LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. febrúar 2021. Mál nr. 371/2019 : Baldvin Bjarnason ( Sigurður Sigurjónsson lögmaður ) gegn Eirberg i ehf. ( Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður) og gagnsök Lykilorð Vinnusamningur. Trúnaðarskylda. Skaðabótamál. Útdráttur Aðilar málsins deildu um hvort B hefði brotið gegn starfs - og trúnaðarskyldum sínum eftir að honum var sagt upp störfum hjá E. Byggði E kröfur sínar einkum á tilteknu ákvæði ráðningarsamnings aðila og að B hefði á uppsagnartímanum hafið undirbúning að samk eppni við E. Þessi undirbúningur hefði meðal annars falist í stofnun einkahlutafélags og samskiptum við G, sem var mikilvægur viðskiptavinur E og sem síðar færði viðskiptin sín til einkahlutafélags B. Í dómi Landsréttar var rakið að af samningi aðila yrði ekki annað ráðið en að B hefði verið heimilt að hefja samstarf við G eftir lok ráðningarsambandsins. Einnig að af gögnum málsins og framburði svæðis - og dreifingarstjóra G mætti ráða að samstarf B og G hefði hafist eftir að E rifti ráðningarsamningi aðila. Af þessum sökum hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að B tæki upp samstarf við G eftir lok ráðningarsambandsins. Þá var ekki fallist á að stofnun einkahlutafélagsins á uppsagnartímanum hefði falið í sér brot á trúnaðarskyldu enda hefði E ekki fært fram neinar sönnur á að B eða einkahlutafélagið hefði verið í samkeppnisrekstri við E á þeim tíma eða aðhafst nokkuð sem gæti talið fela í sér slíkt brot á trúnaðarskyldu. Loks var talið að samskipti B og G á uppsagnartímanum hefðu ekki falið í sér brot gegn tr únaðarskyldu B og að E hefði ekki fært sönnur á að B hefði nýtt sér atvinnuleyndarmál eða aðrar upplýsingar í andstöðu við þágildandi 16. gr. c laga nr. 57/2005. Var B því sýknaður af kröfum E. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðal steinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 27. maí 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2019 í málinu nr. E - 998/2018. 2 2 Aðaláfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefst hann þess að kröfur gagnáfrýjanda verði málskostna ður á báðum dómstigum verði látinn niður falla. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 1. ágúst 2019. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum 33.883.756 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2016 til 8. febrúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Í gagnsök krefst aðaláfrýjandi sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf skýrslu vitnið Flemming Krogh. Málsatvik 6 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram hóf aðaláfrýjandi störf hjá gagnáfrýjanda árið 2005 og starfaði þar sem sölumaður fram til þess er honum var sagt upp störfum í lok október 2015 með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Helstu verkefni aðaláfrýjanda voru að annast sölu og þjónustu var nings frá danska fyrirtækinu V. Guldmann A/S (Guldmann) en gagnáfrýjandi hafði átt í samstarfi við það fyrirtæki í mörg ár. Aðaláfrýjandi stofnaði einkahlutafélagið Titus 3 . nóvember 2015 og samkvæmt samþykktum þess var tilgangur félagsins að flytja inn vörur, selja þær og þjónusta. Gagn áfrýjanda barst síðan tölvubréf frá fyrirsvarsmanni Guldmann 4. janúar 2016 þar sem honum var tilkynnt að félagið hygðist taka upp samstarf við nýjan aðila á Íslandi. Í framhaldi af því rifti gagnáfrýjandi ráðningarsamningi við aðaláfrýjanda 21. janúar 201 6 og bar við vanefndum og grófum brotum aðaláfrýjanda á samningnum . Aðaláfrýjandi mótmælti riftuninni með bréfi 27. janúar 2016. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta á hendur aðaláfrýjanda 22. mars 2018 þar sem hann krafði aðaláfrýjanda um skaðabætur vegna brot a á ráðningarsamningi og brota á trúnaðarskyldu í vinnusambandi. Niðurstaða 7 Flemming Krogh, svæðis - og dreifingarstjóri Guldmann í Evrópu, gaf skýrslu fyrir Landsrétti. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði litist illa á þá fyrirætlan gagnáfrýjanda að l áta aðra starfsmenn sína annast um sölu og dreifingu á vörum frá fyrirtækinu eftir að aðaláfrýjanda var sagt þar upp störfum. Hafi félagið auk þess ekki verið ánægt með samstarfið við gagnáfrýjanda og talið að vörum þess hefði ekki verið komið á framfæri á fullnægjandi hátt á Íslandi. Hafi Guldmann því ekki haft áhuga á að eiga í frekari viðskiptum við gagnáfrýjanda. Kvaðst hann hafa haft samband við aðaláfrýjanda um áramótin 2015/2016 og óskað eftir því að hann tæki upp samstarf við Guldmann. Aðaláfrýjandi hafi hins vegar svarað því til að hann væri skuldbundinn gagnáfrýjanda til loka janúar 2016 og gæti af þeim sökum ekki tekið upp viðræður 3 um samstarf við félagið. Í byrjun febrúar það ár hafi á hinn bóginn náðst samkomulag um samstarf við Titus ehf. 8 Gagn áfrýjandi reisir kröfu sína á því að aðaláfrýjandi hafi brotið gegn starfsskyldum sínum meðan á uppsagnarfresti stóð og hefur um kröfu sína einkum vísað til ákvæðis í fyrrgreindum ráðningarsamningi, sem undirritaður var 18. maí 2005. Þar segir í 5. grein: ekki störf hjá samkeppnisaðila innan 6 mánaða frá starfslokum. Verði þess sérstaklega óskað og viðkomandi verði fyrir beinum fjárhagslegum skaða vegna þess, þá mun félagið bæta viðskiptavinar síns, Guldmann, meðan á uppsagnarfresti stóð og hafið undirbúning að samkeppni við gagnáfrýjanda meðal annars með því að stofna einkahlutafélagið Titus 3. nóvember 2015. Með því hafi hann brotið gegn trúnaðarskyldu sinni gagnvart gagnáfrýjanda. 9 Á gildistíma ráðningarsamnings ber starfsmanni skylda til þess að aðhafast ekkert sem getur talist vera í samkeppni við vinnuveitanda hans. Hefur meðal annars verið litið svo á í ré ttarframkvæmd að það eitt að leita sér að vinnu hjá samkeppnisaðila vinnuveitanda á meðan ráðningarsamband er enn í gildi teljist ekki fela í sér brot á trúnaðarskyldu starfsmanns, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 5. júní 2008 í málum nr. 334 til 340/2 007 og 18. desember 2003 í máli nr. 228/2003. Hið sama verður talið gilda um stofnun félags í kjölfar uppsagnar vinnuveitanda á ráðningarsamningi, enda liggi þá ekkert fyrir um að það félag eða viðkomandi starfsmaður hafi á uppsagnarfresti hafið samkeppnis rekstur eða viðhaft aðrar sambærilegar ráðstafanir sem geti talist vera andstæðar hagsmunum vinnuveitanda. 10 Ákvæði í 5. grein fyrrgreinds ráðningarsamnings verður ekki skilið svo að í því felist að aðaláfrýjanda hafi verið óheimilt að hefja störf hjá eða f yrir samkeppnisaðila gagnáfrýjanda eftir lok ráðningarsambandsins. Af samningnum verður heldur ekki ráðið að aðaláfrýjanda hafi að þeim tíma loknum verið óheimilt að taka upp samstarf við viðskiptavini gagnáfrýjanda. Af því leiðir að ekkert var því til fyr irstöðu að aðaláfrýjandi tæki upp samstarf í gegnum félagið Titus ehf. við Guldmann eftir lok ráðningarsambandsins. Það að aðaláfrýjandi hafi stofnað Titus ehf. í kjölfar uppsagnar ráðningarsamningsins felur ekki í sér brot á trúnaðarskyldu hans en gagnáfr ýjandi hefur ekki fært fram neinar sönnur á að aðaláfrýjandi eða fyrrgreint félag hafi verið í samkeppnisrekstri við hann á uppsagnartímanum eða aðhafst nokkuð sem getur talist fela í sér brot á trúnaðarskyldu. Ekki verður fallist á að samskipti aðaláfrýja nda við Flemming Krogh, svæðis - og dreifingarstjóra Guldmann, meðan á uppsagnarfresti stóð hafi falið í sér slíkt brot. Er þá til þess að líta að Flemming Krogh bar hér fyrir dómi að aðaláfrýjandi h efði ekki, þrátt fyrir óskir þar um, viljað taka upp samst arf við fyrirtækið fyrr en að loknum uppsagnarfresti. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að það hafi gengið eftir og að aðaláfrýjandi hafi ekki fram að riftun gagnáfrýjanda á ráðningarsamningnum 21. janúar 2016 gripið til neinna ráðstafana 4 sem ge ta talist fela í sér brot á trúnaðarskyldu hans. Verður af framangreindum ástæðum ekki fallist á að aðaláfrýjandi hafi gerst brotlegur við ákvæði ráðningarsamningsins eða óskráðar trúnaðarskyldur sínar gagnvart gagnáfrýjanda. 11 Gagnáfrýjandi hefur loks bori ð því við að aðaláfrýjandi hafi gerst brotlegur við 16. gr. c laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu sem var í gildi á þeim tíma sem hér um ræðir en var samkvæmt 4. tölulið 20. gr. laga nr. 131/2020 um viðskiptaleyndarmál fellt úr lögum við gildistöku síðastnefndra laga 17. desember 2020. Eins og fyrr hefur verið rakið hefur gagnáfrýjandi ekki fært sönnur á að aðaláfrýjandi hafi gerst brotlegur við trúnaðarskyldur sínar gagnvart honum. Hefur gagnáfrýjandi ekki heldur fært sönnur á að aðaláfrýjandi hafi nýtt sér atvinnuleyndarmál eða aðrar upplýsingar sem fyrrgreint ákvæði 16. gr. c laga nr. 57/2005 náði til. Verður af þeim sökum ekki fallist á að aðaláfrýjandi hafi gerst brotlegur við það ákvæði. 12 Samkvæmt framansögðu v erður aðalá frýjandi sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda. 13 Gagnáfrýjanda verður gert að greið a aðaláfrýjanda málskostnað vegna reksturs málsins í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Baldvin Bjarnas on, er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Eirbergs ehf. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 2.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2019 1. Mál þetta var höfðað 22. mars 2018 og tekið til dóms 4. apríl 20 19. Stefnandi er Eirberg ehf., Stórhöfða 25 í Reykjavík. Stefndi er Baldvin Bjarnason, Ysta seli 23 í Reykjavík. 2. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 33.883.456 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2016 til 8. febrúar 2018, en með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að fjárhæð 8.512.239 krónur. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu en til vara að stefnukröfur verði lækkaðar verulega og dráttarvextir að eins dæmdir frá dómsuppsögudegi. Í báðum kröfum sínum krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað. 3. Stefndi hóf störf sem sölumaður hjá stefnanda árið 2005 og starfaði sem slíkur fram í janúar 2016. Meðal helstu verkefna s tefnda var að annast sölu og þjónustu vara frá danska fyrirtækinu Guldmann sem stefnandi og for veri þess fyrirtækis höfðu átt í samstarfi við frá því snemma á níunda áratug síðustu ald ar. Guldmann er leiðandi framleiðandi á lyftibúnaði sem notaður er við um önnun sjúkra og hreyfihamlaðra. Stefnandi sagði stefnda upp störfum með þriggja mánaða upp sagnar fresti í lok 5 október 2015 og skyldi uppsagnar frest inum ljúka í lok janúar 2016. Ástæða uppsagnarinnar var sögð vera trún að ar brot. Stefndi stofnaði ei nkahlutafélagið Titus 4. nóvember 2015 og samkvæmt samþykktum þess skyldi tilgangur félagsins vera að flytja inn vörur, selja þær og þjónusta. Um áramótin 2015 og 