LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 10. janúar 2022. Mál nr. 749/2021 : Ása Björk Sigurðard óttir Ottesen (Einar Hugi Bjarnason lögmaður ) gegn Snæb irni Sigurðss yni , Björg u Ingvarsdótt u r og Efstadalskot i ehf. og til réttargæslu Sigurð i Sigurðss yni , Ásmund i Sigurðss yni , Jórunn i Sigurðardótt u r og Gunnhild i Sigurðardótt u r ( Guðjón Ármannsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Forkaupsréttur. Kröfugerð. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Á á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Á, varnaraðilinn S og réttargæslustefndu eru systkin. Í málinu krafðist Á þess að viðurkenndur yrði með dómi forkaupsréttur hennar að hluta fasteignarinnar E á grundvelli ákvæðis samnings frá 19. apríl 1991 um sölu föður þe irra á jörðinni til varnaraðilans S. Í úrskurði Landsréttar var rakið að sóknaraðili krefðist viðurkenningar á tilvist ákveðinna réttinda, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómkrafa hennar fæli á hinn bóginn ekki í sér að forkaups réttar yrði neytt með þeim hætti sem lýst er í dómi Hæstaréttar 6. júní 2008 í máli nr. 261/2008, enda teldi sóknaraðili að umfang forkaupsréttar hennar yrði ekki ljóst fyrr en afstaða systkina hennar lægi fyrir um hvort þau hygðust nýta forkaupsrétt sinn, væri hann til staðar. Sóknaraðila var talið heimilt að haga kröfugerð sinni með þeim hætti sem hún gerði. Þá var ekki talið að dómkrafa hennar væri andstæð meginreglum laga nr. 91/1991 um ákveðna og ljósa kröfugerð eða að vandkvæði myndu vera á því að tak a hana óbreytta upp í ályktunarorð í dómsniðurstöðu í málinu. Væru því ekki efni til að vísa málinu frá héraðsdómi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttard ómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. desember 2021 sem barst réttinum 7. sama mánaðar . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 21. desember 2021. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2021 í málinu nr. E - 762/2021 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar . Til va ra krefst sóknaraðili þess að ákvarðaður málskostnaður í héraði verði lækkaður og að kærumálskostnaður verði felldur niður. 3 Varnaraðil ar kref jast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál þetta á hendur - Dal 2 í Bláskógabyggð. Sóknaraðili, varnaraðili Snæbjörn Sigurðsson og réttargæslustefndu eru sy stkin. Kröfu sína reisir sóknaraðili á 10. gr. samnings 19. apríl 1991 um sölu upp sú aðstaða að Snæbjörn Sigurðsson vilji selja sinn hlut í jörðinni, að öllu eða einhverju leyti, þá ber honum að bjóða systkinum sínum, er þá verða á lífi hér á landi, kaup á jarðarhlutanum og því sem honum fylgir, fyrir sambærilegt verð og að ofan Björg Ingvars dóttir, sem eru hjón, færðu fasteignina til varnaraðilans Efstadalskots ehf. sem er í þeirra eigu. Áður en til málshöfðunar kom ritaði lögmaður sóknaraðila lögmanni varnaraðila bréf 23. nóvember 2020 þar sem þess var krafist að forkaupsréttur hennar yrði v ekki hafi verið um sölu eignarhlutans að ræða með yfirfærslu eignarhalds hans til Efstadalskots ehf. 5 Í málinu krefst s óknaraðili viðurkenningar á tilvist ákveðinna réttinda, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, nánar tiltekið að það tímamark sé komið að forkaupsréttur hennar samkvæmt framangreindu samningsákvæði sé virkur. Dómkrafa hennar felur á hinn bóginn ekki í sér að forkaupsréttar sé neytt með þeim hætti sem lýst er í dómi Hæstaréttar 6. júní 2008 í máli nr. 291/2008, enda telur sóknaraðili að umfang forkaupsréttar hennar verði ekki ljóst fyrr en afstaða systkina hennar liggur fyrir um hvort þau hyggist nýta forkau psrétt sinn, sé hann til staðar. 6 Að framangreindu virtu verður að telja sóknaraðila heimilt að haga kröfugerð sinni með þeim hætti sem hún gerir í málinu. Þá verður ekki talið að dómkrafa sóknaraðila sé andstæð meginreglum laga nr. 91/1991 um ákveðna og l jósa kröfugerð eða að 3 vandkvæði myndu vera á því að taka hana óbreytta upp í ályktunarorð í dómsniðurstöðu í málinu. Eru því ekki efni til að vísa málinu frá héraðsdómi. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 7 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Ákvörðun málskostnaðar í héraði bíður efnisdóms í málinu. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2021 1 Mál þetta, sem upphaflega var tekið til dóms 2. nóvember 2021 en tekið upp á grundvelli 104. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þann 23. sama mánaðar og dómtekið að nýju þann dag, h öfðaði Ása Björk Sigurðardóttir Ottesen, Þrastanesi 8, Garðabæ, með stefnu birtri 2. febrúar 2021, gegn Snæbirni Sigurðssyni, Björgu Ingvarsdóttur, báðum til heimilis að Efsta - Dal 2E, Bláskógabyggð, og Efstadalskoti ehf., Efsta - Dal 2, Bláskógabyggð, og til réttargæslu Sigurði Sigurðssyni, Hrísholti 11, Laugarvatni, Ásmundi Sigurðssyni, Hrauntjörn 6, Selfossi, Jórunni Sigurðardóttur, Laufbrekku 26, Kópavogi, og Gunnhildi Sigurðardóttur, Móhellu 8, Selfossi, til viðurkenningar á forkaupsrétti. 