LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. febrúar 2021. Mál nr. 102/2020 : Ákæruvaldið ( Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn X ( Stefán Geir Þórisson lögmaður) (Saga Ýrr Jónsdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sýkna. Einkaréttarkrafa. Útdráttur X var ákærður fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við þáverandi eiginkonu sína, án hennar samþykkis, og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki s pornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Í dómi Landsréttar kom fram að samkvæmt 18. gr. hegningarlaga yrði X ekki sakfelldur fyrir þann verknað sem honum var gefinn að sök nema fyrir lægi sönnun um ásetning hans til allra efnisþátta brotsins. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að horfa til þess að X og A hefðu verið áralangt í hjúskap og hefðu ákveðið að deila herbergi og rúmi þegar atvikið hefði átt sér stað og hefðu á þessum tíma ekki verið búin að gera að fullu upp hug sinn um að ljúka sambandinu. Einnig hefðu X og A bæði borið um að við mótmæli A hefði X umsvifalaust hætt tilraunum sínum til kynferðislegra atlota og beðist afsökunar. Með vísan í framburð þeirra beggja hefði A ekki verið undir áhrifum áfengis eða lyfja og þeim borið saman um að atvikið hef ði gerst fimm til tíu mínútum eftir að A hefði komið upp í rúmið og lagst við hliðina á X. Var ekki talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sanna svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að X hefði umrætt sinn haft ásetning til að hafa önnur kynferðismök við A gegn vilja hennar. Var X því sýknaður af sakargiftum og einkaréttarkröfu A vísað frá héraðsdómi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson og Skúli Magnússon, settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 5. febrúar 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 27. janúar 2020 í málinu nr. S - /2019 . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að ref sing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu heimvísað, til vara krefst hann sýknu en að því frágengnu að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess að miskabótakröfu verði vísað frá héraðsdómi, til va ra að hann verði sýknaður af henni en að því frágengnu að hún verði lækkuð. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti o g verðtryggingu frá 10. maí 2014 til 20. september 2018, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 5 Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar í heild skýrslur ákærða og brotaþola í héraði auk þess sem þau gáfu viðbótarskýrslur. Að beiðni ákærða kom einnig fyrir Landsrétt vitni sem ekki hafði áður gefið skýrslu. Niðurstaða 6 Ekkert er fram komið um að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð eða niðurstöðu héraðsdóms að varði ómerkingu og heimvísun málsins svo sem kröfugerð ákærða ber með sér. 7 Í máli þessu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa að kvöldi eða næturlagi í byrjun maí 2014 á hótelherbergi í haft önnur kynferðismök en samræði við þáverandi eiginkonu sína , án samþykkis, með því að stinga fingrum inn í leggöng hennar og hafi hún ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Atvikum málsins er lýst í héraðsdómi en líkt og þar kemur fram lýsa ákærði og brotaþoli aðdraganda og eftirmálum hins ætlaða brots í meginatriðum með svipuðum hætti. Hins vegar heldur brotaþoli því fram að ákærði hafi stungið fingrum inn í leggöng hennar þegar hún var sofnuð en ákærði hefur mótmælt því allt frá því að fyrst var tekin af honum skýrsla hjá lögreglu 22. júní 2018 í framhaldi af kæru brotaþ ola eða rúmum fjórum árum eftir atvikið. 