besta en hún vildi gera allt sem hún gæti til þess að fá börnin til sín aftur. Hún kvaðst nú þiggja þá sálfræðiaðstoð sem henni byðist. Á hinn bóginn lýsti áfrýjandi því að hún hefði ekki fengið alla þá aðstoð frá barnaverndaryfirvöldum sem hún þarfnaðist. Aðalhindrunina í samskiptum sínum við barnav ernd kvað áfrýjandi vera þá áherslu sem lögð væri á lyfjagjöf eldri sonar hennar vegna sem hún væri ósátt við. 7 Fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti ræddu dómarar einslega við dóttur áfrýjanda sem nú er á ári og elst barnanna þriggja. Þar kom með al annars fram að hún er nokkuð sátt við dvölina á því fósturheimili þar sem hún dvelur nú og veruna í skólanum. Á hinn bóginn kom fram sú ósk hennar að eiga í nánustu framtíð tíðari samfundi við sína nánustu, annars vegar bræður sína og hins vegar móður s ína. Niðurstaða 8 Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi svipt forsjá allra þriggja barna sinna sem eru fædd , og . Var vísað til þess að daglegri umönnun og uppeldi barnanna væri alvarlega ábótavant og að andlegri heilsu þeirra væri stefnt í hættu héldi hún forsjá þeirra sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þá var talið að færðar hefðu verið fram fullnægjandi sönnur á líkamlegu ofbeldi eða niðurlægingu á heimili áfrýjanda og barnanna í skilningi c - liðar sömu málsgreinar. 3 9 Í málinu liggur frammi mikill fjöldi gagna um aðkomu Barnaverndar Kópavogs að málefnum áfrýjanda og barna hennar allt frá árinu 2014, auk sérfræðigagna um hagi og líðan áfrýjanda og barnanna. Svo sem áður greinir eru meðal gagnanna tvær matsskýrslur um for sjárhæfni áfrýjanda, annars vegar skýrsla Y sálfræðings 4. nóvember 2016 og hins vegar skýrsla L sálfræðings 22. júní 2020. Efni þeirra er lýst í hinum áfrýjaða dómi en þær bera báðar um skerta forsjárhæfni áfrýjanda. Í síðarnefndri skýrslu kemur fram að f orsjárhæfni áfrýjanda sé mjög skert og að hún hafi takmarkaða getu til að bæta stöðu sína. Þá segir þar að lítið virðist hafa miðað þau ár sem mál áfrýjanda og barnanna hafi verið til meðferðar hjá Barnavernd Kópavogs, þrátt fyrir beitingu ýmissa stuðnings úrræða, og að ekki hafi orðið merkjanlegar breytingar til batnaðar að því er varðar heimilislíf, öryggi og vernd barnanna. Var það niðurstaða sálfræðingsins að aðstæður þær, sem börnin hafa búið við á heimili áfrýjanda, hafi verið bæði ófullnægjandi og ska ðlegar. Af málsgögnum verður á hinn bóginn ráðið að börnin hafa þrifist vel eftir að þau voru vistuð utan heimilis og hafi tekið framförum, einkum eldri drengurinn sem hefur nú fengið lyf við sínum. 10 Meginatriðum í framburði áfrýjanda við viðbótarskýrs lugjöf fyrir Landsrétti er lýst hér að framan. Af honum verður helst ráðið að staða og hagir áfrýjanda séu í öllum aðalatriðum óbreyttir. Að virtum gögnum málsins er ljóst að gripið hefur verið til ýmissa stuðningsúrræða til þess að bregðast við vanda barn anna og aðstoða áfrýjanda í uppeldishlutverki sínu. Að mati dómsins, sem auk tveggja embættisdómara er skipaður sálfræðingi, hefur stefndi með aðstoð sinni, sem nánar er gerð grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi, beitt þeim úrræðum sem kveðið er á um í 23. ti l 28. gr. barnaverndarlaga og þannig gætt meðalhófs við meðferð sína á málefnum áfrýjanda og barna hennar áður en gerð var krafa um að áfrýjandi yrði svipt forsjá barnanna. Með sömu rökum þykja ekki standa í vegi fyrir þeirri niðurstöðu ákvæði 4. gr. sömu laga um að barnaverndaryfirvöld skuli eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið er til annarra íþyngjandi úrræða og jafnframt að gæta þess að beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þ á þykir vísun áfrýjanda í greinargerð til Landsréttar til ákvæða 71. og 76. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu ekki fá haggað þeirri niðurstöðu. 11 Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms v erður hann staðfestur. Í ljósi þessa og með vísan til framlagðra gagna málsins þykja enda engin rök standa til þess að fallast á varakröfu áfrýjanda fyrir Landsrétti um að 12 Málskostnaður fyrir Landsrétti fell ur niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. 4 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjó ði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Gísla Tryggvasonar, 1.140.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2021 Mál þetta, sem dómtekið var 12. janúar sl., er höfðað með áritun lögmanns á stefnu 26. ágúst sl. Það sætir flýtimeðferð samkvæm t 53. gr. b í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómkröfur stefnanda, Barnaverndarnefndar Kópavogsbæjar, Fannborg 6, Kópavogi, eru þær að Stefnda kre fst sýknu af kröfu stefnanda. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnanda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. I. Málsatvik 2018, þegar hún flutti til stefndu á Íslandi. Fljótlega eftir komu stefndu til Íslands varð hún barnshafandi arástæðum. Samkvæmt gögnum málsins hófust afskipti stefnanda af málefnum barna stefndu á árinu 2013. Þann 22. mars 2013 barst fyrsta tilkynningin um áreiti af hálfu E, barnsföður stefndu, á heimili hennar. Önnur tilkynning barst 7. febrúar 2014 frá lögreg lu og þá einnig um útkall á heimili stefndu vegna áreitis barnsföður. Þriðja tilkynningin barst 15. maí 2014 um að mikill barnsgrátur væri frá íbúð stefndu á öllum 2. september 2014 og laut hún einnig að ágreiningi sem tengdist barnsföður stefndu. Eftir könnun málsins var það niðurstaða stefnanda að stefnda þyrfti aðstoð við uppeldi sonar síns. Var gerð meðferðaráætlun fyrir tímabilið 23. október 2014 til 23. febrúa stuðningsfjölskyldu fyrir C. Þá voru gerðar þrjár meðferðaráætlanir fyrir tímabilið frá febrúar 2015 til maí 2016. Stefnandi hlutaðist í kjölfarið til um að stefnda fengi félagslegt húsnæði eftir að komi ð hafði í ljós að hún byggi í litlum og óvistlegum bílskúr með C og átti von á barni með föður D, F. Stefnanda barst tilkynning, dagsett 6. október 2015, frá leikskóla C. Í bréfinu sagði að C ætti til að sýna mjög neikvæða hegðun án fyrirvara og að sta rfsmenn teldu stefndu þurfa á mikilli fræðslu um uppeldismál og aga að halda. Í