2 Dómkröfur stefn anda eru þær, að viðurkennt verði með dómi að forkaupsréttur hennar samkvæmt 10. gr. kaupsamnings, dags. 19. apríl 1991, að þeim hluta fasteignarinnar að Efsta - Dal 2, Bláskógabyggð, með fastanúmerið 220 - 5918, með tilheyrandi sameignar - og lóðarréttindum o g öðru sem eigninni fylgir og fylgja ber, og ekki var sérstaklega undanskilið kaupunum samkvæmt 1. gr. kaupsamnings, dags. 19. apríl 1991, hafi orðið virkur á grundvelli kaupa stefnda Efstadalskots ehf. á fasteigninni af meðstefndu Snæbirni og Björgu, sbr. eignayfirlýsingu dagsetta 27. september 2017. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða henni málskostnað. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur á hendur réttargæslustefndu. 3 Stefndu krefjast sýknu af kröfu stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu. 4 Ekki hefur verið sótt þing af hálfu réttargæslustefndu og engar kröfur gerðar, hvorki á hendur þeim né af þeirra hálfu. Málsatvik 5 Málsatvik eru í meginatriðum óumdeild á milli aðila. Með kaupsamningi, dags. 19. apríl 1991, seldi Sigurður heitinn Sigurðsson syni sínum, stefnda Snæbirni, hluta jarðarinnar Efsta - Dals 2, Laugardalshreppi í Árnessýslu, líkt og nánar er útlistað í 1. - 3. tö lulið 1. gr. samningsins og á korti sem fylgdi samningnum sem fylgiskjal. Kaupverð hins selda var samkvæmt 2. gr. samningsins 15.000.000 króna og var greiðslan sundurliðuð eins og nánar greindi í 1. til 9. tölulið ákvæðisins. Þá hvíldu á jörðinni lán sem k aupandi hafði sjálfur tekið og drógust þar af leiðandi ekki frá kaupverðinu. 6 Í 10. gr. kaupsamningsins var að finna svohljóðandi ákvæði: Komi upp sú aðstaða að Snæbjörn Sigurðsson vilji selja sinn hlut í jörðinni, að öllu eða einhverju leyti, þá ber honum að bjóða systkinum sínum, er þá verða á lífi hér á landi, kaup á jarðarhlutanum og því sem honum fylgir, fyrir sambærilegt 4 verð og að ofan greinir, að viðbættum verðauka á húsum eða mannvirkjum jarðar, sem á hafa orðið fyrir hans atbeina. Kaupandi og selj andi eru sammála um að viðbygging og breyting á fjárhúsi í fjós hafi verið kostað af Snæbirni og teljist því hans eign. 7 - Dals - Systkinin eru öll á lífi og búsett hé r á landi, en hin fjögur systkinin eru réttargæslustefndu Sigurður, Ásmundur, Jórunn og Gunnhildur Sigurðarbörn. 8 Samkvæmt stefnu varð stefnanda það ljóst á árinu 2020, að eigendaskipti höfðu orðið á jörðinni Efsta - Dal 2 haustið 2017, án þess að stefnanda, eða hinum systkinunum, væri tilkynnt um þau aðilaskipti, eða veittur kostur á að neyta forkaupsréttar samkvæmt 10. gr. áðurnefnds kaupsamnings. Átti september 2017. Skjalið var móttekið til þinglýsingar hjá Sýslumanninum á Suðurlandi 20. nóvember 2017 og innfært í þinglýsingabækur 30. nóvember sama ár. 9 Samkvæmt eignayfirlýsingunni afsöluðu stefndi Snæbjörn og eiginkona hans stefnda Björg, fasteigninni Efsti - Dal ur 2, fastanúmer 220 - 5918, til hins meðstefnda einkahlutafélags Efstadalskots ehf., sem stofnað hafði verið á árinu 2017. Samkvæmt stefnu var félagið upphaflega alfarið í eigu stefnda Snæbjörns, en stefnda Björg hafi síðar eignast helming hlutafjár í félag inu. Í dag sé því Efstadalskot ehf. í eigu þeirra hjóna, stefndu Snæbjarnar og Bjargar, í jöfnum hlutföllum. 10 Kaupverð Efsta - Dals 2 var ekki tilgreint í eignayfirlýsingunni frá 2017, en í 12 tölusettum liðum voru tilgreind veðskuldabréf og tryggingabréf, s em sagt var að myndu áfram hvíla á eigninni. Þá voru enn að stefndi Efstadalskot ehf. myndi greiða skatta og gjöld af eigninni frá afhendingardegi og hir ða arð af henni frá sama tíma, svo og að aðilar hefðu gert upp áhvílandi gjöld frá fyrri tíma. 11 Með bréfi stefnanda til lögmanns stefndu, dags. 23. nóvember 2020, var þess krafist að forkaupsréttur stefnanda yrði viðurkenndur og að staðið yrði við áðurnefn t ákvæði 10. gr. kaupsamningsins frá 19. apríl 1991. Í lok bréfsins var tilgreint að ella yrði höfðað dómsmál til viðurkenningar á forkaupsréttinum. Engin formleg viðbrögð bárust við bréfinu en í samtölum lögmanna kom fram að forkaupsrétti væri hafnað. Ste fnandi telur sig því nauðbeygða til að höfða mál þetta til viðurkenningar á því að forkaupsréttur hennar hafi virkjast við framangreindan gerning. Helstu málsástæður stefnanda 12 Stefnandi byggir kröfu sína á því að hún eigi skýran, ótvíræðan og þinglýstan fo rkaupsrétt að hluta jarðarinnar Efsta - Dals 2, Bláskógabyggð, fastanúmer 220 - 5918, samkvæmt 10. gr. kaupsamningsins frá 19. apríl 1991. Forkaupsréttur hennar að hluta fasteignarinnar Efsta - Dals 2 hafi orðið virkur á grundvelli kaupa stefnda Efstadalskots eh f. á fasteigninni, af meðstefndu Snæbirni og Björgu, sbr. eignayfirlýsingu dagsetta 27. september 2017. 