8 Samkvæmt 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940, eins og ákvæðið var á þeim tíma sem hið ætlaða brot átti sér stað, taldist það nauðgun að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann s amræði eða önnur kynferðismök, eða ef þannig var ástatt um hann að öðru leyti að hann gat ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Með hliðsjón af ítrekuðum fordæmum um skýringu ákvæðisins fer ekki á milli mála að sú háttsemi sem ákærða er gef in að sök fellur undir verknaðarlýsingu refsiákvæðis ins, sbr. nú 2. mgr. 194. gr. laganna eins og greininni var breytt með 1. gr. laga nr. 16/2018 . Af 18. gr. hegningarlaga leiðir hins vegar að ákærði verður ekki sakfelldur fyrir þann verknað sem honum er gefinn að sök nema fyrir liggi sönnun um ásetning hans til allra efnisþátta brotsins. Af þessu leiðir að ákæruvaldið þarf meðal annars að hafa sannað, svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hafi verið ljóst að samþykki brotaþola til annarra kynferðismaka var 3 ekki fyrir að fara umrætt sinn og að verknaður hans færi þar af leiðandi gegn vilja hennar og kynfrelsi, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Nægir gáleysi ákærða um þetta atriði ekki til sakfellingar. 9 F yrir liggur að upplifun brotaþola af samskiptum aðila umrætt kvöld var afar neikvæð. Samkvæmt framburði vitna fyrir héraðsdómi lýsti brotaþoli því eftir heimkomuna að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli í ferðinni og að það áfall hefði tengst tilraun ákær ða til að eiga með henni kynlíf. Þá er ekki um það deilt að brotaþoli brást harkalega við þegar ákærði leitaði eftir kynlífi með henni. Samkvæmt framburði brotaþola tengdist þó áfallið og líðan hennar í framhaldinu einnig fyrri reynslu af kynferðislegu ofb eldi sem ekki er til úrlausnar í máli þessu. 10 Brotaþoli leitaði á neyðarmóttöku vegna verkja í leggöngum röskum einum og hálfum mánuði eftir ferðina og sótti í framhaldinu meðferðartíma hjá félagsráðgjafa. Þótt fram sé komið að brotaþoli hafi einnig haft v erki í leggöngum fyrir atvikið í , og þá að sögn vegna sýkingar, gerir það ekki ótrúverðugan framburð hennar á þá leið að við heimsóknina á neyðarmóttökuna hafi hún tengt þá verki , sem hún fann fyrir þá , við umræddan atburð. Hins vegar bendir framburður brotaþola ekki til þess að hún hafi fengið líkamlega áverka við atvikið í og verður engin ályktun um þetta atriði dregin af læknisfræðilegum gögnum málsins . Sjálf hefur brotaþoli lýst verkjunum um ðinn. 11 Við mat á huglægri afstöðu ákærða er óhjá k væmilegt að horfa til þess að hann og brotaþoli höfðu verið áralangt í hjúskap og höfðu ákveðið að deila herbergi og rúmi í ferðinni þrátt fyrir erfiðleika í hjónabandinu. Hafði hvorugt þeirra á þessum tíma gert að fullu upp hug sinn um að ljúka sambandinu þótt brotaþoli hefði áður sett fram óskir um að ákærði flytti út af heimilinu. Þá ber þeim saman um að þau hafi stundað kynlíf með fullu samþykki beggja um það bil tveimur vikum fyrir atburðinn og enn á ný nokkru eftir að heim var komið. Í því ljósi verður að meta framburð brotaþola um að hún hafi verið hætt að sofa hjá ákærða. 12 Í héraðsdómi er lýst nánar atvikum daginn og kvöldið áður en ákærði og brotaþoli gengu saman til hvílu. Framburður ákærða um hvort hann hafi talið brotaþola sofandi, í svefnrofum eða að fullu vakandi hefur verið nokkuð á reiki frá því að ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu , en honum og brotaþola ber saman um að hún hafi snúið við honum baki eftir að hún la gðist upp í rúmið . Hins vegar hefur ákærði verið stöðugur í þeim framburði sínum að brotaþoli hafi vaknað eða tekið við sér þegar hann hvíslaði nafn hennar og hún þá . Hefur ákærði einnig gengist við því að hann hafi þá verið að strjúka kynfæri h ennar . 13 Ákærða og brotaþola ber saman um að við mótmæli hennar hafi ákærði umsvifalaust hætt tilraunum sínum til kynferðislegra atlota , beðist afsökunar og vísað til þess að . Samkvæmt framburði beggja var ekki um það að ræ ða að brotaþoli væri undir áhrifum áfengis eða lyfja og ber þeim jafnframt saman 4 um að atvikið hafi gerst fimm til tíu mínútum eftir að brotaþoli kom upp í rúmið og lagðist við hliðina á ákærða. 