tilkynningu frá föðurömmu D 6. október 2015 var sömu áhyggjum lýst, en þar kom fram að uppeldisaðferðir stefndu væru óeðlilegar. Hún notaði aðferðir á borð við högg á putta og hendur á C og hefði hótað að meiða drenginn með herðatré. Stefnda var kölluð til viðtals hjá stefnanda 9. október 2015 og viðurkenndi hún þar að hafa slegið á hönd C og rassskellt hann. Var stefndu leiðbeint um að slíkar uppeldisaðferðir væru bannaðar hér á landi starfsmönnum þaðan 17 talsins frá lokum október 2015 til 8. desember 2015. Málinu var hins vegar lokað eftir það vegna skorts á samstarfsvilja af hálfu stefndu. Segir í lokaskýrslu 11. mars 2016 að grunur væri um harkalegar uppeldisaðferðir stefndu og að mælt væri með því að hún fengi aðstoð við reiðistjórnun og 5 an eftir heima á meðan hún fór og verslaði í matinn. Með bréfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 11. desember 2015 var stefnanda tilkynnt um ofbeldi stefndu í garð F, barnsföður síns. Sagði í bréfinu að af framburði F og stefndu við lögreglu yrði ráðið að stefnda hefði lamið F ítrekað í höfuðið með síma. Hafi D við átökin fallið úr barnastól sem hann hefði verið í uppi í sófa. Stefnda leitaði sjálf til stefnanda þremur dögum síðar, eða 14. desember 2015, og lýsti því að henni liði illa yfir því sem gerðist og hefði [...]. Var stefndu boðið að dvelja tímabundið á vistheimili stefnanda ásamt sonum sínum, en hún hafnaði því. Í kjölfarið munu starfsmenn stefnanda hafa farið í reglulegar heimsóknir á heimili stefndu. Þann 22. febrúar 2016 kom föðuramma D á skrif stofu barnaverndar og bað um viðtal við félagsráðgjafa. Fullyrti hún að stefnda væri í miklu ójafnvægi og hefði allt á hornum sér gagnvart börnunum. Kvaðst amman aðstoða stefndu með því að keyra hana til vinnu, gæta D á meðan hún ynni og sækja C í leikskól a. stefndu benti til geðræns vanda og að hún beitti börn sín tilfinningalegu ofbeldi. Ætti það einkum við um C. Var ákveðið að skoða möguleikann á tímabundnu fóstri o g fá stefndu með í það. Daginn eftir var farið á leikskóla C og rætt við drenginn. Í samtalinu teiknaði C stefndu með fýlusvip og sagði að mamma sín sta rfsmaður stefnanda því svo að C hafi leikið móður sína og sett báðar hendur upp í loft, öskrað illilega og verið ógnandi. Í samtali við starfsfólk leikskólans kom fram að C væri afar ofbeldishneigður og þyrfti en rótleysi og reiði gerði vart við sig. Í könnunargreinargerð stefnanda 16. febrúar 2016 kemur einnig fram að áhyggjur séu uppi af skapofsaköstum stefndu og að grunur leiki á að hún rassskelli C og hóti honum með ofbeldi. Þann 7. mars 2016 barst stefnanda tilkynning frá leikskóla C. Var tilkynnt að C hefði komið með áverka í leikskólann og sagt stefndu hafa meitt sig. Félagsráðgjafi á vegum stefnanda fór samdægurs á leikskóla C og ræddi við drenginn, sem kvað stefndu hafa lamið sig og klórað í andlitið. Í kjölfar þessa var haft samband við stefndu og hún boðuð til viðtals. Hún þvertók fyrir að hafa meitt C og sagði klórfarið hafa komið í strætó. Tók hún fram að það væri C sem væri alltaf að meiða hana. Mun stefnda hafa verið afar reið og strunsað æpandi út af fundi stefnanda [...]. Af hálfu stefnanda var farið með drengina á Barnaspítalann til frekari skoðunar og var þá staðfest klórfar og mar í andliti auk mars á fæti C. Engir sjáanlegir áverkar voru á D. Af hálfu stefnanda var tekin ákvörðun um að beita neyðarráðstöfun samkvæmt 31. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 vegna gruns um líkamlegt ofbeldi. Var C vistaður á vistheimili og D hjá ömmu sinni. Segir í fundargerð starfsmanna stefnanda 10. mars 2016 að staðan sé alvarleg og engin samvinna náist við stefn du. Með úrskurði stefnanda 11. mars 2016 voru drengirnir síðan vistaðir utan heimilis stefndu í tvo mánuði. Var úrskurðurinn staðfestur með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 20. maí 2016 og auk þess fallist á kröfu stefnanda um að drengirnir yrðu vistaðir uta n heimilis í allt að fjóra mánuði. Synir stefndu munu hafa farið aftur í umsjá hennar í júlí 2016. Tilsjón var veitt inn á heimilið og gengu fyrstu tvær vikur tilsjónarinnar vel. Fljótlega fór hins vegar að halla undan fæti vegna tortryggni og hélt utan um mál stefndu fram í apríl 2017. Stefnda gekkst undir forsjárhæfnismat hjá Y sálfræðingi og í matsgerð hennar 4. nóvember 2016 kemur fram að stefnda hafi góð tengsl við syni sína, sýni umhyggju og sinni líkamlegum þörfum þeirra. Hún uppfylli ekki greining arviðmið persónuleikaröskunar en glími við erfiða persónuleikaþætti sem geri henni erfitt fyrir í samskiptum. Hún eigi í mestum vandræðum með tortryggni og neikvæða afstöðu til fólks sem hún sé ósátt við. Hún sé hæf til að sinna daglegum þörfum drengjanna en þurfi til þess stuðning. 6 og álag í félagsumhverfi ásamt tví tyngi. Lagt var til að C tæki lyf vegna greiningarinnar en stefnda hafnaði því og hefur síðan verið andsnúin lyfjagjöf. 5. apríl 2019 barst tilkynning frá getu stefndu til þess að sinna börnunum og því lýst að stefnandi þyrfti að komast aftur inn á heimilið til þess að bæta aðstæður barnanna. Var stefnda boðuð til viðtals hjá stefnanda 26. a príl 2019 en hafnaði stuðningi. lýsi sjálf stúlkunni sem óheiðarlegri og að hún hafi vegna þessa bannað henni að mæta í tvö afmæli hjá bekknum. Hún vilji meiri þátttöku stúlkunnar í heimilishaldinu og hafi ekki skilning á að hún eigi erfitt og íslenskunám. Stefnda þurfi áframhaldandi fræðslu og ráðgjöf þannig að hún geti mætt dóttur sinni á viðeigandi hátt með kærleika og umhyggju. þeim fors Tvær tilkynningar bárust frá í október 2019 vegna C og B. Kom fram að starfsfólk skólans hefði áhyggjur af B vegna einkenna tengslaröskunar og óásætta nlegra uppeldisaðstæðna. Þá var tilkynnt um ofbeldi sem C beitti aðra ásamt slæmu utanumhaldi um heimavinnu og námsgögn. Kom fram að C væri 2019 þar sem s tefnda samþykkti að C og B fengju sálfræðiviðtöl og að hún myndi funda reglulega með félagsráðgjafa. Stefnda mun samkvæmt stefnanda þrátt fyrir það hafa hafnað sálfræðiaðstoð fyrir drenginn. Önnur tilkynning barst frá 29. janúar 2020. Kom þar fram að C h efði greint starfsmanni frístundar frá því að stefnda