13 Stefnandi vísar til þess að forkaupsréttur teljist til eignarréttinda sem virkjast við sölu eignar. Forkaupsrétturinn hafi ekki getað dulist stefndu, e nda sé hans skýrlega getið í 10. gr. kaupsamningsins frá 1991, sem stefndi Snæbjörn hafi verið aðili að og þinglýst hafi verið á eignina. Þrátt fyrir þetta hafi stefndu Snæbjörn og Björg látið undir höfuð leggjast að tilkynna stefnanda og hinum systkinunum fjórum um söluna og bjóða þeim að nýta forkaupsrétt sinn, eins og þeim hafi borið að gera samkvæmt kaupsamningnum sjálfum, almennum reglum og 9. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Stefnanda hafi því ekki gefist tækifæri til að neyta samningsbundins ré ttar síns. 14 Stefnandi byggir á því að þar sem stefndu hafi ekki tilkynnt um söluna og síðar virt kröfur hennar um viðurkenningu á forkaupsréttinum að vettugi, sé óhjákvæmilegt að fallist verði á kröfur hennar um viðurkenningu á þessum samningsbundna rétti. Í þessu sambandi bendir stefnandi á, að orðalag 10. gr. kaupsamningsins frá 1991 sé skýrt um það við hvaða aðstæður forkaupsrétturinn verði virkur, þ.e. um hlut í jörðinni til einkahlutafélagsins Efstadalskots ehf. 15 Stefnandi byggir einnig á því, að um sölu sé að ræða í skilningi meginreglna kröfuréttar um forkaupsrétt, enda sé ljóst að stefndu Snæbjörn og Björg hafi afsalað fasteigninni til meðstefnda 5 Efst adalskots ehf., sem sé lögaðili með aðra kennitölu en nefndir einstaklingar. Ekki sé ljóst af eignayfirlýsingunni frá 27. september 2017 hvert heildarkaupverð eignarinnar hafi verið en á hinn bóginn sé ljóst að endurgjaldið fólst a.m.k. í því að á eigninni hvíldu áfram nánar tilgreind veðskuldabréf og tryggingabréf. Af eignayfirlýsingunni má ráða að upphafleg fjárhæð áhvílandi veðskulda - og tryggingabréfa hafi verið 253.919.111 krónur. Stefnandi hafi eðli máls samkvæmt ekki upplýsingar um stöðu áhvílandi ve ðskulda og skuldir að baki tryggingabréfum þann 27. september 2017. Við þetta bætist að samkvæmt eignayfirlýsingunni hafi einkahlutafélagið átt að greiða öll gjöld vegna skjala þeirra, sem af samningnum hlutust, þ. á m. stimpilgjöld, þingfestingargjöld og skráningargjöld. Þá hafi einkahlutafélagið greitt skatta og gjöld af eigninni frá afhendingardegi og hirt arð af henni frá sama tíma. Framsal stefndu Snæbjörns og Bjargar á eignarhaldi fasteignarinnar til meðstefnda Efstadalskots ehf. beri því að mati stef nanda öll einkenni kaupa í skilningi meginreglna kröfuréttar. Að þessu virtu telur stefnandi ljóst að skilyrði ólögfestra reglna kröfuréttar um stofnun forkaupsréttar séu fyrir hendi og að forkaupsréttur hennar hafi orðið virkur. 16 Í þessu sambandi bendir s tefnandi einnig á að hlutafé í Efstadalskoti ehf. geti gengið kaupum og sölum, án þess að stefnandi eða réttargæslustefndu hafi nokkuð um það að segja. Stefndu Snæbjörn og Björg gætu því hæglega selt aðilum ótengdum fjölskyldunni einkahlutafélagið án þess að hin - fjölskyldunnar, sem væri augljóslega í andstöðu við vilja föður systkinanna um að jörðin héldist innan fjölskyldunnar, sem sé vitaskuld ástæðan að baki áðurnefn dri 10. gr. samningsins frá 1991. 17 Þá bendir stefnandi einnig á, að ef ekki yrði á það fallist að forkaupsréttur stefnanda hafi orðið virkur við eignayfirfærsluna til stefnda Efstadalskots ehf. sé alls ekki sjálfgefið að talið yrði að systkinin ættu forkaup srétt ef jörðin, í heild eða hluta, yrði seld út úr einkahlutafélaginu. Ef svo færi væri ljóst að forkaupsréttur systkinanna væri fyrir bí og einskis virði. Sú niðurstaða væri algjörlega ótæk að mati stefnanda, enda væri með því búin til leið til að komast fram hjá samningsbundnum forkaupsrétti, sem fæli það í sér að afsala andlagi forkaupsréttar til tengds lögaðila, sem myndi halda á eign í einhvern tíma og selja svo áfram, án þess að þurfa að gæta að samningsbundnum forkaupsrétti. 18 Um lagarök vísar stefna ndi til meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga, reglna kröfu - og fasteignakauparéttar um forkaupsrétt og laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Stefnandi styður heimild sína til að gera viðurkenningarkröfu í málinu við 2. mgr. 25. gr. laga n r. 91/1991 um meðferð einkamála, en stefnanda hefur ekki verið kynnt kaupverð fasteignarinnar og því er ómögulegt að setja fram kröfu um útgáfu afsals gegn tiltekinni greiðslu. Helstu málsástæður stefndu 19 Stefndu mótmæla málatilbúnaði og málsástæðum stefnanda í heild sinni. Stefndu telja í fyrsta lagi, að vísa þurfi málinu frá dómi, þar sem ekki hafi verið gætt að nauðsynlegri samaðild til sóknar, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Ekki sé gerð krafa um frávísun, enda gæti dómurinn sjálfur að nauðsyn á sa maðild, en eftirfarandi umfjöllun sé ætlað að varpa ljósi á þá annmarka á aðild sem stefndu telja að sé til staðar í málinu. 