14 Þegar litið er til alls framangreinds verð ur ekki á því byggt að ákærða hafi mátt vera ljóst að brotaþoli væri af huga kynlífi með honum umrætt kvöld og tilraunir til kynferðislegra atlota væru þar af leiðandi án samþykkis hennar. Sömuleiðis er ekki fram komið að ákærða hafi verið ljóst að brotaþoli gæti ekki spornað við öðrum kynferðismökum vegna svefndrunga og ákveðið að nýta sér það ástand til að koma þeim fram gegn vilja hennar. Benda fyrrgreind viðbrögð ákærða við mótmælum brotaþola til hins gagnstæða. 15 Að öllu framangreindu virtu skortir á að fram sé komin sönnun , sem ekki verður v e fengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði hafi umrætt sinn haft ásetning til að hafa önnur kynferðismök við brotaþola gegn vilja hennar þannig að honum verði refsað fyrir nauðgun. Þegar af þessari ástæðu verður hann sýknaður af þ ví broti sem honum er gefið að sök í ákæru. 16 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. 17 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi verður felldur á ríkissjóð. 18 Áfrýjun arkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og þóknun skipaðs réttargæslumanns sem eru ákveðin að teknu tilliti til virðisaukaskatts eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfu ákæruvaldsins. Einka réttarkröfu A er vísað frá dómi. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins 2.272.040 krónur greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Geirs Þórisson ar lögmanns, að fjárhæð 1.649.200 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns, að fjárhæð 587.760 krónur. Dómur Héraðsdómur Norðurlands eystra 27. janúar 2020 Mál þetta var fyrst dómtekið 27. nóvember 2019 en þar sem dómur var ekki lagður á það innan lögboðins frests var það flutt að nýju og dómtekið föstudaginn 24. janúar 2020. Málið er höfðað með ákæru kvöldi eða 5 Í ákæru er framangreind háttsemi talin varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verið dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. A krefst þess í málinu að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 3.500.000 krónur í miskabætur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. maí 2014 og til 20. september 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er kraf ist þóknunar vegna starfa skipaðs réttargæslumanns brotaþola. Ákærði krefst sýknu af refsikröfu ákæruvalds. Þá krefst hann aðallega frávísunar skaðabótakröfu, til vara sýknu af kröfunni en að því frágengnu að krafan verði lækkuð verulega. Þá krefst hann þe ss að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir dómi og á rannsóknarstigi. I Þau leituðu skilnaðar á seinni hluta árs 2014 og mun skilnaðarferli hafa lokið árið 2016. Undir lok maímánaðar árið 2018 leitaði brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru gegn ákærða. Laut kæruefnið í fyrsta lagi að því að ákærði hefði margoft frá árinu 2003 til ársins 2014 ha ft samfarir við brotaþola sofandi án hennar samþykkis. Kvað hún þetta fyrst hafa gerst árið 2003 á þáverandi heimili þeirra. Hún hafi vaknað við að ákærði hafi verið að hafa við hana samfarir en hún hafi algerlega frosið og ekki getað spornað við verknaðin um. Kvaðst hún rekja viðbrögð sín til fyrri kynferðisbrota sem hún hefði lagt fram kærur vegna síðastnefndra brota. Lýsti brotaþoli því við skýrslugjöf ina að hún hefði talað um þetta við ákærða daginn eftir og beðið hann að gera þetta aldrei aftur. Þá kvaðst hún einnig hafa útskýrt fyrir ákærða að þetta vekti upp sterkar minningar hjá henni frá hinum fyrri kynferðisbrotum. Brotaþoli kvað ákærða hafa, þrá tt fyrir þetta, margendurtekið haft við hana samfarir sofandi á næstu árum. Hún kvaðst á hinn bóginn ekki hafa rætt þetta mál aftur við hann. Við skýrslugjöf hjá lögreglu kannaðist ákærði ekki við að hafa viðhaft framangreinda háttsemi í garð brotaþola og kvað samlíf þeirra hafa að hans mati verið eðlilegt og ávallt með samþykki beggja. Ekki var gefin út ákæra vegna þessara kæruefna brotaþola á hendur ákærða og þau því ekki til umfjöllunar hér. Við sömu skýrslugjöf lýsti brotaþoli þeirri háttsemi ákærða se m hér er ákært fyrir og verður skýrslu kvöldi eða næturlagi í byrjun maí árið 2014. Ákærði