beitti hann ofbeldi, m.a. með priki og með því að klípa eða rífa í hann. Vegna þessa ræddu tveir starfsmenn stefnanda við börnin 5. febrúar 2020. Þar bar C með sama hætti og áður um að stefnda notaði pr ik til þess að refsa honum. Sýndi hann starfsmönnum stefnanda með notkun bangsa hvernig hún beitti prikinu og hvar á líkama hans höggin lentu. Benti hann á fætur, hendur, maga og bak. Hann sagði stefndu lemja B með sleif næstum því alla daga, en að hún no taði prikið meira á hann sjálfan. þaðan sem stefnda væri. Starfsmenn stefnanda ræddu einnig við D og kvað hann stefndu lemja börnin með priki þegar þ au færu ekki eftir reglum. Nefndi hann sömu staði á líkamanum og C hafði gert. B tjáði sig hins vegar ekki um ofbeldi og sagði hún móður sína góða við börnin. Þannig sagði hún og neitaði hún því alfarið að beita börnin ofbeldi. Kvað hún drengi sína hafa búið söguna til eftir að hafa horft of mikið á Youtube. Hún gekkst þó við því að hafa rassskellt börnin. Stefnanda barst önnur tilkynning frá leikskóla D 5. febrúar 2020 þar sem greint var frá því að drengurinn hefði tjáð starfsmanni að stefnda hefði slegið föður hans með priki er hann neitaði að gefa henni 100 dollara. Auk þess barst önnur tilkynning frá 12. febrúar 2020 um ætlaða vanrækslu hvað varðaði fatnað, nesti og heimanám. Kom fram að börnin væru þreytt í skólanum og mættu seint. Hegðun C væri erfið og að hann væri dapur. Hafi hann tjáð aðstoðarskólastjóra að hann vilji ekki hitta móður sína þar sem hún sé alltaf að berja hann. Stefnda fari að öðru leyti ekki að tilmælum se m beint sé að henni. Loks barst tilkynning frá heilsugæslu stefndu 13. febrúar 2020 um að stefnda hefði hvorki mætt Eftir könnun málsins í kjölfar framangreindra tilkynninga var ákveðið að vista börn stefndu utan heimilis hennar í tvær vikur með samþykki hennar. Málið var síðan tekið fyrir 19. febrúar sl. og með úrskurði stefnanda sama dag var ákveðið að vista börnin ut an heimilis í tvo mánuði. Þá var ákveðið að farið skyldi fram á lengri vistun, eða til 19. ágúst, fyrir dómi. Börnin fóru öll í vistun þann sama dag. Fór D til föður síns og ömmu, en C og B til sitthvorra fósturforeldranna. Stefnandi höfðaði síðan mál fyri r Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess var krafist að börnin skyldu vistuð utan heimilis frá 19. febrúar 2020 7 í allt að sex mánuði. Gerð var dómsátt um þá kröfu 22. júní 2020 á þá leið að samkomulag væri fyrir því að börnin yrðu vistuð utan heimilis til og m eð 1. júlí 2020. Þann dag var málið síðan tekið fyrir að nýju hjá stefnanda og úrskurðað um að börnin skyldu kyrr þar sem þau höfðu dvalið í allt að tvo mánuði frá og með 1. júlí 2020 á grundvelli a - liðar 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með ú rskurði Héraðsdóms Reykjaness 11. ágúst 2020 var úrskurður stefnanda staðfestur. Börn stefndu fóru í skýrslutöku í Barnahúsi 11. mars 2020. B neitaði fyrir að hafa verið beitt ofbeldi af hálfu stefndu og D og C tjáðu sig ekki. Aðspurður um það hvort hann h afi verið að plata þegar hann greindi frá ofbeldi stefndu svaraði C hins vegar neitandi. Eftir ákvörðun stefnanda um vistun utan heimilis dvaldi B upphaflega á vistheimili en 27. mars að henni hefur vegnað vel og fær hún góða umsögn frá skóla og fósturforeldrum. D var upphaflega vistaður hjá föður sínum en hann fluttist og hefur h egðun hans og líðan batnað til muna. Þá hafa framfarir í námi átt sér stað. Samkvæmt umsögn frá leikskóla D er vel haldið utan um drenginn og honum virðist líða betur og hegðun hans sé betri. Í bréfi leikskólastjóra leikskólans 8. október 2020 segir þannig að um sé að ræða glaðan dreng sem líði vel. Aðlögun hafi gengið vel og D fljótlega tengst starfsfólki. Hann eigi góð samskipti við önnur börn, sé snyrtilegur til fara og fari yfirleitt eftir fyrirmælum. Í heimsókn starfsmanns stefnanda á fósturheimili C o g D 21. september 2020 lýstu bræðurnir því að þeim liði vel á fósturheimilinu. B virðist einnig hafa aðlagast vel og er jákvæð og glöð. Í heimsókn til að hitta vini sína. Þá sagðist hún vilja fá D til sín. Fram kom að B kalli fósturforeldra sína mömmu og pabba og að henni líði vel á heimilinu. Hún fái umhyggju frá fósturforeldrum en einnig festu og ramma varðandi athafnir dagslegs lífs. Að mati fósturforel dra hefur hún þroskast mikið á þeim tíma sem hún hefur sig fram við námið og sýni framfarir. Hún sé broshýr, jákvæð og virðist líða vel. Námsleg s taða sé eftir Stefnda hefur haft reglulega umgengni við börn sín síðustu mánuði, ýmist vikulega á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Af gögnum málsins verður ráðið að umgengni hafi gengið misvel og að stefnda taki gjarnan ættingja með sér. Samkvæmt yfirsetuaðila hefur hún á köflum sýnt börnum sínum litla athygli og eytt meiri tíma í að tala í síma eða gagnrýna yfirsetuaðila. Þá hefur borið nokkuð á reiði stefndu í garð yfirsetuaðila og tilraunum henn ar til þess að komast hjá eftirfylgd í umgengni. Stundum hefur gengið betur og hún gefið sig meira að börnunum, en oft virðist það helst felast í því að snyrta hár barnanna og gefa þeim að borða. Virðist hún eyða mestum tíma með B í umgengni og hefur farið vel á með mæðgunum. Með tölvupósti 8. október 2020 tjáði fósturfaðir C og D stefnanda að bræðurnir hefðu kvöldið áður verið að ræða saman við matarborðið eftir að fósturfaðirinn hafði skammað C fyrir læti. Lýsti hann það hjá bróður sínum. Í bréfinu kemur einnig fram að C sé orðinn læs og að bræðrunum líði vel þótt C sé krefjandi og þurfi mikið aðhald. Varðandi umgengni við stefndu telji fósturforeldrarnir drengina koma trekkta heim og að óhóflegt sælgætisát og spenningur einkenni umgengni. Drengirnir tali nánast aldrei um móður sína, en finnist engu að síður spennandi að hitta hana. Í tölvubréfi fósturforeldra B til stefnanda 12. október 2020 kemur fram a ð B líði vel og að hún sé í ágætu jafnvægi dagsdaglega. Henni líði vel í skóla og taki framförum í námi í litlum skrefum. Hún hafi eflst í félagsþroska og sé að mynda vinasambönd. Hún sakni bræðra sinna, sérstaklega D, en tali sjaldan um móður sína. Hún vi lji ekki hitta hana nema með bræðrum sínum. Hún sé kvíðin fyrir umgengni við móður sína en að öðru leyti raski umgengni henni ekki mikið. Hún leiti helst eftir samskiptum við stefndu þegar komi að sérstökum mat sem hana langi í eða hafi alist upp við í [.. .]