LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 15. nóvember 2021. Mál nr. 695/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Elías Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Útlendingur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. nóvember 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2021 í málinu nr. R - þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til fimmtudagsins 13. janúar 2022 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kær ða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2021 Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. [...] , sæti áframhaldandi farbanni með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, til fimmtudagsins 13. janúar 2022, kl. 16:00. Málsatvik Lögregla hefur til rannsóknar kynferðisbrot, meinta nauðgun tveggja manna, sem kona, þ.e. brotaþoli, tilkynnti sjálf til lögreglu skömmu eftir miðnætti þann 13. maí 2021. Brotaþoli kvaðst hvorki vita hverjir voru að verki né heldur hvar brotavettvangur væri nákvæmlega. Kvaðst brotaþoli hafa verið, fyrr um kvöldið, á veitingastaðnum [...] , og farið af staðnum í fylgd manns sem hún lýsti og hefði boðið henni að fara með í samkvæmi. Sagði hún samskipti þeirra hafa farið fram á ensku og er hún hefði verið komin í íbúð hefði maðurinn beitt hana kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Þegar maðurinn hefði lokið sér af hefði hann kallað á annan mann, sagt honum að brjóta einnig gegn henni kynferðislega, sem hann hafi þá gert. Hún taldi að mennirnir væru af erlendum uppruna. Var brotaþoli með sjáanlega áverka eftir atvikið og fór í kjölfarið á bráðamóttöku Landspítalans til læknisskoðunar. Lögreglumenn fóru á veitingastaðinn [...] og ræddu við eiganda staðarins sem sýndi lögreglu upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins. Í þeim mátti sjá brotaþola ganga út af staðnum ásamt karlmanni sem passaði við lýsingu hennar. Að sögn barþjóns staðarins voru tveir erlendir aðilar á staðnum kvöldið áður í t öluverðan tíma sem hann kannaðist ekki við. Hann sagði að þeir hefðu borgað með greiðslukorti fyrir veitingar sem þeir keyptu á staðnum. Sagði hann konuna hafa farið af staðnum með þeim og því sama hefur annað vitni lýst. Rannsóknaraðgerðir lögreglu hafa l eitt til þess að tveir aðilar hafa nú réttarstöðu sakbornings í málinu, annars vegar kærði, og hins vegar annar maður, meðkærði. Til að aðgreina meintan þátt hvors fyrir sig, er grunur um að meðkærði sé sá aðili sem fyrst braut gegn brotaþola skv. lýsingu hennar, en kærði sé sá aðili sem strax í kjölfarið braut gegn henni. Kærði var handtekinn þann 13. maí sl. Kærði hefur ekki gengist við brotinu og borið að miklu leyti við minnisleysi vegna ölvunar. Kærði hefur sagst þekkja meðkærða og að þeir séu vinir. H ann viti þó ekki hvar hann eigi heima eða hvar dvalarstaður hans sé. Var kærði úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins allt til mánudagsins 17. maí 2021, kl. 16:00, sbr. úrskurð héraðsdóms Reykjaness frá 14. maí 2021 í máli nr. . Kærða v ar síðan gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til 19. maí 2021, kl. 16:00 með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 17. maí 2021 í máli nr. R - . Að kvöldi föstudagsins 14. maí sl. fékk lögregla upplýsingar um dvalarstað meðkærða og framkvæmdi að u ndangengnum úrskurði héraðsdóms Reykjaness, húsleit og rannsókn í umræddri íbúð, sem sterkur rökstuddur grunur er um að sé meintur brotavettvangur. Lagði lögregla hald á muni sem tengjast meintu broti s.s. skó, fatnað og muni er tilheyra brot aþola, auk rúmfatnaðar, laks, blóðugs pappírs og fartölvu. Einnig voru í íbúðinni ummerki eftir kannabisræktun. Lögregla framkvæmdi umfangsmikla leit að meðkærða og var hann eftirlýstur af lögreglu vegna málsins strax frá upphafi. Meðkærði var loks handtekinn sunnudaginn 16. maí sl., kl. 14:21. Í kjölfarið var meðkærði úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til 19. maí 2021, kl. 16:00, sbr. úrskurð héraðsdóms Reykjaness frá 17. maí 2021 í máli nr. R - . Kærða var með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 19. maí sl. í máli nr. R - , bönnuð för af Íslandi allt til miðvikudagsins 16. júní 2021. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 16. júní sl. í máli nr. R - , var farbann kærða framlengt allt til 16. september 2021, kl. 16:00 , en sá úrskurður var 3 staðfestur í Landsrétti með úrskurði réttarins frá 21. júní sl. í máli nr. . Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 16. september sl. í máli nr. R - , var farbann kærða framlengt allt til 11. nóvember 2021, kl. 16:0 0 Meðkærði sætir sams konar farbanni, sbr. úrskurð héraðsdóms Reykjaness frá 19. maí sl. í máli nr. R - og úrskurð héraðsdóms Reykjaness frá 16. júní sl. í máli nr. R - , sem staðfestur var í Landsréttir með úrskurði réttarins frá 21. jún í sl. í máli nr. . Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 16. september sl. í máli nr. R - , var farbann kærða framlengt allt til 11. nóvember 2021, kl. 16:00 Til rannsóknar er ætlað brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem er talið geta varðað við 194. gr. laganna, en brot gegn ákvæðinu varðar allt að 16 ára fangelsi. Lögregla telur að fram sé kominn grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Rannsókn málsins er mjög vel á veg komin. Einkum hefur verið beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum. Niðurstöður hafa borist lögreglu og niðurstöður þeirra er að lífsýni úr kærða og meðkærða var að finna á bol brotaþola. Kærði er og hefur síðastliðin ár verið búsettur á Íslandi, en hann er ríkisborgari. Lögregla telur rökstuddan grun til að ætla að varnaraðili muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu ref singar, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, verði honum ekki gert að sæta farbanni meðan mál hans er til rannsóknar og meðferðar. Þá er eðli máls samkvæmt brýnt að tryggja nærveru kærða á meðan rannsókn málsins stendur og ef tir atvikum meðferð málsins hjá ákæruvaldi og dómstólum. Af þessum sökum telur lögregla að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, um gæsluvarðhald, sé fullnægt í málinu. Hefur enda héraðsdómur og Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu, sbr. ofangreinda fyrri úrskurði í máli kærða. Með hliðsjón af stöðu kærða hér á landi og sjónarmiðum um meðalhóf, taldi lögregla þann 19. maí sl. nægjanlegt að kærði sætti farbanni, fremur en áframhaldandi gæsluvarðhal di. Sömu sjónarmið eiga áfram við nú. Varðandi tímalengd kröfu lögreglustjóra, vísast m.a. til úrskurðar Landsréttar frá 7. desember 2018 í máli nr. 888/2018. Lagarök Með vísan til alls framangreinds, b - liðar 1. mgr. 95. gr. sbr. 1., 2., og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, telur lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta farbanni allt til fimmtudagsins 13. janúar 2022, kl. 16.00. A f hálfu varnaraðila er kröfunni mótmælt og þess krafist að synjað verði um hana en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Verjandi varnaraðila segir skilyrði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 ekki fyrir hendi í málinu enda styðji niðurstöður DNA rannsóknar frekar sakleysi en sekt varnaraðila í málinu. Niðurstaða Lögregla er með til rannsóknar meint alvarlegt kynferðisbrot varnaraðila. Rannsókn lögreglu er á lokastigi en niðurstöður DNA rann sóknar eru þær að lífsýni úr kærða og meðkærða var að finna á bol brotaþola. Varnaraðili er því undir rökstuddum grun um að hafa framið alvarlegt kynferðisbrot sem fangelsisrefsing er lögð við. Varnaraðili er ríkisborgari en hefur búið hér á landi í nokkur ár en ekki liggur annað fyrir en hann búi hér einn og eigi ekki börn hér á landi. Að þessu gættu er fallist á með sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni reyna að komast úr landi haldi verði hann frjáls ferða sinna og komi sér þar með undan málsókn og fullnustu refsingar. 4 Samkvæmt því er fullnægt skilyrðum b. l iðar 95. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og verður því fallist á kröfu sóknaraðila eins og hún er sett fram en ekki þykir ástæða til að marka farbanninu skemmri tíma eins og atvikum málsins er háttað. Samkvæmt þ ví skal varnaraðili sæta farbanni allt til fimmtudagsins 13. janúar 2022 kl. 16:00. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. [...] , skal sæta farbanni, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 13. janúar 2022, kl. 16:00.