20 Stefndu byggja mál sitt á því, að samkvæmt 1. mgr. 10. gr. áðurnefnds kaupsamnings sé ljóst að mögulegur forkaupsréttur sé sameigin lega á hendi systkina stefnda Snæbjörns. Í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 sé kveðið á um að þegar fleiri en einn eigi óskipt réttindi, eða beri óskipta skyldu, þá eigi þeir óskipta aðild. Samkvæmt seinni málslið 2. mgr. 18. gr. skuli vísa máli frá dómi e f þeir sem eiga óskipt réttindi sækja ekki mál í sameiningu, að því leyti sem krafa sé höfð uppi um hagsmuni einhvers þeirra sem ekki eigi aðild að því. 21 Í ljósi þess að þau réttindi, sem stefnandi telur sig eiga, séu sameiginleg réttindi hennar og systkina hennar, telji stefnendur að þörf hafi verið á sameiginlegri aðild allra systkinanna til sóknar. Hefðu einhver systkinanna ekki viljað standa að málinu t il sóknar með stefnanda, þá hefði stefnandi átt þess kost að stefna þeim til þess að þola dóm um kröfur stefnanda, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 406/2010 og 392/2015. Úr skorti á nauðsynlegri samaðild samkvæmt 18. gr. laga nr. 91/1991 verði 6 ekki bætt m eð því að viðkomandi aðilum sé stefnt til réttargæslu, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 502/2002 og 568/2002. Með vísan til framangreinds telja stefndu að vísa beri málinu frá dómi. 22 Stefndu byggja í öðru lagi á því að forkaupsréttur sé í eðli sínu íþyngja ndi, enda feli hann í sér takmörkun á eignarrétti, sem og samningsfrelsi. Í samræmi við það sé viðtekið að samningsákvæði um forkaupsrétt skuli túlkuð þröngt og með þeim hætti að ekki séu lagðar aðrar hömlur á eiganda til hagnýtingar og ráðstöfunar eignar sinnar en ráða megi með sæmilegri vissu af viðkomandi samningi. 23 Stefndu hafna því að forkaupsréttur hafi virkjast þegar eignarréttur að hluta fasteignarinnar að Efsta - Dal 2 var færður yfir í einkahlutafélagið Efstadalskot ehf. þar sem ekki hafi verið um sö lu eignarinnar að ræða. Meginreglan sé sú að forkaupsréttur verði virkur við sölu. Þannig sé það frumskilyrði þess að forkaupsréttur verði virkur og að hans verði neytt, að eigandi ákveði að selja þá eign sem er andlag forkaupsréttarins. Forsenda þess sé a ð komist hafi á bindandi kaupsamningur. Að sama skapi gildi sú meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur við önnur aðilaskipti að eignarréttindum nema til þess standi sérstök heimild. Þannig hafi til dæmis verið talið að forkaupsréttur verði ekki virk ur við breytingu á félagsformi um eignarhald jarðar, sem sé andlag forkaupsréttar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 180/2006. Sambærileg regla hafi verið talin gilda þegar einstaklingur sem á forkaupsréttarandlag færir eignarhald þess inn í félagsform, til dæmis einkahlutafélag, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 570/2009. 24 Með hliðsjón af framangreindu telja stefndu ljóst að forkaupsréttur hafi ekki virkjast þegar eignarhald jarðarinnar var fært inn í einkahlutafélagið Efstadalskot ehf. Ekkert endurgjald hafi k omið fyrir jörðina og viðkomandi einkahlutafélag sé að fullu í eigu sömu aðila og áttu jörðina. Hér hafi í raun aðeins verið um breytingu á rekstrarformi að ræða og því sé jörðin enn eign stefndu, í gegnum eignarhald þeirra á einkahlutafélaginu. Það hafi þ ví hvorki átt sér stað sala né gerningur sem lagður verði að jöfnu við sölu. 25 Í þessu samhengi er bent á að upphaflegum seljanda, Sigurði heitnum, hefði verið í lófa lagið að taka fram ef umþrættur forkaupsréttur ætti að virkjast við hvers konar eignayfirfæ rslu. Telja stefndu raunar liggja fyrir að enginn áhugi hefði verið fyrir því að setja slíka kvöð og að það sé með ráðum gert að Ástæða þess mun vera sú að með forkaupsréttarákvæðinu hafi Sigurður heitinn viljað tryggja að jörðin væri undir yfirráðum einhvers innan fjölskyldunnar, sem virðist óumdeilt. Með hliðsjón af því telja stefndu allar líkur til þess að Sigurður heitinn hefði ekkert út á það að setja að eignarhald fasteignarinnar væri fært inn í félag í eigu stefndu, enda stefndi Snæbjörn enn með not og yfirráð yfir eigninni. Jörðin sé þannig enn innan fjölskyldunnar. 26 Þar sem ekki hafi verið um sölu að ræða hafi forkaupsrétturinn ekki virkjast og stef ndu hafi því ekki borið nein skylda til að tilkynna stefnendum um yfirfærslu eignarréttarins, eða bjóða stefnendum eða réttargæslustefndu að kaupa jarðarhlutann. Bent er á að ákvæði laga nr. 40/2002, sem stefnandi vísar til, eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki hafa átt sér stað fasteignakaup í skilningi þeirra laga, sbr. 1. gr. laganna. Með vísan til þessa verði að sýkna stefndu. 27 Verði ekki fallist á að ekkert endurgjald hafi komið fyrir jörðin byggja stefndu mál sitt í þriðja lagi á því að í reynd hafi verið um að ræða gjafa - eða örlætisgerning. Telja stefndu augljóst að ekkert eiginlegt endurgjald hafi komið fyrir jörðina og að eignarhaldið hafi aðeins verið flutt yfir í einkahlutafélag. Engu að síður telja stefndu nauðsynlegt að árétta, ef dómurinn sk yldi telja að yfirtaka skulda og greiðsla gjalda vegna skjalagerðar og þinglýsinga megi jafna til endurgjalds, að forkaupsréttur virkjast ekki við önnur aðilaskipti að eign en sölu, nema til þess standi sérstök heimild. 