. Hún spyrji þó reglulega hvenær hún hitti móður sína næst og segist vilja flytja aftur til hennar. Öllum börnum stefndu var skipaður talsmaður í upphafi árs 2020 og var H félagsráðgjafi fengin til starfans. Í skýrslum hennar, sem stefnandi móttók 17. f ebrúar 2020, segir að C hafi verið fámáll og ekki viljugur til að ræða málin. Honum fyndist gott að vera hjá mömmu sinni en einnig hjá I á vistheimilinu. 8 Kvaðst hann alltaf vilja vera hjá I. Talsmanninum gekk einnig erfiðlega að fá fram afstöðu D til móður sinnar og tjáði hann sig lítið um hana að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki vilja hitta hana aftur. Samtalið við B gekk mun betur en talsmaður lýsti ósamræmi í svörum hennar og að hún hefði virst svara eftir því sem hún teldi rétt en ekki hvað henni f yndist. Hefði hún sagt að sér liði best heima hjá sér þegar hún væri að hlusta á tónlist og þegar hún væri með mömmu sinni. Í júní 2020 voru aftur gerðar talsmannsskýrslur í málum barnanna. Í skýrslu talsmanns D, H félagsráðgjafa, 19. júní 2020 kemur fram að D forðist að ræða móður sína. Hann hafi eingöngu nefnt systkini sín þegar talið hafi borist að því að heimsækja móður sína og að hann vilji eiga heima hjá ömmu sinni, pabba og afa sem hann bjó hjá á þessum tíma. Í skýrslu J, talsmanns C, 16. júní 2020, Honum líði vel og tengist fósturforeldrum sínum. Hann forðist einnig að ræða móður sína. samskiptum við fósturforeldra. Hún upplifi sig sem eina af fjölskyldunni og segist geta verið þar áfram þótt hún vilji fara oftar til móður sinnar en hún geri nú. Hún sakni stefndu og vilji bæði vera hjá henni og fósturforeldrum. Að tilstuðlan stefnanda gekkst ste fnda undir forsjárhæfnismat hjá L sálfræðingi og skilaði hann matsgerð 22. júní 2020. Í niðurstöðum sálfræðingsins kemur fram að forsjárhæfni stefndu sé skert og að aðstæður barna hennar séu þeim skaðlegar. Fram kemur að tengslarof hafi orðið á milli stef ndu og B og að ýmislegt í fari stúlkunnar sýni það. Af umsögnum um umgengi við móður verði ráðið að stefnda hafi oft sýnt stúlkunni litla athygli, verið kuldaleg og hunsað hana. Samskiptin einkennist af hörku og kulda móður í þeim tilgangi að sveigja B til hlýðni í stað þess að sýna henni þá ástúð, umhyggju og hlýju sem hún þurfi á að halda. Hvað varði C sé stefnda hjálparlaus og skorti getu til að taka á erfiðri hegðun. Hún hafi því gripið til þess að lemja drenginn til hlýðni eða læst hann inni í herbergi þegar hann hafi ekki getað sofnað. Samskiptin einkennist af þörf fyrir að ná stjórn á aðstæðum. Stefnda sé sömuleiðis kuldaleg í samskiptum við D. Sálfræðingurinn dregur ekki í efa að stefndu þyki vænt um börnin sín og að hún tengist þeim með ástúðlegum og hlýjum tilfinningum. Hegðun og viðmót gagnvart þeim sé hins vegar annað og einkennist af kaldranalegum uppeldis - og stjórnunarstíl sem leiði til þess að börnin beri óttablandna virðingu fyrir stefndu. Skap - og persónuleikavandi sé til staðar sem hamli verulega tilfinningastjórn og samskipta - og tengslafærni. Hún hafi sýnt meðferðarþörf C lítinn skilning og endurtekið haldið því að gagnvart þroskavænlegri örvun og hvatningu. Hún geri sér ekki grein fyrir ólíkum þroskastigum og getu barna sinna og geri ýmist óraunhæfar kröfur eða engar. Þegar komi að reglum og aga hafi henni ekki tekist að skapa börnunum uppbyggjandi eða leiðbeinandi aðstæður öðruvísi en me ð því að beita harðræði og ofbeldi. Henni hafi gengið illa að búa þeim nauðsynlega vernd og öryggi og ekki náð staðfestu með uppbyggjandi uppeldi án þess að setja þau í hættu eða valda þeim óþægindum og skaða. Innsæi stefndu hvað vandann varði sé skert og virðist hún lítið hafa lært af inngripum barnaverndar. Uppeldisaðferðir stefndu séu til þess fallnar að auka á hegðunarvanda og vanlíðan barna stefndu og líkur á því að þau hljóti varanlegan tilfinningalegan skaða. Eigi stefnda að eiga einhverja möguleika á að bæta stöðu sína þurfi að eiga sér stað algjör viðhorfsbreyting þar sem hún viðurkenni vanmátt sinn og fylgi leiðsögn. Líkurnar á því að það gerist verði því miður að teljast litlar. Er það niðurstaða matsmannsins að forsjárhæfni stefndu sé mjög skert og að hún hafi takmarkaða getu til að bæta stöðu sína. Mál stefndu var lagt fyrir á fundi stefnanda 1. júlí 2020 og var þá ákveðið að kyrrsetja börnin í tvo mánuði og höfða mál á hendur stefndu til forsjársviptingar. Stefnda kærði úrskurðinn fyrir sitt le yti og með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 11. ágúst 2020 var úrskurður stefnanda staðfestur. Stefnandi höfðaði síðan mál þetta eins og áður segir með stefnu undirritaðri af lögmanni hennar 26. ágúst 2020. Undir rekstri máls þessa óskaði stefnda eftir því a ð dómkvaddur yrði matsmaður til að framkvæma mat á forsjárhæfni hennar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2020 var þeirri beiðni hafnað á þeim forsendum að fyrir lægju tvær matsgerðir um forsjárhæfni stefndu auk viðamikilla gagna um tilkynninga r, inngrip og úrræði sem gripið hefði verið til í máli stefndu. Væri umbeðin 9 sönnunarfærsla í málinu, sem sætti flýtimeðferð eftir 53. gr. b í barnaverndarlögum, þannig tilgangslaus til sönnunar. Stefnda mun ekki hafa kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt ley ti. Stefnda gaf aðilaskýrslu fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Þá gáfu vitnaskýrslur L sálfræðingur, G, félagsráðgjafi stefnanda, M félagsráðgjafi, N þroskaþjálfi, O, fósturfaðir drengja stefndu, og P, fósturmóðir B. Þá gáfu skýrslur Q, R, S og T, k unningjar stefndu. Ekki er þörf á að rekja framburði fyrir dómi að öðru leyti en því sem gert verður í forsendum dómsins eftir því sem þurfa þykir. Helgi Viborg, sálfræðingur og sérfróður meðdómsmaður, kannaði viðhorf barna stefndu fyrir aðalmeðferð málsi vinkonur. Hvað framtíðarbúsetu varðaði svaraði hún því fyrst þannig til að hún vildi vera áfram á fósturheimili ásamt bræðrum sínum og fara í heimsóknir til stefndu. Sí ðan