LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 25. október 2021. Mál nr. 552/2021 : A ( Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður ) gegn B ( Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Faðerni. Mannerfðafræðileg rannsókn. Útdráttur Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að A væri skylt að mæta til blóðtöku í því skyni að mannerfðafræðileg rannsókn yrði gerð á því hvort hann væri faðir B. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. september 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 28. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. september 2021 í málinu nr. E - /2020 þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að mæta til blóðtöku í því skyni að gerð yrði mannerfðafræðileg rannsókn á því hvort hann væri faðir varnaraðila. Kæruheimild er í 1 . mgr. 15 . gr. barna laga nr. 76 / 2003 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Málavöxtum er lýst í hinum kærða úrskurði. Mál þetta er faðernismál sem höfðað er á grundvelli II. kafla barnalaga til viðurkenningar á því að sóknaraðili máls þessa sé fa ðir varnaraðila. Í þinghaldi í héraði 28. júní síðastliðinn fór varnaraðili fram á að sóknaraðila yrði gert að mæta til blóðtöku og að gerð yrði mannerfðafræðileg rannsókn samkvæmt 15. gr. barnalaga til staðfestingar á því að hann sé faðir varnaraðila. Þei rri kröfu hafnaði sóknaraðili í þinghaldi 26. ágúst síðastliðinn og var málið tekið til úrskurðar um þennan ágreining aðila samdægurs. Með hinum kærða 2 úrskurði var orðið við framangreindri kröfu varnaraðila en mælt fyrir um að ákvörðun málskostnaðar biði e fnisdóms. 5 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 6 Kærumálskostnaður fellur niður. 7 Samkvæmt 11. gr. barnalaga skal greiða þóknun lögmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti úr ríkissjóði en þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærum álskostnaður fellur niður. Þóknun lögmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti, 250. 000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. september 2021 Mál þetta sem tekið var til úrskurðar þann 26. ágúst 2021 er höfðað með stefnu birtri 18. nóvember 2020. Stefnandi er B Stefndi er A Dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði með dómi að stefndi sé faðir hans. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi ríkissjóðs eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, auk lögmælts virðisaukaskatts skv. lögum nr. 50/1988 en málskostnaðarreikni ngur verður lagður fram við aðalflutning málsins. Upphaflegar dómkröfur stefnda voru aðallega þær að máli þessu yrði vísað frá dómi. Var málinu vísað frá dómi með úrskurði dómsins 31. mars 2021, en úrskurðurinn var felldur úr gildi með úrskurði Landsrétta r 3. júní 2021 og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefndi að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins eða skv. framlögðum málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Í þessum úrskurði er aðeins fjallað um kröfu stefnanda um að stefnda verði gert að mæta til blóðtöku og að gerð v erði mannerfðafræðileg rannsókn til staðfestingar á því að hann sé faðir stefnanda skv. 15. gr. laga nr. 76/2003, en stefndi krefst þess að kröfunni verði hafnað. Málavextir Kveðst stefnandi hafa um það upplýsingar að á getnaðartíma hans, þ.e. um sumarið hafi móðir hans lýsingar að þá um sumarið, líklega um verslunarmannahelgina í kringum mánaðamótin júlí/ágúst, hafi móðir hans haft samfarir við D og einnig við stefnda, en stefndi og D voru bræður. 3 virðist vera ljósrit úr spjaldskrá eða slíku segir að stefnandi hafi verið óskilgetinn og að nafn föður hafi ekki verið gefið upp. Í reitinn fyrir nafn föður er svo sk rifað með óskýrara letri nafnið D. segir að samkvæmt skírn arskýrslu sé D lýstur faðir stefnanda. stefnanda, en hvorki sé hægt að útiloka D né stefnda frá faðerninu. Þá liggur fyrir afrit úr bókum meðlag með stefnanda, hálft meðlag hvor. Kveðst stefnandi hafa a list upp hjá móður sinni og eiginmanni hennar, E ásamt þeim börnum sem C og E eignuðust. Stefnandi hefur verið skráður [ D ] son og lýsir hann því að þegar hann var u.