28 Af því leiðir að forkaupsréttur vir kjast ekki við örlætisgerninga nema það sé skýrlega tekið fram í viðkomandi forkaupsréttarheimild. Er sem dæmi bent á dóm Hæstaréttar frá 1940, á bls. 108 í það í engu nálgast eðlilegt markaðsvirði eignarinnar. Af því leiði að jafnvel þótt talið yrði að eitthvert endurgjald hafi komið fyrir eignina þá hafi verið um að ræða þess háttar örlætisgerning, sem ekki hafi virkjað forkaupsrétt til handa stefnanda. 7 29 St efndu hafna í fjórða lagi hugleiðingum stefnanda um hvað gæti gerst í framtíðinni, við sölu jarðarinnar út úr félaginu Efstadalskoti ehf. eða við sölu á hlutafé í því félagi. Í því samhengi vísa stefndu til þess að yfirfærsla á eignarrétti jarðarinnar yfir til Efstadalskots ehf. hafi ekki falið í sér sölu eða virkjað forkaupsrétt til handa stefnanda. Liggi fyrir skýr dómaframkvæmd Hæstaréttar, sem staðfesti að gerningar sem þessi teljist ekki til sölu. Gerninga sem mögulega yrðu gerðir í framtíðinni þyrfti svo einfaldlega að meta út frá atvikum og aðstæðum þá, en slíkar hugleiðingar geti ekki haft nein áhrif á þá niðurstöðu, að sú eignayfirfærsla sem hér sé til umfjöllunar hafi ekki falið í sér sölu eða virkjað forkaupsrétt. Í þessu samhengi sé fyrri umfjöll un, um að forkaupsrétt skuli túlka þröngt, áréttuð. 30 Stefndu byggja í fimmta lagi á tómlæti stefnanda. Í mörg ár hafi staðið yfir deilur varðandi dánarbú Sigurðar heitins Sigurðarsonar, bónda á Efsta - Dal 2, og eignir sem áður tilheyrðu búinu. Hafi mál þessu tengd oftar en einu sinni ratað fyrir dómstóla. Eftir að skiptum hafi lokið hafi stefnandi gert - dómsmál þetta eina birtingarmynd hins fjölþætta ágreinings aðila . 31 Stefndu byggja á því að í ljósi allra atvika sé vafalaust að stefnandi hafi lengi vitað að stefndi, Efstadalskot ehf., væri hinn skráði eigandi Efsta - Dals 2. Í tölvupósti stefnda, Snæbjörns, til stefnanda hinn 3. maí 2020 hafi komið fram, að land undir f járhúsi í Efstadalstorfu væri eign stefnda Efstadalskots ehf. Mál þetta hafi þó ekki verið höfðað fyrr en með birtingu stefnu í febrúarmánuði 2021. Stefndu byggja á því að stefnandi hafi með þessu sýnt af sér tómlæti, sem eigi hvað sem öðru líður að leiða til sýknu. Vísa stefndu til þess í þessu samhengi, að þau hafi staðið fyrir metnaðarfullri uppbyggingu í Efsta - Dal 2, sem vakið hafi mikla athygli. Í ljósi hinna miklu hagsmuna sem séu undir hafi tómlætissjónarmið sérstaka þýðingu í máli þessu. Niðurstaða 32 Atvik þessa máls eru óumdeild. Með samningi, dags. 19. apríl 1991, seldi Sigurður Sigurðsson, faðir stefnanda og stefnda Snæbjörns, Snæbirni jörðina Efsta - Dal 2, að undanskildum eignum sem þegar voru í eigu stefnda. Stefnandi átti ekki beina aðild að kaup samningnum, en í 10. gr. samningsins var mælt fyrir um forkaupsrétt stefnanda og eftirlifandi systkina hennar og stefnda Snæbjörns. Skyldi öllu eða einhv 33 Stefnandi byggir mál sitt á því, að framangreind stund hafi komið, og að forkaupsrétturinn hafi virkjast er stefndi og eiginkona hans, stefnda Björg, afsöluðu fasteigninni Efsta - Dal 2 til einkahlutafélagsins Efstadalskot ehf., sem mun alfarið vera í eigu þeirra tveggja. Átti afsalið sér stað með eignayfirlýsingu, dags. 27. september 2017. Því andmæla stefndu meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið um sölu að ræða, heldur yfirfærslu eignarréttinda yfir í einkahlutafélag í eigu stefndu S næbjörns og Bjargar. Ekkert endurgjald hafi heldur verið innt af hendi í skiptum fyrir jörðina. Eins hafi stefnda sýnt af sér tómlæti. Um ákvæði kaupsamningsins frá 1991 34 Aðilar deila sem fyrr segir um það hvort það tímamark hafi komið, að forkaupsréttur sa mkvæmt kaupsamningnum frá 19. apríl 1991 hafi orðið virkur eða ekki. Hafi svo verið reynir á það álitaefni, hvort hvert og eitt systkinanna geti nýtt forkaupsrétt sinn, eftir atvikum í réttu hlutfalli við eign sína í þeim réttindum á þeim tíma er forkaupsr étturinn varð virkur, án tillits til þess hvað aðrir gera, eða hvort forkaupsrétturinn verði einungis nýttur sameiginlega og þá þannig að öll systkinin kjósi við þær aðstæður að nýta sér forkaupsrétt sinn. Á sama hátt gæti reynt á það hvernig úr því skyldi leyst, ef eitt systkinanna eða fleiri myndu vilja nýta forkaupsrétt sinn en ekki systkinin öll. 35 Aðilar eru sammála um að vilji föður stefnanda og stefnda Snæbjörns hafi staðið til þess að jörðin yrði áfram í eigu barna hans og að það hafi verið markmið hans með 10. gr. kaupsamningsins frá 1991. Stefndu halda því fram að sá vilji hafi sannarlega gengið eftir, þar sem stefndi Snæbjörn hafi aldrei 8 selt jörðina, heldur sé hann enn eigandi hennar, þrátt fyrir þá eignayfirfærslu sem um er deilt í málinu. Þá vi nni stefndi Snæbjörn að því að byggja jörðina upp með börnum sínum og fjölskyldu. 