sagðist hún vilja vera hjá stefndu en tók þó f ram að samt hefði verið skemmtilegt hjá stefndu. C virtist afar skýr um að vilja búa áfram hjá fósturforeldrum sínum. D tjáði sig lítið og var erfitt að greina vilja hans. Talaði hann bæði um að búa hjá móður sinni og eins að vera áfram hjá fósturforeldru num en heimsækja stefndu. Aðalmeðferð málsins fór upphaflega fram 17. nóvember 2020. Eftir dómtöku málsins bárust hins vegar upplýsingar um það frá lögmanni stefnanda að synir stefndu hefðu farið í skýrslugjöf í Barnahúsi vegna ásakana um meint ofbeldi a f hálfu stefndu. Var málið því tekið fyrir að nýju 12. janúar sl. til framlagningar umræddra skýrslna og endurflutnings, sbr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í umræddum skýrslutökum í Barnahúsi tjáðu báðir drengir stefndu sig um ofbeldi af hennar hálfu. C lýsti því í skýrslu sinni að stefnda væri ekki góð við börn sín og að hún hefði ítrekað lamið þau með sleif og belti. Aðspurður um hvar á líkamanum stefnda hefði slegið hann svaraði lamið B án þess að hún hefði gert mistök. Kvað C ofbeldið hafa átt sér stað mjög oft og að það hafi staðið yfir alla hans ævi. Um hefði v erið að ræða þykka sleif og belti úr leðri með stáli. II. 1. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að daglegri umönnun og uppeldi barna stefndu sé verulega ábótavant og að andlegri heilsu og þroska þeirra sé hætta búin vegna vanhæfni hennar. Uppeldisaðstæður barnanna séu bæði ófullnægjandi og skaðlegar og hafi langvarandi áhyggjur verið uppi af getu hennar til að sinna börnunum. Rökstuddar áhyggjur séu af því að líkamlegar refsingar séu notaðar á heimili stefndu, en báðir drengir hennar hafi ítrekað tjáð sig um ofbeldi við ólíka aðila. Með dómi Hæstaréttar [...] júní í máli nr. [.. .] hafi verið staðfestur úrskurður Héraðsdóms Reykjaness frá 20. maí 2016 um vistun drengjanna utan heimilis í fjóra mánuði, en í því máli hafi vitni borið um framkomu við drengina sem ekki samrýmist hlutverki góðra foreldra. Hafi niðurstaðan verið sú að mikið vantaði upp á að stefnda teldist uppfylla skyldur sínar sem foreldri. Stefnda hafi ekki verið fús til samvinnu við barnaverndaryfirvöld og ekki þegið þá aðstoð sem máli stefndu vegna skorts á samstarfsvilja. Forsjárhæfni stefndu hafi upphaflega verið metin af Y sálfræðingi árið 2016. Þótt sálfræðingurinn hafi á þeim tíma komist að því að erfiðir persónuleikaþættir stefndu hefðu ekki áhrif á uppeldisfærni hennar væri nú komið í ljós að það væri rangt. Fram hafi komið að til þess að stefnda gæti nýtt sér uppeldisaðstoð byggða á leiðbeiningum og kennslu væri mikilvægt að hún bæri traust til viðkomandi aðila. Viðkomandi stuðningsaðili þyrfti að vera fær um að sýna henni v irðingu, skilning og hlýju í samskiptum. Þrátt fyrir tilraunir hafi stefnandi ekki getað fundið stuðningsaðila sem reynst hafi stefndu þóknanlegur og hafi hún 10 ítrekað hafnað stuðningi. Vandi barna stefndu hafi vaxið og sé hún ófær um að þiggja leiðbeininga r og stuðning. Hún vantreysti fólki og túlki orð og athafnir sem gagnrýni á sig. Forsjárhæfni stefndu hafi aftur verið metin nýlega af L sálfræðingi. Af matsgerð hans 22. júní 2020 leiði að stefnda sé ólíkleg til að geta nýtt sér stuðning vegna tortryggni og vantrausts. Persónuleikaþættir stefndu geri henni erfitt fyrir að skapa börnum sínum þroskavænlegar aðstæður og hún hafi ekki getað skapað þeim uppbyggjandi eða leiðbeinandi aðstæður öðruvísi en með harðræði og ofbeldi. Ljóst sé af forsjárhæfnismatinu að hæfni stefndu til að sinna börnum sínum sé verulega skert og að það sé beinlínis hættulegt börnunum að vera í umsjá hennar. Af gögnum málsins verði ráðið að börnin búi við vanrækslu hvað varði fatnað, nesti og nám. - og i í garð meðferðaraðila. Stuðningsúrræðin sem gripið hafi verið til hafi ekki skilað tilætluðum árangri og hafi ástandið farið versnandi. Nauðsynlegt sé því að grípa inn í aðstæður barnanna til að tryggja öryggi og velferð þeirra. Það samrýmist ekki hagsmu num þeirra að búa áfram við sömu aðstæður þar sem þau þurfi að þola ofbeldi og vanrækslu, sbr. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Byggir stefnandi á því að réttur barna til viðunandi uppeldis og umönnunarskilyrða vegi þyngra en forsjárréttur foreldra. Um sé að ræða grundvallarreglu barnaréttar sem endurspeglist í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland sé aðili að. Vilji barna stefndu sé að búa áfram hjá fósturforeldrum og mikilvægt sé að tekið sé tillit til þess. Drengirnir hafi verið mjög skýrir í afstöðu sin ni og lesa megi úr skýrslu talsmanns B að hún vilji einnig búa áfram hjá fósturforeldrum þótt hún sakni stefndu. Að mati stefnanda séu öll skilyrði a - , c - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga uppfyllt og því beri að svipta stefndu forsjá barna sinna . Auk þess sé vísað til 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, svo og 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Loks sé vísað til 46. gr. barnaverndarlaga og 12. gr. barnasáttmálans, en af þeim leiði að börn ei gi rétt á að taka þátt í ákvörðunum sem varði þau sjálf óháð vilja eða afstöðu forsjáraðila. 2. Málsástæður og lagarök stefndu Stefnda byggir kröfu sína um sýknu á því að einungis sé um að ræða grunsemdir um ofbeldi og hafi börn hennar upphaflega neitað f yrir slíka háttsemi stefndu. Engin læknisvottorð liggi fyrir sem styðji ásakanir um ofbeldi, heldur þvert á móti vottorð sem styðji að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. C hafi ekki greint rétt frá og komi það skýrlega í ljós í skýrslutökum Barnahúss í mars 2020. Hefði stefnda ástundað slíkar barsmíðar væri ljóst að leikskóli og skóli barnanna hefðu orðið þess áskynja. Þá sé ljóst að stefnda hafi í gegnum árin engar athugasemdir fengið varðandi umhirðu eða aðbúnað barnanna. Stefnda byggir auk þess á því að m eðalhófs hafi ekki verið gætt og að stefnandi fari fram með að komið hafi í ljós til þess að takast á við vanda B varðandi málþroska og slaka einbeitingu, en ljóst sé af tilkynningu skóla stúlkunnar að stefndu skorti úrræði og leiðsögn í þeim efnum. Stefnda vísar til þess að þann 9. september 2019 hafi verið samþykkt meðferðaráætlun þar sem gert hafi verið ráð fyrir sálfræðiaðstoð fyrir börn stefndu. Börnin hafi engin sálfræðiviðtöl fengið og enginn fundur hafi verið haldinn með félagsráðgjafa. Þá sé því mótmælt sem röngu að stefnda hafi ekki verið fús til samstarfs. Vissulega hafi komið tímar þar sem uppeldi þriggja barna sé krefjandi. Það eigi hins vegar ekki að leiða til þess að foreldrar séu sviptir forsjá b arna sinna. Sýna þurfi fram á að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé ábótavant. Það hafi ekki verið gert í máli stefndu. Þá hafi vægari úrræði ekki verið reynd með fullnægjandi hætti. Stuðningur við B hafi verið takmarkaður og haf i hún t.d. augljóslega þurft meiri aðstoð við íslensku. Stefnda hafi hins vegar ekki getað kennt henni íslensku sjálf. 