og brotaþoli lýsa aðdraganda atburðarins með svipuðum hæ tti. Brestir hafi verið komnir í hjónaband þeirra og brotaþoli hafi viljað að ákærði flytti út af heimilinu. Hann hafi á hinn bóginn ekki talið ástæðu til þess að svo stöddu enda hafi hann verið langdvölum að heiman á þessum tíma. Þau hafi bæði ætlað að sæ hafa talið að þau hafi ætlað að reyna að bæta samband sitt í þessari ferð, en bæði hann og brotaþoli voru sammála um að þetta hefði þó ekki komið sérstaklega til tals milli þeirra. Þann dag sem atvik það sem ákært er fyrir átti sér stað höfðu ákærði og brotaþoli farið út að borða og farið í verslunarleiðangur. Kvað ákærði að brotaþoli hefði meðal annars keypt sér nærföt og hafi mátað nærfötin og sýnt honum í hótelherberginu um kvöldið áður en þau gengu til hvílu. Brotaþoli kvaðst á hinn bóginn ekki muna eftir hvað þau hafi gert eftir að þau hafi komið inn á herbergið umrætt kvöld. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglu 22. júní 2018. Að því er ætlað brot hans varðar lýsti hann því svo að þau hafi þennan dag farið í verslunarferð saman og brotaþoli hafi keypt nærföt og einnig hafi kynlíf saman síðan 20. mars, en þarna hafi þau verið búin að sofa hlið við hlið í tvær til þrjár nætur á hótelinu. Eftir að brotaþoli hafi sýnt honum nærfötin hafi þau farið að sofa. Hann hafi þá verið að hugsa með hendurnar í 6 hótelinu næstu tvær nætur. Aðspurður kvað ákærði að hann og brotaþoli hafi ekki talað um að stunda kynlíf þetta kvöld, hvorki meðan hún hafi sýnt honum nærfötin eða áður en þau hafi farið að sofa. Þá er einnig verið nauðgað þegar hún hafi verið yngri. Þá kvað hann aðspurður að brotaþoli hafi áður sagt honum frá því að hún hafi orðið fyrir nauðgun. Í skýrslu sinni fyrir dómi lýsti ákærði aðdraganda atburðarins sem ákært er fyrir með sama hætti og framan er lýst . Hann kvað að á hótelherbergi þeirra hafi brotaþoli sýnt honum nærfötin sem hún hafi verið að kaupa með því að fara í þau. Eftir það hafi þau hugsanlega farið í sturtu en síðan gengið til hvílu. fram á kvöld en hann gat ekki tímasett það nánar. Hann kvaðst telja að brotaþoli hafi verið nakin í rúm inu. Hann kvað aðspurður að þegar hann hafi farið í klofið á brotaþola að þá hafi hún legið á hliðinni og hann og fljótlega hafi hún brugðist ókv æða við og hann telji því að hún hafi ekki verið sofnuð. Beðinn um að ví aðspurður að hafa farið inn í píkuna. Beðinn um að lýsa nánar viðbrögðum brotaþola kvað ákærði að hún hafi öskrað, hoppað upp hennar hafi verið með þe vegna nauðgunar sem hún hafi orðið fyrir. Þetta hafi hún sagt honum þarna um kvöldið. Aðspurður kvað ákærði að þau hafi ekki rætt um það að hafa kynmök þetta kvöld. Þá kvaðst ákæ rði telja að hann sjálfur áhugi fyrir hendi af hans hálfu og því telji hann að hann hafi ekki verið sofnaður. Hann hafi haft áhuga og því hafi hann le itað á hana. Honum þótti líklegt að rifrildi þeirra hafi heyrst fram á gang því talað hafi verið mjög hátt. Þá kvað hann að þessa nótt hafi hann sofið í herberginu með brotaþola en næstu nætur hafi hann burð brotaþola að hann hafi farið með fingur inn í leggöng hennar kvaðst hann ekki hafa gert það. Hann kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hvers vegna brotaþoli beri hann sökum. Nánar aðspurður um þann tíma sem þessi atburðarás hafi tekið kvaðst hann telj a að þetta hafi átt sér stað stuttu eftir að þau hafi farið upp í rúmið og öll atburðarásin hafi tekið skamman ókvæða við. Borin voru undir ákærða um hugsa ég, ég í svefnrofunum, og þá fer ég að fikta við hana og vakna við það að ég segi [A] mín, þá vaknar a væntanlega rétt að þegar hann hafi síðan farið að hugsa um þetta betur þá muni hann að þetta hafi ekki verið svona eins og hann hafi sagt hjá lögr eglu og frásögn hans nú lýsi að hans mati atburðinum betur. Hann hafnaði því að hann hefði munað atburði betur við skýrslugjöf hjá lögreglu. Hann hafi þar orðið fyrir áfalli er hann hafi heyrt hvað á hann hafi verið borið en hann hafi ekki gert sér grein f yrir er hann mætti hjá lögreglu