36 Ákvæði 10. gr. kaupsamningsins frá 1991 tekur ekki á því berum orðum, hvort um sameiginlegan forkaupsrétt eftirlifandi systkina Snæbjörns sé að ræða, þannig að nauðsyn sé á samaðild þeirra til sóknar, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991, þótt slíkt sé einn af þeim kostum sem til greina kemur við skýringu ákvæðisins. Í ákvæðinu segir aðeins að stefnda Snæbirni beri að bjóða eftirlifandi systkinum sínum jarðarhluta til kaups vilji h ann selja. Í ákvæðinu kemur heldur ekki fram hversu víðtækur forkaupsréttur hvers systkinis skuli vera, né hvort hann skuli rýmkaður í því tilviki ef sum systkinanna velja að nýta sér forkaupsrétt sinn en önnur ekki. Um sjónarmið aðila varðandi 10. gr. k aupsamningsins og kröfugerð stefnanda 37 Við úrlausn dómsins á málinu, eftir dómtöku þess, varð dómurinn þess áskynja, að þörf kynni að vera á sérstakri umfjöllun aðila um það álitaefni, hvort ágallar kynnu að vera á kröfugerð stefnanda í málinu, meðal annars að teknu tilliti til dómaframkvæmdar, og ef svo væri hverjar væru þá afleiðingar þeirra, ef einhverjar. Af því tilefni nýtti dómurinn sér heimild 104. gr. laga nr. 91/1991 til að fá umfjöllun aðila um þann þátt málsins sérstaklega, sbr. og 3. mgr. 101. gr. sömu laga. Fór málflutningur um þau atriði fram þann 23. nóvember 2021 og var málið tekið til dóms að nýju að því loknu. 38 Við þá meðferð málsins kom meðal annars fram, að stefnandi liti svo á að hún ætti hlutfallslegan forkaupsrétt ásamt systkinum sínum að umræddum jarðarhluta. Vildu systkini hennar ekki nýta hlutfallslegan forkaupsrétt sinn til eignarinnar yrði forkaupsréttur stefnanda rýmri sem því næmi. Vildi ekkert systkina stefnanda nýta forkaupsrétt sinn teldi stefnandi sig sa mkvæmt því eiga rétt á að nýta forkaupsrétt að allri jörðinni, að undanskildum þeim hluta hennar sem undanskilinn væri samkvæmt samningnum frá 1991. 39 Af hálfu stefnanda kom einnig fram, að þar sem ekki lægi fyrir hvort aðrir forkaupsréttarhafar vildu nýta þann rétt sinn, þá hefði að framangreindu virtu verið ómögulegt fyrir stefnanda að gera í stefnu nákvæma grein fyrir prósentu þess forkaupsréttar sem hún teldi sig eiga. Á sama hátt hefði verið ómögulegt að gera kröfu um framsal eignarinnar til stefnanda g egn tilteknu endurgjaldi, eftir atvikum að hluta til, þar sem ekki lægi fyrir hver endanlegur forkaupsréttur stefnanda yrði. Auk þess væri ekki hægt að ráða af þeim gerningi sem stefnandi telur að hafi virkjað forkaupsrétt hennar, hvert endurgjaldið hafi v erið fyrir jörðina. Það væri því síðara tíma mál að leysa úr því. 40 Stefnandi telur það vera ótæka túlkun kaupsamningsins frá 1991, að systkinin verði öll, að undanskildum stefnda Snæbirni, að standa saman að máli til viðurkenningar á forkaupsrétti samkvæm t 10. gr. samningsins. Þá væri það ótæk túlkun að mati stefnanda, ef hún gæti aðeins eignast 20% í jörðinni, jafnvel þó að systkini hennar kysu að nýta ekki forkaupsrétt sinn, enda hefði vilji föður stefnanda og stefnda Snæbjörns staðið til þess að öll jör ðin yrði í eigu barna hans eða barns. Það markmið myndi ekki nást nema stefnandi nyti aukins forkaupsréttar, í því tilviki að systkini stefnanda nýttu ekki forkaupsrétt sinn. 41 Af hálfu stefndu var því lýst yfir við sama tækifæri, að ákvæði 10. gr. kaupsamn ingsins frá 1991 yrði ekki skýrt þannig að stefnandi ætti aukinn forkaupsrétt ef systkini hennar kysu að nýta ekki rétt sinn, að því gefnu að hann hafi virkjast, sem stefndu telja að hafi ekki gerst eins og hér stendur á, enda hafi stefndi Snæbjörn aldrei viljað selja jörðina. Stefndu mótmæla samkvæmt því að stefnandi geti átt aukinn forkaupsrétt ef systkini hennar kysu að nýta ekki sinn forkaupsrétt. 42 Telja stefndu að ákvæði 10. gr. samningsins beri að skýra eignarrétti stefnda Snæbjörns í hag. Ákvæðið fel i í sér takmörkun á eignarrétti eiganda jarðarinnar og beri því að skýra þröngt. Eftirlifandi systkini séu alls fimm talsins, að stefnda Snæbirni frátöldum. Nærtækast sé því að skýra 10. gr. samningsins þannig að stefnandi gæti mest átt forkaupsrétt að 20% jarðarinnar á móti systkinum sínum, öðrum en stefnda Snæbirni. 