2016, meðan uppsagnarfresturinn stóð, voru stefndi og fyrirsvarsmaður Guldmanns í samskiptum sem stefndi segir að hafi verið að frumkvæði Guldmanns þar sem stefnda mun hafa verið boðið að taka við hlutverki stefnanda gagnvart Guldmann hérlendis. Stefndi kveðst ekki hafa tekið þessu boði í fyrstu en látið til leiðast, eftir að uppsagnarfresturinn g agn vart stefnanda var úti, að taka þetta hlutverk að sér. Þann 4. janúar 2016 barst stefnanda tölvubréf frá fyrirsvarsmanni Guldmanns þar sem upplýst var um að félagið hygðist taka upp samstarf við nýjan aðila á Íslandi. Stefnandi, sem taldi ástæðu til að gruna að stefndi kæmi að þessum sinnaskiptum Guldmanns, rifti ráðningarsamningi við stefnda með bréfi 21. janúar 2016 og bar við van efndum og grófum brotum stefnda. Taldi stefnandi að stefndi hefði brotið gegn hagsmunum sínum með því að freista þess að v éla til sín viðskiptamenn og áskyldi sér rétt til skaðabóta úr hendi hans. Fyrirtæki stefnda, Titus, tók þátt í útboði Ríkiskaupa og Sjúkratrygginga Íslands og gerði tilboð um sölu á vörum frá Guldmann og voru tilboð opnuð 3. febrúar 2016. 4. Stefnandi telur að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn ráðningar samn ingi sínum við stefnanda og gegn skráðum og óskráðum réttarreglum um trún að ar skyldur í vinnusambandi. Þannig hafi stefndi á ráðningartíma sínum hjá stefnanda stofnað til samkeppnisrekstrar g egn stefnanda og markvisst unnið að því að ná til sín verðmætum viðskiptasamböndum við aðila sem honum hafði verið trúað fyrir að annast um samskipti við í þágu stefnanda. Þessi háttsemi stefnda hafi verið saknæm og ólögmæt og hafi valdið stefnanda veruleg u tjóni. Það tjón sé í augljósu orsakasambandi við atferli stefnda og sé sömu leið is sennileg afleiðing af atferli hans. 5. Stefnandi telur tjón sitt felast í tapaðri framlegð af sölu og þjónustu á vör um Guldmanns á Íslandi. Stefnandi fékk dómkvaddan matsm ann til að meta tjón sitt og varð það niðurstaða matsmannsins að tjón stefnanda næmi alls 29.417.944 krónum miðað við 1. febrúar 2016 er viðskiptum stefnanda og Guldmanns lauk. Stefnandi telur sig einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna óendur kræfs kostnaðar af kaupum á varahlutum frá hinum danska fram leið anda. Niðurstaða matsmanns var að þetta tjón stefnanda næmi alls 2.300.243 krón um. Þá telur stefnandi sig einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna óendur kræfs kostnaðar af markaðssetningu á vörum Guldmanns á Í slandi. Niðurstaða mats manns var að þetta tjón stefnanda næmi 649.809 krónum. Loks telur stefn andi sig geta krafið stefnda um endurgreiðslu launa í uppsagnarfresti með því að hann hafi rift ráðningarsamningi við stefnda sem honum hafi verið rétt að gera vegna trúnaðarbrota stefnda. Þetta telur stefnandi leiða til þess að stefnda beri að endurgreiða þau laun sem hann fékk frá stefnanda á uppsagn arfresti í nóvember og desember 2015, samtals 1.461.710 krónur. Stefnandi vísar auk ólögfestra reglna og ákvæðis ráðningarsamnings til 16. gr. c í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þar segir að óheimilt sé í atvinnustarfsemi að afla sér eða reyna að afla sér með ótilhlýði legum hætti upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmál um og að þeim sem fengið hafi vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleyndarmálum á rétt mætan hátt í starfi sínu fyrir annan sé bannað að veita upplýsingar um eða hag nýta sér slík leyndarmál í þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samningi slitið. 