út í hvað hann hafi verið að fara. Þá voru bornar undir ákærða fullyrðingar sem fram koma í skýrslu brotaþola hjá lögreglu að hún hafi oft í þeirra hjúskap vaknað við að ákærði væri að hafa við hana samræði. Hann kvað þessar fullyrðingar rangar. Hann kvaðst kannast við að brotaþoli hafi einhverntíman sagt honum að henni sem brotaþoli hafi borið um hjá lögreglu. Vitnið A, brotaþoli í málinu, gaf skýrslu fyrir dómi. Kvað hún forsöguna vera að henni hafi fyrst Henni hafi svo verið nauðgað í tvígang síðan, fyrst er hún haf ára. Kvað hún að einhverntíman eftir að hún og ákærði hafi gengið í hjúskap hafi hún vaknað við að ákærði því ekki brugðist við. Hún hafi rætt þetta við ákærða daginn eftir og útskýrt fyrir honum að hún hafi 7 ákærða að gera þetta aldrei aftur. Þetta hafi á hinn b óginn gerst endurtekið. Það hafi svo verið í apríl 2014 er hún hafi verið búin að biðja ákærða að flytja út af heimilinu að hann hafi spurt hana hvernig yrði þá með og geta farið saman í þessa ferð. Næst síðasta kvöldið í ferðinni hafi hún vaknað við að ákærði hafi verið og hafi sparkað og gargað. Hún hafi spurt ákærða hvað hann væri eiginlega að hugsa. Ákærði hafi þá sagt að hann hefði séð konuna sína liggja þarna og hann hafi langað í hana. Að spurð um hvernig dagurinn hefði verið hjá þeim þá kvað brotaþoli að þau hefðu þarna verið með fleira fólki. Þennan dag hafi hún og ákærði farið saman út að borða. Á leiðinni til baka hafi hún farið í kynlífsbúð og þar hafi hún keypt eitthvað handa sér. Hún kvaðst ekki mun vel eftir því hvenær brotið hafi átt sér stað. Nánar aðspurð um það hvernig hún hafi legið í rúminu kvaðst hún venjulega sofa á vinstri hliðinni og líklega hafi hún gert það þarna. Kvaðst hún hafa sofið í nærbuxum en var ekki viss hvort hú n hafi verið í topp. Þegar hún hafi vaknað hafi hún fyrir fingrunum inni í leggöngunum áður en hún hafi brjálast kvað hún svo hafa verið. Hún kvaðst hafa f vegna fyrri kynferðisbrota. Hún hafi verið sofandi og hafi vaknað við sársauka. Hún kvaðst ekki hafa vitað af hverju þessi sársauki hafi stafað og hafi ekki komist að því fyrr en síðar þegar hún hafi farið á sjúkrahús, en hún hafi verið með verki eftir þetta. Þessir verkir hafi verið viðvarandi eftir þennan atburð en hún hafi n hafi síðan verið hvött af vinkonu sinni til að leita til neyðarmóttöku og eftir að hún hafi fengið þar læknismeðferð hafi verkirnir horfið smám saman. Eftir þetta atvik hafi hún reynt að halda áfram og láta sem ekkert hafi í skorist en þetta atvik hafi b rotið hana algerlega niður. Nánar aðspurð um umrætt atvik lýsir hún því svo að hún hafi fyrst fundið fyrir að ákærði hafi verið með fingurinn inn í kynfærum hennar en hún hafi ekki getað rifið sig upp úr svefninum fyrr en hún hafi fundið þann skyndilega sá rsauka sem hún hafi áður lýst. Varðandi greina sem smitbera en ákærða. Vitnið B gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti að hann hefði verið ásamt ákærða, brotaþola og fleira hótelherbergi þeirra og hann kannaði st einnig við að ákærði hafi gist í herbergi vitnisins vegna þessa ósættis. Hann kvaðst ekki hafa heyrt orðaskil í fyrrnefndu rifrildi. Þá kannaðist hann við að brotaþoli hafi sagt við hann einhverju síðar að hún hygðist kæra ákærða fyrir kynferðisbrot sem átt hafi sér stað umrætt kvöld en hún hafi ekki sagt honum neitt nánar um það í hverju brotið ætti að hafa falist. Vitnið C, vinkona ákærðu, lýsti því fyrir dóminum að brotaþoli hafi sagt henni það sumarið 2014 að ákærði hafi brotið gegn henni er þau voru þessum tíma og hafi gengið á hana um hvað væri að. Brotaþoli hafi þá sagt henni að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi verið að reyna að hafa mök við hana. Þá hafi hún sagt að hún kenndi til s ársauka í kynfærunum og að hún hafi rakið það til þessa atburðar. Hún kvaðst hafa kvatt brotaþola til að fara á sjúkrahús vegna þessara verkja. því að ákærði haf i í umrætt skipti brotið gegn henni kynferðislega en hún hafi ekki lýst brotinu frekar. Vitnið E lýsti því svo að