11 Ótækt sé að staða barna stefndu sé lögð að jöfnu í öllu tilliti. B hafi ítrekað sagt að hún vilji búa hjá stefndu og að henni líði vel h já henni. Hún hafi margsagt að ofbeldi af hálfu stefndu eigi ekki við rök Því sé hafnað að stefnandi hafi gert árangurslausar tilraunir til þess að finna stuðningsaðila sem stefnda treysti. Á þeim t talist forsenda þess að vera úthrópuð ósamvinnuþýð. Hún hafi einfaldleg a ekki viljað leggja lyf á svo lítið barn. Hvað varði fullyrðingar stefnanda þess efnis að lítil tengsl séu á milli stefndu og barnanna og að hún eyði tíma í umgengni í að sinna hári þeirra bendi stefnda á að húsnæðið sem notað hafi verið til umgengni haf i verið þess eðlis að lítið var um dót og aðstæður til þess að eiga samskipti við börnin. Samskiptin hafi augljóslega markast af óeðlilegu umhverfi og þvinguðum aðstæðum. Umgengni stefndu við börn sín við slíkar aðstæður varpi ekki ljósi á samskipti þeirra venjulega og sé því ekki marktæk varðandi tengsl hennar við börnin. Auk þess bendi stefnda á að hún komi frá ólíkum menningarheimi þar sem atlæti við börn vegna hárs þeirra sé meira en hér á landi. Einnig sé meira um að fjölskyldan dansi, syngi eða horfi á sjónvarp saman. Í þessu sambandi bendi stefnda enn fremur á að athugasemdir matsmanns um tengslaleysi séu fráleitar, enda hafi matsmaðurinn einungis dvalið á heimilinu í um tvær klukkustundir. Af framangreindu telji stefnda ljóst að skilyrðum forsjársvi ptingar sé ekki fullnægt í máli þessu. III. Forsendur og niðurstaða Krafa stefnanda er reist á því að uppfyllt séu skilyrði a - , c - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 til sviptingar forsjár stefndu, en börn hennar eru nú vistuð utan hei milis á vegum stefnanda samkvæmt 28. gr., sbr. a - lið 27. gr., laganna. Er á því byggt af hálfu stefnanda að stefnda beiti börn sín ofbeldi og að andlegri heilsu og þroska þeirra sé hætta búin vegna vanhæfni hennar sem forsjáraðila barnanna. Stefnda hafnar því hins vegar að hafa beitt börn sín ofbeldi og telur stefnanda ekki hafa sýnt fram á að skilyrðum forsjársviptingar sé fullnægt. Einungis sé um að ræða getgátur um líkamlegar refsingar og vanrækslu sem enginn fótur sé fyrir auk þess sem rangt sé að hún h afi ekki sýnt samstarfsvilja gagnvart stuðningi stefnanda. Þá byggir stefnda á því að ótækt sé að leggja stöðu barnanna þriggja að jöfnu í málinu. Elsta dóttirin, B, hafi alfarið neitað ásökunum um ofbeldi og vilji dvelja hjá móður sinni. Sé rétt að virða þann vilja hennar. Samkvæmt 1. gr. barnaverndarlaga eiga börn rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska. Þá ber foreldrum að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár - og uppeldisskyldum við börn sín sem best hentar hag og þörfum þeirra. Ber fo reldrum að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Af 12. gr. laganna leiðir síðan það hlutverk barnaverndaryfirvalda að hafa eftirlit með aðbúnaði og uppeldisskilyrðum barna og grípa til viðeigandi aðgerða búi bö rn við óviðunandi uppeldisaðstæður. Um forsjársviptingu er fjallað í 29. gr. barnaverndarlaga. Þannig segir í a - lið 29. gr. laganna að barnaverndarnefnd geti krafist sviptingar forsjár fyrir dómi ef daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og bar ns er alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Sömu kröfu er unnt að gera samkvæmt c - lið greinarinnar ef barni er misþyrmt, því misboðið kynferðislega eða það má þola alvarlega andlega eða líkamlega áreitni eða niðurlægingu á heimilinu. Lo ks er í d - lið veitt heimild til forsjársviptingar ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflan a, greindarskorts eða þegar breytni þeirra er líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Við mat á því hvort skilyrðum fyrrgreindra töluliða 29. gr. barnaverndarlaga er fullnægt verður enn fremur að hafa í huga það markmið laganna að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Í því tilliti skal leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Þá ber að h afa hliðsjón af þeim meginreglum barnaverndarstarfs sem fram koma í 4. gr. laganna, en af þeim leiðir m.a. að beita skal þeim ráðstöfunum sem barni eru fyrir bestu og skulu hagsmunir barns hafðir í 12 fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda, sbr. 1. mgr. greinarinnar. Þá er gert ráð fyrir því í 2. og 3. mgr. 4. gr. að barnaverndaryfirvöld taki tillit til sjónarmiða og óska barna eftir því sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til og stuðli að stöðugleika í uppvexti barna. Eins og að framan er rakið hef ur stefnandi haft margvísleg afskipti af málefnum stefndu og barna hennar allt frá því að mál þeirra komu fyrst til kasta nefndarinnar árið 2013. Hafa ítrekaðar tilkynningar borist um ofbeldi og vanrækslu á heimili stefndu og fjöldi athugasemda frá starfsf ólki skóla, leikskóla og heilsugæslu um áhyggjur af högum barnanna. Þá liggur fyrir fjöldi meðferðaráætlana samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga þar sem mælt hefur verið fyrir um eftirlit á heimili stefndu, aðstoð og stuðning félagsráðgjafa, talsmenn fyrir bö rnin, tilsjón og önnur stuðningsúrræði. Af gögnum málsins virðist ljóst að þrátt fyrir þau úrræði sem stefndu hafa verið veitt hefur hún átt í verulegum vandræðum með að ala önn fyrir börnum sínum og mæta ólíkum þörfum þeirra. Börnin hafa glímt við