6. Stefndi hafnar afdráttarlaust skýringum stefnanda á uppsögn sinni. Stefndi telur þær skýringar ósannar og fullyrðir að hann hafi á engan hátt rofið trúnað gagnvart stefnanda sem réttlætt hefði uppsögn hans. Stefndi vísar til þess að eftir að honum hafi að ósekju v erið sagt upp störfum hjá stefnanda hafi honum verið nauðugur sá kostur að finna sér ný verkefni. Hann hafi hafið und ir - búning þessa með því að stofna Titus ehf. í nóvember 2015. Rekstur félags ins hafi þó ekki hafist fyrr en eftir að uppsagnarfresti hans hjá stefnanda lauk í lok janúar 2016. Stefndi vísar því á bug að hann hafi á nokkurn hátt reynt að stuð la að því að ná til sín viðskiptum sem áður voru hjá stefnanda 6 meðan á upp sagn ar frest inum stóð eða fyrr. Hann fullyrðir að það hafi verið að frum k væði fyrir - svars manna Guldmanns sem stofnað var til samskipta við hann um áramótin 2015 og 2016 en að hann hafi ekki tekið að sér verkefni fyrir Guld mann fyrr en eftir að uppsagnarfresti hans lauk. 7. Stefndi hafnar því að hann hafi brotið gegn trúnaðarsky ldum sínum gagnvart stefnanda með því að taka að sér verkefni fyrir danska fyrirtækið Guldmann. Hann vísar til þess að ákvæði ráðningarsamnings hans við stefnanda sem varðar bann við samkeppnisatvinnu sé þannig orðað að ekki verði á því byggt um að athafna frelsi stefnda hafi með því verið takmarkað á nokkurn hátt. Þá verði, jafnvel þó að ákvæðið yrði talið hafa einhverja þýðingu, að takmarka þau áhrif við það að stefnda hafi verið óheimilt að hefja störf hjá samkeppnisaðila í sex mánuði frá starfslokum hjá stefnanda. Þetta gildi þó einu þar sem ljóst sé að stefndi hafi alls ekki hafið störf hjá samkeppnisaðila. Stefndi gerir alvarlegar athuga semdir við niðurstöður hins dómkvadda mats sem stefnandi aflaði. Hann vísar til þess að hinn dómkvaddi matsmaður hafi ekki sinnt neinni sjálfstæðri gagnaöflun heldur aðeins byggt á gögnum sem honum hafi verið fengin frá stefnanda. Þetta leiði til þess að matsgerð sé einhliða og ómarktæk og að ekki sé á henni byggjandi um meint tjón stefnanda. Niðurstaða 8. Starfsmaður sem tekur að sér störf í þágu atvinnurekanda gengst undir það með ráðningu sinni að vinna að hagsmunum atvinnurekanda síns og sýna hon um trúnað, sem meðal annars felur í sér að starfsmanni er óheimilt að stuðla að því að atvinnurekandi hans mi ssi viðskipti eða að atvinnurekstur hans verði fyrir tjóni. Þessar skyldur starfsmannsins standa meðan ráðningar sam - bandið varir og einnig að nokkru eftir að því lýkur. Fer eftir atvikum hversu lengi og í hversu ríkum mæli trúnaðarskyldur starfsmanns stan da eftir lok ráðningar sam bands. Þannig hefur verið talið heimilt með ákvæði í ráðning arsamningi að leggja bann við ráðningu starfsmanns til samkeppnisatvinnu í afmarkaðan tíma eftir lok ráðningarsamnings. Slíkum ákvæðum verður þó að setja mörk með til l iti til hagsmuna starfsmanns og atvinnufrelsis hans. Því lengur sem banni er ætlað að standa, þeim mun betur afmarkað þarf um fang þess að vera og þeim mun ljósara hvaða fyrirtæki það eru sem starfsmaður má ekki ráða sig til og hvers konar atvinnu starfsma ðurinn má ekki stunda. Ákvæði ráðning ar samn ings stefnda um bann við ráðningu stefnda til sam keppnis atvinnu eftir starfslok er óljóst og klúðurslega orðað. Á því ákvæði verður tæplega byggt um annað en það að stefnandi hafi ekki ætlað samkeppnishömlum lengri gildistíma gagnvart starfsmanninum en sex mánuði. 