brotaþoli hefði lýst því fyrir honum að umrætt kvöld hafi hún vaknað við að t brotinu nánar. tíma segir: Í byrjun maí var hún sofandi og vaknaði við sár sauka í leggöngum en þá var maki með fingurna á kafi inni í leggöngunum. Fundið til sársauka ca. í miðjum leggöngunum aðallega til vi sem þó er 8 grindarbotnsvöðvum t Greining læknisins er að brotaþoli sé með spennu í grindarbotnsvöðvum vinstra megin sem geti skýrt verkina. Læknirinn staðfesti framangreinda skoðun og einnig að hún teldi ekki vera samhengi á milli þeirrar ingar sem einnig var greind í sömu læknisskoðun. Kvað hún að umrædd spenna gæti stafað af þeirri háttsemi sem brotaþoli hafi sjálf lýst fyrir henni og hugsanlegt væri að slík spenna væri enn til staðar þó þessi tími hafi liðið frá hinu ætlaða broti og þar til skoðun fór fram. Þá gáfu einnig skýrslu fyrir dómi G félagsráðgjafi sem hafði brotaþola til meðferðar í kjölfarið og st og sótti ráðgjöf hjá þeim síðarnefnda í allmörg skipti frá því í janúar 2018. Ekki þykir nauðsynlegt eins og sönnunarstöðu er háttað í máli þessu að rekja framburð síðastnefndra vitna frekar. II Af málavaxtalýsingu í bótakröfu má ráða að krafan var set t fram þegar bæði voru til rannsóknar fleiri ætluð brot ákærða gagnvart brotaþola en ákæra í máli þessu nær til. Fjárhæð kröfunnar hefur á hinn bóginn ekki verið lækkuð eftir útgáfu ákæru. Þar er þeim atburði sem ákært er fyrir í máli þessu lýst. Kemur þar fram lýsing á aðdraganda þess að ákærði og brotaþoli voru í sama rúmi á hótelherbergi sem er í öllum aðalatriðum samhljóða því sem fyrr hefur verið rakið í dóminum og því ekki ástæða til að endurtaka hér. Þá er sagt að eina nóttina hafi brotaþoli vaknað við mikinn sársauka en þá hafi ákærði stungið fingrum inn í leggöng hennar með þeim afleiðingum að bólgur og mar hafi myndast og hafi verið greinileg í skoðun hjá kvensjúkdómalækni í júlí 2014 þremur mánuðum eftir að brot hafi verið framið. Til rökstuðnin gs fyrir kröfugerð er vísað til frásagnar brotaþola og þess að verknaður ákærða hafi leitt til verulegs tjóns fyrir hana. Brotið hafi valdið henni mikilli vanlíðan og óöryggi, sem hún hafi leitað sér hjálpar við með viðtölum nafngreindan prest, G ráðgjafa Brotin hafi grafið verulega undan sjálfsáliti brotaþola, hún hafi einangrað sig félagslega og hafi upplifað skömm og ótta við höfnun. Brotin hafi einnig haft veruleg áhrif á líkamlega heilsu hennar vegna þessa mi verulega að öryggiskennd hennar og sjálfstra usti og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu hennar og því skert lífsgæði hennar töluvert. Þá auki það á alvarleika brotanna að þau séu framin af maka hennar sem hún hafi treyst og að mestu leyti á heimili hennar og hafi það áhrif á alvarleika brotanna og afleiðingar fyrir brotaþola, sem og að brotaþoli hafi einnig áður orðið fyrir brotum af þessu tagi og hafi ákærða verið það fullljóst er hann hafi brotið gegn henni. Þvingun til kynferðismaka sé gróft brot gegn persónu, friði og frelsi brotaþol a. Afleiðingar verknaðarins hafi haft og muni hafa mikil áhrif á andlega og þar með líkamlega heilsu brotaþola um ókomna framtíð. Því sé krafist bóta þar sem ætla megi að brotið muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér um ókomna tíð. Brotaþoli kveðst byggja kröfu sína m.a. á reglum skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 26. gr. laganna um miskabætur. Krafa um vexti og dráttarvexti byggi á ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá sé vísað til laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála um rétt brotaþ ola til að hafa uppi kröfu í málinu og varðandi þóknun skipaðs réttargæslumanns. Krafa um virðisaukaskatt af þóknun réttargæslumanns byggi á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. III Ákærði kveðst mótmæla því að breyting sú á þýðingu á erlendri réttarregl u sem ákæruvaldið lagði fram við endurflutning málsins komist að í málinu og að styðjast verði við þau gögn sem fyrir lágu er málið var flutt hið fyrra sinni. 