ýmis v andamál af tilfinningalegum, félagslegum og námslegum toga sem stefnda hefur átt í erfiðleikum með að mæta. Þannig hefur hún hvorki getað stutt við nám barna sinna með fullnægjandi hætti né veitt þeim nauðsynlegan stuðning í tengslum við ólík vandamál á bo fyrir dómi ráðið að áhyggjur hafi verið uppi af harkalegum uppeldisaðferðum stefndu og kulda í samskiptum við börnin. Loks hafa báðir drengir stefndu borið um ofbeldi af hennar hálfu og hefur föðuramma yngsta drengsins lýst verulegum áhyggjum af ströngu uppeldi barnanna. Stefnda hefur tvisvar sinnum gengist undir forsjárhæfnismat. Í fyrra matinu, sem framkvæmt var í desember árið 2016, var það niðurstaða matsmanns að þótt stefnda byggi við erfiða persónuleikaþætti sem hömluðu henni í samskiptum við annað fólk væri hún vel fær um að sinna daglegum þörfum barna virk hún væri í að fara með syni sína út, en þrátt fyrir það nokkuð gott innsæi til að styrkja og mæta þörfum barna sinna. Hún þyrfti hins vegar á uppeldisaðstoð að halda og til þess að geta nýtt sér hana væri mikilvægt að hún bæri traust til viðkomandi að ila. Í síðara forsjármatinu, sem unnið var af L sálfræðingi í júní 2020 og áður hefur verið gerð grein fyrir, er niðurstaðan mun afdráttarlausari um skerta forsjárhæfni stefndu. Er niðurstaða matsmannsins sú að aðstæður barna stefndu séu þeim skaðlegar og að samskipti stefndu við börnin einkennist af hörku og kulda. Hún hafi ekki burði til þess að veita börnum sínum viðeigandi stuðning og að viðmót gagnvart þeim einkennist af kaldranalegum uppeldis - og stjórnunarstíl þar sem harðræði og ofbeldi sé beitt. Hú n geri sér ekki grein fyrir ólíkum þroskastigum og hafi ekki skilning á þroskavænlegri örvun og hvatningu. Þá sé innsæi hennar í vandann skert og líkur á að börnin hljóti varanlegan tilfinningalegan skaða. L kom fyrir dóm og staðfesti fyrrgreinda matsgerð sína. Aðspurður um hvort stefnda gæti bætt forsjárhæfni sína taldi hann það ólíklegt með hliðsjón af reynslunni í máli stefndu hingað til. Stefnda væri tortryggin og teldi sig vita betur en þeir sem reyndu að aðstoða hana. Traust og samvinna væri ekki til staðar, en þessi atriði ásamt grundvallarviðhorfsbreytingu stefndu væru grundvöllur þess að hún gæti bætt sig. Taldi matsmaðurinn að börn stefndu ættu á hættu að verða fyrir alvarlegum skaða og að auðséð væri að ofbeldi hefði átt sér stað á heimilinu. Á sömu lund eru framlagðar skýrslur starfsmanna stefnanda ásamt framburði þeirra fyrir dómi. Lýsa starfsmennirnir vanrækslu stefndu, umhyggjuleysi og innsæisskorti þegar komi að stuðningi við börnin. Samskiptin hafi gengið erfiðlega og lítill árangur náðst í samvinnu við stefndu. Þannig greindi G félagsráðgjafi frá því fyrir dómi að bæði C og D hefðu sagt stefndu slá börnin með priki eða sleif. C hafi bent á líkama bangsa til útskýringar á því á hvaða staði líkamans stefnda lemdi hann. D hefði einnig borið á sömu leið, en B hins vegar farið í vörn og neitað ofbeldi. Þá lýsti vitnið M félagsráðgjafi því fyrir dómi að drengirnir hefðu greint henni frá ofbeldi stefndu og að þeir væru báðir trúverðugir í þeirri frásögn sinni. Auk þessa hafa hinir ýmsu ráðgjafar og stuðningsaðilar, sem komið hafa að málum stefndu á vegum stefnanda, lýst verulegum áhyggjum af forsjárhæfni hennar og talið börnunum hætta búin af þeim uppeldisaðferðum sem stefnda hefur tileinkað sér. Að mati dómsins liggur samkvæmt framansögðu ljóst fy rir að daglegri umönnun og uppeldi barna stefndu hafi verið verulega ábótavant. Mikið skortir á að stefnda hafi innsýn í þroska barna sinna og geti 13 mætt ólíkum þörfum þeirra og vandamálum, auk þess sem hún gerir sér illa grein fyrir mikilvægi þess að börni n fái viðeigandi stuðning, örvun og hvatningu. Jafnframt benda gögn málsins og framburður sérfræðinga fyrir dómi til þess að samskipti við börnin einkennist af kulda og ógnandi stjórnunarstíl en ekki umhyggju og nærfærni, svo sem börnum ber skýlaus réttur til samkvæmt 2. mgr. 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. D ómurinn er þannig sammála þeirri ályktun L sálfræðings að verulega skorti á skilning stefndu hvað varði þarfir barnanna og að viðmót gagnvart þeim einkennist af hörku og harðræði. Þá tekur dómurinn undir það mat matsmannsins að stefnda eigi við erfið persónueinkenni að stríða sem hún hafi ekki fengist til að takast á við og að ólíklegt verði að teljast að miklar breytingar verði þar á nema með verulegri viðhorfsbreytingu. Að mati dómsins getur engu breytt í þessum efnum niðurstaða Y sálfræðings frá árinu 2016 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stefnda væri þrátt fyrir allt fær um að sinna börnum sínum. Í því sambandi er í fyrsta lagi til þess að líta að mat Y er fjórum árum eldra en nýlegt og ítarlegra mat L sálfræðings frá júní 2020. Í öðru lagi liggur fyrir af gögnum málsins að hagir barna stefndu hafi breyst til hins verra á síðustu fjórum árum og að aðstæður séu þannig allt aðrar en þegar Y skilaði mati sínu. Í þriðja lagi verður ekki fr amhjá því litið að er hið fyrra mat var unnið bjó stefnda með tveimur sonum sínum sem til staðar áður árið 2016, hafa nú gert vart við sig hjá börnunum, s vo sem hegðunarerfiðleikar C og báðir drengir stefndu hafa ítrekað greint frá ofbeldi af hennar hálfu og fá þær frásagnir nokkra stoð í gögnum málsi ns sem benda til harðræðis í uppeldi stefndu. Í ljósi framangreinds er ekki ástæða til að draga í efa þá niðurstöðu matsgerðar L sálfræðings að forsjárhæfni stefndu sé verulega skert og að aðstæður á heimili stefndu séu börnunum skaðlegar. Með vísan til alls framangreinds er það mat dómsins að daglegri umönnun og uppeldi barna stefndu sé alvarlega ábótavant og að andlegri heilsu þeirra sé stefnt í hættu haldi hún forsjá þeirra, sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Þá telur dómurinn stefnan da hafa fært fullnægjandi sönnur á líkamlegt ofbeldi eða niðurlægingu á heimili stefndu í skilningi c - liðar sömu málsgreinar. Er því fullnægt skilyrðum fyrir forsjársviptingu samkvæmt greindu ákvæði barnaverndarlaga. Kemur þá til skoðunar hvort nauðsynleg t sé að grípa til þess viðurhlutamikla úrræðis sem forsjársvipting