43 Þá telja stefndu, að um óskipt eignarréttindi sé að ræða, sem stefnandi og systkini hennar fari með sameiginlega. Sameiginleg aðild þeirra til sóknar í málinu sé þar af leiðandi nauðsynleg, s br. 18. gr. laga nr. 91/1991. Vísa beri málinu frá dómi, án kröfu, þar sem ekki hafi verið gætt að nauðsynlegri 9 samaðild til sóknar, sbr. nefnda lagagrein, þar sem aðrir forkaupsréttarhafar eigi ekki aðild að málinu til sóknar. Vilji systkini stefnanda, ei tt eða fleiri, ekki nýta sér forkaupsrétt sinn, eða eiga aðild að máli þar sem um hann sé fjallað, hefði verið rökrétt að stefna þeim til varnar í málinu til að þola dóm um forkaupsréttinn. Ekki dugi að stefna þeim til réttargæslu í málinu, eins og stefnan di geri. 44 Loks telja stefndu að yrði fallist á dómkröfur stefnanda í málinu myndi það leiða til óviðunandi óvissu um eignarhald jarðarinnar og framhald málsins. Því væru engin skil gerð í stefnu hvert framhald málsins yrði ef fallist yrði á kröfur stefnand a í málinu. Stefnandi hefði að lágmarki þurft að tiltaka í stefnu hvert sé umfang þess forkaupsréttar sem hún telji sig eiga. Um eðli forkaupsréttar og viðeigandi reglur einkamálaréttarfars 45 Forkaupsréttur telst til óbeinna eignarréttinda. Hann er í eðli s ínu íþyngjandi fyrir eiganda þeirrar eignar sem hann varðar, þar sem hann felur í sér takmörkun á eignarrétti hans, sem varinn er af 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Forkaupsréttur felur jafnframt í sér takmörkun á ráðstöfunarrétti eiganda fasteigna r og samningsfrelsi hans. Af því leiðir, að beita ber þröngri lögskýringu við skýringu á samningsákvæðum um forkaupsrétt. 46 Samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála telst dómur bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem k oma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem þar eru dæmdar að efni til. Af þessu ákvæði leiðir, að dómur í því máli sem hér er til meðferðar getur aðeins bundið stefnanda og stefndu, en ekki aðra forkaupsréttarhafa, jafnvel þótt þeim hafi verið stefnt ti l réttargæslu. Félli dómur stefnanda í hag myndi hann því aðeins binda stefnanda, en ekki systkini hennar sem mögulega gætu einnig gert tilkall til að nýta sér forkaupsrétt sinn á grundvelli kaupsamningsins frá 1991. 47 Dómkröfur stefnanda í máli skulu greind ar svo glöggt sem verða má í stefnu, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Eru í ákvæðinu nefnd nokkur dæmi um hvernig orða megi dómkröfur í stefnu. Ekki er þó um tæmandi talningu að ræða enda eru málin ólík innbyrðis og fjölbre ytt. Kröfugerð verður þannig að móta í hverju og einu máli fyrir sig, með hliðsjón af atvikum þess og eðli máls. 48 Í einkamálaréttarfari er stuðst við almenna leiðbeiningarreglu um hvernig kröfugerð þurfi að vera sett fram í stefnu til að geta talist dómtæk. Hefur þessi regla verið orðuð þannig, að kröfugerð stefnanda þurfi að meginreglu að vera svo ákveðin og ljós í stefnu að hægt sé að taka hana upp óbreytta sem ályktunarorð í dómsniðurstöðu í máli, ef efnisleg skilyrði eru á annað borð fyrir þeim málalokum . Dómsúrlausn þarf enn fremur að vera það ákveðin að hún leiði ein og sér til málaloka um sakarefnið. Óákveðnar og óljósar kröfur leiða til frávísunar máls, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 49 Af e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 má enn frem ur ráða, að gagnorð lýsing á málsástæðum í stefnu þurfi að taka af öll tvímæli um hver sú krafa sé, sem stefnandi hefur uppi í máli, enda telst sakarefni ekki nægilega afmarkað nema ljóst sé hvaða atburður eða atvik búi að baki kröfu og hvað felist nánar t iltekið í þeim atvikum, sem leiðir til þess að krafan sé til. Um kröfugerð stefnanda 50 Jafnvel þótt fallist yrði á kröfur stefnanda í máli þessu, eins og þær eru settar fram í stefnu, yrði eftir sem áður óljóst hversu víðtækur forkaupsréttur stefnanda á gru ndvelli samningsins frá 1991 væri. Þannig lægi ekki fyrir, að virtum málatilbúnaði stefnanda, hvort hún ætti forkaupsrétt að 20% hluta jarðarinnar eða 100%, eða þar á milli, jafnvel þótt dómur félli stefnanda í vil að öllu leyti. Dómsorð í málinu yrði samk væmt því ekki endanlegt um það atriði og túlkun þess háð eftirfarandi atvikum og skilyrðum. 51 Þá myndi áfram ríkja óvissa um hvort stefnandi myndi nýta sér forkaupsrétt sinn, hver sem hann væri, þar sem ekki er í stefnu gerð krafa um framsal eignarinnar ti l stefnanda, á grundvelli forkaupsréttar, gegn greiðslu tiltekins endurgjalds, eins og tíðkanlegt er í málum af þessum toga. Þannig yrði óljóst, þrátt fyrir dóm í þágu stefnanda, hvort stefnandi gerði yfirhöfuð kröfu til að nýta forkaupsrétt sinn, til 10 að f á einhvern hluta jarðarinnar framseldan til sín á grundvelli forkaupsréttar, og eftir atvikum hve stór sá hlutur væri. 52 Að sama skapi yrði með vísan til 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 óljóst hvernig færi með forkaupsrétt annarra forkaupsréttarhafa. Afstaða þeirra liggur ekki fyrir í málinu, hvorki skriflega né með öðrum hætti. Ríkir því óvissa um það hvort þau myndu vilj a nýta sér forkaupsrétt sinn eða ekki. Þá eiga aðrir forkaupsréttarhafar ekki aðild að málinu, jafnvel þótt þeim hafi verið stefnt til réttargæslu í því. Að sama skapi myndi ríkja óvissa um hvort stefnandi ætti aukinn forkaupsrétt við þær aðstæður að systk ini hennar kysu, eitt eða fleiri, að nýta ekki forkaupsréttinn. Jafnframt yrði óljóst, jafnvel þótt fallist yrði á kröfur stefnanda í málinu, hvort einhver hluti jarðarinnar yrði áfram í eigu núverandi eiganda, ef einhver. 