9. Þrátt fyrir haldleysi hins óljósa ákvæðis ráðning arsamnings stefnda um bann við ráðningu til sam - keppnis atvinnu eftir starfslok gat stefnda ekki dulist að hann var eigi að síður bundinn trúnaði vi ð atvinnurekanda sinn meðan ráðning ar samband þeirra varði. Þetta átti enn frekar við þar sem um var að ræða sér hæfða þjónustu - og sölustarfsemi á borð við þá sem stefnandi stundar. Í slíkum viðskiptum er atvinnurekandi nauðbeygður til að fela einstökum starfs mönnum sínum að fara með viðkvæmar upplýsingar og persónutengsl við við skipta menn sem hann verður að geta treyst að starfsmaður misnoti sér ekki til tjóns fyrir atvinnureksturinn. Af óumdeildum atvikum málsins er ljóst að stefndi hafði hafið undir búning samkeppnisatvinnurekstrar löngu áður en ráðn ing ar sam - bandi hans og stefnanda lauk, er hann stofnaði Titus ehf. í nóvember 2015. Þá er frásögn stefnda um samskipti sín við hið danska fyrirtæki Guldmann með nokkrum ólíkindablæ. Hvernig sem því var annars í raun háttað er ljóst að stefndi gat gert umfangsmikið tilboð þar sem hann í nafni atvinnufyrirtækis síns bauð til sölu vörur frá Guldmann og tilboð voru opnuð aðeins þremur dögum eftir að uppsagnarfresti stefnda hjá stefn anda skyldi ljúka. Dómuri nn fellst ekki á skýringar stefnda á þessu. Stefndi hefur neitað, þrátt fyrir áskoranir stefnanda og tilmæli matsmanns, að leggja fram gögn úr bókhaldi Titusar ehf., hvort heldur sem er um rekstur félagsins á fyrstu starfsmánuðum þess eða um gögn þau sem v arða fyrsta tilboð Titusar ehf. með vörum frá Guldmann. Dómurinn telur með hliðsjón af þessu sýnt að stefndi hafi hafist handa um að starfa í þágu Guldmanns áður en 7 uppsagnarfresti hans lauk hjá stefnanda. Telur dómurinn því að fallast verði á það með stef n anda að stefndi hafi brotið gegn trúnaðarskyldum sínum gagnvart honum og með því bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnanda. 10. Viðskiptasamband stefnanda og hins danska fyrirtækis Guldmanns, sem varað hafði í meira en þrjá áratugi er stefndi náði því til sín , var ekki einkaumboð eða skriflegur samningur með gagnkvæmum loforðum um trúnað eða festu. Eigi að síður var um að ræða langvarandi og verðmætt viðskiptasamband sem stefn anda var rétt að líta á sem mikilvæga eign í rekstri sínum, viðkvæmt viðskiptasamban d sem stefnda var trúað fyrir að rækta. Þeim trúnaði brást stefndi. Á hinn bóginn gerði stefnandi ekki viðeigandi eða fullnægjandi ráð staf anir til að tryggja að stefndi yrði bundinn af trúnaðarákvæðum ráðning ar samnings síns svo sem honum hefði verið un nt og eðlilegt getur talist. Þannig verður að leggja til grundvallar að stefndi gat reynt að ná til sín viðskiptum frá stefnanda að liðnum sex mánuðum frá lokum ráðningar samn ings aðila án þess að slíkt hefði verið talið brot á ráðningarsamningi hans eða almennum trúnað ar skyldum. Af þessu leiðir að mat hins dómkvadda mats manns verður ekki að fullu lagt til grundvallar um tjón stefnanda vegna saknæmrar háttsemi stefnda. Bætur verður því að meta að álitum. Með hliðsjón af atvikum öllum eru hæfi legar bætu r úr hendi stefnda til stefnanda 10.000.000 króna. Þá er rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 7.000.000 króna að teknu tilliti til útlagðs kostnaðar stefnanda og kostnaðar vegna þókn unar lögmanns hans. Af hálfu stefnand a flutti málið Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Magnús Guðlaugsson lögmaður. Málið dæmdi Ástráður Haraldsson héraðsdómari. Dómsorð Stefndi, Baldvin Bjarnason, greiði stefnanda, Eirbergi ehf., 10.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu frá 1. febrúar 2016 til 8. febrúar 2018, en með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 7.000.000 króna í máls kostnað.