þ.b. 6 ára gamall hafi honum verið sagt að hann ætti föður sem héti D en stefnandi hafi aldr ei hitt hann. Þegar stefnandi var orðinn fullorðinn mun hann hafa komist í kynni við börn D en kveðst aldrei hafa hitt stefnda . D mun hafa látist sumarið . Kveðst stefnandi hafa verið í sambandi við börn hans og hafi þau hvatt hann til að fá niðurs töðu um hvort rétt sé að D sé faðir stefnanda. Kveðst stefnandi því hafa farið í DNA rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu síðastliðið haust, ásamt F, syni D. Úr þeirri rannsókn hafi komið að þeir gætu ekki verið bræður en hins vegar gætu þeir verið bræðra synir. Um þetta hefur stefnandi lagt fram afar ófullkomið skjal þar sem engin nöfn koma fram, en kennitala stefnanda kemur þó fram, ásamt annarri kennitölu. Í skjalinu segir að stefnandi og annar maður geti verið bræðrasynir og feður þeirra því bræður. Ekk i kemur neitt fram í skjalinu frá hverjum það stafar. Stefnandi kveðst telja líklegt að stefndi sé faðir hans, en hann hafi hvorki hitt stefnda né rætt þetta við hann. Kveður stefnandi að sonur D hafi gert tilraun til að ræða þetta við stefnda án árangurs . Kveðst stefnandi ekki hafa önnur ráð en stefna máli þessu fyrir dóm til að leita eftir viðurkenningu á því að stefndi sé faðir hans. Stefndi kveður að við skírn hafi stefnandi verið feðraður D, bróður stefnda. Stefndi kveðst alla tíð hafa talið að stefn andi væri sonur D enda hafi D gengist við faðerni stefnanda. Sömuleiðis hafi D alla tíð talið sig vera föður stefnanda og aldrei gert ráðstafanir til að vefengja faðernið. Stefndi fullyrðir í greinargerð sinni að eftir andlát D árið hafi afkomendur D hvatt stefnanda til að kanna faðerni sitt, en stefndi kveður hins vegar að sér sé ekki kunnugt um að stefnandi hafi samhliða máli þessu höfðað mál til véfengingar á skráðu faðerni sínu þjóðskrá, þ.e. að hann sé sonur D. Þá kveðst stefndi hafna því að hann sé faðir stefnanda og telur að stefnandi sé rétt feðraður D. Forsendur og niðurstaða Í 1. mgr. 15. gr. barnalaga nr. 76/2003 er kveðið á um að [d]ómari getur, samkvæmt kröfu, ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn verði gerð á aðilum máls og barninu og e nn fremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Eru þeir sem í hlut eiga skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræðilegra kannana. Dómari getur með sama hætti ákveðið með úrskurði að blóðrannsó kn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á foreldrum og eftir atvikum systkinum aðilanna, svo og á öðrum börnum þeirra. Í málinu hefur stefnandi lagt fram gögn sem benda til þess að stefnandi sé raunverulega ekki sonur D, en þvert á móti benda gö gnin til þess að hann kunni að vera sonur stefnda. Þá liggur fyrir að við ] hafi stefndi og D verið dæmdir til að greiða að hálfu hver meðlag með stefnanda. Er hvergi að sjá í gögnum málsins að stefndi hafi nokkurn tíma neitað því að hafa haft samfarir við móður stefnanda á líklegum getnaðartíma hans. Er raunar alls ekki byggt á því í málinu af hálfu stefnda að hann hafi ekki haft samfarir við móður stefnanda á líklegum getnaðartíma hans. 4 Þá kveðst stefnandi hafa um það upplýsingar að móðir hans muni hafa haft samfarir við stefnda Af gögnum málsins er augljóst að stefndi hefur eftir fæðingu stefnanda verið talinn hafa haft samfarir við móður hans á líklegum getnaðartíma, sbr. 2. mgr. 10. gr. barnalaga nr. 76/2003, ásamt D og öðrum tilteknum manni. Breytir engu í því sambandi að ekki li ggi fyrir sérstök yfirlýsing móður hans í barnalaga nr. 76/2003 um höfðun þessa máls á hendur stefnda. Samkvæmt meginreglum barnaréttar, t.a.m. sa manber 1. gr. a barnalaga nr. 76/2003, á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Á hinn bóginn á stefndi rétt til friðhelgi síns einkalífs og verður engum gert að þola líkamsrannsókn nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild, sbr. 2. mgr. 71. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Að mati dómsins hefur stefnandi gert nægilega líklegt að stefndi hafi haft samfarir við móður hans á líklegum getnaðartíma hans, en ekki verður skorið úr um það hvort stefndi sé faðir stefnanda nema með því að þeir und irgangist blóðsýnistöku og mannerfðafræðilega rannsókn til að leiða þetta í ljós. Þykja hagsmunir stefnanda vega hér þyngra en hagsmunir stefnda. Samkvæmt framansögðu verður því fallist á kröfu stefnanda eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Rétt er að ákvörðun um málskostnað bíði efnisdóms. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Stefnda, A , er skylt að mæta til blóðtöku í því skyni að gerð verði mannerfðafræðileg rannsókn á því að hvort hann er faðir stefnanda, B , skv. 15. gr. laga nr. 76/2003. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.