53 Dómur, sem yrði stefnanda í hag, myndi samkvæmt framansögðu óumflýjanlega hafa í för með sér verulega óvissu um eignarhald, ráðstöfunarrétt og rekstur jarðarinnar Efsta - Dals 2, svo og um rétt stefnanda og annarra forkaupsréttarhafa á grundvelli kaupsamningsins frá 1991. Slík niðurstaða m yndi væntanlega valda bæði núverandi eiganda, Efstadalskoti ehf., og hluthöfum þess, stefndu Snæbirni og Björgu, óhagræði, að minnsta kosti um ótilgreindan tíma, sem ekki liggur fyrir hver gæti orðið. 54 Í dómaframkvæmd hefur ekki verið talið fullnægjandi að gera aðeins kröfu um að viðurkennt verði með dómi að forkaupsréttur hafi orðið virkur við tiltekinn gerning, heldur verði að tilgreina sérstaklega hver sá réttur er sem stefnandi telji sig eiga. Hefur kröfugerð þar sem slíkt kemur ekki fram verið talin an dstæð 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um skýra og glögga kröfugerð, sbr. d - lið þeirrar greinar. Má í því samhengi vitna til dóms Hæstaréttar í máli nr. 291/2008. 55 Forkaupsréttur stefnanda felur í eðli sínu í sér takmörkun og inngrip í mikilsverð eignarréttindi stefndu, sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Er af þeim sökum enn mikilvægara en ella að kröfugerð stefnanda sé skýr og ótvíræð, svo og að hún geti leitt til endanlegrar niðurstöðu um sakarefni málsins. Á sama hátt er mikilvægt að réttarstaða aðila sé skýr og ótvíræð að dómi gengnum, þannig að ljóst sé hvert það sakarefni er, sem telst bindandi fyrir aðila málsins, á grundvelli 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. 56 Í stefnu eru þau réttindi, sem stefnandi krefst jafnvel þótt fyrir liggi að fleiri myndu eiga forkaupsrétt að sömu eign, ef efnisleg skilyrði til þ ess teldust uppfyllt. Í stefnu er þannig ekki vikið að því, hversu víðtækur forkaupsréttur stefnanda er að hennar mati, hvorki í kafla yfir dómkröfur né í kafla yfir málsástæður. 57 Þannig er óljóst samkvæmt stefnu hvort stefnandi telji sig eiga rétt til 20% hlutar í jörðinni Efsta - Dal 2, að því gefnu að 100% eignarhald jarðarinnar skiptist á milli fimm eftirlifandi systkina hér á landi, eða hvort hún telji að forkaupsrétturinn geti eftir atvikum orðið rýmri, falli til að mynda aðrir forkaupsréttarhafar frá þ ví að nýta sér hlutfallslegan rétt sinn, sbr. umfjöllun hér að framan. 58 Samkvæmt því liggur ekki fyrir með afgerandi hætti í málinu, hver sá réttur er sem stefnandi telur sig eiga á grundvelli 10. gr. kaupsamningsins frá 19. apríl 1991, þ.e. hver sá réttur er sem hún krefst viðurkenningar á samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þess í stað er það skilið eftir opið og valkvætt hver réttindi hennar eru og háð eftirfarandi atvikum og skilyrðum. 59 Ef skilja ber málatilbúnað stefnanda þannig að endanlegt umfa ng forkaupsréttar hennar ráðist að einhverju leyti af afstöðu systkina hennar, og því hvað yrði um forkaupsrétt þeirra, ef fallist yrði á að forkaupsréttur hafi orðið virkur, þá myndu endanleg réttindi stefnanda ráðast af forsendu, sem fyrst getur ræst í f ramtíðinni, þegar fyrir liggur hvort systkini hennar hyggjast nýta sér forkaupsrétt sinn eða ekki. Tilurð þeirra réttinda væri samkvæmt því háð ókomnum atvikum og þau þar af leiðandi ekki enn orðin til, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991. 60 Að framangrein du virtu er það mat dómsins að kröfugerð stefnanda í máli þessu uppfylli ekki þær kröfur einkamálaréttarfars um skýra og glögga kröfugerð, sem raktar voru hér að framan. Kröfugerðin er með öðrum orðum of óskýr, að mati dómsins, til að unnt sé að taka hana upp sem ályktunarorð dómsins og þar af leiðandi í andstöðu við ákvæði laga nr. 91/1991, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr., sbr. og 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr., 4. mgr. 114. gr. og 1. mgr. 116. gr. laganna. 11 61 Um grundvallaratriði er að ræða, sem getur meðal an nars haft áhrif við mat á því hvernig aðild málsins skuli háttað, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, svo og á möguleika stefndu til að grípa til viðeigandi efnisvarna í málinu. 62 Að öllu framangreindu virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi, án kröfu. Er málinu samkvæmt því vísað frá dómi með úrskurði á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991. 63 Með hliðsjón af úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að stefnandi greiði stefndu sameiginlega 1.250.000 króna í m álskostnað, að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun lögmanns stefndu. 64 Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Hugi Bjarnason lögmaður. 65 Af hálfu stefndu flutti málið Guðjón Ármannsson lögmaður. 66 Jóhannes Rúnar Jóhan nsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Ása Björk Sigurðardóttir Ottesen, greiði stefndu sameiginlega 1.250.000 króna í málskostnað.