9 Af hálfu ákærða er sýknukrafa hans fyrst og fremst byggð á því að hann hafi ekki framið það brot sem honum var gefið að sök í ákæru. Gögn málsins og skýrslugjöf fyrir dómi færi ekki fram lögfulla sönnun þess að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem í ákæru greini og því beri að sýkna af refsikröfu. Bendir ákærði sérstaklega á að langur tími hafi liðið frá því að hið ætlaða brot hafi átt að eiga sér stað og þar til brotaþoli hafi leitað læknis. Því sé ekki hægt að telja sannað að orsakasamband sé á milli verkja sem brotaþoli þá fann fyrir og þeirrar háttsemi sem ákærða sé gefið að sök. Þá beri að vísa sk aðabótakröfu frá dómi. Þá er og vísað til þess grundvöllur bótakröfu eins og hún sé fram sett sé byggður á mun víðtækar sakarefni en ákært hafi verið fyrir. IV Í 1. mgr. 5. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og sú grein var orðuð er hið ætlaða b rot ákærða gagnvart brotaþola átti sér stað, segir að fyrir verknað sem íslenskir ríkisborgarar eða menn búsettir á Íslandi hafi framið erlendis skuli refsað eftir íslenskum hegningarlögum ef brotið hafi verið framið á stað sem refsivald annars ríkis nær t il að þjóðarrétti og hafi þá jafnframt verið refsivert eftir lögum þess. Í málinu hefur ákæruvaldið lagt fram afrit af enskum réttarreglum sem gilda um brot af því tagi sem ákærða er gefið að sök í málinu. Eru lögin nefnd Kynferðirbrotalög 2003 og fjallar töluliður 1 um nauðgun Villa er í þ ýðingu þessa texta sem lögð var fram af ákæruvaldi. Það er mat dómsins að villa þessi komi ekki að sök, enda er dómara fært að þýða setninguna, sbr. heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í þýðingu dómara hljóðar refsiákvæðið. Ei nstaklingur (A) er sekur um brot af hann af ásetningi setur hluta af líkama sínum eða annan hlut inn í leggöng eða endaþarmsop annars einstaklings (B). Með þeirri framlagningu gagna sem að framan er rakin er sýnt að skilyrðum 5. gr. laga nr. 19/1940 er fu llnægt til að ákærða verði refsað fyrir íslenskum dómstól fyrir þann verknað sem honum er gefin að Í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir, eins og ákvæðið var orðað á þeim tíma sem brot ákærða á að hafa átt sér stað: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst sv ipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Í 2. mgr. sama lagaákvæðis, sem er það ákvæði brot ákærða er heimfært til, segir: Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða ö nnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Á því er byggt af hálfu ákæruvalds að brotaþoli hafi verið sofandi er ákærði setti fingur sinn inn í leggöng hennar eins og l ýst er í ákæru og því eigi við sú háttsemislýsing er fram kemur í lokaorðum lagaákvæðisins að þannig hafi verið ástatt um brotaþola að hún hafi ekki getað spornað við verknaði ákærða þar sem hún var sofandi. Lýsing ákærða sjálfs á aðdraganda þess að hann strauk yfir kynfæri brotaþola og rakin eru hér framar í dóminum rennir að mati dómsins styrkum stoðum undir þá fullyrðingu brotaþola að hún hafi ekki verið vakandi er ákærði fór með hönd sína á kynfæri hennar og er vandséð hvernig það, við þessar aðstæður , að bregðast ekki við snertingu geti falið í sér samþykki við þeirri kynferðislegu athöfn sem ákærði lýsir sjálfur að hann hafi viðhaft gagnvart brotaþola. Þessi niðurstaða er og í samræmi við framburð ákærða sjálfs fyrir lögreglu. Verður því lagt til gru ndvallar að ákærði hafi í umrætt sinn snert kynfæri brotaþola í kynferðislegum tilgangi án þess að ganga úr skugga um að hún væri vakandi. Styður það og þessa niðurstöðu að viðbrögð brotaþola við því að ákærði snerti kynfæri hennar voru að sögn þeirra begg ja ofsafengin og rennir það enn frekari stoðum undir þá ályktun að brotaþoli hafi verið sofandi er ákærði byrjaði að snerta hana. 10 Verknaðarlýsing ákæru tiltekur að ákærði hafi verið með fingur inni í leggöngum brotaþola er hún vaknaði og brást við háttsemi hans. Hann hefur neitað því að svo hafi verið, en eins og framan greinir viðurkennt að hafa snert kynfæri hennar nakin. Ákærði og brotaþoli hafa bæði, eins og fyrr greinir, lýst mjög ofsafengnum viðbrögðum hennar þegar hún loks brást við og einnig liggur fyrir að brotaþoli lýsti háttsemi ákærða sem kynferðisbroti í samtölum sínum við aðra í kjölfar brotsins. Þá liggur og fyrir að hún lýsti því einnig í samtali við vinkonu sína að hún hefði haft viðvarandi verki í leggöngum eftir atburðinn og þetta var og s taðfest með læknisskoðun og mati læknis. Þó vissulega hafi liðið nokkur tími frá brotinu og þar til læknisskoðunin fór fram taldi viðkomandi læknir í skýrslu sinni fyrir dóminum að það væri vel mögulegt að verkir brotaþola gætu stafað af kynferðisbroti þe tta löngu fyrr. Þegar framangreint er metið heildstætt og einnig tekið mið af lýsingu ákærða sjálfs á þeirri háttsemi sem hann viðhafði gagnvart brotaþola er það mati dómsins að sannað sé svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi ekki einungis st rokið yfir nakin kynfæri brotaþola er hún var sofandi heldur hefi hann einnig sett fingur sinn inn í leggöng hennar og af þeirri ástæðu hafi hún ekki brugðist við verknaðinum þegar í stað. Með vísan til framangreinds verður ákærði sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök í ákæru og er þar réttilega heimfært til refsiákvæðis. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar er einkum horft til þess að þeir hagsmunir sem brot ákærða beindist gegn eru mikilvægir, sb r. 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og verknaðurinn beindist að nákomnum aðila. Þá verður ekki framhjá því horft að með verknaði sínum braut ákærði freklega gegn því trúnaðartrausti sem brotaþoli sýndi honum með því að heimila honum að deila m eð sér rúmi. Getur ekkert af því sem ákærði sjálfur lýsti sem aðdraganda þess að hann braut gegn brotaþola réttlætt þann verknað og er það mat dómsins að ákærði eigi sér ekki málsbætur. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Með verknaði sí num hefur ákærði bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart brotaþola, sbr. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Fjárhæð bótakröfu, eins og hún er sett fram af brotaþola, tekur mið af mun víðtækara sakarefni en hér er til meðferðar og hún lækkaði ekki kröfu sína þegar ljóst varð að ákæra næði ekki til allra kæruefna sem hún setti fram. Á hinn bóginn er fallist á með brotaþola að það brot ákærða sem hann er hér sakfelldur fyrir sé alvarlegt og til þess fallið að valda henni umtalsverðu miskatjóni, sbr. b. lið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur og skal fjárhæðin bera vexti og dráttarvexti með þeim hætti sem nánar greinir í dómsorði. Miðast upphafsdagur dráttarvaxta við 20. sep tember 2018 en þá var liðinn mánuður frá því verjanda ákærða var send bótakrafa málsins, sem var 20. ágúst sama ár, en verjandinn hafnaði kröfunni fyrir hönd ákærða degi síðar. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu verður ákærða gert að greiða allan sakarkost nað málsins sem samtals nemur 1.916.730 krónum, sem eru málsvarnarlaun Jóns Stefáns Hjaltalín Einarssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða, sem ákveðast hæfileg 1.089.650 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og er þar einnig tekið tillit til vinnu verjand ans á rannsóknarstigi málsins og laun skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem þykja hæfilega ákveðin 827.080 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og er að sama skapi tekið tillit til vinnu réttargæslumannsins á rannsóknarstigi. Halldór Björnsson héraðsdómar i kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá 10. maí 2014 til 20. september 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 1.916.730 krónur, sem eru málsvarnalaun Jóns Stefáns Hjaltalín Einarssonar lögmanns, skipaðs verjanda hans, að fjárhæð 1.089.650 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og málsvar narlaun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns að fjárhæð 827.080 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.