er og hvort önnur úrræði séu fullreynd. Af 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga leiðir sú fortakslausa skylda að barnaverndaryfirvöld gæti þess eftir föngum að almenn úrræði til stuðnings fjölsk yldu séu reynd áður en gripið er til meira íþyngjandi úrræða. Þá skulu þau ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Skal því aðeins gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki ná ð með öðru og vægara móti. Í 2. mgr. 27. gr. laganna er meðalhófsregla þessi sérstaklega áréttuð að því er varðar forsjársviptingu, en hún skal því aðeins gerð að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafa verið reynd ar án viðunandi árangurs. Eins og áður greinir hafa barnaverndaryfirvöld unnið að málum stefndu og barna hennar frá árinu 2013. Þannig hefur fjöldi meðferðaráætlana verið gerður þar sem mælt hefur verið fyrir um stuðning í formi eftirlits og tilsjónar á hafa börn stefndu notið aðstoðar félagsráðgjafa og sálfræðinga, auk talsmanna og stuðnings á vettvangi skóla og leikskóla. Þrátt fyrir mikla erfiðleika á heimili stefndu hefur henn i hins vegar ekki lánast að nýta sér þá aðstoð sem henni hefur staðið til boða og hefur verulega skort á samstarfsvilja og samvinnu af þroskaþjálfa hjá þjónu stumiðstöðinni, fyrir dómi verður ráðið að sú tilhögun hafi engu breytt og stefnda áfram verið erfið í samvinnu. Þá verður af matsgerð L sálfræðings skýrlega ráðið að innsæi stefndu í vandann sé verulega skert og að afstaða hennar til stuðnings stefnanda h afi staðið henni fyrir þrifum þegar komi að möguleikum á úrbótum. Staðfesti sálfræðingurinn að verulega ólíklegt væri að stefnda gæti bætt sig í hlutverki sem forsjáraðili barnanna. Með vísan til þess er að framan greinir um þann margvíslega stuðning sem stefndu hefur staðið til boða, framlagðra gagna og í ljósi andstöðu stefndu sjálfrar við að þiggja stuðning og leiðbeiningar 14 stefnanda, er það mat dómsins að í máli þessu hafi verið sýnt fram á að fullreynd hafi verið önnur og vægari úrræði án viðunandi ár angurs áður en til málshöfðunar kom. Samkvæmt gögnum málsins er ljóst að ekki hefur tekist að fá stefndu til samvinnu við stefnanda á grundvelli þeirra meðferðaráætlana sem gerðar hafa verið og er það mat dómsins að afstaða stefndu í þessum efnum endurspeg li verulegan skort á innsæi hvað varðar þarfir barnanna og nauðsynlegan stuðning. Þeirri málsástæðu stefndu, að önnur og vægari úrræði hafi ekki verið reynd í málinu, er því hafnað. Stefnda byggir sýknukröfu sína einnig á því að óeðlilegt sé að leggja stö ðu allra barna stefndu að jöfnu þegar komi að mati á skilyrðum forsjársviptingar. Horfa þurfi á aðstöðu hvers barns fyrir sig og m.a. líta til þess skýra vilja B að búa hjá stefndu. Hvað afstöðu barna stefndu varðar virðist ljóst af gögnum málsins, og sa mtali sérfróðs meðdómsmanns við börnin fyrir aðalmeðferð málsins, að það sé eindreginn vilji C að dvelja áfram á fósturheimilinu ásamt bróður sínum. Drengnum hefur farið verulega fram bæði náms - og félagslega og líður vel í því umhverfi sem hann býr nú við . D er ekki eins afgerandi í sinni afstöðu, en kveðst líða mjög vel á fósturheimilinu og hefur farið mikið fram að mati leikskóla og fósturforeldra. Þannig sagði vitnið O, fósturfaðir drengjanna, í skýrslu sinni fyrir dómi að D gengi vel og að flutningur á fósturheimilið hefði verið honum lítið mál. Hlutirnir hefðu gengið hægar með C, enda hefði hann átt við meiri erfiðleika að t.d. lýst því að stefnd a hefði hlegið þegar þeir grétu og ljóst væri að það sæti djúpt í C að stefnda hefði B virðist hins vegar vera í ákveðinni hollustuklemmu gagnvart móður sinni og kveðst hún helst vilja dvelja á báðum stöðum. Segist hún sakna móður sinnar og helst vilja búa á fósturheimilinu á virkum dögum en hjá stefndu um helgar. Af gögnum málsins verður á hinn bóginn skýrlega ráðið að líðan stúlkunnar sé miklum mun betri eftir að hún flutti frá stefndu og að hún hafi sýnt miklar framfarir bæði ná ms - og félagslega. Þá er ljóst að stúlkunni líður vel á fósturheimilinu, hefur eignast vini og nýtur sín í skólanum að eigin sögn. Kom m.a. fram í skýrslu vitnisins P , fósturmóður B, fyrir dómi að gríðarleg breyting hafi orðið á stúlkunni. Upphaflega hafi vegar stressuð þegar komi að samskiptum við stefndu og reyni að geðjast henni. Hún kvíði mikið fyrir umgeng ni við móður sína, verði óróleg fyrir umgengni og sé í greinilegri hollustuklemmu hvað hana snerti. Eins og áður greinir var það mat L sálfræðings að kuldi og tengslaleysi einkenndi samskipti stefndu og B og að stúlkan bæri óttablandna virðingu fyrir móður sinni. Fær sú niðurstaða og stoð í öðrum gögnum málsins þar sem tengslaleysi mæðgnanna kemur skýrlega í ljós. Með vísan til þessa, og þar sem dóminum þykir í ljós leitt að aðbúnaður og líðan stúlkunnar sé mun betri í dag, verður ekki séð að sú afstaða sem stúlkan hefur á köflum lýst, um að hún vilji vera hjá móður sinni, fái nokkru breytt um þá niðurstöðu að það sé henni fyrir bestu að búa áfram á núverandi stað. Að öllu framangreindu virtu og með hagsmuni barna stefndu að leiðarljósi er það mat dómsins að það samræmist best hagsmunum þeirra að hún verði svipt forsjá þeirra. Verður krafa stefnanda því tekin til greina. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnda nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, dagsettu 2. október 2020. Greiðis t allur málskostnaður stefndu því úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Magnúsar Davíðs Norðdahl, sem er hæfilega ákveðin 900.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og þóknun Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns, sem áður gætti hagsmu na stefndu fyrir dómi, sem ákveðin er 700.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og dómsformaður, kveður upp dóm þennan ásamt Kristni Halldórssyni héraðsdómara og Helga Viborg sálfræðingi. Dómsorð: Stefnda, A, er svipt forsjá barnanna B, C og D. 15 Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna hennar, Magnúsar Davíðs Norðdahl, 900.000 krónur, og Kolbrúnar Garðarsdóttur, 700.000 krónur, í báðum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti.